Fékk súrefni í hringnum eftir rothögg

Tyson Fury og Oleksandr Usyk mætast í kvöld.
Tyson Fury og Oleksandr Usyk mætast í kvöld. AFP/Yasser al-UMARI

Betur fór en á horfðist þegar Joshua Wahab rotaðist illa í upphitunarbardaga fyrir heimsmeistaraviðureign Tyson Fury og Oleksandr Usyk í Riyadh í Sádí Arabíu í kvöld. 

Bretinn Mark Chamberlain rotaði Wahab snemma í fyrstu lotu með föstum höggum og læknar stukku inn í hringinn með súrefnisgrímu sem sett var yfir vit Wahab. Sem betur fer gat Wahab rétt úr sér og sest upp án aðstoðar og virtist, að mestu, ómeiddur.

Búist er við að bardagi Fury og Usyk hefjist rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert