Greinar föstudaginn 5. júlí 1996

Forsíða

5. júlí 1996 | Forsíða | 606 orð

Forsetinn boðar þjóðarsátt og rússneska endurreisn

ER búið var að telja rúmlega 99% atkvæða í forsetakosningunum í Rússlandi hafði Borís Jeltsín forseti hlotið 53,70% en keppinautur hans, kommúnistinn Gennadí Zjúganov, 40,41%. Um fimm af hundraði greiddu atkvæði gegn báðum frambjóðendum. Jeltsín sló á strengi sátta og hvatti til þjóðareiningar er hann flutti stutt sjónvarpsávarp til þjóðarinnar í gær. Meira
5. júlí 1996 | Forsíða | 167 orð

Karl býður lokasátt

KARL Bretaprins gerði í gærkvöldi Díönu prinsessu tilboð um skilnaðarsáttmála. Svari hún játandi gæti skilnaður þeirra að lögum náð fram að ganga á 6-8 vikum. Elísabet Bretadrottning lagði til við Karl og Díönu í desember sl. að þau byndu endi á hjónaband sitt en þau höfðu þá verið skilin að borði og sæng í tvö ár. Karl varð strax við bón móður sinnar og Díana um síðir. Meira
5. júlí 1996 | Forsíða | 146 orð

Sharon fær ráðherrastól

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur ákveðið að búa til ráðherrastól fyrir Ariel Sharon. Búist er við að ákvörðunin reiti arabaríki til reiði og valdi stjórnvöldum í Washington áhygggjum þar sem skipan Sharons þykir ekki til þess fallin að auðvelda friðarumleitanir milli araba og Ísraela. Meira
5. júlí 1996 | Forsíða | 38 orð

Sigurgleði

Reuter HOLLENSKUR hjólreiðamaður, Jeroen Blijlevens, fagnaði sigri í gær á fimmta legg Frakklandsreiðarinnar, erfiðustu þolraun íþróttanna, sem nú fer fram í 83. árið. Hjólað var frá Lac de Madine til Besancon, 242 km leið í austurhluta Frakklands. Meira

Fréttir

5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 896 orð

Atvinnugrein en ekki tómstundagaman

Þorfinnur Ómarsson er fæddur 25. október 1965 og lauk stúdentsprófi frá MH 1984 og var blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Helgarpóstinum og Þjóðviljanum frá 1986-1989. Veturinn 1987-1988 kenndi Þorfinnur tölvufræði í MH. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

Besta júníveiði frá upphafi

VEIÐI gengur víða með ágætum, einkum á Suðvestur- og Vesturlandi. Norðanlands hefur veiði verið á þokkalegum nótum eftir líflegar opnanir, en ákveðið millibilsástand hefur skapast, þar sem mestur kraftur er úr göngum stórlaxa og menn bíða þess að smálaxinn bætist við og lífgi upp á veiðiskapinn. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Einn notaði íslenska tónlist

STJÓRN Félags tónskálda og textahöfunda hefur í yfirlýsingu hefur bent á að aðeins einn frambjóðandi, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi notað íslenska tónlist í útvarps- og sjónvarpsauglýsingum til stuðnings framboði sínu. Meira
5. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 200 orð

Ekki lengur áhugi á hlutabréfum bæjarins

STJÓRN Fóðurverksmiðjunnar Laxár hefur sent bæjarstjóranum á Akureyri bréf þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur áhugi á að kaupa hlutabréf bæjarins í félaginu, en fyrirtækið gerði tilboð í bréf bæjarins í Laxá síðasta haust. Árni V. Friðriksson stjórnarformaður sagði að stjórnin hefði gert tilboð í bréfin í nóvember síðastliðnum, en aldrei fengið nein viðbrögð. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 166 orð

EÞ fái neitunarvald í fleiri málum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur lagt fyrir ríkjaráðstefnu sambandsins tillögur um að auka völd Evrópuþingsins með því að veita því neitunarvald gagnvart samþykktum ráðherraráðsins í fleiri málaflokkum en nú er. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 809 orð

Fé svikið út úr íslenskum korthöfum

Tveir einstaklingar a.m.k., sem Morgunblaðið hefur haft spurnir af, hafa orðið fyrir því að færslur sem engan veginn standast hafa birst á reikningsyfirliti þeirra. Í öðru tilvikinu er um að ræða úttektir fyrir á fjórða tug þúsunda króna, en í hinu rétt tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 278 orð

Fóru vel fram og heiðarlega

ALÞJÓÐLEGIR eftirlitsmenn sögðu í gær, að síðari umferð forsetakosninganna í Rússlandi hefði farið vel fram. Þeir drógu hins vegar enga dul á, að Borís Jeltsín, forseti landsins, hefði fengið miklu meiri umfjöllun í fjölmiðlum en keppinautur hans, Gennadí Zjúganov. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Fullt út úr dyrum

TOYOTA ­ P. Samúelsson ehf. bauð allt að 300.000 kr. afslátt af þremur gerðum Toyota-bifreiða, árgerð 1996, í auglýsingu í Morgunblaðinu í gær. Hlynur Ólafsson sölumaður sagði að gríðarleg viðbrögð hefðu verið við auglýsingunni og fullt hefði verið út úr dyrum hjá umboðinu allan daginn. Samt átti hann von á að hægt yrði að fá bíla á rýmingarsölunni eitthvað fram í næstu viku. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Gengið um Engey

VEGNA mikillar aðsóknar sl. miðvikudagskvöld verður kvöldganga um Engey endurtekin í kvöld, föstudagskvöld 5. júlí, á vegum Hafnargönguhópsins. Gengið verður með strönd eyjarinnar og heim að bæjarstæðunum. Náttúru- og mannvistarminjar verða skoðaðar í leiðinni. Mæting í Hafnarhúsportinu kl. 20, síðan verður farið með Skúlaskeiði út í Engey. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 242 orð

Greiðslur vegna verkefna fráfarandi forseta

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti fyrir nokkru, að tillögu forsætisráðherra, að Vigdísi Finnbogadóttur, fráfarandi forseta Íslands, stæði til boða að fá árlega allt að einni milljón króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að standa straum af kostnaði, eftir að hún lætur af embætti, vegna ráðstefnuferða og fyrirlestra á fundum erlendis. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Greip gull fyrir rúma milljón

RÚÐA var brotin í skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar hf. við Laugaveg í fyrrinótt og höfðu þjófarnir á brott með sér trúlofunarhringa, sem metnir eru á 1 til 1,2 milljónir króna. Símon Ragnarsson gullsmiður segir að öryggisgler sé í gluggum og þjófavarnarkerfi í versluninni, en þjófurinn hafi gripið hringana og verið á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Göngumessa frá Landakirkju

TUTTUGU og þrjú ár eru liðin frá lokum náttúruhamfara á Heimaey. Göngumessa verður haldin frá Landakirkju nk. sunnudag og er hún hugsuð sem þakkagjörð. Rúta mun fara frá Landakirkju kl. 11 og aka upp að krossinum við gíg Eldfells. Þar hefst Guðsþjónusta með því að Birkir Matthíasson leikur einleik á trompet. Beðin verður upphafsbæn og sunginn sálmur undir forystu kórs Landakirkju. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 242 orð

Havel hvetur til fastheldni við umbætur

VACLAV Havel, forseti Tékklands, tók í gær, fimmtudag, við embættis- eiði nýrrar minnihlutastjórnar undir forsæti hægrimannsins Vaclav Klaus. Havel hvatti nýju stjórnina til að halda áfram á braut umbóta. Meira
5. júlí 1996 | Landsbyggðin | 62 orð

Heilt naut í verðlaun.

Egilsstöðum-Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs stendur fyrir Opna Snæfellsmótinu á Ekkjufellsvelli á Fljótsdalshéraði, helgina 13.-14. júlí. Keppt verður með og án forgjafar í karla-, kvenna- og unglingaflokkum. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 352 orð

Hópur áhugafólks hratt málinu af stað

SEX af þeim sjö sveitarfélögum sem mynda Vestur-Húnavatnssýslu hafa tilnefnt fulltrúa í sameiningarnefnd sem þegar hefur tekið til starfa. Hópur áhugamanna í sýslunni kom sameiningarferlinu af stað. Í stóru sameiningartilrauninni árið 1993 var kosið um sameiningu allra hreppa sýslunnar og var tillagan felld af íbúum allra sveitarfélaganna. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Íslandsmeistaramótið í svifflugi

ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í svifflugi hefst á Hellu laugardaginn 6. júlí og lýkur því 14. júlí. Svifflugdeild Flugmálafélags Íslands stendur að mótinu og er þetta í 18. sinn sem það fer fram. Keppt er í opnum flokki með forgjöf samkvæmt staðli breska Svifflugssambandsins. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 309 orð

Ítalskir sjómenn gera aðsúg að Bonino

EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), varð fyrir aðkasti reiðra ítalskra fiskimanna þegar hún tilkynnti á blaðamannafundi í Róm sl. mánudag að Ítalía yrði að virða alþjóðasamþykktir um túnfiskveiðar eða sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna ella. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 110 orð

Jeltsín hlaut öflugan meirihluta í Ky

Jeltsín hlaut öflugan meirihluta í Kyrrahafshéruðunum og víðast hvar í Síberíu og Úralfjöllum. Í stórborgunum Moskvu og Pétursborg var fylgi forsetans um 70%, sum staðar sigraði Jeltsín í kjördæmum þar sem Zjúganov var með meirhluta í fyrri umferð kosninganna. Meira
5. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Jón Ingi í Gamla-Lundi

JÓN Ingi Sigurmundsson frá Selfossi opnar málverkasýningu í Gamla-Lundi við Eiðsvallagötu 14, Akureyri á morgun, laugardaginn 6. júlí kl. 14. Á sýningunni eru olíu-, pastel- og vatnslitamyndir. Þetta er 11. einkasýning Jóns Inga, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin er opin frá kl. 14 til 19 vikra daga, en 14 til 22 um helgar. Sýningunni lýkur 14. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 342 orð

Karpov vinningi frá sigri

ANATOLY Karpov gerði jafntefli í gær við mótherja sinn Gata Kamsky og vantar þar með aðeins einn vinning til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í skák. Þetta var fimmtánda skákin í einvígi Karpovs og Kamskys, en það fer fram í Elysta nærri Kaspíahafi. Nærri 200 farast í flóðum Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 1659 orð

Kjötumboðið vill byggja skorstein á sömu lóð Búið er að grafa fyrir einu fjölbýlishúsanna þriggja sem reisa á við Kirkjusand, en

KJÖTUMBOÐIÐ hf. hefur gert athugasemdir við borgaryfirvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð númer 89 við Laugarnesveg, svokallaðri Goðalóð, þar sem Ármannsfell hf. hefur fengið graftarleyfi vegna byggingar þriggja fjölbýlishúsa með 75 íbúðum. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 222 orð

Knúið á um fortíð Netanyahus

BENJAMIN "Bibi" Netanyahu, nýkjörinn forsætisráðherra Ísraels, á nú í hverjum vandanum á fætur öðrum. Fyrir nokkru blossaði upp hið svokallaða "barfóstruhneysksli" og nú er það spurningin: Hver er Bibi? Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

KSÍ fær 17 milljónir á ári

ALÞJÓÐA-knattspyrnusambandið, FIFA, hefur selt einkafyrirtæki réttinn á sjónvarpssendingum frá HM 2002 og 2006 fyrir um 150 milljarða íslenskra króna. Forseti FIFA sagði að hvert knattspyrnusamband innan FIFA, þ.m.t. Knattspyrnusamband Íslands, fengi milljón dollara fyrir hvert fjögurra ára tímabil frá og með 1999 eða tæplega 17 milljónir kr. á ári að meðaltali á gengi dagsins. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Langur laugardagur á morgun

LANGUR laugardagur verður haldin á morgun 6. júlí við Laugaveg. Kaupmenn verða með tilboð á vörum sínum auk þess sem verslanir verða opnar til kl. 17. Ókeypis verður í bílastæðishúsin. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTTOpið alla fimmtudaga í júlí Í frétt um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í laugardag í gær, urðu þau mistök að sagt var að opið yrði alla daga frá kl. 10-22. Hið rétta er að alla fimmtudaga í júlí verður boðið upp á svo langan opnunartíma, enda verður þá boðið upp á sérstakar kvöldvökur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Lifandi tónlist á Kaffi Reykjavík

LIFANDI tónlist er öll kvöld vikunnar á Kaffi Reykjavík. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hunang og á sunnudagskvöld tekur dúettinn K.O.S. við. Félagarnir Ingi Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson leika svo á mánudagskvöldið. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Loðnuvinnsla í fullum gangi

LOÐNUVERTÍÐIN er loðnuvertíðin komin í fullan gang á Seyðisfirði. Bræðsla hófst hjá SR-Mjöli hf. þegar á mánudaginn og var því ekki nema um mánaðarstopp í verksmiðjunni eftir að lokið var við síldarbræðslu um mánaðamótin maí-júní. Það var Elliði GK sem kom með fysta loðnufarminn til Seyðisfjarðar á þessari vertíð. Grindvíkingur GK fylgdi síðan fast í kjölfar hans. Meira
5. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 197 orð

Lokið við líkhús og kapellu

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita Kirkjugörðum Akureyrar einfalda bæjarábyrð að því tilskildu að fullnægjandi baktrygging verði sett fyrir henni. Kirkjugarðar Akureyrar óskuðu nýlega eftir bæjarábyrð til tryggingar láni að upphæð 15 milljónir króna vegna lokafrágangs á líkhúsi og kapellu sem staðsett er á höfðanum norðaustan við kirkjugarðinn. Meira
5. júlí 1996 | Landsbyggðin | 142 orð

Mannlíf og dýralíf í Flóa

HÚSDÝRAGARÐURINN á Þingborg í Flóa, skammt austan við Selfoss, hefur hafið starfsemi sína og er opinn alla daga, nema mánudaga, frá kl. 13­17. Í garðinum má sjá úrval húsdýra og lögð er áhersla á að börnin geti fengið að snerta þau og gefa þeim. Einnig eru hestar teymdir undir börnum. Um helgar eru sýningar á gömlum vinnubrögðum og verður heyskapur með gamla laginu sýndur mili kl. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 507 orð

Mikill léttir með "sigur lýðræðisins"

SIGRI Borís Jeltsíns í síðari umferð forsetakosninganna í Rússlandi var fagnað á Vesturlöndum sem "sigri framtíðarinnar á fortíðinni" en margir veltu því fyrir sér hve lengi Jeltsín ætti eftir að standa við stjórnvölinn. "Mönnum er meira en létt," var haft eftir einum embættismanni NATO, Atlantshafsbandalagins, og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði úrslitin vera "sigur lýðræðisins". Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 366 orð

Mikil sala á svínakjöti eftir verðlækkun

HAGKAUP auglýsti verðlækkun á svínakjöti af nýslátruðu í gær og segir Óskar Magnússon, forstjóri fyrirtækisins, að lækkunin nemi allt að 45%. Verslanir Nóatúns lækkuðu svínakjöt á þriðjudag um 25-40% og segir Júlíus Jónsson kaupmaður viðtökur hafa verið með ólíkindum góðar og tekur Óskar í sama streng. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Yfir

Yfir níu stiginÓÐUR frá Brún náði þeim ágæta árangri að rjúfa níu stiga múrinn í keppni A-flokksgæðinga á fjórðungsmótinu á Gaddstaðaflötum í gær. Trónir hann ásamt knapa sínum Hinrik Bragasyni í efsta sæti að lokinni forkeppni, hlutu þeir 9,05 í einkunn. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Ný hverfaskrifstofa við Suðurlandsbraut

NÝ hverfaskrifstofa fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar var nýlega tekin í notkun. Hún á að þjóna íbúum borgarinnar austan Kringlumýrarbrautar að Breiðholti frátöldu. Skrifstofan var áður til húsa í höfuðstöðvum stofnunarinnar við Síðumúla en er nú flutt í nýinnréttað 400 fermetra húsnæði, sem Reykjavíkurborg hefur fest kaup á að Suðurlandsbraut 32. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 256 orð

Óvíst um útggáfu áfrýjunarstefnu

HALLVARÐUR Einvarðsson, ríkissaksóknari, segir óvíst hvort embætti ríkissaksóknara verði við þeim tilmælum umboðsmanns Alþingis að gefa út áfrýjunarstefnu í máli, þar sem áfrýjunarfrestur var liðinn. Hallvarður kveðst telja að málinu yrði þegar vísað frá dómi af þeirri ástæðu að frestur var liðinn. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 187 orð

Plavsic til samninga um Karadzic

ÖRYGGIS- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) vinnur nú að undirbúningi kosninga í Bosníu, sem fram eiga að fara þann 14. september nk. Þótt frétzt hafi á miðvikudag, að Radovan Karadzic, forseti Bosníu-Serba, muni ekki gefa kost á sér í kosningunum, er sú staðreynd að hann ber enn titil forseta og heldur völdum sem formaður hins stjórnandi flokks Bosníu- Serba, sem stýrir jafnt lögreglu sem Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 797 orð

Rannsakar járnvinnslu á miðöldum

BANDARÍSKI fornleifafræðingurinn Kevin Smith hefur í sumar unnið að rannsóknum á leifum um járnvinnslu við rústir miðaldabýlisins að Hálsi í Hálsasveit í Borgarfirði. Með honum í för eru nokkrir erlendir fræðimenn, m.a. málmfræðingur og frjókornafræðingur. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ráðinn héraðsprestur

SÉRA Gylfi Jónsson hefur verið ráðinn hérðasprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Gylfi hefur unnið að æskulýðsmálum og öldrunarmálum innan prófastsdæmisins og verið framkvæmdastjóri kirkjukynningarviku prófastsdæmanna auk starfa fyrir nýbúa. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 262 orð

Segir fyrrum landlækni hafa verið heilaþveginn

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, atyrti í fyrradag Bob Dole, forsetaframbjóðanda repúblikana, fyrir að halda því fram, að "frjálslyndir fjölmiðar" hefðu "heilaþvegið" einn þekktasta lækni landsins, um hættur sígarettureykinga. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 1048 orð

Segja ákvörðun ráðherra kjaftshögg

STARFSMENN Landmælinga Íslands samþykktu einróma í gærmorgun harðorð mótmæli gegn flutningi stofnunarinnar til Akraness eftir tvö og hálft ár. Talsmenn starfsmanna, Guðmundur Viðarsson deildarstjóri og formaður starfsmannafélagsins, Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, landfræðingur og annar tveggja trúnaðarmanna starfsmanna og Kristmundur Hannesson, starfsmaður á upplýsingasviði, Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 741 orð

Siglir á leið í Smuguna með sex konur í áhöfn

TOGARINN Siglir hélt út klukkan 22 í gærkvöldi áleiðis í Smuguna með 27 karlmenn og sex kvenmenn innanborðs. Úthaldið kann að verða allt að tveir mánuðir. Ein kvennanna er Halldóra Gestsdóttir og var hún að fara í fjórðu veiðiferðina sína á Sigli. Hinar þrjár ferðirnar voru á Reykjaneshrygg og var Halldóra þá aðstoðarmaður matsveins en fór nú í fyrsta sinn sem háseti. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 242 orð

Sigurður Tómas skipaður dómari

SIGURÐUR Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, hefur verið skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Skipun hans tók gildi þann 1. júní sl. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 29 orð

Síðkvöld við Þingvallavatn

Síðkvöld við Þingvallavatn HÚN var sérstaklega falleg, birtan við Þingvallavatn í fyrrakvöld. Maðurinn sem mundar málningarpensilinn einbeittur á svip með vindilinn í öðru munnvikinu heitir Ómar Gaukur Jónsson. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sjeik hafði viðdvöl hér

SJEIK úr konungsfjölskyldu Sameinuðu arabísku furstadæmanna, konur, börn og mágkona hans höfðu tæplega sólarhrings viðdvöl hér á landi í fyrrinótt. Með hópnum var fylgdarlið og áhöfn einkaþotu sjeiksins. Einkaþotan er af gerðinni Airbus og var hennar sérstaklega gætt af lögreglumönnum á Keflavíkurflugvelli. Meira
5. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Sjór og sveit

SUMARSÝNING Listasafnsins á Akureyri verður opnuð á morgun, laugardag. "Sjór og sveit" er yfirskrift sýningarinnar í austur- og miðsal safnsins, en þar eru málverk eftir Gunnlaug Scheving, olíumálverk, vatnslitir og litkrít. Í austursal eru myndir sem segja frá sjómanninum, en myndir úr sveitinni eru í miðsal safnsins. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 345 orð

Skipulagsnefnd ræðir athugasemdir

SKIPULAGSNEFND Reykjavíkur fjallar um athugasemdir vegna grenndarkynningar í Laugarneshverfi á fundi sínum í dag en frestur til að skila inn athugasemdum vegna breytinga á deiliskipulagi og kynningar á breyttri landnotkun á lóð númer 89 við Laugarnesveg rann út í gær. Á lóðinni stendur til að byggja sex, sjö og níu hæða fjölbýlishús sem verða við Kirkjusand 1-5. Meira
5. júlí 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Skóflustungan að björgunarhúsi

Flateyri-Á sjómannadaginn var tekin skóflustunga að húsi björgunarsveitarinnar Sæbjargar. Með byggingu þessa húss er ætlunin að þar verði samankomin undir einu þaki starfsemi björgunarsveitarinnar, kvennadeildarinnar, og unglingadeildarinnar. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Slasaður sjómaður sóttur á haf út

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF- Líf sótti alvarlega slasaðan sjómann á fertugsaldri um borð í litháískan togara við 200 mílna landhelgismörkin út af Reykjanesi í síðdegis í gær. Landhelgisgæslunni bárust fyrstur fréttir af manninum um kl. 15.49 í gærdag. Þyrlan með lækni innanborðs hélt af stað til að sækja hann um kl. 17 og lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur rétt fyrir kl. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 591 orð

Sláturtíðin hefst í lok júlí og lengist um 14 vikur

SLÁTURTÍÐ í Vestur- Húnavatnssýslu lengist um fjórtán vikur vegna samnings sem Félag sauðfjárbænda þar og Hagkaup hf. undirrituðu í gær um kaup og sölu á dilkakjöti. Samningurinn er til tíu ára. Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups segir að bændur muni hefja slátrun u.þ.b. sjö vikum fyrir hefðbundna sláturtíð og slátra um sjö vikum lengur en venjulega. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð

Starfsmenn Landmælinga mótmæla

STARFSMENN Landmælinga Íslands samþykktu einróma í gærmorgun harðorð mótmæli gegn flutningi stofnunarinnar til Akraness. Talsmenn starfsmanna segja að ákvörðunin hafi komið þeim í opna skjöldu og verið kjaftshögg fyrir starfsmenn. Meira
5. júlí 1996 | Landsbyggðin | 141 orð

Stefán Gíslason íþróttamaður ársins

Eskifirði-Bæjarstjórn Eskifjarðar bauð ungum afreksmönnum til pizzuveislu þegar Íþróttamaður Eskifjarðar fyrir 1995 var útnefndur en hvert sérráð velur sinn íþróttamann en svo velur aðalráð Austra íþróttamann ársins. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 1399 orð

Straumhvörf í Rússlandi

SIGUR Borís Jeltsíns í seinni umferð forsetakosninganna er einstæður pólitískur viðburður og markar þáttaskil í sögu Rússlands. Lenínisminn, kenning byltingarleiðtogans um miðstýringu samfélagsins og hina sjálfskipuðu forystusveit Flokksins, hefur verið borinn til grafar í Rússlandi í lýðræðislegum kosningum. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sumarferð Kársnessóknar

ÁRLEG sumarferð Kársnessóknar í Kópavogi verður farin sunnudaginn 7. júlí og verður lagt af stað frá Kópavogskirkju kl. 10 árdegis. Að þessu sinni er förinni heitið til Þingvalla en ekið verður um Nesjavallaveg. Á Þingvöllum og í ferðinni allri mun reyndur fararstjóri lýsa staðháttum og miðla fróðleik. Nauðsynlegt er að fólk hafi með sér nesti en áætluð heimkoma er um kl. 18. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Syngjandi skátar í Sogamýrinni

SKÁTAR af höfuðborgarsvæðinu munu koma saman í Sogamýri laugardaginn 6. júlí sér til skemmtunar en þá verða aðeins tvær vikur þar til Landsmót skáta hefst en það verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 21.­28. júlínk. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Sælustaður við bæjardyrnar

FARIÐ verður í gönguferð með leiðsögumanni í Viðey næstkomandi laugardag kl. 14. Að þessu sinni verður gengið austur að Viðeyjarskóla þar sem myndasýning hefur verið sett upp en hún sýnir meðal annars hvernig umhorfs var í þorpinu á austurodda Viðeyjar. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tekur sæti Ólafs Ragnars

SIGRÍÐUR Jóhannesdóttirkennari í Keflavík mun taka sæti Ólafs Ragnars Grímssonar nýkjörins forseta Íslands þegar Alþingi kemur saman í haust. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Unglingar aflita á sér hárið

TALSVERT hefur verið um það að foreldrar hafi haft samband við Slysavarnafélag Íslands vegna þess að unglingar séu að nota hættuleg efni til að aflita á sér hárið. Vegna þessa hefur Slysavarnarfélagið sent frá sér aðvörun, því dæmi séu um að unglingar hafi eyðilagt á sér hárið vegna þess að þeir fóru ekki eftir leiðbeiningunum. Meira
5. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Veiðin skiptir engu máli

BRJÁNN Guðjónsson var að dytta að bát sínum í Sandgerðisbót í gær. Báturinn heitir ekki neitt og hefur aldrei heitið neitt í þau fimmtán ár sem hann hefur verið í eigu Brjáns. "Það er ekkert atriði," sagði hann. "Ég hef notað bátinn til að fara á fram á Poll á góðum fögrum kvöldstundum og slappa af frá argaþrasi dagsins. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 339 orð

Vilja ekki flytja upp á Skaga

KRISTINN Ólafsson aðalbókari og Guðný Birna Rosenkjær ritari segjast hvorugt vilja flytja upp á Skaga um leið og skrifstofur Landmælinga verður fluttar þangað og bera við fjölskyldu- og atvinnuástæðum. Morgunblaðið ræddi við þau um áhrif ákvörðunar um flutning stofnunarinnar á líf þeirra. "Ég er með fjölskyldu í bænum og yngstu börnin mín eru að byrja í skóla. Meira
5. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 211 orð

(fyrirsögn vantar)

Íslenskur efniviður SÝNING á verkum Claudiu Heinermann og Rob Von Piekartz verður opnuð í Deiglunni, Kaupvangsstræti á morgun, laugardaginn 6. júlí kl. 16. Þau hafa frá því í byrjun júní dvalið í gestavinnustofu í Listagili. Meira
5. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁSTRALSKUR ferðamaður kælir ferðafélaga sinn við Panþeonhofið í Aþenu í gær. Hiti fór hátt í 40 gráður í logni og greip umhverfismálaráðuneytið gríska til neyðarráðstafana vegna þess. Umferð einkabíla var bönnuð í miðborginni þar til í dag, og iðnfyrirtækjum var gert að draga úr framleiðslu um 30% til þess að draga úr mengun. Meira
5. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þorkell Jafningjafræðslan fær bíl að láni JAFNINGJAFRÆÐSLAN hefur starfað ötullega í sumar við að fræða unglinga um skaðsemi vímuefnanotkunar. Nýlega afhenti Toyota-umboðið Jafningjafræðslunni bíl að láni, sem starfsmenn munu m.a. nota til að ferðast milli vinnuskóla. Þorgeir R. Meira

Ritstjórnargreinar

5. júlí 1996 | Staksteinar | 309 orð

ASÍ-þingi lýst

BRYNHILDUR Þórarinsdóttir skrifar í Vinnuna, blað Alþýðusambandsins, lýsingu á dæmigerðu ASÍ-þingi. Sumir ætíð annar hver á mælendaskrá "LÚÐRASVEIT verkalýðsins hitar upp úti á stétt og blæs baráttuanda í fólk. Svo kröftuglega að við liggur að upp úr sjóði síðar á þinginu (þær eru stórvarasamar þessar lúðrasveitir)," skrifar Brynhildur. Meira
5. júlí 1996 | Leiðarar | 460 orð

LEIDARISIGUR UMBÓTAAFLA Í RÚSSLANDI IGUR Borísar Jeltsíns

LEIDARISIGUR UMBÓTAAFLA Í RÚSSLANDI IGUR Borísar Jeltsíns í forsetakosningunum í Rússlandi er jafnframt sigur umbótaaflanna í landinu á fulltrúum fortíðarinnar, sem vildu að meira eða minna leyti snúa aftur til Sovéttímans. Meira

Menning

5. júlí 1996 | Menningarlíf | 625 orð

450 tónleikar á 10 dögum

JAZZHÁTÍÐIN í Kaupmannahöfn verður haldin í 19. sinn í þessum mánuði, árið sem höfuðborgin er gestgjafi sem menningarhöfuðborg Evrópu. Búist er við mörg þúsund erlendum gestum á hátíðina sem hefur ávallt verið vel sótt af heimamönnum sjálfum. Hátíðin hefst í dag og stendur til 14. júlí. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 136 orð

Algjör plága í þremur kvikmyndahúsum

STJÖRNUBÍÓ, Sambíóin við Álfabakka og Borgarbíó á Akureyri hafa hafið sýningar á gamanmyndinni Algjör plága (The Cable Guy) með Jim Carrey, Matthew Broderick, Leslie Mann o.fl. Leikstjóri er Ben Stillers. Jim Carrey leikur mann sem sér um sjónvarpskapalinnlagnir í heimahúsum. Hann gerir nýjum viðskiptavini sínum, Steven, lífið leitt. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 97 orð

"Áform og brotaslitur"

SÝNING á verkum franska listamannsins Frédéric Grandpré verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði á morgun laugardag kl. 16. Sýningin sem ber heitið "Áform og brotaslitur", er innblásin á eldfjallasvæðum Íslands og er nokkurs konar ferðalag listamannsins á vit hugarflugsins. Við framsetningu notar hann ýmis efni og miðla. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 252 orð

"Á heimaslóð"

"Á HEIMASLÓÐ" er yfirskrift samsýningar sem hefst laugardaginn 6. júlí kl. 14 í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar sína verk sín brottfluttir listamenn af Skaganum, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa alist upp eða búið þar lengi. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Cindy fylgist með körfuboltanum

FYRIRSÆTAN Cindy Crawford hefur að eigin sögn afar gaman af körfubolta. Hún fór ásamt vini sínum, tónlistarmanninum hárprúða Kenny G., á einn leik Seattle Supersonics í úrslitakeppni NBA um daginn. Cindy hefur að undanförnu verið orðuð við fyrrum Leðurblökumanninn Val Kilmer. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 38 orð

Dansað í Norræna húsinu

DANSAÐ var í Norræna húsinu í síðustu viku, þegar Unnur Guðjónsdóttir ballettmeistari og ræðumaður kynnti íslenska sögu, menningu og alþýðuskemmtun. Áheyrendur fengu að taka þátt í dagskránni, tóku sporið í íslenskum hringdansi og sungu. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 371 orð

Flutti inn rusl frá New York

ÞEIR sem vilja kynnast andrúmsloftinu á strætum New York- borgar ættu að bregða sér í Gallerí Greip á sýningu Guðbjargar Gissurardóttur; Grafísk mállýska New York borgar. Hún hefur reist eftirmyndir af veggjum úr næsta nágrenni sínu í Brooklyn og flutt töluvert magn af rusli frá götum borgarinnar með sér til landsins. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Gestakoma á sýningu Sattarovs

GESTIR frá Moskvu verða staddir á sýningu rússneska myndlistarmannsins Mansúrs Sattarov laugardaginn 6. júlí kl. 15 í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10. Gestirnir eru fulltrúar viðskipta- og hagfræðiháskólans í Moskvu sem kenndur er við Plekhanov, en þeir eru hingað komnir til viðræðna við stjórnendur Háskóla Íslands um framhald og frekari uppbyggingu samstarfs sem hófst á síðasta ári. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 153 orð

Gífurleg aðsókn

KVIKMYNDIN "Independence Day" virðist ætla að slá öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum, en hún var frumsýnd á þriðjudag. Tekjur frumsýningardagsins voru hvorki meira né minna en 11 milljónir dollara, eða 737 milljónir króna. Því er spáð að myndin nái að skila 70-80 milljónum dollara í kassann fyrstu sýningarhelgina, en núgildandi met á myndin "Mission: Impossible", 57 milljónir dollara. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 72 orð

Gunilla sýnir á Mokka

GUNILLA Möller opnar sýningu á Mokka við Skólavörðustíg, sunnudaginn 7. júlí. Sýningin ber heitið "Hús" og kveikjan er hús og rústir frá Miðjarðarhafssvæðinu. Gunilla er fædd í Svíþjóð, en er nú búsett á Íslandi. Hún stundaði myndlistarnám í Danmörku 1984-91. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Haldið upp á 17. júní

LJÓST má vera að hugur margs Íslendingsins hverfur til heimaslóða á þjóðhátíðardegi ár hvert, enda koma Íslendingar saman víðs vegar um heiminn á þessum degi til að styrkja þjóðarböndin. Hér sjáum við mynd sem Hulda Teitsdóttir Jeckell sendi blaðinu, en hún sýnir Huldu halda upp á þjóðhátíðardaginn með fjölskyldu sinni. Meira
5. júlí 1996 | Tónlist | 357 orð

"Hin dökkbrýnda gleði"

Tríó Norcdica flutti tónverk eftir Haydn, Þórð Magnússon og Brahms. FYRSTU þriðjudagstónleikarnir á þessu sumri, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, hófust á píanótríói í g-moll, nr 19, eftir Joseph Haydn, er hann samdi líklega í nóvember 1794. Píanótríóin nefndi hann sónötur og skipaði gjarnan saman tveimur og þremur slíkum verkum og er nr. 19 sú í miðið af þremur. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 278 orð

Ingibjörg Guðjónsdóttir hlýtur styrk

ÚTHLUTAÐ hefur verið árlegum styrk úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat fyrrverandi aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls bárust 32 umsóknir. Styrkinn sem nemur kr. 500 þúsund hlaut að þessu sinni Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran. Ingibjörg mun halda tónleika á Íslandi í haust og mun hún þá veita styrknum viðtöku. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Íslensk portrett ­ síðasta sýningarhelgi

Í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, lýkur senn sýningunni Íslensk portrett á tuttugustu öld. Þetta er í fyrsta sinn sem heildaryfirlit gefst yfir þetta svið íslenskrar myndlistar og eru vek fengin að láni víða að, frá söfnun, stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Alls eru á sýningunni um 80 myndir eftir um 50 listamenn. Sýningunni lýkur mánudaginn 8. júlí. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

James Caan í faðmi fjölskyldunnar

JAMES Caan er mikill fjölskyldumaður, eins og sést á þessari mynd sem tekin var á frumsýningu í Los Angeles nýlega. Honum á vinstri hönd er eiginkona hans til 7 mánaða, Linda, en hinum megin er sonurinn Scott og kærasta hans. Scott, sem James á með Sheilu Ryan, var svaramaður pabba gamla í brúðkaupinu síðasta haust. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 77 orð

Katrín Elvarsdóttir sýnir í Boston

KATRÍN Elvarsdóttir ljósmyndari hélt sýningu á tískuljósmyndum sínum í Boston í Bandaríkjunum í maí. Á sýningunni voru bæði svart/hvítar myndir og litmyndir, allar unnar á þessu ári. Þetta var þriðja einkasýning Katrínar í Bandaríkjunum, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum í New York, Boston og Flórída. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 69 orð

Kór Missouri- háskólans í St. Louis í Neskirkju

KÓR Missouri-háskólans heldur tónleika í Neskirkju sunnudagskvöldið 7. júlí kl. 20. Kórinn hefur verið á söngferðalagi um Norðurlönd undanfarið og er efnisskráin fjölbreytt. Dagskráin spannar tónlist frá sautjándu öld til okkar daga og er gospel-tónlist áberandi. Lög úr Óperudraugnum verða flutt og nokkur lög eftir stjórnanda kórsins, Robert Ray. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 165 orð

Laugarásbíó sýnir myndina Öskrarar

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á vísindatryllinum Öskrarar eða "Screamers" með þeim Peter Weller, Andy Lauer og Jennifer Rubin í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sögu eftir metsöluhöfundinn Philip K. Dick. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 188 orð

Leiðrétting frá Listahátíð

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að birta niðurlag greinar Valdemars Pálssonar um Eroicu-sinfóníuna er birtist í efnisskrá tónleika Þýsku sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín á Listahátíð 29. júní sl. Meinlegar villur slæddust inn í setningu og biður Listahátíð höfundinn velvirðingar á því. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 111 orð

Leika Emma og Tom forsetahjónin?

SVO GÆTI farið að Tom Hanks leiki Bill Clinton og Emma Thompson Hillary Clinton í nýrri mynd um forsetahjónin. Blaðafulltrúi Emmu sagði á þriðjudag að samningaviðræður stæðu yfir milli hennar og leikstjóra myndarinnar, Mike Nichols, en Thompson myndi ekki skuldbinda sig fyrr en hún hefði lesið handritið í endanlegri mynd. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 65 orð

Listamaður mánaðarins í Smíðum og skarti

BETA, Elísabet Magnúsdóttir leirlistakona, heldur kynningu á verkum sínum í Smíðum og skarti, Skólavörðustíg 16a, út júlímánuð. Beta útskrifaðist úr leirlistadeild MHÍ 1993. "Áhrifa úr náttúrunni gætir í formum og skreytingu, einnig minnir skreytitækni hennar á gamla íslenska útskurðinn," segir í kynningu. Smíðar og skart er opið frá kl. 11-18 virka daga og 11-14 laugardaga. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Liz leggur sitt af mörkum

ELIZABETH Taylor fer til Vancouver í Kanada í næstu viku á stóra ráðstefnu þar sem rannsakendur eyðniveirunnar bera saman bækur sínar. Taylor er formaður AmFar, bandaríska sjóðsins sem styrkir eyðnirannsóknir og mun hún verða gestgjafi veislu sem haldin verður á mánudag til að safna fé. Meira
5. júlí 1996 | Myndlist | 380 orð

"Ljós í norðri"

Liisa Chaudhuri. Opið alla daga frá 13-18 Lokað mánudaga. Til 7 júlí. Aðgangur 200 kr. LIISA CHAUDHURI, er sænsk myndlistarkona af finnskum uppruna sem lifir og starfar í hafnarborginni Norrköpping við ósa Motalár í Austurgotlandi, suðvestur af Stokkhólmi, sem mun fjórða stærsta borg Svíþjóðar. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 126 orð

"Maður - nú er það heitt!"

Í TILEFNI af hálfrar aldar afmæli Hveragerðisbæjar hefur Leikfélag Hveragerðis sett upp revíu sem fjallar á léttu nótunum um bæjarlífið í Hveragerði árið 1947. Revían sem ber heitið "Maður - nú er það heitt!" er eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en alla söngtexta samdi Anna Jórunn Stefánsdóttir. Alls taka tólf leikarar þátt í sýningunni sem einkennist af gríni og glensi. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

Með mömmuog pabba

SEAN Penn þykir afar vænt um foreldra sína. Hér sést hann ásamt móður sinni Eileen og föður sínum Leo á frumsýningu myndarinnar "Moll Flanders", en Robin Wright, eiginkona Seans, fer með aðalhlutverk í myndinni. Sean var áður talinn til vandræðabarna Hollywood, en nú er hann þægur og einbeitir sér að uppeldi barnanna Dylan og Hopper. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 91 orð

Óspillt fullkomnun

MAÐURINN í svörtu og Páll Heimir opna sýninguna Óspillta fullkomnun í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði, laugardaginn 6. júlí kl. 15 eftir hádegi. Þetta er fyrsta einkasýning þeirra félaga. Á sýningunni eru óhefðbundin grafíkverk sem saman mynda það sem nefnt hefur verið innsetning á íslensku, eða "installation á erlendum málum. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 61 orð

Silla sýnir á Sóloni

SILLA, Sigurlaug Jóhannesdóttir opnar sýningu í Gallerí Sóloni Íslandus laugardaginn 6. júlí. Silla hefur tekið þátt í mörgum sýningum hér á landi og erlendis og er þetta þrettánda einkasýning hennar. Hún nefnir þessa sýningu "Loftkastala". Verkið á sýninguni er innsetning, 10 metrar úr gleri. Sýningin er opin frá kl. 11-21 á hverjum degi og lýkur 28. júlí. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 61 orð

Skruggurnar sýna á Hornafirði

"SKRUGGURNAR" ásamt Helgu Erlendsdóttur opna sýningu á Hornafirði í dag föstudag kl. 14. "Skruggurnar" þær Auðbjörg Bergsveinsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Guðný Hafsteinsdóttir og Guðrún B. Elíasdóttir reka saman vinnustofur og gallerí í Hamraborg í Kópavogi. Sýningin ber yfirskriftina "Lúra undir jökli". Sýnd verða leirverk, málverk og pastelmyndir. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 452 orð

Sumarkvöld við orgelið

FYRSTU tónleikar tónleikaraðarinnar "Sumarkvöld við orgelið 1996" verða sunnudaginn 7. júlí kl. 20.30 en þetta er fjórða sumarið sem Hallgrímskirkja og Listvinafélag Hallgrímskirkju standa að henni. Alls verða níu tónleikar haldnir í sumar, öll sunnudagskvöld í júlí og ágúst og síðustu tónleikarnir verða 1. september. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 165 orð

Svavar Gests heiðursfélagi FÍH

Í HÓFI, sem Félag íslenskra hljómlistarmanna, efndi til nýverið á Hótel Sögu var Svavar Gests gerður heiðursfélagi, en hann starfaði sem formaður FÍH í ellefu ár og vann félaginu og félagsmönnum þess ómetanlegt gagn, eins og fram kom í máli forsvarsmanna félagsins við þetta tækifæri. Meira
5. júlí 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Sýningum að ljúka í Nýlistasafninu

SÝNINGUM á verkum Marianne Uutinen og Arnfinns R. Einarssonar í Nýlistasafninu lýkur á sunnudag, ennfremur sýningu Gé Karel van der Sternen og Ingrid Dekker í setustofu safnsins. Finnska listakonan er hér í boði Nýlistasafnsins. Hún er ein af sérstæðustu listamönnum Finna af yngri kynslóðinni. Málverk, hljóð og ljósmyndir er framlag hennar í efri sölum safnsins. Meira
5. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 197 orð

Söngelskur leikari eða leikelskur söngvari?

JON BON Jovi, söngvari hljómsveitarinnar Bon Jovi, fékk leiklistarbakteríuna árið 1990, þegar hann dvaldi á tökustað myndarinnar "Blaze of Glory" langtímum saman. Jon samdi tónlist myndarinnar og fór með lítið hlutverk í henni. Í fyrra var svo fyrsta alvöru mynd hans, "Moonlight and Valentino", frumsýnd vestra. Meira

Umræðan

5. júlí 1996 | Aðsent efni | 642 orð

Athugasemd við skrif forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins

Í GREINARSTÚF undirritaðs, sem birtist í Morgunblaðinu 27. júní sl., var að gefnu tilefni almennt en lauslega gerð grein fyrir svokölluðu vaktamáli í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi. Saga þessa máls er orðin löng og ekki ástæða til að rekja hana í heild sinni á þessum vettvangi. Hins vegar varð lítill angi þessa máls tilefni til fjölmiðlaumræðu. Meira
5. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 604 orð

Bindindi borgar sig

ÉG VARÐ undrandi þegar einn af þrautreyndum menntamönnum landsins, Tryggvi Gíslason á Akureyri, kvað upp um það á skólaslitum í vor, að hann teldi nauðsyn bera til þess að lækka áfengiskaupaaldur ungs fólks um tvö ár eða í 18 ár eins og það var orðað. Meira
5. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 698 orð

Guðstrú og ofstæki fara ekki saman

ÞEGAR ég sá í fjölmiðlum biskup ganga í gegnum hóp kvenna við Digraneskirkju til að komast á prestastefnu, þar sem sundrung og valdabarátta réð, kom mér í hug hvort hinni dæmalaust ógeðfelldu ofsóknarherferð á hendur manninnum og fjölskyldu hans væru engin takmörk sett. Allt er mál þetta fullt af hatri og ógeði. Meira
5. júlí 1996 | Aðsent efni | 1474 orð

Jónsmessubréf úr Svartárdal

Þorkell Vignir, son Skíða ens gamla, hann nam Vatnsskarð allt ok Svartárdal. Þannig segir í Landnámu, bls. 230, útgáfu Hins íslenska fornritafélags, Reykjavík, 1968. "Landnám Þorkels er einkennilegt. Það er í tveimur sýslum. Bæir í Vatnsskarði eru í Skagafjarðarsýslu allir nema hinn vestasti, Vatnshlíð, og liggja sýslumörk þar um vatnið. Hinn hlutinn, Svartárdalur, er í Húnavatnssýslu. Meira
5. júlí 1996 | Aðsent efni | 838 orð

S

STÆRSTA kvikmyndahús landsins er stofan heima. Þungur afturendi, þungir skattar, þungar skyldur eða einfaldlega löngun til að vera heima - allt eru þetta góðar afsakanir og jafnvel gildar ástæður fyrir að fara ekki að horfa á kvikmyndir þar sem þeirra verður óneitanlega best notið, það er að segja í kvikmyndahúsinu. Meira
5. júlí 1996 | Aðsent efni | 873 orð

Sumartónleikar í Skálholtskirkju að hefjast

Á LAUGARDAGINN kemur, þann 6. júlí hefst í Skálholtskirkju 21. ártíð tónlistarhátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Hefst hátíðin með erindi Kára Bjarnasonar kl. 14 um kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum (1560 - 1627). Svava Bernharðsdóttir og Helga Ingólfsdóttir leika svo kl. 15 þrjár sónötur fyrir fiðlu og sembal BWV 1015 - 1017 eftir J. S. Bach. Kl. Meira

Minningargreinar

5. júlí 1996 | Minningargreinar | 200 orð

ÁSGEIR PÉTURSSON

ÁSGEIR PÉTURSSON Ásgeir Pétursson var fæddur í Reykjavík 28. apríl 1960. Hann lést á Akureyri hinn 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Ásgeirsson, trésmiður, búsettur í Svíþjóð, og Þorgerður Jóna Árnadóttir, f. 9.11. 1935, d. 21.6. 1990. Hálfsystkini hans samfeðra eru Jóna, Hans, Malena og Pétur, öll búsett í Svíþjóð. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Ásgeir Pétursson Kveðja frá starfsfélögum

Kveðja frá starfsfélögum Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 182 orð

Böðvar Guðmundsson

Þegar okkur í Pfaff barst til eyrna að Böðvar hefði látist þann 29. júní fylltumst við í senn söknuði og jafnframt gleði fyrir hans hönd að það ástand sem máttarvöldin höfðu skapað honum síðustu vikurnar var á enda. Böðvar hóf störf hjá Pfaff árið 1978 og sá hann upp frá því um viðgerðir á smáraftækjum, sem fyrirtækið seldi. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 51 orð

BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Böðvar Guðmundsson var fæddur í Skálmardal, Múlahreppi, Barðastrandarsýslu, 3. ágúst 1921. Hann lést í

BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Böðvar Guðmundsson var fæddur í Skálmardal, Múlahreppi, Barðastrandarsýslu, 3. ágúst 1921. Hann lést í Reykjavík 29. júní síðastliðinn. Foreldrar Böðvars voru Guðný Jóhannsdóttir og Guðmundur Einarsson, bóndi í Skálmardal. Eftirlifandi bræður eru Ólafur og Yngvi Guðmundssynir. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 199 orð

Gestur Hallgrímsson

Gestur Hallgrímsson var félagi í Klúbbi Skandinavíusafnara, sem er félag frímerkjasafnara hér í Reykjavík. Gestur var mjög áhugasamur frímerkjasafnari og tók virkan þátt í félagsstarfi þeirra. Hann sat mörg ár í stjórn KS og sýndi félagi sínu mikla ræktarsemi og alúð. Gestur var alltaf kátur og skemmtilegur félagi og var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á ýmsum hlutum. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 221 orð

Gestur Hallgrímsson

Gestur Hallgrímsson vinur minn og stjúpi er dáinn. Síðasta skipti sem ég sá hann var við jarðarför konu minnar Áslaugar Valdemarsdóttur fyrir fáeinum dögum. Var Gestur mikið veikur. Það gat ekkert stöðvað hann í því að kveðja Áslaugu konu mína. Alltaf var gott og gaman að tala við Gest. Var hann bæði orðheppinn og mælskur. Gestur hafði mikið yndi af fræðimennsku. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 26 orð

GESTUR HALLGRÍMSSON

GESTUR HALLGRÍMSSON Gestur Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 20. september 1929. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 4. júlí. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 411 orð

Helga Kristín Jónsdóttir

Helga systir þín er dáin. Þegar móðir okkar Helgu flutt mér þessa frétt 30. maí sl. varð mér þungt fyrir brjósti og hugurinn reikaði aftur, allt til janúar 1956, er ég rétt rúmlega þriggja ára fór með pabba að taka á móti litlu systur og mömmu í strandferðaskipið Esju, en við bjuggum þá á Eskifirði. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 29 orð

HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

HELGA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Helga Kristín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1955. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 6. júní. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 950 orð

Ingibjörg Árnadóttir

Ingibjörg amma mín fæddist á miðju sumri aldamótaárið. Hún var verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem lyfti grettistaki í sögu þjóðarinnar. Oft var eins og hún væri í ætt við þær formæður mannkyns sem með óbilandi þreki og fórnfýsi vísuðu því leiðina út úr hellum og myrkri. Hún var fjórða barnið í hópi fimmtán systkina. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 488 orð

Ingibjörg Árnadóttir

Elskuleg föðursystir okkar, Ingibjörg Árnadóttir, er látin, tæplega 96 ára að aldri. Lífshlaup hennar spannar nær heila öld og með ólíkindum að hugsa til allra þeirra þjóðfélagsbreytinga sem hún og aðrir af aldamótakynslóðinni hafa gengið í gegnum. Inga var fædd og uppalin í Reykhólasveit, ein af fimmtán systkinum. Hún flutti suður til Reykjavíkur um tvítugt og bjó þar ætíð síðan. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 129 orð

INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR

INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR Ingibjörg Árnadóttir fæddist að Miðhúsum í Reykhólasveit 1. ágúst 1900. Hún andaðist í Landspítalanum 26. júní síðastliðinn. Foreldrar Ingibjargar voru Árni Ólafsson, bóndi í Miðhúsum og Hlíð í Reykhólasveit, og Guðbjörg Loftsdóttir. Ingibjörg átti tólf alsystkini og þrjá hálfbræður. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 260 orð

Ingólfur Arnarson

Kveðja frá Skáta-félaginu Hraunbúum Þegar fréttin barst frá Danmörku um andlát Ingólfs Arnarsonar, skátabróður, félaga og vinar, var sem ský drægi fyrir sólu. Þó nokkuð væri um liðið frá starfi hans með Hraunbúum er hann ljóslifandi í minningu okkar, sífellt brosandi og glaður og tilbúinn til aðstoðar þar sem þörf var á. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Ingólfur Arnarson

Mig langar til að minnast vinar míns og móðurbróður Ingólfs Arnarsonar í fáum orðum. Ég ólst að miklu leyti upp á heimili foreldra hans og leit hann alltaf á mig sem eitt af yngri systkinum sínum. Ég leit alltaf mikið upp til hans og þótti vænt um hann sem stóra bróður. Við Ingó áttum margar ánægjustundir saman. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 134 orð

Ingólfur Arnarson

Ingó er farinn heim. Sú sorgarfrétt barst eins og eldur um sinu að Ingó væri látinn. Það setti að manni óhug og sorg. Um hugann fóru minningar um glaða daga fyrir allt of mörgum árum. Ófáar ferðir á pusjónum hennar Siggu mömmu, skátabíóferðir, Akureyrarferð, þar sem félagsskapurinn Hið íslenska vellíðunarfélag var stofnað, skátamót hjá Bjarma, Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 425 orð

Ingólfur Arnarson

Fallinn er vinur. Hugurinn leitar til Guðs til að spyrja: Af hverju? Fáum við nokkurn tímann að skilja hvað ræður því að tilvist svo margra lýkur allt of fljótt hér á þessari jörðu? Við getum ekkert annað en treyst á kærleika Guðs og við biðjum hann að vera með öllum vinum og fjölskyldu Ingólfs Arnarsonar sem nú eiga um svo sárt að binda. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 507 orð

Ingólfur Arnarson

Allir eiga dauðann vísan. Sumir ungir að árum, aðrir hátt í aldargamlir. En ætíð skal dauðinn þó koma á óvart og jafnan þegar hans er síst von. Það er alltaf tregi og eftirsjá þegar ellimóðir vinir og saddir lífdaga kveðja, en nístandi sársauki og djúpur söknuður fyllir tómið þegar ungir samferðamenn eru hrifnir burt fyrirvaralaust. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 26 orð

INGÓLFUR ARNARSON

INGÓLFUR ARNARSON Ingólfur Arnarson fæddist í Reykjavík 3. mars 1957. Hann lést í Danmörku 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. júlí. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Ingólfur Arnarson Það var á einhverju hamingjuríkasta tímabili ævi minnar sem ég kynnt

Ingólfur Arnarson Það var á einhverju hamingjuríkasta tímabili ævi minnar sem ég kynntist honum Ingó. Við vorum ungir og skuldbindingalausir að mestu og með afar svipaða lífssýn og skoðanir á flestum hlutum. Þær voru ófáar næturnar sem við sátum saman og veltum fyrir okkur ólíklegustu hlutum og lékum tónlist hvor fyrir annan. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Jóhann Pálsson

Jóhann fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1930 þá átta ára gamall. Hann var góður drengur og rólegur að eðlisfari. Hans áhugamál fyrr á árum var skátahreyfingin og var hann um tíma skátaforingi í skátafélaginu Væringjar. Hann sótti einnig fundi KFUM. Hann var ræðinn og félagslyndur og átti gott með að setja saman vísur við sérstök tilefni. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 105 orð

JÓHANN PÁLSSON

JÓHANN PÁLSSON Jóhann Pálsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 19. ágúst 1922. Hann lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Hallbjörnsson kaupmaður f. 10. september 1898 á Bakka í Tálknafirði, d. 15. október 1981, og Sólveig Jóhannsdóttir f. 17. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 615 orð

Magnús Stefán Sigurðsson

Bilið er mjótt milli blíðu og éls. Brugðið getur klukkunni frá morgni til kvelds. Þessar ljóðlínur komu upp í hug mér þegar mér var sagt að Magnús Sigurðsson hefði orðið bráðkvaddur og það hefði borið þannig að að hann hefði lagt sig til svefns að kveldi en ekki vaknað aftur til þessa lífs að morgni. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 74 orð

MAGNÚS STEFÁN SIGURÐSSON Magnús Stefán Sigurðsson fæddist í Keflavík 14. september 1938. Hann lést 23. júní síðastliðinn.

MAGNÚS STEFÁN SIGURÐSSON Magnús Stefán Sigurðsson fæddist í Keflavík 14. september 1938. Hann lést 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sumarliðason, f. 28. júlí 1913, og María Magnúsdóttir, f. 20. maí 1909, d. 29. desember 1993. Eftirlifandi systkini hans eru: Emil, Margrét, Halldóra, Sigmar og fóstursystir hans Emilía. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 580 orð

Ólafur Jóhannsson

Þegar hringt var til mín sl. föstudag og mér var tilkynnt andlát æskuvinar míns og góðs vinar sl. rúm 60 ár, Ólafs Jóhannssonar rennismiðs, verð ég að viðurkenna að mér brá ónotalega. Við höfðum ræðst við í síma í vikunni og þá lét Ólafur bara vel af heilsufari sínu, Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 393 orð

ÓLAFUR JÓHANNSSON

ÓLAFUR JÓHANNSSON Ólafur Jóhannsson járn- og rennismíðameistari fæddist í Reykjavík 13. desember 1922. Hann varð bráðkvaddur aðfaranótt 28. júní síðastliðins. Foreldrar hans voru Jóhann Kr. Ólafsson brúar- og bryggjusmíðameistari, f. 24. október 1883, d. 27. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 66 orð

Ólafur Jóhannsson Elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Minningin um þig

Elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Minningin um þig verður ávallt geymd á sérstökum stað í hjarta okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 381 orð

Óskar Guðjónsson

Í dag kveðjum við aldinn heiðursmann, mann sem við gátum mikið lært af, mann sem unni landi sínu og gróðri þess. Óskar kom til Akureyrar 1928 og stundaði þá byggingarvinnu þar í bæ. En 1931 er hann beðinn að hlaupa í skarðið um skamman tíma sem kyndari á sjúkrahúsi bæjarins, þessi tími varð að 55 árum. Hann vann þar til 1985 og annaðist viðhald og viðgerðir á flestu sem aflaga fór. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 155 orð

ÓSKAR GUÐJÓNSSON

Óskar Guðjónsson var fæddur á Vaðstakksheiði, Snæfellssýslu, 2. nóvember 1901. Hann andaðist á Akureyri 28. júní 1996. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Runólfsdóttir og Guðjón Jónsson. Börn þeirra; Óskar, Jón, Bertel, Guðrún og Laufey. Þau eru öll látin. Óskar ólst upp í Álftártungu á Mýrum til 16 ára aldurs, fór þá til Reykjavíkur og í Flensborgarskólann. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 320 orð

Paul Kenneth Moulder

Það er erfitt að sætta sig við, að fjörkálfurinn Paul Moulder skuli hafa verið kvaddur á braut frá ungri konu sinni og níu mánaða gamalli dóttur. Það er ekki lengra síðan en í marz sl. að við áttum saman ánægjustundir í Orlando, þar sem við reyndum með okkur á golfvellinum. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 172 orð

PAUL KENNETH MOULDER

PAUL KENNETH MOULDER Paul Moulder fæddist í Kanada 2. september 1958. Hann andaðist í Cedar Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kenneth Moulder, viðskiptafræðingur (MBA) frá Harvard háskóla, fæddur í London, og Nancy Bashaw Moulder frá Malone í New York fylki. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 319 orð

Pálína Guðmundsdóttir

Elsku amma. Nú hefur þú lokið jarðvist þinni, eftir sit ég í söknuði, en jafnframt með virðingu og þakklæti fyrir að fá að kynnast þér. Þegar ég loka augunum og hugsa um þig sé ég þig fyrir mér klappa saman höndundum og raula lagstúf. Þú varst alltaf kát þrátt fyrir það að þú sæjir illa og kæmist lítið hjálparlaust. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 35 orð

PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR Pálína Guðmundsdóttir frá Streiti í Breiðdal var fædd 8. febrúar 1919. Hún lést á Kumbaravogsheimilinu á

PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR Pálína Guðmundsdóttir frá Streiti í Breiðdal var fædd 8. febrúar 1919. Hún lést á Kumbaravogsheimilinu á Stokkseyri 26. júní síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 444 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Elsku pabbi minn. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur, þú varst hetjan mín og stoltið mitt. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var gert með miklum dugnaði og samviskusemi. Ég minnist æskuáranna minna, þegar ég beið við gluggann heima og horfði út á hafið og beið eftir því að sjá þig koma að landi. Þú varst keppnismaður mikill og oftast með þeim síðustu að landi. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Árið 1978 hóf Sigurður störf fyrir Sandgerðishöfn, fyrstu árin sem hafnarvörður en hin síðari sem hafnarstjóri. Sigurður R. Bjarnason hefur starfað fyrir höfnina af eljusemi, vandvirkni og með þeim hætti að eftir var tekið. Sem hafnarstjóri hefur hann stuðlað að og fylgt eftir breytingum sem hafa haft í för með sér, að Sandgerðishöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn landsins. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 564 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Sunnudagurinn 30. júní sl. verður mér ávallt minnisstæður. Veðrið skartaði sínu fegursta eftir góða gróðurskúr og það var ætlun mín að heimsækja vin minn Sigurð R. Bjarnason á sjúkrahús Suðurnesja þennan dag. Ég hafði komið til hans tveimur dögum áður á föstudegi en þá var hann til þess að gera hress en ég kvaddi hann með þeim orðum að við myndum sjást síðar. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 413 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Í dag er til moldar borinn frá Hvalsneskirkju Sigurður R. Bjarnason hafnarstjóri í Sandgerði, eftir stutta en hetjulega baráttu við sjúkdóm þann sem að lokum dró hann yfir móðuna miklu. Fyrstu kynni mín af Sigga Bjarna, en það var hann kallaður hér í Sandgerði, hófust fyrir 30 árum er ég fór á framboðsfund sem haldinn var í Samkomuhúsinu vegna hreppsnefndarkosninga, Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 290 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Sá mikli heiðursmaður og sægarpur Sigurður Bjarnason er allur, langt fyrir aldur fram. Sigurði kynntist ég fyrst í sveitarstjórnarmálum á Suðurnesjum og sátum við saman í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og í nefndum á vegum þess. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 541 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Svo allt of, allt of fljótt þurfum við að kveðja Sigga Bjarna. Siggi hefur alltaf verið stór og sterkur. Síðastliðið haust sáum við sem í kringum hann vorum að honum var nokkuð brugðið. Karlmennið sem hann var bar sig þó vel. Hann leitaði samt læknis. Sérfræðingunum reyndist erfitt að greina sjúkdóminn en að lokum kom niðurstaðan. Þetta var krabbamein. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 238 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Yndislegi, elskulegi pabbi minn, mig langar til að skrifa þér nokkrar línur. Það er svo undarlegt að hugsa sér lífið án þín. Í öllum mínum erfiðleikum hefur þú alltaf verið til staðar fyrir mig og börnin mín. Síðan allt í einu ertu farinn frá okkur, þú hefur alltaf verið mín fyrirmynd í lífinu og okkar allra sem vorum svo heppin að fá að kynnast þér, elsku pabbi minn. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 211 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Mig langar til að minnast í nokkrum orðum elsku afa míns sem nú hefur yfirgefið okkur eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Elsku afi, þú varst og verður alltaf stóra hetjan mín, stoltið mitt, þú varst engum líkur, alltaf studdir þú mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, alltaf varstu tilbúinn að styðja mig og varst mér ómetanlegur í öllu. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Elsku, yndislegi afi minn, mig langar að kveðja þig í síðasta sinn og segja þér fáein orð áður en þú ferð á þinn hvíldarstað. Ég minnist þín eins og við skildum þann 17. júní þegar ég, Rakel og Lóa fórum utan. Við vorum saman í mat hjá Döggu á laugardeginum þann 15. júní og átum yfir okkur af humri en svo kvöddumst við þá því við ætluðum að vera á Spáni í 2 vikur. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 456 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason

Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál hvort sem knýr hana ár eða reiði og rár eða raummaukin vél yfir ál hvert eitt fljótandi skip ber þó farmannsins svip hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 199 orð

SIGURÐUR RAGNAR BJARNASON

SIGURÐUR RAGNAR BJARNASON Sigurður R. Bjarnason var fæddur á Bæjarskerjum í Miðneshreppi 28. mars 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur hinn 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 7. sept. 1893, d. 3. okt. 1972 og Guðrún Benediktsdóttir, f. 6.6. 1893, d. 11.12. 1934. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 87 orð

Sigurður Ragnar Bjarnason Elsku afi minn. Mig langar að minnast þín með þessum orðum. Það er svo ótrúlegt að þú skulir vera

Elsku afi minn. Mig langar að minnast þín með þessum orðum. Það er svo ótrúlegt að þú skulir vera farinn svona fljótt frá okkur. Þín á eftir að verða sárt saknað. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu, og ég mun ávallt muna þig brosandi og hamingjusaman sem þú ávallt varst. Það varst þú sem sagðir alltaf að fjölskyldan væri mestu auðæfi heims. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 353 orð

Sigurður R. Bjarnason

Látinn er Sigurður R. Bjarnason, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður, síðar hafnarstjóri og fyrsti forseti bæjarstjórnar Sandgerðis. Sigurður var Sandgerðingur að uppruna og þar skópu þau hjón, hann og Rósa D. Björnsdóttir eiginkona hans, sér og börnum þeirra heimili. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 319 orð

Sirrey Kolbeinsdóttir

Fallin er góð kona langt um aldur fram að mér finnst. Það var fyrir tuttugu og tveimur árum að ég kynntist Sirrey og eftirlifandi maka hennar Birni Kristjánssyni, er ég kynntist elstu dóttur þeirra Kolbrúnu. Það sást að þarna fór hæg, ákveðin en samt hlý kona, sem geislaði af gleði. Það var unun að koma inn á þeirra heimili sem stóð ávallt opið. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 152 orð

Sirrey Kolbeinsdóttir

Elsku amma. Það er svo sárt að sjá á eftir þér. Þú sem gafst okkur allt. Í kjöltu þinni sátum við, þú sagðir okkur sögur og deildir með okkur því sem þú hafðir upplifað og séð. Hversu yndislegar stundir við áttum oft saman og það verður erfitt að yfirstíga þá sorg að aldrei framar skulum við fá að sitja í þínu hlýja fangi. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 134 orð

Sirrey Kolbeinsdóttir

Ömmuljóð Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 208 orð

Sirrey Kolbeinsdóttir

Það er sárt að missa góðan vin. Amma Sirrey var vinkona mín og ég sakna þess sárt. Það er erfitt að segja allt í stuttri minningargrein. Það sem mig langar helst að segja er að mér þótt mjög vænt um hana ömmu mína. Sterkasta minningin er allir kossarnir og öll faðmlögin sem ég fékk eftir stuttar heimsóknir, þeirra á ég eftir að sakna. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 442 orð

Sirrey Kolbeinsdóttir

28. júní sl. lagði elskuleg vinkona mín af stað í þessa ferð þar sem bara er hægt að fá farmiða aðra leiðina. Vegurinn til baka er ekki til. Mér finnst ég vera alein eftir í heiminum ­ vil ekki trúa þessari óhagganlegu staðreynd. Hluti af sjálfri mér er ekki lengur til ­ sá hluti sem tilheyrði æskuvinkonu minni. Meira
5. júlí 1996 | Minningargreinar | 110 orð

SIRREY KOLBEINSDÓTTIR

SIRREY KOLBEINSDÓTTIR Sirrey Kolbeinsdóttir hét fullu nafni Friðgerður Sirrey Kolbeinsdóttir og var fædd 6. janúar 1937 á Ísafirði. Hún lést í Noregi 28. júní síðastliðinn. Sirrey var yngsta dóttir hjónanna Sigríðar Maríu Erlendsdóttur og Kolbeins Brynjólfssonar, sem bæði eru látin. Meira

Viðskipti

5. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Bretland ódýrast innan ESB

ÓDÝRARA er að búa í Bretlandi en í öðrum 15 aðildarlöndum Evrópusambandsins -- ódýrara en á Spáni eða Grikklandi -- samkvæmt könnun samtaka fjölþjóðafyrirtækja, ECA International. Framfærslukostnaður er lægstur í Bretlandi samkvæmt könnuninni og er vara og þjónusta 71% dýrari í Danmörku en í Bretlandi. Meira
5. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 62 orð

British Telecom og Microsoft tengjast

BRITISH TELECOM og Microsoft hafa tekið höndum saman um markaðssetningu á tölvukerfum og beinlínuþjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Lítil fyrirtæki í Bretlandi eiga mikið af tölvum, en fáir viðskiptavinir eiga kerfi sem tengja þær saman að sögn fulltrúa BT. Hlutabréf í BT hækkuðu við fréttina um 6 1/2 pens í 346 1/2 pens. Meira
5. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Búnaðarbanki sýknaður af kröfum Landsbanka

BÚNAÐARBANKINN var nýlega sýknaður í Hæstarétti af kröfu Landsbankans um greiðslu á rúmlega 14 milljónum króna ásamt dráttarvöxtum vegna veðréttar í grásleppuhrognum. Málavextir eru þeir að Landsbankinn veitti Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. afurðalán út á kaup á 330 tunnum af grásleppuhrognum árið 1989. Í lok þess árs seldi fyrirtækið hrognin til Bjargar hf. í Stykkishólmi. Meira
5. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 323 orð

Gengi hlutabréfa í Marel hækkar enn

GENGI hlutabréfa í Marel hækkaði um 3,53% í 13,20 á Verðbréfaþingi Íslands í gær og virðist ekkert lát ætla að verða á hækkunum á gengi bréfanna. Um mánaðamótin maí og júní stóð gengið í 10,0 og hafði hækkað um 120% að teknu tilliti til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Eins og sjá má hefur veruleg hækkun orðið síðan og nemur hækkunin frá áramótum nú 190%. Meira
5. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Ráðstefna um hagskýrslugerð

ALÞJÓÐLEGRI ráðstefnu um opinbera hagskýrslugerð lýkur í dag en hún hefur staðið yfir frá 2. júlí. Ráðstefnugestir eru um 200, þar af eru 150 erlendir þátttakendur frá flestum heimshornum. Meira
5. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 299 orð

Skatturinn að fullu endurgreiddur fram á haust

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur horfið frá því að lækka hlutfall endurgreiðslna á virðisaukaskatti vegna vinnu við viðhald og endurbætur á íbúðarhúsnæði úr 100% í 60%. Þessi breyting átti að taka gildi 1. júlí til að mæta tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar vörugjalda. Meira

Fastir þættir

5. júlí 1996 | Dagbók | 2709 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 5.-11. júlí verða Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 B. Frá þeim tíma er Laugarnesapótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
5. júlí 1996 | Í dag | 158 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag, föstudaginn 5. júlí, Þorgeir Jón Einarsson, bílamálari, Fagrahvammi, Blesugróf. Eiginkona hans er Stefanía Magnúsdóttir. Þau hjónin verða að heiman í dag. ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 6. júlí, verður sjötugur Stefán G. Meira
5. júlí 1996 | Í dag | 76 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl sl í Lágafellskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Andrea K. Gunnarsdóttir og Hermann Sigursteinsson. Heimili þeirra er á Melasíðu 2b á Akureyri. Svipmyndir/Fríður.BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 1. júni sl. af sr. Meira
5. júlí 1996 | Dagbók | 705 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
5. júlí 1996 | Í dag | 27 orð

HJÓNABAND Í dag verða gefin saman í hjónaband í Austurríki Elín

HJÓNABAND Í dag verða gefin saman í hjónaband í Austurríki Elín Magnúsdóttir myndlistarkona og mag. dr. Rudolf Rudari. Í dag dvelja brúðhjónin í Gasthaus Krone, 6712 Bludesch, Austurríki. Meira
5. júlí 1996 | Fastir þættir | 89 orð

Næla yfir 100 stigin

HAFLIÐI Halldórsson Fáki, og Næla frá Bakkakoti rufu enn einu sinni hundrað stiga múrinn í forkeppni úrvalstöltara í gærkveldi. Hlutu þau 102,8 stig en næstir komu, jafnir með 92,8 stig, Vignir Siggeirsson Geysi, og Þyrill frá Vatnsleysu og Sigurbjörn Bárðarson Fáki og Oddur frá Blönduósi. Meira
5. júlí 1996 | Fastir þættir | 633 orð

Óður frá Brún rauf níu-múrinn

Forkeppni í A- og B-flokki gæðinga fór fram í gær á fjórðungsmótinu. Einnig kepptu börn, unglingar og ungmenni og fara 20 efstu hestar í hverjum flokki í fullnaðardóm á morgun. STÓÐHESTURINN Óður frá Brún rauf níu-múrinn í forkeppninni með frábærri sýningu þar sem hann og knapinn Hinrik Bragason sýndu tölt eins og það gerist hvað best, afbragðs brokk og fallegt snerpu- skeið. Meira
5. júlí 1996 | Fastir þættir | 173 orð

Ragnar, Davíð og Svandís í efstu sætunum

KEPPNIN í yngri flokkum var ekki síður spennandi en þar er viðhaft sama fyrirkomulag og hjá fullorðnum. Í barnaflokki stendur efst Svandís D. Einarsdóttir Gusti, á Ögra frá Uxahrygg með 8,53, Sylvía Sigurbjörnsdóttir Fáki, varð önnur á Hauki frá Akureyri með 8,51. Þórdís E. Gunnarsdóttir Fáki, varð þriðja á Venna frá Kirkjubæ með 8,50. Meira
5. júlí 1996 | Í dag | 444 orð

Sóðaskapur EINN allra mesti umhverfissóði

EINN allra mesti umhverfissóði hér í borg, hefur verið óvenju athafnasamur á þessu vori, þótt sóðarnir hafi oft tekið allhressilega til hendi við skemmdarstörfin, þá ber sá sem um er rætt af öllum öðrum. Þessi náungi hefur skilið eftir sig svo augljós vegsummerki, að líkast er nafnspjaldi. Meira
5. júlí 1996 | Í dag | 421 orð

TAÐARSTAÐUR hefur verið í fréttum nú í vikunni. Til Sta

TAÐARSTAÐUR hefur verið í fréttum nú í vikunni. Til Staðarstaðar á Snæfellsnesi var á sunnudaginn vígður nýr prestur, sr. Guðjón Skarphéðinsson. Og fyrir helgi gekk ríkið frá kaupum á Staðarstað við Sóleyjargötu fyrir skrifstofur forseta Íslands. Á ritstjórn bar mönnum ekki saman um það hvort rita ætti Staðastaður eða Staðarstaður. Meira

Íþróttir

5. júlí 1996 | Íþróttir | 110 orð

Alan Shearer fer hvergi FOR

FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn Rovers sendu í fyrradag frá sér yfirlýsingu þess efnis að markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar, Alan Shearer, væri ekki á förum frá félaginu. Sögusagnir hafa gengið um að Shearer væri á leið til Manchester United en Robert Coar, forseti Blackburn, vísaði öllum slíkum sögusögnum á bug. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 123 orð

ALLS

ALLS hafa fjórir tennisleikarar, sem ekki eru á alþjóðlega styrkleikalistanum, leikið til úrslita á Wimbledon en engin þeirra kvenna, sem það hafa gert hefur þó náð að fagna sigri. Boris Becker er sá eini úr þessum hópi, sem sigrað hefur á mótinu en það gerði hann árið 1985. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 541 orð

Einvígi Johnsons og Fredericks hápunkturinn

Bislett-leikarnir í frjálsíþróttum verða í Ósló í dag og eins og oft áður koma margir af fremstu íþróttamönnum heimsins til leiks. Af keppnisgreinum og köppum leikanna að þessu sinni er það einvígi tveggja af fótfráustu manna heimsins um þessar mundir sem hvað flestir bíða eftir. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 687 orð

Fylkir - Skallagr.3:0

Fylkisvöllur, bikarkeppni KSÍ - 16-liða úrslit, fimmtudaginn 4. júlí 1996. Aðstæður: Eins og best verður á kosið. Völlurinn góður og veðrið eftir því - sól, logn og hiti um 12 gráður. Mörk Fylkis: Þórhallur Dan Jóhannsson 2 (92. og 113.), Ólafur Stígsson (94.). Gult spjald: Ólafur Stígsson (49.) - fyrir brot, Enes Cogic (62. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 319 orð

Fylkir þurfti framlengingu gegn Skallagrími

Fylkismenn þurftu framlengingu til að leggja 2. deildarlið Skallagríms að velli í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í Árbænum í gærkvöldi. Eftir að staðan hafði verið markalaus eftir 90 mínútur gerðu Fylkismenn út um leikinn með þremur mörkum í framlengingunni. Fylkismenn byrjuðu með nokkrum krafti og fengu þá nokkur tækifæri, en inn vildi boltinn ekki. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 98 orð

Golf

Staðan eftir 2. umferðir Kjölur, Mosfellsbæ Meistaraflokkur karla Einar Bjarni Jónsson148 Tómas Jónsson152 Kári Emilsson156 Davíð Már Vilhjálmsson156 Kári Jóhannesson159 Pétur Berg Matthíasson165 Edwin Rögnvaldsson174 Nesklúbburinn A-flokkur kvenna: Sigrún Jónsdóttir189 Kristín Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 127 orð

GOLFÁ níræðisaldri í

GÍSLI Halldórsson arkitekt var í fyrsta sæti í 3. flokki að loknum fyrsta keppnisdegi í Meistarakeppni Nesklúbbsins í golfi en datt niður í 5. til 6. sæti í gær. Gísli verður 82 ára í næsta mánuði en aldurinn vefst ekki fyrir heiðursforseta Íþróttasambands Íslands. Hann fór fyrsta hring á 78 höggum en þurfti 94 högg í gær og er samtals á 172 höggum. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Góð suðurferð KA

Enn á ný sannaðist að í bikarkeppninni getur allt gerst því lið KA sem leikur í 2. deildinni gerði sér lítið fyrir og sló 1. deildarlið Grindvíkinga úr leik í gærkvöldi með öruggum 3:1 sigri. Grindvíkingar voru skeinuhættir í fyrri hálfleik og það var mest fyrir þeirra eigin klaufaskap að þeir voru ekki búnir að skora fyrir leikhlé. Á 19. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 83 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin Fimmti áfangi, alls 242 km frá Lac de Madine: 1. Jeroen Blijlevens (Hollandi) 6:55,53 2. Frederic Moncassin (Frakkl.) 3. Erik Zabel (Þýskal.) Allir á sama tíma. Staðan: 1. Stephane Heulot (Frakkl.)29:49,48 2. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 54 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - Valurkl. 20 Vestm'eyjar:ÍBV - Stjarnankl. 20 Kópavogur:Breiðablik - ÍBAkl. 20 KR-völlur:KR - UMFAkl. 20 3. deild karla: Neskaupst.:Þróttur - HKkl. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 144 orð

Ísland er áfram í 52. sæti

EFTIR Evrópukeppnina í knattspyrnu á Englandi, sem lauk á sunnudag, tók Alþjóða knattspyrnusambandið saman nýjan lista yfir sterkustu knattspyrnuþjóðir heims. Staða tveggja efstu þjóða hefur ekkert breyst, heimsmeistararnir frá Brasilíu sitja enn á toppnum og Evrópumeistarar Þjóðverjar verma annað sætið. Íslendingar sitja áfram í 52. sæti ­ voru í 50. sæti um áramót. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 342 orð

KSÍ fær tæplega 17 millj. kr. á ári frá 1999

Joao Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sagði á fundi sambandsins með fulltrúum allra knattspyrnusambanda innan FIFA í Z¨urich í gær að hagnaður vegna sjónvarpsréttar frá HM 2002 og 2006 rynni að miklu leyti til sambandanna sem eru 197 talsins og hvert þeirra fengi milljón dollara fyrir hvert fjögurra ára tímabil frá og með 1999 eða tæplega 17 milljónir kr. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 482 orð

Meistarinn er úr leik

Meistari Wimbledon mótsins í tennis undanfarin þrjú ár og besti tennismaður heimsins nú um stundir, Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras, varð að játa sig sigraðann í átta manna úrslitum mótsins í gær. Hollendingurin Richard Krajicek sem ekki hefur verið á meðal þeirra þekktustu lagði Sampras í leik sem tók yfir tvo 7-5, 7-6, 6-4. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 433 orð

Pétur og Sigurður berjast til loka dags

"ÉG er ósáttur við að vita ekki fyrr að staðið yrði fast á lágmarkinu og engin færi á leikana nema hafa náð því. Tíminn sem við höfum er nú orðinn svo stuttur," sagði Pétur Guðmundsson kúluvarpari við Morgunblaðið í gær. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 71 orð

Raducioiu til West Ham

FLORIN Raducioiu, miðherji Rúmeníu, skrifaði undir samning við West Ham í gær og greiddi félagið Espanyol á Spáni um 240 millj. kr. fyrir kappann sem lék áður með AC Milan á Ítalíu. West Ham hefur ekki greitt svo háa upphæð fyrir leikmann en liðið gerði samning við Portúgalann Paulo Futre fyrr í vikunni, Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 153 orð

Ravanelli til Boro og Kluivert með tilboð

FABRIZIO Ravanelli, miðherji Juventus á Ítalíu, skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough og kostar kappinn félagið um 700 millj. kr. "Sjö milljónir punda eru miklir peningar, en Ravanelli er einn besti framherji í heiminum og hann er þess virði. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 79 orð

Roberto Di Matteo til Chelsea

ÍTALSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Roberto Di Matteo, staðfesti í gær að hann væri á förum frá Lazíó til Chelsea á Englandi. Knattspyrnustjóri Chelsea er Hollendingurinn Ruud Gullit og þurfti hann að reiða fram rúmar sex hundruð milljónir króna fyrir miðjumanninn. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 500 orð

Sjónvarpsréttur vegna HM til einkastöðva í fyrsta sinn

Svissneska markaðsfyrirtækið ISL, sem er 90% í eigu Sporis Holding AG, fjölskyldufyrirtækis fyrrum eigenda Adidas, og 10% í eigu japanska auglýsingafyrirtækisins Dentsu, og þýski fjölmiðlakóngurinn Leo Kirch hafa tryggt sér einkarétt á sjónvarpsendingum frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 2002 og 2006. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 88 orð

Tennis

Wimbledonmótið Einliðaleikur karla, 8 manna úrslit: Richard Krajicek (Hollandi) vann 1-Pete Sampras (Bandar.) 7-5 7-6 (7-3) 6-4 13-Todd Martin (Bandar.) vann Tim Henman (Bretlandi) 7-6 (7-5) 7-6 (7-2) 6-4 MaliVai Washington (Bandar.) vann Alexander Radulescu (Þýskal. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 299 orð

Verðskuldaður sigur Valsmanna

Garðbæingar höfðu lítið að gera í klærnar á Val í gærkvöldi, þegar liðin mættust á Valsvellinum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Valsmenn höfðu undirtökin í leiknum og unnu 3:1. "Þetta var verðskuldað því við börðumst mjög vel þó að við dyttum niður um tíma eftir fyrsta markið," sagði Sigurður Grétarsson þjálfari og leikmaður Vals. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Þórsarar áfram eftir bráðabana

AKUREYRI á tvö lið í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í fyrsta sinn síðan 1985. Þá komust Þór og KA reyndar í undanúrslit þar sem Þór tapaði á móti Fram og KA fyrir Keflavík. Að þessu sinni hafði KA betur í Grindavík og Þór á heimavelli. Þórsarar fylgdu félögum sínum í KA inn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar með því að leggja 1. Meira
5. júlí 1996 | Íþróttir | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

4. deild A-riðill: Afturelding - KSÁÁ4:3 D-riðill: Leiknir F. - KVA2:6 Kári Jónsson, Ágúst Margeirsson - Atli Kristjánsson 3, Dragoslav Stojanovic 3. Meira

Úr verinu

5. júlí 1996 | Úr verinu | 458 orð

Veiðin mikil en loðnan dreifðari

ÁGÆT loðnuveiði var á miðunum í gær en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins virtist sem loðnan væri dreifðari og skipin að taka fleiri köst en áður til að fylla sig. Eitt og eitt skip hitti þó á þéttar torfur og fékk stór köst. Loðnusjómenn fá nú 5000 krónur fyrir loðnutonnið víðast hvar á landinu. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 469 orð

Baktal í stað vopnaskaks

GíSLI Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, segir kjaftasögur vera algengt viðfangsefni í mannfræði. "Segja má að kjaftasögur gegni í dag sams konar hlutverki og galdrar gerðu á miðöldum, að vera tæki til að ná sér niðri á fólki ef ekki var hægt að fara aðra og formlegri leið. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 185 orð

Bikiní 50 ára

Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að frönsku hönnuðirnir Louis Réard og Jacques Heim kynntu fyrstu tvískiptu kvenbaðfötin, sem nefndust bikiní og voru saumuð úr rúmlega 76 cm efnisbúti. Baðfötin drógu nafn sitt af eyjunni Bikiní á Kyrrahafi vegna þess að þau voru fyrst kynnt í París 5. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 707 orð

Erfðir og brjóstakrabbamein

HEIÐDÍS hefur tekið þátt í rannsóknum á tengslum erfða og brjóstakrabbameins, en hún segir að nýverið hafi uppgötvast brjóstakrabbameinsgen (BRCA1 og BRCA2) og það sé hægt að finna. Rannsóknin felst m.a. í að kanna hvaða konur fara í slíkt próf og hvaða andlegu og líkamlegu áhrif það hefur á þær. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 166 orð

Gróusaga

"Gróa bjó á þeim bæ er heitir á Leiti; Hallur hét bóndi hennar, og var hans sjaldan getið að nokkru nþví Gróa þótti vera bæði bóndinn og húsfreyjan. Lítt voru þau hjón vel við álnir, en Gróa var fengsöm og húsgöngul; hún var og vitur kona og svo fróð um alla hluti, að hún vissi fyrir víst, Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 926 orð

Götulífog útifundirMOSKVA María Elínborg Ingvadóttir hefur búið í Moskvu sl. ár þar sem hún gegnir starfi viðskiptafulltrúa

ÞAÐAN sem ég horfi út um gluggann minn, út á Októbertorgið, þar sem Lenin og fulltrúar hinnar vinnandi stéttar standa hnarreistir og ákveðnir, sé ég rifin flögg og fána berjast í sunnan gjólunni, hátíðardagur er í vændum, en borgin hefur verið færð í sinn hátíðarbúning aðeins of snemma. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 48 orð

Í sundi á sumardegi

ÞAÐ alltaf er líf og fjör í sundlaugum landsins á sólríkum sumardögum. Fólk streymir að til þess að njóta veðurblíðunnar; synda, sóla sig og spjalla við náungann. Blaðamaður Daglegs lífs brá sér ásamt ljósmyndara í sundlaugarölt einn góðviðrisdaginn og heilsaði upp á sundlaugagesti. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 464 orð

Kjaftasögur verða stundum nútímaþjóðsögur

"ÍSLENDINGAR hafa alla tíð verið verið sagnaglöð þjóð, sérstaklega í fásinninu hér áður fyrr. Þá vann fólk með höndunum og talaði saman við vinnu sína. Sögur og munnmæli voru einnig snar þáttur í afþreyingu fólks sem gekk á milli bæja og launaði fyrir veitingarnar með því að segja fréttir sem margar hverjar voru bara kjaftasögur," segir Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 294 orð

MAMMANHulda GunnarsdóttirPasslegar gallabuxur

"EFTIR tveggja ára fjas er ég hætt að nenna að amast yfir útganginum á Gunnari Þór, enda fæ ég engu breytt. Ef hann tæki ofan prjónahúfuna og hysjaði almennilega upp um sig buxurnar væri ég himinlifandi," segir Hulda, móðir Gunnars Þórs, og finnst að syni sínum ætti ekki að verða skotaskuld í að verða við hógværum kröfum hennar. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

MAMMANMargret GuttormsdóttirÞægileg föt í andahippatískunnarDÓTTIRINSærós Rannveig Björnsdóttir, 14 áraPinnahælar ogpínupils

HVERS kyns pjatt og prjál í klæðaburði er víðs fjarri Margreti Guttormsdóttur. Hún er hrifin af hippatískunni, sem var í algleymingi þegar hún var unglingur, enda finnst henni slíkur klæðnaður afar þægilegur. "Þegar ég var tólf ára og fékk einhverju ráðið um útlitið, keypti ég mér strákaföt og lét snoða mig. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 265 orð

Með naflalokk í stuttum bolum og mjaðmabuxum

Á GÓÐVIÐRISDÖGUM má sjá á götum Reykjavíkur léttklæddar ungar konur með naflalokka. Lokkarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hringar eru vinsælastir en í gegnum þá er stundum dregin mittiskeðja. Sverrir Þór Einarsson hjá Skinnlist er húðflúrmeistari að mennt en hefur undanfarin þrjú ár unnið við að stinga gati í hold. "Það er alls ekki sama hvernig stungið er í nafla. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 377 orð

Með ólíkan smekk

BÖRN og unglingar hafa oft mjög ákveðnar meiningar sem ganga algjörlega á skjön við skoðanir foreldra þeirra og uppalenda. Slíkt á ekki síst við um klæðaburð og útlit og eru sumir unglingar sagðir einkar mótþróagjarnir og erfiðir viðureignar á fermingaraldrinum. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 515 orð

ÓNÆMISSÁLFRÆÐI

TIL skammst tíma hefur verið álitið að ónæmiskerfið ynni alveg sér og tengdist ekkert miðtaugakerfinu. "Nýlegar rannsóknir" segir Heiðdís þó hafa sýnt að ónæmisfrumurnar séu með nema gagnvart hormónum, sem líkaminn framleiðir til að bregðast við álagi. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 240 orð

PABBINNHilmar ÞórarinssonEinfaldur fatnað

FYRIR hálfu ári þegar Þórarinn fór að klæða sig sjálfur tók hann skyndilega upp á að malda í móinn og finna fötunum, sem foreldrar hans völdu af kostgæfni, allt til foráttu. "Síðan hefur hann helst ekki viljað vera í öðru en einhvers konar búningum. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 876 orð

Sól og sumar í sundlaugunum

Á EINUM óvenju heitum og sólríkum degi nú fyrir skömmu ákváðu ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins að bregða sér í sundlaugarnar til að taka myndir og tala við fólk. Þetta var um hádegisbil og margt um manninn í laugunum; gamlir sem ungir, barnafjölskyldur, og dagvinnufólk sem hafði skotist í sund í matartímanum. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 2137 orð

Streita og krabbamein

Það eru gömul sannindi og ný að tengsl líkama og sálar eru náin. Á síðustu árum hefur áhugi almennings á slíkum tengslum farið ört vaxandi eins og sjá má á sívaxandi áhuga á alls konar hreyfingum þar sem markmiðið er að efla andlegum þroska, líkamlega vellíðan og heilbrigði. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 328 orð

Sögur sem gengið hafa fjöllum hærra

Naut í framboði NÚ LÁTINN stjórnmálaleiðtogi er sagður hafa ferðast á hvern einasta sveitabæ á landinu þegar hann var í framboði á sínum tíma. Einhvern tímann kom hann á bæ þar sem lítið var um svefnpláss og var honum því skipað til rúms hjá heimasætunni. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 509 orð

Tískuljósmyndari frá Bretlandi festir íslenska fegurð á filmu fyrir bandarískt karlatímarit

FYRIRSÆTAN Ásdís María Franklín, íklædd sundbol úr fiskroði, mun prýða forsíðu bandaríska tímaritsins Men's Journal síðar í sumar. Breskur ljósmyndari, Perry Gordon að nafni, tók myndirnar af Ásdísi í sundlauginni á Akureyri en hann var staddur hér á landi í nokkra daga á vegum Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, skólastjóra John Casablanca skólans á Íslandi. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 331 orð

(fyrirsögn vantar)

"ÞAR til ég var tólf ára sætti ég mig við að vera í bleikum pilsum, eins og mamma vildi að ég klæddist," segir Steinunn, sem síðan þá hefur farið sínar eigin leiðir í klæðaburði. Erna, móðir hennar, minnist bleiku pilsanna ekki, en segir fatasmekk þeirra mæðgna aldrei hafa farið saman. "Sjálf hef ég ætíð kosið að klæðast einföldum og lítt áberandi fötum. Meira
5. júlí 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 313 orð

(fyrirsögn vantar)

HEIMA við finnst Helgu Völu tilhlýðilegt að ganga í hælaháum konuskóm og skreyta sig á ýmsa lund. Að sögn Andreu, móður hennar, myndi Helga Vala helst vilja vera þannig uppábúin við öll tilefni og tækifæri. "Ég hef ósköp gaman af þessari sérvisku dóttur minnar, en öllu eru takmörk sett. Við mæðgurnar sömdum um að hún mætti fara í kjól annan hvern dag í leikskólann. Meira

Ýmis aukablöð

5. júlí 1996 | Dagskrárblað | 633 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Stína Gísladóttir flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 8. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.