Greinar þriðjudaginn 21. apríl 1998

Forsíða

21. apríl 1998 | Forsíða | 107 orð

51 talinn af í flugslysi í Kólumbíu

Rúmlega fimmtíu manns eru taldir af eftir að Boeing 727-vél TAME- flugfélagsins flaug á fjallshlíð skammt frá Bogota í Kólumbíu í gær. Ekki er talið að neinn hafi lifað slysið af. Vélin fórst aðeins þremur mínútum eftir flugtak frá flugvellinum í Bogota um kl. 16.30 að staðartíma en óstaðfestar fréttir hermdu að hún hefði millilent á leið frá Ekvador til Quito. Meira
21. apríl 1998 | Forsíða | 81 orð

Enginn fram gegn Abacha

BRESK stjórnvöld lýstu í gær óánægju með að allt benti til þess að Sani Abacha hershöfðingi, æðsti valdhafinn í Nígeríu, yrði sjálfkjörinn í forsetakosningum sem fram eiga að fara 1. ágúst nk. Í gær höfðu allir stjórnmálaflokkar sem leyfðir eru í landinu lýst stuðningi við framboð Abacha. Meira
21. apríl 1998 | Forsíða | 362 orð

Fallast á friðarviðræður í London

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun stýra friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna í London 4. maí nk. og mun hún eiga fundi með Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hvorum fyrir sig. Meira
21. apríl 1998 | Forsíða | 225 orð

Hyggjast kæra Jeltsín fyrir embættisbrot

SERGEJ Kíríjenko, skipaður forsætisráðherra í Rússlandi, fullvissaði Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að stjórnarkreppan, sem staðið hefur í mánuð í Rússlandi, myndi ekki koma í veg fyrir markaðsumbætur þar í landi. Meira
21. apríl 1998 | Forsíða | 116 orð

Rauðu herdeildirnar lagðar niður

ÞÝSKU hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar, sem einnig voru þekktar sem Baader-Meinhof- samtökin, hafa verið lögð niður, ef marka má átta síðna yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þýska leyniþjónustan telur að skjalið sé ekta en með því er endi bundinn á 28 ára blóði drifna sögu samtakanna. Meira
21. apríl 1998 | Forsíða | 165 orð

SÞ frestar viðræðum við Talíbana

VIÐRÆÐUM fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og leiðtoga Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, var frestað um óákveðinn tíma í gær. Talíbanar neita að ræða við SÞ meðan Venezúelamaðurinn Alfredo Witschi-Cestari fer fyrir nefndinni en SÞ segjast ekki geta sætt sig við að Talíbanar ákveði hverjir koma fram fyrir hönd SÞ. Meira

Fréttir

21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

2.400 tonn bárust til Vestmannaeyja í gær

ÍSLENSK skip eru nú byrjuð að landa kolmunna í Vestmannaeyjum. Kap VE landaði t.d. 700 tonnum í gær og von var á skipinu Antares frá Hjaltlandi með 1.700 tonn. Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri hjá Vinnslustöðinni, Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Aukið ofbeldi í norskum skólum

OFBELDI í norskum skólum hefur aukist svo mikið að skólayfirvöld hafa af því miklar áhyggjur. Ákveðið hefur verið að senda lið sálfræðinga, félagsfræðinga og barnaverndarfulltrúa í skólana, til að uppfræða nemendur og kennara og reyna að stemma stigu við ofbeldinu, að því er segir í Aftenposten. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð

Ábyrgð á rekstri SHR fari til ríkisins

FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur til í skýrslu um framtíðarskipan sjúkrahúsmála í Reykjavík að ábyrgð á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) verði flutt til ríkisins. Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri telja þessar hugmyndir góðra gjalda verðar. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ábyrgðir taldar án lagastoðar

HEILDARSKULDIR Öldrunarsamtakanna Hafnar í Hafnarfirði nema 114 milljónum kr. Bæjarendurskoðandanum í Hafnarfirði var falið af bæjarráði að kanna samskipti samtakanna og bæjarsjóðs á undanförnum árum og er niðurstaða hans sú að skuldir samtakanna sem ekki eru tök á að greiða nemi 66,2 milljónum kr. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 525 orð

Áskilur sér rétt til að leita til dómstóla

SIGURÐUR Gizurarson sýslumaður á Akranesi lýsti því yfir í bréfi til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra í gær að ef af þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að flytja Sigurð í starf sýslumanns á Hólmavík verði þá muni hann fara þangað. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Áþekk tilboð í þjónustu

MÖRG áþekk tilboð bárust í útboði Vegagerðarinnar á þjónustu vega í Rangárvallasýslu. Lægst bauð Bergur Sveinbjörnsson, Holtahreppi, 74 milljónir króna, en Slitlag á Hellu bauð 74,6 m.kr. Kostnaðaráætlun verkkaupa nam 86,4 milljónum króna. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Bíða athugasemda vegna Borgartúns 6

Í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI er nú beðið upplýsinga um risnukostnað vegna tveggja fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands af áfengiskaupum í Borgartúni 6. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, kvaðst hafa rætt við ríkisendurskoðun eftir að greinargerðin birtist og sagði að hann ætti von á því að fá greinargerð um þau atriði, sem lytu að Borgartúni 6, í hendur. Meira
21. apríl 1998 | Landsbyggðin | 81 orð

Boðið í efnisvinnslu á N- landi eystra

LÆGSTU tilboð voru um fjórðungi undir kostnaðaráætlun þegar tilboð voru opnuð í efnisvinnslu á Norðurlandi eystra í útboði Vegagerðarinnar í gær. Lægsta boð átti Arnarfell ehf, Akureyri, sem bauð 33,1 milljón króna. Myllan, Egilsstöðum bauð 33,5 milljónir króna. Hafnarverk, Akureyri, bauð 37,8 milljónir en G. Hjálmarsson, Akureyri, 37,6 milljónir króna. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Borgarbókasafn Reykjavíkur 75 ára

HALDIÐ var upp á 75 ára afmæli Borgarbókasafns Reykjavíkur á sunnudaginn. Í tilefni dagsins var boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Tjarnarsal Ráðhússins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Anna Torfadóttir borgarbókavörður fluttu ávörp, nokkrir rithöfundar lásu úr verkum sínum og afhent voru verðlaun í smásagna- og ljóðasamkeppni barna og unglinga. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Bættar samgöngur og aukið öryggi

SKIPULAGSSTOFNUN hefur lokið við gerð frummats á umhverfisáhrifum við breytingu á Laugarvatnsvegi frá Úthlíð að Múla. Það er mat skipulagsstjóra ríkisins að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir eða samfélag verði tveimur skilyrðum fylgt, Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Deilt um viðbyggingu á Laufásvegi

ÍBÚAR á Bergstaðastræti 86 og Laufásvegi 77 hafa mótmælt eindregið áformum eiganda Laufásvegar 79 að byggja ofan á hús sitt. Þeir telja að viðbyggingin muni skyggja á sól og varpa skugga á sólpall og svalir og draga verulega úr birtu inn í hús þeirra. Meira
21. apríl 1998 | Landsbyggðin | 108 orð

Einar Hákonarson í efsta sæti

EINAR Hákonarson listmálari verður í efsta sæti lista Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs við sveitarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Knútur Bruun lögmaður er í þriðja sæti listans. Á félagsfundi Ingólfs 17. apríl var listinn ákveðinn og skipa eftirtaldir Hvergerðingar D-lista sjálfstæðismanna við kosningarnar 23. maí: 1. Einar Hákonarson, listmálari, 2. Kristín Ólafsdóttir, húsmóðir, 3. Meira
21. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Eiríkur S. Jóhannsson í starf kaupfélagsstjóra

MAGNÚS Gauti Gautason hefur látið af starfi kaupfélagsstjóra KEA og tekið við starfi framkvæmdastjóra Snæfells hf., dótturfélags KEA á Dalvík. Við stöðu kaupfélagsstjóra hefur tekið Eiríkur S. Jóhannsson en hann starfaði áður sem útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og umdæmisstjóri á Norðurlandi. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ekkert ákveðið um laxveiðar Seðlabankans

EIRÍKUR Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, sagði í gær að ekki hefðu verið teknar hliðstæðar ákvarðanir í bankanum við ákvörðun bankaráðs Landsbanka Íslands í liðinni viku um að banna allar laxveiðiferðir á vegum bankans og dótturfyrirtækja hans nema bankastjóri óskaði til þess heimilda. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Ekki niðurstaða á loðnufundi

EKKI þokaðist í samkomulagsátt í viðræðum Íslands, Noregs og Grænlands um skiptingu loðnustofnsins á fundi í Kaupmannahöfn í gær. Formenn viðræðunefndanna hittust í gær, til að reyna til þrautar hvort ástæða væri til að kalla samninganefndirnar saman á ný, til síns fjórða fundar. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 218 orð

Ekki umsögn um Keiko fyrr en niðurstöður liggja fyrir

HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir kveðst ekki geta gefið út umsögn til landbúnaðarráðherra um hvort hann meti háhyrninginn Keiko hæfan til innflutnings fyrr en lokaniðurstöður veiru- og sníkjudýrarannsókna, sem hann bað um fyrir rúmum mánuði, liggja fyrir. Hann segir niðurstöðurnar væntanlegar frá Bandaríkjunum á næstu dögum. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Fannst fáklæddur í móa um 200 m frá heimili sínu

DRENGUR á þriðja ári, sem týndist frá heimili sínu á sjöunda tímanum í gærkvöldi og fannst kaldur og fáklæddur og föt hans á víð og dreif í um 200 metra fjarlægð skömmu síðar, var fluttur til rannsóknar á sjúkrahúsi. Hann virtist heill á húfi og fór fljótlega heim með foreldrum sínum að lokinni læknisrannsókn. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 288 orð

Flestir ferðast innanlands

NÆRRI helmingur Íslendinga, 16­74 ára, fór í a.m.k. eina ferð á fyrsta og þriðja ársfjórðungi árið 1996 en yfir sumartímann ferðuðust mun fleiri eða 81% karla og 86% kvenna. Flestir ferðuðust innanlands hvort sem var á sumri eða vetri. Flestar ferðir voru skemmtiferðir eða 79% innanlandsferða og 63% ferða til útlanda. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 52 orð

Formannsskipti á aðalfundi BÍ

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn í húsakynnum félagsins Síðumúla 23 í kvöld klukkan 20. Á fundinum lætur Lúðvík Geirsson af formennsku í félaginu, en því embætti hefur hann gegnt frá árinu 1987. Hjálmar Jónsson, sem verið hefur varaformaður Blaðamannafélagsins undanfarin ár, er í kjöri til formennsku á lista stjórnar. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 265 orð

Frakklandsstjórn hótar að beita neitunarvaldi

Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í viðtali við dagblaðið Le Monde að hann tryði því að málamiðlun gæti náðst um skipun bankastjórans, sem Frakkar vilja að falli í skaut franska seðlabankastjórans Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fræðsludagur Miðstöðvar nýbúa

MIÐSTÖÐ nýbúa í Reykjavík stendur fyrir fræðsludegi í dag, þriðjudag, fyrir fagfólk frá opinberum stofnunum ríkis og sveitarfélaga kl. 12.30­16.30 í húsnæði Miðstöðvarinnar við Skeljanes. Fræðsludagurinn verður tileinkaður umræðu um stöðu innflytjenda og flóttamanna. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fræðslufundur um alaskaösp

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda fræðslufund í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, þriðjudaginn 21. apríl kl. 20.30. Þetta er fjórði fræðslufundur ársins í fræðslusamstarfi Skógræktarfélags Íslands og Búnaðarbankans og jafnframt sá síðasti fyrir sumarið. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fyrri hverfill Nesjavallavirkjunar kominn

Fyrri hverfill Nesjavallavirkjunar kominn FYRRI hverflinum sem fara á í Nesjavallavirkjun var í gær skipað upp úr Bakkafossi í Reykjavík. Er hann framleiddur af Mitsubishi í Japan og verður um helgina fluttur frá Reykjavík á sinn stað. Hverfillinn er engin smásmíði, enda 72 tonn að þyngd og honum fylgir rafall og annar búnaður. Meira
21. apríl 1998 | Landsbyggðin | 122 orð

Handverkshópurinn Bót verður til

Flateyri-Nýlega stofnuðu 15 konur, sem hafa komið saman reglulega í Brynjubæ á þriðjudags- og föstudagskvöldum til að stunda ýmiss konar handverk, handverkshóp. Hópurinn valdi nafnið Bót á starfsemi sína. Með stofnun hópsins er ætlunin að efla handverkskunnáttu og handverksáhuga Önfirðinga og stefna að því að hafa handverk sem tekjuöflun. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 188 orð

Harðar vinnudeilur í Ástralíu M

ÁSTRALSKIR hafnarverkamenn bíða nú úrskurðar alríkisdómara um hvort þeir endurheimta störf sín við næst stærsta flutningsfyrirtæki Ástralíu. Fyrirtækið Patrick Stevedores sagði fyrir tveimur vikum upp 1400 hafnarverkamönnum sem aðild eiga að verkalýðsfélögum og réð í staðinn ófélagsbundna menn. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Hestamaður hálsbrotnaði

HESTAMAÐUR er talinn hálsbrotinn eftir að hafa fallið af baki, skammt ofan við Reykjavík í gærkvöldi. Lögregla og sjúkralið voru kvödd á staðinn um klukkan hálfátta í gærkvöldi. Hestamaðurinn hafði fallið af baki hesti sínum við Norðlingabraut, rétt við Rauðavatn. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 377 orð

Hæfi varamanna til umræðu

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur fjallað um hæfi tveggja varamanna í nefndinni til að fjalla um kæru Hjördísar Hákonardóttur héraðsdómara, sem óskað hefur eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort ráðning í stöðu ríkislögreglustjóra brjóti gegn jafréttislögum. Hjördís gerir engar athugasemdir við skipan í nefndina en dómsmálaráðuneytið hyggst nýta sér frest til 6. maí til að svara. Meira
21. apríl 1998 | Landsbyggðin | 161 orð

Í skugga eldfjalla

Fagradal-"Nemendur og kennarar Ketilstaðaskóla í Mýrdal hafa í vetur unnið að verkefni í samstarfi við þrjá aðra skóla í Evrópu. Verkefnið er unnið undir merkjum menntaáætlunarinnar Sókrates. Sú áætlun var sett á stofn með það að leiðarljósi að efla Evrópusamstarf á öllum sviðum menntamála. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Íslendingar á HM í Frakklandi

ÍSLENSKIR krakkar á aldrinum 13­15 ára geta tekið þátt í leik sem Morgunblaðið og Vífilfell, umboðsaðili Coca Cola á Íslandi, standa fyrir. Markmið leiksins er að finna út hvaða fjórir krakkar fara sem fánaberar eða boltakrakkar á HM í Frakklandi í sumar. Þátttakendur eiga að svara þremur spurningum tengdum HM í knattspyrnu. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

KÍ gagnrýnir framgöngu sveitarfélaga í máli drengs

KENNARASAMBAND Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna skólavistarvanda átta ára drengs á Suðurlandi í vetur, þar sem sagt er "algerlega óviðunandi að nemendur skuli vera án lögbundinnar skólagöngu á meðan sveitarfélög deila um peningamál". Eftir að drengurinn hafði verið án skólavistar í vetur samþykkti bæjarstjórn Selfoss nýlega að bjóða honum skólavist. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð

Klestil endurkjörinn THOMAS Klestil var endurkjörinn

THOMAS Klestil var endurkjörinn forseti Austurríkis á sunnudag, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hlaut stuðning 63% kjósenda til að gegna embættinu í 6 ár til viðbótar. Þetta er næstbezta útkoma, sem nokkur frambjóðandi í embættið hefur fengið í sögu austurríska lýðveldisins. Meira
21. apríl 1998 | Landsbyggðin | 82 orð

Klúbbstarfsemi kúabænda

Laxamýri-Nokkrir mjólkurframleiðendur í Aðaldal og Reykjahreppi hófu nýlega klúbbstarfsemi og hittast reglulega til þess að kynna sér búskap annarra og einnig til þess að ræða þau málefni sem tengjast starfinu. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Kynning á nemendaverkefnum

NEMENDUR á námskeiðinu Framleiðslulíkön munu kynna verkefni sín á opnum fundi hjá Aðgerðarannsóknafélagi Íslands miðvikudaginn 22. apríl kl. 16.30 í stofu 201 í Odda. Dagskráin er sem hér segir: Gunnar Árni Gunnarsson og Rúna Malmquist. Hvernig er unnt að bæta nýtingu lagerplássins hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson? Hjalti Skaale og Geir Gunnlaugsson. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

LEIÐRÉTT Í minningargrein um Karl Ásg

Í minningargrein um Karl Ásgeirsson frá Fróðá, er birtist í föstudagsblaðinu 17. apríl, urðu mér og yfirlesara á nokkrir fingurbrjótar, og þó athugull lesandi átti sig fljótlega á þeim flestum, skal rétt vera rétt eins og það heitir. Oftar en ekki læðast slíkir að þar sem skyldi og skrifari heldur að sé með öllu útilokað. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 541 orð

Linda McCartney látin úr krabbameini

LINDA McCartney, ljósmyndari, framkvæmdastjóri grænmetisréttafyrirtækis og eiginkona Bítilsins Pauls McCartney, lést úr krabbameini fyrir helgina, 56 ára. Ekki var tilkynnt um lát hennar fyrr en á sunnudagskvöld en hún var í fríi í Santa Barbara í Kaliforníu ásamt eiginmanni og börnum. Meira
21. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Málstofa á Degi jarðarinnar

MÁLSTOFA á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri verður haldin í stofu 302 í Glerárgötu 36 á morgun, miðvikudaginn 22. apríl, á Degi jarðarinnar frá kl. 10.15 til 12. Sérstakur gestur málstofunnar er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Day O. Mount og mun hann fjalla um Dag jarðarinnar og umhverfismál á norðurslóðum. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Meint brot hestaeigenda

HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir hefur beðið sýslumennina í Borgarnesi og Stykkishólmi að rannsaka hvað hæft sé í því að hestaeigendur hafi vísvitandi flutt hross af sýktum svæðum yfir á ósýkt eða með öðrum hætti reynt að bera hitasóttarsmit milli varnarsvæða, en óstaðfestar fregnir herma að það hafi verið gert á Vesturlandi um helgina. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 408 orð

Náðu ekki samkomulagi um Kúrileyjar

TVEGGJA daga fundi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Ryutaros Hashimotos, forsætisráðherra Japans, lauk í Kawana í Japan á sunnudag án þess að þeim tækist að leysa deilu ríkjanna um Kúrileyjar, sem hefur komið í veg fyrir að þau undirriti friðarsamning til að binda formlega enda á síðari heimsstyrjöldina. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

Náttúrufræðistofnun Íslands heiðrar Jón Bogason fyrir gjöf hans

Náttúrufræðistofnun Íslands heiðrar Jón Bogason fyrir gjöf hans Merkasta safn íslenskra hryggleysingja í sjó NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Íslands heiðraði í gær Jón Bogason rannsóknarmann í tilefni af því að Jón hefur afhent stofnuninni allt sjávarhryggleysingjasafn sitt til varðveislu ásamt öllum gögnum sem því fylgja. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ný íþróttavöruverslun opnuð

ÍÞRÓTTAVÖRUVERSLUNIN Intersport var opnuð á laugardaginn í Bíldshöfða 20. Verslunin er hluti af alþjóðlegri verslunarkeðju með sportvörur sem er að finna í 14 þjóðlöndum og er íslenska verslunin hin 4.332. sem opnuð er í heiminum. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, sagði að viðtökurnar hefðu verið framar vonum. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Oliver Sacks væntanlegur til landsins

Oliver Sacks væntanlegur til landsins DR. OLIVER Sacks taugalæknir, sem stýrði þáttaröðinni Lendur hugans, sem nýlega var sýnd í Ríkissjónvarpinu, er væntanlegur til Íslands í boði lyfjafyrirtækisins Novartis á Íslandi og heldur hann m.a. fyrirlestur um Alzheimer-sjúkdóminn. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 73 orð

Ók á jólasveininn

FINNI nokkur, sem um síðustu jól ók bíl sínum drukkinn á sleða jólasveinsins, slapp í gær með vægan dóm fyrir brot sitt. Dómarinn taldi sakborningnum, sem er 69 ára, það til málsbóta að hann hefði skiljanlega orðið mjög hissa á að sjá jólasveininn með sína hreindýrafjöld á veginum. Maðurinn, sem reyndist með alkóhólmagn í blóðinu aðeins rétt yfir löglegum mörkum, fékk 1. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 169 orð

Raðmorð vekja óhug á Ítalíu

ÍTALIR óttast nú að nýr raðmorðingi gangi laus eftir að tvær ungar konur fundust látnar á salernum lesta í norð-vestur hluta ítölsku rívíerunnar um og eftir páska. Morðin eru jafnframt talin geta tengst morðum á sex vændiskonum í nágrenni borganna Savona og Genúa á norðurhluta Ítalíu fyrr á þessu ári, enda álíka aðferðir notaðar. Meira
21. apríl 1998 | Landsbyggðin | 133 orð

Reiðhjólahjálma á öll börn

Hveragerði-Félagar í Kiwanis-klúbbnum Ölver, Þorlákshöfn, komu færandi hendi til nágranna sinna í Hveragerði nú nýverið þegar þeir heimsóttu grunnskólann og færðu foreldrafélagi skólans hjálma og veifur á reiðhjól ætlað öllum nemendum í fyrsta og öðrum bekk. Þessi heimsókn er liður í landsátaki Kiwanis- manna, að koma hjálmi á öll börn. Meira
21. apríl 1998 | Miðopna | 797 orð

Rekstur SHR verði fluttur til ríkisins Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur kynnt nýja skýrslu um framtíðarskipan

FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur til að ábyrgð á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) verði flutt til ríkisins og ennfremur að Ríkisspítalarnir (RSP) og SHR myndi nokkurs konar parsjúkrahús, þar sem hvor stofnunin um sig hefði ákveðið sjálfstæði, en sameiginlega yfirstjórn. Þetta kemur m.a. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 135 orð

Reuters Tórínó-klæðið blessað

GIOVANNI Saldarini kardináli (2.f.v.) blessar meint líkklæði Krists áður en það var lagt fram til sýningar fyrir almenning í dómkirkjunni í Tórínó um helgina. Það hefur aðeins gerzt þrisvar sinnum fyrr á þessari öld, en gert er ráð fyrir að um 50.000 manns á dag vilji leggja leið sína í kirkjuna gagngert til að berja hið gulnaða klæði augum, í gegn um glerkassa fylltan eðalgasi. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 156 orð

Sigurvissa Kohls óhögguð

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, var í gær að loknu tveggja vikna fríi mættur aftur til leiks í baráttuna fyrir endurkjöri ríkisstjórnar sinnar í þingkosningum í haust. Lýsti kanzlarinn því yfir að sigurlíkur sínar væru óbreyttar, þrátt fyrir slæmt gengi í skoðanakönnunum að undanförnu. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Skipt um vegrið á Hólmsá

ÞEIR voru að skipta um vegrið á brúnni yfir Hólmsá við Geitháls, skammt frá Gunnarshólma, félagarnir Guðmundur og Heimir Týr, þegar ljósmyndari smellti af þeim þessari mynd á mánudag. Ekki væsti um þá í góða veðrinu en þó var eitt sem þeir kvörtuðu undan. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 339 orð

Spítalinn verði fyrirmynd í jafnréttismálum

MARKMIÐ jafnréttisáætlunarinnar er að Sjúkrahús Reykjavíkur, sem er einn stærsti vinnustaður Reykjavíkurborgar, verði fyrirmynd hvað varðar jafnrétti kynjanna. Til að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að öll starfsemi SHR taki mið af jafnréttissjónarmiðum og að markvissum aðgerðum sé beitt til að ná fram jafnrétti. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 457 orð

Stefnt að stærsta fríverslunarsvæði heims

LEIÐTOGAR Ameríkuríkja ákváðu á fundi í Santiago í Chile á sunnudag að hefja samningaviðræður um stofnun stærsta fríverslunarbandalags heims ekki síðar en árið 2005. Þeir lofuðu ennfremur aðgerðum til að draga úr fátækt, stemma stigu við eiturlyfjasmygli og efla mannréttindi í þessum heimshluta. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Strandamenn óánægðir

Á FUNDI með héraðsráði Strandamanna um helgina lýsti dómsmálaráðherra því yfir að ákvörðun hans um að flytja Sigurð Gizurarson úr embætti sýslumannsins á Akranesi í embætti í embætti sýslumannsins á Hólmavík stæði óhögguð. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 196 orð

Tveir listar í kjöri

TVEIR listar eru í kjöri til stjórnar Dagsbrúnar og Framsóknar-stéttarfélags, A-listi sem borinn er fram af uppstillinganefnd félagsins og B-listi sem borinn er fram af Björgvini Þorvarðarsyni og Árna H. Kristjánssyni. Kosningin fer fram á föstudag og laugardag, en utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hófst í gær og stendur fram á fimmtudag. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Ungir vísindamenn fá viðurkenningu TVEIR un

Ungir vísindamenn fá viðurkenningu TVEIR ungir vísindamenn frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði hafa fengið viðurkenningu frá Amerísku krabbameinssamtökunum (AACR). Samtökin veita á hverju ári nokkrum ungum vísindamönnum verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Útkomu Brennidepils fagnað

FÉLAG stjórnmálafræðinga hefur hafið útgáfu tímaritsins Brennidepils, sem ætlað er að koma út árlega og vera vettvangur faglegrar umræðu um valin málefni af sviði stjórnmálanna, hérlendis sem erlendis, og eru í brennidepli hverju sinni. Fyrsta tölublað Brennidepils er af gefnu tilefni ­ vegna sveitarstjórnarkosninganna sem framundan eru ­ helgað sveitarstjórnarmálum. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Útlegð hafin í Bandaríkjunum

WANG Dan, einn leiðtoga kínverskra námsmanna sem stóðu fyrir mótmælum í nafni lýðræðisumbóta á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989, kom til Bandaríkjanna á sunnudag eftir að kínversk stjórnvöld létu hann lausan úr fangelsi og sendu tafarlaust í útlegð. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Veiðibækur sem Sjónvarpið vitnaði í frá 1982­1988

EYJÓLFUR Gunnarsson á Bálkastöðum, formaður veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár, kveðst undrandi á vinnubrögðum fréttastofu Sjónvarpsins hvað varðar umfjöllun um veiðibækur Hrútafjarðarár. "Kristín Þorsteinsdóttir fréttamaður ýjaði að því í Kastljósþætti sl. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Velferðarmál eldri borgara

SAMTÖK eldri sjálfstæðismanna halda fund um velferðarmál eldri borgara, miðvikudaginn 22. apríl í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst fundurinn kl. 17. Frummælendur á fundinum verða þau: Árni Sigfússon borgarfulltrúi, Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og Ásdís Halla Bragadóttir formaður SUS. Árni Sigfússon ræðir um það að málefni eldri borgara séu kosningamál í vor. Meira
21. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 332 orð

Vill endurskoðun refsiaðgerða

EMMA Bonino, sem fer með mannúðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í gær að tímabært væri að endurskoða refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Írak sem hafa verið í gildi í rúm sjö ár. Bandarísk stjórnvöld sögðu hins vegar í gær að langur tími myndi líða þar til til greina kæmi að aflétta refsiaðgerðunum. Meira
21. apríl 1998 | Landsbyggðin | 78 orð

VÍS flytur umboðsskrifstofu sína

Neskaupstað-Nýlega flutti Vátryggingafélag Íslands umboðsskrifstofu sína í útibú Landsbankans í Neskaupstað. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem að tryggingafyrirtæki hefur starfsemi sína í útibúi Landsbankans. Í tilefni af þessu var opið hús í Landsbankanum og gestum boðið að þiggja veitingar og kynnt starfsemi VÍS og Landsbankans. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þrjú félög sameinast

FÉLAGSMENN í starfsmannafélaginu Sókn og Dagsbrún og Framsókn-stéttarfélagi hafa samþykkt í póstatkvæðagreiðslum að sameina félögin og niðurstaða skoðanakönnunar í Félagi starfsfólks í veitingahúsum er á sömu lund. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Þróun námskrár og kennslu í sögu í Finnlandi

LEO Pekkala, uppeldisfræðingur við Háskólann í Rovaniemi, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands miðvikudaginn 22. apríl kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Þróun námskrár og kennslu í sögu í Finnlandi. Í fyrirlestrinum mun Pekkala fjalla um þróun frá miðstýrðri til dreifstýrðrar námskrár í sögu í Finnlandi. Meira
21. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 515 orð

Þurfum greiðari aðgang að fjármagni

JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga, sagði, á aðalfundi félagsins sl. laugardag, það mat stjórnar að nú væri brýnast að takast á við framtíðarskipulag félagsins. Hann sagði það jafnframt sína skoðun að félagið næði ekki þeim markmiðum sem sett hafi verið í stefnumótuninni nema það hafi jafngreiðan aðgang að fjármagni og samkeppnisaðilarnir. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Þversum inn í Strákagöng

UMFERÐARÓHAPP átti sér stað við gangamunna Strákaganga í Siglufirði sl. laugardagsmorgun. Þá var bifreið ekið á ofsahraða að göngunum, en hitti ekki á gangamunnann með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti hægra megin á gangamunnanum og hentist þversum inn í göngin. Bifreiðin, sem er af gerðinni Honda Civic árgerð 1998, er talin gjörónýt. Meira
21. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 745 orð

Ætlum að ná enn betri árangri

Knattspyrnufélagið Víkingur er 90 ára í dag, þriðjudaginn 21 apríl. Þór Símon Ragnarsson er formaður aðalstjórnar Víkings. "Félagið var stofnað af nokkrum 8-12 ára pollum þennan dag fyrir nítíu árum og aðal markmiðið með stofnun félagsins var að safna fyrir bolta til að geta stundað fótbolta. Meira

Menning

21. apríl 1998 | Menningarlíf | 276 orð

Á bleiku skýi með Leyndum draumum

LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar frumsýnir leikritið Á bleiku skýi eftir Caryl Churchill í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun, síðasta vetrardag. Níu leikarar fara með hlutverk í sýningunni en leikstjóri er Skúli Gautason. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á verkinu. Caryl Churchill er bresk og telst til póstmódernískra leikskálda. Meira
21. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 192 orð

Dóttirin með krabbamein

DÓTTIR leikkonunnar Hunter Tylo, sem vann nýlega málsókn á hendur framleiðendum Melrose Place sjónvarpsþáttanna, greindist með krabbamein fyrir skömmu og neyddust læknar til að fjarlægja annað auga stúlkunnar sem fæddist 15. janúar síðastliðinn. Stúlkan, sem heitir Katya, er með sjaldgæfa tegund krabbameins "retinoblastoma" sem herjar á augu sjúklingsins. Meira
21. apríl 1998 | Menningarlíf | 79 orð

Frumflutt tónverk í Grensáskirkju

TÓNLEIKAR tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Grensáskirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 20.30. Frumflutt verða tólf stutt verk eftir nemendur deildarinnar, en þeir eru; Gunnar Andreas Kristinsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Hlynur Aðils Vilmarsson og Örlygur Benediktsson. Flytjendur á tónleikunum eru nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Meira
21. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 220 orð

Listavika leikskólabarna

LISTAVIKA leikskólanna var opnuð í Ráðhúsinu á laugardaginn en þar eru sýnd myndverk leikskólabarna frá fimm leikskólum í miðborginni. Þetta er þriðja árið í röð sem leikskólarnir standa að sameiginlegri uppákomu en í fyrra var haldin útihátið í Hljómskálagarði og stefnt er á að hún verði endurtekin að ári. "Við viljum vekja athygli á skapandi starfi okkar í myndmennt í leikskólunum. Meira
21. apríl 1998 | Kvikmyndir | 560 orð

Lífið er enginn leikur í bleiku

Leikstjóri Alain Berlier. Handrit Berlier, Chris van der Stappen. Tónlist Dominique Dalcan. Aðalleikendur George Du Fresne, Michelé Laroque, Jean-Philippe Ecoffey, Helén Vincent, Daniel Hansen. 88 mín. Belgísk/Frönsk.Canal+, SPC 1997. Meira
21. apríl 1998 | Menningarlíf | 554 orð

Ljósið reisir musteri

MEÐ OCTAVIO Paz er látið eitt helsta skáld þessarar aldar og eitt af áhrifamestu skáldum spænskumælandi þjóða. Það hefur að vísu ekki verið skortur á miklum skáldum í Rómönsku Ameríku, en nú er einu færra. Þau hverfa smám saman: Pablo Neruda, Jorge Luis Borges, Octavio Paz. Meira
21. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 343 orð

Með fullri reisn vann BAFTA- verðlaunin

BAFTA-verðlaunin, sem veitt eru af bresku kvikmyndaakademíunni, voru afhent síðastliðið sunnudagskvöld í London. Breska gamanmyndin "The Full Monty" eða Með fullri reisn var valin besta kvikmyndin en bandaríska stórmyndin Titanic, sem fékk fékk ellefu Óskarsverðlaun, fékk enga náð fyrir augum kvikmyndaspekúlanta í Bretlandi. Meira
21. apríl 1998 | Menningarlíf | 149 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin á vegum Minjasafns Austurlands skýrslan; Geirsstaðir í Hróarstungu ­ stórbýli á landsnáms- og söguöld. Í ritinu greinir frá niðurstöðum fornleifarannsóknar Minjasafns Austurlands sumarið 1997. Höfundur skýrslunnar og stjórnandi rannsóknarinnar er Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur. Meira
21. apríl 1998 | Menningarlíf | 212 orð

Nýjar bækur ÚT er komið Bókasafnsfræðing

ÚT er komið Bókasafnsfræðingatal, æviskrár íslenskra bókasafns- og upplýsingafræðinga 1921-1996, með æviágripum 306 bókasafnsfræðinga, sá elsti er fæddur 1881 en sá yngsti árið 1972. Undirbúningur að útgáfu Bókasafnsfræðingatals hófst árið 1992 þegar fyrstu spurningablöðin voru send út. Útgáfan hefur óhjákvæmilega dregist á langinn. Meira
21. apríl 1998 | Bókmenntir | 617 orð

Óvæntir gestir á Óskarskvöldi

Ben Elton: Poppkorn "Popcorn". Pocket Books 1997. 298 síður. HVAÐ mundi gerast ef fjöldamorðingjar svipaðir þeim í Fæddum morðingjum eða "Natural Born Killers" mundu brjótast inná heimili leikstjóra myndarinnar, Oliver Stones, í Beverly Hills og taka hann í gíslingu og fjölskyldu hans? Þetta er spurning sem breski grínistinn, Meira
21. apríl 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Rússíbanar í Kaffileikhúsinu

ENN á ný blása hljómsveitin Rússíbanar og Kaffileikhúsið til dansleiks, síðasta vetrardagskvöld 22. apríl og hefst dansleikurinn á miðnætti og lýkur kl. 3. Um leið verður haldið upp á ársafmæli Rússibanaleikja í Kaffileikhúsinu, en hljómsveitin steig fyrst á svið þar fyrir ári síðan, síðasta vetrardag. Meira
21. apríl 1998 | Skólar/Menntun | 130 orð

Sterkar hliðar og veikar

BARNASKÓLINN á Eyrarbakka var metinn skólaárið 1996-97. Hér er lítið dæmi úr skýrslunni um skólann. Brot af dæmum um veikar og sterkar hliðar skólastarfsins. Sterkar hliðar Kennarahópurinn er starfsamur og samviskusamur. Að mati viðmælenda eru flestir kennarar hæfir starfsmenn og nokkrir mjög góðir. Meira
21. apríl 1998 | Leiklist | 630 orð

Stórir strákar fá raflost

eftir Dale Wasserman, byggt á skáldsögu Ken Kesey í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann Leikendur: Jón Marínó Sigurðsson, Vigdís Jóhannsdóttir, Sveinn S. Ólafsson, Aron B. Magnússon, Einar Lars Jónsson, Elva Sif Grétarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jarl Bjarnason, Davíð Guðbrandsson, Guðmundur A. Meira
21. apríl 1998 | Skólar/Menntun | 1173 orð

Úttekt á skólum aflgæf Eftir 15 ár eru verulegar líkur á að skólastjórinn kjósi ábyrgðarminna starf Það er goðsögn að foreldrar

Gæðamat Rannsóknarstofnun Kennaraháskólans annar nú ekki beiðnum um úttekt á skólum víða um land. Í mati á skólastarfi felst ítarleg könnun á öllu skólastarfi. Gunnar Hersveinn spurði Ingvar Sigurgeirsson um þessar viðamiklu rannsóknir sem geta leitt til gagngerrar endurskoðunar á innra og ytra starfi skóla. Meira
21. apríl 1998 | Tónlist | 329 orð

Við skálum, við skálum...

Verk eftir ýmsa innlenda og erlenda höfunda. Karlakórinn Stefnir undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Sigurður Marteinsson, píanó. Hafnarborg, sunnudaginn 19. apríl kl. 20:30. KARLAKÓRINN Stefnir úr Kjósarsýslu er einn af þessum dæmigerðu kraftmiklu íslenzku karlakórum sem manni finnst stundum mættu stefna hærra. Meira
21. apríl 1998 | Menningarlíf | 142 orð

Vorvaka Emblu

HIN árlega Vorvaka Emblukvenna verður haldin í Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag kl. 20.30. Vökunni verður fylgt eftir með listsýningum í Norska húsinu 23. apríl, sumardaginn fyrsta kl. 15­18 og verður hún opin dagana 23.­26. apríl. Meira
21. apríl 1998 | Menningarlíf | 168 orð

(fyrirsögn vantar)

ÚT er komið tímaritið Bókasafnið, 22. árgangur 1998.Að útgáfu blaðsins standa Bókavarðafélag Íslands, Félag bókasafnsfræðinga og bókafulltrúi ríkisins. Í kynningu segir: "Meginþema þessa heftis er bækur og bókalestur en einmitt núna er bókin stödd á tímamótum. Meira

Umræðan

21. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 597 orð

Kristileg útvarps- og sjónvarpsstöð á Íslandi Frá Konráði Friðfinnssyni:

VÍÐA í heiminum fara fjölmiðlar mikinn. Og vissulega skipa þeir veglegan sess í lífi manna. Fjölmiðlar samtímans hamast enda við að flytja mönnum "merkilegustu" fréttir dagsins og aðra fréttatengda hluti. Þegar Ríkisútvarp/hljóðvarp var stofnað 1930 voru samhliða sett lög á hinu háa Alþingi Íslendinga sem bönnuðu öðrum en ríkinu að stunda svona rekstur. Meira
21. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Mannréttindi á útsölu Frá Önnu Þorsteinsdóttur: Á ÍSLENSK stjór

Á ÍSLENSK stjórnsýsla met í valdníðslu? Hinn 26. mars sl. felldi Hæstiréttur Íslands dóm í máli Sigurðar Inga Kristinssonar. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Hermann Guðjónsson forstjóri Siglingamálastofnunar ríkisins hafi með ólögmætum hætti vikið Sigurði Inga Kristinssyni úr stöðu sinni sem skrifstofustjóra Vita- og hafnamálastofnunar, Meira
21. apríl 1998 | Aðsent efni | 1030 orð

Ný hugsun í umræðuna um málefni fanga

MÁLEFNI fanga hafa verið nokkuð til umræðu síðustu vikurnar og ekki að ástæðulausu. Í umræðunni hefur einkum verið fjallað um þá dapurlegu aðstöðu sem fíkniefnaneytendur og þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða búa við í fangelsum og þá einkum á Litla- Hrauni. Meira
21. apríl 1998 | Aðsent efni | 391 orð

Rangfærslur R-listans um samgöngumál

HINN 21. apríl 1997 eða fyrir réttu einu ári lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu í skipulagsnefnd um að gengið yrði til viðræðna við ríkisvaldið um framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar. Í því sambandi yrði "skoðaður sá möguleiki að Reykjavíkurborg fjármagni framkvæmdirnar þar til fjármagn fæst til þeirra samkvæmt vegaáætlun". Meira
21. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 377 orð

Um Þorgils sögu skarða Frá Sigurði Sigurmundssyni: HELGISPJALL M

HELGISPJALL M.J. í Mbl. er góðra gjalda vert. Það getur leitt lesandann inn á svið fornra sagna og bókmennta sem nú eru þorra manna víðs fjarri. En þótt margt af ályktunum M.J. sé látið liggja á milli hluta, þá kemur stundum það fram svo fjarstæðukennt að það kallar á andmæli. Meira

Minningargreinar

21. apríl 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Guðrún Ásmundsdóttir

Í dag kveðjum við kæra vinkonu eftir 60 ára vináttu. Þau eru ógleymanleg árin sem við bjuggum í sama húsi og Einar Ólafsson og Guðrún. Við höfum oft undrast það, systurnar, hvílíkt umburðarlyndi þau hjón sýndu okkur. Við vorum þá þrjú undir fermingaraldri og örugglega oft verið ónæði í kringum okkur. En öll árin sem við bjuggum á hlið við þau mættum við aldrei nema einskærri hlýju og góðvild. Meira
21. apríl 1998 | Minningargreinar | 331 orð

Guðrún Ásmundsdóttir

Nú er hún Gunna mín sofnuð svefninum langa. Með henni er gengin góð og ástrík kona. Það er mikil eftirsjá að Gunnu en það er nú einu sinni svo að einhvern tíma verðum við öll að fara. Hennar tími var kominn eftir langa og viðburðaríka ævi. Meira
21. apríl 1998 | Minningargreinar | 194 orð

GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Guðrún Ásmundsdóttir fæddist í Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu, 1. nóvember 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristbjörg Þórðardóttir frá Heggstöðum í Andakíl og Ásmundur Þorláksson, bóndi, frá Ósi í Skilmannahreppi. Systkini hennar voru Sveinn, f. Meira
21. apríl 1998 | Minningargreinar | 586 orð

Haukur Helgason

Við tökum bara lífinu með ró. Afi minn Haukur Helgason var gjarn á að grípa til þessa hollráðs við hin ýmsu tækifæri. Nú er hans lífi lokið. Á langri ævi hefur hann víða komið við og lagt sitt af mörkum, og þyrfti fróðari mann en undirritaðan til að gera því tæmandi skil. Meira
21. apríl 1998 | Minningargreinar | 311 orð

Haukur Helgason

Í heitu straumkasti æskunnar kynntist ég ungu skáldi og sósíalista og mannúðarveru ­ Ara Jósefssyni. Hann dó ungur. Unnusta hans og barnsmóðir varð Sólveig Hauksdóttir. Systur hennar eldri voru María og Helga og yngri var Unnur. Meira
21. apríl 1998 | Minningargreinar | 177 orð

SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN

SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN Svala Þórisdóttir listmálari fæddist í Reykjavík 28. júlí 1945. Hún lést í Washington D.C. 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Borghildur Jónsdóttir, f. 3.4. 1912, d. 19.12. 1997, og Þórir Baldvinsson, arkitekt, f. 20.11. 1901, d. 3.10. 1986. Svala ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur ásamt systkinum sínum Hrafni, f. 10.6. Meira
21. apríl 1998 | Minningargreinar | 228 orð

Þórður Árelíusson

Mér er í fersku minni sá dagur þegar ég hitti Þórð vin minn fyrst. Það var á dekkinu á Reykjafossi árið 1960. Það var sem okkur væri ætlað að hittast. Vorum hásetar á sama skipi, vorum á sama aldri, höfðum sömu áhugamál, sömu stjórnmálaskoðanir, lentum í sama klefa á skipinu. Svo nóg voru umræðuefnin þrátt fyrir mikla vinnu á Ms. Reykjafossi, gömlu, mannfreku og hálfúrsérgengnu skipi. Meira
21. apríl 1998 | Minningargreinar | 577 orð

Þórður Árelíusson

Góður maður er fallinn frá langt um aldur fram. Þórður móðurbróðir okkar er allur. Þórður var lífsglaður maður, skemmtilegur en jafnframt rólyndur. Samvera og samskipti við hann voru ánægjuleg og gefandi. Þegar við vorum litlir var mikill samgangur við fjölskyldu Þórðar. Oft hittumst við heima hjá ömmu og afa í Sólheimunum og lékum okkur við þá bræður, syni Þórðar. Meira

Viðskipti

21. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Aukin umsvif fjórða árið í röð

HAGNAÐUR Samskipa hf. varð rúmar 120 milljónir kr. á síðasta ári, á móti 36 milljónum kr. árið á undan. Rekstrartekjur félagsins jukust um 11% milli ára. Er það fjórða árið í röð sem tekjur félagsins aukast umtalsvert og aukning er fyrirsjáanleg áfram. Rekstrartekjur Samskipa voru alls 6.393 milljónir kr., sem er 11% aukning frá árinu 1996. Meira
21. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 273 orð

ÐKönnun á reglubyrði atvinnulífs

REGLUBYRÐI og eftirlitsiðnaður hins opinbera verður til skoðunar í nýrri viðhorfskönnun sem Vinnuveitendasamband Íslands og Verslunarráð Íslands hafa ákveðið að láta gera hjá atvinnurekendum. Könnunin, sem er alþjóðleg, er sú fyrsta sinnar tegundar og er framkvæmd á sama tíma hjá flestum OECD-ríkjum. Alls hafa 1.700 fyrirtæki verið valin til þátttöku. Meira
21. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 470 orð

Ekki viss um að kostnaðurinn minnki

SAMIÐ hefur verið við ný endurskoðunarfyrirtæki um endurskoðun á reikningsskilum ríkisbankanna. Fór valið fram á grundvelli útboðs sem Ríkiskaup gerðu fyrir Ríkisendurskoðun. Lægstu tilboð voru um þriðjungur af endurskoðunarkostnaði bankanna til þessa, en formaður Félags löggiltra endurskoðenda segist ekki viss um að kostnaðurinn minnki þegar upp verður staðið. Meira
21. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Morgunverðarfundur um evruna

FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga heldur morgunverðarfund í dag um áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf. Fundurinn verður á Hótel Sögu, Skála, og stendur frá kl. 8 til 9.30. Framsögumaður verður Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann mun m.a. Meira

Daglegt líf

21. apríl 1998 | Neytendur | 66 orð

Delverde-pasta

ÍTALSKT pasta frá Delverde er komið á markaðinn hér á landi. Delverde var stofnað í Fara San Martino í Abruzzo-héraði á Suður- Ítalíu árið 1970. Í fréttatilkynningu frá H. Lárussyni & Co. segir að eitt af leyndarmálum Delverde sé Durum semolina hveitið sem ræktað sé í héraðinu þar sem aðstæður séu hinar bestu í heimi. Meira
21. apríl 1998 | Neytendur | 218 orð

Ferli breytinga í Fjarð arkaupum

FERLI breytinga verður ýtt úr vör í Fjarðarkaupum í vor og sumar. Fyrsta skrefið felst í opnun útibús Sparisjóðs Hafnarfjarðar 20. maí. Sveinn Sigurbergsson verslunarstjóri segir að ætlunin sé að gera viðskiptavinum Fjarðarkaupa kleift að sinna almennum fjármálaerindum í versluninni. Meira
21. apríl 1998 | Neytendur | 98 orð

Kartöflugratín úr Þykkvabænum

NÝVERIÐ setti Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar á markað tilbúið kartöflugratín í ostasósu. Í fréttatilkynningu frá Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. kemur fram að gratínið sé gert úr völdum Þykkvabæjarkartöflum og öll önnur hráefni séu valin af kostgæfni. Kartöflugratínið er selt í 600 g plastumbúðum og er fyrsta varan í nýrri línu verksmiðjunnar undir heitinu Kartöflu-lína. Meira
21. apríl 1998 | Neytendur | 73 orð

Nýtt örbylgjupopp

NÝLEGA var örbylgjupoppið Pop Secret frá Betty Crocker sett á íslenskan markað. Í fréttatilkynningu frá Nathan & Olsen hf. kemur fram að Pop Secret hafi um árabil verið eitt vinsælasta örbylgjupoppið í Bandaríkjunum. Í tilefni af því að poppið hefur verið sett á markaðinn hérlendis verður efnt til sérstaks poppleikjar fyrir getspaka þátttakendur á næstunni. Meira
21. apríl 1998 | Neytendur | 519 orð

Töluverður munur getur verið á gjaldi dagmæðra

SÍÐAN Samkeppnisráð hafnaði árið 1994 beiðni dagmæðra um að gefa út gjaldskrá fyrir þjónustu sína hafa foreldrar barna sem vista börn sín hjá dagmæðrum rekið sig á að þær taka mismunandi gjald fyrir vist barnanna og getur þetta numið nokkrum upphæðum. Hægt er að taka nýlegt dæmi um tvö börn sem bæði eru fædd árið 1996. Meira

Fastir þættir

21. apríl 1998 | Í dag | 28 orð

25 ÁRA BRÚÐKAUPSAFMÆLI.

25 ÁRA BRÚÐKAUPSAFMÆLI. Í dag, 21. apríl, eiga hjónin Guðríður Guðbjartsdóttir og Sveinn Benediktsson, Valsmýri 2, Neskaupstað 25 ára brúðkaupsafmæli. Þau dvelja á Hótel Örk í Hveragerði. Meira
21. apríl 1998 | Dagbók | 3299 orð

APÓTEK

»»» Meira
21. apríl 1998 | Í dag | 29 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níutíu og fimm ára er í

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níutíu og fimm ára er í dag, þriðjudaginn 21. apríl, Helga Jónsdóttir, áður til heimilis í Goðheimum 23. Hún dvelst nú á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Meira
21. apríl 1998 | Fastir þættir | 558 orð

Nemendur sáu við hitasóttinni

Morgunblaðsskeifan á Hvanneyri Nemendur sáu við hitasóttinni Hitasóttin varð að lúta í gras fyrir tamningamönnum Bændaskólans á Hvanneyri. Meira
21. apríl 1998 | Fastir þættir | 452 orð

Safnaðarstarf Vorferð sunnudagaskóla Árbæjarkirkju

VORFERÐ verður laugardaginn 25. apríl kl. 10 árdegis og verður lagt af stað frá Árbæjarkirkju og Suðurnesin sótt heim. Komið verður til baka u.þ.b. kl. 15. Með í för verður barnakór Árbæjarkirkju, sem syngja mun nokkur lög í sunnudagaskólaguðsþjónustu í Hvalsneskirkju. Farið verður vítt og breitt um þetta fallega landsvæði. Náttúran skoðuð og farið í leiki. Meira
21. apríl 1998 | Í dag | 353 orð

Skattaafsláttur vegna meðlaga? HVAÐA rök eru fy

HVAÐA rök eru fyrir því að karlmaður sem er skilinn við konu sína og farinn frá börnum sínum, sköttum og skyldum, eigi nú að fá skattaafslátt vegna meðlagsgreiðslna sem hann og hin nýja kona hans eru að kikna undan. Eiga þetta að verða verðlaunin fyrir að fara frá fjölskyldunni? Ég bara spyr. Meira
21. apríl 1998 | Fastir þættir | 848 orð

Um stöðu bókarinnar "Á hátíðisdögum stendur ekki á þessum mönnum að slá sér upp á bókmenntaafrekum þjóðarinnar en þegar kemur að

Hver er staða bókarinnar á Íslandi? Það er viðeigandi að varpa fram þessari spurningu nú þegar alþjóðadagur bókarinnar er á næsta leiti en hann verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á fimmtudaginn, 23. apríl. Meira

Íþróttir

21. apríl 1998 | Íþróttir | 628 orð

Aldrei vafi

VALSMENN eru svo sannarlega vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir, það undirstrikuðu þeir rækilega með yfirburða sigri á Fram í fjórða leik liðanna. Reyndar segja lokatölurnar, 27:23, ekki nema litla sögu því lengst af voru yfirburðir Valsmanna allt að því ótrúlegir miðað við að þarna var á ferðinni úrslitaleikur. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 462 orð

Alltaf stefnt á toppinn

Við spiluðum mjög illa á miðvikudaginn og vorum staðráðnir í að gera betur. Okkur leið mjög illa eftir þann leik enda urðum við okkur hálfpartinn til skammar því við börðumst ekki einu sinni," sagði Óskar Óskarsson, alsæll aðstoðarþjálfari Vals, eftir sigurinn á sunnudaginn. "Það virðist skipta miklu máli að byrja vel og núna gerðum við það. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 479 orð

Allt ákveðið í haust

Theodór Valsson hefur verið kjölfestan á miðjunni í hinni geysisterku Valsvörn og hann var að vonum kampakátur eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn eftir sigur á Fram í síðasta úrslitaleiknum á laugardag. "Þetta var allt ákveðið í haust. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 541 orð

Arsenal á fleygiferð en Man. Utd. að dala

Allt bendir til þess að Arsenal og Manchester United verði í Meistaradeild Evrópu í haust en Liverpool verði að sætta sig við UEFA-sæti. Arsenal er á fleygiferð í átt að enska meistaratitlinum en Manchester United virðist vera að missa flugið og Liverpool er of langt á eftir til að geta blandað sér í baráttuna. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 307 orð

Áherslaá andlegu hliðina "EFTIR t

"EFTIR tvo sigurleiki átti sér stað spennufall hjá okkur sem kom fram í þriðja leiknum. Við vorum ákveðnir í að láta það ekki endurtaka sig að þessu sinni og þurfa þar með að fara í oddaleik í Framhúsinu, slíkt hefði orðið mjög erfitt. Það mátti ekki gerast," sagði Guðmundur Hrafnkelsson markvörður og fyrirliði Vals sem stóð sig með prýði. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 185 orð

Boldon nærri heimsmeti ATO Boldon, spretthlaupa

ATO Boldon, spretthlaupari frá Trínidad, jafnaði á sunnudaginn þriðja besta tíma sem náðst hefur í 100 m hlaupi er hann sigraði á 9,86 sekúndum á móti í Kaliforníu. Betri tíma eiga heimsmethafinn Donovan Bailey frá Kanada, 9,84 sek., og Bandaríkjamaðurinn Leroy Burrell, 9,85. Carl Lewis frá Bandaríkjunum átti um tíma heimsmetið í 100 m hlaupi, eftir að hann hljóp 100 m á 9,86 sek. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 481 orð

BRESKI hnefaleikakappinn

BRESKI hnefaleikakappinn Prince Naseem Hamed varði heimsmeistaratitil sinn í fjaðurvigt er hann sigraði Wilfredo Vazquez á laugardaginn og er þetta í tíunda sinn sem hann ver titilinn. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 95 orð

Celtic nær titlinum

CELTIC er með þriggja stiga forystu í skosku deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Celtic vann Motherwell 4:1 en Rangers tapaði 1:0 fyrir Aberdeen. "Eftir sigurinn á Celtic sagði ég mikilvægt að sigra í öllum fjórum leikjunum sem eftir voru en nú erum við í erfiðri stöðu," sagði Walter Smith, þjálfari Rangers, sem hefur orðið Skotlandsmeistari undanfarin níu ár. "Við gefumst samt ekki upp. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 1314 orð

Deildabikarkeppnin KARLAFLOKKUR Lið merkt

KARLAFLOKKUR Lið merkteru þegar örugg með sæti í 16-liða úrslitunum. Tvö efstu lið fara áfram og einnig fjögur lið með besta útkomu í þriðja sæti. A-riðillGrindavík - Selfoss0:2 -Kristinn Kjærnested, Sigurður Guðmundsson. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 442 orð

"Erum fylli- lega sáttir"

Aðalvopn okkar hefur verið að koma boltanum inní teiginn en nú breyttum við aðeins útaf og ætluðum að reyna að skjóta meira fyrir utan. Við erum greinilega ekki með eins góðar skyttur og Njarðvíkingar og kannski ekki sama hraðann heldur og það munar auðvitað um það. Einhverra hluta vegna gengu þessar sóknaraðgerðir okkar ekki nógu vel upp. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 144 orð

Frábær vetur "ÞETTA er meiriháttar; fyrs

"ÞETTA er meiriháttar; fyrsti titillinn minn," sagði Örlygur Sturluson, hinn 16 ára gamli leikstjórnandi Njarðvíkinga, eftir sigurinn og bætti því við að hann ætlaði að krækja í annan á næstunni ­ í unglingaflokki. "Þetta er búið að vera frábær vetur. Ég fékk tækifæri til að leika mikið, eftir að ég tók miklum framförum í haust, og það hefur verið mjög gaman. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 276 orð

"Gengið framar vonum"

"ÉG reiknaði aldrei með því að vinna KR 3-0 í þessu einvígi," sagði Friðrik Ragnarsson fyrirliði Njarðvíkur og einn besti maður liðsins í úrslitaleiknum. "Ég held að okkur hafi bara langað meira í sigurinn en KR-inga að þessu sinni og við lékum mjög vel í öllum leikjunum. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 172 orð

Kaiserslautern í vandræðum

Kaiserslautern átti í mesta basli með Rostock en náði jafntefli, 2:2, og er áfram í efsta sæti þýsku deildarinnar þar sem Bayern M¨unchen gekk ekki betur með botnlið Bielefeld, gerði 4:4 jafntefli. Nýliðarnir eiga eftir fjóra leiki en Bayern þrjá. Kaiserslautern, sem hefur ekki sigrað í liðlega mánuð og aðeins gert fimm mörk í fimm leikjum, er með eins stigs forystu á Bayern. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 552 orð

Kostaði ValsmaðurinnDANÍEL SNÆR RAGNARSSONekki of fjár?Félagsskiptin greidd í mynt

DANÍEL Snær Ragnarsson heitir ung og örvhent skytta í herbúðum Íslandsmeistara Vals sem vakið hefur mikla athygli á síðustu vikum. Hann hefur sífellt verið að leika stærra og stærra hlutverk í liðinu. Hann er orðin ein helsta skytta liðsins og lék vel í úrslitaleikjunum við Fram og var markahæstur Valsmanna ásamt Jóni Kristjánssyni í fjórða og síðasta leiknum á laugardaginn með 6 mörk. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 316 orð

KR-ingar með sorgarbönd KR-INGAR

KR-INGAR léku með sorgarbönd á sunnudaginn til minningar um Guðmund Jóhannsson sem varð bráðkvaddur á föstudaginn. Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn til minningar um hann. Guðmundur lék 83 leiki með meistaraflokki KR á árunum 1985 til 1988. Mættu ákveðnir til leiks NJARÐVÍKINGAR mættu ákveðnir til leiksins á sunnudaginn. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 99 orð

KR - Njarðvík94:106

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, 3. úrslitaleikurinn í körfuknattleik karla, DHL-deildinni, sunnudaginn 19. apríl 1998. Gangur leiksins: 2:0, 2:8, 4:11, 13:13, 18:16, 26:23, 31:28, 36:34, 36:41, 38:51, 41:51, 43:55, 56:59, 58:66, 64:76, 68:85, 77:100, 86:101, 94:106. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 329 orð

LEIKMENN beggja liða hittu v

FRIÐRIK Ragnarsson náði sér vel á strik í leiknum og einkum tók hann frumkvæðið í byrjun leiks er KR-ingar voru sterkari. Friðrik hafði gert 12 af fyrstu 25 stigum Njarðvíkur er hálf níunda mínúta var til leikhlés. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 359 orð

Leikmenn óku sigurhring á Camp Nou

Barcelona tryggði sér á laugardaginn spænska meistaratitilinn í knattspyrnu í fimmtánda sinn og í fimmta sinn á þessum áratug. Liðið lagði Real Zaragoza 1:0 með marki brasilíska miðjumannsins Giovanni. Barcelona hefði dugað jafntefli í leiknum og allt útlit var fyrir að heimamenn slyppu með það því gestirnir frá Zaragoza voru mun sterkari og eitthvert slen virtist á leikmönnum Börsunga. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 170 orð

Leystumvandann"ÞAÐ skipti öllu hvernig ok

"ÞAÐ skipti öllu hvernig okkur tækist að leysa vandan ef Herdís yrði tekin úr umferð því ef það gengur upp þá vinnum við," sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, línumaður Stjörnunnar, sem átti góðan leik. "Í síðasta leik vorum við eins og negldar við gólfið þegar hún var tekin úr umferð en núna vorum við hreyfanlegar og allar að vinna saman eins og lið á að gera. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 467 orð

Lijana varði 30 skot

"MUNURINN lá í markvörslunni auk þess sem okkur gekk afar illa að ljúka sóknunum og köstuðum þannig frá okkur möguleika á sigri en við erum einmitt búin að tala mikið um þetta vandamál," sagði Magnús Teitsson, þjálfari Haukastúlkna, eftir 26:19 tap fyrir Stjörnunni í Garðabæ á sunnudaginn. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 390 orð

Mikilvægir varamenn

Varamenn efstu liða ítölsku deildarinnar voru í sviðsljósinu um helgina. Fabio Pecchia tryggði Juventus 1:0 sigur á Empoli og Youri Djorkaeff braut ísinn með skallamarki 10 mínútum fyrir leikslok þegar Inter vann Udinese 2:0. Þegar fjórar umferðir eru eftir er Juve með 66 stig en Inter 65 og því má gera ráð fyrir mikilli spennu þegar liðin mætast í Tórínó um helgina. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 175 orð

ÓSKAR B. Óskarsson aðstoðarþ

ÓSKAR B. Óskarsson aðstoðarþjálfari Vals og Boris Bjarni Akbashev gátu ekki tekið þátt í gleði félaga sinna í Valsheimilinu í leikslok. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 288 orð

Ótrúleg sigurganga Vals

VALSMENN hafa átt ótrúlegri velgengni að fagna síðasta áratuginn og rúmlega það. Félagið hefur alls átta sinnum orðið Íslandsmeistari á ellefu árum, fjórum sinnum unnið bikarkeppnina og tvisvar orðið deildarmeistari síðan núverandi fyrirkomulag með úrslitakeppni var tekið upp árið 1992. Þrjú þessara ára hefur Valur bæði unnið Íslandsmótið og bikarkeppnina, 1987­'88, 1992­'93 og 1997­'98. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 488 orð

PATREKUR Jóhannessonskoraði

PATREKUR Jóhannessonskoraði 7 mörk í 28:22 sigri Essen á Minden í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Var markahæstur í liði sínu í þessum örugga sigri, en Essen var yfir allan tímann, m.a. 16:8 í leikhléi. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 118 orð

Pétur var bestur hjá Hammarby PÉTUR Martei

PÉTUR Marteinsson hefur staðið sig mjög vel í fyrstu leikjum sænsku deildarinnar í knattspyrnu og hefur frammistaða hans vakið mikla athygli. Um helgina skoraði hann jöfnunarmarkið í 1:1-jafntefli við Gautaborg. Þótti markið, sem gert var með þrumuskoti rétt utan vítateigs, sérlega glæsilegt og kóróna góðan leiks Pétur. Markið gerði Pétur með síðustu spyrnu leiksins að sögn Aftonbladet. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 834 orð

"Reynsluleysi"

"FYRST og fremst var það reynsluleysið sem varð okkur að falli," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, að leikslokum. "Fæstir leikmenn hafa áður farið í gegnum keppni sem þessa á sama tíma og Valsmenn þekkja vart annað. Einn þeirra þátta sem leikmenn þurfa að ganga í gegnum, er að tapa en það er alltaf sárt. Á móti kemur að út úr svona slag koma menn reynslunni ríkari. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 667 orð

Sígandi lukka er best

NJARÐVÍKINGAR eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla, sigruðu KR-inga 106:94 á sunnudaginn í þriðja úrslitaleiknum. Sigur Njarðvíkinga var sanngjarn og greinilegt að liðið er á hárréttu róli því eftir að hafa lengstum verið í fimmta sæti í deildinni, og um tíma dottið niður í það áttunda, tókst því að leggja alla mótherja sína að velli í úrslitum og sigra. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 120 orð

Stjarnan - Haukar26:19

Íþróttahúsið að Ásgarði, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, 3. úrslitaleikur, sunnudaginn 19. apríl 1998. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:2, 3:4, 4:5, 7:5, 8:6, 8:8, 11:8, 13:8, 14:10, 15:11, 21:11, 22:12, 22:16, 23:19, 26:19. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 536 orð

"Stórkostlegt"

"ÉG er alveg rosalega ánægður með þennan sigur," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að lið hans varð Íslandsmeistari í körfuknattleik á sunnudaginn ­ eftir sigur á KR í þriðja úrslitaleiknum í röð ­ en þetta var í þriðja sinn sem hann stýrði liði til sigurs í úrvalsdeildinni á þeim sjö árum sem hann hefur þjálfað lið í meistaraflokki karla. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 386 orð

Tilfinning sem aldrei venst

"ÞAÐ er alltaf lagt upp með það hjá Val að vinna Íslandsmeistaratitilinn," segir Jón Kristjánsson þjálfari sem stýrði Val til sigurs í annað sinn á þremur árum sem þjálfari. "Ég var þokkalega bjartsýnn í haust að það mætti takast. Við vorum á góðri leið með að mynda nýtt lið eftir að hafa misst fjóra leikmenn fyrir tveimur árum. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 377 orð

Titov á óskalista hjá Wuppertal

Viggó Sigurðsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Wuppertal, hefur áhuga á að fá rússneska línumanninn Oleg Titov, sem leikið hefur með Fram, til liðs við þýska félagið. Viggó staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði rætt við Titov og sagði áhugann vera gagnkvæman. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 197 orð

Tímamót í augsýn hjá Lens LENS, sem hefur aldr

LENS, sem hefur aldrei unnið til stærstu verðlauna í frönsku knattspyrnunni og slapp naumlega við fall í fyrra, á möguleika á að vera tvöfaldur meistari í ár. Aðeins Metz getur náð liðinu að stigum í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en PSG er hindrunin í bikarúrslitunum. Metz hefur ekki orðið Frakklandsmeistari en varð bikarmeistari 1984 og 1988 og deildabikarmeistari fyrir tveimur árum. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 126 orð

Valur - Fram27:23

Íþróttahús Vals að Hlíðarenda, 4. úrslitaleikurinn í handknattleik karla, Nissan- deildinni, laugardaginn 18. apríl 1998. Gangur leiksins: 2:0, 2.1, 3:2, 4:3, 8:3, 10:4, 13:5, 13:6, 13:7, 16:8, 18:11, 20:12, 23:14, 23:17, 25:21, 27:23. Mörk Vals: Daníel Ragnarsson 6, Jón Kristjánsson 6/2, Sigfús Sigurðsson 5, Ingi R. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 161 orð

Venables tekur við Palace

TERRY Venables staðfesti um helgina að hann tæki við stjórninni hjá Hermanni Hreiðarssyni og samherjum í Crystal Palace í sumar, en þar hófst einmitt þjálfaraferill hans. Undanfarna mánuði hefur verið hávær orðrómur um að Venables væri á leiðinni til Palace og ekki alls fyrir löngu sagði Mark Goldberg, verðandi stjórnarformaður, Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 73 orð

Þannigvörðu þeirÍ svi

Í sviga eru skot sem fóru aftur til mótherja. Guðmundur Hrafnkelsson,Val 17/1 (5). 12 (2) eftir langskot, 2 (1) eftir gegnumbrot,1 (1) af línu, 1 (1) eftir hraðaupphlaup og 1 vítakast. Svanur Baldursson kom einuinná sinni til að reyna að verjavítakast frá Titov, en hafðiekki erindi sem erfiði. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 53 orð

Þannig vörðu þær

Í sviga eru skot, sem fóru til mótherja. Lijana Sadzon, Stjörnunni 30 (11). 15 langskot (6), 3 gegnumbrot (2), 6 horn (1), 6 af línu (2). Guðný Agla Jónsdóttir, Haukum 8 (4). 6 langskot (3), 2 gegnumbrot (1). Alma Hallgrímsdóttir, Haukum 5 (2). 3 langskot (1), 1 gegnumbrot (1), 1 horn. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 255 orð

Þegar Íslandsbikarinn fær að fara á flakk

Þegar Íslandsbikarinn fær að fara á flakkÍslandsbikarar eru dregnir fram einn dag á ári, þegar nýir meistarar eru krýndir. Þessi stóri dagur í "lífi" tveggja bikara rann upp um helgina. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 165 orð

Þétt setinn bekkurinn HANN var þétt setin

HANN var þétt setinn bekkurinn í Valsheimilinu á laugardaginn er Valur og Fram mættust. Þeir áhorfendur sem sátu á fremsta bekk voru með fæturna á hliðarlínunni og slíkt býður alltaf hættunni heim, en áhorfendur voru til mikils sóma og aldrei þurfti að stöðva leikinn vegna þess að þeir trufluðu leikmenn eða dómara. Meira
21. apríl 1998 | Íþróttir | 146 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikir aðfaranótt laugardags Boston - Cleveland78:71 Atlanta - Charlotte121:104 Miami - Washington89:97 Orlando - New Jersey121:109 Philadelphia - Chicago80:87 Detroit - Milwaukee108:102 Indiana - Toronto107:98 Minnesota - Houston102:95 Denver - Portland109:101 Seattle - San Antonio87:89 LA Lakers - Meira

Fasteignablað

21. apríl 1998 | Fasteignablað | 32 orð

Allt í einu herbergi

Allt í einu herbergi ÞAR sem lítið pláss er gæti verið hentugt að hafa allt í einu herbergi, allan þvott, öll föt og líka það sem geyma á, svo sem rúmföt, teppi o.fl. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 29 orð

Diskahilla með meiru

Diskahilla með meiru DISKAHILLUR hafa löngum verið vinsælar, bæði til skrauts og einnig þar sem pláss er af skornum skammti. Þessi hilla er líka geymslustaður fyrir ýmislegt annað en diska. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 33 orð

Ef plássið er lítið

Ef plássið er lítið ÞAR SEM eldhúsið er í einu horni stofunnar er það snjöll hugmynd að nota sófann sem eins konar vegg sem eldhúsborðið getur staðið við og aðskilja þannig eldhús og stofu. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 307 orð

Endurnýjað einbýlis- hús við Nönnugötu

GÓÐ hús í gamla bænum í Reykjavík eru ávallt eftirsótt af mörgum. Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu einbýlishús við Nönnugötu 1B. Húsið er steinhús á tveimur hæðum og um 120 ferm. að stærð auk 10 ferm. geymslu í kjallara. Ásett verð er 11,9 millj. kr. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 210 orð

Glæsilegt einbýlis- hús við Miðvang

NORÐURBÆRINN í Hafnarfirði er eftirsóttur af mörgum en lítið framboð verið þar á einbýlishúsum á markaðinum. Fasteignasalan Hóll, Hafnarfirði er nú með einbýlishús til sölu að Miðvangi 5. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, alls 288 ferm. að stærð. Möguleiki er á að hafa sér íbúð í kjallara. Innbyggður tvöfaldur bílskúr er í húsinu, um 43 ferm. að stærð. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 301 orð

Gott einbýlishús við Laufásveg

HÚS við sunnanverðan Laufásveg vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Kjöreign er nú til sölu húseignin Laufásvegur 63. Húsið er steinsteypt og byggt 1930. Það er kjallari, tvær hæðir og geymsluris og 264 ferm. alls. Því fylgir gróin lóð, sem er 527 ferm. Ásett verð er 25 millj. kr. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 272 orð

Gott hús á eftirsóttum stað

HJÁ fasteignasölunni Fjárfestingu er nú í einkasölu einbýlishús að Hvammsgerði 1 í Smáíbúðahverfinu. Þetta er steinhús, sem er tvær hæðir og kjallari, byggt 1959. Húsið er alls að flatarmáli 160 ferm. en nýtanlegur gólfflötur er mun meiri. Húsinu fylgir bílskúr sem stendur sér. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 43 orð

Heima hjá dönskum myndhöggvara

DANSKI listamaðurinn Jens- Flemming Sörensen keypti sér hús sem hann breytti, m.a. sameinaði hann lítil herbergi og gerði að stóru rými. Við það mynduðust óvænt rými, sem nýtt voru á frumlegan hátt, eins og sjá má ofarlega á þessari mynd. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 181 orð

Hljóðeinangrandi frárennslislagnir

EIN helsta orsök hljóðmengunar í húsum er vegna frárennslislagna og nú er ákaft leitað leiða til þess að draga úr henni. Fjöltækni sf. hefur nú hafið innflutning á Raupiano-frárennslislögnum úr steinefnastyrktu pp (poly propelin) plasti. Vegna þessarar nýju efnablöndu fæst miklu betri hljóðeinangrun en áður hefur þekkst. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 44 orð

Hús við Laufásveg

LÍTIÐ er um, að hús við sunnanverðan Laufásveg komi í sölu, en eignir þar hafa lengi verið afar eftirsóttar. Hjá Kjöreign er nú til sölu húseignin Laufásvegur 63. Húsið er kjallari, tvær hæðir og geymsluris og stendur á gróinni lóð. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 282 orð

Hækkun á húsaleigu og markaðsverði húsnæðis

VÍSITALA neyzluverðs í apríl er 0,2% hærri en í marz. Þessi hækkun stafar m. a. af 4,9% hækkun húsaleigu og 1,5% hækkun á markaðsverði húsnæðis. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Húsaleiga fyrir íbúðarhúsnæði fylgir oftast verðbótahækkunum húsaleigu, en breytingar á þeim fara eftir breytingum á launum. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 156 orð

Iðnaðarhúsnæði við Grensásveg

MEIRI eftirspurn er nú eftir atvinnuhúsnæði en verið hefur lengi. Hjá Fasteignamarkaðinum er til sölu 620 ferm. iðnaðarhúsnæði að Grensásvegi 14, sem er sérhannað fyrir matvælaiðnað en getur hentað fyrir margs konar aðra starfsemi, svo sem heildverslun og fleira. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 130 orð

Ísafoldarhúsið í Þing- holtsstræti til sölu

EIGNAMIÐLUNIN hefur nú fengið til sölu húseignina Þingholtsstræti 5, þar sem Ísafoldarprentsmiðja var lengi til húsa. Húsið er um 1480 ferm. og skiptist í þrjár hæðir, ris og kjallara. Ásett verð er 48 millj. kr. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 170 orð

Lóðir í Mosfellsbæ

NÚ ER til kynningar í Mosfellsbæ deiliskipulag að þremur nýjum byggingarsvæðum, sem öll eru skipulögð af Gylfa Guðjónssyni arkitekt. Í Höfðahverfi verður úthlutað lóðum fyrir íbúðir, við Lækjarhlíð er gert ráð fyrir skólasvæði, verzlunum og íbúðum aldraðra og við Meltún verða svo lóðir fyrir fjölþætta atvinnustarfsemi. Í Höfðahverfi er gert ráð fyrir alls 239 íbúðum. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 541 orð

Mikilvægi félagslegra íbúða

Markaðurinn Mikilvægi félagslegra íbúða Nú er fjöldi íbúa í hverri íbúð hér á landi tæplega helmingi færri en fyrir hálfri öld, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Jafnframt eru íbúðir nú að meðaltali 50% stærri en þá. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 36 orð

Skemmtileg skipting á herbergi

Skemmtileg skipting á herbergi OFT kemur upp sú staða að skipta þarf herberjgum í litlu plássi. Þá er að nota hugmyndaflugið eins og hér er gert, en bak við skerminn er rúm húsráðanda. Skermurinn er frá Lysign. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 31 orð

Stofunni skipt með hengi

Stofunni skipt með hengi STUNDUM þarf að skipta herbergjum. Hér er t.d. vinnustofu haldið aðskildri frá setustofu með hvítu hengi á þann hátt, að vírar eru strengdir á misvíxl og málið leyst. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 183 orð

Stórt einbýlishús í Seljahverfi

MEIRI eftirspurn er nú eftir einbýlishúsum í Seljahverfi en áður. Hjá fasteignasölunni Borgum er í einkasölu 310 ferm. einbýlishús að Látraseli 5. Þetta er steinsteypt hús á tveimur hæðum, byggt 1983. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 259 orð

Vandað einbýlishús við Klapparholt

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu einbýlishús að Klapparholti 3 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1992, alls um 209 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. "Þetta er sérlega fallegt og vandað hús," sagði Ævar Dungal hjá Fold. "Staðsetning þess er sérstaklega góð, en útsýni er yfir golfvöllinn og allt yfir í Bessastaðahrepp. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 1498 orð

Þrjú ný byggingar- svæði skipulögð í Mosfellsbæ

MOSFELLSBÆR hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Sérbýlið hefur verið þar áberandi en fjölbýlishús í miklum minnihluta. Eftirspurn eftir íbúðum í fjölbýlishúsum þar hefur þó verið töluverð. Því hafa risið þar nokkur slík hús á síðustu árum og hefur sala á íbúðum í þeim yfirleitt gengið vel. Í bænum eru samt engin háhýsi með blokkaríbúðum. Meira
21. apríl 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

21. apríl 1998 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

21. apríl 1998 | Fasteignablað | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

21. apríl 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

21. apríl 1998 | Fasteignablað | 31 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

21. apríl 1998 | Úr verinu | 405 orð

Búist er við að Íslendingar snúi sér að Grænlendingum

FUNDUR formanna viðræðunefnda Íslands, Noregs og Grænlands um skiptingu loðnustofnsins fór fram í Kaupmannahöfn í gær, en hann var haldinn til að reyna til þrautar hvort ástæða væri til að kalla samninganefndirnar saman á ný. Formlegar viðræður nefndanna, sem fram hafa farið þvívegis, fyrst í Kaupmannahöfn, þá í Reykjavík og síðast í Osló í byrjun apríl, leiddu ekki til neinnar niðurstöðu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.