Talandi vélmenni stýra umferðinni

Talandi vélmenni stýra nú umferðinni á fjölfarinni götu í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongós. Vélmennin, sem koma í stað lögreglumanna, hafa vakið mikla lukku heimamanna sem og talsverða fjölmiðlaathygli.

Einn vegfarandi orðaði það svo: „Sem mótorhjólakappi er ég mjög ánægður með vélmennin. Þegar lögreglan gaf bílunum merki og stýrði þeim var alltaf svo mikil umferð. En eftir að vélmennin komu í hennar stað hafa vegfarendur sýnt mikla kurteisi.“

Verkfræðingarnar sem bjuggu vélmennin til setja markið hátt og stefna á alþjóðlega markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert