Sex tíma geimviðgerð

Alþjóðageimstöðin.
Alþjóðageimstöðin. AFP

Geimfarar um borð í Alþjóðageimstöðinni (ISS) hófu nú í hádeginu geimgöngu til að skrúfa fyrir ammoníakleka sem varð vart í kælikerfi stöðvarinnar. Á fimmtudag tók áhöfnin eftir því að agnir flutu frá rannsóknarstofu geimstöðvarinnar.

Fljótandi ammoníak er notað til að draga úr þeim hita sem myndast í rafkerfi stöðvarinnar, en viðbótarorka sem myndast er síðan losuð út í geim.

Talsmenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) segir að áhöfn ISS sé ekki í hættu stödd, að því er segir á vef BBC.

Það kemur hins vegar sjaldan fyrir að geimganga sé skipulögð með svo stuttum fyrirvara.

Geimfararnir Chris Cassidy og Tom Marshburn áttu að hefja viðgerðina kl. 12:15 að íslenskum tíma. Talið er að hún muni standa yfir í rúmar sex klukkstundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert