Greinar fimmtudaginn 27. ágúst 1998

Forsíða

27. ágúst 1998 | Forsíða | 262 orð

Flóttafólk frá Kongó komið til Tansaníu

FÓLK á flótta undan hernaðarátökunum í Lýðveldinu Kongó (áður Zaire) er farið að skjóta upp kollinum í Tansaníu, samkvæmt upplýsingum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í gær. Hafa alls um 1.100 manns komið yfir Tanganjíkavatn síðan í byrjun ágúst, en átökin í Kongó brutust út 2. ágúst. Meira
27. ágúst 1998 | Forsíða | 231 orð

Hálf milljón manna flýr heimili sín

FELLIBYLURINN Bonnie náði ströndum Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum síðdegis, að íslenskum tíma, í gær. Auga stormsins var 90 km undan Cape Fear á strönd Norður-Karólínu klukkan sex síðdegis en þá náði vindhraði í borginni Wilmington, við ósa Cape Fear árinnar, 160 km á klukkustund. Meira
27. ágúst 1998 | Forsíða | 389 orð

Háværar kröfur gerðar um afsögn Jeltsín forseta

KREPPAN í Rússlandi ágerðist í gær þegar gengi rúblunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum lækkaði verulega. Lokaði rússneski seðlabankinn tímabundið fyrir skipti á rúblum og Bandaríkjadollurum. Standa stjórnendur bankans gjörsamlega ráðþrota og sögðust ekki lengur geta stutt við bak rúblunnar, en gengi hennar gagnvart þýska markinu féll um fjörutíu prósent í gær. Meira
27. ágúst 1998 | Forsíða | 125 orð

Líbýustjórn "jákvæð"

STJÓRNVÖLD í Líbýu tilkynntu í gær að þau myndu bregðast á "jákvæðan hátt" við áætlun Breta og Bandaríkjamanna um að kalla Líbýumennina tvo, sem grunaðir eru um að hafa staðið að Lockerbie- tilræðinu, fyrir dómstóla í Hollandi. Meira
27. ágúst 1998 | Forsíða | 56 orð

Mæður mótmæla í Alsír

Mæður mótmæla í Alsír ALSÍRSKAR konur gripu til mótmælaaðgerða nærri mannréttindaskrifstofu í Algeirsborg í gær. Mæður héldu á lofti myndum af börnum sínum og skyldmennum, sem saknað er og ekki er vitað hvort eru lífs eða liðin, og kröfðu stjórnvöld skýringa. Meira
27. ágúst 1998 | Forsíða | 80 orð

Verðfall á heimsmörkuðum

HLUTABRÉF á mörkuðum í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu héldu áfram að falla í verði í gær. Þróun efnahagsmála í Japan og Rússlandi létti ekki brún fjárfesta. Dow Jones vísitalan féll um 79 punkta og var 8.523 við lokun í Bandaríkjunum. Í Tókýó seig Nikkei- vísitalan um 1,4%. Í Þýskalandi lækkaði DAX-vísitalan um 2,6%. Norskir bankar héldu í gær áfram að hækka vexti. Meira

Fréttir

27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

25 stærstu útgerðirnar eiga helming kvótans

25 STÆRSTU sjávarútvegsfyrirtæki landsins eiga eftir fiskveiðiáramótin hinn 1. september nk. samanlagt meira en helming heildarkvóta landsmanna. Samanlögð kvótaeign fyrirtækjanna nemur nú 231.721 þorskígildistonni eða 50,45% af heildarkvótanum. Á síðasta fiskveiðiári áttu 25 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin 46,45% af heildarkvótanum. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 112 orð

3.000 hafa látið lífið í Kína

FLÓÐ hafa orðið rúmlega 3.000 manns að bana í Kína það sem af er árinu og valdið fjárhagstjóni er nemur rúmlega 166 milljörðum júan, eða um 1.400 milljörðum króna, að því er kínverska fréttastofan Xinhua greindi frá í gær. Tuttugu og ein milljón hektara lands hefur horfið undir vatn, en alls hafa rúmlega 223 milljónir manna orðið fyrir barðinu á flóðunum. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Akraborg breytt í Sæbjörgu

SKÓLASKIPIÐ Sæbjörg er komið til hafnar í Reykjavík að loknum umfangsmiklum breytingum sem gerðar voru á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri undanfarnar fimm vikur. Að sögn Hilmars Snorrasonar, skólastjóra Sæbjargar, var skipinu breytt úr ferju í skóla. "Þetta er gjörbylting á aðstöðu skólans. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Aukin eftirspurn eftir sérbýli

FRÁ áramótum hefur fasteignaverð hækkað um allt að 12,6% fyrir 110­150 fermetra sérbýli hér á landi og er þá miðað við staðgreiðslu. Magnús Ólafsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, segir að hækkunina megi meðal annars rekja til þess að fólk leiti eftir stærri íbúðum í sérbýli þegar efnahagur batnar. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Árgangur 1963 hittist

GAMLIR nemendur Fella- og Hólabrekkuskóla, árgangur 1963, ætla að halda upp á 20 ára útskriftarafmæli og hittast laugardaginn 5. september í Norðurljósasalnum í Þórshöll og hefst samkoman kl. 19. Á boðstólum verður borðhald og ýmis skemmtiatriði auk diskóteks og er verð 2.700 kr. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Beltin bjarga í Keflavík

HARÐUR árekstur varð við gatnamót Vesturgötu og Hringbraut í Keflavík í gær þegar bifreið var ekið út á Hringbraut án þess að ökumaður hennar virti stöðvunarskyldu. Aðvífandi bifreið sem ekið var eftir Hringbraut lenti af miklu afli í hlið hennar með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumenn voru einir í hvorri bifreið og sluppu ómeiddir og segir lögreglan að það megi þakka bílbeltanotkun. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 216 orð

Bíórás sett á laggirnar

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. hleypir af stokkunum nýrri sjónvarpsrás, Bíórásinni, um mánaðamótin september-október. Eins og nafnið gefur til kynna verður rásin helguð kvikmyndum og er ráðgert að útsendingartími verði því sem næst allan sólarhringinn. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 344 orð

Búist við Bonnie

MILLJÓNIR íbúa við og nærri strönd Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum bjuggu sig undir það versta í gær er fellibylurinn Bonnie stefndi hraðbyri á land, eftir að hafa dregið nokkuð úr ferðinni í fyrrinótt. Vindhraði í bylnum síðdegis í gær var um 185 km á klukkustund. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 309 orð

Ekkert fullyrt um ábyrgð

SÉRFRÆÐINGAR frá bandarísku Alríkislögreglunni, FBI, sem aðstoðuðu við rannsókn sprengjutilræðanna við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu fyrr í mánuðinum, héldu í gær til Höfðaborgar í Suður-Afríku til að aðstoða yfirvöld þar við að leita uppi þá sem stóðu að baki sprengjutilræði í veitingastaðnum "Planet Hollywood" í fyrrakvöld. Tveir létust og 27 slösuðust. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 428 orð

Ekki ný bóla hjá menningarstofnun

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir þrjú verk á komandi leikári og sagði Trausti Ólafsson leikhússtjóri að ákveðið hefði verið að fara þá leið m.a. í erfiðri fjárhagsstöðu félagsins. "Mér finnst þó nokkuð myndarlega að verki staðið að setja upp þrjú verk. Það hefur verið vandað mjög til vals á þessum þremur verkum og í raun er um frumsýningu á þeim að ræða hérlendis í einum eða öðrum skilningi. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fánum stolið frá Ástjörn Vanvirðing og mikið tjón

ÞREMUR fánum var stolið frá sumarheimilinu Ástjörn aðfaranótt laugardags síðastliðins, færeyska fánanum, þeim íslenska og sérstökum Ástjarnarfána. Bogi Pétursson, forstöðumaður Ástjarnar til 52 ára, biður þjófana vinsamlegast um að skila fánunum. "Þetta eru dýrir fánar og mér finnst verst sú vanvirða sem okkur var sýnd með þessu háttalagi. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Flogið með dýran rallbíl RALLKAPPARNIR Hjörtur P. Jónsson og

Flogið með dýran rallbíl RALLKAPPARNIR Hjörtur P. Jónsson og Ísak Guðjónsson fengu glænýjan Toyota Corolla rallbíl í hendurnar í gær frá Englandi, sem sérsmíðaður var fyrir íslenskar aðstæður. Bílinn á að nota í alþjóðarallinu í næstu viku og því þurfti að fljúga með bílinn, sem metinn er á liðlega 10 milljónir króna, til að hann næði í tæka tíð frá Englandi. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 215 orð

Flóttafólk frá Kosovo geti snúið heim

FJÖLDI flóttafólks í Kosovo-héraði kemur í veg fyrir að friðarumræður geti hafist, að sögn vestrænna stjórnarerindreka. Peter Ricketts, háttsettur embættismaður í breska utanríkisráðuneytinu, og Gerhard Jandl, sem fer fyrir vinnuhópi Evrópusambandsins (ESB) um ástandið á Balkanskaga, hittu Ibrahim Rugova leiðtoga Kosovo-Albana að máli í gær. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Fulltrúi Kvennalista segir viðræður á viðkvæmu stigi

GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, fulltrúi Kvennalista í viðræðum um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna, sagði eftir fund með fulltrúum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í gær, að viðræðurnar væru á viðkvæmu stigi. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, sagði að fundurinn hefði verið mjög góður. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Fyrirlestur um vistmenningu

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Sólheima stendur fyrir kynningu, sunnudaginn 30. ágúst, á vistmenningu þar sem Graham Bell, alþjóðlegur permaculture-kennari mun halda fyrirlestur kl. 15­17 í íþróttaleikhúsi Sólheima. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fæðingardeild Landspítalans 210 börn hafa fæðst í ágús

Í GÆR höfði fæðst 210 börn á fæðingardeild Landspítalans það sem af er ágúst en búist var við óvenju mörgum fæðingum í þeim mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildinni er enn von á um 30 fæðingum fram til mánaðamóta samkv. sónarmælingum en auk þess má gera ráð fyrir milli 20 og 30 fæðingum kvenna af landsbyggðinni. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 276 orð

Gistirými fullbókuð vegna komu Keikós

GISTIRÝMI í Vestmannaeyjum eru fullbókuð vegna komu háhyrningsins Keikós hinn 10. september en hefðbundin gistirými eru milli 250 og 300. Endanlegar tölur um þátttöku fjölmiðla liggja þó ekki fyrir fyrr en í vikulokin, að sögn Guðlaugs Sigurgeirssonar, upplýsingafulltrúa Keiks ehf. sem sér um að undirbúa komu Keikós fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Meira
27. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 220 orð

Grettishátíð í Miðfirði

Grettishátíð í Miðfirði Hvammstanga-Um síðustu helgi var haldin Grettishátíð og Hálandaleikar í Miðfirði. Þetta var síðasta atriði Bjartra nátta, héraðshátíðar Vestur-Húnvetninga á þessu sumri. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 597 orð

Gætu fengið aukið framlag úr Jöfnunarsjóði

VERÐI reglum um framlög sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ekki breytt geta sveitarfélög sem gert hafa sérsamninga við grunnskólakennara fengið aukið framlag úr Jöfununarsjóðnum, sem aftur getur leitt til þess að framlög til annarra sveitarfélaga skerðist. Stjórn sjóðsins vinnur nú að tillögum sem koma í veg fyrir þetta. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 505 orð

Hálf öld frá fyrsta flugi Loftleiða til Ameríku

HÁLF öld er nú liðin frá því Loftleiðir námu land í Norður-Ameríku með fyrsta flugi sínu til New York 26. ágúst 1948. Flugið milli Ameríku og Evrópu varð burðarásinn í rekstri Loftleiða sem Flugleiðir tóku síðan við. Flugstjóri í fyrstu ferðinni var Alfreð Elíasson og flugmaður Kristinn Olsen. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hlaut 7 milljónir í Heita pottinum

Í fyrradag var dregið hjá Happdrætti Háskólans úr Heita pottinum. Hæsti vinningur kom á miða númer 40877. Í því númeri var seldur trompmiði. Eigandi miðans var Hafnfirðingur sem fékk í sinn hlut 6.935.000 kr. Eigandi miðans hafði átt einfaldan miða í sama númeri í eitt ár, en fékk sér trompmiða um síðustu áramót. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Iðnaðarnefnd á ferð um Norðurland IÐNAÐARNEFND Alþingis

Iðnaðarnefnd á ferð um Norðurland IÐNAÐARNEFND Alþingis var á ferð um Norðurland í gær og fyrradag og skoðuðu nefndarmenn fyrirtæki í Skagafirði og á Akureyri. Einnig var fyrirhugað virkjunarsvæði við Jökulsá skoðað, þar sem Hákon Aðalsteinsson frá Orkustofnun kynnti virkjunarkosti í Skagafirði. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 442 orð

Íbúar í sveitarfélögum verði ekki færri en 800

LÖGÐ hefur verið fram tillaga á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um að skorað verði á stjórnvöld að breyta ákvæði sveitarstjórnarlaga, sem kveður á um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi. Tillagan gerir ráð fyrir að lágmarksfjöldinn verði hækkaður úr 50 í 800­1.000. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Kanadísk söngkona og tríó

KANADÍSKA söngkonan Tena Palmer og tríó skipað hljóðfæraleikurum úr íslenska djasslandsliðinu sjá um sveifluna á síðasta heita fimmtudegi Listasumars í Deiglunni í kvöld kl. 21.30. Það er Jazzklúbbur Akureyrar sem stendur að vanda fyrir þessum djasstónleikum og er aðgangur ókeypis. Hróður Tenu Palmer sem djasssöngkonu hefur borist víða. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 307 orð

Kaupmáttur nú nærfellt sá sami og 1987­88

KAUPMÁTTUR launa er nú nærfellt orðinn sá sami og hann varð hæstur fyrir tíu árum á árunum 1987 og 1988, samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Þá varð kaupmátturinn að meðaltali 116,4 stig á árinu 1987 og 116,5 stig að að meðaltali á árinu 1988, en kaupmátturinn í júlí síðastliðnum var 115, Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Kveikt á löggæslumyndavélum í miðborginni

KVEIKT verður á löggæslumyndavélum í miðborginni í september og er gert ráð fyrir að þær verði komnar að fullu í gagnið í október eða nóvember, segir Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykjavíkur. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Kærðir fyrir hraðakstur

KÓPAVOGSLÖGREGLAN kærði 11 ökumenn fyrir hraðakstur í gær. Þá var starfsmaður vélsmiðjunnar Klaka við Hafnarbraut í Kópavogi fluttur á slysadeild. Hann hafði slasast á hendi er hann vann við færiband. Meiðsl hans voru minniháttar. 11 ára stúlka var flutt á slysadeild með handleggsbrot eftir að hafa dottið af reiðhjóli í Hrauntungu í Kópavogi. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Landssíminn býður símaþjónustu um Netið LANDSSÍM

LANDSSÍMINN lækkar símtöl til Bandaríkjanna um 13% 4. september nk. Kostar mínútan á dagtaxta þá 47 kr. í stað 54 kr. Verð á næturtaxta, frá 23 á kvöldin til 8 á morgnana, helst óbreytt, 40,50 kr. Síðar á árinu hyggst Landssíminn bjóða upp á símaþjónustu um Netið. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

LEIÐRÉTT Rangt farið með nafn

RANGT var farið með nafn nýs leiðbeinanda á Brian Tracy námskeiði á Íslandi í blaðinu á þriðjudag. Leiðbeinandinn heitir Jóna Björg Sætran. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Sumarleikur lottósins Í FRÉTTATILKYNNINGU sem birtist á bls. 39 í gær var sagt frá afhendingu á Lottóbíl. Meira
27. ágúst 1998 | Miðopna | 1876 orð

Listin getur verið stór atvinnuvegur

Safnið er til húsa í Grófargili í Kaupvangsstræti, þar sem Mjólkursamlag KEA var áður. Starfsemin er í þremur sýningarsölum og tveimur klefum sem nýta má til sérhæfðs sýningarhalds. Haraldur Ingi Haraldsson hefur verið forstöðumaður frá upphafi en hann kom til starfa í apríl 1993 og tók þátt í undirbúningi að opnun safnsins. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 217 orð

Læknafélagið harmar orð forsætisráðherra Seg

STJÓRN Læknafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun, þar sem hún harmar þau ummæli Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, að viðkvæmra persónuupplýsinga í vörslu lækna sé gætt af ábyrgðarleysi og að þær liggi óvarðar og aðgengilegar óviðkomandi aðilum. Ekki náðist í forsætisráðherra í gær en í fréttum Ríkisútvarpsins sagði hann ályktunina þóttafulla og að hann stæði við hvert orð. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 323 orð

Lönduðu kolmunna fyrir 20 milljónir

Lönduðu kolmunna fyrir 20 milljónir UM 850 tonnum af frystum kolmunna var landað úr Gardari EA á Reyðarfirði í gær. Auk þess var um 450 tonnum af kolmunna landað til bræðslu úr skipinu. Áætla má að verðmæti aflans sé hátt í 20 milljónir króna. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 706 orð

Málefni grunnskólans eru helsta forgangsverkefnið

ÞESSA dagana stendur yfir sextánda landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í Íþróttahöllinni á Akureyri. Öll sveitarfélög landsins eiga aðild að sambandinu en þau eru nú 124 talsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Laufáskirkju sunnudaginn 30. ágúst kl. 14.00. Sérstök stund fyrir börnin verður í messunni. Messukaffi við Gamla-bæinn að lokinni messu. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöldið 30. ágúst kl. 21.00. Sóknarprestur. Meira
27. ágúst 1998 | Landsbyggðin | 568 orð

Mikilvægt að nálgast tóbaksnotendur á nýjan hátt

Egilsstaðir-"Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvörnum" var yfirskrift ráðstefnu um tóbaksvarnir sem haldin var á Egilsstöðum. Hvatinn að ráðstefnunni var sá, að sögn Þuríðar Backman, fræðslufulltrúa Krabbameinsfélags Íslands, að tíðni tóbaksreykinga meðal fullorðinna hefur staðið í stað undanfarin ár og aukist hjá ungu fólki, sérstaklega hjá stúlkum. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 210 orð

Minningartónleikar Kristjáns Jóhannssonar á Akureyri

Minningartónleikar Kristjáns Jóhannssonar á Akureyri Diddú og Jóna Fanney syngja með Kristjáni SIGRÚN Hjálmtýsdóttir óperusöngkona mun syngja með Kristjáni Jóhannnssyni óperusöngvara á tónleikum í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 10. október nk. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 147 orð

Morðið á King rannsakað betur JANET Reno

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað nýja rannsókn á morðinu á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King, að ósk fjölskyldu hans. Nýjar vísbendingar hafa komið fram sem benda til þess að James Earl Ray, sem fundinn var sekur um morðið á King, hafi ekki verið einn að verki í Memphis í Tennessee í apríl 1968. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Morgunblaðið/Björn Gíslason Skyldi gefa á sjó?

Morgunblaðið/Björn Gíslason Skyldi gefa á sjó? SKYLDI gefa á sjó í dag? gæti Baldur Þorsteinsson verið að hugsa, þar sem hann lítur út um gluggann í verbúð sinni niðri á Skipatanga á Akureyri. Baldur á þar trillu og fer annað slagið á sjó. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Mýflug hyggur á flug til Húsavíkur

FLUGFÉLAGIÐ Mýflug hefur tilkynnt að það muni hefja áætlunarflug milli Húsavíkur og Reykjavíkur 1. september nk. Hjá skrifstofu Mýflugs í Reykjahlíð við Mývatn fengust þær upplýsingar að flogið verði tvisvar á dag mánudaga, miðvikudaga og laugardaga og einu sinni á dag sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Opinn hringmiði mun kosta 10.530 kr. en sérstakur afsláttarmiði 8.730 kr. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1128 orð

Of fáir kennarar útskrifaðir Sá kennaraskortur sem nú blasir við í grunnskólunum Reykjavíkur er mest áberandi hvað varðar

Kennara hefur ekki skort í Reykjavík svo nokkru nemi árum og áratugum saman fyrr en nú, segir Gerður G. Óskarsdóttir. Ástæður skortsins segir hún vera lengingu skóladagsins, samkvæmt grunnskólalögunum frá 1995, Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 151 orð

Olíuráðherrar Færeyja og Bretlands funda

FÆREYINGAR og Bretar héldu í gær fund um olíumál, þar sem hvorir tveggja eiga mikilla hagsmuna að gæta, og var þetta í fyrsta sinn sem æðstu ráðamenn þjóðanna í þessum málaflokki hittast. Boðaði John Battle, olíumálaráðherra Bretlands, Eyðun Elttør, olíumálaráðherra Færeyja, á sinn fund í tengslum við olíumálaráðstefnu sem haldin er í Stafangri í Noregi. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 320 orð

Óbilandi trú á SÞ

Óbilandi trú á SÞ CLAIBORNE Pell, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, var á ferð hér á landi í síðustu viku, en Bandaríkjaforseti útnefndi hann nýverið varafulltrúa Bandaríkjanna á 53. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem kemur saman í næsta mánuði og situr fram í desember. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 245 orð

Ófrjósemisaðgerðir framkvæmdar á þroskaheftum

Ófrjósemisaðgerðir framkvæmdar á þroskaheftum Sidney. The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Ástralíu viðurkenndu á mánudag að ófrjósemisaðgerðir, sem ekki hafði fengist leyfi fyrir, hefðu verið framkvæmdar á yfir 200 þroskaheftum stúlkum á árunum 1992 til 1997. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 207 orð

Pólverjar tilbúnir árið 2002

PÓLVERJAR hyggjast vera búnir undir aðild að Evrópusambandinu fyrir árslok 2002. Þetta sagði utanríkisráðherra Póllands, Bronislaw Geremek, á blaðamannafundi í Alpbach í Austurríki. Austurríska dagblaðið Der Standard hefur eftir Geremek, að stjórn- og efnahagskerfi Póllands geti verið að hans mati búin að uppfylla öll sett skilyrði fyrir ESB- aðildinni fyrir þennan tíma. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 162 orð

Ráðherrastóll til Djúpavogs

FORSETI Alþingis, Ólafur G. Einarsson, afhendir menningarmiðstöðinni í Löngubúð á Djúpavogi ráðherrastól, sem áður var í þingsal, til varðveislu við athöfn sem fer fram laugardaginn 29. ágúst nk. og hefst kl. 14. Ákvörðun um þetta efni var tekin af forsætisnefnd Alþingis. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Ríkið í fatahreinsun?

ÞERNAN fatahreinsun, Hafnarbraut 7 á Dalvík, átti lægra tilboðið af þeim tveimur sem bárust í rekstur vínbúðar fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í bænum. Þernan bauðst til að reka vínbúðina í húsnæði sínu fyrir 3,4 milljónir en inn í þeirri tölu er húsaleiga, launakostnaður og rekstur. Hitt tilboðið var frá Kaupfélagi Eyfirðinga og hljóðaði upp á 5,8 milljónir króna. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 342 orð

Schäuble segir Kohl geta hætt fyrir lok kjörtímabils

VERA kann að Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, muni ekki sitja út allt næsta kjörtímabil, nái hann endurkjöri í kosningunum til Sambandsþingsins eftir mánuð. Þetta sagði Wolfgang Schäuble, þingflokksformaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks kanzlarans, í viðtali sem útdráttur var birtur úr í gær. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

S-E-bankinn bíður svars íslenskra stjórnvalda

"VIÐ vorum ánægðir með þær viðræður sem við áttum við íslenska ráðamenn," segir Lars Gustafsson aðstoðarbankastjóri S-E-bankans sænska, "og bíðum nú eftir að heyra frekar frá þeim." Hann segir sænska bankann eftir sem áður mjög áhugasaman um kaup á hluta í Landsbankanum, en hins vegar skipist veður skjótt í lofti og erfitt sé að spá fyrir um hvernig málin þróist almennt. Meira
27. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 203 orð

Segja almenning vilja frið

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti Bertie Ahern, írskan starfsfélaga sinn, í smábænum Cong á vestanverðu Írlandi í gær og ræddu þeir um nýja löggjöf gegn hryðjuverkahópum sem send verður fyrir írska og breska þingið í næstu viku. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 207 orð

Sérkennilegt dufl rekur á land á Ströndum

UM 20. júlí rak dufl upp undir Ávíkina austanverða í Trékyllisvík og var Landhelgisgæslu tilkynnt um það og kom varðskip fljótlega að skoða duflið en gat lítið athafnað sig vegna þess hve slæmt var í sjóinn. Varðskipsmenn töldu samt að þetta væri viðlegudufl fyrir skip úti á fjörðum. Nú fyrir stuttu rak duflið upp í fjöru og fór fréttaritari að skoða það og mynda. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Skeiðará komin í farveg sem hún hefur ekki runnið í síðan 1960

Skeiðará komin í farveg sem hún hefur ekki runnið í síðan 1960 Reisa þarf nýjan varnargarð RENNSLI Skeiðarár hefur breyst að undanförnu. Kemur áin nú undan Skeiðarárjökli við Jökulfell og einnig nokkru vestar og rennur þar í vesturfarveg sinn sem hún hefur ekki gert síðan rétt eftir 1960 nema í hlaupum. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 450 orð

Skuldir hafa aukist um 4 milljarða síðan 1994

ÁÆTLAÐ er að heildarskuldir sveitarfélaganna verði í ár 40,8 milljarðar og hafa þær hækkað um 4 milljarða á fjórum árum. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna hefur þó batnað á þessum árum og hefur afgangur 50 stærstu sveitarsjóða landsins til fjárfestinga eftir rekstur málaflokka hækkað úr 3,3 milljörðum árið 1994 í 6,9 milljarða í ár. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 568 orð

Slysavarnafélag Íslands undirbýr öryggiskerfi í fiskiskipum

Á VEGUM Slysavarnafélags Íslands er nú unnið að þróun öryggiskerfis. Með því er ætlunin að koma á skipulegum vinnubrögðum í slysavörnum um borð í fiskiskipum. Árin 1984 til 1997 urðu á bilinu 415 til 630 slys á sjómönnum árlega og segir Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélags Íslands, að þessi slys kosti þjóðfélagið milljarða króna. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Stangveiði á mbl.is NÚ má finna allar helstu u

NÚ má finna allar helstu upplýsingar um stangveiði á Fréttavef Morgunblaðsins. Vefurinn skiptist í efnisþættina laxveiði, silungsveiðiár, vatnaveiði, sjóbirtingur, sjóbleikja, hálendisveiði, ísdorg, strandveiði og sjóstangaveiði. Hverjum efnisþætti er síðan skipt niður landfræðilega í Suðvesturland, Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland og Suðurland. Innan hvers landsvæðis má síðan sjá Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Tilbúnir í "franskar aðgerðir"

LANDSSAMBAND vörubifreiðarstjóra hefur mótmælt harðlega hækkunum sem orðið haf á bifreiðagjaldi undanfarin ár. Í ályktun landssambandsins segir að sérstaklega sé mótmælt þeirri 80-100% hækkun sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Tillaga um úreldingu felld á hlutafélagsfundi

HLUTHAFAFUNDUR í Slátursamlagi Skagfirðinga hf. felldi í fyrrakvöld tillögu stjórnar um að hætt skyldi slátrun á vegum félagsins og gengið að tilboðum Búnaðarbankans og Kaupfélags Skagfirðinga um úreldingu sláturhúss félagsins á Sauðárkróki. Stjórn slátursamlagsins sagði þá af sér og nýir menn kjörnir. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 215 orð

Tímabundin friðun helsingja á nýjum varpstöðvum

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur breytt reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum í því skyni að friða varpstofn helsingja í Austur-Skaftafellssýslu. Helsingi hefur viðkomu á Íslandi til og frá varpstöðvum á Grænlandi og víðar en hann hefur þar til nýlega ekki talist til varpfugla hér á landi. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Tíu umsóknir bárust

TÍU umsóknir bárust um starf hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands en undir hann heyrir rekstur hafnanna á Akureyri, Grenivík og Hjalteyri. Umsækjendur eru: Benedikt Guðmundsson byggingatæknifræðingur, Ellert Guðjónsson stýrimaður, Örn Gunnlaugsson iðnrekstrarfræðingur, Jóhann Gunnar Jóhannsson rekstrartæknifræðingur, Hörður Böndal byggingaverkfræðingur, Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Tæplega 12% hækkun á áskrift að Stöð 2

ÁSKRIFTARGJALD þeirra sem kaupa Stöð 2 hluta úr ári hækkar um mánaðamótin um tæp 12% á mánuði, fer úr 3.350 kr. í 3.750 kr. Jafnframt hækkar áskrift þeirra sem kaupa Stöð 2 allt árið um 100 krónur, eða um tæp 3%. Áskriftin fer úr 3.350 kr. í 3.450 kr. Meira
27. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Töðugjöld, grísaveisla og tónleikar

"AF engjunum heim", er yfirskrift skemmtikvölds sem haldið verður í stóru tjaldi við Blómaskálann Vín í Eyjafjarðarsveit nk. laugardagskvöld. Þar verða töðugjöld, grísaveisla og tónleikar með hinni landsfrægu hjómsveit Mannakorn. Dagskráin hefst með grísaveislu að hætti Vínardrengja kl. 19.00 og síðan munu Ingi á Uppsölum ásamt Vínarmeyjum bregða á leik með söng og hljóðfæraleik. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Um 80% sjómanna finna fyrir sjóveiki

Í KÖNNUN meðal 500 sjómanna á aldrinum 17­66 ára kom fram að 80% þeirra eru sjóveikir, flestir þegar þeir eru í fyrsta sinn á sjó en margir þegar veður er slæmt. Helmingur af þessum hópi hefur verið lengi á sjó. Þá þjást um 29% sjómanna af sjóriðu. Þetta kom fram í máli Hannesar Petersen læknis á norrænu ráðstefnunni um slys og veikindi á sjó sem lauk í Reykjavík í gær. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ungt fólk ræðir psoriasis

UNGLIÐAHÓPUR norrænu psoriasissamtakanna PSO-UNG heldur ráðstefnu hér helgina 28.­30. ágúst nk. Auk íslensku þátttakendanna eru þátttakendur frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík en þátttakendur byrja á að fara í Bláa Lónið á föstudeginum og kynna sér meðferðina sem þar er veitt. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Vefjagigtarnámskeið Gigtarfélagsins

GIGTARFÉLAG Íslands heldur námskeið um vefjagigt þriðjudagskvöldin 1., 8. og 15. september. Námskeiðið er frá kl. 20 og stendur til kl. 22 hvert kvöld. Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari fjallar um vefjagigt og leiðir til bættrar heilsu. Meira
27. ágúst 1998 | Miðopna | 1248 orð

Vinnur með borgurum að auknu öryggi

Dómsmálaráðherra hefur sent lögreglustjóranum í Reykjavík minnisblað þess efnis að frá og með 1. október næstkomandi verði sett á laggirnar sérstakt reynsluverkefni til að útfæra hér á landi þær hugmyndir sem unnið er eftir við skipulag grenndarlöggæslu í ýmsum löndum. Meira
27. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 445 orð

Ytri-Rangá dalaði og lifnaði

"VEIÐIN datt grunsamlega niður fyrir viku. Ég var staddur fyrir austan, við Breiðdalsá, og leið ekki vel yfir fréttunum sem ég fékk að heiman," sagði Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri-Rangár, í samtali við Morgunblaðið í gær, en veiði dalaði mjög í ánni. Meira

Ritstjórnargreinar

27. ágúst 1998 | Staksteinar | 255 orð

»Orkuuppbygging á Austfjörðum "Í MÍNUM huga og minna samstarfsmanna

"Í MÍNUM huga og minna samstarfsmanna hér eystra," segir Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar, "skiptir miklu máli að ákvarðanir um virkjun og orkufrekan iðnað verði teknar sem fyrst." Forsenda breytinga í byggðaþróun Meira

Menning

27. ágúst 1998 | Tónlist | 479 orð

Að losna úr álögum samspilsins

Kristjana Helgadóttir og Dario Macaluso fluttu verk eftir J.S. Bach, Giuliani, Þorkel Sigurbjörnsson og Piazzolla. Þriðjudagurinn 25. ágúst, 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á lútusvítu nr. 2 eftir J.S. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 542 orð

AÐ TRÚA EÐA TRÚA EKKI Á ÁLFA

Í HARTNÆR heila öld hafa börn og ýmsir fullorðnir svarað bæn ævintýrapersónunnar Péturs Pan um björgun blómálfsins með dynjandi fagnaðarlátum í kvikmyndahúsum og leikhúsum um allan heim þar sem sagan um Pétur Pan hefur verið sett á svið, en spurningin er hvað gerist þegar trúin á blómálfa verður að veruleika í heimi raunveruleikans. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 405 orð

Andrés og Vestfirðingar sterkastir

"SJÁÐU þessar hendur!" hrópar Magnús Ver Magnússon og bendir á förunaut sinn, Andrés Guðmundsson. Kraftajötnarnir hlamma sér niður á stóla með tilheyrandi braki og brestum og eins gott fyrir blaðamann að haska sér til þeirra með blað og blýant og byrja að krota. Hálandaleikunum lauk um helgina í Hafnarfirði og var keppnin æsispennandi. Andrés Guðmundsson bar sigur úr býtum. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 630 orð

Argentínskir taktar við Tjörnina

HÓPURINN Le Grand Tangó sem kom fram í Loftkastalanum á Listahátíð 1996 verður með nýja dagskrá tangótónlistar í Iðnó, 28. og 30. ágúst. Á morgun, föstudag, verða tvær sýningar og hefst fyrri sýningin kl. 20.30 en sú síðari kl. 23.30. Þriðja sýningin, á sunnudag, hefst kl. 20.30. Að sýningunni standa sjö tónlistarmenn og tveir dansarar. Meira
27. ágúst 1998 | Bókmenntir | 841 orð

Austfirsk ætt

Niðjatal Richards Long, verslunarstjóra í Reyðarfjarðarkaupstað, Þórunnar Þorleifsdóttur og Kristínar Þórarinsdóttur. Ritstjóri: Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 1998, I.­III. bindi, 1.618 bls. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 246 orð

DiCaprio aldrei vinsælli

NEKTARMYNDIR af Leonardo DiCaprio munu birtast í októberhefti Playgirl sem kemur í bókabúðir 8. september. Hann lagði sem kunnugt er út í málaferli til að reyna að koma í veg fyrir birtingu myndanna en komst svo að samkomulagi við tímaritið og var aldrei gefið upp hvað í því fólst. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 420 orð

Ekki dæmigerð Hollywood leikkona

LEIKKONAN Marisa Tomei fékk Óskarsverðlaun árið 1992 fyrir aukahlutverk í myndinni "My Cousin Vinnie" og bjuggust margir við glæstum frama hennar. Þrátt fyrir að hafa leikið í nokkrum kvikmyndum og á sviði þarf Tomei reglulega að útskýra fyrir aðdáendum sínum að hún sé ekki öll. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 489 orð

Hollenskur andi á Selfossi SELFYSSIN

SELFYSSINGAR héldu nýlega djass- og blúshátíð á Hótel Selfossi, þar sem margur góður tónlistarmaðurinn gaf frá sér fögur hljóð. Hollenskur andi sveif yfir vötnunum á djasskvöldinu þar sem þau sem fóru fyrir hljómsveitunum eru öll við djasstónlistarnám þar í landi. Fyrst lék Hljómsveit Natasza Kuran. Natasza er pólsk söngkona með létta og ljúfa rödd. Meira
27. ágúst 1998 | Myndlist | 452 orð

Íslenskir steinar

Opið frá 12 til 18 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 30. ágúst. KRISTÍN Guðjónsdóttir sýnir í Gerðarsafni verk sem hún hefur unnið úr íslenskum steinum og málmi. Á Íslandi er grjót líklega hversdagslegasti efniviður sem listamaður gæti valið sér og sá aðgengilegasti; Íslendinga mun líklega seint skorta steina. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 101 orð

"Kvöldkaffi" í Kaffileikhúsinu

SÍÐUSTU tónleikana í Sumartónleikaröð Kaffileikhússins heldur Hulda B. Garðarsdóttir fimmtudaginn 27. ágúst kl. 21 . Á efnisskrá Huldu verða íslensk og ensk sönglög, þýsk ljóð og fleira. Hulda Björk lauk í vor prófi frá Royal Academy of Music í London., þaðan sem hún lauk prófi nú í vor. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 90 orð

Listmunauppboð Gallerís Borgar

GALLERÍ Borg heldur listmunauppboð sunnudaginn 30. ágúst. Uppboðið fer fram í Síðumúla 34 og hefst kl. 20.30. Um 120 verk verða boðin, flest eftir Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Svavar Guðnason, Finn Jónsson, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Scheving, Sigurjón Ólafsson, Kristján Davíðsson og Karl Kvaran. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 468 orð

Marilyn Monroe leysist upp í duft

"AÐ HALDA Marilyn í örmum sér er eins og að halda á fornrómverskum vasa. Maður verður að vera varkár. Annars leysist hann upp í duft í höndunum á manni," segir John F. Kennedy Bandaríkjaforseti við Frank Sinatra þar sem þeir eru á siglingu úti í buskanum. "Hörundið á henni er eins og..." heldur forsetinn áfram og Frank botnar: "rafmagnað silki." Og samtalið heldur áfram. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 122 orð

Marteinn H. Friðriksson leikur á hádegistónleikum

MARTEINN H. Friðriksson dómorganisti í ReykjavíkÍ leikur á orgel Hallgrímskirkju í hádeginu á fimmtudaginn. Tónleikarnir hefjast klukkan tólf og á efnisskrá eru verk eftir Mendelssohn, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Marteinn H. Friðriksson gegnt stöðu dómorganista í Reykjavík frá 1978. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 1104 orð

Naglasúpa á krossgötum

FRÁ HAIFA liggur leiðin inn í Galíleu og þar um Jezreeldal. Í þessum dal, sem nú er frjósöm sveit með bagga í túnum, hefur mörg orrustan verið háð og fara af þeim miklar sögur. En þó er sú mesta eftir, úrslitaorrustan, þar sem gott og illt tekst á við Armageddon, en sá staður er um miðjan dal. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 102 orð

Nýjar bækur Grunnatriði safnastar

Grunnatriði safnastarfs er í þýðingu Helga M. Sigurðssonar. Höfundar bókarinnar eru Timothy Ambrose og Crispin Paine. Bók þessi var fyrst gefin út af Alþjóða safnaráðinu (ICOM) í samstarfi við Routledge-forlagið árið 1993. Þetta er fyrra hefti bókarinnar og fjallar það um þjónustu, sýningar og safngripi. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Síðustu sýningar

SÍÐUSTU sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights á þessu sumri í Tjarnarbíói verða í kvöld, annað kvöld og laugardagskvöld. Á efnisskrá eru 17 atriði. Draugar, forynjur og margskonar kynjaverur koma við sögu, einnig er á dagskrá þjóðsögur. Íslensk tónlist er leikin og þjóðdansar sýndir. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 170 orð

Skemmtilegar skvísur á Astró ÞAÐ ER marg

ÞAÐ ER margt sem skemmtistaðirnir taka upp á til skemmta gestum sínum með. Nýlega bauð Astró nokkrum ungum konum að koma á staðinn og prófa nokkra vindla sem eru nú til sölu þar. "Við vildum bjóða stelpunum og kynna þeim almennilega vindla og gáfum þeim nokkra kúbanska dömuvindla sem eru alls ekki svo dýrir miðað við marga aðra vindla sem við höfum til sölu," segir Einar Bárðason, Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 71 orð

Sýningum lýkur Listasafn Árnesinga

SÝNINGUM Þorbjargar Höskuldsdóttur, Detel Aurand og Luigino Valentin á efri hæð í Listasafns Árnesinga lýkur sunnudaginn 30. ágúst. Hildur Hákonardóttir verður í safninu á sunnudaginn kl. 16. og leiðir fólk um sali, talar um myndirnar og útskýrir þessi sjónarmið. Á neðri hæð safnsins stendur yfir samsýning sjö listamanna, tengd Dulrænum dögum Sálarrannsóknafélags Suðurlands. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 254 orð

Ungt og efnilegt tónlistarfólk

ÞRJÁR ungar stúlkur á aldrinum 16­20 ára, héldu sína fyrstu sjálfstæðu tónleika á Húsavík fyrir skömmu, fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Stúlkurnar eru Lára Sóley Jóhannsdóttir og Gunnarsdæturnar Jóhanna og Sigurveig. Lára Sóley leikur á fiðlu og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit æskunnar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 239 orð

Vann meiðyrðamál gegn "vini" Elvis

PRISCILLA Presley vann á dögunum meiðyrðamál sem hún höfðaði gegn manni sem fullyrti að hann hefði átt í ástarsambandi með leikkonunni áður en hún giftist sjálfum rokkkónginum Elvis Presley árið 1967. Dómarinn í málinu úrskurðaði svo að Currie Grant skyldi greiða Presley 75 þúsund dollara í skaðabætur en dómarinn hafði áður vísað gagnmálsókn Grants. Meira
27. ágúst 1998 | Menningarlíf | 68 orð

Vilborg sýnir í Sólskálanum

VILBORG Eggertsdóttir opnaði myndlistarsýningu í Sólskálanum í Búðardal fyrir skömmu og er þetta jafnframt fyrsta einkasýning hennar. Á sýningunni eru 43 verk unnin á síðastliðnum fjórum árum, olíu-, pastel- og vatnslitamyndir. Vilborg hefur stundað nám hjá ýmsum listamönnum, í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og í Myndlistarskóla Kópavogs. Sýningin stendur til 13. Meira
27. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 708 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

27. ágúst 1998 | Aðsent efni | 922 orð

Óánægja Íslenska járnblendifélagsins hf.

Í GREIN í Morgunblaðinu hinn 26. þ.m. lýsir framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins óánægju sinni með framkomu Landsvirkjunar gagnvart félaginu í tengslum við þá erfiðleika sem orkubúskapur landsmanna á nú við að etja sökum vatnsskorts, Meira
27. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1002 orð

Rafræn viðskipti

ENGINN vafi leikur á að rafræn viðskipti eru á góðri leið með að bylta hefðbundnum viðskiptaháttum. Viðteknar viðskiptavenjur breytast, milliliðum fækkar, viðskiptakostnaður minnkar, nánara samband ríkir á milli fyrirtækja og neytenda og nýir markaðir og vörur spretta upp. Meira
27. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

UPPHAFSORÐ Davíðs Stefánssonar í ljóðinu Hvöt bera þess merki að á hverjum tíma sé að finna menn sem horfi skarpskyggnum augum til samtíðar sinnar og dreymi stolta drauma eldhugans: "Nú eru fornar hetjur horfnar, sem hugsuðu djarfast og unnu þarfast; sem allar sungu á einni tungu ástarljóð til frjálsrar þjóðar. Meira

Minningargreinar

27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 187 orð

Anna Sigríður Bragadóttir

Elsku Anna Sigga. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farin og við munum aldrei sjá þig oftar eða heyra brandarana sem við gátum alltaf hlegið að, jafnvel þótt þeir væru um okkur sjálfar. Það var sama þótt þú værir orðin mjög veik, aldrei heyrðist þú kvarta né kveina. Þú gast alltaf hlegið að öllu og tekið þátt í því sem við gerðum, þú varst alltaf svo dugleg. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 182 orð

Anna Sigríður Bragadóttir

Hún Anna Sigríður, bróðurdóttir mín, er látin. Hún barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm. Ég mun alltaf minnast Önnu Siggu sem litlu frænku með spékoppana sína, oftast brosandi og hlæjandi. Hún var einlæg og með mikla kímnigáfu. Þess vegna var óvenju gaman að segja henni brandara og svo fékk maður alltaf að heyra nokkra fyrir hvern brandara sem maður sagði henni. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 168 orð

Anna Sigríður Bragadóttir

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin... (Tómas Guðm.) Elsku Anna. Nú er aðeins liðið ár frá því að við hittum þig fyrst og hafa þær stundir sem við áttum orðið alltof fáar. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 153 orð

Anna Sigríður Bragadóttir

Ástkær vinkona okkar, Anna Sigríður Bragadóttir. Nú skilur leiðir okkar fyrr en okkur grunaði. Við fáum víst aldrei að líta framar þitt bjarta bros, að minnsta kosti ekki í þessu lífi. En við eigum fullt af minningum sem við getum lifað með, sérstaklega úr skólanum þar sem þú, trygga vinkona, Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 189 orð

Anna Sigríður Bragadóttir

Anna Sigríður Bragadóttir Hvers vegna fölnar litla blómið blíða, blómið sem fyrr var allra eftirlæti? Áður það skreytti foldarvagninn fríða fallið nú liggur kramið undir fæti. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 391 orð

Anna Sigríður Bragadóttir

Sumarið '96 fórum við vinkonurnar í sveit austur að Leirubakka í Landsveit, þar sem við kynntumst Önnu Siggu. Hún deildi með okkur herbergi þetta sumar og urðum við því fljótt allar mjög góðar vinkonur. Eftir að hafa frétt um hennar miklu veikindi dáðumst við að því hversu dugleg hún var að takast á við þau. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 79 orð

ANNA SIGRÍÐUR BRAGADÓTTIR

ANNA SIGRÍÐUR BRAGADÓTTIR Anna Sigríður Bragadóttir var fædd á Selfossi 26. september 1980. Hún lést á Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Margrét Gísladóttir og Bragi Guðmundsson, ábúendur á Vindási í Holta- og Landsveit. Systkini hennar eru Guðmundur Ingi, f. 1975, sambýliskona hans er Agnes H. Magnúsdóttir; Gísli, f. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Árni L. Víglundsson

Það var gaman að fara með afa og ömmu í gönguferðir með Æsu. Æsa hljóp stundum út í sjó og þá þurftum við að bíða þangað til hún kom upp úr sjónum. Ég fékk stundum að halda í bandið með ömmu. Nú vælir Æsa af því að afi er farinn. Afi fór í kistuna og svo fer hann upp til guðs. Bless afi minn, Sunneva. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Árni L. Víglundsson

Nú er látinn tengdafaðir minn, Árni Víglundsson. Hann hefði náð því að verða sextugur hefði hann lifað árið. En svo fór ekki. Krabbameinið óx hratt undir það síðasta og felldi þennan stóra og sterklega mann. Árni var lengst af við vinnu sem loftskeytamaður á hinum ýmsu skipum en hin síðari ár vann hann hjá Pósti og síma, síðar Landssímanum. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 133 orð

ÁRNI L. VÍGLUNDSSON

ÁRNI L. VÍGLUNDSSON Árni Lárus Víglundsson fæddist í Reykjavík 28. desember 1938. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi hinn 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Víglundur Kristjánsson kaupmaður, f. 8.11. 1908 í Miklaholtshr. á Snæfellsnesi, d. 28.1. 1981, og Þuríður Stefanía Árnadóttir, f. 3.6. 1913 í Bakkagerði, Borgarfirði eystra. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 131 orð

Árni Víglundsson

Ég átti þig sem aldrei brást, á öllu hafðir gætur. Með hjartað þrungið heitri ást þig harma daga og nætur. Ylríkt skjól í örmum þér var auður daga minna. Ljósið bjart sem lýsti mér var ljómi augna þinna. Þú vaktir meðan sæl ég svaf, ei sviku kenndir þínar. Allt sem ljúfast lífið gaf var lagt í hendur mínar. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Árni Víglundsson

Við, kæri afi, kveðjum þig með trega klökkum huga allir söknum þín. Þitt ljós mun aldrei slokkna endanlega því áfram perla minninganna skín. (Sigurbjörg Kristjánsd.) Elsku afi, fáein orð til að kveðja þig að sinni og þakka þér fyrir allt. Við eigum svo margar perlur svo margar góðar minningar til að ylja okkur við í framtíðinni. ... Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 36 orð

Árni Víglundsson

Við minnumst þín ávallt og þú hverfur ekki úr huga okkar. Guð hjálpi okkur að lina sorgina í hjarta okkar allra. Við viljum þakka þér fyrir allt, elsku afi okkar. Stella Sif og Gunnur Ýr. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 297 orð

Árni Víglundsson

Mig langar að kveðja tengdapabba minn og þakka honum fyrir samveruna. Nítján ár eru síðan við kynntumst og strax var mér tekið á heimili tengdaforeldra minna sem einu barnanna þar, með hlýju og góðlátlegri glettni. Það fór ekki mikið fyrir Árna, hann var fámáll frekar, en alltaf svo þægilega til staðar er á þurfti að halda. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 730 orð

Einar Heimisson

Sumarið hefur verið okkur hér á suðvesturhorninu örlátt á birtu og yl og bægt frá okkur sorg og angri. Á einum slíkum degi hringdi vinur okkar Einar Heimisson hingað á Túngötuna til að kveðja mig og mína. Í bili. Sagðist ætla að skreppa utan og ganga frá undirbúningi að næstu mynd sinni. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1203 orð

Einar Heimisson

Það er með miklum trega sem ég skrifa þessi fátæklegu minningarorð um fallega, gáfaða og góða frænda minn hann Einar Heimisson sem kvaddi þennan heim langt fyrir aldur fram, aðeins 31 árs að aldri. Mér þykir skelfilegt að þurfa að fylgja einhverjum úr þessum yndislega frændsystkinahópi til grafar svona ungum. Segja má að við Einar Heimisson höfum verið vinir frá fæðingu. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 841 orð

Einar Heimisson

Stundum berast manni fréttir sem eru svo slæmar, svo óvæntar, og í raun svo fráleitar að maður fæst einfaldlega ekki til að trúa þeim. Þannig var mér innan brjósts þegar ég fékk á mánudagsmorgun fréttina af láti systursonar míns, Einars Heimissonar. Hvernig gat hann verið fallinn frá aðeins 31 árs gamall ­ svo efnilegur ungur maður, rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður, mannvinur. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 190 orð

Einar Heimisson

Kæri frændi. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farinn frá okkur. Eftir sitjum við sár og aum með söknuð í hjarta yfir góðum frænda sem við vildum að fylgdi okkur miklu lengur. Þú varst tekinn frá okkur í blóma lífsins, fullur af hugmyndum og ótrúlegri framtakssemi. Afreksverk þín eru þegar orðin mörg enda byrjaðirðu á þeim snemma. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 585 orð

Einar Heimisson

Auðveldara er að sætta sig við dánarfregnir þeirra, sem komnir eru fram yfir miðjan aldur og hafa skilað ævistarfinu að mestu, en að taka við skyndilegri dánarfregn ungs hæfileikamanns. En stundum verðum við að afbera það sem ómögulegt er. Einar Heimisson, systursonur minn, 31 árs gamall maður, sem öllum sem til þekktu þótti vænt um, er látinn. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 367 orð

EINAR HEIMISSON

EINAR HEIMISSON Dr. Einar Heimisson fæddist í Kópavogi 2. desember 1966. Hann lést í München í Þýskalandi hinn 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Einars eru hjónin Steinunn Einarsdóttir og Heimir Þorleifsson, bæði kennarar við Menntaskólann í Reykjavík. Systir Einars er Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, f. 28. ágúst 1971. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 502 orð

Kristján Jónsson

Að vini mínum Kristjáni Jónssyni loftskeytamanni gengnum langar mig til að minnast hans í fáum orðum. Hugurinn hvarflar til þess tíma er við hittumst fyrst 17 ára gamlir báðir í áhöfn varðskipsins Óðins, hann vélamaður, ég háseti. Hugur beggja stóð til sama náms, og kapp lagt á undirbúning fyrir inntökupróf, sem báðum óx allmjög í augum. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Kristján Jónsson

Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns og skólabróður Kristjáns Jónssonar eða Skilla eins og við vinir hans kölluðum hann. Fundum okkar Skilla bar fyrst saman er við innrituðumst í Loftskeytaskólann í Reykjavík haustið 1966, og þaðan útskrifuðumst við ásamt öðrum góðum félögum vorið 1968. Margt var brallað á þessum árum og á ég margar góðar minningar frá þessum tíma. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 156 orð

KRISTJÁN JÓNSSON

KRISTJÁN JÓNSSON Kristján Jónsson fæddist á Djúpavogi 8. ágúst 1946. Hann lést 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jón Eiríkur Gunnarsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri frá Miðfjarðarnesi, f. 20.9. 1905 og Þorbjörg Guðmundsdóttir ljósmóðir frá Arnarnesi, Eyjafirði, f. 16.1. 1910, d. 8.3. 1990. Alsystir Kristjáns er Unnur Jónsdóttir, f. 4.2. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 188 orð

Leifur Sigurðsson

Elsku afi minn er dáinn. Ég á mjög erfitt með að trúa því að hann sé farinn að eilífu úr mínu lífi. Þetta hefur verið hörð barátta hjá honum sem hann að lokum tapaði. Nú hefur hann fengið frið og ró. Afi var yndislegur maður og mun ég ávallt vera þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Leifur Sigurðsson

Elsku afi minn, mig langar til þess að skrifa nokkrar línur og kveðja þig. Ég man hvað mér þótti gaman þegar ég var lítill að heita sama nafni og þú. Þegar ég var hjá þér og ömmu og síminn hringdi hljóp ég alltaf í símann og svaraði "Leifur litli". Það er ekki hægt að tala um þig öðruvísi en að minnast á sumarbústaðinn fyrir norðan. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 716 orð

Leifur Sigurðsson

Í endurminningunni virðast allir dagar bernskunnar hafa verið sólardagar. Svo er að minnsta kosti með daginn sem fundum mínum og Leifs Sigurðssonar, sem í dag er til moldar borinn, bar fyrst saman. Okkur á Ránargötunni hafði borist til eyrna af María yngsta systir mömmu, væri á leið til Flateyrar til að kynna kærastann sinn. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 208 orð

Leifur Sigurðsson

Sumri er tekið að halla, dagur að kveldi kominn. Elsku Leifi, þú ert búinn að heyja mikla baráttu fyrir lífi þínu. Það er komið ár frá fyrsta hjartaáfallinu, við vorum öll vongóð um bata, en svo kom reiðarslagið. Þú áttir að fara að koma heim en allt fer öðruvísi en ætlað er. Við systkinin áttum sumarbústaði í Vestur-Hópinu og var það sælureitur okkar. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Leifur Sigurðsson

Tengdafaðir minn, Leifur Sigurðsson, er nú látinn. Þegar ég kveð hann á þessum tímamótum verður mér orða vant. Kveðjustundin er því erfiðari, þar sem hann var ekki aðeins góður tengdafaðir, heldur einnig traustur vinur sem alltaf mátti reiða sig á. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 380 orð

Leifur Sigurðsson

Látinn er í Reykjavík eftir erfiða sjúkdómslegu Leifur Sigurðsson rafvirkjameistari. Eftir langa sæludaga hafa nú á síðustu árum verið höggvin æ fleiri skörð í þann hóp sem tengst hefur efri bænum í Botni í Súgandafirði, hóp sem einkennst hefur af mikilli samheldni, bæði í sorg og í gleði. Þar hefur Leifur ekki átt minnstan þátt í. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 594 orð

LEIFUR SIGURÐSSON

LEIFUR SIGURÐSSON Leifur Sigurðsson rafvirkjameistari, Akurgerði 14 í Reykjavík, fæddist á Akranesi 22. júlí 1929. Hann lést á Landspítalanum 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Eðvarð Hallbjarnarson, f. 28.7. 1887 á Hóli, Suðurfjarðarhr., V.-Barð., d. 3.7. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Ólöf Þórunn Sveinsdóttir

Mamma mín elskuleg er nú skilin við okkur hinsta sinni í þessari jarðvist. Það er eins og fegurð heimsins blikni á stundu sem þessari og söknuðurinn er djúpur. Nú þegar þú ert orðin frjáls undan veikum líkama, þá er það þó von mín og trú, að þú sért komin inn á andlegri svið og að jarðlíf þitt hafi aðeins verið skref á braut þinni í eilífðinni. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 480 orð

Ólöf Þórunn Sveinsdóttir

Að morgni 20. ágúst barst okkur hjónum sú harmafregn að systir mín, Ólöf Þórunn Sveinsdóttir frá Sveinsstöðum, hefði kvatt þetta líf eftir mjög erfið veikindi á Borgarspítalanum í Reykjavík. Á slíkri stundu hvarflar hugurinn til baka yfir öll árin sem liðin eru, allt frá fyrsta degi til dagsins í dag. Það var hinn 22. október 1929 kl. þrjú að nóttu sem Olla systir mín fæddist í þennan heim. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 853 orð

Ólöf Þórunn Sveinsdóttir

Vegir skiptast. ­ Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (E.B. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 459 orð

Ólöf Þórunn Sveinsdóttir

Ekki núna ... ég er svo þreytt. Já, slík voru hennar efstu orð, hennar sem aldrei þreyttist á að sinna og hlúa að sínum nánustu og hefi ég notið óspart af hennar nægtabrunni um mína daga. En nú eru þáttaskil, ég lífs, hún liðin, en svo lengi sem ég lifi mun ég nota og njóta hennar handleiðslu, því það sem vel er gert og vansalaust og mönnum til gleði og vegsemdar mun fylgja þér að endimörkum. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Ólöf Þórunn Sveinsdóttir

Þau voru tíu systkinin á Sveinsstöðum. Nú eru fimm þessara glæsilegu systkina fallin. Nú síðast Olla föðursystir mín sem er til moldar borin í dag. Olla var bara 68 ára er hún lést. Allt of ung. Hún og fjölskylda hennar voru tíðir gestir á Grund á Fellsströnd þar sem við bjuggum foreldrar mínir og systkini um nokkurt skeið. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 280 orð

Ólöf Þórunn Sveinsdóttir

Alveg síðan ég var lítill, hef ég verið tíður gestur hjá ömmu og afa í Lágaberginu og jafnvel, síðustu árin, haft þar annað heimili. Þangað fór ég hvenær sem frí gafst frá skólastofunni, settist í hlýlegan eldhúskrókinn hennar Ollu ömmu og þá brást það ekki að hún var með einhvern mat tilbúinn eða tókst að galdra fram máltíð á svipstundu á meðan hún var ýmist að þrífa, Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 285 orð

ÓLöF ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR

ÓLöF ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR Ólöf Þórunn Sveinsdóttir var fædd í Dagverðarnesseli í Klofningshreppi, Dalasýslu 22. október 1929. Hún andaðist á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Hallgrímsson, f. 17.9. 1896, d. 26.11. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Sigurður Jóhannes Þórðarson

Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund og margar minningar hrannast upp. Það verður erfitt að sætta sig við það að fá þig aldrei aftur í heimsókn. Þú varst alltaf svo kátur og stríðinn, það var alveg sama hvern þú hittir þú lést alla finna fyrir þinni meinlausu stríðni. Maður hélt alltaf að við fengjum að hafa þig lengur hjá okkur þrátt fyrir veikindi þín. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 346 orð

Sigurður Jóhannes Þórðarson

Elsku Siggi minn. Hver hefði trúað að tíminn sem við ættum saman yrði svona stuttur? Í átta ár höfum við átt samleið, ég og þú, eða allt frá því að ég og sonur þinn Geir hófum búskap. Síðustu dagana hefur svo margt leitað á hugann, allt það skemmtilega sem við gerðum saman, ferðirnar á Patró og fleira, og líka það sem betur hefði mátt fara. Meira
27. ágúst 1998 | Minningargreinar | 236 orð

SIGURÐUR JÓHANNES ÞÓRÐARSON

SIGURÐUR JÓHANNES ÞÓRÐARSON Sigurður Jóhannes Þórðarson var fæddur í Vör á Patreksfirði hinn 7. mars 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Þórður Guðbjartsson og Ólína Jónína Jónsdóttir. Systkini Sigurðar eru Einar Ásgeir, látinn, Halldóra, Guðbjartur, Margrét Freyja, lést á barnsaldri og Andrés. Meira

Viðskipti

27. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 278 orð

Rússagrýla hrellir markaðina

LÍTILLEG uppsveifla á evrópsku hlutabréfamörkuðunum á þriðjudag reyndist þegar allt kom til alls skammgóður vermir. Áhyggjur yfir nánast algjöru hruni alls rússneska fjármálakerfisins settu alla helstu markaði heims út af laginu og olli verulegum lækkunum á hlutabréfum, þegar fjárfestar forðuðu sér í umvörpum yfir skjól tryggustu skuldabréfa og beinharðra peninga. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 327 orð

Stórbætt aðstaða Vöruflutningamiðstöðvarinnar

NÝ og fullkomin 3400 fermetra vöruafgreiðsla Vöruflutningamiðstöðvarinnar við Klettagarða verður tekin í notkun næstkomandi mánudag. Aðeins eru tæpir átta mánuðir síðan bygging þess hófst en það var Teiknistofa Garðars Halldórssonar sem teiknaði húsið en hönnun og umsjón með framkvæmdum var í höndum VSÓ ráðgjafar. Meira

Daglegt líf

27. ágúst 1998 | Neytendur | 298 orð

Fitulítið viðbit og heilsulifrarpylsa

Hveragerði-Heilsulifrarpylsa, smyrja og nýbökuð brauð er meðal þess sem boðið er uppá í Heilsukosti ehf. í Hveragerði. Heilsukostur er framleiðslu- og veitingaeldhús sem býður uppá alhliða þjónustu á sviði matargerðar ásamt því að sinna ört vaxandi framleiðslu á eigin afurðum. Við framleiðsluna er hveraorkan nýtt til hins ýtrasta og hefur það gefist vel. Meira
27. ágúst 1998 | Neytendur | 259 orð

Gæðakönnun á dömubindum Ekki ráðlegt að nota dömubindi daglega

FLESTAR tegundir af dömubindum draga vel í sig vökva en öll dömubindi auka hættu á sveppasýkingu ef konur nota þau á hverjum degi. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum danska neytendablaðsinsRåd & Resultater fyrir skömmu. Meira
27. ágúst 1998 | Neytendur | 71 orð

Nýr haust- og vetrarlisti frá Freemans

Haust- og vetrarlistinn frá Freemans er kominn til landsins. Í honum er boðið upp á fatnað fyrir alla fjölskylduna og allt frá hefðbundum fötum til hátískufatnaðar frá hönnuðum eins og Tommy Hilfiger og Paul Smith svo og merkin Levi's, Diesel, Timberland og Fred Perry. Mikið úrval er af barnafatnaði og m.a. boðið upp á föt frá Adams og Clothkids. Meira
27. ágúst 1998 | Neytendur | 89 orð

Nýtt Q10 í snyrtikrem

NIVEA Visage er að setja á markað nýtt andlitskrem sem inniheldur kóensímið Q10. Q10 hefur verið selt sem fæðubótarefni fram til þessa en er nú komið í snyrtikrem. Í fréttatilkynningu frá J.S. Helgasyni ehf. kemur fram að eftir tíu vikna notkun eigi að draga úr hrukkum. Þá er kremið sagt fyrirbyggjandi en það á að hægja á hrukkumyndun húðarinnar. Meira
27. ágúst 1998 | Neytendur | 340 orð

Verð endurspeglar ekki alltaf gæði sjónvarpstækja

ÓDÝRT sjónvarp getur verið jafngott og dýrt tæki og gæði sjónvarpstækja verða meiri með hverju árinu. Þetta er niðurstaða nýrrar gæðakönnunar International Testing á sjónvörpum sem fjallað er um í nýútkomnu Neytendablaði Neytendasamtakanna. Stillimyndin endurspeglar myndgæðin Meira

Fastir þættir

27. ágúst 1998 | Í dag | 63 orð

100 ÁRA afmæli.

100 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 28. ágúst, verður hundrað ára Lovísa Bjargmundardóttir, Ægisíðu 50, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Þorvaldur Egilsson, sem lést 1969. Lovísa verður að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 27. Meira
27. ágúst 1998 | Fastir þættir | 74 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurhópa kl. 14-17. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Marteinn H. Friðriksson leikur. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Meira
27. ágúst 1998 | Í dag | 436 orð

Lífeyrissjóðir ­ frumskógur fyrir óvana ÉG er sjálfstæður a

ÉG er sjálfstæður atvinnurekandi og samkvæmt nýjum lögum ber mér skylda að vera í lífeyrissjóði. Hef ég verið að kynna mér hina ýmsu lífeyrissjóði undanfarið og það verður að segjast eins og er að þetta er algjör frumskógur fyrir fólk sem hefur ekki þekkingu á þessum málum. Hef ég talað við marga lífeyrissjóði og á öllum stöðunum var mér sagt að þetta væri rétti lífeyrissjóðurinn fyrir mig. Meira
27. ágúst 1998 | Í dag | 24 orð

Ljósmynd: Lára Long. Gefin voru saman 25. júlí sl. í Bessastaðakirkju

Ljósmynd: Lára Long. Gefin voru saman 25. júlí sl. í Bessastaðakirkju af sr. Sigurbirni Einarssyni Rannveig Sverrisdóttir og Kjartan Þórðarson. Heimili þeirra er í Danmörku. Meira
27. ágúst 1998 | Í dag | 26 orð

Ljósmynd: Lára Long. Gefin voru saman 25. júlí sl. í Kópavogsk

Ljósmynd: Lára Long. Gefin voru saman 25. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Kristín Kristjánsdóttir og Hörður Albert Albertsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
27. ágúst 1998 | Í dag | 25 orð

Ljósmynd: Lára Long. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Dómkirkjunni af

Ljósmynd: Lára Long. Gefin voru saman 8. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Ólafi Jóhannssyni Kristín Gísladóttir og Þröstur Þorsteinsson. Heimili þeirra er í Seattle, U.S.A. Meira
27. ágúst 1998 | Í dag | 500 orð

NÆGJULEGT hefur verið að fylgjast með velgengni söngkon

NÆGJULEGT hefur verið að fylgjast með velgengni söngkonunnar Öldu Bjarkar Ólafsdóttur á Bretlandi. Fyrsta smáskífulag hennar af væntanlegri breiðskífu, Real Good Time, skaust í 7. sæti breska vinsældalistans. Hún segist, í Morgunblaðinu í gær, vera eina manneskjan á topp 40 sem er að gefa út fyrsta lag sitt. Meira
27. ágúst 1998 | Dagbók | 900 orð

Reykjavíkurhöfn: Zuiho Maru 5

Reykjavíkurhöfn: Zuiho Maru 5 kom í gær. Shotoku Maru 75, Húnaröst og Lagarfossfóru í gær. Helga RE, Blackbird, Green Ice og herskipið Robert G. Bradley koma í dag.Helgafell og Brúarfoss fara í dag. Meira
27. ágúst 1998 | Fastir þættir | 951 orð

Þögnin er auðlind Þögnin verður sífellt dýrmætari auðlind, eftir því sem fleiri átta sig á hve andleg og líkamleg vellíðan er

ÞAÐ er dýrmætara en margur hyggur að kunna að þegja. Hvað þá að fá notið þess að vera í þögn. Í nútíma samfélagi, þar sem hamagangurinn og lætin eru svo mikil, sumir segja stressið yfirgengilegt, er þögnin vanmetin auðlind. Allt of fáir staðir í heiminum geta enn boðið upp á alvöru þögn, en Ísland er örugglega einn þeirra. Meira

Íþróttir

27. ágúst 1998 | Íþróttir | 131 orð

1:0Hörður Már Magnússon fékk boltann einn og óvaldaður á vinstri ka

1:0Hörður Már Magnússon fékk boltann einn og óvaldaður á vinstri kantinum á 30. mín., átti glæsilega sendingu fyrir markið, þar sem Arnór Guðjohnsen kom á mikilli siglingu og skallaði boltann í netið. Varnarmenn KR sváfu á verðinum og Kristján Finnbogason hefði hæglega getað komið í veg fyrir markið. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 453 orð

Deildabikarkeppni KSÍ

Valur - KR2:2 (7:8) Laugardalsvöllur, úrslitaleikur deildabikarkeppni karla, miðvikudaginn 26. ágúst 1998. Aðstæður: Suð-austan gola og fremur svalt. Vætusamt eftir leikhlé. Völlurinn góður. Mörk Vals: Arnór Guðjohnsen (30.), Ólafur Júlíusson (109.). Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 153 orð

Efstu menn

Staðan í tugþrautarkeppninni er sem hér segir: Erki Nool, Eistlandi8.655 Chris Huffins, Bandar.8.630 Jón Arnar Magnússon8.569 Roman Sebrle, Tékkl.8.535 Tomas Dvorák, Tékkl.8.508 Lev Lobodin, Rússlandi8.492 E. Hämäläinen, Finnl.8.364 Jack Rosendaal, Holl.8.202 Mike Smith, Kanada8. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 711 orð

Eitt hundrað unglingar íæfingabúðum í Laugardal

TÆPLEGA eitt hundrað íslensk börn og unglingar á aldrinum 10­17 ára mættu til leiks í æfingabúðirnar Atlantic Cape sem Körfuknattleikssambandið og ÍT-ferðir gangast fyrir og standa nú yfir í Laugardalshöll. Morgunblaðið leit inn á fyrstu æfinguna, sem rétt eins og aðrar æfingar stóð yfir í fullar fjórar klukkustundir. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 71 orð

FH og KAí úrslitum

FH og KA mætast í úrslitaleiknum í fjórða flokki karla í knattspyrnu á laugardaginn. Ákveðið hefur verið að leikurinn fari fram á Bessastaðarvelli og hefst hann kl. 14. Þetta er í fyrsta skipti sem úrslit á landsmóti fara fram á vellinum, en hann hefur verið í mjög góðu ástandi í sumar. Úrslitakeppnin í þessum aldursflokki hófst þann 19. ágúst og lauk sl. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 252 orð

Frábærir strákar ATLI Eðvalds

ATLI Eðvaldsson hefur verið ötull við að breyta liðsuppstillingu sinni í sumar og úrslitaleikurinn í gær var engin undantekning. Efasemdir voru því uppi um að KR-ingar tækju leikinn nógu alvarlega. "Við tökum allt alvarlega. Við erum að byggja upp ungt lið til þriggja ára. Þetta eru frábærir strákar," sagði Atli í leikslok. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 266 orð

Fullt hús hjá Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 2:0 tap fyrir sænska landsliðinu í Svíþjóð í gærkvöldi. Þar með er ljóst að Ísland verður að sigra Úkraínu á sunnudag til að fá aukaleik um sæti í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar en Svíþjóð tapaði ekki stigi í riðlakeppninni og er komið í úrslitakeppnina. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 602 orð

Fæddist til að leika á Old Trafford

SIR Bobby Charlton, átrúnaðargoð stuðningsmanna Manchester United, fyrr og síðar, segir að félagið muni aldrei njóta krafta jafn hæfileikaríks leikmanns og Erics Cantonas. Frakkinn birtist þeim sem frelsari og var með þeim á fimmta ár, en þá varð liðið Englandsmeistari fjórum sinnum og tvívegis tókst því að vinna tvöfalt ­ bikar- og deildarkeppni. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 169 orð

Gekk vel íBretlandi

ÍSLENSKA drengjalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 15 og 16 ára náði mjög góðum árangri á æfingaleikjum sem fram fóru í Englandi og Skotlandi fyrir skömmu. Íslenska liðið lék sex leiki og sigraði í fjórum þeirra, þrátt fyrir að tveir leikjanna væru gegn liðum skipuðum eldri leikmönnum. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 112 orð

GOLFMÓT

Opna Slazenger unglingamótið í golfi var haldið í Grafarholti þann 13. þessa mánaðar og urðu efstu menn þessir. Drengir 14 ára og yngri 1. Þorsteinn Pétursson, GS652. Atli M. Gylfason, GS653. Ólafur M. Jónsson, GKG65 Bestur án forgjafar varð elmar Geir Guðjónsson úr GS sem lék á 79 höggum. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 105 orð

Gullit á leið til Newcastle?

ENSKA dagblaðið Daily Mirror greindi frá því í gær að Ruud Gullit yrði næsti knattspyrnustjóri Newcastle og tæki við af Kenny Dalglish. Sagt var að hann færi til Newcastle í dag til að skrifa undir samning við félagið sem tryggir honum milljón pund í árslaun, um 118 millj. kr. Blaðið sagði að stjórnarmenn Newcastle hefðu hitt Gullit á laun í Amsterdam sl. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 238 orð

HALLSTEINN Arnarson, miðvallarleikmaður með

HALLSTEINN Arnarson, miðvallarleikmaður með Fram, er farinn til náms í Bandaríkjunum og leikur ekki með liðinu í síðustu fjórum leikjum deildarinnar. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 165 orð

James stýrir Ryder-liði Evrópubúa

MARK James, 44 ára Englendingur, var í gær valinn liðsstjóri evrópska Ryder-liðsins í golfi, sem sækir lið Bandaríkjanna heim á Brookline-vellinum nærri Boston eftir rúmt ár. Hann tekur við af Spánverjanum Seve Ballesteros, sem stýrði liði Evrópu á Valderrama-vellinum í heimalandi sínu í fyrra og sagði af sér skömmu eftir að hafa tekið við bikarnum. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 315 orð

Jón Arnar í þriðja sæti

EFTIR tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsíþróttum í Búdapest er Jón Arnar Magnússon, Tindastóli, í þriðja sæti í stigakeppni Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, í tugþraut, en nokkur helstu mót ársins gilda í þeirri keppni. Stigin úr mótunum er lögð saman og meðaltalsstig fundin með því að deila með fjölda móta, en til þess að verða fullgildur í stigakeppninni þarf a.m.k. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 102 orð

Knattspyrna

8-liða úrslit: Fylkir-ÍBV10:1 / 8:2ÍA-ÍR3:2 / 1:2Fjölnir-Þór4:0 /9:0FH-Haukar1:3 / 4:3Undanúrslit: Fylkir-ÍA5:1 /5:1Haukar-Fjölnir2:1 / 0:5Úrslitaleikur: Fylkir-Haukar4:4 / 6:0Fyrri tölurnar standa fyrir úrslit Í leik A- liða, en þau síðari fyrir úrslit B-liðanna. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 94 orð

Króksmótið

Lokaröð liða á Króksmóti 5.-7. aldursflokks í knattspyrnu, sem haldið var á Sauðárkróki. 5. flokkur A-lið: 1. BÍ, 2. Dalvík, 3. Tindastóll. 5. flokkur B-liða: 1. Dalvík, 2. BÍ, 3. Grundarfjörður. 5. flokkur C-lið: 1. Tindastóll, 2. Dalvík, 3. BÍ. 6. flokkur A-lið: 1. Tindastóll, 2. KS, 3. Völsungur. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 63 orð

Logi ekki til Bryne

NORSKA knattspyrnufélagið Bryne, sem leikur í 1. deild, hefur endurráðið þjálfara sinn, Kenneth Rosen. Allt útlit var fyrir að Rosen myndi hætta með liðið og var Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, efstur á óskalistanum hjá Bryne-mönnum. Höfðu þeir þegar sett sig í samband við Loga og átt með honum fund. Nú er hins vegar ljóst að af þeirri ráðningu verður ekki. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 29 orð

Morgunblaðið/Arnaldur Þormóður ánægðurÞORMÓÐ

Morgunblaðið/Arnaldur Þormóður ánægðurÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, var í liði KR sem tapaðifyrir Val í vítakeppni eftir tvo framlengda bikarúrslitaleikifyrir átta árum en nú snerist dæmið við í einum leik. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 65 orð

Norðmenn óánægðir með EM

Norðmenn eru í öngum sínum vegna slaks gengis bestu frjálsíþróttamanna þeirra á Evrópumeistara-mótinu í Búdapest í síðustu viku sem lauk á sunnudaginn. Aðeins 3.000 m hindrunarhlauparinn Jim Svenöy vann til bronsverðlauna. Á síðasta Evrópumeistaramóti, í Helsinki 1994, unnu Norðmenn til 5 gullverðlauna. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 223 orð

PÁLL H. HALLDÓRSSON

PÁLL H. HALLDÓRSSON ogJóhannes Jóhannesson sem urðu fyrir vélartjóni í síðustu rallkeppni fá nýja keppnisvél með DHL hraðsendingu í dag. Þeim liggur á því alþjóðarallið hefst í næstu viku. Gamla vélin var send í sérskoðun, en óeðlilegt þótti að stimpilstangir voru teygðar og boltar sem þær festu höfðu brotnað. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 182 orð

Ragnhildur og Ólöf María standa í ströngu

RAGNHILDUR Sigurðardóttir, Íslandsmeistari úr GR, og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili hefja leik á Evrópumóti kvenna í golfi í dag. Leikið er á Noordwijkse-vellinum, en þar fór Opna hollenska mótið fram árið 1993, sem er fastur liður á PGA-mótaröð Evrópu. Ragnhildur hefur verið á mikilli siglingu í sumar og fróðlegt verður að fylgjast með gengi hennar í mótinu. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 547 orð

Rosenborg áfram fjórða árið í röð

Norðurlönd eiga þrjú lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu; Finnska liðið HJK, danska liðið Bröndby og norska liðið Rosenborg. Rosenborg tapaði reyndar 4:2 fyrir Club Br¨ugge í Belgíu í gær en vann fyrri leikinn 2:0 og fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 324 orð

Skemmtilegt Króksmót

VEÐRIÐ lék ekki við vel á annað þúsund mótsgesti á 12. Króksmótinu sem Knattspyrnudeild Tindastóll gekkst fyrir í samvinnu við Fiskiðjuna Skagfirðing, fyrir 5., 6. og 7. aldursflokk stráka og stelpna sem haldið var um þar síðustu helgi. Norðanátt og rigning var á föstudagskvöld þegar flest liðin mættu á svæðið og veðurspár lofuðu ekki góðu. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 249 orð

Spenna hjá A-liðum

STRÁKARNIR mættu sérstaklega vel á æfingar og sýndu mikinn metnað og ég held að þessi mikli áhugi þeirra hafi vegið þungt, um hvað okkur gekk vel í sumar," sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson, annar þjálfari fimmta aldursflokks hjá Fylki, en Árbæjarliðið hrósaði um síðustu helgi Íslandsmeistaratitlinum í sínum aldursflokki. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 421 orð

Traustir táningar

Atli Eðvaldsson mætti með ungt lið í Laugardalinn í gærkvöld til að etja kappi við Valsmenn í úrslitaleik deildabikarkeppninnar, en aðeins fjórir leikmenn í byrjunarliðinu hófu deildarleik liðsins við ÍR síðastliðinn sunnudag. Breytingar Atla komu a.m.k. ekki að sök, því þeir svörtu og hvítu fóru með sigur af hólmi eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 457 orð

Við eigum raunhæfa möguleika

KEFLVÍKINGAR leika seinni leik sinn gegn Liepajas Metalurgs frá Litháen í forkeppni Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu á Keflavíkurvelli í dag. Fyrri leikur liðanna fór fram ytra fyrir tveimur vikum og lyktaði með sigri heimamanna 4:2. Meira
27. ágúst 1998 | Íþróttir | 65 orð

Vítaspyrnurréðu úrslitumí 3. flokki

Valur Reykjavík, sem nýlega hreppti Íslandsmeistaratitilinn í fjórða flokki kvenna, bætti öðrum titli í safnið í fyrradag, þegar þriðji flokkur kvenna varð Íslandsmeistari eftir sigur á Þór í úrslitaleik sem fram fór að Hlíðarenda. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 1:1 og þurfti því að fara fram vítaspyrnukeppni. Meira

Úr verinu

27. ágúst 1998 | Úr verinu | 495 orð

Eiga um helming heildarkvótans

25 STÆRSTU sjávarútvegsfyrirtæki landsins eiga, eftir fiskveiðiáramótin hinn 1. september nk., samanlagt meira en helming heildarkvóta landsmanna. Samanlögð kvótaeign fyrirtækjanna nemur nú 231.721 þorskígildistonni eða 50,45% af heildarkvótanum. Á síðasta fiskveiðiári áttu 25 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin 46,45% af heildarkvótanum. Meira

Barnablað

27. ágúst 1998 | Barnablað | 103 orð

BRANDARI

Þóra Ágústsdóttir, 10 ára, Hlunnavogi 8, 104 Reykjavík, sendi þessa: Ljóska ein fór inn í raftækjaverslun og sagði: Ég ætla að fá þessa uppþvottavél. Afgreiðslumaðurinn: Við afgreiðum ekki ljóskur. Þá fór ljóskan á hársnyrtistofu og lét lita hárið á sér vínrautt. Síðan fór hún aftur í raftækjaverslunina en allt fór á sömu leið. Meira

Viðskiptablað

27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 234 orð

13,5 mkr. tap á rekstri Hlutabréfasjóðsins Íshafs hf.

TAP á rekstri Hlutabréfasjóðsins Íshafs hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 13,5 mkr. samanborið við 5,5 mkr. tap á sama tíma í fyrra. Lækkun á óinnleystum geymsluhagnaði nam 221,8 mkr. Heildareignir sjóðsins í lok júní sl. námu 932 mkr. Þar af nam hlutabréfaeign sjóðsins 882 mkr. eða 94,6% af heildareignum. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 351 orð

15 milljóna króna tap hjá Plastos umbúðum

LIÐLEGA 15 milljóna króna tap varð af rekstri Plastos umbúða hf. á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það verulegt frávik frá rekstraráætlun ársins sem gerði ráð fyrir hagnaði eftir 35 milljóna kr. tap á öllu síðasta rekstrarári. Þó afkoman hafi heldur verið að batna er aðeins gert ráð fyrir að hún verði í járnum á síðari hluta ársins og tap verði á árinu í heild. Rekstrargjöld Plastos umbúða hf. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 122 orð

55 milljóna króna hagnaður

SPARISJÓÐURINN í Keflavík skilaði 54,8 milljóna króna hagnaði, fyrir skatta, á fyrstu sex mánuðum ársins á móti 12,6 milljóna króna hagnaði á sama tímabili í fyrra. Útlit er fyrir verulegan hagnað á rekstrarárinu í heild. Að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts er hagnaður Sparisjóðsins 39,3 milljónir kr. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 107 orð

Ársveltan yfir 200 milljarða

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu alls 847 milljónum króna og er veltan á árinu þá komin yfir 200 milljarða. Mest voru viðskipti á peningamarkaði fyrir 408 milljónir króna. Einnig voru nokkur viðskipti á skuldabréfamarkaði eða fyrir 377 milljónir, þar af með húsbréf fyrir 176 milljónir kr. og ríkisbréf 126 milljónir kr. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 15 orð

BÍLALEIGURGott sumar að kveðja /4

BÍLALEIGURGott sumar að kveðja /4SLÁTURSAMLAGVilja ekki selja sálu sína /5PIONEERKynnir nýja stefnu og merki / Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 1367 orð

Bændur felldu tillögu um að hætta slátrun hjá Slátursamlagi Sk

Bændur felldu tillögu um að hætta slátrun hjá Slátursamlagi Skagfirðinga Vilja ekki selja sálu sína Stjórn Slátursamlags Skagfirðinga hf. sagði öll af sér og ný stjórn var kjörin í kjölfar þess að tillaga stjórnarinnar um að hætta slátrun var felld. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 359 orð

Daníel Ólafsson kaupir umboð fyrir sænska Juvel hveitiið

DANÓL ehf. hefur keypt öll viðskiptasambönd VE-umboðsins sem hefur sérhæft sig í þjónustu og sölu á vörum til bakara. Þekktasta vörumerki þess er Juvel hveiti en einnig flytur það inn vörur frá Dansk Salt og Puratos. VB-umboðið hefur starfað í fimm ár og er stofnandi þess og aðaleigandi Edvard Skúlason. Hjá fyrirtækinu starfa 5 menn og er Börkur Edvardsson framkvæmdastjóri. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 310 orð

Dræm grálúðuveiði dregur úr útflutningi til Tævans

ÚTFLUTNINGUR Íslendinga til Tævans (Formósu) minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum ársins, aðallega vegna minni grálúðuveiði. Á sama tíma jókst útflutningur til Kína um 54%. Útflutningur til Tævans var þó meiri á tímabilinu, nam 480 milljónum króna, samanborið við 1.237 milljónir á sama tímabili í fyrra. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 962 orð

Erum vel yfir áætlun

SALA Baugs hf., sameinaðs félags Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, eftir sameiningu félaganna, er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að fyrirtækið sé vel yfir áætlun og margt í farvatninu sem skila muni hagræðingu og meiri arðsemi inn í fyrirtækið á næsta ári. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 663 orð

Fjárfestingar í einstökum atvinnugreinum SjónarhornFjárfesting í einstökum atvinnugreinum er fýsilegur valkostur við val á

FJÁRFESTAR á Íslandi leita nú allra leiða til þess að bæta ávöxtun verðbréfasafna sinna. Á undanförnum árum hafa fjárfestingar íslenskra fjárfesta í erlendum hlutabréfum stóraukist. En að hverju ættu fjárfestar að huga við fjárfestingar erlendis? Fyrst og fremst ættu fjárfestar að gera upp við sig hvort þeir ætli sér að fjárfesta í einstökum fyrirtækjum erlendis sem í mörgum tilfellum getur verið Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 405 orð

Flugmenn Northwest flugfélagsins boða verkfall

EITT af stærstu flugfélögum í Bandaríkjunum, Northwest Airlines, stendur nú frammi fyrir verkfalli flugmanna félagsins, sem boðað hefur verið aðfaranótt næsta laugardags. Ef af verkfallinu verður, mun starfsemi fyrirtækisins lamast, þar á meðal í Minneapolis, en Flugleiðir hófu flug þangað nýverið. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 96 orð

Haraldur Böðvarsson velur ÁRNÝ frá Nýherja

HARALDUR Böðvarsson hefur ákveðið að taka aldamótavandmál er steðja að fyrirtækinu föstum tökum og fengið til liðs við sig ráðgjafasvið Nýherja til lausnar hans. Nýherji beitir aðferðafræði sem ber heitið ÁRNÝ (Árið 2000 Ráðgjöf NÝherja) er tryggir fyrirtækinu öruggan framgang verksins. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 309 orð

Kaup Ísafoldarprentsmiðju á Borgarprenti

ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA hf. hefur keypt prentsmiðjuna Borgarprent í Skipholti 11­13. Að sögn Kristþórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Ísafoldarprentsmiðju, var eingöngu reksturinn keyptur og segir hann að starfsemi Borgarprents sé góð viðbót við verkefnasvið Ísafoldarprentsmiðju. "Þeir höfðu sérhæft sig á öðru sviði en Ísafoldarprentsmiðja, sem er að færast út í að vera alhliða prentsmiðja. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 122 orð

Kynningarfundur vegna Halifax '98 KYNNINGARFUNDUR fyrir þát

KYNNINGARFUNDUR fyrir þátttakendur í kaupstefnunni Halifax '98 verður haldinn í Hallveigarstíg 1, kjallara, á milli klukkan 14 og 15 í dag. Á fundinum verður almenn kynning og rætt um skipulagningu. Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og starfsbróðir hans í Nova Scotia skrifuðu fyrr á þessu ári undir viljayfirlýsingu um að efla samskipti og viðskipti. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 89 orð

Mikill hagnaður hjá Lufthansa

LÆGRA verð á flugvélaeldsneyti og róttækar ráðstafanir til að draga úr kostnaði hefur í sameiningu valdið því að þýzka flugfélagið Lufthansa státar af meiri hagnaði á fyrri helmingi þessa árs en búizt var við. Við þessar fréttir tók gengi hlutabréfa í Lufthans kipp upp á við. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 215 orð

Nýjar gólfþvottavélar frá Wetrok KAUPSEL hf., hefu

KAUPSEL hf., hefur hafið sölu á nýjum gólfþvottavélum frá Wetrok í Sviss af gerðunum Duomatic 550 og 700, sem eru nýlega komnar á markað og þykja marka tímamót hvað hönnun og hreinlæti viðkemur,að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að grunni til sé þó hér um sömu vél að ræða en í mismunandi útfærslum. Vélin var kynnt á Interclean sýningunni í Amsterdam í maí sl. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 78 orð

Nýr kaupfélagsstjóri ráðinn

NÝR kaupfélagsstjóri Ólafur Haukur Magnússon rekstrahagfræðingur hefur verið ráðinn til Kaupfélags Húnvetninga (KH) á Blönduósi. Fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Guðsteinn Einarsson, hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Ólafur Haukur Magnússon var síðast framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Computer 2000 en áður gegndi hann starfi fjármálastjóra hjá hljómplötuútgáfunni Spori. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 292 orð

Ný stefna og merki Pioneer PIONEER hefur

PIONEER hefur kynnt nýja stefnu sem felur í sér róttækustu breytingu á starfsemi fyrirtækisins í 60 ára sögu þess. Fyrirtækið hefur breytt merki sínu og markmið þess er að veltan verði tvöfalt meiri árið 2005 en hún er nú, fari úr 4,2 milljörðum dollara á ári í nærri níu milljarða. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 331 orð

Söluaukning verslana Baugs 5% SALA Baugs hf.

SALA Baugs hf., sameinaðs félags Hagkaups, Nýkaups og Bónuss, eftir sameiningu félaganna, er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið er vel yfir áætlun og er með margt í farvatninu sem skila muni hagræðingu og meiri arðsemi inn í fyrirtækið á næsta ári. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 481 orð

TorgiðBatnandi afkoma bankanna

VIÐSKIPTABANKARNIR hafa nú allir skilað milliuppgjörum fyrir árið 1998. Niðurstaðan er hagstæð samanborið við síðasta ár því allir eru að skila betri afkomu en í fyrra. Mestur er hagnaður Íslandsbanka, eða 596 milljónir króna, samanborið við 451 m.kr. í fyrra og nemur aukningin 32%. Hagnaður Landsbanka Íslands og dótturfélaga jókst um 50% á milli ára. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 481 orð

Tölvunefnd um vanskilaskrá Reiknistofunnar ehf. sem misst he

VANSKILASKRÁ, sem bankar og sparisjóðir nota við mat á fjárhag og lánstrausti lánsumsækjenda, er enn í notkun hjá bönkum og sparisjóðum, þrátt fyrir að Reiknistofan ehf., sem hefur haft umsjón með gerð skrárinnar, hafi misst starfsleyfi sitt fyrr í sumar og upplýsingar í skránni hafi ekki verið endurnýjaðar síðan. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 1421 orð

Umfang íslenskra bílaleiga hefur farið vaxandi undanfarin

Umfang íslenskra bílaleiga hefur farið vaxandi undanfarin ár í kjölfar aukins ferðamannastraums Ársafkoman ræðst á átta vikum Talsverður uppgangur hefur verið að eiga sér stað hjá íslenskum bílaleigum síðastliðin ár. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 379 orð

Unnur Inga Dagsdóttir

Unnur Inga Dagsdóttir hóf störf við útibú PricewaterhouseCoopers á Akureyri 1. maí sl. Hún lauk B.Sc. prófi í rekstrarfræði af stjórnunarsviði frá rekstrardeild Háskóla Akureyrar árið 1997. Eftir útskrift starfaði hún við markaðsmál o.fl. hjá Landsbankanum á Akureyri. Unnur er fædd 6. janúar 1970. Maki hennar er Jóhann Halldór Harðarson, nemi í Háskólanum á Akureyri. Meira
27. ágúst 1998 | Viðskiptablað | 148 orð

Viðskiptaháskólinn og Verzlunarskólinn velja HP netþjón

Viðskiptaháskólinn og Verzlunarskólinn velja HP netþjón HÚSBYGGINGASJÓÐUR Sjálfseignarstofnunar Verslunarráðs Íslands um viðskiptamenntun, sem rekur Verzlunarskóla Íslands og Viðskiptaháskólann í Reykjavík, hefur fest kaup á nýjum netþjóni fyrir báða skólana af Opnum kerfum hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.