Greinar sunnudaginn 29. september 1996

Forsíða

29. september 1996 | Forsíða | 119 orð

Aftökur í Kabúl

ÍSLAMSKA hreyfingin Taleban, sem náði Kabúl á sitt vald á föstudag, kvaðst í gær hafa tekið tvo samstarfsmenn Najibullah, fyrrverandi forseta Afganistans, af lífi og sagði að leit væri hafin að eftirmanni hans, Burhanuddin Rabbani, norðan við afgönsku höfuðborgina. Meira
29. september 1996 | Forsíða | 193 orð

Kapp lagt á að knýja fram leiðtogafund

PALESTÍNSKIR lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir frekari átök á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu í gær og bandarískir embættismenn lögðu kapp á að knýja fram leiðtogafund Ísraela og Palestínumanna til að binda enda á blóðsúthellingarnar. Meira
29. september 1996 | Forsíða | 193 orð

Pilti refsað fyrir koss

SEX ára dreng hefur verið refsað fyrir "kynferðislega áreitni" í skóla í Norður-Karólínu eftir að hafa kysst bekkjarsystur sína á kinnina. Pilturinn hélt því fram að stúlkan hefði beðið um kossinn en því trúði skólastjórinn ekki. Hann úrskurðaði að drengurinn hefði brotið reglur skólans um kynferðislega áreitni, en þær ná til allra nemendanna sem eru á aldrinum 6-18 ára. Meira

Fréttir

29. september 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

10% afslátt til félaga í Stofni

MEIRIHLUTI viðskiptavina Sjóvár- Almennra eru félagar í svokölluðum Stofni en í honum eru þeir sem eru með bílatryggingar og aðrar tryggingar hjá félaginu. Þeir sem eru Stofn-félagar fá 10% afslátt á iðgjöld bílatrygginga hjá félaginu. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 343 orð

150 ár frá vígslu "Íslands einasta skóla"

HUNDRAÐ og fimmtíu ár verða liðin þriðjudaginn 1. október frá því að Lærði skólinn, nú Menntaskólinn í Reykjavík, var settur í fyrsta sinn. Um nýja skólahúsið og skólann sagði svo í blaðinu Reykjavíkurpóstinum haustið 1846: Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 343 orð

150 ár frá vígslu "Íslands einasta skóla"

HUNDRAÐ og fimmtíu ár verða liðin þriðjudaginn 1. október frá því að Lærði skólinn, nú Menntaskólinn í Reykjavík, var settur í fyrsta sinn. Um nýja skólahúsið og skólann sagði svo í blaðinu Reykjavíkurpóstinum haustið 1846: Meira
29. september 1996 | Smáfréttir | 100 orð

AÐALFUNDUR Félags áhugamanna um tréskurð verður haldinn á Sca

AÐALFUNDUR Félags áhugamanna um tréskurð verður haldinn á Scandic Hótel (Loftleiðum) sunnudaginn 29. september kl. 14. Félagið var stofnað í mars á þessu ári og hafa hátt á annað hundrað manns gengið í félagið. Í félaginu eru bæði byrjendur í útskurði og þeir sem lengra eru komnir. Markmið félagsins er að efla útskurð sem handverk og listgrein. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð

Aukið frelsi til ákvarðana

HUGAÐ hefur verið að breytingum á fjárhagsáætlunargerð Reykjavíkurborgar að undanförnu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir að hugmyndin sé að forstöðumenn hafi meira frelsi innan rammaáætlana og beri meiri ábyrgð á að halda sig við rammann. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Aurskriða stöðvast í skurði

AURSKRIÐA féll úr Gleiðarhjalla ofan við Hjallaveg á Ísafirði á þriðja tímanum í föstudag. Hún stöðvaðist í skurði nokkrum tugum metra ofan byggðar. Skurður þessi er sérstaklega gerður til varnar aurskriðum. Skriðan var tiltölulega lítil og var ekki talið að hún hafi ógnað húsum eða íbúum. Hreyfing í hlíðinni Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Aurskriða stöðvast í skurði

AURSKRIÐA féll úr Gleiðarhjalla ofan við Hjallaveg á Ísafirði á þriðja tímanum í föstudag. Hún stöðvaðist í skurði nokkrum tugum metra ofan byggðar. Skurður þessi er sérstaklega gerður til varnar aurskriðum. Skriðan var tiltölulega lítil og var ekki talið að hún hafi ógnað húsum eða íbúum. Hreyfing í hlíðinni Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Beinbrotinn í ránstilraun

ÞRÍR til fjórir menn réðust á rúmlega þrítugan hollenskan ferðamann við Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Maðurinn hlaut handleggs- og lærleggsbrot auk áverka í andliti. Hafnarstarfsmenn fundu manninn ósjálfbjarga við Faxaskála í gærmorgun. Hann tjáði lögreglunni að honum hefði verið gengið niður á höfn eftir að hafa farið út að skemmta sér í miðborginni á föstudagskvöld. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Búist við um 5.000 manns

ÍA-KR á Akranesi Búist við um 5.000 manns BÚIST er við rúmlega 5.000 knattspyrnuunnendum á Akranesvöll á leik KR og ÍA í dag, sunnudag, ef veðrið verður eins gott og spáð hefur verið að sögn Þórdísar Arthúrsdóttur, ferðamálafulltrúa á Akranesi. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 367 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands fyrir vikuna 29. september til 5. október: Sunnudaginn 29. september: Rannsóknastofa í kvennafræðum býður til fyrirlestra og pallborðsumræðna um jafnrétti í akademíu. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 367 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands fyrir vikuna 29. september til 5. október: Sunnudaginn 29. september: Rannsóknastofa í kvennafræðum býður til fyrirlestra og pallborðsumræðna um jafnrétti í akademíu. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fjórir teknir við innbrot í Landsbankann við Laugaveg

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók fjóra menn í gærmorgun sem brotist höfðu inn í Landsbanka Íslands, Laugavegi 77. Mennirnir klifruðu upp vinnupalla og fóru inn á 5. hæð hússins. Þar tóku þeir tvær tölvur, tvo prentara og faxtæki. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Greip buddu þegar hann brunaði framhjá

UNGUR piltur á línuskautum greip peningabuddu af konu um leið og hann brunaði framhjá henni í Bólstaðarhlíð síðdegis á fimmtudag. Konan reyndi að elta hann uppi, en tókst ekki. Í buddu konunnar voru 300 krónur og lyklar, svo ekki hafði línuskautapilturinn mikið upp úr krafsinu. Konan lét lögregluna strax vita af atvikinu og var piltsins leitað í hverfinu, en án árangurs. Meira
29. september 1996 | Erlendar fréttir | 174 orð

Hart deilt á stjórn Burma

HART var deilt á herforingjastjórnina í Búrma víða um heim á laugardag þegar hermenn lokuðu götum að húsi stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi annan daginn í röð til að koma í veg fyrir fund lýðræðissinna. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Heimsókn frá Institute of Economic Affairs

HEIMDALLUR heldur kvöldverðarfund mánudaginn 30. september með Julian Morris frá IEA, The Institute of Economic Affairs í London. Þar mun Julian kynna starfsemi stofnunarinnar sem var stofnuð árið 1955. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Heimsókn frá Institute of Economic Affairs

HEIMDALLUR heldur kvöldverðarfund mánudaginn 30. september með Julian Morris frá IEA, The Institute of Economic Affairs í London. Þar mun Julian kynna starfsemi stofnunarinnar sem var stofnuð árið 1955. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hreinsað á snjóflóðasvæði

VINNA við hreinsun á grunnum og húsbrotum á snjóflóðasvæðinu á Flateyri hefst á næstunni. Á starfinu að ljúka fyrir 7. nóvember. Þrír verktakar buðu í hreinsunina. Lægsta tilboðið var frá Jóni og Magnúsi ehf., 3,5 milljónir kr., og verður samið við það fyrirtæki, að sögn Ármanns Jóhannessonar bæjarverkfræðings Ísafjarðarbæjar. Græðir hf. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 810 orð

Hver byltingin á fætur annarri

Níutíu ár eru liðin um þessar mundir frá því almenningssími var tekinn í notkun hérlendis. Í ár er reyndar einnig 220 ára afmæli póstþjónustu á Íslandi og 25 ára afmæli póstgírósins. "Saga almenningssíma hefst 1906 þegar opnað var tal- og ritsímasamband milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 840 orð

Ísland hefur alla burði til að bæta stöðu sína

Ólympíuskákmótið er haldið í Armeníu dagana 15. september til 2. október. TÍU umferðir af fjórtán hafa verið tefldar á Ólympíuskákmótinu í Jerevan, þegar þessar línur eru ritaðar. Rússar eru langefstir með 29 vinninga, en næstir koma: 2. Úkraína, 25 vinning, 3.­6. Ungverjaland, Kína, Ísrael og Úzbekistan, 25 vinninga hver sveit, 7.­11. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 274 orð

Ísland hefur stutt tillöguna

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Emma Bonino, sem m.a. fer með mannúðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áttu á föstudagskvöld viðræður um möguleikana á stofnun varanlegs stríðsglæpa- og mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 317 orð

Íslendingar setja upp söngleik í New York

SÖNGLEIKURINN Come Dance With Me eftir Sellu Palsson og Egil Ólafsson verður frumsýndur í Chernugin- leikhúsinu í New York 25. október næstkomandi. Um er að ræða svokallaða kynningaruppfærslu (showcase) en fyrirhugaðar eru sextán sýningar, sú síðasta 17. nóvember. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ísraelskir lögfræðingar í heimsókn

HÓPUR ísraelskra laganema og þrír kennarar þeirra eru nú í heimsókn hér á landi í boði íslenskra stallbræðra sinna og -systra. Þau eru að endurgjalda heimsókn íslenskra laganema sem komu til Tel Aviv í Ísrael fyrr á árinu. Nokkur tengsl hafa verið milli lagadeildar háskólans þar í borg og íslenskra laganema en þau hófust eftir að Stefán M. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ísraelskir lögfræðingar í heimsókn

HÓPUR ísraelskra laganema og þrír kennarar þeirra eru nú í heimsókn hér á landi í boði íslenskra stallbræðra sinna og -systra. Þau eru að endurgjalda heimsókn íslenskra laganema sem komu til Tel Aviv í Ísrael fyrr á árinu. Nokkur tengsl hafa verið milli lagadeildar háskólans þar í borg og íslenskra laganema en þau hófust eftir að Stefán M. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Liðvagn á götum Reykavíkur

STRÆTISVÖGNUM Reykjavíkur hefur borist ný liðveisla en á föstudag var tekinn í notkun 153 farþega liðvagn með 58 sætum. Liðvagninn mun fyrst í stað aka leið 111, sem fer frá Lækjartorgi upp í Breiðholt. Að sögn Jóhannesar Sigurðarsonar, þjónustustjóra hjá SVR, rúmar nýi vagninn 50% fleiri farþega en stærstu strætisvagnar SVR til þessa. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 200 orð

Liðvagn á götum Reykavíkur

STRÆTISVÖGNUM Reykjavíkur hefur borist ný liðveisla en á föstudag var tekinn í notkun 153 farþega liðvagn með 58 sætum. Liðvagninn mun fyrst í stað aka leið 111, sem fer frá Lækjartorgi upp í Breiðholt. Að sögn Jóhannesar Sigurðarsonar, þjónustustjóra hjá SVR, rúmar nýi vagninn 50% fleiri farþega en stærstu strætisvagnar SVR til þessa. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Málþing um Höfðafundinn

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafa ákveðið að halda tveggja daga málþing á Grand Hótel dagana 2.-3. október í tilefni af 10 ára afmæli leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjofs í Höfða sem haldinn var 11. og 12. október 1986. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 353 orð

Ómerkileg og illa unnin skýrsla

"MÉR finnst þetta ómerkilegt og illa unnið. Þetta virðist vera unnið í þeim eina tilgangi að sverta menn og þar á meðal mig," sagði Matthías Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Byggðastofnun, en Matthías var stjórnarformaður stofnunarinnar í átta ár en hætti á síðasta ári. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 210 orð

Rýr innstæða í Blóðbankanum

INNISTÆÐA landsmanna í Blóðbankanum er heldur rýr um þessar mundir og því eru landsmenn hvattir til að gefa blóð. Víða má nú sjá auglýsingar frá bankanum þar sem fram kemur að blóðgjafahópurinn þarfnist endurnýjunar. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 284 orð

Sjónvarpað tvö kvöld í viku fyrst í stað

ÞRJÁTÍU ár eru liðin á mánudag frá því að Sjónvarpið hóf útsendingar. Pétur Guðfinnson sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Sjónvarps frá upphafi segir margt hafa breyst frá stofnun þess árið 1966. "Sjónvarpað var fyrstu mánuðina tvö kvöld í viku, nokkra tíma í senn og fyrst um sinn náði dagskráin aðeins til Faxaflóasvæðisins en aðeins um 8. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Stjórn Náttúruverndar ríkisins skipuð

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Náttúruverndar ríkisins, en það er stofnun sem tekur til starfa 1. janúar 1997 í samræmi við nýsamþykkt lög um náttúruvernd. Formaður stjórnar er Sigmundur Guðbjarnarson prófessor en aðrir stjórnarmenn eru Ása Lovísa Aradóttir náttúrufræðingur, Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Stjórn Náttúruverndar ríkisins skipuð

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Náttúruverndar ríkisins, en það er stofnun sem tekur til starfa 1. janúar 1997 í samræmi við nýsamþykkt lög um náttúruvernd. Formaður stjórnar er Sigmundur Guðbjarnarson prófessor en aðrir stjórnarmenn eru Ása Lovísa Aradóttir náttúrufræðingur, Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 445 orð

Tryggingafélögin svara FÍB

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands og Sjóvá-Almennar hafa tilkynnt lækkun á iðgjöldum bílatrygginga frá og með 1. október. Tryggingatakar á aldrinum 25 ára og eldri fá bestu kjörin. Hins vegar greiða 17 til 20 ára tryggingatakar hærri iðgjöld. Fleiri tryggingafélög undirbúa viðbrögð við lækkun iðgjalda bílatrygginga. Raforkusamningur vegna álvers Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 412 orð

Tölvukerfi HÍ þoldi ekki álagið

ÓPRÚTTNIR aðilar brutust fyrir skömmu inn á notendasvæði laganema í Háskóla Íslands og komu þar fyrir á sjötta tug grófra klámmynda. Viðkomandi aðilar virðast hafa komist yfir leyniorð nemans eða fundið leið til að sniðganga það. Innbrotið uppgötvaðist fyrir skömmu, þegar fjöldi heimsókna inn á heimasíðu nemans urðu svo margar að netþjónusta HÍ þoldi ekki álagið. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Umhverfismálanámskeið í HÍ

NÁMSKEIÐ í umhverfismálum verður haldið í Háskóla Íslands. Til þess er stofnað fyrir nemendur í Verkfræðideild og Raunvísindadeild en öðrum er frjálst að taka þátt í því eða einstökum kennslustundum, einnig þeim sem ekki eru skráðir í Háskóla Íslands. Flutt verða 10 erindi og er gert ráð fyrir umræðum á eftir hverju þeirra. Námskeiðið verður á mánudögum kl. 17 í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2­6. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Umhverfismálanámskeið í HÍ

NÁMSKEIÐ í umhverfismálum verður haldið í Háskóla Íslands. Til þess er stofnað fyrir nemendur í Verkfræðideild og Raunvísindadeild en öðrum er frjálst að taka þátt í því eða einstökum kennslustundum, einnig þeim sem ekki eru skráðir í Háskóla Íslands. Flutt verða 10 erindi og er gert ráð fyrir umræðum á eftir hverju þeirra. Námskeiðið verður á mánudögum kl. 17 í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2­6. Meira
29. september 1996 | Erlendar fréttir | 169 orð

Útsendari N-Kóreu drepinn

SUÐUR-kóreskir hermenn skutu útsendara kommúnistastjórnar Norður-Kóreu til bana í bardaga í gær og talið er að fjórir félagar hans séu enn í felum í Suður- Kóreu. Norður-Kóreumaðurinn var í suður-kóreskum herbúningi og vopnaður riffli af gerðinni M-16, sem algengt er að hermenn Suður- Kóreu beri. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Vanskil húsnæðislána hafa minnkað

VANSKIL húsnæðislána hafa minnkað á þessu ári og þakkar Grétar Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar, það skuldbreytingum stofnunarinnar sem gripið hefur verið til á síðustu tveimur árum. Á fyrri hluta þessa árs fækkaði lánum í vanskilum hjá Húsnæðisstofnun um 283. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Vanskil húsnæðislána hafa minnkað

VANSKIL húsnæðislána hafa minnkað á þessu ári og þakkar Grétar Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar, það skuldbreytingum stofnunarinnar sem gripið hefur verið til á síðustu tveimur árum. Á fyrri hluta þessa árs fækkaði lánum í vanskilum hjá Húsnæðisstofnun um 283. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 475 orð

Verðlækkun boðuð

GENGIÐ var frá nýrri reglugerð í landbúnaðarráðuneytinu í vikulokin um verðlagningu á papriku, sem miðar að lækkun verndargjalda í áföngum til 1. nóvember. Verndin á papriku er nú 30% verðtollur og 397 krónu magntollur. Forstjóri Hagkaups kveðst fagna þessum tíðindum og segir áhrifanna munu gæta í paprikuverði í næsta mánuði. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Viðræðum TM og Skandia slitið

FRIÐRIK Jóhannsson, forstjóri Skandia hf., segir að viðræðum, sem fram hafi farið milli fyrirtækisins og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um kaup TM á Skandia hafi verið slitið. Hann segir að þessar viðræður hafi ekki hafist að frumkvæði Skandia. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

VÍ og MR takast á

VÍ og MR takast á ÁRLEG keppni Verslunarskóla Íslands og Menntaskólans í Reykjavík fór fram í Hljómskálagarðinum á föstudag. Nemendur skólanna tókust á í ýmsum þrautum, meðal annars reiptogi, grautarglímu, ropkeppni og svonefndu Mexíkóhlaupi. Einnig fór fram "drag" keppni, þar sem karlmenn komu fram í kvenmannsfötum. Meira
29. september 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Þýskur sigur í gæðingaskeiði

ÍSLENDINGAR hafa staðið sig vel á alþjóðlega skeiðmeistaramótinu sem nú er haldið á Harðarbóli í útjaðri Berlínar í Þýskalandi. En þótt íslenskir keppendur röðuðu sér í 4 af 5 efstu sætunum í gæðingaskeiði tókst ekki að merja íslenskan sigur í gæðingaskeiði á laugardagsmorguninn. Litlu munaði á sigurvegaranum Ule Reber Þýskalandi, sem keppti á Vinu frá Brautartungu, og Jóhanni R. Meira

Ritstjórnargreinar

29. september 1996 | Leiðarar | 2017 orð

ReykjavíkurbréfATHYGLIN BEINDIST að Emmu Bonino, þeim fulltrúa í fr

ATHYGLIN BEINDIST að Emmu Bonino, þeim fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem fjallar um sjávarútvegsmál á ráðstefnu ESB og sjávarútvegsráðuneytisins í gær, föstudag, en kannski má segja, að Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra hafi "stolið senunni" með efnismikilli og greinargóðri ræðu, þar sem ráðherrann gerði grein fyrir þeim þáttum í sjávarútvegsstefnu ESB, Meira
29. september 1996 | Leiðarar | 582 orð

ÞUNGUR ÁFELLISDÓMUR

LeiðariÞUNGUR ÁFELLISDÓMUR nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Byggðastofnun felst þungur áfellisdómur um starfsemi stofnunarinnar. Hér er um að ræða nýja stjórnsýsluendurskoðun á Byggðastofnun, sem gerð var að beiðni Egils Jónssonar, alþingismanns, þegar hann tók við stjórnarformennsku á síðasta ári. Meira

Menning

29. september 1996 | Fólk í fréttum | 204 orð

Bresk sál

SOUL er bandarísk tónlist og fáir aðrir en Bandaríkjamenn hafa náð árangri sem einhverju nemur í henni. Það er helst að breskir tónlistarmenn hafi náð árangri og þar er Mark Morrison fremstur í flokki. Meira
29. september 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Desolato frumsýnt

-textiLEIKRITIÐ Largo desolato eftir Václav Havel, skáld og forseta Tékklands, var frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins nýlega. Verkið fjallar um heimspeking sem situr í stofufangelsi og heimsóknir fjölda fólks til hans í fangelsið. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í frumsýningargallann og myndaði gesti. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 45 orð

Dönsk kvikmyndavika Nú standa yfir danskir kvikmyndadagar í Háskólabíói og eru sýningartímar myndanna sem hér segir til 3.

Nú standa yfir danskir kvikmyndadagar í Háskólabíói og eru sýningartímar myndanna sem hér segir til 3. október: sun. mán. þrið. mið. fim.Kun En Pige 8.00 Karen Blixen 6. Meira
29. september 1996 | Fólk í fréttum | 84 orð

Fimm "Maríur" á hafnarbakkanum

MYNDIN María eftir Einar Heimisson, sem tökum lauk á nýlega, fjallar um konu sem kemur hingað til lands í kaupavinnu frá Þýskalandi en stór hópur kvenna kom til Íslands eftir seinna stríð í þeim erindagjörðum og settist hér að. Ólafur K. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 113 orð

Gunnar R. Bjarnason sýnir í MÍR

GUNNAR R. Bjarnason hefur opnað málverkasýningu í MÍR salnum Vatnsstíg 10 og sýnir olíumálverk og pastelmyndir. Þetta er sjötta myndlistarsýning Gunnars, en einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum myndlistarmanna. Hann hóf nám í leikmyndateiknun hjá Þjóðleikhúsinu 1953 og sótti jafnframt kvöldnámskeið í Handíða- og myndlistaskólanum. Meira
29. september 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Heiðar og hljómsveit á Gullöld

HEIÐAR Jónsson snyrtir skemmti gestum Gullaldarinnar í Grafarvogi um síðustu helgi og hljómsveit Stefáns P. og Péturs Hjálmarssonar lék fyrir dansi. Heiðar mun flytja dagskrá sína einu sinni í mánuði og er hún að hans sögn ný og fersk ásamt því besta úr þeim gömlu og góðu. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 930 orð

Hlýtur að vera hroðalegt að vera rótlaus

TRYGGVI Ólafsson myndlistarmaður man tímana tvenna í listinni en á sýningu sem stendur yfir þessa dagana í Gallerí Fold við Rauðarárstíg leiðir hann teikningar sínar í fyrsta sinn til öndvegis. Tryggvi hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn í hálfan fjórða áratug en þegar á hann er hlýtt er engu líkara en hann hafi aldrei yfirgefið æskustöðvarnar - íslenskan er gjörsamlega lýtalaus. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 148 orð

Í nýju ljósi

Í NÝJU ljósi nefnist sýning sem sænski listamaðurinn Knutte Wester hefur opnað á Veitingahúsinu 22. Listamaðurinn kom hingað til lands í sumar og sýndi þá á Café 17 á vegum Óháðrar listahátíðar, en áður hafði hann sýnt í heimabæ sínum, Eskilstuna í Svíþjóð. Þar stundaði hann nám í myndlistarskóla St. Eskils. Wester sýnir málverk og höggmyndir úr tré. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 89 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

SÆNSKA teiknimyndin "Bamse och den lilla asnan", verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 29. september kl. 14. "Þegar bangsi fær sér af undrahunanginu hennar ömmu verður hann heimsins sterkasti bangsi. En alltaf er hann heimsins vænsti bangsi." Sýndar verða tvær teiknimyndir "Den lilla asnan och den stora kapplöpningen" og "Vargen ater dunderhonung". Meira
29. september 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Kynnti Ísland í bandarísku sjónvarpi

SIGRÍÐUR Arnardóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og sjónvarpsþula, var fengin til að vera gestur í hálftíma löngum þætti um Ísland á KOAM - News Channel 7 sjónvarpsstöðinni í Missouri í Bandaríkjunum nýlega, en þar er hún gestur í boði Saga Communications. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 513 orð

Norræna melódían

FYRSTU tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í vetur verða innan ramma Norrænna músíkdaga sem haldnir eru í Reykjavík þessa dagana. Á efnisskránni verða verk eftir fimm norræn samtímatónskáld; Dagfinn Koch frá Noregi, Reine Jönsson frá Svíþjóð og landa hans Göran Gamstorp, Einojuhani Rautavaara frá Finnlandi og Pál P. Pálsson. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Nýjar bækur

ÚT ER komin skráin Handritasafn Landsbókasafns, 4. aukabindi. Útgefandi er Landsbókasafn Íslands ­ Háskólabókasafn. Þetta bindi er 416 blaðsíður, og er þar lýsing á um 1.500 handritanúmerum ásamt efnis- og nafnaskrám. Elstu handrit sem þarna er lýst eru frá því um 1700, en langflest eru þó mun yngri eða frá 19. öld og fyrri hluta þessarar aldar. Grímur M. Meira
29. september 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Roberts gaf brjóstahöld eftir dans

BANDARÍSKA leikkonan Julia Roberts brá sér út á lífið nýlega eftir að hafa hlustað á bónda sinn fyrrverandi Lyle Lovett kyrja sveitasöngva á tónleikum fyrr um kvöldið. Hún skellti sér á skemmtistað mótorhjólamanna og dansaði tryllt við þernu á staðnum. Meira
29. september 1996 | Fólk í fréttum | 162 orð

Rústabjörgun æfð í Saltvík

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands stóð um helgina fyrir björgunaræfingu á landi Saltvíkur á Kjalarnesi þar sem lögð var áhersla á rústabjörgun við erfiðar aðstæður. Um 70-80 manns tóku þátt í æfingunni, bæði frá björgunarsveitum SVFÍ og hjálparsveit skáta. Meira
29. september 1996 | Tónlist | 714 orð

Sinfónískt orgel

Verk eftir Mendelssohn, Bach og Franck. Heinrich Walther, orgel. Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 26. september kl. 20.30. JAFNAN tekur sinn tíma að öðlast fullnaðarviðmiðun en ef marka má núverandi orðspor kvað Klais-orgel Hallgrímskirkju þegar farið að laða að erlenda organista og hlýtur það að vera ákveðin vísbending um ágæti þessa mikla tónavirkisveggjar. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 58 orð

Síðasta sýningarhelgi í Gerðarsafni

UM helgina lýkur tveimur sýningum í Listasafni Kópavogs. Á efri hæð er það sýning á japanskri þrykklist og málverkum, þar sem gefst einstakt tækifæri til að skyggnast inn í litríkan menningarheim Japans fyrr á öldum. Á neðri hæð er það sýning á bonsai-trjám í leirkerum eftir Kristínu Ísleifsdóttur leirlistamann. Ræktandi trjánna er Páll Kristjánsson. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Sæmundur sýnir í Nönnukoti

SÆMUNDUR Gunnarsson opnaði málverkasýningu í Nönnukoti, Hafnarfirði, 23. september síðastliðinn. Sæmundur býr í Njarðvík. Á sýningunni eru 34 vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 13. október frá kl. 13­19 alla daga, nema mánudaga. Meira
29. september 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Viður, gifs, gull og silfur

HÓLMFRÍÐUR Sigvaldadóttir hefur opnað sýningu í Galleríi Sævars Karls. Hólmfríður er fædd í Reykjavík 1956, hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984- 1988 og Listaakademíuna í Flórens á Ítalíu 1989-1992. Viðfangsefni Hólmfríðar er eins og oft áður hringurinn en hér er hringformið orðið að þrívíðum kúlum sem festar eru á vegg. Meira

Umræðan

29. september 1996 | Bréf til blaðsins | 386 orð

Að hafa efni á lítillæti

ÖRUGGLEGA eru konur jafnfærar til flestra starfa sem karlar. Hlutirnir liggja bara ekki eins fyrir öllum og skiptir ekki hvort kynið á í hlut. Oft getur framkoma verið allt sem á veltur. Nokkuð er síðan ég fór á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, vegna sérstakra mála. Ég var síður hrifinn þegar ég lauk erindi mínu áður en það hófst. Þó var hún kurteis. Meira
29. september 1996 | Aðsent efni | 1020 orð

Bannað að koma fram

FYRIR SKÖMMU birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu, þar sem ég lýsti framgangi rannsókna á silfursjóðnum frá Miðhúsum frá mínum sjónarhóli. Lýsti ég þar sérstaklega ýmsum stjórnsýsluaðferðum þjóðminjaráðs eftir að skýrsla danska Þjóðminjasafnsins var birt um miðbik síðasta árs. Kom þar fram að ráðið hafði hunsað athugasemdir, sem settar höfðu verið fram um rannsóknarferlið og birtingu þess. Meira
29. september 1996 | Aðsent efni | 1017 orð

Félags- og menningarstarf Félags heyrnarlausra

HEYRNARLAUSIR hafa alltaf haft mikla þörf fyrir að hitta hver annan og eiga samskipti sín á milli. Löngu áður en Félag heyrnarlausra var stofnað hérna hittust heyrnarlausir hver heima hjá öðrum. Það voru kannski óskráðar reglur að allir kæmu þangað eftir vinnu eða á ákveðnum tíma. Meira
29. september 1996 | Bréf til blaðsins | 297 orð

Hvað á að gera við Nesstofu?

"SELTJARNARNESIÐ er lítið og lágt lifa þar fáir og hugsa smátt." Svo orti Þórbergur forðum, en ljóð hans um nesið var fast á efnisskrá þeirra ljóða, er sungin voru í ölteiti stúdenta í æsku sendanda bréfs þessa. Meira
29. september 1996 | Bréf til blaðsins | 604 orð

Íþróttavændið

ÞEGAR keppnisíþróttir hófust í sunnanverðri Evrópu, nautaleikarnir á völlunum við Knossos og síðar á gríska meginlandinu, í Delfí og Ólympíu, var til þess stundað, að tign og leikni mannslíkamans væri sett í fagra umgerð, svo áhorfendur nytu ekki aðeins yndis leikanna sjálfra, heldur um leið unaðar fagurs umhverfis, náttúru og listaverka. Meira
29. september 1996 | Bréf til blaðsins | 244 orð

Svavar og heimasíðan

SVAVAR Gestsson, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, heldur því áfram í Morgunblaðinu 25. september að birta glefsur af því, sem ég set inn á heimasíðu mína á Internet. Vil ég þakka honum fyrir að draga þannig athygli að þessum fjölmiðli mínum, slóð hans er http: //www.centrum.is/bb. Fráleitt er að kenna þessa heimasíðu við launsátur eins og Svavar gerir. Meira

Minningargreinar

29. september 1996 | Minningargreinar | 44 orð

Auður Snorradóttir

Auður Snorradóttir Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fögur störf flyt ég þér að launum. (Sveinbjörn Beint. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 255 orð

Auður Snorradóttir

Okkur var lagið að hlæja saman. Nú er því lokið. Þegar við máttlitlar manneskjur stöndum í þeim sporum að kveðja án þess að geta nokkuð aðhafst, þá þyrlast upp ótal ólíkar tilfinningar. Söknuður yfir því sem var og einnig því sem ekki verður. Minningar um liðnar gleði- og sorgarstundir, allt sem var. Það er líka léttir yfir því að nú er þínu stríði lokið. Baslið og veikindin yfirstaðin. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Auður Snorradóttir

Elsku Auður, takk fyrir allar stundirnar okkar. Það er sárt að sjá á eftir þér. Svo ótímabært og ósanngjarnt allt saman. Það verður skrýtið að koma til Íslands og engin Auður. Mig langar til þess að skrifa um þig það sem fyrst kemur upp í hugann. Allar "ég man eftir þér" gjafirnar sem þú gafst okkur. Litlir pakkar við minnstu tækifæri, eitthvað sem átti vel við. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 137 orð

AUÐUR SNORRADÓTTIR

AUÐUR SNORRADÓTTIR Auður Snorradóttir var fædd í Reykjavík hinn 24. febrúar 1955. Hún lést í Herlevsjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 19. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynhildur Björgvinsdóttir, f. 14.10. 1915, d. 30.1. 1974, og Snorri Guðlaugsson, f. 8.5. 1920, d. 6.12. 1980. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 163 orð

Leó Freyr Elísson

Elsku litli Leó Freyr. Það eru fá orðin sem maður á þegar lítið barn sem er að hefja lífið kveður þennan heim. Maður situr og hugsar og fær ekki skilið hvernig þetta hefur getað komið fyrir. Það má með sanni segja að lífið geti verið ósanngjarnt. Okkur verður hugsað til þín, þín sem varst alltaf svo sprækur og glaður, svo fallegt barn. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 30 orð

LEÓ FREYR ELÍSSON

LEÓ FREYR ELÍSSON Leó Freyr Elísson fæddist á Akureyri 27. júlí 1994. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 20. september. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Magnúsína Aðalheiður Bjarnleifsdóttir

Magnúsína, eða Magga eins og hún var ævinlega kölluð, var góðum gáfum gædd, minnug, fróð og mikils metin og dáð af öllum ættingjum sínum og vinum og mjög hjálpleg þeim sem leituðu til hennar. Hún lauk barnaskólanámi eins og venja var í hennar æsku og stundaði síðan margvísleg störf um langan aldur bæði til sjós og lands. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 480 orð

Magnúsína Aðalheiður Bjarnleifsdóttir

Með nokkrum orðum langar okkur að minnast og kveðja kæra vinkonu, sem nú hefur fengið langþráða hvíld. Þá leitar hugurinn aftur og langt til baka, því Möggu eins og hún alltaf kallaðist höfum við þekkt í 25 ár. Á þeim tíma höfðum við á hendi rekstur kaffistofunnar Skeifunnar sem er við Slippstöðina í Reykjavík. Opnunartíminn var kl. 7­23. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 131 orð

MAGNÚSÍNA AÐALHEIÐUR BJARNLEIFSDÓTTIR

MAGNÚSÍNA AÐALHEIÐUR BJARNLEIFSDÓTTIR Magnúsína Aðalheiður Bjarnleifsdóttir var fædd í Reykjavík 10. júní 1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía Magnúsdóttir og Bjarnleifur Jónsson skósmiður. Magnúsína var af Fremrahálsætt í Kjós. Systkini hennar voru 11 og eru þau öll látin. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 278 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Þó að vorblóm felli frostsins kraftur fljótt þau aftur lífgar sólin hlý; en blómið mitt það lifnar aldrei aftur, engin vorsól lífgar það á ný. Þegar ég frétti lát hennar Ragnhildar Petru Helgadóttur flaug mér í hug þessi vísa eftir Jóhann Sigurjónsson. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 326 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Ég vil byrja á því að þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Petru. Við kynntumst fyrst á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi, þar sem við unnum saman í nokkurn tíma en vorum mikið saman fyrir utan vinnu og héldum alltaf sambandi eftir að Petra hætti þar. Meira
29. september 1996 | Minningargreinar | 28 orð

RAGNHILDUR PETRA HELGADÓTTIR

RAGNHILDUR PETRA HELGADÓTTIR Ragnhildur Petra Helgadóttir fæddist á Selfossi 3. nóvember 1968. Hún lést af slysförum 16. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skálholtskirkju 25. september. Meira

Daglegt líf

29. september 1996 | Bílar | 156 orð

1.092 fleiri bílar á árinu

SKRÁÐIR voru 739 nýir bílar í ágústmánuði, þar af 648 fólksbílar. Í ágúst 1995 voru skráðir 498 nýir fólksbílar. Töluverð aukning hefur orðið í bílasölu á þessu ári. Fyrstu átta mánuði ársins voru skráðir 7.204 bílar, þar af 5.735 fólksbílar en á sama tíma í fyrra voru skráðir 4.643 nýir bílar. Aukningin er m.ö.o. 1.092 bílar það sem af er þessu ári. Meira
29. september 1996 | Bílar | 159 orð

250 milljarðar í tekjur af bílum

17% AF heildartekjum svissneska ríkisins, eða sem svarar um 250 milljörðum ÍSK, eru af bílum og bílaumferð. Megnið er vegna bensíngjalds. Heildarveltan í bílgreininni í Sviss var 2.500 milljarðar ÍSK 1995, þar af um 400 milljarðar vegna sölu á fólks- og atvinnubílum. 243 þúsund manns störfuðu innan bílgreinarinnar. Meira
29. september 1996 | Bílar | 294 orð

Add Ice fær nýjan Land Cruiser

FERÐASKRIFSTOFAN Add Ice fékk afhentan nýjan Toyota Land Cruiser 90 í tengslum við ferðakaupstefnuna Vest Norden sem haldin var á Akureyri fyrir skemmstu. Bíllinn er sérútbúinn til ferðalaga um hálendið og eingöngu ætluð til slíkra nota. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 769 orð

Að veita góða þjónustu

NÚ ÞEGAR mesta annatíma í íslenskri ferðaþjónustu er lokið taka önnur verkefni við. Stefnumótun sveitarfélaga og fyrirtækja, uppbygging þjónustu og sölu- og markaðsmál eru meðal viðfangsefna vetrarins. Meira
29. september 1996 | Bílar | 131 orð

Afhjúpun á alnetinu

ÞEGAR Volvo afhjúpar C70 á bílasýningunni í París sem hefst 1. október næstkomandi, geta bílaáhugamenn um allan heim fylgst með því í "beinni útsendingu" ef þeir hafa aðgang að öflugri tölvu og alnetinu. Þetta er í fyrsta sinn sem afhjúpun á nýjum bíl fer fram á alnetinu. Meira
29. september 1996 | Bílar | 96 orð

Bílahenge í Nebraska

ÞÚSUNDIR manna leggja leið sína á hverju ári til Nebraska í Bandaríkjunum til þess að skoða nútímaútfærslu Bandaríkjamannsins Jim Reinders af Stonehenge. Listaverkið er fyrir norðan bæinn Alliance og fyrirmyndin er hið fræga Stonehenge í Englandi. Meira
29. september 1996 | Bílar | 169 orð

B&L með glæsilega nýja Sónötu

HYUNDAI Sonata er kominn á markað hérlendis með algjörlega nýju útliti. Grillið er samvaxið við stuðarann sem gerður er úr nýju efni sem kallast TPO sem gleyptir högg í sig og þolir árekstur á allt að 8 km hraða á klst án þess að aflagast. Undir stuðaranum eru þokuljós. Hliðarsvipurinn er líka annar og breytingar verið gerðar t.d. á hliðarspeglum til þess að draga úr loftmótstöðu. Meira
29. september 1996 | Bílar | 227 orð

C70 frá Volvo

VOLVO frumkynnir á bílasýningunni í París í næsta mánuði tveggja dyra sportbíl, C70. Bráðlega verður hann einnig kynntur í blæjuútfærslu. Volvo hefur lengi haft þennan bíl á prjónunum og nú nýlega voru birtar fyrstu myndirnar af honum. Með C70 ætlar Volvo að keppa á markaði fyrir jaðarbíla, bíla sem seljast í takmörkuðu magni en á háu verði. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 1375 orð

Draumur hins þreytta námsmanns rætist á grískri eyju Eyjan tilheyrir Kýladaeyjaklasanum, og gistingin er ódýr og matarverðið

EFTIR mánaðarlangan próflestur með meðfylgjandi taugatitringi og stressi var eins og ég vaknaði allt í einu til lífsins á ný. Ég horfði í kringum mig í rökkrinu og sá ekkert nema hvítkölkuð hús og dökkblátt hafið. Lítill asni með þungar byrðar kom röltandi á móti mér. Þetta var þá lífið sem ég var búin að lesa um í bókunum undanfarnar vikur. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 72 orð

DUBLIN

FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn efnir til skemmtanaferðar fyrir konur til Dublinar 6.-10 október næstkomandi. Edda Björgvinsdóttir og Sóley Jóhannsdóttir stýra ferðinni. Ferðir af þessu tagi hafa áður verið farnar á vegum S/L við góðar undirtektir, en þetta er í fyrsta sinn sem farin er sérstök kvennaferð til Dublinar. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 141 orð

Ferðamannastraumur í Djúpavík

MIKILL ferðamannstraumur var í allt sumar hér á Strandir. Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík segir að mikið hafi verið að gera í sumar, og einn daginn hefðu 120 manns skrifað í gestabók hótelsins, hún gæti því ekki annað en verið ánægð með sumarið, og væri það eitt hið besta síðan hún byrjaði með hótelið. Ljósmyndasýning Jónu Ingibjargar var á hótelinu 16. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 107 orð

Ferðaþjónusta menning og stefnumótun

FERÐAMÁLARÁÐSTEFNAN 1996, sem Ferðamálaráð Íslands stendur fyrir, verður haldin í Reykjanesbæ dagana 3. og 4. október. Ráðstefnan er opin áhugafólki um ferðaþjónustu og gefst öllum kostur á að þáttöku í umræðuhópum. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 351 orð

Flogið tvisvar á dag til London

FLUGLEIÐIR byrja að fljúga níu sinnum í viku til London frá og með 31. október næstkomandi, en fimmtudaga og sunnudaga eru tvær ferðir milli Keflavíkur og Englands. London verður önnur borgin sem Flugleiðir fara til tvisvar á einum degi, hin er Kaupmannahöfn. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 46 orð

Grísk eyja

Hvernig er best að komast á notalega gríska eyju eftir að hafa unnið einhver afrek í vinnu eða námi? Folegandros er í Kýladaeyjaklasanum og þar rættist draumur hins þreytta námsmanns. Sigrún Sigurðardóttir segir frá eyjunni og lýsir meðal annars hreinni og óspilltri ströndinni. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 700 orð

íslensk tröll á Ítalíu

Ævintýri gerast, eða hvern skyldi hafa grunað að ungir og metnaðarfullir Ítalir myndu velja Ísland, íslenskan mat og bjór fyrir aðalhátíðahöld heimabæjar síns nú í sumar? Að minnsta kosti ekki Guðlaugu L. Arnar sem uppgötvaði álfa og íslensk tröll í smábænum Monghidoro. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 415 orð

Í YOSEMITE þJÓÐGARÐINUM Aðalhættan sem að þjóðgarðinum steðjar er fólgin í vinsældum hans. Átroðningurinn er orðinn alltof

Á leið minni niður gilið meðfram Merced River staldra ég við, lít aftur og virði fyrir mér stórblaðahlyninn í fullum haustskrúða, brotna klæðninguna á göngustígnum og haglega gerð steinþrepin. Hér er haust í byrjun nóvember og ég er staddur í Yosemite þjóðgarðinum í Kaliforníu, einum frægasta þjóðgarði Bandaríkjanna, Hann er þeirra næstelstur, stofnaður árið 1890. Meira
29. september 1996 | Bílar | 63 orð

Lúxussendibíll

MEST seldi sendibíllinn í Danmörku, Toyota HiAce, fæst nú í sérstakri lúxusútgáfu og kallast þá HiAce Granvia. Hann er þá með búnaði sem gerir venjulegan vinnubíl að þægilegum og skemmtilegum bíl. Meðal búnaðar er samlæsing, upphitaðar rúður, þvottakerfi fyrir framljós, 15 tommu veltistýri úr áli, sæti klædd velúr og geislaspilari. Meira
29. september 1996 | Bílar | 57 orð

Nýr Mitsubishi Pajero

NJÓSNAMYND sem tekin var af nýjum og gjörbreyttum Mitsubishi Pajero, sem í Bandaríkjunum kallast Montero, sýnir að bíllinn er með nýju og kraftalegra lagi. Myndin var tekin þegar verið var að reyna bílinn við eyðimerkuraðstæður. Búist er við að bíllinn komi á markað í Bandaríkjunum síðla á þessu ári eða snemma á því næsta. Meira
29. september 1996 | Bílar | 347 orð

Opel kynnir tímamóta dísilvél í haust

OPEL er fyrstur bílaframleiðenda til þess að hanna dísilvél í fólksbíla til fjöldaframleiðslu með fjögurra ventla tækni, forþjöppu og beinni innsprautun. Um er að ræða tvær vélar, svonefndar ECOTEC vélar, 2,0 lítra og 2,2 lítra. Auk fjölda tækninýjunga eykur þessi nýja tækni afl vélanna. Auk þess dregur úr útblástursmengun frá þeim og eldsneytiseyðslu. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 215 orð

Strumpar og stjörnustríð

ÞAÐ er auðvelt að ganga fram hjá Leikfanga- og módelsafninu í London, þar sem það er staðsett í tveimur samliggjandi húsum sem eru mjög svipuð öllum nærliggjandi húsum í rólegu íbúðahverfi. En það er þess virði að leita, þar sem þetta safn inniheldur í 20 herbergjum sem hvert hafa sitt þema, yfir sjö þúsund leikföng og líkön, sum aldagömul og önnur ekki enn komin á markaðinn. Meira
29. september 1996 | Bílar | 290 orð

Tvöfalda framleiðslu á Z3

BMW hyggst meira en tvöfalda framleiðslu sína á hinum eftirsótta Z3 og stefna að 90 þúsund bíla framleiðslu á ári um mitt ár 1998. Eftirspurn eftir þessum litla, tveggja sæta sportbíl var mun meiri en BMW gerði ráð fyrir í upphafi. Verksmiðja BMW í Spartanburg í Bandaríkjunum verður alfarið tekin undir framleiðslu á Z3. Meira
29. september 1996 | Bílar | 1065 orð

Vel búinn og öflugur Musso jeppi frá Kóreu

MUSSO jeppinn frá Suður-Kóreu hefur verið á markaði hérlendis frá því snemma í sumar en hann er framleiddur af Ssangyong verksmiðjunum þar í landi. Hann er öllu heldur settur saman þar því bíllinn er hannaður af Breta, er knúinn vélum frá Mercedes Benz, hefur drifbúnað frá Borg- Warner og Dana Spicer og rafkerfi frá Bosch. Meira
29. september 1996 | Ferðalög | 597 orð

Villt pottablóm Ásamt fjölskyldu sinni ferðaðist Konráð S. Konráðsson um Suður-Ítalíu á nýliðnu sumri. Eitt og annað sem fyrir

AF EINHVERJUM ástæðum var lítið um pottablóm í mínum foreldrahúsum. Gott ef þau voru þá nokkur. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þar sem ég var á leiðinni úr búðinni með brauð og mjólk undir handleggnum og geislar morgunsólarinnar í augun. Meira

Fastir þættir

29. september 1996 | Dagbók | 2743 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 27. september til 3. október eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 12 opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. Meira
29. september 1996 | Í dag | 20 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 29. septe

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 29. september, er sextugurEgill Gunnlaugsson, héraðsdýralæknir, Hvammstangabraut 43, Hvammstanga. Hann er að heiman á afmælisdaginn. Meira
29. september 1996 | Í dag | 497 orð

FRÉTTUM FRÁ ESB, sem Víkverji las á dögunum, segir, "að s

FRÉTTUM FRÁ ESB, sem Víkverji las á dögunum, segir, "að sjá megi glögg merki þess að evrópsk nýsköpun, framleiðsla, verzlun og þjónusta sé að dragast saman vegna aukinnar hlutdeildar bandarískra og japanskra fyrirtækja í heimsverzluninni". Hvað veldur því að Evrópa heldur ekki sínum hlut í heimsviðskiptum? Ritið tíundar líklegar orsakir. Meira
29. september 1996 | Fastir þættir | 44 orð

Hvað skal segja? 25 Væri rétt að me

25 Væri rétt að merkja eitur-úðaða garða með áletruninni Aðvörun? Svar: Sögnin að aðvara er komin úr dönsku (advare) og þar með nafnorðið aðvörun. En þar sem ekki er sagt á íslensku að vara að, heldur vara við, væri rétt áletrun Viðvörun. Meira
29. september 1996 | Í dag | 186 orð

Í SÍÐASTA hefti ítalska bridsblaðsins er minningargrein um spilara að nafni Primo Levi

Í SÍÐASTA hefti ítalska bridsblaðsins er minningargrein um spilara að nafni Primo Levi. Dálkahöfundur hafði aldrei áður heyrt á þennan spilara minnst, en það er augljóst að á Ítalíu hefur hann verið vel kynntur og þótt afburða spilari. Í greininni eru birt þrjú frábær spil með Levi í aðalhlutverki, sem sjálfsagt er að leyfa lesendum Morgunblaðsins að njóta. Meira
29. september 1996 | Í dag | 665 orð

Misrétti ÞAÐ ER NÚ svo komið að ráðherrar og þingmenn eru l

ÞAÐ ER NÚ svo komið að ráðherrar og þingmenn eru löngu hættir að bera virðingu fyrir fólkinu í landinu. Það er smjaðrað fyrir útlendingum svo að þeir vilji heimsækja eða búa í landinu. T.d. eiga útlendingar auðveldara með að fá verkamannabústaði en Íslendingar. Launin hér á landi eru þau lægstu í Evrópu og víðar, þó er þessi þjóð með ríkustu þjóðum heims. Meira
29. september 1996 | Í dag | 78 orð

Sunnudagur 29.9.1996: STÖÐUMYND N HVÍTUR leikur og vinnur

Sunnudagur 29.9.1996: STÖÐUMYND N HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í skák tveggja Tékka á opnu móti í Decin í Tékklandi í sumar. Miroslav Ondrejat (2.135) var með hvítt og átti leik, en Jaroslav Morosov hafði svart. Hvítur hafði fórnað manni til að fá upp sterka sóknarstöðu: 28. Hxe6+! - fxe6 29. Meira

Sunnudagsblað

29. september 1996 | Sunnudagsblað | 108 orð

6000 höfðu séð Margfaldan

Alls höfðu um 6.000 manns séð gamanmyndina Margfaldan með Michael Keaton í aðalhlutverki eftir síðustu helgi í Stjörnubíói. Þá höfðu 9.000 manns séð Nornaklíkuna og 27.000 höfðu séð Algjöra plágu með Jim Carrey. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 160 orð

Austurrísk vínkynning

AUSTURRÍSK vín hafa verið sjaldséð hér á landi undanfarin ár. Það er miður því gífurlegar framfarir hafa orðið í austurrískri víngerð og þar er framleitt mikið af vönduðum hvítvínum, jafnt þurrum sem sætum dessertvínum. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 1010 orð

Áformin um EMU taka á sig mynd Þrátt fyrir deilur og ágreining um framkvæmd áformanna um myntbandalag Evrópusambandsins, segir

SAMKOMULAG evrópskra fjármálaráðherra um "stöðugleikasáttmála" á fundi þeirra í Dublin um síðustu helgi er mikilvægt skref í þá átt að gera áformin um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) að veruleika. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 173 orð

Bjartasta vonin

LEITIN að næstu stórsveit er þráhyggja útgáfufyrirtækja og heldur áfram af fullum krafti. Vestur í Bandaríkjunum telja Geffen-menn sig hafa fundið slíka sveit, Los Angeles- sveitina Eels. Leiðtogi Eels, söngvari, gítarleikari og lagasmiður, kallar sig E og hefur sent frá sé tvær sólóskífur undir því nafni. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 909 orð

Boða rannsókn á tengslum CIA við kókaínsölu kontranna

BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að láta rannsaka hvort kontra-skæruliðar, sem börðust gegn sandinistum í Nicaragua á síðasta áratug, hafi fjármagnað baráttu sína með því að selja eiturlyf í Los Angeles og notið til þess stuðnings bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Greint hefur verið frá þessu í fréttum undanfarið og ríkir mikil reiði meðal svartra Bandaríkjamanna. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 429 orð

»Braggablús Friðriks FIMMTA bíómynd Friðriks Þórs Friðrikssonar í fullri l

FIMMTA bíómynd Friðriks Þórs Friðrikssonar í fullri lengd verður frumsýnd í þremur kvikmyndahúsum í Reykjavík á næstunni í stíl amerískra stórmynda sumarsins. Er það vel við hæfi. Myndin er Djöflaeyjan sem byggist á sögunum Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni eftir Einar Kárason er notið hafa mikilla vinsælda og fjöldamargir þekkja. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 298 orð

Draumur ÓMARS

MENN ganga mislengi með það í maganum að gefa út plötu og flestir láta reyndar aldrei verða af því þó löngunin sé fyrir henmdi. Ómar Diðriksson lét draum sinn rætast og gaf út lagasafn frá fyrri árum. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 382 orð

Ekki hissa þótt þjóðernisremban minnki

SIGURÐUR Hjartarson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir að í MH sé aftur farið að styðjast við gamlar sögubækur, því þær nýju séu ekki nógu góðar. "Við höfum verið með margar bækur og gefist upp á þeim öllum. Nú er kennd bók eftir Ólaf R. Einarsson sem er örstutt beinagrind en gefur okkur um leið ákveðið frelsi. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 802 orð

ÉG HEFminnzt á metsölubókina pínu rosalega góðu eftir N

ÉG HEFminnzt á metsölubókina pínu rosalega góðu eftir Norðmanninn Jostein Gaarder sem á að vera skáldsaga en er þó einkum afar haganlega gert sögulegt heimspekiyfirlit í skáldsögubúningi. Í barokk-kaflanum er saga um rússneskan stjörnufræðing og rússneskan heilaskurðlækni og samtal þeirra um trúmál. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 1226 orð

Fegurðardrottning frá 1930

Húðin er mjúk og nær hrukkulaus og hvítt hárið myndar ramma um fínlegt andlit Sigurbjargar Lárusdóttur, þar sem hún situr 87 ára gömul í stólnum sínum og tekur ljúflega á móti gestinum. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 169 orð

»Fólk Nýjustu Bondmyndinavantar enn heiti en framleið

Nýjustu Bondmyndinavantar enn heiti en framleiðendurnir hafa ákveðinn mann í huga í hlutverk hins hefðbundna óþokka. Það er enginn annar en Sean Connery, sem af mörgum er talinn besti Bondleikari seríunnar. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 3435 orð

FÓRNUM EKKI ÓMETANLEGUM VERÐMÆTUM

GUÐMUNDUR Bjarnason hefur á undanförnum mánuðum mikið verið í sviðsljósinu vegna umdeildra ákvarðana, einkum í sambandi við úreldingu mjólkurbúsins í Borgarnesi, fyrirhugaða þjónustumiðstöð á Hveravöllum og nú síðast flutning Landmælinga upp á Akranes, Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 862 orð

FROSKURINN OG FATAN

EF FROSKUR er settur í fötu með köldu vatni liggur hann kyrr. Þótt heitu vatni sé bætt út í svo vatnið hitni smám saman hreyfir hann sig ekki og deyr. Hann hefur ekki gert sér grein fyrir breytingunni. Sé hann er aftur á móti settur ofan í sjóðandi vatn stekkur hann snarlega upp úr fötunni og bjargar lífi sínu. Hann skilur þörfina á að breyta. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 2375 orð

GÓÐRARVONARHÖFÐI ­ TRÖLLASKAGI ­ 6. ÁFANGI

EFTIR að hafa slappað af í Meserani Snake Park í tvo daga, var haldið í skoðunarferð í Ngorongoro- gígnum, en þar er hægt að virða fyrir sér dýralíf Tanzaníu á einum stað. Eftir að hafa keyrt um 70 km á góðum malbikuðum vegi, tóku við um 50 km af hörmulegum vegarslóða. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 589 orð

Hans tími er kominn

SAMUEL L. Jackson skaut upp á stjörnuhimininn í Hollywood þegar hann fór eftirminnilega á kostum í hlutverki leigumorðingjans Jules í Pulp Fiction. Hann uppskar óskarsverðlaunatilnefningu og fjölda annarra viðurkenninga og hefur síðan verið talinn í röð þeirra leikara í Hollywood sem mikils megi vænta af. Samuel Leroy Jackson var þó alls enginn nýliði í greininni. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 215 orð

HEIMUR KVENNA

FYRIR átta árum kom Neneh Cherry fram á sjónarsviðið eins og klippt út úr tískublaði og albúin að sigra heiminn. Fyrsta breiðskífan seldist og vel, en næsta miður. Sumir spáðu því að fyrir henni myndi fara eins og svö mörgum öðrum; að ljóma um stund og hverfa jafnskjótt aftur. Annað kom á daginn. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 1077 orð

Í beinu framhaldi Spennusagan Græna mílan eftir Stephen King kemur út í sex litlum vasabrotsbókum, að sögn Arnalds Indriðasonar,

Um fátt hefur verið meira rætt og ritað í dægurbókaheiminum en nýjasta uppátæki Stephen Kings, framhaldssöguna Grænu míluna, sem hann ákvað að gefa út í sex litlum bókum. Sjötti og síðasti hlutinn er kominn út og má segja að tilraun Kings hafi heppnast fullkomlega. Bæði hefur framhaldssöguformið, sem rekja má aftur til 19. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 84 orð

»Í BÍÓ Nýtt þriggja sala kvikmyndahús er að rísa í Kringlunni

Nýtt þriggja sala kvikmyndahús er að rísa í Kringlunni og munu Sambíóin sjá um rekstur þess. Það verður áttunda kvikmyndahúsið í Reykjavík og sætaframboðið mun aukast um nokkur hundruð stóla í viðbót. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 1198 orð

Í leit að samastað í tilverunni

Tökum á mynd Einars Heimissonar, "Maríu", lauk fyrir skömmu. Myndin er framleidd af þýska kvikmyndafyrirtækinu Blue Screen í München og Íslensku kvikmyndasamsteypunni. Helgi Þorsteinsson ræddi við leikstjórann og aðalleikkonunna, Barböru Auer, eina þekktustu leikkonu Þjóðverja. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 361 orð

Íslenskfranskt

ÞEIR eru ekki margir íslensku víngerðarmennirnir í heiminum. Raunar er hann einungis einn, Jón Ármannsson, sem um nokkurra ára skeið hefur stundað víngerð á svæðinu Premieres Cotes- de-Bordeaux í suðvesturhluta Frakklands. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 356 orð

Land, þjóð og tunga eiga ríkan þátt í okkur

INGIBJÖRG Einarsdóttir, formaður Samtaka móðurmálskennara, kveðst ekki vera sammála því að alltaf sé verið að skamma þjóðina fyrir að tala rangt mál. "Við heyrum í fleira fólki en áður og kannski þeim hópi sem lét ekki til sín taka. Að því leyti er hugsanlega meira talað um að þessi og hinn tali vitlaust mál. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 3011 orð

Lét hermennskudrauminn rætast ÞEIR eru ófáir strákarnir sem láta sig dreyma um hermennsku. Eggert Magnússon, 25 ára gamall

Lét hermennskudrauminn rætast ÞEIR eru ófáir strákarnir sem láta sig dreyma um hermennsku. Eggert Magnússon, 25 ára gamall liðsforingi í norska sjóhernum, átti þann draum í æsku og lét hann rætast. Unnur S. Eysteinsdóttir ræddi við Eggert sem nýlega lauk þriggja ára námi við Sjökrigsskolen í Bergen. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 694 orð

Lítt þekktur hluti þýskrar sögu

BARBARA Auer er ein þekktasta og eftirsóttasta leikkona Þjóðverja. Hún hefur lítt sóst eftir því að leika í stórmyndum og er því óþekktari utan heimalandsins en ella. Í þýskum blöðum hefur verið sagt um hana að hún gæti orðið heimsfræg kvikmyndastjarna ef hún vildi. En hún kýs að lifa venjulegu lífi og vinnur oft með ungum og óþekktum leikstjórum. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 200 orð

Lítt þekktur stórmyndaleikari

Þótt Jeff Goldblum hafi leikið aðalhlutverk í tveimur af fjölsóttustu kvikmyndum sögunnar (Jurassic Park, Independence Day) og hafi leikið í kvikmyndum Lawrences Kasdans, Roberts Altmans, Woody Allens og Stevens Spielbergs verður hann seint talinn meðal vinsælustu kvikmyndastjarna. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 2781 orð

MÁL ER AÐ LINNI

VEGNA greinarinnar "Hinn silfurslegni sannleikur" í Morgunblaðinu 13. sept. sl., um silfursjóðinn frá Miðhúsum, kemst ég ekki hjá að biðja Morgunblaðið að birta eftirfarandi greinargerð. Þegar sjóðurinn fannst voru menn ekki í vafa um að hér væri réttur og sannur víkingaaldarsjóður kominn í dagsljósið. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 333 orð

Menn geta jafnvel forherst við skammir

Á ÞEIM tíma sem Bergsteinn Jónsson prófessor kenndi sögu var notast við gömlu bækurnar, þar sem meðal annars var alið á Danahatri og frelsisbarátta Íslendinga skipaði stóran sess. Hann segir þessar bækur hafa verið óþarflega lífseigar. "Það er ekki hægt að nota sömu bækur í margra mannsaldra, en þær gerðu sitt gagn á sínum tíma. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 147 orð

Náttúran vegur þyngst

Guðmundur Hálfdanarson dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands sagði í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag að hann telji að náttúran sé eitt mikilvægasta tákn í þjóðernisvitund nútíma Íslendinga. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 2117 orð

OFNASMIÐJAN HF. MINNST Í OFNUM

Ofnasmiðjan hf. er sextug á þessu ári. Þar fer fyrir framkvæmdastjórinn Sveinbjörn E. Björnsson og hægri hönd hans, aðstoðarframkvæmdastjórinn Margrét Dagmar Ericsdóttir. Sveinbjörn er fæddur í Reykjavík 24. nóvember 1951 og eftir skólagöngu hérlendis tók hann gráðu í véltæknifræði og rekstrarhagfræði í Noregi. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 3491 orð

Ort í fiski Kaflaskil eru orðin í lífi Einars Svanssonar. Hann hefur kvatt samstarfsfólk sitt hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi á

Kaflaskil eru orðin í lífi Einars Svanssonar. Hann hefur kvatt samstarfsfólk sitt hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi á Sauðárkróki eftir fimmtán ára ótrúlegan sóknartíma og tekið við Fiskiðjusamlagi Húsavíkur um leið og tvö stærstu sjávarútvegsfyrirtæki staðarins fara í eina sæng. Framundan er nýr umbrota- og sóknartími. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 133 orð

Óskarsmynd frá Hollandi

Antonía heitir hollenska myndin sem hreppti Óskarinn sem besta erlenda myndin sl. vor. Leikstjóri hennar er Marleen Gorris en myndin hefur fengið mjög góða dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Hún spannar 50 ár í lífi Antoníu, sem Willeke van Ammelroy leikur, þar sem skiptist á grátur og hlátur. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 436 orð

»Puttinn á púlsinum BUBBI Morthens er lagstur í ferðalög en

BUBBI Morthens er lagstur í ferðalög enn og aftur, að þessu sinni er árlegur hausttúr í gangi; ferð sem Bubbi fer á haustin þegar hann hefur lokið upptökum á næstu breiðskífu. Í fyrstu lotu eru 28 tónleikar, en eitthvað á eftir að bætast við túrinn sem stendur vel fram í nóvember. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 616 orð

Risahvannir og fleiri eitraðar jurtir

SUMIR virðast halda að allt, eða a.m.k. flest, sem kemur úr náttúrunni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleymist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 703 orð

Selur, kanína, hreindýr, dúfa, fýll

UNNENDUR villibráðar geta hugsað sér gott til glóðarinnar því villibráðarvertíðin er nú óðum að hefjast. Einn fyrsti staðurinn til að ríða á vaðið er Jónatan Livingstone Mávur við Tryggvagötu en þar hófst nú um helgina fjögurra vikna villibráðarveisla. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Stórgrýtismelur varð að sælureit

Stórgrýtismelur varð að sælureit Jón E. Hallgrímsson, bóndi að Mælivöllum á Jökuldal, hefur staðið að merkilegu uppgræðslustarfi á jörð sinni undanfarin tuttugu og fjögur ár. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 140 orð

Stúlka frá Guantanamo

EIN af athyglisverðustu bíómyndum Háskólabíós á síðasta ári var lítil kúbönsk mynd eftir Tomas Gutierrez Alea sem hét Jarðarber og súkkulaði og fjallaði um vináttu tveggja manna í Havana. Alea lést fyrr á þessu ári en hafði þá lokið sinni síðustu mynd, Guantanamera". Heitið er fengið af frægu rómönsku lagi og merkir í lauslegri þýðingu Stúlka frá Guantanamo. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 655 orð

»VERALDARVAFSTURð/Hvað varð um orku-hvirfils kenningu atómvísindanna? Orku-hvirfil

MARGAR góðar hugmyndir sem hafa komið inní vísindin hafa fallið í gleymsku á ný, sumar hverjar um stundarsakir þó, vegna breyttra sjónarmiða. Þetta hefur stundum verið til skaða fyrir framgang vísindanna og þá um leið veruleika okkar allra, sem enn á ný varð þokukenndur. Undrabarnið William Thompson var fæddur í Belfast á Írlandi árið 1824. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 1702 orð

Verðum að horfast í augu við sársaukann Sænski hagfræðingurinn Marian Radetzki hyggst í væntanlegri bók leggja fram áætlun um að

Sænskur hagfræðingur sker upp herör gegn atvinnuleysi í Vestur-Evrópu Verðum að horfast í augu við sársaukann Sænski hagfræðingurinn Marian Radetzki hyggst í væntanlegri bók leggja fram áætlun um að draga stórlega úr atvinnuleysi í Vestur-Evrópu. Hann telur tillögur sínar ekki líklegar til að afla sér vinsælda. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 285 orð

Víða óvissa með uppskeru

MARGT virðist benda til að árið 1996 verði ekki í hávegum haft í flestum þekktustu vínhéruðum Frakklands. Er það mat vínræktenda í sumum héruðum að árgangurinn verði í besta falli í meðallagi og í mörgum héruðum undir meðallagi. Rigni mikið á næstu dögum, nú þegar uppskera stendur yfir, gæti árgangurinn jafnvel orðið hörmulegur. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 415 orð

Þjóðin er í klípu með þjóðerniskenndina

GUNNAR Karlsson prófessor hefur á undanförnum árum samið sögubækur fyrir grunn- og framhaldskólann. Hann segist óhjákvæmilega hafa haft þjóðernisvitund í huga við samningu bókanna. "Ég stefndi að sáttum á milli þessarar hefðar sem við búum við og þeirrar gagnrýni á hefðina sem við höfum fengið á síðustu árum. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 199 orð

Öflug sólóplata

ÞÓ BJARNI Arason hafi verið iðinn vioð að troða upp hefur hann gert minna af því að gefa út plötur. Á því verður breyting á næstunni, því hann er að ljúka við sólóskífu. Bjarni segir að skífan, sem Grétar Örvarsson gefur út, sé "öflugasta sólóplata mín til þessa. Meira
29. september 1996 | Sunnudagsblað | 91 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞÓ LEIÐTOGI Nirvana hafi lotið í gras fyrir alllöngu eru menn enn að gefa út upptökur með sveitinni og í næsta mánuði kemur út breiðskífa með tónleikaupptökum Nirvana, From the Muddy Banks of the Wishkah. Meira

Ýmis aukablöð

29. september 1996 | Blaðaukar | 676 orð

Agresso viðskiptakerfi

Um þessar mundir er Skýrr hf. að hefja sölu á nýju viðskiptakerfi, Agresso, sem er hannað fyrir Windows. Agresso er ætlað meðalstórum og stærri þjónustufyrirtækjum og sveitarfélögum. Agresso skiptist í fjóra þætti; fjárhagskerfi með fjárhagsbókhaldi, viðskiptakröfum, viðskiptaskuldum og eignaskráningarkerfi, verkbókhald með tímaskráningu, Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 751 orð

Alhliða bókhaldskerfi Vaskhugi er vinsæll hugbúnaðarpakki fyrir íslensk fyrirtæki. Að sögn Kristins Jónssonar sem selur búnaðinn

VASKHUGI hefur verið í notkun í sex ár og að sögn Kristins Jónssonar hjá Vaskuhuga ehf. eru notendur ríflega 1.100 notendur. "Forritið þróaðist úr einföldu uppgjörsforriti fyrir virðisaukaskatt yfir í alhliða bókhaldskerfi fyrir flestan rekstur," segir Kristinn og bætir við að Vaskhugakerfin séu fjárhagsbókhald, sölukerfi, birgðakerfi, viðskiptamannakerfi, verkefna- og pantanakerfi, Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 320 orð

Alvöru hátækniiðnaður

ÍSLENDINGAR standa á tímamótum nýrrar aldar, upplýsingaaldar. Hin öra þróun sem á sér stað í miðlun upplýsinga og úrvinnslu þeirra á sér rætur í tækniframförum og líkt og oft áður hafa Íslendingar brugðist hratt og vel við nýrri tækni; eru þannig fremstir meðal Norðurlandaþjóða að tileinka sér alnetið. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 121 orð

Áfylling og endurnýjun

PÓSTMYNDIR í Garðabæ bjóða nú áfyllingarsett fyrir flestar gerðir bleksprautuprentara. Um er að ræða sett sem inniheldur allt frá einni og upp í fimm áfyllingar. Póstmyndir bjóða einnig áfyllingarþjónustu fyrir flestar gerðir af bleksprautuhylkjum. Einnig bjóða Póstmyndir upp á endurnýjun prentborða, þ.e.a.s. skipt er um prentborða í notuðu hylki og nýtist plasthylkið því aftur og aftur. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 1030 orð

Áttum náð í upplýsingavæðingunni Einkatölvur fyrirtækja hafa yfirleitt verið notaðar til að safna upplýsingum og vista þær, en

EJS ER samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og fékk fyrir skemmstu viðurkenningu sem Microsoft Solution Provider, en fjölmargir starfsmenn EJS hafa gengist undir fagpróf Microsoft og öðlast ýmis réttindi. EJS hefur haslað sér völl á innlendum og erlendum mörkuðum í sérhæfðum upplýsingakerfum, m.a. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 846 orð

Besti nafnamiðlarinn

MENN og mýs ehf. var stofnað árið 1990 vegna þróunar á Stundvísi, forriti fyrir skólastjórnendur. Helstu verkefni fyrirtækisins í dag eru QuickDNS, nafnamiðlari fyrir Macintosh tölvur og Stundvísi, upplýsingakerfi fyrir skóla (Macintosh og Windows). QuickDNS er nær eingöngu dreift erlendis en Stundvísi alfarið innanlands. Menn og mýs ehf. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 355 orð

Bestu leikirnir

1.Gabriel Knight 1 & 2 (King's Quest 1 -cga-)Bestu ævintýraleikir sem framleiddir hafa verið. Þeir innihalda mikla dýpt og ná að skapa rétt og ógnvekjandi andrúmsloft. Ég var ekki í rónni fyrr en ég náði að ráða í gáturnar. Fyrri leikurinn var brautryðjandi í ævintýraleikjum með tali þegar Sierra réð Tim Curry sem rödd Gabriels. 2. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 1011 orð

Boðberi nýrra tíma

PETER Scharstein var hingað kominn til að tala á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands, Nettengd framtíð, en hann kom hingað til lands á vegum Teymis, umboðsfyrirtækis Oracle á Íslandi. Scharstein er tölvunarfræðingur að mennt og hefur margra ára reynslu í þróun stærri hugbúnaðarkerfa. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 348 orð

EITT AF sérkennum bandarísku teiknimyndahetjunnar Dick Tra

EITT AF sérkennum bandarísku teiknimyndahetjunnar Dick Tracy var farsími sem komst fyrir í armbandsúri. Upp frá því hafa fjölmargir spreytt sig á álíka úri en engum tekist. Þá var það að japanska símafyrirtækið NTT ákvað að leggja fé í slíka hönnum og afraksturinn leit dagsins ljós fyrir skemmstu. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 402 orð

EKKI væru mikil not af alnetinu/veraldarvefnum ef ekki væri til lei

EKKI væru mikil not af alnetinu/veraldarvefnum ef ekki væri til leitarforrit því upplýsingaflæðið er þvílíkt að ekki er fyrir venjulega menn að kunna skil á nema brotabroti. Leitarforrit eru legíó og slagur harður á milli þeirra, því besta forritið fær flestar auglýsingar. Lycos var eitt það fremsta fyrir margt löngu, en síðan komu ýmsar öflugri leitarvélar og það hvarf í skuggann. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 772 orð

Enn eitt stýrikerfið

SLAGURINN á milli PC-samhæfðra tölva og Macintosh stendur enn sem hæst og þó PC-tölvan sé með mikla yfirburði sem stendur er langt í land að Makkinn leggi upp laupana. Í þeirri stöðu ættu víst fáir von á að ný gerð af tölvum með enn einu stýrikerfinu ætti eftir að ná nokkrum árangri. Þrátt fyrir það setti tölvufyrirtækið Be nýja tölvu á markað í haust, svokallað BeBox. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 511 orð

Fasteignagrunnar á alnetinu

HÉR Á landi eins og víða annars staðar eru menn að leitast við að nýta alnetið til upplýsingamiðlunar og margir um hituna. Þannig hafa tvö fyrirtæki haslað sér völl inni á netinu fyrir fasteignagrunna sína og stefnir í að þriðji aðilinn sláist í þann hóp. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 516 orð

Fjármálaupplýsingakerfi Dow Jones

DOW JONES & Company er leiðandi fyrirtæki á sviði alþjóðlegra fjármálaupplýsinga. Fyrirtækið rekur skrifstofur í meira en 80 löndum og starfa þar um 10 þúsund manns. Meginhlutverk og stefna fyrirtækisins er að miðla hvers konar viðskiptaupplýsingum hvert sem er og hvenær sem er. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 166 orð

Flaggskip frá IBM IBM hleypti einkatölvu

IBM hleypti einkatölvubyltingunni af stokkunum, en fataðist svo flugið og önnur fyrirtæki hrifsuðu af risanum markaðshlutdeild og frumkvæði í tæknimálum. Hægt og bítandi hafa IBM-liðar sótt í sig veðrið og undanfarið hefur fyrirtækið fengið fyrirtaks dóma fyrir tölvur sína, sérstaklega fyrir fistölvurnar, en borðtölvunum hefur einnig verið vel tekið. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 1007 orð

Framtíðin byggist á hópvinnulausnum Í umfjöllum um innranetið hafa menn verið gjarnir á að bera það saman við Lotus Notes og

STEFÁN segir sitt mat að framtíðin byggist miklu frekar á því að nýta hópvinnulausnir sem nota alnetssamskiptastaðla. Framtíðin er því hópvinnukerfi og innranetið en ekki hópvinnukerfi eða innranetið." Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 6372 orð

Framtíðin er björt

ÍSLENDINGAR hafa tekið tölvutækninni vel, sem sannast á því hve einkatölvur eru víða og hve alnetið hefur átt greiða leið inn á heimili landsmanna. Sú staðreynd gefur mikið sóknarfæri í hátækniiðnaði og þá hátækniiðnaði sem byggir á hugviti en ekki handverki. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 479 orð

Huglist

Huglist ehf., sem er þjónustuaðili fyrir Úrlausn-Aðgengi, var stofnuð í janúar 1994 af þremur kerfisfræðingum úr Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands, Ólafi Valssyni, Sigurði Gauta Haukssyni og Kára Bergssyni. Félagið skiptist jafnt á milli stofnendanna og engar breytingar á eignarhlut hafa orðið frá stofnun þess. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 572 orð

Hverjir nota netið? Alnetið nýtur gríðarlegrar hylli hér á landi sem og um allan heim. Þrátt fyrir kannanir víða um heim hefur

ALNETIÐ er gróðavænlegt í augum margra verslunareigenda og fyrirtækja, sem sjá fyrir sér handhæga verslun og örugga þar sem gestir í búðina" geta skipt tugþúsundum á degi hverjum. Þeim reynist þó erfitt að átta sig á hverjir það eru sem nota alnetið; hver er aldurs- og kynjaskipting, Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 364 orð

IBM gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tökum á PC-

IBM gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tökum á PC-byltingunni sem fyrirtækið hrinti óvart af stað á sínum tíma. Nú eru breyttir tímar og höfuðáhersla lögð á að fylgja opnum stöðlum. Þannig kynnti IBM fyrir skemmstu tvo hugbúnaðarpakka, Web Object Manager, eða WOB, sem ætlaður er innranetsumsjón, og Lotus Domino, sem er ætlað fyrir alnets- og vefþróunarvinnu. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 949 orð

Íslandskort á geisladisk Útgáfa ýmissa gagna á tölvugeisladiskum er vaxandi um allan heim, enda er notagildið yfirleitt

KRISTJÁN Gíslason hjá Radíómiðun segir að fyrsti gagnadiskur Radíómiðunar hafi komið út 1993, en á honum voru sjókort af Íslandi og Færeyjum og að auki valin landakort af Íslandi. Diskurinn, sem er víða notaður um borð í skipum hér við land, Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 348 orð

Java kennsla á geisladisk

JAVA-forritunarmálið frá Sun setti allt á annan endann í tölvuheiminum á síðasta ári og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Það hefur margt sér til ágætis, meðal annars það að Java-forrit keyra á nánast öllum tölvum, enda hafa allir framleiðendur stýrikerfa skuldbundið sig til þess að styðja það á sínum vettvangi. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 502 orð

Kort í tölvutæku formi

AÐAL TÖLVUTÆKNI er að fást við upplýsingar og vinna úr þeim og skiptir þá litlu um hvaða upplýsingar er að ræða, hvort sem eru tölfræðilegar staðreyndir eða kort, eða þá að steypa þessu tvennu saman eins og gert er í landupplýsingakerfisbúnaði þeim sem Samsýn er með umboð fyrir og flestar opinberar stofnanir og mörg stórfyrirtæki hafa notað með góðum árangri. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 150 orð

MICROSOFT hefur hampað ActiveX-tækni sinni og yfirleitt verið vel t

MICROSOFT hefur hampað ActiveX-tækni sinni og yfirleitt verið vel tekið, en erfiðir tímar gætu verið framundan. Þannig tóku Apple og Sun höndum saman fyrir skemmstu og kynntu samstarf sem er stefnt til höfuðs ActiveX. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 242 orð

MICROSOFT kynnti fyrir tveimur vi

MICROSOFT kynnti fyrir tveimur vikum væntanlega útgáfu á sérstöku stýrikerfi fyrir lófatölvur, en áður hefur fyrirtækið gert árangurslausar atrennur að slíku stýrikerfi, meðal annars með PenWindows og Winpad. Að sögn markaðsstjóra Microsoft hyggjast ýmis fyrirtæki hefja framleiðslu á tölvum sem nota munu stýrikerfið nýja, sem kallast Windows CE. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 376 orð

NETSÍMI er vinsælt fyrirbæri, enda geta þeir sem slíkan síma" n

NETSÍMI er vinsælt fyrirbæri, enda geta þeir sem slíkan síma" nota talað milli landa á innanbæjartaxta. Einhvern veginn er því þó þannig farið að netsími, sem krefst tölvu á hvorum enda símtalsins, hefur ekki orðið eins vinsæll og margir hefðu vænst, Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 343 orð

Norskur margmiðlunarpakki

MARGMIÐLUN; samþætting texta, mynda, hreyfimynda, hljóðs og tónlistar, sækir sífellt í sig veðrið eftir því sem tölvur verða öflugri. Til að búa til margmiðlun þarf hugbúnað og þar eru margir um hituna, þar á meðal Scala MM100 frá norska fyrirtækinu Scala. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 673 orð

Nýir möguleikar í fjarfundaþjónustu

UPPLÝSINGABYLTINGIN hefur á margan hátt breytt starfsháttum manna. Þannig opnast nýir möguleikar til sendinga þar sem tölvugögn, mynd og hljóð fara saman með tilkomu aukinnar bandbreiddar í tengingum milli tölva og samnetsins, ISDN. Þar með gefast tækifæri til breytinga á starfsháttum og aukinnar hagkvæmni í samskiptum. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 612 orð

Nýir prentarar

ÞRÓUN í prenttækni fyrir tölvur hefur verið ör og svo komið að hægt er að fá ódýra prentara af ýmsum gerðum sem skila fyrsta flokks útprentun, ólíkt því sem var þegar nálaprentarar réðu ríkjum. Bleksprautuprentarar eru algengir í dag og vinsældir þeirra aukast meðal annars fyrir þá sök hve hljóðlátir þeir eru og hve útprenti þeirra svipar til mun dýrari geislaprentara, Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 737 orð

Nýjungar í þrívíddargrafík

ONNO ehf. er nýlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í CAD, þrívíddargrafík og myndbandsvinnslu. Eigendurnir, Rúnar Unnþórsson og Þórður Magnússon, eru að ljúka námi í vélaverkfræði og hafa unnið við tölvugrafík í nokkur ár með skóla. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 766 orð

Ný myndvinnslutækni

PRENTMYNDASTOFAN, PMS, og Hans Petersen hf. kynntu fyrir skemmstu Kodak Photo CD, sem er ný tækni við skönnun, vinnslu og geymslu mynda á geisladiskum. Geisladiskar hafa reyndar lengi verið notaðir til geymslu mynda, en Photo CD kerfið býður upp á meiri möguleika en hefðbundin geymsla mynda á diskum, því nota má alla Photo CD diska í flestallar tölvur sem á annað borð eru búnar geisladrifi. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 370 orð

Nýr Stólpi

STÓLPI er algengur viðskiptahugbúnaður sem fram til þessa hefur yfirleitt verið keyrður í DOS- umhverfi. Breyting þar á er í vændum, því Kerfisþróun ehf. kynnir nú nýja útgáfu af Stólpa fyrir Windows. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 230 orð

Ný útgáfa af QuickTime

FYRR Á þessu ári kynnti Apple nýjustu gerð af hreyfimyndahugbúnaðarsniði sínu, Quick Time, sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu Makkavina að það sé enn í fararbroddi myndvinnslu. Nýjasta útgáfan, sem heitir Quick Time 2.5, styður alla helstu staðla tölvumynda. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 87 orð

OS/2 VARÐ aldrei það yfirburðastýrikerfi sem IBM ætlaði og finnst m

OS/2 VARÐ aldrei það yfirburðastýrikerfi sem IBM ætlaði og finnst mörgum sem fyrirtækið hafi gefist upp á afkvæminu sjálft. Þrátt fyrir það að notendur séu á fimmtándu milljón að sögn IBM-manna sjálfra, kvarta þeir hástöfum yfir því að fyrirtækið sinni stýrikerfinu hangandi hendi. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 206 orð

Samkeppni um hugbúnað og margmiðlun

Í TILEFNI af Ári símenntunar efnir framkvæmdastjórn ESB til samkeppni um gerð fræðsluefnis í formi hugbúnaðar eða margmiðlunar. Um er að ræða tvo flokka: 1Nemendur í grunnskóla eða framhaldsskóla geta lagt fram handrit eða líkan að margmiðlunarhugbúnaði. 2Nemendur í stofnunum sem veita þjálfun í margmiðlun (þ.m.t. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 174 orð

Samstarf Sun og Oracle

TÖLVUFRAMLEIÐANDINN Sun skýrði frá því fyrir skemmstu að Sun Ultra Enterprise gagnagrunnsþjónar með Solaris stýrikerfi hafi orðið fyrir valinu sem grundvallar þróunar- og prófunarumhverfi hjá gagnagrunnsfyrirtækinu Oracle. Vélarnar verða notaðar við þróun á nýjum útgáfum á gagnagrunninum, m.a. Oracle 8 fyrir eins- og fjölörgjörvatölvur. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 55 orð

SEAGATE kynnti fyrir stuttu nýja gerð af hörðum diskum sem kallast

SEAGATE kynnti fyrir stuttu nýja gerð af hörðum diskum sem kallast Medalist. Diskarnir eru 3,5", snúast á 4.500 snúningum og rúma 2,1 Gb. Fyrir vikið þykja þeir henta sérstaklega vel fyrir margmiðlun og hreyfimyndvinnslu. Diskarnir eru í sérstöku hylki, SeaShield, sem á að vernda þá fyrir höggum, hristingi og stöðurafmagni, og eru innsetningarleiðbeiningar prentaðar á hylkið. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 587 orð

Seðlalaust þjóðfélag

PLASTKORT eru allráðandfdi í daglegum viðskiptum og margur gengur varla með lausafé á sér; það er svo þægilegt að grípa til kortsins. Auk þægindanna gefa kortin öryggiskennd, því eðlis þeirra vegna er óhægara um við að svíkja fé út af korti en að koma í lóg öðrum verðmætum. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 318 orð

SÍÐASTA ár þessarar aldar, árið 2000, nálgast óðfluga og að sama sk

SÍÐASTA ár þessarar aldar, árið 2000, nálgast óðfluga og að sama skapi aukast áhyggjur manna af því hverju hugbúnaður tekur upp á 1. janúar það ár. Upphaflega höfðu menn áhyggjur af forritum sem skrifuð voru í COBOL, en í því voru aðeins tvö sæti ætluð fyrir ártalið. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 564 orð

Stafrænar myndir

STAFRÆNAR myndavélar hafa stöðugt sótt í sig veðrið eftir því sem tækninni fleygir fram. Enn eiga þær nokkuð í land með að ná ljósmyndagæðum nema afar dýrar vélar, en nú er svo komið að þar sem hraði skiptir meginmáli standa engar hefðbundnar ljósmyndavélar starfrænum vélum á sporði. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 1201 orð

Stafrænir mynddiskar EINS og allir vita, sem á annað borð hafa séð VHS-mynd í sjónvarpi, er sú tækni gölluð um margt og mynd- og

SÍÐUSTU tvö ár hefur staðið harður slagur á milli tækjaframleiðenda um nýjan staðal fyrir myndaafspilunartæki og á endanum fór öðruvísi en í bandmyndaslagnum; besta tæknin sigraði. Sú tækni, sem þróuð var fyrir tilstilli Toshiba meðal annars, kallast DVD og hentar ekki síður fyrir tölvuheiminn en heimabíóið. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 332 orð

Tekist á um einkaleyfi

ÞRÓUN tækni og búnaðar er kostnaðarsöm og því ekki nema von að menn vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð; fá einkaleyfi á búnaði eða hugmynd nógu lengi til að ná inn þróunarkostnaði og ríflega það. Oftar en ekki eru menn aftur á móti ósammála um það hver var fyrstur með hugmynd eða lausn og iðulega lenda slík mál fyrir dómstólum. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 1227 orð

Tölvuleikir koma að gagni vantar Sumir hafa haldið því fram að einkatölvur séu dýrustu leikföng sögunnar því þeir sjá ofsjónum

Tölvuleikir koma að gagni vantar Sumir hafa haldið því fram að einkatölvur séu dýrustu leikföng sögunnar því þeir sjá ofsjónum yfir því hve ungmenni sita límd við tölvurnar í stað þess að vera í fallinni spýtu eða kýló. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 310 orð

Tölvunámskeið Prenttæknistofnunar

TÖLVUNÁMSKEIÐ eru umfangsmikill þáttur í starfi Prenttæknistofnunar, enda er höfuðhlutverk hennar að auka verkþekkingu og kenna ný vinnubrögð í nýrri tækni. Stofnunin býður upp á sjötta tug námskeiða í haust og vetur. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 681 orð

UNISYS sækir inn á Íslandsmarkað

LÍTIÐ hefur borið á bandaríska stórfyrirtækinu UNISYS á íslenskum tölvumarkaði til þessa, en í liðinni viku bárust fregnir af því að fyrirtækið hefði hafið sókn inn á íslenskan tölvumarkað. Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar nýtt stórfyrirtæki haslar sér völl á tölvumarkaði hér og því meiri fréttir þegar eitt af helstu tölvufyrirtækjum heims á í hlut, Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 186 orð

UNIX er ekki síst vinsælt fyrir öflugan innbyg

UNIX er ekki síst vinsælt fyrir öflugan innbyggðan öryggisþátt. Framleiðendur Unix eru aftur á móti fjölmargir og þó grunnþættir séu þeir sömu er víða brugðið útaf, enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Santa Cruz Operation, SCO, framleiðir UnixWare og hefur gert allt frá því Novell gaf það frá sér. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 1140 orð

Uppáhaldshandavinnan Íslendingar hafa tekið alnetinu og veraldarvefnum vel og þegar eigum við ýmsar vefsíður sem þykja með því

Íslendingar hafa tekið alnetinu og veraldarvefnum vel og þegar eigum við ýmsar vefsíður sem þykja með því besta sem sést á vefnum, þar á meðal vefsíður Iceland Review á slóðinni http://www.centrum.is/icerev/.index.html. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 989 orð

Upplýsingar í æð

PRENTMESSA" heitir mikil sýning sem Prenttæknistofnun hefur skipulagt í Laugardalshöll og hefst á föstudag. Þar sýna ýmislegt prentkyns, sem er nánast allt um leið tölvukyns, nokkrir helstu tölvusalar landsins og ýmis fyrirtæki önnur. Forsvarmaður Prenttæknistofnunar og um leið skipuleggjandi sýningarinnar er Hjörtur Guðnason. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 619 orð

Útgáfa á sviði laga og réttar LAGASAFN Íslands er til í stafrænum búningi til mikls hagræðis fyrir alla þá sem í lagaskræðum

LAGASAFN Íslands er til í stafrænum búningi til mikls hagræðis fyrir alla þá sem í lagaskræðum þurfa að blaða. Útgefandi er útgáfu- og hugbúnaðarfyrirtækið Úrlausn-Aðgengi samkvæmt samningi við dómsmálaráðuneytið. Lagasafninu er dreift á disklingum, og væntanlegt á geisladiski, og er sett upp á staðarnet eða einkatölvu notanda. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 1974 orð

Vinsælasta fjölnotendakerfi heims AS/400 er vinsælasta fjölnotendakerfi heims og ekkert lát á ef marka má Frank Soltis,

DR. FRANK Soltis er einn af aðalhönnuðum IBM og tók á sínum tíma þátt í að þróa AS/400 umhverfið fyrir IBM, sem er vinsælasta fjölnotendakerfi heims, aukinheldur sem hann hefur tekið þátt í heildarstefnumörkun fyrirtækisins á tölvusviðinu. Soltis nýtur mikillar virðingar í tölvuheiminum og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og skrif. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 181 orð

ÞAÐ ÞYKIR saga til næsta bæjar að örgjörvaframleiðandinn Intel ætla

ÞAÐ ÞYKIR saga til næsta bæjar að örgjörvaframleiðandinn Intel ætlar að blanda sé í nettölvuslaginn þó óbeint sé. Þannig hefur Intel lýst því yfir í vikunni að fyrirtækið hygðist framleiða einfalda og ódýra tölvu í lokuðum kassa, þ.e. ekki verður ætlast til þess að kaupandinn sé að fikta í innviðum tölvunnar. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 200 orð

(fyrirsögn vantar)

MEÐAL helstu ástæðna þess að alnetsstaðlar lögðu undir sig samskiptaheiminn er að þeir eru svokallaðir opnir staðlar. Lengi hafa menn reyndar deilt um hvenær staðlar geti kallast opnir, en fyrir skemmstu greip Microsoft til þess ráðs að skipta um nafn á OLE-tækni sinni, útfra hana frekar og kalla ActiveX. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 357 orð

(fyrirsögn vantar)

PRENTARAR verða sífellt ódýrari og þannig kosta leysi- eða bleksprautuprentarar, sem seldust á 40-50.000 kr. á síðasta ári, ekki nema 15-20.000 krónur nú. Fyrir vikið eru prentarar að verða jafnalmenn eign og einkatölvur, enda má segja að það standi ekki lengur í nokkrum tölvueiganda að kaupa sér líka prentara. Meira
29. september 1996 | Blaðaukar | 273 orð

(fyrirsögn vantar)

HUGVIT Pétur Pétursson hjá Músum og mönnum segir frá því hverig fyrirtækið sló Apple við/10 Íslenskur hugbúnaðariðnaður er í uppsveiflu þrátt fyrir ýmsar blikur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.