Greinar laugardaginn 22. apríl 1995

Forsíða

22. apríl 1995 | Forsíða | 57 orð

Minnismerki hreinsað

RÚSSNESKI myndhöggvarinn Vjakeslav Klíkov hreinsar minnismerki um hershöfðingjann Georgíj Zjúkov, sem fór fyrir rússneska hernum í síðari heimsstyrjöldinni. Til stendur að reisa minnismerkið í miðborg Moskvu á næstu dögum. Mikil hátíðarhöld verða í Rússlandi þann 9. maí til að minnast þess að hálf öld verður liðin frá því að sigur vannst á innrásarliði Þjóðverja. Meira
22. apríl 1995 | Forsíða | 467 orð

Nýnasistar grunaðir um tilræðið

BANDARÍSKIR lögreglumenn réðust í gærkvöldi inn í afskekkt býli tveggja bræðra úr röðum herskárra nýnasista í Michigan en talið er að þeir hafi átt aðild að sprengjutilræðinu í Oklahomaborg. Var ætlunin að leita sönnunargagna en ekki var neinn handtekinn. Annar bróðirinn var þegar í vörslu yfirvalda ásamt öðrum manni. Meira
22. apríl 1995 | Forsíða | 336 orð

Rússar bjóða viðræður án skilyrða

VIKTOR Tsjernomýrdín, forsætisráðherra Rússlands, bauð í gær uppreisnarmönnum undir forystu Dzhokars Dúdajevs í Kákasushéraðinu Tsjetsjníju vopnahlé án skilyrða og friðarviðræður. Kom þetta fram í yfirlýsingu ráðherrans sem flutt var um 350 embættismönnum, ættflokkaleiðtogum og öldungum héraðsins í höfuðstaðnum Grosní en þeir ræddu leiðir til að binda enda á átökin við Rússa. Meira
22. apríl 1995 | Forsíða | 134 orð

Samningaviðræður um Barentshaf

NORÐMENN og Rússar hafa ákveðið að taka upp að nýju samningaumleitanir í deilu þjóðanna um skiptingu lögsögu í Barentshafi. Að sögn talsmanns norska utanríkisráðuneytisins, Kåre Eltervaag, munu háttsettir fulltrúar landanna eiga óformlegar viðræður í Ósló á mánudag og þriðjudag um hvar miðlína skuli liggja. Meira

Fréttir

22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 385 orð

2 ára fangelsi fyrir nauðgunartilraun

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Kristin S.H. Styrmisson, 37 ára gamlan mann, í 2 ára fangelsi, fyrir stórfellda líkamsárás og tilraun til nauðgunar og jafnframt til að greiða konu þeirri sem varð fyrir árásinni og nauðgunartilrauninni 700 þúsund krónur í skaðabætur. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

8,7% verðbólga síð- ustu 3 mánuði

VÍSITALA byggingarkostnaðar fyrir maí er 0,3% hærri en vísitalan fyrir apríl, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitalan er 203,5 stig en hún er reiknuð út samkvæmt verðlagi um miðjan apríl. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 4% en undanfarna þrjá mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 2,1% sem jafngildir 8,7% verðbólgu á einu ári. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 349 orð

Aríur úr Alcina og Rómeu og Júlíu

VESTUR-Íslendingurinn Vladine Anderson sópransöngkona heldur tónleika ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara í Íslensku óperunni á morgun, sunnudag, og hefjast tónleikarnir kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars aríur úr óperunum Alcina eftir Handel og Rómeu og Júlíu eftir Gounod, ljóð eftir Bizet, Mahler, Webern og Somers og loks tónlist eftir Britten, Purcell og Floyd. Meira
22. apríl 1995 | Landsbyggðin | 59 orð

Áhugi fyrir bensínsölu

Vogum-Tveir aðilar hafa sótt um byggingu bensín- og veitingasölu við Reykjanesbraut í Vatnsleysustrandarhreppi. Fyrir síðustu áramót var sótt um bensín- og veitingasölu við Fögruvík í landi Hvassahrauns og í apríl barst umsókn um byggingu bensín- og veitingasölu við Vogavegamót. Meira
22. apríl 1995 | Miðopna | 952 orð

Báðir flokkar telja eigin hugmyndum hampað

STJÓRNARSÁTTMÁLI væntanlegrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er fremur almennt orðað plagg, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Sáttmálinn er heldur ýtarlegri en stefnuyfirlýsing sú, sem fráfarandi stjórn kom sér saman um í upphafi, eða fimm vélritaðar síður. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 281 orð

Belgar saka Frakka um að brjóta Schengen

BELGAR hafa formlega kvartað yfir því við frönsk stjórnvöld að belgískum lögreglumönnum hefur verið meinað að elta grunaða afbrotamenn yfir landamærin til Frakklands. Eftirför yfir landamæri á að vera heimil samkvæmt Schengen-samkomulaginu og sakaði Johan Vande Lanotte, innanríkisráðherra Belgíu, starfsbróður sinn í Frakklandi, Charles Pasqua um að brjóta samkomulagið einhliða. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bílalest Austfirðinga

ÞEIR voru ekki öfundsverðir Austfirðingarnir sem héldu á miðvikudagsmorgun af stað til Akureyrar að taka þátt í Andrésar andarleikunum á skíðum sem nú standa yfir. Ferðin sem að jafnaði tekur um 4 tíma tók 11 tíma alls. Kolófært var yfir Möðrudalsöræfin en fyrir um 70 bíla lest fóru snjóblásari og plógur. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Breytingar á verslun Habitat

VERSLUNIN Habitat, Laugavegi 13, hefur verið stækkuð og henni breytt. Verslunin hefur nú sama útlit og verslanir Habitat erlendis. Ímynd og uppröðun hefur einnig verið breytt og aðkoma gerð aðgengilegri fyrir viðskiptavininn. Þá hefur vöruval verið aukið um ca. 65%. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 349 orð

Búast má við mjög miklum breytingum

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að landsmenn megi búast við verulegum breytingum við valdatöku nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir nýjungum í mörgum málum. Halldór segir að gerðir verði verkefnalistar í öllum málaflokkum. Listarnir verði unnir undir forystu hvers ráðherra og lagðir fyrir þingflokka stjórnarinnar til samþykktar. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 104 orð

Chirac útilokar myntbandalag 1997

JACQUES Chirac, sem hefur örugga forystu fyrir fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, ítrekaði í gær að hann vildi berjast fyrir niðurskurði ríkisútgjalda til að Frakkar gætu tekið þátt í efnahagslegum og peningalegum samruna Evrópusambandsríkjanna árið 1999. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Elliði afhendir gjafir

KIWANISKLÚBBURINN Elliði hefur fært Barnaspítala Hringsins og Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna veglegar gjafir. Að þessu sinni færði Kiwanisklúbburinn Elliði Barnaspítala Hringsins nákvæma og afar fullkomna lyfjadælu. Lyfjadæla þessi verður fyrst og fremst notuð við meðhöndlun krabbameinssjúkra barna. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 317 orð

"Ég finn ekkert nema lík"

LÆKNIRINN lá ofan í vatni þegar hann tók fótinn af tvítugri stúlku, sem var föst í rústum stjórnsýsluhússins í Oklahomaborg. Hún var föst undir burðarbita, sem var mörg hundruð tonn á þyngd, og engin tök voru á að svæfa hana. Þannig eru aðstæðurnar í rústunum en stúlkan var heppin. Einn björgunarmannanna lýsti leitinni þannig: "Ég finn ekkert nema lík, lík og aftur lík." Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Flauta og píanó í Gerðubergi

MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg heldur tónleika með flautuleikaranum Hallfríði Ólafsdóttur og ungverska píanóleikaranum Miklos Dalmay í dag, laugardag, klukkan 17. Á efnisskrá eru verk frá ýmsum tímum. Má þar helst nefna Partitu fyrir einleiksflautu eftir J.S. Bach og Sónötu eftir Sergei Prokofjev. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 268 orð

Fordæmir morð á barnungum þræl

JOSE Ayala-Lasso, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fordæmdi í gær morð á 12 ára pakistönskum dreng sem barist hafði gegn barnaþrælkun. Morðið hefur orðið til þess að beina sjónum manna að þessu félagslega böli sem er viðvarandi vandamál í Asíuríkjum. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Fólki fjölgar á vinnumarkaði

UM 8.700 manns, eða 5,8% af vinnuafli, voru atvinnulaus í byrjun apríl samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Þetta er sama hlutfall og á sama tíma á síðasta ári. En könnunin sýnir einnig að starfandi fólki hefur fjölgað um 3.200 manns frá apríl á síðasta ári. Þá var starfandi fólk 137.200 manns en er nú um 140.400 manns. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fótbrotinn Rússi sóttur á haf út

SLASAÐUR rússneskur sjómaður var í gær sóttur á björgunarbátnum Hannesi Þ. Hafstein um borð í rússneska togarann Ocher og fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík. Maðurinn slasaðist á miðvikudag, hlaut opið beinbrot á öðrum fæti og marðist á hinum fætinum einnig. Læknir var um borð í togara í grennd og fór hann um borð í Ocher og gerði að hinum slasaða. Meira
22. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 237 orð

Framkvæmdum í Íþróttahöllinni að ljúka

FRAMKVÆMDUM í Íþróttahöllinni á Akureyri vegna HM í handknattleik sem hefst eftir um tvær vikur er að mestu lokið. Lagt hefur verið nýtt gólfefni, mun ljósara að lit en það sem fyrir var, og þá hefur lýsingin verið endurnýjuð þannig að salurinn er mun bjartari en áður. Meira
22. apríl 1995 | Miðopna | 836 orð

Framsókn fær ráðuneyti krata og landbúnaðinn

FORMENN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks náðu í gær samkomulagi um skiptingu ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn mun taka við þeim ráðuneytum sem Alþýðuflokkurinn fór með í síðustu ríkisstjórn, auk landbúnaðarráðuneytisins. Í dag ræðst hvaða ráðherrar verða í hinni nýju ríkisstjórn. Meira
22. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Frændur líta á list

ÝMSIR frammámenn menningar- og skólamála í Færeyjum og Grænlandi komu til Akureyrar í gær í tilefni Lista- og menningardaga. Í apríl eru sýningar í Listasafninu á Akureyri og Deiglunni eftir listamenn frá þessum löndum. Í hópnum eru ráðuneytisstjórar mennta- og menningarmála landanna, fulltrúar háskóla og menningarstofnana. Meira
22. apríl 1995 | Smáfréttir | 48 orð

FYRIRTÆKIÐ Hjá Krissa, Skeifunni 5, Reykjavík, hóf stafsemi sín

FYRIRTÆKIÐ Hjá Krissa, Skeifunni 5, Reykjavík, hóf stafsemi sína 5. apríl sl. Um er að ræða hefðbundna þjónustu í bifreiða-, hjólbarða- og mótorhjólaviðgerðum. Í tilefni opnunarinnar er boðið upp á takmarkað magn af Colway, sóluðum hjólbörðum á tilboðsverði. Kaupendum á landsbyggðinni er boðið upp á ókeypis sendingu með Vöruflutningamiðstöðinni. Meira
22. apríl 1995 | Landsbyggðin | 112 orð

Færri atvinnulausir á Húsavík

Húsavík-Í lok marsmánaðar voru heldur færri atvinnulausir á Húsavík en á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysisdagar voru þó 1.272 í mars á móti 1.613 í sama mánuði í fyrra. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 814 orð

Getum hindrað frekari mengun

Ragnheiður Ólafsdóttir jarð- og verkfræðingur hefur á undanförnum árum starfað við rannsóknir á grunnvatni og skipulagi vatnsbóla í Sundsvall í Norður-Svíþjóð. Á degi vatnsins, sem árlega er haldinn þann 22. Meira
22. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Grannagys í Gallerí AllraHanda

GRANNAGYS er yfirskrift sýningar á norrænum pólitískum skopmyndum sem opnuð var í Gallerí AllraHanda í Grófargili í gær. Sigmund Jóhannsson er fulltrúi Íslands. Aðrir eru Ewert Gustav Karlsson, Svíþjóð, Finn Graff, Noregi, Klaus Albrectsen, Danmörku, og Kari Suomalainen, Finnlandi. Sýningin stendur til 4. maí, en verður síðan flutt til Reykjavíkur og sett upp á Mokka 11. maí. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Gæsluþyrlan sótti slasaðan mann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann inn að upptökum Markarfljóts á fimmtudag og flutti á Borgarspítalann. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um að tveir menn hefðu farið niður um ís á vélsleða við upptök Markarfljóts og að annar þeirra hefði slasast. Læknir var á staðnum og tilkynnti hann að maðurinn væri handleggsbrotinn og hugsanlega með höfuðáverka. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 469 orð

Hef alla tíð haft unun af starfinu

"MÉR hefur líkað afskaplega vel að vera gullsmiður. Starfið er gefandi og möguleikarnir til að skapa ný form og mynstur svo margir," segir Halldór Kristinsson gullsmiður á Hallveigarstíg 10a. Hann hyggst setjast í helgan stein eftir liðlega 45 ára starf við gullsmíði um mánaðamótin. Halldór er fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann fluttist til Reykjavíkur 19 ára gamall. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 477 orð

Hluta Skaftár verði veitt út í Langasjó

Nefnd á vegum samgöngu- og landbúnaðarráðherra, sem gera á tillögur um aðgerðir til að sporna við gróður- og jarðvegseyðingu af völdum jökulhlaupa í Skaftá, telur að kanna verði þann kost nánar að veita vesturkvíslum Skaftár í Langasjó. Kostnaður við þessar aðgerðir er talinn verða innan við 150 milljónir. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 269 orð

Íhuga að uppræta söfnuð

TUTTUGU og fjórir að minnsta kosti urðu fyrir dularfullri gaseitrun í verslunarhúsi í Yókóhama, í gær. Virðist sem um hafi verið að ræða þriðja gastilræðið á Tókíó-svæðinu á innan við mánuði. Talsmaður lögreglunnar sagði, að farið hefði verið með a.m.k. 24 menn á sjúkrahús vegna sárinda í hálsi og sviða í augum. Enginn þeirra var þó alvarlega haldinn. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Íslandsmeistaramót barþjóna

ÍSLANDSMEISTARAMÓT barþjóna í blöndun drykkja verður haldið á Hótel Íslandi sunnudaginn 23. apríl. Að þessu sinni keppa 27 barþjónar um titilinn og verður keppt í blöndum sætra kokkteila. Auk Íslandsmeistaratitilsins vinnur sigurvegarinn sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramóti barþjóna sem haldið verður í Tókýó í Japan haustið 1996. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Íslenskir kortadagar 1994/5 og kortasýning

ÍSLENSKA kortagerðarfélagið er nú fimm ára gamalt og heldur af því tilefni kortasýningu í húsakynnum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns í samvinnu við allmarga aðila sem stunda kortagerð eða nota kort til miðlunar margs konar efnis. Sýningin verður á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu dagana 22.­30. apríl og hefst kl. 14 laugardaginn 22. apríl. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Jóhann efstur

JÓHANN Hjartarson er efstur eftir 3. umferð Skákþings Norðurlanda, með 2 vinning. Næstir koma þeir Jonathan Tisdall og Lars Bo Hansen, með 2 vinninga hvor. Í 3. umferð vann Jonathan Tisdall Piu Cramling, Jóhann vann Helga Ólafsson og Lars Bo og Rune Djurhuus skildu jafnir. Í 2. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Kanna vinnuvélar og réttindi vélamanna

SAMSTARFSVERKEFNI lögreglu á Suðvesturlandi og vinnueftirlits hefst á mánudag. Þá verður ástand vinnuvéla og réttindi vélamanna könnuð. Verkefnið stendur út næstu viku. Kannað hvort banni er framfylgt Meira
22. apríl 1995 | Landsbyggðin | 145 orð

Kattamergð í Vogum

Vogum-Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum, segir erfitt að finna lausnir til að leysa vandamál sem hafa komið upp varðandi lausagöngu katta en nokkurrar óánægju gætir vegna ónæðis sem íbúðaeigendur verða fyrir af þessum sökum. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Kaupfélagið endurskoði afstöðu sína

Borgarnesi. Morgunblaðið. Á ANNAÐ hundrað manns tóku þátt í mótmælagöngu starfsfólks Mjólkursamlags Borgfirðinga ­ MSB ­ gegn fyrirhugaðri úreldingu Kaupfélagsins á MSB. Gengið var upp Brákarbraut og vestur Egilsgötu að hótelinu þar sem stóð yfir aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Kennarar samþykktu

KENNARAR í KÍ samþykktu nýjan kjarasamning með rúmlega 67% atkvæða. Þá samþykktu 74,5% kennara innan HÍK samninginn. Atkvæði greiddu tæp 93% félagsmanna KÍ og felldu rúm 26% samninginn. Eiríkur Jónsson formaður KÍ sagði að úrslitin hafi verið á þann veg sem hann hafi búist við. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 350 orð

Kohl hneykslaður, undrandi og dapur

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, segir að deilur þær sem upp hafa blossað í landinu um hvernig minnast beri loka seinni heimsstyrjaldarinnar fylli sig hneykslan, undrun og depurð. Þann 8. næsta mánaðar verður loka styrjaldarinnar minnst víða í Evrópu en í Þýskalandi þykir umræðan um þessi þáttaskil í sögu þjóðarinnar einkennast af pólitískri rétthugsun. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 405 orð

Leiðangrinum lauk 10 dögum á undan áætlun

BRETARNIR fjórir, sem lögðu upp gangandi frá Bjargtöngum 4. mars sl., náðu takmarki sínu, Gerpi, sl. þriðjudagskvöld, tíu dögum á undan áætlun. Þeir eru nú komnir til Keflavíkur og þar var í gærkvöldi slegið upp veislu þeim til heiðurs. Leiðangurinn var farinn til að safna fé til styrktar mænusködduðum en ekki er enn vitað hversu mikið hefur safnast. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 36 orð

Leitað í rústunum

LEITAÐ að fólki innan um sundurtætta bíla á stæðinu við stjórnsýsluhúsið. Í fyrstu var talið, að um500 kg af sprengiefni hefðu verið notuð en nú þykir víst, að sprengjan hafi verið miklu stærri. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 310 orð

Líbýumenn rjúfa flugbann SÞ

LÍBÝUMENN rufu loftferðabann Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á miðvikudagskvöld er líbýsk þota flaug með 150 pílagríma til Jeddah í Saudi-Arabíu. SÞ höfðu gefið leyfi fyrir því að egypska flugfélagið Egypt Air flygi með um 6.000 pílagríma frá Trípolí og Benghazi. Hafði félagið flutt um 1.000 pílagríma en hlé var gert á því í fyrradag vegna flugs líbýsku þotunnar í heimildarleysi. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 40 orð

Lokaprédikanir í guðfræðideild

FJÓRIR guðfræðinemar flytja lokaprédikanir sínar við guðfræðideild Háskóla Íslands í dag, laugardaginn 22. apríl. Þeir eru Arnaldur Bárðarson, Bára Friðriksdóttir, Jónína Þorsteinsdóttir og Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Athöfnin hefst kl. 13 í kapellu Háskólans (2. hæð í aðalbyggingu). Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Mannlaust hús brann til grunna

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var í fyrrinótt kallað að húsi við Rauðavatn. Húsið var alelda þegar að var komið og hélt slökkviliðið að sér höndum við slökkvistörf. Húsið brann til grunna. Húsið var í eigu Reykjavíkurborgar og búið var að rýma það fyrir nokkru en til stóð að rífa það. Að sögn lögreglu höfðu áður verið unnar á því einhverjar skemmdir. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 626 orð

Málsmeðferð gæti tafist um 2-3 ár

DÓMARI í undirrétti í Istanbúl í Tyrklandi hefur vísað forræðismáli Sophiu Hansen frá. Hasíp Kaplan, lögfræðingur Sophiu, hefur kært meðferð undirréttar til hæstaréttar Tyrklands og leggur fram áfrýjun í málinu eftir helgi. Meira
22. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

»MessurAKUREYRARPRESTAKALL:Vorferð

AKUREYRARPRESTAKALL:Vorferð sunnudagaskólans verður 30. apríl. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 14 á morgun, sunnudag. Prófasturinn, séra Birgir Snæbjörnsson, mun setja Valgerði Valgarðsdóttur í starf djákna og prédikar hún í messunni. Kór Menntaskólans á Akureyri syngur við messuna undir stjórn Ragnheiðar Ólafsdóttur. Jóna Fanney Svavarsdóttir syngur einsöng. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Minkar til kynbóta

BÆNDASAMTÖKIN hafa flutt inn 240 hvolpafullar minkalæður frá fjórum dönskum minkabúum. Læðurnar verða í sóttkví á Hvanneyri í 16 mánuði og verða afkomendur læðanna boðnir íslenskum loðdýrabændum til sölu til að kynbæta íslenska minkastofninn. Arvid Kro, starfsmaður hjá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda, segir að búast megi við um 1.000 hvolpum úr læðunum. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Morgunblaðið/Kristinn Fyrsti ís sumarsins

BJÖRN Patrick Swift gætir þess að ekkert fari niður hjá Ásgeiri Má Arnarssyni sem er gæða sér á fyrsta ís sumarsins. Heldur var nepjulegt á sumardaginn fyrsta en fólk lét það þó ekki á sig fá heldur klæddi sig vel og tók sumrinu fagnandi með hátíðarhöldum víða um land. Meira
22. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Mótmæla innflutningi á innveggjum

STJÓRN Félags byggingamanna, Eyjafirði, hefur mótmælt ákvörðun eignarhaldsfélagsins Glerárgata 26 að gera það að skilyrði í útboðsgögnum að léttir innveggir í húsið við Glerárgötu 26 skuli vera innfluttir kerfisveggir. Að félaginu standa Lífeyrissjóður Norðurlands og Akureyrarbær. "Okkur þykir þetta fyrir neðan allar hellur," sagði Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður félagsins. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Náttúruminjaganga FÍ

FRÆÐSLU- og fjölskyldugangan sem hefst á sunnudaginn er hringganga um Suðurnes á Seltjarnarnesi og einnig verður komið við hjá útsýnisskífu Ferðafélagsins á Valhúsahæð. Brottför er frá Mörkinni 6 og BSÍ, austanmegin kl. 13 og ekið út að golfvellinum við Suðurnes. Meira
22. apríl 1995 | Landsbyggðin | 154 orð

Norðan stormur á fyrsta sumardaginn

Garði, Þistilfirði-Á sumardaginn fyrsta var norðan stormur í Þistilfirði og él auk skafrennings. Svona hefur veðrið verið það sem af er þessu ári með örfáum undantekningum þó, svo sem kosningadeginum og nokkrum hálfum og heilum dögum á stangli. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 404 orð

Ný ríkisstjórn tekur við völdum á morgun

RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tekur að öllum líkindum við völdum á morgun, sunnudag, á ríkisráðsfundi sem hefur verið boðaður á Bessastöðum kl. 14. Stjórnarmyndunarviðræðum lauk í gær með því að formenn flokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, staðfestu stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta á milli flokkanna. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ný smáskífa Bjarkar

Ný smáskífa Bjarkar FYRSTA smáskífan af væntanlegri breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur kemur út á mánudag hér á landi, en ytra eftir næstu helgi. Smáskífan, sem heitir Army of Me, verður í tveimur útgáfum, annars vegar venjuleg útgáfa lagsins með þremur aukalögum og hins vegar útgáfa með lagið endurhljóðblandað af bandarísku hljómsveitinni Beastie Boys, Meira
22. apríl 1995 | Landsbyggðin | 201 orð

Ný sundlaug byggð við Heiðarskóla

Akranesi-Nú er unnið að byggingu sundlaugar við íþrótta- og félagsheimilið Heiðarborg í Leirársveit sem að mestu leyti verður notuð til kennslu nemenda Heiðarskóla. Áætlað er að þessum framkvæmdum verði lokið í júnímánuði í sumar. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 225 orð

Risajeppar seldir hér á landi

FYRSTU tveir Hummer jepparnir eru komnir til landsins. Þetta eru sýningarbílar en fjórir bílar eru í smíðum fyrir innlenda aðila og kostar hver þeirra hátt á sjöttu milljón króna. Þessir bílar, sem framleiddir eru af AMC í Bandaríkjunum, voru fyrst eingöngu smíðaðir til hernaðarnota en eru nú framleiddir í borgaralegri útfærslu. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 277 orð

Ríkissjóður sætti sig við vaxtahækkun

SEÐLABANKI Íslands hækkaði í gær ávöxtunarkröfu sína í spariskírteini á Verðbréfaþingi um allt að 0,55 prósentustig. Jafnframt lýsti bankinn því yfir að óumflýjanlegt sé að ríkissjóður sætti sig um sinn við hærri vexti á uppboðum spariskírteina. Eftir þessa hækkun er kaupávöxtunarkrafan í spariskírteini á þinginu á bilinu 5% til 5,8%. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 555 orð

Rúmlega 50 rannsóknarverkefni kynnt

FYRSTI Rannsóknadagur Borgarspítalans var haldinn á spítalanum s.l. miðvikudag, en tilgangurinn er að gefa þeim sem vinna að rannsóknum tækifæri til að kynna vinnu sína fyrir samstarfsfólki á Borgarspítala og öðrum. Voru rúmlega 50 rannsóknarverkefni kynnt á þessum fyrsta Rannsóknadegi á Borgarspítalanum, en þau koma frá flestum deildum spítalans og eru þau unnin af mörgum starfsstéttum. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Rússneskur sjómaður handtekinn

RÚSSNESKUR sjómaður var handtekinn síðdegis á miðvikudag fyrir að ógna fólki með byssu í Sundahöfn. Maðurinn var ölvaður og reyndist vera með leikfangabyssu sem hann hafði keypt hér handa syni sínum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu olli framferði mannsins ótta meðal fólks en líflegt bílabrask átti sér stað á bryggjunni og var því talsvert margt um manninn þar. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 578 orð

Rýtingsstunga í hjarta Bandaríkjanna

EKKI er hægt að skilja hvað liggur að baki óhæfuverkinu í Oklahoma nema að litið sé á hvaða stöðu "hjarta Bandaríkjanna" hefur í hugum þjóðarinnar. Áfallið var tvöfalt, Bandaríkjamenn fylltust ekki aðeins hryllingi vegna manntjónsins og eyðileggingarinnar, heldur vegna þess hvar ódæðismennirnir létu til skarar skríða. Meira
22. apríl 1995 | Miðopna | 720 orð

Sameign fiskimiða bundin í stjórnarskrá

Megindrættir samkomulags um breytingar í sjávarútvegsmálum voru innsiglaðir á fundi nokkurra þingmanna tilvonandi stjórnarflokka á fimmtudag sem var svo endanlega samþykkt á þingflokksfundunum í gær. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 337 orð

SH býður í Fiskiðjusamlag Húsavíkur

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna (SH) hefur skrifað bréf til Framkvæmdalánasjóðs Húsavíkur, sem fer með eignarhlut Húsavíkurbæjar í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, og óskað eftir viðræðum við sjóðinn um þátttöku í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu í Fiskiðjusamlaginu og/eða hugsanleg kaup á tæplega 55% hlut Húsavíkurbæjar í fyrirtækinu. Fiskiðjusamlagið er nú í viðskiptum við Íslenskar sjávarafurðir hf. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 34 orð

Slasaðist á fjöllum

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan vélsleðamann í Jökuldali við Fjallabaksleið syðri og flutti á sjúkrahús í Reykjavík. Maðurinn hafði fallið af sleða sínum og var meiddur á brjóstkassa og baki. Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 920 orð

Spámaðurinn finnur sér nýjan miðil

ALEXANDER I. Solzhenitsyn, þekktasti andófsmaður Sovétríkjanna sálugu, hefur fundið sér nýtt hlutverk í heimalandi sínu, Rússlandi. Hann stýrir nú um umræðuþáttum í sjónvarpi. Solzhenitsyn, sem er 76 ára gamall og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1970, Meira
22. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 177 orð

Spánn heitir Slóveníu stuðningi

JANEZ Drnovsek, forsætisráðherra Slóveníu, hefur fengið vilyrði Felipes Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, fyrir því að Spánn beiti sér fyrir gerð aukaaðildarsamnings Evrópusambandsins við Slóveníu. Spánn tekur við forsæti í ráðherraráði sambandsins 1. júlí næstkomandi. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 316 orð

Stjórnarsáttmáli mun koma mörgum þægilega á óvart

DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi forsætisráðherra í samstjórn með Framsóknarflokki, segir að ótti sumra við að samstarf flokkanna leiði af sér kyrrstöðu og litlar breytingar, sé ástæðulaus. Stjórnarsáttmálinn, sem frágenginn var í gær, muni koma mörgum þægilega á óvart. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Styrkir úr sjóðum Þjóðleikhússins

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ átti 45 ára afmæli á sumardaginn fyrsta og af því tilefni var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins og Egnersjóði. Þrír ungir leikarar ­ Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingvar E. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Sumri fagnað

ÁGÆT þátttaka var í hátíðarhöldum á sumardaginn fyrsta víða um land. Kuldaboli setti nokkuð svip sinn á þau þótt veður væri bjart og þurfti fólk sem fagnaði sumarkomu úti við að klæða sig vel. Í Reykjavík voru haldnar fjölskylduhátíðir í nokkrum hverfa borgarinnar. Þær hófust með skrúðgöngum og síðan var fjölbreytt dagskrá fram eftir degi. Meira
22. apríl 1995 | Landsbyggðin | 128 orð

Sungið í kirkjukórnum í 64 ár

Húsavík-Laufey Vigfúsdóttir frá Húsavík sem sungið hefur í Kirkjukór Húsavíkur í 64 ár söng í síðasta skipti með kórfélögum sínum á páskadagsmorgni. Í sambandi við lok þessarar þjónustu minntist formaður sóknarnefndar, Björn G. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sýning á Vitara V6

SÝNING verður á nýrri gerð Suzuki Vitara með V6-vél hjá Suzuki bílum í Skeifunni 17 í dag og á morgun. Bíllinn er fimm dyra og er fáanlegur með fimm gíra handskiptingu eða fjögurra hraða sjálfskiptingu með afl- og sparnaðarstillingu. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sýning hjá B&L um helgina

ÞJÓNUSTUDEILD BMW og Renault-bifreiða er flutt í húsakynni Bifreiða og landbúnaðarvéla við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Af því tilefni verður haldin sýning á bílum fyrirtækisins í söludeild þess í Ármúla í dag og á morgun. Meira
22. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 260 orð

Sölumiðstöðin keypti fyrsta orlofshúsið

FYRSTI kaupsamningurinn um sölu á orlofshúsi í Kjarnabyggð við Kjarnaskóg var undirritaður í vikunni. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti fyrsta orlofshúsið, en áformað er að byggja á svæðinu allt að 40 orlofshús. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 211 orð

Vel tekið í tillögur SUS

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sagði að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær að ungt sjálfstæðisfólk væri mjög ánægt með niðurstöðu stjórnarmyndunarviðræðnanna og þau atriði, sem fram kæmu í stjórnarsáttmálanum. Vel hefði verið tekið í tillögur um áherzluatriði, sem SUS hefði sent formanni Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Verkfall í maí ef ekki semst

SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Flugfreyjufélagsins og Flugleiða stóð enn um miðnætti í nótt, en hann hófst kl. 19. Flugfreyjur hafa ákveðið að fresta fyrirhuguðu fjögurra daga verkfalli í byrjun næsta mánaðar um tvo daga. Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði að enn væri allt á huldu í samningamálum, en flugfreyjur hefðu þó metið stöðuna svo, að eðlilegt væri að fresta verkfalli. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 291 orð

Vextirnir hækki ekki

"Ég á von á því að þau boð sem koma frá þessum stjórnarsáttmála ýti undir stöðugleika og að vextir fari lækkandi frekar en hækkandi," sagði Davíð Oddsson að loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 288 orð

Vilja tryggja stöðu nýs borgarritara

BORGARYFIRVÖLD eru að velta því fyrir sér, að beiðni Helgu Jónsdóttur aðstoðarbankastjóra við Alþjóðabankann, með hvaða hætti sé hægt að tryggja stöðu hennar taki hún við starfi borgarritara í sumarlok. Í kjölfar ráðningar Helgu lýsti Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, yfir að henni yrði sagt upp um leið og nýr meirihluti tæki við stjórn borgarinnar. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 248 orð

Vígslu Páls biskups minnst í Skálholti

ÁTTA hundruð ár verða liðin sunnudaginn 23. apríl síðan Páll Jónsson biskup í Skálholti var vígður. Á Skálholtshátíð í sumar verður þessara atburða minnst en á vígsludaginn sjálfan ætla nokkrir prestar að minnast vígslu Páls við messu í Skálholtskirkju þar sem vígslubiskupinn í Skálholti mun minnast hans í ávarpi. Messan hefst kl. 20.30 og er að sjálfsögðu öllum opin. Meira
22. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 367 orð

Yfirvöld óska samvinnu við almenning

TALSVERT mikið hefur verið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land síðustu daga. Slökkviliðið í Hafnarfirði hafði ekki undan að sinna útköllum vegna sinubruna í gær og voru slökkviliðsmenn varla farnir frá Jófríðarstaðatúni eftir að hafa slökkt þar í sinu þegar tilkynnt var um að búið væri að kveikja þar aftur. Meira
22. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 272 orð

Þráinn Karlsson hlaut starfslaun

ÞRÁINN Karlsson leikari hlaut starfslaun listamanns á Akureyri við hátíðlega athöfn, Sumarkomu, á Fiðlaranum á fimmtudag. Þráinn hefur um árabil verið einn af burðarásum í starfsemi Leikfélags Akureyrar, leikið þar hvert hlutverkið á fætur öðru auk þess að leikstýra hjá félaginu. Meira
22. apríl 1995 | Miðopna | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nú frágenginn, svo og skipting ráðuneyta milli flokkanna. Val á ráðherrum er hins vegar enn nokkurri óvissu háð. Sérstakt samkomulag hefur verið gert um sjávarútvegsmál. Ólafur Þ. Stephensen, Ómar Friðriksson og Egill Ólafsson fylgdust með lokaspretti stjórnarmyndunarviðræðnanna. Meira

Ritstjórnargreinar

22. apríl 1995 | Staksteinar | 365 orð

»Ísland og framtíðin NORSKA dagblaðið Aftenposten fjallaði um úrslit

NORSKA dagblaðið Aftenposten fjallaði um úrslit alþingiskosninganna í leiðara í síðustu viku. Veltir blaðið fyrir sér þeim kosti að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn taki höndum saman um stjórn landsins. Alþýðuflokkur óáreiðanlegur Meira
22. apríl 1995 | Leiðarar | 610 orð

VAXTAHÆKKUN

VAXTAHÆKKUN INS OG fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag hefur verðbréfasala ríkissjóðs gengið illa, það sem af er árinu. Sala á ríkisverðbréfum öðrum en ríkisvíxlum hefur nánast engin verið um skeið en meðalávöxtun ríkisvíxla hefur hækkað um hvorki meira né minna en 0,8% frá áramótum. Meira

Menning

22. apríl 1995 | Menningarlíf | 96 orð

Burtfararpróf í píanóleik GUNNLAUGUR Þór Briem heldur tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ, sunnudaginn 23. apríl kl. 17.

GUNNLAUGUR Þór Briem heldur tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ, sunnudaginn 23. apríl kl. 17. Tónleikarnir eru burtfararpróf Gunnlaugs frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskránni eru Prelúdía og fúga nr. 1 í C-dúr úr Wohltemperiertes Klavier, 2. bók, Sónata í B- dúr K. 333 eftir Mozart, Nocturna op. 72 nr. 1 eftir Chopin, La campanella eftir Liszt og Sónata nr. 8 eftir Prokofíeff. Meira
22. apríl 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Burtfarartónleikar GESTUR Pálsson saxófónleikari heldur burtfarartónleika í dag laugardag kl. 16 í sal FÍH-tónlistarskólans að

GESTUR Pálsson saxófónleikari heldur burtfarartónleika í dag laugardag kl. 16 í sal FÍH-tónlistarskólans að Rauðagerði 27. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum og hefur Gestur fengið til liðs við sig Árna Heiðar Karlsson píanóleikara, Róbert Þórhallsson bassaleikara og Einar Val Scheving trommuleikara. Sérstakur gestur er gítarleikarinn Kristján Eldjárn. Aðgangur er ókeypis. Meira
22. apríl 1995 | Tónlist | 459 orð

Dauflegur gítarleikur

Manuel Babiloni lék spánska gítartónlist. Þriðjudaginn 19. apríl 1995. ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan gítartónlist var lítið kunn hér á landi og frumkvöðlar á sviði gítarleiks eru enn að starfi. Spánverjar hafa lengi haldið uppi heiðri gítarsins, bæði með frábærum leik sínum og gerð tónverka fyrir gítar. Á tónleikum Manuel Babiloni í Áskirkju, sl. Meira
22. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 934 orð

Dustin alltaf á toppnum

SAMBÍÓIN sýna þessa dagana spennumyndina "Outbreak" eða Í bráðri hættu eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Með aðalhlutverk fer Dustin Hoffman sem sést nú aftur á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé. Í öðrum stórum hlutverkum eru Rene Russo, Morgan Freeman og Patrick Dempsey, en leikstjóri myndarinnar er Wolfgang Petersen, sem áður hefur leikstýrt m.a. "In The Line of Fire" og "Das Boot". Meira
22. apríl 1995 | Menningarlíf | 694 orð

Frumsýning 17 árum eftir dauða höfundarins

"ÞVÍ hefur verið haldið fram að Jökull vilji með persónusköpun sinni sýna fram á að eðlileg manneskja geti ekki lifað í firrtu nútímasamfélagi. Þær séu of einlægar og þeirra bíði tæpast annað en að vera settar inn á geðveikrahæli eins og Lára í Kertalogi," segir Marteinn Arnar Marteinsson leikari. Meira
22. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 214 orð

Halda á norrænu nemakeppnina

FORKEPPNI vegna norrænu nemakeppninnar í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og veitingaskóla Íslands þann 16. febrúar sl. Norræna nemakeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1982. Ísland hefur tekið þátt í keppninni síðastliðin sjö ár og náð einstaklega góðum árangri. Meira
22. apríl 1995 | Myndlist | 730 orð

Hulin sýning

Malika/Bob FlanaganOpið alla daga til 22. apríl.Aðgangur ókeypis. MYNDLISTIN hefur í gegnum tíðina snert flestar hliðar mannlífsins með einhverjum hætti, og þá ekki síður hegðun mannsins í kynlífinu en aðra þætti. Meira
22. apríl 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Klukkustrengir í Hveragerði

LEIKFÉLAG Hveragerðis frumsýnir leikritið Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson í Hótel Ljósbrá í kvöld laugardagskvöld kl. 20.30. Leikritið Klukkustrengir fjallar um líf fólks í litlum bæ þar sem lítið er um að vera. En koma orgelstillara til bæjarins veldur uppnámi meðal bæjarbúa og á eftir að verða afdrifarík. Meira
22. apríl 1995 | Menningarlíf | 46 orð

Lítill fugl í búri VORTÓNLEIKAR yngri nemenda og söngleikjahópa Söngsmiðjunnar verða haldnir í Ráðhúsinu á morgun, sunnudag, kl.

VORTÓNLEIKAR yngri nemenda og söngleikjahópa Söngsmiðjunnar verða haldnir í Ráðhúsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Yngstu börnin flytja söngleikinn Lítill fugl í búri. Eldri börnin flytja atriði úr söngleiknum Grease, unglingarnir lagasyrpur frá hippatímabilinu og eldri nemendur flytja perlur úr ýmsum söngleikjum. Meira
22. apríl 1995 | Leiklist | 522 orð

Skortur á skepnuskap

Höfundur: Jökull Jakobsson. Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson. Frumsýnt 17. apríl. TVÆR eldri konur, ákaflega pipraðar, fá sér tesopa og eilítið hjartastyrkjandi á heimili sínu einn eftirmiðdag. Meira
22. apríl 1995 | Menningarlíf | 105 orð

Sönghelgi Kvennakórsins SÖNGHELGI Kvennakórs Reykjavíkur verður í húsi kórsins, Ægisgötu 7 í dag kl. 15.30 og á morgun verður

SÖNGHELGI Kvennakórs Reykjavíkur verður í húsi kórsins, Ægisgötu 7 í dag kl. 15.30 og á morgun verður opið hús. Á dagskrá Nemendatónleika Kvennakórs Reykjavíkur í dag verða skemmtikór kórsins undir stjórn Rut Magnússon; kórskóli undir handleiðslu Hörpu Harðardóttur; English speaking choir, kennari Rut Magnússon og Gospel kórinn tekur lagið. Meira
22. apríl 1995 | Menningarlíf | 208 orð

Þessir kollóttu steinar

NÝ SÝNING verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi í dag, laugardag, og ber heitið "Þessir kollóttu steinar". Hér er um að ræða sýningu á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón og er þetta í annað sinn, sem efnt er til slíkrar sýningar á vegum safnsins, sú fyrri var haldin á Listahátíð 1990. Meira

Umræðan

22. apríl 1995 | Aðsent efni | 1241 orð

Ágreiningur sjálfstæðismanna á Suðurlandi Fyrri grein

GÖMUL og ný sannindi segja að oft megi satt kyrrt liggja. Þrátt fyrir þessa staðreynd verður ekki hjá því komist vegna síðustu atburða að rekja að nokkru sögu og samstarf þriggja sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi. Raunar eru tveir þeirra Reykvíkingar. Undir forystu Þorsteins Pálssonar var þessum mönnum falið að fara með fjöregg sjálfstæðismanna í kjördæminu. Meira
22. apríl 1995 | Velvakandi | 507 orð

íkverja hafa borizt tvö bréf vegna athugasemdar, sem h

íkverja hafa borizt tvö bréf vegna athugasemdar, sem hann gerði fyrir stuttu við að ekki væri alls staðar hægt að fá kvittun í kortasjálfsölum á benzínstöðvum. Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins, skrifar: "Í Víkverja fimmtudaginn 30. marz sl. Meira
22. apríl 1995 | Velvakandi | 621 orð

Löggæslan endurskipulögð

EF SKOÐUÐ er í dag uppbygging og þróun skipulags lögreglunnar í landinu frá upphafi er þar dapurlegt yfir að líta. Samhæfing er ónóg milli embætta vegna skiptingar og fjölda lögreglustjóra, menntunarleysi innan stéttarinnar háir lögreglumönnum, stefnuleysi yfirvalda er gagnvart heildarþróun og óhóflegur niðurskurður ráðamanna veldur óhagræði í rekstri, Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 539 orð

Með Guði í sumarfrí

ÞÁ fer að líða að þeim tíma er fjölskyldur skipuleggja sumarfríið sitt. Flestar fjölskyldur hafa, sem betur fer, tök á að nota einhvern tíma til samvista, hvort sem er heima eða á ferð. En sumarfrí barnanna er yfirleitt lengra en foreldranna, og hvað verður þá til tilbreytingar og yndisauka? Eitt af því, sem til boða stendur, eru sumarbúðir kirkjunnar. Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 924 orð

Slasaðir látnir borga

Á ÁRINU 1991 varð íslenskum vátryggingafélögum ljóst, að afkoma þeirra hafði farið versnandi. Blasti við þeim verulegur taprekstur það ár. Einkum mun afkoman á sviði ökutækjatrygginganna hafa verið slæm. Iðgjöld stóðu ekki undir tjónum og reksturskostnaði. Hin eðlilegu viðbrögð við þessu fólust vitaskuld í að hækka iðgjöldin. Það töldu félögin erfitt að gera. Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 605 orð

Sviptum heilbrigðisráðherra fjárforræði

STUNDUM segir fólk, sem er að telja kosti þess að búa á Íslandi, að hér á landi sé spítala- og skólavist ókeypis. Hvernig má það þá vera, að einn helsti vandi landsmanna sé niðurskurður í heilbrigðis- og menntakerfinu? Almenningur sér litla ástæðu til þess að spara það sem ekkert kostar. Á undanförnum árum hafa orðið miklar réttarfarsbætur hér á landi. Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 492 orð

Tryggjum Lyfjaverslun Íslands stöðugleika

ÉG ER einn af rúmlega 1.600 smáhluthöfum í LÍ, en þar eru engir stórir hluthafar. Ástæður þess að ég keypti hlut í fyrirtækinu eru einkum þríþættar: #Traust eiginfjárstaða þess. #Framsækin og fagleg yfirstjórnun sem skilað hefur í hendur okkar nútímalegu og mjög samkeppnishæfu fyrirtæki á markaðnum. Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 645 orð

Um það að koma að og skoða

MIKIÐ hef ég saknað þeirrar almennu umræðu sem átti sér stað bæði í dagblöðum og útvarpi um daglegt mál fyrir nokkrum árum. Einkum voru útvarpsþættirnir góðu "Daglegt mál" gagnlegir enda voru stjórnendur þeirra ævinlega valdir af mikilli kostgæfni ­ og þeir töluðu þannig til fólks að eftir var tekið á þeirri einu útvarpsstöð sem um var að ræða á þeim tímum. Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 768 orð

Undarlegir eru eyjabúar

Undarlegir eru eyjabúar Undir skilningstrénu ÓLEYST er enn ráðgátan um það af hverju verðandi Íslendingar fluttu frá Noregi út yfir haf. Vitað er að þeir skáru sig úr um ýmislegt þegar áður en þeir fluttu. Eitt er afar lífleg munnleg frásagnarhefð, sem fornritin byggðust á seinna meir. Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 624 orð

Öryggi barna í bílum

Í FRÉTTUM dagblaða af umferðarslysum má sjá eftirfarandi fyrirsagnir: Kornabarn meiddist í árekstri. Öryggisstólar hefðu bjargað börnunum. Óvarlegt að nota óvita sem stuðpúða. Sem betur fer er orðið fátíðara í seinni tíð að börn noti ekki lögbundinn varnarbúnað í ökutækjum. Slíkt er sérstaklega ámælisvert þegar horft er til ákvæða umferðarlaga og þess ábyrgðarleysis, sem í því felst. Meira
22. apríl 1995 | Aðsent efni | 1692 orð

Öryggi sjómanna á minni bátum

Á KOSNINGADAGINN 8. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Guðmund Hallvarðsson 16. þingmann Reykjavíkurkjördæmis. Tilefni greinarinnar var að koma á framfæri athugasemdum við grein mína "Öryggi sjómanna á minni bátum" sem birtist í Fiskifréttum föstudaginn 10. mars sl. og í Morgunblaðinu laugardaginn 1. apríl sl. Þingmaðurinn hefur eitt og annað við grein mína að athuga, m.a. Meira

Minningargreinar

22. apríl 1995 | Minningargreinar | 341 orð

Elísabet Jónsdóttir

Í gær kvöddum við elskulega föðursystur mína, Elísabetu Jónsdóttur. Það er dálítið undarleg tilfinning að hugsa til þess að þessi dugmikla og hressa frænka mín eigi ekki oftar eftir að hella uppá kaffisopann í Heiðarbænum, svo spjallið geti byrjað. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 419 orð

Elísabet Jónsdóttir

Elsa er látin, það er undarlegt að segja þessi orð og vita að þetta er raunveruleikinn. Og það er alltaf jafn erfitt að kveðja vini og ættingja, ekki síst þegar kallið kemur svona óvænt og var í þetta sinn. Ekki eru liðin nema fá ár síðan eiginmaður hennar lést, en hann veiktist við skyldustörf á sjónum og var fluttur á sjúkrahús í Noregi þar sem hann lést skömmu síðar. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 175 orð

ELÍSABET JÓNSDÓTTIR

ELÍSABET JÓNSDÓTTIR Elísabet Jóndóttir var fædd á Ísafirði 15. júní 1934. Hún lést á Landspítalanum 7. apríl sl. Foreldrar hennar voru Jón Ingigeir Guðmundsson og Ásdís Katrín Einarsdóttir frá Ísafirði. Systkin hennar voru: Jón Kr., Anna, Guðríður, d. 1961, og Garðar, d. 1986. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 332 orð

Esther Th. Jónsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar Estherar Th. Jónsdóttur með hlýju og þakklæti í huga. Ég sé hana fyrir mér sem glaðlega og káta konu sem alltaf tók vel á móti öllum. Hún var myndarleg húsmóðir sem sá til þess að enginn fór svangur frá henni. Hún var góða amma mín, heilbrigð og einlæg og það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar hún var kölluð burt úr þessum heimi. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 34 orð

ESTHER TH. JÓNSDÓTTIR

ESTHER TH. JÓNSDÓTTIR Esther Thorarensen Jónsdóttir fæddist 26. júlí 1923 í Hafnarfirði en var alin upp á Gjögri í Árneshreppi, Strandasýslu. Hún lést á Borgarspítalanum 7. apríl sl. Esther var jarðsungin 21. apríl sl. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 507 orð

Gísli Ólafsson

Ég kynntist Gísla barn að aldri. Það var sumarið 1930, að við vorum saman á Litlu-Drageyri í Skorradal hjá Guðjóni bónda Guðjónssyni frænda mínum, sem þar bjó ásamt móður sinni, Ragnheiði Magnúsdóttur, ömmusystur minni. Gísli var ættaður frá Eyri í Svínadal og var vinnumaður á Litlu-Drageyri. Hann var einstaklega barngóður, tryggur og traustur maður og naut ég þess í ríkum mæli. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 27 orð

GÍSLI ÓLAFSSON

GÍSLI ÓLAFSSON Gísli Ólafsson fæddist á Eyri í Svínadal 14. september 1911. Hann lést á Droplaugarstöðum 3. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Áskirkju 10. mars sl. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 428 orð

Hrefna Sigurðardóttir

Birta æsku og vona blasti við okkur er við hittumst í fyrsta sinn, barnungar í Hafnarfirði fyrir um 70 árum. Við vorum nánast jafngamlar. það sem ég, aðflutt, hafði fram yfir þig í mánuðum eða misserum, vógst þú upp með bráðþroska og þekkingu á bæjarfélaginu, sem við urðum hluti af næstu áratugina. Vinátta okkar varð fljótlega slík, að þrátt fyrir margháttaðar mismunandi aðstæður og m.a. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 26 orð

HREFNA SIGURÐARDÓTTIR

HREFNA SIGURÐARDÓTTIR Hrefna Sigurðardóttir fæddist 2. júní 1916 á Vesturbraut í Hafnarfirði. Hún lést í Borgarspítalanum 1. apríl sl. og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 10. apríl. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 550 orð

Jóhannes Bjarni Einarsson

Við viljum með nokkrum fátækum orðum minnast föður, tengdaföður og afa. Þegar sár þín eru skoðuð áttar maður sig á því hversu hetjuleg barátta þín var við illvígan sjúkdóm og þjáningar þínar hafa verið miklar. Þegar farið er yfir þau ár sem við lifðum saman er ekki hægt annað en að brosa og þakka guði fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 215 orð

JÓHANNES BJARNI EINARSSON

JÓHANNES BJARNI EINARSSON Jóhannes Bjarni Einarsson fæddist á Leirárgörðum í Leirársveit 8. október 1917. Hann lést á Landspítalanum 7. apríl sl. Foreldrar hans voru Einar Gíslason bóndi í Leirárgörðum, f. 6. feb. 1876, d. 1951, og Málmfríður Jóhannesdóttir, f. 3. apríl 1894, d. 1977. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 847 orð

Jóna Elísabet og Ólafía Katrín Guðmundsdætur

Ólafía og Jóna ólust upp í foreldrahúsum að Núpi í fjörmiklum systkinahópi, sem alla tíð hefur verið tengdur traustum tilfinningaböndum. Ljóst er að systkinin voru mikillar bíðu og umhyggju aðnjótandi í foreldrahúsum þótt oftast væri þröngt í búi, enda marga munna að metta, en bústofn og jörð takmörkuð. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 416 orð

Jóna Elísabet og Ólafía Katrín Guðmundsdætur

Okkur langar með örfáum orðum að minnast móðursystur okkar, Ólafíu Katrínar Guðmundsdóttur, frá Núpi í Haukadal, en hún lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík 7. apríl sl. Stórt skarð er nú höggvið í systkinahópinn frá Núpi. Með fárra vikna millibili eru þær burtkvaddar systurnar Lóa, eins og hún var alltaf kölluð, og Jóna móðir okkar. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 294 orð

JÓNA ELÍSABET OG ÓLAFÍA KATRÍN GUÐMUNDSDÆTUR

JÓNA ELÍSABET OG ÓLAFÍA KATRÍN GUÐMUNDSDÆTUR Jóna Elísabet Guðmundsdóttir og Ólafía Katrín Guðmundsdóttir frá Núpi í Haukadal, Dalasýslu. Jóna fæddist 11. júní 1915 og lést á Landspítalanum 16. mars síðastliðinn. Ólafía fæddist 27. mars 1918 og lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 7. apríl síðastliðinn. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 653 orð

Jónína Guðjónsdóttir

Duftið hverfur til jarðarinnar þar sem það áður var, en andinn fer til Guðs, sem gaf hann. (Ók. höf.) "Hún amma er ekki með barn í maganum eins og þú, þar er bara grautur." Þessa setningu sagði Júlía litla dótturdóttir Jónu við mig þegar ég mætti í fyrsta fjölskyldujólaboðið fyrir rúmum tuttugu árum. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 247 orð

Jónína Guðjónsdóttir

Okkur systkinin langar að kveðja ömmu Jónu með örfáum orðum en við eigum margar ljúfar minningar um hana og afa Tóta. Eftir gosið í Eyjum fluttust þau með okkur hingað á Ósabakkann og bjuggu hjá okkur í ellefu ár. Það var stundum gott að geta flúið niður í kjallara til ömmu og afa þegar mamma og pabbi voru að leggja okkur lífsreglurnar. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 365 orð

Jónína Guðjónsdóttir

Þegar mér var tilkynnt um andlát ömmu, streymdu margar minningar í gegnum huga minn. Minningin um vinalegt brosið, góða skapið, þar sem hún sat við að hekla sínar þekktu hyrnur, sem hún bæði gaf og seldi mikið af. Minningar frá því þegar ég var lítil stelpa og fór í heimsóknir á Urðarveginn. Sitjandi með henni við eldhúsborðið með kaffibland og kringlu. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 107 orð

JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR

JÓNÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR Jónína Guðjónsdóttir var fædd 25. febrúar 1903. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 15. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ingveldur Unadóttir og Guðjón Jónsson. Systkini Jónínu voru Hallgrímur, Þuríður, Þorvaldur, Guðbjörg, Árný og Unnur auk þriggja systkina er létust í bernsku. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 364 orð

Júlía Guðjónsdóttir

Mig langar að minnast nágrannakonu minnar örfáum orðum nú að leiðarlokum. Ég var á sjötta ári þegar Júlía kom að Þingskálum og vorum við því nágrannar í sextíu og fimm ár. Öll þau samskipti sem okkar heimili áttu voru á sama veg, ánægjuleg og óð. Júlía barst ekki mikið á, hennar fas bar allt vott um festu og traust. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 366 orð

Júlía Guðjónsdóttir

Látin er í hárri elli heiðurskonan Júlía Guðjónsdóttir á Þingskálum á Rangárvöllum nákvæmlega 22 árum seinna en eiginmaður hennar, Sigurður Eiríksson. Það er ekki ætlun mín að rekja hér lífsferil hennar, hann var eins og flestra kvenna, sem fæddar voru uppúr aldamótum, helgaður bónda, búi og börnum. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 111 orð

JÚLÍA GUÐJÓNSDÓTTIR

JÚLÍA GUÐJÓNSDÓTTIR Júlía Guðjónsdóttir, Þingskálum, fæddist í Nefsholti í Holtum 7. júlí 1902. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 15. apríl sl. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi í Nefsholti í Holtum og kona hans, Solveig Magnúsdóttir. Júlía giftist 22. júlí 1926, Sigurði Eiríkssyni frá Keldum, f. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 257 orð

Karl Kristjánsson

Að morgni skírdags barst okkur sú harmafregn að Kalli vinur okkar hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Hugurinn neitaði að trúa því, en orðin hljómuðu í eyrum: "Hann Kalli er dáinn." Það var svo stutt síðan þau Hrefna heimsóttu okkur glöð og hress. Margrét dóttir Hrefnu var nýbúin að láta skíra son sinn og afi hafði eignast alnafna. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 140 orð

KARL KRISTJÁNSSON

KARL KRISTJÁNSSON Karl Kristjánsson var fæddur 17. apríl 1937. Hann lést 12. apríl sl. Foreldrar hans voru Kristján Júlíus Jóhannesson bóndi í Hriflu í Ljósavatnshreppi og kona hans Kristjana Sigvaldadóttir. Þau létust þegar Karl var á barnsaldri og ólst hann upp hjá frændfólki sínu í Álftagerði í Mývatnssveit. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 166 orð

Kristinn Vilhjálmsson

Vorið 1987 kom hópur fólks saman til að stofna Borgaraflokkinn og vann stærsta kosningasigur á lýðveldistímum á Íslandi. Kristinn Vilhjálmsson var í þeim hópi og sat í einu af heiðurssætum framboðslistans í Reykjavík. Kristinn starfaði með Borgaraflokknum og sat marga fundi þingflokksins. Kristinn Vilhjálmsson var hugsjónamaður og eldhugi. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 31 orð

KRISTINN VILHJÁLMSSON

KRISTINN VILHJÁLMSSON Kristinn Vilhjálmsson fæddist í Vetleifsholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 13. mars 1912. Hann lést í Borgarspítalanum 4. apríl síðastliðinn. Kristinn var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. apríl sl. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 1147 orð

Kristján Kristinsson

Móðurbróðir minn, Kristján Kristinsson í Sandvík á Melrakkasléttu, er látinn, 76 ára að aldri. Kristinn unni Leirhöfn mikið og ásamt Sesselju byggði hann upp jörðina Nýhöfn sem er úr óskiptu Leirhafnarlandi. Settu þau hús sitt við sjóinn á svonefndum Leirhafnartanga. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 726 orð

Kristján Kristinsson

Á föstudaginn langa missti ég minn besta vin, mág minn Kristján í Sandvík. Andlát hans kom mér í raun ekki á óvart. Eftir uppskurðinn og aðgerðina á Akureyri nú í febrúar, dvínaði þrekið og greinilegt var að eitthvað mikið varð að ske ef hann átti að ná heilsu á ný. Þegar við Helga mín kvöddum hann á spítalanum á Húsavík, viku fyrir andlátið, sáum við bæði að hverju gæti stefnt. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 123 orð

KRISTJÁN KRISTINSSON

KRISTJÁN KRISTINSSON Kristján Kristinsson fæddist 9. janúar 1919 í Leirhöfn, elstur sex systkina. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Kristjánsson, bóndi og járnsmiður í Nýhöfn, og Sesselja Benediktsdóttir. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 467 orð

Kristján Krtistinsson

Í dag, þegar vorið ætti að vera komið, verður frændi minn, Kristján Kristinsson, jarðsunginn frá Snartastaðakirkju. Eitt lífskeið getur skipst í vor og sumar, og svo haust og vetur. Kristján frændi minn var af eldri kynslóðinni, einn af frændfólki mínu sem skapaði það umhverfi, ást og umhyggju sem við, stór hópur af frændsystkinum, ólumst upp í. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 633 orð

Ólína Jónsdóttir

Ólína Jónsdóttir Sendu nú frið þinn í syrgjandi ástvina hjörtu. Sýn þeim hinn dána í upprisuljósinu björtu. Eilífa ást, aldrei er syrgjendum brást, ­ hastaðu á harmélin svörtu. Sjúkleikans þungbæru þjáningarspor eru gengin, þrautunum lokið ­ og gröfina hræðast skal enginn. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR

ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR Ólína Jónsdóttir fæddist 6. júní á Borgarfirði eystra. Hún andaðist 21. mars sl. á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Útför hennar fór fram í Seyðisfjarðarkirkju þann 29. mars sl. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 548 orð

Sigurður Guðbjartsson

Sigurður Guðbjartsson stendur fyrir mér fyrir hugskotssjónum allt frá bernskuárunum. Rólegur, traustur og ævinlega reiðubúinn til þess að rétta hjálparhönd. Æskuheimili mitt stóð við hlið húss þeirra Sigurðar Guðbjartssonar og Ólínu Bæringsdóttur konu hans. Það var mikill samgangur á milli heimilanna og vináttan einlæg og traust. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 410 orð

Sigurður Guðbjartsson

Hann afi þinn er dáinn! Þessa frétt fékk ég þegar ég kom heim úr vinnunni 11. apríl. Ég verð að segja að þessi orð slógu mig í gegnum símann. Þetta var svo sárt. Afi hafði verið veikur í eina viku og var á batavegi, og vonuðumst við eftir honum á sjúkraskýlið 12. apríl. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast Sigga afa þar sem nálægðin við hann var svo mikil. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 244 orð

SIGURÐUR GUÐBJARTSSON

SIGURÐUR GUÐBJARTSSON Sigurður Guðmundur Guðbjartsson var fæddur 20. ágúst 1913 á Minnahrauni í Skálavík í Hólshreppi. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Ísafirði 11. apríl sl. Hann var sonur hjónanna Halldóru Margrétar Sigurðardóttur og Illuga Guðbjarts Sigurðssonar. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 548 orð

Þuríður Dagný Skeggjadóttir

Æskuvinkona mín, Þuríður Dagný Skeggjadóttir frá Geitagerði í Fljótsdal, lést 11. apríl sl. eftir ströng og erfið veikindi. Undanfarin ár átti hún við þungbæran sjúkdóm að stríða, sem lengi var von um að sigrast mætti á, en síðar reyndist ekki við ráðið. Dauðann bar því að hennar garði sem líkn, úr því sem komið var. Þrátt fyrir þá vissu syrtir að á skilnaðarstund. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 825 orð

Þuríður Dagný Skeggjadóttir

Ég sá hana í fyrsta sinn svo ég muni út um gluggann á "Norðurkvistinum" á Hallormsstað, í því húsi sem í þá daga bar nafn staðarins. Það var snemma vors 1958 eða 9 held ég því ég hafði einmitt fengið nýja gúmmískó númer 33 þegar þetta var. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 574 orð

Þuríður Dagný Skeggjadóttir

Elskuleg vinkona okkar og bekkjarsystir, Þuríður Skeggjadóttir, er látin. Haustið 1946 settumst við allar í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík, komum hver úr sinni áttinni, höfðum þá tekið landspróf um vorið. Þurý kom frá Ísafirði með fjölskyldu sinni sem fluttist suður um það leyti. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 208 orð

Þuríður Dagný Skeggjadóttir

Fegursta blómið í Fljótadal er fölnað. Dalurinn mun augum okkar systkinanna aldrei verða samur. Við vitum að í vor munu lækir dalsins verða vatnsmeiri því þeir gráta af sorg. Í sumar mun Snæfellið í virðingarskyni skrýðast bláum sparibúning og jökulröndin mun verða hvít sem aldrei fyrr. Þegar bárur Lagarfljótsins renna framhjá Geitagerði munu þær í lotningu hneigja sig fyrir minningu Þuríðar. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 496 orð

Þuríður Dagný Skeggjadóttir

Þessi vísuhelmingur kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar ég lít til baka og minnist þess er ég sá Þuríði í fyrsta sinn í X-bekknum okkar í MR árið 1946. Við vorum að lesa Gunnlaugssögu Ormstungu um þessar mundir og sagan segir að svo hafi kveðið Gunnlaugur er hann horfði til Helgu yfir ána. Það voru þessi sindrandi dökkbrúnu augu þessarar ungu stúlku sem vöktu athygli mína. Meira
22. apríl 1995 | Minningargreinar | 493 orð

Þuríður Dagný Skeggjadóttir

Mér er í fersku minni er ég hitti Þuríði í fyrsta sinn. Þá voru þau að opinbera trúlofun sína geislandi af hamingju, hún og Guttormur bróðir minn á heimili foreldra hennar, Skeggja Samúelssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur. Meira

Viðskipti

22. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 98 orð

Álverð hækkar

ÁLVERÐ hækkaði allnokkuð á málmmarkaðinum í London í gær vegna fyrirframsamninga og ótta við ónógt framboð í júní. Fór verð á tonni í þriggja mánaða samningum í 1.888 dollara, 55 dollurum hærra en deginum áður. Meira
22. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 656 orð

Ávöxtunarkrafa hækkar um allt að 0,55%

SEÐLABANKI Íslands hækkaði í gær ávöxtunarkröfu sína í spariskírteini á Verðbréfaþingi um allt að 0,55%. Jafnframt lýsti Seðlabankinn því yfir að óumflýjanlegt sé að ríkissjóður sætti sig um sinn við hærri vexti á uppboðum spariskírteina. Ætlar bankinn að auka viðskipti sín með langtímaverðbréf en hann hefur haldið sig til hlés frá miðju síðasta ári á þeim markaði. Meira
22. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Bandarísk blöð inn á Internetið

ÞAÐ var stór dagur hjá bandarískum dagblöðum á miðvikudag en þá tóku átta stærstu blaðahringirnir höndum saman um að gefa lesendum sínum kost á beinni nettengingu. Hefur hún hlotið nafnið New Century Network og mun notast við Internetið í stað þess að koma á fót sérstöku upplýsinganeti. Meira
22. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Guðmundur Jónassonar hf. fékk Útflutningsverðlaunin

ÚTFLUTNINGSVERÐLAUN forseta Íslands voru veitt á sumardaginn fyrsta og komu þau í hlut Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar hf. fyrir framlag fyrirtækisins til íslenskrar ferðaþjónustu. Meira
22. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 534 orð

Hluthafar vilja halda áfram á sömu braut

DR. EINAR Stefánsson, stjórnarmaður í Lyfjaverslun Íslands, vísar því á bug að hann og aðrir stjórnarmenn séu vanhæfir til að sitja áfram í stjórn félagsins. Þvert á móti megi ætla að það sé vilji hluthafanna að fyrirtækið haldi áfram á sömu braut með núverandi stjórn. Einar er einn fimm stjórnarmanna sem skipaðir voru af ríkinu í fyrra. Meira
22. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Telur tilboð sitt lægst

Áburðarverksmiðjan hf. telur að eftir að tilboð í útboði Ríkiskaupa fyrir hönd Landgræðslunnar hafi verið reiknuð upp til að vera samanburðarhæf sé tilboð verksmiðjunnar lægst og um leið hagstæðast. Meira

Daglegt líf

22. apríl 1995 | Neytendur | 787 orð

Brenndur búðingur og íslenskur aldursforseti

HANN er ekki aðeins sígildur gamli franski eftirrétturinn Cr`eme br^ulée heldur hefur hann á allra síðustu árum verið hafinn til virðingar á nýjan leik af helstu meistarakokkum. Í þessu bakaða frauði eru egg og sykur, mjólk og rjómi, vanilla og ef vill appelsínuvatn. Meira
22. apríl 1995 | Neytendur | 91 orð

Bútasaumsnámskeið

STUTT bútasaumsnámskeið standa nú yfir í versluninni Allt í Drafnarfelli í Breiðholti. Hvert námskeið tekur aðeins eitt kvöld eða dagpart og kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum. Námskeiðsgjaldið er 1.200 krónur og ekki fleiri en fjórir hverjum hóp. Meira
22. apríl 1995 | Neytendur | 667 orð

Bögglaberar og töskur

Bögglaberar verða að vera sterkir, og sérstaklega ef ekki er hjólað á malbiki. Þeir sem eru að fara í sína fyrstu ferð eru oft ofhlaðnir farangri og fylgir því sú hætta að eitthvað láti undan. Athuga þarf allar suður þegar bögglaberar eru keyptir. Hafa ber í huga, að því fleiri stög sem halda grindinni saman, því sterkari verður bögglaberinn. Meira
22. apríl 1995 | Neytendur | 47 orð

Íslensk-Austurlenska með ný umboð

ÍSLENSK-Austurlenska heildsalan sem m.a. er umboðsaðili fyrir Oroblu sokkabuxur hefur tekið við umboði hérlendis fyrir frönsku snyrtivörurnar Isabelle Lancray. Þá hefur fyrirtækið hafið innflutning á sokkum frá þýska fyrirtækinu Escos. Íslensk-Austurlenska á hluta í fyrirtækinu Escos og eru sokkarnir framleiddir undir nafninu Oroblu. Meira
22. apríl 1995 | Neytendur | 703 orð

Pipar

PIPAR gerði Feneyjar og Genúa ríkar og var ein helsta ástæða leitar að sjóleiðinni til Austurlanda. Vínviðurinn sem piparinn vex á kemur nefnilega frá hitabelti Asíu. Piper nigrum heitir hann á latínu og er nú mest ræktaður á Indlandi, í Indónesíu og Brasilíu og vinsældirnar hafa ekki dvínað. Flestir þekkja svarta og hvíta vínpiparinn en fleiri afbrigði kornanna eru vissulega til. Meira

Fastir þættir

22. apríl 1995 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

ÞRIÐJUDAGINN 18. apríl lauk Halldórsmótinu í sveitakeppni. Úrslit urðu þessi: Sveit Sigurbjörns Haraldssonar sigraði, hlaut 195 stig. Auk hans spiluðu í sveitinni Reynir Helgason, Tryggvi Gunnarsson og Súli Skúlason. Næstu sveitir: Sv. Grettis Frímannssonar181Sv. Páls Pálssonar178Sv. Byltingar148Sv. Gylfa Pálssonar142 Þriðjudaginn 25. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 229 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridskvöld byrjenda

Þriðjudaginn 11. apríl var Bridskvöld byrjenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvöldsins urðu þannig: N/S-riðill Agnar Guðjónsson - Markús Úlfsson99Þórdís Einarsdóttir - Birgir Magnússon93Jónas Baldursson - Ágúst Leó Ólafsson86A/V-riðll Hallgrímur Sigurðss. - Sigurbjörg Traustad. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 96 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Spilaður var tvímenningur miðvikudaginn 12. apríl. Fimmtán pör mættu til leiks og spilað var í einum riðli með yfirsetu. Þorleifur Þórarinsson - Gunnþórunn Erlingsdóttir253Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson245Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson235Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson230 Laugardaginn 15. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 166 orð

BRIDS Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag R

Þriðja kvöldið af þremur eins kvölds tvímenningum var spilað miðvikudaginn 12. apríl. 36 pör spiluðu 13 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 312 og bestum árangri náðu: NS Vignir Hauksson ­ Björn Arnarson363Bragi Hauksson ­ Sigríður Sóley Kristjánsd. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 1478 orð

Fermingar sunnudaginn 23. apríl

FERMING í Dómkirkjunni kl. 14. Prestar sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Fermd verða: Ari Eldjárn, Ásvallagötu 12. Ágúst Róbert Glad, Malarási 3. Álfheiður Anna Pétursdóttir, Vesturgötu 20. Baldur Gunnarsson, Sörlaskjóli 13. Bjarni Einarsson, Vesturgötu 33. Björn Björnsson, Bárugötu 37. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 836 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 793. þáttur

793. þáttur Víkingur Guðmundsson á Grænhóli skrifar mér, og á ég honum mörg góð bréf að þakka. Gefum honum nú orðið um sinn: "Mér þykir slæmt að þurfa að hlusta á menntað fólk laga íslenskuna að enskunni eftir sínum geðþótta og demba grautnum svo hráum yfir mann í fjölmiðlum dag eftir dag. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 678 orð

Jóhann stendur best að vígi

Aukakeppni um þriðja sætið.19.­23. apríl JÓHANN Hjartarson stendur best að vígi eftir tvær umferðir aukakeppninnar um sæti á millisvæðamótinu. Hann og danski stórmeistarinn Lars Bo Hansen eru efstir og jafnir með einn og hálfan vinning, en Jóhann var með hagstæðari stig á Norðurlandamótinu sjálfu og myndi því komast áfram ef þetta yrði niðurstaðan. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 627 orð

Messur á morgun

Messur á morgun Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Guðrún Jónsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar eftir messu. Meira
22. apríl 1995 | Fastir þættir | 492 orð

Nýjar rannsóknir sýna tengsl sætinda og hegðunar

ÍYALE-rannsókninni tóku þátt 25 heilbrigð börn á aldrinum 8-16 ára og 23 eldri unglingar. Þau borðuðu á tóman maga samsvarandi sykurmagn og er í tveimur dósum af kóka kóla. Venjan er sú þegar borðað er eðlilegt sykurmagn, Meira

Íþróttir

22. apríl 1995 | Íþróttir | 188 orð

David Seaman varði þrjár vítaspyrnur

DAVID Seaman tók heldur betur á honum stóra sínum í vítakeppni að loknum framlengdum undanúrslitaleik Sampdoria og Arsenal í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í fyrrakvöld. Enski landsliðsmarkvörðurinn varði þá þrjár vítaspyrnur og tryggði enska liðinu úrslitaleik gegn Real Zaragoza frá Spáni í París 10. maí. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 284 orð

Erfiðleikar á leiðinni til Akureyrar

Það gekk ekki þrautalaust fyrir keppnisfólk af Austurlandi að komast á Andrésarleikana, en það lenti í erfiðleikum á leiðinni vegna veðurs og ófærðar og misstu þau af setningu leikanna. Blaðamaður hitt Jón Gunnar Sigurjónsson og fjölskyldu frá Neskaupstað að máli og spurði hvernig ferðin hefði verið. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 228 orð

Gátum varla sofið fyrir spennu

Ísfirðingar komu með 60 krakka á Andrésar andar-leikana að þessu sinni. Fjórir þeirra kepptu í flokki níu ára drengja. Þeir heita Gautur Ingi, Erlingur Fannar, Jón Ólafur og Þórður. Þeir eru allir að keppa á Andrésarleikunum í fyrsta sinn. "Við komum hingað með Otter-flugvél og vorum næstum farnir að æla á leiðinni. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 213 orð

Geir gerði samning við Montpellier

Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins og Íslandsmeistara Vals í handknattleik, samdi símleiðis við franska félagið Montpellier síðasta vetrardag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hann gerði samning til tveggja ára og á að vera mættur 24. júlí nk. þegar æfingar hefjast fyrir næsta tímabil. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 97 orð

Héðinn aftur heim og í viðræðum við FH-inga

HÉÐINN Gilsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur ákveðið að koma heim og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bendir allt til að hann gangi aftur til liðs við FH. Viðræður hafa staðið yfir að undanförnu og samningur er á borðinu en ekki hefur enn verið skrifað undir. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 163 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið Fylkir - Fram3:3Kristinn Tómasson, Aðalsteinn Víglundsson, Þórhallur Dan Jóhannsson - Atli

Reykjavíkurmótið Fylkir - Fram3:3Kristinn Tómasson, Aðalsteinn Víglundsson, Þórhallur Dan Jóhannsson - Atli Einarsson 2, Þorbjörn Atli Sveinsson. Litla bikarkeppnin Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 120 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið Laugardagur: B-deild Leiknisv.:Ármann - Leiknir15Leiknisv.:Valur - Fjölnir17Sunnudagur: A-deild

Reykjavíkurmótið Laugardagur: B-deild Leiknisv.:Ármann - Leiknir15Leiknisv.:Valur - Fjölnir17Sunnudagur: A-deild Laugardalur:Þróttur - Fylkir20Mánudagur: A-deild Laugardalur:ÍR - KR20Litla Bikarkeppnin Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 46 orð

Körfuknattleikur

Leikir aðfararnótt fimmtudags: Cleveland - Miami 90:79New Jersey - Atlanta99:104Washington - Orlando 123:117Indiana - Philadelphia 103:91Milwaukee - Boston 106:97Denver - Minnesota 106:81Utah - Houston 115:96Leikir aðfararnótt föstudags: Charlotte - New York86:91Chicago - Detroit120:105Dallas - Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 355 orð

"Leikar fyrir lífið"

EINKUNNARORÐ Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer í fyrra voru: "Leikar fyrir lífið". Þessi orð eiga vel við á Andrésar andar-leikunum sem voru settir á Akureyri á miðvikudagskvöld. Tæplega 900 krakkar á aldrinum sex til tólf ára mættu til leiks og þar af erlendir gestir frá Svíþjóð og Grænlandi. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 39 orð

Nafn leikmanns vantaði

Í blaðinu sl. fimmtudag birtist mynd af meisturum Grindvíkinga í minnibolta 11 ára drengja í körfuknattleik og féll niður nafn eins leikmannsins, Matthíasar Svanssonar, sem er annar frá hægri í fremri röð. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 65 orð

Rondey og Teitur áfram hjá Njarðvík

RONDEY Robinson, miðherji körfuknattleiksliðs Njarðvíkur undanfarin fimm ár, hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Íslandsmeistaranna. Hann hafði lýst því yfir að kominn væri tími til að breyta til og vildi reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu en snerist hugur og gerði eins árs samning. Sama á við um Teit Örlygsson en nokkur félög höfðu sýnt áhuga að fá hann. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 645 orð

Sigmar í sérflokki

SIGMAR Gunnarsson UMSB var í sérflokki og sigraði með yfirburðum í 80. Víðavangshlaupi ÍR á fyrsta sumardag. Er það þriðji sigur hans í hlaupinu í röð og sömuleiðis varð Anna Cosser ÍR fyrsta konan á mark þriðja árið í röð. Metþátttaka var í afmælishlaupinu, rúmlega 290 lögðu af stað og skiluðu 284 sér á mark. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 424 orð

Skíði

Andrésar andar leikarnir Stórsvig stúlkna, 7 ára og yngri. Tinna Dórey Pétursdóttir Hau.1.00,05Arna Rún Oddsdóttir, H1.00,30Rut Pétursdóttir, A1.01,25Kristín Hólm Reynisdóttir, A1.01,63Alexandra Tómasdóttir, Nes1.02,41Stórsvig drengja, 7 ára og yngri. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 187 orð

Veistu hver er stærsti vinningurinn?

"VEISTU hver er stærsti vinningurinn á Andrésar andar-leikunum? spurði einn skíðaþjálfarinn á Akureyri ungan keppanda sem var að undirbúa sig fyrir svigkeppnina á fimmtudaginn. "Nei," svaraði sá stutti og horfði undrandi á þjálfarann, sem sagði; "Það er að fá að taka þátt í þessari skíðahátíð, sigur skiptir ekki máli." Þessi orð þjálfarans eru í tíma töluð og það sem málið snýst um. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 205 orð

Víðavangshlaup ÍR Hlaupið fór fram í Reykjavík í fyrradag. Helst

Víðavangshlaup ÍR Hlaupið fór fram í Reykjavík í fyrradag. Helstu úrslit: Þriggja manna sveit karla: 1. FH19 stig2. UMSB20 stig3. UMSS22 stig5 manna sveit karla: 1. FH40 stig2. ÍR89 stig3. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 119 orð

Þjóð íþjálfunHEILSUEFLING (sem er sa

HEILSUEFLING (sem er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytis og landlæknisembættis um forvarnir og bætta lífshætti), samtökin Íþróttir fyrir alla og framkvæmdanefnd heimsmeistarakeppninnar í handknattleik á Íslandi hafa tekið höndum saman um að hvetja þjóðina til þjálfunar í tengslum við HM á Íslandi. Um er að ræða átaksverkefni sem stendur í þrjár vikur. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 859 orð

Þol, styrkur, liðleiki

Ágætu landar! Við Íslendingar höfum náð ágætum árangri á mörgum sviðum. Höfum átt sterkasta og fegursta fólk heims, heimsmeistara í skák og bridge, nóbelsverðlaunaskáld, náð 4. sæti í handknattleik á Ólympíuleikum, já og líklegt er að við lifum lengur en flestir aðrir í þessum heimi. Sem stendur eigum við að vísu heimsmet í nokkrum ósiðum, s.s. sælgætisáti. Því þarf að breyta. Meira
22. apríl 1995 | Íþróttir | 4 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

22. apríl 1995 | Úr verinu | 280 orð

Mótframboð í mótmælaskyni

STJÓRN SÍF hf. var öll endurkjörin nema hvað Ari Þorsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA á Akureyri, var kosinn í stað forvera síns í starfi, Jóns Þórs Gunnarssonar sem farinn er til starfa erlendis. Nokkur undiralda var á fundinum vegna hlutabréfakaupa fjárfesta í félaginu undanfarna daga og vikur, m.a. verðbréfamarkaðar Skandia og Hafnarbakka, dótturfélags Eimskipafélagsins. Meira
22. apríl 1995 | Úr verinu | 483 orð

SÍF eykur verðmæti útfluttra afurða um 18%

REKSTUR Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda hf. og dótturfyrirtækja þess gekk vel á árinu 1994 og jukust umsvif SÍF töluvert. Hagnaður SÍF eftir reiknaða skatta nam 164 milljónum, arðsemi eigin fjár var 24,1% og arðsemi hlutafjár 34,4%. Gengi hlutabréfa í SÍF hf. hefur hækkað verulega frá áramótum og var í byrjun apríl um 140% hætta en á sama tíma fyrir ári. Meira
22. apríl 1995 | Úr verinu | 488 orð

Stöðugleikanum í sjávarútvegi verði ekki fórnað

"NÚVERANDI fiskveiðistjórnunarkerfi er ein af forsendunum fyrir því, að margnefndur og margrómaður stöðugleiki hefur náðst. Þetta kerfi er einnig meginforsendan fyrir þeirri hagræðingu, sem fyrirtækin sjálf hafa náð á undangegnum misserum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

22. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 202 orð

Áburðarverksmiðjan

Áburðarverksmiðja ríkisins hefur nú ekki lengur einkaleyfi til aðframleiða og selja áburð hér á landi og keppir við tvö önnur fyrirtækií áburðarútboði, sem Ríkiskaup hafa efnt til fyrir Landgræðslu ríkisins. Árið 1935 var fyrst lagt fram lagafrumvarp um áburðarverksmiðju, en það náði ekki fram að ganga og heldur ekki annað frumvarp 1947. Meira
22. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 232 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt suðvestur af landinu er 1.035 mb hæðarsvæði, sem þokast austsuðaustur. Yfir Grænlandssundi er lægðardrag sem fer heldur vaxandi í bili og mun þokast austur. Spá: Vestlæg átt, gola eða kaldi, skýjað og smá slydduél norðvestanlands en annars víðast þurrt. Meira

Lesbók

22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

Abbado áfram við stjórnvölinn

ÍTALINN Claudio Abbado, stjórnandi Berlínarfílharmóníunnar, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við hljómsveitina um sjö ár, fram til ársins 2002. Með þessu festir Abbado sig í sessi sem einn af áhrifamestu mönnunum í þýsku tónlistarlífi. Hann varð stjórnandi hljómsveitarinnar árið 1990 og gekk samstarfið brösuglega fyrstu árin. Þeir örðugleikar eru nú hins vegar að baki. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1449 orð

Ástin í lífi Simone de Beauvoir

Simone de Beauvoir er heimskunn bæði sem rithöfundur og manneskja. Í verkum hennar sem mörg eru sjálfsævisöguleg birtist hún skarpgreind, hámenntuð, sjálfstæð og frjáls kona sem nýtti hverja mínútu til andlegrar athafnasemi. Hún varð holdtekja nútímakonunnar, laus úr viðjum hefðbundinna kvenhlutverka. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 177 orð

efni 22. apríl

Yngvildur Þorgilsdóttir Oddasonar er ein af hinum mikilfenglegu konum Íslandssögunnar og Björn Þórðarson taldi hugsanlegt að hún væri fyrirmynd Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 829 orð

Fingralokkur og fúgulist

6 Partítur, BWV 825­830. Christopher Czaja Sager, píanó. Upptaka: DDD, Amsterdam 7/1993. Lapwing Artist Issue LAI 893­111­2. Lengd alls (2 diskar): 60:50. Verð: 2.999 kr. ARTHUR C. Clarke lýsir í vísindaskáldsögunni "2001" einsemd Bowmans geimfara á leið til Júpíters. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

Fjórtán kerti

Krossfestur ertu, Kristur, á altari kirkjunnar hér í Súðavík og sóknarbörn þín í svörtum snjónum, svörtum sorgarsnjónum. Við, sem eftir stöndum, byggjum upp nær þér, færumst nær þér, leiðtoga lífsins, sem sagðir og segir: "Ég lifi og þér munuð lifa." Já, þú lifir, Kristur, og börnin sem þú blessar. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1663 orð

Hvað bjóðum við börnunum?

ÞETTA er í fjórða sinn sem undirrituð gerir tilraun til að draga saman yfirlit yfir barnabókaútgáfu næstliðins árs. Tilgangur yfirlitsgreinar af þessu tagi er þó ekki að gefa einstökum bókum umsögn. Fyrst og fremst er verið að skoða afrakstur liðins árs, leita að einhvers konar tilhneigingum, benda á það sem vekur athygli og skoða þá þróun sem orðið hefur. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 822 orð

Ísland, Ísland; ek vil syngja!

Karlakór Reykjavíkur fer jafnan á kreik á þessum árstíma og síðustu vikuna í apríl efnir hann til fimm tónleika á höfuðborgarsvæðinu. Orri Páll Ormarsson ræddi við tvo kórfélaga um tónleikana, geislaplötuútgáfu og utanlandsferðir. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3867 orð

Íslenskar bækur og handrit í Norður-Ameríku

Áfyrstu öldum bókagerðar á Íslandi eða fram um 1600 var notað endingargott efni, kálfskinn, til að skrifa á. Þegar efni er dýrt vanda menn það sem þeir skrifa og þess vegna voru það góðar bókmenntir sem menn settu á skinn. Í þessu efni getum við tekið forfeðurna til fyrirmyndar. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1378 orð

Íslensk listakona í Japan

KRISTÍN Newton er orðin þekkt glerlistakona víða um heim þrátt fyrir ungan aldur. Hún er enn sem komið er því miður ekki svo kunn sem skyldi í einu átthagalandi sínu, Íslandi, en hún vekur engu að síður forvitni Íslendings fyrir margra hluta sakir. Ef við byrjum að gera litríkum uppruna hennar skil leit hún fyrst dagsins ljós í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 431 orð

Kirkjuverk Mozarts

Kór Hafnarfjarðarkirkju og Kammersveit Hafnarfjarðar ásamt einsöngvurum munu um helgina flytja fjögur af kirkjuverkum Mozarts. Verkin eru valin með það í huga að sýna þverskurð af verkum tónskáldsins. Kirkjutónlist á dögum Mozarts í Salzburg átti sér langa hefð. Allt frá sextándu öld hafði tónlistin í Salzburg verið í miklum blóma. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 436 orð

Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir Studio Granda, Ísl. abstraktlist og Tómas Magnússon til 7. maí. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maí. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgríms til 7. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu steinar til 1. júní. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 710 orð

Kuldi og hiti í norðri og suðri

NORÐRIÐ er í augum Spánverja tákn kuldans. Spánverjum verður því tíðrætt um kulda þegar þeir ræða við og um Norðurlandabúa. Skáldið Luis García Montero frá Granada sem skrifar inngang að bókinni Norrænar smásögur í hundrað ár sem komin er út hjá Ediciones de la Torre í Madríd leggur út af kuldanum í umfjöllun sinni um norrænar bókmenntir. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3441 orð

"Kvikmyndaöld" gengur í garð

ÍSLENDINGAR stóðu agndofa frammi fyrir nýrri tækni þar sem voru kvikmyndirnar. Það var þó ekki fyrr en árið 1903 að þeir komust í nána snertingu við þær, en þá um sumarið voru tveir útlendingar á ferð um landið, þeir Fernander og Hallseth, Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð

Leiðrétting

Í ljóði Sigurjóns Guðjónssonar, Atlantis, sem birtist í Lesbók 1. apríl sl.varð sú meinlega villa, að í 8. ljóðlínu aftan frá stendur: "trégrófi bundin", en ´a að vera "tregrofi bundin". Leiðréttist það hér með og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 216 orð

Nýr gulldrengur óperunnar

EIN af nýjusta vonarstjörnum óperuheimsins hefur nú lokið við að syngja inn á fyrsta geisladisk sinn. Það er Chilebúinn Tito Beltrán, sem svo miklar vonir hafa verið bundnar við að hann hefur verið sagður arftaki Pavarottis og líkt við Caruso og Gigli. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1401 orð

Óþægileg og ögrandi verk Bruce Naumans

MÖRGUM gestinum sem gengur inn á yfirlitsýninguna á verkum Bruce Naumans sem stendur yfir í Nútímalistasafninu í New York um þessar mundir, bregður illilega í brún, og einhverjir hrökklast öfugir út þaðan aftur. Verkin eru bæði ólík og undarleg. Frá sumum þeirra berst þungur dynur, skerandi ískur frá öðrum, einhver blikka eða öskra. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 767 orð

Pilsaþytur ogbuxnabarátta

Það er ekki ofsögum sagt af því að allt er forvitnilegt í mannlífinu. Það vekur margt umhugsun varðandi mannveruna og þroskaferil hennar í straumi tímans. Eitt af því sem blasir við augum manna, hvar sem þeir búa á landinu, er að konur ganga almennt í buxum. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 391 orð

Pólsk söngkona í Gerðarsafni

LÍKLEGAST er það ekki á hverjum degi sem Íslendingar fá að heyra sönglög eftir Chopin á frummálinu, pólsku. En í dag kl. 17 gefst tónlistarunnendum kostur á að hlýða á pólsku mezzosópransöngkonuna Alinu Dubik í Gerðarsafni. Alina er mikil tungumálamanneskja og flytur lög frá sex þjóðlöndum á jafn mörgum tungumálum. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 430 orð

Safnarar snúa sér að ljósmyndum

TVEIR ákafir listunnendur í New York buðu fyrir skömmu 140.000 dali fyrir tískuljósmynd frá fjórða áratugnum, sem er sexfalt það verð sem hún var metin á. Þetta er til marks um breytta markaðsstöðu ljósmynda, sem njóta æ meiri vinsælda og seljast, rétt eins og málverk, fyrir himinháar upphæðir hjá þekktustu uppboðshöldurum heims. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 130 orð

SULTUR Bragi Sigurjónsson þýddi.

Ég mæti sem skuggi meðal fólks og sest við hlið hvers og eins. Enginn sér mig, en öllum bregður og vita að ég er viðstaddur. Þögn mín er þögn umskipta, sem loka leikvöllum barna; hún líkist hitafalli lágnættis, þegar lífið dregur andann í öngviti. Herir gera innrásir, ræna og rupla. Fallbyssur þruma um lönd og lög. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2560 orð

Sumar milli sanda

Sveitir milli sanda eru þær byggðir Vestur-Skaftafellssýslu stundum nefndar sem eru milli Mýrdalssands og Skeiðarársands. Í suðri brotnar Atlantshafið á lágri strönd og þar eru hvarvetna breiðir sandar með sjó, en að baki lágum byggðarfjöllum leynast megineldstöðvar og stórjöklar sem skipta veðrum milli suðurstrandar og Norðurlands. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

Söguslóðir á mölinni

Af tæknilegum ástæðum varð að fella niður heimildaskrá auk neðanmálsgreina með grein Jóns Karls Helgasonar í Lesbók 1. apríl sl. og því er hún birt hér. Heimildir Adolf Friðriksson. 1994. "Sannfræði íslenskra fornleifa," Skírnir 168 (haust): 346-76. Arngrímur Jónsson. 1951-1957. Opera Latine Conscripta. Ritstj. Jakob Benediktsson. 4 bindi. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 764 orð

Unglingavandamál eða fullorðinna vandi?

ÞJÓÐMÁLAÞANKARUnglingavandamál eða fullorðinna vandi? Það er félagsleg skylda kennara í ýmsum framhaldsskólum að fara út með nemendum sínum á árshátíð eða dimmission. Oft eru þetta ánægjulegar kvöldstundir og öll hegðun hópsins til fyrirmyndar. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 910 orð

Uppreisn öreiganna

HVAÐA dagur er eiginlega í dag?" spyr aumingja Giovanni áður en tjaldið fellur og ekki að ósekju því atburðarásin sem á undan er gengin hefur verið með þvílíkum ólíkindum að það hálfa væri nóg. Allar konurnar í hverfinu - frá 8 ára til 84 ára - eru ófrískar af tvíburum og jafnvel herlögreglan er orðin gild undir belti. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 4114 orð

Yngvildar sagaÞorgilsdóttur

Íupphafi Sturlu sögu í Sturlungusafninu er Yngvildur talin upp sem fimmta barn Þorgils Oddasonar, mikils höfðingja er deildi við Hafliða Másson. Færð hafa verið líkindi til þess að hún sé fædd um 1130. Yngvildur ólst upp á Staðarhóli hjá föður sínum. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

Þýzkur iðrunarsálmur Þórarinn Eldjárn þýddi

Dag einn þá var boðskapur oss að ofan sendur oss uppálagt að Danzig þeim færðum í hendur. Vér héldum inn í Pólland og allra síst vér svikum því sigur þar vér hrepptum á þrem vikum. Hjálpi' oss drottinn. Dag einn þá var boðskapur oss að ofan sendur oss uppálagt að Frakkland þeim legðum í hendur. Meira
22. apríl 1995 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

(fyrirsögn vantar)

SÝNINGAR standa nú yfir í London á útgáfu Frank McGuinness af "Vanja frænda", sem er sögð afar stílfærð útgáfa verksins eftir Anton Tsjekov. Það er írski leikarinn Stephen Rea sem fer með aðalhlutverkið en leikstjóri er Peter Gill. Nýlega var opnuð í Boymans-van-Beuningen safninu í Rotterdam sýning á austurlensku postulíni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.