Raftækin endast fólki skemur

Flatskjáir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Flatskjáir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. mbl.is/Ernir

Líftími raftækja er að styttast, bæði vegna þess að tækin sjálf virðast endast skemur en þau gerðu áður og vegna þess að neytendur vilja kaupa nýjustu útgáfur tækja í stað þeirra gömlu. Rannsókn þýsku umhverfisstofnunarinnar leiðir þetta í ljós.

Tilgangurinn rannsóknarinnar var að kanna fullyrðingar um að raftækjaframleiðendur væru viljandi farnir að framleiða tækni sem entust skemur til þess að auka sölu á vörum sínum. Ekki fékkst afgerandi niðurstaða um það en þó kom í ljós að tæplega 5% aukning varð á átta ára tímabili á hversu margir keyptu vörur í stað tækja sem höfðu bilað.

Þá kom í ljós að hlutfall heimilistækja sem skipt var út innan við fimm árum eftir að þau voru keypt jókst úr 7% árið 2004 í 13% árið 2013. Stórum hluta þeirra var skipt út eftir að eldra tæki hafði gefið sig.

Hins vegar kom einnig í ljós að allt að þriðjungur þeirra ísskápa og þvottavéla sem fólk keypti var vegna vilja fólks til að eiga nýrri græjur þrátt fyrir að gamla tækið virkaði enn sem skildi.

Frétt The Guardian af líftíma raftækja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert