Greinar fimmtudaginn 23. júlí 1998

Forsíða

23. júlí 1998 | Forsíða | 261 orð

Bandaríkin segjast hætt afskiptum í bili

PALESTÍNUMENN ítrekuðu í gærkvöld yfirlýsingar sínar frá því fyrr um daginn að viðræður þeirra og Ísraelsmanna undanfarna þrjá daga hefðu ekki skilað neinum árangri. Ísraelar fóru opinberlega fram á það að Bandaríkjamenn kæmu á friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs, en þær hafa engar verið síðan í mars á síðasta ári. Meira
23. júlí 1998 | Forsíða | 147 orð

Bretar áformuðu tilræði við Hitler

BRESKA leyniþjónustan hafði uppi áform um það undir lok seinni heimsstyrjaldar að ráða Adolf Hitler af dögum. Kemur fram í leyniskjölum sem gerð voru opinber í gær að áætlunin fól í sér að gerð yrði atlaga að Hitler á hans daglegu morgungöngu í nágrenni fylgsnis hans í Alpafjöllunum. Meira
23. júlí 1998 | Forsíða | 294 orð

Neyð í nánd ef átökum linnir ekki

BÚAST má við miklum hörmungum í Kosovo-héraði á komandi vetri, ef átökum skæruliða og serbneskra öryggissveita þar linnir ekki bráðlega. Þetta sagði yfirmaður sérlegrar eftirlitsnefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í gær. Meira
23. júlí 1998 | Forsíða | 89 orð

Reuters Skógareldar í Evrópu

GRÍSKUR slökkviliðsmaður berst við skógarelda í bænum Saronida, um 40 km suðaustur af Aþenu. Að minnsta kosti fjögur hús brunnu til kaldra kola í gær. Þrír slökkviliðsmenn hlutu banvæn brunasár er þeir reyndu að koma í veg fyrir að eldar á öðrum stað næðu til fjölmenns úthverfis Aþenu. Um 30 manns tóku þátt í slökkvistarfinu, en hvassviðri gerði erfitt um vik. Meira
23. júlí 1998 | Forsíða | 122 orð

Rússneska stjórnin heldur sínu striki

RÚSSNESKA stjórnin stóð í gær af sér mótspyrnu olíufélaga í Rússlandi gegn umbótaáætlun hennar í efnahagsmálum og hyggst ótrauð halda sínu striki. Fyrr um daginn höfðu hin valdamiklu olíufélög í landinu sameinast í gagnrýni á efnahagsáætlun stjórnarinnar og sagt að hún yrði einungis til að auka þjóðfélagsvanda Rússlands og lama starf olíuframleiðenda. Meira
23. júlí 1998 | Forsíða | 199 orð

Tekist á um réttindi samkynhneigðra

BÚIST er við að innanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, muni falla frá áformum um að lækka lögaldur samkynhneigðra til kynmaka í 16 ár, til jafns við gagnkynhneigða, þar sem mikil andstaða er gegn þessari tillögu í lávarðadeild breska þingsins og benti allt til þess í að hún yrði felld þar í atkvæðagreiðslu í gærkvöld. Meira

Fréttir

23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 313 orð

Arðrán eða gagnkvæmur hagur?

Í BARENTSBURG á Svalbarða vinna 15 rússneskar konur við að sauma fatnað, sem síðan er merktur þannig, að hann sé framleiddur í Noregi. Eru mánaðarlaunin um 20.000 íslenskar krónur. Var skýrt frá þessu í Svenska Dagbladet. Telur norska alþýðusambandið aðstæður kvennanna með öllu óviðunandi að því er fram kemur í Aftenposten. Meira
23. júlí 1998 | Landsbyggðin | 607 orð

Átak til að bæta umhverfið

Borgarnesi-Umhverfisverðlaun Vesturlands voru veitt í fyrsta sinn sl. sunnudag. Það er blaðið Skessuhorn, vikublað á Vesturlandi, sem veitti þessi verðlaun. Í máli Gísla Einarssonar, ritstjóra Skessuhorns, við það tækifæri kom fram að verkefnið væri unnið í samvinnu við Búnaðarsamtök Vesturlands, Vegagerð ríkisins og Sorpurðun Vesturlands hf. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Átta tíma barátta

ELDUR kom upp í mosa og grasi á 4-5 hektara svæði á Höskuldarvöllum á Reykjanesi skammt frá Keili í gær. Eldurinn kviknaði þegar þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli varpaði reykblysi úr þyrlu við æfingar. Brunavarnir Suðurnesja og slökkvisveitir úr Grindavík og Hafnarfirði unnu að slökkvistarfi langt fram eftir kvöldi en tilkynnt var um eldinn rétt um kl. 15. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 115 orð

Beðið fyrir heilsu konungs

MUSTAFA Barhoum, bóksali í miðborg Amman í Jórdaníu, bað í gær fyrir heilsu Hússeins, konungs landsins, sem er veikur og telja læknar líklegt að hann þjáist af krabbameini. Hússein er 62 ára og gengst nú undir rannsóknir á Mayo-læknastofunni í Minnesota í Bandaríkjunum. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

ÐVISA og ÁTVR semja

ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins og greiðslukortafyrirtækið VISA undirrituðu í gær samning um viðtöku kreditkorta í verslunum ÁTVR. ÁTVR hafði áður gert samning við Europay-fyrirtækið sem kom til framkvæmda 1. júlí síðastliðinn. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 904 orð

Efla þarf þol barna við mótlæti

NIÐURSTÖÐUR könnunar bandarískra sálfræðinga þar sem varað er við "sjálfsdýrkun" barna koma íslenskum fagaðilum ekki á óvart. Morgunblaðið greindi í gær frá niðurstöðum rannsóknar tveggja bandarískra sálfræðinga, þeirra Brad Bushman og Roy Baumeister, um sjálfsmynd unglinga og áhrif hennar á ofbeldi. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 429 orð

Einar K. Guðfinnsson þingmaður Vestfjarða í grein um auðlindagjald

EINAR K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfjarða, segir í grein í nýjasta tölublaði Vesturlands, blaði vestfirskra sjálfstæðismanna, að það sé sín skoðun að verði myndaður einhver gjaldstofn fyrir auðlindagjaldtöku í sjávarútvegi, orkuiðnaði eða hjá handhöfum aflaheimilda, sé eðlilegt að tekjurnar renni til sveitarfélaganna, a.m.k. Meira
23. júlí 1998 | Miðopna | 1313 orð

EMU hefur ófyrirséð áhrif á stefnumótun Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, heldur heim frá Íslandi í dag eftir þriggja

ÞAÐ LÁ greinilega vel á sænska forsætisráðherranum, þegar hann sneri "heim" í gestabústað ríkisstjórnarinnar við Laufásveg í gærkvöldi, eftir vel heppnaða skoðunarferð til Vestmannaeyja og viðræður við forystumenn Alþýðuflokksins, systurflokks sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem Persson fer fyrir. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 241 orð

Enginn hefur verið ráðinn

ALLNOKKUR fjöldi íslenskra hjúkrunarfræðinga hafði samband við Haukeland-sjúkrahúsið í Bergen í Noregi og spurðist fyrir vegna auglýsingar frá lyfjadeild sjúkrahússins, sem birtist í Morgunblaðinu 1. júlí sl., en enginn þeirra hefur þó verið ráðinn. Meira
23. júlí 1998 | Miðopna | 1012 orð

Fékk 6,4 tonn í einum róðri Á Bolungarvík má finna einn fengsælasta trillukarl Vestfjarða. Hann heitir Aðalsteinn Bjarnason eða

AÐALSTEINN er ættaður af Snæfellsnesi en fluttist ungur að aldri ásamt foreldrum sínum til Önundarfjarðar að Ytri-Veðraá. Fyrir tveimur árum fluttist hann síðan til Bolungarvíkur ásamt konu sinni, Hjördísi Sigurðardóttur, og eiga þau tvö börn. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 418 orð

Fólk ekki borið út nema búið sé að leita allra leiða

FÉLAGSBÚSTAÐIR hf. hafa tekið upp samstarf við Íslandsbanka um innheimtu húsaleigu í gegnum innheimtukerfi bankans. Fengu leigutakar í félagslegu leiguhúsnæði Félagsbústaða senda heim greiðsluseðla vegna þessa nýja fyrirkomulags í fyrsta skipti um seinustu mánaðamót. Þeir sem ekki höfðu staðið skil á leigunni fyrir 10. júlí fengu senda ítrekun og aðvörun frá bankanum. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 189 orð

Frakkar óttast fordæmið er ESB stækkar

EMBÆTTISMAÐUR Evrópusambandsins, sem rætt er við í nýjasta tölublaði vikuritsins European Voice segir að ástæða þess að frönsk stjórnvöld vilja takmarka aðgang Íslands og Noregs að ákvarðanatöku í breyttu Schengen- samstarfi sé ótti þeirra við að gefa fordæmi, sem ríki Austur-Evrópu gætu bent á er ESB stækkar til austurs. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 732 orð

Fæstir vilja sjá eftirlitslausa unglinga á útihátíð

Elskum óhikað, eru slagorð sem meðal annars eru notuð í hvatningaártaki, sem samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir stendur að í samvinnu við um 25 önnur sveitarfélög. Markmiðið er að efla og styðja foreldra í baráttunni gegn áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu barna og unglinga. Meira
23. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Gengið á Kerlingu

TVÆR ferðir eru í boði um helgina á vegum Ferðafélags Akureyrar. Önnur er gönguferð á Kerlingu, en hún er 1.538 metrar að hæð og er hæsta fjall í byggð. Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins kl. 8 á laugardagsmorgun, 25. júlí. Þá er fjórði og síðasti hluti raðgöngu sumarsins á dagskrá, einnig á laugardag og verður lagt af stað kl. 9 frá skrifstofunni. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Gert við gamlar syndir

UNNIÐ er nú að því að höggva lausan múr af útveggjum Viðeyjarstofu í Viðey, húða þá upp á nýtt og klæða undir glugga með vatnsbrettum. Samkvæmt upplýsingum frá arkitekt endurbyggingar Viðeyjarstofu, Þorsteini Gunnarssyni, er um að ræða verkþætti sem ekki var lokið við þegar stofan var endurgerð. "Það er verið að klæða undir gluggana með sama hætti og gert var á 18. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 70 orð

Grjótflutningabíll útaf

GRJÓTFLUTNINGABÍLL með tengivagni fór útaf þjóðveginum á Tjörnesi laust fyrir hádegi í gær. Valt tengivagninn og losnaði frá bílnum. Engin slys urðu á mönnum en nokkrar skemmdir urðu á tengivagninum en öllu meiri á bílnum sem klesstist að framan þegar tengivagninn fullur af grjóti valt frá. Verið er að aka stórgrýti í Húsavíkurhöfn og eru notaðir til þess öflugir bílar með tengivagna. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Grunaðir um þjófnað úr íbúð

TVEIR menn voru handteknir í fyrrakvöld grunaðir um innbrot í íbúð í Grafarvogi í Reykjavík. Náðust þeir eftir ábendingar og upplýsingar frá eftirtektarsömum nágranna. Við leit hjá mönnunum fannst þýfið sem saknað var úr íbúðinni, hljómflutningstæki, borðbúnaður og persónulegir munir og hefur því verið skilað. Meira
23. júlí 1998 | Landsbyggðin | 417 orð

Hákarlaverkun og fornir munir

Stykkishólmi­Nýju skilti hefur verið komið upp við afleggjarann heim að Bjarnarhöfn. Vífilfell hf. styrkti verkið og skiltið var sett upp um daginn í samráði við Þjóðminjasafnið. Á skiltinu eru upplýsingar um Bjarnarhöfn og mynd sem Þorleifur Þorleifsson yngri tók af staðnum í lok síðustu aldar eða fyrir um 100 árum. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 357 orð

Hefur veruleg áhrif á daglegt líf fólks

HITABYLGJAN í sunnan- og austanverðum Bandaríkjunum hefur kostað að minnsta kosti 120 manns lífið, aðallega aldrað fólk, sem látist hefur á heimili sínu. Er ástandið farið að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks á þeim svæðum, sem verst hafa orðið úti. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Heimsótti Vestmannaeyjar

VESTMANNAEYJAR skörtuðu sínu fegursta þegar Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti þær í gær í fylgd Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Flogið var til Eyja um kl. 10 í gærmorgun. Þar tóku fulltrúar bæjaryfirvalda á móti ráðherranum, Eldfellið var skoðað og hádegisverður snæddur í Fjörunni. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Heyannir í Árbæjarsafni

TÚNIÐ við Árbæ verður slegið með orfi og ljá sunnudaginn 26. júlí milli kl. 13­17. Þá verður einnig rakað, rifjað, tekið saman og bundið í bagga og er gestum velkomið að taka þátt í heyskapnum. Í teignum verða kveðnar rímur og harmóníkan verður þanin. Í Árbænum saumar Snæbjörn roðskó og Sigurlaug situr við rokkinn. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Hótað að eitra fyrir Keikó

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefur fengið til rannsóknar afrit af bréfi sem sent var Halli Hallssyni, umboðsmanni Free Willy Keiko Foundation, og ýmsum fjölmiðlum, þar sem því er hótað að eitrað verði fyrir hvalnum Keikó þegar hann kemur til Íslands. Bréfritarar segjast vera "nokkrir félagar" sem séu vonsviknir með framferði Halls og hans manna í málefnum Keikós. Meira
23. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 297 orð

Kaffihúsið Bláa kannan

NÝTT kaffihús, Bláa kannan, var opnað nýlega í húsinu númer 96 við Hafnarstræti, París, þar sem áður var leikfangamarkaður kenndur við Sigurð Guðmundsson. Hjónin Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Einarsson keyptu húsið fyrir nokkrum misserum og hafa síðan unnið að endurbótum þess, en þau reka Blómabúð Akureyrar einnig í þessu húsi. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Kaupa 34% hlut í Tæknivali

OPIN KERFI hf. ætla að kaupa 34,33% hlut í Tæknivali hf. af Kaupþingi hf. Með kaupunum verða Opin kerfi stærsti hluthafinn í Tæknivali samkvæmt hluthafaskrá. Nafnverð bréfanna er 48,919 milljónir króna. Ekki fæst uppgefið hjá Opnum kerfum á hvaða gengi viðskiptin voru, en í gær seldu Sundagarðar og tengdir aðilar Kaupþingi 22% hlut í Tæknivali á genginu 5,20. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 345 orð

Klámhringurinn teygir sig til Norðurlanda

HOLLENSKIR lögreglumenn, sem eru að rannsaka alþjóðlegan barnaklámhring, sögðu í gær að það væri ekki í þeirra valdi að loka fyrir þær erlendu síður á netinu, sem enn sýna óhugnað af þessu tagi. Teygir þetta mál sig um víða veröld, meðal annars til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Kynning á Maní-skaganum

GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur "Maní-kvöld" í kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. Þar mun Arthúr Björgvin Bollason leiða gesti um undraveröld Maní-skagans, syðsta odda Grikklands, þar sem hann hefur dvalið langdvölum á síðustu árum. Arthúr mun sýna myndir frá Maní og gestir fá að heyra tónlist eftir innfædda, auk ferðapistils sem fluttur verður í lausu og bundnu máli. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

LEIÐRÉTT

Í VIÐTALI við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur um Sumartónleikana í Reykholti í blaðinu í gær, var meðal annars getið um tónleika á laugardaginn, þar sem danska "divan" Nina Pavlovski kemur fram. Var tímasetning tónleikanna röng. Þeir hefjast kl. 13.30 en ekki klukkustund síðar eins og sagt var. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Lenti í neðansjávarsprengingu á Kýpur FIMM kafarar, þar af einn

FIMM kafarar, þar af einn Íslendingur, voru fluttir á sjúkrahús í Larnaca á Kýpur í gærmorgun eftir að sprengja sprakk í sjónum skammt frá þeim stað þar sem þeir voru við köfun. Mennirnir reyndust minna slasaðir en upphaflega var ætlað en voru hafðir í afþrýstiklefa um stund á spítalanum. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar sprungu hljóðhimnur í mönnunum við sprenginguna. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 181 orð

Lík grafin í kapphlaupi við tímann

ALLT kapp er nú lagt á að grafa eða brenna lík fórnarlamba flóðbylgjunnar á Papúa Nýju-Gíneu. Mikil hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma, þar sem líkin rotna fljótt í hitabeltisloftslaginu. Björgunarmenn eru sagðir aðframkomnir enda hafa þeir vart undan. Hundruð líka eru enn á floti í lóninu við strönd Aitape. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Lokaball Vinnuskóla Kópavogs

LOKABALL Vinnuskóla Kópavogs verður haldið í Félagsheimili Kópavogs í kvöld, fimmtudagskvöld. Hljómsveitirnar Sóldögg, Vírus, MITH og Járnskóflan ­ hljómsveit flokksstjóra leika fyrir dansi. Ballið stendur frá klukkan 21­0.30. Að því loknu eru fríar sætaferðir í alla grunnskóla bæjarins. Öll neysla vímuefna er stranglega bönnuð og verður hart tekið á brotum á þeirri reglu. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 254 orð

Losun á technetium 99 frá Sellafield hætt?

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra lýsti í gær í ræðu á alþjóðlegu OSPAR-ráðstefnunni um verndun Norðaustur-Atlantshafsins sem haldin er í Portúgal áhyggjum Íslendinga af stóraukinni losun geislavirka efnisins technetium 99 frá endurvinnslustöðinni Sellafield og gerði þá lágmarkskröfu að hún yrði aftur færð í það horf sem var fyrir 1994. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Lýst eftir ökutækjum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir tveimur ökutækjum sem stolið var fyrir nokkru. Annars vegar er um að ræða bíl af gerðinni Peugeot sem er grænn að lit, árgerð 1994, með númerinu BS 265 og stolið var 26. júní frá Rofabæ 47. Hins vegar er um að ræða Suzuki vélhjól, nr. NH 199, svart og gult og árgerð 1995. Var því stolið 12. júlí frá Viðarhöfða. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 98 orð

Menem heitir að bjóða sig ekki fram

CARLOS Menem, forseti Argentínu, hét því í gær að reyna ekki að bjóða sig fram í forsetakosningunum að ári. Tilkynning forsetans kom á óvart en í síðustu viku sagðist hann mundu biðja Perónistaflokkinn að knýja fram stjórnarskrárbreytingu svo að hann gæti boðið sig fram til forseta í þriðja sinn. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Mjölturn laskast við útskipun

ÞAK Á öðrum mjölturni Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum er talið ónýtt eftir að það sogaðist niður í turninn þegar verið var að skipa út mjöli. Að sögn Guðmundar Sigvaldasonar verksmiðjustjóra er ekki vitað hversu mikið tjónið er en von er á matsmönnum næstu daga. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Nemendur uppfræddir um skaðsemi vímuefna

JAFNINGJAFRÆÐSLAN hefur í allt sumar tekið á móti nemendum Vinnuskóla Reykjavíkurborgar og eytt með þeim heilum degi í þeim tilgangi að uppfræða þá um skaðsemi og áhrif áfengis og annarra vímuefna. Alls starfa 28 einstaklingar hjá Jafningjafræðslunni sem í sumar tekur á móti um 3.000 ungmennum Vinnuskólans og ýmissa fyrirtækja og stofnana. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ný brú á Öxará

VEGAGERÐIN hefur boðið út smíði tvíbreiðrar brúar á Öxará við Valhöll. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í september og að brúin verði fær til umferðar eigi síðar en 7. nóvember í haust. Um er að ræða 28 metra langa steypta plötubrú með 4 metra breiðri akbraut og gangstígum þannig að heildarbreidd brúarinnar verður 9 metrar. Meira
23. júlí 1998 | Landsbyggðin | 77 orð

Nýr bæjarstjóri á Húsavík

Húsavík-Reinhard Reynisson, settist hinn 17. þessa mánaðar í stól bæjarstjórans á Húsavík. Hann er fæddur og uppalinn á Hríshóli, Reykhólasveit í Austur­ Barðastrandarsýslu. Lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 741 orð

Opnað með nýjum sýningum árið 2000

MIKIL áhersla verður lögð á fornleifarannsóknir og skráningu fornleifa í framtíðarstarfi Þjóðminjasafns Íslands, með stofnun Rannsóknarstofnunar Þjóðminjasafns Íslands m.a., auk þess sem almannatengsl verða efld. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, formanns þjóðminjaráðs, á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu sl. þriðjudag, þar sem nýtt skipurit og stefnumörkun fyrir safnið var kynnt. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 871 orð

Ólíklegt að uppsagnir verði dregnar til baka

"ÉG ER ekki viss um að þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum dragi uppsagnir sínar til baka," segir Ástþóra Kristinsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ástþóra segir að af þeim samtölum sem hún hafi átt við ljósmæður heyrist henni ekki að þeim muni snúast hugur. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Rannsóknar krafist á morðum í Tadjíkistan

YFIRMAÐUR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Tadjíkistan krefst þess að stjórnvöld upplýsi morð fjögurra starfsmanna, sem voru skotnir til bana í fyrirsát. "Við krefjumst þess að málið verði rannsakað og glæpamennirnir sóttir til saka," sagði Jan Kubis á blaðamannafundi í Dushanbe, höfuðborg landsins. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ráðstafa má 1,5% framlagi

Flestallir kjarasamningar á vinnumarkaði gera ráð fyrir að 10% af launum renni í lífeyrissjóð, þar af 6% frá atvinnurekanda og 4% frá launþega. Í samningi milli ASÍ og Vinnumálasambandsins frá 1986 var iðgjaldið hins vegar hækkað upp í 11,5%, þar af 7% frá atvinnurekanda og 4,5% frá launþega. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 97 orð

Reuters Forseti Úkraínu biður um aðstoð

TVEGGJA daga opinber heimsókn Al Gores, varaforseta Bandaríkjanna, til Úkraínu hófst í gær. Leóníd Kuchma, forseti Úkraínu, sagði efnahagsvandann sem blasir við í landinu engu minni en þann sem Rússar eigi við að glíma og bað Bandaríkjastjórn um fjárhagslega aðstoð vegna hans. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Sakfelldir fyrir fjölmörg afbrot

TVEIR ungir menn, 16 og 17 ára gamlir, voru í gær dæmdir til fangelsisvistar og greiðslu skaðabóta vegna fjölda innbrota og líkamsárása. Eldri maðurinn var dæmdur í eins árs og sjö mánaða fangelsi en sá yngri í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið. Í báðum dómunum er einnig tekið tillit til eldri skilorðsbundinna dóma. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 182 orð

Sameiningu er slegið á frest

SAMEININGU bandarísku skyndibitakeðjanna Arthur Treacher's og Miami Subs hefur verið slegið á frest eftir að gengi bréfa í báðum fyrirtækjum lækkaði í síðustu viku. Þá hafa stjórnendur Arthur Treacher's ákveðið að draga kauptilboð sitt í 94 veitingastaði Seattle Crab Company til baka, Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 382 orð

Samstarf milli ESB og Íslands verði endurnýjað

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra átti í gær fund í Brussel með Christos Papoutsis, sem fer með ferðamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Tilgangur fundarins var að sögn Halldórs að reyna að koma á nýjan leik á samstarfi Íslands og ESB í ferðamálum, sem ráðherrann segir að hafi skilað miklu. Tók Papoutsis málaleitan samgönguráðherra vel og var að hans sögn fús til samstarfs. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 159 orð

Sendinefnd SÞ lofað fullum aðgangi í Alsír

SENDINEFND frá Sameinuðu þjóðunum kom til Algeirsborgar í gær til að afla upplýsinga um stöðu mannréttinda í Alsír, þar sem 65 þúsund manns hafa týnt lífi í vargöld sem staðið hefur sex ár. Fyrir nefndinni fer Mario Soares, fyrrverandi forseti Portúgals. Meira
23. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 255 orð

Sigríður Halldórsdóttir skipuð prófessor

DOKTOR Sigríður Halldórsdóttir hefur verið skipuð prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Hún lauk meistaragráðu í hjúkrunarfræði við University of British Columbia í Vancouver í Kanada 1988 og doktorsgráðu við heilbrigðisdeild Linköping-háskóla í Svíþjóð 1096. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 25 orð

Síðdegistónleikar á Ingólfstorgi

Síðdegistónleikar á Ingólfstorgi SÍÐDEGISTÓNLEIKAR Hins hússins fara fram á morgun, föstdag, kl. 17. Hljómsveitirnar Spitsign og Bisund spila. Tónleikarnir eru í boði Pepsi cola. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Sjókví Keikós komin í Klettsvík EFRI hluti

Sjókví Keikós komin í Klettsvík EFRI hluti kvíarinnar sem smíðuð hefur verið fyrir hvalinn Keikó var flutt út í Klettsvík í gær. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskólans í Vestmannaeyjum, segir að flutningurinn hafi gengið vel í alla staði. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Sumarbústöðum fjölgar verulega á milli ára

ÞEIM sumarbústaðaeigendum, sem Landssamband sumarbústaðaeigenda sendir fréttabréf reglulega til, hefur fjölgað um 714 frá því í fyrra. Sveinn Guðmundsson, lögfræðingur samtakanna, segir aukninguna verulega en bendir á að nýjum sumarbústöðum hafi í raun fjölgað mun meira því fjölmargir sumarbústaðaeigendur fái ekki upplýsingar frá samtökunum. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sumarhátíð Vinnuskólans í Laugardal

SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykjavíkur hefst kl. 9 árdegis í dag með íþóttakeppni í Laugardal, og verður aðstaða þar nýtt til hins ýtrasta við skemmtun og leik. Hæfileikar nemenda skólans fá að njóta sín á þessari árlegu hátíð, sem er einn af hápunktum sumarstarfsins í starfi skólans, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 233 orð

Sumir búnir að heyja en aðrir vart byrjaðir

HEYSKAPUR í Eyjafirði er misjafnlega langt á veg kominn. Spretta var hæg framan af sumri vegna þurrka, en lítið sem ekkert rigndi í maí og júní. Af þeim sökum drógu margir að hefja heyskap. Um mánaðamótin júní og júlí var sæmileg heyskapartíð og náðu margir bændur allmiklum heyjum í hlöðu á þeim tíma. En einnig er sívaxandi hluti heyjanna verkaður í rúllur. Meira
23. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Sunnudagskaffi á prestssetrinu

"SUNNUDAGSKAFFI á prestssetrinu" var að þessu sinni yfirskrift hins árlega starfsdags á Laufási og þótt heldur hafi veður verið í kaldara lagi sótti fjöldi fólka prestssetrið heim. Í Laufási líkt og öðrum kirkjustöðum á landinu háttaði þannig til að eftir messugjörð safnaðist fólk inn í bæ þar sem fram voru bornar veitingar. Hringt var til messu þar sem sóknarpresturinn, sr. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 305 orð

Svíi grunaður um raðmorð SÆNSKA lögreglan tilkynnti

SÆNSKA lögreglan tilkynnti í gær að rannsókn stæði yfir á mögulegri aðild tuttugu og þriggja ára gamals námsmanns að átta óhugnanlegum raðmorðum undanfarin fjögur ár. Kom fram að maðurinn, sem stundar nám í kennslufræði í Stokkhólmi, hefði þegar játað að hafa framið þrjú morðanna. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Trillukarlar fiska vel

MIKIÐ fiskirí hefur verið hjá trillukörlum á Vestfjörðum í sumar og eru dæmi þess að bátar hafi farið tvisvar út sama daginn. Aðalsteinn Bjarnason á Bjarney ÍS er einn aflahæstur skakara á svæðinu en fyrstu 15 daga sumarsins fékk hann 65 tonn eða um 4 tonn í róðri. Hann rær einn og brá Morgunblaðið sér í túr með honum á mánudag. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 419 orð

Tækifæri til rannsókna á heimsmælikvarða

"ÉG TEL að óþarfa tilfinningamál og hræðsla einkenni umræðuna um Íslenska erfðagreiningu á Íslandi," segir Karl Tryggvason læknir og prófessor í lífefnafræði við Karolinska Institut í Stokkhólmi, læknaháskólann. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 200 orð

Upplýsingasími 118 kærður til Samkeppnisstofnunar

MIÐLUN ehf., sem rekur upplýsingasímann, Gulu línuna, hefur farið fram á það við Samkeppnisstofnun að símaupplýsingaþjónustu Landssímans 118 verði bannað að svara upplýsingum um umboð, vörur og þjónustu. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, eru starfsmenn hjá 118 þjálfaðir til að veita upplýsingar um síma og heimilisföng viðskiptavina. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Úrskurður um ökuleyfissviptingu felldur úr gildi

HÆSTIRÉTTUR felldi úr gildi í fyrradag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. júlí um ökuleyfissviptingu. Ökumaður kærði til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms þar sem staðfest var bráðabirgðasvipting ökuréttar hans hjá embætti lögreglustjóra í Reykjavík. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Varnarefni langt frá hættumörkum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Inga Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Lyfju. "Í tilefni af skrifum um varnarefni í hinu þýska ginsengi sem Lyfja flytur inn skal eftirfarandi tekið fram. Þær upplýsingar sem hafa komið fram í fjölmiðlum hvað þetta varðar eru ekki komnar frá Hollustuvernd ríkisins eða Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vísnaglíma á Vopnafirði

HAGYRÐINGAKVÖLD verður haldið í Íþróttahúsinu á Vopnafirði laugardagskvöldið 25. júlí undir yfirskriftinni Með íslenskuna að vopni. Þetta er fjórða árið sem hagyrðingar bera saman bækur sínar í upphafi Vopnafjarðardaga og að þessu sinni koma fram Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit, Jón Kristjánsson þingmaður, Ósk Þorkelsdóttir frá Húsavík, Pétur Pétursson frá Akureyri, Meira
23. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Þúsundasta skipið í skipalyftuna

Akranesi-Fiskiskipið Hamar SH var tekið upp í skipalyftuna á Akranesi sl. mánudag. Þetta er eitt þúsundasta skipið sem tekið er upp í lyftuna, frá því hún var tekin í notkun 20. mars 1968. Skipalyftan reyndist þegar í upphafi mikið þarfaþing og hún var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það voru Þorgeir & Ellert hf. Meira
23. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 121 orð

Öfgamannaátök á kosningafundi Helmuts Kohls

ÓEINKENNISKLÆDDIR lögreglumenn handtaka meintan meðlim ungliðahreyfingar þýzka hægriöfgaflokksins NPD á kosningafundi Helmuts Kohls kanzlara í austur- þýzka baðstrandarbænum Heringsdorf við Eystrasalt. Kohl færði kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar í haust á slóðir austur- þýzkra kjósenda í von um að bæta horfurnar á að honum takist að ná endurkjöri í eitt skiptið enn, Meira

Ritstjórnargreinar

23. júlí 1998 | Staksteinar | 404 orð

»Hægri vindar hafa ráðið ríkjum "ÞAÐ VERÐUR víst seint sagt um þennan áratug o

"ÞAÐ VERÐUR víst seint sagt um þennan áratug og þann síðasta að það hafi verið tími vinstri manna í vestrænum stjórnmálum". Þannig hóf Steingrímur J. Sigfússon ræðu sína á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins hinn 3. júlí síðastliðinn. Meira
23. júlí 1998 | Leiðarar | 604 orð

STUÐNINGUR Í VERKI

LeiðariSTUÐNINGUR Í VERKI Ú ERU til umfjöllunar í utanríkisráðuneytinu hugmyndir um að Ísland veiti Eystrasaltsríkjunum þremur stuðning í verki við að undirbúa aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í síðustu viku. Meira

Menning

23. júlí 1998 | Menningarlíf | 762 orð

Andy Warhol í Barbican Í Barbican-miðstöðinni í London er sýning tileinkuð Andy Warhol sem tók upp ástarsamband við sjónvarp og

VERK Andy Warhol eru langt frá því að vera nýlunda í dag og heldur tilbreytingarlaus. Ekki alltaf mikil áskorun fyrir augað né hugann. Stundum eins og málaðar ljósmyndir eða litabókarlist. En Andy var skemmtilegur í spaugheimspeki sinni sem reif vestrænt samfélag oft í sundur með háði. Brilloboxin, stórmarkaðir og gluggaútstillingar sem listasöfn samtímans. Meira
23. júlí 1998 | Tónlist | 727 orð

Dillandi gálgahúmor

MAGNEA Árnadóttir heitir ungur flautuleikari með nýlega meistaragráðu frá háskólanum í Boston upp á vasann sem kom fram í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagskvöldið var með dyggri aðstoð bandaríska píanóleikarans Deborah DeWolf Emery. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 416 orð

Fjallagarpar í Tíbet 7 ár í Tíbet (Seven Years in Tibet)

Framleiðsla: Jean-Jacques Annaud, Michael Besman, Richard N. Goodwin og David Nichols. Leikstjórn: Jean-Jacques Annaud. Handrit: Becky Johnston. Kvikmyndataka: Robert Fraisse. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Brad Pitt, David Thewlis og Lamyang Wang Chuck. 139 mín. Fjölþjóðleg. Sam- myndbönd, júlí 1998. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 1162 orð

Fjölskrúðug myndlist á Listasumri

ÞAÐ var við hæfi að hefja skoðanaferð um Listagilið í aðsetri Gilfélagsins sem er menningarmiðstöð bæjarins og fer með skipulagninu Listasumars á Akureyri sem stendur yfir allt frá 23. júní til 29. ágúst. Húsnæðið er nefnt Deiglan og er við Kaupvangsstræti 23, á milli Café Karólínu og gestavinnustofu félagsins. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 113 orð

Frumburðurinn fæddur

ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Jodie Foster eignaðist á dögunum þriggja og hálfs kílóa dreng sem hún hefur gefið nafnið Charles Foster. Frumburðurinn fæddist snemma á mánudag á Cedars- Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles og er þegar farinn heim með móður sinni. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 494 orð

FRUMLEIKI OG KRAFTUR

Flugan #1, safnskífa Error músík. Á plötunni eru lög með Botnleðju, Upplifun Ragnars Sólbergs, Stæner, Rennireið, Þórunni Magg, PRJ/Greys, Ampopp, Stolíu, Panorama, Woofer. Síðastnefndu eiga tvö lög hver, en aðrir á plötunni eitt lag. 59,30 mín. Meira
23. júlí 1998 | Tónlist | -1 orð

Góð tækni, hreinn og fallegur tónn

Hildigunnur Halldórsdóttir og Örn Magnússon fluttu verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jean Sibelius og Edward Grieg. Þriðjudaginn 21. júlí. OFT hafa tónlistarmenn leitt að því hugann, að við niðurröðun verkefna geti það haft áhrif ef tóntegundastaða tónverka er í ómstríðri innbyrðis afstöðu. Á þessum tónleikum var tóntegundastaðan ein, þ.e. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Hátíð í garði hjá Hana-nú

MIKIÐ var um dýrðir hjá Gönguklúbbi Hana-nú við Félagsheimilið Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorguninn 11. júlí í tilefni af 15 ára afmæli hópsins. Mikill mannfjöldi mætti á staðinn, ungir sem aldnir, eða tæplega tvö hundruð manns samkvæmt gestabók Hana-nú. Göngu-Hrólfar komu alla leið frá Reykjavík til að taka þátt í fagnaðinum. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 77 orð

"Holdið hans Tomma" og "Kæri Rock" í Fiskinum

HEIMILDARMYNDIN Tom's Flesh eftir Jane C. Wagner og Dear Rock eftir Jack Walsh verða sýndar í Fiskinum, Skólavörðustíg 22c, á opnunartíma gallerísins í dag, fimmtudaginn 23. júlí, frá kl. 14 til 18. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

ÍBURÐUR OG EINFALDLEIKI

FRANSKI hönnuðurinn Christian Lacroix fékk kröftug viðbrögð tískuunnenda þegar hann sýndi vetrarlínu sína í París nú í vikunni. "Encore" hljómaði um salinn og bandarískir kaupmenn voru iðnir við að lýsa yfir hrifningu sinni á lipri meðhöndlun Lacroix á íburði hátískunnar sem jafnan er listrænni en hefðbundin fatahönnun. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 203 orð

James Dean ónáðaður

JAMES Dean var goðsögn í lifanda lífi, lifði hratt, dó ungur og fékk fallegan legstein að lokum. Þetta ummerki um tilvist hans fær ekki að vera í friði fyrir aðdáendum þessa unga leikara sem dó árið 1955 í bílslysi aðeins 24 ára að aldri. James B. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 610 orð

Miklabæjar-Solveig frumsýnd í Þjóðleikhúsinu

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir í október nýtt leikrit um Miklabæjar- Solveigu og séra Odd Gíslason. Höfundur er Ragnar Arnalds rithöfundur og alþingismaður. Leikstjóri verður Þórhallur Sigurðsson en með hlutverk söguhetjanna fara Vigdís Gunnarsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 49 orð

Nýjar bækur EINS konar spakmæli

EINS konar spakmæli og kennisetningar er kver eftir Sigurbjörn Lárusson. Spakmælin eru 50. Í formála segir höfundur: "Það má líkja útþenslu og samdrætti heimsins við hjartslátt í mannslíkamanum. En tímamismunur er ansi mikill." Útgefandi er höfundur. Ísafoldarprentsmiðja prentaði. Kverið fæst hjá Máli og menningu og kostar 490 kr. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 161 orð

Nýjar bækur LEIFTUR hins liðna

LEIFTUR hins liðna er úrval ljóða eftir Vilhjálm S.V. Sigurjónsson og er bókin gefin út í tilefni af 80 ára afmæli höfundarins fyrr á þessu ári. Vilhjálmur Sverrir Valur Sigurjónsson er fæddur í Reykjavík, en ólst upp á Akranesi. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 421 orð

Ódysseifur besta enska skáldsagan

ÓDYSSEIFUR eftir James Joyce hefur enn einu sinni verið valinn besta enska skáldsaga aldarinnar. Að þessu sinni var það svokallað Modern Library hjá Random House- bókaútgáfunni bandarísku sem tók saman lista yfir 100 bestu skáldsögur 20. aldar ritaðar á ensku. Hefur listinn vakið hörð mótmæli, ekki síst kvenna, sem þykir skáldkonur bera skarðan hlut frá borði. Sú þeirra sem hæst kemst er í 15. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 428 orð

STALDRAÐ VIÐ Á NIÐURLEIÐ

Bandalög 8, safnplata með ýmsum hljómsveitum. Lög á plötunni eiga Sálin hans Jóns míns, Greifarnir, Stjórnin, Land og synir, Reggae on Ice, sem eiga tvö lög hver og Greifarnir einu betur, Bjarni Ara og Milljónamæringarnir, 8 villt og Uzz. Spor gefur út. 56,39 mín. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 111 orð

Styrktu Krýsuvíkursamtökin

LIONSKLÚBBURINN Þór í Reykjavík stóð að fjáröflun í samvinnu við Krýsuvíkursamtökin með því að kaupa upp eina sýningu Leikfélags Reykjavíkur á verkinu Sex í sveit og selja miðana. Ágóðanum var varið til tölvukaupa til kennslu fyrir vistmenn og áhaldakaupa af ýmsu tagi. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 441 orð

Styrkveiting úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat

Styrkveiting úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat "Hvatning til að halda áfram á sömu braut" ÁRLEG styrkveiting úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat fór fram sjöunda sinni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær, miðvikudaginn 22. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 190 orð

Sumartónleikar í Skagafirði

RAGNHILDUR Pétursdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari verða með tónleika föstudaginn 24. júlí kl. 20.30. í Miðgarði, Varmahlíð. Flutt verða verk eftir Ludwig van Beethoven, Fritz Kreisler, Þórarinn Guðmundsson, Sigfús Einarsson, Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Jules Massenet og Vittorio Monti. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 376 orð

Tónlistin skiptir máli

SKEMMTANALÍFIÐ er skrítin skepna. Skemmtistaðir eru brokkgengir í vinsældum, misjafnlega þó, en ganga má út frá því sem vísu að hið minnsta einn þeirra sé ferskur á hverjum tíma. Núna heitir sá staður Kaffi Thomsen. Meira
23. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 634 orð

Tveir einir á móti öllum

ALRÍKISLÖGREGLUMAÐURINN Art Jeffries (Bruce Willis) er orðinn þunglyndur og vonlítill og á barmi taugaáfalls. Starfsframinn virðist í rúst og hann er látinn annast auðveld rútínuverkefni hjá FBI enda er honum kennt um að mikilvæg leyniaðgerð fór í hundana. Jeffries er fullur vantrausts og finnst að stofnunin, sem hann helgaði líf sitt, hafi brugðist sér. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 159 orð

"Út og suður með Sigríði Ellu"

FJÓRÐU tónleikarnir í Sumartónleikaröð Kaffileikhússins verða fimmtudaginn 23. júlí. Þá mun Sigríður Ella Magnúsdóttir flytja dagskrá sem hún nefnir "Út og suður". Á efnisskrá Sigríðar eru lög af léttara taginu úr ýmsum áttum, m.a. Vínarlög, ensk lög frá tíma Viktoríu drottningar, lög úr gömlum kvikmyndum og lög við ljóðaþýðingar Þorsteins Gylfasonar. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Vekjaraklukka þaggar niður í Te Kanawa London. The Daily Telegraph.

Vekjaraklukka þaggar niður í Te Kanawa London. The Daily Telegraph. HÁVÆR hringing vekjaraklukku stöðvaði fyrir skemmstu sýningu á óperuhátíðinni í Glyndebourne á Bretlandi og þaggaði m.a. niður í ekki ómerkari söngkonu en Kiri Te Kanawa. Fyrsti þáttur Capriccio eftir Richard Strauss var hálfnaður þegar skyndilega kvað við hringing vekjaraklukku. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 64 orð

"Það er list að skapa"

SÝNING verður í Hallgrímskirkju föstudagskvöldið 24. júlí kl. 20. Hópur unglinga mun túlka sköpunarsögu Biblíunnar í leiklist, tónlist og myndlist. Sýningin er lokahátíð á listadögum unglinga sem Hallgrímskrikja stendur fyrir í samvinnu við ÆSKR en á listadögum hafa unglingarnir samið verk sem er þeirra útfærsla á sköpunarsögunni. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 107 orð

"Það er spurning"

"Það er spurning" Suðureyri. Morgunblaðið. LEIKFÉLAGIÐ Hallvarður Súgandi á Suðureyri er sýna þessa dagana leikritið "Það er spurning". Um er að ræða sakamálaleikrit með gamansömu ívafi. Handritið er skrifað af tveimur félögum í leikfélaginu sem jafnframt fara með tvö helstu aðalhlutverkin. Meira
23. júlí 1998 | Menningarlíf | 368 orð

Þýsk klassík í Fella- og Hólakirkju

ÞRIÐJU og síðustu tónleikar Hrafnkels Orra Egilssonar og Árna Heimis Ingólfssonar á þessu sumri verða haldnir í Fella- og Hólakirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. júlí, kl. 20.30. Leiknar verða sellósónötur eftir Bach, Beethoven og Brahms, auk verka eftir Weberns og Hindemiths. Fyrri tónleikar sömu efniskráar Árna Heimis og Hrafnkels Orra fóru fram í Hveragerði sl. Meira

Umræðan

23. júlí 1998 | Aðsent efni | 670 orð

Dauði á Litla-Hrauni

ÉG GET ekki orða bundist lengur. Guð hjálpi þeim ráðamönnum sem byggt hafa upp og stjórna núverandi refsikerfi á Íslandi! Einn helsti mælikvarði á siðferði og göfgi hverrar þjóðar, hvort heldur er stór eða smá, hlýtur að vera meðferð hennar á föngum, geðsjúkum og gamalmennum. Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 716 orð

Eftirmáli um aukalandsfund

AUKALANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins var harmleikur í þeim klassíska skilningi að lengi var séð að hverju dró án þess hægt væri að fá rönd við reist. Örlaganornirnar spunnu vef sinn af mikilli list og forðuðust umræður um raunveruleg pólitísk málefni en atburðarásin var jafnan milli línanna. Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 860 orð

Enn um batnandi kjör aldraðra

MÁLEFNI aldraðra hafa komið til aukinnar opinberrar umræðu undanfarið og er það vel. Fyrr á árinu skilaði forsætisráðherra skýrslu til Alþingis sem unnin var af Þjóðhagsstofnun og fjallaði um stöðu eldri borgara hér á landi og erlendis. Ágúst Einarsson, þingmaður jafnaðarmanna, var einn þeirra sem lögðu til að slík úttekt yrði gerð. Meira
23. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 646 orð

Enn um Serba og sannmæli Frá Rúnari Kristjánssyni: ÞANN 7. júlí

ÞANN 7. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu bréf frá Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, stjórnmálafræðingi í Svíþjóð, en efni þess eru andmæli við bréfi er ég sendi til blaðsins og birtist í því 19. júní sl. Ég hafði mælst til þess að Serbar yrðu látnir njóta sannmælis, en umfjöllun fjölmiðla hefur verið mjög fjandsamleg í þeirra garð í allflestum fréttum af átökunum í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Meira
23. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 493 orð

Er Útflutningsráð óþarft? Frá Daníel Árnasyni: Í MORGUNBLAÐINU 1

Í MORGUNBLAÐINU 17. maí sl. mátti lesa opnuviðtal við formann og framkvæmdastjóra Samtaka verslunarinnar/FÍS, þá Jón Ásbjörnsson og Stefán S. Guðjónsson. Ég geymdi viðtalið þar sem ég er megininntaki þess algerlega ósammála. Í þessu viðtali er m.a. haft eftir þeim að þeir telji Útflutningsráð vera "óþarft. Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 1042 orð

Faggreinabölið og menntun blaðamanna

ÞRÖSTUR Helgason skrifar viðhorfsgrein í Morgunblaðið hinn 14. júlí sl. þar sem hann varar við því að 30 eininga háskólanám í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands verði gert að skilyrði fyrir ráðningu fólks á ritstjórnir fjölmiðla. Hann tekur líkingu af því sem hann kallar "hálfmenntaða kennslufræðinga" sem séu á góðri leið með að leggja íslenska skólakerfið í rúst. Meira
23. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 200 orð

Í strætó með fjögur smábörn og innkaupapoka Frá Rannveigu Tryggvadóttur:

Í Velvakanda Morgunblaðsins 16. þ.m. er grein eftir "eina fátæka". Þar stendur m.a.: "Talandi um góðæri. Hvar er það? Ég er búin að vera ein að basla í ár, með fullt hús af börnum og mig vantar eina og hálfa milljón til að standa á núlli, og kannski geta keypt bíl, sem okkur vantar svo tilfinnanlega, því það er erfitt að taka strætó með fjögur smábörn og innkaupapoka. Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 806 orð

Matvæli eru ekki alltaf holl og hrein

NÝLEGA skilaði starfshópur landbúnaðarráðherra um vistrænt Ísland skýrslu þar sem lagt er til að allir bændur hér á landi, sem þess óska, eigi kost á að fá framleiðslu sína vottaða. Til þess að það geti gerst þarf framleiðslan að byggjast á gæðastýringu sem tryggi m.a. Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 744 orð

Réttlæti og hagkvæmni í sjávarútvegi

ÞRÁTT fyrir að veiðiheimildir hafi gengið kaupum og sölum fyrir fleiri milljarða króna um margra ára skeið hefur eigandi auðlindarinnar, íslenska þjóðin, ekki notið góðs af því. Kvótakerfið sem sett var á til að vernda fiskstofna og auka arðsemi í sjávarútvegi hefur verið misnotað til að færa umtalsverðar eignir frá almenningi til útgerðarmanna, Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 439 orð

"Róttækasti sósíalismi"

GUÐMUNDUR Páll Ólafsson skrifar grein í Morgunblaðið 23. maí sl. "Með orkuna að vopni gegn náttúru og þjóð". Höfundur skrifar: "Öll hálendisfrumvörpin á Alþingi eru fyrst og fremst samin og þvinguð fram fyrir stóriðju og námugröft á hálendi Íslands. Kjarni þeirra er: Miðstýring með skýru eignarhaldi... Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 731 orð

Samkynhneigðir og kirkjan

Á UNDANFÖRNUM misserum hafa málefni samkynhneigðra verið töluvert í brennidepli og tvö ár eru nú liðin síðan hjúskaparlög fyrir samkynhneigða tóku gildi. Á þessum tíma hefur íslenska þjóðkirkjan sýnt málefninu fádæma áhugaleysi og raunar leyfi ég mér að segja að hún hafi frekar orðið sér til minnkunnar í umræðunni. Meira
23. júlí 1998 | Aðsent efni | 632 orð

Skelfingu lostnir

Í GREIN í Morgunblaðinu 21. þ.m. seilist vinur minn, Einar Oddur, þingmaður, um hurð til lokunnar þegar hann vill gera undirritaðan að frumkvöðli núverandi óskapnaðar í fiskveiðimálum. Sá heiður verður ekki tekinn frá Halldóri Ásgrímssyni, Kristjáni Ragnarssyni og aðstoðarmanni hans, Þorsteini Pálssyni. Mönnum, sem Einar Oddur styður undir drep í ríkisstjórn og utan. Meira

Minningargreinar

23. júlí 1998 | Minningargreinar | 530 orð

Ágústa Kristófersdóttir

Nú er gömul vinkona mín, húsfrú Ágústa Kristófersdóttir, búin að kveðja þetta líf eftir erfið veikindi og komin í annað ljós Guðs dýrðar. Við höfðum verið kunnugar lengi og einkum hittumst við oft á sínum tíma við messur í Krists konungs kirkju í Landakoti. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR

ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR Ágústa Kristófersdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1908. Hún lést á hjúkrunardeild Landakotsspítala 6. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kristskirkju 17. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 562 orð

Guðmann Aðalsteinsson

Manni, eins og vinir hans kölluðu hann jafnan, var nánasti vinur sem ég hef nokkru sinni átt, og sá sem hafði stærst hjartað. Hann hafði mikla kímnigáfu og var tekið eftir honum hvarvetna sem hann fór. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐMANN AÐALSTEINSSON

GUÐMANN AÐALSTEINSSON Guðmann Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. júní. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 105 orð

Guðmundur Jónsson

Elsku pabbi og afi. Nú er kveðjustundin komin. Ekki áttum við von á því þegar Gummi Þór kvaddi þig áður en hann fór í sveitina og sagði: "Sjáumst aftur þegar ég kem heim úr sveitinni, afi." Ég og Gummi Þór minnumst með gleði síðastliðins sumars þegar við fórum norður á Akureyri og ferðuðumst þar. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Guðmundur Jónsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með þessum fallega sálmi viljum við kveðja afa okkar, sem látinn er eftir erfið veikindi. Hann var okkur alltaf svo góður og tók vel og fagnandi á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 749 orð

Guðmundur Jónsson

Í dag verður til moldar borinn vinur minn og ástkær bróðir, Guðmundur Jónsson, rafvirki, Skeljagranda 5 í Reykjavík. Með Guðmundi er genginn enn einn hinna fjölmörgu Íslendinga þeirrar kynslóðar sem ólust upp við kröpp kjör, nutu ekki þeirra tækifæra sem nú gefast í námi og starfi, en öfluðu sér menntunar og víðsýni með lestri bókmennta eigin þjóðar og annarra. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 228 orð

GUÐMUNDUR JÓNSSON

GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur Jónsson fæddist á Sólheimum í Grindavík hinn 8. maí 1935. Hann lést í Landspítalanum hinn 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson sjómaður og síðar trésmiður, f. 25. des. 1895 í Grindavík, dáinn 24. mars 1987, og Guðríður Þ. Einarsdóttir, ljósmóðir í Grindavík, f. 5. sept. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 476 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri, hefur kvatt þennan heim langt fyrir aldur fram, eftir harða og erfiða baráttu við sjúkdóm sem alltof oft hefur haft betur og lagt menn í blóma lífsins að velli. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Þessi fáu orð sem ég set hér á blað í minningu um góðan og traustan vin segja kannski ekki mikið um nafna minn, Guðmund Sigurbjörnsson, hafnarstjóra og formann Íþróttafélagsins Þórs, enda eru mörg orð óþörf. Þegar ég fékk það verkefni að finna nýjan formann fyrir Þór komu ekki margir til greina, enda verkefnin sem biðu nýs formanns ekki á hvers manns færi að leysa. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 338 orð

Guðmundur Sigurbjörnsson

Orð eru lítils megnug. Á sorgarstundu verða þau aldrei meira en veikt bergmál þess sem fer í gegnum hugann. Þó langar okkur til að reyna að minnast bróður okkar Guðmundar. Hann var góður maður, frábær fjölskyldufaðir og afi, samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur. Samheldni fjölskyldunnar var aðdáunarverð sem sást hvað best í veikindum Bjarna. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON

GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON Guðmundur Sigurbjörnsson fæddist á Akureyri 22. maí 1949. Hann lést á heimili sínu 7. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 16. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 674 orð

Gunnlaugur Þórðarson

Þegar hann hvarf frá okkur var eins og dofnað hefði yfir sólkerfinu. Allt myrkvaðist ­ tilveran breyttist og varð hversdagslegri en áður. Doktorinn ­ en svo var hann oft kallaður ­ var sú minnsta hversdagsmanneskja, sem hugsazt getur. Að þekkja hann og kynnast honum æ betur og betur í tímans rás bætti andrúmsloftið og betrumbætti jafnframt mann sjálfan. Doktorinn alias dr. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 28 orð

GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON

GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON Gunnlaugur Þórðarson fæddist á Kleppi við Reykjavík 14. apríl 1919. Hann lést á Landakotsspítala 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 30. maí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 264 orð

Hannes Þ. Hafstein

Sumir samferðamenn okkar á lífsleiðinni eru óneitanlega eftirminnilegri en aðrir. Í þeim hópi var Hannes Hafstein. Við stöllur vorum svo lánsamar að kynnast þessum merka manni síðla sumars árið 1988 þegar SVFÍ og Barnablaðið ABC efndu til ritgerðarsamkeppni í tilefni 60 ára afmælis SVFÍ. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 452 orð

Hannes Þ. Hafstein

Það var ómetanlegt fyrir mig sem ungan fréttaljósmyndara að kynnast Hannesi Þ. Hafstein. Hann gaf mér góð ráð og miðlaði af reynslu sinni, uppörvaði mig og fór ég alltaf glaðari og bjartsýnni af hans fundi. Aldrei fann ég fyrir aldursmun okkar, heldur talaði hann við mig ­ strákinn ­ eins og jafningja. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 1375 orð

Hannes Þórður Hafstein

Þessi litla vísa er daufur ómur af fyrsta erindi meira en 2000 ára gamals ljóðs eftir rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus um vildarvininn Aristius Fuscus: Integer vitae, scelerisque purus. Klassísk lofgerð um hinn "vammlausa hal". Í þessum anda verður okkur samstúdentum Hannesar Hafsteins hugsað til hans á útfarardegi eftir meira en hálfrar aldar kynni. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 154 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Þegar við fréttum ótímabært fráfall Kollu vinkonu okkar fylltumst við vanmætti og spurn. Hvers vegna var hún hrifin brott í blóma lífsins, þegar í raun flest var ólifað? Kollu kynntumst við fyrst við borðtennisæfingar í TBR. Þar var oft glatt á hjalla. Einkum minnumst við Danmerkurferðar okkar, þar sem glaðværðin ríkti oft við spil og spjall fram undir morgun eftir erfiðan dag við æfingar. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 539 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Kynni okkar hófust er þú hófst nám í sama bekk og dóttir okkar haustið 1991. Þið urðuð óaðskiljanlegar vinkonur. Þið gistuð gjarnan hvor hjá annarri og deilduð með ykkur leyndarmálum eins og stúlkum er títt. Dóttir okkar naut heimspekilegra viðræðna við móður þína. Þið kepptust um að hrósa matargerð okkar mæðranna og nutuð samvista við fjölskyldur hvor annarrar. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 350 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Elsku Kolla mín. Þegar ég kynntist þér fyrir rúmu ári á Reykjalundi varstu í hjólastól, glaðvær, einlæg, ákveðin ung stúlka. Ákveðin í að ná bata og komast aftur á fætur. Þegar þú sást okkur frá Komið og dansið dansa á Reykjalundi, fylltist þú ákafa og spurn, hvort þú gætir dansað svona og hvort þú gætir jafnvel kennt svona dans, Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 66 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Kolbrún María Einarsdóttir Þú hvarfst mér eins og lítið fagurt ljós, sem lítið sólarbros, er kom og fór, sem bliknað lauf, er blöðin fellir rós, sem blóm, er hylur, kaldur vetrar snjór. Þú komst og fórst sem óorkt æskuljóð, en eftir varð hin sára ljúfa þrá. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Kolbrún María Einarsdóttir

Hún Kolbrún er horfin frá okkur, hún sem var eitt sinn okkar efnilegasta stúlka í borðtennis. Hún Kolbrún var mjög alvarleg og einbeitt í íþrótt okkar. Keppti ávallt til sigurs, hún ætlaði sér einfaldlega að vera best. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari í unglingaflokkum 1996 og vann sigur í 1. flokki kvenna sama ár. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 28 orð

KOLBRÚN MARÍA EINARSDÓTTIR

KOLBRÚN MARÍA EINARSDÓTTIR Kolbrún María Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. september 1980. Hún lést í Reykjavík 11. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 21. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 256 orð

Ólafur Guðjónsson

Elsku afi, mikið er erfitt að hugsa til þess að þú sért dáinn og ótrúlegt að vita að við sjáum þig ekki aftur og að vita að þú eigir ekki eftir að skutlast austur á Hornafjörð til okkar með hana ömmu, öllum að óvörum eins og þú gerðir svo oft. Þig munaði nú ekki um það að skutlast upp á Skálafellsjökul með ömmu, Böggu og Sigga í einni ferðinni austur og hringja þaðan og segjast vera á leiðinni. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 33 orð

ÓLAFUR GUÐJÓNSSON

ÓLAFUR GUÐJÓNSSON Ólafur Guðjónsson fæddist í Rifshalakoti í Ásahreppi 5. apríl 1918. Hann lést á heimili sínu í Vesturholtum í Þykkvabæ 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þykkvabæjarkirkju 11. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 899 orð

Rósa Sigfúsdóttir

Rósa frænka mín er látin. Hún lést á Landakoti 92 ára að aldri. Síðustu árin átti hún við vanheilsu að stríða, en var mjög hörð af sér og nægjusöm og barðist við veikindin eins og hetja. Hún ræddi ekki veikindi sín, var frekar með hugann við hvernig aðrir hefðu það. Rósa hélt sínu andlega þreki og reisn fram á síðasta dag. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 97 orð

RÓSA SIGFÚSDÓTTIR

RÓSA SIGFÚSDÓTTIR Rósa Sigfúsdóttir fæddist í Krossanesi á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 27. maí 1906 og ólst upp á Ægissíðu í Vesturhópi. Hún lést á Landakoti hinn 28. júní síðastliðinn, eftir stutta sjúkrahúslegu. Foreldrar hennar voru hjónin Sigfús Sigurbjörn Guðmannsson, bóndi á Ægissíðu og Sigríður Hansína Björnsdóttir, húsfreyja. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Sigríður Briem Thorsteinsson

Það er sunnudagskvöld. Mamma er at búa til kjúklingarétt og er nýbúin að leggja á borð inni í stofu. Pabbi er búinn at kveikja upp í arninum og allt er tilbúið fyrir ömmu Sigríði sem er að koma til okkar í mat. Sú skemmtilega venja hafði nefninlega skapast að fjórða hvert sunnudagskvöld kom amma Sigríður í mat til okkar og þau kvöld voru einfaldlega frátekin hjá okkur systkinunum. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 30 orð

SIGRÍÐUR BRIEM THORSTEINSSON

SIGRÍÐUR BRIEM THORSTEINSSON Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist á Sauðárkróki 9. júlí 1901. Hún lést á Skjóli í Reykjavík 2. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 16. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Sigurður Arnalds

Fregnin af andláti Sigurðar vinar míns Arnalds vakti með mér djúpan söknuð og angurværð. Með látlausri og einlægri framkomnu í bland við góðar gáfur hafði hann sterk áhrif á samferðamenn sína. Ég átti því láni að fagna að eignast syni Sigurðar og Ásdísar, eiginkonu hans, að vinum gegnum skólagöngu og vinnu. Þeim kynnum fylgdi ríkulegur heimanmundur, ævarandi vinátta Sigurðar og Ásdísar. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

SIGURÐUR ARNALDS

SIGURÐUR ARNALDS Sigurður Arnalds fæddist í Reykjavík 15. mars 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 16. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 281 orð

Sigurlaug Sigfúsdóttir

Elsku amma mín. Ég trúi því varla ennþá, að þú sért dáin. Það er svo undarlegt, að geta ekki hringt til þín eða skroppið í heimsókn til þín í Lönguhlíðina. Þú varst eins og akkeri í fjölskyldunni og mér fannst eins og þú yrðir alltaf til staðar. En ég skil, að þinn tími var kominn og þú varst tilbúin að fara og nú ertu laus við alla verki. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Sigurlaug Sigfúsdóttir

Elsku amma mín, Það er erfitt að meðtaka það að þú sért farin frá okkur. Þú sem ert búin að vera ættmóðir þessarar fjölskyldu, trú hennar og festa alla vega síðan afi dó. Ég kynntist honum aldrei og reyndar ekki heldur afa og ömmu í hina ættina því að þau dóu öll áður en ég fæddist. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Sigurlaug Sigfúsdóttir

Elsku mamma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Skynsamir segja: Gömul, þreytt ­ gott að fá hvíldina. En það er alltaf sorglegt að missa móður sína. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 41 orð

SIGURLAUG SIGFÚSDÓTTIR

SIGURLAUG SIGFÚSDÓTTIR Sigurlaug Sigfúsdóttir fæddist í Blöndudalshólum í Blöndudal 5. ágúst 1908. Hún lést á Landspítalanum 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristvina Kristvinsdóttir og Sigfús Eyjólfsson. Hún var fjórða í röð átta systkina. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu 19. júní. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 427 orð

Sveinbjörn Guðmundsson

Einhver okkar besti vinur, Bjössi á Gjafari, er látinn 77 ára að aldri. Þar er fallinn í valinn einhver mesti gæðadrengur sem ég hef verið samskipa í þau rúm 40 ár sem ég hef stundað sjómennsku. Bjössa á Gjafari kynntist ég 1960 er ég réð mig sem annan vélstjóra á Gjafar. Ég var að vísu búinn að vera þrjú ár til sjós og kominn með vélstjóraréttindi. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 31 orð

SVEINBJÖRN GUÐMUNDSSON

SVEINBJÖRN GUÐMUNDSSON Sveinbjörn Guðmundsson fæddist á Öxl í Húnaþingi 29. júní 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 10. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 513 orð

Þórkell G. Björgvinsson

Þá voru sýndar myndir í Selfossbíói og veghefilsstjórar sáu um viðhaldið á götunum. Þá var Addabúð við brúarsporðinn og Fossnesti ekki til. Þá var kvóti óþekkt orð og mjólkin flutt í búið í brúsum. Umheimurinn var að koma í ljós ­ í svarthvítu. Svona er langt síðan, svona óskaplega langt síðan ég fluttist á Selfoss. Þá var hér líka búð sem hét Ölfusá, og þar var Doddi. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 140 orð

Þórkell G. Björgvinsson

Ver hjá mér, Herra, dagur óðum dvín, ó, Drottinn, ég hef lengi saknað þín. Í æskuglaumnum gleymdi sál mín þér, í gleðidraumunum uggði' ég lítt að mér. Ó, Herra, vel nú það, sem eftir er, og aldrei framar lát mig týna þér, því mér er betri kvöl við Jesú kross en konungstign ef missti þvílíkt hnoss. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRKELL G. BJÖRGVINSSON

ÞÓRKELL G. BJÖRGVINSSON Þórkell Gunnar Björgvinsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1932. Hann lést á heimili sínu 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 10. júlí. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 290 orð

Örn Ingólfsson

Við kveðjum Örn Ingólfsson með söknuði og með margar skemmtilegar minningar frá gömlu góðu árunum á Ingólfsbilliard á Hverfisgötunni þar sem hann réð lögum og lofum. Það sem að hann Össi var að gera á billiardstofunni var margt og miklu meira en að sjá um rekstur á billiardstofu, þetta var eins konar félagsmiðstöð margra manna og drengja þar sem mikið var rætt saman og auðvitað æft og spilað. Meira
23. júlí 1998 | Minningargreinar | 31 orð

ÖRN INGÓLFSSON

ÖRN INGÓLFSSON Örn Ingólfsson, fv. eigandi og framkvæmdastjóri Ingólfsbilliards, fæddist í Reykjavík 18. mars 1939. Hann lést í Landspítalanum 11. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 21. júlí. Meira

Viðskipti

23. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 305 orð

Conrad Black kemst yfir Financial Post í Kanada

CONRAD BLACK, hinn kunni fjölmiðlajöfur, hefur náð langþráðu takmarki vegna þess að fyrirtæki hans, Southam Inc., hefur samþykkt að láta fjögur kanadísk dagblöð í skiptum fyrir fjármálablaðið Financial Post, sem keppinauturinn Sun Media Corp á. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Lækkanir í Evrópu vegna áhrifa frá Wall Street

EVRÓPSK hlutabréf féllu í verði í gær í takt við lækkun í Wall Street vegna nýs uggs um hærri vexti, minni hagnað og áhrif Asíukreppunnar. Verð bréfa í London lækkaði um 2,3%, en í Frankfurt og París lækkuðu hlutabréfavísitÖlur um 1,6 og 2,3%. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Samskip kaupa hafnarkrana SAMSKIP hf. gengu nýl

Samskip kaupa hafnarkrana SAMSKIP hf. gengu nýlega frá kaupum á nýjum Leibherr hafnarkrana, að andvirði 190 millj. kr., og er ráðgert að setja kranann upp á hafnarsvæði Samskipa hf. við Holtabakka. Kraninn var fjármagnaður með láni, sem tekið var í þýskum mörkum hjá viðskiptastofu Landsbanka Íslands hf. Meira

Daglegt líf

23. júlí 1998 | Neytendur | 427 orð

Grillsósur

MARGIR grilla ávallt lambakjöt, aðrir eru hrifnari af svínakjöti eða nautakjöti, sumir vilja bara fá kjúling og enn aðrir fisk. Með grillmatnum er auðvitað hægt að bera fram kartöflur, brauð og alls konar salöt og grænmeti, en góð sósa er ekki síður nauðsynleg. Hér koma nokkrar uppskriftir að góðum grillsósum. Meira
23. júlí 1998 | Neytendur | 175 orð

Kúrekaborgarar

Bandaríkjamenn eru sjálfsagt allra þjóða iðnastir við að grilla, þótt Íslendingar nái þeim kannski miðað við höfðatöluútreikninginn fræga. En Bandaríkjamenn hafa stundað þetta lengur og þegar þeir grilla hamborgara, þá eru það engir "barnaborgarar". Hér birtist bandarísk uppskrift að "kúrekaborgara". Meira
23. júlí 1998 | Neytendur | 153 orð

Nýjar leiðir í framköllun

HANS Petersen hf. býður nýja þjónustu fyrir þá sem vilja nota myndirnar sínar í tölvunni eða koma betra skipulagi á myndasafnið. Þegar filma er sett í framköllun getur viðskiptavinurinn valið um hvort myndirnar verði settar á diskettu, geisladisk, á yfirlitsmynd og síðan sendar heim til eiganda í tölvupósti. Meira

Fastir þættir

23. júlí 1998 | Í dag | 72 orð

Árnað heilla 60 ÁRA brúðkaupsafmæli. Í dag, fimmt

Árnað heilla 60 ÁRA brúðkaupsafmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. júlí, eiga demantsbrúðkaup Ragnhildur Sigurjónsdóttir og Sigurður Eyjólfsson prentari, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Þau eru stödd í sumarbústað prentara í Laugardal. ÁRA brúðkaupsafmæli. Meira
23. júlí 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 23. maí sl. í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Kristbjörg Guðmundsdóttir og Magnús Árnason. Heimili þeirra er í Garðabæ. Ljósmyndastofan Mynd Hafnarfirði. Meira
23. júlí 1998 | Í dag | 343 orð

"Drekkið allir hér af" SVO mælti Jesús við lærisveina s

SVO mælti Jesús við lærisveina sína eftir kvöldmáltíðina síðustu með þeim. Búið er að nútímavæða þessa athöfn með því að væta brauðið (oblátuna) aðeins í víninu áður en það er meðtekið. Meira
23. júlí 1998 | Í dag | 482 orð

INUR Víkverja, búsettur erlendis, hefur dvalið í fríi

INUR Víkverja, búsettur erlendis, hefur dvalið í fríi hér á landi undanfarið. Hann kveðst sjá mikinn mun á umferðinni í Reykjavík frá því hann var hér síðast. Hún sé miklu hægari og eðlilegri en hún var áður. Aðeins á háannatíma sjái hann gömlu taktana hjá ökumönnum, stress og óþarfa framúrakstur og "svig" á hraðbrautum. Meira
23. júlí 1998 | Í dag | 146 orð

KIRKJUSTARF Reykholtshátíð VÍGSLU

VÍGSLUAFMÆLI Reykholtskirkju verður fagnað sunnudaginn 26. júlí með kirkjudegi. Hátíðarmessa hefst kl. 14. Kórar Reykholtskirkju og Hvanneyrarkirkju syngja undir stjórn Bjarna Guðráðssonar. Í messunni verður vígður nýr hökull kirkjunnar. Hann er vígslugjöf Borgarfjarðarprófastsdæmis, gerður af Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur veflistakonu. Meira
23. júlí 1998 | Fastir þættir | 755 orð

Opinskár þjóðflokkur Vegna hinnar yfirlýstu viðurkenndu jákvæðni þora menn ekki að láta í ljós skoðun sína af ótta við að vera

Það þótti ekki fínt að láta fletta upp um sig í gamla daga. Dömur sem neyddust til að sitja með hávaðasömum hasarblaðaeigendum í þrjúbíói á sunnudögum, höfðu af því eilífar áhyggjur. En tímarnir eru breyttir og núna vill íslenskt kvenfólk endilega láta fletta upp um sig. Meira
23. júlí 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Ómur brekkunnar

Í SPENNANDI keppni þar sem hart er barist og ekkert gefið eftir eins og til dæmis á landsmótinu skapast fjörleg umræða um dóma og röðun keppenda og sýnist sitt hverjum eins og venja er til. Oftar en ekki verða dómarar þar fyrir barðinu. Meira
23. júlí 1998 | Dagbók | 714 orð

Reykjavíkurhöfn: Queen Elisabeth II

Reykjavíkurhöfn: Queen Elisabeth IIkemur á ytri höfnina í dag og fer aftur í dag.Midöy Senior og Hanne Sif fara í dag. Freri og Örfirisey koma í dag. Crystal Symphony kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sjóli, Ostankino og Mogsterhav fara á veiðar í dag. Meira
23. júlí 1998 | Fastir þættir | 719 orð

Skuggahliðar tilverunnarNr. 388

FLESTIR garðeigendur kannast við það vandamál að erfitt er að finna plöntutegundir sem vaxa vel á skuggsælum stöðum. Skuggi og skuggi er ekki sama fyrirbærið. Margar plöntur geta þrifist og dafnað með ágætum á stöðum þar sem beinnar sólar nýtur ekki nema takmarkaðan tíma yfir daginn. Eðli málsins samkvæmt eru slíkir staðir yfirleitt norðanmegin við hús. Meira

Íþróttir

23. júlí 1998 | Íþróttir | 122 orð

Bandaríkin komust áfram í körfunni EFTIR

EFTIR misjafnt gengi í riðlakeppninni í körfuknattleik hrukku Bandaríkjamenn loks í gang er þeir léku við Brasilíumenn og sigruðu 106:75. Bandaríkjamenn eru með yngsta liðið á Friðarleikunum og hefur strákunum gengið illa að finna taktinn þar til í gær. Með sigrinum tryggði liðið sér rétt til áframhaldandi keppni. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 166 orð

DINO Zoff var í gær ráðinn l

DINO Zoff var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Ítalíu í knattspyrnu, en Cesare Maldini var sagt upp störfum fyrr í vikunni. ZOFF var fyrirliði Ítala þegar þeir urðu heimsmeistarar árið 1982. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 152 orð

Eiður Smári skoraði KR-ingurinn Eiður Smári

KR-ingurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sem þessa dagana æfir með enska 1. deildar liðinu Bolton Wanderers, lék sinn fyrsta æfingaleik með liðinu í gær og skoraði þá eitt mark. Bolton-liðið dvelur nú á Írlandi, þar sem það er við æfingar og leikur að auki nokkra æfingaleiki við þarlend lið. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 672 orð

Einstefna Obilic

EYJAMENN sluppu bærilega frá fyrri leik sínum við júgóslavnesku meistarana FK Obilic í Belgrad í Evrópukeppni félagsliða. Leikmenn Obilic skoruðu tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik og voru þau bæði frekar í ódýrari kantinum, en Eyjamenn náðu ekki að klóra í bakkann. Í gríðarlegum hita áttu leikmenn ÍBV lengst af í vök að verjast og náðu vart að svara fyrir sig með sóknum sem eitthvað kvað að. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 227 orð

Evrópukeppni meistaraliða

Evrópukeppni meistaraliða Forkeppni, fyrri leikir: Glasgow, Skotlandi: Celtic - St Patrick's(Írlandi)0:0 56.864. Belfast, N-Írlandi: Cliftonville - FC Kosice (Slóvakíu)1:5 Gerry Flynn 45. - Vladislav Zvara 22., 29., Szilard Nemeth 35., Ruslan Lyubarsky 59., Martin Prohaszka 71. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 361 orð

Evrópukeppni meistaraliða Forkeppni, fyrri leikir: FK Ob

Evrópukeppni meistaraliða Forkeppni, fyrri leikir: FK Obilic - ÍBV2:0 Belgrad, Júgóslavíu: Mörk Obilic: Zivojin Juskic 18., Nenad Grozdic 65. Áhorfendur: 1.500. Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 320 orð

Fjallakóngurinn fljótastur

Ítalski "fjallakóngurinn", Marco Pantani, kom fyrstur í mark á ellefta legg Tour de France hjólreiðakeppninnar í gær, en þá luku keppendur hjólreiðum sínum í Pýrenea-fjöllunum. Þetta er í fimmta sinn sen Ítalinn sigrar á einni af leiðunum í keppninni. Vegalengdin sem þeir hjóluðu var 197 kílómetrar og mikið á fótinn, en í slíkri keppni hefur Pantani ávallt staðið sig vel. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 218 orð

Friðarleikarnir Haldnir í New York:

Frjálsíþróttir Þrístökk karla:metrar 1. Jonathan Edwards (Bretlandi)17.65 2. Yoelbi Quesada (Kúbu)17.27 3. LaMark Carter (Bandar.)17.07 Sleggjukast kvenna: 1. Mihaela Melinte (Rúmeníu)72.64 2. Olga Kuzenkova (Rússl.)70.98 3. Amy Palmer (Bandar.)66.33 10 km ganga kvenna:mín. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 423 orð

Greene fljótastur

MAURICE Greene frá Bandaríkjunum, heimsmeistari frá því í fyrra, sýndi að hann er enn sprettharðastur allra þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi karla á Friðarleikunum í New York í gær. Heimsmethafinn kanadíski, Donovan Bailey, varð að gera sér sjöunda sætið að góðu. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 114 orð

Hjörtur ogJohnson meðKeflvíkingum

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Keflavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk þar sem eru leikstjórnandinn Hjörtur Harðarson og framherjinn Damon Johnson. Hjörtur hefur dvalið við nám í Bandaríkjunum síðustu tvö árin en áður en hann hélt vestur um haf lék hann með Grindvíkingum og þar áður Keflvíkingum. Johnson lék með Keflvíkingum í hittifyrra en í fyrravetur lék hann með Grindvíkingum. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 141 orð

ÍA - Zalgiris Vilnius 3:2

Akranesvöllur, miðvikudagskvöldið 22. júlí 1998. Forkeppni Evrópukeppni félagsliða, fyrri leikur: Aðstæður: Norðaustan strekkingur, 4-5 vindstig þvert á völlinn, sem var í prýðilegu ásigkomulagi. Mörk ÍA: Steinar Adolfsson (42.), Sigurður Ragnar Eyjólfsson (61.), Zoran Ivsic (86.). Mörk Zalgiris: Skinderis (11.), Vasiliauskas (73.). Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 26 orð

Í kvöld

Knattspyrna 1. deild karla: Akureyri:Þór - KA20 Árbæjarv.:Fylkir - HK20 Borgarnes:Skallagr. - FH20 Kópavogur:Breiðablik - Víkingur20 Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 159 orð

JESPER Blomqvist leikur með Manches

JESPER Blomqvist leikur með Manchester United næstu þrjú árin. Frá þessu var endanlega gengið í gær. Svíinn Blomqvist er 24 ára vinstri útherji og lék áður meðParma á Ítalíu. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 70 orð

Kínversk fimleikastúlka hryggbrotnaði 17

17 ára gömul kínversk fimleikastúlka, Sang Lan, datt illa í æfingastökki á Friðarleikunum í New York í gær. Hún kom niður á höfuðið með þeim afleiðingum að hún hryggbrotnaði og er óttast að hún geti lamast. "Hún getur ekki hreyft fæturna, en hefur aðeins mátt í höndunum," sagði Borck Schneibel, læknir Nassau-sjúkrahússins í New York í gær. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 280 orð

Nú er bara að nýta sér veikleikana

"Það er möguleiki í stöðunni, þó vissulega verði það erfitt og menn verða að leggja sig fullkomlega fram," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, eftir 2:0 tap fyrir FK Obilic í Belgrad í gær, en leikurinn sem var í forkeppni Evrópumóts félagsliða var fyrri viðureign félaganna. Sá síðari verður í Vestmannaeyjum nk. miðvikudag. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 502 orð

Sanngjarnt en naumt

Skagamenn unnu sanngjarnan sigur á liði Zalgiris Vilnius frá Litháen á Akranesi í gærkvöldi. Leiknum lyktaði 3:2, en þær tölur gefa alls ekki rétta mynd af gangi mála, því Skagamenn réðu lögum og lofum lengst af og hefðu getað gert mun fleiri mörk. Tvö mörk Litháanna á útivelli gætu hins vegar reynst þeim dýrmæt þegar upp verður staðið. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 284 orð

"Sigurinn hefði mátt vera stærri"

Við byrjuðum illa, fengum snemma á okkur mark og vorum talsvert lengi að vinna okkur út úr því," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, eftir 3:2 sigur gegn Zalgiris Vilnius frá Litháen í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða á Akranesi í gærkvöld. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 76 orð

Undanúrslitaleik kvenna frestað VIÐURE

VIÐUREIGN Breiðabliks og ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu hefur verið frestað um óakveðinn tíma, en hún átti að fara fram nk. föstudag. Ástæðan er sú að kæra Stjörnunnar á hendur ÍBV vegna þess að lið ÍBV notaði ólöglegan leikmann í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum hefur enn ekki verið tekin fyrir. Fyrr en það hefur verið verður ekki hægt að koma leiknum á. Meira
23. júlí 1998 | Íþróttir | 500 orð

"Ætlum að tryggja stöðu ÍR"

ÍR-ingar hafa fengið til liðs við sig skoskan miðvallarleikmann fyrir lokaátökin í efstu deild. Leikmaðurinn heitir Chris Jackson, er 24 ára og kemur frá Hibernian frá Edinborg. Englendingurinn Joe Tortolano, sem leikið hefur með ÍR-ingum í sumar, benti liðinu á Jackson, en þeir léku lengi saman með Íslandingaliðinu Hibernian. Meira

Úr verinu

23. júlí 1998 | Úr verinu | 360 orð

6% aukning í aflaverðmæti

VERÐMÆTI fiskaflans í heild fyrstu sex mánuði þessa almanaksárs hefur aukist miðað við sama tíma í fyrra um 1.850 milljónir króna. Þá varð verðmætið um 29,3 milljarðar, en er áætlað upp á 31,2% milljarða króna fyrri helming þessa árs. Verðmætaaukningin nemur því á heildina litið um 6%, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Íslands. Meira
23. júlí 1998 | Úr verinu | 65 orð

Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Hafnarsvæðið fegrað

Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Hafnarsvæðið fegrað Grundarfirði. Morgunblaðið. UNNIÐ hefur verið að því að fegra svæðið við höfnina í Grundarfirði. Svæðinu hefur verið skipt í þrennt. Stór skífa með höfuðáttunum fjórum hefur verið sett á eitt plan, hellulagt verður í kringum skífuna. Einnig verður bekkjum komið fyrir. Meira

Viðskiptablað

23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 498 orð

Arthur Treacher's og Miami Subs S

SAMEINING bandarísku skyndibitakeðjanna Arthur Treacher's og Miami Subs hefur verið slegið á frest eftir að gengi bréfa í báðum fyrirtækjum lækkaði í síðustu viku. Þá hafa stjórnendur Arthur Treacher's ákveðið að draga kauptilboð sitt í 94 veitingastaði Seattle Crab Company til baka, Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 159 orð

ÁTVR semur við VISA um kreditkortaviðskipti

ÁTVR semur við VISA um kreditkortaviðskipti ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins og VISA undirrituðu í gær samning um viðtöku kreditkorta í verslunum ÁTVR. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 749 orð

DOS í fullu fjöri TölvurEkki minnast allir stýrikerfisins DOS með hlýju. Það er lifir þó enn góðu lífi og að sögn Árna

LÍKLEGA þekkja flestir sem fengist hafa við tölvur einhvern tíma við stýrikerfið DOS. Ekki minnast allir þess með hlýju, en þó langt sé síðan DOS hefur sést á einkatölvum er það enn í fullu fjöri, eða að minnsta kosti afbrigði þess sem kallast DR-DOS. DOS lagði á sínum tíma grunninn að einkatölvubyltingunni og auðlegð Williams Gates, aðaleiganda Microsoft. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 1531 orð

Ekki sér fyrir endann á ævintýrinu um Íslenska erfðagreiningu

UPPGANGUR Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið gríðarlegur, síðan hún hóf starfsemi hér á landi fyrir aðeins tuttugu mánuðum. Þá voru starfsmenn aðeins fjörutíu talsins, og var það þó vel yfir meðaltali hjá líftæknifyrirtækjum. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 396 orð

Flutningsjöfnun í þágu neytenda MORGUNBLAÐIN

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Olíufélaginu hf. ESSO. "OLÍUFÉLAGIÐ hf., ESSO, tekur eftirfarandi fram í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um kvörtun Skeljungs hf. til Eftirlitsstofnunar EFTA, Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 125 orð

FólkNýr sölustjóri hjá Flugleiðum á Íslandi

JÓHANN Gísli Jóhannsson hefur tekið við starfi sölustjóra Flugleiða á Íslandi. Þar aðstoðar hann svæðisstjóra félagsins á Íslandi og tekur þátt í stefnumótun og þróun sölu hérlendis. Sölustjóri er einnig tengiliður söluskrifstofa, fjarsölu og ferðaskrifstofa við sölustjórn Flugleiða. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 1046 orð

Goðsögnin um stjórnendateymið Sjónarhorn

SÁ HÓPUR manna sem menn vænta að taki rétt á þróun og grípi tækifæri eða snúi ógnunum í tækifæri eru æðstu stjórnendur fyrirtækisins. Mennirnir sem hafa vegna ágætis síns hafist til ábyrgðar og valda. Þeim er ætlað að leysa sín á milli mikilvæg, flókin mál sem snerta margar deildir. Við þær aðstæður er mikil hætta á ágreiningi eða átökum. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 92 orð

Goldmanrannsókn á Ítalíu

Yfirvöld í Ravenna reyna að komast að raun um hvort Goldman Sachs og fleiri bankar viðriðnir björgun ítölsku fyrirtækjasamsteypunnar Ferruzzi Finanziaria frá hálfgerðu gjaldþroti 1993 hafi notað trúnaðarupplýsingar til viðskipta með hlutabréf í fyrirtækinu í kauphöllinni í Mílanó. Ætlunin er að yfirheyra Claudio Costamagna, framkvæmdastjóra Goldmans á Ítalíu. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 12 orð

HLUTABRÉFSpáð í væntanleg milliuppgjör /4

HLUTABRÉFSpáð í væntanleg milliuppgjör /4FYRIRTÆKIÆvintýri Íslenskrar erfðagreiningar /6TÖLVURDOS-stýrikerfið í fullu fjöri / Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 378 orð

Lánstraust hf. tekur yfir rekstur Icecredit Info

LÁNSTRAUST hf. hefur keypt rekstur fyrirtækisins Icecredit Info og hyggst sameina rekstur fyrirtækjanna. Lánstraust hf. rekur fjárhagsupplýsingaþjónustu og hefur hingað til einbeitt sér að miðlun hlutlægra fjárhagslegra upplýsinga, án huglægs mats á lánshæfi. Með kaupum sínum á Icecredit Info ætlar Lánstraust hf. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 135 orð

Leyfi til gasleitar afturkallað

HOLLENZKUR dómstóll hefur ógilt leyfi Netherlands Petroleum Company (NAM) til að leita að gasi við Ameland og á fjórum svæðum norðan við eyna að sögn fyrirtækisins. Talsmaður NAM kvað ástæðuna þá að við umhverfisrannsóknir á svæðinu hefði ekki verið greint í einstökum atriðum frá áhrifum gasleitar á fuglategund á Ameland og sagði að ný rannsókn hefði verið ákveðin. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 521 orð

Miklar sviptingar í rekstri Tæknivals á undanförnum misserum

MIKLAR sviptingar hafa verið í kringum Tæknival hf. á árinu. Lengi hefur verið ósætti milli Sundagarða ehf. og tengdra aðila annars vegar, sem áttu 22% hlut í Tæknivali, og hins vegar ráðandi afla innan Tæknivals. Í kjölfar sölu Sundagarða ehf. á 22% hlut sínum í Tæknivali gaf Gunnar Þór Gíslason, einn eigenda Sundagarða, út yfirlýsingu. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 181 orð

Misjöfn ávöxtun innlánsreikninga á fyrri árshelmingi

ÁVÖXTUN innlánsreikninga banka og sparisjóða á fyrri helmingi ársins 1998 varð afar mismunandi, ekki síst þegar litið er til gjaldeyrisreikninga. Þannig nutu eigendur óbundinna innstæðna í sterlingspundum rúmlega 1,54-1,79% raunávöxtunar á tímabilinu miðað við heilt ár en á sama tíma rýrnaði ávöxtun innstæðna í japönskum jenum um 16-17%. Innstæður í ýmsum Evrópumyntum rýrnuðu einnig, t.d. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 79 orð

Nýjar gerðir stálklæðninga á hús SÆNSKA fyrirtækið Borga AB h

SÆNSKA fyrirtækið Borga AB hefur hafið framleiðslu og sölu á nokkrum nýjum gerðum af stálklæðningum sem ætlaðar eru til klæðninga á íbúðar- og iðnaðarhús. Samkvæmt frétt frá Ísval- Borga ehf., sem er umboðsaðili Borga AB hér á landi, er um að ræða galvaniserað trapísuformað stál sem framleitt er í þykktum frá 0,4 mm-0,9 mm. Stálið fæst með trapísuhæð allt frá 18 mm til 104 mm. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 102 orð

Of seint að lækna vírus fyrir 2000?

HOLLENZKA tryggingafyrirtækið NCM segir að sennilega sé um seinan að koma í veg fyrir meiriháttar tölvukreppu þegar áhrifa aldamótavírussins fari að gæta árið 2000. Flest um 3.000 evrópskra fyrirtækja, sem spurð voru, gáfu í skyn að þau ynnu að því að koma í veg fyrir að tölvur þeirra legðu upp laupana um aldamótin, en mjög fá höfðu spurt viðskiptavini sína hvort þeir væru viðbúnir. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 286 orð

Opin kerfi halda áfram að færa út kvíarnar í upplýsingaiðn

OPIN KERFI hf. ætla að kaupa 34,33% hlut í Tæknivali hf. af Kaupþingi hf. samkvæmt tilkynningu frá Opnum kerfum. Með kaupunum eru Opin kerfi orðin stærsti hluthafinn í Tæknivali samkvæmt hluthafaskrá frá 3. apríl sl. Nafnverð bréfanna er 48,919 milljónir króna. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 35 orð

PepsiCo kaupir Tropicana á 3,3 millj. dala

PepsiCo kaupir Tropicana á 3,3 millj. dala Purchase, New York. PEPSICO Inc. hyggst kaupa Tropicana af Seagram Co. Ltd fyrir 3,3 milljarða dollara. Þar með sameinast annað stærsta drykkjarvörufyrirtæki heims og mesti framleiðandi ávaxtasafa í heiminum. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 2913 orð

Rúmlega fjörutíu hlutafélög á Verðbréfaþingi Íslands birta

MARGIR bíða með eftirvæntingu eftir afkomutölum hlutafélaga á Verðbréfaþingi Íslands fyrri hluta ársins. Slík milliuppgjör leiða í ljós hvort áætlanir hafi gengið upp og gefa sterka vísbendingu um rekstur viðkomandi fyrirtækja seinni hluta ársins. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 103 orð

Tímaritasjónvarp í Bretlandi

ÓHÁÐAR sjónvarpsstöðvar í Bretlandi fá að sýna þætti í beinum tengslum við tímarit frá 1. september að sögn eftirlitsyfirvalda. Óháða sjónvarpsráðið í Bretlandi, ITC (Independent Television Commission) mun leyfa rásum 3,4 og 5 að sýna svokallaða "blaðhausa"-þætti, sem munu bera nöfn tímarita og flytja efni er þau gera eða standa kostnað af. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 486 orð

TorgiðTekist á um markaðsgjald

UTANRÍKISRÁÐHERRA skipaði nýverið nefnd til að fjalla um starfsemi Útflutningsráðs Íslands. Nefndina skipa þeir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri íslenskra stórkaupmanna, Þórarinn V. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 142 orð

TæknivalOPIN KERFI hf. ætla að kaupa 34,33% hlut

OPIN KERFI hf. ætla að kaupa 34,33% hlut í Tæknivali hf. af Kaupþingi hf. Með kaupunum verða Opin kerfi stærsti hluthafinn í Tæknivali samkvæmt hluthafaskrá. Ekki fæst uppgefið á hvaða gengi viðskiptin voru, en í gær seldu Sundagarðar og tengdir aðilar Kaupþingi 22% hlut í Tæknivali á genginu 5,20. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 204 orð

Tölvubréf falla eftir hagnaðarviðvörun

BRÉF í tölvufyrirtækinu Computer Associates féllu í verði í gær, þótt fyrirtækið skýrði frá hagnaði í samræmi við spár í Wall Street, því að það varaði við því um leið að draga kunni úr hagnaði á næstu misserum. Lækkun á verði bréfa í CA og fleiri tæknibréfa leiddi til almennari lækkunar á markaðnum. Meira
23. júlí 1998 | Viðskiptablað | 56 orð

Uppboð Seðlabankans Endurhverf verðbréfa

SAMTALS bárust tilboð að fjárhæð 6,1 milljarður króna í endurhverfa verðbréfasamninga á uppboði Seðlabankans á þriðjudag. Á innlausn voru 2,7 milljarðar króna. Uppboðið er haldið samkvæmt reglum um viðskipti Seðlabanka Íslands við lánastofnanir. Lánstími, þ.e. sá tími sem líður þar til bréfin hverfa til fyrri eigenda á ný, er 14 dagar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.