Innleiða þungunarrétt hér á landi

Þungunarréttur veitir fólki tryggingu fyrir því að aðeins tvær fjölskyldur ...
Þungunarréttur veitir fólki tryggingu fyrir því að aðeins tvær fjölskyldur fái sæði frá sama gjafa. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við vonum að þetta sé jákvæð breyting,“ segir Ingunn Jónsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingalæknir hjá IVF klíníkinni, áður ART Medica, um svokallaðan þungunarrétt sem innleiddur verður hjá stofunni þann 1. ágúst næstkomandi.

Með réttinum verður þeim sem eru í meðferð hjá stofunni gert kleift að tryggja að ei verði til börn fyrir tilstuðlan sama sæðisgjafa í fleiri en tveimur fjölskyldum á Íslandi. Mun þjónustan kosta 70.000 krónur.

Með því að kaupa þennan rétt getur fólk fengið eins mikið og til er frá gjafanum, og ef það verður til barn heldur það réttinum ennþá. Ef það verður hins vegar ekki til barn mun fólk geta skilað réttinum til baka og fengið stærstan hluta upphæðarinnar endurgreiddan. Þá verður einnig hægt að fá sama hluta endurgreiddan ef fólk kýs að skipta um sæðisgjafa.

Tryggir að börn eigi ekki hálfsystkini „um allan bæ“

Sambærileg réttindi eru í boði á Norðurlöndunum, og kallast þar pregnacy slot. Hingað til hefur það verið viðmið hér á landi að ekki séu fleiri en þrjár fjölskyldur sem fá sæði frá sama sæðisgjafanum, en með breytingunni er þeim fækkað niður í tvær.

„Við teljum að þessi leið sé eins örugg og hægt er. Allflestar konur sem koma til okkar í meðferð hafa haft áhyggjur af því að margar aðrar fjölskyldur fái sama gjafa en með þessu verður hámark þeirra tvær,“ segir Ingunn. „Það er líka mikilvægt fyrir börnin í framtíðinni að vita að þau eigi ekki „hálfsystkini“ út um allan bæ.“

Sambærileg réttindi eru í boði á Norðurlöndunum, og kallast þar ...
Sambærileg réttindi eru í boði á Norðurlöndunum, og kallast þar pregnacy slot. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stofan sjái um að panta allt gjafasæði

Ingunn segir stofuna hafa reynt að stjórna því hvernig gjafasæði er úthlutað síðustu ár, en það hafi stundum verið flókið. ART Medica var með lager af sæði frá nokkrum gjöfum en sumir pöntuðu þó sæði beint af vef danska sæðisbankans sem stofan er í samstarfi við, sem gerði það að verkum að yfirsýn stofunnar minnkaði. Með breytingunni núna er markmiðið einnig að stofan sjálf sjái um að panta allt sæði sem notað er í tæknisæðingar og tæknifrjóvganir hér á landi.

Spurð um verðið á þjónustunni segir Ingunn að IVF klíníkin fari eftir verðskrá sem sæðisbankinn er með. Auk þess fylgi breytingunni umsýsla sem hækki verð örlítið. „Það er auðvitað aukinn kostnaður af þessu fyrir fólk en hjá því verður ekki komist,“ segir hún.

Ingunn segist vonast til þess að þjónustan verði meginreglan framvegis hér á landi, þar sem flókið geti orðið ef sumar konur nýta sér þungunarréttinn en aðrar ekki. „Þetta er meginreglan á Norðurlöndunum og við vonum að þetta verði það hér líka,“ segir hún að lokum.

mbl.is
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...