Lowry jafnar vallarmet

Shane Lowry
Shane Lowry AFP/ROSS KINNAIRD

Shane Lowry stimplaði sig inn í baráttuna um sigur á PGA mótinu á Valhalla vellinum í Kentucky í dag þegar hann lék þriðja hringinn á 62 höggum. Lowry var hársbreidd frá því að setja nýtt met en pútt hans fyrir fugli geigaði á átjándu holu.

Írinn Lowry spilaði með Justin Rose í dag og það fór á vel með félögunum. Lowry var í 29. sæti eftir fyrstu tvo hringina en níu fuglar og enginn skolli gerir að verkum að hann er þrettán undir pari fyrir lokahringinn á morgun.

Xander Schauffele er efstur, fimmtán höggum undir pari, og Lowry annar þegar fréttin er skrifuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert