Myndarleg heimkoma

Þrír áhafnarmeðlima Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sneru aftur til jarðar á fimmtudag með rússnesku Soyuz-lendingarhylki. Bandaríska geimvísindastofnunin hefur nú birt ótrúlegar myndir af lendingunni.

Þau Barry Wilmore, Alexander Samokutyaev og Elena Serova höfðu dvalið í 167 daga í geimstöðinni. Lendingaraðstæður voru ekki eins og best verður á kosið en mikil þoka olli því að erfitt var fyrir björgunarlið að komast á lendingarhylkinu þar sem það lenti í Kasakstan.

Þremenningarnir lentu þó heilu og höldnu. Bill Ingalls, ljósmyndari NASA, náði nokkrum glæsilegum myndum af lendingarfarinu svífa niður til jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert