Bændur sjá fyrir sér mikla möguleika við Langasjó

Bændur vilja uppbyggingu ferðaþjónustu við Langasjó.
Bændur vilja uppbyggingu ferðaþjónustu við Langasjó. mbl.is/RAX

„Við erum að auglýsa bleikjuveiði á stöng í Langasjó og ferðamennsku þar sem við sjáum fyrir okkur siglingar á sjónum,“ segir Sigfús Sigurjónsson, bóndi á Borgarfelli í Skaftártungu.

Vísar hann til þess að Veiðifélag Skaftártungumanna, sem samanstendur af 20 landeigendum, auglýsir nú eftir tilboðum í útleigu á veiðirétti í Langasjó og aðliggjandi vötnum, alls níu talsins, ásamt afnotum af veiðihúsi.

Aðspurður segir hann veiðihúsið við Langasjó vera lítið en nokkuð nýlegt svo notagildi þess sem afdrep er gott. Veiði í Langasjó hefur verið með dræmara móti að undanförnu en straumur göngufólks hins vegar stóraukist enda fjölmargar gönguleiðir í nágrenninu. Telur Sigfús mikil tækifæri leynast til framtíðar í tengslum við ferðaþjónustu á svæðinu og nefnir í því samhengi sérstaklega bátasiglingar á Langasjó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert