Greinar laugardaginn 28. febrúar 1998

Forsíða

28. febrúar 1998 | Forsíða | 160 orð

Bein keisara Rússa greftruð í Pétursborg

STJÓRN Rússlands ákvað í gær að bein síðasta keisara Rússlands og fjölskyldu hans yrðu greftruð í Pétursborg 17. júlí, nákvæmlega 80 árum eftir að bolsévíkar tóku fjölskylduna af lífi. Yfirvöld í Moskvu og Jekaterínburg í Síberíu höfðu óskað eftir því að fá að greftra bein keisarafjölskyldunnar. Meira
28. febrúar 1998 | Forsíða | 358 orð

Ellefu ríki uppfylla skilyrði fyrir EMU-stofnaðild

ÁFORMIN um stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, tóku í gær mikilvægt skref í átt að því að komast í framkvæmd, þegar opinberar hagtölur síðasta árs úr öllum Evrópusambandsríkjunum fimmtán voru lagðar fram, en á þeim byggist væntanlegt mat á aðildarhæfni ríkjanna að myntbandalaginu. Meira
28. febrúar 1998 | Forsíða | 259 orð

Ísraelar biðja Svisslendinga afsökunar Jerús

ÍSRAELAR báðu í gær Svisslendinga afsökunar á því að ísraelska leyniþjónustan, Mossad, hefði gert tilraun til að koma hlerunartækjum fyrir í húsi í Bern. Eitan Ben-Tsur, ráðuneytisstjóri í ísraelska utanríkisráðuneytinu, sendi Flavio Cotti, forseta Sviss, afsökunarbréf. Meira
28. febrúar 1998 | Forsíða | 91 orð

Mannskætt olíubál í Ekvador

STÆRSTA olíuleiðslan í Ekvador rofnaði í gær með þeim afleiðingum að sjö manns létust, þrjátíu er saknað og tugir hlutu brunasár, auk þess sem flutningur hráolíu stöðvaðist. Hér brennur olía sem lak í ána Teaone, en fórnarlömb olíulekans bjuggu í þorpum meðfram ánni. Meira
28. febrúar 1998 | Forsíða | 209 orð

Sambandssinnar andvígir endurkomu Sinn Fein

DAVID Trimble, leiðtogi flokks Sambandssinna Ulsters, stærsta flokks mótmælenda á Norður- Írlandi, kvaðst í gær vera mótfallinn því að Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins, verði leyft að taka aftur þátt í viðræðum um frið á N-Írlandi fyrri hluta mars. Var Sinn Fein vísað frá samningaborðinu til níunda mars vegna meintra ódæðisverka IRA. Meira

Fréttir

28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

1.729 börn á slysadeild og 129 á sjúkrahús

1.729 BÖRN, þar af 1.149 drengir og 576 stúlkur, sem höfðu verið beitt ofbeldi komu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur árin 1993­1997. Þá voru 124 börn lögð inn á Barnaspítala Hringsins á sama tímabili, þar af 109 stúlkur og 19 drengir, vegna gruns um ofbeldi. Langflest barnanna, eða 95, voru lögð inn vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

200 keppendur á Tískunni '98

HREIN náttúra, allra hagur er slagorð árlegrar keppni fagfólks í fimm iðngreinum sem verður á Hótel Íslandi sunnudaginn 1. mars. Tískan '98 er heiti keppninnar, sem haldin hefur verið árlega sl. fimm ár. Skipuleggjandi er tímaritið Hár og fegurð. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

AÐALFUNDUR Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn sunnudaginn 1. mars og hefst hann kl. 13.30 í Glæsibæ, í húsnæðinu, sem FEB stefnir að því að kaupa á næstunni. Fluttar verða margar tillögur sem snerta fjárhag og aðra hagsmuni þessa fjölmenna hóps, en tala eftirlaunafólks nálgast 30.000. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 285 orð

Aðeins tvö ESBlönd vilja afnám

DAMÖRK og Holland eru einu aðildarríki Evrópusambandsins (ESB), sem vilja halda til streitu áformum um bann við fríhafnarverzlun innan ESB. Frá þessu greindi Alþjóðaráð flugvallarekenda (ACI) í gær. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Afmælisgjöf handa KR

Á NÆSTA ári er heil öld liðin frá því Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað og verður þeirra tímamóta minnst með margvíslegum hætti. Af þessu tilefni hafa nokkrir KR-ingar myndað nefnd til að annast samskot í veglega afmælisgjöf handa félaginu og gera þannig stuðningsmönnum og velunnurum KR kleift að sameinast um afmælisgjöfina. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

ASÍ og BSRB gagnrýna húsnæðismálafrumvarpið Gre

"MEÐ frumvarpinu er núverandi félagslegt eignaríbúðakerfi lagt af án þess að stofnað sé til annars þess í stað. Það óvissuástand sem skapast er óviðunandi," segir í yfirlýsingu sem húsnæðisnefnd ASÍ sendi frá sér í gær vegna frumvarps félagsmálaráðherra um húsnæðismál. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Ágreiningur er um heildarútgjöld

HUGSANLEGT er talið að það ráðist í dag hvort skrifað verður fljótlega undir samninga milli Tryggingastofnunar ríkisins og sérfræðilækna. Ágreiningur er milli samningsaðila um hvort í samningunum eigi að vera ákvæði um að heildarútgjöld til sjúkratrygginga megi ekki fara fram úr ákveðnu marki. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Áþreifanleg dæmi um eðlisfræði skíðaiðkunar

EÐLISFRÆÐINGURINN Guy Bagnall, sem er einn kunnasti framhaldsskólakennari Bretlands, heldur fyrirlestur um Eðlisfræði skíðaíþróttarinnar mánudagskvöldið 2. mars, kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar HÍ (VR II) við Hjarðarhaga í Reykjavík. Bagnall mun styðja mál sitt með áþreifanlegum dæmum. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Bátur sökk í höfninni

Raufarhöfn-Um hádegið í gær er menn voru að huga að bátum sínum sáu þeir að mb. Stekkjavík sem er 10 tonna bátur var sokkinn. Það er álit manna að snjóhengja sem hefur myndast af bryggjunni hafi sprungið frá og lent beint á bátnum og velt honum. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Blóð og olíulitir

LÁRUS H. List opnar einkasýningu á olíumálverkum sem hann kallar Blóðlist í Deiglunni í Grófargili í dag kl. 15. Áður hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum, en þetta er hans þriðja einkasýning. Myndirnar eru flestar unnar á síðastliðnu ári og verða yfir 20 myndir á sýningunni. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Borað fyrir hitamæli

VEGAGERÐARMENN voru í vikunni að bora í þjóðveginn rétt austan við Steina undan Eyjafjöllum. Holan er 1,5 m á dýpt og í hana á að setja hitamæli. Tilgangurinn er að mæla frost í veginum og hve djúpt það nær. Mælirinn er þannig gerður að blár vökvi er settur í glæran hólk, sem er stungið ofan í holuna. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Bændur sam þykktu samninga

VEGNA mistaka í vinnslu er eftirfarandi fréttatilkynning birt aftur: Atkvæðagreiðslu bænda um samning Bændasamtaka Íslands og ríkisstjórnar Íslands um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu fram á árið 2005 er nú lokið. Atkvæðagreiðslan fór fram með póstsendingum og voru 1.896 mjólkurframleiðendur á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1.067 eða 56,3%. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Demantseyrnalokkar á 5­6 milljónir

DEMANTSEYRNALOKKAR sem metnir eru á fimm til sex milljónir íslenskra króna eru meðal gripa á skartgripasýningu Sotheby's í Íslandsbanka við Lækjargötu á mánudag og þriðjudag. Á sýningunni verða yfir 40 skartgripir eftir nokkra þekktustu hönnuði heims, eins og Bulgari, Cartier, Drayson, Van Cleef & Arpels, Verdura og Trio. Skartgripirnir verða boðnir upp hjá Sotheby's í London 19. Meira
28. febrúar 1998 | Miðopna | 2858 orð

Eðlilegt bandalag eða samsæri gegn lýðræðinu? Fyrrum ritstjóri spænska dagblaðsins ABC hefur skýrt frá því að hægrisinnaðir

Eðlilegt bandalag eða samsæri gegn lýðræðinu? Fyrrum ritstjóri spænska dagblaðsins ABC hefur skýrt frá því að hægrisinnaðir áhrifamenn í spænska fjölmiðla- og fjármálaheiminum hafi bundist samtökum um að fella ríkisstjórn Felipe González í þingkosningunum 1996. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 120 orð

Ekkert bendir til skemmdarverks

EKKERT bendir til þess að um skemmdarverk hafi verið að ræða er Boeing 737-300 þota singaporíska flugfélagsins SilkAir hrapaði miðja vegu milli Jakarta og Singapore í desember sl., að því er Mah Bow Tan, samgöngumálaráðherra Singapore, greindi frá í gær. 104 fórust með vélinni. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 323 orð

Elkó og Rúmfata lagerinn opnuð

VERIÐ var að raða upp vörum í nýjum verslunum Elkó og Rúmfatalagersins í Smáranum í Kópavogi í gær en verslanirnar verða báðar opnaðar kl. 10 í dag. Búið var að taka vörur úr ellefu 40 feta gámum í Elkó þar sem verður landsins mesta úrval af heimilis- og raftækjum á landinu. Sigurður Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Elkó kvaðst eiga von á góðum viðtökum í nýju versluninni. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 396 orð

Fannst líða óratími meðan rútan rann

ÁRNI Einarsson, 25 ára gamall fiskverkamaður í Patreksfirði, annar tveggja farþega í rútunni sem rann á hliðinni um 50 metra leið niður hlíð milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar á miðvikudag, kveðst hafa verið að lesa þegar rútan fór út af veginum. Árni þeyttist úr sæti sínu yfir á hina hlið bílsins þegar hann lagðist á hliðina og skarst í andliti. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Ferðir Guðríðar í Skemmtihúsinu

NÆSTU sýningar á Ferðum Guðríðar, sem sýnt er í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22, verða í kvöld og annað kvöld og hefjast kl. 20. Sýningar eru á ensku. Miðasala er í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 590 orð

Flugvél Íslandsflugs í París-Dakar rallinu

ATR-flugvél Íslandsflugs var á dögunum leigð í París-Dakar rallið, en á þeirri leið reyna með sér venjulegir bílar, trukkar og mótorhjól. Vélin fylgdi keppninni eftir í hálfan mánuð og var notuð sem bækistöð fyrir lækna og hjúkrunarlið keppninnar svo og til sjúkraflugs. Meira
28. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 134 orð

Folaldið Píla fætt í lok þorra

Fagradal-Sá atburður átti sér stað í lok þorra að hryssan Mjöll sem er á fóðrum á Giljum í Mýrdal kastaði folaldi öllum að óvörum. Hér sést mærin Mjöll ásamt folaldinu Pílu viðra sig í góða veðrinu á túninu á Giljum á síðasta degi Þorra. Hryssan var ásamt öðrum hrossum á mýrarhaglendi skammt frá bænum og að sögn Ólafs Þ. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 76 orð

Forseti bæjarstjórnar Selfoss ekki með í prófkjöri

Selfossi. Sigurður Jónsson forseti bæjarstjórnar Selfoss tekur ekki þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg, hinu sameinaða sveitarfélagi í vestanverðum Flóa, sem fram fer 14. mars næstkomandi. Sigurður tilkynnti flokksfélögum sínum þetta á fundi á fimmtudag. Hann þakkaði þeim samstarfið og hvatti þá til kröftugrar þátttöku í sveitarstjórnarmálunum. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 223 orð

Frestur í bankamálinu framlengdur

DEN Danske Bank hefur fallist á þá kröfu færeysku landsstjórnarinnar, að fresturinn til að höfða skaðabótamál í bankamálinu svokallaða verði framlengdur til aprílloka. Lýsti Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, ánægju sinni með það í gær. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fréttir um tölvur og tækni á fréttavef

NÝR fréttaflokkur, Tölvur og tækni, er nú í boði á Fréttavef Morgunblaðsins. Þar verða m.a. fréttir frá fréttaþjónustu Wired, sem Morgunblaðið hefur tryggt sér birtingarrétt á, en Wired flytur fréttir af nýjungum í margmiðlun. Til að finna Tölvur og tækni á fréttavefnum þarf að slá inn slóðina www.mbl.is, fara í valgluggann þar sem stendur: Hvað viltu skoða, og velja þar Tölvur og tækni. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fræðslufundur um fugla og framkvæmdir á hálendinu

NÆSTI fræðslufundur Fuglaverndarfélagsins verður mánudaginn 2. mars í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar og hefst kl. 20.30. Þar mun Einar Ó. Þorleifsson fjalla um fugla og framkvæmdir á hálendinu. Á fræðslufundinum verður sagt frá helstu fuglum sem byggja hálendi landsins, búsvæðum þeirra og dreifingu. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fuglaskoðun í Skerjafirði

FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ stendur fyrir vettvangsfræðslu og fuglaskoðun í Skerjafirði hjá gömlu Skeljungsstöðinni við endastöð leiðar fimm sunnudaginn 1. mars milli kl. 13­15. Á sunnudaginn er æskulýðsdagurinn og að því tilefni er ungu áhugafólki sérstaklega boðið að mæta. Ungir fuglaskoðarar verða til leiðsagnar. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fær umsjón skógar í Vatnsendalandi

GUÐMUNDUR H. Jónsson, fyrrum forstjóri BYKO, hefur falið Skógræktarfélagi Kópavogs að annast landspyldu nr. 267 í Vatnsendalandi í Kópavogi ásamt öllum mannvirkjum og trjágróðri og öðrum gæðum sem landinu fylgja. Stærð landsins er um 6,5 ha. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Handmokað í Víkurskarði

ÞEIR létu sig ekki muna um það farþegarnir og bílstjórinn í áætlunarbílnum milli Húsavíkur og Akureyrar að hendast út úr bílnum og handmoka uppi á miðju Víkurskarði í gærmorgun. Fyrirstaða var á veginum á um 100 til 150 metra kafla, en vaskir menn voru ekki lengi að ryðja henni úr vegi. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 603 orð

Heilbrigðiskerfið getur skapað tekjur líka

FUNDUR um stefnumótun í heilbrigðistækni verður haldinn á Hótel Örk 5. og 6. mars næstkomandi. Fundurinn hefst á hádegi hinn 5. og lýkur á hádegi næsta dag. Rannsóknarráð Íslands, RANNÍS, stendur um þessar mundir fyrir úttekt á heilbrigðistækni á Íslandi í Samvinnu við Samtök iðnaðarins, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og Heilbrigðistæknifélag Íslands. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Hrossaflutningar bannaðir

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA gaf í gær út reglugerð sem bannar allan flutning hrossa milli landshluta, lögbýla og hesthúsa. Eigendum og umráðamönnum hrossa er gert skylt að gæta ýtrasta hreinlætis við hirðingu og forðast allan umgang við hross í öðrum húsum. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 891 orð

Hverjir eigast við og hvað er tekist á um? Ellefu flokkar takast á í dönsku þingkosningunum. Sigrún Davíðsdóttir rekur bakgrunn

Í AUGUM útlendinga einkennast dönsk stjórnmál af því að flokkarnir eru sammála um fyrirsagnirnar, en deila um smáa letrið. En eins og Mimi Jakobsen, leiðtogi Miðdemókrata, benti á í sjónvarpsumræðum geta stjórnmálamennirnir ekki látið eins og Danir eigi við djúpstæðan vanda að glíma. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Hyggjast undirbjóða ELKO

ÞORKELL Stefánsson, eigandi Raftækjaverslunar Íslands, hyggst bregðast við opnun raftækjamarkaðarins ELKO með því að bjóða upp á lægra verð en í nýju versluninni. Lokað verður í Raftækjaversluninni í Skútuvogi í dag og opnað á morgun með nýjum tilboðum. "Ég læt ekki uppi hvort verðið verður lægra í öllum tilvikum því ég vil halda ákveðnum spilum á hendi," sagði Þorkell. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 197 orð

Högnuðust um 536 milljónir króna

HAGNAÐUR Haralds Böðvarssonar hf. á árinu 1997 var 536 milljónir króna. Þar af var hagnaður af reglulegri starfsemi 247 milljónir króna. Á árinu 1996 var hagnaður 207 m.kr. en hagnaður af reglulegri starfsemi 198,7 m.kr. Í fréttatilkynningu frá Haraldi Böðvarssyni hf. kemur fram að 1997 hafi verið fyrsta starfsár fyrirtækisins eftir sameiningu við Miðnes hf. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 699 orð

Íbúðabyggð en ekki höfn í Geldinganesi

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn leggja til að framkvæmdir í Geldinganesi verði stöðvaðar þegar í stað og að allt nesið verði skipulagt undir íbúðabyggð. Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, bendir á að 75% tekna sveitarfélaga væru útsvarsgreiðslur og að útsvarsgreiðendur hefðu leitað í nágrannabyggðir vegna skorts á áhugaverðum nýbyggingasvæðum á yfirstandandi kjörtímabili. Meira
28. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 195 orð

Íþróttamaður ársins valinn

Hellu-Á aðalfundi Ungmennafélagins Heklu sem haldinn var fyrir stuttu var þeirra tímamóta minnst að 90 ár eru síðan félagið var stofnað en starfssvæði þess er í Rangárvallahreppi og nágrenni. Einnig voru afhentar viðurkenningar til ungmenna sem skarað hafa fram úr í íþróttum fyrir hönd félagsins á hinum ýmsu mótum. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Kaldast á Norðurlandi

GERT er ráð fyrir köldu veðri um allt land yfir helgina. Kaldast verður á Norðurlandi en hvasst austanlands og strekkingur vestantil. Frost verður á bilinu 10­18 stig sem er ekki eins mikið frost og áður var spáð en mikil vindkæling gerir það að verkum að frostið virðist meira en ella. Skeiðarársandur var lokaður í gær og eins var slæmt ferðaveður á Mýrdalssandi. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

KEA kaupir þriðja apótekið

SAMKOMULAG hefur náðst um að Kaupfélag Eyfirðinga kaupi Akureyrarapótek af Böðvari Jónssyni lyfjafræðingi, en KEA tekur við rekstri apóteksins 1. mars. Engar meiriháttar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstrinum við eigendaskiptin og Böðvar Jónsson mun áfram veita apótekinu forstöðu. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 303 orð

Kennaraháskólinn fær inni í Sjómannaskólanum

LJÓST er að ekki verður af flutningi Stýrimannaskólans og Vélskólans í bráð, ef hugmyndir skólameistara þeirra og rektors Kennaraháskólans verða að veruleika. Menntamálaráðherra ræddi í gær við rektor Kennaraháskólans og skólameistara Stýrimannaskólans og Vélskólans vegna tillagna sem upp höfðu komið um flutning síðarnefndu skólanna til að rýma fyrir Kennaraháskólanum, Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Kennsluhúsnæði Smáraskóla stækkar

ÞRIÐJI og næstsíðasti áfangi að Smáraskóla í Kópavogi var formlega tekinn í notkun síðastliðinn fimmtudag. Með honum lýkur byggingu eiginlegs skólahúsnæðis því fjórði áfangi, sem ætlað er að tilbúinn verði fyrir næsta skólaár, mun hýsa bókasafn og aðra þess háttar starfsemi. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Kirkjuvika í 20. sinn

KIRKJUVIKA verður nú haldin í tuttugasta sinn í Akureyrarkirkju og hefst hún á morgun, sunnudag og stendur til sunnudagsins 8. mars næstkomandi. Krikjuvika var fyrst haldin á föstunni árið 1959 að frumkvæði sr. Péturs Sigurgeirssonar, síðar biskups. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kjaranefnd búin að úrskurða um laun lækna

KJARANEFND hefur sent Kjaradómi úrskurð um laun heilsugæslulækna, en nefndin hefur unnið að honum í á annað ár. Lög gera ráð fyrir að Kjaradómur staðfesti úrskurði Kjaranefndar áður en þeir öðlast gildi og samkvæmt reglum, sem dómurinn hefur sett, hefur hann 15 daga til að fara yfir úrskurðinn og hugsanlega gera breytingar á honum. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

Kröfur Líbýu teknar fyrir ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN

ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN í Haag komst að þeirri niðurstöðu í gær að hann hefði lögsögu yfir kröfu Líbýumanna á hendur Bandaríkjamönnum vegna Lockerbie-málsins. Ennfremur féllst dómstóllinn á að taka kröfurnar fyrir, þrátt fyrir að Öryggisráðið hafi ályktað um málið. Eru niðurstöðurnar samhljóða niðurstöðum dómstólsins vegna krafna Líbýu gegn Bretum. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1119 orð

Kröfur uppi um að stjórnin segi af sér

FASTLEGA er búist við átökum á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar sf. næstkomandi föstudag vegna ósamkomulags um ráðningu nýs forstjóra. Stjórn sameignarfélagsins ákvað fyrr í vikunni að framlengja ráðningu núverandi forstjóra, Óskars H. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kuldi og fegurð á Akureyri

ÞÓ AÐ kalt hafi verið á Akureyri síðustu daga vinna starfsmenn Slippstöðvarinnar af kappi við endurbætur á skipum. Mælifellið er í flotkvínni, en skipið tók niðri í höfninni í Húsavík fyrir skömmu og við það skemmdist skrúfan. Stærstu verkefni fyrirtækisins núna eru uppsetning á vinnsludekkjum í frystitogarana Björgvin og Sléttbak. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kuran Swing í Múlanum

TÓNLEIKAR verða í Múlanum, djassklúbbnum í Sölvasal á Sólon Íslandus, sunnudagskvöldið 1. mars. Fram kemur Kvarett Kuran Swing. Kvartett Kuran Swing er skipaður þeim Szymoni Kuran, fiðluleikara, Birni Thoroddsen, gítarleikara, Ólafi Þórðarsyni, gítarleikara og Bjarna Sveinbjörnssyni, kontrabassaleikara. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Kvikmyndasýningar í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Á sunnudag verða tvær kvikmyndir um Línu langsokk. Lína fer í tívolí, "Pippi går på Tivoli". Það kemur fjölleikahús í bæinn og Lína fyllir vasa sína af gullpeningum og fer ásamt vinum sínum Önnu og Tomma að skemmta sér svo um munar í tívolí. Jólin nálgast og Lína ákveður að gera stórhreingerningu á Sjónarhóli. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Kvikmyndasýning í bíósal MÍR

TÍMI óska og löngunar nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 1. mars kl. 15. Myndin er frá árinu 1984, gerð eftir handriti Anatólís Grebnévs, en leikstjóri er Júlí Raizman. Með aðalhlutverkin fara Vera Alentova og Anatólí Papanov. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um samningaviðræður iðnaðarráðuneytisins við fyrirtæki um vikurvinnslu var rangt farið með nafn annars fyrirtækisins í fyrirsögn og frétt. Sagt var að ráðuneytið ætti í viðræðum við Jarðefnaiðnað og Vikurvinnslu, en hið rétta er að ráðuneytið er að semja við Jarðefnaiðnað og Vikurvörur ehf. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 271 orð

Lýsi hefur ekki áhrif á bakteríuvöxt

FÉLAG íslenskra barnalækna stendur fyrir árlegum fræðslu- og vísindadegi á Hótel Loftleiðum í dag. Félagið hefur fengið gestafyrirlesara til þess að halda fyrirlestra auk þess sem kynntar verða niðurstöður nokkurra rannsókna sem íslenskir barnalæknar hafa unnið að. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Málfundur um Írak

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna og Ungir sósíalistar standa sameiginlega að málfundi um efnið "Vopnaeftirlit í Írak, hvers vegna stríð er enn á dagskrá og uppreisn Palestínumanna enn í gangi." Fundurinn er laugardaginn 28. febrúar kl. 14 að Klapparstíg 26, 2. hæð. Framsögur og umræður: Gylfi Páll Hersir, félagi í Dagsbrún/Framsókn, og Einar Bjarnason framhaldsskólanemi fyrir Unga sósíalista. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 36 orð

Málstofa Guðfræðistofnunar

HALDIN verður málstofa í guðfræði á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands þriðjudaginn 3. mars. Þá heldur sr. Heimir Steinsson erindi um Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar. Fyrirlesturinn verður haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 336 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, æskulýðsdagurinn og upphaf kirkjuviku, fimm ára börn fá bókina um Kötu og Óla, barna- og unglingakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Jóns Halldórs Finnssonar. Kirkjubíllinn kemur við á Hlíð kl. 10.45. Æskulýðsmessa kl. 20.30 annað kvöld, fermingarbörn boðuð til kirkju. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 172 orð

Mistök flugmanns

RANNSÓKN bandaríska landgönguliðsins hefur leitt í ljós að mistök flugmanns ollu kláfferjuslysi er kostaði 20 manns lífið í Dólómítaölpunum á Ítalíu fyrr í mánuðinum, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin NBC greindi frá í fyrrakvöld. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1084 orð

Neita að mismunurinn sé umfram kostnað

Í FRÉTTABRÉFI greiðslukortafyrirtækisins Visa, Visa-póstinum, í febrúar eru klausur um tvær ferðaskrifstofur, Samvinnuferðir-Landsýn og Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, og þær gagnrýndar fyrir að láta viðskiptavini, sem borga með Visa- greiðslukortum, greiða 3% meira en þá, sem staðgreiða, Meira
28. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 295 orð

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins komi inn í rekstur Hótels Stykkishólms

Stykkishólmi-Miklar breytingar verða á rekstri Hótels Stykkishólms á þessu ári ef eftir gengur samkomulag milli Stykkishólmsbæjar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem undirritaður var nú nýlega. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Nýtt samkirkjuráð stofnað hér á landi

NÝ samkirkjuleg samtök forystumanna kristinna safnaða og stofnana hér á landi voru sett á fót laugardaginn 14. febrúar sl. Heiti samtakanna er Nýja samkirkjuráðið. Stofnfélagar eru frá eftirtöldum söfnuðum og samfélögum: Fríkirkjunni Veginum, Hjálpræðishernum á Íslandi, Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Klettinum, kristnu samfélagi og Íslensku Kristskirkjunni. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 753 orð

Ófúsir að ræða innflytjendamálin

"VIÐ eigum að koma í veg fyrir og stemma stigu við flóttamannavanda úti í heimi þar sem kúgun og átök geisa. Og við ætlum um leið að herða aðgerðir gegn fólkssmygli og ólöglegum aðflutningi til landsins. En við eigum líka áfram að vera tilbúin að hjálpa ofsóttu fólki er hingað leitar. Það er verkefni fyrir alla Danmörku, öll bæjarfélögin. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Prófkjör í Grindavík

BÆJARMÁLAFÉLAG jafnaðar- og félagshyggjufólks og óháðra, var stofnað í Grindavík 3. febrúar sl. Að félaginu standa Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og óháðir og er ætlunin að bjóða fram saman í næstu bæjarstjórnarkosningum. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 221 orð

Reglum um flutning með skólabílum áfátt

LÖG og reglugerðir, um það hvernig staðið skuli að öryggisatriðum við flutning barna í skólabílum til og frá skóla, eru ófullnægjandi hér á landi að sögn Herdísar Storgaard, barnaslysavarnafulltrúa Slysavarnafélags Íslands. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Samanburður í framhaldsskóla er mjög erfiður

ÞÓRÓLFUR Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að samanburður á námsárangri í framhaldsskólum milli landa sé mjög erfiður vegna þess að skólakerfin séu svo ólík og samanburðarhóparnir því ólíkir. Hann gerir mikla fyrirvara við niðurstöður alþjóðlegrar könnunar um kunnáttu framhaldsskólanema í stærðfræði og náttúrufræði. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 223 orð

Samið um stóraukin viðskipti

FORSETAR Rússlands og Úkraínu undirrituðu í gær samstarfssamning sem á að auka viðskipti ríkjanna um rúman helming á næstu tíu árum. Samningurinn þykir marka tímamót í tilraunum til að bæta samskipti landanna. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 326 orð

Schröder sigurviss og bjartsýnn á tilnefningu

GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, virtist í gær sannfærður um sigur í kosningum til þings heimahéraðs síns á morgun, sunnudag, og þar með að hann hlyti tilnefningu Jafnaðarmannaflokksins til að takast á við Helmut Kohl um kanzlaraembættið. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 274 orð

Sigurbjörg á veiðar eftir endurbætur

SIGURBJÖRG ÓF-1 sem gerð er út af Þormóði Ramma-Sæberg hélt á veiðar í vikunni eftir nærri 6 mánaða stopp, en skipið er nú sem nýtt eftir miklar endurbætur sem gerðar voru í Póllandi og á Akranesi. Áður en Sigurbjörg hélt til Póllands í byrjun september á síðasta ári var allt hreinsað út af millidekkinu. Í Póllandi var skipið allt sandblásið og málað. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Skartgripasýning Sotheby's og Íslandsbanka

SKARTGRIPASÝNING Sotheby's verður haldin í Íslandsbanka dagana 2. og 3. mars frá kl. 9.15­16. Um er að ræða sýningu þar sem verða yfir 40 skartgripir eftir þekktustu hönnuði í heiminum m.a. Buccelati, Bulgari, Cartier, Drayson, Van Cleef & Arpels, Vedura og Trio. Skartgripirnir verða síðan boðnir upp í London. Meira
28. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 284 orð

Skriffinnum fækkað um fjórar milljónir

STJÓRN Kína hefur samþykkt tillögur um að fækka starfsmönnum ríkisstofnana og kommúnistaflokksins um fjórar milljónir á næstu þremur árum til að draga úr skriffinnsku. Heimildarmenn í Peking sögðu að ráðuneytum og æðstu ráðum landsins yrði fækkað um þriðjung og valdsvið nokkurra ráðuneyta aukið. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Sparnaður fylgir samþættingu umhverfis- og gæðamála

IÐNTÆKNISTOFNUN og Staðlaráð Íslands buðu á föstudag gestum frá nokkrum fyrirtækjum, stofnunum og samtökum í ferð með strætisvagni þar sem þeir fræddust um gæða- og umhverfismál fyrirtækja. Þetta var sú fyrsta í röð nokkurra uppákoma sem Iðntæknistofnun hyggst standa fyrir á árinu í tilefni 20 ára afmælis stofnunarinnar. Meira
28. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 272 orð

Spiluðu og sungu fyrir rangæska grunnskólanema

Hvolsvelli-Nemendur Tónlistarskóla Rangæinga gerðu víðreist í vikunni í tilefni af degi tónlistarskólanna. Fóru þau í 3 grunnskóla og léku á hljóðfæri og sungu fyrir alla grunnakólanemendur í Rangárvallasýslu. Voru áheyrendurnir hátt á sjötta hundraðið en tónleikarnir voru alls sjö. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Stjórnunarfélagið með tvær námstefnur

STJÓRNUNARFÉLAG Íslands heldur tvær námstefnur á Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 3. mars og miðvikudaginn 4. mars. "Dr. Paul A. Tiffany frá U.C. Berkeley fjallar um viðskiptatryggð hinn 3. mars. Greining á styrkleikum og veikleikum gagnvart tryggð viðskiptavinar. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Stúlkan sem lést

STÚLKAN sem beið bana í bílslysi á Grindavíkurvegi í fyrradag hét Gunnhildur Líndal Arnbjörnsdóttir. Gunnhildur fæddist 12. nóvember árið 1980 og var til heimilis að Heiðargarði 8 í Reykjanesbæ. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1446 orð

Sumir umboðsmenn lækka verð til samræmis

INNFLYTJENDUR og umboðsmenn raftækja höfðu sumir hverjir brugðist við aukinni samkeppni á raftækjamarkaði með opnun stórmarkaðar ELKO með raftæki í dag með því að lækka verð til samræmis við það verð sem auglýst var í sérstöku auglýsingablaði fyrirtækisins, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 823 orð

"Tillögum Íslands vel tekið" Sendiherra Íslands í Washington ásamt formanni og framkvæmdastjóra landafundanefndar funduðu á

FUNDUR sendiherra Íslands og forkólfa landafundanefndar ásamt fulltrúum aldamótanefndar Hvíta hússins var fyrsti formlegi fundurinn sem haldinn hefur verið til að ræða samstarf landanna tveggja á þessu sviði, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Tjón í nýrri verslun Rúmfatalagersins

TALSVERT tjón varð í nýrri verslun Rúmfatalagersins í Smáranum í gær þegar vatnsúðarar fóru skyndilega í gang. Mikið af vefnaðarvöru eyðilagðist í vatnsflaumnum en forsvarsmenn verslunarinnar segja það lán í óláni að vatnsúðakerfið bilaði kl. 11 um morguninn þegar fjöldi starfsmanna var í versluninni. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Tónleikar söngnema

SÖNGDEILD Tónlistarskólans á Akureyri efnir til tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, laugardag, kl. 17. fram koma nemendur allt frá fyrsta ári og upp í þá sem lokið hafa 8. stigi. Daníel Þorsteinsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Richard Simm leika undir á píanó. Kennarar í söngdeild eru Sigríður Elliðadóttir, Michael Jón Clarck og Már Magnússon. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Trilla eyðilagðist í eldi

FJÖGURRA tonna trébátur, Baldvin ÞH 15, gjöreyðilagðist í eldi í höfninni í Raufarhöfn í fyrrinótt. Vel gekk að slökkva eldinn en að sögn lögreglunnar er talið að hann hafi kviknað út frá kabyssu trillunnar. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Turandot og tenórar þrír

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari syngur í uppfærslu á óperunni Turandot eftir Puccini í Forboðnu borginni í Peking í september næstkomandi undir stjórn Zubins Metha. Sýningar verða níu og syngur Kristján í fimm þeirra, þ.ám. frumsýningunni. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Verk Höddu í Samlaginu

KYNNING stendur nú yfir á verkum eftir listakonuna Höddu í Samlaginu, listhúsi Félags myndlista- og listiðnaðarfólks, en það er í Grófargili á Akureyri. Kynningin stendur til 6. mars næstkomandi. Hadda kynnir verk sem hún hefur verið að leika sér með upp á síðkastið, en um er að ræða spil sem hún vill gjarnan fá rétt nafn á, á ensku er það kallað "O & X", eða "Nougth- and - Crosses". Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 749 orð

Við viljum opna íþróttafélögin fyrir almenningi

Íþróttabandalag Reykjavíkur heldur ráðstefnu undir heitinu Íþróttir í upphafi nýrrar aldar á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 9.30. Kolbeinn Pálsson framkvæmdastjóri ÍBR flytur erindi nefnt íþróttaskóli í grunnskóla, Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur fjallar um stefnumótun íþróttafélaga og íþróttanámskrá ÍBR, Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Vorfögnuður Búlgaríufélagisns

BÚLGARÍUFÉLAGIÐ á Íslandi og Búlgarar búsettir á Íslandi efna til vorfagnaðar sunnudaginn 1. mars kl. 15 í húsnæði Miðstöðvar nýbúa á Skeljanesi (í gamla Shell-húsinu). Þjóðhátíðardagsins, sem er 3. mars, verður minnst. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 631 orð

Yfir 124 þúsund heimsóknir á einum mánuði

RÉTTUR mánuður er nú liðinn frá því Fréttavefur Morgunblaðsins hóf göngu sína og eru heimsóknir á vefinn orðnar 124.683 á þeim tíma. Blaðinu hafa borist fjölmörg bréf, ekki síst frá Íslendingum búsettum erlendis, sem þakka framtakið og segjast vera komnir í nýtt samband heim. Meira
28. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Þrennir tónleikar

DAGUR tónlistarskólanna er í dag, laugardaginn 28. febrúar, og heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar þrenna tónleika af því tilefni. Fyrstu tónleikarnir verða í Gamla skólahúsinu á Grenivík í dag, laugardag, kl. 17, aðrir tónleikar verða í Laugaborg á sunnudag kl. 14 og þeir þriðju í Þelamerkurskóla kl. 17 á sunnudag. Meira
28. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 280 orð

Þrír flokkar í framboði í Garðinum

Garði-Nú virðist einsýnt að þrír flokkar verði í framboði í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Fjórir af fimm núverandi hreppsnefndarmönnum hafa ákveðið að bjóða sig fram undir öðrum merkjum en í síðustu kosningum. Þetta kom fram á opnum fundi, sem haldinn var í Samkomuhúsinu sl. miðvikudagskvöld en á sjöunda tug manna sótti fundinn. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Þrír Íslendingar fá sænska orðu

KARL Gústav XVI Svíakonungur hefur tilnefnt þrjá Íslendinga, Björn Jónasson, ræðismann Svíþjóðar á Siglufirði, Gunnlaug P. Kristinsson, ræðismann Svíþjóðar á Akureyri, og Pál Zóphóníasson, ræðismann Svíþjóðar í Vestmannaeyjum, til riddara með Konunglegu Norðurstjörnuorðunni. Björn og Páll eru tilnefndir til riddara af fyrstu gráðu og Gunnlaugur til stórriddara. Meira
28. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

Blaðinu í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins ­ Menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis má nefna fyrstu grein Þrastar Helgasonar í greinaflokki um íslenska bókmenntagagnrýni og fjallar um dóm Jónasar Hallgrímssonar yfir rímum Sigurðar Breiðfjörð. Sigrún Eldjárn segir frá ferð sinni til Japans að kynnast pappírsgerð þarlendra og Böðvar Guðmundsson fjallar um vestur íslenzkar bókmenntir. Meira

Ritstjórnargreinar

28. febrúar 1998 | Leiðarar | 573 orð

FRUMKVÆÐI ÞINGNEFNDA

LeiðariFRUMKVÆÐI ÞINGNEFNDA IKILVÆGUR þáttur í starfi Alþingis er eftirlit með framkvæmd laga og störfum stjórnsýslunnar. Tvær sérstakar stofnanir sinna eftirlitshlutverki á vegum þingsins, Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis. Meira
28. febrúar 1998 | Staksteinar | 315 orð

»Heimilin og góðærið GÓÐÆRIÐ hefur þegar haft afgerandi áhrif á afkomu íslenzkra heimila,

GÓÐÆRIÐ hefur þegar haft afgerandi áhrif á afkomu íslenzkra heimila, segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í grein í Degi. 25% kaupmáttaraukning Í GREIN Halldórs segir m.a.: "Jafnhliða góðum árangri við sköpun nýrra starfa hafa ráðstöfunartekjur hækkað og kaupmáttur aukist. Meira

Menning

28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 163 orð

Breyttir tímar hjá Newman

PAUL Newman hefur stundum verið nefndur "síðasta kvikmyndastjarnan". Hann er orðinn 73 ára, á 40 ára brúðkaupsafmæli með Joan Woodward á þessu ári og fæst enn við leiklist. Nú síðast lék hann í myndinni "Twilight" undir leikstjórn Roberts Bentons. En Newman fæst við leiklist á öðrum forsendum núorðið. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 459 orð

Einkahúmor og innanskólabrandarar

Árshátíðarnefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti stóð fyrir tveimur sýningum á söngleiknum "Grease" þriðjudaginn 24. ferúar, á sprengidag. Uppfærslan er að mestu leyti í höndum nemenda sjálfra þótt einhver utanaðkomandi aðstoð hafi komið til. Guðmundur Kristjánsson leikstýrði sýningunni. Blaðamaður mætti á lokaæfingu, fékk að fylgjast með undirbúningi og tala við aðalleikarana. Meira
28. febrúar 1998 | Tónlist | 208 orð

Enn nýr Nemorino

UNGUR söngvari, Björn Jónsson, tók við hlutverki Nemorinos og þreytti frumraun í þessari vinsælu óperu Donizettis. Þar sem þegar hefur verið fjallað um sýninguna verður aðeins látið nægja að geta þess að sýningin í heild hefur slípast og er allur leikur og söngur í góðu jafnvægi og bæði Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson voru sérlega góð á þessari sýningu og sömuleiðis kórinn. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 74 orð

Fjaðradýna og andlitsmálun

FYRIR skömmu var óvæntur glaðningur á sýningu myndarinnar Flubber í Sambíóunum. Var það í framhaldi af leik á útvarpsstöðinni FM 95,7 þar sem hlustendur svöruðu spurningunni: "Hvað er Flubber?" Krakkar sendu póstkort til útvarpsstöðvarinnar og voru átta þeirra dregnir úr pottinum. Fengu þeir að bjóða bekknum sínum á sýningu. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 668 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð221.00 Hvað svo sem annars má segja um Hvítingjann (Powder, '95) verður því seint haldið fram að hún sé klisjukennd eða fari troðnar slóðir. Vísindaskáldsöguleg hrollvekja um dreng með yfirnáttúrlega hæfileika sem fær bágt fyrir hjá samborgurunum. Óljósar Messíasarpælingar svífa yfir vötnum. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 43 orð

Maradona í bjórtjaldinu

ARGENTÍSKI fótboltakappinn Diego Maradona lét ekki sitt eftir liggja á kjötkveðjuhátíðinni í Río de Janeiro nú á dögunum. Maradona, sem er þekktur fyrir fótboltasnilli sína og eiturlyfjanotkun, var gestur í Brahma-bjórtjaldinu og horfði á skrúðgönguna sem stóð yfir alla nóttina. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 636 orð

Með köldu blóði

HANN var lágvaxinn og þéttur á velli, gekk í hvítum fötum að sumrinu þegar heitast var í New York og var opinberlega homosexual eins og Walt Whitman, höfuðskáld Ameríkumanna fyrir aldamót. Þetta var snillingurinn Truman Capote, barfluga og listamaður í samræðum og seigur rithöfundur. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 334 orð

Misheppnaður rússíbani Reiðufé í Las Vegas (Cold Cash in Las Vegas)

Framleiðandi: Eilie Samaha og Avi Lerner. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Handritshöfundur: Bart Madison. Kvikmyndataka: Alan Caso. Tónlist: Robert O. Ragland. Aðalhlutverk: Peter Weller, Dennis Hopper, Tia Carrere, Peter Coyote. 90 mín. Bandarísk. Febrúar 1998. Bönnuð börnum innan tólf ára. Meira
28. febrúar 1998 | Margmiðlun | 527 orð

Óleyfileg notkun

ISNET greiðir fyrir viðteknum netsamskipum milli viðskiptavina Intis innbyrðis og annarra neta að því er segir á heimsíðu Isnets. Þar eru tíundaðar ýmsar reglur sem snerta netnotkun og snúa meðal annars að ruslpósti. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 328 orð

Pamela sækir um skilnað

PAMELA Lee Anderson hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum og rokkaranum Tommy Lee eftir að hann var handtekinn fyrir að leggja hendur á hana í vikunni. Atvikið átti sér stað á heimili þeirra hjóna í kjölfar rifrildis og þegar lögreglan mætti á staðinn var Pamela með brotna nögl og áverka á baki. Meira
28. febrúar 1998 | Margmiðlun | 1082 orð

Ruslpóstur færir allt í kaf

EITT helsta hagræðið af netinu er tvímælalaust tölvupósturinn, eins og þeir vita sem reynt hafa. Líður ekki á löngu að menn eru farnir að beina megninu af samskiptum sínum um netið, enda hefur pósturinn þann kost að viðkomandi les hann þegar hann hefur tíma til og svarar um hæl. Meira
28. febrúar 1998 | Margmiðlun | 718 orð

Spurt:

Spurt: Hæ, hæ, ég ætlaði að spyrja um leynibrögð og hvernig á að fá nýjan bíl í Carmageddon. Takk fyrir, Sibbi Svar: Ekki vantar leynibrögðin í Carmageddon þó ekki séu þau öll þeim sem leikur til hjálpar! Sláið inn eftirfarandi leyniorð hægt, til að tölvan nái að nema þau: GIVEMELARD gefur ógrynni fjár, HAMSTERSEX gerir alla vegfarendur blinda, Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 57 orð

Sungið í San Remo

ÍTALSKA sönghátíðin í San Remo á vaxandi vinsældum að fagna. Ítalskir og alþjóðlegir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni sem var hin glæsilegasta. Meðal þeirra sem komu fram voru söngkonan Madonna og breski kvartettinn "All Saints." MADONNA söng nýja lagið sitt "Frozen" við opnun hátíðarinnar. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 175 orð

Svo heyrist dun í Fellum

FELLAMENN héldu sitt árlega þorrablót á dögunum það 118. í röðinni, þetta er með elstu þorrablótum á landinu og hefur ekki fallið úr ár allan þennan tíma. Góður rómur var gerður að skemmtiatriðunum á blótinu þegar gjörðir manna í sveitinni voru rifjaðar upp séðar í spéspegli þorrablótsnefndarmanna. Meira
28. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 759 orð

Vala og Jón Arnar í eldlínunni

Laugardagur 28. febrúar 08.00 Sjónvarpið ­ EM í frjálsíþróttum Jón Arnar Magnússon keppir í sjöþraut á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Valencia á Spáni. Hann varð nýlega fjórfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. Meira

Umræðan

28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 453 orð

Að gera andstæðinginn tortryggilegan

ÞAÐ er gamalt bragð í rökræðu eða deilu um menn og málefni að reyna að gera andstæðinginn tortryggilegan. Í lok janúar birtist stutt bréf frá Karli Erni Karlssyni lektor í dálki Víkverja í Morgunblaðinu þar sem hann gerir að umtalsefni auglýsingar Árna Sigfússonar borgarfulltrúa á vegum FÍB. Ekki ætla ég að blanda mér í þá umræðu. Meira
28. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 296 orð

Fagmenntaðar stéttir ­ Þrándur í Götu hverra? Frá Helgu Dögg Sverrisdóttur:

EFTIR lestur greinar Bjargar Bjarnardóttur um stöðu leikskólakennara, sem nú reyna að fá löggildingu á starfsréttindi sín, gat ég vart orða bundist. Sú stétt sem ég tilheyri, sjúkraliðar, hafa sama djöful að draga. Ekki er enn séð fyrir endann á málefnum sjúkraliða. Það sem kom mér á óvart í grein Bjargar er andstaða sveitarfélaganna fyrir löggildingunni. Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 778 orð

Húsnæðismál

HÚSNÆÐISMÁL skipta alla miklu. Að koma sér upp heimili og þaki yfir höfuðið er meginfjárfesting í lífi flestra. Hér hefur ríkt mjög mikil séreignastefna og leigumarkaður hefur verið of þröngur og ótraustur. Löggjöf um húsnæðismál er flókin og að ýmsu leyti úrelt. Þótt hugsunin hafi verið góð í upphafi hafa aðstæður í þjóðfélaginu breyst og margvíslegir gallar komið í ljós. Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 688 orð

Lok brjóstagjafar

BRJÓSTAGJÖF er dýrmæt gjöf sem flestar konur fá að gefa á lífsleiðinni. Að gefa brjóst er að uppfylla líkamlegar og andlegar þarfir barnsins síns. En hversu lengi á brjóstagjöf að vara? Æskilegt er að brjóstagjöf fái að vara eins lengi og hún gerir móður og barni gott. Flest börn gefa til kynna þegar þau eru tilbúin að draga úr eða jafnvel hætta á brjósti. Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 618 orð

Með fjórbura á brjósti

ÉG VIL hvetja alla foreldra, sem eiga von á fleiri en einu barni til að velja brjóstagjöf því hún er ekki bara holl næring fyrir börnin, heldur felur hún í sér marga aðra mikilvæga þætti. Margar konur hafa haft tvíbura eingöngu á brjósti fyrstu mánuðina með góðum árangri. Þegar barnið sýgur geirvörtuna losna hormón (oxytocin og prolactin). Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 635 orð

Meirihluti Framsóknar og Alþýðubandalags í Mosfellsbæ selur gulleggið

UM MARGRA ára skeið hefur verið verulegur ágreiningur á milli Hitaveitu Mosfellsbæjar og Hitaveitu Reykjavíkur um heitavatnsréttindi í eigu bæjarins og annarra. Réttindi þessi verða til á sínum tíma þegar Hitaveita Reykjavíkur kaupir upp nánast öll heitavatnsréttindi í bænum en undanskilur ákveðið magn af heitu vatni sem rétthafar nýta sjálfir. Magn það sem um ræðir er rétt rúmir 740. Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 254 orð

Ný Gullinbrú í Grafarvoginn bráðum

ÞAÐ er næstum að bera í bakkafullan lækinn að fjalla meira um Gullinbrúna í fjölmiðlum, en vegna atburða undanfarinna daga er ástæða til að láta hér nokkur orð falla. Hinn 12. febrúar sl. komu þingmenn Reykjavíkur saman að beiðni minni vegna vega- og umferðarmálanna í Grafarvogi. Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 822 orð

Um álitsgerð Ragnars Hall hrl. í máli Þ.Þ.

DÓMAFRAMKVÆMD er vandasöm, af því að þeir er hana hafa á hendi, þurfa jafnt að gæta hagsmuna almannavaldsins sem hagsmuna þess er dómi sætir. Framkvæmd dóms má hvorki hafa í för með sér, að hann verði á þeim vettvangi mildaður né þyngdur frá því, sem kveðið var á um í dómsorði. Dómur Hæstaréttar í máli Þ.Þ. Dómur Hæstaréttar frá 12. júní 1997 í máli Þ.Þ. Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 915 orð

Um "fanatík" og fleira smávegis

TÓNLISTARMAÐURINN Már Elíson hneykslast á skrifum mínum um ljóðhefðina og spyr hvort gamli torfbæjarstíllinn eigi enn að gilda á þessu sviði. ­ Það er kaldhæðnislegt að það er einmitt torf og torfusneplar, sem mér finnst táknræn uppistaða í ýmsu prósarugli, sem sífellt er verið að hossa. Hinsvegar mætti spyrja tónlistarmanninn, hvað 1. Meira
28. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 416 orð

Þingsjána fyrr á morgnana Frá Kristni H. Gunnarssyni: HERRA fors

HERRA forseti. Þar sem svo háttar til í dag að uppstytta er í þinghaldinu, Davíð er að lesa upp á Gula hananum og Þorsteinn er heima að leita að skýrslum, þá vil ég leyfa mér að kveðja mér hljóðs utan þingfundar og vekja athygli forseta og þjóðarinnar á því snilldarbragði forráðamanna Ríkisútvarpsins að setja Þingsjána á dagskrá nú í vetur árla laugardagsmorguns. Meira
28. febrúar 1998 | Aðsent efni | 850 orð

Æskulýðsdagurinn

UM ÞESSA helgi fögnum vér hvoru tveggja í senn, æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar og fyrsta sunnudegi í föstu. Hugvekjan einkennist af þessu. Hún býr að tvennu tilefni eða meir. Nýlega sat ég á góðra vina fundi. Þar bar það m.a. á góma, að auðveldara kynni að vera fyrir ungt fólk að rækta með sér kristna trú nú á dögum en t.d. var um miðja öldina. Meira

Minningargreinar

28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 232 orð

ARNBJÖRG (ADDA) MAGNÚSDÓTTIR

ARNBJÖRG (ADDA) MAGNÚSDÓTTIR Arnbjörg Magnúsdóttir fæddist á Siglufirði 18. mars 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Danfríður Hansdóttir og Magnús Oddsson. Arnbjörg ólst upp hjá móðursystur sinni, Önnu Hansdóttur, og manni hennar Sigfúsi Vormssyni. Hálfbróðir Arnbjargar var Baldvin Baldvinsson, f. 22. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 317 orð

Arnbjörg Magnúsdóttir

Hún amma er dáin eftir langa dvöl á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Það var hún mamma sem kom til okkar Huldu mánudagsmorguninn 16. febrúar síðastliðinn og sagði okkur þessa sorgarfrétt. Ég hafði verið hjá ömmu daginn áður og þá hafði hún verið mjög veik, en samt er maður alltaf jafn berskjaldaður og óviðbúinn þegar dauðinn ber að dyrum. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 102 orð

Arnbjörg Magnúsdóttir

Nú þegar ég kveð þig, elsku mamma, og þú ert komin til Guðs og allra englanna, er margra ára sjúkdómsstríði lokið. Alltaf varst þú meðvituð um útlit þitt og hugsun þín skýr. Þú fylgdist vel með öllu þínu fólki og oft leitaði hugur þinn til strákanna þinna sem voru á hafi úti. Manstu mamma þegar Aníta kom með Mola og þú lagðir hann við brjóst þér. Þú vildir ekki láta taka hann frá þér. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 296 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Hún Björk er farin í hinsta ferðalagið, ferðalagið sem við eigum öll eftir að fara í. En af hverju svona snemma? Elsku Björk, með nokkrum fátæklegum orðum langar okkur til að þakka þér allar ánægjulegu samverustundirnar. Við frænkurnar erum búnar að hittast á "frænkukvöldum" í nokkur ár. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Elsku Björk, mín hugrakka systir, sem ert búin að berjast með jákvæðum og opnum huga í nærri eitt ár við illskæðan sjúkdóm. Þú kvartaðir aldrei þótt þú fyndir til, þú hjálpaðir okkur svo mikið með baráttu þinni. En ég veit að þú ert hjá Drottni. Þú gast alltaf samglaðst náunganum, öfundaðir aldrei, þú talaðir aldrei illa um aðra. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 311 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Hún Björk er dáin! Mér finnst ég verði að skrifa fáein orð í minningu hennar. Við Björk kynntumst í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli, en þar stunduðum við nám saman veturinn 1972-73. Alls staðar sem Björk var, var líf og fjör, hún var svo full af orku að manni þótti stundum nóg um. Við vorum ekkert sérlega nánar þennan vetur og svo eins og gengur slitnaði sambandið er náminu lauk. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Mér er orðið ljóst að stundum lendum við í þeirri aðstöðu í lífinu að ekki verður annað gert en að taka eitt skref í einu og lifa frá einni andrá til annarrar. Björk A. Birkisdóttir var í stjórn og trúnaðarmannaráði Verkakvennafélagsins Snótar um árabil og gegndi þeirri vinnu af alúð og ósérhlífni. Ég minnist Bjarkar sem mjög kjarkaðrar konu, sem sagði hlutina eins og þeir voru. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 308 orð

Björk Aðalheiður Birkisdóttir

Hún Björk frænka er dáin. Það er eitthvað svo fjarlægt og óraunverulegt að hugsa að ég eigi aldrei eftir að sjá hana aftur. Björk var næstelst af okkur frænkunum (systkinabörnunum) sem hittumst 4-5 sinnum á ári á frænkukvöldum. Það var ávallt reynt að hafa samverustundirnar okkar þegar Björk frænka var að koma upp á land eða einhver frænkan var að koma í heimsókn frá útlöndum. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDÓTTIR

BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDÓTTIR Björk Aðalheiður Birkisdóttir fæddist í Austurkoti á Vatnsleysuströnd 8. október 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 27. febrúar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 387 orð

Eggert Ólafsson

Elskulegur tengdafaðir minn, Eggert Ólafsson, er látinn 88 ára að aldri. Margar ljúfar hugsanir fara um huga minn þegar ég hugsa til baka. Margar ánægjulegar stundir áttum við fjölskyldan í Höfnunum með Eggerti og Sillu á meðan Silla lifði en hún lést árið 1985. Var það mikill missir fyrir Eggert og eftir það voru börnin hans honum allt. Eggert dvaldi oft á heimili okkar hjóna. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 453 orð

Eggert Ólafsson

Það er mjög skrítið að við skulum vera að skrifa um þig, elsku afi. Þú varst alltaf svo hress og góður við okkur. Nú ert þú farinn frá okkur sem eftir erum til hennar Sillu ömmu. Alltaf vorum við velkomnar niður til þín í litlu íbúðina, hvort sem við vildum spila á píanóið eða hvað sem var. Þú tókst alltaf vel á móti okkur. Ætíð minnumst við þess þegar þú spilaðir fyrir okkur, t.d. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 299 orð

Eggert Ólafsson

Elsku afi. Minningarnar streymdu fram í huga mér, daginn sem ég frétti að þú værir látinn. Fyrir aðeins tveimur vikum sátum við tvö frammi í eldhúsi, þar sem við ræddum um skólagöngu mína, en þú sýndir henni ávallt mikinn áhuga. Þegar ég hugsa til baka eru það ekki síst samverustundir okkar í Höfnunum sem eru mér kærar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 558 orð

Eggert Ólafsson

Þegar ég minnist Eggerts frænda míns og föðurbróður kemur upp í hugann ferð okkar 28. ágúst sl. Hann vildi koma munum í sinni vörslu, tengdum Þjórsártúni, í Héraðsminjasafnið að Skógum. Ég og bróðir minn buðum honum og föður okkar að aka þeim austur. Það var frábært veður þennan síðsumardag. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 523 orð

Eggert Ólafsson

Á kveðjustund þegar ættingi eða vinur kveður þetta líf, koma upp í hugann ótal myndir og minningar frá liðnum tímum. Þetta á ekki síst við nú, því að í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Eggert Ólafsson. Fyrir um 25 árum varð ég þeirrar gæfu njótandi að tengjast fjölskyldu Eggerts og Sillu. Bjuggu þau þá í Vesturhúsi í Höfnum. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 298 orð

EGGERT ÓLAFSSON

EGGERT ÓLAFSSON Eggert Ólafsson var fæddur í Þjórsártúni, Rangárvallasýslu, 17. nóvember 1909. Hann lést á Landspítalanum 17. febrúar síðastliðinn.Foreldrar hans voru Ólafur Ísleifsson, læknir, frá Bartakoti í Selvogi, f. 17. janúar 1859, d. 19. mars 1943, og Guðríður Eiríksdóttir, f. á Minnivöllum á Landi 24. apríl 1869, d. 4. desember 1960. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 143 orð

Guðjón Halldórsson

Mig setti hljóða þegar ég frétti lát Guðjóns Halldórssonar. Ég átti því láni að fagna að vinna fyrir Guðjón á árunum 1966 til 1971 í Fiskveiðasjóði Íslands þar sem hann var skrifstofustjóri. Enn þann dag í dag, vitna ég í Guðjón sem hinn besta yfirmann, mann fullan af kærleika og réttsýni, og alltaf trúr sínum skoðunum. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Guðjón Halldórsson

Þar sem góðir menn ganga, þar eru guðsvegir. Guðjón var ljúfur í viðmóti og vildi öllum gott gera. Guðjón var giftur systur minni, Hallbjörgu Elimundardóttur. Ég var svo lánsöm að eiga skjól hjá þeim þegar ég, 16 ára gömul, fór að heiman til að vinna fyrir mér og ætíð fór ég til þeirra ef eitthvað var að hjá mér. Þau voru vinir í raun. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐJÓN HALLDÓRSSON

GUÐJÓN HALLDÓRSSON Guðjón Halldórsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1915. Hann lést á Landakotsspítala 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. febrúar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 236 orð

Guðjón Ólafsson

Elsku pabbi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það eru fæst orðin sem lýsa því hversu mikið við söknum þín og hversu mikið okkur þykir vænt um þig. En við vitum að þú veist það þó að við fengjum ekki að kveðja þig eins og við vildum. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 357 orð

Guðjón Ólafsson

Árið 1964 hófu ungu hjónin, Guðjón og Elsa, búskap á Svalhöfða í Laxárdal í sambýli við foreldra hennar. Árið 1966 keyptu þau jörðina Valdasteinsstaði í Bæjarhreppi og hófu búskap þar, og hafa búið þar síðan. Mikið starf beið þeirra á Valdasteinsstöðum. Réðust þau í að byggja ný fjárhús fyrir um 400 fjár ásamt votheyshlöðu. Nokkrum árum síðar byggðu þau íbúðarhús. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 153 orð

GUÐJÓN ÓLAFSSON

GUÐJÓN ÓLAFSSON Guðjón Ólafsson fæddist í Miðhúsum í Hrútafirði 18. júlí 1940. Hann lést á heimili sínu 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Guðjónsson, bóndi í Miðhúsum og síðar í Bæ, og kona hans, Kristín B. Guðbjartsdóttir. Systkini hans eru Laufey, f. 20.10. 1920, Guðrún, f. 16.7. 1927, og Þórarinn, f. 15.10. 1943. Hinn 4. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 455 orð

Guðrún Eiríksdóttir

Nú þegar Gógó vinkona mín er látin eftir langvarandi veikindi langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Við kynntumst fyrst í Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1957­1958. Við bjuggum á Grenimelnum, sem var útibú frá Húsmæðraskólanum, sem var til húsa á Sólvallagötu 12, en þar bjó meirihluti námsmeyja. Við sem bjuggum á Grenimelnum þurftum því að ganga í skólann á morgnana. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1164 orð

Haukur Sigtryggsson

Hinn 21. febrúar sl. andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Haukur Sigtryggsson, útgerðarmaður hér í Ólafsvík, á sjötugasta og fjórða aldursári. Lát hans kom ekki á óvart en hann hafði um nokkurt skeið strítt við vaxandi veikindi og verið mánuðum saman bundinn við dvöl á sjúkrahúsi með litlum hléum. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 452 orð

Haukur Sigtryggsson

Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns Hauks Sigtryggssonar frá Ólafsvík, en hann verður í dag kvaddur hinstu kveðju frá Ólafsvíkurkirkju. Kynni okkar Hauks hófust fyrir tæpum sex árum er ég réð mig sem framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 239 orð

Haukur Sigtryggsson

Í dag kveðjum við með söknuði heiðursmanninn Hauk Sigtryggsson. Það eru mörg árin síðan ég kynntist þessum ágætis manni. Það vekur hjá mér hlýjar endurminningar er ég minnist hversu Haukur var samviskusamur, ábyrgðarfullur og umtalsgóður um allt og alla. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 305 orð

HAUKUR SIGTRYGGSSON

HAUKUR SIGTRYGGSSON Haukur Sigtryggsson fæddist í Ólafsvík 1. september 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Vigfúsdóttir, f. 11.10. 1902 á Kálfavöllum í Staðarsveit, d. 10.8. 1982, og Sigtryggur Sigtryggsson, f. 6.8. 1898 á Ríp í Skagafirði, d. 16.4. 1978. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Ingibjörg Stephensen

Þegar Ingibjörg Stephensen lést hinn 10. febrúar sl. var hún komin á 101. aldursár og búin að dvelja á hjúkrunarheimili í mörg ár. Hún hélt þó alltaf þeirri reisn og myndugleik, sem bar persónuleika hennar svo sýnilegt vitni, þegar ég sá hana fyrst á tröppunum að Bjarkargötu 4 um þetta leyti árs fyrir röskri hálfri öld. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 115 orð

INGIBJÖRG STEPHENSEN

INGIBJÖRG STEPHENSEN Ingibjörg Stephensen fæddist í Hafnarfirði hinn 8. júní 1897. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Böðvarsson kaupmaður og Kristín Stephensen frá Viðey. Þau bjuggu lengst af á Grundarstíg 9 í Reykjavík. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 157 orð

Kristbjörg Lúthersdóttir

Elsku amma. Í dag þegar við kveðjum þig hinstu kveðju leitar á hugann sú spurning hvort sé fegurra lífið eða dauðinn. Því getum við sem erum svo ungar ekki svarað með vissu. En við trúum því að eftir langt og gott líf, eins og þú lifðir, þá sé dauðinn aðeins flutningur á annað og betra tilverustig. Við viljum þakka þér allt sem þú gafst okkur í gegnum árin sem við fengum að njóta samvista við þig. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 410 orð

Kristbjörg Lúthersdóttir

Nú þegar ég sest niður og skrifa nokkur kveðjuorð um þig, amma mín, er efst í huga söknuður yfir því að eiga ekki eftir að hitta þig og geta talað við þig. Ekki þýðir að deila við "hann sem öllu ræður". Eitt sinn skal hver maður deyja, það er staðreynd sem enginn fær breytt. Eftir á ég fjársjóð af minningum um þig, amma mín, minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 365 orð

Kristbjörg Lúthersdóttir

Hér sit ég og læt hugann reika. Amma mín er búin að kveðja sinni hinstu kveðju. Þó að ég hafi átt von á þessu er alltaf erfitt þegar að því kemur, því maður er aldrei tilbúinn. Það var miðvikudagur, ég fer í mína vinnu en er hálfeirðarlaus, hugurinn er víðsfjarri, hann er hjá ömmu: "Hvernig skyldi hún hafa það? Er hún hressari eða ekki?" Þessar spurningar voru mér efstar í huga þennan morgun. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Kristbjörg Lúthersdóttir

Elsku amma, við bræðurnir munum alltaf minnast þess þegar við komum í heimsókn til þín og þegar þú komst til okkar. Þú áttir heima svo nálægt, rétt hinum megin við götuna, við vorum því mjög ungir þegar við byrjuðum að heimsækja þig einir. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 237 orð

KRISTBJÖRG LÚTHERSDÓTTIR

KRISTBJÖRG LÚTHERSDÓTTIR Kristbjörg Lúthersdóttir fæddist á Ingunnarstöðum í Kjós hinn 31. mars 1918. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lúther Lárusson bóndi og kona hans Guðrún Sigtryggsdóttir húsfreyja á Ingunnarstöðum í Kjós. Bræður hennar eru: Hafsteinn, f. 1915; Björn, f. 1917, látinn, og Alexíus, f. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Magnús Magnússon

Magnús Magnússon hefur kvatt og verður nú lagður til hinstu hvíldar í Skarðskirkjugarði á Landi, þeirri sveit sem ól hann fyrir meira en áttatíu og átta árum. Það er löng dagleið að baki, sem spannar bróðurpart aldarinnar og gjörbreytt Ísland kvatt. Það var ekki mulið undir þennan dreng. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 28 orð

MAGNÚS MAGNÚSSON

MAGNÚS MAGNÚSSON Magnús Magnússon fæddist í Látalæti í Landsveit 14. ágúst 1909. Hann lést á Landspítalanum 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. febrúar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 336 orð

Ragna Svavarsdóttir

Það var fyrir hart nær fjórum áratugum að Ragna og Skúli Ben. fluttu til Ólafsvíkur, hvar hann hafði ráðið sig til kennslu. Þau settust að í næsta húsi við foreldra mína, Arngrím lækni og Þorbjörgu. Þar hófst góð vinátta og samgangur. Ragna og Skúli bjuggu nokkur ár í Ólafsvík. Á þeim árum stækkaði barnahópurinn þeirra og voru börnin orðin átta árið sem þau fluttu suður á Akranes. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 97 orð

Ragna Svavarsdóttir

Elsku besta amma Ragna. Við þökkum þér alla þá miklu hlýju og ástúð sem þú gafst okkur. Minningin um yndislega og ástríka ömmu mun ávallt lifa með okkur. Elsku amma, hvíl þú í friði og Guð blessi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 27 orð

RAGNA SVAVARSDÓTTIR

RAGNA SVAVARSDÓTTIR Ragna Svavarsdóttir fæddist á Akureyri 5. desember 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 24. febrúar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 358 orð

Sigríður Gísladóttir

Látin er á Sjúkrahúsi Siglufjarðar Sigríður Gísladóttir og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Sigga Gísla var mikil sómakona og á undan sinni samtíð fannst mér, hæglát og hlý. Sigga var gift Jóhanni Gunnlaugssyni, bróður mömmu minnar, en hann lést árið 1944 og þá var sonur þeirra Anton Vilhelm á 14. ári. Sigga og mamma voru mjög góðar vinkonur og bar þar aldrei skugga á. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 151 orð

SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR Sigríður Gísladóttir fæddist á Siglufirði 13. ágúst 1905. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Gísli Bjarnason, trésmiður, f. 25.10. 1864, d. 23.6. 1939, og kona hans, Anna Þorláksdóttir, f. 27.2. 1881, d. 19.10. 1955. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 205 orð

Sigurður Brynjólfsson

Í dag fylgi ég til grafar manni sem ég bar mikla virðingu fyrir. Í minningargrein um þennan öðling væri nægt efni bara að lýsa mannskostum hans en ég læt öðrum það eftir. Sigurður Brynjólfsson var einn af stofnendum Félags bílamálara, sem var stofnað 24. nóv. 1956. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 424 orð

Sigurður Brynjólfsson

Í dag kveðjum við frábæran starfsmann og félaga Sigurð Brynjólfsson bílamálarameistara. Er Sigurður réðst til starfa hjá okkur fyrir um tuttugu árum beið hans mikið starf vegna þess að fyrirtækið var í miklum vexti. Við vorum heppin að fá slíkan dugnaðarmann með svo mikla reynslu og frábæra fagmennsku í fyrirrúmi. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 507 orð

Sigurður Brynjólfsson

Á kveðjustundum sem þessari verður okkur oft orða vant, hugurinn geymir svo margt sem leitar fram og tregt verður tungu að hræra. Harmur er að huga kveðinn nú þegar við kveðjum vin okkar og félaga Sigurð Brynjólfsson. Minningarmyndir góðra kynna skjóta upp kolli ein af annarri. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Sigurður Brynjólfsson

Okkur langar með fáum orðum að minnast Sigurðar Brynjólfssonar frá Dyrhólum í Mýrdal. Sigurður kvæntist 28.1. 1950 eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Markúsdóttur frá Dísukoti í Þykkvabæ. Sigurður var okkur meira en bróðir og mágur. Hann var líka einlægur vinur, sem við stóðum svo oft í þakkarskuld við. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON

SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON Sigurður Brynjólfsson fæddist í Skammadal í Mýrdal 27. febrúar 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 27. febrúar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 622 orð

Sigurður Snorrason

Mig dreymir enn ljúfa drauma um gömlu sveitina mína í Skagafirði, þar sem ég fékk að vera sem barn í mörg sumur hjá móðursystur minni Þorbjörgu og Sigurði Snorrasyni manni hennar, sem nú er allur. Og þegar ég dregst á spinnhjólið í líkamsræktinni og loka augum hjóla ekki um Vesturbæinn í huganum heldur Langholtið norðan heiða. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 942 orð

Sigurður Snorrason

Andlátsfregn Sigurðar Snorrasonar frá Stóru-Gröf kom okkur tengdafólki hans nokkuð á óvart þótt hann hefði ekki gengið heill til skógar um alllangt skeið. Söknum við nú vinar í stað og kærs tengdabróður. Hann ólst upp með foreldrum sínum og tveim systrum, Sigrúnu og Guðrúnu í Stóru-Gröf og átti hann þar heima þangað til hann fluttist til Sauðárkróks með konu sinni fyrir nokkrum árum. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 199 orð

SIGURÐUR SNORRASON

SIGURÐUR SNORRASON Sigurður Snorrason fæddist í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði 6. apríl 1919. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Snorri Stefánsson, bóndi í Stóru-Gröf, f. 1878, d. 1967, og Jórunn Sigurðardóttir, f. 1882, d. 1960. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Skarphéðinn Björnsson

Svo ótrúlegt sem það kann að vera þá er hann afi minn dáinn en það var ekki það sem ég átti von á núna í nánustu framtíð. Einhvernveginn fannst mér hann svo ungur ennþá og ég bjóst ekki við þessu en dauðinn gerir oft ekki boð á undan sér. Þannig var það í þetta skipti því frá því að afi veiktist liðu aðeins 24 dagar þar til hann var allur. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 202 orð

Skarphéðinn Björnsson

Elsku afi. Að heyra að þú værir horfinn á braut úr þessum heimi vakti með okkur löngun til að fara niður á bryggju og skoða bátana eins og við systkinin gerðum svo oft saman með þér. Mikið þótti okkur gaman, þegar við settumst í bílinn þinn, ljósbláa Volkswagen- bjöllu, og keyrðum niður að smábátahöfn á Akureyri, stóðum þar yfirleitt dálitla stund og virtum fyrir okkur trillurnar og nöfn þeirra. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Skarphéðinn Björnsson

Elsku afi. Við vorum öll harmi slegin þegar við heyrðum fréttirnar um andlát þitt. Þetta skeði allt svo hratt, við bjuggumst ekki við því, við héldum að við fengjum að hafa þig aðeins lengur. Við trúðum um of á læknavísindin. Allar minningarnar sem komu í huga okkar þegar við sáum allt gamla dótið þitt. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 474 orð

Skarphéðinn Björnsson

Vinur minn Skarphéðinn Björnsson hefur kvatt. Kynni okkar hófust fyrir röskum þremur og hálfum áratugi, í síld norður á Siglufirði. Eins og svo margir aðrir námsmenn leitaði ég þangað í sumarvinnu og fékk starf hjá Síldarverksmiðjunum í verksmiðjunni sem jafnan var kölluð eftir byggingarári sínu 46. Í verksmiðjunni vann margt ágætismanna sem nú eru óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 177 orð

SKARPHÉÐINN BJÖRNSSON

SKARPHÉÐINN BJÖRNSSON Skarphéðinn Björnsson fæddist á Siglufirði 11. nóvember 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Skarphéðinsson, f. á Siglunesi við Siglufjörð 22. október 1896, d. 31. maí 1955, og Björg Pálína Bessadóttir, f. í Héðinsfirði 12. júní 1896, d. 3. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 500 orð

Stefán Pétursson

Það hefur verið okkur Þórunni mikil ánægja að ganga stífluhringinn í Elliðaárdal, þar sem mannlífið og náttúran tengjast svo sterkum böndum. Skokkarar og hestamenn búa til byr á lognstilltum helgarmorgnum og gefa okkur göngufólkinu takt til líkama og sálar. Þykkvibærinn var oftast endastaður okkar göngu, til fagurs heimilis Bryndísar og Stefáns. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 26 orð

STEFÁN PÉTURSSON

STEFÁN PÉTURSSON Stefán Pétursson fæddist í Reykjavík 9. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum 18. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 27. febrúar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 135 orð

Unnur Halldórsdóttir

Elsku Unnur mín. Það var sárt að heyra að þú værir dáin en ég mun alltaf minnast þín fyrir þær gleðistundir sem við áttum saman þegar þú og systur þínar komuð í heimsókn til mín um helgar. Þá var oft glatt á hjalla og margt brallað. Okkar góða samband hélst öll uppvaxtarárin þín. Síðan eignaðist þú lítinn dreng sem fær okkur til að minnast þín með stolti alla tíð. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 136 orð

Unnur Halldórsdóttir

Hún var sársaukafull fréttin sem við fengum síðustu helgi um að Unnur væri dáin. Unnur var elsta dóttir Hilmars, bróður hans pabba. Við minnumst hennar með söknuði og hluttekningu til þeirra sem mestan harminn bera. Unnur var ætíð svo tignarleg, stór, stælt og falleg. Hún bar sig alltaf svo vel og var glaðlynd í góðra vina hópi. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 176 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Það sló mig afar djúpt er ég frétti af fráfalli vinkonu minnar, Unnar. Það var eins og að fótunum væri kippt undan manni, svo snögglega bar þetta að. Samband okkar Unnar var náið þótt kynni okkar hefðu ekki verið löng. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 309 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Ég trúi því varla enn að elsku vinkona mín, hún Unnur, sé dáin. Ég varð harmi slegin þegar mér barst þessi frétt og mér varð hugsað til hennar yndislegu fjölskyldu. Það er ekkert sem getur fyllt svo stórt skarð sem dauðsfall góðrar manneskju skilur eftir sig. Við Unnur kynntumst í Versló fyrir 10 árum og þegar við lentum saman í bekk urðum við strax góðar vinkonur. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Unnur Hilmarsdóttir

Unnur mín! Það er erfitt að kveðja þig á þessum kalda vetrardegi. Vonandi ert þú nú komin í bjartari heim. Þinn tími hefur verið liðinn hér á jörð. Þín bíður stærra hlutverk í öðrum heimi. Þú varst glæsileg stúlka, vel gefin og áttir svo bjarta framtíð fyrir þér. En þegar heilsan bilar er ekki aftur snúið. Þú barðist eins og hetja við að ná heilsu en allt kom fyrir ekki. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 25 orð

UNNUR HILMARSDÓTTIR

UNNUR HILMARSDÓTTIR Unnur Hilmarsdóttir var fædd í Neskaupstað 14. október 1971. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 27. febrúar. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 759 orð

Þorgils Sigurðsson

Lengst af bjó fjölskylda okkar í húsinu Lambhaga, sem fyrst var byggt sem steinhús og hrundi í jarðskjálftanum 1934, þegar yngsta barnið fæddist, en á sama ári var reist nýtt hús úr timbri, sem einnig var nefnt Lambhagi og stendur enn. Þegar Þorgils var tæpra fjögurra ára veiktist hann af lömunarveiki og lamaðist. Þess bar hann merki alla tíð. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Þorgils Sigurðsson

Elsku afi! Nú þegar komið er að kveðjustund er margt sem kemur í hugann. Fyrst og fremst er það þó þakklæti fyrir að hafa átt afa eins og þig. Afa sem gaf sér alltaf tíma til að sinna "lítilli dömu" eins og þú sagðir og lét mig finna að hann naut samvistanna við mig ekki síður en ég naut samvistanna við hann. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 176 orð

ÞORGILS SIGURÐSSON

ÞORGILS SIGURÐSSON Þorgils Sigurðsson fæddist á Sökku í Svarfaðardal 28. janúar 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorgilsson og Petrína Jónsdóttir, ljósmóðir. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 750 orð

Þuríður Björnsson Björn Stefánsson

Minningarnar hrannast upp þegar ég sest niður til að skrifa nokkur orð um yndislegustu hjón í heimi, Íðu og Bjössa. Ég var rétt ársgömul þegar ég kom til Íðu móðursystur minnar og Bjössa manns hennar og hafði hjá þeim ársdvöl. Foreldrar mínir sigldu til Hafnar innan um tundurduflin nokkru eftir stríðslok og skildu mig eftir í hlýja fanginu hennar Íðu og ég kallaði hana mammí. Meira
28. febrúar 1998 | Minningargreinar | 175 orð

ÞURÍÐUR BJÖRNSSON ­ BJÖRN STEFÁNSSON

ÞURÍÐUR BJÖRNSSON ­ BJÖRN STEFÁNSSON Björn Stefánsson fæddist 15. júlí 1903. Hann lést 21. október 1984. Foreldrar: Vigdís Pálsdóttir húsfreyja og Stefán Björnsson hreppstjóri Borgarnesi. Systkini: Páll, Ragnar, Lára og Ásta. Björn var vélstjóri að mennt og stundaði vinnu á sjó og landi við slík störf. Þuríður og Björn áttu eina dóttur, Huldu. Meira

Viðskipti

28. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 44 orð

ÐAthugasemd

HANDSAL vill koma áréttingu á framfæri vegna fréttar, sem birtist í blaðinu á fimmtudag, um skuldabréfaútboð fyrir Ísafjarðarbæ. Það skal tekið fram að skuldabréfin hafa enn ekki verið skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Hins vegar er stefnt að því að fá bréfin skráð á þinginu. Meira
28. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 291 orð

ÐHagnaður Landsbréfa 66 milljónir á síðasta ári

REKSTUR Landsbréfa gekk vel á árinu 1997 og varð enn mikill vöxtur í starfsemi félagsins. Hagnaður ársins varð sá mesti frá upphafi, eða 104,1 m.kr. fyrir skatta en 66,3 millj. kr. eftir skatta samanborið við 61,5 millj. kr. árið áður og 10,3 millj. kr. árið 1995. Meira
28. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Hagnaðurinn nam 95 milljónum

Hagnaður Pharmaco hf. nam tæpum 95 milljónum króna í fyrra, samanborið við 98,4 milljóna hagnað árið áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 2.821 milljón í fyrra og jukust um 4,5% á milli ára en rekstrargjöld um 5,4% og námu 2.712 milljónum. Meira
28. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Kauptilboði lífeyrissjóðanna sjö tekið

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins hefur tekið tilboði sjö lífeyrissjóða í 7,1% hlut sjóðsins í Íslandsbanka. Tilboðið hljóðaði upp á gengið 3,41 og nam söluandvirði bréfanna liðlega 941 milljón króna. Meira
28. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Kristján Ragnarsson nýtur stuðnings lífeyrissjóðanna

Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, nýtur stuðnings lífeyrissjóðanna sjö, sem áttu hæsta tilboðið í 7,1% hlut Nýsköpunarsjóðs í bankanum, til áframhaldandi formennsku í bankaráðinu. Meira
28. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 339 orð

Nýja Pan Am flugfélagið gjaldþrota

PAN AMERICAN World Airways í Miami, arftaki hins heimsþekkta flugfélags og brautryðjanda, hefur hætt öllu áætlunarflugi og beðið um gjaldþrotaskipti. Pan Am var endurreist fyrir tveimur árum til að halda uppi afsláttarferðum, en hefur barizt í bökkum. Meira
28. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 209 orð

(fyrirsögn vantar)

EVRÓPSK hlutabréf seldust á metverði í gærmorgun, lækkuðu síðdegis og náðu sér fyrir lokun. Lokagengi var nánast óbreytt í Frankfurt og London, en batinn var mestur í París, þar sem lokagengi hlutabréfa hækkaði um 0.75%. Í London mældist FTSE 100 meira en 5800 punktar í fyrsta skipti. Meira

Daglegt líf

28. febrúar 1998 | Neytendur | 687 orð

Allt að 89% verðmunur á leikskólagjöldum

MIKILL verðmunur er á leikskólagjöldum milli sveitarfélaga og hann er meiri fyrir börn forgangshópa en hjóna og sambúðarfólks. Þetta kemur fram í verðsamanburði sem starfsfólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og NS gerði á leikskólagjöldum stærri sveitarfélaga á landinu fyrr í þessum mánuði. Meira

Fastir þættir

28. febrúar 1998 | Í dag | 434 orð

AÐ hefur varla farið fram hjá neinum að miklar hræringa

AÐ hefur varla farið fram hjá neinum að miklar hræringar hafa verið í verslun með raftæki á Íslandi, ekki síst vegna tilkomu nýs stórmarkaðar með slíkar vörur í Kópavogi. Samkeppnin hefur greinilega farið harðnandi á þessum markaði undanfarin misseri til hagsbóta fyrir neytendur. Meira
28. febrúar 1998 | Dagbók | 3228 orð

APÓTEK

»»» Meira
28. febrúar 1998 | Í dag | 76 orð

ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 3. mars verður áttatíu o

ÁRA afmæli. Þriðjudaginn 3. mars verður áttatíu og fimm ára Herbert Sigurjónsson, bakari, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Hann tekur á móti vinum og velunnurum í Kornhlöðunni 28. febrúar á milli kl. 15 og 18. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 28. Meira
28. febrúar 1998 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst sl. í Grensáskirkju af sr. Yrsu Þórðardóttur Hanna Guðmundsdóttir og Tryggvi Óli Þorfinnsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1581 orð

Draumurinn að verða knattspyrnustjóri hjá Bari

LÆKNIR í landsliðsferð er ávallt til taks, til þjónustu reiðubúinn. Stundum er svo mikið að gera að vart gefst tími til að fara úr gallanum. Á alþjóða mótinu á Kýpur í byrjun mánaðarins gafst einu sinni tími til að fara í betri fötin, á laugardagskvöldi eftir leik. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 897 orð

Frímerkjaviðskipti eru margslungin

Er hér allt sem sýnist? Eða hvað? Í SÍÐASTA þætti var rætt um viðskipti Norðmanna og Svía við danska firmað NF International AS. Hér kemur svo niðurlag sögu þeirra af þeim viðskiptum í stuttu ágripi. Er hún rakin hér, svo að íslenzkir frímerkjasafnarar fái fréttir af viðskiptum annarra safnara við margnefnt fyrirtæki. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 644 orð

Góður gripur æ til yndis

SOTHEBY'S hefur í langan tíma farið höndum um fegurstu skartgripi sem um getur í veraldarsögunni. Frægustu einkasöfn í heiminum hafa verið boðin upp hjá fyrirtækinu. Má þar nefna skartgripasöfn þeirra Daisy Fellowes, Monu Bismarck og Héléne Beaumont sem þóttu glæsilegustu konur í byrjun aldarinnar og höfðu mikil áhrif vegna persónulegs stíls. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 1762 orð

Guðspjall dagsins: Freisting Jesú. (Matt. 4.) »

Guðspjall dagsins: Freisting Jesú. (Matt. 4.) »ÁSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Börn úr TTT-starfi Áskirkju sýna helgileik. Félagar úr æskulýðsfélaginu Ásmegin syngja og flytja ritningarorð. Hans G. Alfreðsson stud. theol. prédikar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 351 orð

Hvað er Exodus?

Menning - listir 1. Finnbogastaðir tengjast Íslendingasögu sem að mestu gerist í Húnaþingi. Hvað heitir sagan? 2. Skáldsagan Ódysseifur eftir James Joyce lýsir einum degi í evrópskri borg. Hvaða borg? 3. Milan Kundera er mikill aðdáanadi íslensks listmálara. Hvað heitir málarinn? Saga Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 583 orð

Hvað er kæfisvefn? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda

Kæfisvefn Spurning: Ég hef orðið vör við að stundum, þegar maðurinn minn sefur, þá er eins og hann haldi niðri í sér andanum í langan tíma, og svo hrekkur hann skyndilega við, eins og hann standi á öndinni, eða sé að kafna. Sjálfur segist hann ekki verða var við þetta í svefni, en finnst eins og að hann vakni stundum við hálfgerða andarteppu. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 802 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 942. þáttur

942. þáttur GAMAN er að geta hvað eftir annað skýrt frá því, hversu vel er og víða unnið á sviði íslenskra fræða. Hvert stórvirkið af öðru berst mér í hendur, og nú síðast Tölvuorðasafn, en það er tíunda rit Íslenskrar málnefndar. Þetta er reyndar þriðja útgáfa, hin fyrsta kom út 1983, en þessi nýja er margföld að efni. Meira
28. febrúar 1998 | Í dag | 581 orð

Kastljós BYLGJA Sigurjónsdóttir hafði samband við Velvakand

BYLGJA Sigurjónsdóttir hafði samband við Velvakanda og vildi taka undir þá skoðun konu sem skrifaði í Velvakanda þriðjudaginn 24. febrúar sl. um að endursýna ætti Kastljós þáttinn sem fjallaði um þunglyndi okkar Íslendinga sem var á dagskrá Sjónvarpsins nýlega. Hildur Helga skemmtileg HILDUR Helga Sigurðardóttir sér um þáttinn "Þetta helst" í Sjónvarpinu. Meira
28. febrúar 1998 | Dagbók | 473 orð

Reykjavíkurhöfn: Otto M. Þorláksson, Ingar Iversen og Hansiwall

Reykjavíkurhöfn: Otto M. Þorláksson, Ingar Iversen og Hansiwall fóru í gær. Gissur A.R.6. og Lómur koma í dag. Garnes fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara í Reykjavík. Meira
28. febrúar 1998 | Í dag | 501 orð

Safnaðarstarf Fundur í Grafarvogskirkju

FUNDUR verður í Grafarvogskirkju mánudaginn 2. mars kl. 20.30. Fundarefni kvöldsins: Ragnar Gíslason skólastjóri í Foldaskóla flytur erindi sem heitir "Hver elur upp börnin". Einnig flytur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prestur í Grafarvogskirkju erindi sem hún nefnir: Samskipti foreldra og barna með tilliti til aukinnar vímuefnaneyslu. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 881 orð

Skartgripir & gimsteinar

ÞEGAR um er að ræða gimsteina getur málið verið talsvert flókið. Gimsteinafræði er strangt nám og aðeins örfáir menn í heiminum hafa próf í þessari fræðigrein. Mér vitanlega hefur enginn Íslendingur próf í þessum fræðum. Verðmæti demanta ræðst af karati eða þyngd, slípun, lit og tærleika. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 522 orð

Tveir Íslendingar tefla við Karpov

TVEIR ungir íslenskir skákmenn tefla við Anatoly Karpov, heimsmeistara FIDE, í dag, laugardaginn 28. febrúar. Það eru þeir Jón Viktor Gunnarsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson sem munu tefla við heimsmeistarann þegar hann teflir fjöltefli við skákmenn víðs vegar að úr heiminum með aðstoð tölvutækninnar. Þannig munu íslensku skákmennirnir sitja í húsakynnum EJS hf. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 916 orð

Vetrarríki draumsins

ÞÓ AÐ draumalandið sé aðeins huglægt eða óhlutbundið, í þeim skilningi að erfitt sé að sanna tilveru þess með naglföstum staðreyndum, þá er það samt raunveruleiki öllum sem sækja það heim. En það sem skilur drauminn frá veruleikanum er meðal annars gerð hans, sem á vissan hátt líkist forrituðum sýndarveruleika (virtual reality) eins og nú er í tísku í tölvuleikjum. Meira
28. febrúar 1998 | Fastir þættir | 351 orð

(fyrirsögn vantar)

Þegar einni umferð er ólokið í Landsbankamótinu á Húsavík er staða efstu sveita sem hér segir: Sveit Þóris Aðalsteinssonar126Sveit Björgvins Leifssonar125Sveit Sveins Aðalgeirssonar120Frissi104 Í lokaumferðinni spilar sveit Þóris við sveit Björgvins, sveit Sveins við sveit Bergþóru og Frissi við sveit Þórólfs. Meira

Íþróttir

28. febrúar 1998 | Íþróttir | 247 orð

2. deild karla:

Laugardagur: 1. deild karla: Smárinn:Breiðabl. ­ Snæfell17 Sunnudagur: 1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan ­ ÍS25 Mánudagur: 1. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 52 orð

Fjórir leikið í Litháen FJÓRIR Íslendinganna, sem e

FJÓRIR Íslendinganna, sem eru í landsliðinu í Litháen, hafa leikið þar, enginn reyndar í höfuðborginni Vilnius. Jón Kr. Gíslason, núverandi landsliðsþjálfari, og Guðjón Skúlason léku með liði Keflavíkur gegn Zalgiris í Kaunas 1993 í Evrópukeppni og þeir Helgi Jónas Guðfinnsson og Friðrik Stefánsson með unglingalandsliðinu í milliriðli Evrópukeppninnar 1994. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 87 orð

Fram kærði bikarleikinn til dómstóls ÍBR

STJÓRN handknattleiksdeildar Fram ákvað í fyrrakvöld að leggja inn kæru til Íþróttabandalags Reykjavíkur vegna bikarúrslitaleiks Fram og Vals og fylgdi ákvörðuninni eftir í gær. Kærufrestur var útrunninn en dómstóll Íþróttasambands Íslands veitti Fram undanþágu og tveggja vikna frest til að leggja inn kæru. Knútur G. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 17 orð

Frjálsíþróttir

Evrópumótið innanhúss Fimmtarþraut kvenna 1.Urszula Wlodarczyk (Póllandi)4.8082.Irina Belova (Rússlandi)4.6313.Karin Specht (Þýskalandi)4.5234.Tiia Hautala (Finnlandi)4.4735.Marie Collonville (Frakklandi)4.3006.Helena Vinarova (Tékklandi)4. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 253 orð

Fyrsta gullið til Póllands FYRSTU gullverðlaunin sem afhent voru á Evópumeistaramótinu Valencia fóru til Póllands. Urzsula

HEIMAMENN í Valencia fögnuðu mikið er landsmethafi þeirra í stangarstökki, Maria Sanchez stökk yfir fjóra metra og setti spænskt met, en það nægði ekki í úrslit. Þá setti Francesca Dolcini frá Ítalíu landsmet er hún stökk 4,10 m og frönsku stúlkurnar Aurore Pignot og Amadine Homo stukku báðar yfir 4,10, sem er franskt met. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 432 orð

"Geri mitt besta"

Vala Flosadóttir, ÍR, tryggði sér örugglega sæti í úrslitum stangarstökkskeppninnar sem fram fer á sunnudaginn. Hún stökk 4,10 m í undankeppninni síðdegis í gær. Þórey Edda Elísdóttir úr FH, keppti einnig í undankeppninni og stökk 3,80 og komst ekki i úrslit, en til þess þurfti að stökkva 4,00 m í fyrstu tilraun. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 20 orð

Handknattleikur

2. deild karla Selfoss - Fjölnir31:20 Þór - Grótta/KR14:16 Körfuknattleikur 1. deild karla Leiknir - Þór Þorl.67:71 Stafholtst. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 221 orð

Íslenska liðið hársbreidd frá undanúrslitum

LITLU munaði að íslenska unglingalandsliðið í badminton kæmist í undanúrslit á Norðurlandameistaramóti unglinga, sem hófst í íþróttahúsum TBR í gær. Draumurinn varð úti eftir 3-2 tap fyrir Noregi en það lið þjálfar einmitt Birna Petersen, fyrrum Íslandsmeistari og landsliðskona. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 177 orð

Íslenskir keppendur á EM Alls

Alls hafa 13 karlar og 7 konur keppt í 14 greinum fyrir Íslands hönd áEvrópuleikum og Evrópumótum í frjálsíþróttum frá 1996 til og með 1998.Þetta eru; 4. sinnum: Pétur Guðmundsson, HSK/KR/Árm.1989, 1990, 1992, 1994 - kúluvarp. 3. sinnum: Hreinn Halldórsson, HSS/KR1976, 1977, 1981 - kúluvarp. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 82 orð

Jón Emil sjö ár í stjórn GSÍ

JÓN Emil Árnason hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri leiðréttingu vegna fréttar af ársþingi GSÍ sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar var sagt að Jón Emil hafi hætt í stjórn GSÍ eftir eins árs setu. "Ég hef setið í stjórn GSÍ síðan 1992 og verið m.a. í landsliðsnefnd frá upphafi. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 46 orð

Knattspyrna Þýskaland Kaiserslautern - Karlsruhe0:0 38.000. Dortmund - Werder Bremen2:2 Jörg Heinrich 77., Stephane Chapuisat

Þýskaland Kaiserslautern - Karlsruhe0:0 38.000. Dortmund - Werder Bremen2:2 Jörg Heinrich 77., Stephane Chapuisat 80. - Andreas Herzog 75., Heimo Pfeifenberger 88. 55.000. Holland RKC Waalwijk - Vitesse Arnhem0:1 Spánn Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 101 orð

Kristinn og Arnór keppa í S- Kóreu KRISTINN Björnsson frá

KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði og Ísfirðingurinn Arnór Gunnarsson verða meðal keppenda í næst síðasta svigmóti heimsbikarsins sem fram fer í Yong Pyong í Suður-Kóreu næstu nótt. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem heimsbikarmót fer fram í Suður-Kóreu. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 29 orð

NBA-deildin Leikir aðfaranótt föstudags: Washington - Gold

Leikir aðfaranótt föstudags: Washington - Golden State110:87 Miami - Dallas91:72 New Jersey - Sacrametno102:99 New York - Milwaukee102:90 Houston - Minnesota118:98 San Antonio - Toronto97:86 Utah - Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 279 orð

Nóg að gera hjá íslenskum knattspyrnumönnum

EKKI viðrar beint vel til knattspyrnu á Íslandi þessa dagana. Kuldinn hefur ekki verið meiri í vetur en engu að síður er meira um að vera hjá íslenskum knattspyrnumönnum á þessum tíma en áður. Ástæðan er fyrst og fremst sú að aldrei hafa fleiri verið á mála hjá erlendum liðum. Eins og staðan er nú eru 59 íslenskir knattspyrnumenn hjá félögum í Evrópu. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 142 orð

RÁÐSTEFNAÍþróttir í upphafi ný

ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN í Reykjavík í samráði við Íþróttabandalag Reykjavíkur eru að vinna að endurskoðun stefnumótunar íþróttafélaga innan borgarinnar. ÍBR hefur fengið Janus Guðlaugsson, fyrrverandi námstjóra í íþróttum, til að vinna að gerð íþróttanámskrár fyrir bandalagið. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 490 orð

Skemmtilegt og spennandi verkefni

Við eigum jafna möguleika og Skövde. Okkar bíður skemmtilegt og spennandi verkefni þar sem við erum á þröskuldinum um að komast í undanúrslit," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, sem leikur seinni leik sinn gegn sænska liðinu Skövde í átta liða úrslitum Borgakeppni Evrópu í handknattleik ytra í dag. Afturelding vann fyrri leikinn með sjö marka mun, 25:18. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 490 orð

Skemmtilegt og spennandi verkefni

Við eigum jafna möguleika og Skövde. Okkar bíður skemmtilegt og spennandi verkefni þar sem við erum á þröskuldinum um að komast í undanúrslit," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, sem leikur seinni leik sinn gegn sænska liðinu Skövde í átta liða úrslitum Borgakeppni Evrópu í handknattleik ytra í dag. Afturelding vann fyrri leikinn með sjö marka mun, 25:18. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 649 orð

Verður ekki síður erfitt en gegn Bosníu

"ÞETTA verður ekki síður erfitt en gegn Bosníu. Leikmenn Litháens eru mjög líkamlega sterkir og leika mjög góða vörn - eru reyndar allt að því grófir, og komast gjarnan upp með það á heimavelli," sagði Jón Arnar Ingvarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær en Ísland og Litháen mætast í dag í D-riðli Evrópukeppninnar í Vilnius. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 419 orð

Vil fylgja afrekum Völu eftir

Ég er í góðri æfingu og hlakka til þess að byrja," sagði Jón Arnar Magnússon sjöþrautarkappi úr UMFT, sem hefur keppni árla dags á fyrri keppnisdegi sjöþrautarinnar á Evrópumeistaramótinu í Valencia. Meira
28. febrúar 1998 | Íþróttir | 173 orð

"Þokkaleg" hittni UNDIR lok æfingar íslenska l

UNDIR lok æfingar íslenska landsliðsins í Vilnius í gær tóku leikmenn vítaskot. Guðjón Skúlason hitti úr flestum í röð ­ byrjaði á því að taka 24 í röð ofan í körfuna, eins og Hermann Hauksson, en Guðjón bætti um betur í næstu umferð; hitti þá úr 35 skotum í röð. Hitti því úr 59 af 61 víti sem hann tók. Meira

Sunnudagsblað

28. febrúar 1998 | Sunnudagsblað | -1 orð

Má bjóða þér inniskó?

EINN túr með loðnuskipi? Hvers vegna ekki? Ég hef aldrei ferðast sjóleiðis lengra en upp á Akranes og aldrei orðið almennilega sjóveikur. Endilega prófa það. Nei, annars, veistu, sama og þegið, en ég held að ég sleppi því. Meira

Úr verinu

28. febrúar 1998 | Úr verinu | 364 orð

Fyrsta loðnan fer að hrygna

LOÐNUSKIPIN lágu öll í vari eða voru í landi í gær, enda 8 til 10 vindstig á miðunum út af Eystrahorni en veiði hefur verið þokkaleg þar síðustu daga. Hrognafylling loðnunnar er nú um og yfir 20% og því fáir dagar í að fyrsta loðnan hrygni. Meira
28. febrúar 1998 | Úr verinu | 561 orð

"Við erum að hagræða í rekstri"

ÞORBJÖRN hf. hefur ákveðið að hætta rekstri rækjuvinnslu fyrirtækisins í Hnífsdal og var öllum starfsmönnum þar, samtals 23 manns, sagt upp störfum í gærmorgun. Unnið verður við pillun í verksmiðjunni átta tíma á dag þar til uppsagnirnar taka gildi þann 1. apríl nk. Meira

Lesbók

28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 287 orð

9. tölublað ­ 73. árgangur EFNI Stórviðburðir

Stórviðburðir ársins í fásinni norður á Ströndum snemma á öldinni hafa kannski ekki þótt mjög stórir almennt séð, en fyrir bræðurna frá Tindi í Kirkjubólshreppi, sem héldu nákvæmar dagbækur áratugum saman, voru þeir stórir. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur hefur brugðið ljósi á íslenzkt þjóðfélag þessa tíma með því að skoða dagbækurnar. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

EKKI

Augu mætast Augu sjá Augu þrá Augu skilja Sálin mín, sálin mín Vitundin, vakir eða sefur Hugurinn, man eða gleymir Samviskan fer heim - og þjáist eða ekki? Ekki, ekki, ekki Höfundur er tækniteiknari. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 272 orð

FÓSTBRÆÐUR OG STUÐMENN SAMEINA KRAFTA SÍNA

ÍSLENSKIR karlmenn er yfirskrift þrennra tónleika sem haldnir verða í Háskólabíói um helgina. Þetta verða sannkallaðir stórtónleikar þar sem fram koma Karlakórinn Fóstbræður og Stuðmenn, ásamt 10 manna blásarasveit með slagverki, óperusöngvaranum Garðari Cortes og píanóleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdóttir. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 378 orð

FRÁ ÓRAVÍDDUM GEIMSINS TIL HINS SMÆSTA MYN

MYNDLISTARMAÐURINN Victor Cilia opnar málverkasýningu í Hafnarborg í dag, laugardaginn 28. febrúar, kl. 14. Á sýningunni eru 12 málverk, unnin á þessu ári og því síðasta. Þetta er sjötta og jafnframt stærsta einkasýning Victors til þessa. Verkin eru byggð upp á samhverfum formum og mynstrum sem listamanninum hafa lengi verið hugstæð. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

FYRSTU KYNNI

Þú situr og kastar smásteinum að börnunum sem leika sér saman. Þau líta á mig og heilög vandlæting skín úr björtum augum: "Hann er alltaf að hrekkja." Já. Ég sé. Hnakkakerrtan dreng með stórt höfuð á grönnum hálsi. Í mögru andliti svartir baugar. Svipurinn storkandi augun stór og dökk barmafull af heitu myrkri. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1024 orð

HIN PERSÓNULEGA SKEKKJA

LÍKT og margar aðrar fræðigreinar hefur sagnfræðin verið mótuð af þeim stefnum og straumum sem ríkjandi voru í samfélaginu á hverjum tíma. Lengi framan af fengust sagnfræðingar einkum við persónu- og stjórnmálasögu enda voru sterkir persónuleikar taldir áhrifavaldar og drifkraftar sögunnar. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 3501 orð

HUGLEIÐINGAR UM KENNINGAR SIGVALDA HJÁLMARSSONAR ­ SÍÐARI H

MÉR kemur ekki á óvart hvaða skoðanir Sigvaldi hafði á menningu og aðlögun að menningarformum. Hann skrifar eins og mannfræðingur þegar hann ræðir um hvernig skynjun fólks er háð hinu menningarlega umhverfi og hvernig einstaklingurinn býr sér til samfellda mynd af umhverfinu, og þar er ekki einungis um að ræða hlutlægar staðreyndir, heldur einnig skynreynd, eins og Sigvaldi kallar það, Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 174 orð

HVAÐ GET ÉG GERT?

Þegar ég heyri um allt þetta tilefnislausa ofbeldi þá verð ég fyrst reiður: svona mönnum ætti að stilla uppvið vegg... en hvað get ég gert? hvar er lögreglan? af hverju lætur hún þetta viðgangast? sitja þeir virkilega í bílunum þangað til menn koma skríðandi? hvað með borgarstjórnina sem ég kaus sjálfur ef mig misminnir ekki; hún ætlar að setja upp Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 203 orð

ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN TIL EYSTRASALTSRÍKJANNA

ÍSLENSKI dansflokkurinn heldur til Riga í Lettlandi þriðjudaginn 10. mars og sýnir þar verkin þrjú sem mynda sýninguna Útlagar. Dansflokkurinn sýnir í Óperuhúsinu í Riga 12. mars og heldur að því loknu til Vilnius í Litháen þar sem hann sýnir 16. mars. Í Vilnius kemur dansflokkurinn fram á danshátíð sem einn helstu fulltrúi Norðurlandanna. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2121 orð

JÓNAS OG RÍMURNAR Hér fer á eftir fyrsta grein í flokki um íslenska bókmenntagagnrýni þar sem ÞRÖSTUR HELGASON mun fjalla um

ALMENNT er litið svo á að grein Jónasar Hallgrímssonar um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs í þriðja árgangi Fjölnis árið 1837 sé fyrsti eiginlegi ritdómurinn á Íslandi, það er að segja fyrsti ritdómurinn sem sé gagnrýni á rit sem bókmenntaverk. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð

Kaffi boðið til Bonn

ÞJÓÐLEIKHÚSINU hefur verið boðið að senda leiksýninguna Kaffi á leiklistarhátíðina í Bonn í vor. Leiklistarhátíðin í Bonn er haldin á 2ja ára fresti. Á síðustu hátíð var farið með Himnaríki eftir Árna Ibsen og þar áður Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Við val á verkefnum var það haft í huga að kynna nýja höfunda og skoðuðu fulltrúar hátíðarinnar 7 íslenzk leikrit að þessu sinni. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 352 orð

Kristján syngur í Forboðnu borginni ­ og í "Þremur tenórum"

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari syngur í uppfærslu á óperunni Turandot eftir Puccini í Forboðnu borginni í Peking í september næstkomandi undir stjórn Zubins Metha. Sýningar verða níu og syngur Kristján í fimm þeirra, þ.ám. frumsýningunni. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

LAUN HEIMSINS ERU...

Hún gekk um svo sæl og sigurviss, uggði ekki að sér. Árangur hafði unnist. Þá birtust dýrin sem bjuggu í holunum, þau rifu, bitu og klóruðu, sögðu: "hér ráðum við". Hún átti sér ekki uppreisnarvon. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð

LISTAGYÐJAN VERIÐ MÉR HLIÐHOLL

ÓLI G. Jóhannsson, myndlistarmaður á Akureyri opnar málverkasýningu í Listaskálanum í Hveragerði laugardaginn 28. febrúar kl. 15.00. "Sólin gaf mér litakassa" er yfirskrift sýningarinnar og sýnir Óli 48 málverk, unnin í akríl á striga. Óli sagði þessi verk óhlutbundin og máluð á síðustu tveimur og hálfu ári. "Ég sýndi álíka verk fyrir tæpum þremur árum á sýningu í St. Moritz í Sviss. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

LJÓÐ, SKÚLPTÚRAR OG TEIKNINGAR

ÞÆR Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, ljóðskáld, og Sigrún Guðmundsdóttir, myndhöggvari, standan saman að sýningu á ljóðum, skúlptúrum og teikningum í Sverrissal Hafnarborgar. Sýningin verður opnuð í dag kl. 14 og stendur til 16. mars. Sigrún sýnir skúlptúra og teikningar. Verkin fjalla um form mannslíkamans í mismunandi stöðum og eru steypt í brons og gips. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 792 orð

MÁ RITHÖFUNDURINN VERA ÓÞOKKI? Sænski rithöfundurinn Carina Rydberg gerir grein fyrir sér og ritverkum sínum á sænskri

"ÞETTA er vald. Og það er svo einfalt, að minnsta kosti fyrir mig. Penni og minnisbók. Þetta er vopn mitt, eina vopn mitt. " Ninjafemínisti kallast sú kona sem bregst við hótunum og lítillækkun af hálfu karlmanns með því að taka upp úr veski sínu skammbyssu í staðinn fyrir varalit. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð

Mótettukórinn til Björgvinjar MÓTETTUKÓR

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson orgelleikari munu halda tónleika á alþjóðlegu listahátíðinni í Björgvin í Noregi í vor. Tónleikar Mótettukórsins verða í Dómkirkju borgarinnar 30. maí nk., en Hörður, sem jafnframt er stjórnandi kórsins, kemur fram einn síns liðs á sama stað deginum áður. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 378 orð

OFBELDI OG SAMFÉLAG Á ÁRMIÐÖLDUM

Violence and Society in the Early medival West: Edited by Guy Halshall. The Boydell Press 1998. Tólf höfundar standa að þessari bók. Þetta er safn greina um margvísleg viðhorf til ofbeldis á ármiðöldum í nokkrum ríkjum eða héruðum vissra ríkja. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2373 orð

PAPPÍRSGERÐ Í MINO EFTIR SIGRÚNU ELDJÁRN

ÉG ER allt í einu orðin svo hávaxin. Ég sem er vön því að vera bara meðalmaður á hæð gnæfi nú upp úr og horfi yfir höfuð fólksins í kringum mig. En um leið er ég líka svo lítil, alein í fjarlægum útlöndum, skil ekki tungumálið og kann ekki að lesa. Ég er eins og risavaxið smábarn. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 836 orð

PÓLSKAR SYSTUR MEÐ TÓNLEIKA Í LISTAKLÚBBI LEIKHÚSKJALLAR

ÞAÐ ER óravegur frá Kraká til Hólmavíkur. Lönd, haf og milljónir manna skilja þessa staði að ­ heill heimur. Sú staðreynd aftraði þó ekki systrunum Mariolu og Elzbietu Kowalczyk frá því að yfirgefa æskustöðvarnar í Póllandi fyrir fjórum árum og setjast að á Hólmavík. Sú fyrrnefnda, sem er messósópransöngkona, stýrir tónlistarskólanum á staðnum og Elzbieta kennir þar á píanó. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1441 orð

SAMEVRÓPSKT MEISTARANÁM Í GRAFÍKLIST Gríski myndlistarmaðurinn Marios Elfeftheriadis hefur undanfarna 4 mánuði stundað

MARIOS Elfeftheriadis opnaði í gærkvöldi, föstudaginn 27. febrúar, sýningu í sýningarsal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 15. Mario stundar meistaranám í grafík sem nefnt er PA & R (Printmaking, Art & Research) og er samvinnuverkefni fimm evrópskra listháskóla. Þetta nám er þróað af Myndlista- og handíðaskóla Íslands undir stjórn Valgerðar Hauksdóttur. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð

SIC TRANSIT

Hér stendur hún innan þessara háu múra gamla keisarahöllin, hinn goðumborni keisari kominn til Tokyó. Ferðamenn reika um skála og garða undir gljáberktum trjám þar sem lækir sytra milli skyggðra tjarna. Sú var tíðin að drukkin skáld mærðu hér í ljóðum son sólar meðan hægur straumur bar fram reyrfleytur þeirra. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

SIGURÐUR HARÐARSON BARIST VIÐ LÍFIÐ Hvíslandi orð táld

Hvíslandi orð táldragandans anda köldu yfir dauðastríð barnsins innra með mér Mér, sem skortir skilning getu og jafnvel vilja til að aðhafast nokkuð því til bjargar Bláar og beinhvítar hendur mínar geta engan yl veitt Ég finn fyrir sama óttanum og íþyngir þeim sem deyja meðvitaðir um eigin Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1286 orð

SKÁLD Í ANDALÚSÍU EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR Spænsk-arabískur skáldskapur var mjög skynrænn og byggðist á hughrifum; honum

ARABÍSKUR kveðskapur á Spáni og víðar er upprunninn frá Bedúínum sem lifðu í eyðimörk Sahara. Sum skálda Bedúína höfðu næmt auga fyrir umhverfi sínu, og þótt kvæðin væru sterklega bundin í formi voru þau gædd svo miklu ímyndunarafli að sumir telja að þau minni helst á móderna ljóðagerð nútímans. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2635 orð

STÓRVIÐBURÐIR ÁRSINS

ALÞEKKT er að bréf alþýðufólks á nítjándu öld til yfirvalda enduðu gjarnan á almennum fréttum af árferði, gæftum, sauðburði og þess háttar úr heimabyggð bréfritara. Umfjöllunin gefur oft óvenju skemmtilega sýn inn í hugarheim þessa fólks sem var af mismunandi stigum þjóðfélagsins. Fréttirnar svipta að nokkru leyti hulunni af mannlífi sveitanna og því sem helst bar á góma samtímamanna. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

TILVERA

Á yfirborðinu fljóta tómar plastumbúðir. Málmhlutir sökkva til botns og týnast í myrkrinu þar sem engin sól skín og engir fuglar syngja. Og þeir liggja þar, máðir af ólgandi sjónum og hreyfast einungis í jarðskjálftum. Á meðan tómar plastumbúðirnar þeytast um í ævarandi sviptingum vinda hversdagsins. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

Úr mikilli hæð

Leyf mér að gista í garði þínum því ég næ ekki háttum hjá sumarnóttinni þegar þú vaknar verð ég á braut en skil eftir lága rödd í trjánum Lítil gára Logn útá Sundum logn yfir bænum lítil gára. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2513 orð

VESTURÍSLENSK FRÆÐI Í MANITOBA EFTIR BÖÐ

Á SÍÐUSTU árum hefur aukist mjög áhugi Íslendinga á afdrifum þess hluta þjóðarinnar sem flutti vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna á árunum 1855­1914. Sem ágæta vitnisburði um nýja ræktarsemi við sögu þessara ættingja okkar má nefna þá stórmerku stofnun, Vesturfarasafnið á Hofsósi, og nú síðast gullfallega og stórfróðlega bók Guðmundar Arngrímssonar, Nýja Ísland (ISBN:9979-3-1627-6). Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1278 orð

VIÐBURÐUR Í SÖGU SKYNDIBITANS EFTIR HERMANN STEFÁNSSON Fátt er nútímalegra en skyndibitinn. Fólk gleypir hann í sig á hlaupum og

Í ÞESSUM greinaflokki um Skyndimenningu, er rýnt í ýmis fljótmelt fyrirbæri í samtímanum. Aðferðin er ekki ný af nálinni: franski fræðimaðurinn Roland Barthes fjallaði um ýmis ólík fyrirbæri samtíma síns í blaðagreinum á sjötta áratugnum sem komu út á bók sem nefnist Goðsagnir og táknfræðingurinn Umberto Eco notaði ekki ósvipaðar aðferðir í verki sínu Mislestrum. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1158 orð

VÍNARBORG LEIKTJÖLD FALLINS KEISARADÆMIS EFT

ÞEGAR minnst er á Vín heyrum við hljóma valsa og menúetta og sjáum fyrir okkur glæstar byggingar og alþjóðaráðstefnur. Vín er ein af fjórum borgum, sem með réttu hafa getað eignað sér titilinn höfuðborg Evrópu. Á dögum Rómarríkisins og páfaveldisins var Róm óumdeild höfuðborg. Á endurreisnartímanum háðu Vín og París harða baráttu um titilinn. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 28 orð

ÞÓRUNN HÁLFDÁNARDÓTTIR AUGNABLIK Augnatillit, óræt

Augnatillit, órætt, snöggt, ætlað mér einni. Ilmur, ólýsanlegur, framandi, ljúfur. Snerting, undurlétt, kunnugleg, kærkomin. Augnablik, einstakt, óafturkræft eins og öll hin. Höfundur er leiðbeinandi við Hallormsstaðarskóla. Meira
28. febrúar 1998 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

ÞÓRUNN HÁLFDÁNARDÓTTIR HAMINGJAN Eins og laufblað lag

Eins og laufblað lagt inn í bók, þurrkað og varðveitt milli upphafs og söguloka er hamingjan. Ætlir þú að fletta í bókinni, finna þar hamingjuna, verður laufblaðið að dufti sem hrynur niður milli fingra þinna. Þú veist að hún er á vísum stað milli upphafs og söguloka. Láttu hana því liggja kyrra milli blaðanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.