Moskva og Tennessee inn í lotukerfið

Lotukerfið með nýju frumefnunum fjórum.
Lotukerfið með nýju frumefnunum fjórum. mynd/IUPAC

Fjögur ný frumefni fengu formlega nafn og sæti í lotukerfinu í dag. Venja er að nefna frumefni eftir stöðum, landsvæði eða vísindamanni. Frumefnin fjögur eru nefnd eftir Japan, Moskvu, Tennessee og rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian.

Alþjóðasamband efnafræðinga (IUPAC) staðfesti uppgötvun frumefnanna fjögurra í fyrra en þau voru öll framleidd á tilraunastofum. Heiðurinn að fá að nefna þau féll í skaut vísindamannanna sem uppgötvuðu þau.

Frétt Mbl.is: Bætist við lotukerfið

Japönsku vísindamennirnir sem uppgötvuðu frumefnið með sætistöluna 113 nefndu efnið eftir heimalandi sínu á japönsku. Þannig fékk það nafnið nihoníum (Nh). Efnið er afar geislavirkt og með skamman helmingunartíma.

Hópur bandarískra og rússneskra vísindamanna sem uppgötvuðu frumefni 115 og 117 komu sér saman um að nefna efnin eftir Moskvu, höfuðborg Rússlands, og ríkinu Tennessee þar sem rannsóknirnar fóru að mestu leyti fram. Efnin fengu þannig nöfnin moskvíum (Mc) og tennessín (Ts). 

Þriðja frumefnið sem hópurinn uppgötvaði með sætistöluna 118 var nefnt oganesson (Og) til heiðurs rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian vegna brautryðjendastarfs hans í rannsóknum á frumefnunum.

Með frumefnunum fjórum er sjöunda röð lotukerfisins fyllt. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2011 sem frumefnum er bætt við lotukerfið en þá voru efni númer 114 og 116 tekin í hópinn.

Frumefnin voru búin til með því að láta léttari frumeindakjarna rekast saman og fylgjast með hrörnun þungu geislavirku efnanna sem verða til. Eins og önnur þung frumefni í neðri helmingi lotukerfisins eru nýju frumefnin fjögur aðeins til í sekúndubrot áður en þau hrörna í önnur frumefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Honda SLR 650
Til sölu Honda SLR 650. Árg. 1998 Ekið rúml. 25 þús., vel með farið. Verð 350...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Sjónvarpsbekkur Hemnes
Til sölu vel með farinn HEMNES sjónvarpsbekkur, 148 x 47 cm. Tilboð. Uppl. í sím...
Til leigu íbúð á Norðurbakka Hafnarfirði
Er með til leigu nýja og glæsilega íbúð við Norðurbakka 7C Hafnarfirði. Íbúði...
 
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Foroya landstýri announcement
Tilkynningar
Announcement Føroya Landsstýri - ...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...