Líkt eftir uppbyggingu líffæra: Framtíðin er í þrívídd

Tsuyoshi Takato prófessor með prentað eyra úr þrívíddarprentara
Tsuyoshi Takato prófessor með prentað eyra úr þrívíddarprentara AFP

Japanskir vísindamenn segja að þeir séu komnir nálægt því að geta prentað húð, bein og liði með þrívíddarprentara. Nokkrum hópum vísindamanna víðs vegar um heiminn hefur tekist að framleiða lítið magn af vef til að nota en nú er beðið eftir næsta skrefi.

Tsuyoshi Takato prófessor við sjúkrahús Háskólans í Tókýó tilkynnti fyrir helgi að teymi á hans vegum væri að vinna að „næstu kynslóð lífræns þrívíddarprentara“ sem gæti byggt upp þunn lög af vef til að búa til líkamsparta.

Blandað er saman stofnfrumum og tilbúnu efni sem minnir á kollagen. Með þrívíddarprentara er teymið að vinna að því að „líkja eftir uppbyggingu líffæra“ eins og hörðu yfirborði beina og svampkenndu innvolsi þeirra.

Hann segir að hægt verði að láta prentuð líffæri samlagast líkamanum hratt.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert