Greinar laugardaginn 21. mars 1998

Forsíða

21. mars 1998 | Forsíða | 110 orð

Eldurinn rakinn til íkveikju

SÉRFRÆÐINGAR, sem hafa rannsakað eldsvoðann í flutningalest í Ermarsundsgöngunum árið 1996, hafa komist að þeirri niðurstöðu að um íkveikju hafi verið að ræða, að sögn franskra heimildarmanna í gær. Meira
21. mars 1998 | Forsíða | 76 orð

Reuters Krefjast aðgerða gegn atvinnuleysi

TUGÞÚSUNDIR manna gengu um götur Napólí í gær til að krefjast þess að stjórn Ítalíu geri gangskör að því að draga úr atvinnuleysi í suðurhluta landsins. Verkalýðshreyfingar, sem stóðu fyrir mótmælagöngunni, Meira
21. mars 1998 | Forsíða | 226 orð

Reuters Reynt að stöðva lest með kjarnorkuúrgang

ÞÝSKA óeirðalögreglan beitti í gær háþrýstibyssum til að dæla vatni á mótmælendur er reyndu að stöðva lest sem flutti kjarnorkuúrgang úr orkuverum í suðurhluta Þýskalands til norðurhlutans. Rúmlega 30.000 lögreglumenn voru á varðbergi vegna flutningsins og er þetta einn mesti öryggisviðbúnaður í landinu frá síðari heimsstyrjöldinni. Meira
21. mars 1998 | Forsíða | 347 orð

Rússar sakaðir um að hindra vopnasölubann

HÁTTSETTUR bandarískur embættismaður sakaði í gær Rússa um að hindra að samkomulag næðist um refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, vegna blóðsúthellinganna í Kosovo-héraði í Serbíu síðustu vikur. Meira
21. mars 1998 | Forsíða | 93 orð

Skýstrókur kostar þrettán manns lífið

AÐ MINNSTA kosti 13 manns biðu bana og tugir manna slösuðust af völdum skýstróks í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Fjögur börn voru á meðal þeirra sem létu lífið þegar skýstrókurinn gekk yfir 16 km belti um 80 km norðan við Atlanta og eyðilagði skóla og húsvagna. Miklar skemmdir urðu á öðrum skóla. Zell Miller, ríkisstjóri Georgíu, skoðaði eyðilegginguna úr þyrlu. Meira
21. mars 1998 | Forsíða | 292 orð

Slakað á refsiaðgerðum gegn Kúbu

MIKE McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði í gærkvöldi að forsetinn hefði ákveðið að slaka á refsiaðgerðunum gegn Kúbu. Fidel Castro, forseti Kúbu, tók þessari ákvörðun vel og kvaðst vonast til þess að hún yrði til þess að samskipti ríkjanna bötnuðu, en utanríkisráðherra Kúbu krafðist þess að refsiaðgerðunum yrði aflétt að fullu. Meira

Fréttir

21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

14 styrkir til að efla tengsl Íslands og Japan

ÍSLANDSDEILD Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation mun á árinu 1998 verja um 4 milljónum króna til að styrkja tengsl Íslands og Japans á sviði menningar, vísinda og viðskipta. Styrki þessa má veita stofnunum og einstaklingum. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 214 orð

3,8 milljarða tekjur en 168 milljóna hagnaður hjá MS

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Mjólkursamsölunnar var 168 milljónir króna á árinu 1997 og jókst um 14 milljónir króna frá fyrra ári, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 206,4 milljónum króna og ávöxtun á eigin fé er 2,8% að frádregnum söluhagnaði hlutabréfa. Veltufé frá rekstri var 337,7 milljónir króna, 19 m.kr. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

60% hlynnt veiðileyfagjaldi

SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Markaðssamskipti gerðu fyrir Stöð 2 eru rúmlega 60% Íslendinga hlynnt því að veiðileyfagjald verði tekið upp hér á landi. Í könnuninni var spurt hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að veiðileyfagjald yrði tekið upp á Íslandi. Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | 146 orð

Afmælistónleikar kórs Fjölbrautaskóla Suðurla

Selfossi-Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands er 15 ára um þessar mundir. Af því tilefni heldur kórinn tónleika í hátíðarsal skólans laugardaginn 21. mars næstkomandi kl. 16. Að vanda er efnisskráin fjölbreytt. Þar er m.a. að finna tvö lög frá Suður-Afríku, annað þeirra í frumflutningi hér á landi. Margir einsöngvarar koma fram á tónleikunum, jafnt núverandi sem eldri kórfélagar. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Ánægjuleg heimferð með varðskipinu Ægi

ÁHÖFNIN á varðskipinu Ægi flutti nýlega þau Ásbjörn Þorgilsson, Evu Sigurbjörnsdóttur og tíkina Perlu heim til Djúpuvíkur. Hjónin reka Hótel Djúpuvík og höfðu brugðið sér suður í nokkra daga. Þegar snúa átti heim var landleiðin frá Hólmavík ófær en svo heppilega vildi til að varðskipið Ægir var á sveimi í nágrenninu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 380 orð

Árangur Vinnuklúbbsins framúrskarandi

TÆPLEGA 200 einstaklingar hafa tekið þátt í tilraunaverkefni félagsmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, Vinnuklúbbnum, frá því það hóf göngu sína í október 1996 og að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráðherra hefur árangurinn verið framúrskarandi. Markmið verkefnisins er að aðstoða einstaklinga sem hafa verið atvinnulausir í langan tíma að komast út á vinnumarkaðinn að nýju. Meira
21. mars 1998 | Miðopna | 1628 orð

Ávinningur að leitað verði annarra kosta

SKIPTAR skoðanir eru um það milli ríkja í norðri og suðri hvort leggja eigi algert bann við skordýraeitrinu DDT. Íslendingar hafa verið í þeim hópi, sem hefur beitt sér fyrir verndun sjávar fyrir þrávirkum lífrænum efnum og í grein um DDT- deiluna í tímaritinu New Scientister haft eftir Tryggva Felixsyni, Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

B-listinn í Mosfellsbæ samþykktur

Á ALMENNUM félagsfundi hjá Framsóknarflokknum í Mosfellsbæ kynnti uppstillingarnefnd flokksins tillögu sína að lista Framsóknarflokksins til bæjarstjórnarkosninganna í Mosfellsbæ sem fram fara hinn 23. maí nk. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Bókasafnstölvu stolið

BROTIST var inn í útibú Borgarbókasafnsins í Gerðubergi aðfaranótt föstudags og aðaltölvu þess, gögnum og gagnagrunni stolið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var spennt upp stormjárn á glugga á norðurhlið hússins, farið inn og tölvunni stolið. Málið er í rannsókn. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Bræðurnir Ormsson styrkja skógrækt og uppg

FYRIRTÆKIÐ Bræðurnir Ormsson ehf. hefur á undanförnum árum styrkt skógrækt og uppgræðslu lands með umtalsverðum fjárframlögum, bæði til Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Síðustu 8 ár nemur framlagið til þessara aðila samtals um 4 milljónum króna. Meira
21. mars 1998 | Smáfréttir | 45 orð

BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnarness efnir til málstofu um bæjarmálefni á Se

BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnarness efnir til málstofu um bæjarmálefni á Seltjarnarnesi í Valhúsaskóla laugardaginn 21. mars kl. 13­16. Rætt verður í hópum um helstu málaflokka og öllum gefst kostur á að leggja orð í belg og koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri, segir í frétt frá félaginu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 856 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 23.­28. mars 1998. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Þriðjudagurinn 24. mars: Elvira Scheich eðlis- og stjórnmálafræðingur og Skúli Sigurðsson vísindasagnfræðingur flytja rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum kl. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 690 orð

Dökk mynd af landi vöfðu ríkisstyrkjum

GRÆNLAND á annars vegar við að stríða atvinnuleysi en hins vegar er fjöldi starfa laus, því ekki fæst í þau fólk með viðeigandi menntun. Þó ferðamannaþjónustan hafi virst lofa góðu þá há dýrar samgöngur henni, sem kemur sér einkar illa, þar sem grænlenska heimastjórnin ákvað 1990 að ferðamannaþjónusta yrði aðalatvinnugrein á Grænlandi, ásamt fiskveiðum og hráefnavinnslu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Engar reglur um brunamótstöðu húsgagna

ENGAR sértækar stjórnvaldsreglur eru til á Íslandi um brunamótstöðu húsgagna, hvorki vegna þeirra sem flutt eru inn til landsins né þeirra sem framleidd eru innan lands. Hins vegar tóku gildi hér á landi í maí 1994 og í júní 1995 evrópskir staðlar er taka til mótstöðu húsgagna við bruna út frá sígarettum. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

EYJÓLFUR ÍSFELD EYJÓLFSSON

EYJÓLFUR Ísfeld Eyjólfsson, fyrrverandi forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, er látinn á 79. aldursári. Eyjólfur Ísfeld starfaði lengst af hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og var forstjóri samtakanna í 16 ár. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Farþegum SVR fjölgar um 6% milli ára

FARÞEGUM Strætisvagna Reykjavíkur fjölgaði um 6% á árinu sem leið. Árið 1996 voru farþegar 6 milljónir og 989 þúsund en fjölgaði í 7 milljónir og 395 þúsund. Lítinn hluta af þessari fjölgun má rekja til þess að SVR tók að sér almenningssamgöngur í Mosfellsbæ 1. sept 1997 og voru farþegar á þeirri leið um 50 þúsund á tímabilinu frá september til desember. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 395 orð

Fastákveðið gengi á bréfum í almennri sölu

EKKI hefur enn verið gengið endanlega frá söluskilmálum á þeim hlut ríkisins í Íslenska járnblendifélaginu hf., sem settur verður í sölu 1. til 8. apríl, og verða nákvæmar upplýsingar ekki gefnar fyrr en gengið hefur verið frá þeim og staðfesting verðbréfaþings er fengin. Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | 116 orð

Fegursta stúlka Austurlands valin

Egilsstöðum-Austfirsk fljóð undirbúa sig af kostgæfni fyrir Fegurðarsamkeppni Austurlands sem haldin verður næsta laugardag í Valaskjálf á Egilsstöðum. Alls eru það átta stúlkur sem taka þátt og hafa þær undanfarna daga unnið að því að búa sig undir að vera í sem bestu formi þegar að keppni kemur. Ásta Björk Matthíasdóttir er framkvæmdastjóri keppninnar. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ferðaáætlun Útivistar komin út

ÚT ER komin ferðaáætlun ferðafélagsins Útivistar fyrir árið 1998. Að vanda býður Útivist upp á dagsferðir alla sunnudaga allt árið um kring. Farið er frá BSÍ á sunnudögum kl. 10.30. Helgarferðir eru einnig á boðstólum en í ferðaáætlun ársins eru um 70 helgarferðir. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 165 orð

Ferjusiglingum á Ermarsundi raskað

FERJUUMFERÐ um frönsku hafnarborgina Calais lagðist af í gær vegna aðgerða starfsfólks á ferjum og hafnarstarfsmanna. Lögðu þeir niður vinnu í gærmorgun í sólarhring í mótmælaskyni við áform um að hætta sölu tollfrjáls varnings um borð í Ermarsundsferjunum. Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | 52 orð

Fjölskyldan og fjármálin

Egilsstöðum-Landsbankinn á Egilsstöðum hélt opinn kynningarfund um fjármál fjölskyldunnar á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Fólk fékk innsýn í Vörðuklúbb, Lífís-tryggingar og verðbréfasjóðir voru kynntir. Fjölmargir gestir mættu og töldu þessi mál snerta eigin hag. Fyrirlesarar voru starfsmenn bankans og svöruðu þeir ennfremur fyrirspurnum. Meira
21. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Fjölsótt ráðstefna um heilsu kvenna

RÁÐSTEFNA um heilsufar kvenna, sem haldin var á Akureyri í vikunni var fjölsótt, en m.a. var rætt um stöðu kvenna innan fjölskyldunnar og í þjóðfélaginu, fjallað um notkun kvenna á heilbrigðisþjónustu og ýmsa sjúkdóma. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fór veltu og hafnaði í ánni

TENGIVAGN slitnaði aftan úr flutningabíl á leið til Akureyrar, við brúna yfir Norðurá í Skagafirði í fyrrinótt. Tengivagninn fór eina veltu en hafnaði á hjólunum í ánni. Hann skemmdist nokkuð en litlar skemmdir urðu á þeim varningi sem var í vagninum. Kalla þurfti eftir vörubíl með öflugan krana frá Akureyri og á myndinni sést er hann hífði vagninn upp úr ánni. Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | 161 orð

Framboðsmál að skýrast í Snæfellsbæ

Hellissandi- Framsóknarmenn í Snæfellsbæ halda opið prófkjör laugardaginn 21. mars. Rétt til þátttöku eiga allir sem eiga lögheimili í Snæfellsbæ, eru félagar í Framsóknarfélagi Snæfellsbæjar eða lýsa yfir stuðningi við framboðið. Kynning frambjóðenda mun fara fram í Miðbæ, félagsmiðstöð framsóknarmanna í Snæfellsbæ, föstudaginn 20. mars kl. 20.30. Meira
21. mars 1998 | Miðopna | 1492 orð

Frumvörpin fyrir þing náist samkomulag

FULLTRÚAR sjómanna gengu í gær á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til að ræða stöðuna, sem upp er komin í sjómannadeilunni eftir að útvegsmenn höfnuðu miðlunartillögu Þóris Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fundu vísbendingar um veiru

SÆNSKIR vísindamenn, sem unnið hafa að rannsóknum á hitasóttinni sem herjað hefur á íslensk hross að undanförnu, hafa fundið vísbendingar um ákveðna veiru. Eggert Gunnarsson, dýralæknir á Rannsóknastöð Háskólans á Keldum, Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Garðabæjarlistinn tilkynnir lista sinn

TILLAGA að framboðslista fyrir Garðabæjarlistann, Bæjarmálafélag Garðabæjar, var samþykkt á fundi listans sl. miðvikudag. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigurður Björgvinsson skólastjóri, 2. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, 3. Gizur Gottskálksson læknir, 4. Anna Rós Jóhannesdóttir félagsráðgjafi, 5. Helgi Grímsson, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélagsins, 6. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

Gerir kvikmyndir um víða veröld

HEIMILDARMYNDIN Chaddy and Louise, sem nýlega hlaut alþjóðlegu Emmy-verðlaunin í flokki heimildarmynda, var sýnd á CNN-sjónvarpsstöðinni í vikunni. Myndin er gerð af Sturlu Gunnarssyni sem fæddur er á Íslandi en flutti ungur til Kanada. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Gjaldskrá leigubíla hækkar

GJALDSKRÁ leigubíla hefur hækkað um 5% samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar. Þetta kom fram í samtali við Sigfús Bjarnason hjá Frama, stéttarfélagi leigubílstjóra. Sigfús sagði að það væri yfirleitt helmingur gjaldsins sem færi í laun og launatengd gjöld en hinn helmingurinn færi í rekstur bílanna, stöðvargjöld, þungaskatt og tryggingagjöld. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 320 orð

Gæti valdið skelfilegu sjúkdómsfári

HÓPUR lækna og lögfræðinga hefur varað alvarlega við tilraunum til að græða líffæri úr dýrum í menn. Segja þeir, að þær geti leitt af sér sjúkdóma, sem verði jafn banvænir og alnæmið og geti jafnvel orðið milljörðum manna að aldurtila. Meira
21. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 320 orð

Hafðist í þriðju tilraun

BJÖRGUNARSVEITARMENN úr Eyjafirði sóttu í vikunni vélsleðana sem átta félagar þeirra urðu að skilja eftir á Þorbjarnartungum í um 1.200 metra hæð vestan við Hraunárdal, er þeir lentu í hrakningum þar fyrir skömmu. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 130 orð

Hátt gengi pundsins veldur áhyggjum

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, reyndi í fyrrakvöld að kveða niður vangaveltur um að vextir yrðu hækkaðir í næsta mánuði og sagði að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar myndi duga til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hópferð til Sýrlands og Jórdaníu

KÍNAKLÚBBUR Unnar gengst fyrir hópferð til Sýrlands og Jórdaníu í október nk. Þetta verður 20 daga ferðalag sem Unnur Guðjónsdóttir kynnir sunnudaginn 22. mars kl. 15 að Reykjahlíð 12. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hraðskreiðustu vörubílar innan EES á Íslandi

HRAÐSKREIÐUSTU vörubifreiðarnar á Evrópska efnahagssvæðinu eru á Íslandi. Um síðustu áramót tóku hér gildi evrópskar reglur sem kváðu á um að hraðatakmarkari væri í öllum vöru- og rútubifreiðum sem skráðar eru í fyrsta sinn hérlendis í ársbyrjun 1996 eða síðar. Hraði vörubifreiða skyldi takmarkast við 90 km hraða á klst. og rútubifreiða við 100 km á klst. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Hulda Valtýsdóttir áfram formaður

RÍKISSTJÓRNIN skipaði í gær Huldu Valtýsdóttur fulltrúa sinn í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs og Guðmund Árnason varamann hennar. Hulda hefur verið formaður sjóðsins undanfarin fjögur ár og var á ríkisstjórnarfundi endurskipuð í þá stöðu til næstu fjögurra ára. Meira
21. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Hundur í óskilum leikur í Deiglunni

HLJÓMSVEITN "Hundur í óskilum" heldur tónleika í Deiglunni, Kvaupvangsstræti, á sunnudagskvöld, 22. mars kl. 21. Hljómsveitin er skipuð þeim Eiríki Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni sem skipuðu hinn góðkunna dúett "Börn hins látna" og Guðríði Völvu Gísladóttur flautuleikara hljómsveitarinnar "Valva og drengirnir, Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | 221 orð

Jákvæður tónn á Selfossi

Selfossi-Björn Bjarnason menntamálaráðherra og föruneyti hans hefur farið víða um land seinustu daga og kynnt nýja skólastefnu menntamálaráðuneytisins. Síðastliðið miðvikudagskvöld var Björn staddur á Selfossi þar sem fjöldi fólks var samankominn til að kynna sér skólastefnuna. Björn fór yfir helstu þætti skólastefnunnar og gaf síðan orðið laust til fyrirspurna. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 233 orð

Jeltsín aftur til starfa

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti mætti til vinnu í Kreml í gærmorgun en þar hafði hann ekki komið í vikutíma vegna sýkingar í öndunarvegi. Jeltsín dvaldist í skrifstofu sinni í þrjár stundir en hélt um hádegisbil aftur til hvíldar í bústað utan Moskvu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 30 orð

KK-kvintett í Gjánni

KK-KVINTETT leikur í Gjánni, Selfossi í kvöld, laugardagskvöld, frá kl. 23­3. Kvintettinn skipa: KK, Haraldur Þorsteinsson, bassi, Guðmundur Pétursson, gítar, Óskar Guðjónsson, saxófónn, og Ólafur Hólm, trommur. Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Konurnar í golfklúbbnum æfa innanhúss

Borgarnesi-Konur í Golfklúbbi Borgarness hófu fyrir skömmu æfingar undir stjórn Karls Ómars Karlssonar ákveðnar í að koma sér í gott form fyrir sumarið. En vaxandi áhugi er meðal kvenna í Borgarnesi fyrir golfi. Golfklúbburinn hefur ekki yfir neinu æfingarými að ráða innanhúss, og barist er um hvern tíma í íþróttasalnum. Konurnar sóttu fast að fá æfingatíma. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kynning á trésmíðavélum

HEGAS ehf. stendur fyrir einni stærstu sýningu á nýjum trésmíðavélum sem haldin hefur verið hér á landi helgina 20.­23. mars. Sýningin verður haldin í iðnaðarhúsnæði í Auðbrekku 1 og mun verða opin sem hér segir: Laugardaginn 21. mars kl. 10­17, sunnudaginn 13­17 og mánudaginn 23. mars kl. 9­17. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 417 orð

Laun skipstjóra hækka um 20% fækki um tvo í áhöfn togbáts

LANDSSAMBAND íslenzkra útvegsmanna er nú tilbúið að semja við sjómenn um 10% hækkun launa, þegar fækkar í áhöfn skipa vegna tækniframfara eða breyttra veiðihátta. Eins og nú er háttað hækka laun áhafnar um 20% sé fækkað úr 12 í 10 í áhöfn 160 tonna togbáts svo dæmi sé tekið. Í þessu dæmi er hlutur skipstjóra úr veiðiferð, sem skilar 10 milljónum króna í aflaverðmæti, 418. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Lánstími lengdur í 40 ár

GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur kynnt í ríkisstjórninni frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasjóð landbúnaðarins. Breytingin felur í sér lengingu lánstíma til 40 ára, en í gildandi lögum er miðað við 25 ár. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

LEIÐRÉTT

ÞAU mistök urðu við vinnslu fréttar um afslöppunarforrit fyrir tölvu á forsíðu Daglegs lífs í gær að Friðrik Guðjón Guðnason var sagður heita Kristján Guðjón. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 348 orð

Líkur á að aflaheimildir verði ekki varanlegar

GERT er ráð fyrir því að lagt verði fram stjórnarfrumvarp á næstu dögum er varðar stjórnun veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Mjög skiptar skoðanir hafa verið uppi um hvernig stjórna beri nýtingu þessa stofns. Samkvæmt gildandi lögum eru tvær leiðir færar, frjálsar veiðar eða kvóti á skip í samræmi við aflareynslu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Lína langsokkur í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru alla sunnudaga kl. 14 í Norræna húsinu. Sunnudaginn 22. mars verða sýndar tvær kvikmyndir um Línu langsokk. Í þessum þáttum er Lína á leiðinni til Suðurhafa með pabba sínum sem er negrakóngur. Í kveðjuskyni slær hún upp heljarinnar veislu og býður öllum bæjarbúum. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 390 orð

Lækkun í kjölfar lækkunar á verðbréfamarkaði

ÍSLANDSBANKI og Búnaðarbanki Íslands tilkynntu í gær um lækkun vaxta verðtryggðra útlána í dag, Íslandsbanki um 0,3% og Búnaðarbankinn um 0,2%. Breytingin er vegna lækkunar vaxta á verðbréfamarkaðnum. Landsbanki Íslands mun lækka vexti um mánaðamótin og þá má einnig búast við lækkun hjá sparisjóðunum. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Má ég á Hornafirði

LEIKFÉLAG Hornafjarðar í samvinnu við Hótel Höfn frumsýnir á Mánabar hótelsins í dag kabarettinn Má ég undir leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Má ég fjallar um ástina frá ýmsum sjónarhornum í gamni og alvöru. Þetta eru atriðabútar úr frægum söngleikjum og leikritum, erlendum og innlendum, en gerist í dag á Mánabar. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 740 orð

Með seglin ein að vopni

ELÍN Pálmadóttir blaðamaður og rithöfundur heldur þriðja fyrirlesturinn í röð fyrirlestra á vegum Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands vegna Árs hafsins í dag. Hann nefnist franskir duggarar á Íslandsmiðum og hefst klukkan 13.15. Fyrirlestur Elínar verður fluttur í Háskólabíói í sal 4. Meira
21. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Menningarbær

"AKUREYRI" menningarbær á leið í nýja öld," er yfirskrift ráðstefnu sem menningrmálanefnd Akureyrar efnir til í dag, laugardag í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Hún hefst kl. 14 en erindi flytja Tapio Hovebro, forstöðumaður menningar- og frístundasviðs Västerås í Svíþjóð, Jón Björnsson, framkvæmdastjóri menningar,- uppeldis, Meira
21. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun, sunnudag. Guðsþjónusta kl. 14, miðfasta. Flutt verður lítanía séra Bjarna Þorsteinssonar. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld, séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur hefur umsjón með samverunni. Mömmumorgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgun, Halla Gunnarsdóttir sýnir förðun. Föstumessa kl. 20. Meira
21. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Morgunblaðið/Kristján Þjónustufyrirtækið Coopers & Lybra

Í KJÖLFAR aukinna umsvifa á Akureyri hefur starfsfólki Coopers & Lybrand ­ Hagvangs verið fjölgað úr fjórum í sex og er ráðgert að fjölga starfsfólki á Akureyri enn frekar. Á Akureyri hefur verið boðið upp á endurskoðun og reikningsskil, lögfræðiþjónustu og fjármálaráðgjöf. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 408 orð

Neitar að hafa krafist millj. kr. fyrir söguna

LÖGFRÆÐINGUR Kathleen Willey, sem sakað hefur Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, um kynferðislega áreitni, neitaði í gær, að hann hefði farið fram á 22 millj. ísl. kr. greiðslu frá tímariti fyrir sögu hennar. Sagði hann, að sú upphæð hefði hvort eð er ekki nægt til að losa hana úr skuldafeninu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 680 orð

Norrænt samstarf lifir af

ÍSLAND og norrænt samstarf í ljósi breytinganna á Evrópusamvinnunni var umfjöllunarefni ráðstefnu, sem Íslandsdeild Norðurlandaráðs stóð fyrir í gær, undir yfirskriftinni "Norden er i orden" ­ eða hvað? Á ráðstefnunni var leitazt við að finna svör við þessari spurningu með því að sérfræðingar, embættismenn og stjórnmálamenn, bæði frá Íslandi og öðrum Norðurlöndum, Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Norrænt samstarf um upplýsingatækni

TIL stendur að stofnað verði til formlegs norræns samstarfs um upplýsingatækni og að myndað verði norrænt tengslanet milli ráðuneyta sem bera ábyrgð á samræmingu á sviði upplýsingamiðlunar. Þetta var ákveðið á samráðsfundi ráðherra Norðurlanda á sviði upplýsingatækni í Stokkhólmi í gær. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 365 orð

Ný meðhöndlun í sjónmáli

INNAN tíu ára verður vonandi komin ný leið til að meðhöndla krabbamein, segir dr. Snorri Þorgeirsson sem flutti erindi á ráðstefnu um krabbameinsrannsóknir, sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir, og hófst í gær. Snorri hefur starfað í Bandaríkjunum í meira en tuttugu ár og stundar nú rannsóknir við bandarísku krabbameinsstofnunina, National Cancer Institute. Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | 378 orð

Nýtt bæjarmálafélag, Snæfellsbæjarlistinn, stofnað í Snæfellsbæ

STOFNAÐ hefur verið nýtt félag um bæjarmálefni í Snæfellsbæ og ber það nafnið Snæfellsbæjarlistinn. Um 50 manns mættu til fundarins. "Tilgangur félagsins er að vera vettvangur almennra bæjarbúa til umræðna og ályktana um bæjarmál í Snæfellsbæ. Meginmarkmið þess eru: 1. Að hefja sjónarmið hins almenna bæjarbúa til vegs í bæjarfélaginu. 2. Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Olís opnar bensínstöð við Brúartorg í Borgarnesi

Borgarnesi-Á dögunum var gömlu Olísstöðinni úti í Brákarey í Borgarnesi lokað og um leið var formlega tekin í notkun ný bensínstöð Olís við Brúartorg í Borgarnesi. Bensínstöð Olís í Brákarey hafði verið rekin frá árinu 1946 og var alltaf miklu meira en bara venjuleg bensínstöð, því þangað komu margir til að hitta kunningjana og spjalla saman í rólegheitunum. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Opið hús á Kirkjusandi

ÚTIBÚ Íslandsbanka í Húsi verslunarinnar mun sameinast útibúinu á Kirkjusandi 14. apríl nk. Af því tilefni verður opið hús á Kirkjusandi fyrir viðskiptavini og fjölskyldur þeirra sunnudaginn 22. mars kl. 14­17. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Óhagstæðar vindáttir fram yfir helgi

ÚTLIT er fyrir að vindáttir haldist óhagstæðar fram yfir helgi, þannig að hafísinn reki enn frekar í átt að landinu. Í dag og á morgun er spáð nokkuð hvössum suð- og suðvestanáttum sem líklega munu færa hafísinn enn nær Vestfjarðakjálkanum, og þá einkum norðan til. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ók á lögreglubíl í forgangsakstri

EINN maður slasaðist lítillega þegar lögreglubifreið lenti í árekstri við fólksbíl á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar um klukkan fjögur í gær. Lögreglubifreiðin hafði verið send af stað til að stöðva ökumann á stolinni bifreið og ók yfir umrædd gatnamót í samræmi við forgangsrétt sinn. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 537 orð

Per Stig Møller tekur Hans Engell með sér í fallinu

HANS Engell tapaði í gær embætti sínu sem formaður þingflokksins í kjölfar afsagnar Per Stig Møllers sem leiðtoga Íhaldsflokksins. Þar með er það samdóma álit að Per Stig hafi tekist að láta afsögn sín leiða til þess að Engell færi einnig frá. Tilraun Engells til að sitja áfram þykir benda til að hann hafi ætlað sér að reyna að komast aftur til valda og á því eru ýmar skoðanir innan flokksins. Meira
21. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Rympa á ruslahaugnum

LEIKFÉLAG Hörgdæla frumsýnir í dag, laugardaginn 21. mars, kl. 14 leikritið Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur. Leikstjóri er Sunna Borg, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikritið gerist á ruslahaug þar sem Rympa býr með honum Volta sínum. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 247 orð

Salmonellu úthýst með úðabrúsa

BRÁTT munu kjúklingabændur geta úðað nýklakta unga með hollum bakteríum, sem síðan munu sjá um að bægja burt salmonellu og annarri slíkri óværu meðan fuginn lifir. Skýrði Dan Glickman, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, frá þessu í fyrradag. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Sama gjald til áfangastaða í Evrópu

"SUMARHOPP" nefnist nýjung í fargjaldaframboði Flugleiða og er með því sniði að sama grunnfargjald verður í boði til áfangastaða félagsins í Evrópu. Sala á þessum fargjöldum hefst næstkomandi mánudag. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 259 orð

Samningur við barnalækna staðfestur

TRYGGINGARÁÐ hefur staðfest samning sem Félag íslenskra barnalækna gerði við Tryggingastofnun 14. mars síðastliðinn. Að sögn Ólafs Gísla Jónsson, formanns Félags íslenskra barnalækna, er þessi samningur á sömu nótum og önnur félög sérfræðilækna hafa verið að gera að undanförnu, nefnir hann þar kvensjúkdómalækna, öldrunarlækna og geðlækna. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Samrýmist ekki setu í bankaráði

BANKAEFTIRLITIÐ hefur svarað neitandi þeirri spurningu bankaráðsmanna Landsbanka Íslands hvort seta bankaráðsmanna í stjórnum dótturfyrirtækja banka sé samrýmanleg setu þeirra í bankaráði. Spurningunni var beint til ráðsins vegna setu Kjartans Gunnarssonar í stjórn VÍS eftir að Landsbankinn keypti helmingshlut í fyrirtækinu á síðasta ári. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

Segja að höfuðlausn útvegsmanna verði dýr

GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sagði í gær að sjómenn væru reiðir eftir að útvegsmenn felldu miðlunartillögu sáttasemjara í vikunni. Ekki yrði auðvelt að semja við sjómannastéttina. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Síðasta sýning á tveimur einþáttungum

ALLRA síðasta sýning er á einþáttungunum Góð kona eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Eða þannig... eftir Völu Þórsdóttur í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, sem Hafnarfjarðarleikhúsið hefur undanfarið sýnt á Efra sviðinu sunnudaginn 22. mars kl. 20.30. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sjóferðahópur stofnaður

ÁHUGAFÓLK um að kynna sjóferðir fyrir almeningi á Ári hafsins 1998 hefur komið saman og rætt málin. Leitað hefur verið eftir samvinnu við ýmsa aðila, þ.ám. Stýrimannaskólann í Reykjavík, og hefur þessu verið vel tekið. Hugmyndin er að kynna þetta nánar fljótlega. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Sjómannakonur mótmæla

KVENFÉLÖGIN Aldan, Bylgjan, Hrönn og Keðjan héldu sameiginlegan fund í Akoges salnum 5. mars sl. Á fundinum var hátt á annað hundrað konur. Þar var samþykkt einróma að beina þeirra áskorun til stjórnvalda að Sjómannaskólinn í Reykjavík verði áfram notaður fyrir sjómannastéttina og á þeim stað sem hann er og honum var ætlaður frá upphafi. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Smáratorg ­ nýr verslunarkjarni í Kóp

NÝR verslunarkjarni í Smáralandi í Kópavogi verður opnaður í dag, laugardaginn 21. mars. Þar verður boðið upp á þjónustu af ýmsu tagi, aðallega frá verslunum og þjónustufyrirtækjum sem eru starfrækt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Alls verða þarna 11 verslanir og veitingastaðir. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 290 orð

Sprengju eytt í Londonderry GRÍMUKLÆDDIR men

GRÍMUKLÆDDIR menn skildu eftir sprengju í banka í Londonderry á Norður- Írlandi í gær, en hún sprakk ekki og lögreglu tókst að eyða henni. Hús í miðborginni voru rýmd á meðan aðgerðum lögreglunnar stóð. Mennirnir sem skildu sprengjuna eftir komust á brott á hlaupum. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 482 orð

Stór hluti í VÍS seldur og önnur fjárfesting skoðuð

FORMAÐUR bankaráðs Landsbanka Íslands hf. lagði til á fundi bankaráðsins sl. fimmtudag að bankinn seldi stærstan hlut sinn í Vátryggingafélagi Íslands og losaði þannig um fjármagn til að nota hugsanlega til kaupa á hlut í Fjárfestingabanka atvinnulífsins eða öðrum arðbærum fjárfestingakosti. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Stunginn í bakið og barinn ítrekað

UNGUR maður var stunginn í bakið með hnífi í samkvæmi á Akureyri á miðvikudagskvöld með þeim afleiðingum að sauma þurfti fimmtán spor, auk þess sem hann varð fyrir fautalegum barsmíðum. Fimm piltar um tvítugt voru handteknir vegna málsins um hádegisbil í fyrradag og óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldi yfir þeim til föstudagsins 27. mars. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 216 orð

Sumargjöf fær Bernsku-gull

BERNSKAN, Íslandsdeild alþjóðasamtaka um uppeldi ungra barna (OMEP), veitti Barnavinafélaginu Sumargjöf verðlaunin Bernsku-gull á aðalfundi sínum 14. febrúar sl. fyrir ómetanlegt brautryðjendastarf í þágu íslenskra barna, eins og segir í fréttatilkynningu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 34 orð

Sunnudagsganga í Rauðhóla

FERÐAFÉLAG Íslands fer sunnudaginn 22. mars kl. 13 í auðvelda og skemmtilega göngu með Suðurá frá Hólmi að Rauðhólum. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Skíðagöngum er frestað vegna snjóleysis. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 768 orð

Tekið verður við nýjum börnum á Laufásborg í haust

ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar barna, segir ljóst að ástand Laufásborgar sé miklu verra en menn hafi gert sér grein fyrir en meirihluti stjórnarinnar hefur samþykkt að auka fjárveitingu til endurbyggingar á þessu ári um 15 milljónir í stað 10 milljóna. Leikskólinn tekur 90 börn samtímis fullskipaður. Nú eru vistuð þar 72 börn en í vor hætta 19 þeirra. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Tillaga um samstarf þjóða í fiskveiðimálum

SIV Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hefur mælt fyrir tillögu til þingsályktunar um aukið samstarf Íslands, Færeyja, Grænlands og Noregs í fiskveiðimálum. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela utanríkisráðherra að kanna möguleika aukins samstarfs Íslands, Færeyja, Grænlands og Noregs í fiskveiðimálum, þar á meðal á sviði veiðarfæranotkunar, vísindarannsókna, Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 186 orð

Tveir bílar kynntir hjá B&L

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar kynna nú um helgina tvo nýja bíla frá Hyundai. Opið verður laugardag kl. 9­17 og sunnudag kl. 12­17. Annar bíllinn er rúmgóður smábíll frá Hyundai sem nefnist Atos Hyundai. "Atos er sniðinn að þörfum þeirra sem hugsa stórt á hagkvæman hátt," eins og segir í fréttatilkynningu. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Tæknileg breyting á flutningsjöfnun

FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vonast til þess að fyrir vorið afgreiði Alþingi lagafrumvarp, sem kynnt var ríkisstjórn í gær og felur í sér fjölgun þeirra flokka olíuvara, sem njóta flutningsjöfnunar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Finnur að tilefni breytingarinnar væri óskir samkeppnisráðs, sem komið hefðu fram í athugasemdum haustið 1995. Meira
21. mars 1998 | Erlendar fréttir | 154 orð

Vantraust á Evrópustefnu stjórnarinnar

RÍKISSTJÓRN Möltu stóðst naumlega atkvæðagreiðslu um vantraust á þjóðþingi eyjarinnar á miðvikudagskvöld, en tapaði hins vegar annarri atkvæðagreiðslu um það hvernig stjórnin héldi á hagsmunum eyjarinnar varðandi tengsl hennar við Evrópusambandið (ESB). Meira
21. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Vekur áhuga erlendra fræðimanna

Selfossi-Á dögunum var opnuð ný vefsíða á alnetinu sem inniheldur gömul póstkort með íslenskum ljósmyndum. Höfundur síðunnar er Arnar Þór Óskarsson frá Selfossi. Að sögn Arnars er hér um að ræða merkilega heimild um þróun byggðar á Íslandi á þessari öld. Elstu kortin munu vera frá um 1903, en þau yngstu frá 1933. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Vistvænna leiða leitað

Vistvænna leiða leitað Á FUNDI borgarstjórnar í fyrradag kynntu borgarfulltrúar Reykjavíkurlista þá samþykkt veitustofnana Reykjavíkur að fela Rafmagnsveitu Reykjavíkur að skipa starfshóp til að skoða möguleika á nýtingu vistvænna farartækja í Reykjavík þar sem annars vegar yrði litið til rafknúinna bifreiða og uppbyggingar d Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 559 orð

Væg kransæðaáföll á Íslandi orsök lágrar dánartíðni

ÞÓRÐUR Harðarson, prófessor í lyflæknisfræði og yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans, segir skýringuna á lágu dánarhlutfalli Íslendinga vegna kransæðastíflu sennilega felast í því að hér á landi komi upp vægari tilfelli en t.d. í Danmörku. Meira
21. mars 1998 | Miðopna | 2077 orð

Það á ekki að refsa mönnum í fangelsi

STARF Evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu er að mörgu leyti nýstárlegt í alþjóðasamstarfi. Útgangspunkturinn í starfi nefndarinnar er 3. gr. Meira
21. mars 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Þingkonur efna til fundahalda

NÍU þingkonur munu á næstu dögum halda fundi um allt land um sameiginlegt framboð A-flokkanna og Kvennalistans fyrir næstu Alþingiskosningar. Fyrstu fundirnir verða í dag, laugardaginn 21. mars. Þeir verða á Hótel Barbro á Akranesi kl. 14, á Hótel Öskju á Eskifirði kl. 12 og Inghóli á Selfossi kl. 11. Þingkonurnar níu eru Ásta R. Jóhannesdóttir, Ásta B. Meira

Ritstjórnargreinar

21. mars 1998 | Leiðarar | 568 orð

UPPBYGGING JÁRNBLENDIVERKSMIÐJU

UPPBYGGING JÁRNBLENDIVERKSMIÐJU LJÓTLEGA hefjast framkvæmdir við stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, en ráðgert er að starfræksla þriðja ofns hennar hefjist 1. október 1999. Þar með verður Járnblendiverksmiðjan ein sú stærsta og fullkomnasta í heimi og ársafköst aukast úr rúmum 70 þúsund tonnum í 115 þúsund tonn. Meira
21. mars 1998 | Staksteinar | 311 orð

»Verkalýðshreyfingin og framtíðin HVERNIG verður verkalýðshreyfing framtíðarin

HVERNIG verður verkalýðshreyfing framtíðarinnar? Þetta er spurning, sem velt er upp í blaði Alþýðusambands Íslands, Vinnunni, þar sem birtur er leiðari með fyrirsögninni: "Verkalýðshreyfing framtíðar". Meira

Menning

21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 631 orð

Af fjólubláum kúm

TÍMARIT voru mjög í tísku í Bandaríkjunum á þriðja og fjórða áratugnum og allt þangað til sjónvarpið ruddi sér braut. Þessari tímaritaútgáfu fylgdi ákveðin bókmenntahefð, þar sem menn beittu snilld sinni við smásagnagerð og ljóðagerð. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 413 orð

Bjuggu til blað um Prodigy

HLJÓMSVEITIN Prodigy heldur tónleika hér á landi um næstu helgi. Aðdáendur sveitarinnar bíða margir í ofvæni eftir hinni stóru stund en ekki sitja þó allir aðgerðarlausir. Nokkrir ungir piltar í borginni tóku sig saman og gáfu út sérstakt Prodigy blað sem þeir hafa unnið að í nokkurn tíma. "Við erum allir miklir aðdáendur Prodigy og ákváðum þess vegna að gefa út blað um þá. Meira
21. mars 1998 | Margmiðlun | 405 orð

Dimmari og drungalegri Quake

Quake, leikur fyrir Sega Saturn-tölvur. ID Software smíðaði leikinn, en Sega annaðist Saturn-útgáfu hans og gefur út. ÞEGAR QUAKE kom út fyrir rúmum tveim árum var vart um annað talað og flestir samþykkir því að hann væri einn besti skotleikur sem komið hefur út. Hélt þeim sessi þar til nýlega kom út framhald, Quake II. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Dró til baka eina kæruna

KYNBOMBAN Pamela Anderson hefur að sögn hætt við eina málsókn sína gegn myndabandaframleiðendum sem hafa selt kynlífsmyndband af henni og Tommy Lee. Samkvæmt talsmanni IEG, fyrirtækisins sem selur myndbandið, dró Pamela kæruna til baka þegar hún þurfti að mæta fyrir rétt og ræða meint samkomulag sem þau hjón gerðu við fyrirtækið. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 219 orð

Ekki árið hans Leonardo DiCaprio

LEONARDO DiCaprio hefur ákveðið að valda mörgum sjónvarpsáhorfandanum vonbrigðum og mæta ekki á Óskarsverðlaunahátíðina sem verður haldin á mánudag. Samkvæmt kynningarfulltrúa leikarans er fullvíst að hann mætir ekki á hátíðina og hann mun ekki senda formlega afsökunarbeiðni eins og tíðkast. Meira
21. mars 1998 | Tónlist | 496 orð

Fjölbreytt skemmtan

Músíktilraunir Tónabæjar, fyrsta tilraunakvöld. Þátt tóku Duffel, Endemi, Kókóhundur, Krumpreður, Spúnk, Mad Methods, Silfurrefur, Skít Puzz og Insurcion. Gestasveitir voru Soðin fiðla og Spírandi baunir. Áheyrendur vel á annað hundrað. Haldið í Tónabæ 19. mars. Meira
21. mars 1998 | Margmiðlun | 350 orð

Framhald Command & Conquer

HELSTU leikir síðasta árs voru framhaldsleikir, þ.e. leikir sem tóku upp þráðinn frá fyrri útgáfu, ýmist beint eða með tilbrigðum. Best seldi leikur ársins vestan hafs var til að mynda Riven, sem er framhald af Myst, og á sölulista var yfir helmingur framhaldsleikir. Ef marka má útgáfuáætlanir á þesu ári er eins víst að sama verði upp á teningnum. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 629 orð

Grannaslagur í Mílanóborg

Laugardagur 21. mars 14.25 Sjónvarpið 1860 M¨unchen gegn Borussia Mönchengladbach Þriðju helgina í röð er boðið upp á leik í botnbaráttu þýsku 1. deildarinnar, sem varla getur talist mjög vænlegt til að auka áhuga Íslendinga á þýsku knattspyrnunni. Liðin sem mæta til leiks á skjánum í dag eru í 15. og 16. sæti af 18. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 43 orð

Hetjan slapp ómeidd

SPÆNSKI nautabaninn Jose Tomas lenti uppi á hinu illvíga nauti eftir að það hafði verið tuskað aðeins til á hinni árlegu "Fallas" hátíð í Valencia á Spáni. Hetjuna og nautabanann Tomas sakaði ekki í ryskingunum og hélt hann ótrauður áfram. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 485 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.20 Franska myndin Skuggi gegn Scotland Yard (Fantomas Contre Scotland Yard, '66), er ein af nokkrum myndum um skúrkinn Skugga (Jean Marais), meistara dulargervanna. Þær hafa hinsvegar til hliðsjónar verk frá tímum þöglu myndanna. Að þessu sinni fer Skuggi hamförum í Lundúnum. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 132 orð

Tekin saman á ný?

HEYRST hefur að leikararnir Jim Carrey og Lauren Holly séu fain að stinga saman nefjum á nýjan leik. Í júní síðastliðnum slitnaði upp úr 10 mánaða hjónabandi parsins og hafa bæði sést í fylgd með öðrum félögum síðan. Meira
21. mars 1998 | Margmiðlun | 307 orð

VEFFÖNG

Með elstu matarslóðum á netinu og ein sú besta er sú sem Conde Nast-útgáfan rekur undir nafninu Epicuroius. Þar er að finna fjölda uppskrifta sem tengist tímaritunum Gourmet og Bon Appetit, en einnig er tenging á slóð ferðaskrifstofunnar Epicurious Travel. Slóðin er http://food.epicurious.com/. Meira
21. mars 1998 | Fólk í fréttum | 573 orð

Þrautseigar kreddur á Herranótt

LEIKLISTARHÓPUR Menntaskólans í Reykjavík heitir Herranótt og á sér langa og merkilega sögu. Herranætur er gjarnan minnst sem fyrsta vísis að leikhúsi á Íslandi og enn þann dag í dag eru árlegar leiksýngar MR með metnaðarfyllstu uppsetningum áhugaleikhúsanna. Meira
21. mars 1998 | Margmiðlun | 982 orð

Þungavigtarverkfæri í þrívíddarvinnslu

ÞRÍVÍDDARGRAFÍK sækir í sig veðrið, ekki bara sem skemmtiefni í kvikmyndum heldur sem hagnýtt verkfæri við hönnun og ýmsa smíði. Á árum áður voru öflug þrívíddarforrit helst keyrð á sérstökum rándýrum og geysiöflugum, á þeirra tíma mælikvarða, UNIX-vinnustöðvum, en eftir því sem hug- og vélbúnaði hefur fleygt fram hafa helstu forrit verið gefin út fyrir Windows-tölvur, þá helst Windows NT, Meira

Umræðan

21. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 529 orð

DV að berjast við dauðann Frá Halldóri Kristjánssyni: MÁNUDAGINN

MÁNUDAGINN 9. mars fletti ég DV. Þar var fjögurra dálka fyrirsögn á þessa leið: "Maðurinn með ljáinn tekinn með hælkrók." Nú er ég svo illa að mér um þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, glímuna, að ég veit ekki hvað það er að vera "tekinn á hælkrók". En maðurinn með ljáinn held ég endilega að sé dauðinn sjálfur. Það fer heldur ekki milli mála að DV er að fagna sigri yfir dauðanum. Meira
21. mars 1998 | Aðsent efni | 1329 orð

Eistland og Ísland ­ Samherjar í samfélagi norrænna þjóða

GETUR lítil þjóð breytt veröldinni? Tvímælalaust, eins og Íslendingar hafa þegar afrekað. Með því að viðurkenna fyrst landa endurreist sjálfstæði Eistlands 24. ágúst 1991 stigu Íslendingar mikilvægt skref sem leiddi til þess að pólitískt landakort Evrópu var teiknað upp á nýtt. Meira
21. mars 1998 | Aðsent efni | 672 orð

Heilbrigðiskerfið ­ olnbogabarn eða óskabarn þjóðarinnar?

GÓÐ heilbrigðisþjónusta er mikilvæg forsenda þess að einstaklingurinn geti nýtt þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Því er það metnaðarmál hverrar þjóðar að tryggja almenningi aðgang að viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem tekur mið af bestu þekkingu á hverjum tíma, hvort sem það er á sviði heilsueflingar, fyrirbyggingar, hátæknimeðferðar eða endurhæfingar. Meira
21. mars 1998 | Aðsent efni | 711 orð

Hvaða hagsmunum á samningurinn að þjóna?

EFTIR stofnun Íþróttabandalags Reykjavíkur árið 1943 var farið að þrýsta á að fá teknar ákvarðanir um aðalíþrótta- og útivistarsvæði borgarinnar. Þar skyldi vera aðalleikvangur og önnur íþróttamannvirki fyrir keppni og almenna íþróttaiðkun. Því samfara var hinu stækkandi borgarsvæði skipt upp í níu íþróttahverfi fyrir tilverknað ÍBR. Meira
21. mars 1998 | Aðsent efni | 407 orð

Hvenær verða bætur?

FORELDRAR sem eignast fötluð eða alvarlega sjúk börn verða að afsala sér helmingi launa í barneignaorlofi ef þeir ætla að nýta sér rétt sinn til umönnunarbóta frá þriggja mánaða aldri barnsins. Þó eiga umönnunarbætur ekki að vera tekjutengdar. Eins og ætti að vera öllum ljóst fylgja því margvísleg útgjöld að eignast alvarlega veikt barn. Meira
21. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 318 orð

Illu sáir, illt upp sker Frá Guðnýju Skeggjadóttur:

Bréf til þingmanna frá vinstrisinna! FÁTT kemur okkur landsmönnum á óvart úr ykkar herbúðum og það verður að segjast að allt of lítið aðhald fáið þið frá okkur. ­ Samt getur nú flotið út úr. Það gerðist fyrir stuttu þegar fíkniefnalögreglan truflaði siðferðiskennd ykkar. Já, þið segist hafa hana. Meira
21. mars 1998 | Aðsent efni | 849 orð

Þættir úr lífi Júlíönu Sveinsdóttur listmálara (1889­1966)

JÚLÍANA Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 31. júlí 1889 og dó í Kaupmannahöfn 17. apríl 1966. Þar sem hún dvaldi meginhluta ævi sinnar í Danmörku hefur ævisaga hennar ekki verið gefin út og er það miður. Þó hefur Hrafnhildur Schram listfræðingur unnið að drögum að ævisögu og nú nýverið hefur íslenskur arkitekt í Edinborg ritað prófritgerð sína í listasögu um Júlíönu. Meira

Minningargreinar

21. mars 1998 | Minningargreinar | 519 orð

Aðalsteinn Bernharðsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast Aðalsteins Bernharðssonar eða Alla eins og hann var jafnan kallaður. Alli var maðurinn hennar Sjafnar móðursystur minnar. Sjöfn var mikið heima hjá foreldrum mínum í Ólafsvík á táningsárum sínum og hefur síðan þá verið okkur mjög náin. En svo fór Sjöfn heim til Siglufjarðar og fljótlega bárust þær fréttir að Sjöfn væri komin með kærasta frá Ólafsfirði. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 586 orð

Aðalsteinn Bernharðsson

Elskulegur vinur og mágur. Þá er þessu stríði þínu lokið við þann sjúkdóm sem oftast vinnur. Þessi tími er búinn að vera erfiður fyrir fjölskylduna. Þú varst svo ungur og virtist vera svo hraustur, en skellurinn kom fyrir rúmu ári er þú greindist með krabbamein. Það var reynt að halda ánægjulega veislu á 50 ára afmælinu þínu 20. febrúar sl. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 325 orð

Aðalsteinn Bernharðsson

Hann Alli er dáinn. Þessi orð í símanum áttu ekki að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum að hverju stefndi en þú getur ekki búið þig undir dauðann, hann kemur aftan að manni þegar minnst varir. Þögn. Maður lýtur höfði og spyr engra spurninga um tilgang eða tilgangsleysi. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Aðalsteinn Bernharðsson

Kæri vinur, við sendum þér okkar hinstu kveðju með virðingu og þakklæti fyrir vináttu og góðar samverustundir. Góður Guð blessi og varðveiti miningu þína. Í dimmum skugga af löngum liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 352 orð

Aðalsteinn Bernharðsson

Það voru margar tilfinningar sem börðust innra með mér þegar hringt var í mig og mér sagt að tengdafaðir minn, Alli Benna, eins og hann var kallaður, væri dáinn. Ég var sorgbitinn, reiður, en þó létti mér. Létti yfir því, að nú þurfti hann ekki lengur að þjást. Það var fyrir rúmu ári að sjúkdómurinn, sem hrifsaði hann frá okkur, gerði vart við sig. Hann hafði greinst með krabbamein á háu stigi. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 614 orð

Aðalsteinn Bernharðsson

Í dag kveðjum við elskulegan bróður okkar sem kallaður var burt langt um aldur fram, eftir erfiðan sjúkdóm sem mannlegur máttur réð ekki við. Lífsstarf Alla var á sjó og við vinnu tengda sjónum. Um 1970 kaupir hann bátinn Nausta ásamt mági sínum og svila, áttu þeir hann í tvö ár. Síðan eignast hann hann Jökultind með Páli Guðlaugssyni, síðar var hann með bátinn Dröfn. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 487 orð

Aðalsteinn Bernharðsson

Látinn er elskulegur vinur okkar, Aðalsteinn Bernharðsson, eftir langvarandi og erfið veikindi. Hann barðist eins og hann gat fyrir betri heilsu. Alli, eins og hann var alltaf kallaður, var fæddur á Ólafsfirði 1948 og ólst þar upp. Hann kvæntist Sjöfn Eggertsdóttur og fluttist til Siglufjarðar árið 1969. Þau eignuðust eina dóttur saman og áður átti Sjöfn dóttur. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 104 orð

AÐALSTEINN BERNHARÐSSON

AÐALSTEINN BERNHARÐSSON Aðalsteinn Bernharðsson fæddist í Ólafsfirði 20. febrúar 1948. Hann lést á Landspítalanum 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Bernharður Ólafsson. Hann ólst upp í stórum systkinahópi ásamt ömmum sínum og afa. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 810 orð

Eggert Ólafsson

Fimmtudagurinn 12. febrúar var einstaklega bjartur og fagur í Þistilfirði. Nýfallin mjöllin lá eins og drifhvít voð yfir landinu frá fjöru til fjalls og víðáttumikil heiðarlöndin, með fjallahringinn við sjóndeildarbrún, ljómuðu í vetrarsól. Ekki skýdrag á himni og stafalogn. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Eggert Ólafsson

Látinn er Eggert Ólafsson, bóndi í Laxárdal í Þistilfirði. Það má segja um Eggert að snemma beygðist krókurinn til þess er verða vildi. Það kom fljótt í ljós að hugur hans stóð til búskapar. Hann hafði gaman af að annast skepnurnar, einkum sauðféð og hóf snemma kynbætur á því. Það var því auðsýnt að hann tæki við búi foreldra sinna þegar að því kæmi. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 236 orð

EGGERT ÓLAFSSON

EGGERT ÓLAFSSON Eggert Ólafsson var fæddur í Laxárdal 28. október árið 1909. Hann andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Nausti á Þórshöfn 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Guðrún Guðmunda Þorláksdóttir og Ólafur Þórarinsson sem bjuggu í Laxárdal alla sína búskapartíð. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 345 orð

Guðrún Gísladóttir

Í dag verður amma lögð til hinnar hinstu hvílu, og langar mig að kveðja hana með fáeinum orðum. Sem barn minnist ég hennar í eldhúsinu heima í Ystahvammi að útbúa eitthvert góðgæti. Í uppáhaldi hjá mér voru lummurnar hennar sem enginn gerði betur. Þarna fylgdist ég með henni greiða hárið sitt sem náði niður að mitti. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 192 orð

Guðrún Gísladóttir

Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði því þú spannst svo stórt hlutverk í mínu lífi. Ég ólst upp í návist þinni sem barn og sem unglingur bjó ég hjá þér í tvo vetur á Húsavík. Þegar ég lít til baka man ég aldrei eftir nema góðu sambandi milli okkar, þú treystir mér alltaf og það traust sýndir þú mér strax sem barni. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 186 orð

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR

GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Guðrún Gísladóttir var fædd í Presthvammi 8. júní 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 12. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gísla Sigurbjörnssonar og Helgu Sigurveigar Helgadóttur. Guðrún átti tíu systkini og eina uppeldissystur. Hinn 14. júní 1925 giftist Guðrún Jóni Gunnlaugssyni frá Geitafelli, f. 7.10. 1901, d. 22. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 30 orð

HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR

HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR Helga Kristjánsdóttir fæddist í Eyrarhúsum í Tálknafirði 13. ágúst 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 13. mars. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Jónas Guðmundsson

Jónas, vinur okkar, er fallinn frá eftir stutta og snarpa baráttu við krabbamein. Ég kynntist honum þegar ég var hjá Hafskip, fyrir um 30 árum, en þá sigldum við oft til Vestmannaeyja. Kom hann þá alloft um borð til okkar og bjargaði ýmsu varðandi smíðar. Enda var hann völundarsmiður, eins og víða má sjá, t.d. í garði þeirra hjóna. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Jónas Guðmundsson

Í dag kveð ég hann elsku besta afa minn með sárum trega og eftirsjá. Það var ekki nóg að þú værir afi minn heldur varstu líka góður vinur minn. Skemmtilegast fannst mér þegar þú komst til mín og sagðir: Æ, Sonja mín, áttu ekki tíu dropa af kaffi og tvo mola handa mér. Svo sátum við og spjölluðum saman um allt og ekki neitt. Ég gat alltaf talað við þig um allt og fengið þinn stuðning ef ég þurfti. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 275 orð

Jónas Guðmundsson

Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að kveðja Jónas Guðmundsson. Margar minningar koma upp þegar ég hugsa til baka um þig sem varst hvers manns hugljúfi, alltaf kátur og hress. Fjölskyldan var þín og utan um hana hélstu eins og klettur. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 29 orð

JÓNAS GUÐMUNDSSON

JÓNAS GUÐMUNDSSON Jónas Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 21. desember 1928. Hann lést á heimili sínu 14. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 20. mars. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 152 orð

Jón Stefánsson

Jón Stefánsson ­ Nonni ­ er dáinn. En honum getum við þakkað fyrir margar samverustundir, vináttu, spjall og hlýju. Góður gamall maður sem var alltaf vænn. Margskonar myndum bregður fyrir í huga okkar. Nonni á leið upp í fjárhús til að hugsa um kindur þær sem hann hélt svo lengi og annaðist svo vel um. Nonni að ræða veraldarmálin við gesti og gangandi sem litu inn til hans. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 84 orð

Jón Stefánsson

Þú ert farinn, kæri vinur. Hjartans þakkir fyrir allt. Elsku Nonni okkar er dáinn. Þessi góði hugprúði maður og góði heimilisvinur. Alltaf leysti hann úr hverjum vanda með sinni góðu skynsemi, heiðarleika og réttlætiskennd. Vinsemdin og hlýjan var alltaf efst í huga hans við alla sem honum kynntust. Ég og fjölskylda mín þökkum innilega fyrir okkar hlut. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 114 orð

Jón Stefánsson

Þegar ég opnaði dyrnar og sagði hæ kom alltaf mjúkleg rödd á móti sem sagði "ert þú kominn?" Það var Nonni. Svo settist ég niður hjá honum eða lagðist og fór að tala við hann. Það var gaman. Hann hlustaði á mig og ég á hann. Ég spilaði við hann og sá um leið gleðisvip á Nonna sem ég kallaði Nonna afa frá því ég var lítill og það gerðu reyndar fleiri en ég. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 126 orð

JÓN STEFÁNSSON

JÓN STEFÁNSSON Jón Stefánsson fæddist á Blálandi í Vindhælishreppi í Austur- Húnavatnssýslu 1. ágúst 1917. Hann andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi að morgni laugardagsins 14. mars. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Jósef Einarsson og Sigurbjörg Jónsdóttir, frá Núpi á Laxárdal. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Kristín M. Guðmundsdóttir

Kristín ólst upp á Siglufirði en kom hingað suður sér til lækninga 1942. Eftir það dvaldist hún á ýmsum sjúkrastofnunum. Hún fór á Grund fyrir fjórtán árum og undi hag sínum vel, átti góða vini og starfsfólkið lét sér annt um hana og var henni gott. Hún var mikil félagsvera og hafði gaman af því að syngja. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 60 orð

KRISTÍN M. GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN M. GUÐMUNDSDÓTTIR Kristín M. Guðmundsdóttir fæddist á Siglufirði 20. september 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Árnadóttir og Guðmundur Fr. Guðmundsson, bæði látin. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 28 orð

ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON

ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON Þórarinn Böðvar Ólafsson fæddist í Reykjavík 20. mars 1935. Hann lést á Landspítalanum 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 4. mars. Meira
21. mars 1998 | Minningargreinar | 570 orð

Þórarinn Ólafsson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast Þórarins Ólafssonar yfirlæknis sem er látinn aðeins 62 ára að aldri. Ég lít á Þórarin sem vin minn og velgjörðarmann og er sárt til þess að vita að fá ekki að njóta samveru hans lengur. Á heimili mínu í barnæsku var oft minnst á Þórarin. Faðir minn hafði þekkt hann lengi eða allt frá því að hann var á Vífilsstöðum sem aðstoðarlæknir. Meira

Viðskipti

21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 374 orð

Breytingar á skipastól raska rekstrinum

HAGNAÐUR Jökuls hf. á Raufarhöfn var tæpar 234 milljónir kr. á síðasta ári á móti 1,4 milljónum árið 1996. Hagnaðurinn skýrist af söluhagnaði eigna, alls 286 milljónum kr. Hins vegar varð tæplega 49 milljóna kr. tap af reglulegri starfsemi, svipað og árið áður. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 90 orð

ÐHlutabréf Samvinnusjóðs hækka

VERÐ hlutabréfa í Samvinnusjóði Íslands hf. hækkuðu í gær úr 2,2 í 2,5, eða um 13,6%. Í gær birtust fréttir um 123 milljóna króna hagnað af sjóðnum á síðasta ári og mikla aukningu umsvifa. Á bak við þessa breytingu var sala á hlutabréfum fyrir eina milljon kr. Hlutabréf fyrir um 60 milljónir kr. skiptu um hendur á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 112 orð

ÐNetviðskipti á notendaráðstefnu IBM

Á ANNAÐ hundrað þátttakenda hefur skráð sig á IBM-notendaráðstefnuna sem Nýherji hf. stendur fyrir á Hótel Örk í Hveragerði á mánudag og þriðjudag næstkomandi. Í tengslum við ráðstefnuna verður sett upp sýning. Á ráðstefnunni verður skyggnst inn í framtíð tölvumálanna og sjónum einkum beint að netviðskiptum, svo og mið- og stórtölvuumhverfinu. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 99 orð

ÐSýning á trésmíðavélum

HEGAS ehf. heldur sýningu á nýjum trésmíðavélum. Sýningin var opnuð í gær og stendur fram á mánudag. Sýndar verða um það bil 40 trésmíðavélar af ýmsum gerðum. Viðstaddir verða átta fulltrúar erlendra framleiðenda og munu þeir veita upplýsingar um vélarnar, ásamt starfsmönnum Hegas ehf. Að auki verða kynntar ýmsar nýjungar varðandi lím og lökk fyrir tréiðnaðinn og fulltrúi Glitnis hf. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 211 orð

»Hækkanir í Frankfurt, París og víðar

LOKAGENGI hlutabréfa hækkaði í kauphöllum í París, Frankfurt og víðar í Evrópu í gær, en gildislok mikilvægra bandarískra afleiðslusamninga vekja áhyggjur og valda óstöðugleika. Þegar viðskiptum lauk í London hafði Dow Jones vísitalan hækkað um 0,31%, en í fyrrinótt varð met á lokagengi fjórða daginn í röð og komst Dow í fyrsta skipti yfir 8800 punkta. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Kröftugri Pentium II kubbur

INTEL hefur sýnt nýjan 700 megaherza Pentium II, sem er rúmlega tvisvar sinnum öflugri en núverandi tölvukubbar. Vinnsluhraði hraðvirkustu núverandi Pentium II gjörva Intels er 333 megaherz. Að sögn Intel verða 700 megaherza kubbarnir settir á markað eftir nokkur ár. Kubburinn var sýndur á CeBIT vörusýningunni í Hannover. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Námskeið um lestur og greiningu ársreikninga fyr

ÞRIÐJUDAGINN 23. mars og miðvikudaginn 24. mun Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands bjóða uppá síðdegisnámskeið um ársreikninga. Námskeiðið er ætlað öllum sem þurfa að fara með og meta ársreikninga fyrirtækja. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Reksturinn endurskipulagður eftir skiptingu

SAMSTÆÐA Bifreiðaskoðunar hf. var rekin með tæplega 22 milljóna króna tapi fyrsta heila árið eftir skiptingu Bifreiðaskoðunar Íslands hf. í tvo aðskilin fyrirtæki, Bifreiðaskoðun hf. og Skráningarstofuna hf. Ríkissjóður seldi hlut sinn í fyrirtækinu á miðju síðasta ári í almennu hlutafjárútboði og eru hluthafar nú um 430. Óskar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar hf. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Samruni NASD og Amex samþykktur

YFIRMENN Nasdaq og American Stock Exchange (Amex) hafa samþykkt samkomulag um samruna annars og þriðja stærsta verðbréfamarkaðar Bandaríkjanna. Þar með fær kauphöllin í New York (NYSE) harðan keppinaut, en þar eru skráð voldugustu fyrirtæki Bandaríkjanna og heimsins ­ 3044 talsins. Nasdaq byggir mikið á hátæknifyrirtækjum og heyrir undir samband bandaríska verðbréfasala. Meira
21. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Sjávarútvegssjóður með 23 milljóna króna halla

SJÁVARÚTVEGSSJÓÐUR Íslands hf. var rekinn með 22,8 milljóna króna tapi á síðasta ári en Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. var rekinn með 37,8 milljóna kr. hagnaði. Báðir sjóðirnir eru reknir af Kaupþingi Norðurlands hf. á Akureyri. Sjávarútvegssjóður Íslands hf. fjárfestir eingöngu í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann á bréf í 23 hlutafélögum, þar af 17 skráðum á Verðbréfaþingi Íslands. Meira

Daglegt líf

21. mars 1998 | Neytendur | 124 orð

Námskeið um kaffi og léttvín

Í TENGSLUM við matvælasýninguna í Smáranum kom til landsins André Fucci sem annast námskeiðahald þar sem fólki gefst kostur á að smakka og læra ýmislegt um Lavazza kaffi. Í fréttatilkynningu frá Karli K. Karlssyni kemur fram að André Fucci muni kynna espresso-aðferðina og tala um mismunandi bragðeiginleika kaffis. Þátttakendur geta skráð sig á sýningarbási Karls K. Karlssonar. Meira
21. mars 1998 | Neytendur | 548 orð

Nýjungar kynntar og smakkað á ýmsum réttum

ILMANDI cappuccino, heitir ýsunaggar, dýrasta súkkulaði í heimi og hárautt mexíkóskt taco. Þetta er meðal þess sem gestir á matvælasýningunni Matur '98 geta gætt sér á í Smáranum í Kópavogi nú um helgina. Meira

Fastir þættir

21. mars 1998 | Í dag | 396 orð

AÐ getur verið erfitt að finna sér eitthvað til dundurs

AÐ getur verið erfitt að finna sér eitthvað til dundurs í langflugum og því reyna flugfélög flest hver að hjálpa farþegum sínum að drepa tímann á meðan á flugi stendur. Kvikmyndir eru sýndar, tímaritum dreift og boðið upp á tónlistardagskrá í innanhússhljóðkerfi vélarinnar. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 813 orð

Aldnir gefa tóninn

UM MIÐJAN sjöunda áratuginn var Bob Dylan eitt helsta átrúnaðargoð þess sem hér heldur á penna. Boðskapur textanna var auðvitað þungamiðjan í verkum Dylans, gegnsýrður þjóðfélagsádeilu og nýrri lífssýn, sem ekki hafði heyrst áður, enda breyttir tímar að renna upp, ­ "for the times, they are a changing", en svörin við áleitnum spurningum blésu burt með vindinum. Meira
21. mars 1998 | Dagbók | 3254 orð

APÓTEK

»»» Meira
21. mars 1998 | Í dag | 64 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, sunnu

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 22. mars, verður níutíu og fimm ára Ingibjörg Kristmundsdóttir, ljósmóðir frá Drangsnesi, nú til heimilis að Skjólbraut 1a, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Jón Guðmundsson en hann lést 1971. Ingibjörg og Jón eignuðust átta börn sem öll eru á lífi. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 835 orð

Bíddu ekki með matinn

"Uppruni okkar skiptir máli, það er ljóst. En við komum fyrst til móts við okkur sjálf þegar við eigum okkur ekki lengur uppruna og gefum ekki frekar en Guð tilefni til þess að ævisaga okkar sé rituð." Cioran í bréfi til Becketts. RÚMENSKAR bókmenntir eru ekki mörgum kunnar utan heimalandsins. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 274 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

Halldórsmótið í sveitakeppni hófst síðastliðinn þriðjudag. Tíu sveitir eru skráðar til leiks og er spilað Board-a-Match með 10 spilum á milli sveita. Að loknum 3 umferðum er staðan sú að sveit Kristjáns Guðjónssonar hefur allgóða forystu með tæplega 80% skor en næstu sveitir eru nokkuð jafnar. Þess skal getið að meðalárangur er 19 stig í leik. Meira
21. mars 1998 | Í dag | 41 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember sl. í Kotstrandarkirkju af sr. Kristni Ágústi Friðfinnssyni Alda Alfreðsdóttir og Ragnar Ólafsson. Heimili þeirra er að Laufhaga 1, Selfossi. Brúðarmey var Sandra Silfá Ragnarsdóttir og brúðarsveinn var Axel Óli Alfreðsson. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 651 orð

Danskort, síðir kjólar og samkvæmisdansar

MIÐVIKUDAGSKVÖLD við Bókhlöðustíginn ­ en ekkert venjulegt miðvikudagskvöld. Sumar stúlkurnar hafa á orði að þær hafi hlakkað til þessa kvölds í fjögur ár. Nú er komið að hinu rómaða fiðluballi, þar sem dömur eru dömur og herrar eru herrar. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 1415 orð

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 5 þús. manna. (Jóh. 6)

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 5 þús. manna. (Jóh. 6) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Björn Sveinn Björnsson cand. theol. prédikar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 638 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 945. þáttur

945. þáttur 1. EN sá einn hefir lifað sjálfan sig, er sér verk sín missa gildi sitt, og því þarf Einar [Benediktsson] ekki að kvíða. Hann hefir áunnið sér það, sem er á færi fárra dauðlegra manna: hinn menningarlega ódauðleika. Draumur hans um að "nema dauðann úr lögum" hefur ræst. (Símon Jóhannes Ágústsson; Lesbók 1938.) 2. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 736 orð

Matur í Smáranum

SÝNINGIN Matur '98 var opnuð í Smáranum í Kópavogi á fimmtudag og stendur hún til sunnudags. Á sýningunni sýna fjölmörg fyrirtæki í matvælageiranum þær vörur sem þau bjóða upp á auk þess sem samhliða sýningunni er keppt í ýmsum faggreinum. Meira
21. mars 1998 | Dagbók | 475 orð

Reykjavíkurhöfn: Kyndill fór í gær, Iceberg

Reykjavíkurhöfn: Kyndill fór í gær, Iceberg kom í gær. Lutador, Arnarfell, Puente Sabaris og Icebird fóru í gær. Makatsarija fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Steuart og Hvítanesfóru í gær. Mannamót Félag eldri borgara, í Reykjavík. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 314 orð

Safnaðarstarf Listakvöld í Hafnarfjarðarkirkju SU

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 22. mars fer fram Listakvöld á föstu í Hafnarfjarðarkirkju og hefst það kl. 20.30. Ljóðskáldin Gyrðir Elíasson og Sigurður Pálsson munu þar lesa úr verkum sínum en þeir eru hvað eftirtektarverðastir ljóðskálda af yngri kynslóð. Sellóleikarinn góðkunni Gunnar Kvaran mun jafnframt leika valin verk á hljóðfæri sitt eftir J.S. Meira
21. mars 1998 | Fastir þættir | 589 orð

Stækkaður skjaldkirtill

Skjaldkirtill Spurning: Mig langar til að vita hvað veldur því að hálsinn bólgnar að utan og eitthvað virðist vera að skjaldkirtlinum. Er hægt að vera án hans, eins og háls- eða nefkirtla? Svar: Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Meira
21. mars 1998 | Í dag | 379 orð

Þakkir fyrirgóða þjónustu

MIG langar að koma á framfæri þakklæti til stúlku hjá sjúkra- og slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins við Tryggvagötu, sem heitir Jóna Tryggvadóttir. Ég þarf stundum að leita þangað, og er hún sérlega kurteis og elskuleg, margir mættu taka hana sér til fyrirmyndar. Eins vona ég að við fáum að heyra áfram tónlist á klassísku stöðinni 106,8. Það væri mikið menningarslys ef hún hætti. Meira

Íþróttir

21. mars 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA FJÖLNIR -GRÓTTA

2. DEILD KARLA FJÖLNIR -GRÓTTA-KR 18: 23HÖRÐUR -SELFOSS 19: 29 SELFOSS 16 13 2 1 457 358 28GRÓTTA-KR 16 12 2 2 475 380 26ÞÓR AK. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 313 orð

ÁRNI Gautur Arason lék frá upphaf

ÁRNI Gautur Arason lék frá upphafi til enda í marki Rósenborgar er liðið vann Brann 8:2 í æfingaleik á miðvikudaginn, en staðan var 6:0 í hálfleik. Ágúst Gylfason kom inn á sem varamaður í lið Brann á 46. mínútu. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 277 orð

Blóðsýni líklega tekin á úrvalsmótunum

Líklegt má telja að frjálsíþróttamenn sem keppa á hinum nýju úrvalsdeildarmótum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í sumar verði að gefa blóðsýni að keppni lokinni. Þau verða síðan notuð til rannsókna sem Alþjóða Ólympíunefndin og Evrópusambandið eru að vinna við þar sem leitað er leiða til að finna HGH hormón (Human Growth Hormone) í blóði íþróttamanna. Grunur hefur leikið á því sl. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 114 orð

Cruyff fer ekki til Inter F

FORRÁÐAMENN Inter á ítalíu hafa neitað að nokkuð sé hæft í orðrómi þess efnis að þeir hafi ámálgað við Johan Cruyff að hann taki að sér þjálfun liðsins á næstu leiktíð. Eiga Cruyff að hafa verið boðnar um 300 milljónir króna í árslaun fyrir vikið. Þessu er haldið fram í spænska íþróttablaðinu El Mundo Deportivo í gær. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 179 orð

Dortmund mætir Real Madrid

EVRÓPUMEISTARAR Borussia Dortmund, sem lögðu Juventus í úrslitaleik í M¨unchen sl. keppnistímabil, 3:1, eiga möguleika á að leika á ný gegn Juventus ­ á Ajax-vellinum í Amsterdam 20. maí. Þegar dregið var í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða í gær var ljóst að Evrópumeistararnir mæta Real Madrid, sem hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast 1966. Fyrri leikurinn verður í Madrid. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 64 orð

Evrópudráttur Evrópukeppni meistaraliða Juventus (Ítalíu) - Mónakó (Frakklandi) Real Madrid (Spáni) - Borussia Dortmund

Evrópukeppni meistaraliða Juventus (Ítalíu) - Mónakó (Frakklandi) Real Madrid (Spáni) - Borussia Dortmund (Þýskalandi) Fyrri leikirnir fara fram 1. apríl, þeir seinni 15. apríl. Evrópukeppni bikarhafa Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 587 orð

Góður endir Keflvíkinga

BIRGIR Örn Birgisson var Keflvíkingum betri en enginn í gær er þeir heimsóttu Hauka í 8-liða úrslitum DHL-deildarinnar. Keflvíkingar höfðu betur, gerðu síðustu tíu stig leiksins og sigruðu með 84 stigum gegn 78 stigum Hauka. Á lokakaflanum átti Birgir Örn stjörnuleik, stal boltanum í tvígang og fékk sóknarmenn Hauka á sig þannig að dæmdur var ruðningur á liðið. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 246 orð

Haukar ­ ÍBV25:18

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik, 8-liða úrslit, 1. leikur, föstudaginn 20. mars 1998. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 3:2, 6:3, 8:4, 10:6, 12:8, 14:8, 20:9, 22:11, 25:16, 25:18. Mörk Hauka: Hulda Bjarnadóttir 7, Auður Hermannsdóttir 5/2, Tinna Bj. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 183 orð

Haukar - Keflavík78:84

Íþróttahúsið við Strandgötu, 8-liða úrslit DHL-deildarinnar í körfuknattleik, föstudaginn 20. mars 1998. Gangur leiksins: 2:0, 5:2, 5:7, 11:16, 21:16, 23:26, 28:26, 30:32, 35:38, 46:38, 48:42, 48:47, 53:47, 59:54, 67:62, 69:70, 76:71, 78:74, 78:84. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 317 orð

Ísfirðingar misstu taktinn á lokakaflanum

Ísfirðingar misstu taktinn á lokakaflanum Njarðvíkingar stigu mikilvægt skref í 8-liða úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik þegar þeir sigruðu Ísfirðinga, 74:69, í hörkuleik í Njarðvík í gærkvöldi. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 362 orð

KA-menn aðeins tvisvar á toppnum

Það nægði leikmönnum KA-liðsins að vera aðeins tvisvar sinnum í efsta sæti 1. deildar Íslandsmótsins í handknattleik. Íslandsmeistararnir voru á toppi deildarinnar í fyrstu umferð og síðan ekki fyrr en í síðustu umferð. Það dugði til að þeir yrðu deildarmeistarar í annað sinn, en þeir urðu deildarmeistarar einnig 1996. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 185 orð

Kanada og Finnland í Laugardal

Landslið Finnlands og Kanada, skipuð leikmönnum 18 ára og yngri, mætast í landsleik í íshokkí í hinni nýju Skautahöll Reykjavíkur í Laugardal um næstu helgi. Leikurinn fer fram í tilefni opnunar hallarinnar, en nýlokið er að byggja yfir skautasvellið. Finnland og Kanada eiga á að skipa einhverjum bestu íshokkílandsliðum heims. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 35 orð

Knattspyrna

Deildarbikarkeppnin Keflavík - FH1:2 Guðmundur Steinarsson-Hörður Magnússon, Brynjar Gestsson. Fylkir - ÍBV1:4 Helgi Valur Daníelsson-Kristinn Lárusson 2, Ívar Ingimarsson, Sigurvin Ólafsson. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 354 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR/NBA-DEILDIN

Eitthvað virðist vera að rætast úr hjá liðsmönnum New Jersey Nets því nú er hver leikmaðurinn á fætur öðrum að koma til leiks eftir meiðsli. Þetta gerist á þeim tíma sem liðið þarf mest á að halda því það hillir undir sæti í úrslitakeppninni. Í fyrrakvöld vann liðið Orlando á heimavelli, 93:87, á sama tíma og Washington tapaði fyrir Indiana. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 138 orð

Liðin sem mætast

Úrslitakeppnin í handknattleik karla hefst á þriðjudaginn. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í undanúrslit. Þriðjudagur 24. mars: KA - Stjarnan Afturelding - Valur Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 32 orð

NBA-deildin Toronto - Denver104:103 Efti

NBA-deildin Toronto - Denver104:103 Eftir framlengingu. Washington - Indiana91:95 Atlanta - Milwaukee84:81 New Jersey - Orlando93:87 New York - Portland77:82 Dallas - Golden State88:82 Eftir framlengingu. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 82 orð

Sigmar Þröstur varði flest skot

SIGMAR Þröstur Óskarsson varði flest skot í 1. deildar keppninni, alls 360 í 22 leikjum, eða að meðaltali 16,4 skot í leik. Suk Hyung Lee kom næstur á blaði með 354 skot í 21 leik, eða að meðaltali 16,8 skot í leik. Lee varði flest vítaköstin, eða 23. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 126 orð

Sigurður formaður Skíðasambandsins

SIGURÐUR Þ. Sigurðsson tók við formennsku í Skíðasambandi Íslands (SKÍ) á stjórnarfundi á miðvikudag, af Benedikt Geirssyni, sem fyrr í vetur tók við embætti ritara í stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og varð þar af leiðandi að segja af sér formennsku í SKÍ. Benedikt hefur verið átta ár í stjórn SKÍ, þar af fjögur síðustu sem formaður. Sigurður Þ. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 35 orð

Silja, ekki Silvía

SILJA Úlfarsdóttir, frjálsíþróttastúlka úr FH, var ranglega sögð heita Silvía á íþróttasíðu unglinga í blaðinu í gær. Þá var hún sögð 17 ára en Silja er 16 ára. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 80 orð

Stoichkov til CSKA Sofíu BÚLGARSKI

BÚLGARSKI landsliðsmaðurinn Hristo Stoichkov, sem er leikmaður hjá Barcelona, sagði frá því í gær að hann hafi ákveðið að snúa heim eftir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í sumar ­ ætlar að ganga til liðs við CSKA Sofíu. Stoichkov, sem er 32 ára, var knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1994, eftir gott gengi búlgarska landsliðsins í HM í Bandaríkjunum. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 155 orð

SUNDÖrn með tvö Íslandsmet

ÖRN Arnarson, sundkappi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH), opnaði Íslandsmótið í sundi innanhúss á Keflavíkurflugvelli í gær með því að setja Íslandsmet í 200 m fjórsundi, er hann synti á 2.04,09 mín. Þá jafnaði hann metið í 50 m skriðsundi er hann synti á 23,47 sek., sem er jafnframt piltamet. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 75 orð

Tveir leikmenn í bann og 540 þús. kr. sekt

TVEIR leikmenn í NBA-deildinni, Lamond Murray hjá Los Angeles Clippers og Jerome Kersey hjá Seattle SuperSonics, voru í gær dæmdir í eins leiks bann og sektaðir um 540 þús. ísl. kr. hvor fyrir slagsmál í leik liðanna sl. miðvikudag í Seattle. Kersey lék ekki með liði sínu sl. nótt í leik gegn Lakers í Los Angeles. Murray mun missa leik á heimavelli gegn Cleveland í kvöld. Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 397 orð

UM HELGINA HandknattleikurLAUGARDAGUR:

LAUGARDAGUR: Úrslitakeppni kvenna: Framhús:Fram - Stjarnan16.30 Hlíðarendi:Valur - Grótta/KR16.30 2. deild karla: Ísafjörður:Hörður - Fylkir14 SUNNUDAGUR: Úrslitakeppni kvenna: Víkin:Víkingur - FH16 Vestmannaeyjar:ÍBV - Meira
21. mars 1998 | Íþróttir | 520 orð

Víkingur í ham

"VIÐ bjuggumst ekki við svona útreið því við unnum þær nokkuð örugglega í síðasta leik en nú var vörnin eins og gatasigti. Við verðum bara að taka okkur saman í andlitinu og gera betur í næsta leik," sagði Þórdís Brynjólfsdóttir úr FH eftir 27:19 tap fyrir baráttuglöðum Víkingsstúlkum í Kaplakrika í gærkvöldi þegar fram fór fyrsti leikur liðanna í 8-liða úrslitum. Meira

Úr verinu

21. mars 1998 | Úr verinu | 104 orð

Færeyingar moka upp búrfiskinum

FÆREYINGAR hafa fundið gjöful búrfiskmið og hefur togarinn Boðasteinur gert tvo mjög góða túra eftir þessum eftirsótta fiski. Í öðrum túrnum fengu þeir um 150 tonn og 244 tonn í þeim seinni. Aflinn úr seinni túrnum var seldur fyrir um 34 milljónir króna til vinnslu á Tvöroyri á Suðurey. Þar er búrinn handflakaður og fluttur utan bæði ferskur og frystur. Meira
21. mars 1998 | Úr verinu | 814 orð

Skip fái ekki tilkall til varanlegra aflaheimilda

GERT er ráð fyrir því að lagt verði fram stjórnarfrumvarp á næstu dögum er varðar stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Mjög skiptar skoðanir hafa verið uppi um hvernig stjórna beri nýtingu þessa stofns, og að sögn Jóns B. Meira

Lesbók

21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 195 orð

AÐDÁUN MEÐ VAFASÖMU ÍVAFI

Snjórinn er farinn. Rigningin kom og tók hann með sér í endurvinnsluna. Hann hvarf svo tígulega, hljóðlega á braut. Þú tókst ekki eftir því. Einsog sönn dama hvarf hann af sjónarsviðinu, án vitundar okkar. Hreina lyktin, sem ætíð fyllir loftið eftir rigningu, er svo mögnuð og ljúf í senn. Hreinleiki umhverfisins er þó vafasamur. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 991 orð

AÐ GJALDA FYRIR MEÐ LÍFI SÍNU

NAFN bandarísku konunnar Körlu Faye Tucker komst í heimsfréttirnar fyrr á þessu ári fyrir þær sakir að hún var líflátin í Texas í Bandaríkjunum fyrir aðild að tveimur morðum. Bandaríkin leyfðu dauðarefsingu á ný árið 1976 eftir nokkurt hlé og síðan hefur fjöldi fólks verið drepinn löglega þar í landi þó ekki öll fylkin 50 nýti sér leyfið frá hæstarétti Bandaríkjanna. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1248 orð

AFSAL SJÁLFSVITUNDAR?! Íslensk menningarumræða er hvorki lítil né leiðinleg og ber nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar þess

FYRSTA hefti Tímarits Máls og menningará þessu ári er fullt af áhugaverðu efni og er til merkis um það að íslensk menningarumræða er hvorki lítil né leiðinleg. Í heftinu er birt skemmtilegt viðtal við þýska rithöfundinn G¨unter Grass sem lýsir meðal annars vanþóknun sinni á gagnrýnendum. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 968 orð

Á ÞJÓÐLEGUM NÓTUM

The long, long winter night. Norsk þjóðlög og Slagir (Grieg); úr 50 þjóðlögum frá Harðangri (Geirr Tveitt), Myndir frá Norðurlandi (Monrad Johansen) og Tilbrigði f. píanó (Fartein Valen.) Leif Ove Andsnes, píanó. EMI Classics 7243 5 56541 2 0. Upptaka: DDD, Abbey Road Studio, London, 1/1997. Útgáfuár: 1998. Lengd: 68:13. Verð (Skífan): kr. 2.099 kr. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1061 orð

BRÚ MILLI MANNS OG NÁTTÚRU

STRANDLENGJAN nefnist fyrirhuguð sýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Þetta er útisýning á strandlengju Reykjavíkur við Skerjafjörð, sýningarsvæðið er um 5 km langt og liggur á milli borgarmarka, frá Kópavogsbæ og vestur að Seltjarnarnesbæ. Sýnendur, sem allir eru í Myndhöggvarafélaginu, verða 25 (og tveir að auki). Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

efni 21. marz

Strandlengjan nefnist sýning sem Myndhöggvarafélagið gengst fyrir í sumar en hún nær yfir fimm kílómetra svæði milli borgarmarka Kópavogs og Seltjarnarness. Sýningin á að byggja brú á milli manns og náttúru, stuðla að þeirri framtíðarsýn að gera listina að hluta að umhverfisins og daglega lífsins. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð

FANGI FROSTSINS

Setið á verönd hins nýja lífs sólin hefur þerrað döggina sem lá á greinum trjánna glitrandi sem gimsteinar niður vatnsins heyrist frá ánni er vatnið rennur viðstöðulaust eitthvert svo langt áfram án þess að vera að fara nokkuð sérstakt bara lætur sig fljóta Frostið hefur fangað döggina sem lá á grasinu fangað hana og hneppt í hvítt þang sem Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 196 orð

Feður og synir á förum til Moskvu

LEIKLISTARSAMBAND Rússlands (National State Theatre) hefur boðið Leikfélagi Reykjavíkur til Moskvu og sýna þar leikritið Feður og syni eftir Ívan Túrgenjev. Er þetta mikill heiður fyrir Leikfélagið, en ekki er enn fullákveðið í hvaða leikhúsi Moskvuborgar sýningin verður. Feður og synir var frumsýnt 9. janúar sl. og hefur aðsókn verið með ágætum. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1297 orð

FEGURÐ TIL HÖFUÐS LJÓTLEIKA HEIMSINS

MANNESKJAN er ætíð í forgrunni verka Sigurðar Þóris Sigurðssonar. Allt frá fyrstu verkum hans í anda sósíal-realisma, heimsósómamyndir eins og Sigurður kýs sjálfur að kalla þær, til nýrri verka, þar sem fegurðin gegnir lykilhlutverki. Í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út tæplega 150 blaðsíðna listaverkabók, Úr hugarheimi, sem fjallar um list og ævi Sigurðar Þóris. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 317 orð

Gítarveisla í Gerðubergi

EFNT verður til gítarveislu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, sunnudag, frá kl. 14 til 18. Um er að ræða kynningu á hljóðfærinu, í tali og tónum, þar sem fléttast saman tónleikahald, sýning og umræður. Meðal annars munu fimm af fremstu klassísku gítarleikurum landsins koma fram, bæði sem einleikarar og með öðrum. Þetta eru Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1196 orð

HAFSJÓR AF FLJÚGANDI DISKUM

Veistu hvað ég óttast mest? Að verða hundeltur af óðum köttum. ÞAÐ má með sanni segja að Hrafn Harðarson yrki öðruvísi en önnur skáld. Ljóð hans eru sjálfsprottin og tjáningarrík, eilítið óhefluð á köflum. Jafnvel má ganga svo langt að varpa fram þeirri tilgátu að flestum viðteknum hugmyndum um skáldskap sé snúið á hvolf í verkum hans. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1497 orð

HIN GÖFUGA BLEKKING: UM ÆVINTÝRI DON KÍKÓTA EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR

SÁ HÖFUNDUR sem þekktastur er um víða veröld af rithöfundum Spánar allra tíma er eflaust Miguel de Cervantes Saavedra. Hann fæddist árið 1547 í Alcalá de Henares, háskólabæ á hásléttunni, skammt frá Madrid, og var sonur læknis sem jafnframt var lyfsali. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 134 orð

Í EYÐIDAL

Í dalnum þar sem döggin grætur er dimmblár himinn, rauðar nætur. Sólríkir dagar uns sumri lýkur. Sagan óskráð með rykinu fýkur. Töfrar vaka þá er tunglbleik nóttin, tálmi hjartans, mennskur óttinn. Álög og vættir dalsins dansa djúpt í vitund þeirra sem stansa. Fljótið byltist, fjöllin syngja, við fallinn legstein klukkur hringja. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 232 orð

Í FRAMHALDI AF PLATO Eyvindur Erlendsson þýddi

I. Þar vildi ég búa í þessháttar borg Fortunatus þar sem áin kæmi undan brú líkt og hönd fram úr ermi og teygði sig krókóttum fingrum að hljómborði hafsins líkt meistara Chopin sem hóf aldrei hnefa gegn neinum. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

Í SKÓGINUM VIÐ IGUACU

Í grænum janúarskógi Argentínu lyfta marglit fiðrildin vængjum sínum og eðla sig í skugga frá laufblaði. Mollan í skógarrjóðrinu fyllir nasirnar heitu þykku lofti sem einu sinni var ferskt. Yfir fossum Iguacu svífa dökkir fuglar. Frumskógarlögmálið drepur hægt en örugglega. Á dauðastundinni glitrar lífið í auga þess sem deyr. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 159 orð

Minningartónleikar um Gunnar Ormslev

JAZZVAKNING og Jazzdeild FÍH, í samvinnu við fjölskyldu Gunnars Ormslev, halda minningartónleika um saxófónleikarann sunnudagskvöldið 22. mars. Þennan dag eru sjötíu ár liðin frá fæðingu hans, en Gunnar lést fyrir aldur fram árið 1981. Tónleikarnir verða haldnir í Tónleikasal FÍH, Rauðagerði 27 og hefjast kl. 21. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 547 orð

MYNDLIST

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold Ólöf Kjaran. Til 5. apríl. Gallerí Hornið Gunnhildur Björnsd. Til 22. mars. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Steinn Sigurðsson. Til. 22. mars. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1426 orð

NORRÆNA HLJÓMSVEITIN ALDREI STÆRRI EN NÚ

TILGANGURINN með verkefninu er að efla samskipti Norðurlandanna á sviði tónlistar, gefa ungum hljóðfæraleikurum færi á að spila með sinfóníuhljómsveit í hæsta gæðaflokki og efla kynningu á norrænum tónsmíðum. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 620 orð

REGN ÖRSAGA EFTIR MAGNÚS H. AXELSSON KVARAN

JESÚS öslar í pollum New York borgar. Það er nýhætt að rigna og enginn himnakór syngur honum lofsöng þar sem hann arkar fram hjá skítugum matsölustöðum og betlurum. Ekkert himneskt ljós lýsir honum leiðina um þessi öngstræti volæðis og hnignunar. Hvern hefði órað fyrir að það kæmi að þessu. Það þýðir ekkert að segja neinum sannleikann, honum yrði bara stungið inn á hæli. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1186 orð

RISASTÓR SAMGÖNGU MANVIRKI Í NÁND VIÐ HONG KONG

Í síðastliðnum júlí lauk brezkum yfirráðum í Hong Kong og þetta merkilega borgríki varð hluti af Kína. Illa hafði verið spáð fyrir þeim umskiptum og einhverjir hafa flúið með aurana sína, en á undirbúningstímanum hefur hvorttveggja gerzt að vestræn stórfyrirtæki hafa haslað sér völl í Kína og eins hitt, Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

SESSUNAUTAR

Dimmblá lína hafsins og hvítur veturinn, ein víðátta. Handan ruðninga, hús á sessum. Hljóð biðin höggdofa. Í þessum húsum sefur "Faðir vorið" ­ værðarlega. ­Á greinum alnetsins húka turtildúfur, í nýrri vídd dvelur framandi kennd. Höfundurinn er hjúkrunarfræðingur og húsmóðir í Reykjavík. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 103 orð

SPURT ER

Það er undarlegt, það, að ganga með barn. Litlir fætur á stærð við stóran bókstaf, sparka í mann, innanfrá! Heyrir hjartslátt í mæðraskoðun inní mér en samt er það ekki minn eigin. Og þegar stundin er runnin upp kemur barn, alvöru barn, sömu leið út og það kom inn, fyrir níu mánuðum síðan. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 394 orð

Stórir kóratónleikar í tilefni föstu

KIRKJUKÓRAR í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna gangast fyrir tvennum tónleikum á föstu. Tónleikarnir verða haldnir í Fella- og Hólakirkju í dag, laugardaginn 21. mars, og á morgun, sunnudaginn 23. mars, og hefjast þeir kl. 17. Frumflutt verður tónverkið "En..." eftir Þorkel Sigurbjörnsson við texta í þýðingu dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2681 orð

TVÖ SUMARHÚS Á HÖFUÐ BÓLINU HALLBJARNAREYRI

\EG GAT þess að í og við Eyrarodda fyndust minjar um horfið mannlíf, allt frá landnámsöld. Þarna sér til mikilla bæjarrústa, garða og fornra nausta og eru þessar mannvistaleifar mestar þar sem heita nú Tóftir, nokkru sunnan við sjálfan oddahausinn, á allháum sjávarbökkum við Kolgrafarfjörðinn utanverðan. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2316 orð

UPPLÝSINGIN OG MAGNÚS STEPHENSEN EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON

ÍRITI Inga Sigurðssonar: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensen, segir á bls. 92: "Athyglisvert er, að Magnús segir í bréfi til sr. Jóns Jónssonar á Möðrufelli, að þýski heimspekingurinn Immanuel Kant hafi haft mikil áhrif á lífsskoðun sína..." Kant skrifaði ritgerð um upplýsinguna; "Beantwortung der Frage: Was ist Aufklärung?" 1784. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4448 orð

ÚTRUNNIN VEGABRÉF

Vín 1938 "ÁRIÐ 1938, eftir atburðina í Austurríki, var heimurinn orðinn vanari ofbeldi, lögleysum og grimmd en hann hafði verið um aldaraðir. Fyrr á tímum hefðu þeir atburðir einir, sem gerðust í hinni ólánssömu Vínarborg, Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

VETRARKVÖLD

Þegar faðmlagið sameinar okkar og gerir okkur að einni verund verður eilífðin skyndilega of stutt fyrir ást okkar ­ og dagur án þín sem eilífð. Höfundurinn býr í Slóvakíu. Meira
21. mars 1998 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð

ÞANKABROT

Líf okkar er augnablik í ómælisvídd tímans. Við teljum hann hér af snúningi jarðar. Frá vöggu til grafar. Kannski fáum við nýtt tímaskyn handan jarðvistar, þar sem árið er mínúta, eða mínútan sem árið, þar sem sumir hlaupa yfir bekk, en aðrir sitja eftir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.