400 þúsund ára mannlegt erfðaefni

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Wikipedia

Mannfræðingar tilkynntu í dag að þeim hefði tekist að lesa úr elsta erfðaefni sem nokkurn tímann hafi fundist úr mannveru. Það var tekið úr 400 þúsund ára gömlu mjaðmabeini sem fannst í skurði á Spáni.

Fram kemur í frétt AFP að þetta varpi nýju ljósi á þróun mannlegra erfðaefna undanfarin 300 þúsund ár og bendir ennfremur til þess að þróun mannsins hafi verið mun flóknari en hingað til hefur verið talið. Beinið var grafið upp á stað sem kallast Sima de los Huesos í norðurhluta Spánar. „Niðurstaða okkar sýnir að við getum núna rannsakað erfðaefni forfeðra mannsins sem eru hundruð þúsunda ára gömul,“ er haft eftir mannfræðingnum Svante Paabo, sem tók þátt í rannsókninni.

Elsta erfðaefni úr mannveru sem áður var vitað um er úr stúlku sem talin er hafa verið uppi fyrir um 80 þúsund árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert