Greinar þriðjudaginn 26. ágúst 1997

Forsíða

26. ágúst 1997 | Forsíða | 303 orð

Hæsta bótagreiðsla tóbaksiðnaðarins

SKRIFSTOFA ríkisstjóra Flórída í Bandaríkjunum greindi frá því í gær að náðst hefði dómsátt í máli ríkisins gegn bandarískum tóbaksfyrirtækjum, sem hefðu sæst á að greiða rúma 11 milljarða Bandaríkjadollara gegn því að ríkið félli frá kröfum sínum. Meira
26. ágúst 1997 | Forsíða | 332 orð

Krenz hlýtur 6 árs dóm

EGON Krenz, síðasti leiðtogi kommúnistastjórnarinnar í Austur- Þýzkalandi fyrir fall Berlínarmúrsins, var í gær dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að vera ábyrgur fyrir dauða austur-þýzkra borgara sem voru skotnir til bana við flóttatilraunir til vesturs á tímum kalda stríðsins. Meira
26. ágúst 1997 | Forsíða | 90 orð

Möppudýr í Mír?

RÚSSNESK yfirvöld íhuga nú að senda háttsettan embættismann til Mír-geimstöðvarinnar. Verði af þessu, verður Júrí Batúrín, ritari varnarmálaráðs Rússlands, fyrsti skriffinnurinn á sporbaug um jörðu. Batúrín er lögfræðingur að mennt og hefur nú þegar hlotið grunnþjálfun geimfara. Hann á að kynna sér starfið um borð í Mír ef af geimferðinni verður á næsta ári. Meira
26. ágúst 1997 | Forsíða | 142 orð

Reuter

NOKKRIR Palestínumenn beittu skóflum og berum höndum þegar þeir reyndu að brjóta niður götuvígi í Bet Sahour á Vesturbakkanum í gær. Mótmæltu þeir með þessu lokunum Ísraela á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna sem framfylgt hefur verið frá því sprengjutilræðinu í Jerúsalem 30. júlí. Meira
26. ágúst 1997 | Forsíða | 294 orð

Segir harðlínumenn "leika sér að eldinum"

BILJANA Plavsic, forseti Bosníu- Serba, réðst í gær harkalega á harðlínumenn úr röðum Bosníu-Serba sem hún sakaði um afskipti af málefnum hersins og sagði að eina lausnin á ástandinu sem skapast hefði væri að efna til kosninga. Plavsic og harðlínumenn hafa deilt hart undanfarnar vikur en henni var vikið úr stærsta stjórnmálaflokki þeirra er hún skar upp herör gegn spillingu í röðum hans. Meira

Fréttir

26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

75% kjörmanna hafa kosið

Á HÁDEGI í gær höfðu 144 kjörmenn af 192, eða 75%, skilað inn atkvæðum í kosningu til biskups, samkvæmt upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Kjörfundi lýkur nk. föstudag kl. 16. "Ég reikna með að það sem eftir er af kjörseðlum skili sér fyrir lok kjörfundar," sagði Hjalti Zophaniasson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og ritari kjörstjórnar. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 687 orð

Aðstæður erfiðar en vélin hefði þolað mun meira álag

METRÓ-flugvél Flugfélags Íslands, TF JML, sem lenti í hörðum sviptivindi yfir Ísafjarðardjúpi á dögunum fer síðari hluta vikunnar í nákvæma skoðun til San Antonio í Texas þar sem eru höfuðstöðvar framleiðandans. Sérfræðingar verksmiðjanna skoðuðu vélina hér en í Bandaríkjunum verður hún rannsökuð ítarlega til að ganga úr skugga um að hvergi séu á henni skemmdir áður hún fer í áætlunarflugið á ný. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 254 orð

Afkoma kúabænda versnaði AFKOMA kúabænd

AFKOMA kúabænda versnaði um 5,2% á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins, sem hann kynnti á aðalfundir Landssambands kúabænda. Tölur Jónasar byggjast á búreikningum 160 kúabúa. Greiðslumark búanna var 92 þús. l í fyrra og jókst um 3,8% milli ára. Heildartekjur voru að meðaltali 6,5 millj. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 325 orð

Allt að 70 falla í Kasmír INDVERSK hermálayfir

INDVERSK hermálayfirvöld greindu frá því í gær að hersveitir Pakistana handan við landamæri ríkjanna í Kasmír- héraði hefðu misst 60­70 menn í árásum Indverja um helgina. Þetta var fyrsta opinbera staðfestingin á fregnum er bárust um helgina af miklu mannfalli í röðum Pakistana í átökum á umdeildum landamærum sem skipta héraðinu í indverskt og pakistanskt svæði. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Augljóslega ekki talið fram

GUÐJÓN St. Marteinsson, fyrrverandi deildarlögfræðingur fíkniefnadeildar lögreglunnar og núverandi héraðsdómari í Reykjavík, segir að þeim aðilum sem veitt hafi upplýsingar við rannsóknir fíkniefnamála gegn greiðslu og loforði um nafnleynd hafi ekki verið sendir launamiðar til þess að þeir gætu talið greiðslurnar fram til skatts. "Það segir sig sjálft að það var ekki gert," segir Guðjón. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Aukin umsvif í fraktflugi

UMSVIF í fraktflugi aukast til muna nú í haust, en þá hefja Flugleiðir fraktflug til Kölnar sex sinnum í viku, Íslandsflug byrjar flug einu sinni í viku til Brussel um Edinborg og Cargolux bætir við flugi til Lúxemborgar og New York. Fá millifyrirs Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Á fimmta þúsund gesta

Á FIMMTA þúsund manns heimsótti Vatnsveitu Reykjavíkur að Gvendarbrunnum á degi vatnsins sl. laugardag. Að sögn Hólmsteins Sigurðssonar skrifstofustjóra hjá vatnsveitunni var almenn ánægja með daginn, jafnt hjá gestum sem gestgjöfum. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Bessastaðasund endurvakið

TVEIR félagar úr Sjósundfélagi Reykjavíkur, þeir Heimir Arnar Sveinbjörnsson og Björn Á. Guðmundsson, syntu á laugardaginn rúmlega tveggja kílómetra leið úr Grímsstaðavör við Ægisíðu og tóku land í fjörunni skammt frá Bessastöðum á Álftanesi, og endurvöktu þar með svokallað Bessastaðasund. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 574 orð

Besti dagurinn í Laxá í Aðaldal

VÍÐA að berast góðar veiðifréttir, t.d. úr Laxánum í Aðaldal og Dölum þar sem mjög hefur glæðst veiði að undanförnu. Sunnudagurinn var besti dagur sumarsins í Laxá í Aðaldal og þar er nú talsvert að ganga af rígvænum smálaxi. Í Laxá í Dölum hefur verið líflegt allan ágúst og hafa veiðst 400 laxar í ánni frá síðustu mánaðamótum. Metdagur í Aðaldal Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Blur-félagar á Íslendingi

TVEIR meðlimir hinnar heimsfrægu bresku hljómsveitar Blur eru staddir hér á landi en hljómsveitin heldur tónleika í Laugardalshöll næstkomandi sunnudagskvöld. Í gærkvöldi brugðu þeir félagar sér í tveggja tíma siglingu út á Faxaflóa með knerrinum Íslendingi. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 427 orð

Catalina til eftirlitsflugs á vegum Greenpeace

SJALDGÆFUR "sjófugl" hafði viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli nú um helgina. Það var gamall sjófugl úr málmi eða flugbátur af gerðinni Consolidated PBY-5A Catalina, sem var á leið frá Bandaríkjunum til nýrra heimkynna í Þýskalandi. Ferðalag flugbátsins hófst í Dallas í Texas þar sem hann hafði verið notaður sl. tíu ár sem einkaflugvél. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 384 orð

Dagbók lögreglu22. til 25. ágúst

ALLS voru 320 mál færð til bókunar hjá lögreglu um þessa helgi. Margt var í miðbænum og talsverður fjöldi unglinga. Nokkrir þeirra voru fluttir í athvarf Reykjavíkurborgar og síðan sóttir af foreldrum. Þá var talsvert af rúðubrotum, einkum í Árbæjarhverfi, sem unglingahópar eru ábyrgir fyrir. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Eldri kona slasaðist mikið

ELDRI kona slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir bíl á mótum Bústaðavegar og Litluhlíðar síðdegis á sunnudag. Konan var flutt á slysadeild. Þar kom í ljós að hún hafði hlotið ýmsa áverka, m.a. mjaðmagrindarbrot og brot á báðum fótum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var konan ekki talin í lífshættu í gær. Meira
26. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Endurbætur á höfninni

ÞESSA dagana er unnið að endurbótum á höfninni í Grímsey. Verið er að gera við skemmdir sem urðu á sjóvarnargarðinum síðastliðinn vetur en þá braut brimið út úr garðinum. Jarðverk frá Dalvík sér um verkið og eru verklok áætluð í næstu viku. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 132 orð

Enn barist eftir fall bæjar

STÓRSKOTALIÐI og sprengjuvörpum var beitt í Kambódíu í gær, skammt frá landamærum Tælands, tæpum hálfum sólarhring eftir að O'Smach, síðasta vígi konungssinna, féll í hendur hermönnum, sem fylgja Hun Sen, öðrum forsætisráðherra Kambódíu, að málum, að því er haft var eftir vitnum. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Erfðavísir að handskjálfta kortlagður

KÁRI Stefánsson, stjórnarformaður og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá því í gær að í nýjasta tölublaði tímaritsins Nature Genetics yrði grein þar sem greint er frá því að rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hefðu leitt til þess að erfðavísirinn, sem leiðir til fjölskyldulægs skjálfta eða handskjálfta væri fundinn. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Erindi Stoltenbergs um þýska efnahagsundrið

FYRRVERANDI fjármálaráðherra Vestur-Þýskalands, Dr. Gerhard Stoltenberg, kemur hingað til lands dagana 3. til 6. september í boði þýsk-íslensku menningarsamtakanna Germaníu. Hann flytur fyrirlestur í Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. september kl. 15.30 í Odda. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Eystrasaltsríkin fái aðild að NATO

ÍSLAND getur hvorki af siðferðilegum né lýðræðislegum ástæðum sætt sig við að mótað verði nýtt evrópskt öryggiskerfi án aðildar smáríkja, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við finnska dagblaðið Hufudstadsbladet 17. ágúst sl. en viðtalið er birt í tilefni opinberrar heimsóknar íslensku forsetahjónanna til Finnlands. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Fjórir fengu 6,7 milljónir hver

FJÓRIR skiptu með sér fyrsta vinningi í Lottóinu sl. laugardagskvöld en hann var sexfaldur og komu 6.750.810 kr. í hlut hvers þeirra. Tölur kvöldsins voru 4, 6, 11, 18 og 24 og bónustalan 20. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Flytur fyrirlestur um umhverfismál á Sólheimum

ALBERT K. Bates, framkvæmdastjóri Norður-Ameríkursvæðis Global Eco-Village Network og forstöðumaður fræðslumiðstöðvar um vistmenningu á The Farm í Tennesse, Bandaríkjunum, heimsækir Ísland á næstunni og dvelst hér í vikutíma. Hann mun flytja tvo fyrirlestra á Sólheimum. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 520 orð

Gerð nýs búvörusamnings fyrir mjólkurframleiðslu skammt á veg komi

Aukið frjálsræði í verðlagsmálum er eitt af viðfangsefnum aðalfundar kúabænda á Hvanneyri. Í samantekt Egils Ólafssonar kemur einnig fram að umræðuefnin eru t.d. samkeppni frá útlöndum, breytingar á neysluvenjum fólks og skuldastaða kúabænda. Meira
26. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Gínurnar naktar í glugganum

EITT innbrot var tilkynnt til lögreglu um helgina, brotinn var gluggi í hurð í verslun í miðbænum og fjórum kjólum stolið sem gínur í útstillingarglugga voru klæddar í, þannig að þær stóðu naktar eftir. Tveir ungir drengir voru staðnir að því að henda steinum inn á svæði sundlaugarinnar um helgina. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Greiðfært í Eldhrauni

EKKI er lengur vatn á hringveginum á Suðurlandi þar sem hann liggur gegnum Eldhraun og hafði það sjatnað alveg á sunnudagskvöldið. Rauf Vegagerðin á laugardaginn skarð í varnargarð þannig að vatnið gat runnið sína leið í Skaftá á ný. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Harður árekstur

HARÐUR árekstur varð á Vallavegi skammt fyrir sunnan Egilsstaði í gærdag þegar jeppi og vörubifreið skullu saman. Vörubíllinn var að aka fram úr jeppanum en ökumaður hans varð vörubílsins ekki var og sveigði í veg fyrir hann með fyrrgreindum afleiðingum. Engin slys urðu á fólki en bifreiðirnar skemmdust mikið skv. upplýsingum lögreglu. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 343 orð

Heildarkostnaður kringum einn milljarður króna

Í HAUST hefjast framkvæmdir við síðari áfanga endurbyggingar vegakerfisins á Skeiðarársandi og er ráðgerður kostnaður við hann milli 500 og 600 millj. kr. að sögn Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að veita fjármagn til framkvæmdanna en alls kostar endurbyggingin á Skeiðarársandi kringum einn milljarð króna. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 278 orð

Hótel Bjarkalundur 50 ára

LIÐIN eru 50 ár frá vígslu Bjarkal undar sem er við Breiðafjörð, milli Þorskafjarðar og Berufjarðar. Fór vígslan fram hinn 29. júní 1947. Fyrirtækið Jonny ehf. sér um rekstur Bjarkalundar en af því félagi standa Anna Jonny Aðalsteinsdóttir, Þorkell Ingi Þorkelsson, Elsa Pétursdóttir og Aðalsteinn Finnsson, en þau sáu um rekstur veitingaskálans Þyrils í Hvalfirði áður. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 635 orð

Hvert prósentustig í skattalækkun kostar 2,3 milljarða

LÆKKUN tekjuskatts um 1 prósentustig að óbreyttum persónuafslætti og þar með hærri skattleysismörkum mundi kosta ríkissjóð 2,3 milljarða króna á ári. Lækkun um 1 prósentustig en með lækkun persónuafsláttar þannig að skattleysismörk breyttust ekki kosta 1,3 milljarða króna árlega. Lækkun skattleysismarkanna um 1. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Írsk bjórkrá opnuð í Kringlunni

Á FÖSTUDAG verður veitingastaðurinn Írland opnaður í Borgarkringlunni. "Þetta verður stærsti írski pöbbinn í Evrópu fyrir utan Írland," segir Írinn Brendan Smith sem rekur staðinn. Írland er á tveimur hæðum og rúmar 750 manns í sæti. "Við ætlum að hafa lifandi tónlist um hverja helgi og mun hljómsveitin Papar ríða á vaðið nú um helgina. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Íslendingar í sjöunda sæti

ÍSLENDINGAR urðu í sjöunda sæti á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri í Belgrad en sjöunda og síðasta umferð mótsins var tefld um helgina. Skv. upplýsingum Ágústs Sindra Karlssonar, formanns Skáksambands Íslands, virðist hafa tekist að leysa úr þeim vandræðum sem upp komu þegar í ljós kom fyrir helgi að mótshaldarar stóðu ekki við fyrirheit um að tryggja keppendum og fararstjórum hótelgistingu. Meira
26. ágúst 1997 | Miðopna | 696 orð

Í öruggri höfn

Eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum eru fimm fjölskyldur frá Krajina-héraði komnar með þak yfir höfuðið á Höfn í Hornafirði. Sigríður B. Tómasdóttir fylgdist með komu þeirra á nýjan stað. Meira
26. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Kjötiðnaðarstöð KEA fær nýjan útkeyrslubíl

KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA hefur fengið nýjan útkeyrslubíl og er hann búinn öflugum kæli. Helgi Jóhannesson forstöðumaður kjötiðnar KEA telur að þetta sé fyrsti útkeyrslubíllinn norðan heiða sem búinn er slíkum búnaði. Bílinn er af gerðinni Volkswagen Transporter með drif á öllum hjólum. Á myndinni er Pálmi H. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 278 orð

Kohl reynir að kveða niður orðróm um uppstokkun

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, vandaði í gær um fyrir fjármálaráðherranum Theo Waigel fyrir að ýta undir raddir sem kalla eftir uppstokkun í ríkisstjórninni. Kohl sagðist þó búast við að hinn gamli samherji sinn bregðist sér ekki og haldi áfram sem fjármálaráðherra. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Konur hasli sér völl innan upplýsingasamfélagsins

Í UMRÆÐUM á laugardag á ráðstefnu framakvenna um framtíð kvenna í Evrópu kom fram að það væri mikilvægt fyrir konur að festa sig í sessi innan upplýsingasamfélagsins. "Nýir miðlar og þær breytingar sem eru að verða í nútímaþjóðfélagi gefa konum tækifæri til að hafa mótandi áhrif á þjóðfélag framtíðarinnar," segir Ylva Annerstedt, Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Landssamband framsóknarkvenna er opið karlmönnum

Á ÞINGI Landssambands framsóknarkvenna, sem haldið var í Holti í Önundarfirði um helgina, var samþykkt að opna fyrir umsóknir karlmanna um aðild að samtökunum. Enginn karl hefur þó enn sótt um aðild, að sögn Jóhönnu Engilbertsdóttur, nýkjörins formanns Landssambands framsóknarkvenna. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

LEIÐRÉTT Slökkvibíll í Dalasýslu

MISRITAÐ var með frétt sunnudaginn 24. ágúst um nýjan slökkvibíl í Dalasýslu undir myndinni af slökkvibílnum að það væri Jóhannes Hauksson inni í bílnum. Hið rétta er að það var Jörundur Hákonarson varaslökkviliðsstjóri. Einnig var Kristján Jóhannsson rangfeðraður og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Leikið í nýju landi

TUNGUMÁLAÖRÐUGLEIKAR hindruðu ekki leik þeirra Gorans Basrak og Hlyns Héðinssonar. Þrátt fyrir að annar talaði eingöngu serbó-króatísku og hinn íslensku var fullur skilningur þeirra á milli í bílaleiknum á nýju heimili Gorans. Fjölskylda Gorans er ein fimm fjölskyldna frá Krajina-héraði í Króatíu sem kom frá flóttamannabúðum í fyrrverandi Júgóslavíu til Hafnar á sunnudag. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 792 orð

Læknar 21. aldarinnar

Alþjóðasamtök læknanema, IFMSA, eru virk samtök læknanema í 60 löndum, sem ná til 600 þúsund félaga og eru með verkefni á ýmsum sviðum. Á aðalfundi IFMSA í Suður- Afríku 3.­10. ágúst sl. var Björg Þorsteinsdóttir kosin forseti samtakanna, en hún hefur mjög beitt sér í málum læknanema hér heima og á alþjóðavettvangi. Hún var spurð nánar um verkefni þessara samtaka. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Lögreglan fékk ekki upplýsingar

"ÞAÐ er mjög bagalegt ef við fáum ekki upplýsingar, því fólk leitar fyrst til okkar," segir Tómas Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Árnessýslu. Tómas segir símalínur hjá lögreglunni á Selfossi hafa verið rauðglóandi eftir jarðskjálftann aðfaranótt sunnudags, en lögregla engar upplýsingar haft. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Metró-vélin hefði þolað tvöfalt álag

SÉRFRÆÐINGAR bandaríska flugvélaframleiðandans Metró Fairchild hafa skoðað Metró-flugvél Flugfélags Íslands, sem lenti í sviptivindum í Ísafjarðardjúpi fyrr í mánuðinum, og flugrita hennar. Þeir fullyrða að vélin hafi ekki verið nálægt því að vera í hættu og telja að ekki hafi reynt á nema um helming þess álags sem hún eigi að þola undir kringumstæðum eins og þeim sem hún lenti í. Meira
26. ágúst 1997 | Miðopna | 998 orð

Mikilvægur sigur fyrir fyrirtækið

FYRIRTÆKIÐ Íslensk erfðagreining birti í gær niðurstöður rannsókna, sem hafa leitt í ljós staðsetningu erfðavísisins, er veldur fjölskyldulægum skjálfta eða handskjálfta í tímaritinu Nature Genetics, sem gefið er út í Bandaríkjunum. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Minningarathöfn vegna fósturláta

ÁRIÐ 1994 var tekinn í notkun svokallaður Fósturreitur í Fossvogskirkjugarði. Um líkt leyti var vígður Minnisvarði um líf og er hann nálægt kirkjudyrum Fossvogskirkju. Hvorttveggja var svar við þörfum og óskum foreldra sem eiga um sárt að binda vegna fósturláta. Minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. Meira
26. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Múlaberg úr Smugunni með 75 tonn

MÚLABERG ÓF-32 kom heim til Ólafsfjarðar í gær eftir veiði í Smugunni og var aflinn 75 tonn, en togarinn var um viku að veiðum þar. Aflinn er góður þorskur. Múlaberg er fyrsta skipið sem landar afla eftir veiðar í Smugunni undanfarnar vikur. Skipstjóri í veiðiferðinni var Kristján Bjarnason. Hann sagði í gær að ekki væri ákveðið hvort skipið héldi aftur til veiða í Smuguna. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Njólinn skorinn á Seyðisfirði

UNGLINGAR í vinnuskóla Seyðisfjarðar voru að skera njóla í síðustu viku. Að sögn Þorsteins Arasonar, verkstjóra í vinnuskólanum, er verið að reyna að útrýma jurtinni úr bænum þar sem hún þykir óæskileg. Gott atvinnuástand Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 141 orð

N-kóreskur sendiherra talinn landflótta

EGYPSK yfirvöld sögðu í gær að hafin væri leit að Jang Seung-gil, sendiherra Norður-Kóreu í Egyptalandi, sem sagt er að hafi leitað hælis í vestrænu ríki. Bandarísk stjórnvöld neituðu í gær að tjá sig um fullyrðingar þess efnis að Jang hefði sótt um hæli í bandaríska sendiráðinu. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 549 orð

Nýtt sprengjutilræði eykur óróa meðal Svía

SPRENGJA á hinum kunna Ullevi- íþróttaleikvangi í Gautaborg eyðilagði aðfaranótt mánudagsins lítinn hluta hans. Sprengjan er talin tengd ellefu sprengjutilræðum og íkveikjum í Stokkhólmi undanfarna tvo mánuði, meðal annars íkveikju heima hjá Ingvar Carlsson fyrrum forsætisráðherra, sem nú tekur af alefli þátt í að Stokkhólmur verði vettvangur Ólympíuleikanna 2004. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Opnað eftir gagngerar breytingar

MATVÖRUVERSLUN varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið opnuð eftir gagngerar endurbætur. Íslenskir aðalverktakar voru aðalverktakar við endurbætur verslunarinnar og við bygginu stórrar vörugeymslu við verslunina. Alls kostuðu framkvæmdirnar um 800 millj. króna. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 243 orð

Ósætti meðal stjórnarliða

TALSVERÐRAR óánægju er tekið að gæta meðal nokkurra þingmanna breska Verkamannaflokksins með áætlanir stjórnarinnar um gjaldheimtu af nemendum í breskum háskólum, allt að eitt þúsund sterlingspundum á ári, eða um eitt hundrað þúsund íslenskum krónum. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 745 orð

Rafmagnsleysi olli óhug meðal íbúanna

ÍBÚAR Hveragerðis voru slegnir óhug er jarðskjálfti er mældist 4,3 á Richter reið yfir bæinn rétt rúmlega þrjú aðfaranótt sunnudags. Við skjálftann fór rafmagn af öllum bænum í um klukkustund. Greinilegt var að rafmagnsleysið og fjöldi snarpra eftirskjálfta olli miklum óhug meðal fólks. Mörg hunduð smærri skjálftar fylgdu í kjölfar þess stóra og mældust þeir stærstu um 3,5 á Richter. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 764 orð

Rannsóknar krafist á ófrjósemisaðgerðum

SVÍAR eru slegnir yfir uppljóstrunum um að á tímabilinu frá 1936 til 1976 hafi ríkið látið gera ófrjósemisaðgerðir á 60 þúsund konum til að losa sænskt þjóðfélag við "óæðri" stofna og hygla arísku útliti. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 89 orð

Reuter

JÓHANNES Páll páfi II blessar mannsöfnuð á Longchamp kappreiðabrautinni í útjaðrii Parísar, þar sem haldin var messa á sunnudag. Talið er að rúmlega ein milljón pílagríma hafi sótt messu páfa, og var þetta að líkindum einhver fjölmennasta samkoma sem haldin hefur verið í höfuðstað Frakklands. Með messunni lauk 12. heimsmóti kaþóslkrar æsku er haldið var í borginni. Um 300. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 311 orð

Ræða möguleika á staðbundnum verkföllum

SAMEIGINLEG viðræðunefnd kennarafélaganna hafnaði í gær nýju tilboði sem launanefnd sveitarfélaga lagði fram á sáttafundi í gærdag. Á stjórnarfundi í Kennarasambandi Íslands í gærkvöldi var ákveðið að hafna tilboðinu og eru kennarar farnir að skoða möguleika á verkfallsaðgerðum til að knýja á um gerð samninga. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 737 orð

Segir Evrópuríki skeytingarlaus

VALDIS Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, gagnrýnir bæði Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið (NATO) fyrir að gefa öryggismálum Eystrasaltssvæðisins ekki nægilegan gaum. Þetta kom fram í máli Birkavs á ráðstefnu Norðurlandaráðs um öryggismál á Norðurlöndum og nærsvæðum þeirra í Helsinki í gær. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Segist hafa tekið sendi vegna vanskila

HANS Konrad Kristjánsson hjá fyrirtækinu Konrad Engineering segir ástæðu þess að útsendingum útvarpsstöðvarinnar Sígilt FM var hætt á föstudagskvöld vera þá að hann hafi tekið úr sambandi og fjarlægt sendi stöðvarinnar, sem hann eigi, þar sem eigandi stöðvarinnar, Jóhann Briem hafi ekki greitt sér leigu fyrir senda- og tækjabúnaðinn í tæp 2 ár. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Sendiherra skipaður á næsta ári

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra opnaði í gær nýtt sendiráð Íslands í Helsinki, höfuðborg Finnlands, að viðstaddri Tarja Halonen, utanríkisráðherra Finnlands, sendiherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í Helsinki og fleiri gestum. Utanríkisráðherra greindi frá því að sendiherra yrði skipaður í Finnlandi á næsta ári. Meira
26. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 368 orð

Skaðabótaskylda er lykilatriðið

LYKILATRIÐIÐ í samkomulagi yfirvalda í Bandaríkjunum við þarlend tóbaksfyrirtæki, sem náðist fyrr í sumar, var skaðabótaskylda. Gegn því að reiða fram hundruð milljarða dollara vildu tóbaksfyrirtækin fá fullvissu um að ekki yrði framar farið í mál við þau. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Skjöldungar skulfu í Kút

"ÞETTA var ótrúlegt, skálinn hristist allur, hlutir duttu af veggjum og niður úr hillum. Sum okkar héldu að þetta væri Suðurlandsskjálftinn. Við sváfum nú ekki mikið um nóttina, enda voru alltaf að koma fleiri skjálftar," sagði Erla Kærnested sem var ásamt sjö félögum sínum í skátaskálanum Kút í eigu skátafélagsins Skjöldunga í Reykjavík. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sólarlandaferð án áfengis

SÍÐUSTU forvöð eru að skrá sig í Mallorcaferð ÍT ferða sem einkennist af því að sneitt verður hjá öllu áfengi. Flogið verður í leiguflugi Samvinnuferða-Landsýnar og gist á íbúðahótelinu Playa Ferrera á Cala d'Or. Læknatúlkur og reyndur áfengisráðgjafi verða með í för ásamt reyndum fararstjóra og verða reglulegir fundir haldnir. Áfengislausa sólarlandaferðin stendur frá 9.­23. september. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 286 orð

Stærsti skjálftinn 4,3 stig

STÆRSTI jarðskjálftinn í hrinunni sem hófst á Hengilssvæðinu um helgina mældist 4,3 stig á Richter og reið yfir klukkan rúmlega þrjú aðfaranótt sunnudags. Síðdegis á laugardag hafði komið smáskjálftahrina á Hellisheiðinni en hún datt niður seint um kvöldið. Í kjölfar stóra skjálftans kom mikill fjöldi eftirskjálfta, sem stóðu enn þegar Morgunblaðið ræddi við Sigurð Th. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Timbri stolið í Kópavogi

Timbri stolið í Kópavogi TVEIMUR búntum af nýju mótatimbri, 1x4, var stolið frá nýbyggingu við Hljóðalind í Kópavogi sl. fimmtudagskvöld 21. ágúst. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Tveir slösuðust í hörðum árekstri

HARÐUR árekstur varð á Bústaðavegi, við Reykjanesbraut, um hádegi á sunnudag. Þar skullu saman jeppi og fólksbifreið. Höggið á fólksbílinn var svo mikið að ekki var hægt að opna dyr hans og varð að kalla til starfsmenn slökkviliðsins sem klipptu bílinn í sundur. Ökumaður fólksbílsins og farþegi voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra munu ekki vera mjög alvarleg. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Um 500 milljónir í kaup á kvóta

Í SKÝRSLU stjórnar Landssambands kúabænda er áætlað að kúabændur verji árlega 500 milljónum til kaupa á greiðslumarki, en það eru um 8% af framleiðsluverðmæti greinarinnar. Þrátt fyrir að í máli fundarmanna á aðalfundi Landssambands kúabænda, sem haldinn er á Hvanneyri í gær, hafi sú skoðun komið fram að þetta séu of miklir fjármunir og verð á kvóta sé of hátt, Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Úrslit í Ökuleikni

ÚRSLITAKEPPNI Ökuleikni '97 fór fram við Hekluhúsið við Laugaveg sl. laugardag. Úrslit urðu þau að í karlaflokki sigraði Ingólfur Arnarsson, annar varð Jóhannes Ævar Arnarssoon og í þriðja sæti varð Ragnar Magnússon. Í kvennaflokki varð Birgitta Pálsdóttir hlutskörpust, í öðru sæti varð Anna Kristín Hansdóttir og þriðja varð Guðný Guðmundsdóttir. Meira
26. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Úttekt á aðstöðu til ráðstefnuhalds

Á NÆSTUNNI verður gerð sérstök úttekt á aðstöðu og möguleikum til ráðstefnuhalds á Akureyri á vegum Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar, Akureyri. Miðstöðin hefur komið að tveimur ráðstefnum það sem af er þessu ári. Í mars sl. var haldin ráðstefna um áfengis- og vímuefnanotkun unglinga á vegum Akureyrarbæjar, SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins. Meira
26. ágúst 1997 | Miðopna | 255 orð

"Þetta er eins og draumur"

STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR Bakic-hjónanna eru mættar í íbúðina til að taka á móti fjölskyldunni. Sem þakklætisvott er náð í flösku af snafs sem fjölskyldan flutti með sér frá Júgóslavíu. Viðstaddir lyfta glösum fyrir nýju lífi Bakic-fjölskyldunnar. "Við trúum varla okkar eigin augum," segir Slobodan Bakic eftir að hafa skoðað nýtt heimili sitt á Höfn í Hornafirði. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Þriðjudagskvöldsganga í Viðey

Í KVÖLD verður farið kl. 20 úr Sundahöfn og síðan gengið um þær slóðir sem helst minna á klausturtímann og einkum herför Jóns Arasonar til Viðeyjar sumarið 1550. Þá rak hann Dani úr eynni og mælti fyrir um byggingu virkis þar. Vitað er hvar það var og staðurinn verður skoðaður ásamt mörgu öðru. Þetta er stutt ganga, þess vegna verður endað með staðarskoðun heima við. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 554 orð

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti hjá ferðalangi norður af Brúarjökli

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar lenti á sunnudag norður af Brúarjökli, þar sem neyðarsendir var í gangi í bakpoka belgísks ferðalangs. Neyðarsendirinn, sem ferðamaðurinn fékk lánaðan hjá Landsbjörg áður en hann lagði í langa göngu um landið, hafði farið í gang fyrir mistök og amaði ekkert að manninum. Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, sagði að kostnaður við leitina næmi um 250 þúsund Meira
26. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 251 orð

Æfingar hafnar á Hart í bak

FYRSTA frumsýning Leikfélags Akureyrar verður snemma í október þegar leikhúsgestir fá að sjá eitthvert vinsælasta leikrit sem skrifað hefur verið á íslensku, Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Fyrsti samlestur á verkinu var í Samkomuhúsinu í gær. Meira
26. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Ættarmót á Hvanneyri

ÆTTARMÓT niðja Margrétar Eyjólfsdóttur f. 1. nóv. 1836 og Þorleifs Jónssonar f. 27. ág. 1843 er bjuggu í Vatnsholti í Villingaholtshreppi var haldið á Hvanneyri dagana 12.­13. júlí sl. Þorleifur er fjórði ættliður í beinan karllegg frá Bergi Sturlaugssyni, hreppstjóra í Brattholti forföður Bergsættar. Börn Þorleifs og Margrétar voru ellefu og ólu þau þar að auki upp tvær fósturdætur. Meira

Ritstjórnargreinar

26. ágúst 1997 | Staksteinar | 320 orð

»Alþjóðlegur bati "HAGTÖLUR mánaðarins", sem hagfræðisvið Seðlabanka Íslands

"HAGTÖLUR mánaðarins", sem hagfræðisvið Seðlabanka Íslands gefur út, segja að ástand efnahagsmála í heiminum almennt fari batnandi. OECD reiknar með 3% meðalhagvexti í aðildarríkjum. Verðbólga er víðast hvar lág. Gert er ráð fyrir örum vexti í alþjóðaviðskiptum. Hagvöxtur jafnari Meira
26. ágúst 1997 | Leiðarar | 562 orð

leiðari BREYTINGASKEIÐ Í FINNLANDI IKLAR breytingar hafa át

leiðari BREYTINGASKEIÐ Í FINNLANDI IKLAR breytingar hafa átt sér stað í Finnlandi á undanförnum árum, en opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Finnlands hefst í dag. Meira

Menning

26. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 136 orð

70 kennarar vilja aðstoðarmenn

TÆPLEGA 70 umsóknir að upphæð 10 m.kr. bárust frá háskólakennurum um að ráða til sín aðstoðarmenn, en umsóknarfrestur rann út 15. ágúst sl. Úthlutað verður úr sjóðnum í þriðja sinn um miðjan september nk. Í síðustu úthlutun, sem var í janúar, fengu 53 kennarar styrk til að ráða sér aðstoðarmenn, sem hver um sig fékk 63 þús. kr. Meira
26. ágúst 1997 | Tónlist | -1 orð

Að taka sér sæti meðal hinna bestu

Kári Þormar flutti verk eftir Muffat, Pachelbel, Þorkel Sigurbjörnsson, Duruflé, Vierne og Vidor. Sunnudagurinn 24. ágúst 1997. KÁRI Þormar er ungur orgelleikari, sem er um það bil að ljúka framhaldsnámi við Schumann tónlistarháskólann í Düsseldorf, eftir að hafa notið undirbúningsmenntunar hjá Herði Áskelssyni og heillast af hinu mikla Klais orgeli Hallgrímskirkju. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð

Aerosmith á alnetinu

MEÐLIMIR rokksveitarinnar Aerosmith eru ekki dauðir úr öllum æðum, enda unglömb samanborið við æringjana í Rolling Stones. Þeir fylgjast líka vel með áhugamálum yngri kynslóðarinnar. Það sést best á því að rokkararnir hafa sent frá sér lag sem verður aðeins hægt að hlusta á á heimasíðu sveitarinnar á alnetinu. Netfangið er www.aerosmith.com og fæst hlustunin ókeypis. Meira
26. ágúst 1997 | Menningarlíf | 291 orð

Afmælisútgáfa Hobbitans

ÚT ER komin afmælisútgáfa af Hobbitanum eftir Tolkien í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Bókin kemur út í dag, þriðjudaginn 26. ágúst, til að heiðra þýðandann sem þá verður sjötugur en auk þess er útgáfan til að minnast þess að í næsta mánuði eru sextíu ár liðin frá því Hobbitinn kom fyrst út í Englandi en bókin hefur æ síðan verið að heita á á metsölulista. Meira
26. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 183 orð

Allar stöður sálfræðinga mannaðar

BÚIÐ er að ráða í allar sálfræðistöður á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur eftir að illa gekk að manna stöður fram eftir ári. Að sögn Arthúrs Morthens, forstöðumanns þjónustusviðs, sóttu fleiri um en fengu. Sl. vetur fóru skólastjórar í Breiðholti og Árbæ fram á að ráða sameiginlegan sálfræðing beint að skólunum. Meira
26. ágúst 1997 | Myndlist | -1 orð

Áð í Stykkishólmi

Opið alla daga frá 11­17. Aðgangur 200 kr. í allt húsið. Til 31 ágúst. EINS og fram hefur komið á Stykkishólmsbær 400 ára verzlunarafmæli og 10 ára kaupstaðarafmæli í ár. Amtbókasafnið á jafnframt 150 ára afmæli. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 536 orð

Áleitnari og kraftmeiri

"ER ÉG kommúnisti?" segir Damon Albarn spyrjandi eftir að hafa rýnt í punkta blaðamanns á Hótel Borg. Hann brosir út í annað. "Ég held að gagnrýnið viðhorf gagnvart þeim sem er við stjórnvölinn geri öllum gott. Hversu sammála sem menn eru," segir hann. "Ég gæti svo sem kallað mig kommúnista. Ef ég héldi að aðrir væru reiðubúnir að vera það líka. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 513 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Grosse Pointe Blank Þétt og vönduð skemmtun í dekkri kantinum þar sem söguhetjan (Cusack) er leigumorðingi sem heldur til heimaborgarinnar til hitta æskuástina sína og dæla blýi í nýjasta fórnarlambið. Yndislega kaldhæðin, vel leikin og skrifuð. Í hæsta máta óvenjuleg enda gerð af frumlegri hugsun sem er fágæt í Hollywood. Meira
26. ágúst 1997 | Menningarlíf | 191 orð

"Búgarður kádiljákanna" fluttur

POPPLISTAVERKIÐ "Búgarður kádiljákanna" í Texas var flutt í vikunni. Verkið er tíu útkrotaðir kádiljákar sem standa upp á framendann á hveitiakri skammt frá bænum Amarillo. Verkið var reyndar aðeins flutt nokkra kílómetra og er ástæðan sú að Amarillo stækkar hratt um þessar mundir. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 192 orð

Byssukúlur eini valkosturinn

KVIKMYND um Anwar Sadat er í bígerð þar sem dregin verður upp ófögur mynd af egypska forsetanum. Er henni ætlað að endurspegla viðhorf egypsku þjóðarinnar til forsetans sem var mun gagnrýnna en viðhorf Vesturlandabúa. Moumir Radi, framleiðandi og leikstjóri myndarinnar, byggir handritið á metsölubókinni "The Assassination of a President". Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 163 orð

Dúmbó lendir á Íslandi

Í DAG kemur út á myndbandi teiknimyndin fræga um flugfílinn Dúmbó. Hún kom fyrst út í Bandaríkjunum 1941, en stenst samt fyllilega tímans tönn, þar sem hún hefur verið lituð upp á nýtt, og hljóðsett með nýjustu tækni. Boðskapur myndarinnar er góður og uppbyggjandi. Hann er um vináttu og hvað dálítið af sjálfstrausti getur komið manni í gegnum erfiðleika. Meira
26. ágúst 1997 | Tónlist | -1 orð

Frá Nýja Englandi

Sinfóníuhljómsveit frá Nýja Englandi, undir stjórn Virginia-Gene Rittenhouse, flutti verk eftir H¨andel, Torelli, Vivaldi, J.S. Bach, Beethoven, Mozart, Chopin, Mendelssohn, Block, Saint-Sa¨ens og Frescobaldi. Laugardagurinn 23. ágúst, 1997. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Frumlegasta alpaskeggið

ÞÁTTTAKANDI í alþjóðlegri alpaskeggskeppni, sem haldin var á borgarhátíð í Chur í Sviss, reykir pípuna sína og virðist taka öllu með stóískri ró. Um fimmtíu manns tóku þátt í keppninni og bar sá sem hafði frumlegasta skeggið sigur úr býtum. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 726 orð

Fullkomið frelsi

HLJÓMSVEITIN Maus er nú í hljóðveri að taka upp væntanlega breiðskífu sem verður þriðja plata hljómsveitarinnar. Sitthvað kemur upp við slíka vinnu en varla hafa þeir Mausverjar reiknað með öðrum eins liðsauka og þeim bættist þegar Roger O'Donnell, hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar Cure til marga ára, fór fram á að fá að leika á hljómborð á plötunni. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 77 orð

Fyrsta miðnætursýning Veðmálsins

FYRSTA miðnætursýning Veðmálsins var haldin síðastliðið föstudagskvöld í Loftkastalanum og gekk hún fyrir fullu húsi. Í tilefni af því voru ýmsar óvæntar uppákomur. Tekið var á móti sýningargestum með léttum veitingum og einnig var boðið upp á flatbökur. Þá létti Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni spennunni af áhorfendum með karlmannlegri sveiflu í hléi. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 152 orð

Hatur og morðingjar

MARGT ungmennið lagði leið sína í Háskólabíó þegar franska verðlaunamyndin "Hatrið" (La Haine) var sýnd þar í fyrra. Þótt myndin fjallaði um vandamál ungra Frakka af annarri kynslóð innflytjenda í úthverfum Parísar fundu íslensku áhorfendurnir samsvörum með þessum persónum, þar sem hún er mjög vel gerð. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 307 orð

Hlaupadrengirnir Á flótta (Fled)

Framleiðendur: Frank Mancuso Jr. Leikstjóri: Kevin Hooks. Handritshöfundur: Preston A. Whitmore II. Kvikmyndataka: Vernon Layton. Tónlist: Graeme Revell. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne, Stephen Baldwin, Will Patton, Robert John Burke, Robert Hooks, Salma Hayek, Michael Nader. 91 mín. Bandaríkin. Warner myndir. 1997. Útgáfudagur: 31. júlí. Myndin bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 185 orð

Hringadróttinssaga loksins kvikmynduð

Hringadróttinssaga loksins kvikmynduð AÐDÁENDUR Hringadróttinssögu, þar sem Fróði, Sámur, Gandalfur og fleiri töfrandi persónur takast á við hin illu öfl sem búa í Mordor, hafa í ótal mörg ár beðið eftir að þessar ástsælu ævintýrabókmenntir yrðu kvikmyndaðar. Meira
26. ágúst 1997 | Myndlist | -1 orð

Ísland, himnaríki eða helvíti?

Opið virka daga frá 9-17 til 30. júní. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá ókeypis. EFTIR að hafa skrifað um allt sem hefur verið í gangi varðandi framkvæmdirnar, Sögn í sjón, stenst rýnirinn ekki freistinguna, að vísa til sýningarinnar Ísland, himnaríki eða helvíti í Þjóðarbókhlöðunni. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 423 orð

Jam & Spoon á Jökulsárlóni

ÞÝSKA hljómsveitin Jam & Spoon var á Jökulsárlóni fyrir skömmu til að taka upp nýjasta myndband sitt. Það var íslenska kvikmyndafyrirtækið Pan Arctica sem gerði myndbandið í samvinnu við þýskt framleiðslufyrirtæki. Leikstjóri myndbandsins er þýskur og að sögn Péturs Bjarnasonar hjá Pan Arctica hentaði handritið vel íslenskum aðstæðum. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 237 orð

Kvikmyndað leikrit Amerískur vísundur (American Buffalo)

Framleiðandi: Samuel Goldwyn/ Channel Four. Leikstjóri: Michael Corrente. Handritshöfundur: David Mamet eftir leikriti sínu. Kvikmyndataka: Richard Crudo. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Dennis Franz, Dustin Hoffman og Sean Nelson. 90 mín. Bandaríkin. Capitol Films/Myndform 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira
26. ágúst 1997 | Menningarlíf | 702 orð

Með Hitchcock í huga

Einkasamtöl "Privileged Conversation". Warner Books Inc. 1997. 322 síður. BANDARÍSKI rithöfundurinn Evan Hunter, sem oftar skrifar undir dulnefninu Ed McBain, er firna afkastamikill. Hann hefur skrifað ekki færri en 49 bækur undir heitinu McBain og 20 bækur sem Hunter, þá fyrstu, "The Blackboard Jungle", árið 1954 en Richard Brooks kvikmyndaði hana. Meira
26. ágúst 1997 | Menningarlíf | 113 orð

Nýjar bækur

DÍSA er ljóðakver eftir Jón Odd Þórhallsson. Um fyrsta ljóðið, Lífsmottó, segir höfundur að það sé "um allt sem ég þyrfti að eignast til að vera hamingjusamur". Samkvæmt ljóðinu er það æði margt, m.a. lipur Land-Rover, lífsglöð kona, óðalsjörð, arinn og speki. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 132 orð

Sá fyrrverandi

ED BURNS sem áður hefur leikstýrt kvikmyndunum The Brothers McMullen og She's the Oneer að taka upp nýja mynd sem heitir Long Time, Nothing New. Þrátt fyrir titilinn er ýmislegt nýtt í henni, því í fyrsta sinn er leikstjóranum svo umhugað um útlit myndarinnar að hann sendir starfsliðið heim í sífellu ef ekki viðrar nákvæmlega eins og hann vill. Meira
26. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 507 orð

Skortir stuðning á fyrstu mánuðum

STARFSFÓLK í framhaldsskóla þyrfti að styðja meira við nemendur á fyrstu mánuðum eða misserum en nú er, reyna að efla persónuleg tengsl við þá og fylgjast með líðan þeirra. Þá ættu þeir fremur að vekja nemendur til dáða í stað þess að leggja ofuráherslu á að segja þeim hversu umfangsmikið námið sé framundan. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Slater iðrast sáran

CHRISTIAN Slater iðrast sáran upphlaups síns á dögunum, þar sem hann lenti í ryskingum við fyrrum unnustu sína, vin hennar og lögregluna. Hann hefur skráð sig í meðferð af fúsum og frjálsum vilja, að sögn Ryans, 14 ára bróður hans. "Hann veit að hann hefur breytt rangt," segir Ryan. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

Sorvino og Brando taka höndum saman

MIRA Sorvino, Óskarsverðlaunaleikkonan vinsæla, ætlar að leika í kvikmynd á móti Marlon Brando, sem mun heita "Free Morning". Kanadíski leikstjórinn Yves Simoneau mun leikstýra þessari gráglettnu gamanmynd en hingað til hefur hann aðallega fengist við sjónvarpsmyndagerð. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

Spjarir úr hlýraroði

STÓRSÝNINGIN Sumar '97 var haldin í íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Á opnunardaginn var margþætt dagskrá í boði. Árni Elvar teiknaði skopmyndir af gestum og gangandi, Módel magasín stóð fyrir tískusýningu á fatnaði úr hlýraroði og selskinni, Líkamsræktarstöðin Hress sýndi þolfimi og Jasstríó Papa Djass skemmti. Meira
26. ágúst 1997 | Menningarlíf | 136 orð

Tónleikar í Ytri-Njarð víkurkirkju

ÞÓRANNA Kristín Jónsdóttir heldur söngtónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju annaðkvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá eru lög úr söngleikjum eftir Sondheim, Andrew Lloyd Webber, Schönberg, Gershwin og fleiri, en undirleik annast Agnar Már Magnússon píanóleikari. Meira
26. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 352 orð

Vilja efla tengsl atvinnulífs og grunnskóla

SAMTÖK iðnaðarins, Verslunarráð Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands hafa sameiginlega sent frá sér tillögur varðandi endurskoðun aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólanna. Er þar lagt til að kynning á þýðingu atvinnulífsins verði að föstum þætti í skólastarfinu. Meira
26. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 726 orð

Væntingar til námsins standast ekki

NÁMSRÁÐGJAFAR bæði í framhaldsskólum og háskólum verða að líta á ráðgjöf til nemenda út frá fleiri hliðum en þeir gera nú, að mati Evu Teilmann yfirmanns deildar, sem gefur ráð varðandi val og skipulagningu náms við Árósaháskóla í Danmörku. Ástæðuna segir hún vera þá, að brottfall nemenda á fyrsta ári megi oft rekja til rangra væntinga þeirra til námsins og umhverfis þess. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 690 orð

Þarf að sýna áhorfendum traust

CHRISTOPHER Eccleston tekur aðeins tvennt í lífinu alvarlega; leiklist og knattspyrnu. Hann stefndi á atvinnumennsku í knattspyrnu og áhugamennsku í leiklist. Eins og kemur fram í spjalli við Dag Gunnarsson snerist það alveg við hjá honum og er hann í aðalhlutverki í myndinni Jude. Meira
26. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 409 orð

Ævisaga umdeilds kvikmyndaframleiðanda

KVIKMYNDIN "Deep Throat" gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd í júní árið 1972 og halaði inn milljónir dollara fyrir framleiðanda myndarinnar, Lou Peraino. Það gerðist þrátt fyrir að Víetnam-stríðið væri í algleymingi og Richard Nixon væri að reyna að hylma yfir Watergate-málið. Meira

Umræðan

26. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 450 orð

50 ár frá sigurför ÍR- inga til Norðurlanda

UM ÞESSAR mundir eru liðin 50 ár síðan 12 frjálsíþróttamenn úr ÍR héldu í keppnisför til Noregs og Svíþjóðar ásamt þriggja manna fararstjórn. Flestir íþróttamannanna kepptu á mörgum mótum í báðum löndunum og mjög góður árangur náðist. Fyrsta mótið var Bislet-leikarnir í Ósló. Þar sló Óskar Jónsson millivegalengdahlaupari í gegn í 1.500 m hlaupi. Meira
26. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 426 orð

Áskorun til borgarráðs og gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar

ÉG skora á alla þá sem ráða yfir strætisvagnaleiðum Reykjavíkurborgar að breyta nú þegar aftur í það horf sem síðast var notað um Bólstaðarhlíð með skýli við Bólstaðarhlíð 45. Til að fyrirbyggja hraðakstur um götuna mætti setja hraðaksturshindrun á takmörkuðum stöðum. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1023 orð

Breyttir útfararsiðir

ÞAÐ hefur tæpast farið fram hjá þeim sem eru komnir til vits og ára, að ýmsir siðir tengdir jarðarförum, hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Sumar þessar breytingar hafa átt sér stað hraðar en aðrar og nýir siðir nánast orðið til á nokkrum mánuðum, t.d. sú venja að birta mynd af þeim látna í andláts- eða jarðarfararauglýsingu í dagblöðum. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1042 orð

Draumórar og hugsjónir

TVEIR blaðamenn á Morgunblaðinu hafa lagt upp í rannsóknarleiðangur til að skyggnast um í þeim viðskiptaheimi, sem svokölluð vinstri blöð í fjölmiðlaheiminum virðast vera í. Minnir þetta einna helst á greinar Agnesar Bragadóttur, þegar hún var að fjalla um Sambandið forðum. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1008 orð

Eignarréttur í sjávarútvegi

SPURNINGIN um veiðileyfagjald er í eðli sínu hagrænt vandamál. Tvennt er mikilvægt þegar leysa skal slík vandamál, annars vegar hagkvæmni og hins vegar skipting arðs. Ef við fjöllum fyrst um hagvæmni er þar átt við hámörkun arðs af einhverjum ákveðnum verðmætum: í þessu tilfelli fiskistofnunum við Ísland. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 924 orð

Ég hef augu mín til fjallanna

ÉG HEF augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Við erum svo blessaðir Íslendingar að búa í hreinu og fögru landi, þar sem mengun er í lágmarki og landslag svo stórbrotið að fegurð þess er engu lík. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1731 orð

Íslensk mannvirki mis-trygg í jarðskjálftum

VIÐ BÚUM hér á iðandi jarðskorpu eins og daglegar fréttir af jarðskjálftum sunnan lands og norðan gefa til kynna. Skjálftavirkni hefur ekki verið okkur sérstakt áhyggjuefni, fremur en aðrar hættur fyrr en við stöndum andspænis þeim. Æfing í björgun fólks úr húsarústum var áminning um að jarðskjálftar gera ekki boð á undan sér. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 594 orð

Markhópar með kaupgetu

ÞAÐ er vart minni skjálftavirkni í ferðamannageiranum þessa dagana en á sjálfu Hengilssvæðinu. Nýjustu tölur opinbera að færri erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí á þessu ári og á sama tíma í fyrra. Reyndar fór að nötra löngu áður en þessar tölur komu fram í dagsljósið og margt ágætt fólk kom auga á vandamálið fyrir nokkru. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1380 orð

Sandur og lífríki Laxár

Í LAXÁ í Þingeyjarsýslu eru þrjár rennslisvirkjanir í þrengslum árinnar við Brúar. Fyrsta virkjunin var byggð 1939, önnur 1953 og sú þriðja 1973. Alls munu þessar virkjanir geta framleitt um 22 MW. Á árunum kringum 1970 stóð til að byggja fleiri virkjanir í Laxá og mynda uppistöðulón sem sökkva myndi hluta af Laxárdal. Þá voru byggðar stíflur til að miðla vatnsrennsli úr Mývatni. Meira
26. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1253 orð

Varað við íslenskum rithöfundi

FYRIR réttu ári átti ég fund í Reykjavík með Greg Gatenby, listrænum stjórnanda Harbour Front Reading Series, í Toronto í Kanada þar sem margir af helstu rithöfundum heims hafa látið ljós sitt skína. Erindi hans hingað til lands var að fá upplýsingar um íslenska höfunda í því skyni að bjóða þeim að lesa úr verkum sínum vestra. Meira

Minningargreinar

26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 200 orð

Alexander L. Goodall

Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Þá er lokið löngu veikindastríði þínu og minningarnar í þau 39 ár, sem samfylgd okkar stóð, líða hjá. Minning um heiðvirðan og ljúfan eiginmann og föður, sem var og góður félagi. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Alexander L. Goodall

Í 60 ára sögu eins fyrirtækis hafa margir starfsmenn komið og farið. Við andlátsfrétt Alexander L. Goodall rifjast upp mörg minningabrot um Alexander og marga fleiri ágæta starfsmenn sem nú eru látnir. Alexander hóf störf hjá H/F Ofnasmiðjunni um áramótin 1963­64 og vann til loka ársins 1993, en þá lét hann af störfum af heilsufarsástæðum. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 151 orð

Alexander L. Goodall

Um líf bað hann þig, það veittir þú honum fjöld lífdaga um aldur og ævi. (Sálm. 21-5.) Kæri pabbi, að kveðja þig er erfitt, erfitt að vita hvar maður á að byrja því það er svo margt, sem maður gæti skrifað um og minnst þín á marga vegu. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 194 orð

Alexander L. Goodall

Hin langa þraut er liðin, nú loks hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Pabbi minn er farinn yfir móðuna miklu. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér öll þessi ár, sem ég vildi að hefðu orðið fleiri. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 141 orð

ALEXANDER L. GOODALL

ALEXANDER L. GOODALL Alexander Littlejohn Goodall fæddist í Dysart, Fife, í Skotlandi 22. mars 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru James Goodall, námaverkamaður, f. 24. apríl 1901, d. 7. desember 1962, og Jessie Goodall, húsmóðir, f. 11. júní 1906, d. 22. ágúst 1966. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 114 orð

Alexander L. Goodall Góður vinur er genginn, hann laut í lægra haldi fyrir krabbameini, sem hann hefur barist við í nokkur ár.

Góður vinur er genginn, hann laut í lægra haldi fyrir krabbameini, sem hann hefur barist við í nokkur ár. Í tæp 40 ár hafa leiðir okkar legið saman, að undanskildum nokkrum árum, sem þau hjón Martha og Alex bjuggu í Skotlandi. Alex kom ungur maður til Íslands, og hafði unun af að ferðast um landið. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 683 orð

Alfreð Guðnason

Forystumaður eskfirzkrar alþýðu um áraraðir er af heimi horfinn, enda hár orðinn aldur hans. Alfreð Guðnason er allur. Ég finn það sem mína ljúfustu skyldu að mega kveðja hann fáum fátæklegum orðum með hugheilli þökk fyrir kær kynni og í hvívetna lærdómsrík. Alfreð var sérstakur persónuleiki, heill og traustur í hverri gerð og einkar gott að eiga með honum samleið um árin mörg. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 454 orð

Alfreð Guðnason

Alfreð Guðnason er fallinn frá 82 ára að aldri. Með honum er horfinn af vettvangi einn af fremstu baráttumönnum austfirskrar verkalýðshreyfingar og traustur liðsmaður í röðum sósíalista á Austurlandi. Alfreð ólst upp við kröpp kjör kreppuáranna, missti föður sinn, Guðna Jónsson, um fermingaraldur og ólst upp hjá móður sinni, Nathelie Krogh, sem var frá Þórshöfn í Færeyjum. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ALFREÐ GUÐNASON

ALFREÐ GUÐNASON Nils Alfreð Guðnason var fæddur í Finnshúsi, Eskifirði, 20. maí 1915. Hann lést 8. ágúst síðastliðinn á Eskifirði og fór útför hans fram frá Eskifjarðarkirkju 16. ágúst. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 307 orð

Halldóra Kristín Eyjólfsdóttir

Nú er hún langamma okkar dáin og sjáum við hana aldrei aftur. Hún amma, eins og við kölluðum hana alltaf, var alltaf svo blíð og góð við okkur systkinin þegar við komum til hennar, henni fannst hún alltaf þurfa að gefa okkur eitthvað, nýbakaðar kleinur eða smánammi. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 350 orð

Halldóra Kristín Eyjólfsdóttir

Elsku amma. Takk fyrir allt og allt. Þú varst mikil "amma", alveg stórkostleg kona, full af fróðleik og kímni. Við systur teljum okkur heppnar að hafa fengið að kynnast þér og umgangast þig og munum við búa að því alla okkar ævi. Það var svo gott að koma og sitja í eldhúsinu hjá þér, fá kaffi, kleinur og "ömmubrauð" og spjalla saman um lífsins heima og geima. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Halldóra Kristín Eyjólfsdóttir

Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftanrjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er, ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 279 orð

HALLDÓRA KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR

HALLDÓRA KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR Halldóra Kristín Eyjólfsdóttir fæddist á Skeggjastöðum á Jökuldal í Norður- Múlasýslu 14. október 1902. Hún lést á Landspítalanum 14. ágúst síðastliðinn. Faðir hennar var Eyjólfur Einarsson frá Hamri í Hamarsfirði. Móðir hennar hét Guðrún Jónsdóttir og var ættuð frá Hellulandi í Suðursveit. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 314 orð

Halldóra Kristjana Eyjólfsdóttir

Það var að kvöldi 13. ágúst að mamma hringdi í mig og sagði mér að amma væri mjög veik og væri á spítala, ennfremur að sennilega myndi hún ekki lifa af nóttina. Þetta kom sem högg á mig, en samt ekki því amma var búin að vera lengi veik þó hún kvartaði aldrei. Hún var ekki svoleiðis hún amma mín. Ég elskaði þessa litlu gömlu konu af öllu hjarta og grét án afláts með símann við hliðina á mér. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 315 orð

Hansína Lovísa Jónsdóttir

Elsku Hansína. Það er af svo mörgu að taka, elsku frænka. Ég hugsa til þín og minnist konunnar sem endalaust hafði tíma fyrir mig. Hlustaði á mig, lék við mig og sagði sögur. Ég var alltaf velkomin til þín og Jóhanns í styttri eða lengri tíma. Þá var oft mikið brallað og að þið skylduð ekki verða þreytt á mér, barninu með endalausu uppátækin. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 699 orð

Hansína Lovísa Jónsdóttir

Þegar góður vinur fellur frá verða tímamót. Í skyndingu inniheldur lífið ekki alla þá sem það var vant og minningarnar sækja sterkt að. Ýmislegt er gert upp í huganum. Oft er komist að niðurstöðu um lærdóma lífsins. Í dag kveðjum við Hansínu Jónsdóttur frá Teigarhorni við Berufjörð sem veitti okkur svo ríkulega síðustu æviár sín. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 117 orð

HANSÍNA LOVÍSA JÓNSDÓTTIR

HANSÍNA LOVÍSA JÓNSDÓTTIR Hansína Lovísa Jónsdóttir, saumakona frá Teigarhorni, til heimilis á Skúlagötu 40 í Reykjavík fæddist 27. júní 1914. Hún lést 17. ágúst síðastliðinn á Borgarspítalanum. Foreldrar hennar voru hjónin Hansína R. Björnsdóttir, f. 6. júní 1884, d. 1973, og Jón K. Lúðvígsson, f. 20. nóvember 1883, d. 1957. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Páll Einar Sigurðsson

Ég kveð í dag góðvin minn, Pál Sigurðsson. Í bókakreðsum var hann gjarnan kallaður "Palli book" enda mikill bókamaður alla tíð. Við kynntumst í Bókavörðunni, þar sem ég starfa og við skröfuðum margt saman. Meðal annars tókum við okkur til stundum og dæmdum það sem efst var á baugi í þjóðfélagsumræðunni. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Svavar Árnason

Elsku Svavar minn, ég er ekki enn farinn að skilja það að ég komi aldrei til með að sjá þig aftur, við sem erum búnir að þekkjast alla okkar ævi. Mamma og pabbi segja mér að þú sért kominn upp til Guðs og sért orðinn fallegur engill. Ég heyri hvað þau segja en ég skil ekki hvað orðin þýða. Meira
26. ágúst 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SVAVAR ÁRNASON

SVAVAR ÁRNASON Svavar Árnason fæddist í Reykjavík 5. september 1991. Hann lést af slysförum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. ágúst. Meira

Viðskipti

26. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Deilt um aldamótabyggingu

ÞÝSKA fyrirtækið Koch Hightex hótaði í gær að stefna bresku stjórninni fyrir dóm féllist hún ekki á að borga fyrirtækinu viðunandi bætur fyrir að falla frá samningi við það um að byggja risastóra hvolfbyggingu í London, sem tileinkuð verður upphafi nýrrar aldar. Í stað þess að taka lægsta tilboði ákvað stjórn Verkamannaflokksins að fela japönsku verktakafyrirtæki verkið. Meira
26. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 228 orð

ÐEvrópskir markaðir hikandi þrátt fyrir hækkanir vestra

GENGI hlutabréfa á evrópskum mörkuðum breyttist lítið í gær þrátt fyrir lítils háttar hækkanir í Wall street. Virtust fjárfestar telja að nú sæi fyrir endann á þeim miklu hækkunum sem átt hefðu sér stað á Dow Jones hlutabréfavísitölunni og væru miklar sveiflur hennar á undangengnum dögum til marks um það. Meira
26. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 376 orð

Fast mánaðargjald boðið óháð notkun

PÓSTUR og sími hf. býður nú þeim heimilum, sem tengjast alnetsþjónustu fyrirtækisins, fast mánaðargjald óháð notkun með tengingu í gegnum samnet símans (ISDN). Framkvæmdastjóri alnetsfyrirtækisins Islandia Internet hf. telur verðlagningu Pósts og síma hf. vera háa miðað við hve lítil þjónusta sé veitt á móti. Meira
26. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 309 orð

Hyggst bjóða út skuldabréf fyrir 1 milljarð

LANDSVIRKJUN hefur leitað eftir tilboðum í sölu á skuldabréfaútboði fyrirtækisins að fjárhæð 1 milljarður króna. Um er að ræða verðtryggð skuldabréf til 15 ára, svokölluð kúlubréf, sem greiðast upp með einni greiðslu í lok lánstíma. Að sögn Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, er tilgangur þessa skuldabréfaútboðs tvíþættur. Meira
26. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Miklar sveiflur vegna afkomufrétta

HLUTABRÉFAMARKAÐUR hélt uppteknum hætti í gær og urðu miklar sveiflur á gengi hlutabréfa í þeim fyrirtækjum sem birtu tölur um afkomu sína fyrir helgina. Gengi hlutabréfa í Pharmaco festi sig í sessi á genginu 28, sem samsvarar rösklega 22% hækkun frá því fyrirtækið birti afkomutölur sínar. Meira
26. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 564 orð

Olía verði látin flæða um heimsmarkaðinn

SAUDI-arabískur auðjöfur og sonur fyrrverandi olíuráðherra landsins hvetur til þess að Saudi-Arabía eigi að láta olíu sína flæða yfir heimsmarkaðinn og ná þannig aukinni hlutdeild í markaðinum og meiri áhrifum á verðlagningu olíu. Stangast það á við stefnu stjórnvalda svo og markmið samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC). Meira
26. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 369 orð

Tap nam 9 milljónum

AFKOMA Sæplasts hf. á Dalvík versnaði nokkuð á fyrstu sex mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Tæplega 9 milljóna króna tap varð á rekstri félagsins nú samanborið við rúmlega 12 milljóna króna hagnað á fyrri árshelmingi síðasta árs. Þá minnkuðu rekstrartekjur félagsins um rúm 12% á milli ára en skammtímaskuldir jukust um 41 milljón króna eða tæp 44%. Meira

Daglegt líf

26. ágúst 1997 | Neytendur | 874 orð

Bakpokar bestir ef þeir eru hannaðir fyrir börn Skólarnir byrja í næstu viku og Guðbjörg R. Guðmundsdóttirkomst að því að það er

"ÞAÐ er allt of algengt að börn og unglingar séu með álagseinkenni, og kvarti um verki í baki, höfði, hnjám eða öxlum," segir Ágústa Guðmarsdóttir sjúkraþjálfari. "Mikið álag í íþróttum og ónógar teygjur í lok æfinga, mikil tölvunotkun og slæmar vanastöður eru dæmi um orsakir fyrir álagseinkennum. Meira

Fastir þættir

26. ágúst 1997 | Dagbók | 3011 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 100 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 27.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 27. ágúst, verður sjötug Jarþrúður Pétursdóttir, (Jara), Ljósheimum 8, Reykjavík.Hún tekur á móti gestum í Árskógum 6, eftir kl. 17 á morgun, afmælisdaginn. Jarþrúður frábiður sér allar gjafir en vonast til að sjá sem flesta. ÁRA afmæli. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní í Árbæjarsafnskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Steina Rósa Björgvinsdóttir og Jón Örn Sigurðsson. Heimili þeirra er á Miklubraut 82, Reykjavík. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Sirrý Hrönn Haraldsdóttir og Ásgrímur Helgi Einarsson.Heimili þeirra er í Engjaseli 86, Reykjavík. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Víðistaðakirkju af sr. Sigfinni Þorleifssyni Anna Sigríður Arnardóttir og Arnar Karlsson. Heimili þeirra er á Breiðvangi 14, Hafnarfirði. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí í Laugarneskirkju af sr. Ólafi Jóhannssyni Þórunn Steindórsdóttirog Sveinbjörn Sigurður Hilmarsson. Heimili þeirra er á Laugateigi 29, Reykjavík. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Háteigskirkju af sr. Guðmundi Karli Ágústssyni Ólöf Hafdís Guðlaugsdóttir og Jakob Ingi Sturlaugsson. Heimili þeirra er í Suðurhólum 8, Reykjavík. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní í Garðakirkju af sr. Bjarna Þór Bjarnasyni Halla Kjartansdóttir ogBjörn Svanur Víðisson. Heimili þeirra er í Stararima 6, Reykjavík. Meira
26. ágúst 1997 | Dagbók | 434 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 370 orð

íðastliðinn föstudag var frá því skýrt hér í blaðinu, að f

íðastliðinn föstudag var frá því skýrt hér í blaðinu, að framkvæmdastjóri Philip Morris, tóbaksfyrirtækisins, hefði sagt að það "gæti verið", að 100 þúsund manns dæju á ári af völdum reykinga. Þessi sami maður bætti því við, að ef sannað yrði að vindlingar valdi krabbameini mundi hann stöðva framleiðslu fyrirtækisins a.m.k. tímabundið. Meira
26. ágúst 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Liljur

LILJUR eru upprunnar á norðurhveli jarðar. Af þeim finnast 80 ­ 100 tegundir og fjölmörg afbrigði eða blendingar. Flestar eiga heimkynni sín í Asíu eða Norður- Ameríku, en nokkrar vaxa villtar í Evrópu. Liljur hafa verið ræktaðar í árþúsundir eins og t.d. madonnuliljan ­ Lil. candidum. Hún finnst á grískum listaverkum frá því meira en 1000 f. Kr. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 174 orð

Lipur vagnstjóri MIG langar að þakka vagnstjóranum

MIG langar að þakka vagnstjóranum á leið 2 hjá Strætisvögnum Reykjavíkur fyrir einstaklega lipurt og þægilegt viðmót. Ég spurði hann að nafni og kvaðst hann heita Wardum. Hann býður alltaf góðan daginn og sýnir mikla tillitssemi. Hafi hann þökk fyrir. Meira
26. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1479 orð

Síðsumargalsi á Suðurlandsmóti

SÍÐSUMARGALSI er nú kominn í keppnismenn og nú eins og undanfarin ár virðist mikill áhugi fyrir íþróttamótum í endann á keppnistímabilinu. Mikil skráning var á Suðurlandsmótið sem var haldið um helgina á Gaddstaðaflötum við Hellu. Jafnframt voru kynbótahross dæmd í vikunni, yfirlitssýning á föstudag og verðlaun afhent á laugardag. Meira
26. ágúst 1997 | Í dag | 51 orð

TUTTUGU og þriggja

TUTTUGU og þriggja ára ítalskur karlmaður sem getur ekki áhugamála: Edoardo Maugeri, Via Rosso di S. Secondo 2, 35020 Cannizzaro (CT), Italia. ÞÝSKUR frímerkjasafnari óskar eftir bréfaskiptum við íslenska frímerkjasafnara með skiptum á þýskum og íslenskum merkjum í huga. Meira

Íþróttir

26. ágúst 1997 | Íþróttir | 461 orð

200 m flugsund karla:

EM í Sevilla 200 m flugsund karla: 1. Frank Esposito (Frakklandi)1.57,24 2. Denis Silabtiev (Rússl.)1.58,48 3. Stephen Parry (Bretlandi)1.58,78 4. Chris-carol Bremer (Þýskal.)1.58,86 5. Vesa Hanski (Finnlandi)1.59,32 6. Massimiliano Eroli (Ítalíu)1.59,81 7. Alexander Gorguraki (Rússl.)2.00,18 8. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA HK 15 11 1 3 41 25 34SELFOSS 15 10 3 2 36 26 33KVA 15 10 2 3 42 27 32VÍÐIR 15 9 2 4 38 25 29LEIKNIR 15 6 4 5 34 18 22VÖLSUNGUR 15 6 2 7 2 Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 86 orð

2. deild karla HK - Fjölnir6:2 Jón Stefánsson 4, Steindór Elísson, Ívar Jónsson - Kristinn Kærnested, Þorvaldur Logason. Leiknir

2. deild karla HK - Fjölnir6:2 Jón Stefánsson 4, Steindór Elísson, Ívar Jónsson - Kristinn Kærnested, Þorvaldur Logason. Leiknir - Ægir5:0 Axel Ingvarsson 2, Óskar Alfreðsson 2, Heiðar Ómarsson. Þróttur N. - KVA1:4 Sjálfsmark - Róbert Haraldsson, Stefán Gíslason, Hilmir Ásbjörnsson, Daníel Borgþórsson. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 46 orð

Afmælismót ÍR Haukar - FH29:21 ÍR - Valur23:28 Fra

Afmælismót ÍR Haukar - FH29:21 ÍR - Valur23:28 Fram - FH27:20 Haukar - Valur25:29 ÍR - FH28:34 Valur - Fram20:20 ÍR - Haukar27:35 Fram sigraði í mótinu, hlaut 7 stig, Valur fékk 5 stig, Haukar 4 stig, FH 4 stig og ÍR rak lestina með ekkert stig. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 519 orð

Aftur var það Erla

ERLA Hendriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, kann greinilega vel við sig á Laugardalsvellinum í úrslitaleik bikarkeppninnar. Í fyrra skoraði hún öll þrjú mörk Breiðabliks og á laugardaginn skoraði hún sigurmarkið í 2:1 sigri Kópavogsstúlkna á Val. Þar að auki tók hún hornspyrnuna sem fyrra mark bikarmeistaranna var skorað upp úr að þessu sinni. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 233 orð

Aldrei betri móttökur KR-ingar k

KR-ingar komu til Krítar skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld og fengu óvæntar móttökur. Fjöldi sjónvarpsmanna og blaðamanna var á flugvellinum en þegar hópurinn kom út úr flugstöðinni beindist athygli fjölmiðlamanna að tveimur stuðningsmönnum Vesturbæjarliðsins, Daníel Guðlaugssyni og Höskuldi Höskuldssyni sem komu fyrr um daginn við þriðja mann með leiguflugi frá Kaupmannahöfn. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 94 orð

Á 3. mínútu gaf Ívar Bjarklind góða sendingu fyrir mark Skal

Á 3. mínútu gaf Ívar Bjarklind góða sendingu fyrir mark Skallagríms frá hægri. Steingrímur Jóhannesson beið við nærstöng og skallaði knöttinn aftur fyrir sig á Tryggva Guðmundsson, sem skoraði örugglega með hægri fæti. Á 80. mínútu tók Guðni Rúnar Helgason góðan sprett upp hægri kantinn og sendi síðan fyrir markið. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 81 orð

Á 41. mínútu fékk Leiftur hornspyrnu sem Ragnar Gísla

Á 41. mínútu fékk Leiftur hornspyrnu sem Ragnar Gíslason tók. Hann sendi stutta sendingu á Lasorik sem sendi knöttinn strax aftur á Ragnar sem þrumaði á markið af hægri kantinum út við hornfánann. Knötturinn smaug framhjá mörgum leikmanna KR áður en hann hafnaði í horninu fjær. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 145 orð

Á 42. mínútu gaf Kári Steinn Reynisson góða sendingu út á hæ

Á 42. mínútu gaf Kári Steinn Reynisson góða sendingu út á hægri kantinn á Ólaf Þórðarson. Ólafur sendi á Pálma Haraldsson, sem stóð einn og óvaldaður inni í vítateig Grindvíkinga, Pálmi renndi knettinum út á Alexander Högnason og Alexander skoraði með hægri fæti í vinstra hornið. Á 64. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 213 orð

Á 5. mínútu náði Mihajlo Bibercic knett

Á 5. mínútu náði Mihajlo Bibercic knettinum við vítateig Framara eftir klaufaleg mistök Jóns Sveinssonar. Bibercic lék inn í vítateiginn og skaut að marki. Ólafur Pétursson varði en náði ekki að halda knettinum og Bibercic fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu hægri fótar skoti yfir Ólaf. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 153 orð

Ánægður með að vera með

ÓLAFUR Gottskálksson stóð í marki Hibernian á laugardaginn þegar liðið vann Kilmarnock 4:0 í skosku deildinni. "Þetta var frekar náðugur dagur hjá mér, en þó þurfti ég að sækja þrjár eða fjórar fyrirgjafir út í teig. Ég er ánægðastur með að fá að vera með því ég missti af bikarleik um daginn vegna landsleiksins," sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 160 orð

Bjórinn var of dýr TOBY Tanser, sigurvega

TOBY Tanser, sigurvegarinn í maraþoni karla, átti íslenska ömmu, Sigríði Ásgeirsdóttur, en hún giftist Bretanum Arnold Taylor. Tanser hefur sökum þess dvalið á Íslandi um skeið, en hann tók fyrst þátt í Reykjavíkur maraþoni árið 1990. "Þá skoraði ég á frænda minn [Kristin Rafnsson] í skemmtiskokk. Sá sem beið lægri hlut átti að bjóða hinum upp á bjórkollu. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 53 orð

Blackburn - Sheffield Wed.7:2

Blackburn - Sheffield Wed.7:2 Gallacher (3., 7.), Hyde (10., sjálfsmark), Wilcox (20.) Sutton (24., 73), Bohinen (53.) - Benito Carbone (8., 47.)- 19.618. Rautt spjald: Carbone (SW) (60.). Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 914 orð

Breiðablik - Valur2:1 Laugardalsvöllur, úrslitaleikur í Coca

Laugardalsvöllur, úrslitaleikur í Coca Cola bikarkeppni kvenna, laugardaginn 23. ágúst 1997. Aðstæður: Hægur vindur, hálfskýjað og 8 gráðu hiti. Völlurinn mjög góður. Mörk Breiðabliks: Kristrún Daðadóttir (39.), Erla Hendriksdóttir (85.). Mark Vals: Ásgerður Ingibergsdóttir (52.). Gult spjald: Engin. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 576 orð

Dekkjaval Schumachers réð úrslitum

Michael Schumacher trúði vart sjálfur að hann hefði sigrað í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps er hann gekk upp á sigurpallinn. Heppnin hafði verið með honum enn einu sinni og rétt dekkjaval Ferrari-liðsins réð úrslitum. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 376 orð

Dökkt útlit í Borgarnesi

EYJAMENN tróna enn á toppi Sjóvár-Almennra deildarinnar í knattspyrnu eftir að þeir sigruðu Skallagrím, 3:0, í fremur bragðdaufum leik í Borgarnesi á laugardag. Eyjamenn þurftu þó að hafa heldur meira fyrir sigrinum en tölurnar gefa til kynna og greinilegt er að Borgnesingar ætla ekki að láta sæti sitt í úrvalsdeildinni af hendi baráttulaust. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 158 orð

Enginn hvati til afreka

Þetta var í raun engin keppni," sagði Hugh Jones, sigurvegarinn í fyrra og ársins þar á undan, þegar nokkuð slakur sigurtími í maraþoni karla kom til tals. "Við hlupum saman, ég og Toby, en vorum ekki á fullum hraða. Ég vissi ekki að Toby yrði sterkari en ég á lokasprettinum," sagði hann. "Það eru engin peningaverðlaun veitt fyrir sigur hér og því er enginn hvati til afreka. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 902 orð

England

Blackburn - Liverpool1:1 Dahlin (84.) - Owen (52.). - 30.187. Coventry - Bolton2:2 Telfer (9.), Huckerby (20.) - Blake (69.), (76.). - 16.633. Everton - West Ham2:1 Speed (67.), Stuart (83.) - Watson (23. sjálfsmark). Leeds - Crystal Palace0:2 Warhurst (22.), Lombardo (51.). - 29.076. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 215 orð

Enn skor ar Helgi

HELGI Sigurðsson skoraði um helgina enn eitt sigurmarkið fyrir Stabæk í norsku 1. deildinni í knattspyrnu og í þetta skiptið í 2:1 sigri liðsins á Viking. Með sigrinum skaust Stabæk upp í 2. sæti deildarinnar en er þó enn átta stigum á eftir efsta liðinu, Rosenborg. Helgi hefur staðið sig vel með liðinu og segist vera mjög ánægður með dvöl sína í Noregi. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 407 orð

Enn tapar Stjarnan

Róður Stjörnumanna fyrir sæti sínu í efstu deild þyngist stöðugt. Á laugardaginn unnu Framarar sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 2:3. Leikurinn var frekar jafn og hefði Stjarnan með smá heppni getað innbyrt sinn fyrsta sigur í sumar ­ en sem fyrr eru lukkudísirnar ekki á bandi Garðbæinga. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 572 orð

Er EyjamaðurinnSIGURVIN ÓLAFSSONaftur á leið í atvinnumennsku?Ég bíð eftir góðu tilboði

NOKKRIR ungir leikmenn hafa sett svip sinn á knattspyrnuna í sumar. Einn þeirra er Sigurvin Ólafsson, sem hefur blómstrað í liði Eyjamanna, verið drifkraftur í ungmennalandsliðinu og lék fyrsta a-landsleik sinn fyrir skömmu. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 146 orð

Erla Hendriksdóttir tók hornspyrnu frá hægri á 39. mín. og s

Erla Hendriksdóttir tók hornspyrnu frá hægri á 39. mín. og sendi boltann inn á nærstöng Valsmarksins þar sem Ragnheiður Jónsdóttir markvörður gerði tilraun til að slá knöttinn frá marki. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 507 orð

Erum fullir sjálfstrausts

KR mætir gríska liðinu OFI á Krít í kvöld og er um seinni viðureign liðanna að ræða í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, en þau gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli fyrir hálfum mánuði. Gífurlegur áhugi er fyrir leiknum á Krít og eru heimamenn sannfærðir um sigur sinna manna en Haraldur Haraldsso, þjálfari KR, er á öðru máli. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 96 orð

Fáir fengu vegabréfsáritun

FORRÁÐAMENN rúmenska liðsins Steaua Búkarest eru mjög óhressir þessa dagana því konur leikmanna liðsins og blaðamenn fengu ekki vegabréfsáritun til að fylgja liðinu til Frakklands þar sem það mætir PSG annað kvöld. "Frakkarnir eru að reyna einhver sálfræðibrögð til að freista þess að komast áfram í keppninni," sagði talsmaður Steaua í gær. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 196 orð

Fjórir Íslendingar léku með Wuppertal

Íslendingar léku stór hlutverk með Wuppertalliðinu á sex liða móti í Wuppertal um helgina. Undir stjórn þjálfarans Viggós Sigurðssonar léku fjórir íslenskir leikmenn með liðinu ­ fyrirliði liðsins, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Geir Sveinsson og Þröstur Helgason, leikmaður úr Víkingi, sem leikur með varaliði Wuppertal í 3. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 191 orð

Getum borið höfuðið hátt

Eftir að það hafði verið nokkur streita í okkur í fyrri hálfleik tókst okkur betur til í þeim síðari," sagði Ragnhildur Skúladóttir, þjálfari Vals, í leikslok. "Ég er með óreynt lið eins og oft hefur komið fram og í hálfleik sögðu þær við mig að taugarnar væru þandar til hins ýtrasta. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 112 orð

Gitte fékk engan borða

MARGIR sem fylgdust með fyrstu mönnum í hálfu maraþoni koma í mark voru undrandi á uppátæki Sigurðar Péturs Sigmundssonar, sem varð þriðji og fyrstur Íslendinganna. Hann fór framúr hinni dönsku Gitte Karlshöj á síðustu metrunum og felldi borðann, sem starfsmenn höfðu strengt við endamarkið til heiðurs þeirri dönsku. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 626 orð

Glæsileg byrjun hjá Vialli ­ skoraði fjögur

GIANLUCA Vialli gerði sér lítið fyrir og gerði fjögur mörk er Chelsea sigraði Barnsley 6:0 á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni. Vialli þakkaði traustið sem Ruud Gullit sýndi honum með því að hafa hann í byrjunarliðinu og gerði fjögur mörk. Þar með skaust hann í efsta sætið yfir markaskorara í ensku deildinni. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 183 orð

Goldin ekki til KA?

ÞAÐ getur farið svo að Hvít-Rússinn Vladimir Goldin komi ekki til KA. Goldin, sem var búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana, á eftir að gegna herþjónustu og fær líklega ekki að fara úr landi. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 211 orð

Gunnar Andrésson frá í átta vikur

Afturelding varð fyrir blóðtöku er liðið var í æfingabúðum og keppnisferð í Þýskalandi í sl. viku. Gunnar Andrésson, leikstjórnandi liðsins, annað hvort reif eða sleit nára vinstra megin. Verður frá nokkrar vikur, jafnvel mánuði, en það mun skýrast nánar eftir að niðurstaða er fengin úr myndatökum sem hann fór í hjá lækni í gær. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 468 orð

ÍA fylgir ÍBV eins og skugginn

SKAGAMENN fylgja fast á hæla ÍBV á toppi efstu deildar karla í knattspyrnu og á sunnudaginn lögðu Íslandsmeistararnir Grindvíkinga að velli, 4:0, í Grindavík. Eftir 1:1 jafntefli KR og Leifturs í Ólafsfirði á laugardag verður að telja líklegt að það verði einungis ÍBV og ÍA sem berjist um Íslandsmeistaratitilinn í ár, Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 33 orð

Í kvöld

Knattspyrna Stofndeildin: Akureyrarv.:ÍBA - Valur18.30 Ásvellir:Haukar - Breiðablik18.30 KR-völlur:KR - ÍA18.30 Stjörnuv.:Stjarnan - ÍBV18.30 Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | -1 orð

Jafnt hjá Leiftri og KR-ingum

LEIFTUR og KR skildu jöfn, 1:1, er liðin mættust í Ólafsfirði um helgina. Leikmenn beggja liða yfirgáfu völlinn, eflaust ósáttir að leikslokum, þar sem þessi úrslit gera vonir þeirra, um að blanda sér í toppbaráttuna, litlar. Með sigri hefði KR komist í þokkalega stöðu í toppbaráttunni en Leiftur átti ekki mikið meira en fræðilega möguleika á að blanda sér í baráttuna á toppnum fyrir leikinn. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 79 orð

Juventus heldur uppteknum hætti FILIPPO I

FILIPPO Inzaghi gerði tvö mörk í fyrsta leik sínum með Juventus, sem sigraði lið Vicenza 3:0 og varð þar með meistari meistaranna á Ítalíu á laugardag. Antonio Conte gerði þriðja markið. Vicenza hefði getað komist yfir í fyrri hálfleik með eilítilli heppni, en Pasquale Luiso, hinn nýi framherji liðsins, gerði nokkrar árangurslausar tilraunir til að koma knettinum yfir marklínuna. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 457 orð

Kipketer slær ekki slöku við

Ekkert lát er á heimsmetaslætti í hlaupum á stigamótum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og nú síðast voru sett met í 800 m hlaupi karla og 3.000 m hindrunarhlaupi á móti í Köln á sunnudaginn. Þar með hafa verið sett 7 heimsmet í hlaupagreinum á aðeins 11 dögum. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 47 orð

KNATTSPYRNAGleðin skínBREIÐABLIK varð bikarmeist

KNATTSPYRNAGleðin skínBREIÐABLIK varð bikarmeistari kvenna á laugardaginn er liðið lagði Val, 2:1, í úrslitaleik.Gleðin skín úr hverju andliti Blika sem fagna marki Erlu en auk hennar eru á myndinni SaraHaraldsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Kristrún Daðadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 361 orð

Komust á skrið á ný Það er allt

Það er alltaf skemmtilegra að sigra þegar það þarf virkilega að hafa fyrir því eins og raun varð á nú," sagði Margrét Ólafsdóttir sem átti heiðurinn að sigurmarki Breiðabliks og var einn besti leikmaður liðsins í sigurleiknum. "Leikurinn nú var skemmtilegri en í fyrra fyrir vikið. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 396 orð

Kringlukast karla:

Stigamót IAAF í Köln Kringlukast karla: 1. Lars Riedel (Þýskal.)67,18 2. J¨urgen Schult (Þýskal.)66,24 3. John Godina (Bandar.)65,64 4. Virgilius Alekna (Litháen)65,04 400 m grindahlaup karla: 1. Bryan Bronson (Bandar.)47,94 2. Samuel Matete (Sambíu)47,99 3. Stephane Diagana (Frakkl.)48,19 4. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 243 orð

Landsmót unglinga Þau mistök urðu í vinnslu fimmtudagsblaðsins, að

Landsmót unglinga Þau mistök urðu í vinnslu fimmtudagsblaðsins, að birt var staðan í mótinu að tveimur hringjum loknum í stað lokastöðunnar eftir þrjá hringi. Hér að neðan eru rétt úrslit í mótinu, sem fram fór á Hellu 8. til 10. ágúst sl. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Strákar 16 til 18 ára: 1. Haraldur H. Heimisson, GR219 2. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 414 orð

Nýgræðingarnir hlutskarpastir

Fjórtánda Reykjavíkur maraþonið fór fram í glampandi sólskini á sunnudag. 3.057 manns sprettu úr spori úr rásmarkinu kl. 11 árdegis og jafnmargir komu í mark. Þátttakendur voru þó misþreyttir við komuna í markið. Nokkrir tóku tilkomumikinn endasprett, óspart hvattir af áhorfendum, en aðrir fóru sér hægar. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 255 orð

Nýliðarnir á toppnum

ÞEGAR fjórum umferðum er nú lokið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu tróna nýliðarnir í Kaiserslautern á toppnum með tíu stig. Kaiserslautern sigraði Schalke um helgina, 3:0, og voru það þeir Olaf Marshall, sem skoraði tvívegis, og Ciriaco Sforza sem tryggðu liðinu sigurinn. Kaiserslautern hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 400 orð

Páll bókar engan titil

HÖRKUTILÞRIF voru í bílkrossmóti á keppnisbrautinni við Krýsuvíkurveg á sunnudaginn þegar næstsíðasta mótinu sem gildir í Íslandsmótinu lauk. Ellert K. Alexandersson á Ford Mustang vann í flokki rallý- kross bíla, en Páll Pálsson vann enn einn sigurinn í flokki krónubíla. Ellert K. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 140 orð

Renndi blint í sjóinn

Ég átti von á að veðrið yrði mun verra, en mér skilst að það hafi verið óvenjugott núna," sagði Ruth Kingsborough, sem sigraði í maraþon-hlaupi kvenna. "Ég vissi í raun ekki hverju ég átti von á. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem hingað. Ég renndi algerlega beint í sjóinn hvað þetta hlaup varðar. Ég vissi ekki hvort ég myndi fá einhverja keppni, eða þá hversu mikla. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 3197 orð

Reykjavíkurmaraþon

Maraþon Konur 18 til 39 ára Ruth Kingsborough, GBR2,51,35 Anneli Söoergaards, SWE3,10,52 Sirpa A. Myllyperikö, SWE3,23,21 Hanna Lára Andrews, GBR3,46,31 Ólöf Þorsteinsdóttir, ÍS3,47,28 Vera Schippers, Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 215 orð

Sigurmarkið var sætt

"ÞETTA tók sinn tíma. Við fengum talsvert af færum í fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari, en Valsstúlkur náðu að jafna snemma í síðari hálfleik og eftir það varð leikurinn jafnari. Sigurmarkið í lokin var hins vegar virkilega sætt," sagði Sigurður Þorsteinsson, sem stýrði Breiðabliki í fyrsta sinn til sigurs í bikarkeppninni. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 809 orð

Sveitakeppni öldunga Haldin á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar u

Haldin á Jaðarsvelli Golfklúbbs Akureyrar um helgina. Karlar, A-sveitir: 1. GS501 2. GA503 3. Keilir508 4. Leynir513 5. GR515 6. Nesklúbburinn519 7. GKG545 8. GV563 Karlar, B-sveitir: Með forgjöf. 1. Keilir440 2. GA443 3. Kjölur444 4. GS451 5. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 89 orð

Svíþjóð AIK - Degerfors1:1 Elfsborg - Norrköping0:1

Svíþjóð AIK - Degerfors1:1 Elfsborg - Norrköping0:1 Helsingborg - Trelleborg1:1 Ljungskile - Vasterås2:2 Örebro - Gautaborg0:0 Örgryte - Malmö0:2 Öster - H Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 202 orð

SÆMUNDUR Sæmundsson

SÆMUNDUR Sæmundssonsem vann í flokki rallý-kross bíla í síðustu keppni varð að játa sig sigraðan. Toyota hans fór ekki lengra eftir að hjólabúnaður gaf sig í árekstri. GUÐNI Þorbjörnsson var líka óheppinn. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 445 orð

Valsmenn af hættusvæðinu

VALSMENN unnu geysilega mikilvægan sigur á Keflvíkingum að Hlíðarenda á sunnudag. Með sigrinum stigu Valsmenn stórt skref að því takmarki að halda sæti sínu í efstu deild en Keflvíkingar virðast hins vegar ætla að gefa eftir á lokasprettinum og eru komnir niður í fimmta sæti. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 188 orð

Vildi ekki hlaupa einn of lengi

Toby Tanser hafði aðeins einu sinni þreytt maraþon áður en hann lagði í hann á Lækjargötunni, en hann lagði áður stund á fimm þúsund metra hlaup. "Ég ákvað að leyfa Hugh [Jones] að gegna forystuhlutverkinu um hríð, því maður missir einbeitinguna við að hlaupa einn of lengi. Ég og Gitte [Karlshöj], sem sigraði í hálfu maraþoni kvenna, ákváðum að hlaupa saman á fyrri hlutanum. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 134 orð

Zoran Miljkovic, Gunnar Sigurðsson, ÍBV. Ólafur Þórð

Zoran Miljkovic, Gunnar Sigurðsson, ÍBV. Ólafur Þórðarson, Kári Steinn Reynisson, ÍA. Þorvaldur Jónsson, Slobodan Milisic, Júlíus Tryggvason, Ragnar Gíslason, Leiftri. Brynjar Gunnarsson, Hilmar Björnsson, Einar Þór Daníelsson, Andri Sigþórsson og Sigurður Örn Jónsson, KR. Stefán B. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 123 orð

Þegar Gunnar Oddsson átti gjörsamlega misheppnaða sendingu til

Þegar Gunnar Oddsson átti gjörsamlega misheppnaða sendingu til baka á 2. mínútu var Salih Heimir Porca fyrstur að átta sig. Hann lék boltanum inn í vítateiginn og skaut með hægri fæti í vinstra hornið og fór boltinn í stöngina og inn. Á 45. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 486 orð

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt marka Genk

ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt marka Genk í 4:2 sigri á Ekeren um helgina. Mark Þórðar kom á 72. mín., í stöðunni 2:2 og var því afar þýðingarmikið fyrir Genk. Þegar þremur umferðum er lokið í Belgíu er Genk á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Meira
26. ágúst 1997 | Íþróttir | 92 orð

Öruggur sigur Real Madrid

REAL Madrid hafði betur í síðari viðureign sinni við Barcelona í meistarakeppni meistaranna á Spáni á laugardag, 4:1. Fyrri leikurinn fór fram á Nou Camp í Barcelona á dögunum, en honum lauk með sigri Barcelona, 2:1. Spánverjinn Raul gerði tvö fyrstu mörk leiksins á laugardag, það fyrra á 42. mínútu en það síðara þegar fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Meira

Fasteignablað

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 44 orð

ÐVegir og gróðurfar Enginn hefur neitt á móti því

Enginn hefur neitt á móti því að vegir séu lagðir um landið, segir Hafsteinn Hafliðason í þættinum Gróður og garðar. En taka verður tillit til umhverfis vega og haga svo hnútum, að sem minnst röskun verði á eðlilegu gróðurfari meðfram þeim. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 42 orð

ÐViðgerðir í Vatnaskógi ÞEIR eru margir, sem dval

ÞEIR eru margir, sem dvalið hafa í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Í þættinum Smiðjan rekur Bjarni Ólafsson byggingarsögu gamla skálans og viðgerðir, sem fram fóru á honum í sumar. Sjálfur átti hann þátt í að smíða skálann í upphafi. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 228 orð

Einbýlishús í Vogum

TÖLUVERT er um að íbúar höfuðborgarsvæðisins setjist að í nágrannabyggðarlögum og hafa Vogar á Vatnsleysuströnd þótt heppilegur kostur í sumum tilvikum. Nú er þar til sölu hjá fasteignasölunni Laufási einbýlishúsið Nýibær eða Vogagerði 24. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 147 orð

Einbýlis við Kögursel

HJÁ fasteignasölunni Bifröst er til sölu 176 ferm. einbýlishús ásamt 23 fermetra bílskúr að Kögurseli 12 í Breiðholti. Húsið er reist 1988 og er hæð og ris ásamt efra risi. Á aðalhæð er forstofa, gestasnyrting, hol og stofur og stórt eldhús. Inn af eldhúsinu er þvottahús og búr. Á efri hæðinni eru fjögur rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 685 orð

Eru slysagildrur í orlofshúsum?

MARGIR eiga þess kost í dag að dvelja í sumarbústað á fögrum stað, helst með heitum potti og birkihríslum í nánd. Áður fyrr voru það ekki nema mektugir borgarar sem gátu veitt sér slíkan lúxus en á síðari árum hafa fleiri og fleiri félagasamtök komið sér upp bústöðum sem félagsmenn geta fengið í vikutíma eða svo gegn hóflegu gjaldi. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 211 orð

Fallegt hús við Viðarrima

HJÁ fasteignasölunni Borgum er til sölu sérlega fallegt hús við Viðarrima 42 í Reykjavík. Húsið er skemmtilega staðsett við opið svæði. Ekki þarf að fara yfir neinar götur til að komast í skóla, en hann er aðeins nokkur hundruð metra í burtu. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Fallegt veggteppi

VEGGTEPPI með skjaldarmerki er glæsilegt veggskraut. Að vísu eru ekki margar ættir á Íslandi sem geta státað af skjaldarmerki en kannski er eitthvað annað í ættarsögunni sem mætti minnast á sögulegan hátt. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 373 orð

Fermetraverð ódýrast í íbúðum frá áttunda áratugnum

ALDUR húsnæðis skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir verð þess og að jafnaði ætti það að vera ódýrara eftir því, sem það er eldra. Athygli vekur þó, að fermetraverð í íbúðum í fjölbýlishúsum í Reykjavík byggðum á árunum 1970-79 er að jafnaði lægst og lægra en í íbúðum, sem byggðar eru fyrr. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 189 orð

Góð húseign í Garðabæ

MARGIR hafa áhuga á eignum í Garðabæ. Eignamiðstöðin-Hátún hefur nú til sölu tveggja hæð húseign í Bæjargili 126. Þetta er steinhús, byggt 1986 og alls um 200 ferm. með 28 ferm. bílskúr. Þetta er mjög skemmtilegt hús og stofan er sérlega falleg," sagði Lárus H. Lárusson hjá Eignamiðstöðinni-Hátúni. Útgangur er úr stofu í garðskála og í stofunni er einnig fallega hlaðinn arinn. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 886 orð

Í Vatnaskógi

Það var sannarlega mikil hreyfing og athafnagleði sem við mér blasti þegar ég ók niður í Lindarrjóður í Vatnaskógi fyrir viku. Þar eru sumarbúðir KFUM. Glaðvær hróp og köll bárust frá drengjum sem voru á bátum á vatninu. Frá bátaskýlinu, þar sem þeir mega smíða, dundu hamarshögg og margvísleg smíðahljóð. Aðrir voru að vaða í vatninu og busla. Sumir voru úti á velli í knattspyrnu. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 856 orð

Lóðir fyrir herra- garða í boði á Akranesi

DEILISKIPULAG fyrir afar óvenjulegt hverfi er nú til kynningar hjá Akranesbæ. Hverfið nefnist Vogahverfi og verður fyrir austan bæinn, en lóðir þar verða 1 ha. það er 10.000 ferm. og því afar stórar miðað við venjulegar byggingarlóðir í íbúðarhverfum. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 470 orð

Meira byggt nú en áður á Akranesi

"Verð á fasteignum á Akranesi er eitthvað ódýrara en á höfuðborgarsvæðinu, en munurinn er minni en fólk heldur oft á tíðum. Hér er nóg framboð af sumum tegundum íbúðarhúsnæðis en lítið framboð af öðrum. Þannig er gott framboð af einbýlihúsum kringum 140 ferm. af stærð en minna úrval af góðum sérhæðum, blokkaríbúðum og litlum einbýlishúsum. Framboð á atvinnuhúsnæði er gott og enginn skortur á því. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 459 orð

Orlofsíbúðir við Höfðabakka

VAXANDI áhugi er nú á íbúðum í íbúðahótelum, en í þeim eru íbúðir, sem leigðar eru út til lengri eða skemmri tíma í senn. Nú hefur tveimur efri hæðunum í húsinu að Höfðabakka 1 í Reykjavík verið breytt í íbúðahótel með 18 íbúðum, en þær eru til sölu hjá Ásbyrgi og Eignamiðstöðinni-Hátúni. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 248 orð

Stórlóðir á Akranesi

Á Akranesi eru nú í boði 10.000 ferm. lóðir í svonefndu Vogahverfi. Þær eru því ólíkt stærri en gengur og gerist í íbúðarhverfum og gert ráð fyrir, að á þeim rísi íbúðarbyggð í tengslum við heimilisbúskap, smáiðnað, listiðnað og aðra starfsemi, sem hægt er að reka í tengslum við heimili, svo sem skógrækt og garðrækt. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 311 orð

Stór nýbygging fyrir- huguð við Laugaveg

ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar ný og stór hús eru byggð við Laugaveg. Á lóðinni að Laugavegi 53b er nú áformað að byggja verzlunar- og íbúðarhúsnæði, sem verður fjórar hæðir og ris fyrir utan kjallara. Alls verður húsið um 1.780 ferm. Það eru feðgarnir Jón Sigurjónsson gullsmiður og Hákon Jónsson, sem byggja húsið, en arkitekt er Örn Sigurðsson. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 24 orð

Tannburstahús

Tannburstahús ÞETTA litla tannburstahús úr keramík er að munstri til innblásið af því munstri sem vinsælt var í baðföt fólks á Viktoríutímanum. Óneitanlega góð hugmynd. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 278 orð

Tveir garðar fá viðurkenningu

VIÐURKENNINGAR fyrir fallega garða voru veittar fyrir skömmu á Þorlákshöfn. Sigurrós H. Ólafsdóttir og Bjarki Pálsson fengu viðurkenningu fyrir garðinn á Setbergi 33 og Bárður Brynjólfsson og Rósa Magnúsdóttir fengu viðurkenningu fyrir garðinn á Reykjabraut 17. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 815 orð

Vegagerð og val á grösum

ÞEGAR ekið er um þjóðvegi landsins fer ekki fram hjá neinum að Vegagerð ríkisins er einn áhrifamesti mótunaraðili landsásýndarinnar. Oftast tekst starfsmönnum hennar vel að ganga þannig frá vegum að þeir falla vel að landslagi og gróðurfari. En stundum er svo nærri landinu gengið að nánast er hægt að tala um náttúruspjöll. Meira
26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 14 orð

(fyrirsögn vantar)

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

26. ágúst 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

26. ágúst 1997 | Úr verinu | 77 orð

Bezta sumarið

SUMARIÐ hefur verið gjöfult handfærabátum frá Borgarfirði eystra. Baldur Guðlaugsson á Höllu NS er hér að landa afla dagsins, sem reyndar var óvenju rýr í þetta skiptið, aðeins 550 kíló enda kaldi á slóðinni. Baldur segir að annars sé þetta sumar það bezta í mörg ár og algengt hafi verið að einn maður hafi verið að draga upp í tonn á dag. Meira
26. ágúst 1997 | Úr verinu | 85 orð

Bræla á loðnunni

"ENN bræla og ekkert um að vera," stóð í síðasta skeyti, sem Freysteini Bjarnasyni, útgerðarstjóra Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, barst frá loðnuskipinu Beiti NK, sem enn er ásamt nokkrum loðnuskipum á miðunum þrátt fyrir brælu, sem hamlað hefur veiðum síðan fyrir helgi. Nokkur skip náðu að landa slöttum á laugardag, en síðan hefur veiðin nánast dottið niður. Meira
26. ágúst 1997 | Úr verinu | 498 orð

Dagrún ÍS landar 50 tonnum í Hull

"ÞAÐ er afskaplega fátæklegt að frétta úr Smugunni. Það er lítil veiði og skipin eru bara í einhverju skrapi. Þau eru að fá þetta þrjú til fjögur tonn yfir sólarhringinn og upp í sjö tonn þegar best lætur," sagði Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.