Júpíter og Satúrnus þétt saman

Jólastjörnur. Satúrnus og Júpiter virðast snertast, en í raun skilja …
Jólastjörnur. Satúrnus og Júpiter virðast snertast, en í raun skilja þær næstum 800 milljónir km.

Júpíter og Satúrnus verða þétt saman á himni næstkomandi mánudagskvöld. Raunar hafa þær ekki verið svona nálægt hvor annarri, frá jörðu séð, síðan 16. júlí árið 1623, segir Sævar Helgi Bragason á Stjörnufræðivefnum.

Pláneturnar liggja best við athugun um klukkan 17 á mánudaginn, en þá verða þær mjög lágt á lofti í suðvestri. Þegar orðið verður nógu dimmt í Reykjavík verða stjörnurnar aðeins 3 gráður fyrir ofan sjóndeildarhring.

Á Akureyri verða þær helmingi lægra á lofti eða 1,5 gráðum yfir sjóndeildarhring á sama tíma. Pláneturnar hverfa undir sjóndeildarhring um klukkan 18. Sævar skrifar að því miður sé nánast útilokað fyrir flesta Íslendinga að berja dýrðina augum, þó ögn meiri möguleikar fyrir Sunnlendinga en fólk nyrðra.

Í haust hafa pláneturnar smám saman færst nær hvor annarri á himninum og á mánudagskvöld verður bilið á milli þeirra minnst. Þær virðast snertast, en í raun skilja þó næstum 800 milljónir kílómetra þær að. Satúrnus er nú um stundir 1,6 milljarða km frá jörðu en Júpíter tæpar 900 milljónir km frá okkur, segir á vefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert