Greinar þriðjudaginn 20. október 1998

Forsíða

20. október 1998 | Forsíða | 173 orð

D'Alema myndar stjórn

MASSIMO D'Alema, leiðtogi stærsta vinstriflokksins á ítalska þinginu, sagðist í gær hafa náð að tryggja nýrri ríkisstjórn traustan meirihluta á þinginu, eftir að hann náði samkomulagi um stuðning miðjuflokksins UDR og hófsamra kommúnista. Hillir því undir lok stjórnarkreppunnar, sem staðið hefur í tíu daga. Meira
20. október 1998 | Forsíða | 293 orð

Hundruð KosovoAlbana flýja heimili sín

HUNDRUÐ Kosovo-Albana flúðu heimili sín í gær og Sameinuðu þjóðirnar aflýstu tveimur hjálparleiðöngrum til Kosovo eftir að serbneskar öryggissveitir hófu stórskotaliðsskothríð á þorp í héraðinu, í bága við loforð Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta frá því í síðustu viku um að endi yrði bundinn á valdbeitingu Serba þar. Meira
20. október 1998 | Forsíða | 253 orð

Reuters Andstæðingar Pinochets hneykslaðir á Chi

Reuters Andstæðingar Pinochets hneykslaðir á Chilestjórn ÞETTA fólk frá Chile hrópaði í gær slagorð gegn Augusto Pinochet og hélt fyrir utan sjúkrahúsið í Lundúnum, þar sem einræðisherrann fyrrverandi gekkst undir skurðaðgerð á föstudag, á lofti myndum af honum sem eftirlýstum sakamanni og af fólki sem hvarf á stjórnarárum hans, Meira
20. október 1998 | Forsíða | 230 orð

Viðræður í Maryland í hættu

BILL Clinton Bandaríkjaforseti varaði af festu við því í gær að leiðtogar Ísraelsmanna og Palestínumanna gengju frá samningaborði án þess að hafa náð áþreifanlegum árangri, en vonir eru teknar að dvína um að miða muni í samkomulagsátt í viðræðum þeirra undir forystu Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Meira

Fréttir

20. október 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Auka aðgang að ljósvakamiðlum

ALLSHERJARNEFND kirkjuþings lagði til í gær að tillögu sr. Halldórs Gunnarssonar um stofnun sérstakrar útvarpsrásar kirkjunnar yrði breytt og biskupi og kirkjuráði yrði falið að leita leiða til að auka aðgang kirkjunnar að ljósvakamiðlum. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 450 orð

Árni Johnsen stefnir á 1. sætið

ÁRNI Johnsen alþingismaður ætlar að óska eftir stuðningi sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi við að hann skipi fyrsta sæti listans í komandi alþingiskosningum. Drífa Hjartardóttir, sem skipaði 3. sætið síðast, segist tilbúin að halda áfram í pólitík en hefur ekki ákveðið hvaða sæti hún sækist eftir. Ólafur Björnsson lögmaður, sem var í 6. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 57 orð

Banaslys við Húsavík

ÖKUMAÐUR fóðurflutningabifreiðar beið bana er bifreið hans fór útaf veginum sunnan við Kaldbaksleiti rétt sunnan Húsavíkur kl. 9 í gærmorgun. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð og lenti ökumaðurinn undir bifreiðinni og var látinn þegar að var komið. Hann var einn í bifreiðinni. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna. Meira
20. október 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Blóðugur tarfur í beljufans

Vaðbrekku, Jökuldal-Mikil átök eru í hreindýrahjörðunum um fengitíma hreindýranna þegar blóðug barátta stendur milli tarfanna um að gagnast sem flestum kúm. Tarfarnir eru misjafnlega illa leiknir eftir átökin, ekki er óalgengt að þeir hljóti skinnsprettur svo blóðið lagi úr. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 242 orð

Búnaðarbanki veiti aðgang að minnisbókum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur staðfesti í gær fyrri úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem Búnaðarbanka Íslands hf. er gert skylt að veita Hauki Hólm, fréttamanni Stöðvar 2, aðgang að minnisbókum sem hafa að geyma upplýsingar um þá sem hafa haft afnot af íbúð Búnaðarbankans í Lundúnum, til og með 31. desember 1997. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 355 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Röng dagbók birtist sl. sunnudag í blaðinu. Um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum birtist sú rétta, fyrir þriðjudag og miðvikudag: Dagbók Háskóla Íslands dagana 20.­24.október. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Þriðjudagur 20. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Dró sér fé með ólögmætum hætti

FJÁRMÁL Verslunarmannafélags Árnessýslu eru nú til sérstakrar skoðunar þar sem komið hefur í ljós og verið staðfest að formaður félagsins hefur tekið sér fé úr sjóðum félagsins með ólögmætum hætti. Hefur formaðurinn látið af störfum vegna þessa máls. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

Ekki þurfa allir starfsmenn háskólapróf

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra sagði á málþingi Félags íslenskra leikskólakennara á laugardag að hann væri ekki þeirrar skoðunar, að allir starfsmenn leikskóla yrðu að hafa lokið háskólaprófi. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Enginn með fimm rétta

Í FYRSTA sinn í sögu lottós á Íslandi er potturinn sjöfaldur, en fyrsti vinningur gekk ekki út um síðustu helgi, þegar potturinn var sexfaldur. Að sögn Bolla Valgarðssonar hjá Íslenskri getspá átti það ekki að geta gerst samkvæmt tölfræðilegum útreikningum að enginn hlyti fyrsta vinning. "Miðað við þann fjölda raða sem keyptur var hefðu tæplega tveir átt að hljóta fyrsta vinning. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

Erfitt að sjá hvort samningar við starfsmannafélög halda

FORMAÐUR launanefndar sveitarfélaga segir launahækkanir sem einstök sveitarfélög hafa veitt kennurum í kjölfar hópuppsagna valda mikilli óánægju hjá starfsmönnum sveitarfélaga sem eru í starfsmannafélögum og verkalýðsfélögum. Meira
20. október 1998 | Landsbyggðin | 188 orð

Fagleg umhverfisumræða

Egilsstöðum-Hópur frá Noregi kom og heimsótti Egilsstaði og fjallaði um umhverfismál. Þetta voru fimmtán manns frá "Fylkeskommunalt miljöfaglig nettverk" sem er fagfélag sem starfar við umhverfis- og skipulagsmál í fylkjum Noregs. Félagið stendur fyrir árlegum kynnisferðum um umhverfismál og varð Ísland fyrir valinu að þessu sinni. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Farfuglarnir að yfirgefa landið

NÚ ER sá tími kominn þegar allir farfuglar yfirgefa landið og halda suður á bóginn til meginlands Evrópu og Afríku. Sílamáfurinn er eina máfategundin sem yfirgefur landið en hins vegar er hann fyrsti farfuglinn sem kemur hingað eftir dvölina í suðlægari löndum og sést hann yfirleitt fyrst í febrúar. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 161 orð

Fellibylurinn Zeb gerir usla í Japan

FELLIBYLURINN Zeb, sem varð nær 100 mönnum að fjörtjóni á Filippseyjum og Taívan, gekk yfir Japan á sunnudag, með þeim afleiðingum að ekki færri en tólf manns létu lífið. Zeb er nú orðinn að hitabeltisstormi, en að sögn veðurfræðinga getur hann þó enn gert talsverðan usla. Nokkur þúsund manns neyddust til að yfirgefa heimili sín á sunnudag vegna flóðahættu og tugir slösuðust. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fékk kisa í heimsókn

HÚN Eva Lena á Bragagötunni fékk kisa í heimsókn í kerruna fyrir stuttu en kisa þótti ráðlegast að forða sér þegar ljósmyndarann bar að. Það er heldur ekki víst að mamma Evu Lenu hafi verið ánægð með þessa heimsókn. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fékk stálbita í höfuðið

MAÐUR var fluttur á slysadeild eftir slys, sem átti sér stað í Vesturvör í Kópavogi um hádegi í gær. Slysið varð með þeim hætti að vörubifreið sem var ekið eftir Vesturvör rakst á stálbita sem stóð aftur úr húsi kyrrstæðrar vörubifreiðar í innkeyrslu í götunni. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 328 orð

Fjöldi úrsagna og eitt flokksfélag lagt niður

ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLAGIÐ í Bolungarvík hefur verið leyst upp og flestir félagsmanna sagt sig úr flokknum. Á Hólmavík hefur 21 af um 30 félagsmönnum gengið úr félaginu þar og skrifstofu Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafa borist úrsagnir 26 af 30 félögum í Alþýðubandalagsfélaginu á Patreksfirði. Einnig hefur Lilja R. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Frambjóðendur valdir á kjördæmisþingum

FRAMSÓKNARMENN á Reykjanesi og Vesturlandi ætla að kjósa efstu menn á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum á aukakjördæmisþingum síðar í haust. Sex hafa þegar lýst yfir framboði á Reykjanesi og báðir þingmenn Vesturlands óska eftir endurkjöri. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Framkvæmdastjóri Háskólabíós hættir

FRIÐBERT Pálsson, framkvæmdastjóri Háskólabíós, mun láta af því starfi um næstu áramót. Stefán Már Stefánsson prófessor, formaður stjórnar bíósins, segir að eftirmaður Friðberts hafi þegar verið ráðinn en vill ekki gefa upp nafn hans strax. Friðbert hefur verið framkvæmdastjóri bíósins í tæp tuttugu ár, eða frá 1979. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 663 orð

Framsal getur tafist í mánuði og jafnvel ár

ÞAÐ kom öllum á óvart er Augusto Pinochet hershöfðingi og fyrrverandi einræðisherra í Chile var handtekinn í London sl. laugardag. Var það gert að beiðni spænskra dómara, sem saka hann um morð og misþyrmingar á 94 nafngreindum mönnum af ýmsu þjóðerni. Ýmis mannréttindasamtök hafa fagnað handtökunni en stjórnvöld í Chile hafa hins vegar mótmælt henni harðlega. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Fyrirspurn um upplýst samþykki sjúklinga

TÓMAS Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hyggst á næstu dögum leggja fram á Alþingi skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um það hvort upplýsingar frá sjúkrastofnunum fari inn á krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins án þess að upplýsts samþykkis sé krafist. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fyrsta loðna haustvertíðar

FYRSTA loðna haustvertíðarinnar veiddist í fyrrinótt þegar Súlan EA og Börkur NK fengu um 400 tonn hvort skip, um 50 mílur norðaustur af Langanesi. Að sögn Bjarna Bjarnasonar, skipstjóra á Súlunni EA, er talsvert að sjá af loðnu á svæðinu en ómögulegt að segja til um hvort meira verði úr veiðinni. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Gestirnir villtu á sér heimildir

KONA, sem tók nýlega með sér sjónvarpstæki til landsins frá Ítalíu, fékk fyrir skemmstu heimsókn til sín í Breiðholtið um kvöld. Gestirnir kváðust vera starfsmenn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þeir báðu konuna um að taka þátt í skoðanakönnun og varð hún við því. "Starfsmenn Félagsvísindastofnunar" spurðu konuna hverrar gerðar sjónvarpstæki hennar væri og hver væri eigandi þess. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Geta margir hverjir ekki tekið að sér löglega vinnu

FORVARNASVIÐ Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í samvinnu við fleiri stofnanir vinnur nú að undirbúningi þess að taka á stöðu þeirra karlmanna sem safnað hafa upp meðlagsskuldum eða skattaskuldum og eiga í erfiðleikum með að komast út á löglegan vinnumarkað af þeim sökum. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Guðrúnar Katrínar minnst

GUÐRÚNAR Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar var minnst á síðasta fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness. Guðrún Katrín sat í bæjarstjórninni frá 1978 til 1994. Það kom í hlut Ernu Nielsen, forseta bæjarstjórnar, að hafa orð fyrir bæjarfulltrúum. Hún sagði: "Guðrún Katrín sat í bæjarstjórn Seltjarnarness frá 1978 til 1994. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Hádegisfyrirlestur sagnfræðinga

GUNNAR Karlsson, prófessor í sagnfræði, heldur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir "Alsaga og einsaga". Fundirnir verða haldnir í Þjóðarbókhlöðunni á 2. hæð í hádeginu, kl. 12. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

Hálft kíló af amfetamíni hvarf úr skrifborðsskúffu

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sett Ragnar H. Hall sem ríkislögreglustjóra til þess að efna til frekari rannsóknar á því hvað varð um fíkniefni, sem lagt hafði verið hald á og talið er að týnst hafi í vörslum lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins beinist rannsóknin að því hvað varð um 500 grömm af hreinu amfetamíni sem hurfu úr skrifborðsskúffu lögreglumanns fyrir nokkrum árum. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

Héldu á tindinn í nótt

ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir úr björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði lögðu til atlögu við tind Ama Dablam í nótt og hafa náð takmarki sínu í morgun ef áætlun þeirra hefur staðist. Síðdegis í gær var erfiðasti hluti leiðarinnar að baki. Frá þriðju og jafnframt síðustu búðum héldu fjallgöngumennirnir af stað á tindinn kl. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 708 orð

Hlutabréf á undirverði teljast til staðgreiðsluskyldra tekna

RÍKISSKATTSTJÓRI hefur vegna fyrirspurnar skattstjórans í Norðurlandskjördæmi eystra gefið út það álit að sala hlutabréfa til starfsmanna hlutafélags á verði undir markaðsverði sé eitt form endurgjalds fyrir vinnuframlag og beri að líta á sem skattskyldar launagreiðslur sem greiða ber staðgreiðsluskatta af. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Hætt verði þátttöku í Jarðgufufélaginu

MEIRIHLUTI bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hætt verði þátttöku í Jarðgufufélaginu svo fljótt sem verða má. Iðnaðarráðuneytið og Reykjavíkurborg standa að félaginu ásamt Hafnarfjarðarbæ og er því ætlað að undirbúa jarðgufuveitu til iðnaðar við Straumsvík. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Íbúðarhús skemmt eftir eldsvoða

ÍBÚÐARHÚSIÐ á bænum Fagranesi á Reykjaströnd skammt norðan Sauðarkróks skemmdist mikið þegar eldur kviknaði í risi hússins á sunnudagskvöld. Fjórir voru í húsinu þegar kviknaði í og björguðust allir ómeiddir. Verið var að innrétta íbúð á efri hæð hússins og varð verulegt tjón á innbúi og klæðningu af völdum elds, reyks og sóts. Meira
20. október 1998 | Landsbyggðin | 394 orð

Ísfirskar björgunarsveitir eignast nýtt húsnæði

HJÁLPARSVEIT skáta á Ísafirði, Karladeild Slysavarnafélags Íslands og Kvennadeild Slysavarnafélags Íslands hafa keypt nýtt húsnæði á Sindragötu 6 sem þau hyggjast nota sameiginlega undir starfsemi sína. Um er að ræða eignarhluta sem keyptur eru af Byggðastofnun, Fjárfestingabanka atvinnulífsins hf., Arnari G. Hinrikssyni hdl., Landsbanka Íslands hf. og Gunnvöru hf. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Játa að hafa skotið eina álft

HÆGT virðist þokast í rannsókn sýslumannsembættisins á Hvolsvelli vegna álftaveiðanna í Þykkvabænum í haust. Játning liggur fyrir frá hinum grunuðu, sem eru fjórir, um dráp á einni álft, en á þessu stigi er ekki ljóst hvort höfðað verði mál gegn veiðimönnunum, m.a. vegna skorts á sönnunargögnum. Meira
20. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Karen fékk fyrsta Frissa fríska pennaveskið

KAREN Pétursdóttir, 9 ára nemandi í Síðuskóla á Akureyri varð fyrst til að safna öllum miðunum átta á veggspjaldið Í skólanum með Frissa fríska, leik sem Safagerð KEA byrjaði með í haust. Veggspjaldið liggur frammi á sölustöðum Frissa fríska og miðarnir sem setja á inn á það eru áfastir safafernunum. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kartöflubóndi grunaður um stórfelld skattsvik

EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar mál kartöflubónda sem grunaður er um yfir 16 milljóna króna skattsvik. Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði málinu til ríkislögreglustjóra í fyrra. Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar skattrannsóknarstjóra fóru hin meintu svik fram á tímabilinu 1992­1995. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Klúbbur matreiðslumanna kynntur í Kringlunni

Á EFRI hæð Kringlunnar verður kynning þriðjudaginn 20. október kl. 15­18 á Klúbbi matreiðslumeistara. Þar verða til sýnis réttir sem íslensku landsliðskokkarnir munu mæta með í heimsmeistarakeppnina Expo Gast í matreiðslu í Lúxemborg 6.­13. nóvember nk. Þetta er í fyrsta sinn sem slík sýning er sett upp á Íslandi, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 779 orð

Konur sjá hlutina í samhengi

SAMSKIPTI á kvennavinnustöðum er yfirskrift námskeiðs sem haldið verður á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans í byrjun nóvember. Tvö námskeið eru í boði og er þegar fullt á þau bæði og fólk farið að láta skrá sig á biðlista. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur leiðbeinir á námskeiðunum. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 510 orð

Kostnaður fyrirtækja fer vaxandi

STJÓRNENDUR aðildarfyrirtækja Vinnuveitendasambands Íslands og Verslunarráðs Íslands telja almennt að stjórnvaldsfyrirmælum á sviði umhverfismála sé að fjölga og jafnframt að þeim sé framfylgt í auknum mæli. Þetta kemur fram í könnun sem forsætisráðuneytið, Verslunarráðs Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands stóðu fyrir meðal 554 aðildarfyrirtækja. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Kostnaður við kirkjuþing rúmar 8 milljónir á næsta ári

KOSTNAÐUR við kirkjuþing á næsta ári er ráðgerður 8,3 milljónir króna. Kirkjuþing sem nú situr kostar samkvæmt nýrri áætlun 6,7 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir 6,3 milljóna króna kostnaði. Þá kostaði kosning kirkjuþingsfulltrúa í sumar 900 þúsund krónur. Er því þörf á 1,3 milljóna aukafjárveitingu til að ná endum saman. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 122 orð

Kveðjuathöfn í Bessastaðakirkju NÁNUSTU ættingjar frú Guð

Kveðjuathöfn í Bessastaðakirkju NÁNUSTU ættingjar frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar fylgdu kistu hennar frá Keflavíkurflugvelli til Bessastaða þar sem fram fór stutt kveðjuathöfn í Bessastaðakirkju á laugardag. Níu lögregluþjónar úr Hafnarfirði stóðu heiðursvörð á hlaðinu við kirkjuna er líkfylgdin kom í hlað. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 249 orð

Lagt að iðnríkjum að verjast kreppu

LEIÐTOGAR Spánar, Portúgals og landa Rómönsku Ameríku fóru um helgina fram á það við helstu iðnríki heimsins að þau tækju forystuna í baráttunni gegn efnahagsvanda sem óttast er að geti orðið að heimskreppu. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

LEIÐRÉTT Fríkirkjan Vegurinn, ekki Fríkirkjan

FYRIR mistök var sagt í laugardagsblaði að boðað væri til fundar í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, þriðjudagskvöld. Hið rétta er að fundurinn er í Fríkirkjunni Veginum. Kl. 21 er boðað til safnaðarfundar í kirkjunni með Michael Cotten og öldungum. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. Nafn féll niður Í umfjöllun um fitusnauðar mjólkurafurðir á bls. 31 sl. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 2417 orð

Lindirnar á ríkasta olíusvæðinu endast lengur

Tankar, lagnir og leiðslur hvert sem litið er. Drunur í borum og dælum. Starfsmenn í vinnugöllum, sem horfa með spurnarsvip á aðkomumennina sem komnir eru til að skoða og fræðast um olíupallinn Statfjord C. Ágúst Ingi Jónsson var einn gestanna fimm um borð í þessu risamannvirki. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Lokun vegna orkuskorts frestað til 1. nóvember

BÁÐIR bræðsluofnar Íslenska járnblendifélagsins hf. verða í rekstri út október þar sem Landsvirkjun hefur frestað áður boðaðri skerðingu á afgangsorku gagnvart félaginu frá 20. október til 1. nóvember. Að óbreyttu verður því slökkt á báðum ofnunum frá og með næstu mánaðamótum, að sögn Bjarna Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Járnblendifélagsins. Betri vatnsbúskapur Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 141 orð

Mastrið í Kollafirði fellt

VERIÐ er að taka niður raflínuna frá Reykjavík til Akraness og liður í framkvæmdinni er að fella mastur í Kollafirði. Það er fyrirtækið RST-net sem annast verkið og var mastrið fellt sl. laugardag. Settar voru tunnur og kútar inn í sjálft mastrið, fætur sagaðir í sundur og jarðýta dró línuna í landi þar til mastrið féll í sjóinn. Þar flaut það og var dregið til lands. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 31 orð

Málstofa á Bifröst

ÞORGEIR Örlygsson, prófessor við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur á málstofu Samvinnuháskólans miðvikudaginn 21. október kl. 15.30, í hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst. Fyrirlesturinn fjallar um hlutverk Tölvunefndar á næstu öld. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Málþing um unglinga í vanda

MÁLÞING um unglinga í vanda verður haldið laugardaginn 24. október kl. 9­16.30 í Biblíuskólanum við Holtaveg. Á málþinginu verður skyggnst inn í veruleika unglinga á höfuðborgarsvæðinu og leitað leiða til að koma til móts við þá. Málþingið er ætlað starfsmönnum og sjálfboðaliðum kirkjunnar og kristilegra félaga og öðrum sem áhuga hafa á þessu efni. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 988 orð

Með þyrlu í vinnuna í þoku og björgunargalla

FLUGSTÖÐIN heitir Flesland og er í Bergen. Áfangastaðirnir eru Troll, Gullfaks, Statfjord og fleiri olíupallar. Þyrlurnar bíða í röðum, einkum Sikorsky og Puma. Það hafði orðið seinkun á fluginu í gær vegna veðurs, en í dag er reiknað með að allt gangi samkvæmt áætlun. Vonandi. Ein þyrlan er á leið út á Statfjord C, sem er einn afkastamesti olíupallurinn í Norðursjónum. Meira
20. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Menntamálaráðherra tekur fyrstu skóflustungu

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra mun taka fyrstu skóflustungu að nýbyggingu Háskólans á Akureyri á Sólborg næstkomandi föstudag. Þá munu stjórnendur háskólans og hönnuðir kynna líkan og teikningar af nýju háskólabyggingunum. Í kjölfarið hefjast framkvæmdir við jarðvinnu undir fyrstu nýbyggingar skólans sem eru um 2. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Minningarsjóður um Guðrúnu Katrínu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna minningarsjóð um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú. Sjóðurinn verður helgaður málefnum sem henni voru hugleikin, einkum heilbrigði, menntun og listsköpun ungs fólks. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Myndir frá Grænlandi

ALPAKLÚBBURINN og Íslensk- grænlenska félagið Kalak efna til myndasýningar í Háskólabíói í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Á sýningunni segja fjórir hópar frá leiðöngrum sínum til Grænlands í máli og myndum en allir voru þeir farnir á þessu ári. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 101 orð

Naglarnir settir undir nyrðra

TÖLUVERT snjóaði á Akureyri um helgina og urðu fjölmörg umferðaróhöpp af þeim sökum, enda margir bíleigendur enn á sumardekkjunum. Á sunnudag skráði lögreglan níu árekstra og þegar komið var vel fram á gærdaginn hafði lögreglan skráð fjögur umferðaróhöpp til viðbótar. Ekki urðu nein slys á fólki í þessum óhöppum en töluvert eignatjón. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Námskeið á vegum Reykjavíkurdeildar

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiði fyrir almenning í október og nóvember. Einnig verður haldið barnfóstrunámskeið fyrir nemendur fædda 1984­86. Námskeið um slys á börnum, forvarnir og skyndihjálp verður haldið 21. og 22. otkóber kl. 20­23. Námskeiðið er öllum opið. Námskeið í sálrænni skyndihjálp verður haldið 28. október og 3. nóvember kl. 19­23. Meira
20. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Námskeið fyrir karla um karlmennsku

NÁMSKEIÐ fyrir karla um það að vera karlmaður við upphaf 21. aldarinnar verður haldið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þriðjudagskvöldin 20. og 27. október næstkomandi. Markmið námskeiðsins er að vekja þátttakendur til umhugsunar um karlmennsku sína, hvetja þá til að vinna markvisst með hana og styrkja þá við að nýta sér trúna í þágu karlmennskunnar. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 192 orð

Norrænir þjóðhöfðingjar viðstaddir

ÚTFÖR Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 11. Bein útsending verður frá jarðarförinni í Ríkissjónvarpinu og Stöð tvö. Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna verða viðstaddir jarðarförina. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Nýr flugvöllur vígður í Aasiaat

MIKIÐ var um dýrðir í bænum Aasiaat á vesturströnd Grænlands um helgina er vígður var nýr flugvöllur sem Íslenzkir aðalverktakar hafa byggt. Framkvæmdirnar hófust sumarið 1996 og skiluðu verktakarnir verkinu sl. miðvikudag. Heildarkostnaðurinn við flugbrautina var 43,7 milljónir danskra króna eða nálægt 480 milljónum kr. Meira
20. október 1998 | Landsbyggðin | 110 orð

Nýr skólastjóri

Egilsstaðir-Birna Kristjánsdóttir tók við skólastjórastöðu Hússtjórnarskólans á Hallormsstað nú í haust. Hússtjórnarskólinn var gerður að sjálfseignarstofnun og er nú rekinn sem slíkur. Hann tekur 24 nemendur, bæði stelpur og stráka, og er námið ein önn, frá september til áramóta eða frá áramótum til vors. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 347 orð

Rannsókn fari fram á einelti í grunnskólum

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra sagði í ræðu sem hann flutti síðastliðinn laugardag á málþingi umboðsmanns barna um einelti að hann hefði undirritað samning við Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála um framkvæmd rannsóknar á eðli og umfangi á einelti í grunnskólum landsins. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ráðin forstöðumaður Stuðla

SÓLVEIG Ásgrímsdóttir sálfræðingur var ráðin til starfa sem forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, 1. október sl. Sólveig lauk diplomaprófi í sálfræði árið 1981 frá Georg August Universität í Göttingen, Þýskalandi. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ráðstefna um úðavítamín

RÁÐSTEFNA á vegum Karemor Int. verður haldin í kvöld, þriðjudag, kl. 19.30 á Hótel Loftleiðum og framhaldið á morgun, miðvikudag, kl. 18. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Þar sem allnokkuð hefur verið fjallað um munnúða í fréttum að undanförnu, skal það tekið fram að Karemor Int. hefur einkaleyfi á framleiðslu vítamína og bætiefna í úðaformi. Meira
20. október 1998 | Miðopna | 1753 orð

Reiðubúnir að fjárfesta í framtíðarmöguleikum

Dalabyggð á í vök að verjast og staðfestist það í nýrri skýrslu um stöðu byggðarlagsins. Stjórnendur sveitarfélagsins eru hins vegar með stórbrotnar hugmyndir um að snúa vörn í sókn með uppbyggingu ferðaþjónustu samfara samgöngubótum og lagningu hitaveitu. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Reykur í íbúðarhúsi

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út vegna mikils reyks í íbúðarhúsi við Hverfisgötu 106 á fimmta tímanum í gær. Þar hafði framlengingarsnúra brunnið vegna of mikils álags og reykurinn myndast vegna þess. Engan sakaði og engar skemmdir hlutust af, en slökkviliðið reykræsti húsið. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Rjúpan og loftnetið

AÐALMYNDIN með grein Morgunblaðsins um veiðiálag á rjúpnastofninum á blaðsíðu 10 síðastliðinn sunnudag kom illa út úr tæknivinnslu og verður því birt hér að nýju. Í myndartexta á sunnudaginn var þess getið að loftnet senditækis sæist skaga undan fiðri á baki rjúpunnar, en eigi að síður var þar ekkert loftnet að sjá. Meira
20. október 1998 | Landsbyggðin | 59 orð

Rjúpnaveiði hafin á Húsavík

Húsavík-Margir Húsvíkingar gengu til rjúpna fyrsta leyfilega veiðidaginn. Gönguveður var gott en nýfallinn snjór svo allerfitt var að sjá rjúpuna. Ekki hafa borist fregnir af stórveiði, margir fengu 15 til 20 rjúpur, og segja má að veiðin hafi verið jafnari en oft áður. Einstaka menn náðu rúmlega 20 stykkjum en talan 30 stendur óhögguð enn. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 371 orð

Samþykki beggja þarf til að segja upp samningum

BORGARSTJÓRI segir ekki óeðlilegt að Hafnarfjarðarbær, Garðabær og Bessastaðahreppur hugsi sér til hreyfings ef búast megi við aukinni samkeppni í orkumálum en sveitarfélögin hafa samið við Hitaveitu Suðurnesja um samvinnu í orku- og veitumálum. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 266 orð

Seinkun til 2006 ekki á borðinu

NIKOLAUS van der Pas, sem stýrir viðræðum um aðild fimm ríkja í Mið- og Austur-Evrópu auk Kýpur að Evrópusambandinu fyrir hönd framkvæmdastjórnar þess, sagði í gær að enginn hefði lagt til að fjölgun aðildarríkja sambandsins yrði seinkað til ársins 2006. Hin væntanlegu nýju aðildarríki myndu ganga í sambandið þegar þau yrðu tilbúin til þess. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 419 orð

Skæruliðum ELN kennt um verknaðinn

AÐ MINNSTA kosti fjörutíu og fimm manns brunnu til bana og sjötíu særðust alvarlega þegar eldtungur gerðu gífurlegan usla í tveimur þorpum í norðvesturhluta Kólumbíu að morgni sunnudags. Hafði orðið sprenging í olíuleiðslu í nágrenninu sem olli því að logandi hráolía breyttist í eldhaf með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
20. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Stakfellið fékk trollið í skrúfuna

TOGARINN Skutull ÍS frá Ísafirði kom með togarinn Stakfell ÞH frá Þórshöfn í togi til Akureyrar seinni partinn á föstudag en Stakfellið fékk trollið í skrúfuna á fimmtudagsmorgun, þar sem skipið var á veiðum austur í Langaneskanti. Að sögn Kjartans Valdimarssonar skipstjóra á Stakfellinu gekk ferðin til Akureyrar vel en hún tók um 25 klukkustundir. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 288 orð

Stollmann hættur við

GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, varð fyrir pólitísku áfalli í gær, þegar maðurinn sem hann ætlaði að fela efnahagsmálaráðherraembættið hafnaði boðinu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum í Þýzkalandi hefur verið ákveðið að færa sumt af þeim málefnum sem heyrt hafa undir efnahagsmálaráðuneytið til fjármálaráðuneytisins, en því mun Oskar Lafontaine, Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Stuttur þingfundur

ÞINGFUNDUR Alþingis verður einingis í klukkutíma í dag vegna útfarar Ástu B. Þorsteinsdóttur alþingismanns. Þingfundur hefst kl. 13.30 og lýkur 14.30. Enginn þingfundur verður hins vegar á morgun, miðvikudag, vegna útfarar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Svaraði ekki lengur kröfum tímans

VEGAGERÐIN vinnur nú að því að byggja nýja brú á Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga. Nýja brúin leysir af hólmi gamla brú sem byggð var árið 1946 og svaraði ekki lengur kröfum tímans, yfir hana komust ekki stærri ökutæki en 3 metra há og 2,5 metra breið. Einnig var gamla brúin svo lágt byggð að Jökulsáin náði til að gutla upp á hana þegar áin var í vexti, og snjóskafla lagði við hana á vetrum. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

Telur leikskólann í kreppu

Í ERINDI, sem Ragnheiður Halldórsdóttir, leikskólastjóri í Reykjavík, hélt á málþingi um menntamál leikskólakennara á laugardag, kom fram að þrátt fyrir mikla uppbyggingu leikskóla í landinu síðustu tvo áratugina og mikla fjölgun útskrifaðra leikskólakennara séu leikskólarnir að stórum hluta mannaðir ófaglærðu starfsfólki. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 306 orð

Tillögu sjálfstæðismanna um breytt aðalskipulag vísað frá

Samþykkt fyrir 160 þúsund rúmmetra grjótnámi í Geldinganesi Tillögu sjálfstæðismanna um breytt aðalskipulag vísað frá VÍSAÐ var frá í borgarstjórn Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag tillögu borgarfulltrúa sjálfstæðismanna þess efnis að fyrirhugaðri landnotkun á Geldinganesi verði breytt þannig að nesið verði a Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 540 orð

Tíðindalítil helgi

HELGIN gekk vel hjá lögreglu. Hefðbundið annríki var að kvöld- og næturlagi en gekk að mestu tíðindalítið fyrir sig. Ökumenn voru ekki allir tilbúnir að glíma við fyrstu hálkuna og voru 44 árekstrar tilkynntir lögreglu. Þá voru 50 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs og 11 vegna ölvunar við akstur. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 275 orð

Tugir farast í lestarslysi

AÐ MINNSTA kosti 45 manns fórust og 100 særðust í lestarslysi í bænum Kafr El-Douar í norðurhluta Egyptalands á sunnudag. Lestin fór út af sporinu og rann á miklum hraða inn á markaðstorg í bænum. Yfirvöld sögðu að verið væri að rannsaka orsök slyssins og vildu ekki staðfesta fréttir um að bilun í hemlabúnaði hafi valdið því. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 254 orð

Uppreisn bæld niður í Georgíu

STJÓRNARHER Georgíu tókst í gær að bæla niður uppreisn um 200 hermanna sem stálu skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum og reyndu að ná Kutaisi, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Skriðdrekar og stórskotalið vörðu borgina og fólk, sem flúði af svæðinu, sagði að til átaka hefði komið í bænum Khomi sem er um 20 km frá borgarmörkum Kutaisi. Meira
20. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Valgerður og Jakob vilja fyrsta sætið

VALGERÐUR Sverrisdóttir, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknarflokksins, og Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, sækjast bæði eftir fyrsta sætinu á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 854 orð

Vanur að fara sínar eigin leiðir

SPÆNSKI dómarinn Balthasar Garzon, sem fór fram á það við bresk stjórnvöld, að Augusto Pinochet hershöfðingi og fyrrverandi einræðisherra í Chile yrði handtekinn, hefur oft verið upp á kant við stjórnvöld á Spáni. Meira
20. október 1998 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Verkstjórar gefa líkamsræktartæki

ENDURHÆFINGARSTÖÐ hjarta- og lungnasjúklinga á Bjargi á Akureyri (HL-stöðin) hefur fengið að gjöf tvö líkamsræktartæki frá Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis. Kaupin eru fjármögnuð með styrk úr sjúkrasjóði Verkstjórasambands Íslands, í tilefni 60 ára afmælis sambandsins. Um er að ræða róðravél, til að framkvæma styrkjandi æfingar fyrir efra bak, aftanverðar axlir og upphandleggi. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 155 orð

Vonir bundnar við nýtt bóluefni

NÝ gerð bóluefnis, sem er ódýrari og auðveldari í framleiðslu en hefðbundin bóluefni, gæti í framtíðinni varið fólk gegn sjúkdómum á borð við malaríu. Bóluefnið er gert úr DNA- kjarnsýru veira og byggir upp ónæmi líkamans fyrir þeim. Í nýrri rannsókn voru 20 sjálfboðaliðar sprautaðir með slíku DNA-bóluefni gegn malaríu. Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 245 orð

WHO kynnir átak gegn útbreiðslu krabbameins

ALÞJÓÐA heilbrigðisstofnunin, WHO, kynnti í gær alþjóðlegt átak gegn fjölgun krabbameinstilfella en áætlað er að árið 2020 muni þau verða tuttugu milljónir á ári. Sögðu fulltrúar WHO, sem kynntu átakið á alþjóðlegri ráðstefnu sérfræðinga á sviði krabbameinslækninga sem haldin er í London, Meira
20. október 1998 | Erlendar fréttir | 364 orð

Yfir 500 manns létu lífið í eldsvoðanum

YFIR 500 manns eru látnir eftir að miklir eldar kviknuðu við olíuleiðslu í þorpinu Apawor í suðurhluta Nígeríu á sunnudag, og getur verið að þeir verði fleiri. Talið er að sprenging hafi orðið þegar gat var gert á leiðsluna í þeim tilgangi að stela olíu. Leiðtogi Nígeríu, herforinginn Abdulsalami Abubakar, skoðaði slysstaðinn í gær. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Þingsályktunartillaga ekki afgreidd

Í GREINAFLOKKNUM Landið og orkan sunnudaginn 11. október sl. var ranghermt að þingsályktunartillaga um framtíðarskipan raforkumála hefði verið samþykkt á síðasta löggjafarþingi. Tillagan hefur ekki hlotið afgreiðslu þingsins, og verður tekin aftur upp á þessu þingi. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 284 orð

Þjálfun hefst á þriðja námsári

NÝJAR reglur um þjálfun prestsefna voru samþykktar á kirkjuþingi í gær. Gera þær ráð fyrir því að þjálfunarteymi, sem sér um undirbúning guðfræðinema, geti vísað guðfræðinema til fundar við biskup komist teymið að þeirri niðurstöðu að prestsstarf henti viðkomandi illa. Meira
20. október 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Þórunn Sveinbjörnsdóttir á Alþingi

ÞÓRUNN H. Sveinbjörnsdóttir, annar varamaður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, tók í gær sæti á Alþingi í fjarveru Magnúsar Árna Magnússonar. Þórunn hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og bar því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni. Að því búnu bauð forseti Alþingis hana velkomna til starfa. Við fráfall Ástu B. Meira
20. október 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Blönduósi-Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og nánasta umhverfi Grunnskólans á Blönduósi í því augnamiði að bæta aðgengi fyrir fatlaða og hefur m.a verið sett lyfta í skólahúsnæðið. Breytingarnar hafa leitt til þess að aukið rými hefur skapast fyrir sérkennslu. Meira

Ritstjórnargreinar

20. október 1998 | Leiðarar | 594 orð

ÁKVÖRÐUN ÞORSTEINS PÁLSSONAR

leiðari ÁKVÖRÐUN ÞORSTEINS PÁLSSONAR KVÖRÐUN Þorsteins Pálssonar um að hætta þátttöku í stjórnmálum og gefa ekki kost á sér til framboðs í Suðurlandskjördæmi í alþingiskosningunum næsta vor hefur áreiðanlega komið mörgum á óvart en er skiljanleg. Þorsteinn Pálsson hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins samfellt um 15 ára skeið. Meira
20. október 1998 | Staksteinar | 295 orð

»Misvægi atkvæða veldur skaða "ÓHÆTT er að fullyrða," segir í Öðrum sálmum V

"ÓHÆTT er að fullyrða," segir í Öðrum sálmum Vísbendingar, "að þetta misvægi atkvæða hafði slæm áhrif á íslenzkt efnahagslíf og stuðlaði að röngum ákvörðunum í mikilvægum málum. Þeir þingmenn sem fæst atkvæði hafa á bak við sig voru kosnir með tæplega 700 atkvæðum árið 1995 en þeir sem flest höfðu yfir 4.000." Aðaltillagan gengur of skammt Meira

Menning

20. október 1998 | Kvikmyndir | 521 orð

Að velja silfrið

Höfundur: Friðrik Erlingsson. Leikstjóri: Hjörtur Grétarsson. Leikmynd: Ólafur Engilbertsson. Tónlist: Pétur Grétarsson. Leikendur: Margrét Ólafsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Árnason. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 586 orð

Allt litróf raddar innar í ljóðasöng

"Í ÓPERUNNI getur maður falið sig svo mikið í búningnum og í hlutverkinu en þegar ljóðasöngur er annars vegar verður maður að sýna allt litróf raddarinnar og það er miklu viðkvæmara ­ en óskaplega mikil áskorun," segir sópransöngkonan Guðrún Ingimarsdóttir, sem heldur tónleika í Hafnarborg annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 170 orð

Á vegum úti Á flótta (Black Cat Run)

Framleiðandi: Bobby Shriver. Leikstjóri: D.J. Caruso. Handritshöfundur: Frank Darabont. Kvikmyndataka: Bing Sokolsky. Aðalhlutverk: Patrick Muldoon, Amelia Heinle og Jake Busey. (90 mín.) Skífan, október 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 730 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildu

A Perfect Murder Peningar og framhjáhald trylla ástarþríhyrninginn. Úr því verður fín spennumynd sem sífellt vindur uppá sig og kemur skemmtilega á óvart. The Horse Whisperer Falleg og vel gerð mynd á allan hátt, sem lýsir kostum innri friðar í samhljómi við náttúruna og skepnur. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 49 orð

Brúður með tónleika

Brúður með tónleika RÚSSNESKA leikritið "Stórfurðulega tónleikabrúðusýningin" var frumsýnt í Obraztsov-brúðuleikhúsinu í Moskvu 16. október. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 823 orð

CECIL B. DE MILLE

CECIL B. DE MILLE Sígild myndbönd "SÝNINGARSTJÓRI allra tíma," var viðurnefni leikstjórans Cecils B. DeMille (1881­1959). "The Greatest Showman on Earth" gerði íburðarmestu og dýrustu stórmyndir síns tíma, sum metin standa óhögguð enn. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 141 orð

Coppola tapar 4,5 milljarða skaðabótum

ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli hjá bandaríska kvikmyndaleikstjóranum Francis Ford Coppola. Honum voru dæmdir 6 milljarðar króna í skaðabætur í júlí síðastliðnum frá kvikmyndaverinu Warner Brothers á þeim forsendum að kvikmyndaverið hefði hindrað hann í að gera leikna kvikmynd um spýtukarlinn Gosa. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 41 orð

Dagskrá um Ólaf Jóhann Sigurðsson frestað

DAGSKRÁ sem halda átti um Ólaf Jóhann Sigurðsson í Norræna húsinu fimmtudaginn 22. október, verður frestað um óákveðinn tíma. Dagskráin hefur verið auglýst í kynningarbæklingi um upplestrarröð Máls og menningar og Forlagsins, Ljáðu þeim eyra. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 132 orð

Fimmtánda ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar

MARLÍÐENDUR er fimmtánda ljóðabók Jóhanns Hjálmarssonar. Í kynningu segir að Jóhann Hjálmarsson sé í fremstu röð íslenskra nútímaskálda. Ljóð hans hafa að undanförnu vakið æ meiri athygli heima og erlendis og eru til í þýðingum á fjölmargar tungur. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 30 orð

Finnski kórinn Dominante syngur í Laugardalslaug

Finnski kórinn Dominante syngur í Laugardalslaug DOMINANTEKÓRINN frá Finnlandi ætlar að syngja fyrir gesti í Laugardalslauginni í dag, þriðjudag, kl. 14.00. Kórinn heldur síðustu tónleika sína í Langholtskirkju á fimmtdagskvöld. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 323 orð

Fjölskrúðug en fráleitt feimin

Vortískan á sýningum í París Fjölskrúðug en fráleitt feimin VORTÍSKAN er enn í brennidepli í tískuheiminum á haustdögum og í París hafa margir tískuhönnuðir boðað það sem vígalegast mun vera í klæðaburði næsta vor. Meira
20. október 1998 | Kvikmyndir | 369 orð

Flóttamaðurinn Leslie Nielsen

Leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur: Pat Proft. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Kelly LeBrock, Michael York og Richard Crenna. PAT Proft var lengi samstarfsmaður Jim Abrahams og David Zuckers sem hvað lengst hafa náð í gerð skopstælingamynda og hefur lært sitt fag við gerð fjölda slíkra á undanförnum tveimur áratugum. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 67 orð

Fyrsta hlutverkið

Fyrsta hlutverkið ÁKVEÐIÐ hefur verið að hin spænskættaða söngkona Gloria Estefan hljóti hlutverk í kvikmynd Wes Cravens "50 violins", sem segir sanna sögu Robertu Tzavaras, einstæðrar móður sem flytur til Harlem til að kenna fátækum börnum á fiðlu. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 324 orð

Hátíðin hefst í kvöld

Í KVÖLD hefst norræna barnamyndahátíðin með pomp og prakt í Regnboganum. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og í fyrsta skipti sem Íslendingar eru gestgjafar. Hátíðin hefst með ávarpi framkvæmdastjórans, Þorgeirs Gunnarssonar, og síðan syngur Graduale-barnakór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 2489 orð

Hvað er hægt að búast við að finna? Börn og unglingar og menningararfurinn verða helstu þemu Bókastefnunnar í Gautaborg í ár.

FJÓRTÁNDA Bókastefnan í Gautaborg verður dagana 22.­25. október næstkomandi. Tvö helstu þemu bókastefnunnar í ár verða "Börn og unglingar" og "Menningararfurinn". Áhersla er annars vegar lögð á bókmenntir fyrir börn og unglinga og hinsvegar á bækur og umræður um málefni ungmenna frá ýmsum sjónarhólum. Meira
20. október 1998 | Skólar/Menntun | 1060 orð

Í heimavist á Laugum

Á LAUGUM er fólk úr flestum héruðum landsins, en allt að eitt hundrað nemendur stunda nám við skólann í vetur. Margir koma úr sveit eða fámennari byggðarlögum þar sem ekki er boðið upp á framhaldsskólanám. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 364 orð

Jón Viðar á nýjum vettvangi

Jón Viðar á nýjum vettvangi "ÉG GEF fyrir tækni," segir Margrét Vilhjálmsdóttir. "Ég gef fyrir þráð," segir Hrefna Jónsdóttir. "Og fyrir hvað gefur þú, Jón Viðar?" spyr Hjálmar Hjálmarsson, stjórnandi leikhússportsins. "Skemmtun," svarar Jón Viðar Jónsson, formaður dómnefndar, og stekkur ekki bros á vör. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 193 orð

Leggur ballettskóna á hilluna

DAVID Greenall hefur ákveðið að leggja ballettskóna á hilluna og verður sýning Íslenska dansflokksins fimmtudaginn 22. október sú síðasta sem hann tekur þátt í. Hann hefur starfað með Íslenska dansflokknum frá 1992 og dansar eitt af aðalhlutverkunum í verki Jiri Kyliáns, Stool Game, í þessari fyrstu uppfærslu sýningarársins. Meira
20. október 1998 | Tónlist | 702 orð

Ljóðað í Garðabæ

Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil fluttu ljóðasöngva eftir Schumann, Jón Ásgeirsson, Debussy og Brahms. Laugardag 17.10. kl. 17. ÞAÐ er ætíð tilhlökkunarefni að fara á tónleika í Garðabænum, svo vel hefur tekist þar til með tónleikahald á síðustu árum. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 145 orð

Ljóðaúrval Silju Aðalsteinsdóttur

PERLUR, úr ljóðum íslenskra kvenna, hefur að geyma 142 ljóð er Silja Aðalsteinsdóttir valdi. Í kynningu segir að ljóðin í þessu úrvali myndi eins konar ljóðsögu. Þau byrja á ljóðum um að vera barn, sem síðar vex upp, verður unglingsstúlka, kona. Ljóð geta sagt hið ósegjanlega, það sem ekki er hægt að segja og það sem ekki má segja. Meira
20. október 1998 | Menningarlíf | 238 orð

Mannlíf á Vestfjörðum

VESTFIRSKA forlagið á Hrafnseyri, sem er eina starfandi bókaforlagið á Vestfjörðum eftir því sem best er vitað, mun gefa út fimm bækur og rit á þessu hausti. Nýlega kom út bókin "Barnaskóli á Þingeyri í Dýrafirði í 100 ár", eftir Hallgrím Sveinsson, fyrrverandi skólastjóra, en þar er um að ræða afmælisrit skólans á Þingeyri, eins og nafnið bendir til. Meira
20. október 1998 | Skólar/Menntun | 264 orð

Margmiðlunarskólinn

MARGMIÐLUNARSKÓLINN var settur í fyrsta sinn í september sl. Starfsemi Margmiðlunarskólans sýnir þá auknu áherslu sem lögð er á nýja miðla og kemur til viðbótar við námskeið Prenttæknistofnunar. Við undirbúning Margmiðlunarskólans naut Prenttæknistofnun aðstoðar MIDAS-NET skrifstofunnar á Íslandi og Portland State University. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 127 orð

McCartney syrgir Lindu

PAUL McCartney segist ennþá vera að jafna sig eftir að hafa misst eiginkonu sína, Lindu, úr krabbameini í apríl. Bítillinn fyrrverandi segir í viðtali við Daily Mail: "Það eru smáatriðin sem koma virkilega í bakið á manni." Hann nefnir sem dæmi að honum detti stundum í hug að hringja í hana og það sé óþægileg tilfinning þegar það rifjist upp fyrir honum að það er ekki hægt lengur. Meira
20. október 1998 | Myndlist | 420 orð

Norskar noktúrnur

Opið alla daga nema þriðjudaga frá 12­18. Aðgangseyrir 200 kr. Til 26. október. Í HAFNARBORG gefur að líta viðameiri og metnaðarfyllri grafíklistasýningu en sést hefur hér á landi í talsverðan tíma. Listamaðurinn er norskur, Terje Risberg, og hann sýnir verk sín í öllum sölum Hafnarborgar. Meira
20. október 1998 | Tónlist | 444 orð

Ofmetinn söngáhugi?

Sönglög eftir Robert Schumann og Hugo Wolf. Bettina Smith mezzosópran; Jan Willem Nelleke, píanó. Norræna húsinu, sunnudaginn 18. október kl. 17. EKKI virðist blása byrlega fyrir hljómleikaröð Arsis-hljómdiskaútgáfunnar í Norræna húsinu með tilliti til aðsóknar, hvort sem veldur tímasetning, slælegar kynningar eða hvort tveggja. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 115 orð

Saga Brandon Teena í kvikmynd

HILLARY Swank, sem lék í myndunum "The Next Karate Kid" og "Buffy the Vampire Slayer", hefur tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni "Take It Like a Man". Drew Barrymore er einn af framleiðendum myndarinnar. Tökur hefjast í október og fjallar myndin um konu frá Nebraska sem lifði lífi sínu sem karlmaður og átti kærustur. Hún mætti miklum fordómum og var að lokum myrt. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 639 orð

Sagan komin aftur í kvikmyndir

EVRÓPSKA kvikmyndaakademían og Soros-stofnunin í New York bauð Hrafni Gunnlaugssyni, kvikmyndagerðarmanni og leikstjóra, á málstofu um kvikmyndir um síðustu helgi í Austurríki undir yfirskriftinni "Sunnudagur í sveitinni". Fyrst á heimili Zanussi Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 102 orð

Skopskyn Lennons

SKOPSKYNS Lennons verður víða vart á væntanlegu fjögurra diska safni af áður óútgefnu efni þar sem hann hendir m.a. gaman að Bob Dylan, Paul McCartney og George Harrison. Yoko Ono segir í samtali við Los Angeles Times að "John Lennon Anthology" sýni eiginmann sinn heitinn í réttu ljósi. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 900 orð

Svartklæddur sólótrommari sem vann með Zappa Á sunnudagskvöldið verður tónlistarveisla í Loftkastalanum en þá mun

TROMMULEIKARINN Terry Bozzio kemur til Íslands á vegum hljóðfæraverslunarinnar Samspil. Þrátt fyrir að hann komi einn fram á tónleikunum er ekki hægt að segja að farangurinn sé lítill, því trommusettið er yfir tonn að þyngd, en í því eru 28 trommur frá DW trommuverksmiðjunum og 45 Sabian málmgjöll og er trommusettið sérhannað fyrir Bozzio. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 77 orð

Viagra leikhússins

Viagra leikhússins LEIKKONAN Nicole Kidman fékk frábæra dóma í West End í Lundúnum fyrir frammistöðu sína í leikritinu Bláa herbergið. Nú stendur til að flytja leikritið um set til Broadway og verður það frumsýnt 13. desember í Court Theatre á West 48th Street. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 86 orð

Winslet í hnapphelduna

Winslet í hnapphelduna KATE Winslet lifði af Titanic og nú ætlar hún að ganga í hnapphelduna. Breska leikkonan sem er 23 ára tilkynnti á föstudag að hún ætlaði að ganga að eiga lítt þekktan aðstoðarleikstjóra, Jim Thrapleton, sem er 24 ára. Meira
20. október 1998 | Fólk í fréttum | 46 orð

Woods stígur dans

JAMES Woods dansaði af gleði þegar stjarna hans var afhjúpuð á gangstétt fræga fólksins í Hollywood 15. október síðastliðinn. Woods hefur leikið í fjölmörgum gæðamyndum á borð við "Drauga Mississippi", "Kasínó", "Nixon", "Salvador" og fer með hlutverk í væntanlegri mynd hrollvekjumeistarans Carpanters, "Vampírur". Meira
20. október 1998 | Myndlist | 402 orð

Það sem er en sést ekki

Til 28. október. Opið á verslunartíma. ALLT frá því að evrópsk myndlist fór að sveigja af leið þeirra klassísku hátta sem Forn-Grikkir höfðu mótað, Rómverjar haldið í heiðri og Ítalir endurreisnartímans fært í fræðilegan og skipulegan búning hefur almennur misskilningur blómstrað í allri umræðu um fyrirbærið. Meira

Umræðan

20. október 1998 | Bréf til blaðsins | 272 orð

Á heljarslóð

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, sagðist á Alþingi 12. okt. ekki hafa séð fyrir þá holskeflu eiturlyfjaaukningar, sem varð meðal reykvískra unglinga í sumar er leið. Hann hélt jafnvel að enginn, endurtek enginn, hefði séð þetta fyrir. Hann talaði reyndar ekki um þetta fyrr en hann var spurður gagngert í þingsal. Meira
20. október 1998 | Bréf til blaðsins | 600 orð

Fátæktin er óþægileg

AÐ undanförnu hefur nokkuð verið rætt um fátækt fólk hér á landi. Forsætisráðherra vor telur samt að það megi vel við una enda hafi það notið góðærisins ekki síður en aðrir. Formaður Framsóknarflokksins talaði og um fátækt fólk nýverið í sjónvarpi og fræddi landslýð um það að auðvitað væri til fátækt fólk. Lífið og tilveran væri nú bara þannig að alltaf yrði til fátækt fólk. Meira
20. október 1998 | Aðsent efni | 422 orð

Hvers vegna fiskveiðistjórnunarkerfi?

ÍSLENSK útgerð á í stöðugri samkeppni við ríkisstyrktar erlendar útgerðir því markaðssvæðið er það sama. Þó svo að verð á afurðum sé gott um þessar mundir eru ýmsar blikur á lofti. Efnahagsástand í Asíu, sem er mikilvægt markaðssvæði fyrir okkar afurðir, er ótryggt, sama er að segja um Rússland. Meira
20. október 1998 | Bréf til blaðsins | 275 orð

Líf á fjölunum

ÉG VAR að enda við að lesa greinina "Aldraðir æringjar", sem Orri Páll Ormarsson skrifar um leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Þar segir systir höfundar "það yndislega tilfinningu að fylgjast með Manni í mislitum sokkum lifna við á fjölunum (leturbr. mín). En um leið tregablandin, þar sem Arnmundur lifði ekki til að sjá drauminn rætast. Meira
20. október 1998 | Aðsent efni | 989 orð

Opið bréf til embættismanna

FLJÓTLEGA eftir að vinna hófst við Búrfellslínu gerði Rafiðnaðarsamband Íslands athugasemdir við aðbúnað innlendra og erlendra starfsmanna við línuna. Við þessu var brugðist af hálfu Vinnueftirlits. Skjólfatnaður og öryggisbúnaður starfsmanna var bættur, auk aðbúnaðar starfsmanna á Selfossi, m.a. þegar Heilbrigðisfulltrúi Suðurlands lokaði mötuneyti í bílskúr. Meira
20. október 1998 | Aðsent efni | 850 orð

Sál fyrir ál

Í Mattheusarguðspjalli stendur eftirfarandi í 4.9: "Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig." Þá segir Jesús við hann: "Vík burt Satan." Nú er öldin önnur og Satan hefur brugðið sér í líki Norsk Hydro, sem nú leiðir okkur upp á Snæfell og segir: "Allt gull skal ég gefa ykkur, ef þið seljið mér nógu mikla og ódýra orku svo ég geti framleitt álið mitt. Meira
20. október 1998 | Aðsent efni | 793 orð

Þetta gætu verið börnin okkar

NÚ Á dögunum bárust okkur á öldum ljósvakans fréttir af neyðarástandi sem hefur skapast vegna skorts á meðferðarúrræðum fyrir unga fíkniefnaneytendur. Í viðtali við forstöðumann barnaverndarstofu af þessu tilefni sagði hann að tugir ungmenna væru á biðlistum eftir meðferðarúrræðum, allt niður í 14 ára börn, Meira

Minningargreinar

20. október 1998 | Minningargreinar | 55 orð

Áslaug K. Magnúsdóttir

Elsku systir okkar. Með söknuði í hjarta langar okkur til að kveðja þig með þessum orðum. Hve langt sem er á milli okkar og hversu mjög sem lífið hefur breytt okkur, þá eru tengsl okkar órjúfanleg. Þú verður alltaf sérstakur hluti af lífi mínu. (P.B.) Megi guð geyma þig og varðveita. Þín systkini. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 72 orð

Áslaug K. Magnúsdóttir

Áslaug K. Magnúsdóttir Margir gráta bliknuð blóm. Beygja sorgir flesta. Án þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. Valta fleyið vaggar sér votum hafs á bárum. Einatt mæna eftir þér augun, stokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þína' að geyma. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Áslaug K. Magnúsdóttir

Elsku frænka. Nú er komið að kveðjustund og langar mig að minnast þín í fáum orðum. Þótt langt hafi verið á milli okkar fylgdist þú alltaf vel með hvernig gengi hjá öllum hér heima. Alltaf vildir þú allt fyrir okkur gera. Það var sérstakt upplifelsi að koma til þín í Kópavoginn og fá að gista í stóra kóngarúminu eins og við kölluðum gestarúmið. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 134 orð

Áslaug K. Magnúsdóttir

Elsku Áslaug mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við tvær áttum alltaf smá í hvor annarri, við vorum saman í langan tíma, samt svo stuttan. Ung að aldri var ég hjá þér og alltaf með annan fótinn þar til ég var fimmtán ára gömul. Ég á margar og góðar minningar bæði frá Íslandi og Svíþjóð. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 94 orð

Áslaug K. Magnúsdóttir

Elsku frænka. Okkur langar að minnast þín með þessum orðum. Þegar ég leit í augu þín sá ég drauma þína og von um betra líf fljúga framhjá. Mig langaði að stöðva þá og gefa þér, en það gat ég ekki. Svo ég settist niður og horfði á þig og hugsaði um lífið. Ég beið eftir andardrættinum koma og fara. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 114 orð

Áslaug K. Magnúsdóttir

Elsku Áslaug frænka mín. Nú ertu farin frá okkur, en ég veit að þér líður mun betur þar sem þú ert núna. Núna ertu hjá ömmu Lóu og hún mun ávallt gæta þín, elsku Áslaug mín. Ég mun aldrei gleyma deginum, þegar þú gafst mér Todda trúð. Ég svaf alltaf með hann og tók hann alltaf með í öll ferðalög sem ég fór í og geri enn. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 155 orð

ÁSLAUG K. MAGNÚSDÓTTIR

ÁSLAUG K. MAGNÚSDÓTTIR Áslaug K. Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1941. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt laugardagsins 10. október. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg L. Guðmundsdóttir, f. 1.8. 1923, d. 16.1. 1991, og Magnús St. Daníelsson, f. 8.4. 1919. Áslaug var elst af sex systkinum. Systkini hennar eru: 1) Jórunn Ingibjörg, f. 6. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 331 orð

ÁSTA BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR

ÁSTA BRYNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1945. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson, sjómaður og fisksali, f. 8.7. 1918, d. 20.2. 1975, og Ásdís Eyjólfsdóttir, skattendurskoðandi, f. 14.12. 1921. Systkini: Víglundur, framkvæmdastjóri, f. 19.9. 1943, og Hafdís Björg, sálfræðingur, f. 25.4. 1955. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Í dag kveðjum við Ástu hinstu kveðju, en hún beið lægri hlut fyrir skæðum óvini, þrátt fyrir hetjulega og ákafa baráttu. Við horfum á eftir henni með eftirsjá og söknuði, nú þegar hún er fallin frá allt of snemma. Ásta kom ung inn í fjölskyldu okkar, er hún bast Ástráði. Við fylgdumst með og tókum þátt í basli námsáranna í kjallaranum í Kaplaskjólinu. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 1193 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Þótt okkur ættingjum og vinum Ástu systur minnar væri ljós hinn alvarlegi sjúkdómur hennar og að á honum yrði ekki sigrast kom dauði hennar nú okkur engu að síður í opna skjöldu, því við áttum ekki von á honum svo skjótt. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 406 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ótímabært fráfall Ástu B. Þorsteinsdóttur er harmsefni. Með henni er gengin valkyrja, gædd baráttuhjarta fyrir málstað þeirra sem eiga undir högg að sækja. Það skal hér fullyrt að fáir aðrir hafi skilið eftir sig jafn djúp spor í réttindabaráttu fatlaðra síðasta áratuginn og hún gerði. Verk hennar á því sviði munu lifa hana um ókomna tíð. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 220 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Því miður urðu kynni okkar Ástu ekki löng. Þrátt fyrir það gerði ég mér fljótt grein fyrir að þar fór harðdugleg baráttukona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þar til ég fluttist til útlanda vegna starfa minna bjuggum við Þorsteinn um tíma á heimili þeirra Ástu og Ástráðs og ég minnist þess með þakklæti þegar þau buðu mig velkomna á heimilið með blómum og hlýjum orðum. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 1095 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Eftirsóknarverðustu eftirmæli þess manns, sem á við ofurefli að etja og "eigi má sköpum renna", eru þau að hann bregði sér hvorki við sár né bana. Sú ímynd er e.t.v. helst til herská fyrir það líf, sem helgað var líkn þeirra sem hjálpar eru þurfi. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 517 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Þeim sem á sér hugsjónir um betri og réttlátari heim og trúir því að honum megi breyta reynist erfitt að slíta sig frá verkefnum lífsins. Okkur sem eftir lifum er brotthvarf slíks einstaklings sérstakt harmsefni. Ásta B. Þorsteinsdóttir hafði haslað sér völl á nýjum vettvangi og þrátt fyrir stutta veru hennar á Alþingi mátti sjá að hún vildi vinna að mannréttindum sjúkra, aldraðra og fatlaðra. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 455 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Þessar ljóðlínur lýsa vel okkar kæru vinkonu sem nú er kvödd með miklum söknuði. Leiðir okkar lágu saman þegar á þrettánda árinu. Við urðum fljótt þrjár vinkonur sem héldum hópinn, áttum samleið í gegnum unglingsárin, innan skátahreyfingarinnar, erlendis og eftir heimkomu með börn og buru. Við höfum kosið að minnast unglingsáranna, þar sem aðrir munu minnast seinni ára. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 702 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Myrkur haustmorgunn þeytti kraparegni á gluggann, þegar ég lauk upp blaðinu á þriðjudaginn og las þar andlátsfregn vinar míns og samstarfsmanns til margra ára, Ástu B. Þorsteinsdóttur alþingismanns og fyrrverandi formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hughrif þessa augnabliks gátu náttúruöflin ekki áréttað skýrar. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 483 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

"Engin er eins þæg og góð og ........... Engin er eins hýr og rjóð og ............" Þannig segir í gömlu ævintýri um góðu prinsessuna sem með góðmennsku sinni og umhyggju leysti prinsinn sinn úr álögum og fann þannig hamingjuna. Ásta var í mínum huga nútímaleg ævintýraprinsessa. Með störfum sínum leysti hún ýmsa þegna þjóðfélagsins úr álögum. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 634 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Nálægð þín vakti bjartar sveiflur andrúmsloft hetju með fagrahvel undir brámána sem skoraði sjálfa þjáninguna á hólm. (Jóhannes úr Kötlum.) Steinninn í brekkunni minni er mikill uppáhaldssteinn. Ég veit að í honum býr álfkona og hún er vinkona mín. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ásta Binna var eins og sólin, hvar sem hún skein, hlýjaði hún okkur hinum í fjölskyldunni með nærveru sinni, lífsgleði og krafti. Við nutum geislanna, fylltumst orku, gleði og hugmyndum. Hún hafði ríka réttlætiskennd, mátti ekkert aumt sjá, þá var hún boðin og búin að leggja sitt af mörkum, þrátt fyrir oft og tíðum mikið annríki. Lítilmagninn hafði eignast sinn málsvara. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 300 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Guð gaf og guð tók. Gjafir þær sem Ásta hlaut voru miklar. Þær voru fólgnar í óvenju góðum gáfum og gnægð þeirra þátta sem í heild mynda mannkosti einstaklings. Íhugul fetaði hún hvert fótmál af varkárni en ákveðni og það breyttist ekki þótt síðar lengdist milli sporanna. Í hugarfylgsnum hennar blundaði sú þrá að geta eflt hag lítilmagnans í íslensku þjóðfélagi, einkum fatlaðra og aldraðra. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 814 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Þegar Ásta B. Þorsteinsdóttir tók þriðja sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík við alþingiskosningarnar vorið 1995 var hún löngu orðin landsþekkt kona. Hún var þekkt og mikils metin innan stéttar sinnar sem mjög hæfur hjúkrunarfræðingur með skurðstofuhjúkrun sem sérgrein. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 834 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Elskuleg vinkona okkar er látin og komið að kveðjustund. Við þökkum forsjóninni fyrir að hafa leitt okkur saman gegnum lífið. Leiðir okkar vinanna lágu fyrst saman þegar við Ásta hófum nám í Hjúkrunarskóla Íslands en Ástráður, unnusti hennar, var þá í læknadeild. Ekki leið á löngu þar til Ásta var búin að kynna mig fyrir mannsefninu mínu svo ég á henni mikið að þakka. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 1023 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Fram á síðasta dag trúði ég á kraftaverkið. Að eins og oftast áður tækist Ástu hið ómögulega. En gagnvart dauðanum erum við öll lítils megnug og það sannreynum við nú þegar við syrgjum Ástu B. Þorsteinsdóttur við ótímabært lát hennar. Mennirnir biðja en Guð ræður. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 438 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Með söknuð í sinni er sönn og hugdjörf baráttukona kvödd. Hún Ásta var sannarlega ein þeirra sem átti eld í hjarta, hún tendraði líka sama bjarta baráttueldinn í annarra hjörtum. Hún átti þor og þrek til þess að fylgja háleitri hugsjón eftir, hiklaus og óvílin háði hún baráttuna fyrir bættum kjörum fatlaðra, Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 897 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ævinni hefur oft verið líkt við vegferð. Að ná miðjum aldri er eins og að standa uppi á háu fjalli með útsýni til allra átta. Ásta B. Þorsteinsdóttir kleif mörg fjöll á ævinni því að hún sameinaði það að vera baráttu- og hugsjónakona. Barátta hennar féll lengst af í einn farveg: Að bæta lífsgæði fatlaðra og sýna fram á að þeir ættu rétt á að njóta mannréttinda á borð við aðra í samfélaginu. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 420 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Hinn 12. október síðastliðinn andaðist Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og alþingismaður, eftir harða baráttu við illkynja sjúkdóm. Ásta tókst á við veikindi sín á aðdáunarverðan hátt og af hugrekki. Ásta leitaði allra leiða og gafst ekki upp fyrr en örfáum dögum fyrir andlátið, er hún loks játaði sig sigraða. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Þessa örlagaþrungnu tíma falla heit tár af því að himinninn sjálfur grætur. Lífið er dýrleg gjöf, en ekkert megnar að stilla örlög né sorgir, þjáningin sker innstu hjartarætur. Tilveran tekur að mæla og lýsa upp myndir blessaðra, gleðiríkra daga. Orð fæðast án tóna, þau eiga sér stað í vitundinni. Frá þeim berst vitneskjan um að lífi alls og allra ráði æðri máttarvöld. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 706 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Mér er þungt um hjarta er ég sest niður og skrifa kveðjuorð um Ástu B. Þorsteinsdóttur. Hún er enn svo sterk og vakandi í vitund minni, mér finnst að síminn hljóti að hringja á hverri stundu, hún spyrji mig frétta, spjalli um hvernig hún ætli að taka á þeim málum sem hún bar svo mjög fyrir brjósti. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar og vináttu hennar lengi. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 960 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Það er erfitt að sætta sig við það að baráttuvilji og lífsgleði Ástu Bryndísar Þorsteinsdóttur hafi ekki dugað til að hún mætti sigrast á sjúkdómnum sem hún barðist svo hart við. Við flokkssystur hennar og vinkonur höfum fylgst með þessari baráttu hennar alveg frá því Ásta sjálf vissi hvað amaði að, Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 539 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Haustið kom snögglega í ár og allt of fljótt. Það kólnaði og dimmdi yfir í síðustu viku og blómin fölnuðu skjótt á einni hélunótt. Ásta B. Þorsteinsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, lést, aðeins 52 ára að aldri. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 79 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Okkur langar til að minnast Ástu með örfáum orðum. Hún hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðra og skarað framúr meðal jafningja sinna. Við þökkum henni fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við höfum átt með henni undanfarin ár. Hún hefur reynst okkur bæði stoð og stytta. Við viljum votta fjölskyldu hennar og aðstandendum okkar dýpstu samúð á erfiðri stundu. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 172 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Erfiðu sjúkdómsstríði Ástu Bryndísar Þorsteinsdóttur, systurdóttur minnar, er lokið. Hún háði stutta en harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þessi sterka kona, sem átti svo margt óunnið, varð að beygja sig undir það ofurafl sem hún mætti. Þeir eru margir sem missa mikið við fráfall Ástu frænku minnar. Hún lét sig varða mál þeirra sem minnst mega sín. Við frændfólkið áttum góðan vin í henni. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 74 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ásta mín, við þökkum þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur. Þú sem varst alltaf brosandi og kát í vinnunni okkar hjá Þroskahjálp. Við trúum því ekki enn að þú sért farin frá okkur, en það verður mjög tómlegt hjá okkur í vinnunni án þín og við þökkum þér fyrir allt gott sem þú gerðir fyrir samtökin hjá Þroskahjálp. Guð geymi þig í framtíðinni. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 95 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ásta með krabbamein. Orðin límd í undirmeðvitund mína. Þessi hrausta unga kona. Hörkudugleg, klár, umfram allt besta sál sem ég hef kynnst. Minningarnar streyma fram í huga mér. Ég minnist sérstaklega þess tíma sem við áttum heima saman í Árósum. Þar naut ég þeirrar gæfu að kynnast henni og hennar fjölskyldu. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 250 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Við þingmenn í þingflokki jafnaðarmanna þökkum þann tíma sem við nutum samfylgdar Ástu B. Þorsteinsdóttur og söknum nú vinar í stað. Ásta B. Þorsteinsdóttir tók sæti á Alþingi í janúar sl. í kjölfar þess að Jón Baldvin Hannibalsson vék af þingi. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 254 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Mig langar að deila með ykkur minningum mínum um móður mína þótt það sé erfitt og sárt fyrir mig. Elsku mamma var falleg og yndisleg kona sem mér þótti vænt um. Hún var meiriháttar móðir sem bakaði alltaf dúkkuskúffukökur á afmælum mínum þegar ég var lítil. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 288 orð

Ásta B. Þorsteinsdóttir

Það kólnaði skyndilega í veðri á dánardegi Ástu B. Þorsteinsdóttur. Það var eins og sumar viki fyrir vetri þegar ekki naut lengur við þeirrar hlýju og orku sem jafnan stafaði af Ástu og hún gaf svo örlátlega af. Og nú finnst mér blása naprari vindar en áður um götuna okkar. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 524 orð

Einar Sigurjónsson

Í dag verður borinn til moldar frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Einar Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu merkur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem gerði frystiiðnaðinn á Íslandi að stórveldi og skapaði grundvöll þess að hægt er að lifa menningarlífi á Íslandi. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 630 orð

Einar Sigurjónsson

Einar Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf., var einn af þeim framsýnu mönnum sem markað hafa djúp spor í atvinnulífi í Vestmannaeyjum. Við andlát Einars Sigurjónssonar hverfur af sjónarsviðinu sá síðasti af fulltrúum þeirrar kynslóðar sem hélt um stjórnvölinn í frystihúsunum í Eyjum á fyrrihluta sjöunda áratugar þessarar aldar. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 441 orð

Einar Sigurjónsson

Einar Sigurjónsson forstjóri lést hinn 14. október síðastliðinn, þá langt kominn með 78. aldursárið. Sem lítil stelpa dvaldi ég flest sumur hjá þeim Hrefnu og Einari. Þessar ferðir til Eyja eru í hávegum hafðar og kemur það til af höfðingsskap og samspili þeirra hjóna. Þær eru í minningunni sem ævintýri sem ekki er hægt að lesa í bók heldur verður að upplifa af eigin reynslu. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 307 orð

Einar Sigurjónsson

Látinn er í Vestmannaeyjum Einar Sigurjónsson framkvæmdastjóri. Með nokkrum orðum vil ég minnast Einars, en leiðir okkar lágu fyrst saman um eða uppúr 1950. Þá annaðist hann um verklegan rekstur Stakks hf. við fiskþurrkun, samhliða störfum við eigin útgerð og fiskverkun sem hann rak í félagi við Óskar Ólafsson skipstjóra á ms. Sigurfara VE. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 173 orð

EINAR SIGURJÓNSSON

EINAR SIGURJÓNSSON Einar Sigurjónsson, fæddist 7. janúar 1920 í Vestmannaeyjum. Hann lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Ólafsson, f. 17.1. 1894 á Núpi, V-Eyjafjallahreppi, og kona hans, Guðlaug Einarsdóttir, f. 27.9. 1892 á Raufarfelli, A- Eyjafjallahreppi. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 578 orð

Lilja Jónsdóttir Söebeck

Lilja móðursystur mín er látin og skorti hana aðeins tæpan mánuð í að ná 97 ára aldri. Lilja fæddist og ólst upp á Bíldudal við Arnarfjörð og átti til vestfirskra að telja í báðar ættir. Á Bíldudal var mikið athafnalíf í byrjun þessarar aldar. Uppistaðan var stórútgerð á vegum Péturs Thorsteinssonar og margháttuð önnur umsvif sem henni fylgdu. Meira
20. október 1998 | Minningargreinar | 182 orð

LILJA JÓNSDÓTTIR SÖEBECK

LILJA JÓNSDÓTTIR SÖEBECK Lilja Jónsdóttir Söebeck fæddist á Bíldudal 7. nóvember 1901. Hún lést á heimili sínu að Dalbraut 27 hinn 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Magnúsdóttir, f. 12.10. 1869 á Felli í Tálknafirði, d. 17.4. 1937 á Bíldudal, og Níels Jón Sigurðsson, f. 9.6. Meira

Viðskipti

20. október 1998 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Deyfð eftir hækkanir síðustu viku

LITLAR breytingar urðu á lokagengi í evrópskum kauphöllum í gær og deyfð var ríkjandi eftir hækkanir síðustu viku. Miðlarar velta því fyrir sér hvort framhald verður á hækkunum, eða hvort búast megi við fleiri óþægilegum uppákomum. Lokagengi FTSE 100 vísitölunnar brezku lækkaði um 1% og þegar viðskiptum lauk í Evrópu hafði Dow hækkað um 45 punkta. Meira
20. október 1998 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Kaupir 0,8% í Sjóvá- Almennum

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Brunabótafélag Íslands hefur keypt 0,8% hlut í Sjóvá-Almennum og nemur kaupverðið um 100 milljónum króna. Eignarhaldsfélagið á nú hlut í tveimur tryggingafélögum, eftir að hafa nýlega gengið frá kaupum á smáum hlut í Tryggingamiðstöðinni. Að sögn Hilmars Péturssonar, forstjóra Eignarhaldsfélagsins, er félagið með kaupunum fyrst og fremst að uppfylla 3. grein laga nr. Meira
20. október 1998 | Viðskiptafréttir | 412 orð

Morgunblaðið eitt 7 blaða í hópnum í þriðja sinn

MORGUNBLAÐIÐ er í hópi 37 dagblaða frá 13 löndum sem mynda svonefndan International Color Quality Club til næstu tveggja ára. Morgunblaðið er jafnframt í hópi sjö blaða sem ná þessum áfanga í þriðja sinn, eða í öll skiptin sem þessi samkeppni um gæðalitprentun dagblaða hefur verið haldin. Meira
20. október 1998 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Orð Gates dregin í efa

RÍKISVALDIÐ í Bandaríkjunum hóf málaferli sín gegn Microsoft hugbúnaðarfyrirtækinu í gær með því að draga í efa að Bill Gates forstjóri væri trúverðugur. Lögmenn ríkisvaldsins gerðu samanburð á eiðsvörnum vitnisburði Gates á myndbandi í ágúst og tölvupósti og greinargerðum frá Gates nokkrum árum áður og bentu á atriði sem þeir töldu sýna ósamkvæmni og mótsagnir. Meira
20. október 1998 | Viðskiptafréttir | 367 orð

Skattaafsláttur getur skekkt verðmyndun

SKATTAAFSLÁTTUR einstaklinga vegna hlutabréfakaupa er dæmi um mismunun sem getur skekkt verðmyndun á hlutabréfamarkaði, að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands. "Sá sem nýtur skattalegra hlunninda af hlutabréfakaupum er jafnvel reiðubúinn til þess að greiða hærra verð fyrir hlutabréf en sá sem ekki nýtur hlunninda. Meira

Daglegt líf

20. október 1998 | Neytendur | 314 orð

Slæleg skil á fernum til Sorpu

ÍBÚAR á höfuðborgarsvæðinu þurfa að gera átak í skilum á fernum ef marka má tölur frá Sorpu. Skil á pappír eru svipuð og í fyrra. Ágæt og jöfn skil eða um 86% hafa verið á umbúðum utan af gosi. Ragna Halldórsdóttir, umhverfisfræðingur og upplýsingafulltrúi hjá Sorpu, segir að safnast hafi um 140 tonn af fernum af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi á síðasta ári. Meira

Fastir þættir

20. október 1998 | Í dag | 24 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. október, verður sextugur Þórður Ólafsson, Lyngbergi 6, Þorlákshöfn. Sambýliskona hans er Guðný B. Óskarsdóttir. Þau eru að heiman. Meira
20. október 1998 | Fastir þættir | 411 orð

Áskirkja.

LÆKNIR og prestur munu fjalla um kristna íhugun í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju nú í kvöld, þriðjudagskvöldið 20. október, frá kl. 20.45 til kl. 21.30, en þá hefst íhugunar- og kyrrðarstund í Stafni, kapellu Strandbergs, sem er öllum opin og stendur yfir til kl. 22. Kristin íhugun leiðir til samræmis innri lífsþátta og glæðir trúarskynjun og næmi fyrir nærveru Guðs. Meira
20. október 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 29. ágúst í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Jakobi Hjálmarssyni Tatjana Fílatova og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Heimili þeirra er að Skólatúni 5, Bessastaðahreppi. Meira
20. október 1998 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Dóróthea Heiður Grétarsdóttir og Ingólfur Örn Steingrímsson. Heimili þeirra er að Gullengi 17, Reykjavík. Meira
20. október 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní sl. í Skógakirkju undir Austur- Eyjafjöllum af sr. Halldóri Gunnarssyni Súsanna Eva Helgadóttir og Sigurgeir Hlíðar Sigurjónsson. Heimili þeirra er á Langholtsvegi 182, Reykjavík. Meira
20. október 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. ágúst í Hvalsneskirkju af sr. Birni Sveini Björnssyni María Sigurbjörg Björnsdóttir og Ægir Sigurðsson. Heimili þeirra er að Vallagötu 1, Sandgerði. Meira
20. október 1998 | Í dag | 150 orð

EFTIR opnun vesturs á einum spaða, verður suður

EFTIR opnun vesturs á einum spaða, verður suður sagnhafi í sex hjörtum. Útspil vesturs er spaðakóngur: ÁG4 KD74 ÁK84 G10 -ÁG10853 DG62 K43 Hvernig er best að spila? Eftir opnun vesturs er sennilegt að hann eigi ÁD í laufi, svo það er ekki líklegt til árangurs að drepa á spaðaás og svína svo laufgosa síðar. Meira
20. október 1998 | Dagbók | 708 orð

Í dag er þriðjudagur 20. október 293. dagur ársins 1998. Orð dagsins: T

Í dag er þriðjudagur 20. október 293. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Tak eftir því, sem ég segi. Drottinn mun gefa þér skilning á öllu. (2. Tímóteusarbréf 2, 7.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss, Lette Lill, Lagarfoss, Black Birdog Portos fóru í gær. Meira
20. október 1998 | Í dag | 401 orð

SL. LAUGARDAG var opnað þýzkt menningarsetur í Reykjavík, se

SL. LAUGARDAG var opnað þýzkt menningarsetur í Reykjavík, sem augljóslega starfar á grunni Goethestofnunarinnar, sem lögð var niður skv. ákvörðun þýzkra stjórnvalda á síðasta ári. Jafnframt er ljóst, að hið nýja menningarsetur verður starfrækt með umtalsverðum stuðningi þýzkra aðila. Meira
20. október 1998 | Í dag | 435 orð

Steikhús Rauðará einstakt veitingahús

EKKI er langt síðan að í Velvakanda var háð mikil ritdeila um veitingahúsið Bing Dao á Akureyri og sýndist þar sitt hverjum. En af því að oft gleymist að geta þess sem gott er þó hitt sé vandlega tíundað vil ég benda fólki á Steikhúsið Rauðará. Þangað bauð ég konunni minni á dögunum og er skemmst frá því að segja að kvöldið var einstakt í alla staði. Meira
20. október 1998 | Í dag | 96 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu í Elista í Rússlandi. Shakir Juldasjev(2.495), Úsbekistan, hafði hvítt og átti leik gegn Giorgi Giorgadze (2.610), frá Georgíu. Svartur var að leika 18. ­ Bb6­d8? sem eyðileggur samvinnu svörtu mannanna. Meira
20. október 1998 | Fastir þættir | 717 orð

Um borgarlíf "Reykjavík endurspeglar þjóðareðlið: Hana skortir aga og úthald. Það er ekkert samspil, engin samræða og þess vegna

Samanborið við New York er Reykjavík eins og sundurlaus setning. Gatnakerfið er rökfræðilegt klúður og arkitektúrinn nykraður. Þessi borg gæti aldrei verið ljóð, hún gæti í mesta lagi verið skáldsaga, lélegur ástarróman kannski. Séð ofan af 110du hæð World Trade Center er Manhattan eins og latnesk málfræði. Meira

Íþróttir

20. október 1998 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA VÖLSUNGUR -ÖGRI

2. DEILD KARLA VÖLSUNGUR -ÖGRI 20: 20VÍKINGUR -HÖRÐUR 35: 11FJÖLNIR -FYLKIR 16: 17ÞÓR AK. -ÖGRI 29: 9BREIÐABLIK -HÖRÐUR 25: 19ÞÓR AK. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 146 orð

Atlamótið Haldið á Akranesi 17. október. Meistaraflokkur

Meistaraflokkur Einliðaleikur kvenna: Elsa Nielsen TBR sigraði Brynju Pétursdóttur TBR 13:10,6: 11,11:7 Einliðaleikur karla: Broddi Kristjánsson TBR sigraði Egidijus Jankauskas UMFH 15: 9, Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 417 orð

Árni Gautur í fótspor Kristins Björnssonar

ROSENBORG tryggði sér um helgina 7. meistaratitil sinn í röð þótt ein umferð sé eftir af norsku deildarkeppninni. Liðið sigraði botnlið Sogndal auðveldlega, 4:0. Árni Gautur Arason varði mark Rosenborg, þar sem aðalmarkvörðurinn, Jörn Jamfalt, er meiddur, Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 457 orð

Baráttu- og leikgleði Hauka réð úrslitum

HAUKAR úr Hafnarfirði lögðu Skagamenn, efsta liðið í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, 74:70, á sunnudagskvöldið og var þetta fyrsta tap ÍA í deildinni í vetur. Skagamenn eru þó enn í efsta sæti, með hagstæðara stigahlutfall en KFÍ, Keflavík, KR og Tindastóll en þessi lið eru öll með sex stig. Haukar unnu þarna sinn annan leik og eru með fjögur stig eins og Njarðvík og Grindavík. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 159 orð

Bierhoff vill fá Matth¨aus

OLIVER Bierhoff, fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, sagði um helgina að hann vildi fá Lothar Matth¨aus í liðið á ný, en hann sagði jafnframt að hæfileikar hans myndu njóta sín best á miðjunni, ekki í stöðu aftasta varnarmanns. "Hann hefur gríðarlega reynslu og þekkingu á leiknum og það skilar sér til annarra leikmanna. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 439 orð

Bæjarar á sigurbraut

Hvorki leikmönnum Schalke né ausandi rigningu tókst að stöðva sigurgöngu Bayern M¨unchen í þýsku deildinni. Bayern fékk óskabyrjun þegar varnarmaðurinn Yves Eigenrauch gerði sjálfsmark á þriðju mínútu, en Bæjarar voru heppnir skömmu síðar þegar markvörður þeirra, Oliver Kahn, varði meistaralega skalla frá Rene Eijkelkamp. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 825 orð

Cole og Yorke í ham gegn Wimbledon

HANN var ekki rismikill leikur nágrannanna Everton og Liverpool á laugardaginn. Markalaust jafntefli var sanngjarnt og hljóta leikmenn Liverpool að líta þannig á að þeir hafi tapað tveimur stigum þrátt fyrir að liðinu hafi gengið erfiðlega á Goodison Park, velli Everton, síðustu árin. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 194 orð

Denilson gengur allt í mót hjá Betis

ALLT hefur gengið dýrasta knattspyrnumanni heims, Brasilíumanninum Denilson, í mót það sem af er leiktíðinni á Spáni. Real Betis keypti Denilson á tæpa 2,5 milljarða króna í sumar og hefur hann lítið sýnt af þeirri list sem hann á að geta best, þ.e.a.s. vera sannkallaður töframaður með knöttinn. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 143 orð

Eiður Smári skorinn upp

Eiður Smári Guðjohnsen var skorinn upp á hné í gær og að sögn Arnars Gunnlaugssonar, samherja hans hjá Bolton, er gert ráð fyrir að hann verði frá í fjórar til sex vikur. Eiður Smári gerði glæsilegt mark fyrir ungmennalandsliðið í Armeníu 10. október sl. en meiddist áður en flautað var til leiksloka. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 144 orð

EINNAR mínútu þögn var fyrir

EINNAR mínútu þögn var fyrir leiki Hauka og Stjörnunnar og HK og FH á laugardaginn vegna andláts Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, en kista hennar kom heim frá Bandaríkjunum á leikdag. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 117 orð

Elva Rut með tvö silfur í Svíþjóð

ELVA Rut Jónsdóttir fimleikakona úr Björk vann til tvennra silfurverðlauna í áhaldafimleikum á svokölluðu Malar Cup- móti í Stokkhólmi um helgina en sveit Bjarkar var ein tíu sveita á mótinu en hinar komu frá Bandaríkjunum, Eistlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Rúmeníu, Englandi og Þýskalandi. Í liðakeppni varð sveit Bjarkar í þriðja sæti og hlaut bronsverðlaun. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 1457 orð

England

Leicester - Tottenham2:1 Emile Heskey 37., Muzzy Izzet 86. - Les Ferdinand 13. 20.787. Arsenal - Southampton1:1 Nicolas Anelka 34. - David Howells 67. 38.027. Chelsea - Charlton2:1 Frank Leboeuf 18. vsp., Gustavo Poyet 88. - Eddie Youds 58. 34.639. Everton - Liverpool0:0 40.185. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 461 orð

Enn ein skrautfjöðrin í hatt O'Meara

BANDARÍSKI kylfingurinn Mark O'Meara bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn á sunnudaginn er hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi. O'Meara hafði betur í úrslitaleik við landa sinn og félaga Tiger Woods með því að renna niður sex metra pútti á síðustu holunni. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 372 orð

FH skildi HK eitt eftir á botninum

Botnliðin, HK og FH, mættust í Digranesinu á laugardaginn og var leikurinn nokkuð jafn og spennandi en FH gerði síðustu fimm mörk leiksins og sigraði 31:27. Með sigrinum komst FH upp fyrir HK, þar munar einu stigi, og er komið í níunda sætið. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 320 orð

Fyrirhafnarlítið hjá Fram

Framarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þegar þeir sigruðu arfaslakt lið Gróttu/KR á heimavelli sínum á sunnudagskvöldið með tólf marka mun, 38:26. Þrátt fyrir fjölmörg mörk var leikurinn ekki skemmtilegur á að horfa, til þess var hann of ójafn og fullur mistaka. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 109 orð

Geir, Dagur og Valdimar æfðu með St. Ottmar

GEIR Sveinsson, fyrirliði landsliðsins í handknattleik, Valdimar Grímsson, og Dagur Sigurðsson, sem leika með Wuppertal í Þýskalandi, mættu á æfingu með svissneska liðinu St. Ottmar í gærmorgun. Ástæðan fyrir því var að þeir mættu á sunnudaginn til Sviss, en Íslendingar mæta Svisslendingum í undankeppni HM í Aarau á morgun. Þeir notuðu tækifærið og heimsóttu Júlíus Jónasson í St. Gallen. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 235 orð

Góður sigur Snæfells Fyrsti, en örugg

Fyrsti, en örugglega ekki síðasti, sigur Snæfells í úrvalsdeildinni í körfuknattleik leit dagsins ljós í Stykkishólmi á sunnudaginn, en þá lagði Snæfell lið Njarðvíkur að velli 97:81 í skemmtilegum leik. Eftir jafna byrjun náði Njarðvík undirtökunum í fyrri hálfleik og hafði 11 stiga forskot þegar flautað var til leikhlés. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 92 orð

Grindvíkingar til Dalvíkur

DREGIÐ var í 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ á laugardag. Bikarmeistarar Grindvíkinga hefja titilvörnina á Dalvík og Ísfirðingar sem úrslitaleikinn við Grindavík sl. keppnistímabil, mæta Keflvíkingum í Keflavík. Dráttur var þannig. Hvöt - ÞórÞ. Smári - Örninn Reyni H - Þór Ak Stafholstungur - Tindastóll Selfoss - Breiðablik Reyni S. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 87 orð

Gulir boltar notaðir í vetur

GULIR flúrljómandi boltar verða notaðir í neðri deildum ensku knattspyrnunnar í vetur. "Framtíðin er björt, framtíðin er gul," sagði Chris Hull, talsmaður deildakeppninnar, og bætti við að auðveldara væri fyrir alla, leikmenn, dómara, fjölmiðlamenn og áhorfendur, að sjá boltann í þessum lit en hefðbundinn hvítan bolta í vetrarumhverfinu. Crystal Palace og Swindon í 1. deild og 2. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 654 orð

Haukar - Stjarnan32:22

Íþróttahúsið við Strandgötu, 5. umferð 1. deildar karla í handknattleik, Nissan-deildin, laugardaginn 17. október 1998. Gangur leiksins: 0:1, 3:4, 6:8, 9:8, 11:10, 13:11, 15:11, 17:13, 18:16, 22:18, 26:18, 29:21, 32:22. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 449 orð

HERMANN Hreiðarsson,landsliðsmaðu

HERMANN Hreiðarsson,landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur fengið félagsskap hjá 3. deildarliðinu Brentford. KR-ingurinn Guðmundur Benediktsson er til reynslu hjá liðinu. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 609 orð

Inter beið skipbrot á San Siro

ÞRÁTT fyrir að leikmenn Roma væru aðeins níu á lokakafla viðureignar sinnar við efsta lið deildarinnar, Fiorentina, tókst þeim að skora tvö mörk og knýja fram sigur á andstæðingum sínum sem ekki höfðu tapað leik á ítölsku leiktíðinni. Internazionale beið hins vegar skipbrot á heimavelli er það tók á móti Lazio á San Síró leikvanginum í 500. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 309 orð

Ísfirðingar á sigurbraut Þórsarar lágu á heimav

Ísfirðingar á sigurbraut Þórsarar lágu á heimavelli gegn Ísfirðingum á sunnudagskvöldið, líkt og Tindastóll gerði sl. föstudagskvöld og því má segja að Ísfirðingar hafi uppskorið ríkulega á ferð sinni um Norðurland. Þessir sigrar skila KFÍ á topp deildarinnar þar sem liðið situr í góðum félagsskap. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 37 orð

Íslandsmót 1. deild karla:

1. deild karla: KA - Þróttur Nes.2:3 7:15, 17:15, 7:15, 15:6, 11:15.KA - Þróttur Nes.0:3 10:15, 14:16, 10:15.1. deild kvenna: Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 230 orð

JAPANIR leika fyrsta leik sinn eftir HM í

JAPANIR leika fyrsta leik sinn eftir HM í Frakklandi er þeir mæta Egyptum í Osaka 28. október. Nýr þjálfari landsliðsins, Philippe Troussier, hefur þegar valið landsliðið og kemur val hans ekki á óvart. 17 úr 22 manna liði sem var á HM í Frakklandi eru í hópnum að þessu sinni. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | -1 orð

KEFLAVÍK

KEFLAVÍK 4 3 0 1 367 322 6KFÍ 4 3 0 1 372 330 6KR 4 3 0 1 363 327 6ÍA 4 3 0 1 333 314 6TINDASTÓLL 4 3 0 1 332 325 6UMFN 4 2 0 2 338 315 4GRINDAVÍK Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 128 orð

Keflavíkurstúlkur sigruðu í nágrannaslagnum

KEFLAVÍKURSTÚLKUR sigruðu nágranna sína, Njarðvík, í Ljónagryfjunni á föstudaginn 57:43. Í hálfleik var staðan 29:18 fyrir Keflavík. Keflavíkurliðið hóf leikinn af miklum krafti og náði fljótlega álitlegri forystu. En síðan datt leikur liðsins niður og Njarðvíkurstúlkurnar komust inn í leikinn að nýju. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | -1 orð

KR 3

KR 3 3 0 0 223 146 6ÍS 3 2 0 1 176 140 4KEFLAVÍK 3 2 0 1 169 176 4ÍR 3 1 0 2 174 161 2GRINDAVÍK 3 1 0 2 153 180 2UMFN 3 0 0 3 125 217 0 Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 634 orð

KR - Grindavík97:77

Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, 4. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL- deildarinnar, sunnudaginn 18. október 1998. Gangur leiksins: 6:2, 8:8, 18:12, 25:24, 31:26, 42:34, 48:36, 58:45, 66:47, 71:51, 82:60, 89:67, 97:77. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 142 orð

Kristín Rós með gull á lokadegi HM

KRISTÍN Rós Hákonardóttir vann fjórðu gullverðlaun Íslands er hún kom fyrst í marki 100 m baksundi á lokadegi heimsmeistaramóts fatlaðra í sundi á N-Sjálandi. Kristín syndi á 1.29,49 mín., og var um hálfri þriðju sekúndu á undan Elisabeth Walker, Kanada, er hreppti annað sætið. Þrátt fyrir yfirburðina var Kristín nokkuð frá heimsmeti sínu, 1.26,41 sem hún setti á Ólympíumótinu í Atlanta 1996. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 134 orð

Kvennaliðið tapaði öllum leikjunum í Tyrklandi

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tapaði öllum fimm leikjunum á sex landa mótinu sem lauk í borginni Diyarbakir í Tyrklandi á sunnudag. Liðið tapaði fyrir Austurríki á laugardag, 21:27, og Portúgal í lokaleiknum á sunnudag, 20:25. Austurríska liðið sigraði, Holland varð í öðru sæti, Króatía í þriðja, Tyrkland í fjórða, Portúgal í fimmta og Ísland rak lestina. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 161 orð

Liverpool vill halda í McManaman

ROY Evans, annar knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir markalausa jafnteflið við Everton á laugardaginn að félagið myndi gera allt sem það gæti til að halda í Steve McManaman. Orðrómur hefur verið uppi um að spánska liðið Real Madrid vilji kaupa McManaman. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 66 orð

MIKE Tyson, hnefaleikakappi, fékk í gærkvö

MIKE Tyson, hnefaleikakappi, fékk í gærkvöldi endurnýjaðan keppnisrétt hjá íþróttanefnd Nevada-ríkis í Bandaríkjunum. Hann hefur verið í keppnisbanni síðan hann beit í eyrað á keppinauti sínum, Evander Holyfield, fyrir 15 mánuðum. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 535 orð

Mosfellingar sluppu fyrir horn

MOSFELLINGAR sluppu fyrir horn eftir að hafa glutrað niður fimm marka forystu á móti Val í hörkuleik í Mosfellsbænum á sunnudaginn því þeim tókst að skora tvö síðustu mörkin í 26:24 sigri og skjótast fyrir vikið á topp 1. deildar karla. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 145 orð

Mót í sumar

Hér á eftir fara úrslit í hinum ýmsu hjólreiðamótum á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur í sumar: Fjallahjól Úrslit bikarkeppni í fjallahjólum: A-flokkur: Steinar Þorbjörnsson B-flokkur: Kjartan Þorbjörnsson Kvennaflokkur: Hildur Guðmundsdóttir Unglingaflokkur 16­18 ára: Guðmundur Guðmundsson Unglingaflokkur 13­15 ára: Bjarki Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 163 orð

NANTES tapaði fyrsta heimaleiknum sínum um helg

NANTES tapaði fyrsta heimaleiknum sínum um helgina er liðið varð að játa sig sigrað, 1:0, af Rennes, sem vann þarna sinn fyrsta útileik. Nantes-menn voru einum færri hluta af leiknum. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 383 orð

Naumur sigur Tindastóls

Naumur sigur Tindastóls Tindastóll sigraði Skallagrím 86:78 á Sauðárkróki. Tindastólsmenn hófu leikinn af krafti og Ísak Einarsson, einn af ungu leikmönnum liðsins, var nú í byrjunarliðinu og sýndi þegar á upphafssekúndunum að hann á þangað fullt erindi, skoraði 5 fyrstu stig liðsins. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 78 orð

NHL-deildin

Leikið aðfaranótt laugardags: Tampa Bay - Philadelphia2:5 Washington - Montreal2:2 Buffalo - Florida2:2 NY Rangers - New Jersey1:2 Detroit - St Louis4:1 Calgary - Toronto3:7 Los Angeles - Boston2:1 Leikið aðfaranótt sunnudags: Carolina - Philadelphia1:1 Montreal - Buffalo3:4 Ottawa - Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 55 orð

Olaf Thon skorinn upp

OLAF Thon, varnarmaður og fyriliði Schalke, lék ekki með liði sínu gegn Bayern M¨unchen um helgina og verður líklega frá næstu vikurnar. Hann gæti þurft í uppskurð vegna nárameiðsla, en það skýrist ekki fyrr en síðar í vikunni hvort hann sleppur við slíkt. Læknar ætla að reyna að lækna hann með lyfjagjöf. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 439 orð

Óskar gjörbreytti sóknarleik Hauka

ÞAÐ gengur svo sannarlega upp og ofan hjá leikmönnum Stjörnunnar þessa dagana. Fyrir rúmri viku lögðu þeir efsta lið deildarinnar, Fram, örugglega að velli, í leik þar sem þeir höfðu töglin og hagldirnar lengst af. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 96 orð

Pepsi-mótið

Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, varð sigurvegari í opnu punktamóti, Pepsi-mótinu, sem fór fram 17. og 18. október. Hann vann Kristján Jónasson, Víkingi, í úrslitum í meistaraflokki karla, 2:0, 21:13 og 21:14. Kristín Bjarnadóttir, Víkingi, vann Huldu Pétursdóttir, Nes, í úrslitum í 1. flokki kvenna. Emil Pálsson, Víkingi, vann Magnús F. Magnússon, Víkingi, í úrslitum í 1. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 276 orð

Reynir Þór varði sem berserkur

KA vann sanngjarnan sigur á Selfossi er liðin mættust á Akureyri á sunnudagskvöldið, lokatölur í leiknum urðu 25:22. Leikurinn verður ekki í minnum hafður fyrir að hafa verið vel leikinn eða skemmtilegur en leikur liðanna var mjög köflóttur og oft á tíðum var mjög mikið um mistök. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 142 orð

Rögnvald og Stefán í úrvalsflokk

DÓMARANEFND Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, hefur sent frá sér lista yfir þá dómara sem hún hefur valið í sérstakan úrvalsflokk, en þeim dómurum er m.a. ætlað að dæma leiki á heimsmeistaramóti karla í Egyptalandi og heimsmeistaramóti kvenna í Noregi á næsta ári. Eitt íslenskt dómarapar er á listanum, Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, en alls eru á honum 28 pör. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 148 orð

Sigurður með stórleik gegn Kiel

SIGURÐUR Bjarnason var markahæstur leikmanna Bad Schwartau er þeir lögðu meistara Kiel, 23:21, á heimavelli um helgina. Var þetta fyrsti leikurinn sem Kiel tapar á leiktíðinni í þýsku 1. deildinni. Jafnframt var þetta fyrsti leikurinn sem lið Bad Schwartau vinnur, en eigi að síður er liðið enn neðst í deildinni með 2 stig að loknum 6 leikjum. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 102 orð

Strákarnir til Póllands

MAGNÚS Gylfason, þjálfari drengjalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið þá leikmenn sem taka þátt í riðlakeppni Evrópukeppni drengjalandsliða í Póllandi, sem hefst um næstu helgi. Leikið verður gegn Hollandi, Póllandi og Liechtenstein. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Kjartan Páll Þórarinsson, KA og Kristján Valur Kristjánsson, Þór, markverðir. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 251 orð

Súrt að fá ekki gullpening

Árni Gautur Arason hélt hreinu þegar Rosenborg vann Sogndal 4:0 um helgina og tryggði sér þar með norska meistaratitilinn sjöunda árið í röð. Þetta var annar leikur Árna Gauts í deildinni en í haust hélt hann líka hreinu á móti vini sínum og fyrrverandi samherja með ÍA, Gunnlaugi Jónssyni, og félögum hans í Kongsvinger. Þá urðu úrslitin einnig 4:0. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 456 orð

SVISS »Þorbjörn hefur lag áað blása leikmönnumbaráttuanda í brjóst

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur á morgun og nk. sunnudag tvo landsleiki við Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins og fer fyrri leikurinn fram ytra. Leikirnir eru afar mikilvægir og í raun er það lykilatriði fyrir íslenska liðið að ná a.m.k. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 41 orð

Svíþjóð

Norrköping - Frölundan1:3 AIK - Örebro2:0 Trelleborg - Malmö0:0 Helsingborg - Öster3:1 Staðan 1. AIKn231011223:1441 2. Helsingborgn23108539:2638 3. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 104 orð

Tindast. - Skallagr.86:78 Íþróttahúsið á Sauðárkróki:

Gangur leiksins: 5:2, 13:8, 20:10, 26:21, 39:24, 46:30, 48:34. 50:38, 57:45, 62:57, 66:67, 75:75, 86:78. Stig Tindastóls: John Woods 30, Ísak Einarsson 14, ðmar Sigmarsson 11, Valur Ingimundarson 10, Sverrir Þór Sverrisson 8, Arnar Kárason 4, Svavar Birgisson 4, Lárus Dagur Pálsson 3, Friðrik Hreinsson 2. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | -1 orð

UMFA

UMFA 5 4 1 0 120 104 9FRAM 5 4 0 1 143 121 8HAUKAR 5 4 0 1 149 130 8KA 5 3 0 2 122 118 6VALUR 5 3 0 2 116 112 6ÍBV 5 2 0 3 108 106 4ÍR 5 2 Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 225 orð

Valsmenn þoldu ekki pressuna

KEFLVÍKINGAR voru afar seinir í gang þegar þeir mættu Hlíðarendaliði Vals í Keflavík á sunnudagskvöldið og þegar 5 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Valsmenn yfir, 13:4. Þá tók Sigurður Ingimundarson þjálfari leikhlé og endurskipulagði leik sinna manna sem á næstu 10 mínútum settu 36 stig og breyttu stöðunni í 40:24. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 357 orð

Verðskuldaður KR-sigur

ÞAÐ var fyrst og fremst barátta og áhugi heimamanna sem einkenndi leik KR og Grindavíkur á heimavelli KR á sunnudagskvöldið. Uppskeran var eins og til var sáð, KR vann verðskuldaðan sigur á áhugalitlum Grindvíkingum, 97:77. Strax í upphafi leiks höfðu KR- ingar frumkvæðið, börðust af krafti og lögðu sig alla fram við varnarleikinn. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 62 orð

Þriðji útlendingurinn til Snæfells

SNÆFELL, sem leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, hefur fengið til liðs við sig nýjan útlending. Hann heitir Mark Ramos og er portúgalskur ríkisborgari. Hann er 24 ára bakvörður, 183 cm á hæð. Hann kemur til landsins í dag og verður löglegur í næsta leik liðsins. Hann er þriðji útlendigurinn sem leikur með liðinu því fyrir eru Bandaríkjamaður og Grikki. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 98 orð

Þrír sigurleikir í Aarau

ÍSLENSKA landsliðið mætir Sviss í Aarau í undankeppni HM í handknattleik á morgun. Íslendingar hafa leikið þrjá landsleiki við Sviss í Aarau og unnið þá alla. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var fyrirliði 1984 þegar Ísland vann 18:16. Guðmundur Hrafnkelsson, Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson léku með íslenska liðinu þar í bæ 1987 er sigur vanns 19:18. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 186 orð

Þróttur Nes. vann KA tvívegis á Akureyri

Þrátt fyrir að karlalið KA léki mun betur á föstudagskvöldið er það mætti Þrótti frá Neskaupstað, en það hefur gert í vetur dugði það ekki til. Þróttur vann 3:2 og síðan 3:0 daginn eftir. Andri Magnússon átti mjög góðan leik í fyrri leiknum, sérstaklega í sókninni þar sem hann skoraði nær undantekningarlaust ef hann fékk boltann. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 761 orð

Þýðir ekki að láta öllum illum látum

MARGFALDIR rallmeistarar í íslensku ralli leggja í víking í dag og halda til Englands. Þeir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson keppa í rallmóti í Wales, sem er liður í bresku meistarakeppninni í rallakstri. Þeir feðgar munu aka Subaru Legacy, sem þeir unnu fjögur rallmót á hérlendis, en töpuðu reyndar af titlinum. En reynsla þeirra í rallakstri ætti að koma að góðum notum á enskum skógarvegum. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 116 orð

Þýskaland

SIGURÐUR Bjarnason var markahæstur leikmanna Bad Schwartau, með sex mörk, er þeir lögðu meistara Kiel, 23:21, á heimavelli. Essen, lið Patreks Jóhannessonar, hefur ekki náð sér á strik enn sem komið er og er ásamt Schwartau og Dutenhofen með 2 stig, en Essen og Dutenhofen hafa leikið leik færra. Á sunnudaginn tapaði Essen á heimavelli, 22:21. Meira
20. október 1998 | Íþróttir | 273 orð

Örn er í fremstu röð

Sundmaðurinn ungi úr Hafnarfirði, Örn Arnarson, er í fremstu röð sundmanna í 200 m baksundi í 50 m laug samkvæmt afrekslista sundmanna og tímaritið Swimnews birtir. Heimsafrekalistinn tekur yfir tímabilið 1. janúar til 12. október. Meira

Sunnudagsblað

20. október 1998 | Sunnudagsblað | 3080 orð

Nauðsynlegt að endurmeta áhættu af veiðum Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri Gunnólfs ehf. á Bakkafirði og fyrrverandi

Kristinn telur meiri hættu stafa af vanveiði fisks í dag en ofveiði og byggir þá skoðun á reynslu. "Engum botnlægum fiskistofni hefur raunverulega verið útrýmt vegna ofveiði. Það eru bara fullyrðingar og klisjur. En hins vegar hefur stofn hrunið í áður óþekkt lágmark við friðun, til dæmis við Kanada. Meira

Fasteignablað

20. október 1998 | Fasteignablað | 959 orð

Að hengja bakara fyrir smið

ÞAÐ var ánægjulegt hve flestir frummælendur á ráðstefnu Samorku "Framtíðarsýn í lagnamálum" voru málefnalegir og jákvæðir, kannske með einni undantekningu, því miður var síðasta framsagan á ráðstefnunni lítið í samræmi við það sem fyrr hafði komið fram. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 228 orð

Atvinnuhúsnæði sem gefur góðan arð

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölu atvinnuhúsnæði að Laugalæk 6 til 8, sem er 382 ferm. að stærð. "Þetta er mjög vel staðsett atvinnuhúsnæði enda hefur allt gengið vel sem starfrækt hefur verið þarna," sagði Ævar Dungal hjá Fold. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 156 orð

Byggingarstíllinn sóttur í gamla tímann

Á EYRARBAKKA hefur verið lagður lítill götuspotti, sem hlaut nafnið Hjalladæld. Þessi gata er ætluð fyrir smáhýsi og hafa þegar risið þar tvö hús og grunnur tekinn að því þriðja. Staðarsmiðirnir hafa nýlega lokið við byggingu nýja húsinns, sem myndin er af. Það sem vekur athygli er að byggingarstíllinn virðist sóttur til gamals útgerðarhúss. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 211 orð

Eign með miklum möguleikum

TÖLUVERÐ eftirspurn er eftir eignum á Álftanesi. Hjá fasteignasölunni Ási er í einkasölu hæð og kjallari í húseigninni Landakot í Bessastaðahreppi ásamt helmings eignarhlutdeild í útihúsum á lóðinni. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 196 orð

Glæsilegt einbýlishús í Setbergslandi

MEIRI hreyfing er núna á stórum einbýlishúsum en áður. Hjá fasteignasölunni Hraunhamri í Hafnarfirði er nú til sölu húseignin Lækjarberg 1 þar í bæ. Húsið er 265 ferm. og með innbyggðum 33 ferm. bílskúr og stóru fjögurra bíla bílskýli. Húsið er fokhelt og skilast í núverandi ástandi, en hægt er að fá það lengra komið. Óskað er eftir tilboðum. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 172 orð

Gott parhús við Fannafold

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu gott parhús að Fannafold 223 í Grafarvogi. Þetta er steinhús, byggt 1988. Húsið er 168 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Það stendur neðan við götu í friðsælum botnlanga. Húsið er byggt á þremur pöllum. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 27 orð

Handklæði fyrir hvern og einn

Handklæði fyrir hvern og einn BORÐ af þessu tagi eru mjög hentug á baðherbergi. Í rýminu að neðan eru marglit handklæði - líklega sinn liturinn fyrir hvern heimilismann. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 213 orð

Hlutabréf í Canary Wharf sett í sölu

KANADÍSKI fasteignajöfurinn Paul Reichmann hyggst koma hlutabréfum í Canary Wharf-húsaþyrpingunni í London í sölu fyrir allt að 1,4 milljarða punda að því er fram kemur í Sunday Telegraph. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 320 orð

Húsbréfakerfið sýnir mikil umsvif á markaðnum

SVEIFLUR í húsbréfakerfinu eru mikill mælikvarði á fasteignamarkaðinn á hverjum tíma. Á fyrstu míu mánuðum þessa árs voru innkomnar umsóknir um húsbréfalán mun meiri en á sama tímabili í fyrra, bæði að því er varðar notað íbúðarhúsnæði og nýtt. Þetta sýnir, að umsvif á fasteignamarkaðnum eru mun meiri í ár. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 199 orð

Hús með aukaíbúð í Fossvogsdal

HJÁ fasteignasölunni Borgir er nú til sölu einbýlishús að Birkigrund 45 í Fossvogsdal í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1974 og er á tveimur hæðum. Húsið er alls 265 ferm. með innbyggðum bílskúr, sem er um 30 ferm. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 231 orð

Líflegur markaður

MEIRI eftirspurn er nú eftir nýjum íbúðum en verið hefur í langan tíma. Aðal nýbyggingasvæðin eru eins og áður í Lindahverfi í Kópavogi og Staðahverfi í Reykjavík, en íbúðir þar eru farnar að koma á markað og seljast mjög vel. Í viðtalsgrein hér í blaðinu í dag við nokkra kunna fasteignasala er fjallað um nýbyggingamarkaðinn. Þar kemur m. a. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 776 orð

Námstefna um framleiðni og viðhald í byggingariðnaði

RANNSÓKNASTOFNUN byggingariðnaðarins stóð nýlega fyrir námstefnu um framleiðni og viðhald í byggingariðnaði. Erindi á ráðstefnunni fluttu Hans Jörgen Larsen frá Danmörku. Åge Hallquist frá Noregi, Bertil Petterson frá Svíþjóð og Björn Marteinsson af Íslands hálfu. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 39 orð

Plast eða stál

Á VEITUSVÆÐI Vatnsveitu Reykjavíkur eigum við að leggja neyzluvatnskerfi innanhúss fyrir kalt vatn úr plasti eða ryðfríu stáli, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagnafréttum. Þetta eru hvorki trúarbrögð vegna nýrra efna eða fordómar gagnvart öðrum. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 42 orð

Sameign eða séreign?

EIGNARHALD í fjöleignarhúsum er mismunandi og mikilvægt getur verið að greina mörk séreignar og sameignar, segir Sandra Baldvinsdóttir lögfræðingur. Mörkin þar á milli eru þó ekki alltaf skýr og þarf oft að leysa úr álitefnum þar að lútandi. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 178 orð

Vel staðsett hús í Mosfellsbæ

HJÁ fasteignamiðluninni Berg er í einkasölu húseignin Grenibyggð 3 í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús, byggt 1988 og það er tvílyft með háu risi. Íbúðin er 138 ferm. að stærð og bílskúrinn, sem er sambyggður, er 26 ferm. að stærð. Meira
20. október 1998 | Fasteignablað | 2037 orð

Verð á íbúðarhúsnæði hækkandi vegna mikillar eftirspurnar

MIKIÐ líf hefur verið í nýbyggingum í sumar, enda eftirspurn mikil eftir nýjum íbúðum, ekki hvað sízt í Lindahverfi í Kópavogi. Þar og raunar víðar hafa nýjar íbúðir gjarnan selzt á teikniborðinu, eins og sagt er á fagmáli. Þetta svæði er með góðu útsýni og snýr yfirleitt vel við sólu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.