Meiri húsverk - minna kynlíf

Karlar sem elda stunda minna kynlíf samkvæmt rannsókninni.
Karlar sem elda stunda minna kynlíf samkvæmt rannsókninni. AFP

Karlmenn sem eru duglegir að sinna húsverkum stunda minna kynlíf. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar og segir í inngangi fréttar norska fréttamiðilsins VG. Ert þú karlmaður sem er duglegur við húsverkin? Þá getur verið að kynlíf þitt sé á leið í vaskinn.

Í frétt VG kemur fram að rannsóknin sem unnin var af Juan March stofnuninni í Madríd hafi verið gerð á tuttugu ára tímabili og rúmlega 4.500 pörum fylgt eftir. Niðurstaðan sé sláandi, því þeir karlmenn sem elda mat og þrífa stunda minna kynlíf en þeir sem ekki koma að húsverkunum. Munaði töluvert miklu á milli þeirra sem unnu húsverk og þeirra sem ekki gerðu það eða um allt að helming.

Félagsfræðingurinn Sabino Kornrich sem VG ræddi við segir að hann hafi þá kenningu að hegðun fólks á heimilinu hafi mikil áhrif á það hvernig fólk horfir á maka sinn. Hvort hann er kvenlegur eða karlmannlegur. „Konur sem horfa á karla sína vinna „kvennastörf“ geta talið þá minna aðlaðandi kynferðislega,“ segir hann en lesa má um rannsóknina og viðbrögð í Noregi hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert