Apple hættir við áform um sjónvarp

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. AFP

Tæknirisinn Apple hefur hætt við áform sín um að framleiða sjónvarp, að minnsta kosti í bili. Wall Street Journal hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum.

Apple hefur unnið að því að þróa sjónvarpstækið í fjölda ára, en heimildir blaðsins herma að stjórnendurnir hafi ekki orðið ásáttir um útkomuna. Varan hafi ekki verið nægilega góð til að standast sjónvörpum Samsung snúning.

Fyrr í vikunni sagði fjárfestirinn Carl Icahn, sem er stór fjárfestir í Apple, að sjónvarpið kæmi líklegast á markað á næsta ári. Það yrði í tveimur stærðum, 55 tommum og 65 tommum, og myndi skila félaginu heilmiklum tekjum. Það virðist ekki vera á rökum reist, ef marka má frétt Wall Street Journal.

Icahn sagði einnig að hlutabréfin í Apple væru stórlega undirverðlögð. Verðið ætti að vera 240 Bandaríkjadalir á hlut, en það er um 130 dalir.

Frétt mbl.is: Segir hlutabréf Apple undirverðlögð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert