Margir munu geta lækkað reikning sinn

mbl.is/Sigurgeir

Síminn segir ekkert styðja þá fullyrðingu fjarskiptafyrirtækisins Hringdu að breytt mæling á internetnotkun muni leiða til hærra verðs fyrir internetþjónustu á Íslandi.

Þvert á móti muni breytingin henta 98% af viðskiptavinum Símans og stór hópur viðskiptavina muni geta lækkað reikning sinn frá því sem nú er, þar sem þeir geti farið í hagstæðari þjónustuleið.

Í tilkynningu frá Símanum segir að nýja mælingin sé sanngjörn, auki gegnsæi á markaði og sé viðskiptavinum í hag.

Þar segir jafnframt að þau sirka tvö prósent viðskptavina, sem gætu fundið aukningu eftir breytinguna, séu ofur-notendur sem standa undir 25% allrar notkunar á neti Símans. Einn slíkur viðskiptavinur geti verið með gagnanotkun á við nokkur þúsund heimili.

Ástæðan sé sú að pakkarnir sem viðskiptavinum standa til boða séu stækkaðir verulega og því rúmist notkun þorra viðskiptavina innan þessa. Grunnpakkinn mun frá 1. júlí innihalda 15 GB en hafði áður 1 GB. Stærð hans fimmtánfaldast. 10 GB leiðin ríflega sjöfaldast og verður 75 GB. Bæði 50 GB og 100 GB leiðirnar þrefaldast og verða annars vegar 150 GB og hins vegar 300 GB. Og sú stærsta sem áður var 200 GB verður 600 GB.  

Frétt mbl.is: Segja breytingar leiða til hærra verðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka