Greinar laugardaginn 10. júní 1995

Forsíða

10. júní 1995 | Forsíða | 206 orð

Aukin bjartsýni eftir Kaíró-fund

YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Ísrael, og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, áttu fund í Kaíró í gær. Var þetta fyrsti fundur þeirra í fjóra mánuði. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að honum loknum að enn eitt skref hefði verið stigið til að treysta friðarþróunina í Miðausturlöndum. Meira
10. júní 1995 | Forsíða | 222 orð

Bildt fær víðtækt umboð í Bosníu

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) útnefndu í gærkvöldi Carl Bildt, leiðtoga sænskra hægrimanna, sáttasemjara í Bosníudeilunni. Búist er við að hann fái víðtækara umboð en fyrirennarinn Owen lávarður sem skoraði í gær á Bandaríkjamenn að stuðla að lausn deilumála í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu með því að sýna meiri samningalipurð. Meira
10. júní 1995 | Forsíða | 137 orð

Bætur að sliga Breta

VELFERÐARKERFIÐ er að vaxa Bretum yfir höfuð og er það sameiginlegt álit félagsmálanefndar þingsins, að verði ekkert að gert verði kostnaðurinn við það fljótlega óviðráðanlegur. 10 milljónir á hvers kyns bótum Meira
10. júní 1995 | Forsíða | 125 orð

Danir hafna auknum kvóta

DANSKA stjórnin hefur neitað að taka til greina ákvörðun færeysku stjórnarinnar og lögþingsins um aukinn þorsk- og ýsukvóta fyrir tvílembinga, togara sem toga tveir eitt troll saman. Í bréfi sem Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra sendi Edmund Joensen lögmanni í gær, segir að ákvörðunin sé á skjön við samninga dönsku og færeysku stjórnanna tvö síðustu árin. Meira
10. júní 1995 | Forsíða | 100 orð

Mótmæla framferði Japana

SUÐUR-kóresk kona grátbiður óeirðalögreglu um að hindra ekki sig og um 500 félaga sína í því að brenna brúður við japanska sendiráðið í Seoul. Fólkið krafðist þess að Japanir bæðust innilegrar afsökunar á framferði sínu í Kóreu eftir að þeir lögðu landið undir sig. Meira
10. júní 1995 | Forsíða | 107 orð

Skógareldar og flóð

SKÓGARELDAR og hækkandi yfirborð í ám hafði í gær valdið miklu tjóni í vesturfylkjum Kanada. Í suðurhluta Alberta og British Columbia ollu miklar leysingar og úrhelli flóðum sem sögð eru hin mestu í heila öld. Yfirborð South Saskatchewan-árinnar hækkaði um 20 sm. á klukkustund í gær og urðu um 5000 íbúar bæjarins Medicine Hat að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóði. Meira
10. júní 1995 | Forsíða | 32 orð

Sókn gegn glæpastarfsemi

SÉRSVEITIR rússneska innanríkisráðuneytisins handtóku á einu bretti alla götusala sem starfa á Velozavodskí-götumarkaðinum í Moskvu. Var það liður í hertum aðgerðum lögreglunnar til þess að uppræta skipulega glæpastarfsemi. Meira

Fréttir

10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 387 orð

318 ker kæld niður á 14 dögum

VERKFALL sem nær til um 460 fastra starfsmanna í álverinu í Straumsvík hófst á miðnætti. Allir starfsmennirnir halda þó áfram störfum næstu tvær vikur því samkvæmt samningum tekur 14 daga að undirbúa álverið undir lokun og kæla kerin niður smátt og smátt til að komast hjá skemmdum. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

42 útskrifast frá Menntaskólanum á Egilsstöðum

42 nemendur útskrifuðust frá Menntaskólanum á Egilsstöðum á þessari vorönn. Þannig útskrifuðust 12 af félagsfræðibraut, 11 af náttúrufræðibraut, 5 af eðlisfræðibraut, 6 af hagfræðibraut, 10 af málabraut og 4 af íþróttabraut. 6 nemendur luku námi af fleiri en einni braut. Hátíðarathöfn fór fram í Egilsstaðakirkju og var kaffisamsæti á eftir í Menntaskólanum. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Afmælishlaup Granda hf.

FISKVINNSLU- og útgerðarfyrirtækið Grandi hf. verður 10 ára 11. nóvember nk. Í tilefni þess efnir Grandi til ýmissa viðburða í sumar. Sunnudaginn 11. júní verður Grandahlaupið og hefst það við Norðurgarð kl. 13. Skráning hefst á sama stað kl. 11 og er þátttaka ókeypis. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Afmælisveisla á Akureyri

ÞAÐ var mikið um dýrðir og mikið sungið í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld þegar Útgerðarfélag Akureyringa hélt um 1.200 manns veislu í tilefni af hálfrar aldar afmæli sínu. Öllu starfsfólki ÚA til sjós og lands ásamt mökum var boðið til veislunnar auk fjölda gesta, m.a. var sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson viðstaddur þessi tímamót í sögu félagsins og flutti hann ávarp. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Af Öræfajökli á snjóbretti

SEX MANNA hópur áhugamanna um útivist og fjallgöngu kleif Öræfajökul og gekk á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, um síðustu helgi. Það væri sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að einn fjallgöngumannanna, hinn tólf ára gamli Erlendur Þór Magnússon, renndi sér niður af tindinum á snjóbretti og alveg niður í 200 m hæð. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 267 orð

Allt að 80% túna á einum bæ skemmd

KAL er að finna í túnum á flestum bæjum í Mýrdal, að mati ráðunauta sem skoðað hafa landið. Á sumum bæjum eru 70-80% túnanna kalin. Ráðunautarnir Einar Þorsteinsson og Óttar Geirsson fóru nú í júní til þeirra bænda í Mýrdal sem þess óskuðu til að skoða ástand túna Óttar telur að kal sé í flestum túnum en mismikið milli bæja. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 46 orð

Allt flug SAS lá niðri

ALLT innanlands- og millilandaflug SAS-félagsins lá niðri í gær vegna sólarhrings vinnustöðvunar flugmanna. Lögðust rúmlega 800 ferðir niður og raskaði það ferðalagi um 56.000 farþega. Á Arlanda-flugvellinum í gær reyndu starfsmenn SAS að koma farþegum félagsins með flugvélum annarra flugvélaga. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Allt ónýtt á verkstæði

UNGUR maður hefur játað að hafa kveikt í húsi í Höfn á Hornafirði í fyrrinótt. Maðurinn mun áður hafa gert gert sig sekan um svipuð brot. Í húsinu eru Rafeindaverkstæði Jóhanns Ársælssonar og matvöruverslunin Hornabær. Slökkviliðið var kallað til um kl. 1.15 í fyrrinótt. Vel gekk að slökkva en mikið tjón varð af eldi og reyk. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Athugasemd

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Óla Gunnarssyni, forstöðumanni 03 hjá Pósti og síma: "ÉG hafði ekki hugsað mér að hætta mér inn í þá gjörningahríð sem geisað hefur í fjölmiðlum að undanförnu í tenglum við útkomu nýrrar símaskrár fyrir árið 1995 en eftir lestur fréttar á bls. 4 í Morgunblaðinu þann 8. júní sl. get ég ekki látið kyrrt liggja. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Bifröst opnuð á 40 ára afmæli

HÓTEL Bifröst í Borgarfirði hefur sumarstarfsemi í dag, 10. júní. Í sumar á hótelið afmæli en það hefur nú verið starfrækt í 40 ár. Samvinnuferðir-Landsýn leigja sumarhótelið af Samvinnuháskólanum eins og undanfarin sumur. Meira
10. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Blóm fyrir þig

BLÓM fyrir þig, blómabúðin á Akureyri, heitir ný blóma- og gjafavöruverslun sem opnuð hefur verið í Hafnarstæti 88 á Akureyri. Það eru hjónin Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Einarsson sem eiga og reka verslunina. Áhersla verður lögð á afskorin blóm í versluninni, en þar verður einnig á boðstólum fjölbreytt úrval gjafavöru fyrir alla aldurshópa. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 502 orð

Breyting á samskiptum sjómanna og útgerðar

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að nýr kjarasamningur sjómanna og LÍÚ hafi í för með sér gríðarlega breytingu í samskiptum áhafnar skipa og útgerðarmanna. Gera verði formlega samninga um fiskviðskipti. Forystumenn sjómanna eru ánægðir með þessa breytingu og segjast vona að hún komi í veg fyrir allt kvótabrask. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 839 orð

Böndin heim

ARNE Bendiksen fer ekki troðnar slóðir. Hann geislar af lífsgleði og heimili hans á Asker í Ósló ber vott um að þar býr og starfar einstakur maður. Bendiksen er þúsundþjalasmiður í tónlist; lagahöfundur, söngvari, hljóðfæraleikari, hljómsveitarstjóri og plötuútgefandi. Og svo er hann Íslandsvinur. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Dæmdur fyrir sölu á tælenskum Levi's

MAÐUR, sem seldi fatnað frá Tælandi með Levi's vörumerkinu hér á landi, var í gær dæmdur í Hæstarétti til að greiða 250 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Þá voru 693 flíkur gerðar upptækar til ríkissjóðs. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Eigum lítið erindi í Aljóðahvalveiðiráðið

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra telur að lítið jákvætt hafi gerst á nýafstöðnum fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem gæti haft áhrif á að Ísland gengi aftur í ráðið. Hann hyggst þó kynna sér niðurstöður fundarins betur. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Einkaþota kyrrsett

EINKAÞOTA af gerðinni Cessna Citation hefur staðið á Reykjavíkurflugvelli í nokkrar vikur, kyrrsett að beiðni eigenda. Ástþór Magnússon, stofnandi átaksins Friðar 2000, sem hefur það á stefnuskrá sinni að aðstoða fórnarlömb Tsjernóbýl-slyssins, kom til landsins á þotunni í byrjun mars sl. en hann leigði hana af erlendu fyrirtæki. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Eldri borgarar á aðalfundi

AÐALFUNDI Landssambands aldraðra lauk sl. fimmtudag en fundinn sóttu 94 fulltrúar félaga aldraðra víðs vegar að af landsbyggðinni. Fundurinn var haldinn í Risinu við Hverfisgötu og stóð í tvo daga. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Erlendir gest-ir Kvennakirkjunnar

FULLTRÚAR frá Alkirkjuráðinu verða gestir í messu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 11. júní kl. 20.30. Fulltrúarnir koma til Íslands til að kynna sér starf hér á landi í tengslum við kvennaáratug kirkjunnar, 1988 til 1998. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 112 orð

ESB fordæmi?

Reuter JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, leggur áherzlu á mál sitt á blaðamannafundi í Brussel í gær. Santer kynnti þar þau mál, sem framkvæmdastjórnin myndi leggja áherzlu á í næstu viku, á fundi sjö stærstu iðnríkja heims. Meira
10. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 298 orð

Fáeinir stórir urðunarstaðir hagkvæmastir

HAGKVÆMASTI kosturinn við sorphirðu á Norðurlandi eystra er að hafa fáeina stóra urðunarstaði, eða alls fjóra, í nágrenni Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers og Þórshafnar, en ódýrara er að urða úrgang en brenna. Þetta kemur m.a. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 170 orð

Fá fyrirheit um fulla ESB-aðild

EYSTRASALTSRÍKIN, Eistland, Lettland og Litháen, stíga skrefi nær fullri aðild að Evrópuasambandinu á mánudag, er undirritaðir verða í Brussel svokallaðir Evrópusamningar, sem fela í sér aukaaðild ríkjanna að ESB og fyrirheit um fulla aðild síðar, þótt tímasetning hennar sé ekki ákveðin. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Ferðasamtökin Miðnætursólarhringurinn stofnuð

FERÐAMÁLASAMTÖKIN Miðnætursólarhringurinn voru stofnuð í lok maí á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Að samtökunum standa öll sveitarfélög í Norður-Þingeyjarsýslu, Bakkafjörður og Vopnafjörður. Á stofnfundinum héldu erindi Helga Haralsdóttir, deildarstjóri hjá Ferðamálaráði á Akureyri, Þórður Höskuldsson, ferðamálafulltrúi fyrir Þingeyjarsýslur og Kristofer Ragnarsson, Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Fjölbreytt dagkrá við Reykjavíkurhöfn

FJÖLBREYTT dagskrá verður í Reykjavík á sjómannadaginn. Auk ræðuhalda verður keppt í hefðbundnum sjómannadagsgreinum eins og reiptogi, kappróðri og koddaslag. Dagskráin hefst kl. 8 á sunnudagsmorgunn, þegar fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 11 hefst minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Flugáhugamenn á Parísarflugsýninguna

FLUGÁHUGAMENN hérlendis leggja miðvikudaginn 14. júní upp í hópferð á alþjóðaflugsýninguna í París. Parísarborg verður Mekka flugsins í heiminum þessa tilteknu viku enda er flugsýningin sú stærsta í heiminum. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Fundur um starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, boðar mánudaginn 12. júní kl. 15 til fundar í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík um starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar. Hugmyndin með þessum fundi er sú að hefja umræðu um starfsmannastefnuna á breiðum grundvelli. Meira
10. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Fundur um stofnun kirkjugarðasambands

UNDIRBÚNINGSFUNDUR að stofnun kirkjugarðasambands á Íslandi verður haldinn á Hótel KEA í dag, laugardaginn 10. júní, kl. 10.30. Tilgangur með stofnun landssambands er að vinna markvissar að ýmsum samræmingarmálum og eins fengi sambandið aðild að norrænu samstarfsráði í þessum málaflokki og kæmist þar með í tengsl við þá þróun sem á sér stað í heiminum á þessu sviði. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Gefur frumupptökur 50 dægurlagaplatna

NORSKI tónlistarmaðurinn og útgefandinn Arne Bendiksen hefur ákveðið að færa Íslendingum að gjöf um fimmtíu frumupptökur af íslenskri dægurtónlist frá árunum 1963-1980. Á hverju segulbandi er ein plata. Eru upptökurnar væntanlegar í næstu viku, að sögn Bendiksens, en Jónatan Garðarson hjá Spori mun fá þær í hendur og sjá um endurútgáfu á efninu. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 473 orð

Hátíðahöld á sjósóknarstöðum um land allt

AÐ VENJU verður á öllum sjósóknarstöðum á landinu efnt til hátíðardagskrár nú um helgina í tilefni af Sjómannadeginum 11. júní. Suðurnes Á Suðurnesjum verður mest um að vera í stærsta sveitarfélaginu, Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Dagskrá Sjómannadagsins hefst þar kl. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 182 orð

Hægrisveifla í Kanada

ÍHALDSMENN unnu sigur í fylkiskosningum sem fóru fram í Ontariofylki í Kanada á fimmtudag. Stefnuskrá þeirra hljóðar upp á íhaldsbyltingu, ekki ósvipaða þeirri sem bepúblikanar í Bandaríkjunum hafa boðað. Samkvæmt spám tveggja helstu sjónvarpsstöðvanna í Kanada fær Íhaldsflokkurinn um 80 af 130 sætum á fylkisþinginu Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 211 orð

JÓHANNES BJARNASON

JÓHANNES Bjarnason verkfræðingur lést fimmtudaginn 8. júní sl., 74 ára að aldri. Jóhannes fæddist í Knarrarnesi í Mýrarsýslu þann 18. júlí 1920, sonur hjónanna Ástu Jónsdóttur og Bjarna Ásgeirssonar ráðherra. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og f.hl. prófi í almennri verkfræði frá University of Manitoba 1941. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Karlakórinn byggir á ný

Morgunblaðið/Sverrir FRAMKVÆMDIR við nýbyggingu Karlakórs Reykjavíkur við Skógarhlíð eruhafnar á ný eftir nokkurthlé en tíu ár eru síðan fyrstaskóflustungan var tekin. Aðsögn Bjarna Reynarssonar,formanns kórsins, verðurunnið við húsið í allt sumarog því komið undir þak. Meira
10. júní 1995 | Landsbyggðin | 361 orð

Kaupstaðarréttindi í 100 ár

SEYÐFIRÐINGAR fagna um næstu mánaðarmót því að 100 ár eru liðin frá því að staðurinn fékk kaupsaðarréttindi. Mikið verður um að vera á Seyðisfirði og hefur undirbúningur hátíðahaldanna staðið yfir frá því sl. sumar. Gert er ráð fyrir miklum fjölda gesta og þá ekki síst brottfluttum Seyðfirðingum og ættingjum þeirra, Austfirðingum og ferðamönnum sem leið eiga um Austurland. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Kósý í Kaffileikhúsinu

HLJÓMSVEITIN Kósý efnir til fyrstu sumartónleika sinna í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum laugardaginn 10. júní, kl. 21. Hljómsveitin hefur leikið víða í vetur en nú hafa þeir félagar, Markús, Magnús, Ragnar og Úlfur, æft glænýja lagadagskrá sem þeir munu frumflytja á laugardaginn. Á milli laga bregða piltarnir á leik, sýna galdrabrögð, fara með gamanmál, rabba við áhorfendur og fleira. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Kvenstúdentar í meirihluta

RÚMLEGA helmingi fleiri konur en karlar brautskráðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 3. júní. Af 144 nýstúdentum eru 85 konur og 39 karlar. Tuttugu og fimm ár eru frá því fyrstu stúdentarnir voru brautskráðir frá skólanum. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 289 orð

Lágmarksaðgangi verði náð

MEIRIHLUTI stjórnarflokkanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um framkvæmd GATT-samningsins. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, formanns nefndarinnar, vill meirihlutinn tryggja að sá lágmarksaðgangur erlendra landbúnaðarvara sem kveðið er á um í samningnum, þ.e. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Lárviðarskáld Breta fjallar um Grámosann

TED HUGHES, lárviðarskáld Breta, hélt erindi um Thor Vilhjálmsson og kynni sín af Íslandi í London í vikunni, þegar ensk þýðing Bernards Scudder á skáldsögu Thors Vilhjálmssonar, Grámósinn glóir (Justice Undone), var kynnt, að viðstöddum höfundinum og fjölda gesta. Meira
10. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Leikfélagsfólk kveður leikárið

LEIKÁR Leikfélags Akureyrar sem nú er að ljúka hefur verið kraftmikið og hyggjast leikfélagsmenn kveðja það og áhorfendur sína með fjölskrúðugri skemmtun í Samkomuhúsinu á morgun, sunnudaginn 11. júní kl. 17.00. "Í kaupstað verður farið og kýrnar leystar út," er yfirskrift dagskrárinnar. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 447 orð

Litlar líkur á viðræðum næstu daga

VERKFALL um 460 starfsmanna álversins í Straumsvík hófst á miðnætti en um kvöldmatarleytið í gær slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila. Ljóst er að sáttasemjari mun ekki reyna að boða til nýs viðræðufundar fyrr en einhvern tíma í næstu viku. Vinnuveitendur segjast hafa boðið 9% hækkun Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 382 orð

Lögð drög að frekara samstarfi landanna

VO Van Kiet, forsætisráðherra Víetnams, sagði á fréttamannafundi sem hann hélt ásamt Davíð Oddssyni, forsætisráðherra Íslands, í gær, að opinber heimsókn hans til Íslands hefði verið árangursrík. Lögð hefðu verið drög að frekara samstarfi þjóðanna á sviði efnahags- og menningarmála, einnig í vísindum og tækni. Meira
10. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Messur

AKURERYAR- og GLERÁRPRESTAKALL: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 10. júní kl. 11.00. Sameiginleg sjómannamessa fyrir Akureyrar- og Glerársóknir. Sjómenn aðstoða við athöfnina. Víðir Benediktsson stýrimaður prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma á sjómannadaginn kl. 20.00. Allir velkomnir. Meira
10. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Mikill vöxtur í ám en enginn skaði

MIKILL vöxtur var í ám og lækjum í hlýindunum norðanlands í gærdag en í Eyjafirði hafði hvergi flætt yfir vegi þannig að skaði hlytist af. Jón Haukur Sigurbjörnsson, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Akureyri, var á ferð í Skíðadal síðdegis, en þá var Svarfaðardalsáin orðin mikil að vöxtum. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Morgunblaðið/Sverrir

Morgunblaðið/Sverrir Hestaflutningar yfir sundið TUTTUGU hross voru flutt á pramma út í Viðey sl. föstudag. Hestaleigan Laxnes sá um flutningana. Að sögn Garðars Hreinssonar, sem er starfsmaður hestaleigunnar, er þörfin fyrir slíka þjónustu í nágrenni Reykjavíkur orðin mjög mikil. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Nám metið til þriggja ára starfsaldurs

Í KJARASAMNINGI, sem Félag íslenskra leikskólakennara hefur gert við Reykjavíkurborg og ríkið, er m.a. kveðið á um að byrjunarlaun skv. launatöflu hækki úr 65.900 kr. á mánuði í um 80.000 kr. á samningstímanum eða um tæp 22%, en samningurinn gildir til ársloka 1996. Meira
10. júní 1995 | Landsbyggðin | 366 orð

Norröna kom með sumarið

Seyðisfirði-Sumarþyrstir Seyðfirðingar fengu loks raunverulegan sumardag er birta tók af degi á fimmtudag. Þá var kominn þægilegur lofthiti og lækir og fossar vaknaðir til lífsins eins og vera ber á þessum árstíma. Klukkan sjö um morguninn renndi farþegaferjan Norröna að bryggju í Seyðisfirði. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 293 orð

Nýuppgötvað efnasamband svæfir

ÞÓTT nafnið hljómi ekki einsog vögguvísa gæti nýuppgötvað efnasamband sem kallast cis-9,10- octadecenoamide svæft mann á skammri stundu. "Svefn er ein stórkostlegasta ráðgáta taugavísindanna," sagði taugasérfræðingurinn Steven Henriksen. "Svefn er með því einfaldasta sem heilinn gerir, og er okkur enn óskiljanlegt." Fyrstu rannsóknir lofa góðu Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Nælusala í Kringlunni

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra selur barmnælur í Kringlunni í dag, laugardag, í tengslum við þátttöku Íslands í Special Olympics, leikum þroskaheftra sem haldnir verða í Connecticut í Bandaríkjunum í júlí nk. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 649 orð

Óskaði sjálfur eftir athugun á ósamræmi

BERGSTEINN Gizurarson, brunamálastjóri, segir að hann hafi sjálfur óskað eftir því við Ríkisendurskoðun í september 1994 að farið yrði ofan í það ósamræmi sem væri milli reglugerðar um Brunavarnaskóla og laga um brunavarnir og brunamál og þær reglur sem giltu um rekstur ríkisstofnana, Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð

Raungreinarnar heilla mest

DÚXARNIR frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Ásta Herdís Hall, Jenný Brynjarsdóttir og Ýrr Ásbjörg Mörch, fara ekki troðnar slóðir. Ásta og Jenný ætla í stærðfræði við Háskóla Íslands í haust og Ýrr hefur fengið inni í Norsk Tekniske Högskole í Þrándheimi í Noregi þar sem hún hyggur á nám í efnaverkfræði. Jenný ætlar á tölvunarfræðilínu innan stærðfræðinnar. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 776 orð

Sagnfræði 20. aldar á filmu

Stofnun Lýðveldis á Íslandi er heiti myndar sem nú hefur verið endurgerð á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Eins og nafnið gefur til kynna var hún tekin á þeim merku tímamótum í sögu okkar Íslendinga er lýðveldi var sett á fót á Þingvöllum. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 171 orð

Samið um Svartahafsflota

RÚSSAR og Úkraínumenn undirrituðu í gær samning sem bindur endi á langvarandi deilur ríkjanna um framtíð Svartahafsflotans. Er vonast til þess að þetta verði til þess að bæta samskipti landanna, sem oft hafa verið stirð. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 301 orð

Samkomulag um miðlunartillögu

RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram formlega miðlunartillögu í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna í gærkvöldi. Tillagan verður borin undir atkvæði sjómanna nk. mánudag. Verði hún samþykkt fara skipin á sjó á þriðjudag. Miðlunartillagan tekur á öllum atriðum nýs samnings sem samkomulag var orðið um. Atriði sem deiluaðila greindi á um verður ekki að finna í samningnum. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Samningur um sjó vinnuþjálfun

SAMNINGUR um sjóvinnuþjálfun ungmenna hefur verið gerður milli fjögurra sveitarfélaga og Karels Karelssonar útgerðarmanns. Sveitarfélögin sem aðild eiga að samningnum eru Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Keflavík, Hafnir og Njarðvík. Verkefnið er styrkt af Atvinnuleysistryggingasjóði, sveitarfélögunum fjórum og nýtur fyrirgreiðslu Byggðastofnunar. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Settur skólameistari við Borgarholtsskóla

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sett Eygló Eyjólfsdóttur, framhaldsskólakennara við Menntaskólann við Hamrahlíð, skólameistara við Borgarholtsskóla í Reykjavík frá 1. júní 1995 til 31. júlí 1996. Eygló er fædd 28. nóvember 1943. Eiginmaður hennar er Steinarr Höskuldsson, viðskiptafræðingur, og eiga þau tvö börn. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 337 orð

Sjálfsbjargarviðleitni efld

BANDARÍSKI flugmaðurinn Scott O'Grady fagnar því á herflugvelli Bandaríkjamanna í Aviano að hafa komist lífs af í Bosníu. Hann mun hafa notið sérstakrar þjálfunar í að komast af við erfiðar aðstæður. Flugherinn nýtur m.a. reynslunnar frá Víetnam þar sem margir herflugmenn voru skotnir niður. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 397 orð

Slapp naumlega við handtöku í Bosníu

BANDARÍSKI herflugmaðurinn Scott O'Grady, sem bjargað var aðfaranótt fimmtudags í Bosníu með ævintýralegum hætti, var tekið með kostum og kynjum í Aviano- flugstöðinni á Norðaustur-Ítalíu í gær en þar hefur flugsveit hans bækistöð. Á annað þúsund manns voru á staðnum og félagar hans flugu heiðursflug yfir vellinum. O'Grady var svo hrærður að hann tárfelldi. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Stjórnirnar biðjast lausnar

ALLIR stjórnarmenn Brunamálastofnunar og allir varamenn þeirra báðust lausnar á stjórnarfundi í stofnuninni í gær. Fyrir fundinum lá erindi frá öllum aðal- og varamönnum skólanefndar Brunamálaskólans og báðust þeir einnig lausnar. Að sögn Huldu Jakobsdóttur, fyrrum stjórnarformanns, er ástæða lausnarbeiðna stjórnarmanna samstarfserfiðleikar við brunamálastjóra. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Stofnun kirkjugarðasambands undirbúin

UNDIRBÚNINGSFUNDUR um stofnun kirkjugarðasambands á Íslandi fer fram á Hótel KEA á Akureyri laugardaginn 10. júní og hefst kl. 10.30. Stjórnendur og starfsmenn kirkjugarða víðsvegar af landinu sitja þennan fund. Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skipulagsnefndar kirkjugarða flytur erindi sem hann nefnir: Skipulagsnefnd, sjóðamál og yfirlit um kirkjugarða. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sungu fyrir biskup Íslands

STÚLKURNAR í unglingakór Selfosskirkju heimsóttu Ólaf Skúlason biskup sl. fimmtudagskvöld og tóku fyrir hann lagið. Þær fluttu m.a. frumsamið lag sem tileinkað er Ólafi og eiginkonu hans, Ebbu Sigurðardóttur. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

"Sveitaball" og göngu ferðir í Viðey

ÞAÐ ber hæst á helgardagská Viðeyjar þessu sinni að sunnudagskvöld 11. júní hefjast harmonukudansleikur sem Karl Jónatansson mun standa fyrir. Þeir verða á sunnudagskvöldum í sumar í grillskálanum Viðeyjarnausti. Þar verður leikið á harmoniku, gítar og trommur. Sveitaböll þessi, eins og menn hafa kosið að nefna þau, verða frá kl. 20­23. Veitingar verða jafnframt seldar í skálanum. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 302 orð

Tillaga um stofnun Forvarnasjóðs

MEIRIHLUTI efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að stofnaður verði Forvarnasjóður til að stuðla að áfengisvörnum og til hans renni 1% af vínandagjaldi samkvæmt frumvarpi til laga um gjald af áfengi. Áætla má að tekjur sjóðsins geti orðið 40-50 milljónir króna á ári og að framlög til þessa málefnis tvöfaldist frá því sem nú er að því er fram kom í umræðum á Alþingi í gær. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 211 orð

Tímanum dreift á kvöldin

BREYTINGAR hafa verið gerðar á útgáfu- og dreifingu dagblaðsins Tímans og mun það eftirleiðis verða prentað milli klukkan 19 og 20 á kvöldin og dreift til áskrifanda á höfuðborgarsvæðinu um 23.30. Til áskrifenda á Akureyri á Tíminn að vera kominn í morgunsárið næsta dag. Meira
10. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Umbúðasýning í Íþróttahöllinni SÝNING á ýmsum um

SÝNING á ýmsum umbúðum sem fiskafurðir, framleiddar undir merkjum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og dótturfyrirtækja hennar, verður opnuð í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 13. og stendur hún til kl. 17. Sýningin var sett upp í tengslum við aðalfund SH á dögunum og sóttist ÚA eftir að fá hana norður í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 480 orð

Umsókn Jóhanns gagnrýnd af meirihlutanum

UMSÓKN Jóhanns G. Bergþórssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, um starf forstöðumanns framkvæmda- og tæknisviðs bæjarins er gagnrýnd af flokksfélögum hans sem segjast ekki telja starfið fara saman við setu í bæjarstjórn. Jóhann segist ekki munu segja af sér embætti bæjarfulltrúa fái hann starfið. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ungir sjálfstæðismenn mótmæla háum sköttum

UNGIR sjálfstæðismenn í Heimdalli, afhentu í gær Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra mótmælabréf þess efnis að skattar væru allt of háir og útgjöld hins opinbera allt of mikil. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Veiðimót fyrir börn og unglinga

STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur gengst á sunnudaginn fyrir veiðimóti fyrir börn og unglinga við Elliðavatn. Í samvinnu við SVFR eru Reykjavíkurborg, Landssamband stangaveiðifélaga og Veiðifélag Elliðavatns. Mótið hefst með skráningu klukkan 10 um morguninn og lýkur með verðlaunaafhendingu klukkan 15. Meira
10. júní 1995 | Óflokkað efni | 375 orð

Verkefnaskrá Chichester

Hadrian VII eftir Peter Luke í leikstjórn Terry Hands er sýnt 26. apríl­29. júní. Aðalhlutverkið er að sjálfsögðu leikið af Derek Jacobi. Hobson's Choice eftir Harold Brighouse undir stjórn Frank Hauser er sýnt 3. maí­20. júlí. Verkið var fyrst sett upp 1916 og er eina verk höfundar sem staðist hefur tímans tönn. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 328 orð

Vilja greiða tvöfalt nafnverð

SLÁTURFÉLAG Suðurlands (SS) hefur gert Rangárvallahreppi og Djúpárhreppi tilboð um að kaupa hlutafjáreign þeirra í Höfn/Þríhyrningi hf. (HÞ) á tvöföldu nafnverði. SS býðst til að greiða kaupverðið að fullu tveimur mánuðum eftir að salan er samþykkt af stjórn Hafnar/Þríhyrnings hf. Hrepparnir eiga samtals 30,78% hlutafjár í félaginu að nafnverði um 12 milljónir króna. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 221 orð

VSÍ telur boðunina ólöglega

FARMANNA- og fiskimannasamband Íslands boðaði í gær verkfall á farskipum, sem taka á gildi á miðnætti 18. júní. VSÍ óskaði í gær eftir því að verkfallsboðuninni yrði frestað, en samninganefnd FFSÍ hafnaði því. VSÍ lýsti því yfir í gærkvöldi að það liti svo á að ólöglega hafi verið staðið að verkfallsboðuninni. Boðaður hefur verið samningafundur í deilunni nk. mánudag. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Yfir 600 þátttakendur í raðgöngu FÍ

Í 7. og næstsíðasta áfanga náttúruminjagöngu Ferðafélags Íslands verður gengið frá Vatnsskarði hjá Hrútagjá yfir að Djúpavatni. Farið er á sunnudegi 11. júní kl. 13 (ath. engin ferð kl. 10.30). Þetta er falleg leið meðfram Reykjanesfjallagarði. Í síðasta áfanganum, þann 25. júní, verður haldið áfram að Selatöngum (þá verða jarðfræðingar með í för). Meira
10. júní 1995 | Miðopna | 1706 orð

Þegar vorar fara skakararnir á hreyfingu

Smábátaútgerð heldur 340 manna byggðarlagi við Tálknafjörð uppi yfir sumartímann. Lífið snýst um veiðar, brælu og banndaga. Anna G. Ólafsdóttirog Þorkell Þorkelsson fylgdust með því þegar skakararnir af staðnum og aðkomumenn komu í höfn fyrr í vikunni. Meira
10. júní 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson Sjómenn í slysavarnaskóla SLYSAVARNASKÓLI sjómanna er þessa dagana með námskeiðfyrir sjómenn við suðurströndina. Í gær var Sæbjörg í Grindavík og þar sóttu 54 sjómenn fjögurra daga grunnnámskeið og17 til viðbótar sérstakt tveggja kvölda námskeið fyrir smábátasjómenn. Meira
10. júní 1995 | Erlendar fréttir | 361 orð

(fyrirsögn vantar)

INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þarf ekki að borga húsaleigu á tveim stöðum, bæði fyrir einkasetur sitt í útjaðri Stokkhólms og nýja forsætisráðherrabústaðinn í miðborginni. Skattanefnd þingsins komst að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra þurfi ekki að greiða leigu fyrir ráðherrabústaðinn ef ráðherrann hefur einnig einkabústað sem hann eða hún þarf að greiða leigu fyrir. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júní 1995 | Leiðarar | 636 orð

MENNINGARLEGT LANDAKORT ÞJÓÐANNA

MENNINGARLEGT LANDAKORT ÞJÓÐANNA RANGURSRÍK kynning íslenskrar menningar á erlendri grund er Íslendingum afar mikilvæg og þjónar ekki síst þeim tilgangi, að marka okkur sérstöðu, sem sjálfstætt menningarríki, í samskiptum landsins við aðrar þjóðir. Meira
10. júní 1995 | Staksteinar | 283 orð

»Þeim var ekki skapað nema að skilja! "BLESS FRAMSÓKN!" Svo hljóðaði tveggj

"BLESS FRAMSÓKN!" Svo hljóðaði tveggja orða en fimm dálka fyrirsögn á forsíðu Vikublaðsins, blaðs Alþýðubandalagsins. Tíminn svaraði með leiðara: "Bless, Ólafur Ragnar"! Bless-leikir Tímans og Vikublaðsins verða Alþýðublaðinu að leiðaraefni. "Spunahljóð tómleikans" Meira

Menning

10. júní 1995 | Leiklist | 544 orð

Ánægðir fiskar dansa

Darraðardans sýnir "Af ánægju malandi stukku". Danshöfundar: Ástrós Gunnarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir. Tónlist: Hörður Bragason, Margrét Eir, Kormákur Geirharðsson, Kristinn Árnason, Þórarinn Kristjánsson, Þórir Viðar. Leikmynd: Sindri Gunnarsson. Búningar: Margrét Einarsdóttir. Verkið flutt af höfundum þess. Fimmtudagur 8. júní 1995. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 224 orð

Gullkistan á Laugarvatni

ÞANN 17. júní opnast Gullkista Laugarvatns en hún er samnefnari yfirgripsmikillar dagskrár þar sem listir og menning verða í aðalhlutverki. Í gullkistunni munu 104 myndlistarmenn sýna verk sín og nýta þeir sér alla þá möguleika sem staðurinn hefur upp á að bjóða í rými, innandyra sem utan. Leiksýningar verða fjórar á Listadögunum,þar af þrjár fyrir börn. Meira
10. júní 1995 | Fólk í fréttum | 106 orð

Heimur Guðríðar

Á mánudaginn var leikverkið "Heimur Guðríðar: Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms" frumsýnt í Hallgrímskirkju. Höfundur þess og leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir. Með leikverkinu leitast hún við að veita innsýn í heim Guðríðar Símonardóttur og leiða í ljós áhrif hennar á skáldið Hallgrím Pétursson. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 225 orð

Ingibjörg í Djúpinu

INGIBJÖRG Sigurðar- og Soffíudóttir opnaði í vikunni myndlistarsýningu í Djúpinu, Hafnarstræti 15 (veitingahúsið Hornið). Verkin sem hún sýnir eru unnin með olíukrít. Ingibjörg er leirkerasmiður að mennt og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1976. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 293 orð

Kaþólsk kapella blessuð í Keflavík

KAÞÓLSK kapella á Skólavegi 38 í Keflavík var blessuð á hvítasunnudag hinn 4. júní sl. Þar er orðinn stór söfnuður og var fyrir kapella löngu orðin of lítil, en hún var í bílskúr við Hafnargötu, þar sem söfnuðurinn hafði athvarf í litlu húsi. Meira
10. júní 1995 | Fólk í fréttum | 123 orð

Laugarásbíó sýnir Dauðann og stúlkuna

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni Dauðanum og stúlkunni eða "Death and The Maiden". Með aðalhlutverk fara Sigourney Weaver og Ben Kingsley. Leikstjóri myndarinnar er Roman Polanski. Paulina á erfiða fortíð. Hún er eftirlifandi fórnarlamb stjórnvalda, hún upplifði nauðganir og hræðilegar pyntingar fyrir fimmtán árum. Meira
10. júní 1995 | Leiklist | 1012 orð

Leiksmiðja í felum

Höfundur Fernando Arrabal. Íslensk þýðing: Sigurður Pálsson. Leikendur: Árni Pétur Reynisson, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Gottskálk Dagur Sigurðsson, Helga Rakel Rafnsdóttir, Páll Sigþór Pálsson, Rut Magnúsdóttir, Soffía Bjarnadóttir og Stefán Baldur Árnason. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Aðstoðarmaður og hljóð: Björgvin Franz Gíslason. Ljós: Björn Helgason. Fimmtudagur 8. júní. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 420 orð

Línudansinn í Junga

Feneyjartvíæringurinn opnar á morgun í 100. skipti. 134 myndlystarmenn frá 51 landi sýna. Líkt og svo oft áður hefur undirbúningur og skipulag ekki gengið átakalaust fyrir sig og á síðustu stundu var reynt að fresta opnuninni um mánuð en allt gekk upp á endanum. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 129 orð

Ljóð í Vesturbæ

Á SÖGU og menningarhátíð Vesturbæjar sem fór fram á dögunum vöktu athygli, ljóð sem fest voru á staura við strætóstoppistöðvar um allan Vesturbæinn í tengslum við hátíðina. Að sögn Valgarðs Egilssonar, sem átti hugmyndina að þessu, var hún fyrst notuð á listahátíð 1990 í örlítið annarri útgáfu. Meira
10. júní 1995 | Myndlist | 958 orð

Manfundur við andann

Opið 13-18 alla daga nema þriðjudaga. Til 26. júní. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 200 krónur. KALLAÐ hefur verið til stefnumóts listar og trúar í sölum Hafnarborgar og er driffjöðurinn séra Gunnar Kristinsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, sem er mikill áhugamaður um trúarlega list. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 206 orð

Myriam Bat- Yosef sýnir á Sóloni

MYRIAM-Bat Yosef opnaði sýningu á Sólon Íslandus á fimmtudag. Sýningin er til minningar um Guðmundu Kristinsdóttur, sem var fædd 28. maí 1904, dáin 13. febrúar 1995, en hún var ætíð traustasti stuðningsmaður Myriam á Íslandi. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 99 orð

Nýr sýningarsalur ÍSLENSK Grafík opnar í dag kl. 15 sýningarsal í húsnæði félagsins að Tryggvagötu 15, annarri hæð, gengið inn

ÍSLENSK Grafík opnar í dag kl. 15 sýningarsal í húsnæði félagsins að Tryggvagötu 15, annarri hæð, gengið inn frá Geirsgötu. Salurinn er í tengslum við Íslenska grafíkverkstæðið. Á fyrstu sýningu í salnum mun Kjartan Guðjónsson grafíklistamaður, sem er einn af stofnendum félagsins Íslensk Grafík, sýna eldri grafíkverk. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Olía og vatnslitir í Eden NÚ stendur yfir myndlistarsýning Jóhönnu Hákonardóttur í Eden í Hveragerði. Þetta er þriðja sýning

NÚ stendur yfir myndlistarsýning Jóhönnu Hákonardóttur í Eden í Hveragerði. Þetta er þriðja sýning hennar á þessu ári. Jóhanna hefur vinnustofu í Stúdíó Höfða, Borgartúni 19 og er vinnustofan opin á mánudögum kl. 20­23. Á sýningunni verða bæði olíumálverk og vatnslitamyndir, málaðar á síðustu þremur árum. Sýningunni lýkur 18. júní og er opið alla daga til kl. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 134 orð

Orgeltónleikar Gillian Weir

ORGELTÓNLEIKAR Gillian Weir á Kirkjulistahátíð verða í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17. Í kynningu segir: "Hægt er að tala um Gillian Weir sem stórstjörnu orgelheimsins. Hún hefur haldið tónleika um allan heim og haldið námskeið sem notið hafa mikilla vinsælda. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Orti flest ættjarðarljóðin í Danmörku

Á 150 ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar skálds komu nokkrir Íslendingar saman við húsið að Sankti Pederstræde 22, þar sem hann bjó. Að undirlagi séra Lárusar Þ. Guðmundssonar sóknarprests var lagður krans við húsið, sem síðan var hengdur upp á gaflinn undir minningartöflu um Jónas. Eigandi hússins, Niels Sigsgaard arkitekt, bauð síðan upp á hressingu inni í húsagarðinum. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 42 orð

Sjónvarpsstjóri áfram

STJÓRN sænska sjónvarpsins ákvað nýlega að óska eftir því að sjónvarpsstjórinn Sam Nilsson gegni starfinu áfram tvö ár í viðbót. Nilsson mun því sitja út árið 1998. Skipulagsbreytingar hjá sænska sjónvarpinu hafa verið samþykktar af stjórninni, en bíða afgreiðslu þingsins. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 310 orð

Snertingin við pappírinn

UNG listakona, Harpa Árnadóttir, tók við verðlaunum úr hendi Gústafs Svíakonungs í apríl síðastliðnum, en það voru fyrstu verðlaun í teiknisasmkeppni sem National Museet í Stokkhólmi efnir til og hefur gert með hléum síðan 1938. Harpa sýnir þessa dagana teikningar sínar á Mokka. Meira
10. júní 1995 | Fólk í fréttum | 148 orð

Stjörnubíó sýnir myndina "Exotica"

STJÖRNUBÍÓ sýnir nú kanadísku kvikmyndina "Exotica" eftir leikstjórann Atom Egoyan. Með aðalhlutverk fara fremur óþekktir leikarar; Bruce Greenwood, Mia Kershner og Elias Koteas. Myndin segir frá endurskoðandanum Francis. Hann venur komur sínar á næturklúbb sem ber hið seiðandi nafn Exotica. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 192 orð

Stofnfundur félags um Listaháskóla

STOFNFUNDUR Félags um Listaháskóla Íslands verður haldinn mánudaginn 12. júní kl. 20.30 í Borgartúni 6, 4. hæð - Rúgbrauðsgerðinni. Á fundinum verður lögð fram tillaga að lögum fyrir félagið og væntanlega kosið í stjórn þess. Félagi um Listaháskóla Íslands er ætlað að verða listrænn, fjárhagslegur og stjórnunarlegur bakhjarl hins fyrirhugaða Listaháskóla Íslands. Meira
10. júní 1995 | Fólk í fréttum | 63 orð

Svanasöngur Spoon

HLJÓMSVEITIN Spoon hélt sveitaball á Logalandi á hvítasunnudag. Þetta voru lokatónleikar sveitarinnar, en núna hyggjast liðsmenn hennar snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Meira
10. júní 1995 | Menningarlíf | 74 orð

Sýningum að ljúka á West Side Story NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir á söngleiknum West Side Story, Sögu úr vesturbænum, sem

NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir á söngleiknum West Side Story, Sögu úr vesturbænum, sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu undanfarna mánuði. Hátt á fjórða tug leikara, söngvara og dansara taka þátt í uppfærslunni sem er nú í fyrsta sinn á fjölunum í íslensku leikhúsi. 25 manna sinfóníuhljómsveit spilar hina heimsfrægu tónlist Leonards Bernsteins. Meira
10. júní 1995 | Fólk í fréttum | 80 orð

Vordagar kirkjunnar

VORDAGAR kirkjunnar standa nú yfir í Kjalarnesprófastsdæmi. Felast þeir í leikjanámskeiðum með kristilegu ívafi, þar sem börn á aldrinum 6­12 ára hljóta kristilega fræðslu, ásamt því að stunda íþróttir og fara í leiki. Að þessu sinni eru þeir haldnir í Sandgerði, Grindavík, Vogum, Álftanesi, Kjalarnesi og í Vestmannaeyjum, og þátttakendur eru á sjötta hundrað. Meira
10. júní 1995 | Myndlist | 682 orð

"Vorkoma"

Grímur Marinó Steindórsson Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12­18 til 18. júní. Aðgangur ókeypis ÞAÐ er ein helsta ögrun höggmyndalistarinnar að á þeim vettvangi er oft verið að vinna mjúk form og ljóðræn í efni, Meira

Umræðan

10. júní 1995 | Velvakandi | 181 orð

Athafnaskáldin og embættismennirnir

EIGANDI fiskvinnslufyrirtækis hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um stórfelld innskattsvik á rúmlega tveimur árum. Hin meintu skattsvik eru talin nema hátt á annan tug milljóna króna og ekki vitað um aðra starfsemi fyrirtækisins en viðskiptin við ríkissjóð. Við þetta rifjast upp hið fræga Vatnsberamál, þar sem innskattsvik námu á þriðja tug milljóna. Meira
10. júní 1995 | Velvakandi | 547 orð

En hvað það var skrýtið

EIN mest lesna barnasaga á Íslandi (kannski fyrir utan "Gagn og gaman)" heitir þessu nafni. Hún er eftir Pál J. Árdal og er skemmtileg barnasaga. En hvers vegna er ég að skrifa þetta? Jú, nýlega sendi Fiskistofa bát út á miðin að taka myndir af sjómönnum kasta fiski í hafið og þótti það mörgum skrýtið. Meira
10. júní 1995 | Velvakandi | 777 orð

Flokkur er nefndur Þrándur í Götu

MÉR varð nokkuð um á dögunum þegar ég rak augun í grein eftir borgarfulltrúa D-listans, Gunnar J. Birgisson, þar sem hann gagnrýnir harkalega nýsamþykktar breytingar á Vinnuskóla Reykjavíkurborgar. Mér sem kjósanda Reykjavíkurlistans er alls ekki sama um að hann "eyðileggi Vinnuskólann". Þess vegna skellti ég mér á áheyrendapallana í borgarstjórn og hlustaði á umræður um Vinnuskólann 18. maí sl. Meira
10. júní 1995 | Aðsent efni | 640 orð

Haltu kjafti og vertu sæt!

Haltu kjafti og vertu sæt! Það sannast nú einn og aftur, segir Guðrún Rögnvaldsdóttir, að Sjálfstæðisflokkurinn er svona eins og "kortér í þrjú gæi. Meira
10. júní 1995 | Aðsent efni | 190 orð

Hverju skilar nýsköpun?

ÞEGAR rætt er um efnahagsvandann og atvinnuleysið er töfralausnin nýsköpun. En í hverju felst sú lausn? Lykilatriðið virðist vera tímabundnar aðgerðir ríkisins til að ívilna ákveðnum atvinnugreinum með skattafríðindum og öðrum fyrirgreiðslum. Meira
10. júní 1995 | Velvakandi | 307 orð

Menningarvinir HAFA Íslendingar gleymt hvað menning er? Hérlendis er

HAFA Íslendingar gleymt hvað menning er? Hérlendis eru mjög mörg kvikmyndahús þannig að draga mætti þá ályktun að hér væri mikið úrval kvikmynda en sú er ekki raunin. Meirihluti þeirra mynda sem hér eru sýndar eru bandarískar hasarmyndir. Vita kvikmyndahúsaeigendur ekki að til eru margar góðar franskar, ítalskar, sænskar og danskar kvikmyndir? Kvikmyndamenningin á Íslandi er einhliða og óholl. Meira
10. júní 1995 | Aðsent efni | 1181 orð

Menningin lifi! Hafnfirska vorið í menningunni

MENNINGU er of lítill gaumur gefinn í samfélagi okkar. Venjubundin þjóðfélagsumræða um menningarmál byggist um of á því almenna viðhorfi, að fjárframlög til menningarmála séu eins konar eyðslusemi; eitthvað sem engu skilar til baka. Meira
10. júní 1995 | Velvakandi | 274 orð

Óveður í týndri teskeið

Mikið er gaman að vera búsettur í útlöndum og lesa Moggann á Netinu. Maður fær svo þægilega fjarlægð á dægurþrasið heima á Skerinu og getur velst um af hlátri yfir morgunkaffinu án þess að taka hlutina of nærri sér og fá vöðvabólgu af niðurbældri reiði. Meira
10. júní 1995 | Aðsent efni | 785 orð

Sameining fjárfestingarlánasjóða

Þann 9. mars sl. voru 25 ár liðin frá stofnun Iðnþróunarsjóðs og um leið varð hann að fullu eign Íslendinga. Þá var lokið við að endurgreiða þann hluta stofnfjár sjóðsins sem önnur Norðurlönd lögðu fram við stofnun hans samkvæmt samningi ríkisstjórna Norðurlandanna frá desember 1969. Meira
10. júní 1995 | Aðsent efni | 591 orð

Skattadagurinn 10. júní

Í dag, laugardaginn 10. júní, er haldið upp á skattadaginn. Það er sá dagur ársins sem fólk hættir að vinna fyrir hið opinbera og hefst handa við að draga björg í eigið bú. Skattadagurinn er táknrænn dagur sem Heimdallur notar til að sýna hlut hins opinbera af landsframleiðslu. Meira
10. júní 1995 | Velvakandi | 542 orð

Um fjölstörfunga og fleira

JÓN H. Karlsson skrifaði grein í Morgunblaðið þ. 18. mars sl. þar sem hann leggur til að dregið verði úr atvinnuleysi með því að flýta starfslokum opinberra starfsmanna. Með því móti hyggst hann rýma fyrir yngri mönnum. Hann kallar þetta atvinnusköpun. Í raun er hann að tala um hagræðingu á vinnumarkaði. Það er ekki verið að tala um fjölgun á stöðum heldur styttingu starfsævinnar. Meira
10. júní 1995 | Velvakandi | 386 orð

VÆR klausur í nýjasta tölublaði Kennarablaðsins vöktu ath

VÆR klausur í nýjasta tölublaði Kennarablaðsins vöktu athygli Víkverja. Annars vegar tekur blaðið upp frásögn fréttabréfs skólastjóra af því að nýr menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hafi kallað forystumenn þeirra á sinn fund til skrafs og ráðagerða. Meira
10. júní 1995 | Aðsent efni | 879 orð

Þurfa launþegar á fjárhagsaðstoð að halda?

FYRIR skömmu var upplýst að 23% styrkþega Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar væru í launaðri eða stopulli launaðri vinnu. Ýmsir, þ.m.t. stjórnmálamenn og fjölmiðlar, hafa í kjölfar þessara upplýsinga fullyrt að skattgreiðendur niðurgreiði laun fyrir fyrirtæki. Það er merkilegt að menn leyfi sér að draga jafn afdráttarlausar ályktanir af svo ófullkomnum gögnum. Meira
10. júní 1995 | Aðsent efni | 1050 orð

Öryggið er allra mál!

NÚ ERU 10 ár liðin frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna og mikið hefur áunnist á þessum árum í öryggisfræðslu fyrir sjómenn. Margir sjómenn eiga fræðslunni að þakka að þeir eru enn starfandi en því miður hafa allt of margir farist og slasast á sjó í gegnum tíðinna. Meira

Minningargreinar

10. júní 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ALBERT ÞÓR GUNNARSSON

ALBERT ÞÓR GUNNARSSON Albert Þór Gunnarsson var fæddur 7. desember 1974. Hann lést í Borgarspítalanum 3. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 8. maí. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 102 orð

Albert Þór Gunnarsson Er við kveðjum góðan vin okkar, Albert Þór Gunnarsson, viljum við þakka fyrir þær samverustundir sem við

Er við kveðjum góðan vin okkar, Albert Þór Gunnarsson, viljum við þakka fyrir þær samverustundir sem við áttum með honum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 216 orð

Dagbjört Ásgrímsdóttir

Einu sinni, þegar malbik Dalvíkurbæjar endaði við Skíðabraut 7 og amma og afi bjuggu enn á efri hæð Lambhaga; þegar ég var lítil telpa, þá var ég eins og svo oft, í heimsókn á Dalvík með mömmu minni. Mamma þurfti að skreppa út og ætlaði að skilja mig eftir hjá ömmu sem var að baka snúða. Ég var alls ekkert hrifin af að fá ekki að fara með og grét hástöfum til að árétta mál mitt. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 716 orð

Dagbjört Ásgrímsdóttir

Þau voru orðin æði mörg æviárin hennar Dagbjartar ömmu minnar, en kveðjustundin kom þó fyrr en ég og líklega flest af fólkinu hennar hugði. Sorgin er sár og tárin mörg, en þó er hugurinn fullur af fallegum myndum. Myndum af fallegri og hjartahlýrri konu sem var ákveðin og bráðgreind. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 702 orð

Dagbjört Ásgrímsdóttir

Í dag verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föðursystir mín, Dagbjört Ásgrímsdóttir, fyrrv. húsfreyja á Grund í Svarfaðardal, til heimilis á Skíðabraut 7 á Dalvík. Dagbjört var yngst af þrettán börnum foreldra sinna, þeirra Sigurlaugar Sigurðardóttur og Ásgríms Sigurðssonar frá Dæli í Fljótum. Þau eru nú öll látin. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 419 orð

Dagbjört Ásgrímsdóttir

Nú er hún frænka mín öll, 89 ára gömul. Viku fyrir andlát hennar sátum við og sungum "Nú andar hinn blíði blær" og kunni hún bæði lag og texta, en ég söng fyrst "Nú andar hinn ljúfi blær", sem hún leiðrétti að bragði. Hún hafði gaman af að syngja og hafði mjög háa rödd, sem ég hreifst af strax sem barn. Hún söng oft með föður mínum, þegar hún kom í heimsókn til okkar á Akureyri úr Svarfaðardalnum. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 240 orð

DAGBJÖRT ÁSGRÍMSDÓTTIR

DAGBJÖRT ÁSGRÍMSDÓTTIR Dagbjört fæddist að Vatni í Haganesvík 8. mars 1906. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík 31. mars sl. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 21. desember 1861, d. 4. apríl 1952, og Ásgrímur Sigurðsson, smiður og bóndi í Dæli í Fljótum, f. 8. desember 1856, d. 23. júní 1936. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 174 orð

Eiríkur Gröndal

Á okkar unglingsárum þegar við fórum að venja komur okkar í Ásgarðinn, þar sem Begga vinkona okkar bjó, kynntumst við fyrst Eiríki og Elínu. Einnig heimsóttum við þau á heimili þeirra og vorum við þar ávallt velkomin. Þá var oft setið fram á nótt og spjallað um lífið og tilveruna og voru það góðar stundir sem við áttum saman. Elsku Kolla og Elín, Einar, Brynjar og ástvinir Eiríks. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 25 orð

EIRÍKUR GRÖNDAL

EIRÍKUR GRÖNDAL Eiríkur Gröndal fæddist í Reykjavík 1. maí 1969. Hann lést í Reykjavík 5. júní síðastliðinn og var jarðsettur frá Bústaðakirkju 9. maí. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 304 orð

Geirlaug Jónsdóttir

Geirlaug Jónsdóttir Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 185 orð

Geirlaug Jónsdóttir

Mig langar að kveðja þig mamma með nokkrum línum, nú þegar þú hefur fallið fyrir þessum vágesti, sem enginn er óhultur fyrir. Hann gerði atlögu að þér fyrir tæpum sex árum en sú atlaga dugði ekki og þú stóðst uppi sem sigurvegari, en það er eins og vágesturinn hafi legið í felum, bætt við liðsafla sinn og þegar ofurefli var náð var blásið til orrustu á ný sem felldi þig á aðeins þremur vikum. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 242 orð

Geirlaug Jónsdóttir

Elsku mamma. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég kom út á flugvöll á mæðradaginn 14. maí að taka á móti þér, að aðeins sautján dögum síðar værir þú öll, þú varst aðeins komin til að gangast undir læknisrannsóknir. En þú hlýtur að hafa verið búin að finna mikið til þó þú hafir aldrei kvartað. Ég er svo gjörsamlega tóm að ég get bara ekki sett neitt á blað. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 343 orð

Geirlaug Jónsdóttir

Það er erfitt að hugsa sér að mamma sé farin frá okkur og við sjáum hana ekki meir. Fyrir aðeins fimm mánuðum kom hún suður til að fylgja elsta bróður okkar til grafar og voru það þung og erfið spor fyrir hana. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 174 orð

Geirlaug Jónsdóttir

Ekki grunaði mig að þegar ég fór suður á þriðjudegi að heimsækja mömmu að hún myndi skilja við degi síðar. Hún var hress og kát þegar ég og ömmubörnin fórum til hennar á spítalann í heimsókn og kvöddum hana með þeim orðum, "við sjáumst á morgun". Já, það er skrýtið til þess að hugsa þegar við förum í litla ömmuhús að amma sé ekki lengur þar, til að taka á móti okkur. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 217 orð

GEIRLAUG JÓNSDÓTTIR

GEIRLAUG JÓNSDÓTTIR Geirlaug var fædd í Laugardal í Vestmannaeyjum 20. júní 1923. Hún lést á kvennadeild Landspítalans 31. maí sl. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, sem lést 1980, og Karólína Sigurðardóttir, sem lést 1989. Systkini Geirlaugar eru Kristín, Margrét og Sigurður. Geirlaug giftist 26. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 712 orð

Guðmundur Ebenezer Benediktsson

Tengdafaðir minn, Guðmundur Ebenezer Benediktsson, andaðist hér á heimili okkar Helgu dóttur hans á Silfurgötu 2 Ísafirði 99 ára að aldri. Það gefur augaleið að maður sem nær svo háum aldri hefur lifað margar þjóðfélagsbreytingar, frá því að allar ár voru óbrúaðar og vegir aðeins göngustígar eða í besta falli hestfærar reiðgötur og vélvæðing bátaflotans enn ekki komin til sögu. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 303 orð

Guðmundur Ebenezer Benediktsson

Elsku langafi minn, núna ertu kominn til Guðs og langömmu. Ég vona að þér líði betur. Ég vil þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Mér fannst gaman að hlusta á þig þegar þú talaðir um það hvernig það var þegar þú varst ungur. Það var greinilegt að margt hafði breyst frá því að þú varst ungur. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 1128 orð

Guðmundur Ebenezer Benediktsson

Dauðinn á það til að koma ljúflega að fólki og ganga svo hægt um, að fólk vaknar ekki af svefni við gestkomuna. Þannig sótti dauðinn heim vin minn, sem ég minnist hér, og hafði tveimur dögum áður en gestinn bar að garði byrjað hundraðasta æviár sitt. Hann var fæddur 28. maí 1896, en andaðist 30. maí 1995. Ebenezer Benediktsson hét í Víkinni Ebbi Ben, líkt og ég hét þar Geiri Jakk. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 118 orð

GUÐMUNDUR EBENEZER BENEDIKTSSON

GUÐMUNDUR EBENEZER BENEDIKTSSON Guðmundur Ebenezer Benediktsson var fæddur 28. maí 1896 að Minni-Bakka í Skálavík Hólshreppi. Hann lést á Ísafirði 30. maí sl. Foreldrar hans voru Benedikt Bjarnason útvegsbóndi fæddur að Minnibakka og Elín Þorláksdóttir kona hans fædd að Meiri- Bakka. 11. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 169 orð

GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR

GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR Guðrún Eiríksdóttir fæddist í Borgarkoti, Skeiðum, hinn 11. apríl 1941. Hún lést í Landspítalanum hinn 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Eiríksson bóndi og Ingibjörg Kristinsdóttir. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 197 orð

Guðrún Eiríksdóttir - viðb

Látin er langt fyrir aldur fram Guðrún Eiríksdótir frá Hlíð undir Eyjafjöllum eftir nokkurra ára baráttu við erfiðan og óvæginn sjúkdóm. Við kynntumst Gunnu, eins og við kölluðum hana, fyrir átta árum. Þá var hún að bregða búi, nýorðin ekkja eftir fyrri mann sinn, Sigurjón, og í þann mund að flytja í bæinn. Það var okkar lán að fá að kynnast Gunnu. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 236 orð

Guðrún Eiríksdóttir - viðb

Ástkær móðir mín er látin. Það er alltaf sárt að missa svo náinn ættingja og jafnframt vin, því við mamma áttum margar góðar stundir saman. Ég minnist mömmu sem kærleiksríkrar og umhyggjusamrar mömmu sem vildi allt fyrir mann gera, sama hvað það kostaði. Mamma sagði alltaf: Þetta fer allt vel. Og þá fór allt vel að lokum. Því maður lifir alltaf í voninni og hún er sterk. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 207 orð

Guðrún Eiríksdóttir - viðb

Nú er komið að hinstu kveðjustund tengdamóður minnar, Guðrúnar Eiríksdóttur eða Gunnu eins og hún var ávallt kölluð. Ég kynntist henni fyrir tæpum þremur árum er ég fórað vera með yngstu dóttur hennar, Sigurlín Þórlaugu, og innan þess árs vorum við Sigurlín gengin í hjónaband. Við Sigurlín vorum þeirrar blessunar aðnjótandi að eignast lítinn dreng í september 1994 sem heitir Jósúa. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Guðrún Eiríksdóttir - viðb

Hún amma okkar, Guðrún Eiríksdóttir, er dáin. Löngum og erfiðum veikindum hennar er lokið, en alla tíð var hún amma jafn hress og jákvæð. Síðustu árin bjó amma ásamt Guðna afa í Hraunbæ 68 og þangað var alltaf gott að koma. Þar var tekið á móti okkur með útbreiddan faðminn og alla tíð var gott að liggja í örmunum hennar ömmu. Nú er hún amma komin til Guðs og hennar veikindum er lokið. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 122 orð

HALLDÓR ÞÓRÐARSON

Halldór Þórður Þórðarson var fæddur á Laugalandi Norður-Ísafjarðarsýslu 19. september 1920. Hann lést á heimili sínu á Laugalandi 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga María Jónsdóttir og Þórður Halldórsson, bóndi á Laugalandi, og var hann elstur sjö systkina. Hin eru: Ingibjörg, Ólafur, Jóhann, Kristín, Jón Fanndal og Guðrún. Hinn 12. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 1034 orð

Halldór Þórðarson - viðb

Tengdafaðir minn, Halldór Þórðarson á Laugalandi, andaðist á heimili sínu, aðfaranótt hvítasunnudags, 4. júní síðastlinn. Þegar kallið kom, uppúr miðnætti, var hann rétt búinn að lesa fyrir sjö ára dótturson sinn, Óttar, það sem hann hafði skrifað í dagbókina um að Óttar og Lilla hefðu rekið hrútana fram í Hraundal þá um daginn. Rithöndin var skýr og festuleg að vanda. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 749 orð

Halldór Þórðarson - viðb

Hann Dóri bróðir minn er dáinn. Þessi orð eru ennþá svo óraunveruleg að ég held helst að mig hafi bara dreymt illa. Hann var hérna í gærkveldi í eldhúsinu hjá mér í Laugarholti og horfði með mér á eitt af þessum kraftaverkum sem stundum verða á vorin, þegar nýfætt lamb sem enginn hugði líf hristi slorugan koll og jarmaði í fyrsta sinn. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 345 orð

JÓN ÓLAFSSON

Jón Ólafsson, fyrrum prófastur í Holti í Önundarfirði, fæddist í Fjósatungu í Fnjóskadal 22. maí 1902. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson og Guðný Árnadóttir. Árið 1936 kvæntist Jón Elísabetu Einarsdóttur, f. 22.nóv. 1906, d. 9. mars 1985. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 198 orð

Jón Ólafsson - viðb

Elsku afi, nú ertu farinn í Holt til ömmu um Jónsmessuna eins og þú hafðir alltaf óskað þér. Þegar við hugsum til baka um þau ár sem við fengum að njóta með þér þá koma fyrst í hug minningar frá Suðurgötunni í Hafnarfirði. Heimili þitt munum við alltaf sem notalegan stað og dvöldum við oft löngum stundum í bókaherberginu. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 230 orð

Jón Ólafsson - viðb

Með fáeinum orðum langar mig til þess að minnast afa míns, afa Jóns, eins og ég kallaði hann alltaf. Það er sárt að missa ástvin sem hefur verið hluti míns daglega lífs frá því ég man eftir mér. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 671 orð

Jón Ólafsson - viðb

Það bar við á Flatey síðsumars 1929. Þegar ég kom heim úr sveitinni var uppi fótur og fit hjá jafnöldrunum. Nýr prestur var kominn til sögunnar, ungur prestur í stað þess gamla. Einhver hafði séð hann á gangi, forvitni og eftirvænting ríkti í hópnum. Það var haft fyrir satt að hann ætti að kenna okkur næsta vetur. Þetta eru mín fyrstu deili á séra Jóni Ólafssyni. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 450 orð

Jón Ólafsson - viðb

Í örfáum fátæklegum orðum vil ég með þökk í huga minnast Jóns Ólafssonar, séra Jóns í Holti, eins og hann var gjarnan nefndur af sveitungum sínum í Önundarfirði og fleirum og við Holt kenndi hann sig ætíð sjálfur. Fyrstu kynni mín af séra Jóni og fjölskyldu hans urðu vorið 1950 þegar ég, sjö ára gamall, kom í Holt til sumardvalar. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 276 orð

Richard Aron Egilsson

Lítill drengur, ljós og fagur, horfinn er af braut. Af hverju? Hver er tilgangurinn? Við spyrjum okkur sjálf þessarar spurningar í sífellu, en fáum engin svör. Það hlýtur að bíða okkar eitthvert verkefni fyrir handan, þegar við hverfum héðan. Rikki var einstakur drengur, hann var fullur af lífi og fjöri, dálítill prakkari en alltaf svo blíður. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 285 orð

Richard Aron Egilsson

Er við lítum um öxl til ljúfust daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Nico) Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, það á svo sannarlega við um hann Rikka okkar sem tekinn var frá okkur alltaf fljótt. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 60 orð

RICHARD ARON EGILSSON

RICHARD ARON EGILSSON Richard Aron Egilsson var fæddur 8. nóvember 1990 í Keflavík. Hann lést á Spáni 25. maí síðastliðinn. Foreldar hans eru Berglind Richardsdóttir og Egill B. Sigurðsson. Hann ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Jósep Þorbjörnssyni. Richard átti tvær yngri systur, Anítu Hörpu og Natalíu Rós Jósepsdætur. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 325 orð

Sigríður Guðlaug Benjamínsdóttir

Elsku Systa hefur kvatt þennan heim. Ég veit að nú líður henni vel. Ég sé hana fyrir mér syngjandi káta eins og ég man best eftir henni, ekki efa ég að tekið hefur verið á móti henni. Ég kynntist Systu fyrir 45 árum er hún kom sem heimilishjálp á heimili foreldra minna sem þá var á Grundarstíg 11. Ég var aðeins fimm ára en man þetta svo vel, við vorum fimm systkinin er hún kom til okkar. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 92 orð

SIGRÍÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR Sigríður Guðlaug Benjamínsdóttir fæddist á Patreksfirði 26. september 1925. Hún lést í Reykjavík 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Friðbjörg Sigurðardóttir og Benjamín V. Jónsson skósmiður. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 679 orð

Sigurður M. Sólmundarson

"Ef líf okkar hefur meiningu þá hlýtur dauðinn einnig að hafa það" er sagt á einum stað. Þegar hringt var til mín og mér borin sú fregn að vinur minn og samstarfsmaður hann Sigurður Sólmundarson væri látinn, farinn frá okkur hér á jörðu, þyrmdi yfir mig, mig setti hljóðan, ég vildi ekki trúa þessu. Mér kom þá til hugar þessi setning sem þessi hugleiðing mín byrjar á. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 350 orð

Sigurður M. Sólmundarson

Nú þegar skákvinur minn og bróðir í andanum, Sigurður Sólmundarson, er farinn frá, óvænt og langt um aldur fram, finnst mér tilhlýðilegt að minnast hans nokkrum orðum og þá þannig, sem ég trúi að honum hefði fallið vel. Hann var sá Hvergerðingur, sem ég kynntist gerst og því þykir mér nú skarð fyrir skildi. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 332 orð

Sigurður M. Sólmundarson

Ótal minningar hafa hrannast upp í hugann frá því ég heyrði að Siggi Sól væri ekki lengur á lífi. Það er eins og síðustu tveir áratugirnir hafi skyndilega þjappast saman og löngu liðnir atburðir verða ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Við kynntumst þegar við unnum saman í sumarbúðum þjóðkirkjunnar í Skálholti sumarið 1977. Þar var Siggi staðarsmiðurinn og Auður ráðskonan. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 457 orð

Sigurður M. Sólmundarson

Á laugardagskvöldið hringdi síminn óvenju seint, ég hugsaði hver hringir svona seint. Þetta var Sólmundur að tilkynna mér að pabbi hans hefði látist í hörmulegu slysi fyrr um kvöldið þar sem hann var að dytta að sínum unaðsreit, sumarbústaðnum. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 180 orð

Sigurður M. Sólmundarson

Með þessum orðum viljum við hjónin kveðja kæran vin, Sigurð M. Sólmundarson. Hann var einstakur listamaður eins og allir vita sem til þekkja. Hvatning hans var mér ómetanleg þegar ég byrjaði að fást við myndlist og við höfðum fyrirhugað að vera með í samsýningu í sumar á Laugarvatni og unnum saman að því. Siggi Sól hefur kvatt okkur en verk hans munu lifa. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 317 orð

SIGURÐUR M. SÓLMUNDARSON

SIGURÐUR M. SÓLMUNDARSON Sigurður Magnús Sólmundarson, húsgagnasmiður, handavinnukennari og myndlistarmaður, fæddist 1. október 1930 í Borgarnesi. Hann lést af slysförum 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sólmundur Sigurðsson, f. í Smiðjuhólsveggjum í Álftaneshreppi 1899, d. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 1062 orð

Vilborg Bjarnfreðsdóttir

"Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn." Sálm. 103.2­3. Nú hefur hún frænka mín, blessuð hlotið hvíldina. Ekki kom fregning á óvart, löngu var hún ferðbúin af heimi. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 34 orð

VILBORG BJARNFREÐSDÓTTIR

VILBORG BJARNFREÐSDÓTTIR Vilborg Bjarnfreðsdóttir, verkakona á Selfossi, fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 19. júní 1915. Hún lést í Ljósheimum, sjúkradeild aldraðra á Selfossi, 30. maí sl. Útför hennar fór fram frá Selfosskirkju 7. júní. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 316 orð

Þórdís Guðjónsdóttir

Það er komið að kveðjustund, margs er að minnast og margt er að þakka. Í dag fer fram frá Landakirkju útför tengdamóður minnar Þórdísar Guðjónsdóttur frá Svanhóli í Vestmannaeyjum. Sorgin kvaddi oft dyra á æskuheimili Dísu, fjórir bræður hennar drukknuðu, allt menn í blóma lífs síns. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 446 orð

Þórdís Guðjónsdóttir

Nú hefur Dísa amma lagt sín augu aftur í hinsta sinn og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Þegar ég var lítil skvetta var ég svo lánsöm að fá að dvelja hjá ömmu og afa á sumrin og tóku þau stóran þátt í uppeldi mínu. Hafa þau bæði skilið eftir dýrmæta gullmola í hjarta mínu sem gleymast ekki og er ég þeim þakklát fyrir þeirra innlegg í þroskaferil minn. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 233 orð

Þórdís Guðjónsdóttir

Gengin er til mæðra sinna og feðra, Þórdís Guðjónsdóttir frá Svanhóli í Vestmannaeyjum. Þórdís var fulltrúi atvinnuhátta sem horfnir eru í blámóðu tímans, horfnir eins og Svanhóll, húsið þeirra glæsihjóna Þórdísar og Sigurðar heitins Bjarnasonar, útgerðarmanns frá Hlaðbæ. Svanhóll hvílir nú undir 60 metra hraunstafla sem hlóðst upp eftir ógnarnóttina 23. janúar 1973. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 115 orð

ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR

ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR ÞÓRDÍS Guðjónsdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 26.11. 1908. Hún lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 2. maí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Eyjólfsson, útvegsbóndi, f. 9.3. 1872, d. 14.7. 1935, og Halla Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 4.9. 1876, d. 7.9. 1939. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 204 orð

ÞURÍÐUR T. BJARNARSON

Þuríður Tómasdóttir Bjarnarson fæddist í Reykjavík 1. desember 1901. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhelmína Soffía Sveinsdóttir, f. 13.4. 1870, d. 3.5. 1939, og Tómas Jónsson skipstjóri, f. 16.3. 1872, d. 8.4. 1956, en þau bjuggu allan sinn búskap í vesturbænum í Reykjavík. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 280 orð

Þuríður T. Bjarnarson - viðb

Elsku amma, loksins fékstu farmiðann til afa. Nú þarftu ekki að kveðja hann á hverju kvöldi eins og þú gerðir og óska honum góða nótt yfir Fossvoginn. Þú varst lengi búin að bíða eftir fá að hitta hann aftur. Svo og mömmu, Þóri og litla Bróa. Þessi síðasta ferð þín hefur alveg örugglega verið að þínu skapi, stór og mikil móttökunefnd hefur tekið á móti þér. Meira
10. júní 1995 | Minningargreinar | 138 orð

Þuríður T. Bjarnarson - viðb

Hún amma Þura er látin eftir langt lífshlaup, 93 ára gömul. Hún var Reykavíkingur í húð og hár, Vesturbæingur af hinni svokölluðu aldamótakynslóð. Í ömmu leyndist heimsborgari og hún fór víða um lönd og álfur á sínum yngri árum. Það jók henni víðsýni og nutum við þess í heimsóknum, okkar til ömmu og afa á Nýbýlaveginn. Meira

Viðskipti

10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Aukinn hagnaður Deutsche Telekom

DEUTSCHE Telekom AG, fjarskiptarisinn í Þýzkalandi, hefur skýrt frá mikilli tekjuaukningu á síðasta ári og kveðst nálægt því marki að setja skilmála í samningaviðræðum um kauphallarskráningu í New York á næsta ári. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Aukin samkeppni í gjaldeyrisviðskiptum

Alþjóðlegt fyrirtæki, Change Group International hefur opnað útibú í Reykjavík. Fyrirtækið nefnist The Change Group Iceland EHL og er til húsa í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins er Change Group International 3ja ára gamalt og eru helstu bankastofnanir Bretlands meðal eigenda þess. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 322 orð

Aukningin nemur 72%

HEILDARHLUTABRÉFAVIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands og Opna tilboðsmarkaðnum voru samtals 925 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins. Aukning frá sama tímabili í fyrra er 72%, eins og kemur fram í riti Kaupþings, Greining á hlutabréfamarkaðnum. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 275 orð

IBM storkar Microsoft með tilboðinu í Lotus

EF IBM kemst yfir hugbúnaðarfyrirtækið Lotus Development Corp. gæti það orðið handhægt verkfæri til þess að brjóta keppinautinn Microsoft á bak aftur, að mati sérfræðinga. IBM vonast til að geta gert hugbúnaðinn Lotus Notes að samstæðum búnaði, sem muni að lokum ná til hvers konar tölva, hvort sem í hlut eiga stórtölvur, borðtölvur eða fartölvur. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 64 orð

KLM greiðir aftur arð

KLM-flugfélagið hefur sagt að það muni greiða arð af hlutabréfum á ný, þar sem hagnaður hafi rúmlega fjórfaldazt. Nettóhagnaður á tólf mánuðum til marzloka 1995 jókst í jafnvirði 297 milljóna dollara úr 82 millijónum 1993/94. Velta jókst í 5.8 milljarða dollara úr 5.5 milljörðum. KLM sagði að greiddur yrði 1,50 gyllina arður, hinn fyrsti til hluhafa síðan 1991/92. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Minni birgðum af korni spáð

INNFLYTJENDUR virðast reyna að koma sér upp birgðum af hveiti ef til verðsprengingar skyldi koma síðar í ár ef birgðir minnka vegna veðurs. Hveitiverð hækkaði nokkuð í vikunni, enda eru uppskeruhorfur slæmar í Bandaríkjunum og Kanada vegna rigninga. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Nýjar höfuðstöðvar Íslandsbanka í gagnið

STARFSMENN í stoðdeildum Íslandsbanka hf. eru þessa dagana að koma sér fyrir í nýjum höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi. Fyrstu deildir fluttu inn um páskana og var sá tími jafnframt notaður til að flytja tölvukerfi bankans. Síðan hefur hver deildin af annarri flutt inn og Valur Valsson bankastjóri flutti síðan sjálfur í nýju höfuðstöðvarnar um miðjan maí. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Sex mánaða uppgjör skylda

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur afturkallað heimild til nokkurra skráðra hlutafélaga um að skila inn milliuppgjörum sem ná til annars tímabils en fyrri helmings reikningsársins. Félögin verða því eftirleiðis að skila inn sex mánaða uppgjörum. Þau félög sem heimildin hefur náð til eru Íslandsbanki, Sæplast, Þormóður rammi, Jarðboranir og KEA. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Turner ráðgerir viðskiptarás

STJÓRN Turner Broadcasting System (TBS) hefur til athugunar hugmynd um að fréttasjónvarpsstöðin CNN hleypi af stokkunum nýrri kaplarás fyrir viðskiptafréttir. Þar með yrði CNN beinn keppinautur ábatasamrar CNBC-kaplarásar General Electric Co. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Vöxtur hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

ÁVÖXTUN inneigna sjóðsfélaga í Íslenska lífeyrissjóðnum var 6,3%, að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar, á síðasta ári. Samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbréfum var þetta hæsta raunávöxtun á frjálsa lífeyrismarkaðnum og er þetta fjórða árið í röð sem sá árangur næst. Jafnframt fjölgaði sjóðsfélögum talsvert eða um 51% og voru þeir 518 í árslok. Meira
10. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Yfir 200 milljóna punda boð í MGM-bíókeðjuna

ÞRÍR bjóðendur hafa hver um sig boðið rúmlega 200 milljónir punda í MGM-bíókeðjuna í Bretlandi á uppboði franska bankans Crédit Lyonnais. Carlton Communications Plc -- sem er undir forystu Virgin-fyrirtækis Richards Bransons og Rank Organisation Plc -- hefur hækkað tilboð sitt að minnsta kosti einu sinni samkvæmt góðum heimildum. S.G. Meira

Daglegt líf

10. júní 1995 | Neytendur | 346 orð

Latneskir logar á Laugavegi

Uppskrift vikunnar Latneskir logar á Laugavegi Í TILEFNI af hækkandi sól og hlýnandi veðri býður spænski veitingastaðurinn Las Candilejas, Laugavegi 73, upp á nýjan matseðil og hefur jafnframt breytt opnunartíma sínum. Nafn veitingastaðarins kemur Íslendinum ekki að ósekju spánskt fyrir sjónir. Meira
10. júní 1995 | Neytendur | 187 orð

Matur og matvæli í nýju blaði

MATUR og matvæli heitir frétta- og fræðslublað sem nýlega kom út í fyrsta sinn. Markmið þess er að fjalla um matvæli á faglegan hátt og frá ýmsum sjónarhornum og stuðla að umræðu um framleiðslu, innflutning, dreifingu og sölu matvæla. Meira
10. júní 1995 | Neytendur | 192 orð

Roðamaurinn þvælist inn í hús

Á VORIN er algengt að roðamaur leiti upp eftir húsveggjum og angri með nærveru sinni íbúa í kjöllurum og á fyrstu hæðum húsa. Steinunn I. Stefánsdóttir garðyrkjufræðingur í Blómavali segist ráðleggja fólki að úða grasið einn til tvo metra út frá húsveggnum til að losa sig við þessa óboðnu gesti. Það eru nokkur efni sem koma til greina. Meira
10. júní 1995 | Neytendur | 212 orð

Sítrónu sæll og glaður og bananavindur með vanillu

NÝJU ávaxtadrykkirnir Fruitopia frá Vífilfelli hf. eru án kolsýru, seldir í 50 cl glerflöskum með skrúfuðum tappa. Innihaldið er 10-13% hreinn ávaxtasafi og sykurmagnið er 9-10%. Drykkirnir eru frá The Coca- Cola Company og fást í fimm gerðum með mismunandi bragði eins og nöfnin benda til: Sítrónu sæll og glaður, Sá vægir sem mandarínu hefur meiri, Meira
10. júní 1995 | Neytendur | 920 orð

Skiptar skoðanir um íblöndunarefni í bensíni

JÓN Sævar Jónsson, verkfræðingur, segist spara um 10% í bensínkostnaði síðan hann fór að nota svokallað hreint eða betra bensín. Þetta kom fram í spjalli við Jón Sævar í síðustu viku. Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Olíufélaginu hf. Meira
10. júní 1995 | Neytendur | 40 orð

Spænskt prjónagarn

SPÆNSKA prjónagarnið Katia frá Lanas Katia fæst nú í Garnbúðinni Tinnu þar sem vortíska í prjónafatnaði og nýjustu uppskriftir með garninu eru kynntar. Auk prjónagarns frá Katia eru á boðstólnum blöð og uppskriftir af peysum á börn og fullorðna. Meira
10. júní 1995 | Neytendur | 781 orð

Sumarlitir og ýmsar nýjungar á snyrtivörumarkaðnum

Á rannsóknarstofum L'Oréal hefur verið unnið að gerð hársnyrtivara, sem vinna gegn hrörnun hársins. Þróað var nýtt bindiefni eða ceramide, sem fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á, Ceramide R. Bindiefnið á að byggja hárið upp og er árangur sagður sýnilegur eftir þrjár vikur. Nýju Fortifiance hársnyrtivörurnar eru allar með Ceramide R og merktar þannig. Meira
10. júní 1995 | Neytendur | -1 orð

Unnar Búmanns-kjötvörur settar á markað

HÖFN-Þríhyrningur hf. setti fyrr á þessu ári á markað unnar kjötvörur undir merkinu Búmanns, handa hagsýnum. Þessi vörulína hefur fengið mjög góðar móttökur, sem gefur til kynna að þessar vörur hafi vantað á markað því sala á öðrum framleiðsluvörum undir merkinu Hafnar, R2L kjötvinnslu fyrirtækisins á Selfossi, hefur ekkert minnkað. Meira

Fastir þættir

10. júní 1995 | Dagbók | 146 orð

Brúðubíllinn

BrúðubíllinnNÚ ER AÐ hefjast 15. sumarið sem Brúðubíllinn starfar í umsjá Helgu Steffensen eða frá árinu 1980. Leikhúsið starfar íjúní og júlí og sýnir á hverjum degi kl. 10 og kl. 14. Í sumarverða sýnd leikritin "Af hverju" og "Trúðar og töframenn". Meira
10. júní 1995 | Fastir þættir | 864 orð

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.)

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.) »ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í kapellu Hrafnistu kl. 10.30. Athugið breyttan messutíma. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Sjómannadagurinn: Sjómannaguðsþjónusta kl. 11. Biskup Íslands hr. Meira
10. júní 1995 | Fastir þættir | 646 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 800. þáttur

800. þáttur Snorri Sturluson var fyndinn, og forfaðir hans, Egill Skalla- Grímsson, var bráðþroska. Yngvar, faðir Beru móður Egils, bjó á Álftanesi. Hann bauð heim Skalla-Grími og Beru og skylduliði þeirra. Egill, sem var þriggja ára, skyldi sitja heima. Meira

Íþróttir

10. júní 1995 | Íþróttir | 117 orð

Ajax á þrjá leikmenn í Evrópuúrvalinu

Níu virtustu knattspyrnutímarit Evrópu hafa valið Evrópuúrvalsliðið keppnistímabilið 1994-1995. Þrír leikmenn frá Ajax eru í úrvalsliðinu, sem er skipað sterkum leikmönnum. Liðið er stillt upp í leikaðferðina 4-3-3. Markvörður er Vitor Baia, FC Porto. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 149 orð

Ásgeir óánægður með Laugardalsvöllinn

LAUGARDALSVÖLLUR hefur komið illa undan vetri eins og reynar undanfarin ár. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, segir að ástand vallarins þurfi ekki að koma á óvart því hann hafi alla tíð verð slæmur. "Völlurinn hefur aldrei verið góður, en núna er hann aðeins verri en venjulega," sagði Ásgeir. Hann segir að það verði að fara að gera eitthvað í þessu. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 277 orð

Bruguera nær ekki þrennunni

Það verða Thomas Muster frá Austurríki og Michael Chang, Bandaríkjunum, sem leika til úrslita á einliðaleik karla á Opna franska meistaramótinu í tennis á morgun. Michael Chang sigraði Sergi Bruguera frá Spáni í þremur settum og gerði þar með út um vonir Bruguera að sigra í mótinu þriðja árið í röð og endurtaka þar með afrek Björns Borgs á sínum tíma. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 173 orð

Gascoigne nefbraut Erlingmark

Tommy Svensson, landsliðsþjálfari Svía í knattspyrnu, var hinn versti út í Paul Gascoigne leikmann enska landsliðsins að loknum leik landanna í fyrrakvöld. Sagði hann Gascoigne hafa rekið olbogann í andlit Magnusar Erlingmarks með þeim afleiðingum að Erlingmark nefbrotnaði og varð yfirgefa leikvöllin. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 342 orð

"Góður stuðningur hefur mikið að segja"

"ÞAÐ er ljóst að leikurinn gegn Ungverjum verður erfiður. Þeir eru betri en þegar við lékum gegn þeim í undankeppni heimsmeistarakeppninnar og koma ákveðnir og sterkir til leiks eftir að hafa lagt Svía að velli í Búdapest - það var sú lyftistöng sem þeir þurftu á að halda," sagði Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 160 orð

Guðmundurskoraðitvívegis

STJARNAN hélt uppteknum hætti í 2. deildinni þegar liðið lagði KA að velli 2:0 á Akureyrarvelli í gærkvöldi. Leikur liðanna er úr 2. umferð mótsins en honum var frestað eftir 25 mínútna leik vegna slæms ástands vallarins. Garðbæingar hafa því sigraði í öllum þremur leikjum sínum í sumar og eru á toppnum ásamt Fylki. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 87 orð

Guðni Rúnar úr KR í Völsung og byrjar vel

Guðni Rúnar Helgason skipti úr KR, þar sem hann fékk lítið að spreyta sig, yfir í Völsung frá Húsavík í vikunni og lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn Fjölni í gærkvöldi. Guðni, sem er 18 ára og var hjá Sunderland í Englandi um tíma, byrjaði vel og gerði tvö af þremur mörkum liðsins í 3:2 sigri á Fjölni. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 169 orð

Ísland lagði Moldavíu

Llandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann sigur á Moldavíu, 32:20, í gærkvöldi á eyjunni Madeira í Portúgal, í forkeppni heimsmeistarakeppninnar 21 árs liða. Þeir sem skoruðu mörk Íslands voru: Davíð Ólafsson 6, Gunnleifur Gunnleifsson 5, Daði Hafþórsson 4, Magnús A. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 140 orð

Knattspyrna 2. deild karla: KA - Stjarnan0:2 - Guðmundur Steinsson 2. 3. deild: Reynir S. - Smástund3:3 Gissur Hans Þórðarson 2,

2. deild karla: KA - Stjarnan0:2 - Guðmundur Steinsson 2. 3. deild: Reynir S. - Smástund3:3 Gissur Hans Þórðarson 2, Sigurður Gylfason - Guðni Helgason 2, Magnús Steinþórsson. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 69 orð

KSÍ-klúbburinn hittist fyrir leik K

KSÍ-KLÚBBURINN, stuðningsklúbbur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, kemur saman á Grand Hótel kl. 18 á sunnudag. Þar geta félagar gengið frá greiðslu árgjaldsins og nýir félagar gengið í klúbbinn. Góðir gestir koma og leggja línurnar, spáð verður í spilin og náð upp stemmningu. Haldið verður gangandi kl. 19 á Evrópuleik Íslands og Ungverjalands sem hefst á Laugardalsvelli kl. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 52 orð

Kýpurmenn vilja íslenskan þjálfara

KÝPURMENN vilja reyndan íslenskan handknattleiksþjálfara til að taka að sér þjálfun allra landsliða Kýpur og annast uppbyggingu handknattleiks, sem er á byrjunarstigi, í landinu. Kýpurmenn hafa sent Handknattleikssambandi Íslands fyrirspurn um þjálfara, þannig að þeim sem hafa hug á að taka að sér starfið geta haft samband við sambandið. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 37 orð

Körfuboltaskóli KR

Körfuboltaskóli KR verður starfræktur í sumar. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og er kennt alla virka daga frá klukkan 13 - 17. Nánari upplýsingar í síma 511-5520 alla daga milli kl. 10 og 16. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 442 orð

Landsliðið til Tallinn

Eftir stutt stopp heima á Íslandi eftir þátttöku í Smáþjóðaleikunum héldu landsliðin í frjálsíþróttum karla og kvenna til Tallinn í Eistlandi á fimmtudag, til þátttöku í Evrópubikarkeppni landliða. Evrópubikarkeppnin hefst í dag og lýkur á morgun. Karlaliðið er skipað 17 einstaklingum sem keppa í 20 greinum og kvennaliðið er skipað 13 einstaklingum sem keppa í 17 greinum. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 171 orð

Mészöly hefur styrkt vörn Ungverjaland

ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að Ungverjar leiki betri varnarleik en þegar Íslendingar lögðu þá að velli í undankeppni HM - fyrst 1:2 í Bútapest og síðan 2:0 á Laugardalsvellinum. Þegar að er gáð, er það skyljanlegt að varnarleikur þeirra sé betri, því að liðið leikur undir stjórn Kálmán Mészöly, sem var einn af bestu miðvörðum heims á árum áður. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 309 orð

Sigurður sigraðiBjörgvin á 20. holu

LANDSMÓTIÐ í holukeppni í golfi hófst í gær á Grafarholtsvellinum. 32 kylfingar hófu leik í karlaflokki og eru 24 þeirra úr leik eftir fyrstu tvo hringina. Sigurður Hafsteinsson úr GR gerði sér lítið fyrir og sigraði Björgvin Sigurbergsson úr Keili í hörkuspennandi viðureign þar sem úrslit fengust ekki fyrr en í annarri holu bráðabana. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 177 orð

Strákarnir mæta Ungverjum

Hörður Helgason, þjálfari 21 árs landsliðsins, sem mætir Ungverjum á Kópavogsvellinum í dag kl. 16, tilkynnti byrjunarlið sitt eftir æfingu í gærkvöldi. Strákarnir sem byrja leikinn gegn Ungverjum eru: Árni Gautur Arason frá ÍA, Sturlaugur Haraldssson ÍA, Óskar Þorvaldsson KR, Pétur Marteinsson Fram, Hermann Hreiðarsson ÍBV, Kári Steinn Reynisson ÍA, Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 78 orð

Tveir Íslendingar í úrvalslið Evrópu

TVEIR íslenskir körfuknattleiksmenn hafa verið valdir til að leika með úrvalsliði Evrópu, skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Það eru skotbakverðirnir; Ólafur Jón Ormsson, KR og Helgi Guðfinnsson, Grindavík. Þeir halda til Hollands á þriðjudag og leika með Evrópuúrvalinu á sex liða móti í Hollandi þar sem leikið verður gegn liðum frá Bandaríkjunum og Króatíu. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 97 orð

Tvíburarnir til N¨urnberg í tvo daga

TVÍBURARNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir urðu að mæta á æfingar hjá félagi sínu, N¨urnberg í Þýskalandi, í síðustu viku, annars hefðu þeir fengið sekt. Þeir voru með íslenska landsliðinu í Svíþjóð og komu með liðinu til Íslands um síðustu helgi og ætluðu að dvelja hér fram að landsleiknum við Ungverja. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 302 orð

"Verðum að ná upp baráttu gegn Ungverjum"

LEIKURINN gegn Ungverjum leggst mjög vel í mig, ef leikmenn eru tilbúnir að leggja á sig það sem þarf, til að ná fram góðum úrslitum fyrir okkur," sagði Sigurður Jónsson, lykilmaðurinn á miðjunni hjá íslenska landsliðinu, sem hefur átt mjög góða leiki gegn Chile og Svíþjóð á árinu. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 335 orð

Þurfum að ná toppleik til að sigra

ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að leikurinn gegn Ungverjum annað kvöld verði að vinnast. "Við þurfum mjög góðan leik til að leggja þá. En ef við náum upp góðum leik þá held ég að við vinnum leikinn og það er vissulega markmiðið," sagði þjálfarinn. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 358 orð

Ætlum okkur sigur

Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen skoruðu mörkin gegn Ungverjum í 2:0 sigri í undankeppni HM á Laugardalsvelli 16. júní 1993, eða fyrir tveimur árum. Eyjólfur hefur ekki skorað mark í landsleik síðan. "Ég segi það fyrir hvern landsleik; "nú ætla ég að skora," en satt best að segja skiptir það engu máli hvaða leikmaður gerir mörkin. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 328 orð

(fyrirsögn vantar)

Knattspyrna Laugardagur: Landsleikur, U-21s árs: KR-völlur:Ísland - Ungverjal.16 3. deild karla: Dalvík:Dalvík - Þóttur N.14 4. deild karla: Helgaf.völlur:Framh. Meira
10. júní 1995 | Íþróttir | 7 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagsblað

10. júní 1995 | Sunnudagsblað | 215 orð

Allt samverkar til góðs

Sunnudagur 11. júní. Þrenningarhátíð. Sjómannadagur. Úr Rómverjabréfi Páls postula: -- "Vér vitum að öll sköpunin stynur og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora. Meira

Úr verinu

10. júní 1995 | Úr verinu | -1 orð

Fékk 420 punda lúðu á handfæri

Gunnar Þórmundsson á Dofra ÁR 43 frá Selfossi fékk 420 punda lúðu, rúmlega 200 kíló á handfæri þar sem hann var á veiðum suður af Selvogsbanka 6. júní. Gunnar var tvo tíma að ná lúðunni um borð í bátinn. Gunnar og eigandi Dofra, Ragnar Jónsson, skiptast á að róa á bátnum og Ragnar sagði þá hafa verið í ágætis fiskiríi á handfærunum. Meira
10. júní 1995 | Úr verinu | 90 orð

Ljósmyndir á sjómannadag

LJÓSMYNDASÝNINGIN "Til sjós og lands" verður í Slysavarnafélagshúsinu í Neskaupstað um sjómannadagshelgina. Mikill gestagangur er í húsinu í kringum sjómannadaginn enda er björgunarsveitin þar með kaffisölu til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Meira
10. júní 1995 | Úr verinu | 154 orð

Sjómannadagsblað Austurlands komið út

SJÓMANNADAGSBLAÐ Austurlands er nú komið út í fyrsta sinn. Blaðið er afrakstur samvinnu sjómannadagsráða og verkalýsðfélaga í Neskaupstað, á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Hornafirði. Til þessa hafa Norðfirðingar gefið út myndarlegt sjómannadagsblað, en hafa nú sameinazt um útgáfu með þessum sjávarútvegsbæjum á Austfjörðum. Blaðið er tæpar 100 síður að stærð, prýtt fjölda ljósmynda og er Kristján J. Meira
10. júní 1995 | Úr verinu | 42 orð

Viking-800 kynntur

BÁTAGERÐIN Samtak hf hefur gert breytingar á framleiðslu sinni, Viking-800, sem er krókaleyfisbátur. Breytingin er í því fólgin að botnlag bátsins er breytilegt eftir því hvaða vél er sett í hann. Báturinn verður til sýnis í Hafnarfjarðarhöfn á morgun, sjómannadaginn. Meira
10. júní 1995 | Úr verinu | 88 orð

"Öldurót á Akureyri"

ÖLDURÓT, sjómannadagsblað Akureyrar, er komið út. Blaðið er fjölbreytt að efni. Óli G. Jóhannsson togarasjómaður með meiru er ritstjóri blaðsins sem gefið er út af Sjómannadagsráði Akureyrar. Í Ölduróti eru viðtöl við Friðþjóf Gunnlaugsson fyrrverandi skipstjóra, Valdimar Kjartansson útgerðarmann á Hauganesi, Pál Marteinsson fyrrverandi bátsmann, Sigurð Jóhannsson fyrrverandi skipstjóra, Meira

Viðskiptablað

10. júní 1995 | Viðskiptablað | 94 orð

Áfengi má auglýsa í brezku sjónvarpi

RAUNVERULEGU banni við auglýsingum á áfengi í sjónvarpi í Bretlandi hefur verið aflátt og sjónvarpsáhorfendur mega vænta þess að sjá viskí, vodka og gin auglýst á skjánum í haust. Sjónvarpsbannið var upphaflegaheiðursmannasamkomulag" umsvifamikilla áfengisfyrirtækja á fyrstu dögum sjónvarps í Bretlandi á árunum eftir 1950, Meira

Daglegt líf (blaðauki)

10. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 284 orð

Fleiri skemmtiferðaskip í sumar

Í FYRRA komu 39 skip í Reykjavíkurhöfn en í sumar er búist við að þau verði 47. Aukningin virðist ætla að verða enn meiri á Akureyri, en þangað komu 23 skip í fyrra en áætlaður fjöldi skipakoma nú er 39. Fjölgunin í viðkomum hér á landi er hluti af almennri aukningu í ferðum skemmtiferðaskipa um allan heim. Meira
10. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 128 orð

Sveitaball og gönguferðir í Viðey

Á HELGARDAGSKRÁ Viðeyjar er m.a. hálfs annars tíma gönguferð á vestureyna. Lagt af stað kl. 14.15 á laugardag. Á sunnudag kl. 15.15 verður staðarskoðun sem hefst í kirkjunni og gengið síðan um næsta nágrenni, fornleifagröfturinn skoðaður, útsýnið af Heljarkinn o.fl. Meira
10. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 210 orð

Upplýsingakerfið Askur fyrir ferðamenn

STARFSMENN Skýrr (Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar) eru þessa dagana að setja upp upplýsingakerfið Ask vítt og breytt um landið. Í lok vikunnar verða 13 Ask-standar settir upp á suðvesturhorninu, þar af sjö í Reykjavík. Í næstu viku verða síðan 12 til viðbótar settir upp í öðrum landshlutum. Meira
10. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 238 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 900 km suður af landinu er nærri kyrrstæð 1038 mb hæð. Við Jan Mayen er 1000 mb lægð á hreyfingu austur. Á Grænlandshafi er grunnt lægðardrag sem mun hreyfast norðaustur um Grænlandssund. Meira

Lesbók

10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1861 orð

Að stökkva út úr skugganum ­hugleiðing um evrópskar kvikmyndir­

Stundum þegar erlend fagtímarit um kvikmyndir fjalla um evrópskar kvikmyndir er tekið svo til orða að einhver tiltekin mynd sitji gikkföst í kvikmyndahátíðarleðjunni ("stuck in the festival ghetto"). Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 711 orð

Af lífi og sál

Dmitri Sjostakovitsj: Strengjakvartettar nr. 10/13/14 & 1/9/12. Borodin kvartettinn. Upptaka: ADD, Moskvu 1980-82 f. Melodiya; endurútg. af EMI 1987. EMI CDC 7 49269 2 & 7 49266 2. Lengd: 68:11 & 69:01. Verð: 1.899 kr. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

Antóníus og Kleópatra Helgi Hálfdanarson þýddi

Þau sáu bæði af hárri hallar-stétt hvar hagsælt landið mókti í rekju drunga og gljáum flaumi framum óslönd slétt frjómögnuð seildist Níl sem klofin tunga. Rómverjans hjarta bakvið brynju þunga barðist af sigurstolti, er fjaðurlétt í lostamjúkum leik hún vatt sinn unga líkama, sem hann hélt í faðmi þétt. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

Diddú og Barnakór Grensáskirkju

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Barnakór Grensáskirkju sameina kraftana á tónleikum í Grensáskirkju á mánudagskvöld kl. 20.30. Á efnisskránni er sígild íslensk tónlist, gospel- og kirkjutónlist auk laga úr söngleikjum. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 650 orð

Endurmat á sjálfsskilningi

MEÐ vorhefti Skírnis 1995 taka nýir ritstjórar við. Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson koma í staðinn fyrir Vilhjálm Árnason og Ástráð Eysteinsson. Jón Karl er doktor í samanburðarbókmenntum og er ritstjóri bókmenntaefnis á Rás 1, Ríkisútvarpinu. Róbert er heimspekingur. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 264 orð

Glæstir tímar

Á FYRSTU þriðjudagstónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns munu Pétur Jónasson, Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir flytja franska og spænska tónlist, samda í kringum síðustu aldamót. Efnisskrá tónleikanna er að hluta til tekin af geislaplötu sem væntanleg er frá þeim fyrir næstu jól. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Guðleysi

Ferðalöngum til furðu lá leiðin ekki aftur að hofinu heim til heilagra Vestumeyja. Þeim sem guðirnir afhuga urðu var áskapað gömlum að deyja. Gleyma þeir goðum og gyðjum sem gleymdu þeim. Guðspjall Bakkusar Alsæll sit ég og uni við hálfa flösku. Bálið tendrað. Ekki brunnið ennþá til ösku. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 415 orð

Kvennaskólaævintýrið

FREYVANGSLEIKHÚSIÐ í Eyjafjarðarsveit sýnir Kvennaskólaævintýrið eftir Böðvar Guðmundsson á Stóra sviði Þjóðleikhússins á sunnudag og mánudag. Leikritið hefur í vor slegið aðsóknarmet í Freyvangi en það var samið sérstaklega fyrir leikfélagið þar á bæ. Þjóðleikhúsið bryddaði á liðnu ári upp á þeirri nýjung að bjóða einu áhugaleikfélagi að setja upp sýningu á Stóra sviðinu. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3165 orð

Lifandi hjörtu handa guðunum

Mexíkó nútímans hefur flest að bjóða ferðamönnum sem almennt er sózt eftir. Þar á meðal má telja sólríkar baðstrendur, góð hótel og næturlíf. Baðstrendurnar eru eins og annarsstaðar; þær skilja ekkert eftir nema kannski sólbrúnku og skammvinna ánægju og skal ekki gert lítið úr því. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1110 orð

Maðurinn sem tengdi gítarinn Les Paul, einn áhrifamesti rafgítarleikari sögunnar, varð áttræður í gær. Ásgeir Sverrisson rekur

FLESTIR sem kynnst hafa hljóðfærinu eru sammála um að eini galli þess sé hvað það er þungt. En í þyngdinni fólst einmitt sú mikla breyting sem gerði Gibson Les Paul rafgítarinn að svo einstöku hljóðfæri. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 521 orð

Markaðssetning hins illa

MARGIR hafa orðið til að gagnrýna skemmtanaiðnaðinn í Bandaríkjunum fyrir að ala á ofbeldi og óhugnaði í verkum sínum. Í Herald Tribune segir að Bob Dole, sem hyggur á forsetaframboð fyrir Repúblikanaflokkinn, hafi gert það að meginbaráttumáli sínu í framboðsslagnum að vinna gegn þessari "markaðssetningu hins illa" eins og hann tók sjálfur til orða í ræðu á bandaríska þinginu. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1375 orð

Málverk af hetjum og önnur á hvolfi Fyrsta stóra yfirlitssýning á málverkum og skúlptúrum þýska listamannsins Georgs Baselitz

SPÍRALLINN frægi í safnbyggingu Guggenheim á Manhattan, er um þessar mundir undirlagður af meira en 100 málverkum og skúlptúrum þýska listamannsins Georgs Baselitz. Þetta er fyrsta stóra yfirlitssýningin á verkum hans í Bandaríkjunum, og hefur mörgum listunnandanum þótt tími til kominn að Baselitz yrði sýndur slíkur sómi hér vestanhafs, Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1023 orð

Munkurinn hækkar í tign Listræn stjórn Chichester Festival-leikhússins er nú í höndum stórleikarans Dereks Jacobis. Sveinn

STÓRLEIKARINN Derek Jacobi hefur nú tekið að sér listræna stjórn á Chichester Festival-leikhúsinu og sýnir þar stjörnuleik í aðalhlutverkinu í leikritinu Hadrian VII. Það er gaman að sjá tilþrifin hjá þessum stórleikara eftir rislítinn leik hans í sjónvarpsþáttunum um munkinn Cadfael í vetur sem leið. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 14 orð

P

P Munkurinn hækkar í tign/3 P Málverk af hetjum/5 P Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1465 orð

Perubrjóstsykur

ÞOLINMÆÐI mín var senn á þrotum. Ég var staddur inní sjoppu ásamt ellefu ára gömlum syni mínum. Það var laugardagskvöld. Hann var að velja sér "bland í poka", eins og krakkarnir kölluðu það, að velja sér í poka margar tegundir af ólíku sælgæti. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

Sjónvarpskvöld

Í kvöldkyrrðinni sit ég í stofunni og stari á skjáinn. Ég set mig í spor snáðans sem leitar skjóls í skápnum og skynja grimmdina sem þyrmir engu lífi. Það er einstæðingur sem skríður úr skápnum og lítur yfir voðaverkin blóðidrifinn vettvanginn dreggjar illskunnar rauðan dreyra hildarleiksins. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

Stál í stál

I Sigur í blóðpollum 8. mai 1945 þjóðir heimsstyrjaldar stíga á bremsurnar Hitler er fjarri góðu gamni II Glanspússaðar hersveitir frumsýna nýjasta nýtt: 8. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

Svifið á vængjum söngsins

SÁLUMESSA og Litanía eftir Wolfgang Amadeus Mozart verða fluttar í tvígang á Kirkjulistahátíð í næstu viku. Meðal söngvara verður Sólrún Bragadóttir sópran, sem er búsett í Þýskalandi, en hún kom gagngert til landsins til að syngja á tónleikunum. "Þetta leggst mjög vel í mig og ég hlakka mikið til að syngja í Hallgrímskirkju. Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1044 orð

Úr barka flokksforystunnar

Er það ekki alltaf gleðiefni fyrir okkur þegar við sjáum að stjórnmálaflokkar, sem og aðrar hreyfingar í hinu unga lýðveldi okkar, eru ekki jafn stöðnuð og óumbreytanleg fyrirbæri og við höfum svo oft haldið að þeir eða þær væru? Við búum nú einu sinni í lýðveldi, sem er rétt að slíta barnsskónum, verður fimmtíu og eins eftir rétta viku, Meira
10. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1728 orð

Þeir sletta blekinuhandritafræðingarnir Gagnstætt því sem Jónas Kristjánsson hefur haldið fram í útvarpserindi telur höfundur

Nokkrir menn hafa vakið athygli mína á erindi, sem Jónas Kristjánsson hélt í Ríkisútvarpinu í maí sl. Mér hefur nú tekist að koma höndum yfir fyrirlestur þennan og orðið jafn hissa og ofangreindir viðmælendur mínir. Ekki álasa ég Jónasi fyrir þá skoðun hans að ekki sé treystandi munnlegum heimildum, að gamlar konur, og karlar líka, hafi ekkert vitað og ekkert munað til forna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.