Greinar föstudaginn 19. maí 1995

Forsíða

19. maí 1995 | Forsíða | 70 orð

Dansarinn Godunov látinn

RÚSSNESKI ballettdansarinn Alexander Godunov, lést í gær á heimili sínu í Hollywood, 45 ára að aldri. Ekki var gefið upp hver dánarorsökin var, aðeins sagt að hann hefði "hlotið eðlilegan dauðdaga". Meira
19. maí 1995 | Forsíða | 278 orð

Heita því að treysta samskipti ríkjanna

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, áttu í gær fund í Strassborg þar sem Chirac hét því að treysta samskipti ríkjanna innan Evrópusambandsins. Þá reyndu leiðtogarnir að gera lítið úr muninum á stefnu ríkjanna hvað varðar lausn á atvinnuleysisvandanum, gengismálum og samrunaferlinu í Evrópu. Meira
19. maí 1995 | Forsíða | 199 orð

Kinkel fer frá sem formaður

KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, tilkynnti í gær, að hann myndi segja af sér formennsku í flokki frjálsra demókrata, FDP, í næsta mánuði. Er ástæðan herfilegt gengi flokksins í kosningum að undanförnu. Kinkel ætlar samt að sitja áfram sem utanríkisráðherra og varakanslari í stjórn Helmuts Kohls. Meira
19. maí 1995 | Forsíða | 121 orð

Stjórnarherinn í sókn

UM 1.500 óbreyttir borgarar og um 500 serbneskir hermenn flúðu yfir til Króatíu undan hersveitum stjórnarinnar í Sarajevo í gær er fimmta stórdeild stjórnarhersins sótti suður frá héraðinu Bihac. Sveitirnar hafa náð svæðum í Bihac sem Serbar hafa haft á valdi sínu. Svöruðu þeir fyrir sig með stórskotaliðsárásum á Bihac-borg. Meira
19. maí 1995 | Forsíða | 266 orð

Sögð rýra traustið á Bandaríkjastjórn

LEIÐTOGAR Palestínumanna og fleiri arabaþjóða brugðust í gær ókvæða við þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun þess efnis að Ísraelar hættu við áform sín um að taka 53 hektara lands eignarnámi í Austur-Jerúsalem. Meira
19. maí 1995 | Forsíða | 124 orð

Tsjetsjenar flýja til fjalla

ÍBÚAR fjallahéraða í suðurhluta Tsjetsjníju flýðu þorp sín í gær vegna stórskotaárása Rússa sem hafa lagt til atlögu við vígi uppreisnarmanna í suðurhlutanum. Segja Tjsetsjenar átta manns hafa látið lífið í árásunum. Meira

Fréttir

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

3.000 umsóknir

MIKILL fjöldi kennara hefur sótt um að komast á sérstök endurmenntunarnámskeið Kennaraháskóla Íslands í sumar en ljúki þeir slíkum námskeiðum eiga þeir möguleika á að færast upp um launaflokk. Ólafur H. Jóhannsson endurmenntunarstjóri KHÍ segir að aldrei hafi fleiri umsóknir verið sendar endurmenntunardeild skólans. Röskar 3.000 umsóknir hafi borist í ár en umsækjendur væru um 1.600- 1.700. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 253 orð

Aðstoð við fjölskyldur fatlaðra

FORELDRAFÉLAG barna með sérþarfir heldur hádegisverðarfund með starfsfólki á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra á Hótel KEA næstkomandi laugardag, 20. maí, frá kl. 12.00 til 14.00. Á fundinn mæta Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Lone Jensen og Karólína Gunnarsdóttir forstöðumenn Leikfangasafns og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 265 orð

Aðstoð við fjölskyldur fatlaðra

19. maí 1995 | Miðopna | 1191 orð

Afburðamaður af alþýðufólki kominn

ALAIN Juppé er afburðamaður. Það er samdóma álit allra þeirra, er einhver kynni hafa haft af honum. François Mitterrand, fyrrum Frakklandsforseti, lýsti því yfir að hann væri hæfasti ráðherra ríkisstjórnar Edouards Balladurs. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Athugasemd frá félagsmálaráðuneytinu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá félagsmálaráðuneytinu: "Félagsmálaráðuneytið vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd vegna ummæla í leiðara Morgunblaðsins í dag undir fyrirsögninni "Hvað leyfist sveitarfélögunum?" Í leiðaranum virðist gæta nokkurs misskilnings varðandi afstöðu ráðuneytisins til ábyrgðaveitinga sveitarfélaga. Samkvæmt 5. mgr. 89. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 419 orð

Auðlindir nýttar í sátt við atvinnustarfsemina

"VSÍ vill nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ávinnings án þess að ganga á höfuðstól endurnýjanlegra auðlinda. Meira
19. maí 1995 | Landsbyggðin | 81 orð

Auka á kjötssöluna

Blönduósi-Hreppsnefnd Svínavatnshrepps hefur ákveðið að gefa Essóskálanum á Blönduósi tvo grillofna ásamt hitaborði að andvirði 521 þús. Afhending tækjanna er bundin því skilyrði að grillofnarnir verði fyrst og fremst nýttir til að matbúa og selja grillaða lambakjötsrétti úr völdu hráefni frá Sölufélagi A-Hún. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Áhyggjur vegna förgunar olíuborpalls

SENDIHERRA Íslands í Lundúnum hefur komið á framfæri bréfi Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra, til Johns Gummers, breska umhverfisráðherrans, þar sem greint er frá áhyggjum íslenskra stjórnvalda vegna fyrirætlana um að varpa olíuborpallinum Brent Spar í Norður-Atlantshafið. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 294 orð

Álfurinn seldur og fræðslubæklingum dreift til foreldra

ÁLFURINN, merki SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið, verður seldur um dagana 19. til 21. maí. Álfurinn kostar 500 kr. og rennur andvirði sölunnar til forvarnastarfa á vegum samtakanna. Vilhjálmur Jens Árnason, fræðslu- og forvarnafulltrúi hjá SÁÁ, segir að samhliða merkjasölunni verði bæklingnum Hvað geta foreldrar gert? dreift inn á 30 þúsund heimili foreldra barna á aldrinum 9-15 ára. Meira
19. maí 1995 | Landsbyggðin | 143 orð

Barri hf. gróðrarstöð skilar hagnaði

Egilsstöðum-Rekstrarbati varð á starfsemi Barra hf. á árinu 1994. Hagnaður nam u.þ.b. 1,9 milljónum króna á móti 3,7 milljóna kr. tapi árið áður. Þetta er því umtalsverður rekstrarbati og fyrsta árið sem fyrirtækið skilar hagnaði. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Breiðskífu Bjarkar frestað

Breiðskífu Bjarkar frestað ÚTGÁFU á væntanlegri breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, Post, hefur verið frestað fram til 15. júní, vegna frágangs á umslagi. Að sögn Nicky Fyson hjá One Little Indian, útgáfu Bjarkar, ytra var útgáfunni frestað vegna þess að hönnuður umslagsins var ekki ánægður með litprentunina. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Breiðskífu Bjarkar frestað

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 416 orð

Breyting á samningi skilyrði fyrir stækkun

ÍSAL setur það sem skilyrði fyrir stækkun álversins í Straumsvík að kjarasamningar við starfsmenn verði endurskoðaðir. ÍSAL vill fá í samningana hliðstæð ákvæði og sett höfðu verið fram í samningum um byggingu álvers á Keilisnesi, annars vegar að ÍSAL fái rétt til að nota verktaka og hins vegar að gerður verði einn kjarasamningur og allir starfsmenn greiði atkvæði um hann sameiginlega. Meira
19. maí 1995 | Landsbyggðin | 49 orð

Dimmiterað á Egilsstöðum

43 nemendur eru að útskrifast með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hópurinn dimmiteraði nýlega og fóru nemendur snemma á fætur þann dag og óku um bæinn í 50 ára gömlum herbílum, heimsóttu kennara sína, fyrirtæki og fleiri. Útskrifað verður frá menntaskólanum 27. maí nk. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 794 orð

Eigum óbreyttan tilverugrundvöll

JÓN Hákon Magnússon er 53 ára framkvæmdastjóri Kynningar og markaðar hf. og formaður Samtaka um vestræna samvinnu. Hann er BA í stjórnmálum og blaðamennsku. Jón Hákon hefur um langt árabil verið virkur í félags- og stjórnmálastarfi, m.a. innan Rótarý-hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, þar sem hann hefur verið bæjarfulltrúi. Hann hefur starfað í stjórn SVS frá 1978. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Endurmenntun kennara 3.000 umsóknir

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fjölskylduhá tíð í Kaldárseli

FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði efnir til fjölskylduhátíðar í Kaldárseli sunnudaignn 21. maí og hefst dagskráin kl. 11. Boðið verður upp á gönguferð um nágrennið undir leiðsögn Jóns Kr. Gunnarsson. Á sama tíma verða skipulagðir leikir fyrir börnin. Að lokinni helgistund í íþróttahúsi sumarbúðanna munu hinir eldri setjast að kaffiborði en börnunum verður boðið til grillveislu. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 37 orð

Fordæma Indverja

STUÐNINGSMENN pakistanska stjórnmálaflokksins Jamaat-i-Islami brenna brúðu í líki Narasimha Rao, forsætisráðherra Indlands fyrir utan utanríkisráðuneytið í Islamabad. Eru heittrúaðir múslimar í Pakistan æfir yfir því að Indverjar brenndu helgistað múslima í Kasmír-héraði í síðustu viku. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 38 orð

Fordæma Indverja

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Framkvæmdastjóri ráðinn

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Róbert Jónsson í stöðu framkvæmdastjóra Atvinnu- og ferðamálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Róbert er ráðinn til tveggja ára en að þeim tíma liðnum skal taka ákvörðun um framhald starfsins. Alls bárust 29 umsóknir um starfið og þar af voru sjö sem drógu umsóknir sínar til baka. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Frumvörp um afnám einkaréttar ÁTVR á inn flutningi

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær stjórnarfrumvörp, sem ekki náðu fram að ganga á seinasta þingi, um afnám einkaréttar ÁTVR á innflutningi og heildsölu á áfengi. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sagt að Ísland verði dregið fyrir EFTA-dómstólinn verði einkarétturinn ekki afnuminn fljótlega, þar sem hann brjóti í bága við EES-samninginn. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 600 orð

Fylgst vel með öllum sem hafa útskrifast

UM 260 nemendur hafa verið brautskráðir frá Tjarnarskóla á þeim tíu árum sem hann hefur starfað. Skólinn hefur þá sérstöðu innan grunnskóla Reykjavíkur að vera mjög smár í sniðum og eru aðeins 70 nemendur við nám árlega eða ein bekkjardeild í hverjum árgangi, þ.e. í 8., 9. og 10. bekk. Meira
19. maí 1995 | Landsbyggðin | 220 orð

Færanleg sögunarverksmiðja

Hólmavík-Feðgarnir Pétur Guðmundsson og Guðmundur Pétursson frá Ófeigsfirði hafa undanfarna daga unnið við að saga rekavið í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Við verkið er notuð stórvirk sögunarverksmiðja sem hlutafélagið Háreki hf. keypti frá Finnlandi í fyrra og kostaði hún 3,2 milljónir króna. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 292 orð

Gasárásin var undirbúin í 2 ár

JAPANSKA lögreglan telur, að sértrúarsöfnuðurinn Æðsti sannleikur hafi lagt á ráðin um eiturgasárásina í neðanjarðarlestinni í Tókýó fyrir tveimur árum. Var það tilgangurinn að greiða fyrir dómsdeginum, sem leiðtogi safnaðarins, Shoko Asahara, hafði spáð, að yrði árið 1997. Sjálfur neitar hann öllum ásökunum en nokkrir fylgjenda hans hafa bendlað hann beint við hryðjuverkin. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 511 orð

Geta greitt staðaruppbót í 10 mánuði

SJÚKRAHÚSIN á landsbyggðinni fá aukafjárveitingu til að borga staðaruppbætur í 10 mánuði á þessu ári. Sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri fá þó enga aukafjárveitingu vegna þess að þau fóru ekki að tilmælum heilbrigðisráðuneytisins að segja sérkjarasamningum við hjúkrunarfræðinga upp. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Gleymdi að setja niður hjólin

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Gleymdi að setja niður hjólin

FLUGMAÐUR tveggja hreyfla flugvélar, sem hann magalenti á Reykjavíkurflugvelli í gær, gleymdi að setja niður hjólin áður en hann lenti. Í vélinni voru flugkennari og flugnemi og voru þeir að æfa blindflug. Hvorugan sakaði og vélin skemmdist ekki mikið. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Göngumessa í Bústaðasókn

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Göngumessa í Bústaðasókn

GÖNGUMESSA verður sunnudaginn 21. maí í Bústaðasókn. Farið verður frá Bústaðakirkju kl. 11 og gengið niður í Elliðaárdal. Á leiðinni verður áð og lesið úr ritningunni og einnig verður helgistund í Elliáárhólmanum. Organisti kirkjunnar Guðni Þ. Guðmundsson og félagar úr Kirkjukór Bústaðakirkju munu leiða sönginn og sóknarprestur flytur hugleiðingu. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 190 orð

Holland uppfylli skilyrði EMU árið 2000

WIM Kok, forsætisráðherra Hollands, sagði í ræðu á miðvikudag að hann væri sannfærður um að Holland myndi uppfylla öll skilyrði fyrir þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsríkja (EMU) í lok aldarinnar, eða árið 2000. "Uppfylling skilyrðanna er innan seilingar," sagði Kok. Meira
19. maí 1995 | Óflokkað efni | 66 orð

Innbrot og vinnuslys

BROTIST var inn í Vídeóland við Geislagötu á Akureyri í fyrrinótt. Þeir sem þar voru að verki brutu rúðu til að komast inn en höfðu lítið annað en smáaura upp úr krafsinu að sögn lögreglu. Maður sem var við störf á athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyringa meiddist á fæti síðdegis í gær þegar járnstykki féll ofan á hann. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meira
19. maí 1995 | Óflokkað efni | 68 orð

Innbrot og vinnuslys

19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Innritun hafin í sumarbúðirnar

INNRITUN í sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni í Eyjafirði stendur nú yfir, sn starfsemin hefst 6. júní næstkomandi. Í sumar verða 7 dvalarflokkar að Hólavatni. Tveir verða fyrir drengi og fjórir fyrir stúlkur og er dvalartími hvers flokks 7 dagar. Einnig verður unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur í ágúst. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Íhuga úr sögn úr SFR

MEGN óánægja er meðal félagsmanna í Félagi þroskaþjálfa með nýgerðan kjarasamning Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR) og ríkisins og er nú til skoðunar að félagið segi sig úr SFR og stofni sjálfstætt stéttarfélag þroskaþjálfa. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Ísland formlega aðili í dag

ÍSLAND verður tekið formlega inn í Eystrasaltsráðið í dag á fundi sem stendur yfir í G'dansk í Póllandi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra situr fundinn. Eystrasaltsráðið var stofnað 1992 af Danmörku, Þýzkalandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 379 orð

Ísland stytzt komið í lögleiðingu EES-reglna

ÍSLAND var um seinustu áramót stytzt á veg komið af ríkjum Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) í lögleiðingu reglna Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í fyrstu ársskýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Í skýrslunni kemur jafnframt fram að tíu kærumál, sem beinast að íslenzkum stjórnvöldum vegna meintra brota á reglum EES, eru nú til meðferðar hjá ESA. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Jakob fær svissnesk verðlaun

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 181 orð

Jakob fær svissnesk verðlaun

JAKOB Jakobssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, voru á miðvikudag, að tillögu svissnesku vísindaakademíunnar, veitt heiðursverðlaun við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Basel í Sviss. Verðlaunin nema 50 þúsund svissneskum frönkum, rúmlega 2,5 milljónum íslenskra króna, Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Kannað hvort auka megi hjúkrunarrými

FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu Sjálfstæðisflokks um að kannaðir verði möguleikar á að auka og bæta hjúkrunarrými í Heilsuverndarstöðinni. Jafnframt að kannað verði hvort hagkvæmt sé að reka hjúkrunarheimili eða deild í nánum tengslum við Droplaugarstaði. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Karlakór syngur

KARLAKÓR Akureyrar- Geysir heldur tónleika í Blönduóskirkju á morgun, laugardaginn 20. maí kl. 16.00. Sama dag kl. 20.30 verður kórinn með tónleika í bóknámshúsi Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki. Efnisskráin er fjölbreytt. Einsöngvari með kórnum er Michael Jón Clarke, undirleikari Richard Simm og stjórnandi Roar Kvam. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Karlakór syngur

19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 274 orð

Kirkjan sýni framhjáhaldi skilning

KARLAR og konur ráða ekki við þá eðlishvöt sína til að halda fram hjá og því ættu trúarleiðtogar að sýna þeim sem það gera meira umburðarlyndi, að mati biskupsins af Edinborg, Richard Holloway. Yfirlýsing hans hefur að vonum vakið upp hörð viðbrögð, bæði meðal kirkjunnar manna og þingmanna. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kirkjureið til Langholtskirkju

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kirkjureið til Langholtskirkju

KIRKJUREIÐ til messu kl. 11 í Langholtskirkju verður á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá félagsheimili Fáks kl. 9.30 og frá hesthúsum við Bústaðaveg kl. 10.30. Predikun flytur framkvæmdastjóri Fáks, Haraldur Haraldsson, lesarar eru leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Klemens Jónsson, trompetleikarar mæta og Garðar Cortes kemur með Kór Íslensku óperunnar. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 146 orð

Kínverjar mótmæla ákvörðun Dalai Lama

KÍNVERJAR sögðu í gær að sú ákvörðun Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, að úrskurða um endurholdgun Panchen Lama án samráðs við kínversk stjórnvöld gengi í berhögg við 203 ára gömul lög frá því á valdatíma Qing-keisaraættar Mansjúmanna í Kína. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 115 orð

Kristnir boða siðbót

SAMTÖK kristinna manna í Bandaríkjunum hafa fengið stuðning helstu áhrifamanna Repúblikanaflokksins við siðbótaherferð sína. Ralph Reed, leiðtogi samtaka kristinna, kynnti siðbótarherferðina, Samning við bandarískar fjölskyldur, á blaðamannafundi í gær. Stóð Newt Gingrich, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, við hlið hans. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 40 orð

Lokaprédikanir í guðfræðideild

ÞRÍR guðfræðinemar flytja lokaprédikanir sínar í háskólakapellunni (2. hæð í aðalbyggingu) á morgun, laugardaginn 20. maí. Guðfræðinemarnir sem prédika eru: Guðmundur Karl Brynjarsson, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Sveinn Valgeirsson. Athöfnin hefst kl. 13.30 og er öllum opin. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 441 orð

Löggilding fulltrúa afturkölluð

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir að löggilding dómarafulltrúa í landinu verði afturkölluð þegar í stað í kjölfar þess að Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að staða dómarafulltrúa í dómskerfinu samrýmist ekki grundvallarreglum stjórnarskrár lýðveldisins eins og þær verði skýrðar með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 275 orð

Mayhew hyggst ræða við Adams

19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 272 orð

Mayhew hyggst ræða við Adams SIR Patrick Mayhe

SIR Patrick Mayhew, Írlandsmálaráðherra Bretlands, kvaðst í gær ætla að bjóða Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins (IRA), til óformlegra viðræðna í Bandaríkjunum í næstu viku. Fundur þeirra verður í Washington þar sem efnt verður til þriggja daga efnahagsráðstefnu sem ætlað er að auka friðarhorfurnar á Norður-Írlandi. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Mikill vandi í sauðfjárræktinni

GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi að eftir að hafa setið nokkra daga í landbúnaðarráðuneytinu áttaði hann sig á því að vandi atvinnugreinarinnar væri meiri en hann hefði haldið. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Nám á sviði íþrótta og tómstunda

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur beint þeim tilmælum til stjórnenda Háskólans á Akureyri að vinna að því að skólinn geti boðið upp á nám á sviði íþrótta og tómstunda. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri og Jón Þórðarson forstöðumaður sjávarútvegssviðs ræddu við bæjarráð í gær um framkomna hugmynd um íþróttaháskóla á Akureyri og framtíðaruppbyggingu Háskólans. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Opnunarhátíð hjá K.Á. á Selfossi

Í tilefni af því að K.Á. á Selfossi hefur gert breytingar á verslun sinni á Selfossi er efnt til fjölskylduhátíðar í dag og á morgun, frá föstudegi 19. maí til laugardags. Þar verður boðið upp á, skemmtanir, uppákomur og sprengitilboð. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 420 orð

Sama velferðarþjónusta með svipuðum fjármunum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gærkvöldi að ríkisstjórnin vildi stöðva sjálfvirkni í útgjöldum ríkissjóðs í velferðarmálum í tæka tíð án þess að raska velferðarkerfinu sjálfu. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 416 orð

Síðsumar í Eyjafirði undirbúið

"SÍÐSUMAR í Eyjafjarðarsveit" er yfirskrift á samkomu- og sýningarhaldi sem efnt verður til að Hrafnagili í Eyjafirði í ágúst í sumar, en staðurinn hefur verið að festa sig í sessi sem sýningarstaður. Þar hafa verið haldnar handverkssýningar síðustu tvö ár og á liðnu sumri var þar haldin landbúnaðarsýningin Auðhumla '94. Fyrirtækið Lifandi land hf. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Skila ekki lífeyrisgreiðslum

DÆMI eru um að sjúkrahús á landsbyggðinni hafi dregið í marga mánuði að skila félagsgjöldum og lífeyrisgreiðslum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða þó að þau hafi dregið þessar greiðslur af starfsmönnum sínum. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Skólaskip finnska flotans í heimsókn

SKÓLASKIP finnska flotans, Pohjanmaa, heimsækir Reykjavík 19.­22. maí nk. Skipið verður opið almenningi laugardaginn 20. maí og sunnudaginn 21. maí kl. 9­11 og 14­16. Skipið var sjósett 28. ágúst 1978 frá Wärtsilä höfn í Helsinki. Það eru meira en 10 ár síðan finnski sjóherinn heimsótti Ísland og var það sama Pohjanmaa sem þá kom til Reykjavíkur í júní 1982. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 306 orð

Skráningakerfi atvinnulausra verði stokkað upp

ENDURSKOÐA verður atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni að mati Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Ráðherra lýsti áhyggjum sínum af vaxandi atvinnuleysi í yngstu aldurshópum samfélagsins á fundi BSRB um atvinnuleysi ungs fólks. Hann kvað atvinnuleysistryggingakerfið vera í nokkrum meginatriðum stórgallað og þjóna oft ekki tilgangi sínum. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Sól í stað stórhríðar

19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Sól í stað stórhríðar

BRÚNIN lyftist ögn á Akureyringum þegar þeir gáðu til veðurs í gærmorgun. Veðurspáin hefði víst ekki verið upp á marga fiska, norðanátt og jafnvel stórhríð ef allt færi á versta veg. Menn kættust mjög þegar spáin rættist ekki og mörgum fannst tilvalið að eyða deginum utandyra eins og þessar ungu konur sem spjölluðum um daginn og veginn á Hamborgarhorninu. Meira
19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Sólskin

19. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Sólskin

UNNUR og hundurinn hennar hún Sunna létu tækifærið þegar sólin fór að skína sér ekki úr greypum ganga, þær héldu út í góða veðrið og böðuðu sig í geislum sólarinnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Spáð vætu syðra

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Spáð vætu syðra

VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir að veður fari hlýnandi um helgina, með langþráðri vætu sunnanlands. Búizt er við hægri sunnanátt á laugardag, en sunnanstrekkingi á sunnudag. Hiti verður fjögur til tíu stig á laugardag og spáð er hlýjustu veðri á Norðvesturlandi. Á sunnudag er spáð sjö til tólf stiga hita á landinu. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 476 orð

Strangari reglur um nýjar hópbifreiðar en notaðar

INNFLYTJENDUR hópbifreiða hafa ítrekað gert athugasemdir við það hjá dómsmálaráðuneyti að nýjum bílum sé gert að uppfylla strangari kröfur um búnað en notuðum. Segja þeir til lítils að herða reglugerðir um mengunarvarnir á nýjum bílum, svo dæmi sé tekið, því flotinn úreldist ekki meðan verið sé að flytja inn eina nýja hópbifreið á móti tugum notaðra. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 381 orð

Sýknaður af hnefaleikaákæru

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað 37 ára gamlan mann af ákæru um að hafa brotið lög um bann við hnefaleikum með því að kenna "kickbox" á námskeiðum. Málið kom upp í nóvemberlok 1993 eftir að myndir birtust í sjónvarpsfréttum af keppni í bardagaíþróttum á vegum mannsins, þar sem m.a. var sýndur bardagi 12-13 ára drengja. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 390 orð

Sýknaður af hnefaleikaákæru

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sægreifi í net sjómanna

TVEIR sjaldséðir fiskar komu í net Breka VE í síðasta túr, kolskeggur og sægreifi. Í bókinni Íslenskir fiskar, eftir Gunnar Jónsson, er kolskegg m.a. lýst svo, að hann sé svartur, langvaxinn og þunnvaxinn miðsævis djúpfiskur, roð hreisturlaust og á höku er alllangur hökuþráður og er ljósfæri á enda hans. Þá eru tvær raðir ljósfæra eftir endilöngum hliðum. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 343 orð

Sögu og menningarhátíð í gamla Vesturbænum

Á MORGUN verður formlega opnuð sögu og menningarhátíð í gamla Vesturbænum, sem standa mun yfir til 28. maí, en samnefnari hátíðarinnar verður sýningin "Gamli Vesturbærinn, mannlíf og saga", sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 16.30. Á sýningunni, sem verður opin til 11. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Tilviljun líklegasta skýringin

LÆKNAVÍSINDIN geta ekki skýrt hvers vegna aðeins fæðast sveinbörn eða meybörn í einstökum fjölskyldum svo áratugum skiptir samkvæmt upplýsingum frá Reyni Tómasi Geirssyni prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómum. Morgunblaðið hefur skýrt frá því að aðeins hafi fæðst sveinbörn í fjölskyldu nokkurri í 58 ár. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 444 orð

Togarinn leigður til að forðast áhrif verkfalls

SAMHERJI hf. á Akureyri hefur gengið frá leigu á frystitogaranum Baldvin Þorsteinssyni EA 10 til færeyska útgerðarfélagsins Framherja, en Samherji á hlut í því fyrirtæki. Togarinn fór til karfaveiða á Reykjaneshrygg þann 10. maí. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 162 orð

Umbætur eða enda lokin blasa við

EF UPPBYGGING Evrópusambandsins verður ekki endurskipulögð og einfölduð er hætta á að það muni byrja að leysast upp er ný aðildarríki í austurhluta Evrópu bætast við, segir Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB í viðtali við Financial Times í gær. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Umhyggja við ævilok

ÖLDRUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir ráðstefnu föstudaginn 19. maí nk. kl. 13.15 í Borgartúni 6, Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Umhyggja við ævilok. Ráðstefnustjóri verður Sigrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Umhyggja við ævilok

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Umverfisþing í Stapa

FRÆÐSLUÞING um umhverfismál verður í Stapa, Njarðvík, laugardaginn 20. maí kl. 13­16. Í anddyri Stapa verður sýning þar sem Iðntæknistofnun kynnir heimajarðgerð úr lífrænum heimilisúrgangi og græn fjölskylda kynnir flokkun heimilisúrgangs. Skúli Skúlason, formaður íþr. og umf. Keflavík, setur þingið og ávarp flytur Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Umverfisþing í Stapa

19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 274 orð

Um þúsund manns hafa skráð sig

RÚMLEGA þúsund manns hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna og aldrei hafa fleiri verið skráðir á þessum tíma starfsárs í 18 ára sögu miðlunarinnar. Sigurður Eyjólfsson framkvæmdastjóri AN sagði í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag að um 1020 manns hefðu þegar skráð sig en þeir hefðu verið tæplega 700 á sama tíma í fyrra. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Uppgjöri vegna bakvakta lokið

UPPGJÖRI til tíu starfsmanna Sjúkrahúss Vestmannaeyja, í samræmi við dóm Hæstaréttar frá því í fyrra, vegna vangoldinna greiðslna fyrir bakvaktir, lauk í síðustu viku. Samkvæmt dómnum áttu starfsmennirnir rétt á greiðslum fyrir bakvaktir frá 1. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Uppgjöri vegna bakvakta lokið

19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 56 orð

Upplýsingaskrifstofa opnuð

19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 55 orð

Upplýsingaskrifstofa opnuð

SANTER kom í heimsókn til Stokkhólms á dögunum og var meðal annars viðstaddur opnun upplýsingaskrifstofu ESB við Norrmalmstorg. Hann sagðist vilja koma í veg fyrir að Maastricht-einkennin endurtæki sig, það er að breytingar á skipulagi ESB mættu andstöðu almennings vegna upplýsingaskorts. Þá átti hann fundi með Mats Hellström Evrópuráðherra og Ingvar Carlsson forsætisráðherra. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Varðhald fyrir steradreifingu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 47 ára gamlan fyrrum eiganda líkamsræktarstöðvar í 3 mánaða varðhald, þar af 2 mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa flutt inn og tekið við allt að 9.000 skömmtum af sterum. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Varðhald fyrir steradreifingu

19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 226 orð

Viðræðum við Marokkó frestað

EVRÓPUSAMBANDIÐ og Marokkó gerðu hlé á viðræðum sínum um nýjan fiskveiðisamning á miðvikudag. Ekki er gert ráð fyrir að þeim verið framhaldið fyrr en í byrjun júní. Samninganefndirnar sneiddu framhjá flestum erfiðustu málunum, svo sem niðurskurði kvóta ESB og kröfu Marokkó um að skip ESB landi í marokkóskum höfnum. Meira
19. maí 1995 | Erlendar fréttir | 471 orð

Yngri ráðherrar, fleiri konur og fjölgun embætta

UNGIR ráðherrar og nokkur ný ráðherraembætti setja svip sinn á hina nýju ríkisstjórn Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands. Evrópusinninn Hervé de Charette verður utanríkisráðherra, Alain Madelin, sem er afar andsnúinn ríkisafskiptum, verður ráðherra efnahags- og fjármála, gaullistinn Jean-Louis Debre verður innanríkisráðherra og evrópusinninn Charles Millon varnarmálaráðherra. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Þakkað fyrir umönnun hérlendis

FÓTBROTNI Rússinn Alexander Melnikov, sem slasaðist um borð í leiguskipi Ístogs hf. Ocher og Morgunblaðið greindi frá fyrir nokkru, er kominn heilu og höldnu til síns heima í Kaliningrad. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóra fyrirtækisins Ribprognoz, sem framleigir Ístogi Ocher, kom Rússinn til Kaliningrad 28. apríl. Hann fór á spítala og var gerð önnur aðgerð á fæti hans um miðjan maí. Meira
19. maí 1995 | Miðopna | 1192 orð

ÞURFTI EKKI AÐ HLÍTA ÞVÍ AÐ FULLTRÚI DÆMDI

Hæstiréttur telur stöðu dómarafulltrúa ekki uppfylla grunnreglur stjórnarskrár lýðveldisins og mannréttindasáttmála ÞURFTI EKKI AÐ HLÍTA ÞVÍ AÐ FULLTRÚI DÆMDI Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Öllum Hvergerðingum boðið í mat, hjólreiðakeppni og listsýningar

HEILSTUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði á 40 ára afmæli 24. júlí nk. Í tilefni þess hefur m.a. verið ákveðið að bjóða öllum íbúum Hveragerðis í mat. Ekki koma þó allir í einu. Hópum verður boðið í hádegismat hvern sunnudag og er fyrsta hópi boðið sunnudaginn 21. maí og síðan svo lengi sem íbúafjöldinn endist. Allir fá send boðskort með tilgreindum boðsdegi og gestum verður kynnt stofnunin. Meira
19. maí 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þorkell Grisjað á Klambratúni ÞRÁTT fyrir ágæta sólbaðsdaga er hætt við að gróðurtaki ekki almennilega viðsér fyrr en í góðum gróðraskúr að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóraReykjavíkur. Meira

Ritstjórnargreinar

19. maí 1995 | Staksteinar | 388 orð

jóð límd við leikina

19. maí 1995 | Leiðarar | 675 orð

STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA

STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA STEFNURÆÐU sinni á Alþingi í gærkvöldi gerði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, velferðarkerfið sérstaklega að umtalsefni og sagði: "Um allan hinn vestræna heim ber nú mjög á ótta um, að velferðarkerfið sé að komast í þrot. Meira
19. maí 1995 | Staksteinar | 379 orð

»Þjóð límd við leikina BLAÐAMAÐURINN Neil Lyndon heldur því fram í The Spectator

BLAÐAMAÐURINN Neil Lyndon heldur því fram í The Spectator að sívaxandi hlutfall íþróttaefnis í sjónvarpi hafi forheimskandi áhrif á þá, sem sitja límdir við skjáinn. Félagsleg gelding heillar kynslóðar karla Meira

Menning

19. maí 1995 | Menningarlíf | 101 orð

8. stigs tónleikar í Söngskólanum ÁTTA af nemendum Söngskólans í Reykjavík tóku skólaárið 1994-1995 8. stigs próf í einsöng,

ÁTTA af nemendum Söngskólans í Reykjavík tóku skólaárið 1994-1995 8. stigs próf í einsöng, lokapróf úr almennri deild skólans. Lokaáfangi prófsins er einsöngstónleikar og verða þeir fyrstu laugardaginn 20. maí kl. 15 í Íslensku óperunni. Á efnisskránni eru meðal annars íslensk og erlend ljóð og óperuaríur. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 100 orð

Down Beat kynnir Sunnu Gunnlaugsdóttur

BANDARÍSKA tímaritið Down Beat, sem er eitt útbreiddasta og virtasta djasstímarit í heimi, kynnir íslenska píanóleikarann Sunnu Gunnlaugsdóttur í nýjasta tölublaði sínu og er greint frá því að Sunna hafi hlotið námsstyrk úr minningarsjóði Karls Sighvatssonar, sem veittur sé árlega hæfileikaríkum píanó- eða orgelleikurum á Íslandi. Meira
19. maí 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Ein stór fjölskylda

SÍÐASTLIÐINN sunnudag var haldin fjölskylduhátíð í Sundlaug Kópavogs í tengslum við 40 ára afmælishátíð kaupstaðarins. Af þessu tilefni fengu sundlaugargestir ókeypis aðgang eftir hádegi og að auki var opið klukkutíma lengur eða til klukkan 22. Ýmislegt var haft fyrir stafni þennan dag. Meira
19. maí 1995 | Fólk í fréttum | 92 orð

Ein stór fjölskylda

19. maí 1995 | Menningarlíf | 76 orð

Eygló sýnir í Slunkaríki EYGLÓ Harðardóttir opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði á laugardag kl. 16. Eygló sýnir innsetningu

EYGLÓ Harðardóttir opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði á laugardag kl. 16. Eygló sýnir innsetningu (ljósmyndir og teikningar) þar sem hún teflir saman brotakenndum myndum úr raunveruleikanum. Eygló hélt einkasýningu í Nýlistasafninu 1994 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Meira
19. maí 1995 | Tónlist | 282 orð

Fíngerður leikur

Martial Nardeau og Peter Máté fluttu verk eftir Farkas, Enesco, Prokofiev, Bizet, Milhaud, Poulenc og Bourdin.Þriðjudagurinn 16. maí 1995. ÞAÐ ER í raun fátt eitt að segja um leik Martial Nardeau og Peter Máté, annað en að allt var glæsilega gert, bæði er varðar tæknileik og fallegan flutning. Tónleikarnir hófust á sónatínu eftir Ferenc Farkas, litlausu en ekki illa unnu verki. Meira
19. maí 1995 | Leiklist | 487 orð

Fjarlægt ofríki

Handrit: Kari Hukkila. Leikstjóri Atro Kahiluoto HARMLEIKURINN Á þaki veraldar segir sögu Tíbetbúa seinustu áratugina. Harmleik sem felst í því að Kínverjar hafa vaðið yfir land þeirra, eyðilagt búddaklaustrin og eytt bókum þeirra og trúarlegum listaverkum. Verkið styðst ekki um atburði sem átt hafa sér stað, heldur er fjallað um árekstur ólíkra heima, sem eiga sér málsvara í því. Meira
19. maí 1995 | Myndlist | 451 orð

Flæði og fræhús

Opið 10-18 virka daga, laugardaga 12-18, sunnudaga 14-18. Aðgangur ókeypis. Til 28. maí. LISTAKONAN Eva Benjamínsdóttir telst ekki stórtæk á sýningavettvangi og þannig hefur hún einungis boðið upp á eina vinnustofusýningu, frá því hún sýndi í Ásmundarsal 1983. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 31 orð

Guðmundur í Ásmundarsal

19. maí 1995 | Menningarlíf | 29 orð

Guðmundur í Ásmundarsal GUÐMUNDUR Bjarnason opnar myndasýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu á laugardag. Sýndar verða

GUÐMUNDUR Bjarnason opnar myndasýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu á laugardag. Sýndar verða teikningar, pastelmyndir og vatnslitamyndir. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-19 til 28. maí. Meira
19. maí 1995 | Myndlist | 588 orð

Hið græna vor

Opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 31. maí. Aðgangur ókeypis ÞAÐ ER einn veikleiki myndlistarinnar og mótar viðhorf margra til hennar, að hún er sjaldnast virkur þáttur hins daglega lífs hjá þorra fólks, heldur er hún að mestu sett til hliðar - að vísu í heiðurssæti á besta stað, utan og ofan við amstur hversdagsins, Meira
19. maí 1995 | Fólk í fréttum | 199 orð

Húsmóðir og móðir

BJÖRK Guðmundsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana, enda er breiðskífa hennar á næstu grösum. Því birtast viðtöl við hana í hverju blaðinu af öðru um þessar mundir og fyrir skemmstu var mikið viðtal við hana í bandaríska blaðinu Interview. Meira
19. maí 1995 | Fólk í fréttum | 202 orð

Húsmóðir og móðir

19. maí 1995 | Fólk í fréttum | 140 orð

Hvataverðlaun Varðar afhent

SJÁLFSTÆÐISMENN í Norðurlandskjördæmi eystra efndu til uppskeruhátíðar í Lóni um síðustu helgi í tilefni af góðum sigri í síðustu alþingiskosningum. Þar afhenti Svanhildur Hólm Valsdóttir formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, Halldóri Blöndal samgönguráðherra stein úr Ólafsfjarðargöngunum, sem lengi voru eitt helsta baráttumál ráðherrans, Meira
19. maí 1995 | Fólk í fréttum | 140 orð

Hvataverðlaun Varðar afhent

19. maí 1995 | Menningarlíf | 37 orð

Kennslustundin endurtekin

19. maí 1995 | Menningarlíf | 36 orð

Kennslustundin endurtekin

BREYTING verður á dagskrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans mánudaginn 22. maí. Kennslustundin eftir Ionesco verður endurtekin. Áður auglýst dagskrá, Ég kem frá öðrum löndum með öll mín ævintýri aftan á mér, fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Meira
19. maí 1995 | Fólk í fréttum | 169 orð

Kúlnahríð á Broadway

REGNBOGINN frumsýnir nýjustu gamanmynd meistara Woody Allens, "Bullets Over Broadway" eða Kúlnahríð á Broadway. Myndin var tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna og hlaut Diane Wiest Óskarinn sem besta leikkona í aukahlutverki. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 526 orð

Létt og litríkt

GRADUALE-KÓR Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, laugardag kl. 17. Graduale-kórinn er barna- og unglingakór og tók til starfa í upphafi árs 1992 en hann er sprottinn upp úr kórskóla Langholtskirkju sem stofnaður var haustið áður. Meira
19. maí 1995 | Leiklist | 453 orð

Loginn blaktir

Leikfélag Rangæinga: Kertalog eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir, Leikendur: Anna H. Helgadóttir, Sigurður B. Sigurðsson, Guðmundur Helgason, Þórunn Ólafsdóttir, o.fl. Sunnu, Hvolsvelli, 13. maí. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 65 orð

Messa Ísfirðinga í Reykjavík ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ hefur ákveðið að gangast fyrir messu og kirkjukaffi sunudaginn 21. maí kl. 14 í

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ hefur ákveðið að gangast fyrir messu og kirkjukaffi sunudaginn 21. maí kl. 14 í Áskirkju við Vesturbrún í Reykjavík. Séra Hjörtur Hjartarson, fæddur og uppalinn á Ísafirði, mun messa. Kór brottfluttra Ísfirðinga syngur, orgelleikari verður Kristján Sigtryggsson. Kirkjukaffi verður strax á eftir messu. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Rasmuss í Norræna húsinu

19. maí 1995 | Menningarlíf | 64 orð

Rasmuss í Norræna húsinu SÆNSKA myndin "Rasmuss på luffen" verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 21. maí kl. 14. Rasmuss býr

SÆNSKA myndin "Rasmuss på luffen" verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 21. maí kl. 14. Rasmuss býr á upptökuheimili fyrir munaðarlaus börn. Hann langar gjarnan að eignast foreldra og ákveður að taka málið í sínar hendur og strýkur burt af heimilinu. Þar með hefst viðburðaríkt og skemmtilegt ferðalag. Myndin er 100 mín. að lengd. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 63 orð

"Sápunni" að ljúka

19. maí 1995 | Menningarlíf | 60 orð

"Sápunni" að ljúka GRÍNLEIKURINN Sápa tvö: Sex við sama borð, eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur, hefur

GRÍNLEIKURINN Sápa tvö: Sex við sama borð, eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur, hefur verið sýndur fyrir fullu húsi síðan hann var frumsýndur þann 1. mars s.l. Sýningar eru nú komnar á þriðja tuginn og er það met á þessu fyrsta starfsári Kaffileikhússins. Síðustu sýningar á Sápu verða laugardaginn 20. maí og föstudaginn 26. maí kl. 22.30. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Síðasta sýningarhelgi Gunnellu MÁLVERKASÝNINGU Guðrúnar E. Ólafsdóttur, Gunnellu, í Listhúsinu við Engjateig í Laugardal lýkur

MÁLVERKASÝNINGU Guðrúnar E. Ólafsdóttur, Gunnellu, í Listhúsinu við Engjateig í Laugardal lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru 30 olíumálverk, unnin á síðustu tveimur árum. Þetta er önnur einkasýning Gunnellu, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, meðal annars á Kjarvalsstöðum og Gallerí Borg. Sýningin er opin mánud. til laugard. frá kl. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 508 orð

Snertigildið í öndvegi

"ÉG BYRJA með óljósa hugmynd enda er erfitt að festa hendur á ákveðinni meiningu. Síðan þróast þetta í myndinni og hvergi annars staðar. Upphaflega hugmyndin gleymist því oft meðan á vinnslu myndanna stendur," segir Valgarður Gunnarsson myndlistarmaður en sýningu á verkum hans í Gallerí Borg lýkur á sunnudaginn kemur. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Spænsk gítartónlist

GÍTARNEMENDUR við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar halda tónleika á Sólon Íslandus laugardaginn 20. maí kl. 17.00. Flutt verður klassísk gítartónlist frá ýmsum tímabilum en spænsk tónlist verður þó mest áberandi. Þeir sem fram koma eru: Arngeir Heiðar Hauksson, Guðmundur Pétursson, Halldór Ólafsson, Kristján Eldjárn, Pálmi Erlendsson, Tyrfingur Þórarinsson og Þröstur Þorbjörnsson. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Spænsk gítartónlist

19. maí 1995 | Menningarlíf | 152 orð

Stærsti karlakór á Íslandi syngur á Höfn

YFIR 300 manna karlakór syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði á laugardaginn. Kórinn er settur saman úr sjö karlakórum í Kötlu, sambandi sunnlenskra karlakóra, sem koma saman til söngmóts á Höfn um helgina. Meira
19. maí 1995 | Menningarlíf | 92 orð

Webber keypti Picasso

19. maí 1995 | Menningarlíf | 91 orð

Webber keypti Picasso

KOMIÐ hefur í ljós hver keypti málverk Pablos Picassos fyrir metupphæð á uppboði í New York í síðustu viku. Það var söngleikjahöfundurinn Andrew Lloyd Webber sem greiddi 29,1 milljón dollara fyrir verkið "Angel Fernandez de Soto" en það var mun hærra verð en búist var við. "Mér finnst afar ánægjulegt að koma með þetta verk til Bretlands. Meira

Umræðan

19. maí 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Áhersla lögð á að auka samheldni þjóðarinnar

Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu á Alþingi í gærkvöld. Ræðan fer hér á eftir en fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins. HERRA forseti, góðir Íslendingar, Ný ríkisstjórn tók við völdum í landinu eftir kosningarnar sem fram fóru 8. apríl síðastliðinn. Meira
19. maí 1995 | Aðsent efni | 490 orð

Á vængjum söngsins

Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur Karlakór Reykjavíkur var nú í byrjun maí að ljúka sinni árlegu tónleikaför fyrir styrktarfélaga og aðra velunnara kórsins. Gífurleg aðsókn var að tónleikum kórsins og varð kórinn að halda aukatónleika fyrir þá sem frá urðu að hverfa á fyrstu fimm tónleikunum. Hátt í fjögur þúsund manns sóttu tónleikana. Meira
19. maí 1995 | Velvakandi | 188 orð

Enn um Jón Múla

Enn um Jón Múla Sigurkarli Stefánssyni: SPENNTUR og vongóður varð ég við lestur bréfs Vilhelms G. Kristinssonar í Morgunblaðinu 10. maí síðastliðinn. Óviss eftir svarbréf útvarpsstjóra. Og vonsvikinn þegar Jón Múli kom í kjölfarið og endurtók að hann væri hættur. Meira
19. maí 1995 | Velvakandi | 574 orð

Góðtemplarareglan hefur unnið stórvirki

HÉR Á landi fer bölið sem allskonar vímuefni valda, vaxandi. Fleiri og fleiri sem valda tjóni á líkama og sál bætast í hópinn og öll meðferðarheimili eru full af fólki sem hefir orðið fyrir þessari vá, svo ekki sé meira sagt. Meira
19. maí 1995 | Aðsent efni | 389 orð

gudrunhÊalthingi.is

19. maí 1995 | Aðsent efni | 380 orð

gudrunhÊalthingi.is

Í grein Guðrúnar Helgadóttur þann 12. maí sl. hér í blaðinu kemur fram greinileg minnimáttarkend í garð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra fyrir það að nýta sér nútíma samskiptatækni. Það er vissulega skiljanlegt að hún sé illa haldin eftir hrakningarnar í mislukkuðu vinstra vori og málefnalega soltin, en með öllu óskiljanlegt afhverju hún er að væla yfir kostnaði á mótöldum. Meira
19. maí 1995 | Velvakandi | 259 orð

Heiti hafanna umhverfis Ísland

Heiti hafanna umhverfis Ísland Einari Vilhjálmssyni: Í LANDNÁMABÓK eru heitin Íslandshaf á hafinu milli Íslands og Noregs og Dumbshaf norður af landinu, sem síðar hefur verið nefnt Íshaf. Í Grænlendingabók nefnist hafið milli Íslands og Grænlands Grænlandshaf. Meira
19. maí 1995 | Aðsent efni | 228 orð

Hvað getum VIÐ gert?

FÆSTUM finnst í lagi að sjá unglinga allt frá 13 ára aldri illa drukkna veifandi landabrúsum eða bjórdósum. Fæstum finnst í lagi að vita til þess að meirihluti framhaldsskólanema er farinn að drekka reglulega. Flestir hafa einhverja hugmynd um það að neysla áfengis og annarra vímuefna er óholl fyrir börn sem eru að verða fullorðin. Meira
19. maí 1995 | Velvakandi | 388 orð

íkverji hefur notfært sér hraðbankaþjónustu Landsbankans

íkverji hefur notfært sér hraðbankaþjónustu Landsbankans með glöðu geði í áravís og eini tilgangurinn með því að fá debetkort var að geta skotist í hraðbankann og náð í peninga með lítilli fyrirhöfn. Einn aðalkosturinn við hraðbankann er, að það er hægt að sækja þangað pening, hvenær sem er utan opnunartíma banka. Meira
19. maí 1995 | Velvakandi | 627 orð

Landafræði og veiðar í Norðurhafinu

VELVILJAÐUR prófarkalesari á Mbl. vildi hjálpa mér og breytti í grein minni í blaðinu 4. þ.m. þar sem rætt var um úthafsveiðar í Norðurhafinu í Norður-Atlantshafið, sem ekki reyndist nógu gott. Norður-Atlantshafið nær nefnilega suður að miðbaug, þar sem Suður- Atlantshafið tekur við. Norðurhafið er staðsett svo sem nafnið bendir til. Meira
19. maí 1995 | Velvakandi | 190 orð

LAUF þakkar stuðning

LEIÐRÉTTING vegna greinar um söfnun fyrir tæki sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 9. maí sl. (bréf til blaðsins). Þau leiðu mistök urðu að rangt var farið með nafn Kiwanisklúbbsins Viðeyjar, Reykjavík. Meira
19. maí 1995 | Aðsent efni | 820 orð

Reykholt og aðrir í vanda

ÓVISSA ríkir nú um áframhaldandi starfsemi skólans að Reykholti í Borgarfirði eftir að Ólafur Þ. Þórðarson fyrrverandi alþingismaður hyggst, í krafti úreltra laga, setjast þar aftur sem skólastjóri. Meira

Minningargreinar

19. maí 1995 | Minningargreinar | 219 orð

Alma Sigurðardóttir

Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, sá er segir við Drottinn: "Hæli mitt og háborg Guð minn er ég trúi á." (Sálm: 91;1­2.) Við verðum að segja það að þessi vers úr Davíðssálmi eigi mjög vel við Ölmu vinkonu okkar, hún trúði á Guð og treysti honum. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 117 orð

Alma Sigurðardóttir

Kona frænda míns, hún Alma, er látin. Alma var kona sem var mjög blíð og gefandi. Þegar ég var 12 ára var ég mikið ein og átti fáa vini. Þá lá leiðin til Ölmu sem tók vel á móti mér og alltaf gaf sér tíma fyrir mig. Hlýjan og skilningurinn sem ég fékk þá hefur valdið því að hún er ein af bestu vinkonum mínum. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 321 orð

Alma Sigurðardóttir

Mig langar að skrifa nokkur minningarorð um elsku vinkonu mína og trúsystur Ölmu. Ég kynntist Ölmu fyrst í gegnum kristilega samfélagið okkar í Keflavík. Ég tók strax eftir því hve hlý kona Alma var og kærleiksrík. Hún átti upphafið að okkar kynnum. Hún gaf sig á tal við mig og fljótlega var eins og við hefðum þekkst í mörg ár, og hún talaði um að koma í heimsókn við fyrsta tækifæri. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ALMA SIGURÐARDÓTTIR

ALMA SIGURÐARDÓTTIR Alma Sigurðardóttir fæddist á Norðfirði 15. desember 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 10. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 18. maí. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 250 orð

Björn Þ. Jóhannesson - viðb

Björn Þ. Jóhannesson fyrrverandi lektor við Kennaraháskóla Íslands lést af slysförum 11. maí sl. Undirritaður var náinn samstarfsmaður Björns um rúmlega 20 ára skeið og vill votta honum virðingu með nokkrum orðum. Björn var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, stundaði síðan háskólanám í Edinborg og lauk þar M.A. honours-prófi með ensku og enskar bókmenntir sem aðalgrein. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Björn Þ. Jóhannesson - viðb

Kveðja frá Kennarafélagi KHÍ Björn Þ. Jóhannesson var kennari við Kennaraháskóla Íslands og síðar lektor við Kennaraháskóla Íslands um áratuga skeið. Við erum því mörg sem urðum þess aðnjótandi að eiga hann að samverkamanni og félaga og sum okkar voru nemendur hans á árum áður. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 294 orð

Björn Þ. Jóhannesson - viðb

Björn föðurbróðir minn, ég get ekki skilið við þig án þess að minnast þess sem þú hefur gert fyrir mig. Sumar af mínum fyrstu minningum eru frá sumrinu 1957. Faðir minn dó þá um vorið, og þú fórst með mig, fjögurra ára frænda þinn, til Jennýjar systur ykkar í Hrísakoti á Vatnsnesi. Ég man þegar þú sýndir mér húsakynni og eins man ég vel hve góður þú varst og hvað ég leit upp til þín. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 692 orð

Björn Þ. Jóhannesson - viðb

Mig langar til að minnast Björns Þ. Jóhannessonar, mágs míns, fáeinum orðum. Enginn reyndist mér betur, þegar erfiðleikar steðjuðu að, og gamlar minningar leita á hugann. Árið 1957 missti Björn elsta bróður sinn, Jón Jóhannesson, prófessor, sem andaðist langt um aldur fram, tæplega 48 ára að aldri. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 569 orð

Björn Þórarinn Jóhannesson

Móðurbróðir minn, Björn Þórarinn Jóhannesson, hefur kvatt þessa jarðvist okkar tæplega 65 ára aldri. Kveðjustundin er ætíð sár, en allar góðu minningarnar bæta þar dálítið um og gera okkur missinn mildari. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 83 orð

BJÖRN ÞÓRARINN JÓHANNESSON

BJÖRN ÞÓRARINN JÓHANNESSON Björn Þórarinn Jóhannesson var fæddur 29. maí 1930 á Hvammstanga, V-Húnavatnssýslu. Hann lést á Landspítalanum 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Guðrún Gísladóttir frá Lágafelli, Mosfellssveit og Jóhannes Pétur Jónsson frá Hrísakoti á Vatnsnesi, V-Húnavatnssýslu. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 990 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Það var hamingja mín og gæfa að mega nánast sem unglingur taka þátt í mótun verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarstefnunnar, taka þátt í því stríði, sem háð hefur verið og háð er til að rétta hlut hvers þess sem á er hallað og gera manneskjuna sjálfa að miði og möndli þjóðfélags og stjórnskipunnar. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 362 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Þegar góður og einlægur vinur er skyndilega burt kallaður yfir móðuna miklu finnst mér að yfirþyrmandi sorg fylli hugann. Við Eggert G. Þorsteinsson höfum verið samherjar og vinir í nærri 50 ár. Við höfum starfað saman bæði í stjórnmálum og öðrum málum. Fjölskyldur okkar hafa átt fjölmargar sameiginlegar gleði- og ánægjustundir. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 28 orð

EGGERT G. ÞORSTEINSSON

EGGERT G. ÞORSTEINSSON Eggert Gíslason Þorsteinsson fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. maí síðastliðinn. Útför Eggerts var gerð frá Fríkirkjunni 16. maí sl. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 361 orð

Einar Þ. Guðjohnsen - viðb

Fáa menn hef ég hitt gædda meiri lífsþrótti en Einar Þ. Guðjohnsen. Þetta kom strax fram, er fundum okkar bar fyrst saman í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri. Það sópaði að þessum hávaxna Húsvíkingi. Vakti sá vaski drengur þegar athygli og þótti mönnum betra að hafa hann með sér en móti þegar til leikja kom. Hann var keppnismaður mikill, lá hvergi á liði sínu og dreif aðra með sér. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 1156 orð

Einar Þórður Guðjohnsen

Þegar vorsólin vermir jörðina og gyllir fjöllin, daginn sem sandlóan ljúflingur sumarsins heilsaði mér og þýðir ómar spóans náðu eyrum mínum í fyrsta sinn í vor, þá barst mér sú harmafregn, að aldavinur minn og samferðamaður í áratugi Einar Þ. Guðjohnsen, fyrrum framkvæmdastjóri, leiðsögumaður og ferðafrömuður, væri allur. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 407 orð

Einar Þórður Guðjohnsen

Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu' engan dag fyrir sólarlags stund." Þetta vers úr sálmi Matthíasar Jochumssonar kom mér í hug er ég frétti af skyndilegu andláti tengdaföður míns, Einars Þórðar Guðjohnsen. Langar mig til að setja hér nokkrar línur á blað til að minnast Einars. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 878 orð

Einar Þórður Guðjohnsen

Eins og sjá má af yfirlitinu hér í upphafi átti Einar fjölbreytilegan starfsferil að baki, en kunnastur var hann þó fyrir afskipti sín af ferðamálum, enda má segja að hann hafi verið brautryðjandi á því sviði. Snemma hneigðist hugur hans til íþrótta og útivistar. Einkum var hann nafntogaður göngugarpur og svo hraðgengur að fáir fylgdu honum eftir. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 446 orð

EINAR ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN

EINAR ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN Einar Þórður Guðjohnsen fæddist 14. apríl 1922 á Höfn í Bakkafirði í Norður- Múlasýslu. Hann lézt að heimili sínu síðla dags 11. maí. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Guðjohnsen sparisjóðssjóri á Húsavík og kona hans Hallgerður Eyjólfsdóttir Guðjohnsen húsfreyja. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 146 orð

HARALDUR SIGURJÓNSSON

Haraldur Sigurjónsson fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1917. Hann lést á Sólvangi 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónfríður Halldórsdóttir frá Grundum í Kollsvík og Sigurjón Gunnarsson frá Gunnarsbæ í Hafnarfirði. Eftirlifandi eiginkona Haralds er Klara Guðmundsdóttir frá Drápuhlíð í Helgafellssveit. Börn þeirra eru fjögur: Sturla, f. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 235 orð

Haraldur Sigurjónsson - viðb

Eins fallegur og sunnudagsmorguninn 14. maí var með glampandi sól, logni og ekki skýhnoðra á himni, læddist samt skuggi yfir hjörtu okkar systkinanna. Halli afi okkar var dáinn. Hann var búinn að vera mikið veikur og því bjuggumst við við þessu en samt var erfitt að kyngja því. Afi var alltaf nálægur þegar við þurftum einhverja hjálp. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 546 orð

Haraldur Sigurjónsson - viðb

Tengdafaðir minn Haraldur Sigurjónsson er látinn. Ég kom fyrst á heimili Klöru og Halla og fjögurra bara þeirra á Hverfisgötu 45 í Hafnarfirði þegar ég var aðeins 18 ára gömul, þá trúlofuð Guðmundi næstelsta syni þeirra. Þar var mér strax sérlega vel tekið og ég látin finna að ég væri velkomin á heimilið. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Jóhanna Sveinsdóttir

Æ, þetta er óhugsandi, ég sit hér eins og svo margir að rista minningu um Jóhönnu alla, líflausan kaldan kroppinn. Þótt helkuldann leggi í innhandleggina finn ég ylinn og ilminn, finn að hún er ekki dáin, hún lifnar mér og lifnar mér. Hún umlykur mig hlýju sinni og lítur inn í heima alla, út um heima alla. Hún svalar fölum augum mínum sem þurfa svo fegurð. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 512 orð

Jóhanna Sveinsdóttir

Um haustið 1969 kom til tals að leggja niður latínu sem námsgrein í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þessum nýja menntaskóla sem þá þótti svo róttækur og byltingarkenndur. Það hafði alltaf verið samasemmerki á milli menntaskóla og latínu en það virtist ekki vera áhugi fyrir hendi hjá fulltrúum blómakynslóðarinnar að nema þessi fornu fræði og áhugaleysi unglinganna átti að fá að ráða ferðinni. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 31 orð

JÓHANNA SVEINSDÓTTIR

JÓHANNA SVEINSDÓTTIR Jóhanna Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur, fæddist í Reykjavík 25. júní 1951. Hún lést af slysförum í Frakklandi 8. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 18. maí. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 381 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Haustið 1967 réðst ég kennari að Menntaskólanum við Hamrahlíð, á öðru starfsári skólans. Meðal þeirra ungmenna sem þá hófu þar nám var Jóhanna Halldóra Sveinsdóttir. Hún lauk svo stúdentsprófi frá máladeild skólans vorið 1971. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 531 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

"Leysir höfuð mitt drifhvít dúfa," segir í óbirtu ljóðahandriti eftir Jóhönnu Sveinsdóttur, skáld og bókmenntafræðing, sem lést af slysförum á frönsku eyjunni Belle Ile 8. maí síðastliðinn. Þessar ljóðlínur eiga vel við núna, þegar við kveðjum höfund þeirra. Jóhanna Sveinsdóttir var engin venjuleg kona. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 264 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðob

Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 233 orð

Jóhannes Haraldur Jónsson

Jóhannes Haraldur Jónsson Jóhannes Haraldur Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 30. nóvember 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valgerður Efemía Tómasdóttir og Jón Júlíus Sigurðsson bóndi. Þau áttu sex börn. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 928 orð

Jóhannes H. Jónsson

Í afmælisdagabókinni minni er þessi vísa á fæðingardegi Jóhannesar vinar míns. Vissulega átti hún vel við persónuleika hans. Hann var slíkur ljúflingur að leitun er á öðrum eins. "Ljúfur, kátur og lítillátur" eins og stendur í heilræðavísum sálmaskáldsins okkar góða. Alltaf var stutt í léttan hlátur hans. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 341 orð

Jóhannes H. Jónsson - viðb

Hann afi okkar er dáinn. Elsku afi, þú varst kvaddur á brott frá okkur án nokkurs fyrirvara sem er erfitt að skilja. Alltaf var jafngaman að koma í Hlaðbrekkuna, þar sem þú og amma áttuð ykkar hlýlega heimili og stóran garð. Garðurinn var eitt af þínum aðaláhugamálum þegar þú varst í landi. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 75 orð

Jóhannes H. Jónsson - viðb Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér.

Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson.) Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 307 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Þá er tengdafaðir minn hann Reynir A. Sveinsson horfinn á vit nýrra verka. Ég segi á vit nýrra verka vegna þess að meðan Reynir var á meðal okkar var hann sífellt að vinna að einhverju þó svo að starfsorkan væri farin að gefa sig. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til Reynis. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 430 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Tengdafaðir minn, Reynir Sveinsson, hefur nú kvatt þennan heim. Reynir var í eðli sínu náttúrubarn. Náttúran var honum ekki einungis starfsvettvangur heldur einnig uppspretta óteljandi ánægjustunda. Síðustu árin, eftir að heilsunni fór að hraka, sat hann oft við eldhúsgluggann og fylgdist með því sjónarspili upp á líf og dauða, sem fór fram í garðinum hans, Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 214 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Nú þegar ég kveð hann afa minn rifjast upp í huga mér margar þær stundir sem við áttum saman. Oft sátum við saman og töluðum um allt milli himins og jarðar, enda var hann mjög víðlesinn og fróður um náttúru Íslands. Margar voru umræðurnar um gróður og dýr og á ég honum mikið að þakka fyrir þann lærdóm sem hann veitti mér í þeim efnum. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 178 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Elsku afi minn, nú ert þú farinn að hvíla þig hjá Guði. Ég sé mikið eftir þér en ég man alltaf svo vel hvað þú varst góður við mig og glaður þegar ég kom í heimsókn. Við spiluðum mikið á spil og töluðum saman um blómin í lóðinni. Þú sagðir mér að fíflarnir væru fyrstu blómin á vorin, svo sagðir þú mér ýmsar sögur af fuglunum í gróðurhúsinu þínu. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 367 orð

Reynir Alfreð Sveinsson

Elsku afi, ég trúi því varla ennþá að þú sért dáinn. Þegar ég kem í heimsókn niður í Breiðagerði til ykkar ömmu finnst mér bara einsog þú hafir lagt þig inni í litla herbergi þar sem þú varst vanur að hvíla þig á daginn. Þegar ég fer finnst mér einsog ég þurfi að fara þangað inn til að kyssa þig bless. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 32 orð

REYNIR ALFREÐ SVEINSSON

REYNIR ALFREÐ SVEINSSON Reynir Alfreð Sveinsson fæddist á Eskifirði 3. júlí 1916. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 18. maí. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 150 orð

SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR

Sigríður Kjartansdóttir fæddist í Presthúsum í Reynishverfi í Mýrdal 29. október 1909. Hún andaðist í Hátúni 10b 8. maí síðastliðinn, þá rúmlega áttatíu og fimm ára gömul. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Jóhannsdóttur og Kjartans Finnbogasonar söðlasmiðs og af átta systkinum er nú einungis ein systir hennar enn á lífi, Ásdís Kjartansdóttir. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 235 orð

Sigríður Kjartansdóttir - viðb

Elsku Sigga frænka er dáin, blessuð sé minning hennar. Ég heimsótti hana síðast á sumardaginn fyrsta niður í Hátúni 10b, þar sem hún dvaldist síðustu mánuðina og var hún þá hin hressasta. Margir gestir voru hjá henni og hún búin að fá falleg blóm til að gleðja augað. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 224 orð

Sigríður Kjartansdóttir - viðb

Með örfáum orðum langar mig að minnast föðursystur minnar Sigríðar Kjartansdóttur sem jarðsungin verður frá Fossvogskapellu í dag. Við Sigga áttum margar ánægjulegar samverustundir í gegnum tíðina sérstaklega þó þegar ég var á yngri árum. Ég minnist Siggu frænku þegar ég fór sem lítil snáði í jólaboðin til hennar og fékk rjómatertu og heitt súkkulaði að drekka. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 454 orð

Sigríður Kjartansdóttir - viðb

Þegar góður vinur hverfur af sjónarsviðinu er eins og hluti af lífi okkar fari með og við stöndum eftir fátækari en ella. Þegar sú frétt barst okkur hingað til Gautaborgar að vinkona okkar, hún Sigga Kjartans, væri látin þá kom sú frétt ekki alóvænt. Við vissum að hún hafði átt við veikindi að stríða nú í seinni tíð. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 369 orð

Sigríður Þorleifsdóttir

Mig langar að minnast elskulegrar ömmu minnar með örfáum orðum og þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Hennar viðhorf til lífsins var ávallt að líta björtum augum á hlutina og gera gott úr öllu. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 292 orð

Sigríður Þorleifsdóttir

Elsku mamma, tengdamamma, fósturmamma, amma og langamma. Við kveðjum þig nú í síðasta sinn, þó hugurinn eigi eftir að leita oft til þín. Á meðan þú gast, tókstu mikinn þátt í okkar lífi, kenndir okkur góða siði og heiðarleika fyrst og fremst. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 202 orð

SIGRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR Sigríður Þorleifsdóttir var fædd 26. maí 1908 í Hofi í Garði. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. maí sl. Foreldrar hennar voru Júlíana Hreiðarsdóttir og Þorleifur Ingibergsson, ættuð úr Vestur- Skaftafellssýslu. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 541 orð

Sigríður Þorleifsdóttir Mamma mín,

Mamma mín, Þú varst líknin móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta skrefið. (Örn Arnarson) Móðir mín, Sigríður Þorleifsdóttir, lést að morgni 15. maí, en hún hefði orðið 87 ára 26. maí. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 247 orð

Sigríður Þórkatla Guðmundsdóttir

Sigríður, frænka mín, var listfeng og ofurviðkvæm stúlka. Fyrstu minningar mínar um hana eru hve falleg mér fannst hún og mun ég ekki hafa verið ein um þá skoðun. En hið fornkveðna, að ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvuleiki, sannaðist átakanlega á henni. Örlaganornirnar höfðu spunnið henni erfiðan vef. Um þrítugsaldur tók að bera á sjúkleika, er fylgdi henni alla tíð síðan. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 118 orð

SIGRÍÐUR ÞÓRKATLA GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞÓRKATLA GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Þórkatla Guðmundsdóttir fæddist í Ásbúð í Hafnarfirði 19. maí 1910. Hún lést 3. maí sl. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Ólafsdóttir, húsmóðir og Guðmundur Sigvaldason, útvegsbóndi. Sigríður var yngst ellefu barna þeirra. Aðeins eitt systkinanna er nú á lífi, Ragnar, og er hann kominn á tíræðisaldur. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 342 orð

Taage Ammendrup - viðb

Of fljótt er dagur að kvöldi kominn. Tage Ammendrup hefur um sinn kvatt vini sína og haldið í hinstu ferðina. Andlátið kom engum á óvart, því um nokkurra vikna skeið hefur öllum verið ljóst að hverju stefndi. Í raun kvaddi maðurinn með ljáinn dyra á starfsvettvangi utan borgarinnar, þótt líkaminn veitti mótspyrnu í nokkurn tíma. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

TAGE AMMENDRUP

TAGE AMMENDRUP Tage Ammendrup fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 18. maí. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 353 orð

Tage Ammendrup - viðb

Í dag er kvaddur hinstu kveðju, kær vinur, Tage J.C. Ammendrup. Hann hefur nú lokið lífsferð sinni meðal okkar. Eftir standa góðar minningar um sérstakan heiðursmann. Hugur minn leitar nú til ársins 1932. Þá áttum við heima í sama húsi og leiðir okkar lögðust saman að Klapparstíg 37. Við vorum þá báðir fimm ára gamlir, aðeins 3 daga aldursmunur. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 223 orð

Tage Ammendrup - viðb

Þegar sálin hrynur inní svart holið logar á einu kerti Sá logi blaktir Hann blaktir fyrir andardrættinum óendanlega. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 560 orð

Tage Ammendrup - viðb

Ég get ekki stillt mig um að skrifa nokkur orð um vin minn og velgerðarmann, Tage Ammendrup. Það eru orðin ár og dagar síðan við kynntumst. Ég var bara renglulegur unglingur og dansaði kaffihúsadansa á skemmtunum, sem Tage stóð fyrir. Ég laðaðist strax að honum - kannski vegna þess að hann var jafnaðarmaður að lífsskoðun eins og ég og mitt móðurfólk. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 479 orð

Tage Ammendrup - viðb

Sumir menn fara þannig gegnum lífið að samferðamenn þeirra komast ekki hjá því að vita af jafnvel þeirra smæstu viðvikum og athöfnum. Aðrir ganga hins vegar þannig um híbýlin á Hótel Jörð að af því hlýst lágmarks hávaði, enda þótt þeir séu sífellt að og vinni síst minni afrek en hinir. Í minningu minni verður Tage Ammendrup ætíð verðugur fulltrúi hinna síðarnefndu. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 182 orð

Tage Ammendrup - viðb

Tage er dáinn. Við sem unnum hjá honum eigum erfitt með að trúa því að hann er ekki á meðal okkar lengur. Hann sem var svo lífsglaður, hress og glettinn og fórum við ekki varhluta af því góða skapi sem hann bjó yfir. Við starfsstúlkurnar í versluninni Drangey áttum góðar stundir heima hjá þeim hjónum kvöldið áður en Tage veiktist. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 38 orð

Tage Ammendrup - viðb

Eftir sem árunum fjölgar og aldurinn færist yfir er sem við heyrum hærra í klukkunni tifið. Sumir hverfa á braut, en aðrir bíða um stund. Á endanum sameinast allt við ástkæran endurfund. Haukur Hergeirsson. Meira
19. maí 1995 | Minningargreinar | 436 orð

Tage Ammendrup - viðb

Það eru hartnær fjörutíu ár síðan fundum okkar Tage bar saman. Strax við þau fyrstu kynni fannst mér hann vera framúrskarandi kurteis, ljúfur í framkomu og alltaf í góðu skapi. Ekki fór þetta álit mitt þverrandi, er ég kynntist honum betur. Auk þessara kosta var hann mjög greiðvikinn og vildi öllum vel gera, var vinamargur og vinsæll. Meira

Viðskipti

19. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 191 orð

22 millj. hagnaður sparisjóðs Bolungarvíkur

SPARISJÓÐUR Bolungarvíkur var með alls um 22 milljóna kr. hagnað á sl. ári samanborið við um 18 milljóna hagnað 1993. Þessi bætta afkoma skýrist fyrst og fremst af mun minni framlögum í afskriftarreikning sem námu um 13 milljónum í fyrra en um 38 milljónum árið 1993. Meira
19. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Aðskilnaður í póstþjónustu

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppnisráðs um fjárhagslegan aðskilnað þeirrar póstsþjónustu Pósts og síma sem háð er einkarétti og annarrar póstþjónustu stofnunarinnar. Aðskilnaður skal fara fram eigi síðar en 1. janúar 1997. Meira
19. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 391 orð

Áætlað að fjárfesta fyrir 100 milljónir

ÍSAGA hf., sem framleiðir ýmiskonar gastegundir, hefur á undanförnum tveimur árum fjárfest fyrir um 145 milljónum í nýjum framleiðslutækjum og áætlar að verja um 100 milljónum til fjárfestinga á þessu ári. Þannig hefur nýr 100 þúsund lítra gastankur, 18 metra hár og rúmlega 38 tonn að þyngd, verið reistur á athafnasvæði ÍSAGA hf. við Breiðhöfða í Reykjavík. Meira
19. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 277 orð

Microsoft og NBC í margmiðla bandalag

MICROSOFT, stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims, og NBC-sjónvarpsnet fyrirtækisins General Electric, hafa gert með sér bandalag á sviði margmiðlunar. Bandalagið nær meðal annars til samvinnu á sviðum beinlínuþjónustu, CD-Rom tölvugeisladiska og gagnvirks sjónvarps. Meira
19. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Olíufélög keppa við stórmarkaði

KEPPNI olíufyrirtækja og stórmarkaða um hylli ökumanna í Bretlandi er komin á alvarlegt stig að sögn kunnugra. Olíufyrirtæki hafa misst marga viðskiptavini vegna þess að risamarkaðir á við Tesco og Asda bjóða benzín á niðursettu verði og verið getur að þúsundum benzínstöðva verði lokað. Tæplega 1. Meira

Fastir þættir

19. maí 1995 | Fastir þættir | 74 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barð-strendin

Mánudaginn 15. maí sl. var spilaður tvímenningur, 16 pör mættu. Meðalskor 210. Árangur efstu para: Óskar Karlsson ­ Þórir Leifsson242Friðg. Friðgeirsd. ­ Friðgerður Benediktsd.241Eðvarð Hallgrímss. ­ Jóhannes Guðmannss.238Anna Guðlaug Nielsen ­ Guðlaugur Nielsen225Ólafur A. Meira
19. maí 1995 | Fastir þættir | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd Pétur Sörensson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. nóvember sl. í Eskifjarðarkirkju af sr. Davíð Baldurssyni, Júlíana Vilhjálmsdóttir og Jón Þór Björnsson.Þau eru til heimilis að Dalbarði 8, Eskifirði. Meira
19. maí 1995 | Fastir þættir | 489 orð

Kasparov leikur sér að ungu stórmeisturunum

12.-19. MAÍ GARY Kasparov, PCA heimsmeistari, teflir mikið um þessar mundir. Nú tekur hann þátt á móti hollensku sparisjóðanna, sem haldið er til minningar um Max Euwe, fyrrum heimsmeistara og FIDE-forseta. Keppinautar Kasparovs eru þrír ungir skákmenn, Búlgarinn Veselin Topalov, Frakkinn Joel Lautier og heimamaðurinn Jeroen Piket. Meira
19. maí 1995 | Dagbók | 188 orð

Nesstofa

19. maí 1995 | Dagbók | 168 orð

Nesstofa

NesstofaNESSTOFUSAFN hefur nú opnað eftir vetrarlokun. Nesstofusafn ersérsafn á sviði lækningaminja. Í safninu eru hlutir sem tengjst söguheilbrigðismála á íslandi síðustu aldirnar, þ.á m. tæki og áhöld tillækninga. Meira

Íþróttir

19. maí 1995 | Íþróttir | 120 orð

Allir á völlinn

19. maí 1995 | Íþróttir | 117 orð

Allir á völlinnMARKAÐSNEF

MARKAÐSNEFND Knattspyrnusambandsins gengst fyrir átaki til að auka aðsókn á knattspyrnuleiki í sumar. Hefur það fengið nafnið "Allir á völlinn." Barnapössun á völlum "FÉLÖGIN þurfa að fara að taka til hjá sér og gera það vistlegra að mæta á völlinn en verið hefur," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 101 orð

Arnór með fyrsta mark sitt í sumar

ARNÓR Guðjohnsen - sem á myndinni er með knöttinn í leik gegn IFK Gautaborg - gerði sitt fyrsta mark fyrir Örebro á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar liði mætti Öster á útivelli í sænsku deildarkeppninni í knattspyrnu. Öster komst í 2:0 en Arnór minnkaði muninn og skömmu síðar jöfnuðu gestirnir. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 436 orð

Á von á fleiri liðum en ÍA og KR í baráttu

"ÉG á von á því að það verði fleiri lið en ÍA og KR sem verða með í baráttunni um titilinn. Það er hefð fyrir því að lið komi á óvart og ég man eftir því þegar ég þjálfaði Víking þá átti enginn von á því að við myndum vinna mótið. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 415 orð

Bræðurnir frá Mælifellsá stórbættu metin í 3000 m

SKAGFIRSKIR frjálsíþróttamenn náðu góðum árangri á Vormóti ÍR á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Jón Arnar Magnússon UMSS sýndi að hann er líklegur til að slá Íslandsmetið í tugþraut í lok mánaðarins og bræðurnir frá Mælifellsá stórbættu Íslandsmetin í 3000 metrum í drengja- og sveinaflokki. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 321 orð

Erum tilbúnir og ætlum að láta spána rætast

KR-ingum er enn eina ferðina spáð Íslandsmeistaratitli af leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum 1. deildar liðanna í knattspyrnu, en aldrei hefur það gengið eftir. "Við erum tilbúnir og ætlum að láta spána rætast," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR eftir að spáin var kynnt í gær á blaðamannafundi. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 391 orð

"Ég er bjartsýnn á sumarið"

"ÉG er með nokkuð góðan hóp leikmanna en ég er búinn að vinna með þessum strákum í eitt og hálft ár og ég er bjartsýnn á sumarið. Við erum reyndar með óreyndasta hópinn af öllum liðum deildarinnar og meðalaldurinn hjá okkur er aðeins 22 ár. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 138 orð

Frakkar hafa reynsluna

"ÞETTA verður mjög erfiður leikur, miklu erfiðari en leikurinn við Frakka í riðlakeppninni. Þar unnum við 23:22 en núna verður þetta allt mikið erfiðara," sagði Arno Ehret þjálfari Þjóðverja, við Morgunblaðið um undanúrslitaleik Þýskalands og Frakklands í Laugardalshöllinni í dag kl. 18. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 408 orð

Góð byrjun hjá kvenfólkinu

KVENFÓLKIÐ kemur vel undan vetri ef marka má frammistöðu leikmanna KR og Breiðabliks á gervigrasinu á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar áttust liðin við í meistarakeppninni og hafði KR verðskuldaðan sigur, 1:0. Spilið var gott á köflum og greinilegt að liðin eru tilbúin fyrir sumarið. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 171 orð

Guðni á Wembley

GUÐNI Bergsson leikur með Bolton gegn Tranmere um sæti í ensku úrvalsdeildinni mánudaginn 29. maí og verður það í annað sinn á skömmum tíma sem fyrirliði íslenska landsliðsins leikur úrslitaleik á Wembley en sá fyrri var gegn Liverpool í deildarbikarnum. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 173 orð

Guðni á Wembley

19. maí 1995 | Íþróttir | 1632 orð

Hlutverk þjálfarans að hjálpa einstaklingunum að þróa eiginleika sína

Arno Ehret, þjálfari Þýskalands, yrði trúlega ofarlega á lista í kjöri á manni heimsmeistaramótsins, ef slíkt kjör færi fram. Hann tók við þýska landsliðinu eftir HM í Svíþjóð 1993 eftir að hafa verið landsliðsþjálfari Sviss í sjö ár. Hann gerði Svisslendinga að góðum handboltamönnum og nú er hann að endurvekja handboltastórveldið Þýskaland. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 278 orð

Hvað er orðið af skothörðu "Víkingunum"?

ANDERS-Dahl Nielsen, fyrrum landsliðsmaður Dana, síðar þjálfari og leikmaður með KR og þá landsliðsþjálfari Dana, sem þekkir íslenskan handknattleik út í gegn, segir að Íslendingar eigi ekki eins öflugar langskyttur og á árum áður. Það eru ekki mörg ár síðan aðrar þjóðir öfunduðu Íslendinga af langskyttum sínum. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 127 orð

ÍA - KR5:0 Akranesvöllur, mei

Akranesvöllur, meistarakeppni KSÍ,fimmtudaginn 18. maí 1995. Aðstæður: Gott og milt knattspyrnuveður og mjög vel fór umáhorfendur í nýju stúkunni. Mörk ÍA: Haraldur Ingólfsson (1.vsp.), Dejan Stojic (32., 61.), KáriSteinn Reynisson (46.), SigurðurJónsson (85.). Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 266 orð

Kanchelskis vill ekki leika undir stjórn Fergusons

ANDREJ Kanchelskis tilkynnti í gær að hann gæti ekki leikið lengur undir stjórn Alex Fergusons hjá Manchester United en hann hefur ekki verið í liðinu síðan hann fékk magakveisu eftir landsleik í síðasta mánuði. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 356 orð

KR-ingar spámeistarar annað árið í röð KR-INGUM var spáð Íslandsmeistaratign annað árið í röð, í spá fyrirliða, þjálfara og

BRAGI Bergmann blæs til leiks á fyrsta leik sumarsins í 1. deildinni en hann verður dómari á leik Fram og Leifturs sem hefst á Valbjarnarvelli kl. 18 á þriðjudaginn. Aðrir leikir umferðarinnar hefjast klukkan 20 og dómarar á þeim leikjum eru Gylfi Þór Orrason sem dæmir leik KR og FH, Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 101 orð

Kæra Rússa var ekki tekinn til greina

KÆRA Rússa vegna leiksins gegn Þjóðverjum var ekki tekin til greina af aganefnd IHF. Rússar áfrýjuðu til dómstóls IHF sem komst að sömu niðurstöðu og aganefndin þannig að úrslit leiksins standa og Þjóðverjar mæta því Frökkum í undanúrslitum í dag, en Rússar leika um fimmta til áttunda sæti. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 106 orð

Leiftur með tvo í banni

Nýliðar Leifturs verða með tvo leikmenn í banni í fyrsta leik sínum í 1. deildinni sem hefst á þriðjudaginn. Þá leikur Leiftur gegn Fram á Valbjarnarvelli. Það eru Júlíus Tryggvason, varnarmaður og framherjinn Sverrir Sverrisson sem verða í banni og taka út refsingu sem þeir fengu í lok Íslandsmótsins í fyrrahaust. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 73 orð

Morgunblaðið/Sverrir Hver hampar bikarnum

Morgunblaðið/Sverrir Hver hampar bikarnum?FYRIRLIÐAR liðanna tíu í 1. deildinni voru mættir á blaðamannafund í gær. Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, er með bikarinn - enallir tíu ætla sér auðvitað að hampa honum á haustdögum. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 372 orð

New York á ennþá möguleika

NEW YORK Knicks tókst með herkjum að halda sér inni í baráttunni um sigur í Austur- deildinni með ævintýralegum sigri á Indiana Pacers í fimmta leik liðanna, 96:95, í úrslitakeppni NBA og er staðan nú 3-2, Indiana í vil. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 69 orð

Nokkur félagsskipti

19. maí 1995 | Íþróttir | 66 orð

Nokkur félagsskipti NOKKRIR lykilleikmenn kvenna

NOKKRIR lykilleikmenn kvennaliða hafa skipt um félag fyrir sumarið og hafa KR-ingar fengið flesta leikmenn og Breiðablik misst. Olga Færseth og Inga Dóra Magnúsdóttir gengu yfir í KR úr Breiðabliki, Olga Einarsdóttir kom úr Hetti og Sara Smart skipti yfir úr Haukum. Ennfremur fór Katrín Jónsdóttir úr Kópavoginum yfir í Garðabæ og spilar með Stjörnunni í sumar. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 73 orð

Ný stúka á Akranesi

KAFLASKIPTI urðu hjá áhorfendum á Akranesi í gærkvöldi þegar þeir nutu þess að horfa á leik ÍA og KR í Meistarakeppninni sitjandi í nýrri og glæsilegri yfirbyggðri stúku. Stúkan tekur tæplega 600 manns og var þéttsetin en nánast jafnmargir sátu gengt henni á gömlu, góðu grasbölunum. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 75 orð

Ný stúka á Akranesi

19. maí 1995 | Íþróttir | 706 orð

Ótrúlegt

ÍSLANDSMEISTARAR ÍA höfðu ótrúlega yfirburði gegn bikarmeisturum KR í Meistarakeppni KSÍ á Akranesi í gærkvöldi. Áhorfendur, sem fjölmenntu, fengu að sjá nóg af mörkum Skagamanna sem léku á als oddi og unnu 5:0. Skagamenn sýndu sannkallaða meistaratakta og áttu bikarmeistararnir aldrei möguleika. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 210 orð

Sigur og tap

ÍSLENSKA landsliðið í badminton vann Bandaríkjamenn 3:2 í annarri umferð heimsmeistaramótsins í badminton sem fram fer í Sviss. Liðið er í sjötta riðli með Póllandi, Bandaríkjamönnum og Sviss. Í fyrstu umferðinni á miðvikudaginn tapaði Ísland 1:4 fyrir Sviss. Báðir leikir íslenska liðsins voru jafnir. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 212 orð

Sigur og tap

19. maí 1995 | Íþróttir | 189 orð

Sígandi lukka er best

"BREIÐABLIKSMENN hafa séð þessa spá áður og ég vona bara að bæði ég og leikmennirnir séum með það stórt hjarta að það slái hraðar þegar á hólminn er komið, sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks sem spáð var 9. sæti og falli. Bjarni sagði að æfingaleikir vorsins hefðu gengið viðunandi, æfingatímabilið verið langt og það þyrfti að skoða í heild. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 51 orð

Skagamenn meistarar meistaranna

AKURNESINGAR gjörsigruðu KR-inga, 5:0, í árlegum leik Íslands- og bikarmeistara fyrra árs - Meistarakeppni KSÍ - sem fram fór á Akranesi í gærkvöldi. Á myndinni hefur Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, tekið viðbikarnum sem nafnbótinni fylgir. Það var Eggert Magnússon, til hægri, sem afhenti Ólafi fyrirliða bikarinn. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 75 orð

Spáin

19. maí 1995 | Íþróttir | 44 orð

Spáin

FYRIRLIÐAR, þjálfarar ogformenn knattspyrnudeilda 1.deildarfélaganna, alls þrjátíumanns spáðu fyrir um gengiliðanna í gær. Lokaröð liðanna samkvæmt spánni vareftirfarandi; hægt var að gefaliðunum stig, frá einu og uppí tíu. Hámarksstigafjöldi er300 stig, lágmarksfjöldi 30. stig1. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 1105 orð

"Strákarnir okkar" voru ekki tilbúnir í harða baráttu

"Strákarnir okkar" voru ekki tilbúnir í harða baráttu Ungu strákarnir sem leika hér á landi, hafa ekki öðlast nægilega reynslu til að takast á við stórverkefni eins og HM, segir Sigmundur Ó. Steinarsson. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 149 orð

Tveir góðir og reyndir

ANDREAS Thiel, markvörður og fyrirliði Þjóðverja, sem er til vinstri á myndinni hér að ofan, er leikreyndasti maður liðsins, hefur leikið hátt í 230 landsleiki og fjórum sinnum tekið þátt í heimsmeistarkeppni. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 150 orð

Tveir góðir og reyndir

19. maí 1995 | Íþróttir | 70 orð

Tvær á slysavarðstofuna

SUMARIÐ byrjar ekki vel fyrir Ingu Dóru Magnúsdóttur í KR og Helgu Hannesdóttur úr Breiðabliki, því þær enduðu báðar á slysavarðstofunni fyrir leikslok. Í leiknum í gær háðu þær baráttu um háan bolta en skullu saman og skárust báðar á höfði. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 387 orð

Tökum verðlaun með okkur heim

"LEIKURINN gegn Svíum leggst vel í okkur. Ef okkur tekst jafn vel upp og gegn Rússum í riðlakeppninni, þá sigrum við," sagði Iztok Puc, leikmaður Króatíu í samtali við Morgunblaðið í gær aðspurður um hvernig leikur Króata og Svíþjóðar leggðist í hann og félaga hans. En Króatar og og Svíar eigast við í Laugardalshöll kl. 20 í kvöld í undanúrslitum heimsmeistarmótsins. Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 717 orð

"Ætlum að skemmta okkur..." "Við erum búnir að ná því sem við stefndum að í keppninni, að komast í fjögurra liða úrslitin og

Það var mjög létt yfir franska hópnum þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit í heimsókn um hádegisbilið í gær á Hótel Íslandi þar sem hópurinn hefur dvalist hér á landi. Hópurinn gerði að gamni sínu á meðan beðið var eftir að Ingibjörg Pálmadóttir, Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardalshöll: Egyptaland - Tékkland13Rússland - Sviss15Frakkland - Þýskaland18Svíþjóð - Króatía20Hafnarfjörður: Hvíta-Rússland - Spánn13Rúmenía - Meira
19. maí 1995 | Íþróttir | 67 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Kristinn Skagamenn skeinuhættirAKURNESINGAR tóku KR-inga í bakaríið í Meistarakeppni KSÍ á Akranesi í gærkvöldi - sýndusannkallaða meistaratakta og sigruðu 5:0. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitli í árlegrispá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna 1. Meira

Fasteignablað

19. maí 1995 | Fasteignablað | 588 orð

Efla þarf tengsl almennings við bygingariðnaðinn

BYGGINGADAGAR Samtaka iðnaðarins um síðustu helgi þóttu takast mjög vel. Talið er, að 20.000- 30.000 manns hafi sótt Byggingadagana, sem fram fóru í sex sveitarfélögum á landinu, en þar kynntu 40 fyrirtæki starfsemi sína. Markmiðið var m.a. að gera byggingariðnaðinn sýnilegri, en talið er, að tengsl almennings við hann séu ekki þau sömu og áður. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 161 orð

Einbýlishús á Seltjarnarnesi

HJÁ Fasteignamarkaðinum er nú til sölu tvílyft, steinsteypt einbýlishús við Fornuströnd 17 á Seltjarnarnesi. Það er teiknað af Kjartani Sveinssyni og er að grunnfleti 317 fermetrar, þar af er tvöfaldur innbyggður bílskúr. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 196 orð

Endurbyggt hús við Bragagötu

Til sölu er hjá Fasteignasölunni Gimli húseignin Bragagata 24. Þetta er að mestum hluta timburhús með viðbyggingu úr steini. Samkvæmt upplýsingum Hannesar Strange, sölumanns hjá Gimli, er þetta glæsilegt hús, algerlega endurnýjað að utan sem innan. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 163 orð

Gróðrarstöð með mikla möguleika

Til sölu er hjá Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar gróðrarstöð í Reykjavík. Þetta er hús sem áður hýsti Gróðrarstöðina Alaska í Breiðholti. Húsinu fylgir um það bil 17.000 fermetra land með viðamikluskjólbelti," sagði Sverrir. Við erum að selja fasteignina þar sem áður var blómabúð Alaska en ekki reksturinn í gróðrarstöð þeirri, sem er á hluta þessa lands núna. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 831 orð

Hvernig á að skipta kostnaði ef skaði verður?

Ný lög um fjöleignahús hafa tekið gildi. Ýmsir hafa horn í síðu nafnsins, vilja heldur segja fjölbýlishús en fjöleignahús. Þeir hinir sömu ættu þá að athuga að ekki eru öll hús, sem eru í eigu fleiri en eins aðila, fjölbýlishús. Í sumum húsum býr nefnilega enginn, það á við um iðnaðar- og skrifstofuhús. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 183 orð

Laufásvegurinn stendur fyrir sínu

Hjá Fasteignasölunni Séreign í Reykjavík er til sölu sérhæð við Laufásveg 47. Að sögn Viðars Friðrikssonar hjá Séreign er þarna um að ræða 130 fermetra jarðhæð í húsinu. Gengið er inn frá Laufásvegi. Eignin skiptist í forstofu, stórt forstofuherbergi með fallegum hollenskum gólfflísum, eldhús með nýlegri innréttingu og tækjum. Geymsla er inn af eldhúsi. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 195 orð

Lóð í hjarta Hafnarfjarðar

Til sölu er nú hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar lóðin Lækjargata 30B. Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs Harðarsonar hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar er um að ræða byggingarrétt á sex íbúðarlóðum. Samtals eru þær tæpir 2.000 fermetrar, en þess ber að geta að skipulag þessa svæðis hefur ekki verið staðfest. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 210 orð

Ný raðhús á Akureyri

TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Sveins Heiðars hf. á Akureyri er að selja 16 raðhús, sem fyrirtækið er að byggja við Huldugil á Akureyri. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sveinn Heiðar Jónsson að þarna væri um að ræða hús frá 108 upp í 150 fermetra að stærð. Raðhúsin eru á einni hæð og þeim fylgir bílskúr sem er sambyggður og um 25 ferm. að stærð. Verð fullbúinna raðhúsa er á bilinu frá 8,5 til 11,5 millj. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 215 orð

Ný raðhús á Akureyri

19. maí 1995 | Fasteignablað | 231 orð

Orlofshús við Kjarnaskóg á Akureyri

Nýlega var auglýst eftir tilboðum í lokaáfanga fyrstu tíu orlofshúsanna við Kjarnaskóg á Akureyri. Húsin er teiknuð af Arkitektastofunni í Grófargili á Akureyri, sem skipulagði einnig byggingarsvæðið. Í þessum lokaáfanga felst allt sem tilheyrir gatna- og lagnagerð í þessu sumarhúsahverfi", sagði sagði Páll Tómasson arkitekt í samtali við Morgunblaðið. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 153 orð

Sápuópera um stórhýsi Trumps

NÝJASTA hugmyndin, sem bandaríski auðmaðurinn Donald Trump hefur fengið til þess að auglýsa fasteignastórveldi sitt, er gerð sápuóperu, sem á að gerast í stórhýsi hans við Fimmtu breiðgötu í New York, Trump Tower. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 1811 orð

Sníða þarf nýjar íbúðir að óskum markaðarins

SAMVINNA hefur aukizt til muna milli byggingaraðila, fasteignasala og hönnuða. Áður skipti slík samvinna minna máli eða eins og einn fastaeignasalinn komst að orði. - Markaðurinn var ekki eins vandfýsinn og tók nánast við öllu. En þetta hefur breytzt. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 300 orð

Sumarhús í Hrísey

HJÁ Fasteignamiðstöðinni er til sölu sumarhús í Hrísey. Að sögn Magnúsar Leópoldssonar fasteignasala er hér um að ræða hús sem má nýta sem heilsárshús. Það er 33 ferm. að stærð og með 27 fermetra verönd. Húsið skiptist í stofu, eldhús og baðherbergi með sturtu. Húsinu geta fylgt allir innanstokksmunir, ef hentar," sagði Magnús. Meira
19. maí 1995 | Fasteignablað | 632 orð

Venjulegt ástand eða biðstaða

Í FJÁRLÖGUM og lánsfjárlögum er kveðið á um hvað stjórnvöld áætla að miklu fjármagni verði varið til húsnæðislána á ári hverju. Grunnurinn að þeim áætlunum er hins vegar áætlanir um umfang faseignaviðskipta og húsbygginga, sem eru reyndar ekki birtar. Það hefur oft hent, að þessar áætlanir standist ekki, og er skemmst að minnast þess sem gerðist á síðasta ári. Meira

Úr verinu

19. maí 1995 | Úr verinu | 732 orð

Alið á öfund og illgirni

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ veitist harkalega að Morgunblaðinu og sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum í grein undir nafninu Ógöngur andstæðinga fiskveiðistjórnarinar í nýútkomnu fréttabréfi LÍÚ. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 572 orð

ar ríkir vorið allt árið um kring

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 265 orð

au búa til bakpoka fyrir vorferðina

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 749 orð

Belfast kemur þægilega á óvart

FÆSTUM hefur líklega dottið í hug að heimsækja Belfast á Norður- Írlandi á síðustu árum, borgin enda einkum verið í sviðsljósinu vegna mikillar óaldar sem þar ríkti um 25 ára skeið þar sem tókust á kaþólikkar og mótmælendur með tvö að því er virtist ósættanleg sjónarmið, sameinað Írland eða áfram bresk yfirráð. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 299 orð

Býr í sveit og er söðlasmiður

Á BÆNUM Brekkugerði í Fljótsdal, sem er rúmlega 30 km frá Egilsstöðum, búa ung hjón, þau Sigrún Ólafsdóttir og Jóhann Þórhallsson ásamt börnunum tveimur, Þórveigu 7 ára og Þórhalli 4 ára. Hús þeirra er bæði nýtt og stórt enda byggt með tilliti til þess að Sigrún geti haft þar verkstæði og unnið við fag sitt, söðlasmíði. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 308 orð

Býr í sveit og er söðlasmiður

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 93 orð

Enn fjölgaði gestum í aprílmánuði

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 87 orð

Enn fjölgaðigestum íaprílmánuði

FRÁ áramótum til aprílloka komu hingað alls 36.028 erlendir gestir miðað við 31.709 á sama tíma 1994. Í apríl var fjölgun útlendinga 2.000 miðað við sama mánuð í fyrra. Þá fjölgaði komum Íslendinga verulega í apríl eða um 3.300 ef apríl 1994 er hafður til viðmiðunar. Enn meiri fjölgun er á komum Íslendinga ef tekið er tímabililið jan-apríl, eða um 14 þúsund. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 96 orð

Fegurðarkeppni úlfaldakúa

Í BLAÐINU Oman Times segir frá því að á næstunni verði efnt til í fyrsta skipti kynbótakeppni úlfaldakúa í Saudi-Arabíu og 1.900 úlfaldakýr eru þegar skráðar til þátttöku. Hálf milljón dollara verður veitt eigendum 50 merkustu kúnna. Úlfaldakapphlaup eru mjög vinsæl í Saudi-Arabíu, eins og í öðrum Flóaríkjum, en hvergi eru ræktuð jafnmerk úlfaldakyn og hjá Saudum. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 100 orð

Fegurðarkeppni úlfaldakúa

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 282 orð

FERDALÖG format 90,7

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 281 orð

FERDALÖG format 90,7

FERDALÖG format 90,7 Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 450 orð

Finnland nýtur vaxandi vinsælda

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 441 orð

Finnland nýtur vaxandi vinsælda

FERÐAMANNASTRAUMUR til Finnlands hefur aukist verulega á síðustu árum og á kvennaráðstefnan Nordisk Forum talsverðan þátt í því. Alls fjölgaði ferðamönnum um 30% milli áranna 1993 og 1994. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 506 orð

Fjörugt líf og fjölbreytt í Húsdýragarði

HÚSDÝRAGARÐURINN í Laugardal er fimm ára í dag og á þeim tíma sem liðinn er frá opnun hans hafa 560 þúsund manns heimsótt garðinn. "Aðsókn hefur verið góð frá upphafi og auk Íslendinga, sem eru duglegir að heimsækja okkur, koma hingað margir erlendir gestir. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 282 orð

Gjaldeyri skipt líka um helgar

VERIÐ er að gera breytingar á húsnæði og rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, sem er til húsa að Bankastræti 2 í Reykjavík. "Fyrirtækið Change Group setur upp gjaldeyrisafgreiðslu í byrjun júní, enda er afgreiðslutími banka afar takmarkaður. Margir erlendir ferðamenn lenda í vandræðum vegna þess og í tvö ár hef ég leitað leiða til að leysa vandann. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 286 orð

Gjaldeyri skipt líka um helgar

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 184 orð

Gylltir og silfraðir skór í sumar

GLITRANDI gylltir skór og uppreimaðir silfurskór eru í tísku núna. Það eru alls ekki bara unglingsstelpur sem líta skótauið hýru auga, fínar frúr velja sér gylltan eða silfraðan fótabúnað fyrir sumarið. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 188 orð

Gylltir og silfraðir skór í sumar

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 728 orð

Heilsufar og lífshættir

"MIKILL hluti allra sjúkdóma er áreiðanlega sjálfskaparvíti og því um að kenna að vér ýmist vísvitandi eða af fávisku förum illa með líkama vorn", skrifaði Steingrímur Matthíasson, læknir, í grein í Skírni árið 1911. Nú til dags eru menn trúlega betur upplýstir um líkama sinn, heilsu og mataræði en samtíðarmenn Steingríms. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 153 orð

Heilsuspegill

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 149 orð

Heilsuspegill

GUÐRÚN Júlía Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni á Höfn í Hornafirði, hefur umsjón með heilsufjölskyldunum þremur í bænum. Fjölskyldurnar eru misstórar, frá þriggja til sex manna, 5-48 ára. Guðrún Júlía segir alla við hestaheilsu, en þó hafi mælst of há blóðfita hjá sumum. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Konur fá laun en ég ólaunað leyfi

ÓSKAR Eyvindur Arason tók fæðingarorlof þegar Guðrún dóttir hans fæddist fyrir tæplega sex árum og var heimavinnandi þangað til hún var tveggja ára. Þegar Hugrún, seinni dóttirin, kom í heiminn fyrir tæplega tíu mánuðum tók hann aftur fæðingarorlof, þá í sex mánuði. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 714 orð

Konur fá laun en ég ólaunað leyfi

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 117 orð

Lufthansa hæst af átta fyrir mat og þjónustu

Í BRESKA ferðaritinu Business Traveller, aprílhefti, segir frá eins konar keppni sem BT efndi til meðal átta flugfélaga um gæði matar, vína og þjónustu á viðskiptamannafarrými. Þýska flugfélagið Lufthansa varð hæst að stigum með 87,44 og réð mestu að matur sem í boði var fékk hæsta vitnisburð. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 528 orð

Matkúnst í New York og listasafn í eyðimörk

NOKKUÐ er nú um liðið síðan við höfum gluggað í flugfélagsblöð og væri ekki úr vegi að bæta úr því. Ástæða er til að kætast yfir því hve mörg flugfélög senda blöð sín að staðaldri þó auðvitað komi fyrir að eitt og eitt detti úr. En þess er líka að gæta að ekki nándar nærri öll félög gefa út blöð mánaðarlega, mörg eru með 3-6 á ári. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 288 orð

Meira grænmeti og minna kaffi

STÆRSTA heilsufjölskyldan á Hornafirði er sex manna, en elsti sonurinn, 19 ára, fékkst ekki til að vera með. Móðir hans, Gunnhildur Bjarnadóttir, húsmóðir og dagmamma, segir ástæðuna fremur óljósa, en eitthvað hafi hún heyrt tuldrað um "kjaftæði" og "vitleysu. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 107 orð

MeistarakokkarnirÓskar og Ingvar Gott á grillið

MeistarakokkarnirÓskar og Ingvar Gott á grilliðGrísahryggsneiðarmeð gráðostasmjöriFyrir fjóra1 kg beinlausar grísasneiðar 2 dl ólífuolía 2 stk hvítlauksrif 10 piparkorn tsk rautt paprikuduft 1 lárviðarlauf Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 113 orð

Múmínálfar á flugvélar

MÚMÍNÁLFARNIR hugþekku hafa nú skellt sér út í auglýsingabransann; sjónvarpsmyndirnar um þá eru orðnar svo vinsælar í Japan að Finnair hefur fengið leyfi til að nota þá í markaðssetningu þar. Verður byrjað á að mála ýmsa úr Múmíndal á þær vélar sem Finnair notar til Japansflugs. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 791 orð

"Ólétti pabbinn" Tveir feður tóku fæðingarorlof fyrstu fjóra mánuði ársins

TVEIR íslenskir feður fengu greiðslur frá Tryggingastofnun í fæðingarorlofi fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma fengu 2.656 mæður greiðslur. Á karlaráðstefnunni sem haldin var í Stokkhólmi um síðustu mánaðamót kom fram að staða íslenskra feðra er bágborin þegar kemur að fæðingarorlofsmálum sé miðað við hin Norðurlöndin. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Pabbafræðsla fastur liður hjá Svíum

ÁRIÐ 1992 tóku 45,5% nýbakaðra feðra í Svíþjóð að meðaltali 63 daga fæðingarorlof. Þrátt fyrir þann mikla fjölda karla sem fer í langt fæðingarorlof í Svíþjóð hafa þeir verið tvístígandi með hlutverk sitt sem pabbar. Göran Wimmerström er sænskur félagsráðgjafi sem var með fyrirlestur á karlaráðstefnunni í Stokkhólmi. Hann hóf fyrir fáeinum árum námskeiðahald fyrir verðandi feður. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 292 orð

Pabbafræðsla fastur liður hjá Svíum

19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 349 orð

Styrkja þarf undirstöðuna og breyta vinnubrögðum

SAMKEPPNISSTAÐA íslenskrar ferðaþjónustu var aðalefni málþings sem Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga,FHF, stóð fyrir í sl. mánuði. Tilgangurinn var að vekja athygli á þýðingu þess að menn sem starfa í ferðaþjónustu geri sér grein fyrir samkeppnisstöðu sinni og stöðu Íslands borið saman við nágrannalöndin. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 471 orð

Tvö þúsund börn vistuð á fullorðinsdeildum sjúkrahúsa á ári

NORRÆN og evrópsk samtök um velferð sjúkra barna hafa gefið út sáttmála með samræmdum stöðlum um velferð sjúkra barna og unglinga. Íslandsdeild samtakanna ber heitið Umhyggja og var hún stofnuð 1979, á ári barnsins. Staðlar þessir eru gefnir út samtímis í 18 Evrópulöndum. Á blaðamannafundi þar sem þeir voru kynntir kom m.a. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 157 orð

Úrval-Útsýn með nýtt verð á skemmtisiglingum

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn hefur gert samning við Norwegian Cruise Line um skemmtisiglingar í Karíbahafi og segir Goði Sveinsson markaðsstjóri að kalla megi þetta verðsprengju svo hagstætt sé verð. Um er að ræða 8 brottfarir á þessu ári með SS Norway, flaggskipi NCL og MS Dreamworld sem er nýjasta skip fyrirtækisins. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 241 orð

Yfirlit: Mil

Yfirlit: Milli Jan Mayen og Noregs er 992 mb lægð en vaxandi lægðardrag á Grænlandshafi. Spá: Norðvestan kaldi og slydda norðaustanlands og hiti þar ekki nema 1 til 4 stig, en sunnan og suðaustan gola eða kaldi annars staðar. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 354 orð

Zürich-Vín með Swissair og Austrian Airlines

AUSTURRÍSKU spilavítin hf. borguðu flugið svo að ég leyfði mér að fljúga á betra farrými með sameiginlegu flugi Swissair og Austrian Airlines fram og til baka frá Zürich til Vínarborgar. Flugfélögin fljúga þessa leið í náinni samvinnu og farþegar geta ekki lengur valið með hvoru fyrirtækinu þeir fljúga. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 561 orð

Þar ríkir vorið allt árið um kring

GUADALAJARA, önnur stærsta borg Mexíkó, með 6 milljónir íbúa, er í miðju landinu vestarlega. Borgin er á hárri sléttu og íbúar hennar segja að loftslaginu megi helst líkja við það, að þarna ríki vorið árið um kring. Búast má við að Íslendingum þyki það vor í hlýrra lagi, en landinn hefur löngum sótt í hitann, svo það ætti ekki að koma að sök. Meira
19. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 256 orð

Þau búa til bakpoka fyrir vorferðina

BÖRN á skóladagheimilinu Höfn í Reykjavík eru á leið í ferðalag og hafa undanfarið unnið að undirbúningi ferðarinnar. "Árlega förum við í þriggja daga vorferð og í ár er ferðinni heitið í Þórsmörk," segir Ragnar Sær Ragnarsson, forstöðumaður á Höfn. Talsverðurundirbúningur Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.