Moskva og Tennessee inn í lotukerfið

Lotukerfið með nýju frumefnunum fjórum.
Lotukerfið með nýju frumefnunum fjórum. mynd/IUPAC

Fjögur ný frumefni fengu formlega nafn og sæti í lotukerfinu í dag. Venja er að nefna frumefni eftir stöðum, landsvæði eða vísindamanni. Frumefnin fjögur eru nefnd eftir Japan, Moskvu, Tennessee og rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian.

Alþjóðasamband efnafræðinga (IUPAC) staðfesti uppgötvun frumefnanna fjögurra í fyrra en þau voru öll framleidd á tilraunastofum. Heiðurinn að fá að nefna þau féll í skaut vísindamannanna sem uppgötvuðu þau.

Frétt Mbl.is: Bætist við lotukerfið

Japönsku vísindamennirnir sem uppgötvuðu frumefnið með sætistöluna 113 nefndu efnið eftir heimalandi sínu á japönsku. Þannig fékk það nafnið nihoníum (Nh). Efnið er afar geislavirkt og með skamman helmingunartíma.

Hópur bandarískra og rússneskra vísindamanna sem uppgötvuðu frumefni 115 og 117 komu sér saman um að nefna efnin eftir Moskvu, höfuðborg Rússlands, og ríkinu Tennessee þar sem rannsóknirnar fóru að mestu leyti fram. Efnin fengu þannig nöfnin moskvíum (Mc) og tennessín (Ts). 

Þriðja frumefnið sem hópurinn uppgötvaði með sætistöluna 118 var nefnt oganesson (Og) til heiðurs rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian vegna brautryðjendastarfs hans í rannsóknum á frumefnunum.

Með frumefnunum fjórum er sjöunda röð lotukerfisins fyllt. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2011 sem frumefnum er bætt við lotukerfið en þá voru efni númer 114 og 116 tekin í hópinn.

Frumefnin voru búin til með því að láta léttari frumeindakjarna rekast saman og fylgjast með hrörnun þungu geislavirku efnanna sem verða til. Eins og önnur þung frumefni í neðri helmingi lotukerfisins eru nýju frumefnin fjögur aðeins til í sekúndubrot áður en þau hrörna í önnur frumefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...