Afturkalla eina milljón Samsung-síma

Kona gengur framhjá auglýsingaskiltum fyrir Samsung Galaxy Note 7.
Kona gengur framhjá auglýsingaskiltum fyrir Samsung Galaxy Note 7. AFP

Bandarísk neytendasamtök hafa ákveðið að afturkalla um eina milljón farsíma af tegundinni Samsung Galaxy Note 7. Ástæðan er sú að upp hafa komið tilvik þar sem kviknað hefur í rafhlöðum þessara nýju síma.

Frétt mbl.is: Noti ekki Samsung vegna eldhættu

Suður-kóreska raftækjarisanum hafa borist 92 tilkynningar um að ofhitnun rafhlaðanna í Bandaríkjunum. Þar af hefur 26 sinnum kviknað í þeim og 55 sinnum hafa eignaskemmdir orðið af völdum þeirra, meðal annars í bílum og í bílskúr.

Samsung hefur ráðlagt neytendum í tíu löndum að skipta út farsímum sínum af tegundinni Samsung Galaxy Note 7 fyrir annars konar síma þangað nýr Note 7-sími fer í sölu.

Margir hafa hunsað þá ráðleggingu og kjósa frekar að bíða þangað til nýju símarnir koma í stað þess að nota annars konar síma í millitíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert