Greinar sunnudaginn 7. maí 1995

Forsíða

7. maí 1995 | Forsíða | 121 orð

Afstýrðu gasárás

STARFSMENN neðanjarðarlestarinnar í Tókýó komu í fyrrakvöld í veg fyrir blásýrugasárás, sem hefði getað drepið allt að 20.000 manns. Er óttast, að þessi atburður tengist taugagasárásinni 20. mars sl. Starfsmennirnir fundu tvo plastpoka inni á karlaklósetti á Shinjuku-stöðinni og voru þeir með efnum, sem mynda blásýrugasið. Meira
7. maí 1995 | Forsíða | 132 orð

Allsber í flugið

KOMINN er á markað vestur í Bandaríkjunum skyggnir eða skanni til nota í flughöfnum og er hann þeim kostum búinn, að hann sér í gegnum fatnað - en ekki lengra. Flugfarþegar verða því að búa sig undir að skilja tepruskapinn eftir heima því að öryggisverðirnir munu sjá þá stríplast allsbera í gegnum hliðið. Meira
7. maí 1995 | Forsíða | 133 orð

Allsber í flugið

7. maí 1995 | Forsíða | 530 orð

Chirac sigurstranglegri en Jospin hefur sótt á

FRAKKAR ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta, sem taka mun við af Francois Mitterrand, sem gegnt hefur embætti í fjórtán ár eða lengst allra forseta Frakklands. Tæplega 40 milljónir manna eru á kjörskrá og er búist við að fyrstu tölur verði birtar klukkan átta í kvöld að staðartíma. Meira

Fréttir

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 193 orð

45 bændur heiðraðir fyrir framleiðslu úrvalsmjókur

ALLS voru 45 framleiðendur heiðraðir fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk á síðasta ári og er um töluverða fjölgun að ræða milli ára en 29 framleiðendur voru heiðraðir í fyrra. Flokkun mjólkur hjá Mjólkursamlagi KEA var mjög góð á síðasta ári, tekin voru sýni vikulega vegna heildargerlatölu mjólkurinnar og fóru 99,14% í fyrsta flokk. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 347 orð

6.789 skráðu sig í gestabók á Þverfellshorni

AÐALFUNDUR Ferðafélags Íslands var haldinn að Mörkinni 6 fyrir nokkru. Forseti félagsins Páll Sigurðsson setti fundinn og greindi frá starfi Ferðafélagsins árið 1994. Nýr gönguskáli var settur niður í Hrafntinnuskeri í september sl. stærri og betur búinn en gamli skálinn. Í húsinu er rafljós og þar er hitað upp með jarðhita. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 448 orð

Andstæð stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála

HÆSTIRÉTTUR mun á næstunni kveða upp dóm í máli þar sem Sigurður G. Guðjónsson hrl. krefst þess að dómur sem dómarafulltrúi við Héraðsdóm Austurlands kvað upp verði ómerktur og málinu vísað til nýrrar meðferðar. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 730 orð

Áherslan lögð á virðingu kvenna

ALÞJÓÐADAGUR Rauða krossins er á morgun um allan heim og er yfirskrift þessa árs í starfi samtakanna virðing kvenna. Félagasamtök sem sinna mannúðarmálum hafa í æ ríkara mæli opnað augun fyrir mikilvægi þess að konur séu þátttakendur í skipulagi og framkvæmd neyðar- og þróunaraðstoðar, Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Bilun í einum hreyfli og 173 manns um borð

LOCKHEAD Tristar farþegaþota bandaríska flugfélagsins Delta Airways, á leið frá Cincinatti til Parísar, lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, eftir að vinstri hreyfill vélarinnar stöðvaðist. Þegar bilunin varð, var flugvélin um klukkustundar flug suður af landinu. 160 farþegar voru um borð og 13 manna áhöfn. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 39 orð

Bilun í prentvél

VEGNA bilunar í prentvél lauk prentun laugardagsblaðs Morgunblaðsins ekki fyrr en laust fyrir hádegi í gær. Af þessum sökum fór dreifing blaðsins verulega úr skorðum. Morgunblaðið biður kaupendur velvirðingar á þeirri röskun sem af þessu hlaust. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð

Borgarstjóri mætti á fundi hjá keppinautunum

KRISTÍN Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í grein í nýjasta tölublaði Veru. Kristín skrifar þar um stöðu Kvennalistans eftir kosningarnar og fjallar meðal annars um áhrif þátttöku í Reykjavíkurlistanum á gengi flokksins. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Dagbók Háskóla Íslands fyrir vikuna 7.-14. maí: Þriðjudagur 9. maí: Í boði rannsóknastofu í kvennafræðum flytur Kelley Johnson, kennari við Háskólann í Melbourne í Ástralíu, opinberan fyrirlestur sem kallast "The Women on the Hill: An Ethnographic Study of Institutionalized Women." Stofa 101 í Odda, kl. 17:15. Allir velkomnir. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 604 orð

Dautt á hreyfli en engin hætta á ferðum

EITT hundrað og sextíu farþegar og þrettán manna áhöfn voru um borð í Lockhead-þotu bandaríska flugfélagsins Delta, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með bilaðan hreyfil. Tuttugu farþegar héldu strax til Glasgow með Flugleiðavél, en aðrir áttu að fara úr landi síðdegis með annarri vél Flugleiða. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 306 orð

Flug á milli Búða og Reykjavíkur

DAGLEGAR flugferðir Íslandsflugs á milli Reykjavíkur og Búða á Snæfellsnesi hefjast nú um helgina. Ferðirnar eru á vegum Íslandsflugs og Hótels Búða, sem verður opnað um helgina eftir vetrarlokun. Auk ferða á milli staðanna verður boðið upp á útsýnisflug yfir Snæfellsnesið, að sögn Victors Heiðdals Sveinssonar staðarhaldara á Búðum. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 311 orð

Flug á milli Búða og Reykjavíkur

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fyrirlestur og námskeið Gloriu Karpinski

GLORIA Karpinski verður með fyrirlestur og námskeið á Íslandi dagana 11.­21. maí. Hún hefur starfað sem kennari og andlegur leiðbeinandi víðsvegar um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Japan og Íslandi. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fyrirtæki bæta við fólki

FLEIRI atvinnuauglýsingar eru í Morgunblaðinu í dag en verið hefur um langt skeið, eða 86. "Atvinnuástandið hefur verið að glæðast eftir kosningar," sagði Katrín Óladóttir, ráðningarstjóri hjá Hagvangi. "Það er eins og einhver sókn sé hjá fyrirtækjum almennt. Þau sjá ef til vill fram á aukinn stöðugleika í efnahagslífinu. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fyrirtæki bæta við fólki

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Gjald fyrir að kafa

NÝLEGA var sett reglugerð um gestagjöld á Þingvöllum. Þar er Þingvallanefnd heimilað að innheimta sérstakt gjald af köfurum, 1.000 krónur á dag eða 5.000 krónur á ári. Að sögn séra Sigurðar Árna Þórðarsonar á Þingvöllum þótti ástæða til að setja köfunargjaldið vegna aukins eftirlits með búnaði og kunnáttu kafara sem koma til Þingvalla. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 745 orð

Hámarksflugvakttími verði 12 stundir stundir

FLUGMÁLAYFIRVÖLD í Evrópu, JAA, hafa að undanförnu unnið að setningu nýrra og samræmdra reglna um flugrekstur og eiga þær að taka gildi árið 1997. Í þeim eru meðal annars ákvæði um flugtíma sem JAA vill rýmka en Alþjóðasamtök flugmannafélaga, IFALPA, hafa mótmælt. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Háskólafyrirlestur Rannsóknastofu í kvennafræðum

KELLEY Johnson, kennari við Háskólann í Melbourne í Ástralíu, flytur þriðjudaginn 9. maí opinberan fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist "The Women on the Hill: An Ethnograpic Study of Institutionalized Women". Hann byggir á 4 ára etnógrafískri rannsókn sem Kelley Johnson hefur nýlega lokið. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

ingvallavatn Gjald fyrir að kafa

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Írskur bátur byrjaður að veiða

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Írskur bátur byrjaður að veiða

GÓÐ veiði var hjá íslenzku skipunum í Síldarsmugunni í gær, laugardag. Um fimmtán skip voru að veiðum um hádegisbil, nokkur á heimleið með fullfermi og að minnsta kosti tvö á leið á miðin. Alls hafa 24 skip farið til veiða í smugunni. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

"Keppnisandi kominn í stelpurnar"

MARGRÉT Skúladóttir Sigurz Fegurðardrottning Íslands 1994 tekur nú þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú alheimur sem fram fer í borginni Windhoek í Namibíu. Margrét segir í samtali við Morgunblaðið að stífar æfingar hafi verið undanfarna daga og flestir spái fegurðardrottningum Venezúela, Kolumbíu og Spánar góðu gengi. Meira
7. maí 1995 | Erlendar fréttir | 402 orð

Kosningaósigur veikir stöðu Majors

BRESKI Íhaldsflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales á fimmtudag en þá var tekist á um 12.000 sæti. Missti hann nærri helming þeirra 4.100 sæta, sem hann hafði haft, og meirihluta í 53 sveitarfélögum. Ræður hann nú aðeins átta sveitarfélögum í Englandi og engu í Skotlandi og Wales. Ekki var kosið í London. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Kærði fyrir húsbrot og áreitni

KONA hefur kært karlmann fyrir að hafa farið inn á heimili sitt um síðustu helgi og leitað á sig. Konan vaknaði við að maðurinn hafði háttað og lagst upp í rúm við hlið hennar, en þegar hún æpti klæddi hann sig og fór. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Kærði fyrir húsbrot og áreitni

7. maí 1995 | Erlendar fréttir | 126 orð

Lostafullar geimverur

UPP er komið heldur sérkennilegt mál við læknaskólann í Harvard í Bandaríkjunum. Snýst það um sálfræðiprófessor við skólann, dr. John Mack, og metsölubók eftir hann en þar eru viðtöl við fólk, sem segir, að verur utan úr geimnum, hin mestu kríli á vöxt, stóreygar og gráar á lit, hafi rænt sér og neytt til kynmaka við sig. Meira
7. maí 1995 | Erlendar fréttir | 127 orð

Lostafullar geimverur

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 581 orð

Meirihluti geri grein fyrir stefnu í launamálum

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á áskorun vagnstjóra Strætisvagna Reykjavíkur um að meirihluti borgarráðs gerði grein fyrir stefnu sinni í launamálum á fundi borgarstjórnar síðastliðinn fimmtudag. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Minningarguðsþjónusta og minningarathafnir

MINNINGARGUÐSÞJÓNUSTA og minningarathafnir í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar verða haldnar í Reykjavík á sunnudag og mánudag. Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni hefst með ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á sunnudaginn kl. 11. Hr. Ólafur Skúlason, biskup Íslands, sér um predikun og með honum þjóna dómkirkjuprestarnir sr. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 284 orð

Misskilningur að rotvarnarefni séu notuð í bjór

BALDVIN Valdimarsson framkvæmdastjóri Viking hf. á Akureyri segir það mikinn misskilning að innlendir bjórframleiðendur noti rotvarnarefni í sína framleiðslu eins og fram hafi komi í máli Þorsteins Halldórssonar innflytjenda Bitburger-bjórs, en þar dró Þorsteinn mjög í efa að innlendur bjór væri sambærilegur að gæðum og sá innflutti, geymsluþol hans væri minna og í hann bætt rotvarnarefnum. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Morgunblaðið Bilun í prentvél

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Nefndin er mjög nýtur vettvangur

Úthafsveiðinefnd ríkisstjórnarinnar hefur verið starfandi síðan haustið 1993 og hefur verið samstarfsvettvangur stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka í úthafsveiðimálum. NEFNDIN er skipuð fulltrúum þingflokka og stærstu hagsmunasamtaka í sjávarútvegi. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Nýtt bílaverkstæði

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Nýtt bílaverkstæði

NÝLEGA opnaði Brynjólfur Wium Karlsson, bifvélavirkjameistari, nýtt verkstæði á Kársnesbraut 100 í Kópavogi sem hann rekur undir nafninu Áfram gengur hjá Binna. Þar mun Brynjólfur annast alla venjulega þjónustu við bifreiðaeigendur, viðgerðir og viðhald. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Ofsaakstur á óskráðu hjóli

Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson LÖGREGLAN í Reykjavík elti ökumann á mótorhjóli um borgina vegna ofsaaksturs og afstungu á tíunda tímanum á föstudagskvöld. Ökumaðurinn var á mjög öflugu óskráðu og ótryggðu keppnishjóli, hann var réttindalaus og hafði útbúið númeraplötur sjálfur. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Seldu fleiri lítra en í fyrra

FLEIRI bensínlítrar voru seldir í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra í sjálfsafgreiðslustöðvum Skeljungs við Miklubraut. Stöðvarnar eru tvær og bjóða einvörðungu upp á sjálfsafgreiðslu og hafa viðskiptavinir þeirra getað dælt bensíni, sem er 1,20 krónum ódýrara á lítra, á bíla sína í rúman mánuð. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur

MÁNAÐARNÁMSKEIÐ verður haldið á vegum Aikido-klúbbsins fyrir allar þær konur sem vilja nýta sér kvenlega ímynd til sjálfsstyrkingar. Sjálfsvarnartæknin er byggð á mjúkri hreyfingu sem hæfir konum á öllum aldri. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 9. maí kl. 18.30 og er mæting í Steinabæ, Laugardalsvelli, í íþróttasal stúkunnar (gengið inn við enda stúkunnar). Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 296 orð

Skekkir samkeppnisstöðuna

SVEINN Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist ekki trúa öðru en breyting verði gerð á áfengislögunum á komandi vorþingi í þá veru að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verði afnumin og ÁTVR hætti í kjölfarið innflutningi og umsýslu með bjór. Núverandi fyrirkomulag skekki samkeppnisstöðuna innlendum framleiðendum í óhag. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Staða og starfshættir á Leikmannastefnu

LEIKMANNASTEFNA íslensku þjóðkirkjunnar var haldin í Digraneskirkju í Kópavogi dagana 22. og 23. apríl sl. og er þetta 9. ráðstefna sem haldin er. Þar hittast fulltrúar úr öllum prófastsdæmum landsins og fulltrúar frá kristilegum leikmannahreyfingum en biskup Íslands boðar til stefnunnar. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Starfshópur um jafnréttismál

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp á vegum fjármálaráðuneytisins, sem kanna á framkvæmd jafnréttismála í ráðuneytinu og ríkisstofnunum, sem undir það heyra í tollgæzlu og skattkerfi. Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Varði doktorsritgerð í líffræði

LAUFEY Þóra Ámundadóttir varði í febrúar síðastliðnum doktorsritgerð í sameindalíffræði við frumulíffræðideild Georgetownháskóla í Washington, D.C., Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist "The Interaction of Transforming Growth Factor [TGF(] with c-Myc and Neu in Mouse Mammary and Salivary Gland Thumorigenesis". Meira
7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

Varði doktorsritgerð í líffræði

7. maí 1995 | Innlendar fréttir | 388 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSLENSK og færeysk stjórnvöld komust aðfaranótt föstudags að samkomulagi um að setja sér einhliða 250.000 tonna veiðikvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum í eigin lögsögu og Síldarsmugunni. Þetta samkomulag var gert eftir að slitnaði upp úr viðræðum við Norðmenn og Rússa á fimmtudag um kvótaskiptingu og veiðistjórnun. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 1995 | Leiðarar | 603 orð

AFHROÐ BREZKA ÍHALDSFLOKKSINS HALDSFLOKKURINN

AFHROÐ BREZKA ÍHALDSFLOKKSINS HALDSFLOKKURINN beið afhroð í sveitarstjórnakosningunum í Bretlandi síðastliðinn fimmtudag. Flokkurinn hefur aldrei fengið minna fylgi í kosningum til sveitarstjórna, eða 25%, og missti 2.500 sæti í borgar- og héraðsstjórnum. Verkamannaflokkurinn vann hins vegar stórsigur og fékk 48%. Meira
7. maí 1995 | Leiðarar | 1931 orð

ÍSÍÐASTA TÖLUBLAÐI TÍMAritsins Vísbendingar er fjallað um sj

ÍSÍÐASTA TÖLUBLAÐI TÍMAritsins Vísbendingar er fjallað um sjávarútvegsstefnu Morgunblaðsins á þann veg, að augljóst er, að hún hefur ekki komizt til skila til forráðamanna tímaritsins. Þar segir m.a.: "Ritara Reykjavíkurbréfa Morgunblaðsins verður tíðrætt um sjávarútvegsmál í skrifum sínum. Meira

Menning

7. maí 1995 | Fólk í fréttum | 159 orð

Afmæli hjá systrunum

Það er ekki algengt að kvenfólk selji höggdeyfa og boddíhluti, framleiði hljóðkúta og flytji inn pústkerfi, en það gera systurnar þrjár í Fjöðrinni, Sigríður, Pálína og Bára Sigurbergsdætur. Á dögunum varð fyrirtækið Fjöðrin fjörutíu ára og í tilefni þess buðu þær systur til fagnaðar í húsakynnum fyrirtækisins að Skeifunni 2. Meira
7. maí 1995 | Tónlist | 540 orð

Ánægja á báða bóga

Einleikari á píanó Izumi Tateno, hljómsveitarstjóri Jerzy Maksymiuk. Fimmtudagurinn 4. maí 1995. PRELÚDÍA og fúga eftir Benjamin Britten mun hafa verið skrifuð fyrir frægan strokhljóðfærahóp, Boyd Neel-strengjasveitina, sem var fámennur hópur framúrskarandi hljóðfæraleikara. Verkið er undirrituðum óþekkt, en hér reynir mikið á hvern einstakan hljóðfæraleikara. Meira
7. maí 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness verða afhent í fyrsta sinn í haust. Bókaforlagið Vaka-Helgafell stofnaði til verðlaunanna í samráði við fjölskyldu skáldsins. Megintilgangur Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenskrar frásagnarlistar. Meira
7. maí 1995 | Menningarlíf | 114 orð

Fullnaðarprófstónleikar í Gerðarsafni

TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar gengst fyrir tónleikum í Gerðarsafni í Kópavogi nk. þriðjudagskvöld 9. maí kl. 20.30. Einleikari á tónleikunum er Ingibjörg Guðlaugasdóttir básúnuleikari og eru tónleikarnir síðari liður fullnaðarprófs hennar frá tónlistarskólanum. Meira
7. maí 1995 | Fólk í fréttum | 103 orð

lduselsskóli bar sigur úr býtum

7. maí 1995 | Menningarlíf | 132 orð

Skólaári Tónlistarskóla Rangæinga að ljúka

FRÁ Tónlistarskóla Rangæinga hafa 75 nemendur lokið stigsprófum á ýmis hljóðfæri og í einsöng og fyrsti nemandinn hefur lokið 8. stigi frá skólanum, en það er Anna Magnúsdóttir sem því lauk á píanó með tónleikum sem hún hélt í sal skólans 10. apríl síðastliðinn. Einnig lauk einn nemandi 6. stigi á píanó og sjö nemendur luku 5. stigi, þrír á píanó, þrír í söng og einn á þverflautu. Meira
7. maí 1995 | Menningarlíf | 129 orð

Styrkir úr Leiklistarsjóði Brynjólfs

NÝLEGA voru veittir styrkir úr Leiklistarsjóði Brynjólfs Jóhannessonar. Sjóðurinn verður 25 ára á þessu ári, en hann var stofnaður árið 1970 af Brynjólfi Jóhannessyni. Kristján Franklín Magnús og Sigurþór Albert Heimisson hlutu styrkina að þessu sinni. Meira
7. maí 1995 | Fólk í fréttum | 96 orð

Söngur og gleði á fjölskylduskemmtun

ÞINGSTÚKA Reykjavíkur stóð fyrir fjölskylduskemmtun á sumardaginn fyrsta í Vinabæ. Kynnir var Edda Björgvinsdóttir sem brá sér bæði í gervi Bellu og Túrhillu Johanson frá Færeyjum. Auk þess var margt sem gladdi augað. Meira
7. maí 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Vínarlög og ítölsk lög

SAMKÓR Kópavogs heldur árlega vortónleika í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, mánudaginn 8. maí kl. 20.30. Á efnisskrá eru lög eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Vínarlög og ítölsk lög. Einsöngvarar með kórnum eru Katrín Sigurðardóttir sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór. Píanóleikari er Hólmfríður Sigurðardóttir og stjórnandi kórsins er Stefán Guðmundsson. Meira
7. maí 1995 | Menningarlíf | 79 orð

Vínarlög og ítölsk lög

7. maí 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Vorhátíð í Grafarvogi

7. maí 1995 | Menningarlíf | 59 orð

Vorhátíð í Grafarvogi

SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafarvogs heldur vorhátíð sína í dag, sunnudag, kl. 14 í hátíðarsal Húsaskóla. Hljómsveitarfélagar eru nú fimmtíu og leika allir á hátíðinni. Efnisskráin er bæði hefðbundin "brass band" tónlist svo og einleikur á hin ýmsu hljóðfæri við píanóundirleik. Píanóleikari er Jóhannes Andreasen og hljómsveitarstjóri Jón E. Hjaltason. Meira
7. maí 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur

KARLAKÓR Keflavíkur heldur sína árlegu styrktarfélagstónleika í Njarðvíkurkirkju mánudaginn 8. maí og sunnudaginn 14. maí nk. kl. 20.30. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir fimmtudaginn 4. maí í Grindavíkurkirkju. Söngstjóri er Vilberg Viggósson og undirleikari eiginkona hans Agota Joó, undirleikari á harmoniku er Ásgeir Gunnarsson. Meira
7. maí 1995 | Menningarlíf | 51 orð

Vortónleikar Tónlistarskólans

ÁRLEGIR vortónleikar nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík verða í Íslensku óperunni mánudaginn 8. maí og hefjast kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og verða flutt verk eftir Prokoffiev, Chopin, Rachmaninoff, J.S. Bach, Debussy, Wieniawsky, Mozart, Fauré, Boccherini, Sjostakovitsj, Racine, Fricker, Brahms, Haydn og Guy Roparz. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Meira
7. maí 1995 | Fólk í fréttum | 98 orð

Ölduselsskóli bar sigur úr býtum

SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld voru haldin úrslit í mælskukeppni grunnskóla Reykjavíkur í Hólabrekkuskóla. Til úrslita kepptu Árbæjarskóli og Ölduselsskóli og umræðuefnið var: "Á að leggja niður félagsstarf í skólum." Áhorfendur skemmtu sér konunglega á keppninni, enda var margvíslegum rökum haldið á lofti af báðum liðum þetta kvöld. Meira

Umræðan

7. maí 1995 | Velvakandi | 303 orð

Neyslumynstur og siðmenningarhefð

Neyslumynstur og siðmenningarhefð Jóni K. Guðbergssyni: SÉRKENNILEGA skemmtilegur pistill birtist í dálkum Víkverja fyrir nokkru. Þar er veist að þeim vitleysingum á Norðurlöndum sem halda "að áfengi sé hættulegt eiturefni". Meira
7. maí 1995 | Velvakandi | 485 orð

Viðsjárverðir tímar

Fátt er brýnna á þeim upplausnartímum er við nú lifum en þroskavænlegt starf í þágu æsku landsins. Lengi býr að fyrstu gerð og það skiptir máli að sú kynslóð sem nú vex úr grasi og gengur senn til ábyrgðarstarfa fyrir land og þjóð fái það veganesti út í lífsbaráttuna sem best reynist. Nógir eru um að vilja veita þá leiðsögn og ekki er það allt til fyrirmyndar, öðru nær. Meira
7. maí 1995 | Velvakandi | 168 orð

Vináttuverkefni á skóladagheimilinu Ástúni

Vináttuverkefni á skóladagheimilinu Ástúni börnunum í Ástúni: BÖRNIN á skóladagheimilinu Ástúni hafa unnið að verkefni um vináttu í vetur, eins og undanfarin ár. Þá reyna þau að hlúa hvert að öðru og vera meðvitaðri um hvernig vinum þeirra líður og hvað þau geta gert til þess að þeim líði betur. Meira
7. maí 1995 | Velvakandi | 481 orð

ÖFUM VIÐ, eybyggjar yzt í veraldarútsæ, samsamað

ÖFUM VIÐ, eybyggjar yzt í veraldarútsæ, samsamað okkur nægilega umheiminum, eftir að fjarskipta- og samskiptatæknin "eyddi" nánast fjarlægðum landa og þjóða í milli? Lítum við máski umheiminn ennþá hornaugum heimalningsins? Hver kannast ekki við húsgangshendingar, Meira

Minningargreinar

7. maí 1995 | Minningargreinar | 29 orð

ALEXANDER ÖRN JÓNSSON

ALEXANDER ÖRN JÓNSSON Alexander Örn Jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 19. mars 1990. Hann lést af slysförum 16. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 29. apríl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 340 orð

Alexander Örn Jónsson - viðb

Alexander Örn Jónsson - viðb Sorgarfregnin sem barst frá Vestmannaeyjum á páskadag snart landsmenn djúpt og hún minnti okkur áþreifanlega á þá staðreynd að það eru engir páskar án föstudagsins langa, - engin gleði án sorgar. Sorgin er gjaldið sem við greiðum fyrir það að elska. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 401 orð

Ágústa Frímannsdóttir

Ágústa Frímannsdóttir Ég hef alltaf þekkt Ágústu. Þó svo að samskipti okkar hafi aldrei verið mikil var hún órjúfanlegur hluti af tilveru minni. Ásamt Borghildi frænku okkar var hún fyrirmynd mín sem barns og þegar ég, tíu ára gömul, horfði á hana setja upp hvíta kollinn var framtíðin ráðin. Pabbi minn átti líka að eiga dóttur sem færi í MA. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 26 orð

ÁGÚSTA FRÍMANNSDÓTTIR

ÁGÚSTA FRÍMANNSDÓTTIR Ágústa Frímannsdóttir fæddist í Reykjavík 4. september 1958. Hún lést í Landspítalanum 15. apríl sl. Útför Ágústu var gerð frá Akureyrarkirkju 24. apríl sl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 341 orð

Ásta Guðjónsdóttir

Ég var ekki há í loftinu þegar ég gerði mér grein fyrir því að langt vestur á fjörðum átti ég góðan hóp af frændfólki og sumt hafði ég samt aldrei hitt. En alltaf bar þetta fólk á góma öðru hverju og þegar árin liðu fóru ættartengslin að fá á sig skýrari mynd. Ég var, að mig minnir, sex ára þegar ég fór mína fyrstu ævintýraferð í Dýrafjörð. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 40 orð

ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR

ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR Ásta Kristín Guðjónsdóttir var fædd á Arnarnúpi í Keldudal í Dýrafirði hinn 30. ágúst 1916. Hún lést á heimili sínu, Vallargötu 29, Þingeyri, að kvöldi 13. apríl sl. Ásta Kristín var jarðsett frá Þingeyrarkirkju 26. apríl sl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 102 orð

Dagný Wessman

Dagný Wessman Elsku amma okkar hefur kvatt þennan heim. Dagný amma barðist hetjulega við sjúkdóm þann er varð henni yfirsterkari. Þegar við horfum til baka eigum við margar góðar minningar um ömmu og við geymum þær og varðveitum í hjarta okkar. Við vitum að nú líður henni vel og það er huggun okkar. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 108 orð

DAGNÝ WESSMAN

DAGNÝ WESSMAN Dagný Wessman fæddist 19. febrúar 1913 í Brunnhúsum í Reykjavík. Hún lést í Landspítalanum hinn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson sjómaður og Jónína Sigríður Jónsdóttir húsfrú en þeim hjónum varð sex barna auðið. Aðeins tvö þeirra komust til fullorðinsára, þær Dagný og Ásta Lilja. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 363 orð

Gísli Þorsteinsson

Með nokkrum orðum vil ég minnast Gísla Þorsteinssonar, tengdaföður míns og þakka það sem hann hefur gefið mér. Ég kynntist honum aðeins sem gömlum manni og hef aðeins frásögn hans sjálfs og annarra til að gera mér hugmynd um hans yngri daga. Ég hafði mjög gaman af að hlusta á hann segja frá hvað hafði drifið á daga hans, t.d. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 230 orð

Gísli Þorsteinsson

Hann Gísli stjúpi minn er dáinn. Hann var maður sem maður bar virðingu fyrir, alltaf teinréttur og kvikur í hreyfingum og með hattinn sinn, ekki má gleyma honum, eins og stelpurnar mínar sögðu við mig, við munum hann afa alltaf með hattinn sinn. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 114 orð

GÍSLI ÞORSTEINSSON

GÍSLI ÞORSTEINSSON Gísli Þorsteinsson fæddist á Svínanesi á Látraströnd 26. ágúst 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 30. apríl sl. Foreldrar Gísla voru Anna Jóakimsdóttir og Þorsteinn Gíslason. Systkini Gísla voru: Elín, f. 5.2. 1893, d. 24.11. 1989, Jóhann Kröyer, f. 21.1. 1895, Ingiveig, f. 30.12. 1902, d. 17.11. 1985, Jóný, f. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐMUNDUR ÁGÚST LEÓSSON

GUÐMUNDUR ÁGÚST LEÓSSON Guðmundur Ágúst Leósson fæddist í Reykjavík 28. desember 1969. Hann lést 8. apríl síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Bústaðakirkju 21. apríl sl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 94 orð

Guðmundur Ágúst Leósson Elsku Gummi. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem þú gafst okkur. Við munum geyma minningarnar um þig

Elsku Gummi. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem þú gafst okkur. Við munum geyma minningarnar um þig í hjartanu og okkar huggun er sú, eins og litla frænka þín sagði, að þú hvílir nú hjá englabörnunum og veitir þeim þá gleði sem þú veittir okkur. Megi góður Guð blessa þig og vaka yfir þér og fjölskyldu þinni í sorg þeirra. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 165 orð

Guðmunur Ág. Leósson

Þá er hann horfinn, farinn og kemur ei meir. Strákurinn sem mér var svo annt um og eyddi svo ófáum stundum með á lífsleiðinni. Hann sem fór svo snögglega og ég sem aldrei náði til hans hin síðustu ár, en hefði viljað svo. En ég veit og get huggað mig það að hann er á góðum stað, því sál eins og hans á ekkert betra skilið. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 244 orð

Hanna Þorláksdóttir - viðb

Mig langar að minnast góðrar vinkonu minnar, hugrakkrar konu, sem tókst á við lífið af æðruleysi og baráttuvilja. Við Hanna hittumst fyrst fyrir 40 árum á spítala, ég gestkomandi í nokkra daga, hún heimilisföst þar, unglingurinn langt innan við tvítugt. Mér er minnisstæður jákvæður persónuleiki hennar og kraftur, þegar hún ók hjólastólnum um stofur og ganga, kastaði kveðju og spjallaði. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 234 orð

Hanna Þorláksdóttir - viðb

Hanna Þorláksdóttir frá Siglufirði er látin aðeins 57 ára gömul. Hanna var á margan hátt lánsöm kona. Hún átti góða að sem studdu hana með ráðum og dáð. Var mjög ánægjulegt að fylgjast með hvernig hún rækti tengslin við sitt fólk. Hún var ekki einungis þiggjandi í slíkum samskiptum heldur var hún einnig mjög gefandi. Þeirri hlið sneri hún ætíð að okkur hér í Sjálfsbjargarhúsinu. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 456 orð

Hanna Þorláksdóttir - viðb

Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast Hönnu Þorláksdóttur, sem er látin eftir erfið veikindi. Líf Hönnu var um margt óvenjulegt. Hún lenti í alvarlegu bílslysi þegar hún var barn, sem gerði það að verkum að hún var bundin hjólastól það sem eftir var ævinnar. Á þeim tíma voru úrræði ekki mörg þegar um var að ræða þjónustu við fatlað fólk. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 133 orð

HELGI EINAR PÁLSSON

HELGI EINAR PÁLSSON Helgi Einar Pálsson fæddist 12. desember 1916 í Hólakoti í Fljótum. Hann lést á Siglufirði 13. apríl sl. Foreldrar hans voru Páll Arngrímsson og Ingveldur Hallgrímsdóttir. Árið 1920 fluttust þau að Hvammi og þar ólst Helgi upp í hópi níu systkina. 26. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 258 orð

Helgi Pálsson

Helgi Pálsson Við bræðurnir ætlum að minnast Helga með nokkrum orðum. Fallinn er frá góður uppalandi og vinur. Við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera í sveit hjá Helga og Imbu. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar byrjaði að vora, því þá styttist í að við færum í sveitina. Hvammur var eins og okkar annað heimili. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 28 orð

INGA BIRNA PÉTURSDÓTTIR

INGA BIRNA PÉTURSDÓTTIR Inga Birna Pétursdóttir fæddist á Akranesi 4. desember 1977. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. apríl sl. og var jarðsungin frá Akraneskirkju 27. apríl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 306 orð

Inga Birna Pétursdóttir - viðb

Hver trúir því að svona ung stúlka sem á bjarta framtíð fyrir sér sé rifin á brott frá okkur öllum. Guð hefur ætlað henni betra hlutverk hinum megin. Inga Birna var á 18 ári þegar hún lést, hún var búin að berjast við illvígan sjúkdóm síðastliðna mánuði, en hún vann ekki baráttuna eins og hún ætlaði sér. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 245 orð

Oddfríður Ingólfsdóttir

Ekki alls fyrir löngu átti ég tal við Sauðkræking sem mundi langt aftur. Þegar maður er búsettur á Sauðárkróki þykir ekki verra að eiga þar einhverjar rætur. Fáar fann ég ræturnar sem tengt gátu mig við Krókinn, "en ég á ömmusystur sem átti og rak Hótel Tindastól hér á árum áður" sagði ég. "Áttu við Fríðu og Fera!" spurði hann og lifnaði allur við. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 29 orð

ODDFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR

ODDFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR Oddfríður Ingólfsdóttir fæddist í Haukabrekku á Skógarströnd 25. júní 1908. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 23. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskapellu 31. mars sl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 364 orð

Sigríður Jónsdóttir

Okkur langar til að minnast elsku Siggu frænku okkar systranna, með fáeinum orðum. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við byrjuðum að venja komur okkar til Siggu frænku í Eskihlíðina. Venjulega byrjaði heimsóknin á því að við röltum saman út í búð, keyptum Vikuna ásamt ýmsu góðgæti. Þegar heim var komið las Sigga Vikuna um leið og við borðuðum það sem keypt hafði verið. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 62 orð

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sigríður Jónsdóttir fæddist 22. nóvember 1909. Hún lést 15. apríl sl. Foreldrar hennar voru Katrín Jónsdóttir og Jón Friðrik Guðmundsson. Sigríður var næstelst af þrettán systkinum, sem voru Bergrín, Anna, Þóra, Ólafur, Guðlaug, Þórarinn, Guðmundur, Einar, Gunnar, Björn, óskírð Jónsdóttir og Hjalti. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Sigríður Madsen

Sigríður Madsen ÞEGAR Sigga var á unglingsárum fluttist fjölskyldan til Akureyrar og bjuggu foreldrar hennar þar til dauðadags. Snemma bar á góðum námshæfileikum hjá Siggu. Hún fór ekki í langskólanám en oft hjálpaði hún nemendum í framhaldsnámi með stærðfræði. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 70 orð

SIGRÍÐUR MADSEN

SIGRÍÐUR MADSEN Sigríður S. Madsen fæddist í Skagafirði 21. júní 1899. Hún lést hinn 15. apríl sl. á Egebjerg í Gentofte í Danmörku. Jarðarför Sigríðar fór fram fimmtudaginn 20. apríl. Foreldrar Sigríðar voru Sigurrós Árnadóttir og Sigmundur Baldvinsson formaður. Systkini hennar voru fimm: Svanhildur, Hjálmar, Oddur, Baldvin og Pálmi. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 36 orð

SIGURÐUR GUÐBJARTSSON

Sigurður Guðbjartsson var fæddur á Minna-Hrauni í Skálavík í Hólshreppi 20. ágúst 1913. Hann lést í Sjúkrahúsi Ísafjarðar 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 22. apríl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 371 orð

Sigurður Guðbjartsson - viðb

Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. "Sælt veri fólkið", sagði Siggi Bjarts þegar hann gekk til okkar í Skálavíkinni. "Ég er nú bara að forvitnast hvaða fólk þetta er sem er farið að dytta að Meiri-Bakka bænum," hélt hann áfram. Þegar hann fékk vitneskju um það varð hann ánægður. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 292 orð

Sigurður Kristinn Þórðarson

Sigurður Þórðarson er fallinn frá í hárri elli eftir langan og iðjusaman vinnudag. Það er ekki ætlun mín að rekja hér í eftirmælastíl helstu æviatriði Sigurðar, en nú þegar hann er allur hlýt ég að minnast þess hvílíkur öðlingur hann var í lifanda lífi. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

SIGURÐUR KRISTINN ÞÓRÐARSON

SIGURÐUR KRISTINN ÞÓRÐARSON Sigurður Kristinn Þórðarson fæddist 30. mars 1904 að Votmúla í Flóa. Hann lést 21. apríl sl. Útför Sigurðar fór fram frá Háteigskirkju 28. apríl. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 127 orð

VALGERÐUR TÓMASDÓTTIR

VALGERÐUR TÓMASDÓTTIR Valgerður Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1943. Hún lést á Akureyri 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tómas G. Magnússon, stórkaupmaður, f. 23. okt. 1911, d. 17. jan. 1968, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 16. maí 1920, d. 14. okt. 1987. Meira
7. maí 1995 | Minningargreinar | 972 orð

Valgerður Tómasdóttir - viðb

Kær vinkona er látin langt um aldur fram. Við höfum haldið hópinn allt frá menntskólaárum okkar. Vinskapur, sem til er stofnað á þeim árum, er sérstaks eðlis. Hann verður til á erfiðum árum mótunar og þroska þegar lífið er oftast svo yndislegt en jafnframt stundum svo erfitt. Meira

Daglegt líf

7. maí 1995 | Bílar | 882 orð

400-834 þúsund krónur kostar að eiga og reka bíl

KOSTNAÐUR við rekstur og eign fólksbifreiðar miðað við eitt ár. Við útreikningana er stuðst við þrjá verðflokka nýrra bifreiða, árgerð 1995, sem ekið er 15.000 og 30.000 km á ári. Endurnýjun bifreiðarinnar miðast við árlegan akstur þ.e. eftir 5 ár miðað við 15.000 km akstur á ári og eftir 3 ár miðað við 30.000 km akstur á ári. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 89 orð

Árni Sigfússon kjörinn formaður

Á 22. Landsþingi Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem haldið var í gær var kjörinn nýr formaður samtakanna, Árni Sigfússon borgarfulltrúi. Árni tekur við formennsku af Birni Péturssyni. Landsþing FÍB er haldið á tveggja ára fresti. Að sögn Runólfs Ólafssonar var grunnþáttur í umfjöllun á þinginu vegamál og umferðaröryggi og samtenging þessara tveggja þátta. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 345 orð

BMW 730i á 8,9 millj. króna sýndur hjá B&L

DÝRASTI bíll sem fluttur hefur verið inn til landsins til almennrar sölu, BMW 730i, verður sýndur hjá B&L um helgina. BMW 730i er þriðja kynslóð þessa eðalvagns sem fyrst kom á markað 1987. Bíllinn kostar 8,9 milljónir kr. eða svipað og ál-Audi sem verður vinningur í Happdrætti Háskóla Íslands. BMW 7-línan kemur í þremur útfærslum, 730i, 740i og 750i. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 255 orð

Fimm þúsundasta skoðun Aðalskoðunar

ÞAU tímamót voru hjá Aðalskoðun hf. mánudaginn 24. apríl sl. að fyrirtækið náði þeim áfanga að skoða fimm þúsundasta ökutækið, en Aðalskoðun hf. býður aðal- og endurskoðanir fyrir stór og lítil ökutæki. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 281 orð

FÍB - REKSTURSKOSTNAÐURBIFREIÐA 1995 - APRÍL Útreikn

FÍB - REKSTURSKOSTNAÐURBIFREIÐA 1995 - APRÍL Útreikningar FÍB miðast við nýja bifreið, árgerð 1995 Verðflokkur (kr) 1.000.000 1.000.000 1.300.000 1.300.000 1.950.000 1.950.000 Meira
7. maí 1995 | Bílar | 773 orð

Margt í nýjumSkoda Felicia

SKODA Felicia, nýja kynslóðin frá Skoda verksmiðjunum í Tékklandi, er nú komin til landsins og er fyrsta sendingin, 25 bílar, uppseld. Fleiri bílar eru væntanlegir á næstu vikum en ljóst er af þessum viðbrögðum að viðtökurnar hérlendis eru þær sömu og víða erlendis þar sem hann er kominn á markað, eftirspurnin er meiri en verksmiðjurnar fá annað. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 323 orð

Mazda 323 F GT Jóns Björnssonar

JÓN Björnsson festi nýlega kaup á Mazda 323 F GT og kostaði gripurinn 2,2 milljónir kr. Bíllinn er með V6-vél sem skilar 167 hestöflum. Jón átti áður Nissan Sunny GT með 4 strokka vél sem þó skilaði ekki nema fjögurra hestafla minni orku en Mazdan. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 1123 orð

SKraftur og enn meiri rásfesta í endurbættum Volvo 960 REYNSLUAKSTUR

VOLVO 960 hefur nú fengið nokkra andlitslyftingu en þessi stærsta gerð Volvo flotans hefur nú verið á markaði í allmörg ár og lítið breyst. Volvo 960 er afturdrifinn, fimm manna allstór bíll og frá því að 940 og 960 bílarnir komu fyrst hingað til lands fyrir rúmum fjórum árum hafa selst liðlega 100 bílar samanlagt af báðum gerðum. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 127 orð

Þegar loftmótstaða skipti ekki máli

BMW 507 er einn af fallegri bílum eftirstríðsáranna. Þetta var tveggja sæta sportbíll og yfirbyggingin var úr áli. Þeir voru framleiddir á árunum 1956 til 1959. Margir hafa velt því fyrir sér hvaða ítök fornbílar hafa í nútímamanninum. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 586 orð

Þróun rafgeymafyrir rafbíla

EINFÖLD uppbygging, lítil mengun og góð orkunýting gerir rafbíla að mjög ákjósanlegum kosti sem samgöngutæki. Viðvarandi vandamál í sambandi við rafbílana er þó geymsla raforkunnar, þ.e. rafgeymarnir. Meira
7. maí 1995 | Bílar | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

KRAFTUR OG MEIRI RÁSFESTA Í VOLVO 960 - REKSTRARKOSTNAÐUR BIFREIÐA 1995 - FRAMTÍÐARÞRÓUN RAFBÍLA - FIMM ÞÚSUNDASTI BÍLLINN SKOÐAÐUR HJÁ AÐALSKOÐUN Meira

Fastir þættir

7. maí 1995 | Dagbók | 628 orð

Reykjavíkurhöfn: Í dag er Brúarfoss

Reykjavíkurhöfn: Í dag er Brúarfoss væntanlegur og Freri kemur til löndunar á morgun mánudag. Fréttir Líknarsjóður Langholtskirkju í Reykjavík. Fyrsti sunnudagur í maí er helgaður sjóðnum. Meira

Sunnudagsblað

7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 545 orð

142. Semsagt, það er hægt að halda páskana hátíðlega án þess vita hvað páskaegg merkir og

142. Semsagt, það er hægt að halda páskana hátíðlega án þess vita hvað páskaegg merkir og jólin án þess vita deili á táknlegri merkingu jólatrésins. En það sakar ekki að vita að eggið er frjósemistákn og boðar vorhlýju og hækkandi sól en auk þess er táknleg merking þess í kristni sú að Kristur brýtur af sér eggskurn dauðans og rís upp með sama hætti og unginn brýtur af sér skurnina. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 96 orð

65.000 hafa séð Gump

ALLS höfðu um 65.000 manns séð Forrest Gump á landsvísu eftir síðustu helgi en kippur kom í aðsóknina að myndinni eftir að hún hreppti sex óskarsverðlaun. Þá höfðu um 3000 manns séð Eina stóra fjölskyldu, 3000 Orðlaus og 10.000 manns höfðu séð myndirnar Nell, Skógardýrið Hugó og Stökksvæðið. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 100 orð

65.000 hafa séð Gump

7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1070 orð

Alltaf 38 ára

WHOOPI Goldberg eldist hægar en annað fólk. Hún kom fram á sjónarsviðið í mynd Steven Spielbergs, Color Purple, árið 1985, þá 36 ára. Áratug síðar stendur hún á því fastar en fótunum að hún sé aðeins 38 ára gömul. Þar með er ekki endilega sagt að Whoopi Goldberg vilji ljúga til um aldur. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1086 orð

Alltaf 38 ára

7. maí 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

Blóðtár og pílagrímaiðnaður Þótt athygli Ítala undanfarnar vikur hafi beinst að kosningunum um daginn hafa þeir þó ekki verið

ÞÓTT ÍTALIR taki stjórnmálin alvarlega hafa þau orðið að víkja undanfarið fyrir öðrum og háleitari málum, nefnilega hugsanlegu kraftaverki. Fjörutíu sentímetra gipsstytta frá Medjugorje í fyrrum Júgóslavíu hefur vikum saman skyggt á stjórnmálamennina og stolið dýrmætum sjónvarpstíma og blaðadálkum frá þeim. Sumir tala um kraftaverk og tína blóm í garðinum þar sem styttan hefur staðið. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1937 orð

Búiðí bænhúsi

ÚR STOFUGLUGGANUM í gamla bænhúsinu við Strandgötu í Kristiansund sér vestur yfir höfnina og í átt til miðbæjarins. Bogabrúin frá Kirkelandet yfir á Innlandet er áberandi kennileiti. Þar utan við er eyjan Averöy og í beinni stefnu yfir Atlantshafið er Ísland. Fjölskyldan í bænhúsinu horfir gjarnan út um gluggann og fylgist með lífinu í höfninni. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 135 orð

Emma skrifar handrit

BRESKA óskarsverðlaunaleikkonan Emma Thompson þreytir frumraun sína sem handritshöfundur með bíóútgáfu sinni af sögunni Sense and Sensibility" eftir Jane Austin. Það er fyrsta handritið sem leikkonan skrifar en hún mun einnig fara með aðalhlutverkið í myndinni ásamt Hugh Grant. Leikstjóri er Ang Lee, sem síðast gerði Matur, drykkur, maður, kona. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 139 orð

Emma skrifar handrit

7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 238 orð

Engar nýjar vísbendingar

HÓPUR lögreglumanna og annarra sérfræðinga, sem settur var á stofn eftir morðið á Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar er að leysast upp. Sjö af 22 meðlimum hafa snúið sér að eða eru að snúa sér að öðrum verkefnum, því það er orðið lítið af vísbendingum til að fylgja. Hans Ölvebro formaður hópsins er þó enn bjartsýnn á að morðið upplýsist. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1042 orð

Erfðasyndin Drottning bresku sakamálasögunnar, P. D. James, hefur sent frá sér nýja bók, Erfðasynd, þar sem skáldið og

Í BRETLANDI kalla þeir hana drottningu sakamálasögunnar" og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. P. J. James byrjaði tiltölulega seint að skrifa en á 30 ára rithöfundarferli hefur hún sent frá sér einhverjar bestu sakamálasögur síðustu ára, sem margar hverjar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 396 orð

Fann fyrir létti og sá fram á bjartari tíma

Í BYRJUN maí bárust fréttir manna á milli í Þýskalandi að Hitler hefði framið sjálfsmorð. Það fékkst hvergi staðfest, svo fólk þorði ekki að sýna nein viðbrögð. Menn þurftu þó ekki að bíða lengi því 5. maí kom tilkynningin um uppgjöf þýska hersins. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1167 orð

Fátæktin, glæpirnir og sigurinn

VORKOMAN í Moskvu er undarleg þetta árið. Eftir þunglamalegan og erfiðan vetur er borgin skyndilega slegin hitabylgju, síðustu dagar aprílmánaðar mollulegir og heitir eins og um hásumar og dauninn leggur af ótölulegum ruslahaugum á víð og dreif um þessa borg sem er að sökkva í hirðuleysi. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 103 orð

Fólk

7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 97 orð

Fólk

Þá er ljóst orðið hver verður næsta mynd Arnold Schwarzeneggers en hún heitir Eraser" og er gerð af Warner Bros. kvikmyndaverinu. Þetta er auðvitað tryllir og í honum leikur vinalega vöðvafjallið löggæslumann er lendir í heilmiklu samsæri í starfi sem tengist vitnavernd. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 304 orð

Fólk þusti út á götur til að fagna

"ÞAÐ er erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem gerðu vart við sig þegar við heyrðum í útvarpinu að Þjóðverjar hefðu gefist upp í Danmörku," sagði Jakob Benediktsson fyrrverandi ritstjóri Orðabókar Háskólans, en hann vann sem bókavörður á Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn í stríðinu og fluttist ekki til Íslands fyrr en ári eftir að stríði lauk. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1255 orð

FRANK ZAPPA

Frank Zappa var einn s´erkennilegasti rokkt´onlistarmaður Bandar´kjanna og um leið einn s´a fjölhæfasti og afkastamesti. Hann sagði ´ viðtali við Playboy að hann hefði aldrei ætlað að verða rokkt´onlistarmaður; hann hefði byrjað að semja s´gilda t´onlist, en einhvern veginn f´or svo að hann stofnaði rokksveitina alræmdu Mothers of Invention, Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 716 orð

Friði fagnað

FRIÐUR í Evrópu tilkynntur í dag", segir í fimm dálka fyrirsögn í Morgunblaðinu þriðjudaginn 8. maí 1945, en dagana á undan hafði forsíða blaðsins verið undirlögð af fréttum frá uppgjöf þýska hersins á Ítalíu, í Norður-Þýskalandi, Danmörku og Hollandi. Fréttin sjálf hefst á þessum orðum: "Í dag kl. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1263 orð

Fyrirbærið Jim Carrey Næstum 100.000 miðar hafa selst á þrjár myndir kanadísku kvikmyndastjörnunnar Jims Carreys hér á landi á

FÁIR hafa skotist uppá stjörnuhimininn og verið vinsælli hér á landi og erlendis á skemmri tíma en kanadíska kvikmyndastjarnan Jim Carrey. Þrjár myndir hans hafa komið hingað í bíóin á rúmu ári og samanlagt hafa verið seldir tæplega 100.000 miðar á þær þegar þetta er skrifað. Sama er upp á teningnum ytra. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 4189 orð

Heimsmeistarakeppnin í handknattleik 1995 eflir nýsköpun á sviði ferðaþjónustu

Í DAG hefst heimsmeistarakeppnin í handknattleik karla hérlendis og koma hingað til lands um 500 blaðamenn, 1500 áhorfendur og um 700 þátttakendur og dómarar ásamt fulltrúum Alþjóða handknattleikssambandsins. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 613 orð

Hópkúgun Kvennalistans

ÞAð ER margt undarlegt í kýrhausnum. Saga mannskepnunnar greinir frá svo furðulegu athæfi að 20. aldar maðurinn getur ekki með neinu móti skilið það til fullnustu. Tökum sem dæmi það atferli franskra og ítalskra ungkarla í kringum 1500 þegar þeir rottuðu sig saman, kannski tíu eða tuttugu, í því skyni að nauðga saklausri nágrannakonu. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 166 orð

Hútúmenn fallast á að halda heim

UM 1.800 Hútúmenn sem setið hefur verið um í flóttamannabúðum í suðurhluta Rúanda, hafa fallist á það að halda heim, að sögn innanríkisráðuneytis landsins. Í síðasta mánuði myrtu hermenn Tútsa þúsundir manna í búðunum. Hútúarnir höfðu áður krafist þess að fá að komast til Zaire. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1183 orð

Hæstu tindar Afríku

NÚ í vetur voru Helgi Benediktsson og kona hans Depy á ferðalagi í Kenya í Afríku í nokkrar vikur. Helgi notaði tækifærið og kleif tvö hæstu fjöll álfunnar, Kilimanjaro 5.896 m og Mt. Kenya 5.188 m, en hann mun vera fyrstur Íslendinga að klífa það fjall. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 94 orð

Í bíó

7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 91 orð

Í bíó

KVIKMYNDIN á 100 ára afmæli á þessu ári og hefur þess þegar verið minnst með norrænni kvikmyndahátíð og Hamsunhátíð í Háskólabíói. Samkvæmt frétt í Fréttabréfi Kvikmyndasjóðs stendur til að gera ýmislegt í tengslum við afmælið nú í haust og mun þá áhugamönnum gefast kostur á að horfa á sígildar kvikmyndir sögunnar, erlendar og innlendar, eins og segir í bréfinu. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 284 orð

Jesús ­ brauð lífsins

Þriðji sunnudagur eftir páska, 7. maí. Jóhannes 6, 22-34. "Daginn eftir sá fólkið, sem eftir var handan vatnsins, að þar hafði ekki verið nema einn bátur og að Jesús hafði ekki stigið í bátinn með lærisveinum sínum, heldur höfðu þeir farið burt einir saman. Aðrir bátar komu frá Tíberías í nánd við staðinn, þar sem þeir höfðu etið brauðið, þegar Drottinn gjörði þakkir. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 159 orð

Keppinautar á Cannes

Frægasta og fjölsóttasta kvikmyndahátíð heims hefst í sólarparadísinni Cannes í Frakklandi eftir tíu daga. Safnast þangað fremstu kvikmyndagerðarmenn heimsins en eins og alkunna er hefur bandarískum myndum vegnað sérlega vel í keppninni undanfarin ár og hreppti t.d. Reyfari Gullpálmann í fyrra. Bandarísku keppinautarnir í ár eru m.a. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 3361 orð

Landkönnun í lífinu

Há, grönn, svartklædd með nokkra vel valda skartgripi og gráa hárið knallstutt og formað að svipmiklu andlitinu. Evelyn Stefánsson Nef er ekki síður falleg og glæsileg í fasi en hún var þegar hún kom hér með Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 715 orð

Skemmtilegar skoðanir

FRANK ZAPPA ´a dygga aðd´aendur um heim allan, þar ´a meðal h´er ´a landi þar sem svonefnt Zappavinaf´elag starfar, og verður haldið s´erstakt Zappakvöld ´a B´´obarnum næstkomandi fimmtudag. Formaður þess er Sverrir Tynes sem safnar Zappa af kappi. Hann segist eiga eitthvað um 300 Zappaplötur, sem verður að teljast allgott þegar litið er til þess að Zappa gaf ´ut 61 plötu. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 722 orð

Skemmtilegar skoðanir

7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 1843 orð

Skemmtilegur tími í skurðlæningum

MARGRÉT Oddsdóttir kom dæsandi inn úr dyrunum á Hótel Óðinsvéum eftir að hafa sótt synina tvo á leikskóla og komið þeim í gæslu. Hún hafði látið vita að henni mundi seinka og á meðan hafði ég tíma Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 2481 orð

TEKST JOSPIN HIÐ ÓMÖGULEGA?

FÁAR þjóðir taka stjórnmál jafnalvarlega og fáar þjóðir hafa jafnmikið yndi af stjórnmálum og Frakkar. Þegar kosningar eru í nánd kemst fátt annað að. Alls staðar eru stjórnmál rædd og allir hafa skoðanir á hlutunum. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 747 orð

Tískustraumar

VVorkomunni fylgja ekki aðeins að sunnan fuglar og hlýir vindar með gróðri og grænum grundum. Að sunnan blása líka ferskir tískustraumar. Búðirnar fyllast af sumarfatnaði, sem lífgar upp á sálina eftir drunga vetrarins. Þegar gengið er niður Laugaveginn taka að birtast í búðargluggum flíkur, sem bera ákveðið svipmót. Þar er komin tískan, húsbóndinn sem lætur hlýða sér. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 3546 orð

TUNGAN, SAGAN OG MENNINGIN

TUNGAN, SAGAN OG MENNINGIN Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir málaflokkana, sem undir hans ráðuneyti heyra, þess eðlis að það þýði lítið að vera með einhliða yfirlýsingar, laða verði marga fram til samstarfs, þannig að sátt náist og sæmilegur friður. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 463 orð

Tunglferðin eftir Arnald Indriðason

EIN af umtöluðustu sumarmyndunum þetta árið er nýjasta mynd hins tvíbakaða óskarsverðlaunahafa Tom Hanks, sem heitir Apolló 13. Hún segir af kafla í geimferðasögu Bandaríkjanna er hefði getað orðið að mestum harmleik hennar og byggir á bókinni Lost Moon" eftir foringja geimfaranna í Apollófarinu, James Lovell, sem Hanks leikur. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 308 orð

Það var dansað á götum úti

HEIMSSTYRJÖLDIN síðari hafði áhrif á líf fólks með ýmsum hætti. Hjá Margréti og Karli Strand þýddi hún árs aðskilnað eftir aðeins tveggja daga hjónaband. Þau giftu sig 18. október 1941 og 20. október hélt Karl til Englands. Margrét fékk hins vegar ekki landvistarleyfi fyrr en ári síðar þar sem hún ætlaði sér hvorki í nám né út á vinnumarkaðinn. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 257 orð

Þakklátur fyrir að vera á lífi

"Ég var kominn til Íslands þegar friður komst á í Evrópu, þannig að ég get ekki sagt til um hvernig viðbrögðin voru í Bretlandi. Það sem mér sjálfum var efst í huga var fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa sloppið lifandi og í öðru lagi hugsunin um alla þá félaga mína, sem ég hafði misst á stríðsárunum," sagði Þorsteinn E. Jónsson flugmaður. Meira
7. maí 1995 | Sunnudagsblað | 526 orð

Þrjár á ferð

BOYS on the Side á margt skylt með myndinni um Thelmu og Louise og er ekki farið leynt með skyldleikann. Samt er hér alls ekki um neina stælingu að ræða og myndin hefur hlotið afskaplega vinsamlega dóma kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 125 orð

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 sakleysi, 4 loðskinns,

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 sakleysi, 4 loðskinns, 7 kjálka, 8 pinni, 9 ræktað land, 11 einkenni, 13 vaxa, 14 gól, 15 vatnsfall, 17 jarðvöðul, 20 skar, 22 kvendýr, 23 kindar, 24 rödd, 25 vera óstöðugur. Meira
7. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 278 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Grænlandi er 1024 mb hæð. Smálægð suður af landinu og önnur álíka fyrir austan land. Spá: Hæg austan- og norðaustan átt, þokusúld eða súld við suðaustur- og austurströndina og einnig á annesjum norðanlands en sums staðar bjartviðri suðvestan- og vestanlands. Meira

Lesbók

7. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 356 orð

TÓNLISTARMENNIRNIR Brian Eno

TÓNLISTARMENNIRNIR Brian Eno, sem m.a. er þekktur fyrir starf með U2 og David Byrne, og Laurie Anderson standa saman að óvenjulegri sýningu í vöruskemmu í Lundúnum þessa dagana. Sýningin, sem er í Acorn-vöruskemmunni í Wembley, er innsetning undir heitinu "Sjálfs-geymsla". Sýningin stendur til 7. maí. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.