Greinar laugardaginn 6. desember 1997

Forsíða

6. desember 1997 | Forsíða | 44 orð

Átök á Gazasvæðinu

ÍSRAELSKUR hermaður miðar byssu sinni á palestínskan fréttamann sem mundar myndavélina. Til átaka kom á Gazasvæðinu í gær eftir að Ísraelsher hóf undirbúning að uppsetningu nýrrar eftirlitsstöðvar. Fimm Palestínumenn urðu fyrir skotsárum, þar á meðal einn myndatökumaður alþjóðlegu fréttastofunnar Associated Press. Meira
6. desember 1997 | Forsíða | 233 orð

Clinton "hæfilega bjartsýnn"

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær "hæfilega bjartsýnn" á að takast muni að ná samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið á ráðstefnu um loftslagsbreytingar sem nú stendur yfir í Kyoto í Japan. Meira
6. desember 1997 | Forsíða | 194 orð

Dulhyggjustefna slær í gegn

NÝJASTA æðið í trúmálum í Hollywood á rætur í guðspekilegri túlkun á Gamla testamentinu og fleiri ritningum. Búddatrúin er sögð á útleið og þess í stað hafa hinir ríku og frægu hallað sér að kabbala, dulhyggjustefnu í gyðingdómi, sem þar til fyrir skemmstu átti sér fáa fylgismenn í Bandaríkjunum, enda aðeins skiljanleg innvígðum. Meira
6. desember 1997 | Forsíða | 358 orð

Fjárlög samþykkt við fyrstu umræðu

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti frumvarp til fjárlaga næsta árs við fyrstu umræðu í gær, nokkrum mínútum eftir að Borís Jeltsín forseti ávarpaði þingmennina til að skora á þá að styðja frumvarpið til að koma í veg fyrir óvissu í efnahagsmálunum. Meira
6. desember 1997 | Forsíða | 103 orð

Hvalreki við Rømø

DANSKIR sjávarlíffræðingar reyndu í gær sitt ýtrasta til að bjarga þrettán búrhvölum sem strönduðu í fyrradag á grynningum við eyna Rømø undan Norðursjávarströnd Jótlands. Allar tilraunir til að ná hvölunum aftur á flot reyndust árangurslausar. Tólf hvalir drápust þar sem þeir lágu en einum hafði tekizt að synda á brott af sjálfsdáðum. Meira
6. desember 1997 | Forsíða | 211 orð

Tóbaksframleiðendur hóta málsókn

ÁKVÖRÐUN Evrópusambandsins, ESB, um að banna tóbaksauglýsingar hefur vakið hörð viðbrögð. Baráttuhópar fyrir bættu heilbrigði hafa fagnað ákvörðuninni en tóbaksframleiðendur og tímaritaútgefendur eru komnir í skotgrafirnar, og segjast reiðubúnir til að berjast gegn banninu fyrir dómstólum enda eigi það sér litla lagalega stoð, Meira

Fréttir

6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann í Reykjavik í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart 11 ára dóttur sambýliskonu sinnar í nokkur skipti á síðastliðnu ári. Maðurinn er fyrir Hæstarétti sakfelldur fyrir að hafa að næturlagi farið inn í svefnherbergi stúlkunnar og strokið henni innan klæða og utan. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 912 orð

22 flugvélastæði og 2,3 milljónum farþega annað

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um að ráðast í fyrsta áfanga stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og taka nauðsynleg lán vegna þeirra framkvæmda. Áætlað er að kostnaður við fyrsta áfangann sé um 1.100 milljónir króna. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 758 orð

Aðgengileg umfjöllun fyrir alla aldurshópa

NÝTT tímarit um vísindi kom út í síðasta mánuði eftir tveggja ára undirbúning. Markmiðið er að það komi út mánaðarlega segir Guðbjartur Finnbjörnsson ritstjóri tímaritsins, sem jafnframt er gefið út á Norðurlöndunum og í Evrópu. ­Hvers vegna ákvaðstu að gefa tímaritið út? "Við Hilmar Sigurðsson fengum hugmyndina fyrir tveimur árum. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Aglowfundur

AGLOWSAMTÖKIN á Akureyri halda opinn fund næstkomandi mánudagskvöld, 8. desember, kl. 20 í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22. Ræðumaður verður Theodór Birgisson, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri. Fjöldasöngur, einsöngur og lofgjörð. Allir velkomnir, jólahlaðborð, þátttökugjald er 300 kr. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Alfa 156 sýndur

SÝNING verður á nýjum Alfa Romeo 156 í húsakynnum Ístraktors, umboðsaðila Alfa, í Smiðsbúð 2 í Garðabæ um helgina. Bíllinn var kosinn bíll ársins í Evrópu 1998. Hátt í 30 manns hafa staðfest pöntun á Alfa Romeo 156 en seinkun er á afhendingu vegna mikillar eftirspurnar erlendis. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Alvarlegt umferðarslys á einbreiðri brú

ÞRÍR slösuðust illa þegar tveir fólksbílar lentu í hörðum árekstri á einbreiðri brú yfir Laxá í Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi um hádegi í gær. Mikil hálka var á veginum. Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlum til aðhlynningar á Sjúkrahús Reykjavíkur. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 292 orð

Áhersla á frekari viðræður

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hitti Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á skyndifundi í París í gær. Að fundinum loknum sagðist Albright hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hraði frekari friðarviðræðum, en þær sigldu í strand eftir að Netanyahu heimilaði nýbyggingar gyðinga á palestínsku landi í Austur-Jerúsalem í mars. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Áhorf á Bæjarsjónvarpið 42 prósent

KÖNNUN á áhorfi á Bæjarsjónvarpið Aksjón var gerð í lok nóvember á meðal viðskiptavina stórmarkaðra og vegfarenda í miðbæ Akureyrar og náði til um 250 einstaklinga. Þar kom fram að 42% aðspurðra höfðu einhvern tímann horft á Bæjarsjónvarpið í vikunni. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR

LÁTIN er í Reykjavík Ásthildur Pétursdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður í Kópavogi, sextíu og þriggja ára að aldri. Ásthildur fæddist í Reykjavík 11. júní 1934. Foreldrar hennar voru Pétur Jónsson bifreiðarstjóri og Jórunn Björnsdóttir frá Brekku í Skagafirði. Árið 1955 flutti hún í Kópavog þar sem hún var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bæjarráðsmaður um árabil. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 259 orð

Áætlun Schröders samþykkt

GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, hlaut í lok flokksþings þýzka jafnaðarmannaflokksins, SPD, í Hannover í fyrradag víðtækan stuðning við efnahagsmálaáætlun sem hann er meginhöfundurinn að. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 467 orð

"Bandaríkin höfðu IMF í vasanum"

BANDARÍSK stjórnvöld tóku virkan þátt á bak við tjöldin í samningaviðræðum um skilyrði fyrir veitingu rúmlega 4.000 milljarða króna efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til Suður-Kóreu, að því er suður-kóreskir embættismenn greindu frá í gær. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Basar í Kattholti

KATTAVINAFÉLAG Íslands heldur árlegan jólabasar í Kattholti í Stangarhyl 2, sunnudaginn 7. desember kl. 14. Boðið verður upp á kaffi. Allur ágóði rennur til líknarstarfsins í Kattholti. HEIMILISLAUSIR kettir í Kattholti. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Beint í innbrot eftir að hafa losnað úr varðhaldi

MAÐUR var handtekinn í fyrrakvöld grunaður um að hafa brotist inn í geymslur við Skipholt í Reykjavík. Fannst hjá honum talsvert af þýfi sem hann hafði borið út í bíl og viðurkenndi hann brot sitt við yfirheyrslur í gærmorgun. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Bein útsending til Bandaríkjanna

SVÆÐISÚTVARPSSTÖÐIN WGCH Greenwich Radio í Connecticut í Bandaríkjunum sendir út þátt í beinni útsendingu frá Reykjavík í dag kl. 14 að íslenskum tíma og verður þátturinn samtímis sendur út á Netinu og á Aðalstöðinni. Meira
6. desember 1997 | Miðopna | 819 orð

"Berum okkur alltaf saman við Svía"

TENGSL Finna og Íslendinga hafa fyrst og fremst verið hnýtt á 20. öldinni. "En ég minni á að Snorri nefnir Finnland sínu rétta heiti að minnsta kosti níu sinnum í Heimskringlu," segir Tom Söderman, sendiherra Finna á Íslandi. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 468 orð

Besta líkamsæfing sem menn geta fengið

LEÓ Guðlaugsson, 88 ára gamall fyrrverandi húsasmíðameistari í Kópavogi, á sér göfugt tómstundagaman, sem um leið felur í sér mikla og holla hreyfingu og útiveru. Hann safnar birkifræi og afhendir Landgræðslu ríkisins, sem sér um sáningu þess. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir starf Leós ómetanlegan stuðning fyrir landgræðslustarfið í landinu. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 390 orð

Blair heitir breytingum og umbótum

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórn hans myndi leitast við að stýra Evrópusambandinu á braut breytinga og umbóta á fyrri hluta næsta árs, en Bretland fer þá með forsæti í ráðherraráði sambandsins. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Blóðflæðimælir að gjöf

HINN 28. október sl. færðu Landssamtök hjartasjúklinga og Íslandsbanki hjartaskurðdeild Landspítalans að gjöf blóðflæðimæli. "Tækið er meðal annars notað í hjartaskurðaðgerðum við mælingar á blóðstreymi í nýjum kransæðagræðlingum og eykur það enn frekar öryggi og árangur þessara aðgerða. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 427 orð

Bræðurnir voru dæmdir í sextán og átta ára fangelsi

TVÍBURARNIR Sigurður Júlíus og Ólafur Hannes Hálfdánarsynir voru í gær dæmdir í 16 og 8 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Lárusi Ágústi Lárussyni að bana í Heiðmörk aðfaranótt fimmtudagsins 2. október. Dómurinn dæmdi Sigurð til fangelsisvistar þrátt fyrir umsögn geðlæknis, sem taldi hann haldinn geðklofa og að sakhæfi hans væri því skert. Bræðurnir eru 25 ára. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Bæklingur um nónhressingu

LEIKSKÓLINN Skólatröð í Kópavogi er heilsuleikskóli í samvinnu við Heilsueflingu sem er samstarfsverkefni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Landlæknisembættis. Eitt af verkefnum heilsuleikskólans er gerð bæklings um nónhressingu. Bæklingurinn er unninn í samvinnu við Borghildi Sigurbergsdóttur næringarráðgjafa og gefinn út af Heilsueflingu. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 270 orð

Bændur æfir

EKKI verður ljóst fyrr en lengra líður á mánuðinn hver áhrif banns við sölu kjöts á beini verða í Bretlandi. Kjötkaupmenn telja að salan hafi aukist ef eitthvað er þar sem fólk hafi óttast að bannið tæki þegar gildi. Bændur eru æfir vegna ákvörðunar landbúnaðarráðherrans, Jacks Cunninghams, um bannið en hún kemur í kjölfar deilna bænda og stjórnvalda vegna innflutnings á ódýru nautakjöti. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Dönsk vídeólist

SEINNI hluti danskrar vídeósýningar verður í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á laugardag, 6. desember, kl. 14. Verkin sem sýnd verða eru "The Black Beatle" og "Solstick" sem listakonan Jeanette Schou hefur gert og "That's the spirit" og "Relatives" sem Per Lunde Jörgensen hefur gert. Galleríið er opið til kl. 18 á laugardag og frá kl. Meira
6. desember 1997 | Miðopna | 1587 orð

Einstigi sjálfstæðis og erfiðir grannar

FINNAR EIGIN HERRAR Í 80 ÁR Einstigi sjálfstæðis og erfiðir grannar Finnar fagna því í dag að 80 ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir fullu sjálfstæði. Kristján Jónsson stiklaði á stóru í sögu Finna sem hafa undanfarna áratugi lagt áherslu á góð samskipti við Rússa. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 317 orð

Eldgos í Austur- Rússlandi ELDGO

ELDGOS hófst í gær í einu af virkustu eldfjöllunum á Kamtsjatka-skaga í Austur- Rússlandi, Bezymyanny. Þetta er annað gosið í fjallinu í ár og það hófst eftir jarðskjálfta, sem mældist 5 stig á Richter. Rússneskir jarðfræðingar sögðu að aska hefði dreifst yfir 20 km langt belti. Íbúar í nágrenninu voru ekki taldir í hættu. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 584 orð

Endurhæfing eykur lífsgæði og ævilengd

UM 300 manns stunda um þessar mundir reglulega þjálfun hjá HL-stöðinni við Hátún í Reykjavík, endurhæfingarstöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Alls hafa milli 1.600 og 1.700 manns fengið endurhæfingu og þjálfun hjá stöðinni þau tæpu 10 ár sem hún hefur starfað. Nýlega var haldinn 100. fundur framkvæmdastjórnar stöðvarinnar. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 1691 orð

Forréttindahópur eða fórnarlömg kynþáttahroka?

Harðar deilur um réttindi frumbyggja í Ástralíu kunna að leiða til kosninga Forréttindahópur eða fórnarlömg kynþáttahroka? Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 376 orð

Forsætisráðherra furðar sig á viðbrögðum ríkisskattstjóra

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kvaðst í gær furða sig á þeirri ákvörðun Garðars Vilhjálmssonar ríkisskattstjóra að biðja ríkisendurskoðun að rannsaka hvað sé hæft í ummælum um misbeitingu valds skattstjóra á Íslandi eða embættis ríkisskattstjóra. "Ég veit ekki hvernig ríkisendurskoðun á að finna út úr því," sagði Davíð í gærkvöldi. "Það er dálítið sérkennileg leið, svo ekki sé meira sagt. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Framkvæmdir hefjast á næsta ári

Leifsstöð stækkuð Framkvæmdir hefjast á næsta ári RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um að ráðast í fyrsta áfanga stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og að afla nauðsynlegra heimilda til lántöku vegna framkvæmdarinnar. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Framkvæmdir hefjast á næsta ári

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um að ráðast í fyrsta áfanga stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og að afla nauðsynlegra lántökuheimilda. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Franskur vínsmökkunarsérfræðingur með kynningu

KAMPAVÍNSSMÖKKUN verður í Sunnusal Hótels Sögu sunnudaginn 7. desember kl. 18 á vegum Matar- og vínklúbbsins Sunnan sjö. Í tilefni þess er staddur hér á landi útsendari franskra vínútflytjenda, Jörgen La Cour Harbo vínsmökkunarsérfræðingur, og sér hann um smökkunina. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fundað um loðnu í Kaupmannahöfn

FYRSTI samningafundur Íslands, Noregs og Grænlands um endurskoðun samnings landanna um loðnuveiðar mun fara fram í Kaupmannahöfn 16. desember næstkomandi. Jóhann Sigurjónsson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í fiskveiðimálum, segist ekki gera ráð fyrir samkomulagi á Kaupmannahafnarfundinum, Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1538 orð

Gagnrýnendur segja miðhálendið vera eign þjóðarinnar

RÆTT var um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga á Alþingi í allan gærdag, en Páll Pétursson mælti fyrir frumvarpinu. Umræðurnar snerust aðallega um fyrstu grein frumvarpsins og bráðabirgðaákvæði þess. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hafísinn kannaður

FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug á miðunum úti fyrir Vestfjörðum í gær. Næst landi var ísjaðarinn 42 sjómílur frá Straumnesi og 38 sjómílur frá Kópanesi. Mikið var um nýmyndaðan ís og fleka og einnig voru vakir og flákar inn á milli, segir í skýrslu um hafískönnun frá flugdeild Landhelgisgæslunnar. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hátíð í Kjarna í Mosfellsbæ

MOSFELLINGAR halda í dag daginn hátíðlegan í Kjarna í Mosfellsbæ, með samfelldri lista- og menningardagskrá frá kl. 11 til kl. 17. Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi: Kl. 11 leikur lúðrasveit, kl. 13 syngur Álafosskórinn, tískusýning er kl. 13.30 og að því loknu syngur Diddú af nýju plötu sinni kl. 14. Steinunn Sigurðardóttir les úr bók sinni, HANAMI, kl. 14. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Hlustunarsnældur

INNSÝN sf. hefur gefið út fjórar hlustunarsnældur. "Snældurnar hafa verið þýddar á íslensku og eru lesnar af Fannýju Jónmundsdóttur, leiðbeinanda. Snældurnar tvær fjalla um markmið og markmiðasetningu auk þess sem farið er inn á tímastjórnun og bent á árangursríkar lausnir," segir m.a. í fréttatilkynningu. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Hlutafélag um skrifstofu- og atvinnuhúsnæði borgarinnar

NEFND um sölu borgareigna hefur til athugunar tillögu um að stofnað verði hlutafélag, Bústaðir hf., sem falið verði eignarhald á öllu almennu skrifstofu- og atvinnuhúsnæði borgarinnar og til að annast umsýslu allra annarra fasteigna borgarinnar í umboði hennar. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Hráefni tryggt í sjö vikur

VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum hefur tryggt sér rússafisk til vinnslu fram í febrúar næstkomandi og hefur fyrirtækið því dregið til baka tilkynningu um rekstrarstöðvun frá og með næstu áramótum, en þá hefðu um 200 starfsmenn þess í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn misst kauptryggingu. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 42 orð

Hæsta jólatré í Evrópu

Í AÞENU er nú verið að skreyta hæsta jólatré í Evrópu, sem stendur á Syntagmatorgi í miðborginni, rúmlega 36 metra hátt. Þegar allt verður komið heim og saman munu 180 þúsund ljósaperur í öllum litum prýða tréð. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Ísland styður samninginn

RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanríkisráðuneytisins, Helgi Ágústsson, undirritaði á fimmtudag alþjóðasamning um bann gegn notkun, geymslu, framleiðslu og flutningi á jarðsprengjum sem beint er gegn fólki og um eyðileggingu þeirra. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Íslendingar minnist landafundanna árið 2000

ALÞINGI ályktaði í gær að fela ríkisstjórninni að minnast landafunda Íslendinga í Vesturheimi, árið 2000, en Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra bar upp þessa tillögu í upphafi þings. Í áliti utanríkisnefndar Alþingis kemur fram að á vegum ríkisstjórnarinnar sé þegar hafinn undirbúningur til að minnast landafundanna. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Jóhann G. Bergþórsson áfrýjar

JÓHANN G. Bergþórsson, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði Gunnar Inga Gunnarsson í ærumeiðingarmáli sem Jóhann höfðaði á hendur honum. "Áfrýjunin byggir á því að fullyrðing Gunnars Inga um að Jóhann hafi valdið gjaldþroti fjölda fjölskyldna sé röng og ósæmileg. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Jólafundur um Ave María

AVE María er yfirskrift jólafundar Félags íslenskra háskólakvenna í ár en hann verður haldinn sunnudaginn 7. desember kl. 15 í Þingholti, Hótel Holti. Þar mun Jón Stefánsson organisti fjalla um lofsönginn til Maríu guðsmóður en hún hefur orðið flestum tónskáldum erlendum sem og innlendum yrkisefni. Hér er ef til vill um dulbúna ást á mæðrum þeirra að ræða. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

Jólahlutavelta Sjálfsbjargar

SJÁLFSBJÖRG félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, verður með jólahlutaveltu, lukkupakka- og kaffisölu laugardag og sunnudag 6.­7. desember kl. 14 í félagsheimilinu Hátúni 12. Allur ágóði rennur til málefna fatlaðra og uppbyggingar á félagsstarfi fatlaðra. Allir velkomnir. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Jólamerkispjöld Hvítabandsins

HVÍTABANDIÐ, líknarfélag, gefur út í fyrsta sinn jólamerkispjöld. Um er að ræða fimm myndir sem íslenskar myndlistakonur hafa gefið félaginu. Það er Sjá, nóttin er á enda og Umhyggja eftir Þórdísi Elínu Jóelsdóttur, Keilir eftir Dröfn Guðmundsdóttur, Jólatré eftir Ásu Ólafsdóttur og Jólatelpa eftir Ásdísi Sigurþórsdóttur. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Jólasveinar koma í Kringluna

ÁTTA jólasveinar koma í Kringluna í Reykjavík á laugardag og verða þar kl. 13.30. Í frétt frá Kringlunni segir að jólasveinarnir ætli að koma úr Esjunni um hádegisbil á laugardag. Þeir ferðist á heyvagni og dráttarvél sem þeir fengu lánaða hjá bónda á Kjalarnesi. Jólasveinarnir verði á Ártúnshöfðanum um kl. 12.30 og fari í lögreglufylgd eftir Miklubraut í Kringluna. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

Karlar ræða um sjómennsku og karlmennsku

FJÖLSKYLDUKARLINN, útilegukarlinn, hvernig eiga pabbar að vera? Þetta er meðal viðfangsefna á ráðstefnu sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu gengst fyrir í dag. Yfirskrift ráðstefnunnar er: "Drengir góðir, karlar tala við karla um karla". Meira
6. desember 1997 | Landsbyggðin | 125 orð

KK hefur vetrardagskrána í Skaftfelli á Seyðisfirði

Seyðisfirði-Vetrarstarfsemi í Menningarhúsi Seyðfirðinga, Skaftfelli, er nú hafin af krafti. Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, öðru nafni KK, reið á vaðið með tónleikahald. Þar flutti hann efni af nýútkomnum hljómdiski sínum "Heimaland" í bland við frásagnir og eldra efni. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kveikt á jólatré í Kópavogi

KVEIKT verður á jólatrénu í Hamraborg, gjöf vinabæjar Kópavogs í Svíþjóð, Norrköping, laugardaginn 6. desember kl. 15. Ávörp sendiherra Svíþjóðar og forseta bæjarstjórnar. Skólahljómsveit Kópavogs spilar, skólakórar Kárnesskóla syngja og jólasveinar koma í heimsókn. Verslanir í Hamraborg verða opnar. Aðventukaffi í Kópavogi Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kveikt á jólatrénu í dag

KVEIKT verður á jólatré Mosfellinga við Þverholt í dag. Athöfnin hefst kl. 16.30. Við athöfnina leikur Skólahljómsveit Mosfellsbæjar jólalögin, skólakór Varmárskóla kemur og syngur nokkur lög og von er á jólasveinum í heimsókn með glaðning í pokahorninu. Þá verður einnig flutt stutt ávarp og síðan ljósin tendruð. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Kvikmyndasýningar fyrir börn

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 7. desember verður sænska myndin "Jul och Juveler- Ture Sventon" sýnd en hún segir frá Ture Sventon, færasta einkaspæjara Svíþjóðar sem er kallaður til að leysa gátuna um innbrotið hjá skartgripasalanum Eriksson. Myndin er með sænsku tali og er sýningartími 101 mínúta. Meira
6. desember 1997 | Landsbyggðin | 196 orð

Kynntu sér væntanlegt aðsetur þróunarsviðs

Sauðárkróki-Stjórn Byggðastofnunar kom til Sauðárkróks fyrir skömmu til þess að skoða aðstæður og húsnæði fyrir þróunarsvið stofnunarinnar sem ákveðið hefur verið að flytja frá Reykjavík til Sauðárkróks. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

LEIÐRÉTT Listmálaraþan

Í BLAÐINU á fimmtudag urðu þau mistök í vinnslu minningargreinar um Stefán Gíslason og Guðlaugu Katrínu Kristjánsdóttur eftir Guðrúnu Huldu að upphaf greinarinnar féll alveg niður. Er það rétt svona: "Nú fækkar þeim óðum hinum gömlu frumbyggjum Kópavogs. Einn þeirra, Stefán Gíslason húsasmiður, er látinn á 89. aldursári..." Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Lifandi tónlist á Súfistanum

LIFANDI tónlist verður leikin fyrir gesti Súfistans og bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi 18, Reykjavík, í dag milli kl. 15 og 18. Að þessu sinni mun Ingunn Jónsdóttir, þverflautuleikari úr Tónlistarskólanum í Reykjavík, leika frá kl. 15 en þar á eftir mun strengjakvartett Tónlistarskólans taka við með léttri klassískri tónlist. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ljósin tendruð á jólatrénu á Austurvelli

LJÓSIN á jólatrénu á Austurvelli verða tendruð sunnudaginn 7. desember kl. 16. Tréð er að venju gjöf Óslóarborgar til Reykvíkinga, en Ósló hefur nú í 46 ár sýnt borgarbúum vinsemd með þessum hætti. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Ljós kveikt á jólatrénu frá Randers

LJÓS verða kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi í dag, laugardaginn 6. desember. Jólatréð er gjöf frá Randers, sem er vinabær Akureyrar í Danmörku. Dagskráin hefst kl. 15.50 með því að Lúðrasveit Akureyrar leikur jólalög en að því loknu flytja Jakob Björnsson bæjarstjóri og Henning Rasing Olsen menningarfulltrúi danska sendiráðsins á Íslandi auk fulltrúa frá Norræna félaginu. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Maður lést vegna súrefnisskorts

BANASLYS varð um borð í Gullveri NS-12 í gærmorgun, en skipið er til viðgerða hjá Slippstöðinni á Akureyri. Maður sem fór ofan í keðjukassa skipsins lést en kassinn var nær súrefnislaus. Tveir aðrir voru hætt komnir. Laust eftir kl. 10 í gærmorgun var lögreglu og slökkviliði á Akureyri tilkynnt um vinnuslys um borð í skipinu sem liggur við slippkantinn. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Með "pólitíska" hrafna í fullu fæði

Selfossi-Ágústa Þórhildur Sigurðardóttir, húsmóðir á Selfossi, hefur verið með tvo hrafna í föstu fæði í þrjú ár. Hrafnarir hafa þann sið að heimsækja Ágústu um hádegisbil og snæða hjá henni kræsingar. Á þakið hjá Guðna Ágústa segir hrafnana vera sólgna í feitt kjöt og tólg. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 280 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Hádegistónleikar í dag, laugardag, kl. 12, sunnudagaskóli á morgun kl. 11, guðsþjónusta kl. 14, Kór Akureyrarkirkju syngur, súkkulaði og kleinur eftir messu í Safnaðarheimili. Aðventukvöld kl. 20.30. Æskulýðsfundur kl. 17.30 í kapellu, farið út að borða. Biblíulestur og bænastund á mánudagskvöld kl. 20.30. Mömmumorgun kl. 10 til 12 á miðvikudag, fyrirbænaguðsþjónusta kl. Meira
6. desember 1997 | Miðopna | 788 orð

Mildir Rússakeisarar ­ lengst af

FINNAR voru öldum saman þegnar Svíakonunga, síðan í rúma öld Rússakeisara sem var stórfursti landsins er annars taldist sjálfstætt, ekki hluti Rússlands. Það var ekki fyrr en 1917 sem Finnar öðluðust fullt sjálfstæði í kjölfar hruns keisaradæmisins og byltingar bolsévikka. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 307 orð

Minna hávaðasvæði ef snertilendingar yrðu bannaðar

HÁVAÐASVÆÐI við Reykjavíkurflugvöll myndi minnka verulega ef snertilendingar yrðu ekki leyfðar en þær voru á síðasta ári alls 35.346 og myndi hávaða af flugumferð þá verða mun minna vart t.d. í Skerjafirði. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 379 orð

Mun minni eldsneytisnotkun en hjá erlendum félögum

FLUGLEIÐIR nota 5 til 52,5% minna eldsneyti á hvern farþegakílómetra en erlendu flugfélögin SAS, United og Lufthansa. Sigþór Einarsson, deildarstjóri gæðastjórnunardeildar Flugleiða, greindi frá þessu á flugþingi og sagði hann ástæðurnar m.a. þær að flugleiðir félagsins væru mjög hagstæðar flugflotanum hvað snerti eldsneytisnotkun. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Norðurlandsmót í boccía

NORÐURLANDSMÓTIÐ í Boccía fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, laugardaginn 6. desember og hefst keppni kl. 11.00. Alls mæta um 100 keppendur til leiks frá 5 félögum, á Húsavík, Akureyri, Siglufirði og Sauðárkróki. Það er Íþróttafélagið Akur sem er umsjónaraðili mótsins og er það haldið með dyggri aðstoð félaga í Lionsklúbbnum Hæng. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Ný íþróttamiðstöð vígð

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Þingeyringa verður vígð laugardaginn 6. desember við hátíðlega athöfn í húsinu og hefst athöfnin kl. 14. Við sama tækifæri verður þess minnst að Grunnskóli Þingeyringa fagnar aldarafmæli á þessu ári og Tónlistarskóli Þingeyringa er tíu ára. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Ný listastofnun í Gilinu

SAMLAGIÐ, ný listastofnun verður formlega opnuð í húsnæði gamla mjólkursamlagsins í Gilinu á Akureyri í dag laugardaginn 6. desember kl. 14.00. Félag myndlista- og listiðnafólks, sem stofnað var 17. nóvember sl. stendur að rekstri Samlagsins. Tilgangur félagsins er að koma á framfæri list félagsmanna með kynningu, útleigu og sýningarhaldi. Samlagið verður opið alla daga kl. 14-18. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 791 orð

Ný vitni hafa sannfært saksóknarann

VITNI sem hafa breytt framburði sínum eru helsta forsenda beiðni Klas Bergenstrand, ríkissaksóknara Svía, til Hæstaréttar um að Christer Pettersson verði dreginn fyrir rétt í þriðja sinn, ákærður fyrir að hafa myrt Olof Palme forsætisráðherra 28. febrúar 1986. Meira
6. desember 1997 | Erlendar fréttir | 337 orð

Óánægja þróunarlanda í brennidepli

ÓÁNÆGJA fátækra ríkja með að vera beðin um að taka þátt í tilraunum til að draga úr upphitun lofthjúpsins kom berlega í ljós á loftslagsráðstefnu SÞ í Kyoto í gær. Kínverjar og Indverjar fóru í fararbroddi harkalegra árása á Bandaríkjamenn og aðrar ríkar þjóðir fyrir að aðhafast ekki nóg. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Óhlutdrægni yfirmanns innkaupa dregin í efa

STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við störf yfirmanns innkaupa hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkurborgar. Yfirmaðurinn er jafnframt stjórnarformaður í fiskvinnsluhúsi sem átti lægsta tilboð í útboði sjúkrahússins, Dagvistar barna og Félagsmálastofnunar, á kaupum á lausfrystum ýsubitum. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ræðir stefnu Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda

STEFNA Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda nefnist fyrirlestur sem Cameron Hume, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna í Alsír, flytur á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Sunnusal á Hótel Sögu, mánudaginn 8. desember kl. 17. Meira
6. desember 1997 | Landsbyggðin | 217 orð

Ræsti nýjan vélarrúmshermi

Vestmannaeyjum-Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, var í heimsókn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu og kynnti sér þar skólastarf. Aðalástæðan fyrir komu ráðherrans til Eyja var að skoða nýja verknámsálmu við Framhaldsskólann, en hann skoðaði einnig grunnskólana í Eyjum og nýstofnaðan listaskóla auk þess sem hann hélt almennan opinn fund. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 361 orð

Samiðn mælir eindregið gegn veitingu leyfa

SAMIÐN mælir eindregið gegn því að félagsmálaráðuneytið veiti 25 iðnaðarmönnum frá Rúmeníu atvinnuleyfi hér á landi, en Norðurál hf. óskaði eftir að mennirnir fengju leyfi til að vinna að uppsetningu reykhreinsivirkis við álverið á Grundartanga. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Samið um tæpa 5 milljarða vegna Nesjavalla

SAMIÐ hefur verið við Norræna fjárfestingabankann um að fjármagna 50% eða 2,45 milljarða af kostnaði vegna Nesjavallavirkjunar og hafa þegar verið teknar 800 millj. af láninu. Jafnframt hafa staðið yfir viðræður við Council of Europe Social Development Fund um fjármögnun á fjárfestingum í skólum vegna einsetningar. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Samið um verkefni fyrir 2,5 milljarða

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur á morgun áætlunarflug innanlands í Sádi-Arabíu samkvæmt samningi félagsins við ríkisflugfélagið þar, Saudi Arabian Airlines. Atlanta hefur gert þrjá samninga um verkefni þar í landi að upphæð tveir og hálfur milljarður króna. Umsvif meiri en nokkru sinni fyrr Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Sérstakur skattur á landsbyggðina

EMIL Thorarensen, bæjarfulltrúi á Eskifirði, segir að veiðileyfagjald verði nýr skattur á sjávarútvegsfyrirtækin sem muni leiða af sér lakari kjör fyrir sjómenn þar sem ljóst sé að þeir muni þurfa að greiða einhvern kostnað af þessari skattheimtu. Eins sé um starfsmenn fyrirtækjanna í landi og byggðarlögin sem eigi svo mikið undir sjávarútvegi. Meira
6. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 279 orð

Sparifötin skipta um eigendur

HJÁLPRÆÐISHERINN stendur fyrir fataúthlutun á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 9. desember, frá kl. 17­20 í húsnæði safnaðarins við Hvannavelli 10. Tekið er á móti fötum þar og einnig er fatnaður sóttur heim til fólks fram að fataúthlutuninni sé þess óskað. Erlingur Níelsson hjá Hjálpræðishernum segir að á fatamarkaðnum gefist fólki kostur á að velja sér fatnað sér að kostnaðarlausu. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

Stofnfundur nýs stéttarfélags Dagsbrúnar og Framsóknar í dag

STOFNFUNDUR nýs sameinaðs stéttarfélags Dagsbrúnar og Framsóknar verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu í dag kl. 13. Á sjötta þúsund félagsmenn verða í hinu nýja stéttarfélagi og heildareignir þess verða um einn milljarður króna. Þar af eru eignir Dagsbrúnar að verðmæti rúmlega 800 milljónir króna og eignir Framsóknar tæplega 200 milljónir. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

Strika þarf út ákvæði um rétt til hálendis

GUNNAR G. Schram lagaprófessor sagði í gær að sú yfirlýsing Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi þá um daginn að frumvarp um þjóðlendur, sem lagt var fram á síðasta þingi, yrði lagt fram óbreytt á þessu þingi væri mikilvæg vegna þess að það leiddi til þess að strika yrði út bráðabirgðaákvæði frumvarps til sveitarstjórnarlaga þess efnis að staðarmörk sveitarfélaga, Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Sækja í sig veðrið í 22 stiga frosti og mótvindi

INGÞÓR Bjarnason, Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Örn Ólafsson, suðurskautsfararnir þrír, höfðu í gær lagt 465 km að baki á leið sinni á suðurpólinn. Þeir eru búnir með meira en þriðjung leiðarinnar eftir 23 daga og hafa að meðaltali gengið 20,2 km á dag og hafa sótt mjög í sig veðrið undanfarna daga. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 437 orð

Trúðar, blöðrur og aðrar vættir

Opið 9­18. Sýningin stendur til 7. desember. MYNDIR Haraldar Bilson eru unnar af nokkurri nákvæmni og eru tæknilega vel frágengnar, en viðfangsefnin og meðferð þeirra eiga sér hins vegar fyrirmyndir í verkum naíflistamanna og frístundamálara. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir árás í Ölkjallara

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 39 ára gamlan mann í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar sem framin var á veitingastaðnum Ölkjallaranum í Pósthússtræti í september sl. Maðurinn er dæmdur fyrir að hafa slegið fimmtugan mann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut heilaskaða og varanlegt heilsutjón. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Tveimur listaverkum stolið

TVEIMUR málverkum í eigu Listasafns Háskóla Íslands hefur verið stolið. Voru þau í húsnæði Lyfjabúðar Háskólans við Austurstræti í Reykjavík og eru eftir Þorvald Skúlason og Örlyg Sigurðsson. Lögreglunni í Reykjavík var að morgni 28. nóvember tilkynnt um innbrot á fimmtu hæð að Austurstræti 16, húsnæði Lyfjabúðar Háskóla Íslands. Meira
6. desember 1997 | Landsbyggðin | 445 orð

Umhverfismál sveitarfélaga í brennidepli

Hveragerði-Nemendur á umhverfisbraut Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum efndu til fræðsludags í skólanum nýverið. Fræðsludagurinn var helgaður Staðardagskrá 21, en það er heiti samþykktar er gerð var á umhverfisráðstefnunni í Ríó de Janeiro 1992. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 489 orð

Ummæli um Raftækjaverslun Íslands ómerk

Raftækjaverslun Íslands fór fram á að þrenn ummæli framkvæmdastjóra Radíóbæjar yrðu dæmd dauð og ómerk. Í fyrsta lagi ummæli um "að forsvarsmenn þess fyrirtækis hafi reynt að sölsa undir sig umboðið fyrir Aiwa á sölusýningu í Þýskalandi Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Uppfyllir ströngustu kröfur um mengunarvarnir

SVR tók í gær í þjónustu sína 150 farþega liðvagn. Vagninum er ætlað að koma til móts við það mikla álag sem er á annatímum SVR en algengt er að nauðsynlegt sé að láta vagna fylgja bílum af hefðbundinni stærð svo hægt sé að flytja alla þá farþega sem vilja komast leiðar sinnar á þeim tíma. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Vildi skrifa um Díönu af smekkvísi og reisn

BRESKI rithöfundurinn Anthony Holden kom í gær hingað til lands til að kynna nýja bók sína um Díönu prinsessu. Holden hefur fylgst með bresku konungsfjölskyldunni í rúma tvo áratugi og skrifað um hana nokkrar bækur. Hann var vinur Karls Bretaprins þar til hann ákvað að draga taum Díönu eftir að erfiðleikar í sambúð hennar og Karls urðu opinberir. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Vilja auka fjárframlög til Leikfélags Reykjavíkur

MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi Bandalags íslenskra listamanna: "Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna, haldinn í Listaskálanum í Hveragerði 29. nóvember 1997, skorar á ríki og borg að auka fjárframlög sín til Leikfélags Reykjavíkur. Meira
6. desember 1997 | Innlendar fréttir | 1007 orð

Þátttaka Íslands í friðargæzlu hugsanleg í framtíðinni

MIKIL gerjun er nú í norrænu samstarfi á sviði öryggis- og varnarmála. Það er ekki nóg með að þessi mál séu komin á dagskrá á Norðurlandaráðsþingum, þar sem áður var bannað að tala um þau, heldur hefur raunverulegt samstarf norrænu ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála farið mjög vaxandi að undanförnu. Meira

Ritstjórnargreinar

6. desember 1997 | Staksteinar | 390 orð

»HÍ vantar 231 milljón HINN 5. nóvember sl. gengu forráðamenn Háskóla Íslands

HINN 5. nóvember sl. gengu forráðamenn Háskóla Íslands á fund fjárlaganefndar Alþingis og óskuðu eftir að framlag til skólans yrði hækkað um 231 milljón króna miðað við það sem frumvarp til fjárlaga gerir ráð fyrir. Áætlað er að um 100 milljónir króna þurfi til viðbótar vegna launa og 131 milljón króna vegna rannsókna. Meira
6. desember 1997 | Leiðarar | 612 orð

SJÁLFSTÆÐI Í 80 ÁR

LeiðariSJÁLFSTÆÐI Í 80 ÁR INNSKA ÞJÓÐIN heldur í dag upp á 80 ára afmæli fullveldis síns. Finnar fengu ekki sjálfstæði sitt á silfurfati heldur urðu að berjast fyrir því og saga þeirra er mörkuð svita, blóði og tárum. Meira

Menning

6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 679 orð

Draugar í farteskinu

NÚ UM sinn hafa báðar sjónvarpsstöðvarnar, sú sem er í eigu ríkisins og hin í eigu Jóns Ólafssonar og Chase Manhattan, keppst við að sýna landsmönnum þætti, sem eru einskonar amerísk útgáfa af vísindalegum draugagangi. Þátturinn nefnist Ráðgátur og er ekki illa gerður. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 401 orð

Fíflast án þess að fara yfir strikið Lygari Lygari (Liar Liar)

Framleiðandi: Brian Grazer. Leikstjóri: Tom Shadyac. Handritshöfundar: Paul Guay og Stephen Mazur. Kvikmyndataka: Russel Boyd. Tónlist: John Debney. 82 mín. Myndin er öllum leyfð. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 365 orð

Fjáröflun Barnaheilla Skammdegið lý

HÁTÍÐIN Jólaperla Matthildar var haldin í Perlunni um síðustu helgi þar sem meðal annars fór fram fjársöfnun fyrir Barnaheill. Söfnunin fór þannig fram að gestir Perlunnar gátu keypt ljósaperur sem voru hengdar á jólatré fyrir utan Perluna og þannig lagt málstaðnum lið. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 465 orð

Frumleiki og þor

Fiskur nr. eitt, fyrsta geislaplata Berglindar Ágústsdóttur. Öll ljóð og textar eftir Berglind, lög eftir hana, Viðar Hákon Gíslason, Þorvald Hápunkt Gröndal, Gunnar Óskarsson, Sölva Blöndal, Elízu Geirsdóttur, Birgi Örn Thoroddsen og Helgu Sif Guðmundsdóttur. Hluti af útgáfuröð Smekkleysu, Skært lúðrar hljóma. 999 kr. 19 mín. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 567 orð

"Fyrst og fremst lagasmiður" Hljómsv

J.J. SOUL Band hefur starfað saman síðan 1993 en það eru Bretinn J.J. Soul og Ingvi Þór Kormáksson sem eru mennirnir á bak við sveitina. "Þegar við byrjuðum með hljómsveitina spiluðum við í raun alls konar tónlist með blús í grunninum. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 490 orð

Hvaðan kemur þessi unaðslega tónlist?

Tvöfaldur geisladiskur hljómsveitarinnar Pornopop sem skipuð er Pétri Jóhanni Einarssyni og Ágústi Arnari Einarssyni. Lög á diski 1: Pétur og Ágúst. Textar: Pétur. Lög á diski 2 eftir Pétur. Upptaka og hljóðblöndun: Árni Gústafsson, Pétur og Ágúst. Hljómsveitin gefur sjálf út. 1.899 kr. 31 mín. (diskur 1) 50 mín. (diskur 2). Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð

Játar að hafa beitt Elle Macpherson fjárkúgun

MICHAEL Mischler játaði á fimmtudag að hafa brotist inn á heimili fyrirsætunnar Elle Macpherson, stolið nektarmyndum af henni og hótað að senda þær út á netinu ef hann fengi ekki greitt fyrir að skila þeim aftur. Hann á yfir höfði sér allt að sex ár og átta mánuði í fangelsi og verður dómur felldur 15. desember næstkomandi. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Karl kennir stafrófið

HÉR er ekki verið að kenna Karli Bretaprinsi stafrófið heldur hjálpaði hann til í kennslustund í Winton-grunnskólanum í London. Hann var þar þeirra erindagjörða að skoða hvernig einkareknir skólar auka gæði kennslunnar. Winton er í einu af hrörlegustu úthverfum London og færri en 300 hundruð nemendur skólans, sem eru frá 26 löndum um allan heim, tala reiprennandi ensku. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Kubrick týnist í pósti STJÓRNENDUR kvikmyndahátíðar til heiðurs Stanley

STJÓRNENDUR kvikmyndahátíðar til heiðurs Stanley Kubrick komust í bobba á dögunum þegar filmurnar sem átti að sýna á hátíðinni týndust í pósti. Tíu kvikmyndir Kubricks, þar á meðal "2001: A Space Odeyssey", "Spartacus", og "The Shining", hurfu á leiðinni frá Mílanó til Cataniu á Sikiley, þar sem halda átti hátíðina. DHL sá um sendingu myndanna sem voru ekki tryggðar. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

LARA CROFT í Kringlunni

UM SÍÐUSTU helgi mætti Lara Croft í Kringluna til að kynna nýjasta tölvuleikinn þar sem hún fer með aðalhlutverk í Tomb Raider II. Reyndar var það ekki persónan af skjánum heldur Agla Egilsdóttir sem klæddist búningi hörkutólsins. Þetta var ekki það eina handan tölvuskjásins sem bar fyrir augu í Kringlunni þennan dag. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 131 orð

Samkeppni um bókartitil

FRANSKIR útgefendur bóka spennusagnahöfundarins Patriciu Cornwell ákváðu að halda hugmyndasamkeppni um franskan titil á nýjustu skáldsögu hennar þegar þýðandinn gat ómöglega snúið "Unnatural Exposure" yfir á grípandi frönsku. Útgáfufyrirtækið Calmann-Levy sendi 2.930 handrit af bókinni til eigenda franskra bókabúða og bað þá um að koma með tillögur. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 81 orð

Stjörnum prýdd heimildarmynd

Í fljótu bragði er ekki augljóst hvað Bette Midler, Whoopi Goldberg, Lily Tomlin, Robin Williams, Billy Crystal, Elizabeth Taylor, Shirley MacLaine og Cher eiga sameiginlegt. Það verður raunar ekki ljóst fyrr en á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar þegar frumsýnd verður heimildarmynd á gamansömu nótunum með Bruce Vilanch í aðalhlutverki. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 747 orð

Stöð213.10 Prúðuleikararnir leysa vandann ­ (The Great Mupp

Stöð213.10 Prúðuleikararnir leysa vandann ­ (The Great Muppet Caper, 1981), er önnur myndin um hinar vinsælu og geðfelldu brúður Jims Henson, sem voru með þekktustu sjónvarpsstjörnum síns tíma. Fyrsta kvikmyndin þeirra var einnig fín fjölskylduskemmtun en hérna er gamanið aðeins tekið að sljóvgast. Svínka fer fyrir hópnum í e.k. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 142 orð

Sölumaðurinn James Bond

MGM kvikmyndaverið, sem framleiðir "Tomorrow Never Dies", er þegar búið að hala inn um 100 milljónir Bandaríkjadollara fyrir myndina og það löngu fyrir frumsýningu. Hver er galdurinn? Jú, að selja öðrum fyrirtækjum leyfi til að nota Bond-nafnið til að auglýsa vöru sína, og einnig að láta fyrirtæki borga MGM ef Bond notar tiltekna vöru í myndinni. Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 191 orð

Sönn ást

LEIKKONAN Jada Pinkett þykir ein heppnasta konan í Hollywood um þessar mundir eða allt frá því leikarinn Will Smith bað hennar nú fyrir skömmu. Jada gengur nú um með risastóran trúlofunarhring og mun brúðkaupið verða snemma á næsta ári. "Hann bað mín uppi í rúmi. Spurði hvort ég vildi giftast sér og sagðist ekki geta lifað án mín," sagði Jada sem svaraði með því að gráta og faðma sinn Meira
6. desember 1997 | Fólk í fréttum | 242 orð

Umdeild kvikmynd um Jesú krist

KVIKMYND Martins Scorseses "The Last Temptation of Christ" frá árinu 1988 er enn þá að hrella kaþólikka víða um heimsbyggðina. Nýlega var kennari í Chile rekinn fyrir að sýna nemendum sínum myndina. Jaime Sepulveda kenndi sögu og landafræði við Alfonso de Ercilla skólann í San Felipe. Meira

Umræðan

6. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 447 orð

Afkvæmi fætt; barn, bók

ÉG HEF kveikt á aðventukerti mínu, smáfæðing í aðsigi! Bók eins og barn lýtur náttúrulegu lögmáli ­ samruni anda, efnis. Meðganga. Alltaf einstakt kraftaverk, ferli. Fullkomnun þegar best lætur. Og hverju "foreldri" finnst sinn "fugl" fagur, eitthvað sem óx og óx af fræi, tók vitund tökum, tilhlökkun, sársauki, allt þar á milli. Eftirvænting. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 835 orð

Baráttan fyrir mannréttindum. Amnesty International

UM ALLAN heim eru þúsundir manna í fangelsum vegna skoðana sinna. Margir eru hafðir í haldi árum saman án dóms og laga. Pyntingar og aftökur eiga sér stað víða um heim. Í mörgum löndum hafa menn, konur og börn "horfið" eftir að hafa verið tekin í vörslu yfirvalda. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 371 orð

Bolir með boðskap

TÓBAKSVARNANEFND, Manneldisráð og Græni lífseðillinn gefa nemendum í 7. bekk íþróttaboli þar sem hvatt er til reykleysis og góðra neysluvenja. Þann 5.nóvember síðastliðinn gat að líta skemmtilega sjón í samkomusal Kópavogsskóla. Þar brá heilbrigðisráðherra sér í móðurhlutverkið, klæddi hvern einasta nemanda í 7. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 484 orð

Eru lagnamenn skoðanalausir?

LAGNAMENN virðast vera svartir sauðir byggingariðnaðarins, allt að því settir afsíðis í samfélaginu. Stöðugt sitjum við við borðsendann og hlustum á "vísindin" frá öðrum. Það lítur út fyrir að tæknimenntað fólk geti frekar setið og hlustað heldur en tjáð sig og sagt sína meiningu. Fari menn í ræðustól þurfa þeir helst að vera óvirkir alkar, á móti kvótakerfi eða einfaldlega pólitíkusar. Meira
6. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 293 orð

Fréttamat Morgunblaðsins

LESENDUM blaða og áhorfendum sjónvarps er iðulega boðið upp á innihaldslítið þjark stjórnmálaleiðtoga í borginni um mál sem næsta auðvelt ætti að vera fyrir fjölmiðlana að skýra með lítilli rannsóknarvinnu. Getu- og áhugaleysi fjölmiðla í ýmsum mikilvægum málum er með ólíkindum. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 1159 orð

Friður við Langá

SÍST ætlaði ég mér að standa í nágrannakrytum á opinberum vettvangi í upphafi aðventu, en fréttin á bls. 3 í Degi sl. föstudag um málaferli Langár ehf. gegn undirrituðum, stærsta eiganda félagsins, er ekki sannleikanum samkvæm. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 271 orð

Grænn lífseðill í svörtum bol!

MIKLU máli skiptir fyrir starfsþrek okkar og líðan að við temjum okkur hollt líferni, hreyfum okkur reglulega og neytum fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Með þetta að leiðarljósi hefur Grænn lífseðill, samstarfsverkefni ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytisins komið af stað verkefni sem miðar að því að gera æskufólk meðvitaðra um þessa grundvallarþætti heilbrigðs lífernis. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 409 orð

Hringskaffi til styrktar Barnaspítalanum

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn var stofnað fyrir tæplega öld. Í upphafi aldarinnar studdu Hringskonur snauða og færðu meðal annars fátækum sængurkonum fatnað og mjólk. Allar götur síðan hafa Hringskonur unnið líknarstarf af fórnfýsi og óeigingirni. Undanfarna áratugi hafa Hringskonur ötullega stutt Barnaspítala Hringsins. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 671 orð

Hver spyr að því?

HAGSMUNAGÆSLU almennings er mjög ábótavant hvað varðar hin nýju upplýsingalög og kærur til opinberra stofnana. T.d. ætti það að vera skilyrðislaust forgangsatriði að kærendum í málum gegn hinu opinbera sé útvegaður lögfræðingur sér til trausts og halds á meðan á málssókn stendur án þess að þeir þurfi að bera kostnaðinn frekar en þær stofnanir sem í hlut eiga hverju sinni. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 792 orð

Kvennaathvarf í 15 ár

Í DAG eru liðin 15 ár frá því að Kvennaathvarfið var opnað í litlu timburhúsi í Reykjavík, eða 6. desember 1982. Þá var hugmyndin að kvennaathvarf í Reykjavík þjónaði aðeins höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins og að fleiri kvennaathvörf myndu spretta upp úti á landsbyggðinni. Slík hafði þróunin verið annars staðar, t.d. voru á þessum tíma hátt í 30 kvennaathvörf í Noregi. Meira
6. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 640 orð

Lífið eftir lífið

HÉR er tekið á efni sem lengi hefur verið Íslendingum hugleikið, lífið eftir dauðann. Hvað þá tekur við er stór og ógnvekjandi leyndardómur. Á fárra færi að ráða þær rúnir. Árþúsunda iðkun heimspeki og trúarbragða hefur í raun litlu skilað. Á þessum efnishyggjutímum hefur fólk aldrei hungrað eins eftir raunverulegri þekkingu á dýpri rökum tilverunnar. Meira
6. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 254 orð

Ný byggðastefna

Í STAKSTEINUM Morgunblaðsins, laugardaginn 29. nóvember sl., er sagt frá því að 80% verkfræðinema og ríflega 60% nema í raunvísindum telji líklegt að þau muni snúa til starfa erlendis að loknu námi og í ræðu í kvöldfréttatíma ríkisútvarpsins, mánudaginn 1. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 832 orð

Nýr vinstri flokkur

ÞAÐ ER tískufyrirbrigði nú í dag að sameina allt. Það á að sameina allt "vinstrafólk" og félagshyggjufólk. Ég spyr sjálfan mig: Út á hvað á þessi sameining að ganga? Á hún að ganga út á það að sameina Alþýðubandalagið, Alþýðuflokk, Kvennalista og svo kallaða "óháða"? "Óháðir" verða varla lengur "óháðir" ef þeir verða með í stofnun nýs jafnaðarmannaflokks sem allir eru að boða. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 719 orð

Orðið bræðir gamalt hjarta

SJÚKRAHÚSPRESTI var eitt sinn falið að koma Nýja testamentum fyrir í náttborðsskúffunum við sjúkrarúmin á stóru sjúkrahúsi. Gekk honum sú iðja vel í fyrstu og þurfti hann oft að staldra lengi við rúm sjúklinganna, sem gjarnan höfðu frá mörgu að segja. Flestir sjúklinganna voru afar jákvæðir og þakklátir fyrir heimsóknina og þótti sjálfsagt að fá Nýja testamentið í skúffuna. Meira
6. desember 1997 | Aðsent efni | 1842 orð

Stöðugleiki og framfarir í Reykjavík

REYKJAVÍKURLISTINN hefur lokið vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1998 og verður hún til fyrri umræðu á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 4. desember. Þessi fjárhagsáætlun er hvort tveggja í senn, sú síðasta á yfirstandandi kjörtímabili og sú fyrsta á næsta kjörtímabili. Meira

Minningargreinar

6. desember 1997 | Minningargreinar | 405 orð

Anna Ágústa Jónsdóttir

Mig langar með fáeinum orðum að minnast ömmu Ágústu sem nú er látin. Fyrir greiðvikni og góðvild hennar og afa Kristins (en þau voru kölluð afi og amma af öllum barnaskaranum í Miðkoti) fengum við systkinin tækifæri til að kynnast sveitalífinu í Vestur-Landeyjum. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 539 orð

Anna Ágústa Jónsdóttir

Að eiga ömmu eins og amma var er það bjarg sem alltaf er til staðar, traust og óhagganlegt. Nú hefur hún amma lokið lífshlaupi sínu. Bjargið er hjúpað góðum minningum um konu sem var föst fyrir og tók hlutunum eins og þeir komu fyrir hverju sinni. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 679 orð

Anna Ágústa Jónsdóttir

Amma Ágústa er dáin. Ég er ein af þessum heppnu Reykjavíkurdætrum sem hef átt mér sæluskjól í sveitinni, Miðkoti í Landeyjum. Þegar ég kom fyrst að Miðkoti 1967 réðu þar ríkjum hjónin Kristinn Þorsteinsson og Anna Ágústa Jónsdóttir, þau voru þá komin af sínu léttasta skeiði enda orðin amma og afi fyrir mörgum árum. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Anna Ágústa Jónsdóttir

Fóstra mín ­ hún Gústa í Miðkoti sem hún var gjarnan kölluð ­ er fallin frá í hárri elli og eftir barning gegn ýmsum sjúkdómum hin síðari ár ­ nú seinast heilablæðingu. Hvorki var kvartað né kveinað ­ heldur tekið með sama æðruleysi og auðkenndi lífshlaupið allt ­ frá fargi frumbýlisáranna að lokum ellidvalar á Hvolsvelli, Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 293 orð

ANNA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR

ANNA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR Anna Ágústa Jónsdóttir fæddist að Miðkoti, Vestur- Landeyjum, 29. ágúst 1901. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Ísaksdóttir, f. 22. ágúst 1879, d. 1964, og Jón Tómásson, f. 8. apríl 1877, d. 1970. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 506 orð

Arnþór Angantýsson

"Tíminn sem var er nú minning. Þess tíma sem var nú minnst er með gleði. Tíminn sem var kemur ekki aftur. Seinna átti að vera meiri tími en enginn hafði þann tíma. Hvers vegna? Samt er tími hvers dags jafn langur og þá. Minningin um tímann sem var mun alltaf lifa. Með þökk í huga fyrir tímann sem var." (María J. Einarsd.) Við erum í blóma lífsins. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 589 orð

Arnþór Angantýsson

Góður vinur og félagi er horfinn á braut. Við munum sakna hans sárt eins og fleiri. Honum hefur verið ætlað hlutverk annars staðar. Því verðum við að vera án hans um stund en minningarnar um góðan dreng og ánægjulegar samverustundir tekur enginn frá okkur. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 158 orð

Arnþór Angantýsson

Með þessum fátæklegu orðum og fáu línum langar okkur að kveðja Arnþór vin okkar og starfsfélaga. En á milli orðanna og á milli línanna er miklu, miklu meira sem hvert okkar vildi segja og gera. Öll áttum við gott og mikið samstarf við Adda sem ávallt var reiðubúinn þegar eftir því var kallað. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 213 orð

Arnþór Angantýsson

Þar sem veiðitíminn er nú úti langar okkur veiðifélagana og maka okkar að kveðja þig með örfáum orðum. "Skjótt skipast veður í lofti," segir máltækið. Í dag eru nákvæmlega fjórir mánuðir síðan við fórum í síðasta og árangursríkasta veiðitúrinn okkar saman. Þar varst þú aflaklóin og fjögurra ára starfsþjálfun bar árangur. Silfruðu vatnabúarnir urðu loksins að lúta í lægra haldi. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Arnþór Angantýsson

Okkur langar í örfáum orðum að minnast félaga okkar Arnþórs Angantýssonar skólastjóra, sem fallinn er frá langt um aldur fram. Starfsvettvangur hans var Árskógarskóli í Eyjafirði. Hann var starfssamur og hafði lifandi áhuga á vinnu sinni og fjölmörgum hugðarefnum sínum. Fyrir starfsfélaga hans og vini til margra ára er margs að minnast og sakna. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 273 orð

ARNÞÓR ANGANTÝSSON

ARNÞÓR ANGANTÝSSON Arnþór Angantýsson skólastjóri var fæddur að Selvík á Hauganesi 8. nóvember 1949. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Arnþórs voru Dagmar Þorvaldsdóttir frá Gilsbakka á Árskógssandi, f. 25.11. 1916, d. 1972, og Angantýr Elías Jóhannsson frá Selá, f. 23.8. 1915, d. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Það var haustið 1995 sem ég kynntist Brynhildi fyrst þegar hún byrjaði að æfa handbolta með 2. flokki kvenna á Selfossi. Það fór afskaplega lítið fyrir henni enda engar smá skessur við að eiga, en með dugnaði og jákvæðu viðhorfi í garð annarra skar hún sig fljótt úr. Bölsýni var hreinlega ekki til í hennar lundarfari. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 315 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Elsku Brynhildur. Það er erfitt að setjast niður og skrifa um þig minningargrein, þú varst nú bara 18 ára og lífið var rétt að byrja. Þú varst sterk og ákveðin persóna, það sést vel á því þegar þú, 14 ára gömul, sóttir um sumarvinnu hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 77 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Okkur sem æfðum handbolta með 2. flokki kvenna veturinn 1995-1996 langar til að minnast Brynhildar vinkonu okkar með gamalli bæn: Marísonur, mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu, yfir mér einnig vaktu. Lífið bæði og lánið er valt, ljós og skuggar vega salt, við lágan sess á ljóstýrunni haltu. (Höf. ók. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 340 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Hún Brynhildur er dáin eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ung stúlka full af lífskrafti og vilja til að lifa lífinu, standa sig í námi og í starfi er ekki lengur meðal okkar, ekki lengur með okkur í hringiðu lífsins. Enn á ný hefur nemandi skólans verið tekinn frá okkur og við skiljum ekki hvers vegna. Brynhildur hóf nám hér við skólann haustið 1995 á málabraut, ferðamálalínu. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 457 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Það er ekki auðvelt að festa hugsanir niður á blað því það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann. Mig langar með nokkrum orðum að minnast þín, kæra Brynhildur. Ég man ekki nákvæmlega hvenær við kynntumst og þegar ég hugsa aftur varstu alltaf til staðar en fyrstu minningarnar eru frá því að þú, ég, Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 211 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Þegar ég sest niður til að skrifa fátækleg minningarorð um vinkonu mína, Brynhildi, koma mér í hug orð biblíunnar, sem mér finnst segja allt um hennar einbeitta baráttuvilja: "Ég óttast ei, ég læt ei hugfallast." Fyrir tæpu ári greindist Brynhildur með illvígan sjúkdóm og gekkst undir aðgerðir og erfiða baráttu upp á líf og dauða. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 148 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Elsku Binna. Núna ætla ég að kveðja þig í síðasta sinn, stóra systir. Mig langar til að þakka þér í nokkrum orðum fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Manstu þegar ég týndi ístaðinu mínu og við og pabbi fórum að leita að því en ég datt af baki og handleggsbrotnaði? Manstu allar berjaferðirnar sem við fórum í út á Svörtu-Steina, Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 405 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Okkur langar að minnast vinkonu okkar, Brynhildar, í nokkrum orðum. Það er erfitt að trúa því að hún muni aldrei aftur vera hjá okkur hress og kát og koma öllum í gott skap eins og henni einni var lagið. Brynhildur var mjög viljasterk og allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af krafti og vandvirkni. Henni tókst að gera svo margt í einu að það var ótrúlegt. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 412 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Brynhildur elsku vinkona okkar er dáin. Hún var tekin frá okkur þegar hún var rétt að hefja líf sitt. Þó að hún sé farin frá okkur þá lifa góðar minningar um trausta og góða vinkonu. Við kynntumst Brynhildi þegar hún kom í bekkinn okkar. Þá vorum við 13 ára. Síðan hefur hún verið ein af okkur. Við vorum stór vinkvennahópur og það var margt brallað. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 466 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Stundum finnst okkur lífið svo óréttlátt. Þegear fólk sem okkur þykir vænt um er tekið frá okkur, þá verðum við svo reið við lífið. Þegar ein úr stórum, en traustum vinahópi er dáin er stórt skarð sem myndast og okkur virðist sem það verði aldrei fyllt uppí það aftur. Þegar Brynhildur kom í skólann okkar (Sólvallaskóla á Selfossi) í byrjun áttunda bekkjar, varð hún um leið ein af okkur hinum. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 140 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Elsku Brynhildur mín. Ég man fyrst eftir þér þegar þú varst í sundi með ömmu Brynhildi nöfnu þinni. Þið systurnar þrjár, já, allar eins fannst mér. Svo stækkaðir þú og varðst 15 ára og fórst að vinna í KÁ á Selfossi með gömlu konunni ásamt fleirum sem mér fannst ógleymanlegt. Stundum hjólaðir þú frá Oddgeirshólum í vinnuna, það var sko ekkert mál. Augu þín ljómuðu af lífsgleði. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 422 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Elsku Brynhildur. Nú þegar stríðinu er loksins lokið og þú ert laus frá öllum þeim þjáningum og kvíða sem því fylgdu, þá verður okkur orða vant. Hver er tilgangurinn með öllu þessu? Við verðum að trúa að hann sé einhver. Eitt er víst, að þú gafst okkur öllum mikið þá stuttu stund sem við máttum njóta samvista við þig og fyrir það viljum við þakka. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Í hugann renna fram óteljandi minningarbrot um þig, Brynhildur, svo unga, fallega og kraftmikla sem framtíðin brosti við. Þig sem part af fjölskyldunni í Oddgeirshólum, fólkinu okkar í sveitinni. Þig nýfædda, svo undursmáa og fallega með brúnu augun og dökka hárið. Litlu systur hennar Hörpu sem var á öðru ári þegar þú komst í heiminn. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 458 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Í dag kveðjum við þig ástkæra systir. Í huga okkar geymast yndislegar perlur, skærar og bjartar minningar um stundirnar með þér. Eins og þegar við systurnar þrjár fórum með Perlu í nestisferð inn í Einbúa. Þar notuðum við tækifærið og fórum í langstökk og dugði ekkert annað en að raka sandinn og mæla stökkin. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 172 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Einn er sá sem gengur um með sigðina sína bitru og nemur á brott með sér hvern þann sem ekki fær lengur staðist hretviðri þessa jarðlífs. Flytur hann með sér þangað sem útsýni víkkar til allra átta og fegurð og hamingja ráða ríkjum. Fyrrum farnir félagar fagna návistum hins nýkomna. Bjóða hann heilshugar velkominn í sín nýju heimkynni á framlífshnettinum fagra. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 207 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Það var mér mikil harmafregn þegar þær fréttir bárust að hún Brynhildur vinkona mín væri dáin. Ég hélt að hjarta mitt ætlaði að springa úr harmi. Mér varð hugsað til allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman allt frá því kynntumst fyrst þegar þú komst í skólann okkar í áttunda bekk. Við urðum strax góðar vinkonur þá og sú vinátta hélt alla tíð. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 941 orð

Brynhildur Magnúsdóttir

Hver hefði getað trúað því að þegar ég kvaddi þig í forstofunni í Geirakoti, áður en ég fór til Argentínu að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig í þessu lífi? Hefði ég vitað það hefði verið kvatt á allt annan hátt. Síðan þá hafa samskipti okkar aðeins verið bréfleiðis og fyrir mig er mjög erfitt að átta mig á því að þegar ég kem heim munnt þú ekki verða þar. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 711 orð

Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir

Ég get ekki stillt mig um að reyna að minnast í nokkrum orðum frænku minnar, Betu. Svo lengi höfum við átt samleið, allt frá æskuárum mínum og til hennar hinsta dags svo að segja. Beta var móðursystir mín og átti heima á næsta bæ við foreldra mína og var mikill samgangur á milli bæjanna. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 60 orð

ELÍSABET GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

ELÍSABET GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Elísabet Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Engihlíð í Langadal 11. júní 1902. Hún lést 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Stefánsdóttir og Guðmundur Einarsson er bjuggu þar. Systkini hennar voru: Vilborg, síðar húsfreyja á Miðgili í sömu sveit. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 384 orð

Jónas Guðvarðarson

Elskulegur bróðir minn, Jónas, hefur fengið lausn frá þrautum þeim sem hrjáði hann síðastliðin þrjú ár. Jónas var mér meira en bróðir því þegar hann fæddist sló ég eign minni á hann, þess vegna fannst mér hann vera mitt barn. Árið 1947 kom hann til mín og fór ekki frá mér fyrr en hann stofnaði sitt eigið heimili. Á meðan hann var í Flensborg fékk hann mikla löngun til að mála. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 710 orð

Jónas Guðvarðarson

Fyrsta æskuminning mín, þá fjögurra ára gutti, var þegar þau giftu sig, Dóra systir mín og Jónas Guðvarðarson. Ég man líka að það var hellirigning og ég fékk að fara með í leigubílnum frá prestinum. Þá vann Jónas á Keflavíkurflugvelli, hjá Kananum og kom stundum heim með amerísk hasarblöð sem þá voru fátíð. Þá varð maður vinsælastur í hverfinu. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 397 orð

Jónas Guðvarðarson

Elsku pabbi minn, þessir síðustu dagar hafa verið erfiðir. Nýlega kvöddum við Hiddý vinkonu okkar og nú kveð ég þig með trega í hjarta. Það er sárt að uppgötva þá staðreynd að fá ekki oftar að snerta þig, heldur bara að finna fyrir návist þinni í hjarta mínu. Allt í kring er minningin um þig, þú varst ótrúlegur maður, pabbi minn. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 195 orð

JÓNAS GUÐVARÐARSON

JÓNAS GUÐVARÐARSON Jónas Guðvarðarson fæddist á Sauðárkróki 17. október 1932. Hann andaðist á Landspítalanum 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðvarður Steinsson, bílstjóri, vélstjóri og síðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga, og kona hans Bentína Þorkelsdóttir, ættuð úr Reykjavík. Jónas kvæntist 5. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 226 orð

Roy Ólafsson

Orti uppáhaldsskáldið mitt Davíð Stefánsson, og mig grunar að Roy Ólafsson hafi haft þessa tilfinningu í hvert skipti, þegar hann kom til landsins úr siglingum, því hann var háseti, stýrimaður og skipstjóri. Hann elskaði landið, þjóðina og fjölskylduna sína. Mig langar í fáeinum orðum að þakka þér, Roy, fyrir síðustu 10 árin. Við áttum sameiginlegt barnabarn, hana Alexöndru. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 387 orð

Roy Ólafsson

Barn sem elst upp á sjómannsheimili upplifir fjölskyldulíf á annan hátt en þeir sem koma frá hefðbundnari heimilum. Móðirin er allt í öllu og sér að mestu ein um uppeldið, fjármálin eru einnig hennar meðan heimilisfaðirinn stundar sína vinnu. Ábyrgðin er því mikil. En svo þegar faðirinn kemur í land breytist heimilislífið og allt verður svona aðeins frjálsara. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 35 orð

ROY ÓLAFSSON

ROY ÓLAFSSON Roy Ólafsson, skipstjóri, var fæddur í Reykjavík hinn 2. ágúst 1933, en ólst upp í Borgarnesi. Hann lést á Landspítalanum 12. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ 17. október. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 59 orð

Roy Ólafsson Elsku afi, þú varst eini afinn sem við þekktum. Við áttum góðar stundir með þér og ömmu, bæði heima í Garðabænum

Elsku afi, þú varst eini afinn sem við þekktum. Við áttum góðar stundir með þér og ömmu, bæði heima í Garðabænum og svo í fallega sumarbústaðnum sem þú byggðir og við hjálpuðum þér smá. Við erum vissir að nú líður þér betur og ert orðinn fallegur engill sem passar ömmu og okkur öll hin. Ásgeir og Jónas Roy. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 780 orð

Sigurður Sigurðsson

Faðir minn var fæddur aldamótaárið og lifði nær alla öldina. Hann mundi tímana tvenna og samferðamenn hans voru margir á langri ævi. Nú eru flestir horfnir yfir móðuna miklu, jafnaldrar, kunningjar og vinir frá fyrri árum. Hann ólst upp í V-Landeyjum hjá vandalausu fólki, var á sjötta ári þegar foreldrar hans flosnuðu upp af jörð sinni vegna náttúruhamfara. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 240 orð

Sigurður Sigurðsson

Hann afi er dáinn. Auðvitað átti ég von á því að hann afi færi frá mér, en mikið er það samt sárt. Hann, 97 ára gamall, alltaf svo hress, alltaf svo gott að koma til hans inn í herbergi, finna góðu lyktina, fá nammi og spjalla. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp með afa og börnin mín hafa líka fengið að njóta þess. Síðustu mánuðirnir þínir eru mér dýrmætir. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 290 orð

Sigurður Sigurðsson

Nú er afi minn allur. Þótt fráfall hans komi engum í opna skjöldu þá skilur hann eftir sig tóm, sem hans nánustu mun reynast erfitt að fylla. Dauði er ávallt harmur þeim sem eftir lifa en stundum hinum deyjandi líkn. Afi var aldamótabarn og átti einungis tæp þrjú ár ólifuð í aldarafmælið. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 541 orð

Sigurður Sigurðsson

Elsku afi, nú er komið að kveðjustund, ég ætla að byrja á því að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í návist þinni þar sem þú bjóst heima hjá mömmu og pabba. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 470 orð

Sigurður Sigurðsson

Það er um aldamótin 1900 að lítill drengur fæðist í Landeyjunum, í litlu koti niður undir sjó, umvafinn hlýju frá foreldrum og systkinum. Fáum árum síðar grípa örlögin inn í, árvatnið úr stórfljótunum flæðir yfir allt, skemmir landið, flæmir fólkið loks burtu og drengnum sem hlotið hefur nafnið Sigurður, er komið fyrir hjá vandalausum, fjarri fjölskyldu sinni. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 748 orð

Sigurður Sigurðsson

Sigurður tengdafaðir minn er látinn á 97. aldursári. Löng er ævileiðin síðan hann stóð á hlaðinu á Eystri-Klasbarða í Vestur-Landeyjum, fjögurra ára snáði og undraðist þetta mikla vatn sem flæddi allt í kringum bæinn. Árið 1904 urðu foreldrar hans að hrekjast af jörðinni vegna vatnságangs og hefir þar ekki verið búið síðan. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 498 orð

SIGURÐUR SIGURÐSSON

SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson var fæddur 19. mars 1900 á Klasbarða í Vestur Landeyjum. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin á Klasbarða, Sigurður Eiríksson, f. 25. júlí 1859, og Jórunn Pálsdóttir, f. 11. júlí 1863. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Sverrir Jónsson

Okkur setti hljóð þegar dyrabjallan hringdi laust fyrir miðnættið og fyrir utan dyrnar stóð séra Pálmi, með þær sorgarfréttir að Sverrir bróðir væri dáinn. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð, streyma minningarnar fram í hugann og erfitt er að brjótast út úr þeim. Ég sem ætlaði að skreppa norður til Húsavíkur og gleðjast með honum og fjölskyldu hans á afmælisdegi hans 6. desember. Meira
6. desember 1997 | Minningargreinar | 25 orð

SVERRIR JÓNSSON

SVERRIR JÓNSSON Sverrir Jónsson fæddist í Óspaksstaðaseli í Húnavatnssýslu 6. desember 1937. Hann lést 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 25. október. Meira

Viðskipti

6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 234 orð

ÐHlutabréf Samherja lækka um tæp 5%

GENGI hlutabréfa í Samherja hf. hélt áfram að lækka í gær þegar viðskipti urðu með bréf á genginu 8,0. Lækkaði gengi bréfanna um tæplega 5% frá því á miðvikudag. Samherji bauð út nýtt hlutafé að nafnvirði 45 milljónir á almennum markaði í mars og voru bréfin skráð á Opna tilboðsmarkaðnum í aprílmánuði. Í útboðinu voru bréfin seld á genginu 9,0 eða fyrir 405 milljónir. Þau dreifðust á 6. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 340 orð

ÐHópur fjárfesta kaupir Hótel Óðinsvé Bjarna Ingvari Árnasyni, fyrrveran

ÞROTABÚ Hótels Óðinsvéa hefur samið um sölu hótelsins til samnefnds nýs hlutafélags og tók það formlega við rekstrinum í gær. Breiður hópur fjárfesta stendur að hinu nýja félagi, en forystu um stofnun þess hafði Þóra Bjarnadóttir, dóttir fyrrverandi eiganda þess, Bjarna Ingvars Árnasonar. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 285 orð

ÐKauphöll Landsbréfa fær góðar viðtökur

NOKKRIR tugir fjárfesta höfðu þegar skráð sig í Kauphöll Landsbréfa í gær að loknum fyrsta heila starfsdegi hennar. Í Kauphöllinni mun fjárfestum hér á landi gefast kostur á því að skipta með hlutabréf á Netinu í fyrsta sinn. Það er fyrirtækið Intranet, hið sama og hannaði Verðbréfaleik Landsbréfa, sem hannaði umhverfi Kauphallarinnar. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Eisner selur Disney-bréf

MICHAEL EISNER, stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri Walt Disney Co., hefur selt fjórar milljónir hlutabréfa í fyrirtækinu og viðurkennir að málið muni "vafalaust vekja mikið umtal". Salan er liður í víðtækari viðskiptum, sem hófust þegar Eisner fékk rétt til að kaupa 7,3 milljónir hlutabréfa 1989. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 224 orð

»Evrópsk bréf ná sér eftir óvænt tíðindi

EVRÓPSK hlutabréf náðu sér að mestu eftir áfall síðdegis vegna upplýsinga, sem sýndu að atvinna hefur ekki aukizt eins mikið í Bandaríkjunum í 21 ár. Uggur um vaxtahækkun olli lækkun þegar opnað var í Wall Street og áhrifin sögðu til sín í Evrópu. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 436 orð

Filmuskeyting og plötugerð óþörf

TÆKNINNI fleygir ekki síður fram í prenttækni en á öðrum sviðum og þar hafa orðið miklar framfarir með aðstoð tölvutækni. Fram undan eru miklar breytingar í prentvinnslu sem felast í því að prentun verður stafræn og tölvustýrð en filmuskeyting og hefðbundin plötugerð verða óþarfar. Svansprent hf. í Kópavogi hefur nú tekið í notkun nýja prentvél sem markar ákveðin tímamót að þessu leyti hér á Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 171 orð

IBM talin bezta netþjónustan og AOL sú lélegasta

AMERICA Online er stærsta alnetsþjónusta heims, en sú lélegasta, að sögn tímaritsins PC World. AOL er lélegasta netþjónustan í Bandaríkjunum af 12 alls að sögn ritsins. Netþjónusta IBM er bezt og Concentric Network næstbezt. Auðvelt er að nota AOL, sem hefur marga fleiri kosti, en álagið á þjónustuna er of mikið. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 374 orð

Kaupir 25­50% hlut í nýsköpunarfyrirtækjum

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins hefur sett sér það markmið taka fyrst og fremst þátt í fjárfestingarverkefnum með hlutafjárþátttöku. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn kaupi 25­50% hlutafjár í þeim fyrirtækjum, þar sem verður meðal fjárfesta. Sjóðurinn mun alltaf gera kröfu um einn fulltrúa í stjórn viðkomandi fyrirtækis og yfirleitt stjórnarformann. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 224 orð

L.A. Daily News selt MediaNews

FJÖLSKYLDA Jacks Kents heitins Cookes, hins auðuga eiganda Washington Redskins fótboltaliðsins, hefur selt Los Angeles Daily Newsfjölmiðlafyrirtækinu MediaNews Group, útgefanda Denver Post. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Tækni gegn farsímum í flugvélum

Farsímar geta truflað rafeindakerfi flugvéla og farþegar eru yfirleitt beðnir að slökkva á farsímum fyrir flugtak. Ef þeir reyna að nota farsíma kemur það fram á nýja tækinu. Í Þýzkalandi er bannað að nota farsíma og önnur rafeindatæki í flugvélum, svo sem tölvur og geisladiska. Meira
6. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Viðskiptakerfi Bónuss flutt út

BÓNUS og Strengur hf. hafa tekið upp samstarf í þróun og útflutningi á verslunarkerfi fyrir smærri verslunarkeðjur. Um er að ræða nýja útfærslu á núverandi verslunarkerfi Bónuss og er gert ráð fyrir að hið fyrsta verði tekið í notkun í verslunum fyrirtækisins í mars. Ráðgert er að útflutningur geti hafist fljótlega upp úr því. Að sögn Matthíasar E. Meira

Daglegt líf

6. desember 1997 | Neytendur | 52 orð

4 Ljós á leiði

NÝLEGA hóf heildverslunin Nýlunda innflutning á ljósum fyrir leiði sem ganga fyrir rafhlöðum. Ljósin geta logað í allt að ár án þess að þurfi að skipta um rafhlöðu en þau slökkva á sér sjálf í dagsbirtu. Ljósin fást víða um land og kosta frá 800 til 1.000 krónur. Meira
6. desember 1997 | Neytendur | 183 orð

600 logandi kerti á kertasýningu

ÞAÐ voru um 600 logandi kerti sem tóku á móti gestum kertasýningar fyrirtækisins Heimaeyjar sem haldin var á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Fyrir nokkru tók Vestmannaeyjabær yfir rekstur kertaverksmiðjunnar sem er verndaður vinnustaður. Reksturinn var tekinn í gegn og endurskipulagður. Að sögn Maríu Jónsdóttir hjá Heimaey var skipt um umbúðir og við hafa bæst kertalitir. Meira
6. desember 1997 | Neytendur | 114 orð

Allt fyrir barnshafandi konur

VERSLUNIN Þumallína hefur fært úr kvíarnar og opnað nýja deild sem ætluð er barnshafandi konum. Þar er til sölu sérstakur nærfatnaður fyrir þær, sokkabuxur, stuðningsbelti og stuðningsbuxur. Þá eru þar til sölu brjóstagjafa- og meðgöngubrjóstahöld og mjúk ullarinnlegg í brjóstahaldara og ýmsar aðrar tegundir af innleggjum. Meira
6. desember 1997 | Neytendur | 64 orð

Jólabjórinn kominn

JÓLABJÓRINN frá Viking ölgerð er kominn í verslanir ÁTVR og á veitingastaði. Hann kom fyrst á markað árið 1990. Í fréttatilkynningu frá Viking ölgerð segir að við framleiðslu bjórsins sé notað svokallað karamel malt sem gefur honum dökkan lit og keim af brenndri karamellu. Sérstakt við framleiðslu hans er að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig eftir að gerjun er lokið. Meira
6. desember 1997 | Neytendur | 215 orð

Jólatré úr vírherðatrjám

STARFSFÓLKI efnalauga ber saman um að sala á vírherðatrjám hafi tekið kipp að undanförnu. Ástæðan? Fólk er að föndra jólatré úr herðatrjánum sem skreytt eru litskrúðugum borðum og jólaljósum. Herðatrén eru mjög skrautleg eins og myndin sýnir og þegar rökkva tekur njóta þau sín til dæmis vel í gluggum barnaherbergisins. Meira
6. desember 1997 | Neytendur | 422 orð

Verðkönnun samstarfsverkefnis NS, ASÍ og BSRB Ekki mik

EKKI er mikill verðmunur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins á hreinsun fatnaðar. Umtalsverður verðmunur er samt milli efnalauga. Íbúar suðvesturhornsins geta þó valið milli misdýrra efnalauga ólíkt því sem íbúar minni sveitarfélaga eiga kost á. Meira

Fastir þættir

6. desember 1997 | Fastir þættir | 1118 orð

AÐVENTA

AÐVENTUHÁTÍÐ Bergmáls, líknar- og vinarfélags, verður haldin sunnudaginn 7. desember í Háteigskirkju og hefst kl. 16. Fjölbreytt dagskrá verður að venju, kór og einsöngvarar. Guðni Guðmundsson er organisti. Jólaguðspjallið, Björgvin Snorrason flytur hugvekju. Að hátíðinni lokinni er hátíðargestum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir. Meira
6. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
6. desember 1997 | Í dag | 60 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 6. desember, er áttatíu og fimm ára María Þorsteinsdóttir frá Eyri, Jófríðarstaðavegi 10, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar var Jón Helgason bóndi á Eyri í Skötufirði, hann lést árið 1971. Þau eignuðust 5 börn sem öll eru á lífi. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 959 orð

Blá mynd af draumi

GEIMFARAR segja að jörðin sé blá að sjá úr geimnum og kalla hana bláu plánetuna. Erlendir ljósmyndarar sem koma hingað tala um sérstaka bláa birtu yfir landinu sem sé ríkjandi yfir aðra liti ljóssins, og það þýði aðrar stillingar á tæki þeirra hér. Þessi blámi plánetunar vitnar til vitræns eðlis og birtan bláa yfir landinu vottar andlegt eðli eyjunnar og þeirra krafta er hana hýsa. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Þórður og Þröstur Reykjanesm

ÞÓRÐUR Björnsson og Þröstur Ingimarsson sigruðu í Reykjanesmótinu í tvímenningi, sem fram fór í félagsheimilinu Mána við Sandgerðisveg um sl. helgi. Þeir fengu 38 stig yfir meðalskor eða einu stigi meira en Svala K. Pálsdóttir og Vignir Sigursveinsson sem lentu í öðru sæti. Óli Þór Kjartansson og Garðar Garðarsson urðu síðan í þriðja sæti með 19 stig. Meira
6. desember 1997 | Dagbók | 498 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 184 orð

Geimverur gera innrás

Duke Nukem fyrir Sega Saturn. Bannaður yngri en sextán ára. Sega gefur út í samvinnu við 3D Reamls. LEIKURINN sívinsæli Duke Nukem hefur nú verið gefin út á Sega Saturn. Sögurþáðurinn er ekki ólíkur því sem gerist í öðrum slíkum tölvuleikjum, geimverur gera innrás á jörðina og hetjan er eini maðurinn á plánetunni sem getur stoppað þær. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 1441 orð

Guðspjall dagsins: Teikn á sólu og tungli. (Lúk. 21)

Guðspjall dagsins: Teikn á sólu og tungli. (Lúk. 21) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Meira
6. desember 1997 | Í dag | 24 orð

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 6. desember, eiga gullbrúðkaup hjóni

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 6. desember, eiga gullbrúðkaup hjónin Matthildur Júlíana Sófusdóttir og Magnús Bakkmann Andrésson, Suðurgötu 121, Akranesi. Þau eru að heiman í dag. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 42 orð

http://www.mbl.is/sudurskaut/ Morgunblaðið á netinu hefur opnað vef í ti

http://www.mbl.is/sudurskaut/ Morgunblaðið á netinu hefur opnað vef í tilefni af ferð jeppamannanna Freys Jónssonar og Jóns Svanþórssonar til Suðurskautslandsins. Þar er rakinn aðdragandi ferðar þeirra, sagt frá búnaði og áfangastað og birtar fréttir og myndir sem berast frá þeim. Vefurinn er öllum opinn. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 514 orð

Hvað er brjósklos?

Spurning: Stundum er sagt um bakveika menn að þeir séu með klemmda taug. Hvað er átt við, hvers konar læknismeðferð er viðhöfð og hverjar eru batahorfur? Svar: Þetta er það sem stundum gerist við brjósklos í hrygg. Á milli hryggjarliðanna er liðþófi úr brjóski og utan um hann er sinabreiða eða hringur sem tengir hryggjarliðina saman. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Hvernig er hægt að fá hann til að leita hjálpar?

Spurning: Ég hef tekið eftir því að systursonur minn mætir ekki í fjölskylduboð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann er mjög einangraður, lokar sig inni og umgengst ekki annað fólk. Meira
6. desember 1997 | Í dag | 466 orð

ÍKVERJA barst á fimmtudag bréf frá Óskari Magnússyni, f

ÍKVERJA barst á fimmtudag bréf frá Óskari Magnússyni, forstjóra Hagkaups, vegna Víkverjapistilsins þann dag. Bréf forstjóra Hagkaups er svohljóðandi: "Sæll Víkverji. Ég hef þegar gert ráðstafanir til þess að hægt sé að borga fyrir lottómiða með debetkorti. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 769 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 930. þáttur

930. þáttur Forn íslensk bókmenning var ekki einangrað fyrirbæri. Margir höfundar hafa vafalaust verið menntaðir "á heimsins hátt", og höfum við reyndar um það góð og skýr dæmi. Ég læt mér nægja í bili að nefna Ólaf Þórðarson hvítaskáld og Sturlu bróður hans, rithöfundinn mikla, sem sagt var að "kvæði betur en páfinn". Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 589 orð

Íslensk viðbót við MS flugherminn

EINN vinsælasti tölvuleikur heims til margra ára var flughermirinn Micrososft Flight Simulator, sem nýtur enn gríðarlegrar hylli, en fyrir skömmu kom út sjötta útgáfa hans. Til eru íslenskir flugvellir og -vélar til að nota við herminn og íslenskir flugáhugamenn hafa kunnað því vel. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 1021 orð

Móðir, kennari, háseti og logsuðumaður

SUMIR eru þannig gerðir að þeir vita strax á unga aldri hvað þeir ætla sér að gera þegar árin og þroskinn færast yfir. Velja sér starfsvettvang þegar í barnæsku. Svo eru aðrir sem vilja sífellt reyna eitthvað nýtt, vaða jafnvel úr einu í annað eins og sagt er. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 825 orð

Nú liggur vel á Skrúðsbónda

Það mannsbarn sem komið er til einhvers vits og ára fyrirfinnst varla hér í norðurhöfum að það hafi ekki heyrt gamla slagarann: "Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér" o.s.frv. Færri vita, að höfundur lagsins heitir Óðinn G. Þórarinsson Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 1790 orð

Siggi tekur völdin

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem að við hjónin fáum kokka í mat heim til okkar. Það dró þó töluvert úr áhyggjunum að við María höfðum ákveðið að bjóða þeim Sigurði L. Hall og konu hans, Svölu Ólafsdóttur upp á rétti úr nýju bókinni hans Sigga, "Að hætti Sigga Hall". Meira
6. desember 1997 | Í dag | 377 orð

SPURT ER...

»Eyjólfur Sverrisson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Hertha Berlín í Þýskalandi, er undir smásjánni hjá þremur þekktum knattspyrnufélögum, skv. frétt í Morgunblaðinu í vikunni. Eitt þeirra er í Englandi en tvö í Þýskalandi. Hvaða félög eru þetta? »Spurt er um mann. Hann var sonur Sveinbjörns Egilssonar, skólameistara Lærða skólans. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 940 orð

Stafrænir stafakarlar

ÚTGÁFA á íslenskum margmiðlunardiskum er varla komin af stað; komið hafa út diskar með jaðfræðiupplýsingum og ferðahandbók, aukinheldur sem út kom fyrir síðustu jól diskur með jólaefni ýmiskonar, sögum, söng og leik. Meira
6. desember 1997 | Í dag | 530 orð

Velferðarkerfiðog heilbrigðis-þjónustan MAÐUR hefur

MAÐUR hefur lesið það og heyrt, bæði í blöðum og öðrum fjölmiðlum, hvað heilbrigðisþjónustan væri góð hér á landi, svo góð að ástæða er til að auglýsa það í útlandinu og hvetja þarlenda til að nýta sér þessa ódýru og frábæru þjónustu, sem við höfum upp á að bjóða. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 579 orð

Vinnur Direct3D á OpenGL?

MIKIL samkeppni er um þrívíddarkort og sýnist sitt hverjum; tekist er á um örgjörva, minnistilhögun og gagnagátt. Deilur standa þó um fleira en vélbúnaðinn, því hugbúnaðarmál eru í uppnámi, ekki síst á meðan enn er óútkljáð hvaða staðall verði ofaná, OpenGL eða Direct3D. Meira
6. desember 1997 | Í dag | 26 orð

ÞESSIR duglegu strákar söfnuðu með tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands 4

ÞESSIR duglegu strákar söfnuðu með tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands 4.267 kr. Þeir heita Bjarni Andrésson, Ísak E. Garðarson, Unnar Geirdal Valsson og Victor Ari Victorsson. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 1256 orð

Þrír Íslendingar á HM í Hollandi

Mótið er útsláttarmót. Það er nú ljóst hverjir mætast í fyrstu umferð. 8. desember 1997­9. janúar 1998 ÍSLENSKU keppendurnir þrír mæta allir stórmeisturum í fyrstu umferð. Það er ljóst að Jóhann Hjartarson á langmesta möguleika þeirra á að komast áfram í aðra umferð. Hann mætir Litháanum Sarunas Sulskis, sem er u.þ.b. eitt hundrað skákstigum lægri en Jóhann. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 393 orð

(fyrirsögn vantar)

http://www.dejanews.com/ Ekki hafa allir aðgang að fréttaþjóni, News Server, en þá er hægt að bjarga sér með því að snúa sér til DejaNews, sem safnar saman öllu því sem sent er inn í fréttagrúppur, flokkar og geymir um aldur og ævi. http://mailserv.cc.kuleuven.ac.be/faq/faq. Meira
6. desember 1997 | Fastir þættir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

MORGUNBLAÐIÐ gefur lesendum kost á að senda inn spurningar um málefni tengd tölvum, tölvuleikjum og margmiðlun. Skriflegar spurningar, þar sem lýst er vandamáli, uppsetningu tölvunnar og gerð hugbúnaðar, séu sendar Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Einnig má senda spurningar í tölvupósti til sosÊmbl.is. Meira

Íþróttir

6. desember 1997 | Íþróttir | 2378 orð

Ég heiti Stór ­ Bjartur

Suður-Kóreumaðurinn Suik Hyung Lee hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir framúrskarandi markvörslu með liði FH og hefur að meðaltali varið flest skot allra markvarða í 1. deildinni að loknum ellefu umferðum. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 150 orð

Fer ekki til Skotlands án hundsins

SÆNSKI miðherjinn Lars-Gunnar Carlstrand hjá V¨astra Frölunda hefur fengið tilboð frá St. Johnstone í Skotlandi en fer hvergi nema heimilishundurinn fái að fara með. Samkvæmt breskum lögum verða öll dýr að vera í ákveðinn tíma í sóttkví áður en þau fá að fara inn í landið og í umræddu tilfelli þyrfti hundurinn að vera í einangrun í sex mánuði. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 345 orð

GHEORGHE Hagi

GHEORGHE Hagi, fyrirliði rúmenska landsliðsins, ætlar að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í sumar. Hann er 32 ára og hefur leikið með landsliðinu í 18 ár. Hann hefur gert 32 mörk í 107 landsleikjum. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 108 orð

Handknattleikur

Laugardagur: Bikarkeppni karla 16-liða úrslit: Ísafjörður:Hörður - ÍBV16.30 Neskaupst.:Valur/Austri - HK14.00 Seljaskóli:ÍR - Valur16.00 Fjölnishús:Fjölnir - Fylkir17.00 1. deild kvenna: Vestm.:ÍBV - Grótta-KR14.00 Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 107 orð

Handknattleikur

HM kvenna A-riðill Sindelfingen, Þýskalandi: Austurríki - Angóla29:22Þýskaland - Pólland29:19Japan - Brasilía25:21 Þýskaland og Austurríki eru með sex stig eftir þrjá leiki en tvö efstu lið í hverjum riðli fara áfram í átta liða úrslit. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 168 orð

Höness hrokafullur ULI Höness, f

ULI Höness, framkvæmdastjóri Bayern M¨unchen, gerði lítið úr Otto Rehhagel, þjálfara Kaiserslautern, fyrir leik liðanna í þýsku deildinni í gærkvöldi en Rehhagel var látinn fara frá Bayern í fyrra. "Otto Rehhagel er rétti þjálfarinn fyrir mörg lið víða um heim en ekki fyrir lið í heimsklassa," sagði Höness. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 81 orð

irsEddie Jones leikmaður mánaðarins

EDDIE Jones, leikmaður Los Angeles Lakers, var í gær útnefndur leikmaður nóvembermánaðar í NBA-deildinni. Hann gerði 21,1 stig að meðaltali í leik í síðasta mánuði og tók 3,6 fráköst, átti 3,5 stoðsendingar og náði boltanum 2,4 sinnum að meðaltali í leik. Skotnýting hans var 57% ­ hann hitti úr 113 skotum af 199. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 49 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Washington - Sacramento118:96 Milwaukee - Charlotte102:92 Dallas - New York105:91 Houston -

NHL-deildin Pittsburgh - New Jersey0:4 Ottawa - Los Angeles3:2 Chicago - Colorado1:2 St Louis - Toronto4:3 Vancouver - San Jose2:3 Ameríski fótboltinn NFL-deildin: Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 25 orð

Leiðrétting

Leiðrétting RANGT var farið með föðurnafn Ástu Sölvadóttur, leikmanns Stjörnunnar í handbolta, í blaðinu í gær. Hún var sögð Pétursdóttir. Beðist er velvirðinar á þessum mistökum. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 101 orð

Mótherjar Íslands í sama riðli á EM á Ítalíu

JÚGÓSLAVÍA og Litháen, sem voru með Íslandi í riðli í Evrópukeppni landsliða í handknattleik, eru í A-riðli úrslitakeppninnar, en hún fer fram á Ítalíu 29. maí til 7. júní. Í A-riðli eru að auki gestgjafar Ítalíu, Svíþjóð, Frakkland og Þýskaland. Í B-riðli eru Evrópu- og heimsmeistarar Rússlands, ólympíumeistarar Króatíu, Spánn, Ungverjaland, Tékkland og Makedónía. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 279 orð

Nelson fagnaði mest

Dallas Mavericks hefur ekki gengið mjög vel í NBA-deildinni í körfuknattleik, en var þó ekki í vandræðum með að vinna New York 105:91 á heimavelli sínum í fyrri nótt. Don Nelson, þjálfari Mavericks, var manna ánægðastur og fagnaði mest allra því hann var rekinn sem þjálfari New York í fyrra. Hubert Davis, fyrrum leikmaður New York, gerði 16 af 20 stigum á síðustu 14 mín. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 234 orð

Otto fagnaði aftur

Nýliðar Kaiserslautern komu á óvart í fyrstu umferð þýsku deildarinnar og unnu meistara Bayern 1:0 í M¨unchen í ágúst. Í gærkvöldi gerðu þeir betur á heimavelli, unnu Bayern 2:0 og eru með sjö stiga forystu á meistarana. Carsten Jancker skoraði fyrir Bayern á 20. mínútu eftir gott spil en hann var rangstæður og markið því ekki dæmt gilt. Heimamenn náðu forystu á 45. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 79 orð

Ólafur í góðum félagsskap

ÓLAFUR Stefánsson, Wuppertal, er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik að loknum tíu umferðum. Hann hefur gert 71 mark, þar af 26 úr vítaköstum. Stefan Stoecklin, Frakkinn í liði Minden, er markahæstur með 81 mark. Kóreumaðurinn Kim Yoon hjá Gummersbach er með 73 og Júgóslavinn Nenad Perunicic í liði Kiel með 72 mörk. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 94 orð

Sjónvarpsþáttur um Kristján

KRISTJÁN Halldórsson, sem þjálfar handknattleikslið Larvikur í Noregi, var hér á landi í vikunni. Hann var meðal áhorfenda á leik Stjörnunnar og Víkings í Garðabænum á miðvikudag, þar sem grannt fylgst með honum ­ því með honum í för var tveggja manna norskt upptökulið frá frönsku sjónvarpsstöðinni Canal Plus. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 64 orð

SKÍÐI Reuters Seizinger á sigurfe

SKÍÐI Reuters Seizinger á sigurferðÞÝSKA stúlkan Katja Seizinger varð sigurvegari í bruni kvenna í Lake Louise í Bandaríkjunumí gær, er hún fór brautina á 1.38,86 mín., en önnur var franska stúlkan Melanie Suchet á1.39,05 mín. og í þriðja sæti Isolde Kostner frá Ítalíu á 1.39,38. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 351 orð

Sprewell í árs bann hjá NBA

B andaríska körfuknattleiksdeildin NBA setti Latrell Sprewell í árs bann vegna hegðunar hans, en Golden State Warriors hafði áður rift samningi sínum við Sprewell í kjölfar framkomu leikmannsins á æfingu í vikubyrjun, þegar hann réðst á P.J. Carlesimo, þjálfara liðsins, og hótaði honum lífláti. Þetta er í fyrsta sinn sem félag í NBA riftir samningi við leikmann vegna svona máls. Meira
6. desember 1997 | Íþróttir | 176 orð

Stefán til C. Palace

Skagamaðurinn Stefán Þórðarson, sem leikur með Öster í Svíþjóð, heldur til Englands á sunnudag þar sem hann mun æfa með Crystal Palace í vikutíma. "Þeir hjá Palace vildu endilega fá mig til æfinga og ég er auðvitað ánægður með það. Það gekk þó ekki þrautalaust að fá að fara því þjálfarinn neitaði mér um fararleyfi, en stjórnin tók af skarið og gaf mér leyfi. Meira

Sunnudagsblað

6. desember 1997 | Sunnudagsblað | 2021 orð

Dugga frönsk og framboðsfundir

HÉR á eftir fara fáeinir kaflar eða kaflabrot úr bók Vilhjálms Hjálmarssonar og er fyrst gripið niður í þann hluta bókarinnar sem kallast Dugga strandar, ást kviknar og bát hvolfir á skeri. Sjóréttarskýrsla skipstjórans Eftir að hafa þann veg auglýst uppboðið ­ sem virðist nú ekki hafa verið sérlega stórt í sniðum ­ gerir Tvede sýslumaður ferð sína í Dalakálk Meira

Úr verinu

6. desember 1997 | Úr verinu | 372 orð

Pantanir frá um 120 sýnendum liggja fyrir

UNDIRBÚNINGUR fyrir íslensku sjávarútvegssýninguna sem haldin verður dagana 1.-4. september 1999 er nú í fullum gangi. Umfangsmikið kynningarstarf hefur farið fram að undanförnu bæði hérlendis og erlendis, samkvæmt frétt frá sýningarstjórn. Meira
6. desember 1997 | Úr verinu | 356 orð

Vélstjórafélag Íslands hlýtur styrk frá ESB

VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands hefur fengið styrk úr Leonardo Da Vinci- áætluninni á vegum Evrópusambandsins í verkefni við þróun á aðferðum við viðhaldsstjórnun, TEMAFISH-verkefni um viðhaldsmál. Undanfarin ár hefur verið að þróast aðferðafræði til að auka nýtingu á búnaði og vélum með það að leiðarljósi að hámarka nýtingu fjárfestinga og/eða eigna til langs tíma litið. Meira

Lesbók

6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

AF FYRIRMÖNNUM FYRRI TÍÐA OG NÚTÍMA UMFJÖLLUN UM ÞÁ EFTIR TORFA K. STEFÁNSSON HJALTALÍN Nokkur orð í tilefni greinar Pjeturs

ÍLESBÓK Morgunblaðsins 15. nóvember sl. fjallar Pjetur Hafstein Lárusson um Jón Oddsson Hjaltalín (í Víkurspjalli sínu). Í texta undir fyrirsögn kemur fram að fyrrnendur Jón Hjaltalín hafi ekki aðeins verið síðasti ábúandi í Reykjavík heldur fyrsti "Arnarhólsróninn". Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2625 orð

AF ÓSKILAMANNINUM EYVINDI EFTIR BJARNA HARÐARSON Halla og Eyvindur voru þjóðsagnapersónur strax í lifanda lífi og ljóst af

HALLA og Eyvindur voru ekki bara snjallir og fræknir sauðaþjófar og fjallamenn. Þau eru holdi klæddir fulltrúar hindurvitna. Samtímamenn þeirra trúðu á tilvist trölla, útilegumanna og drauga. Í klettum bjuggu álfar og skrímsli í vötnum. Útilegumannatrúin var bændum þó ef til vill dýrkeyptust. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2369 orð

ALLT ANNAR NIETZSCHE

ALLT ANNAR NIETZSCHE Það kæmi ekki á óvart þótt þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche væri enn að gera einhvern óskunda þarna hinum megin, handan alls sem er, bæði góðs og ills. Og þó hefur hann ýmislegt á samviskunni frá dvöl sinni hérna meginn, nú síðast tilkomu póstmódernismans, þess ófétis. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 4481 orð

ÁTÖK OG VINFENGI VIÐ MERA-EIRÍK

Skúli ólst upp á Húsavík, þar sem faðir hans var prestur, og vann á unglingsárum sínum sem búðarloka við einokunarverslunina þar. Það var þá sem Húsavíkurkaupmaður kallaði til hans: "Mældu rétt strákur" til merkis um að vogin skyldi fölsuð þegar Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 739 orð

BLÓM OG HEIMILISÁHÖLD VERÐA SKART

SKARTGRIPASÝNING verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar í dag, laugardaginn 6. desember kl. 18. Þar kynna þær Taru Harmaala og Ása Gunnlaugsdóttir lokaverkefni sitt í meistaranámi í iðnhönnun frá Listiðnaðarskólanum í Helsinki. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

BROT (FRAGMENT) Jón Valur Jensson þýddi

Sem hrafnsvængur um háls á fljóð' og heitan barm er lokkaflóð. Hve indælt þann að eiga sjóð: þín brjóst og hálsinn hvíta! Sem rós þín daggarvota vör, sem veizla búin munnur ör! og vangann með sitt fríðleiksfjör er guðdómlegt að líta! Höfundurinn, 1759-1796, er þjóðskáld Skota. Þýðandinn er cand. theol. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

DETTIFOSS Í BÍLNUM

EF aðeins þú hefðir ekki verið svona lífsglaður vermandi og leiftrandi af áhuga á öllu og öllum svo athugull hrifnæmur og hjálpsamur hverjum sem var eða jafn skemmtilegur blíður og skapandi í ástúð þinni og atlotum þá hefði ég svo auðveldlega getað staðist þig, þú Ísalands fagri farfugl. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

DÍANA

Þú áttir draum um dyggðir, ást og frið og dagrenningin brosti þér í mót. Þú áttir harm sem gaf þér ekki grið og grimmdarlega nísti hjartans rót. Þú áttir von um víðan betri heim að verða ungu fólki örugg hlíf. Þú áttir ást að gefa öllum þeim sem áttu bágt og þráðu betra líf. Þú áttir yl og hjartans æðstu gjöf að unna þeim sem ekkert áttu skjól. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 550 orð

DÖNSK SJÓFEERÐASAGA

Ole Degn og Erik Gøbel: Skuder og kompagnier. Dansk søfarts historie 2. 1588­1720. Gyldendal 1997. 224 bls., myndir, kort, töflur. TÍMABILIÐ, sem fjallað er um í þessari bók, 1588­ 1720, er á margan hátt eitt hið athyglisverðasta í danskri siglingasögu. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 354 orð

EFNI 6. des.

Fjalla-Eyvindur heldur áfram að vera landsmönnum hugstæður og nú hefur verið stofnað Fjalla- Eyvindarfélag sem ætlar að reisa þessum fræga útlaga minnismerki á Hveravöllum. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð

FINNLAND 1940 Þorsteinn Þorsteinsson þýddi

I Við erum núna flóttamenn í Finnlandi. Litla dóttir mín kemur öskureið heim á kvöldin, enginn krakki vill leika sér við hana. Hún er þýsk og komin af ræningjaþjóð. Ef ég brýni raustina í samræðum er mér sagt að hafa mig hægan. Menn kæra sig ekki um neinn hávaða hér í manni sem kominn er af ræningjaþjóð. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1355 orð

ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR Á DÖNSKU

LÖNGU er alkunna, að erfiðara er að þýða ljóð en aðra texta, vegna þess að í ljóðum eru svo margvísleg fyrirbæri hnituð saman. Sumir neita því að þýðing sé möguleg, tala frekar um að yrkja upp ljóð á öðru máli. Og víst er um það, að oft er útkoman þá ólík frumtexta, þar sem t.d. Tolstoj og Shakespeare eru heillandi sérstæðir á hvaða tungumáli sem er. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1183 orð

ÍÞRÓTTADÓMARAR

Sg fór á völlinn um daginn eins og svo oft áður að sjá Val spila í körfubolta eða handbolta, skiptir í raun ekki máli, og ég varð mér til skammar. Ekki bara ég heldur fjölmargir aðrir Valsarar og stuðningsmenn andstæðinganna. Við vissum hins vegar ekkert endilega að við hefðum orðið okkur til skammar og gengum nokkuð hnarreistir úr húsi. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 197 orð

Jón Rúnar Arason með Fílharmóníu

JÓN Rúnar Arason verður einsöngvari með Söngsveitinni Fílharmoníu á aðventutónleikum í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, og á þriðjudaginn 9. desember. Á tónleikunum nýtur kórinn fulltingis kammersveitar og er Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari konsertmeistari hennar. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Á dagskránni er jólatónlist af ýmsu tagi. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 331 orð

KLASSÍSK RÓMANTÍK

HÁSKÓLABÍÓ efnir til Brahms og Schubert kammertónleika í sal 2 á morgun, annan sunnudag í aðventu kl. 20:30. Fram koma Nicholas Milton fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Jósef Ognibene hornleikari og Nína-Margrét Grímsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir verða haldnir af tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Franz Schuberts (1797-1828) og 100 ára ártíð Jóhannesar Brahms (1833-1897). Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð

LÍFSMYND 1 ÖRSAGA EFTIR ÓLÖFU GUÐNÝJU VALDIMARSDÓTTUR

Þau flæktust í líf hvors annars án sjáanlegs tilgangs. Leitandi. Þjáð. Læst í hlutverki lífsins. Tvær sálir bældar af djúpum sárum og brostnum vonum. Eyðieyjar. Skógi vaxnar úti í hafi þar sem enginn tekur eftir þeim. Á ferðalagi gegnum lífið. Kvalin af þorsta í uppþornaðri eyðimörk þar sem nóg er af sól. Og þau hittust. Og þau snertust. Og þau skynjuðu hvort annað. Djúpt. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 997 orð

MATTHEUSARGUÐSPJALL PASOLINIS

Ámyndbandaleigunum geta leynst ýmsar gamlar áhugaverðar kvikmyndir, sem eru flestum gleymdar nema þeim mun einlægari kvikmyndaáhugamönnum. Sem dæmi um eina slíka mætti nefna ítölsku kvikmyndina Il Vangelo Secondo Matteo frá árinu 1964, en hún hefur verið gefin út með enskum texta undir heitinu The Gospel According to St. Matthew. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

MYND

Ég horfi yfir auðnina og farinn veg Einsemdin læðist um hjarta mitt Tíminn stendur í stað Hugur minn hrópar á þá sem ég elska Örvænting mín kemur í veg fyrir að ég heyri Kannski heyri ég svar En tíminn leyfir ekki fullvissu Ég horfi yfir auðnina á ófarinn veg minn á leiðarenda Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 477 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 292 orð

Nýstofnaður kammerhópur í Neskirkju

OKKUR til gleði og guði til dýrðar er yfirskrift tónleika sem samnefndur kammerhópur gengst fyrir í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Verða þetta fyrstu tónleikar hópsins, en á efnisskrá er barokktónlist í bland við íslenska sálma og sálma sem útsettir eru af íslenskum tónskáldum, svo sem Jóni Leifs, Sigursveini D. Kristinssyni og Jóni Ásgeirssyni. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1931 orð

RIDDARAR HÁLOFTANNA OG PRINSESSUR STÓRBORGANNA

Í HEFÐBUNDNUM ævintýrum eru riddarar í gljáfægðum brynjum á hvítum hestum og prinsar bjarga ungum stúlkum úr óbærilegum aðstæðum á örlagastundu, vekja þær upp af svefni, úr klóm dreka eða vondra stjúpmæðra. Í ævintýrum eru prinsarnir hetjur. Í raunveruleikanum eru prinsar engar hetjur og hetjurnar hvorki riddarar né prinsar. Kannski engar hetjur til... Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2438 orð

SÍÐASTA ÁSTIN FYRIR PÓLSKIPTIN SMÁSAGA EFTIR BIRGI ÖRN STEINARSSON "Af hverju er ég að efast? Gæti það verið að

AUGNSKOT, ahh hún hæfði mig. Beint í hjartað gæskurinn! Hábölvað að hún skyldi gera mér þetta núna. Ég hef engan tíma til að eltast við stelpur, ég hef svo margt að gera. Ég þarf að klára semja lög og gefa út diska sem enginn vill kaupa. Ég er alvöru listamaður og allir alvöru listamenn láta sko enga stelpukjána skjóta sig í hjartað. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 644 orð

SKAMMDEGISSVEIFLA

SÖNGDAGSKRÁ með lögum og textum Jóns Múla og Jónasar Árnasonar verður frumflutt á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, laugardaginn 6. desember, kl. 20.30. Dagskráin nefnist Augun þín blá og byggist á fjórum söngleikjum þeirra bræðra; Deleríum búbónis, Allra meina bót, Járnhausnum og Rjúkandi ráði, Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 602 orð

Skemmdarvargurinn hataði abstraktlist

SKEMMDARVERKIÐ þótti svo ófyrirleitið að menn mundu vart annað eins. Í mars 1986 gekk ungur maður inn í nútímalistasafnið í Amsterdam, Stedelijk Museum, og skar verkið "Hver er hræddur við rautt, gult og blátt III" eftir abstrakt-expressjónistann Barnett Newman í ræmur. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

STUND TIL AÐ KVEÐJA - Í minningu langömmu

Við daufa týru ljóssins augun lokast og litlir snáðar líta draumsins heima. Þá móðir ung og mild sig lætur dreyma en máttur lífsins hægt í burtu þokast. Því láni heimsins lítt hún getur stjórnað og lágt í rökkri grætur móðurhjarta er strýkur hún um strákakolla bjarta sem stolt hún hefði lífi fyrir fórnað. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1415 orð

VITLEYSAN VERÐLAUNUÐ? Á miðvikudaginn verða Nóbelsverðlaunin afhent og þá tekur Dario Fo við Nóbelsverðlaunum fyrir framlag sitt

NÁKVÆMLEGA klukkan eitt eftir hádegi 9. október sl. tilkynnti Sture Allén, ritari sænsku akademíunnar eftirfarandi: "Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir árið 1997 verða veitt Ítalanum herra Dario Fo, sem í anda hirðfífla miðalda hrellir valdsmenn og berst fyrir sæmd hinna kúguðu. Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | 4765 orð

ÞAR SEM JÁ ÞÝÐIR NEI

Eftir langa leit eru Dieter Holzmann, 33 ára gamall Þjóðverji frá München, og unnusta hans María Icoy, frá Filipseyjum, loksins búinn að finna giftingahringa, sem báðum geðjast að. Þau kaupa hringana og ákveða að láta grafa fullt nafn inn í þá með fínlegri skrautskrift í Meira
6. desember 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Hér geturðu unað um stund, dvalist í þér sjálfum. Aðeins fjaran svo langt sem augað eygir og skuggi þinn í sandinum. Þetta fáyrta ljóð lýsir langt, og kannski lengra en menn grunar. Hér er veröldin sem við flest þekkjum og svo kannski önnur veröld sem aðeins skáldið þekkir til hlítar, veröldin sem það hefur skapað inni í sér, heimur skáldskapar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.