Opna tölvuna með augnskanna

Snæbjörn Ingólfsson
Snæbjörn Ingólfsson Mynd/Nýherji

Áður en langt um líður verður hægt að komast inn í PC tölvur með augn- eða andlitsskanna. Microsoft stefnir að því að gera notendum Windows stýrikerfisins mögulegt að nýta nýja tækni til þess að skrá sig inn í tölvur.

„Þá þarf notandinn ekki að standa í lykilorðabreytingum í tíma og ótíma. Þessir skannar eru svo öflugir, að þeir gera greinamun á því hvort andlitið sé „lifandi“ eður ei. Markmiðið er að auka öryggi þar sem lykilorð eru í eðli sínu óörugg,“ segir Snæbjörn Ingólfsson sérfræðingur hjá Nýherja. Hann verður einn af mörgum sem munu flytja erindi á morgunverðarfundi í fyrramálið um tímamótanýjungar sem eru í farvatninu hjá Microsoft.

Windows í ísskápinn?

Snæbjörn segir að á Ingnite ráðstefnu Microsoft á dögunum hafi fyrirtækið svipt hulunni af fjölmörgum byltingarkenndum nýjungum. Ein af þeim sé Windows 10, sem er væntanlegt og verður hægt að nálgast á mörgum nettengdum tækjum áður en langt um líður; myndavélum og jafnvel ísskápum.

Þá mun Windows 10 búa yfir nýjum og hraðvirkum vafra, sem nefnist Edge. „Það er búið að leggja mikið í þróun á honum og á hann verða einn hraðvirkasti og öruggasti vafri á markaðnum. Inn í þennan vafra verður annars innbyggð þýðingavél. Sem virkar þannig að ef t.d. enskumælandi notandi skoðar síðu á spænsku, getur hann sett vefsíðuna í svokallað „Reading Mode“ og þá þýðist síðan sjálfkrafa,“ segir Snæbjörn.

Nánar um morgunverðarfund Nýherja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert