Greinar laugardaginn 25. október 1997

Forsíða

25. október 1997 | Forsíða | 147 orð

Danski Þjóðarflokkurinn þriðji stærstur

FYLGI hefur aukist mjög við Þjóðarflokkinn danska, sem er andvígur innflytjendum, og er hann nú orðinn þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í BT í gær. Fullyrt er að skoðanakönnun Gallup, sem birt verður á sunnudag, staðfesti þessa fylgisaukningu. Meira
25. október 1997 | Forsíða | 99 orð

Deila um óslegna lóð fyrir dóm

BANDARÍSK kona, sem hefur neitað að slá lóðina sína í fjögur ár, fer fyrir rétt í næstu viku til að freista þess að halda í burtu reiðum nágrönnum sem vilja slá blettinn. Konan segist ekki vera að rækta grasflöt heldur blómagarð og kveðst hafa fullan rétt til að afstýra því að sláttuvél eyðileggi blómin og jurtirnar. Meira
25. október 1997 | Forsíða | 172 orð

Gengi verðbréfa hækkar að nýju

GENGI verðbréfa tók að hækka á ný í Evrópu í gær eftir að hafa lækkað í fyrradag í beinu framhaldi af verðhruni á hlutabréfamarkaði í Hong Kong. Nokkur óvissa ríkti í gær um horfurnar í náinni framtíð en verðþróunin í Hong Kong snerist við í gær. Meira
25. október 1997 | Forsíða | 373 orð

Írar fá að vinna að málamiðlun

FULLTRÚAR Írlands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins fengu í gær, á lokadegi fundarins í Mónakó, stuðning ráðsins til að vinna áfram að málamiðlun milli andstæðra sjónarmiða aðildarríkjanna 39. Þar sem hugmyndir Íra ganga út frá því að til greina komi að aflétta banni við hvalveiðum í atvinnuskyni, sem samþykkt var í ráðinu 1982, þykir þessi niðurstaða marka þáttaskil í starfsemi ráðsins, Meira
25. október 1997 | Forsíða | 95 orð

Tímamótasamningi fagnað í Moskvu

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Algirdas Brazauskas, forseti Litháens, undirrituðu sögulegan landamærasamning í Moskvu í gær og fögnuðu þessum tímamótum í samskiptum ríkjanna með því að skála í kampavíni. Jeltsín sagði að samkvæmt samningnum myndu Rússar ábyrgjast öryggi Litháens ef því yrði ógnað. "Það þýðir að landinu stafar engin hætta af Rússum. Meira
25. október 1997 | Forsíða | 121 orð

Þúsundir Kasmírbúa krefjast frelsis

ÞÚSUNDIR Kasmírbúa á yfirráðasvæði Pakistans mynduðu í gær 56 km langa keðju með því að haldast í hendur við landamærin að Indlandi til að mótmæla yfirráðum Indverja yfir tveimur þriðja hluta landsvæðisins. "Frelsi er réttur okkar" sönglaði fólkið þegar það myndaði röð frá Muzaffarabad, höfuðstað pakistanska hlutans, að landamærunum. Meira

Fréttir

25. október 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

12 nýjar matvöruverslanir

Höfuðborgarsvæðið 12 nýjar matvöruverslanir FYRIRHUGAÐ er að opna tólf matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu mánuðum. Það eru fjórar matvöruverslanakeðjur sem standa að opnun búðanna. Kaupmenn búa sig undir átök á matvörumarkaði. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Almanak Háskóla Íslands 1998 komið út

ÚT er komið Almanak fyrir Ísland 1998, sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 162. árgangur ritsins, sem komið hefur út samfellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 96 bls. að stærð. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð

Almennt veiðileyfagjald yrði til bölvunar

"ÞAÐ er alveg ljóst, að því er ríkisstjórnina varðar, að hún mun ekki gangast inn á almennt veiðileyfagjald, sem er til þess fallið að leggja byggðir víða um land í rúst," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í gær. Meira
25. október 1997 | Miðopna | 920 orð

Annað á að gilda innan ESB en utan þess

EVRÓPUSAMBANDIÐ var sakað um tvískinnung í umhverfismálum í ræðu Huga Ólafssonar, deildarstjóra í umhverfisráðuneytinu, á afmælisráðstefnu Orkustofnunar í gær. Sagði Hugi að sambandið liti svo á að eitt ætti við um aðildarríki, en annað um ríki utan þess þegar kæmi að losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 219 orð

Arfberi virðist ráða alkóhólþoli

RANNSÓKNIR á músum, sem eru ölvaðar lengur en venjulegar mýs, sýna að arfberi kann að vera skýringin á því hvers vegna sumt fólk getur neytt meira áfengis en annað, að því er japanskir vísindamenn greindu frá í vikunni. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Auknar líkur taldar á samkomulagi

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segist binda vonir við að hægt verði að ná samkomulagi í lífeyrisnefndinni, sem fjallar um drög að frumvarpi um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á lokafundi hennar á morgun. Að hans sögn hafa deiluaðilar nálgast verulega að undanförnu. Halda átti lokafund í nefndinni í gær. Meira
25. október 1997 | Smáfréttir | 96 orð

Á FJÖLMENNUM fundi sjúkrahúslækna, boðuðum af samninganefndum L

Á FJÖLMENNUM fundi sjúkrahúslækna, boðuðum af samninganefndum Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur var samþykkt eftirfarandi ályktun: "Fundur sjúkrahúslækna haldinn í Kópavogi 23. október 1997 lýsir yfir áhyggjum varðandi takmörkun á yfirvinnu sem unglæknar hafa boðað til þann 1. desember nk. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð

Ásakanir um kosningasvindl í Alsír

LÖGLEGIR stjórnarandstöðuflokkar í Alsír lýstu því yfir í gær að úrslit nýafstaðinna bæjar- og sveitarstjórnarkosninga hefðu ráðist af kosningasvindli, en flokkur stuðningsmanna Liamine Zeroual, forseta landsins, vann sigur í þeim. Kjörsókn var lítil eða um 66%, enda hafði Íslamska frelsisfylkingin (FIS) hvatt fólk til að sitja heima. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Bann við kynferðislegri áreitni

GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalistans, hefur mælt öðru sinni fyrir frumvarpi til laga um bann við kynferðislegri áreitni. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en hlaut ekki afgreiðslu. Í frumvarpinu er lagt til að inn í jafnréttislögin komi skýrt bann við kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og í skólum. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Boðað til skyndifundar launanefndar

ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari sleit sáttafundi í kennaradeilunni um miðnætti í gærkvöldi, að höfðu samráði við báða deiluaðila, vegna skyndifundar, sem stjórn launanefndar sveitarfélaga boðaði samninganefndarmenn og sveitarstjóra nokkurra stærstu sveitarfélaganna til í dag. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Breyting íhlutun í samninga

FULLTRÚAR á þingi Verkamannasambands Íslands risu úr sætum þegar ályktun um lífeyrismál var borin upp á þinginu. Með þessu vildu þeir leggja áherslu á þann þunga sem lá að baki ályktunarinnar. Í henni segir að löggjöf um lífeyrismál, sem sett er í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins, hljóti að skoðast sem gróf íhlutun í kjarasamninga og það geti haft alvarlegar afleiðingar. Meira
25. október 1997 | Landsbyggðin | 445 orð

Brjóstmynd af Jónasi Tómassyni afhjúpuð

Ísafirði-Rótarýklúbbur Ísafjarðar varð 60 ára mánudaginn 20. október sl. Til að minnast tímamótanna efndi klúbburinn til afmælishátíðar sem haldin var á Hótel Ísafirði um síðustu helgi þar sem mættu auk klúbbfélaga og maka umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Birgir Ísleifur Gunnarsson, og varaforseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur, Gunnar M. Hansson. Meira
25. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Bæjarsjónvarpið Aksjón í loftið

NÝ sjónvarpsstöð, bæjarsjónvarið Aksjón, hefur göngu sína á Akureyri í dag, laugardaginn 25. október með útsendingu sem hefst kl. 18. Sjónvarpsstöðinni er ætlað að vera lifandi og virkur fjölmiðill fyrir og um Akureyringa að sögn Páls Sólnes sjónvarpsstjóra. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 276 orð

Clinton vill ekki fund BENJAMIN Netanyahu, forsæ

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hyggst reyna að ná fundi Bills Clintons Bandaríkjaforseta, er hann heldur til Bandaríkjanna í næsta mánuði, þrátt fyrir að fullyrt sé í ísraelskum fjölmiðlum að forsetinn vilji komast hjá fundi þar til niðurstaða fæst úr friðarumleitunum Ísraela og Palestínumanna. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Dansinn í Dyrhólaey

TÖKUR á Dansinum, kvikmynd Ágústs Guðmundssonar leikstjóra, eftir sögu færeyska rithöfundarins Williams Heinesens hafa staðið yfir undanfarna daga í nágrenni Víkur í Mýrdal. Á myndinni sést kvikmyndagerðarfólkið við vinnu sína í Dyrhólaey, en í baksýn sjást Reynisdrangar gægjast í gegnum þokumistrið. Tökum á myndinni verður haldið áfram í Færeyjum eftir helgina. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 341 orð

"Ekki eins erfitt og það virðist"

MEÐAL þeirra 220 kandídata sem brautskráðir verða frá Háskóla Íslands í Háskólabíói í dag er Einar Ágústsson sem lýkur BA-prófi í hagfræði, BS-prófi í viðskiptafræði og BA-prófi í heimspeki. 17. júní síðastliðinn lauk hann BS-prófi í stærðfræði, BS-prófi í tölvunarfræði og BS- prófi í eðlisfræði, og hefur hann því lokið alls sex háskólagráðum á árinu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Enn á sjúkrahúsi eftir sprengingu

PILTURINN sem slasaðist þegar ruslapoki sprakk framan í hann á Fylkisvelli í Árbæjarhverfi síðastliðið mánudagskvöld er enn á sjúkrahúsi, en báðar hljóðhimnurnar í honum sprungu auk þess sem hann brenndist í andliti. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð

Enska ekki samskiptamálið

ENSKA verður ekki aðalsamskiptamálið í Norðurlandasamstarfi, því það takmarkar tjáningarmöguleika um of. Best væri ef allir þátttakendur í samstarfinu gætu tjáð sig á eigin tungumáli. Þetta voru niðurstöður fundar um ensku í Norðurlandasamstarfinu sem haldinn var á vegum Íslensk-sænska félagsins í Norræna húsinu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Erindi um nýtt lyf gegn Parkinsonsveiki

SIGURLAUG Sveinbjarnardóttir læknir heldur fyrirlestur í Áskirkju í dag, laugardag, kl. 14 á vegum Parkinsonsamtakanna. Sigurlaug hefur rannsakað Parkisonsveiki á Íslandi og halda rannsóknir hennar áfram næstu tvö árin. Í fyrirlestrinum fjallar hún um nýtt lyf, "Tasmar", sem kemur á markað hér á landi og í öðrum Evrópulöndum um mánaðamótin. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fékk 20,5 milljónir í happdrætti

KARLMAÐUR í Reykjavík vann 20,5 milljónir króna á trompmiða í Heita potti Happdrættis Háskólans þegar dregið var í gær. Vinningurinn kom á miða númer 42077 og fengu fjórir til viðbótar rúmlega 4,1 milljón króna hver í sinn hlut á einfalda miða. Þar af voru tveir karlmenn, búsettir í Reykjavík, og tvær konur, önnur búsett í Biskupstungum og hin í Hrunamannahreppi. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fjölskyldudagur í Gjábakka

HINN árlegi fjölskyldudagur eldri borgara í Kópavogi verður haldinn í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, laugardaginn 25. október. Í dagskránni, sem er fjölbreytt og hefst kl. 14, tekur þátt fólk á öllum aldri. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 268 orð

Fleiri mannabein finnast í húsum prests

BELGÍSKA lögreglan sagði í gær að fleiri mannabein hefðu fundist við uppgröft í einu af þremur húsum prestsins Andras Pandys í Brussel. Hann er grunaður um að hafa myrt tvær eiginkonur sínar og fjórar dætur, en hefur neitað sakargiftum við yfirheyrslur. Meira
25. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Fóstbræður í Akureyrarkirkju

KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur tónleika í Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 25. október kl. 17. Frumflutt verður nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson tónskáld en það er sérstaklega samið fyrir Fóstbræður og heitir "De Ramis Cadunt Folia". Orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags

FYRSTI fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessum vetri verður haldinn mánudaginn 27. október kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Árni Guðmundsson erindi sem hann nefnir: Tröllaskagi í myndun og mótun. Meira
25. október 1997 | Miðopna | 802 orð

Fyrsta stóra vatnsaflsvirkjunin hér á landi

SEXTÍU ár eru nú liðin frá því að rafmagni frá Ljósafossstöð var fyrst hleypt á háspennulínuna til Reykjavíkur og um leið hófst mikil eldavélavæðing á heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Ljósafossstöðin var fyrsta stóra vatnsaflsvirkjunin hér á landi og má segja að með henni hafi hafist bylting í orkumálum þjóðarinnar. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fyrstu tölur upp úr kl. 19 í kvöld

TÆPLEGA 1.300 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar er kjörstað í Valhöll var lokað kl. 21 í gærkvöldi. Þetta eru um 8,5% þeirra 15.300 flokksfélaga, sem eiga kosningarétt í prófkjörinu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Gjaldið til Pósts og síma

GJALD sem greitt er fyrir að taka þátt í símakönnunum í fréttatíma Stöðvar 2 og í Dagsljósi hjá RÚV rennur alfarið til Pósts og síma hf., en kostnaður þeirra sem hringja er 26,60 kr. mínútan. Hjá Pósti og síma fengust þær upplýsingar að kostnaðurinn við þessa símaþjónustu sem fyrirtækið veitti væri tvenns konar. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

Grannar hittast

GRANNAR, annar hvítur og hinn svartur, hittust á dögunum á götuhorni í borginni. Ekki fylgir sögunni hvað þeim fór á milli en af myndinni að marka virtust þeir hafa ástæðu til að staldra við á horninu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Hlutur íslenzkra kvenna lakari en annarra

HLUTUR íslenzkra kvenna í nefndum, ráðum og stofnunum norræns samstarfs er lakari en hlutur kvenna frá hinum norrænu ríkjunum. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrr á árinu. Ríkisstjórnin fjallaði í gær um aðgerðir til að auka jafnrétti kynjanna á vettvangi norræns samstarfs. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hótun um að kveikja í Vegas

FORSVARSMAÐUR skemmtistaðarins Vegas við Laugaveg tilkynnti lögreglu seint á miðvikudagskvöld að hótun hefði borist frá manni um að kveikt yrði í veitingastaðnum ef lát yrði ekki á hávaða sem viðkomandi sagði stafa frá staðnum. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Hrakningar í innbrotaleiðangri

Hrakningar í innbrotaleiðangri Blönduósi. Morgunblaðið. BROTIST var inn í Söluskálann á Skagaströnd aðfaranótt föstudags, nokkur hundruð þúsund krónum stolið og skemmdir unnar á skálanum. Meira
25. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Hreppstjóri athugi hver á hrossin

FULLTRÚI sýslumanns á Akureyri gaf í gær út þau fyrirmæli til hreppstjóra Eyjafjarðarsveitar að hann tilnefni tvo menn til að fara og bera kennsl á hross sem Hörður Snorrason, bóndi í Hvammi í Eyjafjarðarsveit, hefur í sinni vörslu. Ingvar Þóroddsson, fulltrúi sýslumanns, sagði að hrossum yrði komið til eigenda sinna en ef um óskilahross væri að ræða yrðu þau seld. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 420 orð

Hærri vextir, minni fjárfesting og minni áhrif

EFTIR síðustu yfirlýsingar brezkra ráðherra um möguleika á að Bretland gangi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) gera fæstir ráð fyrir aðild að myntbandalaginu á næstunni. Samkvæmt því, sem fram kom á ráðstefnu hinnar virtu rannsóknastofnunar Royal Institute for International Affairs (RIIA) fyrr í vikunni er líklegt að kostnaðurinn af því að vera utan EMU komi fram í hærri vöxtum, Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 363 orð

Hæstiréttur staðfestir sýknu Bents Scheving

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði Bent Scheving Thorsteinsson, Efstaleiti 12, af kröfum húsfélagsins Efstaleiti 10, 12 og 14. Þá vísaði Hæstiréttur kröfum húsfélagsins á hendur umhverfisráðherra frá héraðsdómi. Húsfélaginu var gert að greiða Bent Scheving og umhverfisráðherra hvorum um sig 200 þúsund kr. í málskostnað fyrir Hæstarétti. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Íslenskir nemendur þátttakendur

NEMENDUR í Álftamýrarskóla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja taka virkan þátt í alþjóðlega umhverfisverkefninu GLOBE eftir að þeir fengu tæki til gagnaöflunar í upphafi mánaðarins. Fyrstu mælingar hafa þegar verið gerðar. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 512 orð

Kinkel tekur undir gagnrýni á Bandaríkin

FULLTRÚAR rúmlega 150 þjóða hófu í gær að koma saman texta rammasamnings Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um loftslagsbreytingar í kjölfar tilkynningar Bandaríkjaforseta um umdeildar tillögur hans um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 355 orð

Kínverjar hvattir til að sleppa andófsmönnum

FJÖLSKYLDUR þriggja kínverskra andófsmanna hvöttu í gær Jiang Zemin, forseta Kína, til að láta þá lausa áður en hann heldur í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Heimsókn Jiangs stendur í átta daga og er búist við því að hann muni víða mæta hópum fólks sem mótmæli ástandi mannréttindamála í Kína. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 250 orð

Krefjast fullra leiðréttinga

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Fundur í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni, haldinn 19. október 1997, og fundur í Félagi aldraðra Borgarfjarðardölum, haldinn 18. október 1997, lýsa fullum stuðningi við kröfur Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara í Reykjavík og Samtaka aldraðra. Fundurinn áréttar jafnframt helstu kröfur. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Landsráðstefna herstöðvaandstæðinga

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga halda landsráðstefnu sína laugardaginn 25. október að Austurstræti 10a í fundarsal Alþýðubandalagsins. Landsráðstefnan stendur frá kl. 9.30­12. "Klukkan 13, að loknum hefðbundnum landsfundarstörfum, hefst almennur opinn fundur um eiturarf hersetunnar. Að lokinni framsögu gefst færi á fyrirspurnum og almennum umræðum," segir í frétt frá samtökunum. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

LEIÐRÉTT Karlakór Akureyrar/Geysir

Í BLAÐINU sl. fimmtudag var rangt farið með nafn á karlakór sem fram kom á Kirkjutónlistarhelgi í Grundarfirði. Hið rétta er að kórinn heitir Karlakór Akureyrar/Geysir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Myntsýning opin kl. 12­18 Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Leit að tveimur rjúpnaskyttum

LEIT var hafin upp úr miðnætti í gærkvöldi að tveimur rjúpnaskyttum sem saknað var á Bláfjallasvæðinu. Mennirnir, sem eru feðgar, fóru til rjúpnaveiða síðdegis í gær en ætluðu að vera komnir aftur til byggða um kvöldmatarleytið. Þegar ekkert hafði spurst til mannanna um klukkan níu í gærkvöldi var farið að svipast um eftir bifreið þeirra. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

LÍN átti að meta aðstæður atvinnulauss lánþega

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefði átt að leggja sjálfstætt mat á aðstæður manns, sem fór fram á að fá frest til endurgreiðslu námslána vegna atvinnuleysis, í stað þess að miða eingöngu við vinnureglu sína um að atvinnuleysi hafi þurft að vara í fjóra mánuði fyrir gjalddaga endurgreiðslu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Lögum breytt um staðfesta samvist

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um staðfesta samvist, en með því er lagt til að stjúpforeldri í staðfestri samvist fái sama rétt til að ættleiða barn maka síns og stjúpforeldri í hjónabandi. Frumvarpinu er þannig ætlað að tryggja að börn samkynhneigðra í staðfestri samvist njóti sama réttar og börn gagnkynhneigðra í sömu stöðu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Margrét Pála fékk jafnréttisviðurkenninguna

MARGRÉT Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Hjalla í Hafnarfirði, hlaut í gær jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs sem veitt er árlega. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum, sem stuðla að framgangi jafnréttis kynjanna og sýna nýja hugsun eða nýjar áherzlur í því starfi. Á Hjalla hefur verið rekin uppeldisstefna sem byggist á aðgreiningu kynjanna. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Málþing um heilsufrelsi

MÁLÞING um óhefðbundnar lækningar og krabbamein á vegum Heilsufrelsis verður haldið sunnudaginn 26. október kl. 13 í fyrirlestrarsal Háskólabíós. Málþingið er framhald af málþingi sem var á Hótel Loftleiðum í miðjum september en þá urðu mjög margir frá að hverfa vegna plássleysis. Meira
25. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 366 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í kirkjunnni. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 á morgun. Æskulýðsfélagið með fund í kapellunni kl. 17. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld í safnaðarheimili. Sr. Guðmundur Guðmundsson leiðir samveruna um efnið "Í fótspor meistarans." Mömmumorgun kl. 10 til 12 á miðvikudag, fulltrúi frá "Hár og heilsa" kemur og kynnir starfsemina. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 294 orð

Mið tekið af heilbrigði og lífi einstaklinga

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd við leiðara blaðsins í gær, um Evrópudómstólinn og áfengiseinkasöluna: "Leiðari Morgunblaðsins í dag (24/10) fjallar um úskurð Evrópudómstólsins í sænska áfengiseinkasölumálinu. Leiðarahöfundur segir að í rökstuðningi sínum byggi dómstóllinn ekki á þeim röksemdum sænskra yfirvalda að heilbrigðissjónarmið réttlæti ríkiseinkasölu á áfengi. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Námsstefna um forvarnir gegn krabbameini

FAGDEILD hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði heldur námsstefnu um forvarnir gegn krabbameini mánudaginn 3. nóvember kl. 17­23 í húsi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22. Námstefnan er opin öllum hjúkrunarfræðingum. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir meðlimi fagdeildarinnar og 1.000 kr. fyrir aðra. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð

Nefndin fór langt fram úr lögmæltum fresti

UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir að yfirskattanefnd hafi farið langt fram úr lögmæltum fresti til afgreiðslu mála. Í umræddu máli barst kæra til yfirskattanefndar í febrúar 1994, en nefndin tók kæruna til úrskurðar í júní 1996, 28 mánuðum eftir að hún barst. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Nemendur mótmæla flutningi Sjómannaskólans

SAMEIGINLEGUR fundur Nemendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík og Nemendafélags Vélskólans í Reykjavík haldinn 23. október samþykkti eftirfarandi: "Nemendafélög Stýrimannaskólans og Vélskólans í Reykjavík mótmæla harðlega tillögum menntamálaráðherra um flutning skólanna að Höfðabakka 9. Meira
25. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Ný grafíkpressa lykill að verkstæði

MYNDLISTARSKÓLINN á Akureyri hefur keypt nýja grafíkpressu frá Finnlandi sem opnar skólanum mikla möguleika. Antti Salokannel skólastjóri fagurlistaskólans í Lahti í Finnlandi og einn fremsti grafíklistamaður Finna hefur verið á Akureyri að undanförnu og leiðbeint nemendum skólans og kennurum. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Nýr formaður hjá Sjálfstæðismönnum í Langholtshverfi

AÐALFUNDUR Félags sjálfstæðismanna í Langholtshverfi í Reykjavík var haldinn nú nýverið. Talsverðar breytingar urðu á stjórn félagsins og var Andrés Pétur Rúnarsson kosinn formaður og Sveinn Scheving varaformaður. En Óskar Finnsson lét af formennsku eftir tveggja ára setu. Meira
25. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Nýtt fjós við Hofsá í Svarfaðardal

ÁBÚENDUR á bænum Hofsá í Svarfaðardal taka í dag, laugardag, í notkun glænýtt fjós sem verið hefur í byggingu undanfarna mánuði. Gísli Þorleifsson og Heiðbjört Jónsdóttir reka félagsbú á Hofsá ásamt dóttur sinni, Ásdísi Erlu, og tengdasyni, Trausta Þórissyni. Ábúendur tóku þá ákvörðun að smíða fremur nýtt fjós en að byggja við það eldra eins og víða er gert. Meira
25. október 1997 | Miðopna | 526 orð

Orkustofnun í lykilhlutverki við þróun orkulinda

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í gær að Orkustofnun ætti mikinn þátt í aukningu á nýtingu orkulinda Íslands á undanförnum þremur áratugum. "Óhætt er að fullyrða að stofnunin og starfsfólk hennar hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri hröðu þróun, sem átt hefur sér stað við hagnýtingu orkulinda landsins," sagði Finnur á ráðstefnu, Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Peugeot 306 Break frumsýndur

JÖFUR HF. frumsýnir um helgina langbaksútfærslu af Peugeot 306. Einnig verður sýning á nýjum bandarískum bílum á verkstæði fyrirtækisins á baklóð. Boðið verður upp á veitingar. Peugeot 306 Break kallast langbakurinn. Hann er framhjóladrifinn með 1,6 lítra vél sem skilar 90 hestöflum. Farangursrýmið er 442 lítrar, stækkanlegt í 1.512 lítra. Meira
25. október 1997 | Miðopna | 541 orð

Plantað verður í berangur á Íslandi

UM 8% af flatarmáli Írlands er þakið skógi en stefnt er að því að auka það í 15% fyrir árið 2030. Írar munu á því tímabili fá 5 milljarða dollara eða ísl. kr. 360 milljarðar frá Evrópusambandinu til verkefnisins. Þetta kom fram í máli dr. Fergal Mulloy, forstjóra írsku skógræktarinnar á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af 30 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Ráðherra boðar samkeppni í orkumálum

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í gær að ríkisstjórnin hefði samþykkt að leggja fyrir Alþingi á þessu þingi áætlun um að koma á samkeppni í viðskiptum með raforku. "Í upphafi skuli unnið að aðskilnaði vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku innan orkufyrirtækjanna, Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 125 orð

Refsiaðgerða gegn Nígeríu krafist

Reuters Refsiaðgerða gegn Nígeríu krafist TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, setti leiðtogafund Samveldislandanna í Edinborg í gær og hvatti aðildarríkin til að halda uppi merkjum lýðræðis og frelsis í efnahagsmálum. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ríkið hyggst selja Næpuna

FRUMVARP til fjárlaga ársins 1998 heimilar sölu fasteignarinnar Skálholtsstígs 7, Næpunnar, sem verið hefur í eigu ríkissjóðs allt frá því að Bókaútgáfa menningarsjóðs var lögð niður árið 1992. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Samræmdur afgreiðslutími verslana í Hamraborg

AÐALFUNDUR Miðbæjarsamtaka Kópavogs, sem eru samtök verslunar- og þjónustufyrirtæka í Hamraborg, hjarta Kópavogs, var haldinn 22. október sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosin ný stjórn samtakanna. Formaður til eins árs var kjörin Hulda Finnbogadóttir, eigandi kaffihússins Rive Gauche í Hamraborg. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sigríður kosin varaformaður VMSÍ

SIGRÍÐUR Ólafsdóttir, varaformaður Dagsbrúnar, var kjörin varaformaður Verkamannasambandsins á þingi þess í gær. Sigríður fékk 99 atkvæði eða 74% greiddra atkvæða, en Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku á Siglufirði, fékk 30 atkvæði eða 23%. Kjörnefnd gerði tillögu um Sigríði. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Sjávarútvegsmál verða rædd á landsfundinum

"ÉG VEIT ekki hvort það breytir miklu að tillaga um auðlindagjald verði lögð fyrir landsfundinn. Það er ljóst að sjávarútvegsmál verða rædd á fundinum, afstaðan til sameignarinnar, kvóta og veiðileyfagjaldahugmynda," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 185 orð

Sjúkraliðinn í varðhald

HIN 32 ára kona, sem lögreglan grunar um að hafa valdið dauða 22 vistmanna á elliheimili á Vesturbrú í Kaupmannahöfn, hefur verið hneppt í gæsluvarðhald eftir úrskurð Eystri landsréttar í gær. Borgardómur Kaupmannahafnar ákvað á þriðjudaginn að ekki væri ástæða til gæsluvarðhalds. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Skattaívilnun veitt vegna tannlækniskostnaðar

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga sem hefur það að markmiði að létta undir með þeim sem hafa veruleg útgjöld vegna tannlækninga, en í greinargerð frumvarpsins segir að útgjöld heimilanna vegna tannlæknisþjónustu hafi rúmlega þrefaldast á 15 ára tímabili, 1980 til 1995. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Skóflustungu frestað við tvo grunnskóla

SKÓLASTJÓRAR Melaskóla og Vesturbæjarskóla óskuðu eftir því við fræðsluyfirvöld í Reykjavík að skóflustungum vegna nýbygginga við skólana sem taka átti í dag yrði frestað um óákveðinn tíma. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns fræðsluráðs, fóru skólastjórarnir fram á frestun vegna yfirstandandi kjaradeilu kennara. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Snjóflóðanna minnst

TVÖ ár verða liðin sunnudaginn 26. október frá því snjóflóðin miklu féllu á Flateyri með þeim afleiðingum að tuttugu íbúar staðarins fórust. Hörmunganna verður minnst með minningar- og helgistund í Flateyrarkirkju kl. 18 á sunnudag en fyrr um morguninn verður barnaguðsþjónusta. Meira
25. október 1997 | Landsbyggðin | 606 orð

Starfsbrautir við Framhaldsskólann í Skógum

Holti-Í byrjun skólaárs á þessu ári var í fyrsta sinn hafið nám í framhaldsskóla við sérstaka námsbraut í hestamennsku. Framhaldsskólinn í Skógum auglýsti þessa námsbraut seinni hluta sumars með fyrirvara um að ekki yrði farið af stað nema hún yrði fullsetin með 10 til 12 nemendum. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 691 orð

Styrkja konur í þróunarlöndum til sjálfshjálpar

UNIFEM er þróunarsjóður sem styrkir konur í þróunarlöndum til sjálfshjálpar og stofnaður var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1976. UNIFEM á íslandi var stofnað 18. desember 1989 en þann dag árið 1979 var samþykktur alþjóðasamningur um afnám alls misréttis gegn konum. Nú í dag, laugardag, frá klukkan 10-12 er morgunverðarfundur félagsins haldinn að Hótel Borg. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 360 orð

Til greina kemur að loka frystihúsum félagsins

STJÓRNENDUR Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vinna nú að því að gera tillögur til stjórnar félagsins sem miðast að því að leysa rekstrarvanda botnfiskvinnslu þess. Þrír kostir eru einkum til skoðunar og þykir meðal annars koma til greina að loka frystihúsi fyrirtækisins í Þorlákshöfn eða jafnvel báðum frystihúsum þess. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Tónleikaför Bjarkar undirbúin

BJÖRK Guðmundsdóttir undirbýr nú tónleikaferð um Evrópu til að kynna hljómplötu sína Homogenic, en helstu undirleikarar hennar í þeirri ferð verða ungir íslenskir tónlistarmenn sem skipa Íslenska strengjaoktettinn. Sá oktett lék inn á Homogenic, og kom meðal annars fram með henni í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 206 orð

Upplýsingaleki veldur deilum

LEYNILEG trúnaðarskjöl frá írska utanríkisráðuneytinu, sem lekið var til fjölmiðla, hafa valdið töluverðu uppnámi í írsku stjórnmálalífi. Er jafnvel talið að hin pólitíska spenna, sem myndast hefur vegna málsins, geti haft neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar í N-Írlandi. Viðamikil lögreglurannsókn á uppruna lekans er þegar hafin. Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 126 orð

Uppstokkun

FORSTJÓRI stærsta bankans í Bankok í Tælandi tók í gær við embætti fjármálaráðherra landsins, er Tsjavalit Jongtsjaíjud, forsætisráðherra, gerði mannabreytingar í ráðuneyti sínu. Útnefning Kosits Panpiemras kom ekki á óvart, því fjölmiðlar höfðu greint frá því í gær að hann væri eini maðurinn sem þætti koma til greina í embættið. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Vann spjöll og ógnaði starfsmönnum

MAÐUR sem hefur unnið við dyravörslu hjá Pósti og síma gekk berserksgang og ógnaði starfsmönnum fyrirtækisins með hnífi í aðalstöðvum þess við Kirkjustræti í fyrrinótt. Maðurinn komst inn í vélarsal á annarri hæð hússins, skar þar á símakapal til Múlastöðvarinnar, skemmdi einmenningstölvur og braut glerveggi. Meira
25. október 1997 | Landsbyggðin | 229 orð

Vekur athygli í Evrópu

Selfossi-Vinnudagar voru í Menntaskólanum að Laugarvatni 21. og 22. október. Vinnudagarnir voru haldnir í tengslum við verkefni sem fæddist í framhaldi af samningi sem var undirritaður á milli Menntaskólans og átta sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Verkefnisstjórn athugar stóriðju við Reyðarfjörð

Verkefnisstjórn athugar stóriðju við Reyðarfjörð FULLTRÚAR Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) hafa nýverið undirritað samkomulag við Orku- og stóriðjunefnd Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (OSSA) um sameiginlegar athuganir á aðstæðum og undirbúningi fyrir stóriðju á Reyðarfjarðarsvæðinu. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 349 orð

Verkin ekki öll unnin en árangur hefur náðst

RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út ritið "Áfangar á réttri leið", þar sem lýst er starfi og stefnu ríkisstjórnarinnar að loknum fyrri hluta kjörtímabilsins. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði verkefni ríkisstjórnarinnar undanfarin tvö ár hafa verið margvísleg og umtalsverður árangur hefði náðst. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Voru búnir að undirbúa fleiri rán

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur orðið við ósk lögreglunnar í Reykjavík um framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem verið hafa í varðhaldi vegna vopnaðra rána í höfuðborginni, en þriðja manninum, sem verið hefur í varðhaldi, var sleppt í gærkvöldi eftir að héraðsdómur hafnaði beiðni lögreglunnar um framlengingu gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhald mannanna tveggja er til 17. desember. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Þingmenn á fundaferð

HLÉ verður gert á störfum Alþingis dagana 27.­31. október svo þingmönnum gefist kostur á að fara heim í kjördæmi sín til fundahalda. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra hafa um langt árabil haldið sameiginlega fundi að haustinu þar sem sveitarstjórnarmönnum og forsvarsmönnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hefur gefist kostur á að hitta þingmennina, Meira
25. október 1997 | Erlendar fréttir | 219 orð

Þunglyndislyf gegn reykingum

LYF gegn þunglyndi geta gert reykingafólki auðveldara um vik að hætta að reykja, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar er birtar eru í nýjasta tölublaði New England Journal of Medicine. Meiri líkur eru á að reykingafólk hafi átt við þunglyndi að etja heldur en þeir sem ekki reykja, og fundist hafa vísbendingar um að nikótín geti virkað líkt og lyf gegn þunglyndi. Meira
25. október 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

(fyrirsögn vantar)

BLAÐAUKINN Innan veggja heimilisins fylgir Morgunblaðinu um helgina. Blaðaukinn er 24 síður og er borinn út með blaðinu í dag, laugardag. Meðal efnis er viðtal við þrjá innanhússarkitekta í vesturbænum, umfjöllun um barnaherbergi, sagt frá litlum hlutum sem prýða heimilið, vistarverum á síldarárunum og viðtal við hjón sem hafa gert upp nánast aldargamalt hús. Meira

Ritstjórnargreinar

25. október 1997 | Staksteinar | 316 orð

»Hávaða- og hljóðmengun ÞINGMENN úr öllum þingflokkum hafa lagt fram á Alþin

ÞINGMENN úr öllum þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um "víðtæka úttekt á hávaða- og hljóðmengun hérlendis". Þeir vilja sjá niðurstöður og tillögur til úrbóta á næsta þingi. Hávaðinn í Reykjavík Meira

Menning

25. október 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Bubbi á tónleikaferð um Vestfirði

AÐ UNDANFÖRNU hefur Bubbi Morthens gert víðreist um Vestfirði vegna útgáfu á geisladisknum Trúir þú á engla. Bubbi hélt tónleika nýverið á Vagninum á Flateyri, þar sem hann lék bæði ný lög af geisladisknum og gömul lög í bland. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 410 orð

Frábær skemmtun

Karnival í Texas, geisladiskur Kvartetts Ó. Jónsson og Grjóna. Kvartettinn skipa Ólafur Jónsson, sem leikur á gítar, Viðar Hákon Gíslason, sem leikur á kontrabassa, Árni "Grjóni" Guðmundsson á gítara og ýmis strengjahljóðfæri og Þorvaldur Gröndal, sem leikur á trommur, orgel o.fl. Lögin öll eru eftir Kvartett Ó. Meira
25. október 1997 | Bókmenntir | 736 orð

Fróðleikur um Íslenska hvali

Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal og Jón Baldur Hlíðberg. Formáli eftir Mark Carwardine. Forlagið, 96 bls. TALSVERT hefur verið ritað nýlega af aðgengilegu efni um hvali á íslensku. Fyrir nokkru kom út bókin Villt íslensk spendýr í ritstjórn þeirra Páls Hersteinssonar og Guttorms Sigbjarnarsonar þar sem talsvert er fjallað um hvali. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 134 orð

Greiða bætur til ekkjunnar

HLJÓMSVEITIN The Smashing Pumpkins hefur fallist á að borga ekkju tónlistarmanns, sem lék með sveitinni á tónleikum, um sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt dómsskjölum lést tónlistarmaðurinn, Jonathan Melvoin, eftir að hafa sprautað sig með heróíni ásamt einum meðlimi Smashing Pumpkins. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 676 orð

Heimili alþýðunnar, sjónvarpið

ÞÓTT ekki sé gert ráð fyrir því að þáttur eins og þessi fjalli um auglýsingar í sjónvarpi, er kannski ástæða til þess að minnast á auglýsingar, sem eru stundum heldur galsafengnar fyrir miðaldra fólk og virðast einkum stílaðar á poppfólkið eða krakka. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 1185 orð

Hraði, menning og önnur fíflalæti

Hátíðin í Reykjavík verður sett í Hinu húsinu af sérstökum leynigesti í dag klukkan tólf og í kjölfarið mun hver uppákoman reka aðra næstu vikuna. Unglistahátíðin hefur verið haldin í nokkur ár í höfuðborginni en nýjungin að þessu sinni er virkjun landsbyggðarinnar með hátíðum á Akureyri, í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 418 orð

Kissinger hjálpar Disney

KVIKMYNDIR sem tengjast Tíbet valda írafári í Bandaríkjunum um þessar mundir. "Seven Years in Tibet" með Brad Pitt hefur verið á allra vörum vegna upplýsinga um nasíska fortíð aðalsöguhetjunnar Heinrichs Harrers, og nú stefnir í árekstra milli Kínverja og Bandaríkjamanna vegna kvikmyndar Martin Scorseses um líf Dalai Lama, "Kundun". Meira
25. október 1997 | Menningarlíf | 460 orð

LJÓÐLISTIN VIÐ HESTAHEILSU

ÞAU kalla sig Gluggaskáldin, heitið er dregið af ljóðabókinni Glugga, af bók sem kom út árið 1996. Í þeirri bók er að finna ljóð eftir 19 skáld úr hópnum. Ljósmynd á kápu bókarinnar er af steindum glugga Gerðar Helgadóttur í eigu Listasafns Kópavogs ­ Gerðarsafns. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 148 orð

Myndir um kjarnorkutilraunir

THE AMERICAN Film Institute heiðraði Lookout Mountain Studio nýlega en kvikmyndaverið hafði það leyniverkefni í 20 ár að kvikmynda kjarnorkutilraunir sem bandarísk yfirvöld framkvæmdu í Nevada-eyðimörkinni og í Kyrrahafinu. Á milli 1947 og 1969 framleiddi Lookout Mountain yfir 6.000 myndir fyrir yfirvöld í Washington. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 581 orð

Skemmtidagskrá úr útvarpinu

BJÖRGVIN Halldórsson frumsýnir í kvöld nýja sýningu á Hótel Íslandi, sína aðra sýningu á örfáum árum. Sú fyrri var haldin í tilefni 25 ára söngafmælis hans og gekk í tvö ár. Þemað að þessu sinni er útvarpið og allt sem því fylgir. Hvers vegna útvarpið og af hverju er að taka eftir að hafa sungið flest sín vinsælustu lög í fyrri sýningunni. Meira
25. október 1997 | Fólk í fréttum | 304 orð

Skemmtileg skylmingamynd Dóttir D'Artagnans (La Fille de D'Artagnan)

Framleiðandi: Betrand Tavernier. Leikstjóri: Betrand Tavernier. Handritshöfundar: Michel Levant. Kvikmyndataka: Patrick Blossier. Tónlist: Philippe Sarde. Aðalhlutverk: Sophie Marceau, Philippe Noiret, Jean-Luc Bideau, Raoul Billerey, Charlotte Kady, Nils Tavernier. 125 mín. Frakkland. Myndform 1997. Útgáfudagur: 14. október. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira

Umræðan

25. október 1997 | Aðsent efni | 450 orð

"Að skjátlast er mannlegt"

MÖRG rómversk spakmæli sýna hve mannleg hugsun hefur lítið breyst frá dögum Cesars og Ciceros. Eitt þeirra var pabba mínum tamt, það lýsti miklu mannviti sem aðrir málshættir á latínu, en það var: "Errare humanum est, sed in errore perseverare, nisi est que insapientes." Í lauslegri þýðingu: "Að skjátlast er mannlegt, en að halda áfram í villu er aðeins heimskra. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 456 orð

Af hverju áhersla á íþróttir og tómstundir?

ÍSLENSKAR rannsóknir hafa leitt í ljós, svo ekki verður um villst, að sterk tengsl eru á milli íþróttaiðkunar ungs fólks og fjölmargra annarra þátta í lífi þess. Þátttaka í íþróttum virðist vera afgerandi fyrirbyggjandi þáttur varðandi fíkniefnaneyslu svo og ýmislegt sem tengist líðan ungs fólks, bæði líkamlegri og andlegri. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 493 orð

Aldnir hafa orðið ­ fyrir barðinu á R-listanum

EINN stærsti áfangi í lífi hvers manns eru starfslok. Viðbrigðin hljóta að vera mikil og er því ráðlegt að huga að þessum tímamótum í tæka tíð. Eftir að starfslokum er náð getur fólk ekki aukið tekjur sínar á sama hátt og áður. Því er sérstaklega mikilvægt að hið opinbera stilli álögum, gjöldum og sköttum í hóf. Meira
25. október 1997 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Baráttukveðja frá Finnlandi

HINGAÐ til Suður-Finnlands fæ ég Morgunblaðið sent reglulega, enda áskrifandi að laugardags- og sunnudagsblaðinu. Blaðið er fljótt á leiðinni og laugardagsblaðið er komið hingað á þriðjudegi og verður væntanlega enn fljótara á ferðinni næsta vor þegar beint flug Flugleiða á milli Íslands og Finnlands hefst. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 392 orð

Eru skóladagmömmur lausnin?

UNDIRRITAÐAR eru báðar foreldrar grunnskólabarna. Við höfum því eðlilega verið kvíðafullar undanfarið, verkfall grunnskólakennara er nú yfirvofandi innan tveggja vikna og engin lausn í sjónmáli eins og sagt er. Okkur létti því stórum þegar við lásum grein Önnu Gunnarsdóttur í Morgunblaðinu 15. október sl. Í grein sinni fjallar Anna um dagvistarmál. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 333 orð

Félagsmálamann í 5. sætið

Í GRAFARVOGI er starfandi skátafélagið Vogabúar þar sem hundruð barna og unglinga kynnast skemmtilegu útilífsstarfi á hverju ári. Það öfluga starf sem fer nú fram í félaginu má rekja til þess að á árinu 1994 var byggð glæsileg skátamiðstöð. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 477 orð

Fjórar kynslóðir

ÉG ÞEKKI af eigin raun hvernig er að vera húsmóðir, móðir, atvinnurekandi í smáu fyrirtæki og húsakaupandi. Hvarvetna eru smáfyrirtæki talin vera vaxtarbroddur atvinnulífsins og þeim mun fara fjölgandi. Sjálfstæðir atvinnurekendur búa við harða og frjálsa samkepni og nýsköpun og nýjungar verða ekki síður til í smáfyrirtækjum heldur en þeim stóru. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 250 orð

Framsækinn hæfileikamaður

Það er ánægjulegt að sjá hve margt ágætt fólk býður sig fram til þess að taka þátt í prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Margt af þessu fólki er vel þekkt þó ekki allir á stjórnmálasviðinu og mér finnst full ástæða til að minnast á Eyþór Arnalds í því sambandi vegna margvíslegra hæfileika þótt hann hafi aðallega verið þekktur í tónlistarheiminum og nú á síðari árum í viðskiptaheiminum. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 907 orð

Framtíðarsýn og sátt milli kynslóða

VÍÐA um heim fer nú fram umræða um hvernig sætta megi tvö sjónarmið. Annars vegar sjónarmiða þeirra yngri sem hafa áhyggjur af skatt- og skuldabyrði vegna sívaxandi opinberra útgjalda og hins vegar viðhorf eldri kynslóðar sem bendir á að opinber framlög til öldrunarmála sé eðlileg umbun og afrakstur erfiðis hennar fyrr á starfsævinni. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 564 orð

Framtíðarsýn Vestfirðinga

BÚSETUÞRÓUN á Íslandi virðist vera í þá átt að byggð þjappast saman á tiltölulega litlu svæði á meðan fólki fækkar á landsbyggðinni. Er þetta það sem Íslendingar vilja sjá? Risastórt höfuðborgarsvæði í hlutfalli við fólksfjölda og lítið sem ekkert mótvægi við það annars staðar á landinu. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 1104 orð

Frá sjónarhóli skólanefndarmanns við lítinn skóla

VERKFALL kennara við grunnskóla landsins hefst mánudaginn 27. október, hafi ekki tekist samningur á milli Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga fyrir þann tíma. Samningsaðilar hafa haft fleiri mánuði til þess að ná samningum, en tímanum hefur verið sóað og við stöndum nú frammi fyrir neyðarástandi. Fjöldi skólabarna verður vegalaus og verkefnalaus og foreldrar þeirra í vanda. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 257 orð

Hæfileikar ráði úrslitum

JAFNRÉTTI kynjanna er sjálfsagt réttlætismál. Það er þó ekki einungis spurning um félagslegt réttlæti. Það er nauðsynlegur þáttur í því að byggja upp öflugt samfélag. Aðeins með því að hver einstaklingur hafi tækifæri til að njóta hæfileika sinna og krafta nýtist þjóðfélaginu til fulls sá mannauður sem það á. Það sem mestu máli skiptir er að leikreglur séu skýrar og hlutlægar. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 983 orð

Kennarasamningaundrin

Í MBL. 9. okt. er grein eftir Elnu Katrínu Jónsdóttur, formann HÍK. Þar segir forysta framhaldsskólakennara af aðdraganda og sáttum sínum við samninganefnd ríkisins um samningana í júní sl: aðilar unnu í 8 mánuði að gerð samningsins og fóru saman til annarra landa að skoða fyrirmyndir. Ágæti fyrirmyndanna var ágreiningslaust. Það varð úr .. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 262 orð

Kjartan í borgarstjórn

MIKLU máli skiptir að pröfkjör sjálfstæðismanna nú um helgina fari vel fram, og að það verði skýrt merki um að sóknin sé hafin af fullum krafti til þess að ná borginni aftur í vor. Því ber sjálfstæðismönnum skylda til að setja fram framboðslista með einstaklingum sem með störfum sínum og framgangi hafa sýnt að þeir eru þess trausts verðugir að sitja fyrir hönd hins almenna borgara í borgarstjórn Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 276 orð

Kjartan Magnússon í 5. sætið

ÞAÐ ER almennt viðurkennt að til þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái að vinna sigur í komandi borgarstjórnarkosningum, þurfi að veljast til forystu einstaklingar sem geta axlað þá ábyrgð sem er lögð þeim á herðar. Í kringum prófkjör koma hinir ýmsu aðilar fram á sjónarsviðið, þekktir sem óþekktir. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 234 orð

Kjósum ungan baráttujaxl í borgarstjórn

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson gefur kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um næstu helgi. Þetta er mörgum sjálfstæðismanninum fagnaðarefni því þarna fer mikill og góður baráttumaður hugsjóna sjálfstæðisstefnunnar. Þrátt fyrir ungan aldur hafa sjálfstæðismenn, gegnum tíðina, falið Guðlaugi ýmis mikilvæg trúnaðarstörf, s.s. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 130 orð

Kjörorðið stétt með með stétt ráði ferð

MARGT hæfileikaríkt fólk hefur gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Nú skiptir miklu máli í flokki allra stétta að vel takist til um val frambjóðenda fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Kristján Guðmundsson, húsasmiður og formaður Verkalýðsráðs, hefur á umliðnum árum unnið ötult og gott starf innan Sjálfstæðisflokksins. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 939 orð

Látum blómin tala

BLÓM í sínum margbreytilegu litum kalla fram ákveðin hughrif. Þegar okkur er orða vant látum við blómin tala, segir Margrét Þorvaldsdóttir, sem kynnti sér táknmál blómanna. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 449 orð

Rökin gegn veiðigjaldi

ÞAÐ ER ómaksins vert að setja stuttlega fram helstu rök gegn veiðigjaldi, sem Þorvaldur Gylfason, Markús Möller og fleiri hafa barist fyrir. 1.Skipulagsbreyting var á sínum tíma nauðsynleg í sjávarútvegi til þess að stöðva ofveiði og offjárfestingu. Til þess að tryggja frið um hana varð að fá hagsmunaaðila til samráðs og samþykkis. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 800 orð

Sá hefir krás er krefr

"SÁ HEFIR krás er krefr", segir í Sólarljóðum. Lengi hef ég velt fyrir mér dýpri skilningi þessarar fullyrðingar en hef nú fallist á að hana beri að skilja eftir orðanna hljóðan og nútímamerkingu þeirra. Eftir sem áður er mikil viska falin í þessari setningu sem við sjáum kannski best með því að heimfæra hana upp á kennara þessa lands. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 168 orð

Sjálfstæðismenn í Reykjavík

NÚ LÍÐUR senn að prófkjöri okkar fyrir borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Margir nýir einstaklingar gefa kost á sér í framboð og er það af hinu góða. Ég hef átt þess kost undanfarin 2 ár að fylgjast með Önnu F. Gunnarsdóttur í starfi sem formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi og hef ég séð hvernig verk hennar og kraftur geta leitt margt gott af sér. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 444 orð

Snorri góður fulltrúi íþróttafólks

UNGMENNA- og íþróttafélagið Fjölnir í Grafarvogi er í dag stærsta ungmennafélag landsins og eitt stærsta íþróttafélagið með um 5.000 félagsmenn. Í félaginu eru starfandi sex deildir og búið er að koma upp umfangmikilli íþróttaaðstöðu á útisvæði, stóru íþróttahúsi og glæsilegri félagsaðstöðu. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 292 orð

Styðjum Guðlaug Þór í 3. sæti

BORGARSTJÓRNARKOSNINGARNAR næsta vor eru einhverjar mikilvægustu kosningar um árabil, því að sigur yfir R-listanum mun hafa mikil áhrif á framhald vinstra samstarfs í framboðsmálum um allt land. Hæft fólk af öllum sviðum þjóðlífsins hefur gefið kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna um næstu helgi og ljóst að niðurstaðan verður sigurstranglegur framboðslisti. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 131 orð

Tryggjum Kjartani öruggt sæti

SJALDAN hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft annað eins mannaval í prófkjöri og núna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Einn ungan mann vil ég minna kjósendur á að styðja og það er Kjartan Magnússon, varaborgarfulltrúi. Kjartan er ákaflega duglegur og hann er heilsteypt persóna og harður í horn að taka þegar hann ver málstað sinn. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 1112 orð

Týnda brotið úr sögu Olís

ÞEGAR ég heyrði í glæsilegri afmælisveislu OLÍS að verið væri að skrifa bók um 70 ára sögu félagsins, fannst mé það auðvitað viðeigandi á þessum tímamótum en hugsaði með mér að sá maður, sem þetta verk hefur með höndum, væri ekki öfundsverður. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 463 orð

Þess vegna styð ég Kjartan Magnússon

ÞEGAR ungt fólk haslar sér völl í stjórnmálum, hljótum við sem eldri erum að veita því sérstaka athygli hverjar eru hugsjónir þess og framkoma í mannlegum samskiptum. Það eitt að vera góðum gáfum gæddur eða flugmælskur, eins og ýmsir stjórnmálamenn eru, er engin trygging fyrir því, að slíku fólki sé treystandi fyrir velferð fólks. Loforð eru einskis virði, nema við þau sé staðið. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 135 orð

Þora konur ekki?

NÚ ÞEGAR konur koma í framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til jafns við karla og hæf kona, Inga Jóna Þórðardóttir, keppir til forystu með því að bjóða sig fram í fyrsta sætið, slær þögn á kvennalið flokksins. Meira
25. október 1997 | Aðsent efni | 388 orð

Æfingin skapar meistarann

VARLA líður sá dagur, að snöfurmannlegu andliti "borgarstjóra allra Reykvíkinga", eins og viðkomandi kýs að kalla sig, bregði ekki fyrir á sjónvarpsskjám landsins, auk eilífra viðtala á útvarpsrásunum, innan um léttgeggjaða graðhestamúsík. Markaðssetning borgarstjóra R- listans er dæmi um velheppnað ferli, þar sem atgervi manneskju er virkjað til fullnustu,. Meira

Minningargreinar

25. október 1997 | Minningargreinar | 276 orð

Aðalsteinn Jónsson

Á fyrri hluta þessarar aldar var sjálfgert að unglingar tækju fullan þátt í lífsbaráttunni, sér og öðrum til bjargar, um leið og bernskunni sleppti. Aðalsteinn, frændi okkar og vinur, var engin undantekning frá þessari reglu. Hann þótti snemma atorkusamur að hverju sem hann gekk og varð eftirsóttur verkmaður. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 109 orð

AÐALSTEINN JÓNSSON

AÐALSTEINN JÓNSSON Aðalsteinn Jónsson fæddist 19. september 1910. Hann lést 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Ófeigsdóttir, húsfreyja á Vestra Skaganesi í Mýrdal, og Jón Jónsson, bóndi þar. Aðalsteinn var næstyngstur tólf systkina. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 430 orð

Andrés Sigurður Sigurjónsson

Dáinn ­ horfinn ­ harmafregn. Það var fyrir rúmum mánuði að Andrés kom til mín í stutta heimsókn, en hann hafði komið suður til að vera með börnunum sínum yfir helgi. Gaman var að sjá hvað honum vegnaði vel, hvað hann var sáttur og hvað hann leit ofsalega vel út. Og líka hvað hann var yfir sig stoltur af öllum börnunum sínum og barnabörnum. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Andrés Sigurður Sigurjónsson

Það er óhætt að segja að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þegar við fylgdum afa til grafar fyrir nákvæmlega einu ári grunaði okkur ekki að við myndum fylgja báðum sonum hans til grafar áður en ár væri liðið. Okkur brá öllum meira en orð fá lýst þegar Stjáni frændi dó svona snöggt um páskana síðustu og við vorum hálfdofin lengi á eftir. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 422 orð

Andrés Sigurður Sigurjónsson

Margur einn í aldursblóma undi sæll við glaðan hag brátt þá fregnin heyrðist hljóma heill í gær en nár í dag. Ó, hve getur undur skjótt yfir skyggt hin dimma nótt. Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 309 orð

ANDRÉS SIGURÐUR SIGURJÓNSSON

ANDRÉS SIGURÐUR SIGURJÓNSSON Andrés Sigurður Sigurjónsson fæddist á Sveinseyri í Dýrafirði 15. júní 1953. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 15. október síðastliðinn. Andrés Sigurður var fjórði í röð fimm barna hjónanna Ástu Kristínar Guðjónsdóttur, f. 30. ágúst 1916, d. 13. apríl 1995, og Sigurjóns Hákonar Haukdals Andréssonar, f. 5. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 140 orð

Andrés Sigurður Sigurjónsson Elsku pabbi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá mér. Það gerðist allt svo hratt, bara á

Elsku pabbi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá mér. Það gerðist allt svo hratt, bara á einum dagi. Þú varst svo góður og myndarlegur maður. Þú vildir okkur börnunum þínum bara það besta og reyndir að gera allt sem þú gast fyrir okkur. Ég man varla eftir sumri að við færum ekki vestur til ömmu og afa. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 792 orð

Andrés S. Sigurðsson

Þegar maður upplifir það að missa einhvern nákominn sér finnst manni lífið svo óréttlátt. Sérstaklega þegar það kemur eins mikið á óvart og nú. Að hann pabbi minn sé nú farinn og ég geti aldrei talað við hann aftur er mér óraunverulegt er ég skrifa þessi orð. Ég hélt að hann myndi alltaf vera hér hjá mér, en ég veit í hjartanu að hann verður alltaf hjá okkur systkinunum og passar okkur. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 380 orð

Ferdinand Rósmundsson

Afi og amma byrjuðu sinn búskap að Ási í Hjaltadal árið 1944, en þaðan er amma. Samhliða búskapnum var afi bílstjóri. Fyrst mjólkurbílstjóri í sveitinni en síðar almennur vöruflutningabílstjóri, eða þar til hann veiktist alvarlega árið 1972. Árið 1964 urðu afi og amma að flytja frá Ási og fóru þau að Lóni í Viðvíkursveit ásamt foreldrum okkar, Öldu og Bent. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 116 orð

FERDINAND RÓSMUNDSSON

FERDINAND RÓSMUNDSSON Ferdinand Rósmundsson var fæddur í Viðvíkursveit í Skagafirði 22. janúar 1918. Hann lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Sauðárkróks 14. október síðastliðinn. Ferdinand var sonur hjónanna Rósmundar Sveinssonar og Elísabetar Guðrúnar Júlíusdóttur. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 524 orð

Friðrik Bjarnason

Vinur minn Friðrik Bjarnason er látinn. Minningarnar um góðan og heilsteyptan drengskaparmann sitja eftir í huga allra Vestramanna, sem ljúfur andblær alls sem er að minnast frá liðnum samveru- og samstarfsfundum í lífi hans og okkar. Friðrik var formaður knattspyrnufélagsins Vestra í mörg ár. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Friðrik Bjarnason

Elsku afi. Mig langar að hripa niður nokkur orð til þess að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og segja þér hve vænt mér þykir um þig. Alveg síðan ég fæddist hefur þú verið til staðar fyrir mig og lést mig finna að ég væri velkomin. Ég mun aldrei gleyma öllum heimsóknunum mínum á Ísó, þegar þú fórst með okkur afabörnunum á rúntinn og bauðst okkur upp á eitthvað gott. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 589 orð

Friðrik Bjarnason

Nú hefur hann kvatt eftir langt stríð. En stríðsmaður var hann eins og margir fyrir vestan. Heilsan hafði brugðizt óþyrmilega. Kom slíkt harkalega niður á honum, svo harkalega, að það var átakanlegt. Það var átakanlega sárt að sjá þennan sterka og vel af guði gerða mann hrynja niður í veikindum. Hvert átakið tók við af öðru. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 345 orð

Friðrik Bjarnason

Í dag, laugardaginn 25. október, verður vinur minn og lærifaðir Friðrik Bjarnason borinn til grafar. Ég kynntist Didda á horninu eins og hann var þá oftast kallaður, þegar ég ungur maður á vordögum 1955 gerðist hans fyrsti málaranemi. Með okkur tókst strax góður vinskapur sem stóð alla tíð, hjá Didda var ég í 8 ár, fyrst sem nemi og síðan sem fullgildur málari. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 269 orð

Friðrik Bjarnason

Þegar pabbi minn hringdi og sagði: "Hann Diddi bróðir er dáinn, hann fékk loks friðinn, blessaður," leið mér undarlega því samtímis gladdist ég yfir að langri og sársaukafullri sjúkdómsbaráttu væri lokið en fann líka að ég hafði misst mikið. Allt frá því að ég var lítið barn stóð heimili þeirra Didda og Sissu mér opið hjartahlýtt og gestrisið svo af bar. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Friðrik Bjarnason

Elsku Diddi minn er dáinn. Þegar ég fékk þessar fréttir fann ég til mikillar sorgar, en jafnframt léttis. Það er búið að losa þig við allar þínar þjáningar. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var sex ára gömul. Þá kom ég vestur til mömmu minnar í heimsókn. Hún vann þá á gamla sjúkrahúsinu og varst þú að mála þar. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 408 orð

FRIÐRIK TÓMAS BJARNASON

FRIÐRIK TÓMAS BJARNASON Friðrik Tómas Bjarnason fæddist 5. maí 1922. Hann lést 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Herdís Jóhannesdóttir, f. 23.9. 1891, d. 7.8. 1961, og Bjarni Magnús Pétursson, f. 1.1. 1892, d. 19.2. 1957. Barn Herdísar: Guðmundur Kristinn Falk Guðmundsson, f. 19.9. 1913, d. 25.8. 1965. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 364 orð

Guðfinnur Sigfússon

Guðfinnur Sigfússon bakarameistari, lærifaðir minn og vinur, hefur kvatt þennan heim. Þar fer gestur frá hótel jörð, sem ekki þarf heimferðinni að kvíða. Án nokkurs efa verður vel á móti Finna tekið. Hvorki fyrr né síðar hef ég kynnst vammlausari manni að ógleymdum öllum þeim öðrum kostum sem Finni bjó yfir. Heiðarleiki, samviskusemi, hógværð og rólyndi svo fátt eitt sé nefnt. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 457 orð

Guðfinnur Sigfússon

Ung að árum lagði ég ást á þetta ljóð Hjalmar Gullbergs í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og ég man að ég hugsaði oft um af hverju lífið væri ekki svona, af hverju þessi tæra góðvild, þessi óáreitni skilningur, þessi hugarró væri ekki máttugra afl í óreiðu lífs okkar en við verðum vör við í daglegu amstri. Ég sætti mig við að slíkt væri of gott til að vera satt. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 258 orð

Guðfinnur Sigfússon

Það er margs að minnast á yfir 40 ára kynnum við Guðfinn, eiginmann Ingu vinkonu minnar. Það var árið 1955 er Inga kynntist Guðfinni, þá nýfráskilin með þrjú ung börn á aldrinum 3-8 ára. Þau kynni leiddu til hjúskapar. Þau giftu sig 1. september 1956 og var það mikið gæfuspor því betri föður barnanna sinna gat hún ekki fengið. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Guðfinnur Sigfússon

Elsku pabbi. Það er erfitt að setja orð á blað, þegar maður er gráti nær. Minningarnar ljóma í huga mér. Þú varst mér svo góður. Mér var það kannski ekki ljóst sem barni, en ég veit, að í því tilfinningaróti og átökum, sem hjónaskilnaður hefur í för með sér var þinn þolinmóði kærleikur okkur mikils virði. Ég skil það betur núna. Hinn þolinmóði kærleikur. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐFINNUR SIGFÚSSON

GUÐFINNUR SIGFÚSSON Guðfinnur Sigfússon fæddist í Tjaldtanga við Ísafjarðardjúp 14. apríl 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 22. október. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 963 orð

Lydía Kristófersdóttir

Elskuleg amma mín, Lydía Kristófersdóttir, er látin. Síðustu fjögur árin urðu henni erfið. Þegar afi dó hætti hún að geta tekið þátt í lífinu á sama hátt og áður. Afi var atorkan og ljósið í lífi hennar, enda voru þau ákaflega samrýnd og miklir vinir. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 181 orð

LYDÍA KRISTÓFERSDÓTTIR

LYDÍA KRISTÓFERSDÓTTIR Lydía Kristófersdóttir fæddist í Skjaldartröð á Hellnum 19. júní 1913. Hún lést 13. október síðastliðinn í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi. Foreldrar hennar voru Kristrún Þorvarðardóttir frá Bjarnarbúð á Arnarstapa, fædd 19. 12. 1873, d. 18.4. 1967, og Kristófer Ólafssn, f. í Skjaldartröð á Hellnum 1.11. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 436 orð

Ólafur Diðrik Þorsteinsson

Hann Óli frændi er dáinn, þetta gerðist allt svo snöggt að maður er varla farinn að átta sig á þessu enn. Óli, eða Ólafur Diðrik Þorsteinsson, var yngsti bróðir hennar mömmu. Ég man eftir honum heima á Arnarfelli þegar músíkin hljómaði út um herbergisgluggann hjá honum. Þar bar einna mest á Rolling Stone en einnig var Tom Jones í miklu uppáhaldi. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 573 orð

Ólafur Diðrik Þorsteinsson

Allt er í heiminum hverfult og hinn mannlegi þáttur þar ekki undanskilinn. Lífið er flókin mynd, sem fer misjöfnum höndum um þær mannverur, sem byggja þessa jörð. Sumir lifa við mikið örlæti heilbrigðis og hamingju, en aðrir eru þrælar andstæðunnar og verða að kyngja þeim beiska bita að geta ekki staðið til jafns við ýmsar stéttir samfélagsins. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 141 orð

ÓLAFUR DIðRIK ÞORSTEINSSON

ÓLAFUR DIðRIK ÞORSTEINSSON Ólafur Diðrik Þorsteinsson var fæddur í Vestmannaeyjum 14. janúar 1951. Hann lést á Landspítalanum laugardaginn 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lilja Ólafsdóttir frá Strönd í Vestmannaeyjum og Þorsteinn Gíslason frá Eskifirði. Hann átti fimm systkini, þau eru: Guðrún, fædd 6.8. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Sigrún Guðjónsdóttir

Sigrún Guðjónsdóttir var fædd í Merki í Jökuldal 24. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 12. október síðastliðinn. Foreldrar: Guðrún María Benediktsdóttir, f. 22. ágúst 1880, d. 1. apríl 1971, og Guðjón Gíslason, f. 19. janúar 1879, d. 24. desember 1954. Systkini: Einar Hjálmar, f. 24. maí 1907, d. 20. október 1991, Sólveig, f. 15. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 829 orð

Sigrún Guðjónsdóttir

Nú hefur hún móðir mín kvatt sitt líf. Hún var orðin 90 ára þegar kallið kom og var hún búin að bíða þess um nokkurt skeið. Mamma var alin upp í Heiðarseli í Jökulsdalsheiði frá 5 ára aldri. Hún talaði oft um Heiðarsel og Heiðina, sumarfegurðina þar, fuglalífið og veiðivötnin. Þau systkinin unnu öll stórbrotinni náttúru Heiðarinnar og áttu öll ævilangan varma frá sumrunum þar. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 382 orð

Sigrún Guðjónsdóttir

Þá er blessunin hún Sigrún amma farin yfir móðuna miklu. Hún var orðin níræð að aldri og hafði verið heilsulítil í mörg ár. Amma bjó yfir mikilli seiglu og hafði lifað tímana tvenna eins og sagt er. Hún hafði ekki mikla líkamsburði, var lágvaxin og fínleg, en eljusemin og þrautseigjan voru ótrúleg. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 218 orð

Sigurbjörn Eiríksson

Vinur og velgjörðarmaður er genginn og með Sigurbirni í Glaumbæ fellur sannur landnámsmaður frá athafnalífi Íslendinga. Sigurbjörn Eiríksson var fátækur sveitastrákur og með eljusemi varð hann umfangsmesti veitingamaður á Íslandi. Glaumbær er goðsögn í Reykjavík og Klúbburinn og Vetrargarður sveipaðir ævintýraljóma. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON Sigurbjörn Eiríksson fæddist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 5. desember 1925. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 217 orð

Sigurður Pálsson

Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, gleði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Í dag er kvaddur tengdafaðir minn, Sigurður Pálsson. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 663 orð

Sigurður Pálsson

Farðu sæll til herrans heima hreina, góða, sterka sál. Þínir niðjar þér ei gleyma, þar til tæmist lífsins skál. Þegar lýjumst vér að verki vilji birta þrek og trú. Þá sé oss þín minning merki meir og betur stríddir þú. (M. Jochumsson. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 163 orð

SIGURÐUR PÁLSSON

SIGURÐUR PÁLSSON Sigurður Pálsson fæddist í Hleinagerði, Eiðaþingá, 2. október 1914. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 2.11. 1889, d. 25.9. 1970, og Páll Sigurðsson, f. 24.1. 1883, d. 9.6. 1966. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 240 orð

Sverrir Jónsson

Mig langar að minnast Sverris frænda í örfáum orðum. Fréttin um ótímabært andlát hans var öllum reiðarslag, en hann varð bráðkvaddur hinn 15. október sl. Efst í huga mínum er að fyrir tæpum mánuði fórum við í heimsókn til Sverris frænda. Það var yndislegt að koma í Laugarbrekkuna, á fallegt heimili þeirra Þórnýjar, og var okkur sannarlega tekið opnum örmum. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 191 orð

Sverrir Jónsson

Í dag er komið að kveðjustund. Fallinn er frá elskulegur föðurbróðir minn, Sverrir Jónsson. Það er aldrei auðvelt að kveðja einhvern sem manni þykir vænt um. Þó að mestan hluta ævi minnar hafi hálft landið skilið okkur að, reyndist Sverrir mér alltaf góður. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 290 orð

Sverrir Jónsson

Einstakur vinur minn, Sverrir Jónsson, er látinn og langar mig að minnast hans í fáeinum orðum. Ég á erfitt með að átta mig á því að leiðir okkar liggi ekki oftar saman í þessu jarðlífi. Minningar um góðan félaga sækja á hugann. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við gengum báðir í Frímúrararegluna haustið 1985 og fór strax vel á með okkur. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Sverrir Jónsson

Með þessum orðum langar mig að kveðja Sverri frænda og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem ávallt munu lifa með okkur í minningunni, og veita okkur styrk nú þegar sorgin hefur skyndilega kvatt dyra. Það var eins og þruma úr heiðskíru lofti að frétta af andláti frænda. Hann sem var alltaf svo þróttmikill og hraustlegur. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 160 orð

SVERRIR JÓNSSON

SVERRIR JÓNSSON Sverrir Jónsson fæddist í Óspaksstaðaseli í Húnavatnssýslu 6. desember 1937. Hann lést 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Guðjónsdóttir, f. 12.12. 1898, d. 27.7. 1964, og Jón Jóhann Samsonarson, f. 8.9. 1898, d. 31.3. 1962. Systkini Sverris: Þórður, f. 19.7. 1930, d. 19.6. 1979, Karítas f. 19.8. Meira
25. október 1997 | Minningargreinar | 173 orð

(fyrirsögn vantar)

Ég vil með þessum línum minnast vinar míns Friðriks Bjarnasonar er lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 16. þ.m. eftir löng og ströng veikindi. Didda er ég búin að þekkja alla tíð, faðir minn málaði hjá honum í mörg sumur, svo áttum við tvö systkinin eftir að mála lík hjá honum og Bjarndísi dóttur hans. Diddi var skemmtilegur og góður maður sá alltaf eitthvað fallegt og gott við alla. Meira

Viðskipti

25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 82 orð

3 fulltrúar Mitsubishi handteknir

JAPANSKA lögreglan hefur handtekið þrjá fulltrúa Mitsubishi bifreiðafyrirtækisins, grunaða um að hafa greitt fjárkúgurum rúmlega níu milljónir jena síðan í ársbyrjun 1995. Lögreglan telur að féð hafi verið greitt til að koma í veg fyrir að hluthafafundi fyrirtækisins yrði hleypt upp. Meira
25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Boeing fær viðvörun frá ESB

STJÓRN Efnahagssambandsins hefur bent Boeing á að það rannsaki fréttir um að Delta flugfélagið hlíti ákvæði samnings við verksmiðjurnar um að kaupa eingöngu flugvélar frá Boeing næstu 20 ár. Framkvæmdastjórn sambandsins lagði blessun sína yfir samruna Boeing og McDonnell Douglas flugvélaverksmiðjanna í júlí, þegar Boeing hafði samþykkt að fella úr gildi ákvæði úr samningum við Delta, Meira
25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 107 orð

ÐIslandia Internet og Kuggur hanna fasteignavef

ISLANDIA Internet ehf. og Kuggur ehf. hafa undirritað samstarfssamning um hönnun, þróun og rekstur fasteignavefs á Netinu. Kuggur mun hanna vefhugbúnað en Islandia mun annast hönnun og útlit og sjá um markaðssetningu, að því er segir í fréttatilkynningu frá samningsaðilum. Meira
25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 45 orð

ÐSölu bréfa í Stálsmiðjunni lokið

SÖLU hlutabréfa í almennu útboði Stálsmiðjunnar hf. er nú lokið. Sala bréfanna hófst þann 16. október sl. og voru boðin út bréf að nafnvirði 10 milljónir á genginu 4,95. Bréfin seldust til einstaklinga og stofnanafjárfesta. Umsjón með útboðinu hafði Íslandsbanki hf. Meira
25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 262 orð

Gull ekki lægra í 15 vikur

GULL hefur orðið fyrir enn einu áfalli vegna þess að ráðgjafar svissnesku stjórnarinnar segja að hún geti selt 1400 tonn af gulli ef hún yfirgefur gullfótinn. Breyta verrður stjórnarskránni og efna til þjóðaratkvæðis áður en sala getur hafizt, sennilega snemma á næstu öld. Engu að síður lækkaði verð á gulli um leið og opnað var í New York eftir órólegan dag í Evrópu. Meira
25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 238 orð

»Hækkanir renna út í sandinn í Evrópu

HÆKKUN á gengi hlutabréfa austanhafs og vestan rann út í sandinn í gær. Mikil sala síðdegis gróf undan bata í Hong Kong sem hafði jákvæð áhrif eftir hlutabréfahrunið í Asíu á fimmtudag. Í London og París lauk viðskiptum með tapi eftir hækkun fyrr um daginn vegna batans í Hong Kong og 1% hækkun í New York varð að tapi. Í Frankfurt varð nokkur hækkun. Meira
25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Starfsemin mun fjölþættari en lánasjóðanna

STJÓRN Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. hefur ákveðið að hlutverk bankans verði að veita íslensku atvinnulífi mun víðtækari þjónustu en þeirra fjárfestingarlánasjóða sem hann leysir af hólmi. Í rekstri bankans verður lögð höfuðáhersla á arðbæran rekstur og víðtæka þjónustu við viðskiptavini með sérstaka áherslu á hraða og sveigjanlega, Meira
25. október 1997 | Viðskiptafréttir | 1376 orð

Tapið af botnfiskveiðum og -vinnslu 450 milljónir

STJÓRNENDUR Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vinna nú að því að gera tillögur til stjórnar félagsins sem miða að því að leysa rekstrarvanda botnfiskvinnslu félagsins. Þrír kostir eru einkum til skoðunar og þykir meðal annars koma til greina að loka frystihúsi félagsins í Þorlákshöfn eða jafnvel báðum frystihúsum félagsins. Meira

Fastir þættir

25. október 1997 | Dagbók | 3031 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. »APÓTEK AUSTURBÆJAR: Opið virka daga kl. 8. Meira
25. október 1997 | Í dag | 29 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. okt

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. október, er sjötugur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, fyrrv. sóknarprestur, Sólheimum 23, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín Gunnlaugsdóttir. Þau hjónin eru stödd erlendis. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 442 orð

Bandarísku liðin eru í forustu

Heimsmeistaramót í opnum flokki og kvennaflokki er haldið í Túnis, dagana 18. október til 1. nóvember. BANDARÍSKU sveitirnar tvær voru efstar í undankeppninni um Bermúdaskálina, eftir 13 umferðir af 17. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 334 orð

Blóðþyrstir uppvakningar og úlfar

LEIKURINN Resident Evil hefur nýlega verið gefinn út af Capcom fyrir leikjatölvuna Sega Saturn. Hann var áður gefinn út fyrir leikjatölvuna PlayStation fyrir rúmu ári. Resident Evil segir frá leitarhóp sem sendur er af stað eftir að þyrla svokallaðs Bravo-hóps týnist yfir frumskógi nálægt Racoon city. Leitarhópurinn finnur flak þyrlunnar og lík nokkurra úr hópnum. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 111 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufja

NÚ ER lokið 12. umferð af 21 í 22 para Barometer tvímenningi. Jón og Björk hafa þegar tekið góða forystu, staða efstu para er þessi: Jón ­ Björk172 Stefanía ­ Jóhann117 Anton ­ Bogi106 Sigurður ­ Sigfús102 Stefán ­ Páll Ágúst91 Þorsteinn ­ Jón Hólm87 18. október sl. var haldið Norðurlandsmót í tvímenningi á Sauðárkróki. Meira
25. október 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Margrét Árnadóttir og Jóhann Sigurðsson. Heimili þeirra er að Lyngbergi 19b, Hafnarfirði. Meira
25. október 1997 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. september af sr. Ólafi Jóhannssyni Héléne C.F. Fouques og Skúli Magnússon. Heimili þeirra verður í Englandi næsta ár. Meira
25. október 1997 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Hildigunnur Guðlaugsdóttir og Björgvin Gunnarsson. Heimili þeirra er að Víðihvammi 1, Hafnarfirði. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 177 orð

Cranio- Sacral meðferðin

CRANIO vísar til höfuðkúpu en sacral til hryggjar, spjaldhryggbeins. Cranio-Sacral meðferð mætti því þýða sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Meðferðin er fólgin í því að losa um hin ýmsu bein höfuðsins og þá sérstaklega höfuðkúpubeinin en þau þurfa að vera hreyfanleg til að mænuvökvinn flæði óhindraður. Meira
25. október 1997 | Dagbók | 536 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 373 orð

Eins og allt annað barn

KARLMAÐUR, sem býr fyrir austan fjall, fékk slæmt höfuðhögg fyrir nokkrum árum. Fljótlega upp frá því fór hann að kenna slappleika, sem engin viðhlítandi skýring fékkst á. Að lokum ákvað hann að fara í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og eftir þrjú skipti var hann orðinn eins og hann átti að sér að vera, að eigin sögn. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 1130 orð

Guðspjall dagsins: Hve oft á að fyrirgefa? (Matt. 18)

Guðspjall dagsins: Hve oft á að fyrirgefa? (Matt. 18) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Meira
25. október 1997 | Í dag | 94 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 25. október, eiga gullbrúðkaup Pálína Gísladóttir og Halldór Finnsson, fyrrv. sparisjóðsstjóri og oddviti, Grundarfirði. Fyrsta vetrardag 25. október 1947 voru þau gefin saman í Setbergskirkju af sr. Jósef Jónssyni, prófasti, Setbergi, Eyrarsveit, Snæf. Einnig voru þá gefin saman Vilborg G. Meira
25. október 1997 | Í dag | 20 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 25. október, eiga gullbrúðkaup Fjóla Guðlaugsdóttir og Kristinn Magnússon, Lindargötu 61. Þau eru að heiman í dag. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Hátískufatnaður á uppboði Í næstu viku verður haldið uppboð á vegum Sotheby's í New York, þar sem meðal annars verða boðnir upp

AÐ VERA laghentur hefur löngum verið talinn einn helsti kostur sem prýða má einstakling. Þegar vanda átti til uppeldis ungrar stúlku þótt sjálfsagt að hún lærði kvenlegar hannyrðir til að fullnægja sköpunarþörf sinni, Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 1295 orð

Hin hægláta fyrir byggjandi bylting

ÞETTA líkist engu venjulegu nuddi. Helga Geirsdóttir byrjar á að taka létt um ökklana og færir sig síðan upp eftir líkamanum og fer loks mjúkum höndum um höfuð "sjúklingsins", sem hafði búist við hinum hefðbundnu Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 659 orð

Hvar er hægt að fá áfallahjálp?

Áfallahjálp Spurning: Fyrir nokkru varð ég vitni að alvarlegu umferðarslysi, þar sem fólk lést og aðkoman var hörmuleg. Ég hef ekki enn jafnað mig eftir það tilfinningalega áfall sem ég varð fyrir við þennan atburð. Hann er stöðugt í huga mér, ég á erfitt með svefn, vakna oft upp og hef slæma drauma. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 951 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 924. þáttur

924. þáttur STEFÁN Snævarr í Noregi sendir mér harðort bréf sem hér birtist að hluta. Svar er þeim hér heimilt sem á er deilt: "Ágæti Gísli! Maðurinn, sem hugsar á ensku, lætur ekki deigan síga. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 1114 orð

Mynd, ímynd draumsins

DRAUMURINN notar einskonar klippimyndatækni (collage) í myndgerð sinni, til að ná fram réttum áhrifum á dreymandann og koma fram sönnum skilaboðum. Það er svipuð tækni og í nútíma tölvumyndagerð þar sem hægt er að hrifsa menn, dýr og hluti út úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, Meira
25. október 1997 | Í dag | 402 orð

Skafmiðar ogkrakkalýsi

SIGRÚN hafði samband við Velvakanda og sagði hún að hún og nokkrar aðrar mæður væru óhressar með það að með krakkalýsi fylgdi skafmiði. Þeim finnst þetta ákaflega mikil lágkúra að nota skafmiða og höfða svona til smábarna. Meira
25. október 1997 | Fastir þættir | 429 orð

Uppgötvun Cranio- Sacral kerfisins

ÁRIÐ 1970 aðstoðaði dr. John Upledger við uppskurð á hálsliðum sjúklings, þar sem fjarlægja þurfti kalk af heila- og mænuhimnunni "dura mater". Þurfti hann við það tækifæri að halda mænuslíðrinu í kyrrstöðu meðan á aðgerðinni stóð, en það var honum algerlega um megn þar sem slíðrið rann stöðugt úr höndum hans. Upledger vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Meira

Íþróttir

25. október 1997 | Íþróttir | 109 orð

Bikarkeppni karla

Handknattleikur Bikarkeppni karla Laugardagur: Kaplakriki:FH - Fram16 Fylkishús:Fylkir - Þór Ak.16 Varmá:HM - ÍR14 Vestmannaeyjar:ÍBV - KA14 Sunnudagur: Austurberg:Ögri - Valur18.30 Austurberg:Ármann - Afturelding20.30 Blak Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 234 orð

Björgvin í stað Konráðs ÞORBJÖRN J

ÞORBJÖRN Jensson sagðist nota kalt mat við val á landsliðinu hverju sinni. "Ég tel að Björgvin henti betur en Konráð gegn vörn eins og Litháar leika og þess vegna valdi ég hann. Konráð var hins vegar með á móti Sviss. Eins eru margir leikmenn sem hafa leikið vel í deildinni hér heima og banka stöðugt fastar á dyrnar, og það er ánægjulegt," sagði Þorbjörn. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 232 orð

"Ég ætla í úrslitakeppnina á Ítalíu"

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti landsliðshópinn sem tekur þátt í tveimur leikjum gegn Litháum í næstu viku, en leikirnir eru í riðlakeppni Evrópukeppninnar. Í hópnum eru fjórtán leikmenn; "gamalkunnug andlit enda er enginn nýliði í hópnum," sagði Þorbjörn á blaðamannafundi í gær. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 294 orð

Falur tryggði Keflvíkingum nauman sigur í "Ísjakanum"

Keflvíkingar unnu nauman sigur á KFÍ, 81:84, í hörkuspennandi leik á Ísafirði í gærkvöldi. Í byrjun virtist sem Keflvíkingarnir ætluðu ekki að láta leikinn endurtaka sig frá því í síðasta leik í deildinni, tóku á frá fyrstu mínútu og höfðu yfirhöndina í byrjun. En þegar þjálfarinn Guðni Ó. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 116 orð

FÉLAGSLÍFKR-klúbburinn Haustfagnaður KR-kl

Haustfagnaður KR-klúbbsins verður haldinn á veitingastaðnum Rauða Ljóninu á Seltjarnarnesi í kvöld. Konukvöld Fram Konukvöld Fram verður haldið laugardaginn 1. nóvember kl. 20 í Framheimilinu. Þess má og geta að herrakvöld Fram verður haldið á sama stað föstudagskvöldið 14. nóvember. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 85 orð

Frestað í Eyjum

LEIK ÍBV og KA í bikarkeppni HSÍ, sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, var frestað þar til kl. 13 í dag. Ástæðan er sú að dómararnir komust ekki til Eyja. Þeir ætluðu að taka flugvél kl. 18 í gær en þá var komin svartaþoka í Eyjum. KA-menn voru hins vegar mættir til Vestmannaeyja og komu þangað með flugi kl. 16 í gær. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 172 orð

Fullreynt að fá leikheimild með góðu BEN

BENEDIKT Guðmundsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindvíkinga í körfuknattleik, segir að nú sé fullreynt að fá með góðu leikheimild fyrir Grikkjann Konstantinos Tsartsaris frá félagi hans í Grikklandi. Dómstóll KKÍ vísaði kæru Grindvíkinga frá á dögunum og ekkert hefur gengið að reyna að semja við gríska körfuknattleikssambandið. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 263 orð

Góð byrjun hjá Strobl og Piccard

AUSTURRÍSKI skíðakappinn Josef Strobl og Leila Piccard frá Frakklandi sigruðu á opnunarmóti heimsbikarsins í alpagreinum ­ samhliðasvigi, sem fram fór í Tignes í Frakklandi í gær. Í dag verður keppt í stórsvigi á sama stað. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 123 orð

Halldór og Ingólfur í Þýskalandi

HALLDÓR Svavarsson og Ingólfur Snorrason keppa um helgina í opnu Bæjaralandskeppninni í Ingolfstadt í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar senda landsliðsmenn á þetta árlega mót. Halldór keppir í -68 kg flokki og Ingólfur í +78 kg flokki. Halldór Svavarsson, sem jafnframt er landsliðsþjálfari í karate, sagðist eiga von á sterku móti í Þýskalandi. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 70 orð

Handknattleikur

Bikarkeppni HSÍ Karlar, 32-liða úrslit: UMFA-b - ÍR-b23:35 Breiðablik - Haukar25:35 Markahæstir: Örvar Arngrímsson 6, Derek Brown 5, Ragnar Kristjánsson 5, Darrik Heath 3 - Jón Freyr Egilsson 8, Aron Kristjánsson 7, Einar Gunnarsson, Einar Jónsson og Siguður Þórðarson 3 hver. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 127 orð

Hitnar undir Röber MANFRED Z

Hitnar undir Röber MANFRED Zemaitat, forseti þýska félagsins Herthu Berlín sem Eyjólfur Sverrisson leikur með, gaf til kynna í gær að ef félagið ynni ekki Karlsruhe í dag yrði þrjálfinn J¨urgen Röber líklega rekinn. "Ákvörðun um þjálfaraskipti verður tekin á allra næstu dögum," sagði Zemaitat. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 54 orð

Knattspyrna Þýskaland 1. deild: Kaiserslautern - Duisburg1:0 Olaf Marschall (21.). 38.000. Schalke - Bochum2:0 Marc Wilmots

Þýskaland 1. deild: Kaiserslautern - Duisburg1:0 Olaf Marschall (21.). 38.000. Schalke - Bochum2:0 Marc Wilmots (68.), Michael Goossens (77.). 47.640. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 321 orð

Körfuknattleikur

Haukar - UMFN74:70 Eggjabikarinn, 8-liða úrslit, fyrri leikir, föstudaginn 24. október. Gangur leiksins: 6:10, 14:10, 18:21, 23:25, 27:32, 33:32, 43:35, 45:41, 52:44, 63:51, 66:64, 71:64, 74:66, 74:70. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 80 orð

Landsliðið Landslið Íslands sem mætir Lit

Landslið Íslands sem mætir Litháen ámiðvikudag ytra og sunnudaginn 2. nóvember hér heima. Tilgreint er nafn leikmanns, félag hans og fjöldi landsleikja. Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val269 Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA 134 Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 528 orð

Lofa að beita ekki bellibrögðum

ÖKUÞÓRARNIR tveir, sem á morgun heyja einvígi um heimsmeistaratigninga í formúlu-1 kappakstri í Jerez á Spáni, Þjóðverjinn Michael Schumacher hjá Ferrari og Kanadamaðurinn Jacques Villeneuve hjá Williams, hétu því á blaðamannafundi að berjast drengilega til sigurs og beita ekki bellibrögðum til að hreppa titilinn. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 378 orð

Rodman samdiDENNIS Rodman hefur gengið frá samningi

DENNIS Rodman hefur gengið frá samningi til eins árs við Chicago Bulls, meistaraliðið í bandarísku NBA-körfuboltadeildinni. Rodman, sem hefur tekið flest fráköst allra leikmanna deildarinnar síðustu sex keppnistímabil, hafði hugleitt að hætta, en talsmaður félagsins tilkynnti var um samninginn í gær. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 89 orð

Skíði

Heimsbikarinn Tignes, Frakklandi: Samhliðasvig: Karlar 8-manna úrslit: Kjeti Andre Åmodt (Noregi) vann Tom Stiansen (Noregi) Sigfried Voglreiter (Austurríki) vann Paul Accola (Sviss) Hermann Mayer (Austurríki) vann Lasse Kjus (Noregi) Josef Strobl (Austurríki) vann Alberto Tomba Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 243 orð

Tindastólsmenn með gott veganesti til Grindavíkur

Grindvíkingar sáu aldrei til sólar er þeir mættu Tindastólsmönnum á Sauðárkróki í gær og töpuðu með 20 stiga mun, 88:68. Tindastólsmenn hafa því gott veganesti til Grindavíkur annað kvöld, en þess má geta að þeir hafa aldrei unnið í Grindavík. En 20 stig er ágætt veganesti og gæti dugað. Tindastólsmenn fengu óskabyrjun. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 490 orð

"Þetta er nóg"

HAUKAR báru sigurorð af Njarðvíkingum í fyrri umferð átta liða úrslita Eggjabikarsins í Hafnarfirði í gærkvöldi, 74:70, þótt tveir lykilmenn þeirra hefðu fengið fimm villur og því orðið að yfirgefa völlinn. Liðin skiptust á um forystuhlutverkið í fyrstu, en heimamenn tóku völdin í sínar hendur seint í fyrri hálfleik og héldu forskotinu allt til loka. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 313 orð

Þrítug og eini nýliðinn Judith Estergal er ei

Judith Estergal er eini nýliðinn í landsliðshóp kvenna í handknattleik, en Theodór Guðfinnsson landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í gær. Liðið heldur á miðvikudaginn í næstu viku til Búlgaríu þar sem það mætir heimamönnum, annaðhvort einu sinni eða tvisvar, en það var ekki orðið ljóst í gærkvöldi. Meira
25. október 1997 | Íþróttir | 364 orð

(fyrirsögn vantar)

Meistardeild Evrópu A-RIÐILL: Moskva: CSKA Moskva - Efes Pilsen (Tyrkl.)77:73 Valery Tikhonenko 18, Valery Daineko 17, Marcus Webb 16 - Petar Naumovski 17, Brian Howard 17, Mirsad Turkan 14. 2.500. Meira

Sunnudagsblað

25. október 1997 | Sunnudagsblað | 812 orð

Eyrnabólgan virðist endalaus

"VIÐ ERUM alveg hætt að taka undir með fólki um að stelpurnar hljóti að vera á batavegi því að reynslan hefur kennt okkur annað. Um leið og einni törn er lokið tekur önnur við. Eyrnabólgurnar virðast endalaust halda áfram að stinga sér niður og fyrir okkur er ekki annað að gera en að taka því sem að höndum ber, Meira
25. október 1997 | Sunnudagsblað | 566 orð

Hafbeitarlax í villum

ALLTAF eru einhver brögð af því að lax rati ekki heim og hafa slíkar tilhneigingar aukist með tilkomu hafbeitarinnar. Hafbeitarstofnar hafa stundum verið samsuða stofna og því þurft nokkrar kynslóðir til að beina ratvísinni í réttan farveg. Á meðan hafa menn séð mikið flakk og hefur það ekki verið vel séð þar sem þá er ávalt hætta á stofnablöndun. Meira
25. október 1997 | Sunnudagsblað | 60 orð

Opið hús í Tækniskólanum

KYNNINGARDAGUR verður í rekstrardeild Tækniskóla Íslands í dag frá kl. 11-17. Ýmsar stofnanir iðnaðarins munu einnig kynna starfsemi sína. Nemendur munu kynna hagnýt verkefni sem þeir vinna að í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Rekstrardeildin er fjölmennasta deild skólans og starfar í nánum tengslum við atvinnulífið. Meira
25. október 1997 | Sunnudagsblað | 510 orð

Ráðstefna um gagnaleynd og tölvuöryggi

SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG Íslands gengst fyrir ráðstefnu í Reykjavík fimmtudaginn 30. október þar sem fjallað verður um afstöðu til gagnaleyndar og tölvuöryggis. Hugað verður m.a. að lagasetningu um persónuleynd, hvernig tryggja megi öryggi og hvernig gæðastjórnun geti stuðlað að auknu gagnaöryggi. Meira
25. október 1997 | Sunnudagsblað | 347 orð

(fyrirsögn vantar)

MALARVINNSLAN hf. á Egilsstöðum vill ráða vélvirkja/bifvélavirkja til að sjá um verkstæði og annast viðgerðir á tækjum og bílum. Hjúkrunarfræðingar í Förde LAUSAR eru stöður hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Sentralsjukehuset Sogn og Fjordane (SSSF) í Noregi. Deildin er almenn gjörgæsludeild með 7 gjörgæslurúmum og 7 uppvöknunarrúmum. Meira

Úr verinu

25. október 1997 | Úr verinu | 417 orð

Réttlætiskenndinni er stórlega misboðið

AÐALFUNDUR Landssambands smábátaeigenda skorar á Alþingi að vinna nú þegar að lausn þeirra vandamála er blasa við í smábátaútgerðinni. Það má hverjum vera ljóst að óbreytt fiskveiðilög skapa miklar þrengingar hjá þeim stóra hópi smábátaeigenda sem nú vinna innan svokallaðra sóknardagakerfa. Meira
25. október 1997 | Úr verinu | 278 orð

"Sumir tala um dómstólaleiðina"

ARTHUR Bogason, formaður LS, segir að raddir séu uppi um það meðal einstakra félagsmanna í sóknardagakerfunum að þeir telji ekki stætt á öðru en að láta á rétt sinn reyna fyrir dómstólum, skili viðræður við sjávarútvegsráðuneytið um fleiri sóknardaga þeim til handa ekki viðunandi niðurstöðu. Meira
25. október 1997 | Úr verinu | 320 orð

Verðmæti fiskaflans jókst um milljarð

VERÐMÆTI fiskaflans fyrstu níu mánuði ársins hefur aukist um einn milljarð frá sama tíma í fyrra eða um 2,5% þrátt fyrir rúmlega 2% samrdrátt í magni. Verðmætið nú er orðið liðlega 40 milljarðar króna og af einstaka tegundum munar mestu um þorskinn, en útflutningsverðmæti hans er, fyrstu níu mánuðina, tæpir 10,3 milljarðar króna. Meira

Lesbók

25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 976 orð

AFSKORIN BLÓM AF ÓLÍKUM RUNNUM

ÍKrabbasvölunum segir frá þremur konum sem eru í lyfja­ og geislameðferð vegna krabbameins á sjúkrahúsi í stórborg. Einnig koma við sögu eiginmenn tveggja þeirra og hjúkrunarkona. Verkið er eftir sænska leikskáldið Marianne Goldman og lýsir hún sjálf þessum þremur veiku konum þannig: "Þær eru oft býsna andstyggilegar bæði við mennina sína sem koma í heimsókn og hver við aðra. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1677 orð

BARNAÞRÆLKUN Í INDLANDI

FRAMTÍÐ hverrar þjóðar er háð vexti og þroska barna hennar, það sem við gerum fyrir börnin er fjárfesting til frambúðar! Þannig hefst inngangur skýrslu, sem indversku barnahjálpinni barst nýlega frá stórborginni Madras, þar sem indverska barnahjálpin hefur rekið endurhæfingarheimili/skóla, fyrir holdsveik og bækluð börn og unglinga síðastliðin 12­13 ár. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1231 orð

DÝRIÐ OG DÝRLINGURINN

INDVERSKI rithöfundurinn Arundhati Roy komst fyrst í fréttir í fyrra þegar fregnir bárust af því að henni hefði verið borguð hálf milljón sterlingspunda, eða sem svarar tæpum 60 milljónum íslenskra króna, sem fyrirframgreiðsla fyrir bók hennar "The God of Small Things". Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 364 orð

efni 25. okt

Stjáni blái varð þjóðkunn persóna eftir að skáldið Örn Arnarson (Magnús Stefánsson) birti kvæði sitt um áratugi eftir að Stjáni fórst í ofsaveðri 1921, einn á ferð á báti sínum frá Hafnarfirði til Keflavíkur. Einhversstaðar á leiðinni stýrði hann "beint á drottins fund" eins og segir í kvæðinu. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1492 orð

HÁTÍÐ Í BÆ Kvikmyndahátíð Reykjavíkur verður haldin annað árið í röð næstu mánaðamót. ANNA SVEINBJARNARDÓTTIR skoðaði hvað

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN hefst nánar tiltekið 30. október og stendur til 9. nóvember. Á hátíðinni verður sérstök áhersla á kvikmyndir byggðar á leikritum Shakespeares og verða fjórar nýlegar myndir á boðstólum: "Hamlet", sem verður opnunarmynd hátíðarinnar, "Othello", Twelfth Night", og "Looking for Richard". Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 910 orð

HINN DÝRÐLEGI LJÓMI

Hlýr blærinn sveigði greinar trjánna blíðlega, en um leið fór hann mildilegum höndum um vanga mína. Ég andaði að mér hreinu lofti, en í því var angan af nýútsprungnum blómum. Ég litaðist um eftir blómunum og þarna var fagurlega útbúinn reitur af fjólubláum blómum. Sólin bakaði blómin og þau breiddu ánægjulega úr blómkrónum sínum. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

Hringurinn,

kulnaður eldur. Ein stendur hún utan hrings, í kaldri auðn, og snýr frá. Í bylgjum af grænu bláu og rauðbleiku; meðan stórar flygsur af snjó vígja nekt hennar til að lifa af mót nýjum undrum, nýjum galdri af þessum köldu svaltærandi töfrum. En óvissan... er enn ekki víst? Hvort sverfur til máls eða þagnar. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1780 orð

HÆTTULEGT NÁTTÚRUBARN Nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Niels Malmros er gerð eftir þekktri skáldsögu færeyska rithöfundarins

BARBARA, kvikmynd Nielsar Malmrosar var frumsýnd í Norræna húsinu í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skemmstu. Sagan gerist í Færeyjum á 18. öld og er þetta dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið á danska tungu, kostaði 400 milljónir íslenskra króna. Útisenur voru teknar í Færeyjum í fyrrasumar með þátttöku á annað hundrað færeyskra aukaleikara. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 561 orð

KAMMERVERK BRAHMS Í LISTASAFNI ÍSLANDS

AÐRIR tónleikarnir á kammer- og ljóðatónlistarhátíðinni Schubert-Brahms 1797- 1897 verða haldnir í Listasafni Íslands annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Á efnisskrá eru þrjú kammerverk eftir Brahms, Sónata í Es-dúr op. 120 nr.2 fyrir klarinettu og píanó, Sónata í F-dúr op. 99 fyrir selló og píanó og Tríó í a-moll op. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 676 orð

KARP-HJÓNIN KOMAST Í HANN KRAPPAN

Robert K. Tanenbaum: "Falsely Accused". Signet 1997. 422 síður. STUNDUM er eins og önnur hver bók, sem maður tekur niður úr hillum afþreyingabókmenntanna í bókabúðunum, sé eftir lögfræðinga er orðið hafa rithöfundar. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1590 orð

LJÓÐ MÍN HAFA LÍKAMSRYTMA Knut Ødegård segir að ljóðið hafi verið svolítið feimið við veruleikann en í nýrri bók, Vindar í

TENGSL ljóðs og veruleika hafa ekki alltaf verið skýr. Flestir hafa kannski á tilfinningunni að tengslin þarna á milli séu frekar lausleg. Í hugum sumra hefur ljóðið jafnvel verið andstæða veruleikans, átt heima á leiksviði ímyndunar og drauma, verið eins konar skuggamynd af veruleikanum. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð

MEÐ SAMEINUÐUM KRAFTI TOLLA OG THORS

EKKI ER það ný bóla að málari og skáld vinni saman að sýningu eða bók. Nægir að benda á það samstarf sem Thor Vilhjálmsson hefur áður átt við Örn Þorsteinsson myndlistarmann og samstarf þeirra Matthíasar Johannessen og Sveins heitins Björnssonar. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2088 orð

MISÞROSKI

Skapgerðarhvað? Hverjum manni er hollt að hafa skapgerð sína á hreinu og læra að stjórna henni. En það sem einum reynist leikur einn í því efni kann öðrum að reynast þung raun svo ólíkir sem menn geta verið þegar að þessu efni kemur. Gömul vísdómsorð segja að skapgerðareinkenni manns megi rekja að jöfnu til föður, móður, fósturs og nafns. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 527 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

OFAN Í MILLI

Þegar dagsbrúnin sést, drögnumst við öll úr einhverjum tjaldstað til ferðar um ókunn fjöll. Hún mjakast áfram, hin langa lest. Við, lítil og smávís, í leit að veraldar hylli. Ef lífið á engan lausan hest, það lætur þig ofan í milli. Og þá minnkar þú drauminn. En þú hefðir viljað halda sjálfur í tauminn. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

PÁLL ÓSKAR OG ÁSTARSAGA 3

UMRÆÐUR um Ástarsögu 3 verða að lokinni sýningu sem verður kl. 20 í Borgarleikhúsinu í kvöld, laugardag. Meðal þátttakenda verða Kristín Ómarsdóttir, höfundur verksins, Auður Bjarnadóttir leikstjóri og leikararnir Árni Pétur Guðjónsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þórhallur Gunnarsson. Sérstakur gestur sýningarinnar verður Páll Óskar Hjálmtýsson og mun hann einnig taka þátt í umræðunum. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2022 orð

PÓSTMÓDERNISMI: RÖKLEYSISHYGGJA Í MENNTAMÁLUM

Póstmódernistar (pm-istar) hafa nýverið svifið fram á hvelfinguna eins og vígahnettir í umræðum um menntamál, jafnt og á öðrum mannlífssviðum. Tvennt veldur því hins vegar að torsóttara er að gera grein fyrir hugmyndum þeirra á þessu sviði en öðrum, Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1260 orð

SAFNAÐARHEIMILI OG TÓNLISTARSKÓLI Í HAFNARFIRÐI

EKKI gerist það oft, sem kannski er heldur ekki von, að erlend og alþjóðleg tímarit um arkitektúr setji á sínar dýrmætu og eftirsóttu síður eitthvað um íslenzkar byggingar. Þó hefur það átt sér stað. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

SKÓLATÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR

Í LIÐINNI viku helgaði Sinfóníuhljómsveit Íslands skólaæskunni tíma sinn því haldnir voru fimm skólatónleikar fyrir nemendur 1.­7. bekkjar nokkurra grunnskóla Reykjavíkur. Einnig kom vistfólk Skálatúnsheimilisins á tónleikana. Alls sóttu tónleikana rúmlega 4.000 manns. Á efnisskrá var Pétur og úlfurinn eftir rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

SKÖPUN

Þú komst og söngst fyrir mig í einverunni sendur frá himni skapandi eins og sá er þig skóp tónlistarunnandi flytjandi fegurstu tóna úr söngsmiðju arkitekts lífs okkar beggja Höfundurinn býr í Slóvakíu. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 736 orð

SMÁLÖG ÓPERUJÖFURS Á NÝJUM DISKI EDDU

HAUSTLJÓÐ heitir októberkafli Árstíða Tsjajkovskíjs, en hann samdi lítil píanóverk um mánuðina alla. Edda Erlendsdóttir leikur þessi lög á píanó í Gerðarsafni í Kópavogi á mánudag og í sal frímúrara á Ísafirði á miðvikudag. Seinni tónleikarnir verða á vegum Menningarmiðstöðvarinnar í Edinborg, sem listamenn á Ísafirði standa að. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3183 orð

STJÁNI BLÁI

Ídesember 1935 birtist kvæðið Stjáni blái eftir Magnús Stefánsson í Eimreiðinni eða 14 árum eftir að sögupersóna verksins lést. Verkið þótti listasmíði og vakti mikla athygli bæði meðal þeirra sem þekktu til Stjána og annarra. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1000 orð

STRÍÐ, FRIÐUR OG SIGMUND FREUD

HEILAGUR Ágústínus, Tómas Hobbes og Sigmund Freud álitu manninn vera ofbeldissinnað dýr. Snemma varð mönnum ljóst að friðvænlegt þjóðfélag þrifist aðeins í skjóli löglegs ofbeldis þ.e. ríkisvalds. Flestir eru sammála því að nauðsynlegt sé að beygja manninn undir aga í því skyni að beisla lægstu hvatir hans. Í nútímaríkjum er þetta vald ýmsum takmörkunum háð. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 366 orð

SÖLUSÝNING Á VERKUM JÓNS ENGILBERTS Í ENGLABORG

SÖLUSÝNING á teikningum og olíumálverkum eftir Jón Engilberts verður opnuð í dag kl. 15 í vinnustofu listamannsins á heimili hans, Englaborg, Flókagötu 17. Húsið hefur verið í sölu til skamms tíma og hefur Samband íslenskra myndlistarmanna farið þess á leit við borgarstjóra að borgin kaupi húsið svo þar verði myndlist áfram í hávegum höfð. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

TIL SOLLU

Þar sem áður röru menn yfir ósinn liggur brú í mjúkum boga ­ inn í framtíðina. Þar sem áður handan himinblárra djúpa glampaði á nokkur hús dormar dulítið þorp. Þar sem þú stendur á eyrinni kemur þetta til baka í fang þér með angan sólglaðra sumra hvin hvítra storma. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 86 orð

UNDIR LAUFÞAKI

Undir laufþaki lágnættis, leystir þú bönd efasemda. Veröldin blasti við og vafði lífið sjálft ljósrauðum loga. Tindar fjallanna töluðu saman, tunglið brosti til vegfarenda. Inn í þetta undur sveif andi minn og horfði til himins. Meira
25. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð

ÖRVÆNTING

Ég bað um hjálp, ég fékk lyf. Fékk öll heimsins ónýtu lyf. Þá er til lyf, sem ég hræddist. Dauðinn. Nú geng ég óhikað í faðm hans. Það er ekki faðmur hlýju og ástar. Það er eini faðmurinn sem ég hef. Höfundurinn er ung kona í Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.