Met á Twitter í leik Brasilíu og Þýskalands

Undanúrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu milli Þýskalands og Brasilíu hefur slegið met á Twitter. Enginn annar íþróttaleikur hefur verið ræddur jafnmikið á samfélagsmiðlinum hingað til.

Leikurinn var vissulega sögulegur, fór 7-1 fyrir Þýskalandi. Á meðan leiknum stóð voru 35,6 milljón tíst skrifuð um hann á Twitter.

Einnig var slegið met hvað varðar fjölda tísta á mínútu en það gerðist þegar fimmta mark Þýskaland var skorað. Þá voru skrifuð 580.601 tíst - öll á sömu mínútunni.

Sex af tíu vinsælustu umræðuefnunum á Twitter í gær voru um leikinn - flestir notuðu #BrazilvsGermany í sínum færslum.

Oftast var tíst um þýska leikmanninn Miroslav Klose og kom landi hans Toni Kroos fast á hæla honum. Julio Cesar, Oscar og Fred voru þeir leikmenn Brasilíu sem oftast var skrifað um á Twitter í gær.

Margir tóku líka til við að tísta ljósmyndum - oft samsettum myndum, s.s. af Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í líki risastyttunnar af Jesús í Brasilíu.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert