Hrósin og ábendingar orðin óteljandi

Ein af klassísku laxaflugunum. Nighthawk. Jón Stefán Hannesson hnýtti þessa …
Ein af klassísku laxaflugunum. Nighthawk. Jón Stefán Hannesson hnýtti þessa útfærslu. Ljósmynd/Jón Stefán Hannesson
Samfélagsmiðlaverkefnið Febrúarflugur hefur kallað fram það besta í mörgum fluguhnýturum. Ekki bara við fluguhnýtingarnar sjálfar heldur hafa menn og konur ekki verið að spara hrós og ábendingar til þeirra sem sent hafa inn myndir af flugum. Nú birtum við nýjan skammt af þeim myndum sem hafa borist. Að venju er það Kristján Friðriksson sem velur myndirnar en hann stendur fyrir verkefninu og hefur gert í rúman áratug. Kristján heldur úti veiðivefnum FOS.is og kennir þar ýmissa grasa þegar kemur að veiði.
 
„Mér datt í hug að renna yfir safnið og finna flottar myndatökur, það leynast greinilega flottir ljósmyndarar í hópnum sem leggja töluverðan metnað í hnýtingarnar og myndatökurnar.
Caddis foam púpur hnýttar af Hrafni Ágústssyni. Þær eru stórar …
Caddis foam púpur hnýttar af Hrafni Ágústssyni. Þær eru stórar og margir af stærstu urriðunum sérhæfa sig í að leita uppi þessar. Þetta gæti verið uppskrift að ævintýri. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson

Annars hefur gangurinn verið alveg með ágætum síðustu viku, fullt af nýjum þátttakendum á Facebook og þeir sem hafa lagt sitt af mörkum eru nú orðnir 150. Flugurnar orðnar 900 og nánast ekki lengur hægt að telja öll kommentin, ábendingar og hrósin sem rúmlega 1700 meðlimir hópsins hafa verið að setja inn í mánuðinum.

Aðeins nokkrir dagar eftir og aldrei að vita hvað bónusdagurinn þetta árið færir okkur. FOS í startholunum að draga út nöfn heppinna hnýtara næsta föstudag og setja sig í samband við þá heppnu,“ sagði Kristján í samtali við Sporðaköst.

Skemmtileg útfærsla hjá Hafþóri Óskarssyni. Þetta er staumfluga hnýtt á …
Skemmtileg útfærsla hjá Hafþóri Óskarssyni. Þetta er staumfluga hnýtt á laxa einkrækju. Gæti við virkað við allar aðstæður og á alla fiska. Ljósmynd/Hafþór Óskarsson



Febrúarflugur hafa aldrei verið fjölmennari og er greinilega mikil vakning í því að hnýta flugur. Fjölmargir byrjendur hafa tekið það stóra skref að senda inn myndir af sínum fyrstu flugum og fengið góð viðbrögð. Verkefninu lýkur 29. febrúar en þar sem nú er hlaupár þá er 29. bónusdagurinn sem Kristján vitnar til.

 

Vorfluga eftir Brand Brandsson. Þessar flugur eru margar hverjar flóknar …
Vorfluga eftir Brand Brandsson. Þessar flugur eru margar hverjar flóknar í hnýtingu en handbragðið er skemmtilegt og smáatriðin gleymast ekki. Ljósmynd/Brandur Brandsson
Nafnlaus ennþá. Ólafur Óskar Jónsson hnýtti þessa og sendi inn. …
Nafnlaus ennþá. Ólafur Óskar Jónsson hnýtti þessa og sendi inn. Hún er nafnlaus en það gæti breyst í vor. Margir hafa það fyrir sið að gefa flugum ekki nafn fyrr en þær hafa gefið fisk. Ljósmynd/Ólafur Óskar Jónsson
Mikilvægt að hafa gaman af þessu skrifaði Seba Ola Bator …
Mikilvægt að hafa gaman af þessu skrifaði Seba Ola Bator með þessari hnýtingu þegar hann sendi hana inn í Febrúarflugur. Einhverjir silungar munu falla fyrir þessari í sumar. Ljósmynd/Seba Ola Bator
Arnar Rósenkranz Hilmarsson sendi þessa inn. Létt dressuð laxafluga sem …
Arnar Rósenkranz Hilmarsson sendi þessa inn. Létt dressuð laxafluga sem mun virka og jafnvel líka í urriða. Ljósmynd/Arnar Rósenkranz Hilmarsson
Galdrahopper eftir Ásgeir Steingrímsson. Falleg og spennandi fluga.
Galdrahopper eftir Ásgeir Steingrímsson. Falleg og spennandi fluga. Ljósmynd/Ásgeir Steingrímsson
Daddy long legs Caddis eftir Benedikt Þorgeirsson. Þegar menn vita …
Daddy long legs Caddis eftir Benedikt Þorgeirsson. Þegar menn vita að hún virkar þá er ekki mikið mál að hnýta nokkrar í einu. Ljósmynd/Bendedikt Þorgeirsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert