Samsung kynnir snjallúr

Samsung kynnti í dag snjallúr sem hefur marga af helstu kostum snjallsíma. Úrið er með litaskjá, getur tekið við skilaboðum, hægt er að nota það sem síma og hægt er að hlaða í það smáforritum.

Galaxy símar Samsung eru í dag mest seldu snjallsímar í heimi. Snjallúrinu er ekki ætlað að koma í stað snallsíma heldur er það hugsað sem aukabúnaður við símann. BBC hefur eftir sérfræðingum að það geti þýtt að úrið eigi ekki eftir að slá í gegn með sama hætti og Galaxy símarnir.

Samsung hefur lýst því yfir að sala á vörum frá fyrirtækinu hafi minnkað og því bíða fjárfestar eftir því hvort fyrirtækinu tekst að setja á markað vöru sem á eftir að auka söluna á ný.

Sala á snjallúrinu hefst 25. september.

Snjallúrið er að nokkru leyti markaðssett sem tískuvara.
Snjallúrið er að nokkru leyti markaðssett sem tískuvara. JOHN MACDOUGALL
Hægt er að horfa á myndir í snjallúrinu.
Hægt er að horfa á myndir í snjallúrinu. JOHN MACDOUGALL
Snjallúrið getur tekið við símtölum sem berast í snjallsímann.
Snjallúrið getur tekið við símtölum sem berast í snjallsímann. JOHN MACDOUGALL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert