Fram skoraði átta – Erna hetja ÍA

Framarar fagna marki í kvöld.
Framarar fagna marki í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram fer vægast sagt vel af stað í 1. deild kvenna í fótbolta en liðið vann risasigur á ÍR, 8:2, í fyrstu umferðinni í kvöld. Leikið var á heimavelli Fram í Úlfarsárdal.

Murielle Tiernan, sem hefur undanfarin ár verið einn besti leikmaður Tindastóls, byrjar vel með Fram því hún skoraði þrennu.

Murielle Tiernan skoraði þrennu.
Murielle Tiernan skoraði þrennu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Alda Ólafsdóttir skoraði tvö mörk og þær Emma Björt Arnarsdóttir og Írena Björk Gestdóttir komust einnig á blað. Eitt markanna var sjálfsmark.

Lovísa Guðrún Einarsdóttir skoraði fyrra mark ÍR er hún kom liðinu í 1:0. Berta Sóley Sigtryggsdóttir minnkaði muninn svo í 6:2.

Leikur ÍA og Grindavíkur var öllu rólegri, en þar skoraði Erna Björt Elíasdóttir sigurmark Skagakvenna á 43. mínútu í 1:0-heimasigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert