Vilja leyfa Viagra fyrir konur

Nú er að koma á markað lyf sem nefnist Viagra …
Nú er að koma á markað lyf sem nefnist Viagra fyrir konur. Mynd/Wiki

Vísindaráð bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitsins samþykkti í gær að leyfa sölu á nýju lyfi sem nefnt er Viagra fyrir konur. Á lyfið að auka kynhvöt kvenna. Eina skilyrðið fyrir leyfinu er að framleiðandinn geri áætlun yfir hvernig eigi að minnka skaðlegu áhrif lyfsins.

Um er að ræða pillu sem að sögn eftirlitsins er ekki sérstaklega öflug. Mörg fyrirtæki hafa reynt að framleiða slíkt lyf á undanförnum árum en engu tekist það. Hefur aðalvandamálið verið að framleiða nægilega öflugt lyf sem þykir nægilega öflugt.

Lyfjaeftirlitið hefur frá árinu 2010 tvisvar hafnað umsókn framleiðandans um að fá að selja lyfið en fékkst leyfi nú loks í vikunni.

„Þetta eru mjög vægar niðurstöður sem rannsóknirnar sýna,“ segir Julia Heiman við Kinsey-stofnunina við háskólann í Indiana sem rannsakaði lyfið. En aftur á móti getur lyfið haft gríðarleg áhrif ef þú ert með ákveðna kvilla sem draga úr kynhvötinni,“ bætir Heiman við. 

Aukaverkanir af völdum lyfsins geta verið hár blóðþrýstingur, þreytueinkenni og yfirlið. Virka efnið í lyfinu nefnist flibanserin. Margir hvöttu lyfjaeftirlitið til þess að samþykkja lyfið. „Mig langar til þess að langa í eiginmanninn minn,“ sagði Amanda Parrish, fjögurra barna móðir sem hélt hélt erindi fyrir vísindaráðið áður en ákvörðunin var tekin. „Flibanserin getur bjargað samböndum og lífum,“ bætti hún við.

Sjá frétt Fox News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert