Greinar sunnudaginn 9. nóvember 1997

Forsíða

9. nóvember 1997 | Forsíða | 45 orð

Jarðskjálfti í Tíbet

GEYSIÖFLUGUR jarðskjálfti varð í Tíbet í gær og mældist hann 7,9 stig á Richter. Ekki var vitað um manntjón eða skemmdir af völdum skjálftans en hann varð á strjálbýlu svæði. Er hann sagður öflugasti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu. Meira
9. nóvember 1997 | Forsíða | 322 orð

Sendimaður SÞ varar við hættu á átökum

ÍRAKAR komu í veg fyrir störf Bandaríkjamanna í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í gær, sjötta daginn í röð. Varaði sendimaður SÞ, Jan Eliasson, við því að afstaða Íraka gæti leitt til átaka. Þeir væru nú að etja kappi við Sameinuðu þjóðirnar um hvor léti síðar undan og slíkt gæti reynst afar hættulegt. Meira
9. nóvember 1997 | Forsíða | 174 orð

Stíflugerð hafin í Yangtzefljóti

JARÐÝTUR ruddu í gær síðustu tonnunum af jarðvegi í bráðabirgðastíflu sem beinir Yangtze-fljótinu í nýjan farveg svo að framkvæmdir við hina gríðarstóru Þriggja gljúfra stíflu geti hafist. Efnt var til flugeldasýningar og fjölmenni var viðstatt er stíflunni var lokað, þeirra á meðal Jiang Zemin, forseti Kína, og Li Peng forsætisráðherra. Meira
9. nóvember 1997 | Forsíða | 360 orð

Táfýla og fluguklessur

MARC Abrahams hefur helgað líf sitt heimskulegum vísindaafrekum, og veitir ár hvert háðungarverðlaun Nóbels, svonefnd Ig Nobel, að því er greint er frá í International Herald Tribune. Meira

Fréttir

9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

1 milljón hringinga vegna korta

SÍMHRINGINGAR vegna greiðslukortanotkunar eru líklega um ein milljón í hverjum mánuði hér á landi. Þetta kom fram á fundi tæknimálanefndar aðila í verslun, sem er samstarfsnefnd hagsmunaaðila um tæknimál, og fulltrúa Pósts og síma. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

602 sjóðir og stofnanir starfandi í landinu

602 sjóðir og stofnanir starfandi í landinu SJÓÐIR og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá voru 602 talsins árið 1996. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit með sjóðum og stofnunum. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

7,7 milljónir úr Veiðikortasjóði

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur úthlutað styrkjum úr Veiðikortasjóði fyrir árið 1997 að fengnum tillögum sérstakrar ráðgjafanefndar. Alls var úthlutað 7,7 milljónum króna í 10 verkefni úr sjóðnum að þessu sinni en fyrr á árinu var úthlutað 8,5 milljónum króna til rannsókna á rjúpum, öndum og gæsum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Aðferðum við ráðningu skólastjóra mótmælt

FÉLAG íslenskra sérkennara hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun og áskorun um ráðningar í stjórnunarstöður við sérskóla: "Aðalfundur Félags íslenskra sérkennara, haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík, laugardaginn 18. október 1997, mótmælir þeim aðferðum sem Reykjavíkurborg viðhafði síðastliðið haust við ráðningu skólastjóra að sérskóla í borginni. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Alþingishúsið með kjallara

ÁÐUR óþekktar teikningar af Alþingishúsinu frá árunum 1879 til 1880, og þar á meðal uppdrættir sem virðast vera endanlegar byggingarteikningar hússins, komu nýlega í leitirnar í Þjóðskjalasafni Íslands. Þessar teikningar hafa fram að þessu verið taldar glataðar. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Auknar líkur á sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík

HORFUR eru á því að ríkisstjórnin ákveði á næstunni að sameina sjúkrahúsin tvö á höfuðborgarsvæðinu en fresti um sinn að sameina sex sjúkrahús á suðvesturhorninu. Stjórnvöld hafa samþykkt að láta halda áfram vinnu við hugmyndir VSÓ-ráðgjafar um sameininguna. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 556 orð

Ákveðinn aðlögunartími gefinn

ÞÓRÐUR Ólafur Búason, yfirverkfræðingur hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík, segir að fyrirmæli um að neysluvatn megi ekki vera heitara en 65 gráður hafi ekki verið sett inn í drög að byggingareglugerð sem taka á gildi 1. janúar 1998. Ljóst sé hins vegar að fyrr eða síðar verði það hluti af byggingarreglugerð hérlendis eins og á evrópska efnahagssvæðinu. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Basar Hringsins í Perlunni

HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar í dag, sunnudag, klukkan 13 í Perlunni. Þar verða seldir fallegir munir til jólagjafa, kökur og jafnframt verður jólakort Hringsins selt á basarnum. Allur ágóði af basarnum rennur til mannúðarmála, en Hringskonur hafa lagt sérstaka rækt við Barnaspítala Hringsins og búnað hans. Meira
9. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð

Ekki flogið árið 2000?

HOLLENSKA flugfélagið KLM greindi frá því á föstudag að sumar vélar félagsins muni ekki fara í loftið 1. janúar árið 2000 ef aldamótatölvuvírusar ógna flugöryggi á einhverjum leiðum. Sagði talsmaður KLM að félagið myndi á næsta ári standa fyrir ráðstefnu í tengslum við átak til þess að deila upplýsingum með keppinautum og upplýsa almenning. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fjallað um Íslenska erfðagreiningu í Science

Í OKTÓBERHEFTI tímaritsins Science, þar sem fjallað er ítarlega um rannsóknir á erfðavísum, er sagt frá rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og rætt við forstjóra fyrirtækisins, Kára Stefánsson. Í greininni kemur fram að skilyrði til erfðarannsókna séu einstaklega góð á Íslandi. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 784 orð

Fjölbreytni er grundvallaratriði í mataræði

Íkvöld, sunnudagskvöld, hefst matreiðslunámskeið í Suðurhlíðaskóla. Þar mun Gabrielle Calderara næringarfræðingur við endurhæfingarstöðina La Ligniere í Sviss halda fyrirlestra um holla fæðu og fjölbreytt mataræði og vera með sýnikennslu og smökkun í matreiðslu jurtarétta. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 607 orð

Flutningurinn sparar 37 milljónir í rekstri

Kostnaður við flutning skrifstofu Norðurlandaráðs gagnrýndur Flutningurinn sparar 37 milljónir í rekstri Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA ríkisendurskoðunin hefur gert athugasemdir við reikninga Norðurlandaráðs vegna flutnings skrifstofu ráðsins frá Stokkhólmi til Kaupmannahafnar. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Forystumenn unnu að málamiðlun

UNNIÐ var að því í fyrrakvöld og gærmorgun að ná málamiðlun um orðalag á umboði formanns og framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins til viðræðna um samfylkingu vinstri flokkanna. Á hádegi í gær var þó ekki talið ólíklegt að þrjár tillögur um þetta efni kynnu að verða lagðar undir atkvæði á fundinum; málamiðlun byggð á tillögu formanns og framkvæmdastjórnar, Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 492 orð

Framhaldsskólanemar keppa í stærðfræði

FJÖRUTÍU og einn nemandi hlaut viðurkenningu í fyrri hluta stærðfræðikeppni framhaldsskólanema og hefur þeim verið boðið að taka þátt í úrslitakeppni í mars á næsta ári. Keppnin skiptist í neðra stig fyrir tvo yngri bekki framhaldsskólans og efra stig fyrir eldri bekkina. Í ár mættust alls 779 nemendur úr 20 skólum til leiks, 481 á neðra stigi og 298 á efra stigi. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fræðslufundur um réttindi sjúklinga

STUÐNINGSHÓPAR Krabbameinsfélagsins, Ný rödd, Samhjálp kvenna, Stómasamtökin og Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, hafa opið hús á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20. Rætt verður um lög um réttindi sjúklinga. Frummælendur verða Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, Ástríður Stefánsdóttir, læknir, og M.A. Meira
9. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 101 orð

Fyrsta einbýlishúsið í 15 ár

ÞESSA dagana vinnur Guðjón Guðmundsson, verkstjóri á Flateyri, hörðum höndum ásamt aðstoðarmönnum við að klæða nýbyggt hús sitt að utan. Guðjón hóf byggingu hússins í ágúst á þessu ári og stefnir að því ótrauður að ljúka ytri frágangi sem fyrst. Þetta mun vera fyrsta einbýlishúsið sem byggt hefur verið í 15 ár. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Gyðjan skiptir um eigendur

EIGENDASKIPTI hafa orðið á snyrtistofunni Gyðjunni, Skipholti 70. Nýr eigandi er Jónína Kristgeirsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur. Auk Jónínu mun Þóra Pétursdóttir, snyrtifræðingur, starfa á stofunni. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Hegðun mín stjórnaði mér

"AÐ vera einhverfur er eins og að hlaupa eftir endalausum gangi og veggirnir eru að hrynja yfir mann. Það er eins og að vera í sjálfheldu og líðanin er hræðileg. Í raun var hegðun mín farin að stjórna mér en ekki öfugt og ég var alltaf mjög kvíðinn," segir Sean Barron, ungur maður frá Bandaríkjunum sem ásamt móður sinni, Judy Barron, Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 306 orð

Hugað að uppbyggingu í Eiðsvík innan 10 ára

REYKJAVÍKURHÖFN hefur að meðaltali stækkað um 40 þúsund fermetra á ári undanfarin 20 ár, eða 700-800 þúsund fermetra á þessu tímabili. Nú liggja fyrir umsóknir um a.m.k. 100 þúsund fermetra. Næstu ár er því útlit fyrir enn frekari stækkun Reykjavíkurhafnar. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri segir að innan næstu tíu ára verði að fara að huga að framtíðaruppbyggingu hafnar í Eiðsvík. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Hækkun símakostnaðar mótmælt

Á FUNDI hreppsnefndar Bessastaðahrepps 3. nóvember sl. var svohljóðandi ályktun samþykkt: "Hreppsnefnd Bessastaðahrepps mótmælir harðlega þeirri hækkun símakostnaðar heimila sem boðuð hefur verið af Pósti og síma hf. og samgönguráðuneyti og sem bitna mun að miklu leyti á íbúum höfuðborgarsvæðisins. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Jólakort Hringsins komið út

ÆJA, Þórey Magnúsdóttir, myndlistarmaður, hefur gefið Barnasjóði Hringsins málverk sitt "Vernd" og prýðir þessi mynd jólakort Hringsins 1997. Jólakortaútgáfa Hringsins hefur í tvo áratugi verið ein aðaluppistaðan í tekjuöflun félagsins til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Á næsta ári verður hafist handa við að byggja fullkominn og sérhannaðan barnaspítala á Landspítalalóð. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Jólakort Thorvaldsensfélagsins 1997

JÓLAKORT Thorvaldsensfélagsins 1997 er komið út. Mynd kortsins, Íkon: "María Guðsmóðir með Jesúbarnið", er gefin af listakonunni Kristínu Gunnlaugsdóttur. Kortin eru seld í Thorvaldsensbazar, Austurstræti 4, hjá félagskonum og í mörgum bókverslunum. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála. JÓLAKORT Thorvaldsensfélagsins 1997. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Jólaskreytinganámskeið í Garðyrkjuskólanum

TVÖ jólaskreytinganámskeið verða haldin í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, í nóvember. Fyrra námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 27. nóvember og síðara námskeiðið laugardaginn 29. nóvember. Bæði námskeiðin standa frá kl. 10­16. Leiðbeinandi verður Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir blómskreytir. Þátttakendur útbúa aðventukrans og jólatré úr herðatrjám með viðeigandi skreytingum. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Kennarar andvígir flutningi

KENNARAFÉLAG Stýrimannaskólans í Reykjavík leggst eindregið gegn öllum framkomnum hugmyndum um að flytja skólann úr núverandi húsnæði á Rauðarárholti á Höfðabakka 9. Félagið telur það liggja í augum uppi hverjum sem skoða vill, að aðstaða til að veita virka og raunhæfa sjómannamenntun myndi stórversna við slíkan flutning og bitna á sjávarútveginum, helstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Kjörinn prestur á Skinnastað

JÓN Ármann Gíslason cand. theol. var kjörinn til prests í Skinnastaðarprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi á föstudag. Þetta mun vera í fyrsta skipti á þessari öld að kjörið er til prests þar. Jón Ármann fékk 15 atkvæði kjörmanna, Sigurður Rúnar Ragnarsson cand. theol. fékk 2 atkvæði og Lára Oddsdóttir cand. theol. fékk 1 atkvæði. Meira
9. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 49 orð

Knáir knattspyrnukappar

ÆFINGAMÓT í knattspyrnu fyrir 11-12 ára stelpur og stráka var nýlega haldið í íþróttahúsi Flateyrar. Þátttakendur, sem komu frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og frá Boltafélagi Ísafjarðar, voru á bilinu 60-70. Ætlunin er að halda áfram með svipuð mót frá nærliggjandi nágrannabæjum á næstunni. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 473 orð

Landssíminnverði seldur

Landssíminnverði seldur HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir ekki vafa á að Landssíminn hf., hlutafélagið sem mun annast símrekstur Pósts og síma frá áramótum, fari á hlutabréfamarkað. Hann segist sjá fyrir sér að eigendur Landssímans verði að meginstofni íslenskur almenningur. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 822 orð

Markar lokaáfanga í heildarendurskoðun réttarfarslaga

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um dómstóla á Alþingi nýlega, en frumvarpið hefur það að meginmarkmiði að styrkja enn frekar sjálfstæði dómsvaldsins. Frumvarpið var samið að tilhlutan dómsmálaráðherra, en unnið var að samningu þess í nánu samráði við réttarfarsnefnd. Einnig var haft samráð við Dómarafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Málþing um fullorðinsfræðslu kirkjunnar

SAFNAÐARUPPBYGGINGARNEFND þjóðkirkjunnar efnir til málþings um fullorðinsfræðslu kirkjunnar. Málþingið verður haldið í Háteigskirkju 10. nóvember kl. 16.30­22. Þingið verður umræðuvettvangur en er ætlað að veita þátttakendum hagnýtar hugmyndir, aðferðir og verkfæri til fullorðinsfræðslu. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Málþing um sérkennslu í leikskólum

MÁLÞING F.Í.L. um sérkennslu í leikskólum verður haldið 15. nóvember nk. kl. 8.30­14.35. Málþingið er ætlað félögum í Félagi íslenskra leikskólakennara. Fundarstaður verður í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík. Þátttöku ber að tilkynna á skrifstofu F.Í.L. fyrir 12. nóvember. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Meistaramót Hellis 1997

MEISTARAMÓT Hellis 1997 hefst miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20 í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, Mjódd. Mótið verður sjö umferða opið kappskákmót. Þetta er í 6. sinn sem mótið fer fram, en núverandi skákmeistari Hellis er Andri Áss Grétarsson. Meistaramótið verður nú reiknað til alþjóðlegra skákstiga í fyrsta sinn. Mótið er öllum opið. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 5 orð

Morgunblaðið/Ómar

9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Nýir myndlistargagnrýnendur Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐIÐ hefur ráðið þrjá nýja myndlistargagnrýnendur; Gunnar J. Árnason, Halldór Björn Runólfsson og Jón Proppé. Þeir Gunnar og Jón munu fjalla almennt um myndlist ásamt Braga Ásgeirssyni, en Halldór Björn mun fjalla sérstaklega um myndbanda- og hljóðlist. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Nýr lífsstíll ­ Hollusta og heilsa

NÝTT veitingahús var opnað í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 17­19, Reykjavík, 3. nóvember sl. Afgreiðslutími er frá kl. 12­15 og 18­21 alla daga nema sunnudaga. Boðið er upp á allskonar heilsurétti, súpu, brauð, salatbar, heita rétti, ávexti, kornmat og fleira auk þess fylgir kaffi, te og gos. Gestir geta einnig tekið með sér mat heim. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Nýr ráðstefnusalur á Grand Hótel Reykjavík

NÚ STANDA yfir framkvæmdir á ráðstefnusal á Grand Hótel Reykjavík sem kemur til viðbótar þeim 5 ráðstefnusölum sem fyrir eru. Nýi salurinn verður stærri og fullkomnari en þeir salir sem fyrir eru. Nú þegar hefur hluti af þessari aðstöðu verið tekinn í notkun en gert er ráð fyrir að salurinn verði opnaður formlega föstudaginn 28. nóvember. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Nýr útgefandi fréttablaðs Varnarliðsins

VARNARLIÐIÐ hefur samið við útgáfuryrirtækið Mark-mið í Keflavík um útgáfu vikulegs fréttablaðs síns The White Falcon sem gefið hefur verið út á Keflavíkurflugvelli frá árinu 1952. Barnaríkjaher hóf útgáfu fréttablaðsins The White Falcon eða Hvíta fálkans skömmu eftir komu bandarísks herliðs til Íslands árið 1941 fyrir liðsmenn sína. Kom blaðið út vikulega til ársins 1946. Meira
9. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 99 orð

Óvanalegur fundur

ÞEGAR starfsmenn Snæfellsbæjar voru að grafa fyrir nýrri skolplögn við Félagsheimilið Klif á dögunum kom upp sjónvarpssnúra merkt RÚV Trú og Taska 1. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að snúran hefur sennilega týnst þegar verið var að vígja Félagsheimilið 1987. Hafa þá starfsmenn RÚV, sem voru við sjónvarpsupptökur, týnt þessari snúru sem svo var urðuð á svipuðum tíma. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 697 orð

Rætt um fatlaða og sveitarfélögin á þingi Þroskahjálpar

LANDSÞING Landssamtaka Þroskahjálpar var haldið í Reykjavík dagana 24.­26. október. Heiti þingsins var Fatlaðir og sveitarfélögin. Um 120 manns sóttu málþingið þar sem tekið var til umræðu yfirtaka sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða hinn 1. janúar 1999. Meira
9. nóvember 1997 | Smáfréttir | 36 orð

SIÐMENNT gengst fyrir "Opnum fundi" þriðjudaginn 11. nóvember k

SIÐMENNT gengst fyrir "Opnum fundi" þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20.30 í Upplýsinga- og menningarmiðstöð Nýbúa við Skeljanes í Skerjafirði. Yfirskrift fundarins er "Þurfa hinir guðlausu að vera utanveltu í brennivínskraftaverkinu?" Frummælandi verður Pétur Tyrfingsson, ráðgjafi. Aðgangur ókeypis. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Slökkt á ljósum á Sæbraut

VEGNA vinnu við endurnýjun og breytingar á umferðarljósum á gatnamótum Sæbrautar við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog verður slökkt á ljósunum nk. mánudag og mega vegfarendur búast við einhverjum töfum af þeim sökum. Vegfarendur eru beðnir að sýna fyllstu aðgát og draga úr ökuhraða. Framkvæmdir munu standa í nokkra daga, en reynt verður að flýta þeim eftir mætti. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 362 orð

Smuguviðræður hefjist fljótlega

VIÐRÆÐUR Íslands, Noregs og Rússlands um lausn á deilunni um veiðar íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi hefjast á nýjan leik innan skamms. Þetta er niðurstaðan af vinnufundi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Noregs, Knut Vollebæk, í Ósló í gær. Halldór átti einnig stuttan fund með Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Starfsmenn Byggðastofnunar mótmæla flutningi þróunarsviðs

ÁKVÖRÐUN stjórnar Byggðastofnunar um að flytja þróunarsvið stofnunarinnar til Sauðárkróks hefur verið gagnrýnd af starfsmönnum hennar. Héldu þeir fund um málið og sagði Jensína Magnúsdóttir, formaður starfsmannafélags Byggðastofnunar, að starfsmenn væru ekki hrifnir af því að "lima ætti stofnunina í sundur". Meira
9. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 325 orð

Stál í stál milliÍraka og SÞ ÍRAKAR ítr

VERKFALLI franskra flutningabílstjóra var aflýst á föstudag eftir að samkomulag náðist um launahækkanir til þeirra. Viðbrögð bílstjóranna voru þó blendin og í gær höfðu tveir vegatálmar enn ekki verið fjarlægðir. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 447 orð

Undirbúningur framboðs byrji fljótlega

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, fór fram á það við flokksstjórnina á fundi hennar, sem hófst kl. 13 í gær, að hún veitti honum umboð til að "vinna að sameiginlegu framboði á grundvelli jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis við alþingiskosningarnar vorið 1999." Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Verð á mjólkurkvóta lækkar

VERÐ á mjólkurkvóta hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum. Töluvert framboð er á mjólkurkvóta um þessar mundir, en bændur eru tregir að selja frá sér kvóta á því lága verði sem nú gengur. Ný og strangari reglugerð um frumutölu í mjólk tekur gildi um áramót og ljóst að bændur þurfa að losa sig við kýr með háa frumutölu í kjölfarið. Undanfarið hefur verð á mjókurkvóta farið lækkandi. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Verslun með leir og liti

LEIRKRÚSIN, verslun sem selur ýmsar tegundir af leir, fjölbreytt úrval af litum, glerungum og handverkfærum, hefur verið opnuð. Í versluninni verður hægt að skoða sýnishorn af leir og glerungum. Leiðbeiningar og fagleg ráðgjöf verður ætíð til staðar í versluninni. "Leirkrúsin hóf starfsemi sína fyrir rúmu ári með námskeiðshaldi fyrir börn og fullorðna. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Vilja íslenskt lækningaleyfi

Í HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTINU liggja fyrir tvær umsóknir frá norskum læknum þar sem þeir óska eftir viðurkenningu á læknanámi sínu. Kristján Erlendsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að dregist hafi að afgreiða umsóknirnar vegna þess að það "blasi nokkuð við að læknarnir séu að stytta sér leið", en ráðuneytið geti hins vegar ekki hafnað umsóknunum. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Vonbrigði með skipan stjórnar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi starfsmanna Landmælinga Íslands 5. nóvember 1997: "Starfsmenn Landmælinga Íslands lýsa yfir vonbrigðum vegna ákvörðunar umhverfisráðherra um skipan stjórnar stofnunarinnar. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Öflugasta Kröfluholan

EIN hola af þeim fimm sem boraðar hafa verið við Kröflu í ár virðist vera mjög öflug en hún gefur um 27 kg af háþrýstigufu á sek. Það jafngildir um 11­13 megawöttum og er þetta öflugasta holan sem þarna hefur verið boruð. Fram til þessa hafa holurnar gefið um 2­4 MW en ein sker sig þó úr með 10 MW. Meira
9. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Öryggismál rædd á þingi Norðurlandaráðs

49. ÞING Norðurlandaráðs verður sett á morgun, mánudag, í Helsinki. Á setningardaginn flytja forsætis- og utanríkisráðherrar Norðurlandanna þinginu skýrslur sínar um árangur og framtíðaráherslur í Norðurlandasamvinnunni. Þá flytja varnarmálaráðherrar Norðurlandanna (utan Íslands) þinginu skýrslur, en þetta er í fyrsta skipti sem varnar- og öryggismál eru til umfjöllunar á Norðurlandaráðsþingi. Meira

Ritstjórnargreinar

9. nóvember 1997 | Leiðarar | 1877 orð

ReykjavíkurbréfIMORGUNBLAÐINU Í DAG,laugardag, er frá því skýrt, a

IMORGUNBLAÐINU Í DAG,laugardag, er frá því skýrt, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að skipa nefnd til að gera úttekt á áhrifum Efnahags- og myntbandalags Evrópu á íslenzkt efnahagslíf. Jafnframt kemur fram, að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafi skipað Ólaf Davíðsson, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu formann nefndarinnar. Meira
9. nóvember 1997 | Leiðarar | 570 orð

SPARNAÐUR OG SKATTAAFSLÁTTUR

LeiðariSPARNAÐUR OG SKATTAAFSLÁTTUR Ý TEGUND lífeyrissparnaðar er að koma til sögunnar hér á landi, en hefur lengi þekkzt erlendis. Þar er um að ræða svonefndar söfnunarlíftryggingar, sem sameina reglubundinn sparnað og líftryggingar. Hinn uppsafnaði sparnaður greiðist út í einu lagi í lok söfnunartíma ásamt ávöxtun. Meira

Menning

9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 139 orð

ALVEG nóg er eftir Þórunni Valdimarsdóttur.

ALVEG nóg er eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Í kynningu segir: "Þessi skáldsaga Þórunnar Valdimarsdóttur er spennandi og dramatísk ástarsaga sem hrífur lesandann frá fyrstu síðu. Sagan ber öll bestu höfundareinkenni Þórunnar og er auk þess afar læsileg og grípandi, lifir með lesandanum löngu eftir að lestri bókarinnar er lokið. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Aukasýningar á Galdrakarlinum

LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýndi 12. október sl. barnasöngleikinn Galdrakarlinn í Oz á Stóra sviði Borgarleikhússins. Ákveðið hefur verið að halda aukasýningar á söngleiknum og verða þær fyrstu sunnudagana 16. og 30. nóvember kl. 17. Leikritið er byggt á sögu Frank Baum í leikgerð John Kane. Tónlist er eftir Harold Arlen. Danshöfundur og leikstjóri er Kenn Oldfield. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 297 orð

Finnsk skáld í Norræna húsinu

LJÓÐAUPPLESTUR verður í Norræna húsinu miðvikudaginn 12. nóvember kl. 18­20. Í tengslum við norrænu lestrarvikuna "Orðið í norðri" er von á gestum frá Finnlandi, hóp af ungum og framsæknum finnskum ljóðskáldum sem kalla sig Nouri Voima. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 805 orð

FRUMMAÐURINN OG FEMÍNISTINN

HÚN ER menntakona sem lítur ekki við mönnum sem eru ekki "lágmark BA". Hann er rútubílstjóri og frístundamálari sem "þykist ekki vera eitt eða neitt en veit samt ýmislegt sem hún veit ekki, þótt hún sé með löggilt cand. mag. próf frá háskólanum. Meira
9. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 263 orð

GÓÐ MYNDBÖND Einnar nætur gaman

Einnar nætur gaman (Fools Rush In) Rómantísk gamanmynd með fallegum leikurum þar sem gert er grín að blóðheitum Mexíkönum og snobbuðum Könum. Norma Jean og Marilyn (Norma Jean and Marilyn) Forvitnileg mynd um ævi stórstjörnunnar sem alltaf var vesæl. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 107 orð

Heinrich Heine í Listasafni Kópavogs

200 ÁR eru liðin frá fæðingu Heinrich Heine. Þess verður minnst "Við slaghörpuna" í Listasafni Kópavogs mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Dagskráin, sem hlotið hefur yfirskriftina "Ég heyri þúsund næturgala syngja", er afar fjölþætt í tali og tónum. Meira
9. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 241 orð

Innsýn í líf einhverfra

AFMÆLISHÁTÍÐ Umsjónarfélags einhverfra hófst um síðustu helgi í Ráðhúsinu með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Félagið fagnar tutttugu ára afmæli sínu á þessu ári og á skemmtuninni var opnuð sýning á verkum eftir einhverfa listamenn sem lýkur í dag. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í líf fólks með einhverfu á Íslandi og er sýnt í máli og myndum frá starfsemi þess. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 336 orð

Ljóðasöngvar Jóns Þórarinssonar

LJÓÐASÖNGSKVÖLD verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í tilefni af áttræðisafmæli Jóns Þórarinssonar tónskálds mánudagskvöldið 10. nóvember kl. 20.30. Það eru nemendur Söngskólans í Reykjavík sem flytja þjóðlagaútsetningar og sönglög Jóns við gamla íslenska húsganga og ljóð íslenskra og erlendra ljóðskálda. Meira
9. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 184 orð

Ljósmyndari frá New York

ISRAEL Colon er ljósmyndari frá New York sem kom sérstaklega til Íslands til að mynda fyrirsæturnar sem Kolbrún Aðalsteinsdóttir hafði valið til að taka þátt í keppninni Mens Model Look sem fór fram á föstudagskvöldið. "Ég spurði hvort hún væri brjáluð þegar hún bauð mér að koma til Íslands en ákvað að þiggja boðið engu að síður. Meira
9. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 502 orð

Mikil samkeppni

FYRIRSÆTUKEPPNI karla, Mens Model Look '97, var haldin í Íslensku Óperunni á föstudagskvöldið þar sem 16 ungir karlmenn voru kynntir fyrir útsendurum erlendra umboðsskrifstofa. Dómnefndina skipuðu þau Natalie Bernier frá Next í New York, Jean-Jacques Donnell frá Success í París og Samina Kahn frá Select í London og völdu þau þrjá sigurvegara. Meira
9. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 615 orð

Mynd um framhjáhald

KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Ax er í eigu systkinanna Önnu sem er leikstjóri og handritshöfundur og Ólafs Rögnvaldssonar kvikmyndatökumanns og framleiðanda. Hefur framleiðsla fyrirtækisins aðallega falist í heimildar- og stuttmyndum. Þau eru nú að klára aðra stuttmyndina eftir Önnu, en sú fyrri hét "Hlaupár" og hefur farið víða á kvikmyndahátíðir og selst til þónokkurra sjónvarpsstöðva. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 178 orð

Nýjar bækur GÓÐA nótt, Silja e

GÓÐA nótt, Silja er eftir Sigurjón Magnússon. Sagan gerist í Reykjavík á nokkrum dögum um haust. Vinafár næturvörður sækir félagsskap til fjölskyldu einnar í austurbænum. "En jafnvel í hversdagslegustu samskiptum fólks leynast hættur. Smávægilegt feilspor getur auðveldlega hrundið af stað atburðarás sem enginn manlegur máttur fær stöðvað. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 113 orð

Nýjar bækur LÍFSGLEÐI skráði Þ

LÍFSGLEÐI skráði Þórir S. Guðbergsson. Í þessum bókaflokki hafa 36 Íslendingar rifjað upp bernskudaga í byggðum landsins og minningar af atburðum og samferðafólki. "Þeir slá á létta strengi og þunga eftir viðburðaríka ævi bæði hérlendis og erlendis og leyfa lesendum að skyggnast inn í brot af menningarsögu þjóðarinnar," segir í kynningu. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 296 orð

Nýjar bækur SJÖUNDA bók Normu E. Samúelsdóttu

SJÖUNDA bók Normu E. Samúelsdóttur Konufjallið og sumarblómin smáu ­ Viktoría, Elísabet og Agnes Ögn er komin út. Í kynningu segir: "Eins og í fyrri bókum Normu er hér fjallað um tilfinningar, leit að kjarna. Nú er skyggnst inní sögu þekktra og óþekktra kvenna: Sögu Agnesar Agnar Agnarsdóttur (dulnefni), Elísabeth Smart hinnar kanadísku skáldkonu er lést 1986. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 115 orð

Nýjar bækur SMÁSAGNASAFNIÐ Ísmaðurinn

SMÁSAGNASAFNIÐ Ísmaðurinn er eftir Þorstein Antonsson. Í kynningu segir um bókina og höfund hennar m.a.: "Hvað á ísmaður frá forsögulegum tíma sameiginlegt með jeppaeiganda í Reykjavík á okkar tíð eða með ungum hjónum í hjúskaparvanda í Grafarvogi? Sögurnar vísa á þvílík ótímabundin viðfangsefni mannfólksins hvar sem er. Meira
9. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 656 orð

Réttlæti hrekkleysisins

Leikstjóri og handritshöfundur Billy Bob Thornton. Kvikmyndatökustjóri Barry Markowitz. Tónlist Daniel Lanois. Aðalleikendur Billy Bob Thornton, Dwight Yoakam, J.T. Walsh, Robert Duvall, Lucas Black, John Ritter, Natalie Canderday. 140 mín. Bandarísk. Miramax 1996. Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Rússnesk söngvamynd í bíósal MÍR

KVIKMYNDIN "Kúban­Kósakkar" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag, sunnudag kl. 15. Myndin er frá árinu 1949, nefnd létt söngvamynd á sínum tíma og dæmigerð skemmti­ og afþreyingarmynd, eins og þær gerðust í Sovétríkjunum á fyrstu árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar Stalín var við völd og í hávegum hafður. Leikstjóri er Ívan Pyriév. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Meira
9. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 233 orð

Sorgin og syndugir menn

Cry, the Beloved Country er angurvær kvikmynd um mikla sorg. Hún er byggð á víðlesinni skáldsögu Alans Patons og lýsir kjörum blökkumanna í Suður- Afríku um miðbik aldarinnar. Sveitapresturinn Stephen Kumalo (James Earl Jones) heldur til Jóhannesborgar til að leita uppi týnda fjölskyldumeðlimi og finnur lítið annað en eymd og volæði. Meira
9. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 222 orð

Spice Girls æði

SÉRSTÖK forsala var haldin á nýja Spice Girls geisladiskinum síðasta sunnudag í verslun Skífunnar í Kringlunni. Formlegur útgáfudagur plötunnar var á mánudag og því var eftirsóknarvert fyrir dygga aðdáendur stúlknanna að mæta á slaginu þrjú og tryggja sér eitt af fyrstu eintökum disksins. Meira
9. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 56 orð

Stjörnugjöf

Byttur Sigurvegarinn Að hafa eða ekki Endalok ofbeldis Sáttmálinn Sumarið í Goulette Regnboginn Hugrekki Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 153 orð

Tolli sýnir hjá Jóni Indíafara

TOLLI opnar sýningu á tólf vatnslita- og olíumyndum í versluninni Jóni Indíafara í Kringlunni á morgun, mánudag. Eru myndirnar allar úr flokknum Stríðsmenn andans. Segir listamaðurinn sýningarrými verslunarinnar eiga vel við þetta ákveðna myndefni sitt, "fígúratífar myndir úr ævintýraheimnum Stríðsmenn andans". Meira
9. nóvember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Þrjár sýningar eftir á Þremur systrum

BRÁTT lýkur sýningum Þjóðleikhússins á Þremur systrum, einu vinsælasta verki Antons Tsjekhof. Þrjár systur var fyrsta frumsýning leikársins á Stóra sviðinu og víkur hún nú fyrir næstu sýningum. Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas leikstýrði uppfærslunni. Höfundur leikmyndar og búninga er landi hans, Vuytautas Narbutas og tónlist semur Faustas Latenas. Meira

Umræðan

9. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 390 orð

Erró hvað?

FYRIR allmörgum árum gaf sá íslenski myndlistarmaður, sem þekktastur er og nýtur heimsfrægðar, gríðarlega mikla listaverkagjöf til Reykjavíkurborgar og er þannig kominn heim með nokkrum hætti eftir langa útlegð. Flestar ef ekki allar höfuðborgir í Evrópu og Norður-Ameríku eiga listasöfn sem státa af myndlist eftir heimsfræga menn og laða til sín fjölda ferðamanna. Ekki Reykjavík. Meira
9. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 421 orð

"Hófdrykkjan er heldur flá"

"MAÐUR er nú hættur að kippa sér upp við það þó að maður heyri eitthvað heimskulegt og siðlaust," sagði vinur minn þegar honum fannst ruglið og vitleysan keyra fram úr öllu hófi. Mér varð hugsað til þessara orða þegar ég heyrði í útvarpi að SÁÁ væri að halda á loft uppskrift sinni að hófdrykkju. Meira
9. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Hvers á Laugardalslaug að gjalda?

LOKUN Laugardalslaugar sl. vor, vegna sundmóts, hafði óvæntar og heillavænlegar afleiðingar er fastagestir urðu að leita annarrar laugar. Guðmundur Bergsson sjómaður og undirritaður fundu nuddpottin í Breiðholtslaug, sem ber af öllum öðrum. Hrifning Guðmundar braust út í lofgerð um pottinn, hér í blaði 2. sept. sl. Meira
9. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 836 orð

Siðlaus velferð

Í BRÉFKORNI til blaðsins þann 17. okt. reyndi ég að gefa Elsu B. Valsdóttur smá ráðningu. Mér fannst hún lítilsvirða hlustendur ríkisútvarpsins, sem ég ólíkt Elsu tel menningarstofnun en ekki fyrirtæki. Elsa hefur tekið upp hætti Kató hins gamla og lýkur pistlum sínum annan hvern þriðjudagsmorgun á setningunni: "Að lokum legg ég til að ríkisútvarpið verði selt" ( Hjá Kató "... Meira

Minningargreinar

9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Agnes Kragh

Elsku amma mín Agnes Kragh er látin. Það er alltaf sárt að missa ástvin, en við getum ekki annað en glaðst yfir langri ævi sem amma hefur átt. Það er ekki hægt að segja annað en 90 árin sem hún lifði fóru vel með hana. Alltaf var amma jafn falleg og fín frá því ég man eftir henni á Birkimelnum. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Agnes Kragh

Ég minnist þín, er morgunsólin bjarta af mari skín. Sem morgunljós í mínu breyska hjarta reis minning þín. (Matthías Jochumsson.) Elsku besta langamma mín hún Agnes Kragh hefur nú yfirgefið okkar heim og komin í nýjan og betri. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Agnes Kragh

Þá er hún elsku amma mín farin yfir móðuna miklu og mun hún hitta afa Júlíus. Þar held ág að verði nú miklir fagnaðarfundir. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ömmu, fyrst á Birkimelinn og síðan seinni árin upp í Seljahlíð. Hún var alltaf jafn sæt og fín og alltaf passaði hún upp á að eiga eitthvað til að maula handa börnunum. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 144 orð

AGNES KRAGH

AGNES KRAGH Agnes Helga Margrét Kragh fæddist í Reykjavík 7. apríl 1907. Hún lést í Reykjavík 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hans Madsen Kragh símaverkstjóri, f. 1.5. 1862, d. 31.7. 1934, og Kristólína Guðmundsdóttir Kragh, hárgreiðslumeistari, f. 27.6. 1883, d. júlí 1973. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 60 orð

Agnes Kragh Elsku langamma, ég vildi að þú værir ekki dáin. Þú varst alltaf svo góð og blíð, gafst okkur alltaf eitthvað

Elsku langamma, ég vildi að þú værir ekki dáin. Þú varst alltaf svo góð og blíð, gafst okkur alltaf eitthvað fallegt. Mikið væri nú gaman ef þú gætir komið aftur til okkar, en ég veit að þú getur það ekki svo ég ætla að varðveita vel minninguna um þig. Hvíl þú í friði, elsku langamma mín. Katrín Björk Sigurðardóttir. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 75 orð

Agnes Kragh Elsku langamma mín, ég vildi að þú værir ekki dáin. Þú varst alltaf svo góð við mig. Mér fannst alltaf svo gaman að

Elsku langamma mín, ég vildi að þú værir ekki dáin. Þú varst alltaf svo góð við mig. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín. Ég fékk alltaf að lita í litabókina og leika mér með stóra hundinn þinn. Þú áttir svo fallegt heimili. Það var svo gaman að horfa út um gluggann á tjörnina. Elsku amma mín, nú ert þú komin til Guðs og hann passar þig. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 107 orð

Agnes Kragh Elsku langamma. Nú ætla ég að segja í stuttu máli sem gæti orðið langt hve yndisleg þú varst og hversu vænt þér

Elsku langamma. Nú ætla ég að segja í stuttu máli sem gæti orðið langt hve yndisleg þú varst og hversu vænt þér þótti um mig og hvernig þú sýndir það. Þegar ég frétti að þú værir dáin táraðist ég og bað þakkarbæn fyrir það hve yndisleg þú varst. Alltaf þegar við krakkarnir komum í heimsókn gafst þú okkur eitthvert góðgæti. Þú varst vön að kalla mig ömmustrák. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 39 orð

Agnes Kragh Elsku langamma. Þegar ég frétti að þú værir dáin táraðist ég og alltaf þegar ég hugsa um þig tárast ég. En mamma

Elsku langamma. Þegar ég frétti að þú værir dáin táraðist ég og alltaf þegar ég hugsa um þig tárast ég. En mamma segir að nú sért þú komin til afa Júlla og nú líði þér vel. Anna Margrét. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 314 orð

Gunnar Blöndal

Heimsborgari er fyrsta orðið, sem mér kemur í huga, þegar ég minnist Gunnars vinar míns og fyrrum tengdaföður. Gunnar var maður, sem af Guðs náð kunni að meta heimsins lystisemdir. Jafnt andlegar sem veraldlegar. Saga og menning skiptu hann máli. Hann var safnari bóka og blaða af Guðs náð. Um hin fjölbreytilegustu málefni. Víðlesinn og vel menntaður. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 585 orð

Gunnar Blöndal

Minningar um Gunnar frænda eru tengdar ástúð og hlýju. Hann var svo góður maður. Það er svolítið skrýtið að eiga frænda sem er næstum alveg eins og pabbi. Í hvert einasta skipti sem ég hitti Gunnar skoðaði ég hann í bak og fyrir til að reyna að finna eitthvað sem greindi hann frá pabba. Það var ekki margt. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Gunnar Blöndal

Það var stolt lítil stúlka sem fylgdi pabba sínum á tónleika hjá Sinfóníunni og hjá Tónlistarfélaginu, ár eftir ár sátum við í sömu sætum við hlið Gunnars tvíburabróður pabba. Ég gat ekki annað en verið upp með mér að fá að sitja milli þessara myndarlegu og glæsilegu bræðra. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 319 orð

Gunnar Ragnar Haraldsson Blöndal

Gunnar Blöndal bankamaður er dáinn, en hann lést á Landspítalanum 1. nóvember sl. Ég kynntist Gunnari rétt fyrir stríð, eða um líkt leyti og við hófum báðir störf í Búnaðarbanka Íslands. Fyrir þá stofnun unnum við báðir í rúmlega hálfa öld og lágu leiðir okkar því eðlilega saman á þeim vettvangi. Þar kynntust ég og aðrir þeir sem í bankanum unnu Gunnari sem góðum samstarfsmanni og félaga. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 735 orð

Gunnar Ragnar Haraldsson Blöndal

Faðir minn var eineggja tvíburi Björns Auðuns Blöndal, (d. 5.4. '95), og voru þeir bræður ótrúlega líkir í útliti og áhugamálum, fasi og lunderni. Hann var aristókrat í hugsun og eðlisfari, stórlundaður og skapríkur að eðlislagi en fór vel með það, blíðlyndur, hrifnæmur og viðkvæmrar lundar. Í honum tókust á sterkar andstæður af traustum stofnum móðurætta og föðurleggs. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Gunnar Ragnar Haraldsson Blöndal

Þegar eldgamlir vinir manns deyja, rifjast oft upp smáminningabrot, sem í sjálfum sér eru ekki sérlega merkileg, en geta sagt sína sögu. Er ég fór, bráðungur, með móður minni í heimsókn til vinafólks vestur á Vesturgötu og var skipað að fara út að leika mér, var ég varla kominn út fyrir dyrnar, er að dreif, að mér fannst, óvígan her brúnaþungra Vesturbæinga, sem töldu hníf sinn kominn í feitt, Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 228 orð

Gunnar Ragnar Haraldsson Blöndal

Tónlist og tungumál hygg ég hafi verið þau svið, sem Gunnari H. Blöndal voru kærust. Tungumálamaður var hann með afbrigðum og fjölmenntaður í bankamálum. Ég minnist þess t.d. þegar Gunnar barst í tal við séra Magnús Þorsteinsson, sem þá var starfsmaður Búnaðarbankans, hve augu hans ljómuðu, er hann rifjaði upp latínunám Gunnars og geysiháa einkunn hans á stúdentsprófi. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Gunnar Ragnar Haraldsson Blöndal

Hvert hljóðfæri hefur sína töfra og sumum hljóðfærum tengjast menn tryggari böndum en öðrum. Á rokk- og bítlaárum var það gítarinn, þar á undan harmoníkan ­ en fáir held ég að hafi verið ástríðufyllri elskendur hljóðfæris síns en píanóunnendur. Einn þeirra var Gunnar Blöndal, sem nú er kvaddur. Tvíburabróðir hans, Björn, lést árið 1995. Ungur kynntist ég börnum bróður þeirra ­ Sölva. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 513 orð

GUNNAR RAGNAR HARALDSSON BLÖNDAL

GUNNAR RAGNAR HARALDSSON BLÖNDAL Gunnar Ragnar Haraldsson Blöndal fæddist á Eyrarbakka 14. júní 1921. Hann lést í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn. Í upphafi vega voru aðsetur Blöndalsættarinnar í Vatnsdal í Hvammi og að Kornsá. Langafi Gunnars var Björn Auðunsson Blöndal, ættfaðir Blöndala, sýslumaður í Hvammi og k.h. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 179 orð

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Elsku amma er dáin. Sárt er að horfa á eftir svo góðri vinkonu. Yndislegar minningar um hana hjálpa okkur í sorginni. Amma fylgdi okkur í gegnum margt í lífinu, bæði gleði- og sorgarstundir. Við fráfall móður okkar í júlí síðastliðnum var gott að eiga ömmu að því hún var einstaklega hlý og gaf okkur ávallt styrk á erfiðum stundum. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 26 orð

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 22. desember 1907. Hún lést á Droplaugarstöðum 13. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 22. október. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

INGVI SAMÚELSSON

INGVI SAMÚELSSON Ingvi Samúelsson var fæddur í Sauðeyjum á Breiðafirði 17. júlí 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. nóvember. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 819 orð

Ingvi Samúelsson Að morgni 31. október síðastliðinn barst mér frétt um

Að morgni 31. október síðastliðinn barst mér frétt um að Ingvi Samúelsson, samstarfsmaður minn og félagi í 28 ár, hafi látist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þá um morguninn. Varð mér hverft við þessa frétt, þrátt fyrir að búast hafi mátt við slíkri frétt um nokkurt skeið, því heilsa Ingva var farin að gefa sig eftir langa starfsævi, enda kominn á áttugasta og fjórða aldursár. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 422 orð

Kjartan Þór Kjartansson

Kallið kom. Kallið kom og þú Kjartan varst allur, á svipstundu varstu farinn og ástvinir og vinnufélagar urðu harmi slegnir og eru harmi slegnir. Vinnufélagar í vegagerð verða nánir ­ hópurinn þéttist, menn eru langtímum saman að heiman á meðan "vertíðin" stendur yfir. Þetta eru sterkir strákar, dugmiklir, glaðværir og bara hafa það sem þarf til að þrauka. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

KJARTAN ÞÓR KJARTANSSON

KJARTAN ÞÓR KJARTANSSON Kjartan Þór Kjartansson var fæddur 6. mars 1967. Hann lést af slysförum 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Odda á Rangárvöllum 8. nóvember. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 504 orð

Ólöf Pjetursdóttir

Það er komið að kveðjustund. Elskuleg frænka mín, Ólöf Pjetursdóttir, kvaddi þessa jarðvist fimmtudagskvöldið 23. október eftir erfið veikindi. Um miðjan júní sl. greindist hún með illkynja heilaæxli og höfum við ástvinir Ólafar vitað að hverju stefndi. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 24 orð

ÓLÖF PJETURSDÓTTIR

ÓLÖF PJETURSDÓTTIR Ólöf Pjetursdóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1933. Hún lést í Landspítalanum 23. október 1997 og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 219 orð

Sigrún Guðjónsdóttir

Elsku amma okkar. Þá er lífshlaupi þínu lokið. Á þessari skilnaðarstund langar okkur að minnast þín með fáeinum orðum. Í lífi þínu hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðrum. Líkt og hjá öðrum af þinni kynslóð var vinnan alltaf í fyrirrúmi. Sumarið 1951 var þó ykkur hjónunum sérstaklega erfitt. Meira
9. nóvember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR

SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Sigrún Guðjónsdóttir var fædd í Merki í Jökuldal 24. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 12. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seyðisfjarðarkirkju 25. október. Meira

Daglegt líf

9. nóvember 1997 | Ferðalög | 560 orð

Á skíðum í Ítölsku Ölpunum

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn bjóða eftir jól skíðaferðir til ítalska bæjarins Madonna di Campiglio sem er velþekktur skíðastaður í Ítölsku Ölpunum. Bærinn stendur í um 1500 metra hæð, umkringdur fjöllum þar sem skíðalyftur ná allt upp í 2200 metra hæð. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 683 orð

Betri samkeppnisstaða Cadillac á heimsmarkaði með Seville

Helstu keppinautar Seville eru taldir Mercedes Benz E 320 og E 420, BMW 528i og 540, Lexus GS 300 og LS 400 og Infiniti Q45 svo nokkrir séu nefndir. Seville kom fyrst fram fyrir rúmum tveimur áratugum og náði þá þeirri stöðu að verða einn fyrsti ameríski Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 215 orð

Bugsy Malone á fjölunum í London

Á FERÐ um Lundúnaborg finnst mörgum tilheyra að bregða sér í leikhús. Menningarafþreying af því taginu kann þó að reynast hið flóknasta mál ef börn eru með í för. Fyrir fjölskyldur sem leggja leið sína til borgarinnar er því gott að hafa bak við eyrað að barnasöngleikurinn Bugsy Malone er nýkominn á fjalir Queen's leikhússins í vesturhluta Lundúna. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 135 orð

Dagsferð í verslun eða knattspyrnu

Liverpool-klúbburinn á Íslandi hefur ákveðið að efna til dagsferðar til Liverpool 6. desember, ef næg þátttaka fæst. Þann dag fer fram leikur Liverpool og Manchester United á Anfield Road í Liverpool. Liverpool-klúbburinn hefur útvegað um 130 miða á leikinn. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 209 orð

Hvaða bílar ryðga mest? OPEL Astra og Opel Kadett eru þeir bí

OPEL Astra og Opel Kadett eru þeir bílar sem mest ryðga, samkvæmt könnun á ryði á bílum sem samtök bílaeigenda í Noregi hafa gert. Þýsku merkin Mercedes-Benz, Audi og BMW koma best út úr könnuninni. Könnunin leiðir í ljós að ódýrari bílar ryðga meira en þeir dýrari og ætti sú niðurstaða varla að koma mikið á óvart. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 91 orð

Hyundai coupé FX í hnotskurn

Vél: 1.989 rúmsentímetrar, fjórir strokkar, 16 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar, tölvustýrð innsprautun, 138 hestöfl. Staðalbúnaður: 15 tommu álfelgur, vindskeið, tveir líknarbelgir, leðurklætt stýri, útvarp/segulband með sex hátölurum, vökva- og veltistýri, samlæsingar, samlitir stuðarar, rafmagn í rúðum, litað gler og fleira. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 707 orð

Hörkusportbíll frá Hyundai

HYUNDAI Coupé kom á markað hérlendis í fyrrasumar en sala hófst ekki fyrir alvöru fyrr en í janúar á þessu ári. Bíllinn hefur fengið nokkuð góðar viðtökur það sem af er og um 50 bílar selst. Prófaður var Hyundai coupé FX 2.0 á dögunum og segir hér frá þeim viðkynnum. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 674 orð

Íslandsferðir og fleira hjá Islandia

FERÐASKRIFSTOFAN Islandia, sem stofnuð var í Stokkhólmi um áramótin 1993-1994, sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir til Íslands, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Það eru þær Bryndís Sverrisdóttir og Ásta Arnþórsdóttir sem stofnuðu fyrirtækið sem nú er með söluhæstu ferðaskrifstofum á Norðurlöndunum sem selja Íslandsferðir. Skrifstofan er til húsa að Nybrogötu 66 og þar hafa þær verið frá upphafi. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 146 orð

Lagabreytingar og uppskera eftir sumarið

FERÐAMÁLASAMTÖK Suðurlands halda framhaldsaðalfund, afmælishátíð og uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, föstudaginn 14. nóvember. Samkoman verður á Hótel Geysi og hefst kl. 10. Á ráðstefnu sem haldin var sl. vor voru menn sammála um nauðsyn þess að ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi mynduðu með sér sterk samtök. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 1630 orð

Með ofurhugum íkringum fjöllinMont Blanc laðar milljónir ferðamanna að ár hvert. Sigrún Davíðsdóttir var á reiki þarna og

ALPARNIR eru fellingafjöll." Þessi setning úr landafræðinni fær nýja merkingu við rætur þessara tignarlegu fjalla, því víða eru fjallshlíðarnar opnar og fellingarnar jafn greinilegar og í borðdúk. Mont Blanc gnæfir í allri sinni 4.807 m tign yfir dalina. Allt snýst um göngur og klifur, en nýrri ofurhugaíþróttir eins og fallhlífastökk tíðkast líka. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 792 orð

Miklar vonir bundnar við Forester

FUJI Heavy Industries er nafn fyrirtækisins sem framleiðir Subaru bíla í Japan. Fyrirtækið rekur einnig verksmiðjur í Bandaríkjunum, Kína, Malaysíu og Tævan. Alls starfa um 15 þúsund manns hjá fyrirtækinu í Japan og er framleiðslan heima fyrir rúmlega 416 þúsund bílar af ýmsum gerðum. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 981 orð

Minnislisti mínus turn og bogi

NÁGRANNI blaðamanns fer helst ekki út fyrir sitt hverfi, fædd, gift og orðin ekkja, allt innan sömu veggja. Hana rámar samt í að hafa einhverntíma á árunum áttatíu komið á þá staði sem hér eru nefndir, nema það sem nýjast er. Líkt er um fleiri borgarbúa, þeir halda sig við heimili og vinnu meðan ferðafólk slítur gólfum safna og endasendist um borgina. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 179 orð

Nýir jeppar í Tókíó

TOYOTA kynnti þrjá nýja jeppa/jepplinga á bílasýningunni í Tókíó. Tveir þeirra eru væntanlegir á markað þar eystra og síðar í Bandaríkjunum undir merkjum Lexus. Þar er um að ræða Grand Cruiser og Harrier. Einnig var kynntur Toyota NEW (New Experimental Wagon) sem er hugmyndabíll með æði nýstárlegum búnaði, eins og t.a.m. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 266 orð

Opel sækir á í Japan

CITY Trekker er nafnið á nýjum hugmyndabíl frá Opel en hann er hins vegar ólíkur ýmsum öðrum slíkum bílum að hann er nánast "eðlilegur" bíll. Hann var fyrst kynntur á sýningunni í Tókýó. Það sem fyrst vekur athygli við City Trekker eru stór hjólin, 17 þumlunga felgur, en bíllinn er meðalstór og ætlaður bæði til borgarsnatts og sem ferðabíll enda hér á ferðinni langbakur. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 50 orð

PARÍS

Í hjarta Parísar ber Vorrar frúar kirkja, Notre Dame, gotneskum arkitektúr glæst vitni. Á annarri eynni í Signu, Ile de la Cité, þar sem fyrstu íbúar borgarinnar settu sig niður á 3. öld fyrir Krist. Borgin dregur nafn sitt af Paríseunum, ættbálki veiðimanna frá Galisíu. TRÚÐUR í 6. hverfi. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 897 orð

PARÍS Frá núllpunkti umhverfis

Í HJARTA Parísar ber Vorrar frúar kirkja, Notre Dame, gotneskum arkitektúr glæst vitni. Á annarri eynni í Signu, Ile de la Cité, þar sem fyrstu íbúar borgarinnar settu sig niður á 3. öld fyrir Krist. Borgin dregur nafn sitt af Paríseunum, ættbálki veiðimanna frá Galisíu. Meira
9. nóvember 1997 | Bílar | 85 orð

Vífilfell fær MAN

VÍFILFELL hf. fékk á dögunum afhentar fyrstu fimm MAN vörubifreiðarnar af átta sem fyrirtækið hefur pantað. Að þessu sinni voru teknar í notkun þrjár MAN 10.223 LLC, sem eru 10 tonna bifreiðar með 220 hestafla vél, og tvær MAN 19.343 FLC, sem eru 19 tonna bifreiðar með 340 hestafla vél. Bifreiðarnar voru valdar fyrst og fremst með tilliti til vinnuaðstöðu og eru þær mjög vel útbúnar, t.d. Meira
9. nóvember 1997 | Ferðalög | 91 orð

Ævintýraferðir kynntar

Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að samstarfsaðili Ferðaskrifstofu stúdenta, breska ferðaskrifstofan Encounter Overland, fór sína fyrstu safaríferð til Suður Ameríku, verða ferðaskrifstofurnar tvær með sérstaka ferðakynningu á ævintýraferðum Encounter Overland í dag, sunnudaginn 9. nóvember á Hótel Loftleiðum, kl. 14-18. Meira

Fastir þættir

9. nóvember 1997 | Í dag | 506 orð

AGURINN í dag er 313. dagur ársins. Á morgun hefst 4

AGURINN í dag er 313. dagur ársins. Á morgun hefst 46. vika þess. Það eyðist sem af er tekið, sögðu gamlir menn. Það gildir um sérhvert ár. Það gildir og trúlega um ráðstöfunarfé fólks, ekki sízt á þeim vikum sem framundan eru, þ.e. vikum "jólavertíðar". Fyrirhyggjufólk reynir að hafa borð fyrir báru í fjármálum sínum. Meira
9. nóvember 1997 | Dagbók | 3110 orð

APÓTEK

»»» Meira
9. nóvember 1997 | Í dag | 40 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 9. nóvember, verður áttræð Jónína Þórhalla Bjarnadóttir frá Lágafelli í Breiðdal, nú til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar Fannafold 40, milli kl. 15-18. Meira
9. nóvember 1997 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Akurey

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Akureyrar Þegar einu kvöldi er ólokið í Akureyrarmótinu í tvímenningi eru Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson komnir með yfirburðastöðu og fátt annað en kraftaverk getur orðið til þess að aðrir nái þeim að stigum. Meira
9. nóvember 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband 12. júlí í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Erla Ellertsdóttir og Birgir Valsson. Heimili þeirra er að Gullsmára 6, Reykjavík. Meira
9. nóvember 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. september í Kópavogskirkju af sr. Skúla Sigurði Ólafssyni Olga Gísladóttir og Davíð Gunnarsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
9. nóvember 1997 | Dagbók | 656 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. nóvember 1997 | Í dag | 236 orð

Hverjir eruá myndinni? EIGANDI þessarar myndar hefur áh

EIGANDI þessarar myndar hefur áhuga á að vita hverjir eru á myndinni. Myndin er líklega af piltum úr Verslunarskólanum 19071908. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi samband í síma 5537954. Rós í hnappagatSjónvarpsins Meira
9. nóvember 1997 | Í dag | 22 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með hlutaveltu 2.040 kr. til styrktar Barnaspít

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með hlutaveltu 2.040 kr. til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þær heita Kolbrún Eva Kristjánsdóttir, Guðný Hrafnkelsdóttir og Birna Katrín Harðardóttir. Meira
9. nóvember 1997 | Í dag | 24 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 1.229 kr. til styrktar hjartveikum

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 1.229 kr. til styrktar hjartveikum börnum. Þær heita Hedda Kristín Jóhannsdóttir, Helena Sverrisdóttir, Bryndís Lóa Jóhannsdóttir og Rán Pétursdóttir. Meira
9. nóvember 1997 | Fastir þættir | 254 orð

(fyrirsögn vantar)

FÖSTUDAGINN 14. nóvember nk. verður spilaður landstvímenningur. Norrænu bridssamböndin standa nú saman að keppninni og danska Bridssambandið ríður á vaðið. Spiluð verða sömu spil á öllum Norðurlöndunum og samanburður gerður bæði á landsvísu og milli allra þátttakenda. Gefin verða gullstig fyrir efstu sætin. Meira

Íþróttir

9. nóvember 1997 | Íþróttir | 481 orð

Ágreiningur um brunbrautina í Nagano MIKILL ágreini

MIKILL ágreiningur er milli Alþjóða skíðasambandsins, FIS, og framkvæmdanefndar Vetrarólympíuleikanna í Nagano um brunbrautina á leikunum, sem fram fara í febrúar á næsta ári. Alþjóða skíðasambandið krefst þess að brautin verði lengd, en Japanir eru alfarið á móti því. Þetta þrætuepli hefur tekið mikinn tíma í sambandi við undirbúning leikanna. Meira
9. nóvember 1997 | Íþróttir | 213 orð

Ákærur á hendur A- Þýskalandi felldar n

ÁKÆRUVALDIÐ í Berlín hefur ákveðið að falla frá ákærum á hendur fimm sundþjálfurum í fyrrum Austur-Þýskalandi, en þeir voru ákærðir á dögunum fyrir að hafa gefið íþróttamönnum sínum ólögleg lyf er þeir æfðu undir leiðsögn þeirra. Ástæðan fyrir því að fallið er frá ákærunum er sú að íþróttamennirnir voru ekki undir lögaldri þegar lyfin voru gefin og um leið að þeir hafi haft vitnesku, a.m.k. Meira
9. nóvember 1997 | Íþróttir | 481 orð

Breytingar á móta- röðinni í frjálsum

Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur í hyggju að fara af stað með nýja mótaröð í síðasta lagi sumarið 1999 þar sem allir fremstu frjálsíþróttamenn heims myndu reyna með sér með reglulegu millibili yfir sumarið. Þetta er þó komið undir því að það takist að gera viðunandi samninga við sjónvarpsstöðvar um sýningarrétt frá mótunum. Meira
9. nóvember 1997 | Íþróttir | 36 orð

Brighton vill halda ValiVALUR Fannar Gíslason verður

VALUR Fannar Gíslason verður líklega áfram í herbúðum 3. deildarliðs Brightons. Hann var upphaflega lánaður frá Arsenal í mánuð, en nú hefur Brighton farið fram á að halda Vali Fannari í mánuð til viðbótar. Meira
9. nóvember 1997 | Íþróttir | 319 orð

Förum út til að vinna

Afturelding mætir Runar frá Sandefjord í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í borgarkeppni Evrópu í Sandefjord í kvöld. Íslenska liðið hélt utan í gærmorgun og kemur heim aftur á morgun, mánudag. Með liðinu eru um 50 stuðningsmenn sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum. Síðari leikurinn verður síðan í Mosfellsbæ um næstu helgi. Meira

Sunnudagsblað

9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 870 orð

Að eiga sinn jólamat óétinn

YOU ain't seen nothin' yet", sagði Al Jolson í fyrstu talmyndinni og hefur æ síðan verið tekið til brúks þegar einhver ósköp eru að dynja yfir. Þetta er nú ekkert enn, kom einmitt í hugann þegar einhver sjálfboðaliði var farinn að troða upp á mig jólunum áður en október var út runninn. Tróð þeim í mína persónulegu póstlúgu. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2605 orð

Að nota markaðsöflin ­ með hag heildarinnar í huga Geoff Mulgan er forstjóri hugmyndabankans Demos og ráðgjafi Tony Blairs

HANN er ekki hugmyndasmiður af þeirra tegund, sem slær um sig, heldur er hann strákslegur, kemur fram af breskri hógværð og lætur lítið yfir sér, þótt hann og samstarfsfólk hans á Demos, breskum hugmyndabanka, sé talið eiga drjúgan hlut í velgengni breska Verkamannaflokksins og Tony Blairs. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 189 orð

Að velja og hafna

KRISTJÁN Kristjánsson, dósent í heimspeki við Háskólann á Akureyri, ritaði fyrir tveim árum grein í Læknablaðið þar sem hann reifaði helstu hugmyndir um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og þau siðfræðilegu vandamál sem þeim fylgdu. Kristján fjallar um réttlætið og hvernig hugmyndir um það tengist viðfangsefninu. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 799 orð

AFTÖKUR Á ALMANNAFÆRI

ÞVÍ verður ekki á móti mælt að daglegt líf í Sádi-Arabíu snýst um möndul trúarinnar. Guð er alltumlykjandi og viðkvæði manna við flest tækifæri er "in sha Allah" sem þýðir "ef Guð lofar!. Þótt nútíminn banki æ fastar á dyrnar er islam hinn eilífi sannleikur og trúariðkunin minnkar hreint ekki þó verslun og viðskipti blómstri. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1606 orð

Bónorð og svín á fæti Ævintýralöngunin dró nokkra unga Íslendinga til Afríku fyrir skömmu, þar sem þeir óku í mánuð um Kenýa,

FERÐAFÉLAGARNIR, sem voru auk Ásdísar þau Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Svanur Þorsteinsson og Reynir Harðarson, lögðu upp í fjögurra vikna ökuferðina frá Nairóbí í Kenýa. Eftir að hafa átt rólegar stundir við Naiwasha vatnið var farangrinum raðað í leigðan jeppa og ekið af stað. Eftirvæntingin var mikil og ævintýranna beðið með óþreyju. Kisumu var fyrsti áfangastaðurinn. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 272 orð

"BRÍFING Í NEFINU"

ÞAÐ er ekki á hvers manns færi að taka þátt í samræðum flugliðanna niðri í Sádi-Arabíu, sér í lagi ef umræðuefnið er starfið. Það er alkunna að innan starfsstétta mótast gjarnan sérhæfður orðaforði svo sem dæmi eru um á sjúkrahúsum, í bönkum o.s.frv. Fluggeirinn á ekki síður sértækt fagmál en þar með er ekki öll sagan sögð. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2580 orð

Bræðralag gegn Bakkusi Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá stofnun Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Í tilefni

Hilmar Helgason myndaði hóp manna vorið 1977 til að vinna að undirbúningi fjöldasamtaka til að takast á við áfengisvandamálið. Samkvæmt skráðum heimildum var mynduð undirbúningsnefnd sem í áttu sæti auk Hilmars: Valur Júlíusson læknir, Eyjólfur Jónsson skrifstofustjóri, Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður, Lilli Berndsen og Pétur Sigurðsson alþingismaður. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1080 orð

Ekkert líf án dauða Lífshlaup laxins er ævintýri líkast. Frá því að kviðpokaseiði klekst úr hrogni og þar til silfurbúið

Lífshlaup laxins er ævintýri líkast. Frá því að kviðpokaseiði klekst úr hrogni og þar til silfurbúið gönguseiði gengur til sjávar fjórum árum seinna, ratar á fæðuslóðir á rúmsjó og síðan aftur heim. Og ekki einungis í rétta á, heldur á sama blettinn. Þúsundir kílómetra liggja að baki. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 2019 orð

"Ekki verið gengið of hart fram í aðhaldi"

HRÆRINGARNAR í heilbrigðiskerfinu kalla fram ýmsar brennandi spurningar. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins skriflega og birtast svörin, nokkuð stytt, hér á eftir. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1698 orð

Elgsprófið og sködduð ímynd gljáfægðu stjörnunnar

DAIMLER-Benz, framleiðandi Mercedes- Benz, tákns þýzkrar tæknikunnáttu og gæðaframleiðslu í áratugi, er í vanda. Fyrirtækið hefur fjárfest milljarða í þróun og markaðssetningu nýs smábíls, þess fyrsta sem framleiddur er með hinu fræga vörumerki, Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 258 orð

Freeportklúbburinn

Freeportfarar stofnuðu með sér félag 12. ágúst 1976 sem nefnist Freeportklúbburinn. Markmiðið með stofnun klúbbsins var að viðhalda og auka við fróðleik sem félagarnir öðluðust á Freeportspítalanum og í framhaldsmeðferðinni. Ennfremur að miðla fróðleik um áfengismál með forgöngu um fyrirlestrahald, veitingu námsstyrkja og með hverjum þeim hætti sem þætti henta hverju sinni. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 232 orð

Frjáls lyfjaverslun

HLUTFALL lyfjakostnaðar af heildarútgjöldum til heilbrigðismála hefur heldur farið hækkandi síðustu árin. Hliðstæð þróun hefur orðið í nágrannalöndunum og eru ástæðurnar fyrst og fremst taldar vera þrjár. Hin fyrsta er að hópur eldri borgara í þörf fyrir meiri heilbrigðisþjónustu fer sístækkandi. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Frumteikningar af Alþingishúsinu komnar í leitirnar Uppdrættir af Alþingishúsinu, sem taldir voru löngu glataðir og aðrir sem

ÍÞJÓÐSKJALASAFNI Íslands hafa komið í ljós áður óþekktar teikningar af Alþingishúsinu frá árunum 1879 til 1880, þar á meðal uppdrættir sem virðast vera endanlegar byggingarteikningar hússins en þær hafa fram að þessu verið taldar glataðar. Enn fremur hafa fundist í safninu frumtillögur að stækkun Alþingishússins frá árunum 1906 til 1907. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 891 orð

Fylling lífs

Á 14. og 15. öld fór bylgja kristinnar einingarhyggju yfir vestanverða Evrópu. Að nokkru leyti varð hreyfing þessi undanfari siðbreytingarinnar á 16. öld. Einingarhyggjumenn eða "mystikar" fóru mjög svo hver sína leið. Leiðir þeirra og kirkjukenningarinnar skildu þrásinnis um stundar sakir, þótt flestir beygðu sig fyrir hinni almennu kirkju, þegar til kastanna kom. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 458 orð

»Gaman að taka áhættu Á SÍÐASTA ári sendi Rúnar Júlíusson frá sér m

Á SÍÐASTA ári sendi Rúnar Júlíusson frá sér merkilega skífu, Með stuð í hjarta, þar sem ýmsir þjóðkunnir listamenn komu við sögu, ýmist sem laga- eða textasmiðir eða flytjendur með Rúnari. Enn leikur Rúnar sama leik, með tilbrigðum þó, því væntanleg er á næstu dögum skífan Rokk og rólegheit. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3174 orð

Góðra vina fundur Kristinn Hallsson söngvari á að baki glæsilegan söngferil, sem spannar nærfellt hálfa öld, auk þess að vera

Kristinn Þorleifur Hallsson fæddist 4. júní 1926 í Lækjargötu 12a í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Ágústsdóttir og Hallur Þorleifsson, bæði söngvarar og atkvæðamikil í tónlistarlífi þjóðarinnar á fyrri hluta aldarinnar. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1645 orð

HRÁEFNIÐ ER GRÓÐUR JARÐARINNAR

Íslendingar hafa löngum verið mikil kaffidrykkjuþjóð, en tilfellið er að þrátt fyrir að kaffitegundum sem á boðstólum hafa verið hafi fjölgað mjög síðustu árin, hefur kaffidrykkja minnkað nokkuð. Kaffibrennsla Akureyrar sér landsmönnum fyrir hinu gamalkunna Bragakaffi og annarri tegund með öllu alþjóðlegra nafni, Rúbín. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 271 orð

Í dýrum rúmum að óþörfu

Í UMRÆÐUM um vanda sjúkrahúsanna hefur komið fram að vegna skorts á hjúkrunarrýmum liggi nokkur fjöldi aldraðra í dýrum og eftirsóttum sjúkrarúmum á stóru sjúkrahúsunum tveimur. Alls er sá hópur 56 af alls 140 öldruðum í þörf fyrir hjúkrunarrými í borginni. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 738 orð

Í leit að súpersymmertríu

JÖRÐIN verður fyrir stöðugri skothríð geimgeisla þ.e. einda sem eiga sér upphaf langt úti í geimnum. Geimgeislar koma fyrir í mismunandi afbrigðum með tilliti til upphafs, gerðar og orku. Margt er vitað um eiginleika geimgeisla og leið þeirra til jarðarinnar. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 481 orð

Íslendingar stjórna fjölþjóðlegu verkefni

STARFSMENN matvæladeildar hjá Iðntæknistofnun taka nú þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á reykingu og söltun á laxi sem styrkt er af hálfu Evrópusambandsins, ESB, að sögn fréttabréfs Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna. Yfirstjórn rannsóknarverkefnisins er í höndum Hannesar Hafsteinssonar, deildarstjóra matvæladeildar en Sjöfn Sigurgísladóttir matvælafræðingur stjórnar hinum íslenska hluta þess. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1737 orð

KLAPPAÐ Í STEIN Bob Dylan er mönnum mikil ráðgáta og flestir töldu að hans saga væri öll þegar hann fékk hjartaígerð á síðasta

ÞEGAR Bob Dylan hélt tónleika í Laugardalshöll á Listahátíð fyrir mörgum árum þusti að fólk sem kom til að sjá mótmælasöngvarann og skáldið anno 1965; kom til að sjá sjálft sig uppfullt með bjartsýni og trú á framtíðina. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1331 orð

Konur öðlast sjálfstæði

ÞAÐ er líflegt í kennslustofunni. Kennarinn heldur ótrauður áfram að kenna þó að ungabörn nemendanna láti dálítið í sér heyra. Barn byrjar að gráta en móðirin snarar brjóstinu upp úr hálsmálinu á kjólnum og gefur barninu. Það þagnar, lygnir aftur augunum og tottar brjóstið. Enginn tekur eftir þessu því að það er svo eðlilegt. Margir nemendur eru með ungabörn á brjósti. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 261 orð

Meistarar í gosþambi og sælgætisáti

VAXANDI áhersla á ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu í tengslum við holla lifnaðarhætti á ekki hvað síst við á sviði tannlækninga. Íslendingar hafa því miður ekki tekið sérstaklega ábyrga afstöðu gagnvart sætindum og innbyrða fáar þjóðir jafnmikið af sykri á mann. Hver Íslendingur neytir t.a.m. að jafnaði 22 kg af sælgæti og drekkur um 147 lítra af gosdrykkjum á ári. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1135 orð

Riddarar bresku bylgjunnar Bresk

BRESK kvikmyndagerð er í mikilli uppsveiflu og hefur verið það undanfarin misseri. Hver breska myndin á fætur annarri slær aðsóknarmet í Bretlandi nú síðast Með fullri reisn eða "The Full Monty" en þar áður myndir eins og "Bean", "Trainspotting" og Fjögur brúðkaup og jarðarför. Einnig hefur þessum myndum vegnað vel á alþjóðlegum mörkuðum. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 89 orð

Safngripur

QUARASHI-flokkurinn sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífu samnefnda sveitinni, en þegar platan var tekin upp var eitt lag hljóðritað til viðbótar sem ekki var á disknum. Það lag var svo gefið út fyrir skemmstu á 12" í mjög takmörkuðu upplagi, því aðeins voru framleidd af þeirri plötu 100 eintök. Þau eru víst öll uppseld og að sögn uppseld áður en þau bárust til landsins. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1711 orð

Skiptar skoðanir um ávinning Skiptar skoðanir eru á öllum stöðunum á miðfjörðum Austurlands um sameiningu Reyðarfjarðar,

"ÉG SÉ ekki að það verði neinn ávinningur af sameiningu og tel skynsamlegra að fara hægar í sakirnar," segir Emil Thorarensen, bæjarfulltrúi á Eskifirði og sameiningarandstæðingur. Hann fullyrðir að sameiningarsinnar hafi rangtúlkað niðurstöður skýrslu ráðgjafarfyrirtækis um sparnað við sameiningu. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 658 orð

Skipulagður frumudauði og öldrun

Allt frá ómunatíð hafa menn leitað ráða til að berjast gegn ellinni. Í textum sem eru um 4000 ára gamlir, og með því elsta sem hefur varðveist af rituðu máli, er að finna lýsingar á jurtum og lindum sem veita eilífa æsku. Allar götur síðan hefur þetta þótt mjög eftirsóknarvert og alltaf hafa verið á kreiki sögusagnir um töframeðul sem lækna eða hægja á öldrun. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 175 orð

Skjalastjórnun hjá Endurmenntunarstofnun

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskólans stendur fyrir námskeiði um tölvuvædda skjalastjórnun þriðjudaginn 11. nóv. kl. 8:30­12: 30. Um er að ræða tölvuskráningu skjala og samræmd skjalavistunarkerfi fyrir skjöl hjá fyrirtækjum og stofnunum sem gera kleift að finna skjöl eftir ýmsum leiðum og gefa ennfremur kost á að fylgjast með stöðu og afgreiðslu erinda og annarra verkefna. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 411 orð

SPUNAKENNT ROKK

ÞAÐ ORÐ fer af hafnfirsku hljómsveitinni Stolíu að leitun sé að eins þéttri sveit, sem kemur kannski ekki á óvart eftir þriggja ára æfingar. Í vikunni kemur út fyrsta breiðskífa Stolíu, vonum seinna, og skartar sveitin þá meðal annars nýlegum hljómborðsleikara. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1698 orð

Sundur vegna síldar? Óvissa er um úrslit kosninganna um sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Andstaðan

ÁTÖK UM SAMEININGU NESKAUPSTAÐAR, ESKIFJARÐAR OG REYÐARFJARÐAR Sundur vegna síldar? Óvissa er um úrslit kosninganna um sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 4044 orð

UNG- OG SMÁBARNAVERND Í REYKJAVÍKURBORG 70 ÁRA

MARKMIÐ ung- og smábarnaverndar er að styðja eftir föngum viðleitni sérhvers barns, sem fæðist, til að þroskast eðlilega innan þeirra marka, sem erfðavísar leyfa. Ýmislegt, sem fyrir kemur á lífsleiðinni, getur orðið til að hvetja eða letja þennan þroska, en fyrsta skilyrðið er að sjálfsögðu að barnið haldi lífi. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 460 orð

Urriði í uppsveiflu á ný

UPPBYGGING urriðastofna í Veiðivötnum, Þórisvatni og Kvíslaveitum er komin á fleygiferð á nýjan leik eftir að seiðasleppingum var hætt í nokkur ár þar sem vart varð við nýrnaveikismit í stofninum. Eftir ítarlegar rannsóknir þykir nú ekki lengur ástæða til að óttast að smitið sé af því tagi að hætta stafi af. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 69 orð

ÚGANDÍSKUR drengur meðvatnsbrúsa en leið þorpsbúaa

ÚGANDÍSKUR drengur meðvatnsbrúsa en leið þorpsbúaað vatnsbólum er oft löng. MASAI piltur í Tanzaníu.Hávaxið fólkið í þessum þjóðflokki klæðist ávallt rauðu. SVÍNIÐ dregið út úr jeppanum eftir bílferðina. HRAFNHILDUR og Svanurmeð kvöldmatnum tilvonandi. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 315 orð

Veðmálssafnskífa

LEIKRITIÐ Veðmálið hefur gengið bráðvel í Loftkastalanum undanfarna mánuði, en í verkinu er tónlist áberandi. Á næstu dögum kemur út breiðskífa með lögum úr verkinu, samnefnd því, en Emilíana Torrini sá um lagavalið. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 622 orð

Það er í andörlög sín sem íslenzka þjóðin, fátæk forsmáð og

Það er í andörlög sín sem íslenzka þjóðin, fátæk forsmáð og fámenn, sótti það stolt og þá reisn sem hún taldi sér sæma og þessi örlög birtust henni í fornum sagnaskáldskap þar sem hún leitaði sér skjóls í grimmri og veðrasamri veröld. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 3410 orð

Það hriktir í kerfinu

ÁRATUGUM saman var himinn heilbrigðismála hérlendis yfirleitt heiðskír, ekki virtist þurfa að kljást við önnur vandamál en þau að ekki tókst alltaf að lina kvalir eða bjarga mannslífi þrátt fyrir að fólk legði sig fram. Fjármálin voru yfirleitt einföld á sjúkrahúsunum, greitt voru daggjöld fyrir hvern sjúkling, og allt var borgað umyrðalaust úr opinberum sjóðum. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 205 orð

Það hriktir í kerfinu

Það hriktir í kerfinu Stjórnvöld vilja stöðva útþenslu í heilbrigðisútgjöldum, sameina sjúkrahús og auka kostnaðarvitund almennings og starfsfólks í heilbrigðisstéttum. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 1380 orð

Þjóðernissinnar hafa í hótunum við Aznar

ÞJÓÐERNISSINNAR í Katalóníu á Norðaustur- Spáni hafa hótað að láta af stuðningi við ríkisstjórn José María Aznar forsætisráðherra í næsta mánuði verði ekki veruleg breyting til batnaðar á þessu samstarfi. Meira
9. nóvember 1997 | Sunnudagsblað | 346 orð

(fyrirsögn vantar)

LOFTKASTALINN óskar eftir starfsfólki við miðasölu, á skrifstofu (þekking á TOK-bókhaldskerfi nauðsynleg) og við dyravörslu. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastörf. Umsóknir skulu merktar "Kastali-atvinna" og berist í pósthólf 7281, 127 Reykjavík, fyrir 13. nóvember. Meira

Lesbók

9. nóvember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 602 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.