Greinar laugardaginn 24. maí 1997

Forsíða

24. maí 1997 | Forsíða | 114 orð

Horft um veröld víða

EFTIR erfiða göngu náðu íslensku fjallgöngumennirnir þrír, Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, á tind Everestfjalls, hæsta fjalls veraldar, á miðvikudagsmorguninn. Þá var þessi mynd tekin og sendu fjallgöngumennirnir myndina til Morgunblaðsins í gær eftir tveggja daga ferð af tindinum niður í grunnbúðir. Meira
24. maí 1997 | Forsíða | 165 orð

Í fangelsi fyrir símtal

ÞRJÁTÍU og fimm ára bankamaður, Peter Mill, var dæmdur í sex mánaða fangelsi í gær fyrir að valda dauðaslysi er hann talaði í farsíma er hann ók heim úr vinnu. Atvikið átti sér stað á beygju en meðan Mill hlustaði á rödd konu sinnar á símsvara farsímans bar Rover-bíl hans yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann skall á bifreið sem á móti kom. Meira
24. maí 1997 | Forsíða | 385 orð

Tshisekedi andvígur stjórn Kabíla

HERSVEITIR Laurents Kabila, sjálfskipaðs forseta Lýðveldisins Kongó, brutu á bak aftur mótmæli gegn stjórn hans í Kinshansa í gær. Þar voru að verki stuðningsmenn Etiennes Tshisekedis sem ekki hlaut sæti í stjórn Kabilas þó hann sé einn kunnasti andstæðingur Mobutus Sese Sekos fyrrverandi einræðisherra í Zaire. Meira

Fréttir

24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

45% féllu í stærðfræði

45% NEMENDA í 3. bekk, þ.e. á fyrsta ári, í Menntaskólanum í Reykjavík féllu á stærðfræðiprófi í vor og hefur fallhlutfall í greininni aldrei verið jafnhátt í skólanum og nú. Yngvi Pétursson, konrektor, segir að stór hluti hópsins muni ná endurtekningarprófi eða standast lokatilraun til prófs í haust. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 474 orð

66 milljóna króna jarðskjálftamælum sökkt í sjó

VARÐSKIPIÐ Óðinn kom í fyrradag úr nokkurra daga ferð þar sem 22 jarðskjálftamælum var komið fyrir á hafsbotni frá Öxarfirði og vestur í mynni Skagafjarðar og norður fyrir Kolbeinsey. Einnig var ætlunin að koma fyrir jarðskjálftamæli í Kolbeinsey sjálfri, en vegna mikils brims reyndist það ókleift. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 574 orð

Aðrar forsendur vænka hag Íslands

"ÞAÐ er rangt í skýrslunni um kennslu, nám og rannsóknir á háskólastigi að hér séu færri háskólamenntaðir en í OECD löndunum," segir Tryggvi Þór Herbertsson hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samtali við blaðið. "Skýrsla menntamálaráðherra er að öðru leyti góð en ég er ekki sáttur við forsendurnar sem sýna laka stöðu Íslands meðal þessara þjóða," segir hann. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Afmælisdagskrá á Egilsstöðum

FIMMTÍU ár eru í dag liðin frá því að lög um stofnun Egilsstaðakauptúns voru samþykkt á Alþingi og tíu ár frá því Egilsstaðabær fékk bæjarréttindi. Þessara atburða verður minnst á Egilsstöðum í dag og á morgun. Egilsstaðabúa minnast afmælis sveitarfélagsins með ýmsum hætti allt afmælisárið og ná hátíðahöldin hámarki í lok næsta mánaðar þegar raunverulegur afmælisdagur nálgast. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Afmælisdagskrá um helgina

ÞESS verður minnst með hátíðardagskrá í dag og á morgun að 100 ár eru liðin frá stofnun Landakotsskóla í Reykjavík. Dagskráin hefst með athöfn í Kristskirkju klukkan 15 í dag. Þar verður tónlistarflutningur, ritningalestur, bæn og ávörp verða flutt. Klukkan 15:45 hefst dagskrá í samkomutjaldi. Að því búnu verður gestum boðið að ganga í skólann og skoða sýningar um starf hans. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 474 orð

Áfallalaus ferð niður ísfallið

ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon komu í grunnbúðir á Everestfjalli snemma í gærmorgun að íslenskum tíma eftir nokkurra klukkutíma göngu úr þriðju búðum yfir Khumbu- ísfallið. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Átta fundir í Karphúsinu

ÁTTA stéttarfélög áttu fundi með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara í gær. Kennarar, Félag fréttamanna, Félag starfsfólks í veitingahúsum, Félag hjúkrunarfræðinga, Flugfreyjufélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félag flugmálastarfsmanna Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur vegna starfsmanna ríkisins hjá Sjúkrahúsi Suðurnesja áttu fundi með viðsemjendum sínum í gær. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 75 orð

Átök á síðasta degi kosningabaráttu

UNGUR stuðningsmaður Sameinaða Framfaraflokksins (PPP) í Indónesíu veifar flokksfánanum á hlaupum fram hjá brennandi hjólbörðum í miðborg höfuðborgarinnar Djakarta í gær. Hópum stuðningsmanna andstæðra stjórnmálafylkinga lenti saman í ofbeldisfullum óeirðum á síðasta degi kosningabaráttunnar í landinu, en þingkosningar fara þar fram hinn 29. þessa mánaðar. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Bíóborgin 10 ára

FORTÍÐARSTEMMNINGIN verður ríkjandi í Sambíóunum á Snorrabraut laugardaginn 24. maí. Þá verða liðin tíu ár frá því að Sambíóin opnuðu þar kvikmyndahúsið Bíóborgina, eftir gagngerar endurbætur og breytingar á hinu sögufræga Austurbæjarbíói. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Boja nuddnámskeið

HALDIÐ verður Boja nuddnámskeið á vegum Félags íslenskra snyrtifræðinga helgina 24. og 25. maí að Ingólfstræti 5 í risinu kl. 10­17 báða dagana. Hingað til lands hefur verið fenginn kennari að nafni Robert Jaaltink. Hann er þýskættaður en hefur unnið mikið í Suður-Afríku, Norður- og Suður-Ameríku, Kanada, Spáni, Póllandi, Ísrael, Mið-Austurlöndum, Kína og á Norðurlöndunum. Meira
24. maí 1997 | Landsbyggðin | 67 orð

Búðirnar fjarlægðar

Flateyri-UM þessar mundir eru staddir hérna á Flateyri starfsmenn á vegum Landsvirkjunar við að fjarlægja búðirnar sem Landsvirkjun lánaði Flateyringum eftir snjóflóðið á sínum tíma. Búðir þessar hefur Fiskvinnslan Kambur notað undir starfsmenn frystihússins og hafa hátt í 30 manns búið þar í einu þegar mest var. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Byggingadagar '97 um helgina

Samtök iðnaðarins standa fyrir árlegum byggingardögum um helgina. Kjörorð Byggingadaga 1997 er Hús skulu standa. 30 félög og fyrirtæki taka þátt í Byggingadögum að þessu sinni og kynna nýjungar í þjónustu og framleiðslu. Mörg þeirra hafa opið hús um helgina, auk þess sem Samtök iðnaðarins standa að sýningu í Perlunni. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Danskan kom best út

MEÐALEINKUNN nemenda sem tóku samræmt grunnskólapróf í dönsku í ár var nokkru hærri en í fyrra og kom danskan raunar best út af samræmdu greinunum þetta árið, að sögn Þórólfs Þórlindssonar, forstöðumanns Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð

Deilan enn í hnút og verkfallsátök harðna

TIL handalögmála kom milli löndunarmanna í Grundarfirði og verkfallsvarða Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði þegar reynt var að afferma togarann Bessa ÍS í Grundarfirði í gærmorgun. Verkfallsvörðum tókst að stöðva löndunina og fóru löndunarmenn frá bryggju. Að sögn verkfallsvarða eru þetta hörðustu átök sem þeir hafa lent í frá því verkfallið hófst. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 415 orð

Ekki stefnt að sambandsríki

FORSETAR Rússlands og Hvíta- Rússlands undirrituðu í gær nýjan og útvatnaðan samning um bandalag ríkjanna þar sem þeir skuldbinda sig til að standa vörð um pólitísk réttindi þegnanna og efnahagsumbætur. Samningurinn byggist á málamiðlun og ljóst er að hann leiðir ekki til þess að löndin sameinist í sambandsríki. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 495 orð

Evrópusambandið búið í stakk fyrir kröfur nýrrar aldar

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins, ESB, komu saman í hollenzka bænum Noordwijk í gær til að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund ESB í Amsterdam 16.-17. júní næstkomandi, þar sem til stendur að ljúka ríkjaráðstefnunni svokölluðu og ganga frá endurbótum á stofnsáttmála sambandsins. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 846 orð

Fallhlutfall aldrei jafn hátt

STÓR hluti þeirra nemenda sem falla á stærðfræðiprófi í MR munu ná því á endurtekningarprófi síðar í vor að sögn Yngva Péturssonar konrektors og hann tekur fram að þau geti gert lokaatrennu til prófs í haust. Meira
24. maí 1997 | Landsbyggðin | 94 orð

Félagsmiðstöð aldraðra tekin í notkun

Vopnafirði-Það var margt um manninn þegar Vopnafjarðarhreppur tók í notkun félagsmiðstöð aldraðra í Sundabúð á Vopnafirði fyrir skömmu. Félagsmiðstöðin er öll hin glæsilegasta og mun án efa koma að góðum notum í framtíðinni. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fjölskyldukaffi Siglfirðingafélagsins

ÁRLEGT "fjölskyldukaffi" Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldið að Kirkjuhvoli í Garðabæ [safnaðarheimili Vídalínskirkju] á morgun, sunnudag 25. maí, og hefst klukkan þrjú miðdegis. Á undan kaffisamsætinu verður guðsþjónunusta í kirkjunni, sem hefst klukkan tvö. Sr. Bragi Friðriksson predikar. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 629 orð

Forvarnir í verki

Árleg álfasala SÁÁ fer fram dagana 23. til 25. maí. Allur hagnaður af sölunni rennur til forvarnadeildar SÁÁ. Starf deildarinnar miðar að því að veita þeim aðilum fræðslu sem tengjast eða vinna með unglingum, þar á meðal foreldrum, kennurum og íþróttafélögum. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Framkvæmdir í Straumsvík á undan áætlun

ALUSUISSE tilkynnti í vikunni að stækkun álversins á Íslandi gengi betur en reiknað var með og henni yrði lokið nokkrum mánuðum fyrr en áætlað var. 120 af 160 einingum í nýju keralínunni, keralínu 3, hefur verið komið fyrir. Nýju kerin verða tekin í notkun í júlí en stækkun steypuskálans verður lokið í ágúst. Stækkuninni átti að ljúka í árslok. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Fræðslufundur um gróðurkortagerð

SÍÐASTI fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessari vorönn verður haldinn mánudaginn 26. maí kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Lögbergi, lagadeildarhúsi Háskólans. Á fundinum flytur Guðmundur Guðjónsson, landfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, erindi sem hann nefnir Gróðurkortagerð. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Fyrirspurnir í borgarráði vegna kostnaðarhækkana

BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram fyrirspurnir í borgarráði vegna hækkunar á kostnaði vegna ráðstefnu og ferða til útlanda á vegum Reykjavíkurborgar milli áranna 1994­1996. Jafnframt er óskað eftir skýringum á hærri kostnaði vegna sérstakra athugana og úttekta á vegum borgarinnar og hærri niðurgreiðslum til Strætisvagna Reykjavíkur. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Fækka stangadögum í Laxá um 150

LAXÁRFÉLAGIÐ hefur fækkað stangadögum á veiðisvæðum sínum í Laxá í Aðaldal um 150 fyrir komandi sumar. Þetta er gert í tilraunaskini með tilliti til þess að veiði hefur farið minnkandi í Laxá síðustu sumur. Gera menn sér vonir um að hvoru tveggja gerist, að álagið á laxastofn árinnar minnki og veiðimenn fái meira í sinn hlut í bættri veiði. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Gjafir Félags nýrnasjúkra

FÉLAG nýrnasjúkra fagnaði 10 ára afmæli sínu þann 30. október á liðnu ári. Félagið er öllum opið en félagsmenn eru einkum nýrnasjúklingar, aðstandendur þeirra og fólk úr heilbrigðisstéttum sem hefur áhuga á málefnum nýrnasjúkra. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Græna hliðin upp

AKUREYRINGAR hafa tekið gleði sína á ný eftir langan kuldakafla en síðustu viku hefur veðrið verið einstaklega gott og gerir veðurspá ráð fyrir að áfram verði hlýtt á norðan- og austanverðu landinu. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hengilssvæðið gengið

FERÐAFÉLAG Íslands efnir sunnudaginn 25. maí til fyrstu göngu af sjö um gönguleiðir á Hengilssvæðinu en gengnir verða alls 70 km í 7 ferðum, 1 km fyrir hvert ár 70 ára sögu Ferðafélagsins. Í fyrsta áfanganum verður gengið um Folaldadali og Jórugil að Nesjaskógum. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Hjálp fyrir börn með geðræn vandamál of lítil

ÞORVALDUR Veigar Guðmundsson, lækningarforstjóri Landspítalans, segir upplýsingar aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra þess efnis að óánægja ríki hjá yfirmönnum sjúkrahússins með afköst Barna- og unglingageðdeildar ekki vera frá þeim komnar. Hann segir hjálp fyrir börn með geðræn vandamál vera of litla í þjóðfélaginu. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 184 orð

Hunsa bann um að birta kannanir

FJÖGUR frönsk dagblöð og útvarpsstöð, sem virtu vettugi bann við birtingu skoðanakannana viku fyrir kosningarnar um helgina, eiga nú yfir höfði sér stefnu frá opinberri nefnd, sem hefur með höndum eftirlit með skoðanakönnunum. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hægt að fylgjast með frönsku kosningunum

FRANSKA sendiráðið og Alliance Française í Reykjavík vilja koma því á framfæri að í tilefni af kosningunum í Frakklandi verður skrifstofa Alliance Française í Austurstræti 3 opin almenningi svo fylgjast megi með kosningasjónvarpi sjónvarpsstöðvarinnar TV5 í beinni útsendingu. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 575 orð

Hörðustu átök sem orðið hafa frá upphafi verkfalls

ÁTÖK brutust út á milli verkfallsvarða Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði og löndunarmanna í Grundarfirði í gærmorgun þegar reynt var að afferma togarann Bessa. Um tíu verkfallsverðir komu frá Vestfjörðum í fyrrinótt til að stöðva löndunina úr skipinu, sem þangað kom frá Hafnarfirði þar sem tilraunir til löndunar höfðu reynst árangurslausar. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Íslandi og Noregi verði tryggður sami réttur

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norðurlanda eru sammála um að hugsanleg innlimun Schengen-vegabréfasamstarfsins í Evrópusambandið verði að tryggja áframhaldandi vegabréfsfrelsi á Norðurlöndunum. Þá verði að tryggja Íslandi og Noregi sömu réttindi og möguleika á þátttöku í ákvarðanatöku og kveðið sé á um í núverandi samstarfssamningum ríkjanna við aðildarríki Schengen-samningsins. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 359 orð

Komið að máls-vörn McVeighs

SAKSÓKNARI hefur nú lokið málflutningi sínum við réttarhöldin í Denver í Bandaríkjunum vegna sprengingarinnar í alríkisbyggingunni í Oklahoma City árið 1995. Eini sakborningur réttarhaldanna er Timothy McVeigh, hægri öfgamaður sem saksóknari segir hafa skipulagt og framkvæmt tilræðið í hefndarskyni gegn alríkislögreglunni. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Kvikmyndir í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru alla sunnudaga kl. 14 í Norræna húsinu. Á sunnudaginn kemur verður danska barna- og fjölskyldumyndin "Den store badedag" sýnd. Myndin fjallar um Gúsaf Adólf sem er 7 ára snáði er elst upp í verkamannafjölskyldu í Kaupmannahöfn í lok 4. áratugarins. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Kynning á sjókajak

SVEITAHÓTELIÐ Flókalundur og Ultima Thule Expeditions verða með kynningu á skipulögðum sjókajakferðum í sumar í dag, laugardaginn 24. maí. Kynningin verður í Nauthólsvík og geta þeir sem eru eldri en 16 ára og hafa áhuga á sjókajak fengið að reyna bátana undir leiðsögn reyndra ræðara frá kl. 10­16. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Laxinn farinn að sýna sig

LAXVEIÐI á stöng hefst í morgunsárið 1.júní næst komandi er veiðimenn ganga til veiða í Norðurá og Þverá í Borgarfirði. Fyrstu laxarnir eru gengnir í árnar, fimm sáust í Haffjarðará á sunnudag og í gærmorgun komu menn auga á þrjá væna í Kvíslafossi í Laxá í Kjós. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

LEIÐRÉTT

AF MYNDATEXTA með frásögn af "Þriggja ættliða sópran" í Morgunblaðinu í gær mátti ráða, að þar færi allur kirkjukór Tjarnarkirkju. Hið rétta er, að kórinn skipa 15 manns af Vatnsnesi og úr Vesturhópi. Beðist er velvirðingar á þessu. Frá Arnarhóli Í FRÉTT í blaðinu í gær um gæðingakeppni Fáks segir að Farsæll sé frá Arnarholti. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Guðsþjónusta á dvalarheimilinu Hlíð kl. 16. Prestur sr. Guðmundur Guðmundsson. GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 14 á morgun, Kirkjuheimsókn frá Húsavík, sr. Sighvatur Karlsson ásamt organista og Kirkjukór Húsavíkur þjóna ásamt sóknarpresti. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 551 orð

Miklabraut verði lögð í stokk að Stakkahlíð

"VIÐ hlustum alltaf á ykkur ­ hlustið þið núna á okkur," stóð á einum borðanum sem íbúar við Miklubraut héldu á og beindu að akandi umferð á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar sem þeir stöðvuðu í um tíu mínútur um fimmleytið í gær til þess að vekja athygli á óviðunandi ástandi af völdum hávaða- og loftmengunar við Miklubraut. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

"Mjög gagnlegur" fundur og annar fljótlega

EMBÆTTISMENN frá Íslandi annars vegar og Danmörku fyrir hönd Færeyja og Grænlands hins vegar héldu samningafund í Kaupmannahöfn á þriðjudag um mörk efnahagslögsögu ríkjanna. Deilt hefur verið um lögsögumörkin milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar en Danir viðurkenna ekki Kolbeinsey og Hvalbak sem grunnlínupunkta íslenzku lögsögunnar. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Myndir fréttaritara á Selfossi

SÝNING með ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins verður opnuð í verslunarmiðstöðinni Kjarnanum á Selfossi í dag. Fyrr á þessu ári var efnt til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara Morgunblaðsins frá árunum 1995 og 1996. 26 bestu myndirnar að mati dómnefndar voru verðlaunaðar og hafa verið þennan mánuð hafðar til sýnis í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 326 orð

Nám fyrir innlenda og erlenda hópa

SUMARHÁSKÓLI á Akureyri tekur til starfa nú í sumar, en hann er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og Gilfélagsins, en auk þess hafa Myndlistarskólinn á Akureyri og Tónlistarskólinn á Akureyri komið að starfi hans. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Njarðvíkurmær var valin fegurst

HARPA Lind Harðardóttir, tvítug Njarðvíkurmær, var kjörin Fegurðardrottning Íslands 1997 á Hótel Íslandi í gærkvöldi, en úrslitin voru kunngjörð á miðnætti. Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, Fegurðardrottning Íslands 1996, krýndi arftaka sinn, en Sólveig er einnig úr Njarðvíkum. Svo skemmtilega vill til að systir Hörpu, Brynja Björk, varð í 3. sæti í keppninni árið 1995. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ný björgunarskip til hafnar

TVÖ ný björgunarskip Slysavarnafélags Íslands komu til hafnar í Reykjavík í gær og verða sýnd almenningi í Reykjavíkurhöfn í dag. Um næstu helgi verður þeim veitt viðtaka í nýjum heimahöfnum á Ísafirði og Siglufirði. SVFÍ festi kaup á skipunum tveimur frá Þýskalandi þar sem þau hafa verið í rekstri. Þau eru smíðuð 1969, 18,9 metra löng, 4,3 metra breið og 45 brúttótonn. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 338 orð

Opið hús í Straumsvík

ISAL og starfsfólk þess býður landsmönnum í heimsókn í álverið í Straumsvík sunnudaginn 25. maí kl. 10­17. Undanfarið ár hefur verið mjög annasamt hjá ISAL. Ber þar hæst stækkun verksmiðjunnar sem komin er á lokastig. Stefnt er að gangsetningu fyrstu keranna í nýjum kerskála í júlíbyrjun. Meira
24. maí 1997 | Miðopna | 326 orð

Orðið of persónulegt

FEÐGARNIR Guðmundur Svavarsson og Ævar Guðmundsson voru við aðgerð í báti sínum, Golunni, í höfninni á Suðureyri; höfðu skroppið eftir rauðmaga í soðið en eru annars á þorskveiðum með handfærum. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 930 orð

Óblíður Everest

"EVEREST hefur verið okkur óblíður síðustu tvö ár," segir Todd Burleson, einn leiðangursstjóranna, sem bíða þess að komast upp á hæsta fjall heims. Rúmlega 300 manns eru í tjaldbúðum í hlíðum Everest, 170 manns sunnanmegin og 150 norðanmegin, og stór hluti þeirra hyggur á uppgöngu. Veður hafa verið válynd og það var ekki fyrr en í vikulok sem skriður komst á málið. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Ók á 171 km hraða

ÖKUMANNI sem var á ferð á Eyrarbakkavegi seint í fyrrakvöld virðist hafa legið mikið á, því hann ók á 171 km hraða. Ökuferðin fékk þó snöggan endi, þar sem lögreglan í Árnessýslu stöðvaði manninn og færði hann á lögreglustöð, þar sem hann var sviptur ökuleyfi. Meira
24. maí 1997 | Miðopna | 113 orð

Óvisssa um sumarvinnu

NOKKUR óvissa er hjá mörgum unglingum vestra vegna sumarvinnu sem oft hefur verið hægt að ganga að hjá fiskvinnslufyrirtækjunum. Ljóst er að minna verður ráðið t.d. í rækjuvinnslu bæði vegna áhrifa verkfalls og meiri sjálfvirkni. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Rafiðnaðarmenn hjá P&S samþykktu

Í GÆR voru talin atkvæði í kosningu um nýgerðra kjarasamning milli Rafiðnaðarsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands vegna Pósts og síma hf. Á kjörskrá vrou 247, atkvæði greiddu 206 eða 83,4%. Já sögðu 152 eða 73,7%. Nei sögðu 53 eða 25,7%. Auður var 1 seðill eða 0,5%. Samningurinn var því samþykktur. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 176 orð

Rekin vegna ástarsambands

FYRSTA konan, sem flogið hefur B-52 sprengjuflugvélum, hefur enn ekki tekið ákvörðun um viðbrögð sín við úrskurðiherdómstóls íBandaríkjunum,sem vék henni úrhernum en þó ekkimeð vansæmd, ístað þess að réttaí máli hennar. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Reykskynjarar í öll hús í Garði

FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Hofi hafa að undanförnu gengið í öll hús í þorpinu og fært húseigendum reykskynjara að gjöf. Þetta er gert í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins og er verðmæti skynjaranna 327.600 krónur. Fyrr á árinu færðu þeir börnum í bænum endurskinsborða og veifur á reiðhjól. Reykskynjararnir eru af bestu gerð, viðurkenndir af Brunamálastofnun ríkisins. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Safna fé til að styrkja mæðgurnar í Neðstaleiti 1

FORMAÐUR Hundaræktarfélags Íslands, Guðmundur Helgi Guðmundsson, hefur stofnað reikning í Íslandsbanka við Hlemm til styrktar þeim mæðgum, Kristínu og Dagbjörtu Ingu Olsen, svo þær geti staðið straum af lögfræðikostnaði vegna atviksins í Neðstaleiti 1. Meira
24. maí 1997 | Landsbyggðin | 127 orð

Saman í reiðtúr

Hellu-Það er orðinn árviss viðburður að rangæskar konur fari í sameiginlegan reiðtúr í sumarbyrjun. Nú sem fyrr var fjölmenni og komu konur úr allri sýslunni til að skemmta sér saman eina kvöldstund. Lagt var upp frá hesthúsahverfunum á Hellu og Hvolsvelli og riðið sem leið liggur að golfskálanum á Strönd, sem er miðja vegu milli þorpanna tveggja. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð

Sérstaðan felst í nálægð við náttúruna

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnti í gær stefnumótun Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu til næstu fimm ára. Stefnt er að því að árið 2002 verði Reykjavík þekkt sem hreinasta höfuðborg Evrópu með stórbrotna náttúru og útivistarmöguleika á næsta leiti og sem áhugaverður áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna allt árið um kring. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Síðustu sýningar á Latabæ

BARNALEIKRITIÐ Áfram Latibær hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í 45 sýningar. Um tuttugu þúsund manns hefa séð sýninguna. Síðasta sýning verður 25. maí og er uppselt á hana en allra síðasta sýning verður laugardaginn 31. maí. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Símaskráin komin út

SÍMASKRÁIN 1997 er komin út og verða afhendingarseðlar póstlagðir á mánudag. Gegn framvísun seðilsins á næstu póst- og símstöð fá símnotendur afhenta eina skrá í einu bindi með linri kápu. Rétthafi hvers símanúmers fær eina skrá. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Skólaslit

TÓNLISTARSKÓLA Eyjafjarðar verður slitið í Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit næstkomandi mánudagskvöld kl. 21. Þar með lýkur níunda starfsári skólans. Á skólaslitunum verða flutt tónlistaratriði og kennarar afhenda nemendum skólaeinkunnir og umsagnir. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Sniglar og lögregla funda

SNIGLARNIR, Bifhjólasamtök lýðveldisins, héldu sinn árlega vorfund í vikunni. Meðlimir fjölmenntu á fundinn, en á honum voru samskipti bifhjólamanna og lögreglu, umferðarslys á mótorhjólum, tryggingamál og átaksverkefni samtakanna til umræðu. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 249 orð

Stríðsglæpadómur í Þýskalandi ÞÝSKUR dómstóll

ÞÝSKUR dómstóll dæmdi í gær Bosníu-Serbann Novislav Djajic, sekan um aðild að fjöldamorðum á 14 múslimum í Bosníustríðinu og var maðurinn dæmdur í fimm ára fangelsi. Þetta eru fyrstu stríðsréttarhöldin í Þýskalandi frá því í lok heimsstyrjaldarinnar síðari en þýsk dómsmálayfirvöld voru fengin til að rétta í málinu vegna álags á stríðsglæpadómstólinn í Haag. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Stuðningur við vestfirskt verkafólk

MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi ályktanir stjórnar BSRB og Verkalýðsfélags Húsavíkur: "Stjórn BSRB sendir launafólki á Vestfjörðum, sem á í verkfalli, baráttukveðjur og lýsir áhyggjum yfir því ástandi sem hefur skapast hjá einstaklingum og fjölskyldum. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sýning í Seljahlíð

OPNUÐ verður hin árlega vorsýning á handverki íbúa í Seljahlíð í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 14. Á sýningunni verða leirmunir, gólfteppi, tauþrykk, útsaumur og prjónles. Sýningin, sem sett er upp í húsakynnum Seljahlíðar í Hjallaseli 55, stendur í þrjá daga, laugardag, sunnudag og mánudag, og er opin frá klukkan 14­17 alla dagana. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 228 orð

Sýslumaður láti fjarlægja vegartálma

LÖGMAÐUR hestamannafélaganna Funa í Eyjafjarðarsveit og Léttis á Akureyri hefur farið þess á leit við Vegagerðina að hestamannafélögin og Vegagerðin óski sameiginlega eftir því við sýslumanninn á Akureyri að vegartálmar á gamla veginum frá Akureyri inn að Hrafnagili verði fjarlægðir. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Tekjutap um 4,3 milljarðar króna

AFURÐAVERÐ á skelflettri rækju lækkaði um 18,52% á síðasta ári samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Miðað við 23.000 tonna ársframleiðslu hefur rækjuvinnslan í landinu því orðið af um 4,3 milljörðum króna vegna verðlækkananna. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tóku bíla í óleyfi á bílasölum

LÖGREGLAN handtók í fyrrinótt tvo menn um tvítugt sem höfðu verið stöðvaðir á bifreið er tekin hafði verið í óleyfi af bílasölu nokkru áður. Mennirnir reyndu að hlaupa laganna verði af sér, en náðust. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 244 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir berserksgang undir stýri lyftara

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands dæmdi í gær 22 ára gamlan mann á Akureyri í tveggja ára fangelsi fyrir að stofna lífi og velferð fólks í augljósan háska, raska umferðaröryggi, og fyrir stórfelld eignarspjöll, líkamsárás, árás á lögreglumann í starfi, ölvunarakstur og fleiri brot. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa þann 15. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Umgjörð um menningarstarfsemi

Í TENGSLUM við Aksjón, akureyrskt sjónvarp, hefur verið opnaður samkomustaður í kjallara gamla Hótels Akureyrar í Hafnarstræti 98. Staðnum er ætlað að vera umgjörð fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi, tónlistarflutning, fyrirlestra, fundi og mannfagnað af ýmsu tagi. Með sumrinu er ætlunin að sjónvarpa frá uppákomum þessum í bæjarsjónvarpi Akureyringa. Meira
24. maí 1997 | Miðopna | 793 orð

Uppbygging haldi áfram þrátt fyrir erfiðleika

VERKFALLIÐ á Vestfjörðum hefur mest áhrif haft á fyrirtæki í fiskvinnslu þar sem starfsemin liggur niðri, tekjur tapast og sölusamningar, og fyrirtæki í þjónustu við útgerð og fiskvinnslu hafa einnig lítil verkefni. Spyrja má einnig hvort merkjanleg séu einhver langtímaáhrif eða varanleg áhrif. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Vordagar í Hafnarfjarðarsókn

EFNT verður til Vordaga í Hafnarfjarðarsókn fyrir átta ára börn (fædd 1989) frá þriðjudeginum 27. maí til sunnudagsins 1. júní nk. Vordagarnir eru kristilegt leikjanámskeið þar sem fram fer kristnidómsfræðsla, föndur, íþróttir og leikir. Vordagarnir eru nánast eins og leikjanámskeið eða sumarbúðir í þéttbýli, segir í fréttatilkynningu. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Vorkliður 1997 í dag og á morgun

VORKLIÐUR 1997 er yfirskrift vínartónleika Karlakórs Akureyrar og Geysis sem verða í dag, laugardag kl. 17 og á morgun, sunnudag á sama tíma í íþróttaskemmunni á Akureyri. Kammersveit Akureyrar leikur með kórnum undir stjorn Roars Kvam. Auk kórsins koma fram Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Þorgeir J. Andrésson, tenór og Zymon Kuran, fiðluleikari. Meira
24. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 412 orð

Væri gaman að sálgreina pípara

DAGNÝ Þóra Baldursdóttir deildarstjóri lagnadeildar Byggingavörudeildar Kaupfélags Eyfirðinga er alveg hætt að láta það fara í taugarnar á sér þó sumir karlarnir, sem eru í meirihluta viðskiptavina hennar, efist um að hún kunni skil á tveggja tommu téi, múffu eða nippilhnéi eða öðrum sérhæfðum vörum til pípulagna. Gamalkunnir viðskiptamenn eru líka farnir að kannast vel við hana. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Þingmenn Alþýðubandalagsmeð vorþing í 3 kjördæmum

ÞINGMENN Alþýðubandalagsins og óháðra halda vorþing í þremur kjördæmum landsins á næstu vikum. Farið verður í heimsókn á vinnustaði, félagasamtök verða sótt heim og sveitarstjórnir auk þess sem haldnir verða stjórnmálafundir og félagsfundir með flokkfélögum á stöðunum. Alls verða heimsóttir um 20 þéttbýlisstaðir í þessum kjördæmum auk fjölda staða í dreifbýli. Meira
24. maí 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Þokkalegur afli þrátt fyrir austan brælu

Vestmannaeyjum-Árlegt Hvítasunnumót Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja, SJÓVE, var haldið í Eyjum um helgina. Mótið var jafnframt 35 ára afmælismót félagsins og var því sérstaklega vandað til undirbúnings og dagskrár fyrir mótið. Meira
24. maí 1997 | Miðopna | 377 orð

Þróunarstarf unnið fyrir gýg

STAÐAN er erfið, við máttum ekki við frekari áföllum og vöruþróun sem við höfum unnið að í tengslum við steinbít og nýir markaðir í Þýskalandi tapast og allt það mál er því unnið fyrir gýg, segir Gunnar Örn Kristjánsson framleiðslustjóri hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri. Meira
24. maí 1997 | Erlendar fréttir | 361 orð

Þykir vel til þess fallinn að framfylgja stefnu Jeltsíns

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, setti í gær Ígor Sergejev formlega í embætti varnarmálaráðherra og fól honum það erfiða verkefni að breyta hernum, sem hefur verið í fjárþröng og þótt þungur í vöfum, og byggja upp þunnskipaðri og sveigjanlegri herafla, skipaðan atvinnumönnum. Meira
24. maí 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ökuskóli Audi á Reykjavíkurflugvelli

ÖKUSKÓLI þýska bílaframleiðandans Audi kemur til Íslands með námskeið fyrir ökumenn. Ökuskólinn er starfræktur m.a. í Sviss, Austurríki og Finnlandi og verður hluti af stærra námskeiði sett upp á Reykjavíkurflugvelli. Audi kemur með fimm bíla til þessara nota til landsins, þ.e. tvo Audi A4, tvo Audi 8 og einn Audi A6. Fjórir kennarar koma að utan. Meira

Ritstjórnargreinar

24. maí 1997 | Leiðarar | 617 orð

LeiðariSLÁANDI MUNUR Á FRAMLEIÐNI ORSTEINN Pálsson, sjávarú

LeiðariSLÁANDI MUNUR Á FRAMLEIÐNI ORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hittir naglann á höfuðið er hann segir að munur á framleiðni í íslenzkri fiskvinnslu annars vegar og norskri og danskri hins vegar sé sláandi. Meira
24. maí 1997 | Staksteinar | 347 orð

»SH á tímamótum "NÚ UM áramótin urðu mikil tímamót í sögu Sölumiðstöðvar hraðf

"NÚ UM áramótin urðu mikil tímamót í sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Fimmtíu og fimm ára tímabili fyrirtækisins í samlagsformi lauk með besta rekstrarári félagsins frá upphafi." Þannig hefst leiðari Frosts, fréttabréfs SH, sem ritaður er af Friðriki Pálssyni forstjóra, en fyrirtækið var gert að hlutafélagi um sl. áramót. Meira

Menning

24. maí 1997 | Skólar/Menntun | 384 orð

Áherslan á faglegt starf

ALLMIKLAR breytingar á skólastefnu Kennarasambands Íslands voru samþykktar á áttunda fulltrúaþingi KÍ sem fram fór fyrir skömmu. Meðal annars má nefna að reynt var að hreinsa skólastefnuna af kjaralegum kröfum, þannig að hún taki svotil eingöngu til faglegrar stefnu sambandsins. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 83 orð

Brando sýnilegri en áður

MARLON Brando hefur sýnt áhuga á því að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni "Free Money" ásamt Donald Sutherland og Charles Sheen. Kanadíska kvikmyndafyrirtækið Filmline International framleiðir myndina sem á víst að vera á svipuðum nótum og verðlaunamyndin "Fargo". Brando hefur sést meira og meira í kvikmyndum undanfarin ár, t.d. í "Don Juan DeMarco" og "The Island of Dr. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 480 orð

Búðarloka með stóra drauma

AMERÍSKI draumurinn lifir enn góðu lífi. Það getur kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Kevin Smith staðfest. Hann gerði kvikmyndina "Clerks" árið 1993 sem fjallaði reyndar um allt annað en menn sem "meika" það, en vinsældir hennar gerðu Smith kleift að komast áfram sjálfum. "Clerks" eða Búðarlokurnar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.50 mánudaginn 26. maí. Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Engir speglar á heimilinu

Leikkonan Gillian Anderson, best þekkt úr X-Files þáttunum sem Dana Scully, segist ekki vera með neina spegla heima hjá sér. Ástæðan er ókunn en hún liggur allavega ekki í því að Gillian hugsi lítið um útlit sitt því hún æfir reglulega og borðar sérstakt heilsufæði. Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 134 orð

Flott mamma

ÞAÐ SÉST ekki utan á fyrirsætunni Jennifer Flavin að hún sé nýbúin að ala barn, þar sem hún hefur á mettíma komið líkama sínum í toppform eftir fæðinguna. Kannski engin furða þar sem hún er kærasta eins mesta kyntrölls heims, Sylversters Stallon. Nýfædd dóttir þeirra, Sophia Rose, hefur aftur á móti ekki verið í eins góðu formi og mamman. Hún hefur m. Meira
24. maí 1997 | Skólar/Menntun | 441 orð

Framboð meistaranáms eykst

STEFNT er að því að kennsla til meistaraprófs í verkfræði verði stytt úr u.þ.b. sex árum í fimm og um leið sameinuð lengdu almennu verkfræðinámi, sem áður tók fjögur ár. Með þessari breytingu verður íslenska verkfræðigráðan sambærileg við það sem tíðkast með öðrum verkfræðiskólum, að því er fram kemur í nýju fréttabréfi Háskóla Íslands. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 293 orð

Frábær skemmtun Næturkossinn langi (The Long Kiss Goodnight)

Framleiðandi : Forge. Leikstjóri: Renny Harlin. Handritshöfundur: Shane Black. Kvikmyndataka: Guillermo Navarro. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Geena Davis og Samuel L. Jackson. 115 mín. Bandaríkin. New Line Cinema/Myndform 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 282 orð

Glettin eins og vera ber Emma (Emma)

Framleiðandi: Matchmaker Films. Leikstjóri og handritshöfundur: Douglas McGrath eftir samnefndri sögu Jane Austen. Kvikmyndataka: Ian Wilson. Tónlist: Rachel Portman. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow, Toni Colette, Greta Scacchi, Ewan McGregor, Alan Cummings, Jeremy Northam og Sophie Thompson. 116 mín. Bretland. Miramax/Skífan 1997. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 461 orð

Heilmikið framboð

SPENNA, hasar og ævintýri verða í miklu framboði frá draumaverksmiðjunni amerísku í sumar. Sumarmyndirnar koma á markaðinn í Bandaríkjunum strax í lok maí og koma síðan hver á fætur annarri fram á haust. Hér á Íslandi fáum við að sjá flestar þessar myndir þegar líða tekur á sumarið. Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 134 orð

Kátir og hressir gleðigjafar

STARFSMENN Morgunblaðsins fengu nýlega góða heimsókn hóps eldri borgara sem kallar sig Tónhornið. Hópurinn hittist reglulega í Gerðubergi og stillir saman hljóðfærin, sem eru nikkur, munnhörpur, gítarar og trommur. Átta manns skipa Tónhornið, og fer fjölgandi, að sögn þeirra fimm sem sóttu Morgunblaðið heim. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 140 orð

Kenneth Branagh og Woody Allen

BRESKI leikarinn Kenneth Branagh hefur samþykkt að leika aðalhlutverkið í næstu kvikmynd Woodys Allens. Litlar upplýsingar er að fá að vanda um söguþráð myndarinnar en upptökur hefjast í haust og heyrst hefur að Allen hafi líka boðið Winonu Ryder hlutverk. Meira
24. maí 1997 | Skólar/Menntun | 860 orð

"Kennsluefni í eðlisfræði fyrir yngstu börnin ekki viðunandi"

Eigendur Barnasmiðjunnar ehf., hjónin Elín Ágústsdóttir og Hrafn Ingimundarson, hafa varið hálfri annarri milljón króna til þess að þýða nýjar kennsluleiðbeiningar í eðlisfræði fyrir nemendur í grunnskóla. Arna Schram ræddi við Elínu, þar sem hún segir m.a. að kennslugögn í eðlisfræði fyrir yngstu börnin hér á landi séu langt frá því að vera viðunandi. Meira
24. maí 1997 | Skólar/Menntun | 302 orð

Kröfur um endurskoðun á sérfræðiþjónustu

ÁTTUNDA fulltrúaþing Kennarasambands Íslands haldið 3.­6. maí 1997 hefur sent frá sér allmargar ályktanir. Meðal þess sem þar kemur fram er að þingið fagnar þeirri auknu umræðu um skólamál sem undanfarið hefur verið í þjóðfélaginu. Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 156 orð

Kvikmyndin Tindur Dantes frumsýnd

HÁSKÓLABÍÓ og Sambíóin, Álfabakka, hafa hafið sýningar á kvikmyndinni "Dante's Peak" eða Tindur Dantes eins og hún nefnist á íslensku. Pierce Brosnan og Linda Hamilton leika aðalhlutverkin og leikstjóri er Roger Donaldson. Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 159 orð

Kvikmyndin Öskur frumsýnd

SKÍFAN ehf. kynnir kvikmyndina "Scream" eða Öskur sem frumsýnd verður í Regnboganum, Sambíóunum, Álfabakka og Borgarbíói, Akureyri. Með aðalhlutverk fara Drew Barrimore og Courtney Cox. Með önnur hlutverk fara David Arquette, Newe Campbell, Matthew Lillard o.fl. Leikstjóri er Wes Craven. Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 165 orð

Ljóða- og smásagnakeppni Tónabæjar

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær stendur árlega fyrir ljóða- og smásagnakeppni meðal unglinga úr þeim skólum sem sækja félagsmiðstöðina. Nú var hún haldin í sjötta skipti og þótti þátttaka mjög góð. Tilgangur keppninnar er að auka áhuga unglinga á skrifum. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 80 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Beint í mark (Dead Ahead) Jarðarförin (The Funeral) Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit (Gold Diggers: The Secret of Bear Mountain) Sú fyrrverandi (The Ex) Lokaráð Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 47 orð

Nóg athygli

KÆRASTA Brad Pitts, Gwyneth Paltrow, er búin að fá nóg af allri þeirri athygli sem hún og kærastinn fá í fjölmiðlum. "Ég hef í alvöru áhyggjur af því að ef það birtast fleiri myndir af mér í blöðunum þá fremji lesendur sjálfsmorð," sagði Gwyneth nýlega. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 164 orð

Ný og endurbætt kvikmyndahátíð

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Moskvu hefur veruð endurskipulögð og endurbætt að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Sergei Soloviev. Hátíðin var síðast haldin árið 1995 og þótti misheppnuð. Nú á að reyna aftur og gera mun betur. Tólf kvikmyndir verða valdar til að keppa á hátíðinni og verður Anthony Minghella líklega forseti dómnefndar. Hátíðin verður haldin 19. til 29. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 259 orð

Orðspor stjarnanna

VELGENGNI kvikmyndastjarna er hverful. Eftir nokkrar lélegar eða illa sóttar myndir eiga jafnvel frægustu leikarar erfitt uppdráttar og altalað er að þeir séu á niðurleið. Samkvæmt tímaritinu Premiere segja æðstu menn í kvikmyndaheiminum eftirfarandi um stjörnurnar: Sylvester Stallone Meira
24. maí 1997 | Skólar/Menntun | 214 orð

Skiptinemasamningur endurnýjaður

SKIPTINEMASAMNINGUR milli Háskóla Íslands og Minnesotaháskóla (University of Minnesota) var endurnýjaður um síðustu mánaðamót í Bandaríkjunum. Í ágústbyrjun verður hann undirritaður á Íslandi. Í styrknum felst að einn nemandi frá hvorum skóla er við nám í eitt ár hjá hinum á styrk sem felur í sér niðurfellingu skólagjalda og fjárstyrk til uppihalds. Meira
24. maí 1997 | Fólk í fréttum | 49 orð

Smekkleg hárgreiðsla

ROBERT Urich, sjónvarpsleikarinn góðkunni, er nú að jafna sig eftir baráttu við krabbamein. Hann er því frekar stutthærður á myndinni, sem tekin var á fjáröflunarsamkomu til styrktar baráttu gegn krabbameini í konum. Með honum er Candice Bergen, hverrar eiginmaður, Louis Malle, lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. Meira
24. maí 1997 | Kvikmyndir | 505 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið21.05 ­ Sjá umfjöllun í ramma. Sjónvarpið23.00 Kona nokkur fer úr öskunni í eldinn í þýsku spennumyndinni Í greipum óttans (Kreis der Angst, 1995), þegar hún flýr undan manni sínum inn á æskuheimili sitt en þar taka afar slæmar minningar á móti henni. Meira

Umræðan

24. maí 1997 | Aðsent efni | 1096 orð

Að auðga tilveruna ­ eður ei

NÚ heyrum við oft, að góð menntun sé besta fjárfestingin. En ekki aðeins það. Hún stuðlar mjög að því að auðga líf hvers manns sem hennar nýtur. Og mér er nær að halda að sá þáttur sé sá sem mestu máli skiptir. Sá sem menntast hefur, segjum í tungumálum, hefur þar með hlotið aðgang að ýmsum þeim mennta- og lífsins lindum sem auðga tilveruna það stutta skeið sem við erum hér ofan moldar. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 896 orð

Bílastæðamálin eru að gera út af við verslunina í miðborginni

MIKIL óánægja ríkir hjá hagsmunaaðilum og almenningi varðandi stefnu borgaryfirvalda í bílastæðamálum í miðborg Reykjavíkur. Margar verslanir eru þegar farnar úr Kvosinni og nýjasta dæmið er ein elsta starfandi verslunin, Egill Jacobsen í Austurstræti, sem er að hætta starfsemi. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 825 orð

Fræðsla og framtíð

MORGUNBLAÐIð birti þann 9. mars sl. athyglisverða grein Birgis Einarssonar, kennara í Réttarholtsskóla, þar sem hann fjallar m.a. um starfsfræðslu í skólum. Sem framhald af þeirri umræðu langar mig til þess að nefna nokkur atriði. Árið 1989 hófst 5 ára átak menntamálaráðuneytisins til þess að efla námsráðgjöf og starfsfræðslu í skólum. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 501 orð

Hagnast um hálfa milljón við skilnað

BREYTING sem stjórnvöld gera á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga nú þegar ákveðið var að hækka greiðslurnar vegna launahækkana á almennum markaði, mismunar einstaklingum sem búa einir og hjónum eða sambýlisfólki enn meir en áður. Ráðgert er að bætur hækki, 1997 til 1999. Um leið eru lögð niður ákveðin hlunnindi sem þeir verst settu höfðu. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Hjólaðu veginn til bættrar heilsu

ÞÚ ERT rétt búin(n) að koma þér í þægilega stöðu á hjólinu þegar leiðbeinandinn kallar "upp brekkuna" svo þú rykkir upp stillingunni á stýrinu og "vegurinn" fer úr flatlendi í bratta brekku. "Ennþá brattara" veinar leiðbeinandinn mínútu síðar og yfirgnæfir taktfast vinsældarlistalag Tracy Chapman. Þú stillir þynginguna í botn og þér finnst þú vera að hjóla upp Kambana. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 391 orð

Hlutur búvara í vísitölu neysluverðs frá nóv. 1992 til mars 1997

BÆNDUR þessa lands hafa lagt mikið af mörkum til að stuðla að kjarabótum almennings á síðustu árum. Á meðan flestar vörur og þjónusta hafa hækkað í verði er ekki nóg með að verð á búvörum hafi ekki hækkað neitt, heldur hefur það lækkað í þokkabót. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 720 orð

Hugleiðingar um jarðgöng á Austurlandi

FYRIR nokkrum dögum heyrði ég úr endurtekinni dagskrá síðdegisútvarps Rásar 2, þar sem verið var að fjalla um hvar næstu jarðgöng á Íslandi ættu að koma. Nokkrir sveitarstjórnarmenn vítt og breitt um landið voru spurðir hvar þeir teldu að ætti að bora næst. Siglfirðingar, Vopnfirðingar, Norðfirðingar, Seyðfirðingar, Fáskrúðsfirðingar, Mýrdælingar o.fl. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 666 orð

Hús skulu standa

ÍSLENSKUR byggingariðnaður er um þessar mundir að rétta úr kútnum eftir nokkurra ára niðursveiflu. Eftirspurnin eftir húsnæði eykst og nýbyggingum fer fjölgandi. Vonandi táknar þetta nýtt vaxtarskeið í íslenskum húsbyggingum. Slíkt vaxtarskeið þarf að byggjast á traustum grunni og því er mikilvægt að treysta rekstrarumhverfið með beinum og óbeinum aðgerðum. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 1020 orð

Hvað er sjálfræði?

ALÞINGI hefur samþykkt ný lögræðislög sem m.a. hækka sjálfræðisaldur frá 16 í 18 ár. Heyrst hefur að með því hafi ungmenni verið svipt öllum rétti til að ráða málum sínum til lykta. Eftirfarandi eru hugleiðingar um hvað felst í því að vera ósjálfráða. Foreldrar barns sem er ósjálfráða ráða persónulegum högum þess og kallast það að hafa forsjá barns. Meira
24. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 395 orð

"Hvað hét amma húsvarðarins?"

TALSVERT hefur runnið bæði af bleki og tárum vegna samræmds prófs í stærðfræði sem í ár var lagt fyrir nemendur tíunda bekkjar grunnskóla. Gagnrýni hefur einkum beinst að lengd prófsins. Sé ég ekki ástæðu til að lengja þá umræðu en geri í þess stað stutta athugasemd við efni prófsins. Meira
24. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Jaðarsel sem hraðbraut?

NÚ STENDUR yfir kynning á tillögu um nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir nýjum vegi úr Fífuhvammshverfi í gegnum Seljahverfi um Jaðarsel. Við fyrstu skoðun má ætla að þarna sé um eðlilega tengingu á milli hverfa að ræða en svo er ekki ef nánar er skoðað. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 820 orð

Nokkrar athugasemdir við stóriðjustefnu

Í UMRÆÐUNNI um álverksmiðju á Grundartanga síðustu vikur hefur verið varpað fram þeirri röksemd að lítið sé að marka skoðanakannanir um stóriðju ef almenningur hefur ekki fengið nægar upplýsingar til að geta myndað sér skoðun. Meira
24. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 565 orð

Opið svarbréf til Jóns Egils Unndórssonar

ÁGÆTI glímufélagi, Jón Egill Unndórsson! Þú sendir mér og öðrum Austfirðingum línur í Morgunblaðinu fyrir nokkru og baðst okkur svara hvers vegna við hefðum nýtt okkur þann rétt að senda fulltrúa á nýafstaðið glímuþing. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 1233 orð

Óhagstæður rekstur þjóðarbúsins

GETUR það verið að alþingismennirnir okkar og ríkisstjórn séu að vinna leynt og ljóst að því að menga landið og stuðla að hærri rekstrarkostnaði fyrir þjóðina en nauðsynlegur er? Allavega er ekkert sem bendir til þess gagnstæða. Ástæða þess að ég nefni þetta, er að þegar skoðuð eru atriði sem snúa að einu mikilvægasta atriði í samfélaginu, þ.e. Meira
24. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 221 orð

Tekið á alvarlegu máli

UNDANFARIN ár hefur verðskulduð athygli verið vakin á hörmulegum afleiðingum af áfengis- og fíkniefnaneyslu ungs fólks. Umræðan hefur beinst að nauðsyn forvarna, án þess þó að þeir sem tala viti endilega hvernig á að annast þessar forvarnir. Foreldrar, kennarar, lögregla, heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem koma að málefnum unglinga hafa oft á tíðum staðið ráðþrota. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 582 orð

Tíu kerti á köku Hjallasafnaðar

UM ÞESSAR mundir heldur Hjallasöfnuður í Kópavogi upp á tíu ára afmæli sitt. Á þeim árum sem liðið hafa hefur sóknin vaxið hratt og safnaðarstarfið tekið örum breytingum. Fyrstu árin fór safnaðarstarfið fram í húsakynnum Digranesskóla og hélst það til ársins 1993 er Hjallakirkja var formlega vígð. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 1063 orð

Valdníðsla eða vanþekking? Mest kom á óvart, segir Páll Björgvinsson í þessari fyrstu grein af þremur, hvernig úrskurðarnefnd um

MARKAÐUR hönnunar, eftirlits og ráðgjafar hjá teiknistofum á Íslandi í dag ber svo sannarlega ekki einkenni harðrar fjölkeppni og því full ástæða til þess að Samkeppnisstofnun beini nú þegar arnaraugum sínum í átt til þessa geira atvinnulífsins á sama hátt og hún gerði nú nýverið með mjög svo lofsverðum hætti á sviði flug- og ferðamála. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 495 orð

Virðing þeim sem virðing ber

ÞEIR sem unnið hafa við sjávarútveg hafa svo sannarlega verið öflugustu fyrirvinnur íslensku þjóðarinnar. Rekstur fyrirtækja í greininni hefur jafnframt verið best kominn í höndum ábyrgra aðila en verst í höndum bæjarútgerða. Þar var "stoppað í rekstrargötin" með skattfé almennings. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 836 orð

Vitlausir gagnrýnendur

ÉG VERÐ að gera nokkrar athugasaemdir við gagnrýni sem birst hefur um Tunglskinseyjuna, óperu mína og Sigurðar Pálssonar, sem fram kom í fjölmiðlum 22. maí sl. Ragnar Björnsson skrifar mjög lofsamlegan dóm í Morgunblaðið, en misskilur samt veigamikil atriði. Hann segir m.a.: "...Það sem olli mér helst vonbrigðum var texti óperunnar. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 1062 orð

Yfirlýsing vegna atburða í Neðstaleiti 1

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu Kjartans Ragnars hrl. f.h. Ólafs Guðmundssonar, Neðstaleiti 1, Reykjavík. "Vegna fréttaflutnings um síðustu helgi og nú síðast í dag, 22. apríl, um meinta líkamsárás og dráp á hundi í Neðstaleiti 1, Reykjavík, föstudaginn 16. Meira
24. maí 1997 | Aðsent efni | 662 orð

Það er aldrei of snemmt að læra

MARGIR þekkja kenningar Bowlbys varðandi tengsl móður og barns um að ungt barn beri skaða af því að fara frá móður. Innan þroskasálfræði í dag er ekki aðeins einblínt á samband móður og barns, heldur einnig samband þess við föður, systkini og vini. Meira

Minningargreinar

24. maí 1997 | Minningargreinar | 868 orð

Arnór Sigurðsson

Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld (Bólu-Hjálmar) Þannig kveður skáldið frá Bólu vini sína og við gerum orð hans að okkar, þegar við kveðjum þig nú hinstu kveðju, kæri vinur. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ARNÓR SIGURÐSSON Arnór Sigurðsson fæddist á Hlíðarenda í Bárðardal 21. nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á

ARNÓR SIGURÐSSON Arnór Sigurðsson fæddist á Hlíðarenda í Bárðardal 21. nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 7. maí. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 167 orð

Árni Pétur Lund

Hann Árni Pétur er dáinn. Það er erfitt að skilja lífið á svona stundu. Mig langar með fáum orðum að kveðja minn besta vin til margra ára. Við kynntumst þegar við vorum í Langholtsskóla og hélst okkar vinátta allar götur síðan. Árni Pétur var vinur vina sinna. Hann var mikill tónlistarunnandi. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ÁRNI PÉTUR LUND Árni Pétur Lund fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1971. Hann lést í Álaborg í Danmörku 8. maí síðastliðinn og fór

ÁRNI PÉTUR LUND Árni Pétur Lund fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1971. Hann lést í Álaborg í Danmörku 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. maí. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Jósef Sigurbjörnsson

Nú er komið að kveðjustund og margs að minnast. Tengdafaðir minn, Jósef, lést 11. maí sl. tæplega 89 ára að aldri. Hann var alinn upp að Ökrum í Fljótum og bjó þar þangað til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1934 í leit að atvinnu. Jósef réð sig sem ráðsmann að Háteigi hér í bæ og vann þar í nokkur ár hjá miklu sæmdarfólki sem hann bar til hlýjan hug alla ævi. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Jósef Sigurbjörnsson

Elsku afi. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim svo snögglega og án fyrirvara er okkur söknuður í huga en einnig er margs að minnast, þegar litið er yfir farinn veg. Þó að tækifærin til að hittast hafi ekki verið eins mörg og við hefðum óskað nú undanfarin ár, þar sem fjarlægðin hefur aðskilið okkur, Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 178 orð

JÓSEF SIGURBJÖRNSSON

JÓSEF SIGURBJÖRNSSON Jósef Sigurbjörnsson fæddist á Minni-Reykjum í Fljótum, Skagafirði, hinn 11. júní 1908. Hann lést á Hrafnistu, Reykjavík, hinn 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Jósefsson, bóndi, f. 5.1. 1884, d. 11.5. 1968 og Friðrikka Magnea Símonardóttir, f. 8.10. 1877, d. 23.9. 1979, bæði ættuð úr Fljótum. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 146 orð

Kristrún Skæringsdóttir

Það er erfitt að kveðja, og hennar er sárt saknað. Hún frænka mín eins og ég kallaði hana þó hún væri stjúpdóttir bróður míns var á fjórða ári er hún kom inn í fjölskylduna, falleg og fjörug hnáta. Fljótt eignaðist hún tvíburasystur og er þær voru fárra mánaða dvaldi hún ásamt þeim og móður sinni á heimili mínu nokkrar vikur. Það voru fyrstu kynni okkar. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 22 orð

KRISTRÚN SKÆRINGSDÓTTIR

KRISTRÚN SKÆRINGSDÓTTIR Kristrún Skæringsdóttir fæddist í Reykjavík 16. desember 1968. Hún lést í Reykjavík 3. maí síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Málfríður Benediktsdóttir

Elsku amma í sveitinni. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast þín á þessari kveðjustund. Þegar hugsað er til baka eru margar minningar sem skjóta upp kollinum. Til dæmis þegar þú fórst með okkur í sunnudagaskólann og þá söngst þú alltaf manna hæst ásamt Kristínu frænku. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 663 orð

Málfríður Benediktsdóttir

Við fráfall Málfríðar Benediktsdóttur reikar hugurinn aftur til unglingsára minna og ég verð þá að minnast fyrst nágranna minna í sama túninu, Stóru-Sandvíkurbræðra. Í stríðslok tókust þeir á við mikil sameiginleg verkefni: uppbyggingu Vikuriðjunnar í Stóru- Sandvík og byggingu fjölbýlishúss sem ýmsir töldu þá vera stærsta íbúðarhús í sveit á Íslandi. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 361 orð

MÁLFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR Málfríður Benediktsdóttir, Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi, var fædd að Nefsholti, Holta- og Landsveit, 30. maí 1926. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Guðjónsson, bóndi, f. 5. ágúst 1896, d. 25. maí 1991, og Ingibjörg Guðnadóttir, húsmóðir, f. 27. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 212 orð

Pétur Ólafur Magnússon

Í dag kveðjum við frænda okkar og vin, Pétur Ólaf Magnússon. Börnin hændust að Pétri og hann hafði alltaf nægan tíma fyrir þau. Oft stoppaði hann til að fylgjast með þeim leika sér og virtist hafa gaman af. Ingólfur litli segir að Pétur hafi alltaf veifað öllum og segir það mikið um persónuleika hans. Pétur brosti fallega og var góður vinur. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 779 orð

Pétur Ólafur Magnússon

Í hópi systkina, foreldra og ömmu ólst Pétur upp á Ísafirði, í Reykjavík, á Akureyri og á Siglufirði, en þangað fluttist fjölskyldan 1934. Hann naut alla ævi sambýlis eða nábýlis við vandamenn sína; var heimilisfastur á Siglufirði hjá móður sinni fram á áttunda áratuginn, jafnvel þó hann væri mestan hluta ársins í vinnu annars staðar, Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 175 orð

PÉTUR ÓLAFUR MAGNÚSSON

PÉTUR ÓLAFUR MAGNÚSSON Pétur Ólafur Magnússon var fæddur á Ísafirði 19. apríl 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Vagnsson skipstjóri, síðar síldarmatsstjóri ríkisins, f. á Leiru í Grunnavíkurhreppi 3. maí 1890, d. á Siglufirði 12. febr. 1951, og k. h. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 595 orð

Sigurður Guðmundsson

Pabbi lést 19. maí á Landspítalanum eftir langvarandi veikindi. Ef ég hefði komið tíu mínútum fyrr í heimsókn þann dag hefði ég getað kvatt hann og verið hjá honum þegar þessi þráláti sjúkdómur bar hann ofurliði. Langar mig með þessum fátæklegu orðum að minnast hans. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 132 orð

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Sigurður Guðmundsson fæddist í Litla-Saurbæ, Ölfusi, 30. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalanum 19. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Gíslasonar, f. 22.10. 1878, d. 5.10. 1956, og Guðrúnar Sigurðardóttur, f. 21.9. 1892, d. 1.2. 1974. Kona I: Jóhanna Björg Pálsdóttir, f. 14.7. 1914, d. 28.1. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 56 orð

Sigurður Guðmundsson Kveðja til afa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að

Kveðja til afa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Elsku amma og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja okkur öll. Blessuð sé minning afa okkar. Ösp, Leó, Þorgils Óttar og Guðni Vilberg. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 641 orð

Sigurður Sigurmundsson

Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 311 orð

Sigurður Sigurmundsson

Elskulegur bróðir okkar og mágur, Sigurður Sigurmundsson, sem lést 14. maí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag. Það er erfitt til þess að hugsa að við eigum aldrei eftir að sjá hann aftur eða hlusta á veiðisögurnar hans. Sigurður var mikill veiðimaður og var búinn að undirbúa sumarið vel, það sáum við þegar við litum inn í herbergið hans. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 574 orð

Sigurður Sigurmundsson

Sú mynd við mér brosir, þó burtu sért þú. Ó, svo björt er þín minning. Hún lýsir mér nú. (Iðunn Steinsdóttir) Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Minning þín eru perlur í hjarta okkar. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 471 orð

Sigurður Sigurmundsson

Elsku frændi okkar er dáinn. Hvernig getur það verið, þú sem varst svo ungur og áttir eftir að gera svo margt við líf þitt. Það er svo óendanlega sárt að þurfa að kveðja þig, elsku Sigurður okkar. En minningarnar eru margar og ljúfar. Á uppvaxtarárunum var mikill samgangur milli systranna Huggu og Beggu og þar af leiðandi urðum við frændsystkinin eins og stór systkinahópur. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 106 orð

SIGURÐUR SIGURMUNDSSON

SIGURÐUR SIGURMUNDSSON Sigurður Sigurmundsson var fæddur í Reykjavík 10. mars 1971. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hugborg Sigurðardóttir, f. 4. júlí 1949, og Sigurmundur Arinbjörnsson, f. 2. júní 1949, skipstjóri á Eyrarbakka. Systkini Sigurðar eru Arnrún, f. 13. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 92 orð

Sigurður Sigurmundsson Elsku Sigurður minn, nú ertu dáinn og kominn upp til Guðs. Það er svo skrítið að þú skulir vera farinn

Elsku Sigurður minn, nú ertu dáinn og kominn upp til Guðs. Það er svo skrítið að þú skulir vera farinn frá okkur, þú sem varst alltaf svo góður. Þú tókst mig stundum með að veiða þó að ég hefði ekki sömu þolinmæði og þú við veiðina. Þú varst líka duglegur að passa mig þegar ég var minni og mamma var í skólanum. Hálsmenið sem þú gafst mér í jólagjöf síðustu jól ætla ég að passa og geyma vel. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 147 orð

Snorri Guðjónsson

Það togar, það seiðir, hið salta haf, þó sjóði þar títt á keipum og stormurinn hristi hrímgað traf og hrikti í siglu og reipum, og Rán vilji fleyin færa í kaf í freyðandi öldusveipum. Þá vaknar hin forna víkingslund og vorþrá í sjómanns barmi. Meira
24. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SNORRI GUÐJÓNSSON Snorri Guðjónsson fæddist í Garðshorni, Glerárþorpi, 5. desember 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á

SNORRI GUÐJÓNSSON Snorri Guðjónsson fæddist í Garðshorni, Glerárþorpi, 5. desember 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 18. mars. Meira

Viðskipti

24. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Metsala á norskum eldislaxi

NORSKAR fiskeldisstöðvar hafa aldrei selt eins mikið af laxi til útlanda og nú. Vegna lægra verðs hefur útflutningsverðmætið þó ekki aukizt eins mikið og magnið að sögn Aftenposten. Á tímabilinu janúar til apríl jókst útflutningur á laxi um 18,7% miðað við sama tíma í fyrra. Útflutningsverðmætið jókst á sama tíma um 12,3 af hundraði. Alls voru flutt út 75. Meira
24. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 222 orð

»Nokkur hækkun í kauphöllum NOKKRAR hækkanir urð

NOKKRAR hækkanir urðu í evrópskum kauphöllum í gær vegna góðrar byrjunar í Wall Street og dollar varð stöðugri. Dow Jones vísitalan hækkaði um rúmlega 50 punkta á tímabili, en lækkaði svo nokkuð. Hækkanir urðu í þremur helztu kauphöllum Evrópu -- í London, Paris og Frankfurt. Meira
24. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Ráðinn yfirmaður hjá Norðuráli hf.

ÞÓRÐUR S. Óskarsson, sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri KPMG Sinnu ehf., mun taka við starfi sem yfirmaður starfsmanna- ogstjórnunarsviðsNorðuráls hf. fráog með 1. júní nk.Norðurál hf. Meira
24. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 482 orð

Smásölum boðin aðild að nýjum samtökum verslunarinnar

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur beðið stórkaupmenn afsökunar fyrir hönd ráðuneytisins á bréfi, sem Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, sendi innflytjendum ilmvatns og snyrtivöru. Ráðherra sagðist hafa lesið bréfið og í því kæmi fram skætingur, sem væri óafsakanlegur. Meira
24. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 386 orð

Tilboði Opinna kerfa hf. tekið

EIGENDUR Skýrr hf., ríkissjóður, Reykjavíkurborg og Rafmagnsveita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka tilboði Opinna kerfa hf. í 51% hlutafjár í fyrirtækinu. Tilboðið hljóðaði upp á 161,6 milljónir króna og miðast við staðgreiðslu, en aðeins var gefinn kostur á slíkum tilboðum í hlutafjársölunni. Meira
24. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Yfirmenn japansks banka segja af sér vegna fjárkúgunarhneykslis

DAI-ICHI KANGYO Bank Ltd í Japan hefur tilkynnt að æðsti yfirmaður bankans og formaður bankaráðs muni segja af sér til að taka á sig ábyrgðina á fjárkúgunarhneyksli, sem hefur þegar leitt til þess að tveir yfirmenn stærsta verðbréfafyrirtækis Japana hafa orðið að láta af störfum. Meira

Daglegt líf

24. maí 1997 | Neytendur | 275 orð

Allir leikvellir falla undir nýjar öryggisreglur

VÆNTANLEGIR staðlar um öryggi leikvallatækja og leikvalla eiga ekki einungis við leikskólalóðir heldur leikvelli á öllum oðinberum stöðum, við fjölbýlishús, bændagistingu, sumarhúsabyggðir og svo framvegis. Að sögn Guðlaugar Richter hjá Staðlaráði Íslands er verið að vinna að gerð reglugerðar um öryggi leikvalla og kemur hún til með að vísa í umræddan staðal. Meira
24. maí 1997 | Neytendur | 691 orð

Bakaðar kartöflur eða svartfuglssalat

EINN gesturinn kemur reglulega á Plato café. Hann sest í hornið sitt, pantar sérríglas og finnur sér bók til að lesa. Gísli Ingi Gunnarsson eigandi Plato café segir að bækurnar séu einmitt í hillunum til að fólk geti fundið sér lesefni og gluggað í bækur um leið og það drekkur kaffibollann sinn eða fær sér kvöldmat. Meira
24. maí 1997 | Neytendur | 156 orð

Bónus selur aftur M&M sælgæti

Í dag, laugardag, geta viðskiptavinir allra Bónusverslana keypt sælgætið M&M, bæði hnetukúlur og brúnar M&M töflur. "Við ákváðum að setja M&M í sölu aftur því við teljum að ríkið geti ekki bannað okkur að selja vöruna hér í verslunum þegar það selur sjálft M&M í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Meira
24. maí 1997 | Neytendur | 255 orð

Hvers vegna fæst hvergi melatónín?

Í BANDARÍKJUNUM er hægt að kaupa melatónín í stórmarkaði. Hversvegna er hvergi hægt að fá þetta efni hér? Svar: "Bandaríkin eru alveg sér á parti með að selja lyfið án lyfseðils því annarsstaðar er melatónín flokkað sem lyf", segir Magnús Jóhannsson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Meira
24. maí 1997 | Neytendur | 73 orð

Ný krydd og grillpakkar frá Pottagöldrum

NÝ krydd hafa bæst í kryddlínu Pottagaldra. Um er að ræða eðal- hvítlaukssalt og eðal-svínasteikarkrydd. Þá hefur Sigfríð Þórisdóttir eigandi Pottagaldra einnig sett saman grillpakka fyrir sumarið. Um er að ræða annaðhvort tvær eða þrjár tegundir í pakka, kryddið Lamb Islandia, eðal-kjúklingakrydd og eðal- steik- og grillkrydd. Meira

Fastir þættir

24. maí 1997 | Fastir þættir | 827 orð

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus (Jóh. 3.)

Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus (Jóh. 3.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Átthagafélags Sléttuhrepps. Ræðumaður Oddur Þ. Hermannsson. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Meira
24. maí 1997 | Í dag | 213 orð

GULLBRÚÐKAUP

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 24. maí, er níræður Dr. Gwyn Jones, fyrrverandi prófessor í ensku og enskum bókmenntum við University College of Wales. Hann hefur skrifað fjölda bóka um víkingatímabilið og þýtt margar Íslendingasögur þ.á m. Egils sögu. Dr. Meira
24. maí 1997 | Í dag | 38 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu á dögunum og færð

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu á dögunum og færðu Rauða krossi Íslands ágóðann sem varð 7.039 krónur. Þær heita Bryndís Þórðardóttir og Jóhanna Sigurjónsdóttir. Með þeim á myndinni er gjaldkeri Rauða kross Íslands, Kristín Kristjánsdóttir, sem veitti gjöfinni viðtöku. Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | 67 orð

HLUTIR ÞUNNUR OG ÞRÁÐLAUS ÞRÓUNIN í

ÞRÓUNIN í farsímagerð virðist vera í þá átt að gera þá sífellt fyrirferðarminni og þessi GSM-sími er gott dæmi um það. Við fyrstu sýn virðist hann ósköp venjulegur, en þegar nánar er að gáð kemur í ljós að hann er afar þunnur, reyndar aðeins 17 mm. á þykkt. Í farsímanum, sem er frá Toshiba og ber hið virðulega heiti TCP 6000, er innbyggt loftnet. Meira
24. maí 1997 | Í dag | 426 orð

ÍKVERJI neyðist til að draga til baka sumt af því hrósi,

ÍKVERJI neyðist til að draga til baka sumt af því hrósi, sem hann skrifaði hér fyrir hálfum mánuði um þá nýbreytni hjá ÁTVR að selja bjór í stykkjatali. Þegar hann kom í verzlun ÁTVR í Austurstræti fyrir hvítasunnuhelgina og hugðist velja sér nokkra girnilega bjóra með grillmatnum kom í ljós að það er bara dósabjór, sem er seldur í stökum dósum, Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | 734 orð

ÍSLENSK HÖNNUNHlutir spretta ekki af engu

HÖNNUN er skilgreind sem mótun eða skipulag hluta mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi er sameinað. Undirstöðuatriði hönnunar, tækni og hugmyndafræði eru kennd á hönnunarbraut Iðnskólans. Áhersla er lögð á að nemendur skilji hönnunarferlið og geti unnið sjálfstætt að þróun hugmynda frá grunni frumgerðar til markaðshæfrar vöru. Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | 667 orð

Konditor upp á danska vísu Á Suðurlandsbraut er lítill staður sem er blanda af veislueldhúsi og kökugerðarhúsi. Jóhann Gunnar

ÞAÐ var árið 1992 sem Þormar Þorbergsson fann að hann vildi læra eitthvað annað en það sem bauðst hér á landi. Hann hélt utan til Danmerkur og hóf nám í Tekniske fagskolen í Ringsted, þar sem hann lærði konditor eða kökuskreytingar. Þar kynntist hann unnustu sinni, Danmerkur- og Norðurlandameistara í kökuskreytingum í flokki unglinga, Tine Buur Hansen. Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | -1 orð

MAÐKAR Í MYSUNNI Þáttur 355

TRÉ og runnar hafa ýmsum hlutverkum að gegna í umhverfi okkar. Þau veita skjól gegn veðri og vindum og lífga upp á sumarmánuðina með laufskrúði sínu og blómum. Mannfólkið er þó ekki eitt um það að njóta trjágróðursins. Ýmiss konar smádýr gera sér mat úr honum í bókstaflegri merkingu og má þar fremsta í flokki telja trjámaðkana svokölluðu. Meira
24. maí 1997 | Dagbók | 439 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | 914 orð

SPÁÐ Í LAXINN

Það styttist í að fyrstu laxveiðimennirnir gangi fram á árbakkana, vaði út í og sveifli út fyrstu köstum nýrrar vertíðar. Að vanda eru það Norðurá og Þverá í Borgarfirði sem opna fyrstar, en síðan koma hinar árnar allar í kjölfarið. Meira
24. maí 1997 | Dagbók | 342 orð

SPURT ER...»Fyrir 50

»Fyrir 50 árum var Evrópa í rústum eftir heimsstyrjöldina síðari. Bandaríkjamenn brugðu þá á það ráð að veita aðstoð. Þáverandi utanríkisráðherra, sem hér sést á mynd, greindi frá þeirri fyrirætlan í ræðu við skólaslit í Harvard-háskóla 5. júní 1947 og er áætlunin kennd við hann. Meira
24. maí 1997 | Í dag | 448 orð

Til lesendaVelvakandaAÐ GEFNU tilefni vill Velvakandi bei

AÐ GEFNU tilefni vill Velvakandi beina þeim tilmælum til þeirra sem senda honum bréf að bréfinu fylgi fullt nafn, heimilisfang og sími. Kaupum ÁlfinnNÚ UM helgina mun SÁÁ hefja sína árlegu álfasölu. Afrakstur sölunnar mun renna til forvarna áfengis- og vímuefna. Ég tel að þeir SÁÁ-menn hafi bestu þekkingu og reynslu í áfengisvörnum. Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | 84 orð

Tveggja sólarhringa stanslaus ómur SUMA skiptir

SUMA skiptir öllu máli að græjurnar séu í toppstandi, þótt bifreiðin sé máske ekki upp á marga fiska. Þeir ættu því að taka þessu tæki fagnandi, en með því er mögulegt að hlusta á tónlist tvo sólarhringa samfleytt hið minnsta. Umrætt tól, CDX-P5000 frá Pioneer, tekur 50 geislaplötur í einu, og til að stjórna því þarf venjulegan bílageislaspilara. Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | 145 orð

(fyrirsögn vantar)

Ferming í Vestmannaeyjaprestakalli kl. 14. Prestar sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Fermd verða: Bjarni Rúnar Einarsson, Áshamri 12. Bjarný Þorvarðardóttir, Bröttugötu 5. Eygló Egilsdóttir, Heiðartúni 2. Gústaf Kristjánsson Heiðartúni 4. Irena Þórarinsdóttir, Bröttugötu 16. Jóhann Magni Jóhannsson, Hólagötu 38. Meira
24. maí 1997 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Spurning: Hverjar eru skýringar sálfræðinnar á draumum? Hvaða merkingu er hægt að leggja í þá? Geta þeir sagt fyrir um óorðna atburði? Svar: Hér í blaðinu eru reglulegir pistlar um drauma, þannig að lesendur ættu að fá allnokkra fræðslu um þetta fyrirbrigði. Meira

Íþróttir

24. maí 1997 | Íþróttir | 158 orð

Bergsveinn taldi ekki lömb

BERGSVEINN Bergsveinsson, hetja Íslands í leiknum gegn Júgóslavíu á fimmtudag, átti erfitt með að festa svefn eftir leikinn. "Spennan var lengi að fara úr líkamanum," sagði Bergsveinn, sem taldi ekki lömb stökkva yfir girðingu áður en hann sofnaði. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 82 orð

EBU greiðir 24,5 milljarða kr. fyrir réttinn

SAMBAND Evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur tryggt sér einkarétt á beinum sjónvarpsútsendingum frá ÓLympíuleikunum í Sydney í Ástralíu 2000 og greiðir 350 milljónir dollara, um 24,5 milljarða kr., fyrir hann, en samningar vegna þessa voru undirritaðir í gær. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 311 orð

Eyjólfur missir af hátíðarhöldunum

Eyjólfur Sverrisson og samherjar í Hertha tryggðu sér sæti í 1. deild þýsku knattspyrnunnar þegar þeir unnu Unterhaching 2:1 í M¨unchen í fyrrakvöld. Liðið er með 58 stig í öðru sæti á eftir Kaiserslautern, sem er með 61 stig en þrjár umferðir eru eftir. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 188 orð

Hodgson hættur með Inter

ROY Hodgson, þjálfari Internazionale á Ítalíu, sagði stöðu sinni lausri í gær en liðið á tvo leiki eftir í deildinni. Hodgson, sem tekur við Blackburn í sumar, vildi hætta strax eftir tapið á móti Schalke í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða sl. miðvikudagskvöld en Massimo Moratti, formaður Inter, fékk hann til að hugsa málið betur. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 241 orð

Horfðu á leik með Litháen

ÍSLENSKU leikmennirnir horfðu á leik með Litháen í gær. Um morguninn sáu þeir fyrri hálfleikinn af leik Júgóslavíu, sem endaði 17:10 og í gærkvöldi sáu þeir seinni hálfleikinn, sem endaði 12:11. Júgóslavar unnu 29:21. Boris Bjarni Abkachev sá leikinn, sem fór fram sama dag og íslenski hópurinn skoðaði loðnuverksmiðju. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 105 orð

Juventus meistari JUVENTUS gerði 1:1

JUVENTUS gerði 1:1 jafntefli við Atalanta í Bergamo í gærkvöldi og tryggði sér þar með ítalska meistaratitilinn í 24. sinn í 100 ára sögu félagsins. Juve er með 64 stig og á einn leik eftir en Parma, sem á eftir að leika tvo leiki, er í öðru sæti með 57 stig. Filippo Inzaghi skoraði fyrir heimamenn í fyrri hálfleik en Mark Iuliano jafnaði fyrir Juve 10. mínútum eftir hlé. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 96 orð

Júlíus með pakka af nefplástrum NEFPLÁSTRA

NEFPLÁSTRAR hafa verið mjög vinsælir hjá frjálsíþróttamönnum og knattspyrnumönnum - með þeim telja þeir sig ná meiri súrefnisupptöku. Stefán Carlsson, læknir, kom í gær með kassa af nefplástrum til Júlíusar Jónassonar og bað hann að reyna þá á æfingu. "Ég læt ekki sjá mig við hliðina á þér, ef þú verður með plástur. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 256 orð

Knattspyrna

Laugardagur: 1. deild karla: Sandgerði:Reynir - Þór Ak.14 ÍR-völlur:ÍR - Fylkir14 2. deild karla: Sindrav.:Sindri - KVA14 Húsavík:Völsungur - Þróttur N.14 3. deild: Ármannsvöllur:Árm. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 243 orð

Knattspyrna

1. deild karla Dalvík - KA1:1Sverrir Björgvinsson (2.) - Höskuldur Þórhallsson (65). Breiðablik - FH1:0Kjartan Einarsson (48.). Þróttur R. - Víkingur R.4:0 Sigurður Ragnar Eyjólfsson (25.), Einar Örn Birgisson (65.), Vignir Sverrisson (72.), Þór Hauksson sjálfsm. (76.) 2. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 106 orð

Leiðréttingar Karl fór ekki á hljóðhraða

TVÆR prentvillur voru í skrifum um akstursíþróttir í blaðinu í gær. Karl Gunnlaugsson var sagður hafa náð 2.450 km hraða í mótorhjólakappakstri, en þar átti að standa 245 km hraða. Þá féll niður stafur í umfjöllun um smíðameistara torfærujeppa, Þorstein Einarsson frá Grindvík. Þar átti að standa Ljónstaðabræður ekki Jónsstaðabræður. Haukur Ingi gerði tvö mörk Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 164 orð

LOTHAR Matth¨aus,

LOTHAR Matth¨aus, fyrirliði Bayern M¨unchen, verður ekki með liði sínu í tveimur síðustu deildarleikjunum vegna meiðsla, Bayern tekur á móti Stuttgart í dag og mætir Gladbach í næstu viku. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 229 orð

Magnús Már situr við sinn keip

MAGNÚS Már Þórðarson línumaður úr ÍR, sem á dögunum tilkynnti að hann ætlaði sér að leika með Aftureldingu á næsta keppnistímabili í handknattleik, segist ekki ætla að hvika frá ákvörðun sinni. Það gerir hann þrátt fyrir að stjórn handknattleiksdeildar ÍR hafi lýst því yfir að hún muni ekki veita Magnúsi leikheimild með Mosfellingum. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 390 orð

Óskabyrjun Þróttara

Þróttarar fengu óskabyrjun í keppni 1. deildar er þeir sigruðu Víkinga örugglega, 4:0, á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Aðstæður voru slæmar. Rigningunni slotaði aldrei á meðan leikurinn stóð yfir og vindur var nokkuð sterkur. Samleikur leikmanna var ekki mikill sökum þess og leikurinn var því nokkuð tilviljunarkenndur. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 174 orð

Patrekur ekki með gegn Litháen og Saudi-Arabíu

HANDKNATTLEIKURPatrekur ekki með gegn Litháen og Saudi-Arabíu Patrekur Jóhannesson leikur ekki með íslenska landsliðinu leikina gegn Litháen í dag og á móti Saudi- Arabíu á morgun á heimsmeistaramótinu í Kumamoto. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 123 orð

Tryggvi biðst afsökunar FYRIR viðureign Framar

FYRIR viðureign Framara og Eyjamanna í gærkvöldi var fjölmiðlamönnum afhent yfirlýsing frá Tryggva Guðmundssyni, miðherja Eyjamanna, vegna umdeilds atviks sem varð í viðureign ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Þá var vítaspyrna dæmd á Skagamenn, þegar Tryggvi lét sig falla með leikrænum tilþrifum inni í vítateig. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 124 orð

Valdimar næst- markahæstur

VALDIMAR Grímsson er næstmarkahæsti leikmaðurinn á HM eftir þrjár umferðir. Hann hefur skorað 27 mörk. Patrekur Jóhannesson er í sjötta til sjöunda sæti með 18 mörk. Þeir leikmenn sem hafa skorað mest eru: Carlos Reinaldo, Kúbu30 Valdimar Grímsson27 Kyung-shin Yoon, S-Kóreu21 Berrajaa, Marokkó20 Michal Tonar, Tékklandi20 Jozsef Eles, Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 72 orð

Þeir skora fyrir Litháen Þeir leikmenn sem hafa sko

Þeir leikmenn sem hafa skorað 67 mörk Litháen á HM, eru þessir - númer, nöfn, mörk og þá skot að marki: 2. Jankevicius2 6 3. Pauzuolis7 10 4. Daugela2 3 6. Vilaniski8 18 7. Davukynas9 14 8. Gedvilas6 6 9. Galkauskas1 2 10. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 418 orð

"Þetta er mjög erfitt verkefni"

"ÞAÐ er ekki spurning, þetta er mjög erfitt verkefni," sagði Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði, þegar hann var spurður hvað íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá úr Park Dome-höllinni í Kumamoto, er leikið verður gegn Litháen. "Þeir sjá að leikmenn Litháa eru mjög sterkir og það er erfitt að eiga við þá maður gegn manni, bæði í sókn og vörn. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 1119 orð

Ætlum að gera þjóðina stolta af okkur

Valdimar Grímsson sagði að menn væru komnir niður á jörðina eftir hinn sæta sigur gegn Júgóslavíu. "Það þýðir ekkert annað, þar sem mikið er eftir. Það þýðir ekkert að stansa hér, því að þetta er eins og hjá íslensku strákunum sem gengu á Everest, aðeins einn hluti á leið okkar," sagði Valdimar og Júlíus bætti við. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 227 orð

(fyrirsögn vantar)

Mark eftir 81 sekúndu Dalvík og KA skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust á Dalvík í gærkveldi. Heimamenn komu svo sannarlega ákveðnir til leiks í sínum fyrsta leik í 1. deild, því þeir hófu strax góða sókn sem endaði með marki frá Sverri Björgvinssyni þegar aðeins 81 sekúnda var liðin af leiknum. Meira
24. maí 1997 | Íþróttir | 270 orð

(fyrirsögn vantar)

Fátt fínna drátta í Smáranum Blikar náðu inn ódýrum stigum í fyrstu umferð fyrstu deildar karla í gærkvöldi, er þeir lögðu FH-inga að velli í Smáranum, 1:0. Leikurinn einkenndist af miðjuþófi og lítt fallegu spili. Fyrri hálfleikur var ekki upp á marga fiska. Meira

Úr verinu

24. maí 1997 | Úr verinu | 771 orð

Ársins 1996 minnst sem árs verðlækkana

AFURÐAVERÐ á skelflettri rækju lækkaði um 18,52% á síðasta ári samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Miðað við 23.000 tonna ársframleiðslu hefur rækjuvinnslan í landinu því orðið af um 4,3 milljörðum króna vegna verðlækkananna. Meira
24. maí 1997 | Úr verinu | 874 orð

Misjafnar undir tektir hér á landi

SÉRSTÖK umhverfisvottun sjávarafurða fær misjafnar undirtektir hér á landi. Sjávarnytjaráð alþjóðlega fyrirtækisins Unilever og World Wide Fund for Nature, Marine Stewardship Council, hefur kynnt starfsemi sína hér lendis að undanförnu, en það hefur Norræni laxasjóðurinn, NASF, einnig gert. Meira

Lesbók

24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 778 orð

DANSAÐ UM VÍÐAN VÖLL!

"Konan á klettinum horfir" eftir David Greenall. Tónlist: Einstürzende Neubauten. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Dansarar: Birgitta Heide, David Greenall, Guðmundur Helgason, Julia Gold, Katrín Á. Johnsson, Katrín Ingvadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir. "Ferli" eftir Nönnu Ólafsdóttur. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 284 orð

EFNI

Árbók Ferðafélags Íslands 1997 heitir Í fjallhögum milli Mýra og Dala. Höfundar landkynningarefnis eru Guðrún Ása Grímsdóttir og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, en Björn Þorsteinsson er höfundur ljósmynda. Hér er gripið niður á tveimur stöðum, í kafla eftir Guðrúnu Ásu, sem heitir Á Grjótárdal og í kafla eftir Árna, sem heitir Hólsbotn. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1597 orð

EFNISMENNING OKKAR TÍMA Í Hayward Gallery í London voru sýnd verk 45 breskra listamanna, sem sett hafa svip á listasviðið

LONDON er í uppsveiflu þessi árin og breskt listalíf stendur einnig með blóma. Hluta þess gat að líta á sýningu í Hayward Gallery við Thames, sem lauk 18. maí sl. Saatchi-bræðrunum Charles og Maurice varð á síðasta áratug allt að gulli í auglýsingagerð og þó fjarað hafi undan þeim hefur Charles reist sér óbrotgjarnan minnisvarða með Saatchi Collection, Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 751 orð

FYRIR UTAN GLUGGA VINAR MÍNS

Hljóðnað er, borg, á breiðum strætum þínum, bláhvítur snjór við vota steina sefur, draumsilki rakið dimma nóttin hefur deginum fegra upp úr silfurskrínum. Vökunnar logi er enn í augum mínum, órói dagsins bleika spurning grefur djúpt í mitt hjarta, er kemur seinna og krefur kyrrðina um svar, um lausn á gátum sínum. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

Gáfu málverk af Vali Gíslasyni

Gáfu málverk af Vali Gíslasyni BÖRN Vals Gíslasonar leikara, Valur Valsson og Valgerður Valsdóttir, hafa afhent Þjóðleikhúsinu að gjöf til minningar um föður sinn, málverk af honum, sem Baltasar Semper málaði. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2029 orð

HIÐ NÝJA RÚSSLAND SÉÐ MEÐ AUGUM RÚSSA Olga Súrkova er kvikmyndafræðingur að mennt og hefur starfað sem kvikmyndagerðarmaður og

KÍNVERSKUR heimspekingur lofaði Búdda eitt sinn fyrir það að hann fékk að fæðast á ómerkilegum tíma í sögunni. Hvort ættu Rússar samtímans heldur að hlæja eða gráta, lofa Drottin eða lasta fyrir það að þeir lifa ásamt landi sínu með afbrigðum viðburðaríka tíma? Ekki verða menn á einu máli um það, Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

HLÝJA

Kaldur veturinn er á flótta undan ljósi vorsins sem er í nánd með birtu sína og gleði. Fuglar himinsins koma að handan með fagran söng í laufskrúða trjánna. Sólin brosir breitt og gleymir að slökkva á kvöldin næturnar verða bjartar og morgnanir hlýir. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1943 orð

Í FJALLHÖGUM MILLI MÝRA OG DALA Á GRJÓTÁRDAL BÓKARKAFLI EFTIR GUÐRÚNU ÁSU GRÍMSDÓTTUR Árbók Ferðafélags Íslands 1997 kemur út um

ÚR ÁRBÓK FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS 1997 Í FJALLHÖGUM MILLI MÝRA OG DALA Á GRJÓTÁRDAL BÓKARKAFLI EFTIR GUÐRÚNU ÁSU GRÍMSDÓTTUR Árbók Ferðafélags Íslands 1997 kemur út um þessar mundir og heitir Í FJALLHÖGUM MILLI MÝRA OG DALA. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

Íslensk myndlist í Eymundsson

Í BÓKAVERSLUNUM Eymundsson í Austurstræti og Kringlunni hefur verið tekin upp kynning íslenskra myndlistarmanna. Í tilkynningu segir að sá myndlistarmaður sem sýni hverju sinni fái ákveðið veggpláss til umráða og hefur hann einn mánuð þar sem hann getur annaðhvort látið sama verkið vera frammi allan tímann eða skipt um verk. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

KENNSLUSTUND

Það er kennari í stofunni og þögnin er hans. Hann geymir hana í skjalatösku og hleypir henni út eins og anda úr flösku sem uppfyllir allar óskir hans. Við erum öll í álögum, þangað til hringir út. Höfundurinn er menntaskólanemi í Reykjavík. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1820 orð

LAND HINNA FRJÓU HÖFÐA Undanfarin ár hafa valdið straumhvörfum í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu á erlendri grundu.

LAND HINNA FRJÓU HÖFÐA Undanfarin ár hafa valdið straumhvörfum í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu á erlendri grundu. Einn af merkisberum íslenskrar menningar úti í hinum stóra heimi er Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og menningarráðunautur í Lundúnum. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 32 orð

Lausn krossgátu

Lausn krossgátunnar í Lesbók 10. þ.m., sem birtist sl. laugardag, 17. mai, var gagnslaus, því lausnarorðin voru ekki skrifuð inn. Lausnin birtist hér og eru unnendur krossgátunnar beðnir velvirðingar á þessu óhappi. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

MANSÖNGUR

Hver vill ræna hita frá heiðri sól um vorsins daga, sem lundi grænum logar á, í loftið vill hans greinar draga? --Hver má banna' að blómstur tvenn bindi saman heldar rætur, og vaxi þannig saman senn sem náttúran vera lætur? Hver vill binda huga manns, að hvergi megi þönkum fleyta? Þar sem yndi eirir hans, Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2984 orð

MENNING Í HÚSBYGGINGUM EFTIR HJÖRLEIF STEFÁNSSON Það er bókstaflega skelfilegt til þess að hugsa, að frá því fyrst var farið að

Oft bregður svo við að orð manna og athafnir fara ekki saman, það þekkjum við öll úr daglegu lífi: Sitt er hvað orð og athafnir segir máltækið. Þegar svo ber undir lítum við yfirleitt svo á að athafnirnar séu marktækar en orðin blekking. Þetta á örugglega við um einstaklinga. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð

MILAN KUNDERA

Með hægð hins sposka spariklæðir hann óbærilegan léttleika tilverunnar og spinnur höfundarvef um hversdagslega hreyfingu handar ókunnrar konu í sundlaug. Guðlaug gæti hún helst heitið. Hlátur hennar sem balsam gleymskunnar. Höfundurinn er bókavörður í Kópavogi. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1390 orð

NÚTÍMAVIÐHORF OG RÍKISVALDIÐ

Claus Offe: Modernity and the State ­ East ­ West. Polity Press ­ Oxford, 1996. Translated by Jeremy Gaines. CLAUS Offe er prófessor í stjórnmálafræði við Humboldtháskólann í Berlín. Bókin er safnrit greina og ritgerða höfundar frá síðastliðnum tíu árum. Stjórnmálafræði ­ félagsfræði er brot úr sögu ríkja og einstaklinga, pólitískrar atburðarásar. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 568 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 408 orð

ORGELSNILLINGUR Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ

JEAN Guillou, einn vinsælasti orgeleinleikari Frakklands, er gestur Kirkjulistahátíðar í ár. Hann leikur á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 17.00. Guillou hefur verið afkastamikill í tónsmíðum og umritun verka annarra höfunda fyrir orgel. Hann er þekktur fyrir leik af fingrum fram og þykir nálgast viðfangsefni sín af frumleika og oft frá óvenjulegu sjónarhorni. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 329 orð

Ólæknandi ljóðaáhugi

Í NÆSTA mánuði er væntanlegur hljómdiskur með íslenskum ljóðum á ensku og lögum. Hann nefnist Poems and melodies from Iceland og hefur Magnús Magnússon, hinn kunni rithöfundur og sjónvarpsmaður, valið efnið. Framleiðandi er Torfi Ólafsson. Útgefandi er Spor. Torfi Ólafsson hefur sent frá sér hljómdiska með lögum við ljóð margra skálda, m.a. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 124 orð

SAMEIGINLEGIR TÓNLEIKAR MÁLMBLÁSARA

ÞÝSKI málmblásarahópurinn Gabrieli Brass Ensamble Stuttgart og Kvintett Corretto halda sameiginlega tónleika í Listasafni Íslands annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Hópurinn er í tónleikaferðalagi á Íslandi í boði hins íslenska blásarakvintetts Kvintett Corretto sem skipaður er Einari St. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 762 orð

SKÁLDIÐ SEM ORTI UM NORSKA SKÓGA Norska skáldið Hans Børli þekkti skóginn af eigin raun og orti mikið um hann. ÖRN ÓLAFSSON

VÍÐÁTTUMIKLIR skógar þekja landamærahéruð Noregs og Svíþjóðar. Íbúar þar eru margir komnir af finnskum innflytjendum, og lifðu af skógarhöggi og kotbúskap. Þarna ólst Hans Børli (1918­89) upp og þrælaði við skógarhögg mestalla ævi, allt frá unglingsaldri. Hann var vel lesinn, einkum í ljóðum, mjög handgenginn norrænni ljóðagerð samtímans. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1118 orð

SPÁNARGULLIÐ Gullgræðgi Spánverja var við brugðið þegar þeir lögðu undir sig lönd í Vesturheimi. Þegar borgarastyrjöldin brauzt

BLÓÐUG borgarastyrjöld var háð á Spáni 1936 til ársbyrjunar 1939. Frankó falangisti og fasisti gerði uppreisn gegn stjórn lýðveldisins Spánar. Hann naut aðstoðar Þjóðverja og Ítala en stjórnarmenn, kallaðir lýðveldissinnar, nutu aðstoðar Bandaríkjamanna og Mexíkómanna í vestri, nágranna sinna í Frakklandi, Breta, Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2285 orð

SÆMUNDUR KEMUR HEIM EFTIR HERMANN PÁLSSON Sæmundur var fyrsti rithöfundur þjóðarinnar, þótt hann skrifaði raunar á annarlegri

SÆMUNDUR KEMUR HEIM EFTIR HERMANN PÁLSSON Sæmundur var fyrsti rithöfundur þjóðarinnar, þótt hann skrifaði raunar á annarlegri tungu. Heimkoma hans úr útlendum skóla markar upphaf ritaldar á Íslandi. 1. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

UHU

Ég klifra upp, hátt upp upp til himna og næ mér í brot og stykki úr himingeimnum púsla, klippi og reyni að líma saman þessi innantómu stykki ég þarf að nota tonnatak, fullt af því eftir margar hringferðir um himnaríki loksins, Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1160 orð

UNGLINGURINN MINN OG EVRÓPUREGLURNAR

Mér datt það í hug í vetur að biðja frænku konunnar minnar um að spyrja manninn sinn, sem er í fiskvinnslu, hvort hann gæti tekið strákinn okkar í vinnu, sem er stór og sterkur, upprennandi körfuboltastjarna, stórgítaristi og að auki nýfermdur. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 744 orð

ÞANKAR UM KÍNVERSKA ÓPERU Kínversk ópera á sér aldasögu og er eitt vinsælasta listform Kínverja. Söngflutningur er ekki eins og

FU HSING leiklistarskólinn í Taipei var settur á laggirnar fyrir fjörutíu árum og þykir merkasti óperuskóli landsins og þó víðar væri leitað. Markmið hans er að þjálfa börn og unglinga til að takast á við hina frægu kínversku óperu. Skólanum er skipt í 4 deildir og börnin hefja nám 10 ára gömul. Þetta er ekkert smáræðis nám og tekur 8 ár. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1010 orð

ÞÖRUNGURINN VATNAFLÓKI Í ÍSLENSKUM ÁM EFTIR GUNNAR STEIN JÓNSSON, INGA RÚNAR JÓNSSON OG SIGURÐ MÁ EINARSSON Vatnaflóki hefur

SÍÐLA sumars árið 1994 varð vart við mikinn og óvenjulegan þörungavöxt í Hvítá í Borgarfirði. Við rannsóknir kom í ljós að um var að ræða kísilþörunginn vatnaflóka (Didymosphenia geminata (Lyngb.) M. Smith.), sem var áður óþekktur hér á landi. Meira
24. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1272 orð

ÆVISAGA UPPSKAFNINGS Rithöfundurinn og háðfuglinn Gore Vidal er einn fremsti ritgerðasmiður Bandaríkjamanna á þessari öld segir

ENSKA orðið "Palimpsest" þýðir uppskafningur. Vísar það til þess er nýr texti er ritaður á gamalt handrit en eldra letrið enn læsilegt undir því yngra. Í yfirfærðri merkingu á "Palimpsest" við hlut eða fyrirbrigði sem dregur dám af sögulegum aðstæðum. Vidal notar því orðið í tvenns konar skilningi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.