Tveir nýir símar frá Apple

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple svipti í dag hulunni af tveimur nýjum snjallsímum, iPhone 5S og iPhone 5C. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði við tækifærið að snjallsímamarkaðurinn sé orðinn það stór að ekki dugi minna en að gefa út tvo síma í einu.

Cook sagði iPhone 5S yrði fremstur meðal jafningja. „Við höfum aldrei sett á markað jafn framsækinn síma. Hann er gullverðlaunahafi snjallsímanna.“ Síminn verður 64 bita og með betri örgjörva en áður hefur þekkst. Þá ætti rafhlaða símans að duga í 10 klukkustundir í tali og 40 klukkustundir ef hlustað er á tónlist í honum.

Hinn síminn, iPhone 5C, er hins vegar ódýr útgáfa af snjallsímanum og mun kosta frá 99 Bandaríkjadölum. 

Nýju símarnir frá Apple.
Nýju símarnir frá Apple. AFP
Tim Cook kynnir nýja iPhone.
Tim Cook kynnir nýja iPhone. AFP
Tim Cook kynnir nýja iPhone.
Tim Cook kynnir nýja iPhone. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert