Greinar sunnudaginn 11. ágúst 1996

Forsíða

11. ágúst 1996 | Forsíða | 325 orð

Jeltsín útnefnir Lebed sem fulltrúa sinn í Tsjetsjníju

VIKTOR TSJERNOMYRDÍN, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að vopnavaldið eitt myndi aldrei duga til þess að leysa deilur í Tsjetsjníju og lét í ljósi samúð sína með þeim hundruðum manna sem hafa fallið í átökum þar undanfarna daga. Meira
11. ágúst 1996 | Forsíða | 146 orð

PLO hætti starfsemi í Jerúsalem

ÍSRAELAR kröfðust þess á föstudag að Frelsissamtök Palestínu (PLO) hættu allri starfsemi í austurhluta Jerúsalem, og sögðu að ella væru litlar líkur á að friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum bæru árangur. Haft var eftir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að enginn árangur myndi verða af friðarviðræðum "á meðan efndir eru engar í Jerúsalem". Meira
11. ágúst 1996 | Forsíða | 289 orð

Vann veðmál um "marsbúa" BRETI nok

BRETI nokkur vann sem svarar 100 þúsund ísl. krónum í veðmáli sem hann stofnaði til í ágúst í fyrra um að líf myndi finnast á öðrum hnöttum innan árs. Veðmangarinn var síst viðbúinn því að bandaríska geimferðastofnunin myndi tilkynna í síðustu viku að fundist hefðu vísbendingar um að líf hefði að líkindum þrifist á Mars í fyrndinni og voru vinningslíkurnar í veðmálinu, Meira

Fréttir

11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

90% hljóta hefðbundna greftrun

ÍSLENDINGAR eru langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum hvað varðar líkbrennslu, því hér kýs 90% þjóðarinnar hefðbundna greftrun. Í Danmörku og Svíþjóð eru líkbrennslur hins vegar í kringum 65-70%. Í Japan, þar sem einna mestur skortur er á landrými er líkbrennsla í kringum 99% á móti 1% hefðbundinnar greftrunar. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Boðið í Vigur

Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson VIGURBÆNDUR og Ferðaþjónusta Konráðs Eggertssonar og sona, buðu nýju Ísfirðingunum frá fyrrverandi Júgóslavíu í skemmtisiglingu út í Vigur. Farið var með bátnum Halldóri Sigurðssyni en hann er sérstaklega útbúinn fyrir ferðamenn, með yfirbyggingu úr gleri sem tekur um 50 manns. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Einkunnamet í fjórgangi

Á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem nú fer fram á Varmárbökkum í Mosfellsdal, fékk Íslandsmeistarinn í fjórgangi, Ásgeir S. Herbertsson, 8 í einkunn í forkeppni fjórgangs á Farsæli frá Arnarhóli. Er það af fróðum mönnum talin hæsta einkunn sem gefin hefur verið í þessari grein og þykja þeir félagar líklegir til að verja titilinn í úrslitum á sunnudag. Meira
11. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Evrópuvæðist Ítalía eða Ítalíuvæðist Evrópa? Hugmyndin um sameinaða Evrópu á sér djúpar rætur á Ítalíu, en einskorðaðist lengi

ÍTALÍA ÆTTI einkum að stefna að því að sameinast Evrópu og ekki að rækta aðra þjóðartilfinningu en þá að eiga virka aðild að félagi Evrópu og heimsins." Þessi setning ítalska stjórnspekingsins Carlo Cattaneo gæti litið út fyrir að vera skrifuð upp úr 1945 með lærdóm seinni Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Gróf líkamsárás í Vestmannaeyjum

ÞRÍR ungir menn veittu tvítugum manni talsverða áverka í andliti í Vestmannaeyjum á fyrsta tímanum í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Vestmannaeyjum höfðu piltarnir, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, manninn grunaðan um dreifingu fíkniefna. Þeir voru ósáttir við það og ætluðu að taka lögin í sínar hendur. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Haustferðir fyrir 24.500

FLUGLEIÐIR munu á næstu dögum bjóða ferðir til Boston og Baltimore á 24.500 krónur fyrir fullorðna og 16.420 fyrir börn 12 ára og yngri. Tilboðið gildir fyrir tímabilið 7. október til 12. desember. Verða ferðirnar til sölu á öllum ferðaskrifstofum. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Hlaup í Skaftá

HLAUP er komið í Skaftá. Síðasta Skaftárhlaup var í júlí í fyrra og er ekki búist við miklu hlaupi að þessu sinni. Að sögn Oddsteins Kristjánssonar bónda í Hvammi í Skaftártungum, virðist hlaupið hafa hafist að kvöldi föstudags og hafði áin vaxið um einn metra í gærmorgun. "Hlaupið er heldur að vaxa," sagði hann. Talið er að hlaupið komi úr minni katlinum að þessu sinni. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 427 orð

Hugsanleg sýndarviðskipti

VERÐBRÉFAÞING Íslands beindi í byrjun vikunnar þeim tilmælum til tveggja verðbréfafyrirtækja, Fjárfestingarfélagsins Skandia og Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka, að þau breyttu skráningu á hlutabréfum í SÍF, sem skráð voru í þeirra nafni. Fyrir lá að umrædd bréf voru ekki í eigu verðbréfafyrirtækjanna sjálfra heldur umbjóðenda þeirra. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

ID4 frumsýnd í fimm kvikmyndahúsum samtímis

GEIMVERUHRYLLINGURINN, Independence Day, eða ID4, verður frumsýnd í fimm kvikmyndahúsum samtímis á föstudaginn og hefur kvikmynd ekki verið sýnd í fleiri kvikmyndahúsum hérlendis samtímis. Á miðnætti á fimmtudagskvöld verður forsýning á myndinni í öllum kvikmyndahúsunum. Birgir Sigfússon, markaðsfulltrúi hjá Skífunni hf. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Í lopapeysum á strandblaki

ÞAÐ var heldur kuldalegt um að litast á fyrsta strandblakmótinu hérlendis sem haldið var í Nauthólsvík í Reykjavík í gærmorgun. Í útlöndum er þessi íþrótt venjulega stunduð á sólríkum baðströndum en í Nauthólsvíkinni bar meira á íslenskum lopapeysum en efnislitlum baðfötum. Meira
11. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 127 orð

Kemp tekur boði Doles

JACK KEMP, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í Bandaríkjunum, hefur tekið boði Bobs Doles, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um að verða varaforsetaefni í kosningunum 5. nóvember. Hefur heimildamaður í flokknum staðfest þetta. Fréttafulltrúi Doles, Nelson Warfield, sagði á föstudagskvöld að Dole hefði hringt í þann sem hefði orðið fyrir valinu og sá hefði tekið boðinu. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

LEIÐRÉTT Meinleg villa var í töflu á neytendasíðu í gær, l

Meinleg villa var í töflu á neytendasíðu í gær, laugardag. Sýnd voru dæmi um hvað kostar að kaupa sófasett sé tekið lán eða borgað á afborgunum. Heildarupphæð sem greiða á miðað við óbreytta vexti er 233.452 sé keypt á raðgreiðslum með greiðslukorti en ekki 223.452 og þá er staðgreiðsluafsláttur ekki reiknaður í dæmið. Kreditkortafyrirtækin reikna lántöku-, og stimpilkostnað ofan á 200. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 680 orð

Líkmyndir létta syrgjendum missi sinna nánustu

Áhugi mannfræðinga á sjónrænni mannfræði hefur aukist á síðastliðnum 10 árum en þar er leitast við að útskýra sýnilega þætti svo sem listaverk, skipulagsfræði, kvikmyndir og ljósmyndir í mismunandi menningarheimum. Dr. Ray Ruby hefur undanfarin 30 ár einbeitt sér að rannsóknum á tengslum menningar og mynda í samfélögum. Meira
11. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 1227 orð

"Marsbúa"-kenningar vekja athygli, umtal og deilur

UPPGÖTVANIRNAR sem vísindamennirnir greindu frá verða birtar í vísindatímaritinu Science 16. ágúst. Aðrir vísindamenn munu síðan hefja sínar eigin athuganir á þessum uppgötvunum, Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 398 orð

Miklar ófarir Rússa í Grosní

MIKIL átök hafa verið milli skæruliða og rússneskra hermanna í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, og virðist sem þeir fyrrnefndu hafi borgina meira eða minna á valdi sínu. Á föstudag kváðust þeir vera búnir að ná á sitt vald tveimur stjórnarbyggingum í miðborginni og hafa umkringt 7.000 rússneska hermenn. Meira
11. ágúst 1996 | Smáfréttir | 108 orð

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning:

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Á fundi bæjarráðs Akraness 1. ágúst 1996 var eftirfarandi samþykkt gerð: "Í tilefni þeirra tímamóta dagsins í dag, 1. ágúst 1996, er verða með forsetaskiptum að Bessastöðum flytur fundur bæjarráðs Akraness í nafni Akurnesinga fráfarandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, bestu þakkir fyrir störf hennar síðustu 16 árin. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Nýjung í grafskreytingum

FYRIRTÆKIÐ Okkar markmið ehf. var nýverið stofnað í Hveragerði. Hið nýja fyrirtæki sérhæfir sig í framleiðslu grafskreytinga. Grafskreytingar eru nýjung á markaðnum, bæði hérlendis og erlendis, og hefur fyrirtækið þegar sótt um einkaleyfi á hugmyndinni. Meira
11. ágúst 1996 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Ráðstefna norrænna og baltneskra vatnafræðinga

NORRÆNA Vatnafræðifélagið heldur sína 19. ráðstefnu í Verkmenntaskólanum á Akureyri dagana 13.­15. ágúst nk. Þar koma saman rúmlega 200 vatnafræðingar frá Norðurlöndunum, ásamt allmörgum frá baltnesku löndunum þremur. Norrænir vatnafræðingar halda slíka ráðstefnu annað hvert ár og er þetta í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi en í fyrsta sinn sem hún er haldin utan Reykjavíkur. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 341 orð

Senda gamlan hertrukk til Úkraínu með hjálpargögn

HVÍTASUNNUHREYFINGIN á Íslandi stendur nú fyrir söfnun á hjálpargögnum, fatnaði, leikföngum og öðrum daglegum nauðsynjum sem á að senda til Kiev í Úkraínu. Til flutninganna hefur Hvítasunnuhreyfingin fengið gamlan austur-þýskan hertrukk og á að senda hann með skipi til Rotterdam í Hollandi þann 15. ágúst. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Slær með orfi og ljá

GUÐBJARTUR Þorvarðarson á Hellissandi slær með orfi og ljá þar sem sláttuvélin nær ekki til. Guðbjartur, sem er á 77. aldursári, segist fá meiri hreyfingu með þessu móti, og því sé þessi sláttuaðferð mun betri en litla bensínvélin. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Sparkað í höfuð 16 ára stúlku

SEXTÁN ára stúlka hlaut alvarlega áverka á höfði þegar sparkað var í hana í Hafnarstræti í Reykjavík í gærmorgun. Stúlkan var á gangi í Hafnarstræti við Eimskipafélagshúsið ásamt fimm piltum á líkum aldri, eða 16 til 18 ára. Að sögn lögreglu ber vitni að þau hafi eitthvað verið að þrátta og hafi það endað með því að einn strákanna sparkaði "karatesparki" í höfuðið á henni. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 166 orð

Starfsemi skóla og tónlistarskóla stokkuð upp

EITT mikilvægasta og viðamesta verkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, að mati Gerðar G. Óskarsdóttur nýráðsins fræðslustjóra, er að skipuleggja vinnudag nemenda eftir einsetningu grunnskólanna árið 2003. Hún telur þó möguleika á að eitt hverfi geti hafið tilraunastarf skólaárið 1997-98, en segir að undirbúningur sé gífurlegur því málið snerti fjölmarga. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 906 orð

Tíðni einhverfu hefur tvöfaldast

EVALD, sem starfar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR), og Páll, sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), hafa báðir unnið með einhverfum börnum um árabil en fyrir einu og hálfu ári hófu þeir að taka saman með formlegum hætti upplýsingar Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Tíðni einhverfu tvöfaldast

TÍÐNI einhverfu hefur tvöfaldast á síðustu 15 til 20 árum samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar sem sálfræðingarnir Evald Sæmundsen og Páll Magnússon hafa gert á börnum fæddum á árunum 1984­1992. Þessi þróun hefur orðið í öðrum löndum einnig og skýrist af bættri greiningartækni, aukinni meðvitund fagfólks og foreldra og víkkaðri skilgreiningu á einhverfu. Meira
11. ágúst 1996 | Erlendar fréttir | 246 orð

Tóbaksframleiðandi sakfelldur

KVIÐDÓMUR í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum olli skjálfta meðal tóbaksframleiðenda á föstudag með því að dæma tóbaksfyrirtækið Brown & Willamson til þess að greiða sem svarar rúmlega 50 milljónum íslenskra króna í skaðabætur fyrir að hafa gefið neytendum villandi upplýsingar um þær hættur er stafa af sígarettureykingum. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tæknival opnar í Hafnarfirði

TÆKNIVAL hf., sem er eitt stærsta hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki landsins, opnaði útibú í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. ágúst undir heitinu Tæknival-Hafnarfirði. Hér er um að ræða þjónustudeild og tölvuverslun, sem er til húsa á Reykjavíkurvegi 64. Í versluninni verður úrval tölvu- og hugbúnaðar og rekstrarvara, auk viðgerðarþjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga og heimili. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Útlit fyrir 50-60 milljóna kr. rekstrarhalla á árinu

HORFUR eru á að 50-60 milljóna kr. halli verði á rekstri Háskóla Íslands á þessu ári, að sögn Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors. Hann segir að fjárhagsstaða skólans sé svipuð og gert var ráð fyrir að hún yrði í desember sl. Meira
11. ágúst 1996 | Innlendar fréttir | 280 orð

Verslanir opnar lengur

VERSLANIR við Laugaveg hafa verið beðnar að lengja afgreiðslutíma sinn meðan á heimsókn sautján herskipa frá aðildarlöndum Atlantshafsbandalagsins stendur síðar í mánuðinum. Um borð í skipunum verða rúmlega 4800 sjóliðar. Skipin koma í tveimur hópum. Í fyrsta hópnum eru sjö skip frá Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku og Spáni sem koma 21. og 22. Meira

Ritstjórnargreinar

11. ágúst 1996 | Leiðarar | 553 orð

EKKI SJÁLFSÖGÐ FJÁRVEITING

EKKI SJÁLFSÖGÐ FJÁRVEITING EIÐNI Verzlunarráðs Íslands til menntamálaráðherra um að ríkissjóður taki þátt í kostnaði vegna launagreiðslna og reksturs verzlunarháskóla Verzlunarskóla Íslands, sem fyrirhugað er að stofna, orkar af ýmsum sökum tvímælis. Meira
11. ágúst 1996 | Leiðarar | 2368 orð

ÞAÐ HEFUR LEGIÐljóst fyrir um allnokkurt skeið að það allsh

ÞAÐ HEFUR LEGIÐljóst fyrir um allnokkurt skeið að það allsherjarbann við áfengisauglýsingum, sem í gildi hefur verið á Íslandi um áratugaskeið, er tæpast framkvæmanlegt. Ný tækni og breytt viðhorf gera það að verkum að auglýsingabannið tekur á sig heldur hjákátlegar myndir. Meira

Menning

11. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Bunte laug og Prinsessan vann

EFTIR að leikarinn Tom Cruise fór í mál við þýska tímaritið Bunte, þegar það fór frjálslega með viðtal við hann og fullyrti meðal annars að sæðisframleiðsla hans væri í lágmarki, eru menn farnir að efast um vandaðan fréttaflutning blaðsins. Annað nýlegt mál verður líka til að varpa skugga á hann. Meira
11. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 80 orð

Feitur Stallone og Niro með mottu

-textiGAMLA hörkutólið Sylvester Stallone hefur bætt á sig 15 kílóum, eins og komið hefur fram hér á síðunum, fyrir hlutverk sitt í myndinni Copland. Þar leikur hann lögreglumann. Á meðfylgjandi mynd frá tökustað sjást þess greinileg merki að Stallone hefur tútnað út. Meira
11. ágúst 1996 | Menningarlíf | 261 orð

Fjögur þekkt orgelverk

LENKA Mátéová organisti Fella- og Hólakirkju leikur í kvöld, sunnudagskvöld, á tónleikum í sumartónleikaröð Hallgrímskirkju, sem hefjast klukkan 20:30 Á efnisskránni er Tokkata, adagio og fúga í C-dúr eftir Bach, Meyerbeer ­ Fantasía og fúga eftir Franz Lizst, Combat de la mort et de la vie eftir Messiaen og Moto ostinato eftir Petr Eben. Meira
11. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 129 orð

Háskólabíó sýnir Auga fyrir auga

HÁSKÓLABÍÓ er að taka til sýninga kvikmyndina Auga fyrir auga (Eye For An Eye) eftir leikstjórann John Schlesinger með Óskarsverðlaunaleikkonunni Sally Field í aðalhlutverki auk Kiefer Sutherland og Ed Harris. Meira
11. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 56 orð

Kolrössu tónleikar í Rósenberg

HLJÓMSVEITIN Kolrassa Krókríðandi hélt tónleika í Rósenberg síðastliðið fimmtudagskvöld ásamt hljómsveitinni Maus. Ný plata er væntanleg frá Kolrössu og léku þær við hvern sinn fingur. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í rokkskóna og festi stemmninguna á filmu. Meira
11. ágúst 1996 | Menningarlíf | 72 orð

Landslags- og sjávarmyndir

ÓLAFUR Oddsson heldur sýningu í Eden í Hveragerði og verður hún opnuð mánudaginn 12. ágúst. Myndirnar eru olíumálverk, akríl- og vatnslitamyndir og ein myndanna, andlitsmynd, er unnin í kol. Verkin eru frá árunum 1994­1996 og eru mest landslags- og sjávarmyndir, þar með taldir bátar, að sögn listamannsins. Ólafur Oddsson er fæddur 1947. Meira
11. ágúst 1996 | Menningarlíf | 522 orð

Lítillega breytt Fjallamál

BRESKA leikskáldið Harold Pinter var fyrir skömmu viðstatt einstaka uppsetningu á verki þess Fjallamáli" (Mountain Language). Pinter fékk hugmyndina að því eftir heimsókn til Tyrklands á síðasta áratug þar sem hann kynnti sér stöðu Kúrda, Meira
11. ágúst 1996 | Tónlist | 444 orð

Með gæfuna sem veganesti

Flautu- og píanótónlist. Elizaveta Kopelman og Stefán Ragnar Höskuldsson fluttu verk eftir J.S. Bach, Schubert, Schumann, Skriabin og Prokfiev. Fimmtudagurinn 8. ágúst, 1996. ÞAÐ TELJAST ávallt tíðindi, er ungir tónlistarmenn kveða sér hljóðs eftir að hafa lokið námi bæði hér og að heiman. Meira
11. ágúst 1996 | Leiklist | 667 orð

Sinnulaust óráð

Höfundur: Eug`ene Ionesco. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Lýsing: Sigurður Kaiser. Förðun: Elín J. Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar: Leikhópurinn með aðstoð Kristínu Berman. Leikendur: Birna Ósk Einarsdóttir, Flóki Guðmundsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Páll Sigþór Pálsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Föstudagur 9. ágúst. Meira
11. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 147 orð

Tryggur í Hrísholti

TUNGNAMENN beisluðu gæðinga sína um verslunarmannahelgina ,þrátt fyrir rysjótt veðurfar, og héldu sitt árlega hestamót í Hrísholti. Kom þar margt manna saman enda ávallt góð stemmning sama hvort tungnamenn halda hestamót eða rétta fé. Einn fastagestur, Tryggur frá Einholti, lét sig ekki vanta frekar en fyrri daginn. Meira
11. ágúst 1996 | Fólk í fréttum | 136 orð

Þolraun Landsbjargar

ÞOLRAUN, fjallamaraþon Landsbjargar, var haldin 26.-27. júlí síðastliðinn. Keppnin fór fram í nágrenni Úlfljótsvatns og farin var 55 kílómetra vegalengd. Átta tveggja manna lið hófu keppnina og tókst tveimur að ljúka henni. Öllum félögum björgunarsveita var heimiluð þátttaka og urðu liðin að bera allan þann búnað sem talinn er nauðsynlegur í lengri göngur. Meira
11. ágúst 1996 | Menningarlíf | 172 orð

Þórunn Guðmundsdóttir og Kristinn Örn á Þriðjudagstónleikum

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 13. ágúst kl. 20.30 mun söngkonan Þórunn Guðmundsdóttir koma fram ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Þau flytja verk eftri Henry Purcell, Karl O. Runólfsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Jón Leifs og Hjálmar H. Ragnarsson. Meira

Umræðan

11. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 320 orð

"Fáein orð um framburð"

MEÐ ofangreindri fyrirsögn birti Mbl. 26. f.m. greinarkorn Baldurs Pálmasonar, þar sem hann mælir með ísl. framburði (þ.e. áherslu á fyrsta atkvæði orðs), t.d. í heiti borgarinnar Atlanta, þar sem Ólympsleikir voru háðir á dögunum; beri þessa að gæta í erlendum heitum yfirleitt. Meira
11. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 136 orð

Frábært efni frá OL - frábærir fréttamenn

RÍKISSJÓNVARPIÐ á miklar þakkir skilið fyrir að færa glæsilega Ólympíuleika í Atlanta inn í stofu til manns, einnig ber að þakka þeim sem styrktu þessar frábæru sendingar. Frábærir íþróttafréttamenn lýstu öllu svo stórkostlega. Manni fannst stundum að maður væri þarna á staðnum. Meira
11. ágúst 1996 | Bréf til blaðsins | 672 orð

Leiðsögubókin góða

FYRIR skömmu las ég í blaði að Íslendingar hefðu uppgötvað gönguferðamátann árið 1990. Fyrir mann sem hefur stundað útivist og gönguferðir meira og minna áratugum saman kemur þessi staðhæfing nokkuð spánskt fyrir sjónir. Svo mikið er þó víst að útivist og gönguferðir hafa aukist geysilega á síðari árum og er það vel. Meira

Minningargreinar

11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1346 orð

Ásta Jónsdóttir

Þröngt mega sáttir sitja. Við sitjum hér átta, börn Björns Kristinssonar, og viljum rifja upp nokkur minningabrot um Ástu ömmu. Kiddi: Þó að fyrstu minningar mínar frá Ránargötu 21 séu tengdar Nonna frænda og gotteríinu hans, þá held ég að engin ein manneskja hafi haft jafn mikil áhrif á líf mitt og Ástamma. Allt frá æsku til fullorðinsára hvatti hún mig til náms og góðra siða. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 381 orð

Ásta Jónsdóttir

Húsið hennar Ástu ömmu varðveitti sannan fjársjóð af samansöfnuðu dóti. Hvað ég elskaði að vera þar og fá að rísla mér af hjartans lyst. Ímyndið ykkur: Þungt loft í kjallaraherbergi, svo fullu af dóti, að vart er hægt að komast yfir gólfið. Á hillunum við vegginn eru raðir af flöskum, sumar yfir 70 ára gamlar fullar af krækiberja- eða rifsberjasaft. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 307 orð

Ásta Jónsdóttir

Ásta frænka mín lést þann 21. ágúst sl. þá orðin háöldruð, hún hefði orðið 98 ára núna í ágúst. Þessi stórmerka frænka mín hafði upplifað báðar heimsstyrjaldirnar og fleira merkilegt sem gerðist á öldinni bæði hér innanlands og erlendis. Ég á margar góðar minningar um hana alveg frá því að ég man eftir mér. Hún var alltaf fastur fjölskyldumeðlimur, eins konar langamma. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 1361 orð

Ásta Jónsdóttir

Ásta Jónsdóttir föðursystir mín er nú öll, nær níutíu og átta ára að aldri. Ásta tengist náið uppvexti mínum, uppeldi og mótun, en milli okkar myndaðist sérstætt vináttusamband. Ásta var einnig mótandi við uppvöxt og fræðslu foreldra minna, því svo hagaði til að hún kenndi þeim báðum barnungum að draga til stafs og lesa. Ásta "regina". Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 153 orð

Ásta Jónsdóttir

Sunna hafði varað mig við. Þessu með lyklana og það reyndist rétt. Þegar ég kom með henni í fyrsta skipti til Íslands, var ég strax innleiddur í lyklaviðhafnarsiðinn (serímoníuna). Ásta amma sýndi mér um allt hús á Ránargötunni sem var á fjórum hæðum, en við hverja hurð, sem við komum að, stóðum við frammi fyrir sömu þrekrauninni, að finna réttan lykil að skránni. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 270 orð

ÁSTA JÓNSDÓTTIR

ÁSTA JÓNSDÓTTIR Ásta Jónsdóttir fæddist á Akranesi 23. ágúst 1898. Hún lést á Elliheimilinu Grund 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, smiður á Vindhæli á Akranesi, og Sigríður Lárusdóttir Ottesen, ljósmóðir. Ásta ólst upp á Akranesi. Ásta var elst í sínum systkinahópi en önnur systkini: Anna, f. 1902, d. 1903. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 382 orð

Jóhann Friðþórsson

Við fráfall Jóhanns frænda míns Friðþórssonar, koma upp í huga minn margar ljúfar minningar frá æskuárum okkar á Akureyri. Jóhann var sonur Fanneyjar Jóhannsdóttur og Friðþórs Jakobssonar vélstjóra við Laxárvirkjun, móðurbróður míns. Bróðir Jóhanns er Jakob, tvö hálfsystkini átti Jóhann, samfeðra, Hilmar, búsettur á Dalvík, og Hólmfríði sem er látin. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 386 orð

Jónína Jóhannesdóttir

Á mestu ferðahelgi Íslendinga höfðum við systur ákveðið að sameina fjölskyldur okkar á kyrrlátum stað við Eyrarvatn í Svínadal, í fjarlægð frá amstri hversdagsins, til þess að styrkja enn frekar sterk tengsl sem okkur eru kær. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Jónína Jóhannesdóttir

"Hún mamma á bara eina tengdadóttur". Þessa setningu heyrði ég oft af vörum Hlífar móður minnar, mágkonu Jónínu Jóhannesdóttur, en Marsibil amma mín og Matthías afi voru nokkur ár í forsjá foreldra minna í Borgarnesi og sambandið því náið. Ellefu barna móðirin og þar af voru fimm synir allir vel giftir, fannst svo mikið spunnið í þessa tengdadóttur sína að hinar fjórar gersamlega gleymdust. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 423 orð

Jónína Jóhannesdóttir

Gamalt, reisulegt hús við Flókagötu í Reykjavík. Lítil íbúð á neðstu hæð, gangur og þvottahús. Við vaskann stendur roskin kona, þéttvaxin, með mildan svip og dökkt fallegt liðað hár tekið upp með stórri hárspennu öðrum megin. Ilmandi matarlykt leggur frá eldhúsi og fullkomnar stemmninguna í huga barnsins í fyrstu heimsókninni, sem það man eftir hjá afa og ömmu. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 226 orð

Jónína Jóhannesdóttir

Ég vil minnast ömmu minnar Jónínu Jóhannesdóttur með nokkrum orðum. Þegar hún er farin frá okkur 88 ára gömul sækja að hugsanir um yndislega konu. Hún var ávallt tilbúin að finna björtu hliðarnar á hverju máli. Því veitir ungu fólki oft ekki af. Ég var svo heppin að komast í náin kynni við ömmu síðustu þrettán árin. Jón Matthíasson afi og amma sömdu við mig um að þrífa. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Jónína Jóhannesdóttir

Það er sagt að sumt fólk verði að englum þegar það deyr, en ég hef séð lifandi engil og það varst þú, amma. Hlýjan þín, styrkurinn þinn og svo þessi yndislegu augu sem horfðu stundum á mann heillengi án orða til að tjá ást og hlýju. Þú hefur aldrei brotnað á þinni löngu ævi þrátt fyrir tíu börn, storma og stríð. Ég vonast til að erfa hjartagæsku þína og hreinleik. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 287 orð

JÓNÍNA JÓHANNESDÓTTIR

JÓNÍNA JÓHANNESDÓTTIR Jónína Jóhannesdóttir fæddist 27. ágúst 1907. Hún lést 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Vigfúsdóttir frá Sólheimum í Mýrdal, f. 16.11. 1875, d. 15.11. 1918, og Jóhannes Jónsson, trésmiður í Reykjavík frá Narfastöðum í Melasveit (Deildartunguætt), f. 21.5. 1872, d. 17.12. 1944. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 93 orð

Jónína Jóhannesdóttir Vinkona mín og föðuramma dóttur minnar, Jónína Jóhannesdóttir, hefur kvatt, háöldruð og sátt við guð og

Vinkona mín og föðuramma dóttur minnar, Jónína Jóhannesdóttir, hefur kvatt, háöldruð og sátt við guð og menn. Hún er eina manneskjan sem ég hef kynnst sem virtist ekki vita hvað fordómar, illgirni og öfund eru, heldur umgekkst fólk með þeirri virðingu, örlæti og hlýju að einstakt má telja. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 523 orð

Sveinn Ólafsson

"Eitt sinn skal hver maður deyja" ­ það er það eina sem við vitum þegar við fæðumst. Hinn alvitri og algóði skapari okkar verndar okkur hinsvegar frá því að vita hvenær tími okkar hér á jörðinni er útrunninn. Þann sannleika gætum við mennirnir ekki meðhöndlað, hvorki okkur sjálfum né neinum öðrum til góðs. Þess vegna kemur kallið alltaf á óvart. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 418 orð

Sveinn Ólafsson

Vinur okkar, Sveinn Ólafsson, er vaknaður til veruleikans, sem bíður allra handan jarðlífsins. Hann vissi eins og Einar, skáld, Benediktsson, að "heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem himinsins dýrð oss felur". Hann mat kenningar sænska sjáandans Swedenborg (1688­ 1772) svo mikils, að hann kynnti mörg verk hans og þýddi. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 358 orð

Sveinn Ólafsson

Kæri vinur Sveinn. Nokkur kveðjuorð. Yfirleitt verður manni hverft við, þegar maður heyrir lát einhvers, sem maður kannast við og einkum, ef hlutaðeigandi var nákominn eða góður vinur. Mér varð því mjög hverft við, þegar mér barst fréttin um lát þitt. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 726 orð

Sveinn Ólafsson

Minningar um horfinn starfsbróður minn og vin vakna í hugskoti mínu. Þótt fáar verði hér færðar í búning orðanna varpa þær allar birtu inn í skugga saknaðar og færa heim sanninn um að skin og skýjafar skiptist á í lífi mannsins og að þegar stund hans er komin muni lífið sjálft leiða hann heim. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 769 orð

Sveinn Ólafsson

Góður vinur er horfinn á braut. Sveinn Ólafsson lést 3. ágúst sl. á Landspítalanum eftir stutta en harða baráttu við manninn með ljáinn, sem alltaf sigrar að lokum. Sveinn var 78 ára gamall og hafði hlotið þá blessun að vera að mestu leyti laus við veikindi allt sitt líf og ekki þurft að gista á sjúkrahúsum né leita aðstoðar lækna að neinu ráði. Ég kynntist Sveini fyrir u.þ.b. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 347 orð

SVEINN ÓLAFSSON

SVEINN ÓLAFSSON Sveinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1917. Hann lést 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sveinsson prentari, f. 1.11. 1890 á Hvanneyri, d. 19.2. 1965, Sveins Sveinssonar skólastjóra að Hvanneyri, og Elínborg B.J. Kristjánsdóttir, f. 10.9. 1898, d. 4.5. 1975. Meira
11. ágúst 1996 | Minningargreinar | 709 orð

VIGDÍS FERDINANDSDÓTTIR

MIKIÐ hlýtur hún Vigdís að hafa verið falleg þegar hún var ung var meðal þess fyrsta sem flaug gegnum huga mér þegar ég sá hana fyrst. Gamlar myndir sanna fyrir mér að þetta hugboð mitt var rétt. Ég kynntist Vigdísi fyrst þegar ég heimsótti son hennar Harvey Georgsson Tousignant á heimili þeirra fyrir mörgum árum. Fáir eru þeir innan íslensku skákhreyfingarinnar sem ekki þekkja Harvey. Meira

Daglegt líf

11. ágúst 1996 | Bílar | 147 orð

20% bifreiða 10-14 ára gamlar

Í NEYSLUKÖNNUN sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert kemur fram að um 60% þeirra sem svara eiga eina bifreið og tæp 68% þeirra eiga fjölskyldubíl. Um fimmtungur á bíl sem er 10-14 ára gamall. Alls bárust 882 svör og kváðust 81,3% þeirra eða maka þeirra eiga bifreið en 18,7% áttu ekki bifreið. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 41 orð

Andlitslyfting á Mondeo

FORD hyggst gera útlitsbreytingar á Ford Mondeo og systurbílnum Ford Contour, sem seldur er í Bandaríkjunum. Myndin að ofan er af frumgerð Mondeo árgerð 1997, hlaðbaksútfærslunni. Hann er með nýjum framlugtum og vatnskassahlífin er mjórri og ávalari. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 283 orð

BMW Á HÁLFVIRÐI

ÞEIR sem eru ekki vandir að virðingu sinni geta gert reyfarakaup í Búlgaríu á notuðum BMW bílum. Sá böggull fylgir þó skammrifi að bílarnir eru illa fengnir. Lögreglan þar í landi segir að meira 150 þúsund notaðir bílar hafi verið fluttir inn til Búlgaríu árið 1994, flestum þeirra hafi verið stolið. Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 84 orð

Bæklingur frá Heimsferðum um London

HEIMSFERÐIR hafa gefið út átta síðna, litprentaðan upplýsingabækling um London í tilefni þess að ferðaskrifstofan verður með flug til borgarinnar tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 769 orð

Caymaneyjar í Karíbahafi Öfugt við mynd John Grishams af Caymaneyjum í bókinni Fyrirtækið eru eyjarnar friðsælar. SVAVAR GUÐNI

Öfugt við mynd John Grishams af Caymaneyjum í bókinni Fyrirtækið eru eyjarnar friðsælar. SVAVAR GUÐNI SVAVARSSON, eini Íslendingurinn á Caymaneyjum, nýkvæntur og ánægður vegna þess að hitinn á þar kemur í veg fyrir kvalir hans sökum brjóskeyðingar, segir frá. Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 68 orð

Fimmvörðuháls

VINSÆLASTA gönguleið á Íslandi er efalítið leiðin yfir Fimmvörðuháls. Hún er sögð varhugaverð öðrum en þrautþjálfuðum fjallamönnum. Sé veðurspá góð ættu kyrrsetumenn þó ekki að láta slíkt aftra sér, því vel útbúnir með nákvæmar leiðarlýsingar og upplýsingar af öllu tagi upp á vasann er ferðin heilmikið ævintýri. /2 CAYMANEYJAR Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 193 orð

Fjallahjól með gasdempurum

BMW er þekktur framleiðandi gæðabíla en færri vita kannski að fyrirtækið framleiðir einnig reiðhjól. Nýlega setti BMW á markað byltingarkennd fjallahjól með fjöðrunarbúnaði sem hefur sannað ágæti sitt í vélhjólum fyrirtækisins. Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 162 orð

GOLF

SAMVINNUFERÐIR/Landsýn bjóða upp á fimm golfferðir í haust og vetur. LA MANGA TVEGGJA vikna ferð til La Manga á Spáni. Flogið 23. september. Verð er 49.710 kr. á mann miðað við fjóra í íbúð með tveimur svefnherbergjum. MALLORCA Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 170 orð

Haustferðir hjá Bændaferðum

BÆNDAFERÐIR efna til tveggja haustferða, annars vegar til Þýskalands 26. október - 2. nóvember og hins vegar til Írlands 17.-22. nóvember. Þýskalandsferðin hefst á því að flogið er til Lúxemborgar. Gist verður hjá vínbændum í þorpi, sem heitir Leiwen við ána Mosel. Farið verður í stuttar skoðunarferðir, m.a. Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 277 orð

Hringsjá vígð við Uxahryggjaleið

AÐ KVÖLDI 17. þessa mánaðar fór fram vígsluathöfn nýrrar og vandaðrar hringsjár Ferðafélags Íslands, sem stendur á Uxahryggjum við svonefndan Uxahryggjaveg, sem liggur af Kaldadalsvegi niður í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Stendur hringsjáin á klapparhæð nærri veginum og í námunda við svokallað Uxavatn. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 180 orð

Kippan Lykla Dís

FLESTIR hafa lent í því að týna lyklunum sínum og þekkja það óhagræði sem hlýst af því. Nú er komin á markað svonefnd Lykla Dís sem er lyklakippa sem ætti að koma aftur í leitirnar. Á framhlið kippunnar er nafnið Lykla Dís ásamt heimilisfangi og póstnúmeri en á bakhliðinni standa skilaboð til finnanda lyklakippunnar ef hún týnist um að leggja hana í næsta póstkassa eða lögreglustöð, Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 365 orð

Ný V-12 frá Benz

MERCEDES-Benz hefur ákveðið að smíða nýja V-12 tólf sem verður sparneytnari og hreinni en fyrri V-12. Vélin verður öll úr áli og verður framleidd í vélaverksmiðjunni í Bad Cannstatt í útjaðri Stuttgart. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 249 orð

Ný vél í G-jeppa Mercedes-Benz

NÝR bíll í G-línu Mercedes-Benz, Geländewagen jeppalínunni, kemur á markað í september nk. Þar er um að ræða G-300 með sex strokka dísilvél með forþjöppu og millikæli. Nýja vélin skilar 177 hestöflum og leysir af hólmi sex strokka túrbódísilvélina sem hefur verið boðin með G-350 fram til þessa. Sú vél var tólf ventla og skilaði 136 hestöflum. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 123 orð

Raddskynjari í stað takka

HÖNNUÐIR hjá Mercedes-Benz og Daimler-Benz Aerospace vinna nú að þróun nýs búnaðar, svokallaðs raddskynjara, sem mun í framtíðinni gera stóran hluta af stjórnrofum í bílum óþarfan. Farsímum verður t.a.m. í framtíðinni stjórnað með raddskynjara fremur en rofum sem þrýst er á með höndum. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 519 orð

Reyna að hasla sér völl í Bandaríkjunum

FYRIRTÆKIÐ Impetus, sem rekið er af Guðlaugi Búa Þórðarsyni og Hákoni Halldórssyni, er nú að hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði með vindskeiðar á Honda Civic bíla. Fjallað var um fyrirtækið á heilsíðu í Sport Compact Car, einu útbreiddasta bílablaði Bandaríkjanna á síðasta ári og ráðgerð er svipuð umfjöllun í tölublaðinu í október. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 31 orð

REYNSLUAKSTUR Á VW VENTO - HAS

REYNSLUAKSTUR Á VW VENTO - HASLA SÉR VÖLL VESTRA - SCANIA HÚDDBÍLL - RADDSKYNJARI Í STAÐ TAKKA - FJALLAHJÓL MEÐ GASDEMPURUM - NÝ VÉL Í G-JEPPA MERCEDES-BENZ - ANDLITSLYFTING Á MONDEO Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 177 orð

Scania húddbíll kynntur í haust

SCANIA hefur sett á markað í Evrópu nýja gerð húddbíls innan 4-línunnar, svokallaðan T-bíl. Bíllinn er hannaður af hinni víðfrægu Bertone hönnunarmiðstöð á Ítalíu en allir hlutar í bílnum eru teknir úr 4-vörubílalínunni. T-bíllinn verður frumsýndur á flutningatæknisýningunni í Hannover í september. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 113 orð

Siðanefndbílasala

FÉLAG löggiltra bifreiðasala hefur komið á fót siðanefnd sem starfar eftir siðareglum félagsins. Samkvæmt 14. grein getur hver sá sem telur að bifreiðasali hafi brotið á sér kært ætlað brot til Siðanefndar Félags löggiltra bifreiðasala innan tveggja mánaða frá meintu broti enda sé málið ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 130 orð

SNærri 30 Musso jeppar seldir MUSSO jeppinn frá Ssangyong bílaverksmiðjunu

MUSSO jeppinn frá Ssangyong bílaverksmiðjunum í Suður-Kóreu sem Bílabúð Benna hóf nýlega að flytja til landsins hefur þegar náð nokkurri fótfestu hérlendis en hátt í þrjátíu bílar hafa þegar verið seldir. Þetta eru mjög góðar viðtökur og bíllinn hefur staðið alveg undir væntingum okkar og kaupenda," sagði Benedikt Eyjólfsson í samtali við Morgunblaðið. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 945 orð

SÓdýrari Volkswagen Vento með nýrri 1,6 l vél VE

VENTO frá Volkswagen, gerðin sem tók við af Jettu fyrir fáeinum árum, er nú í boði með nýrri 1,6 lítra vél sem er 101 hestafl og kostar hann með handskiptingu rétt tæpar 1.500 þúsund krónur. Vento er rúmgóður, fimm manna og framdrifinn fjölskyldubíll sem hefur allan nauðsynlegan búnað. Vilji menn eða þurfi að bæta við hann verður að panta það og greiða sérstaklega fyrir. Meira
11. ágúst 1996 | Bílar | 127 orð

Subaru jeppi á næsta ári

SUBARU setur á markað í fyrsta sinn jeppa í Bandaríkjunum á næsta ári. Þótt fyrirtækið eigi að baki langa sögu í sölu á fjórhjóladrifnum bílum hefur það aldrei áður framleitt raunverulegan jeppa. Myndin hér að ofan var tekin nýjum jeppa Subaru en sala á jeppum í Bandaríkjunum undanfarin ár hefur verið mjög blómleg. Bíllinn byggir að mörgu leyti á Subaru Impreza. Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 247 orð

Sælkeraferð með Randver

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval/Útsýn býður upp á svokallaða draumaferð sælkerans, sem er vikudvöl í helsta vínræktarhéraði Norður-Ítalíu. Flogið verður til Mílanó 7. september og frá sama stað 14. september. Randver Þorláksson leikari verður fararstjóri og mun hann leiða tuttugu manna hóp í fræga vínkjallara og veitingastaði, sem annálaðir eru fyrir ljúffenga rétti. Meira
11. ágúst 1996 | Ferðalög | 1091 orð

Vinsæl en varhugaverð leið FIMMVÖRÐUHÁLS

Margir hafa stefnt á að ganga yfir Fimmvörðuháls en ekki komið því í verk og þar til fyrir skömmu var Kjartan Magnússon einn þeirra. Hann dreif sig þó að lokum og sér ekki eftir því. Meira

Fastir þættir

11. ágúst 1996 | Dagbók | 2702 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 9.-15. ágúst eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, Mjódd opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 71 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 13. ágúst nk

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 13. ágúst nk. verður áttræður Sigurbergur Magnússon, frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þau hjónin Sigurbergur og Elín Sigurjónsdóttir taka á móti gestum í Félagsheimilinu að Skóagum frá kl. 15-19 á afmælisdaginn. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. apríl sl. í Hvalsneskirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Guðrún Ósk Sæmundsdóttir og Kirk G. LaCombe. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi O. Jónssyni Helena Guðjónsdóttirog Ingólfur Karlsson. Heimili þeirra er í Heiðarhvammi 9, Keflavík. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. apríl sl. í Útskálakirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Júlía Elsa Ævarsdóttirog Ómar Örn Borgþórsson. Heimili þeirra er á Ránarvöllum 16, Keflavík. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júní hjá borgardómara Andrea Sompit og Arnar Bragason. Heimili þeirra er í Hrísmóum 2B, Garðabæ. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júní í Háteigskirkju af sr. Tómasi Sveinssyni Íris Norðquist og Ragnar Guðmundsson. Heimili þeirra er á Austurströnd 12, Seltjarnarnesi. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Háteigskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbergssyni Herdís Jónsdóttir ogHaraldur Pétursson. Heimili þeirra er í Skipasundi 27, Reykjavík. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Margrét Tómasdóttir og Þór Egilsson. Heimili þeirra er á Hjallabraut 25, Hafnarfirði. Meira
11. ágúst 1996 | Dagbók | 741 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 399 orð

ÍKVERJI hefur lengi undrazt aksturslag á tvöföldum akbr

ÍKVERJI hefur lengi undrazt aksturslag á tvöföldum akbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Margir ökumenn virðast ekki gera greinarmun á hægri og vinstri akrein. Sú vinstri er ætluð fyrir hraðari akstur, einkum frammúrakstur, en sumir ökumenn virða þetta að vettugi og aka sem þeir séu í skoðunarferð. Meira
11. ágúst 1996 | Í dag | 65 orð

Tapað/fundiðKARLMANNSGULLARMBAND fannst við Þjóðleikhúsi

KARLMANNSGULLARMBAND fannst við Þjóðleikhúsið sl. þriðjudag. Eigandinn má vitja þess í síma 561-4304 eða 551-0949. Þjár peysur og bolur fundust Á TJALDSTÆÐINU við Þórunnarstræti á Akureyri um verslunarmannahelgina fundust þrjár peysur og bolur merkt með númeri. Eigandinn má vitja þessara hluta í síma 462-5744. Meira

Sunnudagsblað

11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 103 orð

8000 manns höfðu séð Persónur

ALLS höfðu um 8.000 manns séð bandarísku myndina Persónur í nærmynd í Laugarásbíói og Regnboganum eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu um 4.000 manns séð spennumyndina Á síðustu stundu og um 2.500 manns spennutryllinn Öskur. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 4822 orð

Á þröskuldi nýrrar aldar

HERRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur verið fræðimaður, háskólakennari, stjórnmálamaður og tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi innan lands og utan. Hann telur að fjölbreytt starfsreynsla sín komi að góðum notum í nýju embætti. Við forsetaskiptin nú breytist ytri aðbúnaður forsetans og embættisins. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 3061 orð

Einsetning og heilsdagsskóli viðamestu verkefnin Fræðslumiðstöð Reykjavíkur veltir 5 milljörðum króna á ári eða þriðjungi

Einsetning og heilsdagsskóli viðamestu verkefnin Fræðslumiðstöð Reykjavíkur veltir 5 milljörðum króna á ári eða þriðjungi fjárhagsáætlunar borgarinnar. Hjá henni starfa 2.200 manns og 14.000 börn sækja grunnskóla Reykjavíkur. Gerður G. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 656 orð

Fjölbreytni skordýra FJÖLBREYTNI lífsins á jörðinni er ótrúlega mikil. Jafnt sjóðandi hverir, frosnar ísbreiður og botnar

FJÖLBREYTNI lífsins á jörðinni er ótrúlega mikil. Jafnt sjóðandi hverir, frosnar ísbreiður og botnar úthafanna geyma líf sem hefur aðlagað sig þeim sérstæðu kringumstæðum sem ríkja á hverjum stað. Um aldaraðir hafa lífvísindamenn varið miklum tíma í að flokka lífverur eftir hinum margvíslegustu einkennum, s.s. stærð, lögun eða einfaldlega með tilliti til stöðu þeirra innan þróunartrésins. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 216 orð

Format 92,7 fyrir efnisyfirlit

Format 92,7 fyrir efnisyfirlit Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 184 orð

FÓLK

Endurgerðir koma úr ólíklegustu áttum. Nú er fyrirhugað að gera Dag sjakalans upp á nýtt. Myndin er frá árinu 1973 og er meistaraverk með Edward Fox í hlutverki leigumorðingja sem fenginn er til að ráða De GaulleFrakklandsforseta af dögum. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1690 orð

Harmonikkan andar Hrólfur Vagnsson er einn fremsti harmonikkuleikari okkar og um leið einn sá umdeildasti. Hann sagði Árna

ÍGAMANSÖGU er dregin upp mynd af tveimur mönnum sem stefna til lokaheimkynna. Annar er staddur við Gullna hliðið og mætir þar Lykla- Pétri sem fagnar honum með orðunum: Velkominn til himna, hér er harpan þín. Hinn er í því neðra þar sem myrkrahöfðinginn tekur á móti honum svo: Velkominn til helvítis, hér er harmonikkan þín. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 667 orð

Hefndarþorsti

KAREN McCann (Sally Field) er tveggja barna móðir í farsælu hjónabandi og góðri stöðu, og vinahópurinn er traustur. Líf hennar og eiginmannsins (Ed Harris) er fullnægjandi í hvívetna og allt er í föstum skorðum, en Karen hefur alla tíð farið eftir settum reglum og hún er þess fullviss að alltaf rætist úr hlutunum á besta mögulega hátt. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1908 orð

HÉR HÖLDUM VIÐ MERKI SAS Á LOFTI

Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri Skandinavian Airlines System á Íslandi, er fædd á Húsavík árið 1947. Starfsferill hennar hjá SAS hófst árið 1970 og fyrstu sjö árin starfaði hún á íslensku skrifstofunni. Árið 1977 flutti Bryndís síðan til Kaupmannahafnar þar sem hún starfaði hjá ýmsum deildum SAS. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 740 orð

Hugdettur

REGN, regn, regn, voru fréttirnar hvaðanæva um verslunarmannahelgina með frásögnum af fólki í vosbúð. Messan í Ábæjarkirkju lengst frammi í Austurdal í Skagafirði megnaði þó eins og alltaf að töfra fram glampandi sólskin allan sunnudaginn þótt steypiregnið tæki sem annars staðar við allt um kring. Myndir því til sönnunar hafa birst í blaðinu. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 110 orð

Í BÍÓ

Frumsýningin á Independence Day" þann 16. ágúst verður sú stærsta í sætum talið sem haldin hefur verið á bíómynd hér á landi. Myndin verður sýnd í Regnboganum, Laugarásbíói, Háskólabíói, Stjörnubíói og Borgarbíói á Akureyri og verður hægt að selja í nálægt 2.300 sæti fyrir hverja sameiginlega sýningu. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 661 orð

Könnuður hins myrka

JOHN Schlesinger leikstjóri Eye for An Eye er hvað þekktastur fyrir að beina sjónum að flóknum samböndum fólks og leit einstaklinganna að öryggi og hamingju í lífinu, en viðfangsefni hans eiga sér gjarnan rætur í myrkari hliðum samfélagsins. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 983 orð

LÍFIÐ Í KIRKJUGÖRÐUNUM

ÞAÐ rignir. Ekki mikið, en þó nægilega til að unga sumarfólkið hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur er lengi að tygja sig í gallann eftir morgunkaffið, enda um að gera að dúða sig vel. Ekki er heldur úr vegi að stytta tímann fram að mat og reyna að láta hann líða sem hraðast. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1381 orð

Mæðraveldið Ömmurnar stýra ítölskum fjölskyldum með styrkri hendi og stórfjölskyldan er víða enn við lýði, eins og Sigrún

SKÓLUNUM er lokið, en almennt byrja sumarfríin ekki hér fyrr en í byrjun ágúst, einmitt þegar Íslendingar fagna síðustu sumarhelginni, verslunarmannahelginni. Strandlífinu er því haldið uppi af smákrökkum í umsjón amma og barnapía. Á Ítalíu tíðkast það - og æ meir eftir því sem sunnar dregur- að ömmurnar passi litlu krakkana, meðan foreldrarnir vinna. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1915 orð

STEFNUMÖRKUN Í STARFSMANNAMÁLUM REYKJAVÍKURBORGAR Stefnt að valddreifingu, réttlæti og ábyrgð, skrifar Ingibjörg Sólrún

UM ÞESSAR mundir fer fram víðtækt starf innan borgarkerfisins að stefnumörkun í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar. Þetta starf sætir tíðindum, því þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur höfuðborgarinnar hafa einsett sér að móta stefnu í starfsmannamálum. Starfsmannastefnan á að vera aðgengileg og öllum kunn, skýr, réttlát og nútímaleg. Hún mun snerta þá hátt í 7. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 542 orð

»Sumarið '97 BÍÓSUMARIÐ 1996 verður í minnum haft fyrir stórmyndir sínar o

BÍÓSUMARIÐ 1996 verður í minnum haft fyrir stórmyndir sínar og metaðsókn og menn eru þegar teknir að spá í næsta sumar og reikna út hvaða ofursmelli það muni geta af sér. Independence Day" hefur þegar haft þau áhrif að hvorki fleiri né færri en fjórar vísindaskáldskaparmyndir verða frumsýndar næsta sumar auk þess sem Steven Spielberg, sem er fjarri góðu gamni í ár, Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 840 orð

Svanavatnið leyst af hólmi

»ÞAÐ þykir bera til tíðinda þegar hinir þekktu rússnesku dansflokkar Bolshoi og Kirov ferðast um heiminn og ber ekki að undra þar sem landamæri Sovétríkjanna sálugu voru nánast lokuð í marga áratugi. Rússar hafa átt marga af fremstu ballettdönsurum heims og ber þá helst að nefna Önnu Pavlovu, Mayu Plietskayu, Michail Baryschnikov og Rudolf Nureyev. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 150 orð

»Titanic undir stjórn Camerons HASARLEIKSTJÓRINN James Ca

HASARLEIKSTJÓRINN James Cameron, höfundur myndanna um tortímandann Arnold Schwarzenegger, hefur ráðið í tvö aðalhlutverkin í nýjustu mynd sinni sem hann einfaldlega kallar "Titanic". Leikararnir eru Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Mig langaði til að gera sögulega stórmynd í ætt við Zívagó lækni," er haft eftir Cameron. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 712 orð

TÓN-skáldið Saint-Saëns sagði um Berlioz að hann hefði

TÓN-skáldið Saint-Saëns sagði um Berlioz að hann hefði einsog aðrir góðir listamenn haft ofnæmi fyrir því grófa og óheflaða í þjóðfélaginu og því ekki þolað það. Hann hafi hatað það sem hann kallar profanum vulgus. Berlioz var viðkvæmur og gat tárazt af minnsta tilefni. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 2982 orð

Trjálundurinn harði

UNGUR ofurhugi, sem er að byggja hús með garði í kring og má auðvitað ekki vera að því að bíða eftir að trén vaxi, taldi sig aldeilis detta í lukkupottinn þegar hann komst í tæri við Björn Sigurbjörnsson í Gróanda, Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 726 orð

Tveir nýir kirkjugarðar í undirbúningi

FJÓRIR kirkjugarðar eru í umsjá Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), þ.e. í Fossvogi, Grafarvogi, við Suðurgötu og í Viðey. Samtals spanna svæðin öll um 63 hektara, sem 160 sumarstarfsmenn sjá um auk 26 fastra starfsmanna. Þegar mest var voru rúmlega 200 sumarmenn starfandi við Kirkjugarða Reykjavíkur og hefur þeim því fækkað allnokkuð. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 183 orð

Tvær myndir Kubricks

AF OG til hin síðari ár hafa borist fréttir af því að Stanley Kubrick muni brátt fara að gera nýja mynd, en um tíu ár eru liðin frá því hann sendi frá sér Full Metal Jacket". Kubrick er nú orðaður við tvær bíómyndir. Önnur verður með hjónakornunum Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 40 orð

ÞURRKUR, SOLERA OG SÉRRÍ

Sérrí hefur átt undir högg að sækja í heiminum síðustu árin. Steingrímur Sigurgeirsson, sem árum saman hefur verið þeirrar skoðunar að skrjáfþurru fino-sérríin séu eitthvert vanmetnasta vín, sem til er, var nýlega á ferð um sérríslóðirnar. Meira
11. ágúst 1996 | Sunnudagsblað | 1918 orð

(fyrirsögn vantar)

Sérrí hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum. Sérrí hefur í hugum margra yfir sér þunglamalega og gamaldags ímynd. Ekkert gæti hins vegar verið fjær sanni. Vandinn er aftur á móti sá að flestir tengja sérrí við hin þungu, dökku og oft óþolandi væmnu sérrí sem kölluð eru "Cream" sem hafa verið uppistaðan í sérríneyslu Norður- Evrópuþjóða, þar á meðal Íslendinga. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

11. ágúst 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 299 orð

Gistiheimili opnað í Gamla bænum á Húsafelli

Á BÆJARSTÆÐINU á Húsafelli í Hálsasveit stendur gamalt en reisulegt steinhús, sem heimamenn kalla Gamla bæinn. Undanfarna áratugi hefur húsið verið í mjög slæmu ásigkomulagi en síðastliðinn vetur var hafist handa við að gera það upp að frumkvæði Kristleifs Þorsteinssonar á Húsafelli. Meira
11. ágúst 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 436 orð

Í návígi við Langjökul

"SJÁÐU, hvernig þokan læðist í burtu," segir Jakob við afa sinn Kristleif Þorsteinsson frá Húsafelli, sem keyrir veginn í gegnum Kaldadal í átt að Langjökli. Blaðamaður, sem einnig er með í för, lítur út um bílgluggann og sér hvernig Langjökull kemur smám saman í ljós undan þokunni, rétt eins og einhver sé að svipta hulunni af þessum fallega og tignarlega jökli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.