Greinar miðvikudaginn 4. júní 1997

Forsíða

4. júní 1997 | Forsíða | 141 orð

Eftirmaður Peres kjörinn

EHUD Barak var í gær kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael í stað Shimons Peres, ef marka má skoðanakannanir ísraelskra sjónvarpsstöðva við kjörstaði. Kannanirnar bentu til þess að Barak fengi 56-57% atkvæðanna og helsti keppinautur hans, Yossi Beilin, 26-28%. Barak sagði að þeir gætu báðir vel við unað yrði þetta niðurstaðan. Meira
4. júní 1997 | Forsíða | 246 orð

Engum kostum hafnað

EKKI núna, en kannski seinna" var inntakið í yfirlýsingu Görans Perssons, forsætisráðherra Svía, í gær, þegar hann sagði stjórn Jafnaðarmannaflokksins leggja til að Svíar gengju ekki í Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, frá upphafi ársins 1999. Menn deila hins vegar um hvort svar hans beri að túlka sem vinsamlegt nei eða já. Meira
4. júní 1997 | Forsíða | 128 orð

Gleðigjafi fær heilsuverðlaun

NORSKA gamanleikaranum Arthur Arntzen frá Tromsø voru í gær veitt norsku heilbrigðisverðlaunin fyrir árið 1997. Dómnefndin gaf þá skýringu að hláturinn lengdi lífið, líkt og allir vissu. Í niðurstöðu dómnefndarinnar segir að Arntzen hafi með hlátri sínum og kímnigáfu lagt mikið af mörkum til að bæta heilsu norsku þjóðarinnar um margra kynslóða skeið. Meira
4. júní 1997 | Forsíða | 79 orð

Klofningur eftir landshlutum

STJÓRN Frjálslynda flokksins í Kanada hélt naumlega þingmeirihluta sínum í kosningunum á mánudag, fékk alls 155 sæti af 301. Stærsta blað Kanada, The Toronto Star, bendir á í forystugrein í gær, að úrslit kosninganna sýni að þjóðin virðist vera að klofna í pólitískar fylkingar eftir landshlutum. Meira
4. júní 1997 | Forsíða | 106 orð

Páfi hvetur til einingar Evrópu

JÓHANNES Páll páfi sagði í gær að nýr múr efnahagslegrar og pólitískrar eigingirni hefði nú tekið við af Berlínarmúrnum og ógnaði einingu Evrópu. Páfi lét þessi orð falla í ávarpi um einingu Evrópu í Gniezno, fyrstu höfuðborg Póllands. Um 250.000 manns hlýddu á ávarp páfa, sem hóf ellefu daga ferð um Pólland á laugardag. Meira

Fréttir

4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

26 stiga hiti

ÞAÐ var heitt á Akureyri í gær, hitinn fór í 26 gráður á hitamælinum á Ráðhústorgi um miðjan daginn og bar mannlíf þess merki. Sundlaugar yfirfullar og fáklætt fólk á ferli í miðbænum. Sælan gæti þó orðið skammvinn því samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við að nú taki norðlægar áttir völdin og kæli Norðlendinga niður. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 496 orð

77 nemendur útskrifaðir eftir þróttmikið skólaár

Sauðárkróki-Skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fóru fram laugardaginn 24. maí sl. í hátíðarsal skólans að viðstöddu fjölmenni. Í skólaslitaræðu Jóns Fr. Meira
4. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Af hverju ég? í Dynheimum

VEGNA fjölda áskorana verður leikritið Af hverju ég? sýnt í kvöld, miðvikudagskvöldið 4. júní og annað kvöld, fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20.30 í Dynheimum. Það eru unglingar úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri sem leika, en Aðalsteinn Bergdal er handritshöfundur og leikstýrir jafnframt verkinu. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Akraneshlaup haldið í sjötta skipti

AKRANESHLAUP var í fyrsta sinn haldið árið 1992 eða sama ár og Akraneskaupstaður fagnaði 50 ára afmæli og hefur verið haldið árlega síðan. Í ár fer hlaupið fram 7. júní. Vegalengdirnar sem boðið verður upp á í hlaupinu eru 21 km, 10 km og 3,5 km. Ræst verður kl. 11.30 í 21 km og kl. 12 í 10 km og 3,5 km. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra mun ræsa hlaupara. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Aldrei fleiri nemendur í meiraprófinu

ÖKUKENNARAFÉLAG Íslands stofnaði ökuskóla í tengslum við breytingu í hægri umferð árið 1968. Sá skóli flutti starfsemi sína 26. maí 1988 á 20 ára afmæli hægri umferðar á Íslandi og hefur eftir það starfað undir nafninu Ökuskólinn í Mjódd. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 25 orð

Anna Halldórsdóttir á Gauknum

Anna Halldórsdóttir á Gauknum TÓNLEIKAR með söngkonunni Önnu Halldórsdóttur verða haldnir á Gauki á Stöng í kvöld, miðvikuddagskvöld. Að auki mun rappsveitin Subterainian koma fram. Meira
4. júní 1997 | Landsbyggðin | 58 orð

Annatími hjá sauðfjárbændum

Hrunamannahreppi-Sauðburður er nú víðast langt kominn og sumsstaðar eru flestar ær bornar. Frjósemi er alls staðar mikil. Þetta er mikill annatími hjá sauðfjárbændum en ærnar bera nánast alls staðar inni og er litið eftir þeim dag og nótt. Hér er Eiríkur Kristofersson á Grafarbakka að marka lamb og nýtur aðstoðar Hauks sonar síns. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Annir hjá ríkissáttasemjara

MIKLAR annir voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær en þá voru þar ellefu stéttarfélög á sáttafundum með viðsemjendum sínum. Fundir stóðu enn í kjaradeilum kennara og flugfreyja um miðnættið í gær og var búist við næturfundum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði þá að hægt miðaði áfram en aðilar ættu enn eftir að ná saman um mörg atriði. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 341 orð

Áhafnir hentifánaskipa slysatryggðar

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur ákveðið að til bráðabirgða verði sjómenn á hentifánaskipum taldir slysatryggðir til 1. janúar 1998. Fyrir þann tíma telur stofnunin nauðsynlegt að tryggingamálum sjómanna á hentifánaskipum verði fundinn annar farvegur. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Áhöfn Júpiters hlaut Sæbjargarbikarinn

ÁHÖFN nótaveiðiskipsins Júpiters frá Þórshöfn hlaut í ár Sæbjargarbikarinn, farandbikar sem er gjöf sjómannsins Jóhanns Páls Símonarsonar til Slysavarnafélags Íslands. Félagið hefur séð um úthlutun bikarsins síðastliðin sex ár og er hann gefinn til skips og áhafnar sem sýnt hefur sérstakan áhuga á öryggismálum. Meira
4. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 211 orð

Ánægjulegur tími á Akureyri

GUÐMUNDUR Stefánsson, framkvæmdastjóri fóðurverksmiðjunnar Laxár lætur af starfi sínu um mánaðamótin ágúst-september nk. Guðmundur og fjölskylda eru á suðurleið, þar sem hann tekur við starfi hjá Bændasamtökunum á ný. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Byrjunarörðugleikar FÍ

TAFIR verða til að byrja með á áætlun hins nýja Flugfélags Íslands, sem tók formlega til starfa í gær. Að sögn Páls Halldórssonar, framkvæmdastjóra FÍ, tókst ekki að ljúka við þjálfun nýrra áhafna vélanna í tæka tíð fyrir stofnun félagsins. Meira
4. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 293 orð

Bæjarstjórn hafnar umsækjendunum

SEX fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrar samþykktu á fundi í gær tillögu frá Sigurði J. Sigurðssyni, Sjálfstæðisflokki, þess efnis að hafna framkomnum umsóknum um stöðu skólastjóra nýs sameinaðs grunnskóla á Suðurbrekkunni, sem til verður úr Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 428 orð

Deilt um þátttöku borgarfyrirtækja

MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt fyrir sitt leyti þátttöku veitufyrirtækja borgarinnar í kauptilboði ásamt fleirum í hlutabréf ríkissjóðs í Áburðarverksmiðjunni hf. Hlutur veitufyrirtækjanna er 21% eða rúmar 129,5 milljónir af 617 milljón króna tilboði. Meira
4. júní 1997 | Erlendar fréttir | 716 orð

Demókratar og íhaldsmenn gera strandhögg hjá stjórnarflokknum

UMBÓTAFLOKKURINN, undir forystu Prestons Mannings, hlaut næst mest fylgi og 60 sæti og verður því í hlutverki hinnar opinberu stjórnarandstöðu, sem nýtur nokkurra forréttinda á alríkisþinginu í Ottawa. Flokkur Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ekki ástæða til afskipta

SAMKEPPNISRÁÐI þykir ekki tilefni til íhlutunar vegna samnings Ríkisútvarpsins og Stöðvar 3 síðasta haust við Handknattleikssambandið um einkarétt á sýningum frá leikjum í fyrstu deild. Lögmaður Stöðvar 2 óskaði eftir úrskurði samkeppnisyfirvalda um það hvort opinbert fyrirtæki eins og Ríkisútvarpið, sem nýtur ótakmarkaðrar fjárhagslegrar ábyrgðar ríkissjóðs á skuldbindingum sínum, Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Ellilífeyrir hækkar um 11,8%

STJÓRN Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök hans að ellilífeyrisaldur verði færður úr 70 árum í 67 ár um leið og réttindaávinnsla til ellilífeyris hækki um 11,8%. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 387 orð

Endurskoða þarf fyrirkomulag niðurgreiðslna

SAMKEPPNISRÁÐ hefur sent frá sér álit, þess efnis að endurskoða verði fyrirkomulag niðurgreiðslna Markaðsráðs kindakjöts á lambakjöti. Ráðið telur að núverandi fyrirkomulag sé til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Meira
4. júní 1997 | Landsbyggðin | 177 orð

Engar umsóknir um læknisstöður

Siglufirði-Útlit er fyrir að læknislaust verði á Siglufirði frá og með 1. ágúst nk. takist ekki að ráða nýja lækna fyrir þann tíma. Þegar hefur verið auglýst eftir læknum í þær þrjár stöður sem lausar eru við sjúkrahús og Heilsugæslustöð Siglufjarðar en án árangurs enn sem komið er. Meira
4. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 372 orð

Flugfélag Íslands tekið til starfa

FLUGFÉLAG Íslands hefur formlega tekið til starfa, en það varð til við samruna Flugleiða innanlands og Flugfélags Norðurlands. Félagið hóf starfsemi þegar 60 ár voru liðin frá því fyrsta íslenska flugfélagið, Flugfélag Akureyrar var stofnað. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 522 orð

Framhjá tungumálakennurum gengið

KIRSTEN Friðriksdóttir, formaður Félags dönskukennara, segist undrast þá pólitísku kúvendingu sem birtist í því að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögu stefnumótunarnefndar um breytingu á forgangsröð í kennslu erlendra tungumála án undangenginnar umræðu. Tillagan felur í sér að kennsla í dönsku hefjist í 7. bekk í stað 6. Meira
4. júní 1997 | Landsbyggðin | 80 orð

Fræðslufundur Sögufélags Árnesinga

Eyrarbakka-Sögufélag Árnesinga hélt fjölsóttan fræðslufund um farmanninn Bjarna Herjólfsson sem lagði frá landi á Eyrarbakka fyrir um það bil 1000 árum og hélt til Ameríku. Páll Bergþórsson veðurfræðingur flutti framsöguerindi og svaraði spurningum heimamanna varðandi siglingu Bjarna. Gerðu menn góðan róm að máli Páls. Fundargestir komu víða að úr Árnessýslu. Meira
4. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Fræðslunámskeið um ræktun og hirðingu

SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirðinga gengst fyrir fræðslunámskeiði um ræktun og hirðingu trjáa og runna í Gróðrarstöðinni í Kjarna næstkomandi laugardag, 7. júní og stendur það frá kl. 10 til 15. Eitt af markmiðum félagsins er að auka fræðslu um skóg- og trjárækt og er námskeiðið þáttur í því, en ætlunin er á námskeiðinu að veita almenningi gagnlega fræðslu um trjá- og garðrækt. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 657 orð

Gáfu forsetanum Everest-fánann

EVEREST-FARARNIR, Hallgrímur Magnússon, Einar K. Magnússon og Björn Ólafsson, færðu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, íslenska fánann sem þeir fóru með á tind Everest. Fáninn verður geymdur á Bessastöðum í framtíðinni. Forseti Íslands sagði að afrek Everest-faranna væri komandi kynslóðum fyrirmynd um hvað við getum þegar áræðni, dugur, þjálfun og kjarkur færi saman. Meira
4. júní 1997 | Landsbyggðin | 418 orð

Geiri Péturs strandaði á sandrifi

ÓFREMDARÁSTAND er í hafnarmálum Húsvíkinga, að mati Stefáns Stefánssonar hafnarvarðar, sem var um borð í Geira Péturs sem strandaði í höfninni á sjómannadaginn. Um 150 manns voru um borð í skipinu þegar það tók niðri á sandrifi en ætlunin var að fara í skemmtisiglingu í tilefni dagsins. Báturinn Guðrún Björg togaði í skipið en það losnaði síðan af sjálfsdáðum á flóði um tveimur tímum síðar. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Gengið um Holt og Mela

Í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins 4. júní verður farið frá Miðbakkatjaldinu ath. breyttan brottfararstað kl. 20. Gengið verður um Þingholtin og gömlu þjóðleiðina hyfir Breiðumýri á skógargötu Öskjuhlíðar og niður í Nauthólsvík. Þaðan strandsstíginn vestur í Sundskálavík og Skildinganesmela og með Tjörninni niður á Höfn að Miðbakkatjaldinu. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins

HEILSUHLAUP Krabbameinsfélagsins verður frá húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 5. júní kl. 19. Hægt að velja um 2 km skokk/göngu, 5 km hlaup umhverfis Öskjuhlíð eða 10 km hlaup umhverfis Reykjavíkurflugvöll. Meira
4. júní 1997 | Landsbyggðin | 185 orð

Hjóladagur í grunnskólanum á Þórshöfn

Þórshöfn-Vorið er tími hjólanna og því var haldinn sérstakur hjóladagur í grunnskólanum hér á Þórshöfn í samvinnu við lögregluna. Nemendurnir mættu á reiðhjólum í skólann og þar fór lögreglan yfir hjólin og búnað þeirra, athugaði hjálma en síðan var farið í hjólatúr út fyrir þorpið. Meira
4. júní 1997 | Erlendar fréttir | 326 orð

Hætta á deilum milli Frakka og Þjóðverja

FRANSKI sósíalistaflokkurinn, er vann sigur í þingkosningum um helgina, hefur lýst því yfir að hann telji að endurskoða beri Stöðugleikasáttmála Evrópusambandsins. Samkomulag um stöðugleikasáttmálann náðist á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í Dublin í desember á síðasta ári en markmið hans er að tryggja að aðildarríki standist þær viðmiðanir um stöðu ríkisfjármála, Meira
4. júní 1997 | Miðopna | 1230 orð

IBM skuldar mannkyninu nýtt einvígi

ÍGREIN sem ég skrifaði fyrir Time í fyrra, eftir að hafa borið sigurorð af Dimmblárri, ofurtölvu IBM, í einvígi í Fíladelfíu, lét ég í ljós undrun mína og furðu yfir því að hafa kynnst nýrri tegund greindar. Meira
4. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

I. stig kennt áfram

VERKMENNTASKÓLINN á Akureyri, útvegssvið á Dalvík, mun á næsta skólaári bjóða upp á kennslu í I. og II. stigi skipstjórnarfræða svo sem verið hefur. Fyrirhuguð er breyting á náminu þannig að framvegis verður tveggja ára undirbúningsnám af sjávarútvegsbraut skilyrði fyrir skipstjórnarnámi. Þeir sem lokið hafa 6 mánaða siglingatíma eiga kost á að hefja nám á I. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Í dagsferðir á sex hjóla rútu

ÁSTVALDUR Óskarsson og Martha Jónasdóttir hafa lokið við að smíða eina öflugustu rútu landsins sem er með sex hjólum og verður m.a. reynd til jöklaferða og annarra hálendisferða. Kynnisferðir munu selja ferðir með bílnum. Áhugi er sagður hjá öðrum ferðaskrifstofum hérlendis að nota bílinn í ýmiss konar sérferðir fyrir innlenda og erlenda hópa. Meira
4. júní 1997 | Erlendar fréttir | 278 orð

Íkveikja við bústað Carlssons

TILRAUN til íkveikju var gerð við heimili Ingvars Carlssons, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, í fyrrinótt. Árvökulir nágrannar uppgötvuðu brunann, svo engan sakaði. Undanfarið hefur verið kveikt í þremur íþróttahöllum í Stokkhólmi og nágrenni og lögreglan álítur tengsl milli íkveikjunnar nú og þeirra. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Ítrekar umsókn um embætti sóknarprests

SR. BJARNI Karlsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, hefur sent biskupi og dóms- og kirkjumálaráðherra skeyti, þar sem hann ítrekar umsókn sína um embætti sóknarprests í Garðaprestakalli. Að sögn Ólafs Skúlasonar biskups, er verið að kanna erindi Bjarna í ráðuneytinu. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Krafa um 34% hækkun launa

LEIKSKÓLAKENNARAR hafa samþykkt að boða til verkfalls er hefjast skuli þann 22. september nk. Meðal krafna er hækkun grunnlauna um 34% næstu 3 árin. Um 80% félaga í Félagi íslenskra leikskólakennara greiddu atkvæði um verkfallsboðun. 751 lýsti sig reiðubúinn til að fara í verkfall eða 96,3%. en tæp 3% höfnuðu verkfallsboðun. Meira
4. júní 1997 | Erlendar fréttir | 400 orð

Kröfur um sameiningu hægriflokkanna

NÝR forsætisráðherra Frakklands, Lionel Jospin, birtir væntanlega ráðherralista sinn í dag eða á morgun. Hann kvaðst í gær leggja áherslu á að ráðherrar sínir hefðu hreinan skjöld og tengdust engum hneykslismálum eða öðru er gæti veikt stöðu þeirra. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Lagaskilyrðum til framsals fullnægt

FELLDUR var sá dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að fullnægt væri lagaskilyrðum til framsals Hanes-hjónanna bandarísku sem þarlend yfirvöld fóru fram á vegna refsimáls sem hefur verið höfðað á hendur þeim vestra. Hafa Hanes- hjónin ákveðið að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Meira
4. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Lagði mánaðarkaup bílstjóra í flugfélagið

GÍSLI Ólafsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akureyri er að því er best er vitað eini núlifandi stofnandi Flugfélags Akureyrar en það var stofnað fyrir 60 árum, 3. júní 1937. Félagið varð síðar að Flugfélagi Íslands sem seinna sameinaðist Loftleiðum í Flugleiðum. Hann sagði að allir helstu menn bæjarins hefðu komið sér saman um að stofna félagið. Meira
4. júní 1997 | Erlendar fréttir | 302 orð

Landsalar myrtir ÍSRAELSK stjórnvöld hafa ásaka

ÍSRAELSK stjórnvöld hafa ásakað yfirmenn palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna um að bera ábyrgð á morðum þriggja landsala. Mennirnir þrír sem allir voru milligöngumenn um sölu á palestínsku landi fundust myrtir eftir að dómsmálaráðherra sjálfstjórnarinnar lýsti því yfir að þeir sem seldu gyðingum land mættu eiga von á dauðadómi yrðu þeir fundnir sekir fyrir rétti. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 486 orð

Línan fari í jarðstreng í Bringum

ATHUGUN á frummati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagningar Nesjavallalínu 1 frá Nesjavöllum að Mosfellsdal er hafin hjá Skipulagi ríkisins. Línunni er ætlað að tengja fyrirhugað 60 MW raforkuver Rafmagnsveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum við höfuðborgarsvæðið og er stefnt að því að línan verði tilbúin til rekstrar síðari hluta árs 1998. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 18 orð

Loftköst

Loftköst OFURHUGAR á hjólabrettum eru tíðir gestir á Ingólfstorgi og halda áhorfendum hugföngnum með dirfskufullum tilþrifum sínum. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Mikil veiði á Dohrnbanka RÆKJUVEIÐI á Dohrnbank

RÆKJUVEIÐI á Dohrnbanka er nú orðin nær fjórfalt meiri á þessu fiskveiðiári, en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Bæði hafa aflabrögð verið mun betri, en auk þess hefur veiðin staðið lengur yfir en oft áður. Aflinn á Dohrnbanka er utan kvóta. Það sem af er þessu fiskveiðiári hafa veiðst samtals um 2.115 tonn af rækju á Dohrnbanka. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Minna flogið vegna fjárskorts og nýrra áherslna

LANDGRÆÐSLUFLUG Douglasvélarinnar TF-NPK er hafið frá Reykjavíkurflugvelli og er þetta fertugasta árið, sem flugvélar eru notaðar í þágu landgræðslu. Vélin mun í vikunni fljúga á nokkur landgræðslusvæði á Reykjanesi í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 284 orð

Neyddust til að skilja

Ægir og Kolbrún, sem bæði eru á örorkubótum, kynntust fyrir rúmu ári. Þau hófu fljótlega sambúð og eignuðust barn í apríl. Við það að þau fluttu saman skertust bætur þeirra um 30%, eða sem nam um 32 þúsund krónum. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Rætt um dulhyggju í Hafnarfjarðarkirkju

EINS og á síðasta sumri verður í sumar boðið upp á kvöldvökur öll miðvikudagskvöld í júní í Hafnarfjarðarkirkju. Fyrsta kvöldvakan er í kvöld og fjallar hún um "mystík" eða dulhyggju. Hið dulræna er kjarni margra trúarbragða, segir í fréttatilkynningu. Hvaða fyrirbæri er "mystík" í heimi trúarbragðanna og hvernig, ef nokkuð, birtist dulhyggjan í kristinni trú? Sr. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Sala gamalla skrifstofuvéla

SAFN gamalla skrifstofuvéla frá árunum 1930 til 1970 fæst nú keypt af áhugasömum aðilum. Safnið samanstendur m.a. af skrifstofuritvélum, ferðaritvélum, samlagningarvélum og bókhaldsvélum en G. Helgason og Melsted voru til langs tíma með umboð fyrir hinar ítölsku Olivetti-vélar. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Samningur um björgun undirritaður

FULLTRÚAR íslenskra stjórnvalda og eigenda þýska flutningaskipsins Víkartinds hafa undirritað samning um framkvæmd björgunar vegna strands skipsins þar sem m.a. er fjallað um að flakið verði fjarlægt og frágang á strandstað. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Samræmd próf sýnd

TUTTUGU nemendur komu til þess að líta á próf sín á fyrsta sýningardegi samræmdra prófa á mánudaginn hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála. Annar sýningardagur er í dag. Að sögn Finnboga Gunnarssonar, umsjónarmanns samræmdra prófa, geta þeir ekki tekið á móti mikið fleiri en 20 nemendum á dag. Meira
4. júní 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Selur í túni

Borgarnesi- Þeim brá í brún Borgnesingunum sem voru að bera áburð á tún sitt ofan við Borgarnes er þeir gengu fram á dauðan sel á miðju túninu um 700 metra frá sjó. Þarna var um fullorðinn sel að ræða sem líklegast hefur leitað upp á land í stærsta straumi. Meira
4. júní 1997 | Erlendar fréttir | 609 orð

Sjáland tengt meginlandinu

MEÐ tárum, kyndlum, kampavíni og konunglegri viðurvist var um helgina haldið upp á að farþegaferðir með járnbraut um Stórabeltisbrúna og göngin þar hófust. Tárin flutu, því nú hætta farþegaferjurnar að sigla eftir 114 ár og í staðinn kemur bílaferja. Með brúnni verður það raunhæfur möguleiki fyrir fólk að búa í Óðinsvéum og vinna í Kaupmannahöfn. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Skattadagur færist framar

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna, fagnaði skattadeginum svokallaða síðastliðinn þriðjudag með því að afhenda fjármálaráðherra mótmæli vegna mikilla umsvifa hins opinbera. Skattadagurinn er samkvæmt skilgreiningu Heimdallar sá dagur ársins sem menn hætta að vinna fyrir hið opinbera ef menn hugsa sér að þeir vinni fyrrihluta ársins eingöngu fyrir hið opinbera og síðari hluta ársins Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð

Skólafólki boðin vist á varðskipum

SUMARIÐ 1997 býðst samtals 42 unglingum að fara í ferðir eða starfskynningu með varðskipum Landhelgisgæslu Íslands. Landhelgisgæslan hefur staðið fyrir slíkri starfskynningu unglinga undanfarin ár í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem sá um skráningu unglinganna. Miðað er við unglinga sem ljúka grunnskólanámi vorið 1997 og tekur hver ferð 16 daga. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Slitlag ehf. bauð lægst

SLITLAG ehf. á Hellu var með lægsta tilboð í yfirlagnir og styrkingar á vegum á Suðurlandi 1997. Tilboð Slitlags hljóðaði upp á 29.950.586 kr. en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 33.189.000. Aðrir sem buðu í verkið voru Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. á Selfossi sem bauð 30.300.000 kr., Borgarverk ehf. í Borgarnesi, 30.470.880 kr. og Klæðning ehf. í Garðabæ, 30.493.860 kr. Meira
4. júní 1997 | Erlendar fréttir | 244 orð

Stórfyrirtæki vöruð við að reyna að ná yfirráðum á netinu

TVEIR framkvæmdastjórnarmenn Evrópusambandsins vara stórfyrirtæki við að fara of geyst og reyna að ná yfirráðum á alnetinu. Þetta kom fram á ráðstefnu Wall Street Journal Europe um viðskipti á alnetinu í Brussel í gær. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Strengur hf. sameinast norsku fyrirtæki

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Strengur hf. sameinast norska fyrirtækinu Infostream í sumar og hefur ákvörðun um það verið tekin. Sameinaða fyrirtækið heitir Infostream í Noregi. Strengur átti fyrir hluta í norska fyrirtækinu. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Stýrimannaskólanum í Eyjum slitið í síðasta sinn

Vestmannaeyjum-Stýrimannaskólanum í Eyjum var slitið fyrir skömmu og voru það síðustu skólaslit í sögu skólans þar sem hann verður nú lagður niður og námið fellt inn í nám Framhaldsskólans í Eyjum. Með skólaslitunum nú lauk því 33 ára sögu þessa skóla sem hefur frá því hann var stofnsettur útskrifað 362 nemendur með skipstjórnarpróf af 2. stigi. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sumarleikfimi Gigtarfélagsins

GIGTARFÉLAG Íslands býður upp á sumarleikfimi núna í júní og eru tímarnir tvisvar sinnum í viku. Leikfimin er með nokkru öðru sniði en venjulega þar sem byrjað er á því að fara út í gönguferð þar sem hver stjórnar sínum hraða en síðan eru gerðar æfingar og teygjur inni auk slökunar. Allir eru velkomnir og fer skráning fram á skrifstofu Gigtarfélagsins, Ármúla 5. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Tengibygging reist fyrir 1,2 milljarða

EIGENDAFUNDUR í Húsfélagi Kringlunnar ákvað í gær samhljóða að ráðast í framkvæmdir við nýja tengibyggingu milli norður- og suðurbyggingar Kringlunnar. Tengibyggingin verður 8.800 fermetrar og henni fylgja 400 ný bílastæði. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 1.200 milljónir króna, án virðisaukaskatts. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tónleikar í Loftsalnum

TÓNLEIKAR verða haldnir í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafnarfirði, fimmtudaginn 5. júní kl. 20.30. Aðgangseyrir, 1.000 kr., rennur í sjóð til kaupa á lyftu fyrir hreyfihamlaða í Loftsalinn. Kirkjukór Hjallakirkju í Kópavogi flytur verk eftir Hans Nyberg, Otto Olson, J. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Trilla tók niðri í svartaþoku

Trilla tók niðri í svartaþoku TRILLUBÁTURINN Anna KE tók niðri á eyrinni í innsiglingunni í Sandgerðishöfn á mánudagskvöld. Björgunarsveitarmenn fóru um borð og aðstoðuðu við að losa bátinn. Svartaþoka var þegar atburðurinn átti sér stað en annars var blankalogn og aðstæður með besta móti. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Tvær konur á gjörgæslu eftir árekstur

FJÓRIR voru fluttir á slysadeild síðastliðið sunnudagskvöld eftir mjög harðan árekstur tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi við Háls í Kjós. Voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF Líf, á slysadeild, en einn var fluttur með sjúkrabíl. Tvær konur lágu ennþá á gjörgæslu í gær og var líðan þeirra í jafnvægi. Þær voru ekki taldar í lífshættu. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 435 orð

Urriðarnir færri en stærri

"FYRSTU tveir dagarnir voru frekar rólegir, enda var sól, logn og mikill hiti. Það er ekki gott veiðiveður og því var betri veiði í frostinu í fyrra. Það voru samt bókaðir 62 fiskar hjá mér á 16 stangir og margir urriðarnir voru mjög vænir, einn 7,5 pund stærstur og þó nokkrir 5 til 6,5 punda. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Úr 250 fermetrum í 600

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur tekið húsnæði byggingafyrirtækisins Álftaróss ehf. í Þverholti í Mosfellsbæ á leigu fyrir nýja heilsugæslustöð í Mosfellslæknisumdæmi. Samningurinn er til fimmtán ára. Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ segir að samningur þessi sé endapunkturinn á talsverðri baráttu sveitarfélaga í Mosfellslæknisumdæmi, þ.e. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Verkbann boðað hjá Básafelli eftir viku

BOÐAÐ hefur verið verkbann hjá Básafelli á Ísafirði af hálfu Vinnumálasambandsins vegna þeirra starfsmanna sem ekki eru í verkfalli. Önnur samtök vinnuveitenda hafa ekki boðað verkbann fyrir hönd félagsmanna sinna. Engin ný skref voru sjáanleg í lausn deilunnar í gærkvöld. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Verndun hálendisins eitt helsta baráttumálið

FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Náttúruverndarsamtaka Íslands (NSÍ) var haldinn fimmtudagskvöldið 29. maí. Samþykkt voru lög fyrir samtökin og stefnuyfirlýsing og kjörin stjórn. Í fréttatilkynningu frá NSÍ segir, að markmið samtakanna sé að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Viðræður um búddamusteri

FORSVARSMENN búddista áttu í gær fund með bæjarráði Akraness um að kaupa land bæjarins við ströndina í Innstavogi til móts við Snæfellsjökul til að reisa búddamusteri. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, segir vel hafa farið á með bæjarstjóra og búddistum á fundinum í gær og að líklegt sé að gengið verði frá lóðarkaupum. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 169 orð

Viðurkenning fyrir skólastarf

FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar hefur undnfarin ár veitt þeim viðurkenningu sem það telur að hafi skarað fram úr í að bæta hag barna og unglinga í Hafnarfirði. Sunnudaginn 25. maí var Setbergsskóla og leikskólanum Hlíðabergi veitt viðurkenning fyrir athyglisverða nýjung í samstarfi leikskóla og grunnskóla. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð

Vinnuvika karla 9 stundum lengri en hjá konum

KARLAR á vinnumarkaði vinna níu klukkustundum lengur á viku að meðaltali en konur, en hafa talsvert hærra tímakaup. Þetta er meðal niðurstaðna úr kjarakönnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var á síðasta ári. Í könnuninni kemur einnig fram að fjölskyldutekjur eru hæstar á Vestfjörðum en lægstar á Norðurlandi vestra. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Þjóðin fagnar Everestförunum

Þjóðin fagnar Everestförunum MJÖG margir lögðu leið sína niður á Ingólfstorg til að fagna Birni Ólafssyni, Hallgrími Magnússyni og Einari K. Stefánssyni, sem komu í gær til landsins eftir að hafa klifið Everest. Samskip, helsti styrktaraðili leiðangursins, bauð landsmönnum þetta tækifæri til að fagna afreki þremenninganna. Meira
4. júní 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Þörfin sífellt að aukast

NÝTT og fullkomið tölvusneiðmyndatæki var formlega tekið í notkun á röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, og borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sneiðmyndatæki þetta er annað sinnar tegundar hérlendis en fyrir hafði Röntgen- og geislagreiningin í Domus Medica yfir öðru tæki af sömu gerð spíraltækja að ráða. Meira

Ritstjórnargreinar

4. júní 1997 | Leiðarar | 678 orð

SKIPULAG MIÐHÁLENDISINS ILLÖGUR að svæðisskipulagi miðhálend

SKIPULAG MIÐHÁLENDISINS ILLÖGUR að svæðisskipulagi miðhálendisins, sem samvinnunefnd 12 sýslna, sem eiga land að hálendinu, hefur unnið, liggja nú frammi til sýnis í öllum sýslum landsins, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagi ríkisins, en einnig er tillögurnar að finna á heimasíðu Skipulagsins. Menn geta gert athugasemdir við tillögurnar fyrir 10. Meira
4. júní 1997 | Staksteinar | 335 orð

Vond staða á Vestfjörðum

"MIKILL vandi blasir við Vestfirðingum eftir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara var felld í atkvæðagreiðslu," segir í leiðara DV á mánudag. Í LEIÐARANUM segir: "Ærinn var vandinn fyrir en nú verður ekki séð hvert stefnir eftir sex vikna verkfall. Þegar niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni lá fyrir lýsti sáttasemjari því yfir að fátt væri til ráða. Meira

Menning

4. júní 1997 | Menningarlíf | 538 orð

Á leið til Kanada, Noregs og Suður-Kóreu

BANDAMENN efna til tveggja sýninga á Amlóðasögu á Litla sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20 og á föstudag á sama tíma, en leikhópurinn er nú á leið til Kanada þar sem sýningin verður sett upp á leiklistarhátíðinni Northern Encounters í Toronto. Í haust verða Bandamenn síðan á ferð í Noregi og Suður-Kóreu. Meira
4. júní 1997 | Myndlist | 347 orð

Ávalt og opið

Opið mánudaga til föstudaga kl. 10­18. Laugardaga 10­16. Til 14. júní. Aðgangur ókeypis. FINNSKA listakonan Nina Kerola (f. 1965), nam við Björneborgs Konstskola á árunum 1986­9, en færði sig yfir til Svíþjóðar að námi loknu, þar sem hún lifir og starfar. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga eftir að námi lauk og haldið 7 einkasýningar frá árinu 1992. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 1279 orð

Balling gerir bíómynd Danski kvikmyndaleikstjórinn Erik Balling tengdist íslenskri kvikmyndagerð þegar hann leikstýrði 79 af

Balling gerir bíómynd Danski kvikmyndaleikstjórinn Erik Balling tengdist íslenskri kvikmyndagerð þegar hann leikstýrði 79 af stöðinni fyrir 35 árum. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 28 orð

Björn R.Einarsson á Sóloni

Björn R.Einarsson á Sóloni Á GESTAKVÖLDI í Sölvasal Sólons Íslanduss á miðvikudagskvöld verður Björn R. Einarsson, básúnuleikari, gestur þeirrar ÓlafS StephensenS, Tómasar R. Einarssonar og Guðmundar R. Einarssonar. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 776 orð

Brúðumyndagerð ekki metin að verðleikum

ÞAÐ ER mikil hefð fyrir brúðumyndagerð í Eistlandi," segir Sigurður Örn Brynjólfsson, "og borin virðing fyrir þessu listformi sem endurspeglast meðal annars í þeim styrkjum sem renna til þessarar listgreinar, en þeir eru hærri en styrkir sem renna til kvikmynda í fullri lengd. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 914 orð

Dynjandi lófatak einnar handar Bandaríski rithöfundurinn J.D. Salinger hefur nú heimilað útgáfu á bók eftir sig, eftir 32 ára

Dynjandi lófatak einnar handar Bandaríski rithöfundurinn J.D. Salinger hefur nú heimilað útgáfu á bók eftir sig, eftir 32 ára hlé. Geir Svansson kynnti sér sérkennilega forsögu þessa víðlesna en umdeilda rithöfundar. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Dýrmætir kjólar

KJÓLAR úr eigu Díönu prinsessu verða boðnir upp hjá Christie's-uppboðsfyrirtækinu í New York 25. júní. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Kjólarnir voru til sýnis í London í gær og þeirra var vel gætt, eins og sést á myndinni. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

Evítubar

Í TILEFNI af uppsetningu Evítu var opnaður bar kenndur við söngleikinn á efri hæð Óperukjallarans fyrir skömmu. Helstu leikarar mættu að sjálfsögðu á opnunina og gerðu sér glaðan dag með öllum hinum. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 72 orð

Fékk listastyrk

TÓLF útskriftanemar Myndlista- og handíðaskóla Íslands hafa á skólaárinu sýnt listaverk í sýningarglugga Búnaðarbankans við Hlemm. Dregið var út nafn eins listamannsins sem sýnt hefur í listaglugganum í vetur; Huldu Stefánsdóttur, og hlaut hún styrk frá bankanum. Við sama tækifæri var undirritaður nýr samningur milli nemendafélags MHÍ og Búnaðarbankans fyrir skólaárið 1997 til 1998. Meira
4. júní 1997 | Kvikmyndir | 443 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 141 orð

Franskur hönnuður

HÖNNUÐURINN Alain Mikli kemur til Íslands í dag, miðvikudag, í tilefni 25 ára afmælis gleraugnaverslunarinnar Linsunnar og opnar listsýningu í Gallerí Borg, þar sem verða til sýnis á annað hundrað umgjarðir sem hann hefur hannað sl. 20 ár. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 110 orð

Glára sýnir í Kringlunni

Í JÚNÍMÁNUÐI verður myndlistarkonan Guðrún Lára Halldórsdóttir "Glára" með sýningu verkum sínum í nýjum sýningarsal "Á hæðinni" á efri hæð verslunarinnar Jóns Indíafara í Kringlunni. Sýning Gláru nefnist "Áhrif vorsins" og um, er að ræða vatnslitamyndir. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 181 orð

Gæludýr sem hvorki klórar né fer úr hárum

LOKSINS geta foreldrar sem aldrei hafa viljað gefa börnum sínum gæludýr orðið við óskum þeirra, því komið er á markaðinn rafgæludýr sem hvorki fer úr hárum né klórar í húsgögnin. Gæludýrið sem heitir Tamagotchi er eins konar rafskepna sem selst hefur grimmt í Bandaríkjunum, Japan og á Englandi. Meira
4. júní 1997 | Kvikmyndir | 521 orð

Göfugi stórþjófurinn

Leikstjóri Clint Eastwood. Handritshöfundur William Goldman eftir samnefndri skáldsögu Baldacci. Kvikmyndatökustjóri Jack N. Green. Tónlist Lenneth Niehaus. Aðalleikendur Clint Eastwood, Gene Hackman, Ed Harris, Scott Glenn, Laura Linney, Judy Davis, Dennis Haysbert, E.G. Marshall. 120 mín. Bandarísk. Castle Rock 1997. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 160 orð

Jeff Buckley talinn af

ROKK- OG þjóðlagasöngvarinn Jeff Buckley var talinn af á mánudag, fjórum dögum eftir að hann hvarf á sundi í Mississippi-ánni. "Við erum enn að kemba svæðið," sagði lögreglumaðurinn Richard True í Memphis á mánudaginn. "Það eru miklir straumar á þessu svæði og lík hans gæti hafa rekið niður með ánni. Meira
4. júní 1997 | Kvikmyndir | 191 orð

Kvikmyndafréttir

MEL Gibson og Chen Kaige, leikstjóri "Farewell, My Concubine", hafa fundað að undanförnu til þess að ræða kvikmyndagerð á sögu Charles Dickens "A Tale of Two Cities". Á meðan aðdáendur Gibson bíða eftir klassíkinni geta þeir horft á stjörnuna í "Conspiracy Theory" sem verður sýnd í sumar. Meira
4. júní 1997 | Kvikmyndir | 106 orð

Kvikmyndir ættleiddar

ÍTÖLSK stjórnvöld hvetja nú borgar- og sveitarstjórnir til þess að koma í veg fyrir eyðingu gamalla ítalskra kvikmynda með því að ættleiða þær. Ættleiðingin felst í því að bæjar- og sveitarfélög velja myndir og sjá um að fjármagna varðveislu þeirra. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Margur er knár þótt hann sé smár

ÞETTA orðatiltæki hefur heldur betur sannast á Nelson de La Rosa sem er 28 ára gamall. De La Rosa er aðeins 71 cm á hæð en hefur nú þegar haslað sér völl í kvikmyndaheiminum. Hans næsta verkefni verður að leika í auglýsingaherferð fyrir Pepsi sem mun bera heitið: "Það er gott að vera lítill. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 51 orð

Max von Sydow kvæntur

STÓRLEIKARINN Max von Sydow gekk í það heilaga á dögunum. Hann hitti eiginkonu sína við tökur á myndinni Hamsun. Brúðkaupið var haldið í Frakklandi. Þetta er annað hjónaband Max von Sydow. Hann skildi við fyrri konu sína fyrir tveimur árum eftir 44 ára hjónaband. BRÚÐHJÓNIN ásamt svaramönnum. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

Minningarathöfn um Arnór Björnsson

VINIR og ættingjar Arnórs Björnssonar, sem lést síðasta sumar, stóðu fyrir minningarathöfn í Tunglinu síðustu helgi. Mjög vel tókst til og steig fjöldi listamanna á svið. Þeir gáfu allir vinnu sína en stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Arnór. Meira
4. júní 1997 | Kvikmyndir | 51 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Skólabílsránið (Sudden Terror Hijacking of School Bus 17) Vélrænir böðlar (Cyber Trackers) Hann heitir Hatur (A Boy Called Hate) Þrumurnar (Rolling Thunder) Glæpastundin Meira
4. júní 1997 | Kvikmyndir | 344 orð

Perlur í sólskini

PERLUR Austurlands heitir þáttaröð sem sýnd er á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum kl. 22.00. Umsjónarmaður hennar er Ágúst Ólafsson fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Austurlandi. Þættirnir hafa hlotið einróma lof áhorfenda enda um sérdeilis vandaða þætti er að ræða. Mjög austurlensk Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Rachel og Rod

SÖNGVARINN Rod Stewart var fremur stúrinn á svipinn þegar hann gaf eiginhandaráritun einum aðdáenda sinna í Beverly Hills. Rod, sem leggur áherslu á að fylgjast vel með í enska boltanum hvar sem hann er staddur, hafði ætlað að lesa íþróttafréttir bresku blaðanna í ró og næði og brást því illur við ónæðinu. Meira
4. júní 1997 | Kvikmyndir | 220 orð

Selirnir hafa mannsaugu Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish)

Selirnir hafa mannsaugu Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish) Fjölskyldumynd Framleiðandi: Sarah Green & Maggie Renzi. Leikstjóri og handritshöfundur: John Sayles. Kvikmyndataka: Haskell Wexler. Tónlist: Mason Daring. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Síðasta sýningarhelgi á skartgripunum

SÝNINGU á skartgripum eftir 56 norræna gullsmiði í sýningarsal Norræna hússins lýkur nk. sunnudag, 8. júní. Hún er opin daglega kl. 14­19. Fulltrúar Íslands eru gullsmiðirnir Katrín Didriksen og Ófeigur Björnsson. Sýningin var fyrst í Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn, opnuð í janúar 1996, en síðan hefur leiðin legið til Noregs, Finnlands, Svíþjóðar og hingað kom sýningin frá Álaborg. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Sjómenn gleðjast

SJÓMANNADAGURINN var sem kunnugt er á sunnudaginn. Veðrið var gott og því voru flestir í góðu skapi, ekki síst um kvöldið þegar sjómannaball var haldið á Hótel Íslandi. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 183 orð

Stundvís, ofsafenginn bindindismaður

HENRI Rollins hefur verið í fararbroddi bandarískra pönkara með ofsafengna tónlist sína í gegnum tíðina. Framkoma hans á sviði og í tónlistarmyndböndum er kraftmikil og því halda margir að hann sé ofbeldisfullur í einkalífinu. Þeir sem hafa umgengist hann vita hins vegar að hann er hvers manns hugljúfi utan sviðsins. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 339 orð

Svövu afhent verðlaunin

HENRIK-Steffens-verðlaunin voru nýlega afhent Svövu Jakobsdóttur rithöfundi við hátíðlega athöfn í Audinez­sal ráðhússins í Lübeck. Eins og segir í verðlaunaskjali hlýtur Svava verðlaunin fyrir bókmenntaverk sín þar sem hún fjallar á "skapandi hátt um stöðu konunnar í fornbókmenntum og reynsluheimi nútímans. Meira
4. júní 1997 | Menningarlíf | 39 orð

Sýning á skúlptúrverkum

VORHUGUR, sýning á skúlptúrverkum Þorgerðar Jörundardóttur og Mimi Stallborn, stendur yfir í húsnæði Kvennalistans í Pósthússtræti 7, 3. hæð. Hægt er að skoða sýninguna á þeim tíma sem skrifstofan er opin, kl. 13­17, alla virka daga. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Söguleg veisla

LOKAHÓF Söguþings var haldið á Hótel Sögu á laugardagskvöld. Var þar borin á borð þríréttuð söguleg máltíð. Meðal annars var boðið upp á miðaldasósur af ýmsu tagi með matnum, en í eftirrétt var rauðgrautur. Meira
4. júní 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Úr eða í?

ÞAÐ ER ekki alltaf auðvelt að sjá hvort stjörnurnar séu sumar hverjar að klæða sig upp eða klæða sig úr. Fyrirsætan Angie Everhart sást í þessum efnislitla kjól á Kvikmyndahátíðinni í Cannes sem sannarlega minnir meira á gegnsæjar gardínur en samkvæmiskjól. Meira

Umræðan

4. júní 1997 | Aðsent efni | 790 orð

Að hálfnuðu kjörtímabili

FORYSTA Sjálfstæðisflokksins fyrir ríkisstjórn landsins hefur nú varað í hálft annað kjörtímabil. Á þessum sex árum hefur stjórnarfar á Íslandi tekið miklum breytingum. Umskiptin eru mikil. Bæði þessi og fyrri reynsla í sögu lýðveldisins sýnir að Sjálfstæðisflokknum er best treystandi þegar á móti blæs og þörfin er mest á ábyrgri pólitískri forystu. Stjórnarstefnan hefur gengið upp. Meira
4. júní 1997 | Aðsent efni | 1317 orð

Enn um orgelsmíð og orgelkaup í kirkjur

MARGT er búið að segja og skrifa um ofangreint efni á undanförnum mánuðum, og kannski er ekki við það bætandi. En þar sem ég hef nokkra reynslu af þessum málum og þekki til beggja þeirra aðila sem hafa verið í brennidepli þessara umræðna, ætla ég að leyfa mér að leggja orð í belg. Ég vil taka það fram að ég met báða þessa menn mikils og tel þá mikla hæfileikamenn á sínum sviðum. Meira
4. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 508 orð

Er áhættan þess virði?

ÞEGAR tekin er ákvörðun um hvar langtíma- eða eftirlaunasparnaður er ávaxtaður er rétt að spyrja nokkurra mikilvægra spurninga áður en söfnun hefst. Er fjármálastofnunin örugg og traust? Er gjaldmiðillinn sterkur, og stöðugur til lengri tíma litið? Í hverju er sparnaðurinn ávaxtaður? Og síðast en ekki síst, Meira
4. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Gatan gleymda

MEÐ sívaxandi umferð bifreiða hefur sums staðar myndast mikil mengun í Reykjavík. Einkum kvarta íbúar við Miklubraut undan óþægindum sem starfa bæði af hávaða og loftmengun. Og þessar kvartanir eiga við rök að styðjast, um það er enginn ágreiningur. Hitt er meira vafamál, hvernig leysa eigi þennan vanda. Meira
4. júní 1997 | Aðsent efni | 1227 orð

Guðlast og grjótkast

Í FYRRA mánuði fjölluðu fjölmiðlar um guðlast. Tilefnið var sjónvarpsþáttur Spaugstofunnar sem sýndur var í dymbilviku, en þátturinn var með biblíulegu ívafi og eðlilega spaugilegu eins og ætlast er til af aðstandendum þessarar ágætu stofu. Meira
4. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 531 orð

Lettlandsfélagið og Eystrasaltsríkin

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Lettlands hélt fjórða aðalfund sinn fyrir skemmstu. Sýndi hann í hnotskurn hvernig félagsmál Íslands og Eystrasaltsríkjanna hafa verið að þróast hérlendis síðan 1993: Formaður félagsins frá byrjun, Hrafn A. Harðarson, bókasafnsfræðingur og rithöfundur, lét nú af embætti, eftir að hafa stuðlað að miklum samskiptum milli landanna á sviðum bókasafnsmála og bókmennta. Meira
4. júní 1997 | Aðsent efni | 727 orð

Skattadagurinn færist framar

MEÐ hinum árlega skattadegi er ætlun Heimdellinga að vekja menn til umhugsunar um skatta og miklvægi þess að þeir séu hóflegir svo að markmið skattlagningar náist. Undanfarin þrjú ár hefur skattamálahópur Heimdallar reiknað út meðaltal skatta á einstakling sem hlutfall útgjalda hins opinbera og iðgjalda lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu og þannig fundið út "daginn sem menn hætta að vinna Meira
4. júní 1997 | Aðsent efni | 373 orð

Styðjum landslið okkar í handknattleik

GÓÐUR árangur landsliðs okkar í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Japan hefur að venju glatt okkur og aukið stolt okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, vitandi að fjölmennið er ekki það mikilvægasta í harðri samkeppni í íþróttum, listum eða viðskiptum. Meira
4. júní 1997 | Aðsent efni | 557 orð

Ævintýri í Iðnó Samkomulag hefur nú tekist milli eigenda hússins, seg

MYRKUR hefur grúft yfir Iðnó undanfarin ár. Nú eru að verða þar breyting á og bendir allt til þess að unnt verði að sýna þessu sögufræga húsi þann sóma sem það á skilinn á hundrað ára afmæli þess. Iðnó var vagga menningarlífs í borginni allt til ársins 1990. Þá tók við tímabil í sögu hússins sem segja má að einkennst hafi af skipulagsleysi og flumbrugangi. Meira

Minningargreinar

4. júní 1997 | Minningargreinar | 337 orð

Gunnar Ólason

Gunnar Ólason er genginn. Fyrr en okkur starfsfélaga hans varði. Við vissum reyndar að sjúkdómurinn sem heltók hann sleppir sjaldnast taki sínu. Það er svo stutt síðan hann kom í hinstu heimsókn sína á slökkvistöðina, hress og kátur, en hann hætti að vinna nokkru áður. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Gunnar Ólason

Þá ert þú farinn bróðir, mágur og hollvinur. Megum við sem eftir sitjum ekki lengur njóta samvistar þinnar, hollráða og raunsæis. Þú fórst allt of snöggt og allt of ungur því þótt árin væru orðin nokkur hélzt þú algerlega andlegum styrk og óröskuðu tilfinningalegu jafnvægi þar til yfir lauk, vissir gjörla að hverju fór. Enginn má sköpum renna og nú er skarð fyrir skildi. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 453 orð

Gunnar Ólason

Elsku pabbi. Núna er komið að kveðjustundinni hjá okkur en þrátt fyrir það verður þú alltaf ofarlega í mínum huga. Sorgin og söknuðurinn er svo óbærilegur núna en ég vona að þú verðir mér við hlið og leiðir mig í gegnum erfiðleikana sem framundan eru. Ég veit að tveir síðustu mánuðir voru ekki auðveldir hjá þér en ég er fegin að þú þurftir ekki að þjást lengi. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 510 orð

Gunnar Ólason

Ég leyni því ekki að þar sem ég sit hér og minnist góðs vinar er ég með kökk í hálsinum og skammast mín ekki fyrir það. Þegar fregnin kom um að Gunnar væri látinn kom það sem stingur í hjartastað. Þó við samstarfsmenn hans höfum vitað um nokkurn tíma að hverju stefndi, gerðist þetta allt svo hratt, svo hratt. Það var enginn aðdragandi að veikindunum, þau komu svo snöggt. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 198 orð

Gunnar Ólason

Það er með sárum trega og söknuði sem þessar línur eru skrifaðar um frábæran samstarfsmann og vin. Fyrstu kynni okkar voru í vélskólanum þar sem Gunnar var einn besti nemandi sem ég hef kynnst. Sama kom í ljós þegar hann hélt áfram námi í fyrsta árganginum í Tækniskóla Íslands. Það var því auðvelt val fyrir mig að ráða hann sem fyrsta starfsmann sem ég réð í slökkviliðið. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 684 orð

Gunnar Ólason

Þegar náinn samferðamaður í lífi manns hverfur skyndilega burt úr þessu lífi vakna ýmsar minningar í huga þess sem eftir stendur. Þannig er það nú þegar starfsfélagi minn og fyrrum skólafélagi, Gunnar Ólason, umsjónarmaður eldvarna, kveður þetta líf eftir skammvinn en erfið veikindi. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 652 orð

Gunnar Ólason

Nú þegar ég sit hér við gluggann og stari út í vornóttina er mér ofarlega í huga hve vorið hefur verið dimmt og hráslagalegt. Von okkar er samt ætíð sú sama, að við taki sem fyrst sumarið með birtu sinni og yl. Eins og við þreyjum veturinn með vissu okkar um að í kjölfar hans komi sumar með bjartsýni og iðandi lífi, reynum við að yfirstíga sorg okkar, vitandi að upp styttir um síðir. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 269 orð

GUNNAR ÓLASON

GUNNAR ÓLASON Gunnar Ólason fæddist á Ísafirði þann 30. október 1931. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans að morgni 28. maí sl. Foreldrar hans voru sr. Óli Ketilsson, prestur í Ögurþingaprestakalli, N-Ísafjarðarsýslu, fæddur 26. september 1896 á Ísafirði, dáinn 25. mars 1954 og kona hans María Tómasdóttir, fædd 4. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 185 orð

Ottó Sveinsson

Þegar ég kom í heiminn var vinur minn Ottó Sveinsson orðinn tæpra 6 mánaða gamall. Ottó og fjölskylda hans bjuggu í næsta húsi við hús foreldra minna í Vallargerði í Kópavogi. Mömmur okkar voru nágrannar og vinkonur og ekki var ég margra daga gamall þegar Ottó kom í heimsókn með mömmu sinni. Allar götur síðan vorum við Ottó bestu vinir. Í yfir 40 ár. En nú er Ottó vinur minn dáinn. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 568 orð

Ottó Sveinsson

Hér sit ég og ætla að reyna að skrifa nokkrar línur um bróður minn og vin Ottó Sveinsson sem lést af slysförum hinn 28. apríl. Þetta er eitthvað sem stenst ekki. Þegar svona kemur upp fer maður að horfa til baka, til æskuáranna í Kópavoginum. Ég sé fyrir mér Ottó fjögurra ára, dökkan yfirlitum með þessi stóru brúnu augu sem heilluðu alla, síbrosandi í stuttbuxum og beran að ofan. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 199 orð

Ottó Sveinsson

Nú er höggvið skarð í okkar stóra systkinahóp, Ottó, fallegi, yndislegi bróðir okkar, með tindrandi, brúnu augun og tvíræða brosið, er látinn. Þau virðast grimm örlögin sem taka hann burt frá konu og börnum, þegar allt var svo bjart framundan, en Alfaðir ræður. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Ottó Sveinsson

Elskulegur bróðir er dáinn, og brotið blað í tilveru okkar, þeirra sem þekktu hann og elskuðu. Okkur mun alltaf svíða um hjartarætur við að hugsa til þess að við sjáum hann ekki aftur. En hann skildi líka margt eftir sem hann gaf okkur og miðlaði til okkar með sinni hreinu framkomu, hjálpsemi og elsku, því hann elskaði okkur og við hann, það efuðumst við aldrei um. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 179 orð

Ottó Sveinsson

Kæra amma, Sigrún, Óli og börn, ég vil byrja á að votta ykkur samúð mína, þetta er búið að vera svo sárt fyrir ykkur vegna fráfalls sonar, eiginmanns og föður. Ekki óraði mig fyrir svona fráfalli, í mínum huga var allt svona fjarlægt og þetta kennir manni að sýna ættingjum og vinum meiri væntumþykju því maður veit ekki hver fer næstur. Í mínum huga mun Ottó alltaf vera hjá okkur. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 119 orð

Ottó Sveinsson

Elsku amma, Sigrún, Óli og börn. Megi Guð gefa ykkur styrk til þess að komast yfir sorg ykkar. Ég minnist þín í vorsins bláa veldi er vonir okkar stefndu að sama marki, þær týndust ei í heimsins glaum og harki, og hugann glöddu á björtu sumarkveldi. Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum, og ljóðsins töfraglæsta dularheimi. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 122 orð

OTTÓ SVEINSSON

OTTÓ SVEINSSON Ottó Sveinsson var fæddur í Reykjavík 22. júní 1956. Hann lést 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Jóhanna Eggerz, f. 29.9. 1927, bóndi á Litla Kambi, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsnesi, f. 29.9. 1927, og Sveinn Ferdinandsson, vélfræðingur, f. 14.3. 1926, d. 7.6. 1973. Ottó var næstyngstur sjö systkina. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 622 orð

Valdimar Jóhannesson

Mánudaginn 26. maí sl. var stillt og milt veður hér í Reykjavík. Við sem þessar línur skrifum áttum þá leið út í borgina. Hvar sem við komum sáust þess glögg merki að sumarið var að koma. Trén voru sem óðast að laufgast, blómin að springa út og grasfletir að ná sínum dökkgræna sumarlit. Það var gott að finna gleði vorsins í sálinni og okkur varð hugsað norður yfir heiðarnar til æskustöðvanna. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 177 orð

VALDIMAR JÓHANNESSON

Það var gott veður að kvöldi 26. maí sl. sólskin, hlýindi, alveg yndislegt vorveður. Þá hringdi síminn. Valdimar dáinn. Hafði orðið bráðkvaddur. Það dimmdi og kólnaði. Þetta fallega vorkvöld hafði breyst snögglega. Svo snöggt, svo óvænt og svo ótímabært. Hvers vegna? Svo komu tárin. Minningarnar helltust yfir. Meira
4. júní 1997 | Minningargreinar | 280 orð

VALDIMAR JÓHANNESSON

VALDIMAR JÓHANNESSON Valdimar Jóhannesson var fæddur í Helguhvammi á Vatnsnesi í V-Hún. 7. júní 1933. Hann varð bráðkvaddur 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Guðmundsson, bóndi, f. 30. sept. 1904, og Þorbjörg Marta Baldvinsdóttir, f. 10. nóv. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Helguhvammi. Meira

Viðskipti

4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 230 orð

»Markið óstöðugt - bréf ná sér

MARKIÐ var óstöðugt í gær vegna uggs um að sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill verði veikur. Frönsk hlutabréf héldu áfram að hækka í verði eftir óvænta hækkun í kjölfar vinstri sigurs á sunnudag. Þótt skipt sé um ríkisstjórn hætta fyrirtæki ekki að skila hagnaði," sagði kunnur sjóðstjóri. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Ný kynslóð Massey Ferguson dráttarvéla

INGVAR Helgason hf. kynnti um síðustu helgi nýja kynslóð af dráttarvélum af gerðinni Massey Ferguson. Nýju dráttarvélarnar bera heitið Massey Ferguson 4200 og leysa af hólmi vélar af 300-gerðinni sem verið hafa í notkun hér á landi á undanförnum árum. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Samstarfshópur stofnaður

ÚTFLYTJENDUR æðardúns hafa stofnað samstarfshóp innan Samtaka verslunarinnar, félags íslenskra stórkaupmanna. Hópnum er ætlað að vinna að hagsmunum dúnfyrirtækja með sérstakri áherslu á gæðamál og markaðssetningu. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 433 orð

Telur synjun vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu

SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) skuli bjóða viðskiptavinum sínum þau viðskiptakjör við sölu á tóbaki, sem samræmast því hagræði, sem magn viðskiptanna gefur tilefni til. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Tóbaksiðnaður segir verðstríð einu leiðina

EVRÓPSKIR tóbaksframleiðendur, -seljendur og -verkamenn hafa vísað á bug gagnrýni heilbrigðisstjóra Evrópubandalagsins og segja verðlækkun eina ráðið til að auka söluna. Padraig Flynn heilbrigðisstjóri fordæmdi nýtt tóbaksverðstríð, sem hann kallaði brellu til að fjölga reykingamönnum og fara í kringum bann við tóbaksauglýsingum. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Tóbaksmál komið á rekspöl

VAL kviðdómenda er hafið í fimm milljarða dollara tímamótamáli flugfreyja og þjóna gegn níu bandarískum vindlingafyrirtækjum vegna óbeinna reykinga. Hér er um að ræða fyrstu hópmálshöfðun gegn bandaríska tóbaksiðnaðinum og jafnframt fyrsta mál gegn greininni vegna óbeinna reykinga. Val kviðdómenda fór hægt af stað. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Tækniskólanemar til starfa í sendiráðum

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ veitti sl. laugardag tveimur nýútskrifuðum útflutningsmarkaðsfræðingum frá Tækniskóla Íslands styrki til starfa við sendiráð Íslands í sumar. Þeir Gunnlaugur Karlsson og Einar Snorri Magnússon hlutu styrkina að þessu sinni sem hvor er að fjárhæð 50 þúsund krónur. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Viðskiptahalli 1.200 millj. þrjá fyrstu mánuðina

1.200 milljóna króna viðskiptahalli varð á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands á greiðslujöfnuði við útlönd. Fjármagnsútstreymi mældist 1.400 milljónir króna og gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 5,3 milljarða króna. Meira
4. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Vildarkjör ehf. semja við Gúmmívinnsluna

VILDARKJÖR ehf. hefur í kjölfar útboðs gengið til samninga við Gúmmívinnsluna hf. á Akureyri um kaup á hjólbörðum fyrir áskrifendur Vildarkjara. Um er að ræða flestar gerðir hjólbarða fyrir bifreiðar, dráttarvélar og landbúnaðartæki svo og básamottur, segir í frétt. Gúmmívinnslan hf. Meira

Daglegt líf

4. júní 1997 | Bílar | 911 orð

Honda CR-V er knár fólksbílajeppi

NÝR jeppi frá Honda verksmiðjunum, CR-V var kynntur hérlendis hjá umboðinu um síðustu helgi en hér er um fimm manna aldrifsbíl að ræða, með ríkulegum staðalbúnaði og aflmikilli vél. Verðið er rúmar 2,2 milljónir og hafa fyrstu 30 bílarnir þegar verið seldir og kominn biðlisti á bíla fram í næsta mánuð. Er líka óhætt að segja að hér sé um mjög áhugaverðan bíl að ræða. Meira

Fastir þættir

4. júní 1997 | Í dag | 324 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert hæglátur persónuleiki og lætur ekkert frá

Afmælisbarn dagsins: Þú ert hæglátur persónuleiki og lætur ekkert frá þér fara nema að vandlega athuguðu máli. Þú þarft að gæta orða þinna í dag, því fólki hættir til að misskilja þig og svekkja sig á þér. Útskýrðu þitt mál. Ef þér finnst þú hafa náð frábærum árangri varðandi verkefni, skaltu vita að það er aðeins byrjunin. Meira
4. júní 1997 | Dagbók | 2870 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 30. maí - 5. júní: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23 er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
4. júní 1997 | Í dag | 79 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötugur er í dag,

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötugur er í dag, miðvikudaginn 4. júní Þormóður Helgason, Hríseyjargötu 16, Akureyri. Eiginkona hans, Rannveig H. Helgadóttir, verður sextug laugardaginn 21. júní nk. Í tilefni þessara tímamóta taka þau á móti gestum laugardaginn 7. júní í Húsi aldraðra (Lundargötu 7) milli kl. 20-23. Meira
4. júní 1997 | Dagbók | 662 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. júní 1997 | Fastir þættir | 552 orð

Góðir tímar á Kjóavöllum

KILJAN frá Sæfelli og Guðmundur Jónsson halda sigurgöngu sinni áfram en þeir áttu góðu gengi að fagna á íþróttamóti Andvara fyrr í þessum mánuði. Nú sigruðu þeir í B-flokki gæðinga með 8,41 í einkunn úr forkeppni og höfðu allnokkra yfirburði ef marka má einkunnir. Í A- flokki var keppnin heldur jafnari þar sem Blær frá Árbæjarhjáleigu og Jón Ólafur Guðmundsson sigruðu. Meira
4. júní 1997 | Í dag | 453 orð

IKIÐ hefur verið rætt um samræmt próf í stærðfræði á þ

IKIÐ hefur verið rætt um samræmt próf í stærðfræði á þessu vori, gerð prófsins, lengd, stærðfræðikunnáttu íslenskrar æsku og gæði kennslunnar. Líklega er umræðan í rénun nú, eftir að blessuð börnin eru búin að sækja einkunnirnar sínar, en það gerðu þau flest einhvern tíma í síðustu viku. Meira
4. júní 1997 | Dagbók | 128 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 óboðinn ges

Kross 2LÁRÉTT: 1 óboðinn gestur, 8 trébúts, 9 ómerkileg manneskja, 10 ílát, 11 dána, 13 örninn, 15 reifur, 18 styrkti, 21 kjökur, 22 tapa, 23 drepa, 24 vitskerta. Meira
4. júní 1997 | Í dag | 175 orð

Miðvikudagur 4. júní 1997: STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur

Miðvikudagur 4. júní 1997: STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á alþjóðamótinu í Madrid á Spáni sem lauk um helgina. Aleksei Shirov (2.690), Spáni (áður Lettlandi), hafði hvítt og átti leik, en Valery Salov (2.665) Rússlandi var með svart. Meira
4. júní 1997 | Í dag | 258 orð

SPIL dagsins einkennist af spennandi einvígi sóknar og varnar. Tvílita opnun austurs v

* Veikt með 5-5 í hálitunum. Vestur hittir á hjartafimmuna út, sem er eina byrjunin sem ógnar samningnum. En spilið er rétt að byrja. Hvort myndi lesandinn veðja á vörnina eða sóknina? Austur fer vel af stað þegar hann lætur lítið hjarta í fyrsta slaginn. Þannig heldur hann opnu sambandi í litnum, svo sagnhafi getur ekki hleypt vestri inn. Meira
4. júní 1997 | Í dag | 220 orð

Vita Hvergerð-ingar ekkiað það erkomið sumar?

ÞEGAR ég var á ferð í Hveragerði í vikunni fannst mér eins og öllum þrifnaði hefði farið aftur. Alls staðar blöstu við opin sár eftir snjómokstur vetrarins, götur voru ekki sópaðar og greinilega enginn metnaður til að hafa fínt. Ég las það í einhverju blaði að Hveragerðisbær væri búinn að ráða garðyrkjustjóra. Hann er kannski ekki mættur til starfa. Meira
4. júní 1997 | Fastir þættir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Rétt er að koma að hér leiðréttingu á úrslitum í fjórgangi barna á íþróttamóti Andvara. Þar var ekki farið rétt með nöfn knapa og hests sem urðu í fjórða og fimmta sæti en þar átti að vera í fjórða sæti Þórir Hannesson á Aski og í fimmta sæti Anna Gréta Oddsdóttir á Vini. Meira

Íþróttir

4. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Alexander Linta óð upp vinstri kantinn, upp að endamörkum og

Alexander Linta óð upp vinstri kantinn, upp að endamörkum og gaf síðan fyrir og þar var Bjarni Guðjónsson á vítapunkti - hann lagði knöttinn fyrir sig og setti hann í vinstra markhornið með hægri fæti. Þetta var á 8. mín. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 541 orð

Anton Björn tryggði mikilvægan sigur

ANTON Björn Markússon tryggði Fram sigur gegn Stjörnunni með marki rétt fyrir leikslok í leik sem bæði lið þurftu nauðsynlega að vinna. Með sigri bættu Framarar stöðu sína í deildinni en Garðbæingar verða að hugsa sinn gang í fríinu ef ekki á illa að fara. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 87 orð

Á 25. mínútu hrökk boltinn til Hauks Inga Guðnasonar

Á 25. mínútu hrökk boltinn til Hauks Inga Guðnasonar vinstra megin á vellinum fyrir framan vítateig Vals, rúma 20 metra frá marki. Hann spyrnti boltanum á loft og skaut honum á lofti neðst í vinstra markhornið, þar sem Lárus Sigurðsson náði ekki að halda skotinu. Skotið var glæsilegt, en Lárus hefði átt að verja það. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 52 orð

Á 84. mínútu átti Þorvaldur Ásgeirsson þrumuskot að mar

Á 84. mínútu átti Þorvaldur Ásgeirsson þrumuskot að marki Stjörnunnar sem hafnaði í Þorbirni Atla Sveinssyni og þaðan hrökk boltinn til Antons Björn Markússonar sem var staddur í miðjum vítateig Stjörnunnar. Hann lagði boltann fyrir sig og skaut föstu skoti með vinstri fæti neðst í hægra hornið, óverjandi fyrir Árna í marki Stjörnunnar. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 163 orð

Bailey biður Johnson afsökunar

Donovan Bailey hefur í yfirlýsingu beðið Michael Johnson afsökunar á ummælum sem hann viðhafði eftir sigurinn í 150 m hlaupinu í SkyDom höllinni í Toronto á sunnudaginn. Eftir hlaupið sagði Bailey að Johnson hefði viljandi hætt keppni í miðju hlaupi því hann hefði ekki viljað tapa ­ þess vegna væri hann heigull. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 525 orð

"Ennþá sárir eftir jafnteflið heima"

LANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu fer á morgun til Makedóníu ásamt landsliði skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. Þar munu liðin leika gegn landsliðum heimamanna á laugardag í undankeppni heimsmeistaramótsins. "Við erum ennþá sárir og vonsviknir eftir jafnteflið heima," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari en leik liðanna hér á landi síðastliðið sumar lauk með jafntefli, 1:1. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 153 orð

Fylgst með Arnari og Árna Gauti ÚTSENDARI frá grísk

ÚTSENDARI frá gríska félaginu AIK í Aþenu var á meðal áhorfenda á KR-vellinum í gærkvöldi í þeim tilgangi að fylgjast með Arnari Grétarssyni leikmanni Leifturs, en sagnir herma að félagið hafi nokkurn áhuga á að fá hann í herbúðir sínar. Eflaust hefur það ekki skemmt fyrir áhuga Grikkjans á Arnari að hann var einn örfárra leikmanna á vellinum sem virtist hafa hugann við að leika knattspyrnu. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 184 orð

Geir þjálfar Breiðablik

Geir Hallsteinsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari Breiðabliks sem vann sér sæti í 1. deild síðasta vetur. "Þetta er spennandi verkefni. Liðið er ungt og engar stjörnur í því og væntingarnar því ekki miklar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður erfitt, en strákarnir hafa unnið fyrir því að leika í 1. deild. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 122 orð

Golf Greg Norman heldur toppsætinu á heimslistanum, sem gefinn v

Greg Norman heldur toppsætinu á heimslistanum, sem gefinn var út í gær, en Norman sigraði á PGA móti helgarinnar í Bandaríkjunum. Vijay Singh, Fiji-eyjum, sigraði á mótinu og kemst upp í 20. sæti. Ian Woosnam hækkar sig um eitt sæti upp í það nítjánda eftir sigur á móti í Suður- Kóreu. Keppendur eru bandarískir nema annað sé tekið fram. 1. Greg Norman, Ástralíu10.35 2. Tiger Woods9. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 113 orð

Graf og Kafelnikov töpuðu bæði

LJÓST er hvorki Steffi Graf og Yevgeny Kafelnikov verja meistaratitla sína á Opna franska meistaramótinu í tennis. Graf tapaði í tveimur settum 6:1 og 6:4 fyrir Amanda Coetzer frá S- Afríku. Graf hefur vegnað vel á þessu móti síðustu árin og átta sinnum komist í úrslit á síðustu tíu árum. Takist Monicu Seles að sigra Mary Joe Fernandez er ljóst að Graf fellur niður í 3. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 921 orð

Halda íslenskir sundmenn sigurgöngunni áfram?

Allt frá því fyrstu Smáþjóðaleikar Evrópu fóru fram í San Marínó árið 1985 hafa íslenskir sundmenn verið sigursælir. Af 340 verðlaunapeningum sem íþróttamenn þjóðarinnar hafa unnið á þeim sex leikum sem að baki eru hefur 201 verðlaunapeningur komið í þeirra hlut. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 187 orð

HANDKNATTLEIKURPabbi, af hverju er

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kom í gærkvöldi heim úr frægðarförinni til Japans, þar sem liðið náði besta árangri Íslendinga í heimsmeistarakeppni frá upphafi ­ fimmta sæti. Það voru þreyttar en alsælar kempur sem lentu á Keflavíkurflugvelli um kl. 21 eftir flug frá Kaupmannahöfn. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 35 orð

Helgi til Stabæk

Helgi til Stabæk HELGI Sigurðsson var með Fram í síðasta skipti í sumar, í leiknum gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Hann er á leið til 1. deildarliðsins Stabæk í Noregi. Hann byrjar að leika með því fljótlega. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 203 orð

HSÍ fær þrjár milljónir úr afreksmannasjóði

Landslið Íslands í handknattleik lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi og var tekið á móti því með viðhöfn. Liðið lenti í fimmta sæti heimsmeistaramótsins sem lauk í Japan á sunnudag, og það er besti árangur sem Íslendingar hafa nokkru sinni náð á HM í handknattleik. Fjöldi manns tók á móti íslenska liðinu í Leifsstöð, m.a. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 69 orð

Í kvöld

Knattspyrna Sjóvá-Almennra deildin: Vestm.eyjar:ÍBV - Skallagrímur20 Stofn-deildin: (Efsta deild kvenna) Valsvöllur:Valur - KR20 1. deild karla: (Næst efsta deild) Valbjarnarv. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 233 orð

ÍR-ingar að hlið Þróttara

Lið KA og FH skiptu með sér stigunum í Kaplakrika í gærkvöldi, 1:1, og ÍR-ingar sigruðu Þór á Akureyri, 2:0 í næst efstu deild Íslandsmótsins ­ 1. deildinni. ÍR-ingar skutust þar með upp að hlið Þróttara í efsta sætið, eru með níu stig. FH var sterkari aðilinn í Hafnarfirði og mega KA-menn vera sáttir við eitt stig úr leiknum, sem lauk 1:1. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 304 orð

Íslendingar eru sigurstranglegir

Fimleikar eru nú í fyrsta skipti keppnisgrein á Smáþjóðaleikum. Keppt er í dag og á morgun í Laugardalshöll og hefst keppni kl. 17 báða dagana. Keppt verður í einstaklingskeppni karla og kvenna og liðakeppni kvenna, þar sem fjögur lið berjast. Búist er við harðri keppni milli Íslands, Luxembourg, Mónakó og Kýpur. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 616 orð

Íslendingarnir eru allir úr leik

ÍSLENSKU tennisleikararnir töpuðu allir í fyrstu umferð í gær og eru því úr leik. Arnar Sigurðsson veitti mesta mótspyrnu íslensku keppendanna, en hann tapaði í þremur settum fyrir David Pons frá Andorru. Atli Þorbjörnsson, Hrafnhildur Hannesdóttir og Íris Staub töpuðu öll í tveimur settum. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 46 orð

Jafntefli í Frakklandi

FRAKKAR og Brasilíumenn skildu jafnir 1:1 í fyrsta leiknum á fjögurra landa móti í Frakklandi í gærkvöldi. Roberto Carlos kom gestunum yfir á 35. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu af 30 m færi en á 60. mínútu jafnaði Marc Keller fyrir heimamenn. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

KEFLAVÍK

KEFLAVÍK 5 5 0 0 9 1 15ÍBV 4 3 1 0 11 2 10ÍA 5 3 1 1 10 6 10FRAM 5 2 1 2 5 5 7VALUR 5 2 1 2 5 8 7KR 5 1 3 1 6 4 6LEIFTUR 5 1 2 2 5 Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 183 orð

Keflvíkingar enn með fullt hús stiga

KEFLVÍKINGAR sigruðu Valsmenn 2:0 með tveimur mörkum Hauks Inga Guðnason á heimavelli í gærkvöldi í efstu deild karla í knattspyrnu, Sjóvá Almennra deildinni. Lið Keflavíkur hefur því enn fullt hús stiga í deildinni ­ er með fimmtán stig að fimm umferðum loknum, en þess má geta að Keflvíkingar sluppu naumlega við fall í fyrra haust, og fengu þá aðeins 19 stig á öllu Íslandsmótinu. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 570 orð

KR - Leiftur0:0

KR-völlur, Íslandsmótið í knattspyrnu, Sjóvá-Almennra deildin, 5. umferð miðvikudaginn 3. júní 1997. Aðstæður: Logn, alskýjað og sjö gráðu hiti, völlur allgóður. Marskot: KR 8 - Leiftur 12. Horn: KR 3 - Leiftur 7. Rangstæða: KR 1 - Leiftur 0. Gult spjald: KR-ingarnir Þorsteinn Jónsson (33. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 131 orð

Leifur Geir til liðs við Framherja

LEIFUR Geir Hafsteinsson, knattspyrnumaður í ÍBV, hefur tilkynnt félagaskipti í lið Framherja, sem einnig er frá Vestmannaeyjum og leikur í 3. deild ­ neðstu deild Íslandsmótsins. Leifur Geir hefuur verið meiddur en er allur að koma til og ákvað því að skipta um félag til að komast í leikæfingu. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 214 orð

MARC Overmars,

OVERMARS, sem er 24 ára, hefur þegar rætt við forráðamenn Real Betis á Spáni og mun spænska félagið þegar hafa boðið 7 milljónir punda í hann. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 33 orð

Markahæstir

Haukur Ingi Guðnason, Keflavík4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV4 Rastislav Lazorik, Leiftri3 Bjarni Guðjónsson, ÍA2 Sindri Grétarsson, Skallagrími2 Steingrímur Jóhannesson, ÍBV2 Salih Heimir Porca, Val2 Jóhann B. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 1104 orð

Mörg ný andlit í liði Íslendinga

Keppni í frjálsíþróttum er alltaf einn af hápunktum Smáþjóðaleikanna og víst að svo verður einnig nú. Aðalkeppnin verður eflaust á milli Íslendinga og Kýpurbúa, en liðsmenn Kýpur hafa mjög sótt í sig veðrið undanfarin ár. Skemmst er að minnast góðrar frammistöðu þeirra í Evrópubikarkeppni karlalandsliða í Belgíu í fyrra er þeir voru m.a. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 88 orð

Ólafur Þórðarson og Haraldur Ingólfsson, ÍA. Jóhann B

Ólafur Þórðarson og Haraldur Ingólfsson, ÍA. Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík. Alexander Linta, Bjarni Guðjónsson, Sigursteinn Gíslason, Gunnlaugur Jónsson,ÍA. Guðjón Ásmundsson, Zoran Ljubicic, Ólafur Ingólfsson, Milan Stefan Jankovic, Grindavík. Kristján Finnbogason, Óskar Þorvaldsson, Brynjar Gunnarsson. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 462 orð

PETER Robinson, varaformaður Liverpool

PETER Robinson, varaformaður Liverpool, upplýsti í gær að félagið myndi kaupa fleiri leikmenn í sumar, en Norðmaðurinn Øyvind Leonhardsen, sem er 26 ára, kom frá Wimbledon í fyrradag fyrir 3,75 milljónir punda. "Við áætlum að kaupa tvo eða þrjá góða leikmenn til viðbótar," sagði Robinson. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 204 orð

Sanngjarn sigur ÍR Leikurinn á Akureyri var ekki

Sanngjarn sigur ÍR Leikurinn á Akureyri var ekki mikið fyrir augað og fátt um fína drætti, en sigur ÍR var sanngjarn þegar á heildina er litið. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu leyti fram á miðjunni og einkenndist af þófi og sendingum mótherja á milli. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Skagamenn til alls líklegir

SKAGAMENN unnu þriðja leikinn í röð er þeir lögðu Grindvíkinga á heimavelli 3:1 í gærkvöldi. Meistararnir eru komnir á kunnuglegar slóðir í deildinni, hafa nú 10 stig og eru í öðru til þriðja sæti ásamt ÍBV sem á leik til góða. Grindvíkingar sitja sem fyrr í næst neðsta sæti með aðeins tvö stig og þurfa heldur betur á stigum að halda í næstu leikjum ætli þeir sér að hanga í deildinni. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Skrifað í sandinn

KEFLVÍKINGAR eru enn með fullt hús stiga eftir sanngjarnan sigur, 2:0, á Val í Keflavík. Fyrir leikinn skrifuðu heimamenn "Áfram Keflavík - 15 stig", á sandhlaupabrautina sem umlykur knattspyrnuvöllinn, en liðið náði þessu markmiði með sigrinum og eru nú með fimm stiga forystu í Sjóvá-Almennradeildinni. ÍBV á þó heimaleik til góða gegn Skallagrími. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 289 orð

Smáþjóða-leikarnir

Keppni hefst kl. 9.30 með undanrásum en síðan byrja úrslit kl. 16. Keppnifer fram á Laugardalsvelli. Undanrásir: 200 m baksund kvenna 200 m baksund karla 200 m flugsund kvenna 200 m flugsund karla 200 m flugsund kvenna 200 m flugsund karla 100 m skriðsund kvenna 100 m Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

STOFN DEILDIN (efsta deild kvenna) H

STOFN DEILDIN (efsta deild kvenna) HAUKAR -STJARNAN 1: 7 BREIÐABLIK 2 2 0 0 13 2 6STJARNAN 2 2 0 0 9 2 6VALUR 1 1 0 0 2 1 3KR 1 1 0 0 1 0 3ÍA 1 0 0 1 1 2 0 Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 472 orð

Tíðindalítið af vesturvígstöðvunum

Fátt var um fína drætti er KR- ingar tóku á móti Leiftri á KR-vellinum í gærkvöldi. Báðum félögum var spáð toppbaráttunni en miðað við þá frammistöðu sem þau sýndu að þessu sinni er engu líkara en stefnan hafi verið tekin á botninn. Leikurinn var allan tímann ómarkviss og ef eitthvað var voru heimamenn sýnu slakari. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 419 orð

Tvö töp Íslands

Lið Íslands töpuðu báðum leikjum gærdagsins í blakkeppni Smáþjóðaleikanna í fimm hrinum. Karlarnir 2:3 gegn Andorra og stúlkurnar 2:3 gegn Kýpur. Karlaleikurinn var mjög köflóttur, þar sem baráttan var í fyrirrúmi og tók leikurinn 136 mínútur. Lið Andorra byrjaði betur og vann fyrsti hrinuna, 15:10, en íslenska liðið skipti um gír og vann tvær þær næstu, 15:8 og 15:10. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 85 orð

Ungmennaliðið UNGMENNALIÐ Íslands,skipað

UNGMENNALIÐ Íslands,skipað leikmönnum 21 árs ogyngri, leikur gegn Makedóníuí borginni Stip, en landsliðiðleikur í Skopje. Ungmennaliðið skipa: Árni Gautur Arason, Stj.11 0 Gunnar Sigurðsson, ÍBV2 0 Sigurvin Ólafsson, ÍBV13 4 Ólafur Stígsson, Fylki7 0 Guðni R. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | 91 orð

Þeir fara tilMakedóníu LANDSLIÐ Íslands,

LANDSLIÐ Íslands, sem leikur gegn Makedóníu á laugardag, er þannig skipað. Dálkarnir tveir hægra megin sýnafjölda landsleikja og mörkskoruð í þeim. Kristján Finnbogason, KR11 0 Ólafur Gottskálkss, Keflav. Meira
4. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÞRÓTTUR

ÞRÓTTUR 3 3 0 0 9 2 9ÍR 4 3 0 1 8 3 9KA 4 2 2 0 7 3 8BREIÐABL. Meira

Sunnudagsblað

4. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1301 orð

Tævanar lifa ekki lengur í fortíðinni Tævönum er ekki alls kostar rótt vegna yfirtöku stjórnarinnar í Peking á Hong Kong og

AUÐVITAÐ vonast allir til þess að allt gangi vel og mjúklega fyrir sig þegar Kínverjar taka við Hong Kong. Því er samt ekki að neita að óvissu og kvíða verður vart," sagði dr. Andrew Niu-Dan Yang, framkvæmdastjóri Stjórnmálarannsóknarráðsins í Taipei þegar ég hitti hann á skrifstofu hans þar fyrir stuttu. Meira

Úr verinu

4. júní 1997 | Úr verinu | 186 orð

Áhöfnin á TF-Líf heiðruð í Grindavík

Grindavík-Sjómannadagurinn í Grindavík var haldinn hátíðlegur um helgina í blíðskaparveðri. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heiðruðu samkomuna á sunnudaginn með nærveru sinni en hápunktur þeirrar athafnar var heiðrun áhafnarinnar á TF-Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 33 orð

Efni Viðtal 3 Ólafur Vilhjálmsson og Hilmar Guðmundsson Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Hafrannsóknir 5

Ólafur Vilhjálmsson og Hilmar Guðmundsson Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Hafrannsóknir 5 Tillögur um heildarafla af skelfiski og fleiri tegundum Markaðsmál 6 Stefnt að aukinni neyslu sjávarafurða í Danmörku Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 199 orð

Fjarlæg mið

FISKAFLI íslenzkra fiskiskipa utan lögsögu hefur aukizt hratt undanfarin ár. Aflinn hefur síðustu árin verið yfir 200.000 tonn og skipt sjávarútveginn miklu máli á tímum niðurskurðar í þorski. Árið 1994 var heildaraflinn utan lögsögunnar rétt rúmlega 100.000 tonn og var mest veitt af úthafskarfa. 1995 varð aflinn nærri 240.000 tonn og norsk-íslenzka síldin uppistaða aflans eða um 173. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 384 orð

Fjórfalt meiri veiði á rækju á Dohrnbanka

RÆKJUVEIÐI á Dohrnbanka er nú orðin nær fjórfalt meiri á þessu fiskveiðiári, samanborið við sama tímabil á síðasta fiskveiðiári. Bæði hafa aflabrögð verið mun betri, en auk þess hefur veiðin staðið lengur yfir en oft áður. Þó gerir hafís mönnum erfitt fyrir á þessum slóðum. Aflinn á Dohrnbanka er utan kvóta. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 143 orð

Fækka verður sóknardögum við Færeyjar

JÁKUP Reinert, fiskifræðingur á færeysku hafrannsóknastofnuninni, segir niðurskurð á sóknardögum á næsta ári jafnvel þurfa að vera meiri en 30%, líkt og ICES lagði til, því taka þurfi mið af aukinni afkastagetu fiskiskipaflotans. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 366 orð

Grálúðan "skiptimynt" á næsta fiskveiðiári?

FYRIRSJÁANLEGUR niðurskurður á grálúðukvótanum samkvæmt tillögum fiskifræðinga hefur töluverð áhrif á skipulag veiða þeirra útgerða, sem mest hafa veitt af grálúðunni. Allt bendir til þess að tilfærslur aflamarks milli skipa verði hlutfallslega enn meiri en áður. Þeir sem lítinn kvóta hafi, leigi hann ýmist frá sér, eða leigi til sín til að geta gert út á grálúðuna með hagkvæmum hætti. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 124 orð

Júlíusi Jóakimssyni veitt viðurkenningin "Neistinn"

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. og Vélstjórafélags Íslands veittu á sjómannadag Júlíusi Jóakimssyni vélstjóra viðurkenninguna "Neistann"fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf um borð í skipi. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 1682 orð

Leggja til minni veiðar á kola en meiri af rækju

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur kynnt tillögur sínar um hámarksafla helztu fiskitegunda á miðunum við Ísland. Lagt er til að úthafsrækjuafli verði aukinn nokkuð, en hvatt er til varkárni í veiðum á flatfiski. Verið hefur áður birt tillögur stofnunarinnar um veiðar á helstu bolfisktegundum, en hér hafa á eftir tillögur um flatfisk og skelfisk. Skarkoli Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 182 orð

Lítið um leigu sóknardaga

LEIGA sóknardaga í hinu nýja fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga hefur til þessa verið lítil. Algengt leiguverð á sóknardegi er í kringum 3.000 íslenskar krónur. Samkvæmt nýrri fiskveiðilöggjöf Færeyinga verður næstu fimm árin aðeins heimilt að leigja sóknardaga á milli skipa innan sama útgerðarflokks. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 68 orð

MEÐ GJÖLNI Í GRUNDARFIRÐI

ÞESSIR ungu Grundfirðingar voru að renna fyrir fisk í höfninni þegar þeir fundu furðulegt kvikindi á bryggjusporðinum. Reyndist þar vera stór og mikill gjölnir og sögðust piltarnir helst ekki vilja draga einn slíkan á stöng. Rósant Egilsson, hafnarvörður í Grundarfirði, fékk þá þó til að halda undir ferlíkið fyrir myndatöku. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 161 orð

Mikið bókað íVigo á Spáni í haust

UNDIRBÚNINGUR sjávarútvegssýningarinnar World Fishing í Vigo á Spáni í haust gengur mjög vel og hefur þegar verið selt í um 80% sýningarsvæðisins. Sýningin verður haldin dagana 17. til 21. september og í tengslum við hana verður haldin fjölmenn ráðstefna sjávarútvegsráðherra. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 453 orð

"Napurt" á humrinum

"Þetta er ósköp napurt. Við byrjuðum í Skeiðarárdýpi núna eftir sjómannadaginn og fengum um 100 kíló af slitnum humri í fyrsta holinu en síðan hefur þetta farið minnkandi," sagði Vigfús Markússon, skipstjóri á humarbátnum Álaborg ÁR, í samtali við Verið í gær. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 484 orð

Niðurskurður sóknardaga jafnvel meiri en þriðjungur

JÁKUP Reinert, fiskifræðingur á færeysku hafrannsóknastofnuninni, er sérfræðingur í fiskveiðistjórnun og fulltrúi Færeyinga í Alþjóða hafrannsóknaráðinu (ICES) og á sæti í ráðgjafanefnd þess. Hann segir niðurskurð á sóknardögum á næsta ári jafnvel þurfa að vera meiri en 30%, líkt og ICES lagði til, því taka þurfi mið af aukinni afkastagetu fiskiskipaflotans. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 1033 orð

"Ógerlegt nema með góðra manna hjálp"

Hornafirði- NÚ Á tíunda áratugnum, þegar erfitt hefur reynst að komast inn í útgerð á Íslandi, er ánægjulegt að finna innan um unga menn, sem eru að festa sig í sessi í greininni. Útgerðarmenn Sigurðar Lárussonar SF 112, sem gerður er út frá Hornafirði, þeir Ólafur Vilhjálmsson og Hilmar Guðmundsson ásamt fjölskyldum, hafa gert út í um fjögur ár. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 221 orð

Sjómenn heiðraðir í Eyjum

SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Vestmannaeyjum um helgina. Hátíðarhöldin hófust á laugardag en þá var dagskrá við Friðarhöfn. Keppt var í kappróðri, tunnuhlaupi, koddaslag, pokahnýtingu og fleiri hefðbundnum keppnisíþróttum sjómannadagsins en einnig var knattspyrnukeppni milli skipshafna. Á laugardagskvöld voru dansleikir á mörgum stöðum og mikill fjöldi fólks að skemmta sér. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 698 orð

Stefnt að aukinni neyslu sjávarafurða í Danmörku

DANIR hafa lengi verið einna mestu útflytjendur sjávarafurða í Evrópu en nokkur síðustu ár hafa þó verið dönskum fiskiðnaði fremur erfið. Segja þeir, að ástæðan sé ekki síst sú, að í lögum Evrópusambandsins, ESB, stangist hvað á annars horn. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 156 orð

Stefnt að færri sjóslysum

HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, hefur skipað Guðmund Hallvarðsson, alþingismann, formann nefndar sem gera á tillögur að stefnumarkandi áætlun í öryggismálum sjómanna. "Öryggismál sjómanna og ástand fiskiskipaflotans er alltaf til umræðu og náði sú umræða í þingsali fyrr á þessu ári. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 99 orð

Sunnan rok setti strik í reikninginn

Slæmt veður setti strik í reikninginn á sjómannadeginum í Ólafsvík og á Rifi. Vindhraði var 7 til 8 vindstig að sunnan og meira í hviðunum. Róðrarkeppni, sem átti að vera á laugardag, varð að fresta til sunnudags og aðrar keppnisgreinar eins og reiptog og boðhlaup fóru fram innan dyra í Fiskmarkaði Breiðafjarðar. Trillukarlar reyndust hlutskarpastir í reiptoginu. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 300 orð

Um 5% aukning á sölu Íseyjar í ár

UM 5% aukning varð á fisksölu umboðs- og fisksölufyrirtækisins Íseyjar í Bremerhvaen á fyrstu fjórum mánuðum ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra, að sögn Samúels Hreinssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þá gengur rekstur fiskréttaverksmiðjunnar Fimex mjög vel en Samúel festi kaup á henni snemma á síðasta ári. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | -1 orð

Vantrúaður á að Færeyingar séu að gera rétt í fiskveiðum

Á FUNDI sjávarútvegsráðherra ríkja við Norður-Atlantshaf sem fram fór í Færeyjum 25.-27. maí sl., kynnti John Petersen, sjávarútvegráðherra Færeyinga, sóknarkerfið fyrir kollegum sínum og sendinefndum ríkjanna. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, segir allar þjóðir sem fulltrúa áttu á fundinum hafa mælt gegn kerfi af þessu tagi. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 125 orð

Varanleg sala eykst

SAMKVÆMT upplýsingum frá Fiskistofu hefur tilflutningur á varanlegum veiðiheimildum milli skipa verið mikill á síðasta ári. Mest var þá flutt á milli skipa af síld og úthafsrækju og þorskurinn kom í þriðja sæti. Meira
4. júní 1997 | Úr verinu | 225 orð

Ýsa með spergilkáli

INGVAR Guðmundsson, matreiðslumeistari, kynnir nú fyrir lesendum Versins hvernig matreiða skuli ýsu með spergilkáli. Ýsan hefur verið á diskum okkar Íslendinga svo lengi sem vitað er. Hún hefur verið í uppáhaldi hjá okkur, enda fallegur fiskur, þrátt fyrir að matseldin hafi lengst af verið fremur einhæf. Meira

Barnablað

4. júní 1997 | Barnablað | 30 orð

cc10cf35fg022.60 FÓTBOLTASAGA EIN

cc10cf35fg022.60 FÓTBOLTASAGA EINU sinni vorum við, ég og Aron, að leika okkur í fótbolta og það var gaman. Höfundur sögu og myndar: Óskar Elías Sigurðsson, Hásteinsvegi 60, 900 Vestmannaeyjar. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 23 orð

cc21cf35· cp35.20 POCAHONTAS OG JOHN SMITH

cc21cf35· cp35.20 POCAHONTAS OG JOHN SMITH GUÐBJÖRG, 5 ára, Sunnufelli 8, Fellabæ, teiknaði þessa fallegu mynd af indíánastúlkunni Pocahontas og Englendingnum John Smith. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 102 orð

cc21cf3fg035.90FRÁ ENGLANDI HALLÓ!

cc21cf3fg035.90FRÁ ENGLANDI HALLÓ! Ég heiti Eyrún Engilbertsdóttir og er þriggja ára. Ég hef bráðum átt heima í London á Englandi í þrjú ár því pabbi minn er að læra að verða læknir. Ég á systur, sem er sjö ára og bróður sem er eins árs. Ég er í leikskóla á morgnana og það skemmtilegasta sem ég geri þar og heima er að teikna og lita. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 87 orð

cc24cf35fg025.40 HVAÐ HEITIR STÚLKAN? KÆRU Myndasögur Moggans. Viljið þið birta þessa mynd eftir mig. Gleðilegt sumar. Bless,

KÆRU Myndasögur Moggans. Viljið þið birta þessa mynd eftir mig. Gleðilegt sumar. Bless, bless. Kristín Inga Pétursdóttir, 10 ára, Ásholti 4, 270 Mosfellsbær. Eins og sjá má verða Myndasögur Moggans góðfúslega við ósk Kristínar Ingu. Þakkir fyrir bréfið og myndina. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 43 orð

cc32cf35· cp36 GRÍMAN MÖRG ykkar kan

MÖRG ykkar kannist við kvikmyndina Grímuna (Mask), þar sem aðalleikarinn, Jim Carrey, grettir sig og geiflar hreint ægilega. Bjarni Einarsson, 8 ára, Tungubakka 12, 109 Reykjavík, er greinilega flinkur teiknari af þessari mynd að dæma. Bestu þakkir fyrir, Bjarni minn. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 68 orð

cc32cf35· cp36 LEST, TRÉ OG FJÖLL KÆRA

KÆRA barnablað. Myndin er eftir Davíð Guðmund Arnarson, 9 ára, Laufengi 9, 112 Reykjavík. Davíð finnst gaman að lesa Morgunblaðið, gerir það á hverjum morgni, þess vegna þætti honum vænt um ef það kæmi mynd eftir hann í blaðinu. Ég kem til hans á hverjum morgni til þess að hjálpa honum að læra og þá lesum við Moggann saman! Kærar kveðjur, Hildur Björk. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 35 orð

cc32cf35· cp36 PALLI FUGLAHRÆÐA

FUGLAHRÆÐAN Palli er að hræða fuglana burt. Fuglahræðan er með trefil og í fínum jakka með mörgum tölum. Helga Rún Jónsdóttir, 6 ára, Kópavogsbraut 83, 200 Kópavogur, gerði þessa líflegu mynd. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 46 orð

cf35cp36.40 ÞAÐ RIGNIR JÁ, það getur

cf35cp36.40 ÞAÐ RIGNIR JÁ, það getur svo sannarlega rignt á Íslandi! Og hún Sara Sjöfn Sigurðardóttir, 6 ára, Kelduhvammi 11, 220 Hafnarfjörður, veit það ... og hún veit líka, að rigningin er lífsvökvinn jafnt fyrir menn, dýr og jurtir. Hafðu bestu þakkir fyrir, Sara Sjöfn mín. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 25 orð

cf35cp36 BROS ER SÓLARGEISLI

cf35cp36 BROS ER SÓLARGEISLI BLESSUÐ sólin elskar allt... Anna Margrét Ólafsdóttir, 5 ára, Túngötu 3, 101 Reykjavík, var í sólskinsskapi þegar hún litaði þessa mynd. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 48 orð

fg019.90 Gervitennur FALSKA

FALSKAR tennur svokallaðar voru fyrst gerðar af manni sem hét Charles Wilson Peale, sem setti tennur úr elg í blýgóm. Einn af fyrstu notendum slíkra góma var fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 137 orð

fg031.· 20 Pennavinir

Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 12-14 ára, bæði strákum og stelpum, alls staðar að af landinu. Áhugamál mín eru sætir strákar, góð tónlist, flott föt, skíði, diskótek og partí, vinir mínir, ferðalög, körfubolti og fótbolti. Svara öllum bréfum og strákar, ekki vera feimnir við það að skrifa. Heimilisfangið er: Vigdís B. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 851 orð

Kinderegg

KRAKKAR! Miðvikudaginn 30. apríl var litaleikur, Kinder- egg, hér í Myndasögum Moggans. Í dag, mánuði síðar, miðvikudaginn 28. maí, birtum við nöfn þeirra 125 heppnu krakka, sem dregnir voru út úr hópi um 1.000 þátttakenda. Einmitt, þátttakan var með miklum ágætum og Hans Petersen og Myndasögur Moggans þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna og óska verðlaunahöfunum til hamingju. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 28 orð

Leikfélaginn

Leikfélaginn DRAGIÐ strik frá punkti númer 1 að punkti númer 50. Þá ættuð þið að verða þess vísari hvaða dýr er leikfélagi þessara barna úti á gresjum Afríku. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 140 orð

Pennavinir

Hæ, hó, ég heiti Arna og mig langar að eignast pennavinkonu eða pennavin á aldrinum 11-13 ára, sjálf er ég 12 ára. Áhugamál mín eru: Handbolti, fótbolti, karate, góð tónlist, barnapössun og sund. P.S. Sendið helst mynd með fyrsta bréfinu ef þið getið. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 221 orð

Sauðburður

NÚ ER náttúran í miklum ham og lífið kallar á alla þá athygli, sem mögulegt er að fá. Það er vor og sumir segja sumar, brumknappar trjánna, rosalega stórar randaflugur, margir segja vespur, óðamála fuglar í tilhugalífinu, gult grasið að verða grænt. Vorlaukar risnir úr duftinu með gul blóm, sem reigja sig og teygja til sólarljóssins, sem umvefur allt. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 33 orð

Sex fiðrildi

Sex fiðrildi SJÁ má 6 fiðrildi á meðfylgjandi mynd. Fljótt á litið sýnast þau eins, en þegar betur er að gáð eru það aðeins tvö þeirra. Hver? Lausnin: Fiðrildi númer þrjú og fjögur. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 21 orð

TVÆR LITAÐAR

TVÆR LITAÐAR ÚLLA Björnsdóttir, 8 ára, og Heiðrún , 8 ára, teiknuðu hvor um sig litfagra mynd, sem sjá má hér. Meira
4. júní 1997 | Barnablað | 46 orð

ÞYRLA, SJÓR OG GEIMFAR

BÖRNIN gleyma ekki því sem gott er. Hinar miklu bjarganir þyrlu Landhelgisgæslunnar í vetur líða seint úr minni. Þorkell Einarsson, 5 ára, Löngufit 5, 210 Garðabær, er höfundur myndar af björgunarþyrlu að bjarga fólki úr sjónum, sem er á bak við geimflaugina. Meira

Ýmis aukablöð

4. júní 1997 | Dagskrárblað | 146 orð

17.00Stórmótið í Frakklandi

17.00Stórmótið í Frakklandi (e) [184704] 19.00Knattspyrna í Asíu (Asian Soccer Show) (22:52) [3926] 20.00Golfmót í Bandaríkjunum (PGA U.S.) [2810] 21.00Gillette-sportpakkinn (Gillette) (1:52) [425] 21. Meira
4. júní 1997 | Dagskrárblað | 140 orð

17.50Táknmálsfréttir [4848

17.50Táknmálsfréttir [4848177] 18.00Fréttir [89015] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. (656) [200084655] 18.45Auglýsingatími ­ Sjónvarpskringlan [302162] 19. Meira
4. júní 1997 | Dagskrárblað | 712 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1 7.31 Fréttir á ensku 8.00Að utan. Morgunþáttur heldur áfram. 8.45 Ljóð dagsins. 9. Meira
4. júní 1997 | Dagskrárblað | 757 orð

Miðvikudagur 4. júní SBBC PRIME 4.00

Miðvikudagur 4. júní SBBC PRIME 4.00 Inside Europe 4.30 Film Education 5.30Mop and Smiff 5.45 Blue Peter 6.10 Grange Hill 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8.30 EastEnders 9. Meira
4. júní 1997 | Dagskrárblað | 129 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. júní 1997 | Dagskrárblað | 107 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. júní 1997 | Dagskrárblað | 124 orð

ö9.00Líkamsrækt (e) [22297]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [67003487] 11.20NBA úrslit 1997 (e) [2113988] 13.00Þrjú í sömu sæng (Threesome) Herbergisfélagarnir Eddy og Stuart vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera þegar þeir fá þriðja herbergisfélagann vegna ruglings í tölvuskráningu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.