Greinar miðvikudaginn 11. mars 1998

Forsíða

11. mars 1998 | Forsíða | 42 orð

100 bíla árekstur

BJÖRGUNARMAÐUR virðir fyrir sér kraðak klesstra bíla á A-31 hraðbrautinni við bæinn Thionville í Frakklandi. Árekstur varð á brautinni vegna svartaþoku og þegar upp var staðið voru um 100 bifreiðar í klessunni. Slösuðust rúmlega 30 manns, þar af 11 alvarlega. Meira
11. mars 1998 | Forsíða | 407 orð

Banni við ferðum til Kosovo verði aflétt

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International hvöttu Slobodan Milosevic forseta Júgóslavíu til þess í gær að hleypa blaðamönnum, hjálparsamtökum og óháðum eftirlitsmönnum til Kosovo til þess að sannreyna þá fullyrðingu júgóslavneskra stjórnvalda, að aðgerðir serbnesku lögreglunnar þar beinist einungis gegn hryðjuverkamönnum. Meira
11. mars 1998 | Forsíða | 92 orð

Fylgi bresku stjórnarinnar minnkar

STUÐNINGUR við ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins hefur minnkað, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, og er nú 46% og hefur aldrei verið minni í skoðanakönnunum frá því flokkurinn komst til valda eftir kosningar 1. maí sl. Meira
11. mars 1998 | Forsíða | 177 orð

Horfa á 8.000 morð

BANDARÍSK börn sjá að meðaltali 8.000 morð framin á sjónvarpsskjánum og um 100.000 ofbeldisatriði fram að þeim tíma er þau útskrifast úr grunnskóla, að sögn bandaríska þingmannsins Edwards Markey. Á alþjóðlegri ráðstefnu um sjónvarpsefni fyrir börn í London hvatti hann til þess að meira yrði gert til að vernda börn fyrir sjónvarpsofbeldi. Meira
11. mars 1998 | Forsíða | 180 orð

Hræðsluáróður á lokaspretti

DANIR ganga að kjörborði í dag og er búist við að þessar kosningar tákni endalok stjórnar jafnaðarmanna. Málflutningur jafnaðarmanna hefur undanfarna sólarhringa einkennst af hræðsluáróðri í garð hægriflokkanna, sem samkvæmt skoðanakönnunum hafa náð góðri fótfestu. Meira
11. mars 1998 | Forsíða | 81 orð

Reuters Felldu þrjá Palestínumenn

ÍSRAELSKIR hermenn standa yfir líkum þriggja Palestínumanna sem þeir skutu í gær við ísraelska varðstöð skammt frá Hebron á Vesturbakkanum. Fregnum af atvikinu ber ekki saman. Ísraelski herinn sagði mennina hafa ekið á hermann og reynt að keyra á annan við varðstöðina. Meira

Fréttir

11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Afla á heimildar til að reisa 30­40 MW virkjun

FORSVARSMENN Rafmagnsveitna ríkisins og eignarhaldsfélagsins Norðlensk orka ehf. undirrituðu í gær á Sauðárkróki samstarfssamning í því skyni að vinna að undirbúningi þess að reisa og reka 30­40 MW raforkuver í Héraðsvötnum við Villinganes og tengd mannvirki. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Ari Teitsson endurkjörinn formaður

ARI Teitsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands næstu þrjú árin á Búnaðarþingi í gær. Ari hlaut öll greidd atkvæði, 34 talsins, en fimm skiluðu auðu. Með Ara í stjórn voru kjörnir til næstu þriggja ára Þórólfur Sveinsson Ferjubakka II, Guðmundur Grétar Guðmundsson Kirkjubóli, Gunnar Sæmundsson Hrútatungu, Örn Bergsson Hofi, Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 277 orð

Athugasemdir við frumvarp um nýtingu auðlinda

STJÓRN Náttúruverndar ríkisins hefur lýst yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um þjóðgarða á miðhálendinu og frumvarp til laga um þjóðlendur. Hún hefur hins vegar ýmsar athugasemdir við frumvarp um eignarhald og nýtingu auðlinda í jörð. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 514 orð

Álit Jóns Steinars Gunnlaugssonar um flutning Keikos

LÖG UM innflutning dýra virðast ekki eiga við um innflutning á sjávardýrum og samkvæmt því þarf ekki leyfi til að flytja háhyrninginn Keiko til Íslands. Samkvæmt túlkun Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns, sem sent hefur Guðmundi Bjarnasyni landbúnaðarráðherra bréf um málið í umboði Frelsið Willy Keiko-stofnunarinnar, Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 1583 orð

Árangur Nyrups virðist ekki sannfæra kjósendur Í rúm fimm ár hefur Poul Nyrup Rasmussen verið forsætisráðherra Dana. Sigrún

Þegar Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra komst til valda í janúar 1993 var atvinnuleysið höfuðvandi Dana, svo aðalmarkmið stjórnar hans var að snúa því við. Það hefur tekist, þó deila megi um hvort minna atvinnuleysi þýði aukna atvinnu. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 840 orð

Berum enga ábyrgð Íslenskir aðalverktakar hafa gert ráðstafanir til að taka vinnureglur sínar varðandi eftirlit með förgun

FYRIRTÆKIÐ Gámur-Hringhenda, sem urðaði timburúrganginn á lóð sinni við Straumsvík, var undirverktaki Aðalverktaka og í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að olíutönkum af varnarsvæðinu hafi heldur ekki verið fargað í samræmi við samning Aðalverktaka og undirverktaka þeirra. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

BLAÐINU í dag fylgir blaðauki um menntun sem veitir innsýn í fjölbreytt nám

BLAÐINU í dag fylgir blaðauki um menntun sem veitir innsýn í fjölbreytt nám á Íslandi. Blaðaukinn er gefinn út í tengslum við námskynningu sem haldin verður í Háskóla Íslands á sunnudaginn kemur. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Boðað til fundar um sameiginlegt framboð í Mýrasýslu

SJÖTÍU og átta íbúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarhrepps, Álftaneshrepps og Þverárhlíðar hafa sameiginlega boðað til stofnfundar samtaka um framboð til sveitarstjórnarkosninga í veitingahúsinu Búðarkletti í Borgarnesi miðvikudaginn 11. mars kl. 20.30. Meira
11. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Bæjarmálafélag Akureyrarlistans stofnað

BÆJARMÁLAFÉLAG Akureyrarlistans, lista jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis var formlega stofnað á fundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri á laugardag. Framboðslisti Akureyrarlistans var kynntur á fundinum en efsta sæti listans skipar Ásgeir Magnússon, Oktavía Jóhannsdóttir er í öðru sæti, Þröstur Ásmundsson í þriðja sæti, Sigríður Stefánsdóttir í fjórða sæti, Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst verða eftirfarandi fyrirspurnir til ráðherra: 1. Til dómsmálaráðherra: Starfssvið tölvunefndar. 2. Til dómsmálaráðherra: Ráðning fíkniefnalögreglumanna. 3. Til dómsmálaráðherra: Frestun á yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga. 4. Til sjávarútvegsráðherra: Útboð á hafrannsóknaskipi. 5. Meira
11. mars 1998 | Landsbyggðin | 424 orð

Egilsstaðir-

Egilsstaðir-Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hélt fyrsta fund af boðuðum raðfundum, sem halda á víða um land, um skólamál, á Hótel Héraði, Egilsstöðum, um síðustu helgi. Ráðherra kynnti nýja skólastefnu undir kjörorðinu "Enn betri skóli", en bæklingi þar að lútandi hefur verið dreift inn á öll heimili í landinu. Meira
11. mars 1998 | Miðopna | 856 orð

Einn Dalvíkinganna sem bjargað var eftir 36 tíma vist í snjóhú

"ÞAÐ kom aldrei sú stund að við efuðumst um að okkur yrði bjargað og það var frábært að heyra í vélsleðunum þegar björgunarmennirnir komu. Þeir eru hetjur," sagði Birkir Bragason, einn fimmmenninganna frá Dalvík eftir að hann kom úr læknisskoðun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laust eftir hádegi í gær. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð

Ekki varanleg mannvirki reist í Arnarfelli

ÞINGVALLANEFND hefur synjað umsókn Jörmundar Inga Hansen allsherjargoða þess efnis að Ásatrúarsöfnuðurinn fái að reisa varanleg mannvirki á jörðinni Arnarfelli. Arnarfell er í eigu Landbúnaðarráðuneytisins en Jörmundur Ingi telur sig eiga réttindi á henni. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Eldur í bát í Sandgerðishöfn ELDUR kom upp í Hafbjörgu GK

Að sögn Júníusar Guðnasonar, varaslökkviliðsstjóra í Sandgerði, var slökkvistarfi lokið um áttaleytið en um kl. tíu var aftur farið að rjúka úr bátnum og kom slökkvilið þá aftur á vettvang. "Það gaus upp aftur milli þilja, bak við járnplötur á vegg við kabyssuna," segir hann. Vel gekk að slökkva eldinn í annarri atrennu en töluvert var þá brunnið í lúkarnum, að sögn Júníusar. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Enginn skortur á reglum en þörf er á hugarfarsbreytingu

LANDLÆKNIR og slysavarnaráð kynntu í gær nýútkomið fylgirit heilbrigðisskýrslna 1998, þar sem birt eru tólf erindi sem flutt voru á landsfundi um slysavarnir í nóvember 1996. Erindin fjalla öll um svokölluð áhættuslys, þ.e. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 346 orð

Flugbjörgunarsveitin fór tvær ferðir að sækja leiðangursmenn

LIÐSMENN Flugbjörgunarsveitarinnar sóttu aðfaranótt mánudags franskan lögreglumann, Henique Denche, að Hlöðufelli en hann kenndi sér þá meins vegna bakmeiðsla sem hann hafði orðið fyrir nokkrum vikum áður í bílslysi í heimalandi sínu. Á mánudagsmorgun barst sveitinni síðan annað erindi frá leiðangursmönnum og hafði þá hinn Frakkanna, Alexandre Santiago, fengið skæða flensu. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Framleiðsluráð landbúnaðarins verði lagt niður

Í SKÝRSLU starfshóps um samþættingu rannsókna, leiðbeininga og fagmenntunar í landbúnaði er lagt til að Framleiðsluráð landbúnaðarins, auk ýmissa annarra stofnana, verði lagt niður í núverandi mynd. Skýrsla þessi er nú rædd á Búnaðarþingi. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 199 orð

Fræðslukvöld fyrir foreldra hreyfihamlaðra unglinga

EFA, fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, stendur fyrir tveimur fræðslukvöldum fyrir foreldra hreyfihamlaðra unglinga 17. og 19. mars nk. Aðild að FFA eiga Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fundur um einkaframkvæmd almannaþjónustu

MARGIE Jaffe fjallar um reynslu Breta af einkaframkvæmd almannaþjónustu fimmtudaginn 12. mars kl. 9 ársdegis. Fundurinn verður í húsnæði BSRB, Grettisgötu 89, 4. hæð. Áætlað er að fundurinn standi í rúman klukkutíma. Nýlega kynntu fjármálaráðherra og einkavæðinganefnd ríkisstjórnarinnar áform um einkaframkvæmd opinberra verkefna á Íslandi, þar sem m.a. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fyrirlestur fellur niður

HUGH De Santis, prófessor í alþjóðlegum öryggismálum við National War College í Washington D.C., sem átti að flytja erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs á Hótel Sögu fimmtudaginn 12. mars nk., hefur orðið að fresta heimsókn sinni. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Gengið og siglt á milli hafna

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer miðvikudagskvöldið 11. mars frá Hafnarhúsinu kl. 20 og fylgir strandarstígnum sem liggur inn fyrir Höfða, þaðan um Laugarneshverfið og Kleppsholtið niður í Sundahöfn og um borð í ferjuna Maríusúðina. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 154 orð

Gríska stjórnin hefur í hótunum

GRÍSKA stjórnin hefur hótað að koma í veg fyrir stækkun Evrópusambandsins, ESB, ef viðræðum um aðild Kýpur að bandalaginu verður frestað eins og Frakkar hafa lagt til. Var þetta haft eftir heimildum í Brussel í gær. Meira
11. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Háskólanum berst höfðingleg gjöf Íbúð og

ARNÓR Karlsson, kaupmaður á Akureyri, afhenti Háskólanum á Akureyri tvær fasteignir við athöfn í háskólanum í gær. Um er að ræða íbúð í raðhúsi við Furulund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð á Akureyri. Að auki ánafnaði Arnór háskólanum öllu innbúi sínu í Furulundi, þar á meðal 30 málverkum. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 148 orð

Hefja vitnaleiðslur um orsakir kúariðu

OPINBER rannsókn, eða öllu heldur vitnaleiðslur, á orsökum kúariðu hófst í Bretlandi á mánudag. Er allt eins við því búist að hún standi yfir í hálft annað ár og muni kosta 10 milljónir punda, jafnvirði 1,2 milljarða króna. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Húsbruni á Kjalarnesi

ELDUR kom upp í fokheldu timburhúsi á Kjalarnesi í gær laust eftir klukkan 16. Húsið stóð í björtu báli þegar Slökkvilið Kjalarness kom á staðinn svo erfitt reyndist að slökkva eldinn. Þegar Slökkviliðið í Reykjavík kom þeim til aðstoðar var húsið brunnið að stærstum hluta. Þak hússins féll niður og er húsið mikið skemmt að sögn aðalvarðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jafningjafræðslan hlýtur fjárstyrk

LANDSBANKI Íslands og Vátryggingafélag Íslands hafa undirritað samning um fjárstyrk til Jafningjafræðslu Félags framhaldsskólanema. Með samningnum verða VÍS og LÍ aðalstyrktaraðilar Jafningjafræðslunnar næstu þrjú árin. Samningurinn, sem var undirritaður í Hinu húsinu síðastliðinn laugardag, var gerður í tilefni af tveggja ára afmæli Jafningjafræðslunnar og Flakk-ferða. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 197 orð

Keppa Jackson og Archer um borgarstjórastól?

SAMÞYKKI íbúar London í almennri atkvæðagreiðslu 7. maí nk. að stofnað verði til embættis borgarstjóra í borginni kann svo að fara að kosið verði ári seinna milli leikkonunnar Glendu Jackson og rithöfundarins Jeffrey Archer, ef marka má blaðafregnir. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 183 orð

Kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna E

VIÐRÆÐUR samtaka sjómanna og útvegsmanna um nýjan kjarasamning gengu erfiðlega í gær og miðaði ekki í samkomulagsátt. Rúmlega sex klukkustunda samningafundi var slitið á sjöunda tímanum í gærkveldi og nýr boðaður klukkan 14 í dag, þar sem haldið verður áfram þar sem frá var horfið, en ekki tókst að fara yfir öll efnisatriði deilunnar á samningafundinum í gær. Meira
11. mars 1998 | Miðopna | 292 orð

Kom á óvart hvað þeir voru hressir

HAUKUR Þórðarson, félagi í Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi, var í hópi vélsleðamanna sem fylgdu snjóbílnum frá Dalvík að Þorbjarnartungum, þar sem Dalvíkingarnir fimm höfðust við í snjóhúsi. Alls fóru átta vélsleðamenn frá Hofsósi og Skagafirði með snjóbílnum og var haldið af Öxnadalsheiðinni um kl. 22.30 á mánudagskvöld. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 381 orð

Kosning kærð til dómstóla

FRAMKVÆMD kosninga um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði sem fram fóru 15. nóvember síðastliðinn hefur verið kærð til Héraðsdóms Norðurlands vestra. Telja kærendur að þeir hnökrar hafi verið á framkvæmd kosninganna að það eigi að varða ógildingu þeirra. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð

Kringlukast í fjóra daga

KRINGLUKAST, markaðsdagar Kringlunnar, hefjast í dag, miðvikudag, og standa fram á laugardag. Verslanir og mörg þjónustufyrirtæki í verslunarmiðstöðinni eru með tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir hússins sömuleiðis. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Kvennapólitískt alþjóðasamstarf ­ erum við stikkfrí?

"KVENNALISTAKONUR hafa ákveðið að slá saman hátíðarhöldum í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars og 15 ára afmæli Kvennalistans þann 13. mars. Efnt verður til hálfs dags málþings um kvennapólitískt alþjóðastarf laugardaginn 14. mars á Sóloni Íslandusi. Vegleg afmælishátíð verður haldin um kvöldið í Þórshöll, Brautarholti 20. Samráð og sveitastjórnarráð funda daginn eftir. Meira
11. mars 1998 | Landsbyggðin | 545 orð

Landakirkja gefur út geisladisk með barnakórnum Litlum lærisveinum

Vestmannaeyjum-Sóknarnefnd Landakirkju hefur gefið út geisladisk með lögum fyrir sunnudagaskóla barna en öll lögin og textarnir á diskinum eru samin af Helgu Jónsdóttur. Lögin eru flutt af barnakór Landakirkju sem heitir Litlir lærisveinar og er Helga stjórnandi kórsins. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um opið hús hjá Styrk var rangt farið með nafn ræðumanns en það er Valgarður Einarsson miðill. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Sjóminjasafn Hafnarfjarðar Í frétt á bls. Meira
11. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Leikfélag Húsavíkur Æfir Þrek og tár F

FÉLAGAR í Leikfélagi Húsavíkur vinna að því að setja upp leikritið "Þrek og tár" eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur, en frumsýning verður 21. mars næstkomandi. Leikarar í sýningunni eru 18 auk 5 manna hljómsveitar en einnig starfa fjölmargir aðrir við undirbúning sýningarinnar, við hönnun og smíði leikmyndar, lýsingu og ýmsa tæknivinnu, búningasaum, Meira
11. mars 1998 | Miðopna | 609 orð

Leitar- og björgunaraðgerðin í hnotskurn

HÉR verður stiklað á stóru í leitar- og björgunaraðgerðunum. Síðdegis á sunnudag Farið að óttast um átta vélsleðamenn frá Dalvík sem ekki komu fram, þar sem þeir höfðu gefið í skyn, í Þormóðsstaðadal í austanverðum Eyjafirði. Sunnudagur kl. 20 Óskað eftir aðstoð Flugbjörgunarsveitar Akureyrar og Hjálparsveitar skáta á Akureyri. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Lenti á snjóruðningstæki ÞRENNT var flutt til skoðunar á

ÞRENNT var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að fólksbíll lenti framan á snjóruðningstæki við Vogastapa á Reykjanesbraut skömmu fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Að skoðun lokinni var annar farþeganna, ungur drengur, fluttur á Landspítalann þar sem gera átti á honum aðgerð. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ljósmyndasprettur 98

"LJÓSMYNDASPRETTURINN hefur verið haldinn árlega í allmörg ár. Grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík hafa verið send keppnisgögn og nánari upplýsingar um keppnina. Föstudaginn 13. mars verða filmur og verkefni afhent í skólum og félagsmiðstöðvum þeim unglingum sem áhuga hafa á að vera með í ljósmyndasprettinum. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Lokaáfangi Skógarbæjar afhentur

LOKAÁFANGI hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar í Árskógum 2 var formlega tekinn í notkun við hátíðlega athöfn 5. mars síðastliðinn. Með þessum nýja áfanga bætast 30 hjúkrunarrými við þau 49 rými sem tekin voru í notkun á síðasta ári. Skógarbær er byggður í tengslum við félags- og þjónustumiðstöð aldraðra við Árskóga 4. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Lögreglurannsókn á urðun HEILBRIGÐISFULLTRÚI Hafnarfjarðar hef

HEILBRIGÐISFULLTRÚI Hafnarfjarðar hefur óskað eftir lögreglurannsókn vegna urðunar úrgangs í Straumsvík sem myndaðist við niðurrif húsa á Keflavíkurflugvelli. Beiðni um lögreglurannsókn barst fyrst rannsóknadeild lögreglunnar í Hafnarfirði. Ríkislögreglustjóraembættið staðfesti í gær að borist hefði beiðni um rannsókn á þessu máli fyrir síðustu helgi. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Málmtak bauð lægst

OPNUÐ hafa verið tilboð í tvö verk á vegum Vegagerðarinnar, annars vegar smíði stálbita í brú á Andalæk á Laugarvatnsvegi og hins vegar smíði handriðs á Ölfusárbrú. Sjö tilboð bárust í smíði stálbitanna. Lægstbjóðandi var Málmtak ehf. á Húsavík. Tilboðsupphæðin var 2.576.286 krónur. Tólf tilboð bárust í smíði handriðs á Ölfusárbrú. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 5.714. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Mikil loðnuveiði

MIKIL loðnuveiði hefur verið undanfarna daga, þegar veður hefur leyft. Loðnan er á hraðri göngu vestur með landinu og hefur síðustu daga veiðzt mest við Vestmannaeyjar og vestur frá þeim að Þjórsárósum. Loðnan er komin mjög nálægt hrygningu og hefur loðnufrystingu fyrir Japan verið hætt, en hrognavinnsla er að hefjast. Á vertíðinni hafa þrír stærstu framleiðendurnir samtals fryst um 18. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 70 orð

Morgunblaðið/Jens Kristian Vang Fannfergi í Fære

MIKIÐ fannfergi, sem gerði um helgina í Færeyjum, kann að hamla kjörsókn í dönsku þingkosningunum, sem fram fara í dag. Spáð hefur verið snjókomu út vikuna og hafa menn og málleysingjar átt erfitt með að komast leiðar sinnar. Því greip þessi bóndi til þess ráð að flytja kindur, sem gengið hafa úti í vetur, á snjóþotum í hús, þar sem þær sátu fastar í fönninni. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Námskeið um uppbyggingu þjónustu til eldri borgara

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands í samvinnu við Öldrunarfræðafélag Íslands bjóða upp á námskeið um uppbyggingu þjónustu við eldri borgara og hefst það fimmtudaginn 12. mars. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í heilbrigðis­ og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með öldruðum og láta málefni þeirra til sín taka. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Náttúrulegt val og stofngerð þorsks í Norður-Atlantshafi

DR. GRANT Pogson frá University of California Santa Cruz heldur fyrirlestur á morgun, fimmtudaginn 12. mars, á vegum stofnerfðafræðideildar Hafrannsóknastofnunar sem nefnist "Natural Selection and Population Structure in the Atlantic Cod (Gadus morhua)". "Í fyrirlestrinum, sem haldinn verður á ensku, mun dr. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Notkun aðgerðarannsókna hjá Marel

MAREL býður félögum í ARFÍ og öðrum áhugamönnum um aðgerðarannsóknir í heimsókn fimmtudaginn 12. mars kl. 16­17.30. Sagt verður frá notkun aðgerðarannsókna (reiknifræði) hjá fyrirtækinu, bæði almennt og einstökum viðfangsefnum. Má sem dæmi nefna aðferðir við vélræna flokkun og samval fiskihluta eða kjúklingabita. Auk þess verði húsakynni fyrirtækisins skoðuð. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 544 orð

Ótímabært að taka eina lóð fram yfir aðra

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að sér lítist ekki illa á þá hugmynd að kannaðir verði möguleikar á byggingu tónlistarhúss við Skúlagötu en sjálfstæðismenn í skipulags- og umferðarnefnd hafa lagt fram tillögu þess efnis, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Óveður í aðsigi

FÓLK sem hafði dvalið sl. helgi í námunda við Snæfell og var á heimleið slapp rétt undan óveðrinu sem skall á síðdegis á sunnudag. Fólkið hafði keyrt um í blíðskaparveðri og m.a. skoðað íshelli í Eyjabakkajökli. Það gisti í skála við Kollumúlavatn á Lónsöræfum og bjó sig til heimferðar fyrripart sunnudags. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 315 orð

Pinochet dregur sig í hlé sem yfirmaður hersins

AUGUSTO Pinochet hershöfðingi, einræðisherrann fyrrverandi sem stjórnaði Chile með harðri hendi á árunum 1973­90, lét í gær af störfum sem yfirmaður hersins eftir að hafa gegnt embættinu í 24 ár. Herinn var með mikinn öryggisviðbúnað í Santiago þegar Pinochet lét af embættinu við hátíðlega athöfn í skóla hersins í borginni. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 382 orð

Prescott kann að sæta rannsókn

JOHN Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Breta, þarf væntanlega að sæta sérstakri þingrannsókn vegna ásakana um að hann hafi látið hjá líða að telja fram tæplega 28.000 pund, jafnvirði þriggja milljóna króna, framlag sem hann þáði árið 1996. Búist er við að hann sleppi með áminningu. Ráðherrann heldur því fram að hann sé fórnarlamb hefndarsamsæris fyrrverandi samflokksmanna sinna í Hull. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Ráðstefna um fætur sykursjúklinga

FÉLAG íslenskra fótaaðgerðafræðinga gengst fyrir ráðstefnu um fætur sykursjúkra á Hótel Sögu, þingsal A, föstudaginn 13. mars nk. kl. 19.00-22.00. "Fótasár eru algengustu fylgikvillar sýkursýkinnar. Áætlað er að fótasára verði vart hjá 15-25% allra sykursjúkra á æviskeiði þeirra. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 129 orð

Reuters Níu farast í Alabama

DÓMHÚSIÐ í Coffee-sýslu í Alabama í Bandaríkjunum var umlukið vatni í miðbæ Elba á mánudag. Að minnsta kosti níu manns fórust í óveðri sem geisaði í suðausturhluta Bandaríkjanna um síðustu helgi. Fimm dauðsfallanna urðu í Alabama-ríki sunnanverðu. Meira
11. mars 1998 | Miðopna | 274 orð

Reyndir menn á vettvang

NÆRRI 70 björgunarsveitarmenn voru við leitar- og björgunarstörf við Eyjafjörð í gær þegar mest var auk nokkurra tuga manna sem voru í viðbragðsstöðu og þeirra sem stjórnuðu aðgerðum úr í húsi Flugbjörgunarsveitar Akureyrar. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Rætt hjá borginni, ráðuneytinu og víðar

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist ekki vilja tjá sig um lögfræðiálit Lúðvíks Emils Kaaber héraðsdómslögmanns, þar sem hún hafi ekki séð það. Álitið verði skoðað hjá borgaryfirvöldum. Í lögfræðiálitinu er því haldið fram, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, að gildandi lög veiti ekki heimild til þess að Félagsbústöðum hf. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sala fasteigna boðin út?

Í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU er nú til athugunar að bjóða út á almennum markaði umsjón með sölu og kaupum fasteigna ríkisins. Ákveðið hefur verið í tengslum við umfangsmiklar breytingar sem ákveðnar hafa verið á skipulagi ráðuneytisins að færa umsýslu þessara mála út úr ráðuneytinu fyrir 1. maí nk. Hefur einnig verið rætt um að fela Ríkiskaupum þessa umsjón en skv. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Samræmd samgönguáætlun

ALÞINGI hefur samþykkt ályktun þess efnis að samgönguráðherra verði falið að skipa nefnd til að kanna hvort samræma megi gerð áætlana um uppbyggingu samgöngumannvirkja í eina samræmda samgönguáætlun og gera í framhaldi af því tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögum og reglum. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 717 orð

Samstarf við hagsmunaaðila í atvinnulífi Ákveðið hefur verið að taka upp nýtt skipulag fyrir fjármálaráðuneytið. Almenn

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur ákveðið að taka upp nýtt skipulag fyrir fjármálaráðuneytið með það að markmiði að styrkja þátt ráðuneytisins í hagstjórninni, bæta stjórnsýsluna og efla þjónustuna við landsmenn. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 722 orð

Segir hatursmenn Clintons hafa komið sögunni af stað

BLAÐAMAÐURINN, sem skrifaði fyrstu fréttina um kvennamál og hugsanlegt framhjáhald Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið hann opinberlega afsökunar. Segir hann, að hægrisinnaðir hatursmenn hans hafi staðið að baki fréttaflutningnum. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 371 orð

Segja björgunarmennina vera hreinar hetjur

FIMM björgunarsveitarmenn frá Dalvík komust loks til byggða laust fyrir hádegi í gær eftir að hafa dvalið í snjóbyrgi í um 1.200 metra hæð við Þorbjarnartungur í hálfan annan sólarhring. "Þetta eru hörkunaglar," sagði Smári Sigurðsson sem ásamt félögum sínum kom fyrstur að snjóbyrginu. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 687 orð

Sitjum á suðupottinum

Glötum við golfstraumnum? var yfirskrift fyrirlesturs sem Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur flutti í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. Fyrirlesturinn var annar í röð nokkurra fyrirlestra sem Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands stendur fyrir um þessar mundir í tilefni af ári hafsins. Meira
11. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 246 orð

Sjónvarp á ekki að vera barnfóstra

MIKILVÆGT er að foreldrar séu til staðar þegar ung börn horfa á sjónvarp og að þeir velji það efni sem horft er á. Þetta kemur fram í bæklingnum Hvað er til ráða ­ Áhrif ofbeldis í sjónvarpi á börn sem umboðsmaður barna og Félag íslenskra barnalækna kynntu í gær. Meira
11. mars 1998 | Landsbyggðin | 238 orð

Skógrækt ríkisins gerir samning við SKÝRR

Egilsstöðum-Skógrækt ríkisins er að endurnýja upplýsingakerfi sín og hefur gert samning við SKÝRR um kaup og uppsetningu á Agresso- upplýsingakerfi. Skógræktin hefur hingað til eins og aðrar ríkisstofnanir notað BÁR, sem er Bókhalds- og áætlanakerfi ríkisstofnana. Agresso-kerfið er alþjóðlegt og skógræktin í Noregi hefur haft slíkt kerfi um skeið. Meira
11. mars 1998 | Miðopna | 574 orð

Smári Sigurðsson og félagar komu fyrstir að fimmmenningunum

"ÞEIR urðu óskaplega kátir þegar við komum, þeir voru kaldir en þetta eru ungir og hraustir strákar og það amaði ekkert stórvægilegt að þeim. Þetta eru hörkunaglar sem gerðu það sem réttast var, koma sér í skjól og grafa sig í fönn, Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 79 orð

Snjóflóðaæfing í Neskaupstað SNJÓFLÓÐAÆFING var

SNJÓFLÓÐAÆFING var haldin í Neskaupstað í gærkvöldi. Almannavarnir stóðu fyrir æfingunni en Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað og Hundabjörgunarsveit Slysavarnafélags Íslands tóku einnig þátt. Að auki voru slökkvilið og lögregla staðarins kölluð út og taldi Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri Neskaupstaðar að hátt í 80 manns hafi komið að æfingunni. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Snúran klár ÞAÐ er ekki hægt að segja að þeir s

ÞAÐ er ekki hægt að segja að þeir sem sjá um þvotta á akureyrskum heimilum hafi fengið mikinn þurrk að undanförnu, enda hafa frosthörkur verið ríkjandi norðan heiða. Snjórinn hefur m.a. hlaðist á snúrurnar eins og sjá má heima hjá Fanneyju, sem var að hjálpa pabba sínum að berja hann af. Ekki fylgdi hins vegar sögunni hvort það væri mamma eða pabbi sem ætlaði að standa í þvottum. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Stærsti skjálftinn á Vigdísarvöllum

HRINA jarðskjálfta varð á vestara gosbeltinu, frá Langjökli suður um Hengil og vestur um Reykjanesskaga, frá því í fyrrakvöld og fram undir hádegi í gær. Sterkasti skjálftinn mældist um 3 á Richter og átti hann upptök sín norðarlega á Vigdísarvöllum, austan í Núpshlíðarhálsi, um kl. sex í gærmorgun en hans varð vart í Hafnarfirði og Krýsuvík. Hófst með smáskjálftum Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 425 orð

Suharto forseti formlega endurkjörinn

SUHARTO, forseti Indónesíu, tilkynnti formlega í gær á fundi Þjóðarráðgjafarsamkomunnar að hann hefði útnefnt Jusuf Habibie, rannsóknar- og tæknimálaráðherra, til embættis varaforseta. Suharto var formlega endurkjörinn forseti til fimm ára í sjöunda sinn á fundi samkomunnar í gær. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans Óskar e

"Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur síðustu daga um meint kaup Landsbanka Íslands á veiðileyfum af leigutaka Hrútafjarðarár hef ég ákveðið að óska eftir að Ríkisendurskoðun geri úttekt á þessum málum og skili, ef stofnunin telur efni til þess, skýrslu um málið til bankaráðs Landsbanka Íslands hf. Ég minni á að Ríkisendurskoðun er jafnframt endurskoðandi bankans. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Tilboði tekið frá Tæknivali

FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að veita Ártúnsskóla heimild til að taka tilboði Tæknivals hf. í Reykjavík um leigu og viðhald á tölvum fyrir skólann. Ártúnsskóli mun í samvinnu við foreldrafélag skólans leigja allt að tuttugu tölvur frá Tæknivali og borga af þeim leigu. Meira
11. mars 1998 | Miðopna | 286 orð

Trúðum ekki öðru en þeir myndu skila sér

"VIÐ misstum aldrei vonina og trúðum ekki öðru en þeir myndu skila sér," sagði Gunnar Gunnarsson, faðir þeirra Hauks og Gunnars, sem voru í hópi fimmmenninganna frá Dalvík sem höfðust við í snjóhúsinu á sunnudag. Þriðji bróðirinn, Birgir, var einnig í ferðahópi Dalvíkinganna inn á hálendið en hann fór með jeppa úr Laugafelli til byggða á sunnudag. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Tveir hafa sagt sig úr flokknum

GYLFI Guðjónsson ökukennari og varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og Helgi Sigurðsson dýralæknir sögðu sig úr Framsóknarflokknum í Mosfellsbæ eftir að listi flokksins til komandi bæjarstjórnarkosninga var kynntur á laugardag. Gylfi gaf kost á sér í þriðja sæti listans en í tillögu uppstillingarnefndar er hann hvergi á listanum. Helgi Sigurðsson sagði sig úr flokknum honum til stuðnings. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Tvær flugvélar rákust saman í aðflugi

TVÆR eins hreyfils einkaflugvélar snertust þar sem þær voru á lokastefnu fyrir lendingu á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ á laugardag. Flugmennirnir sluppu með skrekkinn en önnur vélin er nokkuð skemmd. Málið er í rannsókn hjá rannsóknarnefnd flugslysa. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Umræðan tók þrjá daga

FYRSTU umræðu um frumvarp félagsmálaráðherra til húsnæðismála lauk á Alþingi í gær, en það var þriðji dagurinn sem frumvarpið var til umræðu. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu fóru fram á það við félagsmálaráðherra að hann drægi frumvarpið til baka og legði það fram að nýju næsta haust, þannig að þeir aðilar sem frumvarpið snerti gætu fengið tíma til að fjalla ítarlegar um það í sumar. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Umönnun og ræktun tilfinninga í uppeldi barna

SIGRÍÐUR D. Benediktsdóttir, sálfræðingur, heldur fyrirlestur um mikilvægi umönnunar og ræktun tilfinninga í uppeldi barna í kvöld kl. 20, á Barna­ og unglingageðdeild Landspítalans, Dalbraut 12, (ekið inn frá Leirulæk). Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Uppeldi skógarplantna

"GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins á Reykjum í Ölfusi, í samvinnu við Skógrækt og Landgræðslu ríkisins, stendur fyrir námskeiði fyrir fagfólk fimmtudaginn 12. mars nk. um uppeldi skógarplantna. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Garðyrkjuskólans og stendur frá kl. 9 til 16. Leiðbeinendur verða Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri skógræktar ríkisins, Jón Kr. Meira
11. mars 1998 | Miðopna | 187 orð

Urðu frá að hverfa

FÉLAGAR í gönguskíðahóp Hjálparsveitar skáta á Akureyri voru kallaðir út síðdegis á mánudag og lögðu upp akandi í Djúpadal um kl. 18 og sóttist ferðin fremur seint. Komið var myrkur er þeir lögðu af stað áleiðis að snjóhúsinu, en í fyrstu þurftu þeir að bera skíðin þar sem fremur snjólétt er á svæðinu. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Utanríkisráðherra til Bosníu-Hersegóvínu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra heldur í óopinbera heimsókn til Bosníu-Hersegóvínu í dag. Króatísk yfirvöld taka á móti utanríkisráðherra á flugvellinum í Zagreb. Á morgun fer utanríkisráðherra til Banja Luka og á fund með Dodik, forsætisráðherra heimastjórnar Serbneska lýðveldisins með aðsetur í Banja Luka. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 370 orð

Úttekt á því hvar þrávirk lífræn efni er að finna

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi álykti að fela umhverfisráðherra að gera úttekt á því hvar PCB og önnur þrávirk lífræn efni er að finna hér á landi og í hve miklu magni. Jafnframt skuli ráðherra gera tillögu um eyðingu þeirra efna sem geta reynst skaðleg lífríkinu. Meira
11. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Vakningasamkomur VAKNINGASAMKOMUR verða haldnar á Hjálpræðishernum á Aku

VAKNINGASAMKOMUR verða haldnar á Hjálpræðishernum á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld, og fimmtudagskvöld og einnig á sunnudag. Miriam Óskarsdóttir, flokkstjóri Hjálpræðishersins í Reykjavík, mun syngja og prédika og ungt fólk mun taka þátt í samkomunum, en þær hefjast kl. 20.30 í kvöld og annaðkvöld og kl. 17 á sunnudag. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Veikur sjómaður sóttur á haf út

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var send af stað um kl. 23 í gærkvöldi til að sækja veikan sjómann um borð í togara sem staddur var um 100 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skömmu eftir að þyrlan var lögð af stað kom í ljós bilun og var henni snúið við til Reykjavíkur. Var TF-SIF þá send eftir manninum um miðnættið. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

Vetrarbolti FÓTBOLTA er hægt að spila al

FÓTBOLTA er hægt að spila allt árið um kring að því er myndin gefur til kynna. Snjókoman virtist að minnsta kosti ekki aftra leikgleði þessara ungu manna sem spiluðu fótbolta á Tjörninni síðdegis í gær. Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu undanfarið en óvíst er að allir taki snjónum jafn vel og þessir drengir. Meira
11. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 307 orð

Viðbrögð bæjarbúa við Aksjón jákvæð og góð

AKSJÓN, bæjarsjónvarp á Akureyri, hóf starfsemi um mánaðamótin október nóvember síðastliðinn. Viðbrögð bæjarbúa hafa að sögn Gísla Gunnlaugssonar, sem ásamt Páli Sólnes rekur stöðina, verið afar góð og jákvæð. "Fólk vill greinilega sjá meira af efni úr heimabyggðinni og þar er af nógu að taka," sagði Gísli. Meira
11. mars 1998 | Erlendar fréttir | 288 orð

Þing Kína samþykkir fækkun ráðuneyta KÍNVERSKA þingið samþykk

KÍNVERSKA þingið samþykkti í gær áform stjórnarinnar um að leggja niður 15 ráðuneyti og segja upp milljónum starfsmanna æðstu ríkisstofnana til að draga úr skriffinnsku og afskiptum ríkisins af atvinnulífinu. Áformin voru samþykkt með 2.814 atkvæðum gegn 12 og 33 þingmenn sátu hjá. Meira
11. mars 1998 | Landsbyggðin | 146 orð

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum Endu

Miðhúsum-Þörungaverksmiðjan tók til starfa 1974. Hún var ein sinnar tegundar í heiminum og hefur gengið á ýmsu í rekstri hennar og er síðasta ár fyrsta árið sem hún skilar arði. Það má fullyrða að rekstur verksmiðjunnar var tilraunastarfsemi og þurfti að þreifa sig áfram við hvert fótmál. Endurnýjunin kostar30 milljónir kr. Meira
11. mars 1998 | Innlendar fréttir | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

11. mars 1998 | Staksteinar | 333 orð

»EINUM RÓMI EINUM rómi nefnist ávarp Haralds Sumarliðasonar formanns Samtaka i

EINUM rómi nefnist ávarp Haralds Sumarliðasonar formanns Samtaka iðnaðarins, sem birt er í ársskýrslu samtakanna. Ávarpsheitið er einnig einkunnarorð Samtakanna. HARALDUR Sumarliðason segir: "Á síðustu mánuðum hefur ný stefnumótun verið í smíðum hjá Samtökum iðnaðarins. Meira
11. mars 1998 | Leiðarar | 651 orð

SAMHJÁLP VIÐ SJÚKA

LeiðariSAMHJÁLP VIÐ SJÚKA ITTHVERT mesta áfall, sem nokkur fjölskylda getur orðið fyrir, er alvarlegt slys eða langvinnur sjúkdómur barns eða foreldris, og segir það sig sjálft, að auk líkamlegra og sálrænna þjáninga bætast við fjárhagsleg skakkaföll. Í sumum tilfellum kann fjárhagur fjölskyldunnar að leggjast í rúst. Meira

Menning

11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 579 orð

Af hverju er himinninn blár?

ÞEIR sem ætla að verða grunnskólakennarar fara í Kennaraháskóla Íslands og geta valið sér sérsvið. Þeir sem vilja kenna bóknámsgreinar velja sér tvö fög og ljúka 12,5 einingum í hvoru fyrir sig, stunda síðan æfingakennslu og gera lokaverkefni. Eðlis- og efnafræði er eitt kjörsviðið og stjórnar dr. Haukur Arason því, en nemendur af því virðast eiga fremur greiðan aðgang að skólum landsins. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 135 orð

Aftur Monty Python

MONTY Python-hópurinn breski, sem í sjónvarpsþáttum sínum sagði m.a. frá bjánagangsráðuneytinu og dauðum páfagauk mun koma saman á ný á næsta ári í tilefni af 30 ára afmæli sínu. Einn meðlima hópsins, leikarinn John Cleese, tjáði BBC í fyrradag að þeir hefðu orðið varir við mikinn áhuga fyrir því að eitthvað yrði gert í tilefni afmælisins. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 381 orð

Allt getur gerst

ÞEIR leikarar sem tilnefndir eru til Óskarsverðlauna fóru í myndatöku og ræddu málin í löngum hádegisverði síðastliðinn mánudag. Jack Nicholson fór úr jakkanum og Kim Basinger var glæsileg í rauðri dragt, eins og hún væri nýkomin af tökustað myndarinnar LA Confidential. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 185 orð

Allt sem vitað verður um grasvelli

MARGS má verða vísari um grasvelli, að minnsta kosti í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en í haust verður þar boðið upp á nýja námsbraut við skólann sem nefnist grasvallabraut. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 808 orð

Alvöru útgáfa Skint heitir útgáfa í Bretlandi sem náði þeim árangri að vera valin útgáfa ársins á síðasta ári. Forstjóri

MEÐAL merkustu útgáfna í Bretlandi er Skint-útgáfan, sem reyndar var kjörin útgáfa ársins á síðasta ári þar í landi. Þeir eru varla margir sem þekkja til útgáfunnar hér á landi, kannast þó væntanlega við suma þá tónlistarmenn sem fyrirtækið hefur á sínum snærum, til að mynda stuðboltann Fatboy Slim og Bentley Rhythm Ace, sem heimsótt hafa Ísland. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 419 orð

"Aukin þörf fyrir menntun í ferðaþjónustu"

Í Menntaskólanum í Kópavogi er starfandi ferðamálaskóli sem býður upp á þrenns konar námslínur í kvöldskóla. UM ER að ræða fjölbreytt og stutt nám fyrir þá sem hyggjast starfa í ferðaþjónustu en lengd námsins er einn vetur. Boðið er upp á nám fyrir leiðsögumenn erlendra ferðamanna á Íslandi og öðlast nemendur starfsréttindi að því loknu. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 2424 orð

Áð í Dresden Dresden var fegurst borga Miðevrópu, Flórenz Þýskalands. Umhverfi borgarinnar er ekki síður fagurt, fjallahéruðin í

ÞAÐ er ekki nema liðlega tveggja tíma lestarferð frá Berlín til Dresden, en um þessar mundir er ljóðurinn sá, að farið er frá brautarstöðinni Lichtenberg, sem er austast í útjaðri Berlínar. Komnir á leiðarenda eru menn hins vegar í miðri borg kjörfurstanna með Ágústarnafnið, sem gerðu staðinn að höfuðdjásni Miðevrópu, Flórenz Þýskalands. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 96 orð

Á NÁMSKYNNINGU 98 verða um 200 mismunandi námsleiðir kynnt

Á NÁMSKYNNINGU 98 verða um 200 mismunandi námsleiðir kynntar. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir forstöðumaður og námsráðgjafi við Háskóla Íslands, sem hefur unnið að skipulagningu námskynningarinnar, segir að hún stuðli að eflingu menntunar hér á landi og að markmiðið sé að vekja athygli á þeim námsleiðum sem fólki standi til boða. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 285 orð

"Á réttri braut í sjúkraliðanámi"

"ÉG VAR búin með allan grunninn í öðrum framhaldsskóla þegar ég byrjaði á sjúkraliðabraut í haust. Það eru því tvö ár sem ég þarf til að klára sjúkraliðanámið," segir Klara Stefánsdóttir, 25 ára nemi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Að hennar sögn er námið hagnýtt og hentar vel fyrir fólk sem vill fara styttri leið í námi. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 192 orð

BIFVÉLAVIRKJUN

BÍLGREINABRAUTIR eru í Borgarholtsskóla í Grafarvogi og eru "keyrðar" af Fræðslumiðstöð bílgreina, FMB, sem gerði samning um námið við menntamálaráðuneytið árið 1994. Formið er gott dæmi um áhrif atvinnulífsins á framkvæmd menntamála. Framkvæmdastjóri FMB er Aðalsteinn Símonarson. Hann segir skólann mjög vel búinn tækjum og að þau séu flest gjafir frá fyrirtækjum. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 452 orð

Eftirsóttir stærðfræðingar Net og örvanet. Tvíhlutanet, Euler-net og Hamilton-net. Tré. Vegin net og flæðinet. Spyrðingar. Geir

GEIR Agnarsson fæddist í Noregi á ameríska þakkargjörðardaginn 23. nóvember 1967 og bjó þar í eitt ár. Fluttist þá til Ítalíu og kom loks heim til sín fimm ára gamall. Stúdent varð hann í MR árið 1987 og BS í stærðfræði frá HÍ árið 1990 og var háseti á sumrin til að fá breidd í lífið. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 55 orð

Fatlaðir fræðast

FULLORÐINSFRÆÐSLA fatlaðra skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk sem á erfitt með að vera á almennum námskeiðum. María Kjeld skólastjóri segir að hjá þeim séu kenndar almennar bóklegar greinar, líkamsþjálfun, heimilisfræði, mynd- og handmennt og tónlist og leiklist. Námsvísir og umsóknareyðublöð er hægt að fá í Blesugróf 27 í Reykjavík, s. 581-3306 og 581-3508. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 125 orð

Fjórir skólar um háskóla

KENNARAMENNTUN er nú undir einu nafni og einni stjórn í Kennaraháskóla Íslands, samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 1998. Fósturskóla Íslands, Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Þroskaþjálfaskóla Íslands er nú stjórnað af einu háskólaráði. Rektor er Þórir Ólafsson. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 469 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 322 orð

Frumraun Gunnars í Vínaróperunni

GUNNAR Guðbjörnsson tenórsöngvari söng hlutverk Tamínós í Töfraflautu Mozarts í Ríkisóperunni í Vín sl. mánudagskvöld. Gunnar var kallaður til í forföllum annars til að syngja hlutverk Tamínós, en það hefur hann sungið víða, m.a. í Berlín. Rödd Gunnars er sögð hafa notið sín mjög vel í Vínaróperunni og í sýningarlok var honum vel fagnað af óperugestum og samstarfsfólki. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 93 orð

Föstutónlist í Hallgrímskirkju

Í HALLGRÍMSKIRKJU í dag, miðvikudag kl. 21, flytja Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson organisti aríur úr Mattheusarpassíunni eftir J.S. Bach. Einnig verður flutt tónlist fyrir selló og orgel. Þessi tónlistardagskrá er sú fyrsta af þremur sem haldin verður á föstuvöku annan hvern miðvikudag og verður sú síðasta 25. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 83 orð

Föt fyrir Óskarinn

ÓSKARSVERÐLAUNIN eftirsóttu verða afhent í lok mánaðarins með tilheyrandi glæsileika og viðhöfn. Fatnaður þeirra útvöldu sem þangað eru boðnir skiptir miklu máli og keppast helstu fatahönnuðir heimsins um að fá tækifæri til að klæða stjörnurnar. Af því tilefni var sérstök kynning á "Óskars-fatnaði" í Los Angeles í vikunni. Meira
11. mars 1998 | Bókmenntir | 786 orð

Gangverk þjóðfélagsins

eftir Gunnar G. Schram. 681 bls. Háskólaútgáfan. Reykjavík, 1997. ÞEIR HAFA engan konung, aðeins lög, sagði Adam frá Brimum um Íslendinga. Því er síst að furða þótt lögin komi títt við sögu í fornritunum. Menn sóttu og vörðu með lögkrókum og lagaflækjum. Fyrirmenn síðari alda stóðu, margir hverjir, í stanslausu málaþrasi. Nú er öldin önnur. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 305 orð

Gítartónleikar á Vopnafirði, Raufarhöfn og Húsavík

SÍMON H. Ívarsson gítarleikari heldur tónleika á Austur­ og Norðausturlandi. Fyrstu tónleikarnir verða fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30 í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði. Þeir eru á vegum verkefnisins: Menning um landið. Á tónleikunum koma einnig fram nemendur úr Tónlistarskóla Vopnafjarðar. Föstudaginn 13. mars leikur Símon í Raufarhafnarkirkju kl. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 250 orð

Grannar fyrirsætur Dolce e Gabbana

TÍSKUHÖNNUÐIRNIR Dolce og Gabbana eru meðal vinsælustu hönnuða Ítalíu og eru kjólar þeirra og kápur eftirsóttar meðal stjarnanna í Hollywood. Dolce e Gabbana línan var sýnd í vikunni á tískuvikunni í Mílanó í sérstaklega glæsilegu umhverfi sem minnti frekar á aldingarð en sýningarsvið. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 349 orð

Háskóli á sumrin

SUMARSKÓLAHALD háskóla fyrir erlenda nema er víða orðið umfangsmikið í nágrannalöndum okkar. Það er starfi háskólanna til framdráttar og geta námskeiðin skapað nýja atvinnumöguleika fyrir ungt menntafólk sem tekið getur að sér kennslu. Tilraunaverkefnið Sumarskóli Háskóla Íslands sem ýmsar stofnanir HÍ eiga aðild að ásamt Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 606 orð

Híbýli vindanna í þróunarsálfræði

,ÞAÐ er ekki spurning," segir Leif Myrdal, "að karlmenn eiga fullt erindi í þroskaþjálfanám." Þrátt fyrir það er Leif eini karlkyns nemandinn sem brautskráist frá þroskaþjálfaskor Kennaraháskóla Íslands í vor. Samtals munu 26 nemendur ljúka B.Ed. gráðu frá skólanum snemma í júní og verður það í fyrsta skipti sem háskólamenntaðir þroskaþjálfar ljúka prófi frá íslenskum skóla. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 180 orð

Hvað er AFS?

AFS eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1947 og starfa núna í meira en 50 löndum í öllum heimsálfum. Árlega dvelja um 10.000 ungmenni um heim allan erlendis á vegum AFS. Markmið AFS er að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum uppruna. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 231 orð

Hvað er rafeindavirkjun?

NÁM í rafeindavirkjun er sagt erfitt en jafnframt áhugavert og skemmtilegt fyrir þá sem ráða við það. Faglega námið er jöfnum höndum verklegt og bóklegt, en þó eru verklegu tímarnir heldur fleiri en þeir fagbóklegu. Þá eru almennar bóklegar greinar eins og tungumál og stærðfræði ekki taldar með. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 340 orð

Hvernig líður kúnni þinni?

VIÐ Bændaskólann á Hvanneyri er rekið umfangsmikið starf á sviði endur- og símenntunar. Það felst einkum í því að boðið er upp á fjölda stuttra námskeiða sem bændur og starfsmenn þeirra sækja. Flest eru þessi námskeið haldin á Hvanneyri en sífellt fleiri námskeið eru haldin 1annars staðar en þar enda bændur mjög dreifðir um land allt. Meira
11. mars 1998 | Tónlist | 526 orð

Höfuðlausn prófessorsins

Óskar Guðjónsson saxófónn, Egill B. Hreinsson píanó, Tómas R. Einarsson bassi og Matthías MD Hemstock trommur. Sunnudagskvöldið 8. mars. SÁ sjóður sem djassmenn hafa fyrst og fremst sótt í sem umgjörð spuna síns ­ þegar þeir hafa ekki flutt frumsamin djassverk og blúsa ­ eru sönglög bandarískra tónskálda þessara aldar. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 148 orð

Hönnun í Mílanó

FERÐASKRIFSTOFA stúdenta er með umboð fyrir Istituto Europe di Design á Íslandi en skólinn býður upp á nám á flestum sviðum hönnunar. Hægt er að taka almennt 3­4 ára nám og einnig mastersgráðu í ákveðnum fögum. Skólinn hefur aðalaðsetur í Mílanó, en einnig er kennt í Róm, Tórínó, Cagliari og Madríd á Spáni. Nemendur eru frá mörgum löndum og hafa nokkrir Íslendingar farið í hann. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 378 orð

Inn í skólakerfið að nýju Þeir sem hafa tekið sér frí frá skóla eða hafa lítið nám að baki geta farið í frumgreinadeildina í

KRISTÍN Einarsdóttir, nemandi í frumgreinadeild Tækniskóla Íslands, flutti gagngert frá Suðurnesjum til borgarinnar nú um áramótin til að hefja skólagöngu að nýju. "Ég tók eina önn í öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðasta haust en þar á undan hafði ég ekki verið í skóla í hátt í 10 ár," segir hún. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 667 orð

Í FAÐMI SKÁLDA

ÍSLENDINGAR hafa löngum borið skáld á höndum sér. Sagnahefðin er rík hjá þjóðinni og menn sem kunna að segja sögu, sanna eða skáldaða, í bundnu eða óbundnu máli, eiga og munu eflaust alltaf eiga upp á pallborðið. Í gegnum tíðina hafa skáldin blásið okkur baráttuþrek í brjóst, vandað um við okkur, mótað skoðanir okkar, með og á móti, og, umfram allt, glatt okkur í blíðu og stríðu. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 129 orð

Í leit að námi

Í leit að námi Blaðið er helgað framhaldsnámi. Stiklað er á námi í hinum ýmsu framhaldsskólum, sérskólum og háskólum á Íslandi. Á Námskynningu 1998 sem haldin er á háskólasvæðinu sunnudaginn 15. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 62 orð

Í leit að námi

Í leit að námi NÁMSKYNNING 98 verður haldin á háskólasvæðinu í Reykjavík sunnudaginn 15. mars kl. 11­18. Hér gefur að líta flokka námsgreina og í hvaða byggingum þær eru kynntar. Bókstafirnir tákna forkröfurnar. Myndin sýnir byggingarnar og hvar gestir geta lagt bílum sínum. Kaffiveitingar eru í öllum byggingum nema íþróttahúsi. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 142 orð

Karlakórinn Heimir í tónleikaferð

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur í tónleikaferð dagana 12.­14. mars. Fyrstu tónleikarnir verða í Reykholtskirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 21. Föstudaginn 13. mars verða tónleikar kl. 21 á Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu. Laugardaginn 14. mars heldur kórinn tónleika í Reykjavík og verða þeir í Langholtskirkju kl. 16.30. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | -1 orð

Kylfingur á Bifröst

"Ég útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi af hagfræðibraut árið 1994. Um haustið lá leiðin til Bandaríkjanna. Þar dvaldi ég einn vetur við nám í Louisiana," segir Þórður, "ég fékk þar háskólastyrk vegna golfsins. Þetta var mjög góður vetur þarna vestra en áhugi minn lá í því að mennta mig hér heima. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 227 orð

Leiftur frá liðinni tíð

SKÁLDASTOFURNAR tíu eru hannaðar af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt sem töluvert hefur unnið fyrir Hótel Loftleiðir á liðnum misserum. Kveðst hann lítið hafa glímt við klassíska hluti í starfi sínu til þessa en, eðli málsins samkvæmt, ekki komist hjá því að þessu sinni. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 312 orð

"Lifandi og skemmtilegt starf"

"ÉG BYRJAÐI í háskólanum eftir að hafa klárað stúdentspróf frá MH. Ég var þar í eitt misseri en fann mig ekki í náminu. Mig langaði að prófa eitthvað annað og datt niður á lyfjatækninámið fyrir tilviljun. Mér leist strax vel á það og ákvað að slá til. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 131 orð

Listviðburðir á Námskynningu 1998

NEMENDUR úr Söngskóla Reykjavíkur syngja lög úr ýmsum áttum. Hitt húsið verður með líflega kynningu á starfsemi sinni. Jafningjafræðslan kynnir dagskrá sumarsins. Nemendur úr Listdansskólanum sýna listdans í Hátíðarsal Háskólans. Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytja ýmis tónverk. Í andyri Lögbergs Kl.13.00. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 745 orð

Lífræn form sem mynda hið skrautkennda Myndlistarmaðurinn Victor Cilia sýnir um þessar mundir málverk í listamiðstöðinni

VIKTOR hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum árið 1979 og var þar við nám í þrjú ár. Bauðst honum þá starf hjá Þjóðleikhúsinu við leiktjaldamálun. Hann segist hafa verið svo ánægður með starf sitt sem leiktjaldamálari að hann hafi ílengst í starfinu næstu tíu árin. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 607 orð

"Lífsstíll að vera slökkviliðsmaður"

Hjá slökkviliði Reykjavíkur starfa um áttatíu manns á vöktum. Sá hópur sér um sjúkraflutninga í borginni og sinnir útköllum á brunabílum. Menntunin er tvíþætt og er hennar aflað samhiða störfum. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 228 orð

Meistaranám í umhverfisfræðum við HÍ

UMHVERFISMÁL eru hátt skrifuð núna undir lok aldarinnar og hefur verið ákveðið að koma meistaranámi í umhverfisfræðum á fót í Háskóla Íslands bæði sem MA- og MS-námi. Meistaranámið verður 60 einingar og skiptist það í fjóra jafnstóra hluta. Forkröfur í námið eru að nemandinn hafi lokið 90 eininga námi frá viðurkenndum háskóla. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 233 orð

MENNTUN OG ÞJÁLFUN

HJÁ SLÖKKVILIÐI Reykjavíkur starfa menn hvort tveggja sem slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn. Menntun þeirra er tvíþætt og er aflað samhliða störfum. Helstu inntökuskilyrði eru iðnmenntun eða sambærileg menntun eða reynsla, meirapróf á bifreið auk þess sem umsækjendur þurfa að gangast undir læknisskoðun og þrekpróf. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20 til 28 ára. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 626 orð

Myndlistin og kaffið krauma

SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 6 í Reykjavík: Fjórir myndlistarnemar sitja að spjalli á fyrstu hæð í galleríinu sínu, og kaffið kraumar. Húsnæðið fengu nemendur Myndlista- og handíðaskóla Íslands lánað í vetur og á hverjum föstudegi er opnuð ný sýning á efri hæðinni. "Neðri hæðin heitir "deild í vanda", segir Unnar Örn Auðarson í fjöltæknideild, "hingað geta allir gengið inn til að skoða og spjalla. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 289 orð

MYND OG HAND

MYNDLISTA- og handíðaskóli Íslands er í Skipholti 1 í Reykjavík og er hann miðstöð æðri myndlistarmenntunar á Íslandi og er stefna hans að uppfylla þær skyldur sem hann hefur við íslenskt samfélag. Skólinn skiptist í fimm deildir: Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 691 orð

Náin tengsl viðskiptalífs og skólastarfs Skólinn er 4.000 fermetrar á fimm hæðum og rúmar um 500 nemendur Leitað verður til

Skólinn er 4.000 fermetrar á fimm hæðum og rúmar um 500 nemendur Leitað verður til fólks úr atvinnulífinu til að taka að sér stundakennslu LIÐNA helgi var auglýst eftir rektor og kennurum til starfa við Viðskiptaháskólann í Reykjavík en nú er að rísa 5 hæða bygging undir hann í Ofanleiti 2 sem rúma á 500 nemendur. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 241 orð

Nám í nútímaforritun

AÐSÓKN á námskeið í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Hafnarfirði hefur verið góð. Færri komust til dæmis að en vildu í fyrsta heilsársnámskeið skólans í nútímaforritun sem byrjaði eftir áramótin og á önnur námskeið hefur verið fullbókað. Nám í nútímaforritun og kerfisgreiningu er 560 klukkustundir og er markmiðið að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir starfsfólk á þessu sviði. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 945 orð

NICHOLAS RAY

OFT eru það ólíklegustu myndir sem standa uppúr í minningunni frá myndmörgum kvikmyndahátíðum. Svo er t.d. með heimildarmyndina áhrifaríku, Lightning Over Water, ('80), sem þýski leikstjórinn Wim Wenders gerði um hinn bandaríska starfsbróður sinn og átrúnaðargoð, Nicholas Ray. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 525 orð

Nútímanám á sögustað

HÓLAR í Hjaltadal hafa verið skólasetur allt frá 1106 þegar biskupsstóll var settur á Hólum. Oft hefur því þurft að laga námið þar að breyttum atvinnuháttum og samfélagi. Markmið skólamanna á Hólum nú er að þar bjóðist mönnum tækifæri til að afla sér starfsmenntunar sem nýtist þeim vel í atvinnulífi í dreifbýli. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 101 orð

Ný skólastefna kynnt

KYNNINGARRITIÐ "Enn betri skóli," er í dreifingu um landið, er það um endurskoðun á aðalnámskrá fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Börn í Laugarnesskóla sátu fyrir á myndum í því og léku í auglýsingu sem sýnd er í sjónvarpinu. Fengu þau að sjá afraksturinn fyrst af öllum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra þakkaði þeim fyrir framlagið. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 166 orð

Opin kóræfing í Kringlunni

KÓR Langholtskirkju ásamt Gradualekór Langholtskirkju býður almenningi til opinnar kóræfingar í Kringlunni kl. 17 í dag, miðvikudaginn 11. mars, á 2. hæð, á móts við Hagkaup. Undir stjórn Jóns Stefánssonar kórstjóra verður áhorfendum gefinn kostur á að fylgjast með hefðbundinni æfingu í undirbúningi kórsins fyrir tónleika. Um þessar mundir æfir kórinn Mattheusarpassíuna eftir J.S. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 322 orð

Ragga "rafvirki" í rafeindavirkjun

RAGNHEIÐUR Ásta Þorvarðardóttir er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og á lokaönn í rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið 6 mánaða starfsþjálfun í Radíóbúðinni og ætlar ef til vill að halda út í haust í tæknifræði í Sønneborg í Danmörku. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 389 orð

Rannsóknir vaxa í kvennafræði

Kvennafræðin er orðin öflug í Háskóla Íslands. Nám í kvennafræðum hófst þar haustið 1996 og stofnuð hefur verið Rannsóknarstofa í kvennafræðum. Einnig hefur Kvennasögusafn Íslands verið opnað í Þjóðarbókhlöðunni. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 654 orð

Samstarfsfúsir lögregluþjónar Nú getur fólk sem hefur áhuga á en enga reynslu af löggæslustörfum sótt um skólavist í

LÖGGÆSLA er eftirsóknarvert starf, að minnsta kosti ef marka má hversu margar umsóknir bárust Lögregluskóla ríkisins síðastliðið vor. Þá var skólavist við skólann auglýst opinberlega í fyrsta sinn og fólk sem hafði enga reynslu af löggæslustörfum gat sótt um skólavist. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 164 orð

Stuttmyndir gegn reykingum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til stuttmyndasamkeppni á vegum Tóbaksvarnanefndar og Hjálpar ­ hugmyndabanka. "Myndirnar eru hugsaðar sem innskot í dagskrá sjónvarpsstöðvanna rétt eins og tónlistarmyndbönd," segir Þórlindur Kjartansson hjá Hjálp ­ hugmyndabanka, en fyrirtækið sér um framkvæmd keppninnar. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 439 orð

Stúlkur í innheimum

STÚLKUR í innheimum heitir ný bók eftir Kristínu Viðarsdóttur. Þetta er fyrsta bókin í nýrri ritröð Bókmenntafræðistofunar, sem hlotið hefur nafnið UNG FRÆÐI, en markmiðið með ritröðinni er að birta framúrskarandi námsritgerðir í bókmenntum við Háskóla Íslands. Í bókinni Stúlkum í innheimum fjallar Kristín um skáldsögur Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 608 orð

Styttri og sérhæfðari leið í námi

Starfsmenntabrautir fjölbrautaskóla bjóða upp á sérhæfða menntun og starfsréttindi í nokkrum atvinnugreinum. RAKEL ÞORBERGSDÓTTIR kynnti sér möguleikana sem bjóðast. Í FJÖLBRAUTASKÓLANUM við Ármúla er boðið upp á svokallaðar starfsmenntunarbrautir sem miðast við að mennta fólk fyrir sérhæfð störf á heilbrigðissviði. Meira
11. mars 1998 | Menningarlíf | 294 orð

Svanur íslensks flökkumanns Í JANÚAR sl. birtis

Í JANÚAR sl. birtist heilsíðu umsögn í spænska dagblaðinu La Vanguardia um Svaninn eftir Guðberg Bergsson sem nýkominn er út í spænskri þýðingu. Höfundur ritdómsins, Gregorio Román, er kunnur gagnrýnandi sem m.a. hefur samið bók um menntamenn á tímum Francos. Román segir í upphafi: "Guðbergur Bergsson, það er ekki hægt að bera fram nafnið. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 412 orð

Sökkva himinfley Hraði 2 (Speed 2: Cruise Control)

Framleiðendur: Jan de Bond, Mark Gordon, Steve Perry, Michael Peyser. Leikstjóri: Jan de Bont. Handritshöfundar: Randall McCormick, Jeff Nathanson. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Tónlist: Mark Mancina. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Jason Patrick, Willem Dafoe, Temuera Morrison. 120 mín. Bandríkin. Skífan 1998. Útgáfudagur: 18.febrúar. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 159 orð

Söngvaseiður

SÖNGLEIKURINN Söngvaseiður var frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar síðastliðinn föstudag við mikinn fögnuð áhorfenda enda verkið hugljúft og rómantískt. Á sama tíma var leikhúsið opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Meðal annars voru svalirnar endurbyggðar og sett ný sæti. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 691 orð

"Tekur tíma að koma sér áfram" Í janúarhefti franska tímaritsins Photo var birt mynd sem Baldur Bragason ljósmyndari tók. Rakel

"ÞETTA er í annað skiptið á þremur árum sem ég sendi mynd í keppnina og í bæði skiptin voru þær valdar til birtingar. Það eru í kringum 40 þúsund myndir sendar inn en ég vissi að þeir myndu setja hana í flokk sem heitir "Charme." Ég tók myndina síðasta vor bara fyrir sjálfan mig og gat þá notað hana í þessum tilgangi. Meira
11. mars 1998 | Fólk í fréttum | 218 orð

Titanic siglir lygnan sjó

TITANIC hrinti áhlaupi myndarinnar "U.S. Marshals" og hélt efsta sætinu á lista yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum. Titanic er komin í 444,6 milljónir dollara og nálgast óðfluga met Stjörnustríðs sem er 461 milljón. "Hún á eftir að sigla yfir 500 milljónir. Engin kvikmynd hefur náð því marki í Bandaríkjunum," sagði frammámaður í kvikmyndaiðnaðinum vestra af þessu tilefni. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 430 orð

Vandist fljótt og vel Iðnrekstrarfræðingar frá Tækniskóla Íslands geta bætt við sig eins árs námi í vörustjórnun og fengið að

NÚ UM áramótin brautskráðust í fyrsta skipti frá Tækniskóla Íslands nemendur með BSc-prófgráðu í vörustjórnun. Vörustjórnun er eins árs framhaldsnám sem iðnrekstrarfræðingar eiga kost á að taka og er áhersla lögð á að nemendur verði færir um að stjórna birgðahaldi í fyrirtækjum og skipuleggja flutning vöru frá einum stað til annars. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 86 orð

Viðskipta enska

Viðskiptaenska er eitt af námskeiðunum sem haldin eru á vegum enska skólans og felst í að auka færni nemenda í viðskiptum við önnur lönd og þróa samskiptafærni á fundum, í samningum, símtölum, kynningum, bréfaskiptum og skýrslugerð, stjórnun og viðskiptamálum sérfræðinga. Markmiðið er að bæta enskuna í viðskiptum, málfræðina, orðaforðann, hlustunar- og viðskiptafærni. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 337 orð

Vill stóra bíla sem eyða og menga

HANN er 18 ára björgunarsveitarmaður frá Breiðdalsvík og uppgötvaði áhugasvið sitt á vélaverkstæði Sigursteins G. Melsted. "Það er furðulegt hvað hægt er að gera mikið þótt maður geti ekki notast við nýjustu tækin líkt og hér í skólanum," segir Guðbjartur Guðmundsson nemi sem síðar fór í starfsþjálfun á verkstæðið í Breiðdalsvík. Meira
11. mars 1998 | Skólar/Menntun | 520 orð

Öll tónlist er tónlist Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur margt að bjóða þeim sem hafa áhuga á að sérmennta sig í tónlist.

"ÞETTA er miklu skemmtilegra nám en ég hélt," segir Þórdís Heiða Kristjánsdóttir en hún stundar nám við tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og er á áttunda stigi í blokkflautuleik við sama skóla. "Þetta er 90 eininga nám á háskólastigi. Við tökum 60 einingar í verklegum greinum og 30 í bóklegum. Meira

Umræðan

11. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Aðstaða elsta íþróttafélags landsins Frá Carli J. Eiríkssyni: GU

GUÐMUNDUR Kr. Gíslason í stjórn Skotfélags Reykjavíkur ritar grein í Mbl. 1. mars s.l. um aðstöðuleysi félagsins í innanhússgreinum skotfimi. Guðmundur telur að innigreinar félagsins hafi gleymst á undanförnum árum meðan félagið stóð í miklum framkvæmdum á útisvæðinu í Leirdal. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 1058 orð

Brottfall ­ hvað er það?

VÍST LÉTTIST brúnin á mörgum þegar birtar voru niðurstöður TIMSS um kunnáttu framhaldsskólanema í raungreinum og stærðfræði; við erum þrátt fyrir allt meðal þeirra þjóða sem kunna bezt! Við erum skarpgreind þjóð, þótt grunnskólanemendur hafi kunnað lítið í TIMSS. Við erum bara lengur að tileinka okkur þekkinguna. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 858 orð

Brugðist hafa betri vonir

UPPBYGGING stóriðju er töfralausn gegn atvinnuleysi um þessar mundir. Nýlega kynnti iðnaðarráðherra hugmyndir að byggingu olíuhreinsunarstöðvar við Skagafjörð. Þar sem hugmyndin hefur verið kynnt tvisvar og málið komið á það stig að hreinsunarstöðinni hefur verið fundið land, verður hún tekin alvarlega. Meira
11. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 340 orð

Enn um sparnað í geðheilbrigðiskerfinu Frá Björk Agnarsdóttur: E

ENN og aftur skal spara í heilbrigðiskerfinu og enn og aftur í geðgeiranum. Er ekki komið nóg af því? Ég er ung kona með geðsjúkdóm og ég hef þó nokkra reynslu af því að nota geðdeildir og þá aðallega móttökudeild. Ég hef einu sinni orðið fyrir því að lenda inni á móttökudeild á sparnaðartíma og var það hreint hræðilegt. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 244 orð

Fyrir Hafnarfjörð

HAFNFIRÐINGAR hafa í sameiningu náð að skapa einn fallegasta bæ á landinu. Allir geta verið sammála um að í Hafnarfirði er gott að eiga heima. Og þannig viljum við hafa það um ókomin ár. Dagana 14. og 15 mars nk. bjóða sig fram í opnu prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 14 mjög frambærilegir einstaklingar sem allir hafa hug á að vinna bæjarfélagi sínu gagn. Meira
11. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 154 orð

Hverjir eru með Júlíönu?

LEIFUR Sveinsson lögfræðingur hefur beðið Morgunblaðið að birta þessar myndir af föðursystur sinni Júlíönu Sveinsdóttur með óþekktu fólki. Líklegast eru myndirnar báðar teknar við Húsafell á 3. áratugnum. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 548 orð

Íbúðalánasjóður

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkana frumvarp um nýja húsnæðislöggjöf. Megininnihald frumvarpsins er að leggja Húsnæðisstofnun ríkisins niður í þeirri mynd sem hún er í dag og stofna nýjan sjóð til þess að fara með málefni íbúðarkaupenda. Þá á að sameina byggingasjóð verkamanna og byggingasjóð ríkisins og fella þá undir þennan sjóð. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 381 orð

Í góðum bæ með góðu fólki

HAFNARFJÖRÐUR er góður bær. Um margt ruglingsleg fjölmiðlaumræða um framgang mála þar á bæ hefur vakið spurningar margra um raunverulegt ástand mála. Ég ætla ekki að reyna gera grein fyrir því í þessum línum, en vil aðeins segja það, að í Hafnarfirði er gott að búa. Fólk er stolt af bænum sínum og vill honum vel. Það vil ég líka. Meira
11. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 436 orð

Lengra fæðingarorlof er forvörn númer eitt Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:

ÞAÐ verður að telja nokkuð sérkennilegt að ekki hefur þokast nokkurn skapaðan hlut í átt til breytinga varðandi lengingu fæðingarorlofs til handa börnum þessa lands, undanfarin ár, þótt konum fjölgi er láta til sína taka í landsmálum. Ég hélt að konan skildi það manna best, hve erfitt er að þurfa að slíta barnið af brjósti og láta það í hendur öðrum umönnunaraðila. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 1288 orð

Lífgjafa sjómanna frestað í fimmta sinn

ENN einu sinni hefur samgönguráðherra frestað gildistöku reglugerðar er varðar losunar- og sjósetningarbúnað gúmbjörgunarbáta. Rétt ár er liðið síðan átta manna starfshópur skilaði áliti sínu til ráðherra, en hann fjallaði í tíu mánuði um sjósetningarbúnað. Góð samstaða var um niðurstöður hópsins nema fulltrúi LÍÚ var ekki sammála hópnum og sendi ráðherra sérálit. Þar segir m.a. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 565 orð

Móðir geðsjúklings segir sína sögu

VEIT almenningur um Félagsmiðstöð Geðhjálpar sem er til húsa í Hafnarbúðum, Tryggvagötu 9? Þar er opið frá 11­17 á daginn og alltaf heitt á könnunni. Ég undirrituð er ein af stofnendum þess félags. Allir sem hafa áhuga á að gera þetta félag sterkt, láta það blómstra og skilja geðfatlaða, eru velkomnir. Öll höfum við þurft á einhvern hátt á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 1345 orð

Rústa á aðstoð við láglaunafjölskyldur

FÉLAGSLEGA íbúðakerfinu, sem ráðið hefur úrslitum um framfærslumöguleika lægst launaða fólksins sl. 70 ár, á nú að loka. Við á að taka markaðsvæðing á félagslega lánakerfinu með stofnun nýs banka, sem á að standa undir sér með eigin tekjum, gjöldum og vöxtum og veita íbúðarlán á markaðskjörum. 1.200 fjölskyldur í 50 leiguíbúðir 1. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 899 orð

Skjámenning vorra tíma

ÞAÐ þykir frekar lágkúrulegt að horfa mikið á sjónvarp. Yfirleitt er það álitið einkenni á (list)menningarskorti viðkomandi ef hann verður uppvís að því að horfa á sjónvarp kerfisbundið, stöðugt, daglega eða jafnvel of ákaft. Fræðimenn skilgreina sjónvarp sem miðil er krefst aðeins miðlungs athygli og þaðan af minna. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 1558 orð

Smitandi hitasótt í hrossum

EINS og öllum hestaeigendum er kunnugt komu upp í febrúar sl. óvenjuleg veikindi í hrossum á höfuðborgarsvæðinu og hefur hún verið nefnd smitandi hitasótt. Þó að talsvert hafi verið fjallað um þessa veiki í fjölmiðlum bæði með fréttatilkynningum, greinum og viðtölum er ljóst að sumir hafa ekki náð að fylgjast með slíkum upplýsingum og því er nauðsynlegt að koma eftirfarandi greinargerð á framfæri. Meira
11. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 396 orð

Sægreifaboðorðin 10 Frá Einari Erlingssyni: NÚ E

NÚ ER höfðað til sjómannastéttarinnar um þegnskap. Nú er hrópað: Þið hafið örlög efnahagslífsins í hendi ykkar. Nú er viðurkennt hvert er framlag stéttarinnar til þjóðfélagsins. Er ekki rétt að ríkisstjórnin eigi það vandamál sem nú er komið upp við sjálfa sig og þá sem hún hefur velþóknun á, sægreifana? Hún hefur búið þessa stétt til sem drottnara fiskiauðsins. Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 699 orð

www.islandia.is/bakkus

SEGJA má að eftir nokkurra áratuga stúss í námunda við hinn mjög svo útbreidda gervi-alkóhólisma og svo auðvitað, ekki síður hinn raunverulega alkóhólisma sé ég orðinn nokkuð vel slípaður á þeim legunum og tel mig gruna hvar þörfin á ofdrykkjuvörnum fyrir fullorðna muni vera mest, Meira
11. mars 1998 | Aðsent efni | 721 orð

(fyrirsögn vantar)

INGÓLFUR Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, ritar grein í Morgunblaðið 7. mars síðastliðinn. Forsagan er heimsókn Robert Rowthorne, hagfræðiprófessors, hingað til lands í boði samtakanna. Rowthorne lagði meðal annars til að tekinn yrði upp nýr sveiflukenndur skattur á sjávarútveg og féð lagt í sérstakan sjóð. Meira

Viðskipti

11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 142 orð

ÐHlutabréf í Granda hækka um 10%

VERÐ hlutabréfa í Granda hækkaði um 9,9% í gær eftir að fréttir birtust um 516 milljóna króna hagnað af rekstri félagsins í fyrra. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 1,15% í gær. Hlutabréfaviðskipti námu um 60 milljónum króna í gær. Mest viðskipti urðu með bréf í Granda eða fyrir 18 milljónir, í Haraldi Böðvarssyni hf. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Gjaldeyrisforðinn minnkar

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans rýrnaði um rúma 1,4 milljarða króna í febrúar og nam í lok mánaðarins 26,3 milljörðum króna (jafnvirði 367 milljóna bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Erlendar skammtímaskuldir bankans eru óuverulegar og breyttust lítið í mánuðinum. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 335 orð

GKS hf. kaupir Trésmiðju Eldhúss og baðs ehf.

GKS hf. hefur keypt öll hlutabréf Trésmiðju Eldhúss og baðs ehf. af Ármannsfelli hf. og mun taka við rekstrinum 17. mars næstkomandi. Velta trésmiðjunnar var um 70 milljónir á síðasta ári en fyrirhugað er að hún aukist í um 120 milljónir á ársgrundvelli með auknum umsvifum. Kaupverð fæst ekki uppgefið en hluti þess var greitt með hlutabréfum í GKS fyrir 5 milljónir að nafnvirði. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 205 orð

»Góð staða skuldabréfa austan hafs og vestan

FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London mældist á næsthæsta lokagengi í þessum mánuði í gær vegna hækkana í Wall Street og góðrar stöðu brezkra ríkisskuldabréfa. Lokagengið mældist 5828,5 punktar, sem var 9,6 punkta eða 0,16% hækkun. Methækkanir urðu á þýzku Xetra DAX vísitölunni síðdegis eftir góða byrjun í Wall Street. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 398 orð

Hagnaðurinn nam 74 milljónum króna

HAGNAÐUR Skeljungs hf. nam 74 milljónum á síðastliðnu ári, samanborið við 187 milljónar króna hagnað árið áður og nemur samdrátturinn 60% á milli ára. Hagnaður án tillits til rekstrar dóttur- og hlutdeildarfélaga nam 103 milljónum í fyrra en var 201 milljón árið 1996. Forstjóri Skeljungs býst við batnandi afkomu á þessu ári eftir því sem víðtæk endurskipulagning á rekstrinum muni skila sér. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Harka á Nesjavöllum

BORGARRÁÐ hefur að tillögu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar ákveðið að taka tilboði Vélsmiðjunnar Hörku ehf. í svokallaðan A- hluta uppsetningar og tengingu tækja í Nesjavallavirkjun. Verkið var boðið út í tvennu lagi og barst aðeins eitt tilboð í hvorn hluta. Tilboð Hörku í A-hlutann hljóðaði upp á 59,3 milljónir kr. sem er tæplega 8% yfir kostnaðaráætlun Hitaveitunnar. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Samkeppnismál á morgunverðarfundi

ER Samkeppnisstofnun dragbítur atvinnulífsins eða bjargvættur neytenda? er yfirskrift morgunverðarfundar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Fundurinn er í Skála, Hótel Sögu, í fyrramálið, frá 8 til 9.30. Framsögumenn á fundinum verða Árni Vilhjálmsson hrl. og Guðmundur Sigurðsson forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar. Þeir munu m.a. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 347 orð

Unnið að viðskiptaþróun til framtíðar

HAGNAÐUR af rekstri Lyfjaverslunar Íslands hf. nam 26,5 milljónum kr. á árinu 1997 og er það lakari rekstrarárangur en síðustu ár og lakara en rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Um 41 milljónar kr. hagnaður varð af rekstri Lyfjaverslunar Íslands á árinu 1996. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Útboð og skráning verðbréfa

VERÐBRÉFAÞING Íslands og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands gangast fimmtudaginn 12. mars nk. fyrir námskeiði um svonefnda kostgæfni (Due diligence) við undirbúning að útboði og skráningu verðbréfa. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og sérfræðingum í verðbréfafyrirtækjum, öðrum fjármálastofnunum, stærri fyrirtækjum og ráðgjöfum þeirra. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Útboð ríkisverðbréfa

LÁNASÝSLA ríkisins býður út óverðtryggð ríkisbréf til 3ja og 5 ára, en einnig verður útboð á 12 mánaða ríkisvíxlum. Útboðið fer fram klukkan 14. Heildarfjárhæð þessa útboðs verður að þessu sinni á bilinu 100 til 500 milljónir að söluvirði, en samþykkt endurfjárfestingartilboð vegna endurfjármögnunar spariskírteina og ríkisbréfa 10. apríl nk. bætast svo við heildarútboðsfjárhæðina. Meira
11. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 382 orð

Vinnubrögð starfsmanna eru afar ógeðfelld

Ólafur minnti á í ræðu sinni á aðalfundi SÍT að Samkeppnisstofnun hefði verið stofnuð á grunni Verðlagsstofnunar, sem hefði staðið allri efnahagslegri þróun og atvinnuuppbyggingu hérlendis fyrir þrifum, og haldið lífskjörum almennings niðri. Meira

Fastir þættir

11. mars 1998 | Fastir þættir | 909 orð

Anand náði besta endasprettinum

Indverjinn Vyswanathan Anand sigraði á ofurmótinu í Linares á Spáni sem lauk á mánudagskvöld. 18. Reykjavíkurskákmótið hefst í dag. ÖLLUM skákunum í síðustu umferð lauk með jafntefli. Anand tefldi við Kramnik með svörtu og hélt jafntefli án nokkurra erfiðleika. Frammistaða Indverjans síðustu þrjá mánuðina er stórglæsileg. Meira
11. mars 1998 | Dagbók | 3243 orð

APÓTEK

»»» Meira
11. mars 1998 | Fastir þættir | 528 orð

Áskirkja.

Í KVÖLD, miðvikudagskvöld, verður haldið þriðja kvöldnámskeiðið í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju um dauðann og tilveruna handan hans samkvæmt Biblíunni. Fyrsta kvöldnámskeiðið fjallaði um Biblíuna sem slíka, þróun hennar og tilurð hugmynda hennar. Annað námskeiðið var um dauðann og það sem bíður eftir hann samkvæmt Gamla testamentinu. Meira
11. mars 1998 | Fastir þættir | 183 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reykjav

Aðalsveitakeppni BR lauk miðvikudaginn 4. mars. Til úrslita spiluðu sveitir Strengs og Málningar. Sveit Strengs leiddi með 43 impum gegn 15 í hálfleik en leikurinn snerist í seinni hálfleik sem fór 55-25 Málningarmönnum í hag. Málning vann því úrslitaleikinn með 70 impum gegn 68. Meira
11. mars 1998 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Þegar búin er 21 umferð í Barómetertvímenningi er röð efstu para eftirfarandi: Albert Þorsteinsson ­ Björn Árnason236 Friðjón Margeirss. ­ Valdimar Sveinss.185 María Ásmundsd. ­ Valdimar Sveinsson181 Baldur Bjartmarss. ­ Halldór Þorvaldss.173 Besta skor 9. mars: Meira
11. mars 1998 | Fastir þættir | 71 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Sveit Birgis Kjartanssonar sigraði í Board-A-Match sveitakeppninni sem lauk sl. mánudagskvöld. Sveitin háði einvígi við sveit Daníels Halldórssonar sem lauk með sigri Birgis sem náði ekki fyrirhöndinni fyrr en í síðustu spilunum. Með Birgi spiluðu Árni Kristjánsson, Jón Sigtryggsson og Skafti Björnsson. Meira
11. mars 1998 | Fastir þættir | 101 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Mánudaginn 2. mars lauk sveitakeppni FEB í Reykjavík. Úrslit urðu á þessa leið: Sveit Þórarins Árnasonar sigraði með 165 stigum, auk Þórarins spiluðu Bergur Þorvaldsson, Sæmundur Björnsson og Magnús Halldórsson. Í öðru sæti varð sveit Sigurleifs Guðjónssonar með 158 stig. Í þriðja sæti sveit Þorleifs Þórarinssonar, 147 stig, fjórða sæti sveit Kristins Gíslasonar, 144 stig. Meira
11. mars 1998 | Fastir þættir | 38 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Silfurstigabridsmót

Silfurstigamót Vals verður haldið að Hlíðarenda mánudagana 23. og 30. mars klukkan 20. Keppnisform er tölvureiknaður Mitchell tvímenningur, peningaverðlaun verða veitt. Keppnisstjóri er Jakob Kristinsson. Skráning hjá húsverði í síma 5511134. Meira
11. mars 1998 | Í dag | 56 orð

HOLLENSKUR bókaunnandi vill skr

HOLLENSKUR bókaunnandi vill skrifast á við fólk sem safnar barnabókunum um Benna flugkappa eftir W.E.Johns: Cok can Meerten, Jan van Riebeecklaan 111, Netherlands. Meira
11. mars 1998 | Í dag | 516 orð

LESTIR önduðu léttar af feginleik upp úr kl. 13 í fyrradag,

LESTIR önduðu léttar af feginleik upp úr kl. 13 í fyrradag, þegar fyrstu fregnir bárust af vélsleðaköppunum átta frá Dalvík, en þeirra hafði þá verið saknað í tæpan sólarhring. Auðvitað fyllast menn miklum óhug, þegar fregnir berast af 8 björgunarsveitarmönnum og jafnmörgum vélsleðum, sem virðast beinlínis hverfa af yfirborði jarðar. Meira
11. mars 1998 | Í dag | 382 orð

Óþarfi að leyfa reykingar á Bessastöðum VELVAKANDA barst ef

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "MÉR finnst það algjör óþarfi að Margrét Danadrottning fái að reykja á Bessastöðum. Það á ekki að gera einhverja undantekningu þó að höfðingjar komi til Bessastaða, þeir eiga að fara eftir þeim reglum sem eru á staðnum eins og allir hinir. Það er mjög jákvætt útávið að hafa Bessastaði reyklausa og gott fyrir ímynd landsins. Meira
11. mars 1998 | Dagbók | 646 orð

Reykjavíkurhöfn: Dröfn, Freyja, Ásbjörn, Reykjarfoss, Mælifell, Franciscia S.

Reykjavíkurhöfn: Dröfn, Freyja, Ásbjörn, Reykjarfoss, Mælifell, Franciscia S. og Trinket komu í gær. Maersk Baltic fór í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss og Nanoq Trawl fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Meira

Íþróttir

11. mars 1998 | Íþróttir | 428 orð

"Betri en Kristinn í stórsvigi"

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík náði þeim árangri á heimsmeistaramóti unglinga (17-20 ára) í stórsvigi sem fram fór í Frakklandi fyrir skömmu að vera með 12. besta tíma allra keppenda, sem voru 118. Hann náði besta tíma 17 og 18 ára keppenda á mótinu, og fékk sérstök verðlaun fyrir það en Björgvin er aðeins 17 ára. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 292 orð

Bjarki með boð frá Þýskalandi

Hugurinn leitar heim, en því er ekki að neita að ég hef fengið fyrirspurn frá liði í þýsku 1. deildinni," sagði Bjarki Sigurðsson, handknattleiksmaður með Drammen í Noregi, en hann vildi ekki segja hvaða félag þetta er sem er á eftir honum. "Ég vil ekki upplýsa það fyrr en eftir heimsókn mína til þeirra eftir næstu helgi." Hann útilokaði þó bæði Eisenach og Wuppertal. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 309 orð

CHRIS Sutton, framherji

CHRIS Sutton, framherji Blackburn, var útnefndur leikmaður febrúar mánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. ARGENTÍNSKA knattspyrnugoðið Diego Maradona var í gær sektað um 30.000 dollara ­ andvirði 2,2 miljóna króna ­ fyrir að móðga dómara árið 1994. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 621 orð

Framarar áfrýja til HSÍ

DÓMSTÓLL Handknattleiksráðs Reykjavíkur, HKRR, afgreiddi í gær kæru handknattleiksdeildar Fram gegn handknattleiksdeild Vals varðandi framkvæmd bikarúrslitaleiks félaganna fyrir rúmum mánuði. Þann leik vann Valur að lokinni framlengingu. Niðurstaða dómstóls HKRR er: "Úrslit í leik Fram og Vals í bikarkeppni HSÍ í meistaraflokki karla, sem leikinn var sunnudaginn 7. febrúar 1998, skulu standa. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 45 orð

Fæstir ekki æstir ÞAU mistök urðu við vinnslu

ÞAU mistök urðu við vinnslu blaðsins í gær að fyrsti stafurinn féll úr frásögn af leik Skallagríms og Keflavíkur í körfuknattleik og í upphafi greinarinnar sagði: Æstir Borgnesingar... Þarna átti að standa Fæstir Borgnesingar áttu von á... Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 410 orð

Gísli sjöundi á opna tékkneska mótinu

Sjö íslenskir júdómenn tóku um helgina þátt í Opna tékkneska júdómótinu í Prag, en þetta var sjöunda svokallað A-mót á vegum evrópska júdósambandsins. Gísli Magnússon úr Ármanni, sem keppti í +100 kílóa flokki, náði bestum árangri íslensku keppendanna, en hann varð í sjöunda sæti. Í flokki Gísla voru 25 keppendur. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 70 orð

GOLFGarner kemur aftur JOHN Garner, fyrrum

JOHN Garner, fyrrum landsliðsþjálfari í golfi, sem var hér á landi á dögunum og leiðbeindi þá kylfingum í Golfheimi, kemur aftur til landsins á laugardaginn. Hann verður með sýningu í Golfheimi á laugardagskvöld og hefst hún kl. 20 og síðan mun hann kenna frá sunnudagi til föstudags á sama stað. Undirtektir kylfinga síðast þegar hann var hér voru slíkar að ákveðið var að fá hann aftur til Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 239 orð

Góð nýting hjá Phoenix

Leikmenn Phoenix Suns voru heldur betur í ham er þeir tóku á móti liði Los Angeles Clippers. Phoenix sigraði, 135:105, og er langt síðan slíkar tölur hafa sést í NBA, en rétt er að taka fram að ekki þurfti að framlengja í þessum leik. Níu leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira og skotnýting liðsins var nærri 60% auk þess sem þeir settu fjölmörg liðsmet. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 83 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla, Nissan-deildin: Smárinn:Breiðabl. - Stjarnan20.30 Strandgata:Haukar - ÍR20.30 Hlíðarendi:Valur - Fram20.30 Varmá:UMFA - FH20.30 Vestmanneyjar:ÍBV - HK20.30 Víkin:Víkingur - KA20.30 1. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 327 orð

Júlíus tapaði í bikarúrslitum

JÚLÍUS Jónasson og samherjar hjá St. Otmar töpuðu á sunnudaginn í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í handknattleik fyrir Pfadi Winterthur, 32:25. "Við lékum okkar versta leik í vetur, komumst aldrei yfir og áttum aldrei möguleika á sigri," sagði Júlíus í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 113 orð

Keflavík - UMFG79:46Íþróttahúsið í Keflavík, Íslandsmót

Íþróttahúsið í Keflavík, Íslandsmótið í körfuknattleik, 1. deild kvenna, þriðjudaginn 10. mars 1998. Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 20:8, 32:12, 44:20, 58:20, 58:32, 69:36, 79:46. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 324 orð

Keflavíkurstúlkur deildarmeistarar

KEFLAVÍKURSTÚLKUR bættu enn einum bikarnum í safn sitt þegar þær sigruðu Grindavík 79:46 í Keflavík í gærkvöldi og tryggðu sér þar með efsta sætið í deildinni og deildarmeistaratitilinn. Keflavík og KR hlutu jafn mörg stig í efsta sætið, en í innbyrðisviðureignum liðanna höfðu Keflvíkingar betur og hlutu þar með fyrsta sætið. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 48 orð

NBA-deildin Philadelphia - Orlando78:88 Phoenix - LA

NBA-deildin Philadelphia - Orlando78:88 Phoenix - LA Clippers134:105 Utah - Houston100:93 Sacramento - Golden Sate88:93 Íshokkí NHL-deildin Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 428 orð

Norsku strákarnir ekki hrifnir

BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðamaðurinn ungi frá Dalvík, sigraði á norska unglingameistaramótinu í stórsvigi í flokki 16-20 ára sem fram fór í Bjarli í Noregi í gær, en hann er aðeins 17 ára. Keppendur voru 119 talsins og var mótið jafnframt alþjóðlegt stigamót (fis-mót). Björgvin fékk fyrir árangur sinn 23 fis-stig og er hann nú orðinn stigalægstur íslenskra skíðamanna í stórsvigi. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 112 orð

Sigmar til ÍR-inga SIGMAR Vilhjálmss

SIGMAR Vilhjálmsson spjótkastari úr UÍA hefur gengið til liðs við ÍR og gert samning við félagið fram yfir Ólympíuleikana árið 2000. Sigmar er yngsti bróðir Einars Vilhjálmssonar Íslandsmethafa í spjótkasti og sonur Vilhjálms Einarssonar, silfurverðlaunahafa í þrístökki á Ólympíuleikunum 1956. Sigmar flytur til Reykjavíkur í vor og ætlar þá að helga sig æfingum og keppni í spjótkasti. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 285 orð

Sigurður og Beláný jafnir SIGU

SIGURÐUR Sveinsson, leikmaður HK, og Zoltán Beláný, leikmaður ÍBV, eru efstir og jafnir á lista yfir markahæstu menn deildarinnar. Báðir hafa gert 140 mörk í 19 leikjum, eða 7,4 mörk að meðaltali í leik. Beláný hefur gert 64 markanna úr vítaköstum en Sigurður 52. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 73 orð

Skíði

Heimsbikarinn Falun, Svíþjóð: Sprettganga karla, 10×1,6 km 1. Svíþjóð33.46,2 (Mathias Fredriksson og Per Elofssen) 2. Noregur33.46,6 (Rune Torseth, Tor Arne Hetland) 3. Finnland33.47,2 (Jari Isometsa, Ari Palolahti) 4. Svíþjóð33.48,0 (Fredrik Ostberg, Mikael Ostberg) 5. Ítalía33. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 296 orð

Stúdínur mæta sterkar til leiks

LIÐ ÍS mætti sterkt til fyrsta undanúrslitaleiks 1. deildar kvenna í blaki í Hagaskólanum í gærkvöldi og hafði sigur í þremur hrinum gegn Þrótti frá Neskaupstað, 3:0. Stúdínur sýndu mikla yfirburði framan af fyrstu hrinunni og var þar fremst í flokki nýkrýndur besti leikmaður deildarinnar, Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 101 orð

Úrskurðað Vals-mönnum í hagDÓMST

DÓMSTÓLL Handknattleiksráðs Reykjavíkur, HKRR, afgreiddi í gær kæru handknattleiksdeildar Fram gegn handknattleiksdeild Vals varðandi framkvæmd bikarúrslitaleiks félaganna fyrir rúmum mánuði. Þann leik vann Valur að lokinni framlengingu og er niðurstaða dómstólsins sú að úrslitin skuli standa. Valsmenn séu því bikarmeistarar. Framarar ákváðu strax í gær að áfrýja niðurstöðunni til dómstóls HSÍ. Meira
11. mars 1998 | Íþróttir | 729 orð

Öll þurfa þau stigin

ÞRIÐJA síðasta umferðin í 1. deild karla í handknattleik verður leikin í kvöld. Einhverra hluta vegna telja menn stigin mikilvægari þegar sígur á seinni hluta deildarkeppninnar en í upphafi hennar og svo er einnig núna. Hvað sem um það má segja er ljóst að keppnin er mikil og mest um hvaða lið verða í fjórum efstu sætunum, en þau gefa rétt til að leika aukaleikina heima, ef til þeirra kemur. Meira

Úr verinu

11. mars 1998 | Úr verinu | 355 orð

Áætlað verðmæti Japansloðnunnar rúmur 1,1 milljarður króna

LOÐNUFRYSTINGU fyrir Japansmarkað er nú lokið. Á vertíðinni hafa þrír stærstu framleiðendurnir samtals fryst um 18.600 tonn af loðnu á Japansmarkað, en alls voru flutt út um 21.554 tonn af frosinni loðnu til Japans á síðustu vertíð. Verðmæti Japansloðnunnar nú má áætla um 1,1 milljarð króna. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 164 orð

Breki VE enn með góða sölu

BREKI VE gerði enn góða sölu í Bremerhaven í gær þegar afli skipsins, um 178 tonn af karfa, var seldur fyrir um 27,2 milljónir króna eða um 152 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Þetta er þriðja sala Breka VE í Bremerhaven á árinu og hafa þá verið seld um 500 tonn úr skipinu fyrir um 80 milljónir króna. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 493 orð

Endurúthlutun veiðiheimilda "Kvótinn fer úr byggðarlaginu," skrifar Friðrik Björgvinsson "og fólkið situr eftir í átthagafjötrum

VEIÐIHEIMILDIR sem útgerðarmenn hafa afnot af í dag eru samkvæmt lögum sameiginleg eign allrar þjóðarinnar. Útgerðarmenn hafa komið ár sinni þannig fyrir borð að ráðstöfunarrétturinn er að þeirra sögn orðinn að eignarrétti. Þessar fullyrðingar útgerðarmanna eru í mínum huga ekki réttar; ef einhver hefur ráðstöfunarrétt yfir einhverju er ekki þar með sagt að sá hinn sami eigi hlutinn. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 167 orð

Fékk gott verð fyrir karfa

BREKI VE gerði enn góða sölu í Bremerhaven í gær þegar afli skipsins, um 178 tonn af karfa, var seldur fyrir um 27,2 milljónir króna eða um 152 krónur fyrir kílóið að meðaltali. Þetta er þriðja sala Breka VE í Bremerhaven á árinu og hafa þá verið seld um 500 tonn úr skipinu fyrir um 80 milljónir króna. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 675 orð

Góðar horfur í áströlskum sjávarútvegi þrátt fyrir áföll

FISKFRAMLEIÐSLA í Ástralíu hefur verið nokkuð stöðug að undanförnu, um 220.000 tonn á ári, þrátt fyrir, að nokkuð hafi dregið úr veiðum vegna nýrra reglna um fjölda skipa, vélarstærð og veiðarfæri. Á móti hefur komið aukið fiskeldi, til dæmis lax og aðrar tegundir ýmsar. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 1363 orð

Hafa reynst hin mestu happafley

Aldarfjórðungur er liðinn frá komu "Japanstogaranna" til landsins Hafa reynst hin mestu happafley Það voru margir sem efuðust þegar tíu stórhuga útgerðarmenn réðust í að láta smíða fyrir sig skuttogara í Japan fyrir aldarfjórðungi. En togararnir hafa heldur betur reynst hin mestu happafley. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 148 orð

Hrognin söltuð fyrir Svía

Byrjað var að kreista hrogn úr loðnunni hjá Ísfélaginu í Eyjum á mánudaginn og í gær hófst vinnsla þeirra. Í gær voru eingöngu söltuð hrogn sem fara á markað í Svíþjóð en ráðgert er að salta í um 1.000 tunnur hjá Ísfélaginu fyrir þann markað. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 195 orð

Jafnvægi í Ástralíu

Fiskafli og fiskeldi í Ástralíu hefur skilað um 220.000 tonnum árlega síðustu árin og verið í nokkru jafnvægi. Reyndar hefur fiskaflinn dregizt lítillega saman síðustu árin, en aukið fiskeldi vegið þann samdrátt upp. Litlar sveiflur hafa verið í aflanum, en rétt er þó að geta aukningar á veiði tannfisks utan lögsögu. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 120 orð

Jafnvægi í mjölvinnslunni

FRAMLEIÐSLA fiskmjöls í heiminum hefur verið tiltölulega stöðug undanfarin ár, en allnokkrar sveiflur hafa verið í framleiðslu einstakra landa. Sé miðað við fyrstu 6 mánuði hvers árs aftur til 1992 sýna upplýsingar frá Alþjóðasamtökum fiskmjölsframleiðenda að framleiðslan þetta tímabil 1992 hafi verið um 2,2 milljónir tonna, en 2,6 milljónir í fyrra. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 636 orð

Jákvæð viðbrögð við spá um nýliðun þorskstofna

SÉRFRÆÐINGAR segja spá Sveinbjörns Jónssonar sjómanns um nýliðun þorskstofna kunna að vera gagnlega og henni beri að gefa gaum, þrátt fyrir óvissuþætti. Nýliðunarspá Sveinbjörns, sem birtist í Verinu 4. mars sl., byggist í aðalatriðum á að eldri hluti þorskstofnsins sé einkum í hrognaframleiðslu og þar af leiðandi undirstaða nýliðunar. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 483 orð

Kristinn Pétursson í Fishing News

Í NÝJASTA tölublaði breska sjávarútvegsblaðsins Fishing News, er viðtal við Kristinn Pétursson, fyrrum alþingismann og fiskverkanda á Bakkafirði, þar sem hann heldur því fram að reiknilíkön fiskifræðinga virki ekki þegar mælt er með tonnafjölda í þorskveiði ár hvert. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 863 orð

Kvótaþríeykið og peningavaldið "Nokkur stórfyrirtæki eru búin að kaupa hátt á annað þúsund tonn af þorskkvóta," segir Kristinn

ÞEGAR kvótakerfið var sett á 1984 var markmiðið með þeim lögum að stuðla að verndun fiskistofna, allra fiskistofna ekki bara þorskstofnsins. Þetta kvótakerfi hefur algjörlega brugðist og meira að segja snúist í andhverfu sína. Í stað þess að stuðla að friðun hefur það skapað sóun, sukk og spillingu. Síðan kerfinu var komið á hafa bátar og togarar einbeitt sér að öðrum tegundum en þorski. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 66 orð

LANDAÐ Í GRUNDARFIRÐI

SMÁBÁTARNIR frá Grundarfirði hafa verið að gera það gott, þegar gefur á sjó. Það eru einkum línubátar, sem hafa aflað vel eða upp í 300 kíló á bala. Dæmi eru um að þeir hafi orðið að tvíhlaða bátana, svo mikið hefur fengizt á hvert bjóð. Jón Kristjánsson á Ritu SH er einn þessara fengsælu trillukarla og er hann hér að landa aflanum. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 425 orð

Línuskip í þorski

LÍNUBÁTAR hafa verið í góðri veiði vestur á Jökultungum að undanförnu. Jón Ingi Jóhannesson, stýrimaður á Kópi GK, sagði í samtali við Morgunblaðið að bátarnir fengju 15 til 16 tonn af þorski á dag og það væri góður fiskur, á bilinu 3 til 10 kg, og hlutfallslega mikið af 5-6 kg fiski. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 375 orð

Loðnumok við Vestmannaeyjar

Mokveiði var á loðnumiðunum við Vestmannaeyjar um helgina og voru bátarnir að veiðum skammt austur af Heimaey á laugardag og aðfaranótt sunnudags en á sunnudag brældi og varð flotinn að hætta veiðum. Í gærkvöldi hafði veður lagast og voru bátarnir að byrja að kasta á torfur vestan við Þrídranga. Loðnufrysting er nú á lokaspretti en í Eyjum er búið að frysta nærri átta þúsund tonn á vertíðinni. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 209 orð

Samdráttur í Perú 20% frá árinu áður

HEILDARAFLI Perúmanna á síðasta ári var 7.769 milljón tonn samanborið við 9.517 milljón tonn árið 1996. Þetta þýðir 18% samdrátt á milli ára. Framleiðsla fiskimjöls dróst saman um 20% árið 1997 samanborið við 1996 þegar framleiðslan nam 1.925 milljón tonnum. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 689 orð

S"Markmiðið er að tengja seljendur og kaupendur" Kynna afurðir vestanhafs frá smærri framleiðendum

Á MEÐAL þeirra íslensku fyrirtækja, sem eru undir hatti Útflutningsráðs í þjóðarbás Íslendinga á sjávarafurðasýningunni í Boston nú í marsmánuði, verður ungt fyrirtæki, sem stofnað var fyrir um ári í þeim tilgangi að koma á tengslum milli kaupenda og seljenda. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 160 orð

Túnfiskur með spaghetti

EINS OG nýverið hefur verið greint frá í fréttum hyggjast Íslendingar reyna túnfiskveiðar í Norður-Atlantshafi á næstunni en þar hefur Japaninn veitt túnfisk með ágætum árangri síðustu ár. Við verðum líklega að bíða enn um sinn eftir ferskum túnfiski í borðið hjá fisksalanum. Meira
11. mars 1998 | Úr verinu | 105 orð

Örn KE úr breytingum

NÓTASKIPIÐ Örn KE kom frá Póllandi í fyrradag og lauk þar með seinni hluta breytinga sem gerðar hafa verið á skipinu. Skipið var einnig í breytingum í Póllandi árið 1996 og var þá byggður á það nýr framendi. Nú var afturhluti skipsins endurnýjaður frá grunni. Smíðuð var ný brú á skipið, skipt um aðalvél og mannaíbúðir endurnýjaðar. Meira

Barnablað

11. mars 1998 | Barnablað | 23 orð

Algjör sveppur

Algjör sveppur HJÁLPIÐ Konna og Krissu að finna réttu leiðina að ætisveppunum neðst í hægra horninu. Lausnin: Leið tvö skilar krökkunum á áfangastað. Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 41 orð

Eru þær allar eins?

ER ÞETTA ekki barasta Baby Spice (hún Emma í Spice Girls)? Það skiptir svo sem ekki nokkru máli, heldur er spurt hvaða tvær myndir af þessum sex eru eins? Lausnin: Stelpurnar númer tvö og fimm eru eins. Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 41 orð

Fjólublár bátur á Breiðafirði

ALEX Lee, 6 ára Ólsari eins og íbúar Ólafsvíkur eru oftlega nefndir, gerði þessa flottu mynd af bátnum Friðriki Bergmann SH 240. Ekki má gleyma landafræðinni, Ólafsvík er utarlega á norðanverðu Snæfellsnesi, sem afmarkar Breiðafjörð að sunnan. Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 357 orð

Hefðarfrúin og umrenningurinn

HEIL og sæl! Þá er komið að því að birta nöfn þeirra heppnu sem dregnir voru út í litaleiknum að þessu sinni. Sam-myndbönd og Myndasögur Moggans þakka öllum sem tóku þátt og óska vinningshöfum til hamingju. 20 myndbönd Hefðarfrúin og umrenningurinn: Katrín/Gunnlaugur Berjarima 34 íb. Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 70 orð

Í baðherberginu

HVAÐA tveir hlutir á myndinni eiga ekki heima inni í baðherbergi? Lausnin: Hlutir merktir fjögur og átta eiga engan veginn erindi inn á bað. Einhverjir segja vafalítið að dagblað eigi ekki heima þar - en það er nú engu að síður staðreynd, að ekki er óalgengt að fólk sitji við inni á baði og lesi blöð eða bækur. Vitað er um heimili þar sem bókahillur eru í baðherberginu. Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 84 orð

Í henni Afríku...

... notar fólk víða höfuðið til þess að bera hina og þessa hluti. Og ekki nóg með það heldur þarf það oft og iðulega ekki að nota hendurnar til þess að styðja við byrðina. Stúlkan á myndinni er með hinn skrautlegasta kassa á heilanum (!) ef svo má að orði komast og fyrir framan hana eru nokkrir fleiri kassar. Nú er spurt hvaða kassi er eins og sá sem hún ber á höfðinu? Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 23 orð

Sumarmynd undir Jökli

Sumarmynd undir Jökli SANDRA Sæbjörnsdóttir, 10 ára, búsett í Ólafsvík á Snæfellsnesi norðan við Snæfellsjökul, sendi þessa sumarmynd sem hlýjar okkur í vetrarríkinu. Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 93 orð

Svellkaldur úr Eyjum

ÞAÐ fer um mann að horfast í (sólgler)augu við þennan mikla töffara og athafnamann úr Eyjum. Hvað gerir hann eiginlega? Skyldi hann vera útgerðarmaður eða sjómaður nema hann sé í knattspyrnuliði ÍBV. Það er svo sem af nógu öðru að taka í þessu mikla athafnaplássi sem Vestmannaeyjar eru en einhvern veginn dettur manni þetta þrennt fyrst í hug. Meira
11. mars 1998 | Barnablað | 32 orð

Völundarhúsið

Völundarhúsið ÞESSI mynd heitir Völundarhúsið. Ég heiti Aldís Guðrún Ársælsdóttir og er 8 ára, verð 9 ára bráðum. Ég á heima á Álfaskeiði 94, 220 Hafnarfjörður. Við þökkum fyrir okkur, Aldís Guðrún. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.