„Daðrað við hið ómögulega“

El Capitan er í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu.
El Capitan er í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. AFP

Götusýn Google hefur notið mikilla vinsælda á undanförunum árum, og eru ófáir sem hafa nýtt sér tæknina við að undirbúa ferðalög, njósna um nágranna sína eða einfaldlega til að drepa tímann. Nú hefur Google bókstaflega tekið skrefið upp á við og býður í fjallgöngu upp fjallið El Capitan.

Fjallið, sem er mjög vinsæll áfangastaður þeirra sem stunda klettaklifur, er staðsett í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Það er um 2.300 metra hátt og var mikið í fréttum í byrjun þessa árs þegar fjallagarparnir Tommy Caldwell og Kevin Jorgensen tókst að klífa fjallið án þess að nota sérstakan klifurútbúnað, þ.e. annað en festingar.

El Capitan hefur gríðarlega mikið aðdráttarafl og er hæsta granítfjall í heimi að sögn þjóðgarðsvarða. Þá hefur einn fjallagarpur, sem hefur klifið fjallið ótal sinnum, að ekkert annað fjall standist El Capitan snúning. 

Menn héldu lengi að það væri nær ómögulegt að klífa fjallið, en það var sigrað fyrst árið 1958 og þótti það gríðarlegt afrek.

Það er hins vegar ekki hættulaust að reyna komast upp á toppinn og á hverju ári eru björgunarsveitir kallaður út til að bjarga fólki sem hefur komið sér í vandræði og þá hafa nokkrir látist.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/bEpMR86wxeQ" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Þeir sem kjósa öryggi, og aðrir áhugasamir, geta nú klifið fjallið í tölvunni eða í farsímanum með því að nota götusýn Google (e. Google Street View). Google segir að þetta sé fyrsta lóðrétta götusýnin, eða öllu heldur fjallasýnin. 

Google fékk þá Lynn Hill, Alex Honnold og fyrrnefndan Tommy Caldwell til að aðstoða við verkið; allt mjög reyndir fjallgöngumenn. 

„Klifur snýst um að daðra við hið ómögulega og reyna á það sem þú heldur að þú getir afrekað,“ skrifaði Caldwell á bloggsíðu sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert