Greinar föstudaginn 29. janúar 1999

Forsíða

29. janúar 1999 | Forsíða | 129 orð

Ford og Volvo sameinast

FORSTJÓRI bandarísku Ford- bílaverksmiðjanna, Jacques Nasser, og Leif Johansson, forstjóri sænska bílaframleiðandans Volvo, takast í hendur í gær er þeir höfðu undirritað samning um sameiningu fyrirtækjanna í Gautaborg. Ford er næststærsti bifreiðaframleiðandi Bandaríkjanna og keypti fyrirtækið Volvo fyrir 6,45 milljarða Bandaríkjadala, um 450 milljarða ísl. kr. Meira
29. janúar 1999 | Forsíða | 129 orð

Fær ekki bílinn

GLEÐI Molstad-hjónanna í Alvdal í Noregi vegna happdrættisvinnings sonar þeirra reyndist skammvinn, því í ljós hefur komið að pilturinn fær ekki vinninginn, bifreið að verðmæti tæpar þrjár milljónir króna, í sínar hendur fyrr en hann verður átján ára, að því er segir í Aftenposten. Meira
29. janúar 1999 | Forsíða | 149 orð

Í fyrsta sinn saman opinberlega

KARL Bretaprins og ástkona hans, Camilla Parker-Bowles, sáust í fyrsta sinn saman opinberlega í gærkvöldi er þau yfirgáfu afmælisveislu systur Parker-Bowles á Ritz-hótelinu í London. Vakti það gríðarlega athygli en fjölmiðlar höfðu haft veður af því að parið hygðist láta sjá sig saman og skapaðist nánast umsátursástand fyrir utan hótelið Þrátt fyrir að ástarsamband Karls og Meira
29. janúar 1999 | Forsíða | 420 orð

Kuldinn sagður eins og ískló yfir byggðunum í norðri

FROSTHÖRKUNUM í norðanverðri Skandinavíu og Síberíu linnir ekki og í fyrrinótt fór frostið í bænum Karasjok í Noregi niður í 50,2 gráður. "Nú er miklu mildara, ekki nema 47 stiga frost," sagði Mona Solbakk, sem býr í Karasjok, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
29. janúar 1999 | Forsíða | 398 orð

NATO setur stríðandi fylkingum úrslitakosti

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ, NATO, lýsti því yfir í gær að það hefði aukið viðbúnað sinn til að vera reiðubúið að láta til skarar skríða í Kosovo-deilunni ef stríðandi fylkingar þar féllust ekki á friðartillögur Tengslahópsins sem fundar í dag í London. Meira
29. janúar 1999 | Forsíða | 250 orð

Vitnaleiðslur líklega á myndband

LEIÐTOGUM repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings tókst ekki að ná samkomulagi um framkvæmd réttarhaldanna yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Í gærkvöldi var samþykkt tillaga repúblikana sem heldur opnum möguleikanum á að vitnaleiðslur í öldungadeildinni verði teknar upp á myndband. Þá er ekki útilokað að myndbandið verði síðar sýnt opinberlega. Vitnaleiðslur hefjast á mánudag. Meira

Fréttir

29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 380 orð

Aðallega skipuð gömlum embættismönnum

ÞINGMENN á Evrópuþinginu hótuðu í fyrrinótt nýrri umræðu um spillingu innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) er í ljós kom, að "óháða" rannsóknanefndin, sem á rannsaka ásakanir þar að lútandi, verður líklega að mestu skipuð uppgjafaembættismönnum. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Akureyrarbæ stefnt

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur stefnt Akureyrarbæ fyrir hönd Ragnhildar Vigfúsdóttur, fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúa bæjarins. Kæran er fram komin þar sem bæjaryfirvöld höfnuðu sl. sumar kröfu Ragnhildar um samning á grundvelli úrskurðar Kærunefndar. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 637 orð

Áhersla lögð á persónuleg tengsl Davíð Oddsson forsætisráðherra heimsækir þessa dagana ásamt fylgdarliði íslensk fyrirtæki í

RÁÐAMENN í fylkinu Sonora í Mexíkó lýsa yfir ánægju sinni með samstarfið milli íslensku fyrirtækjanna Granda og Þormóðs ramma/Sæbergs við þarlenda aðila um rekstur útgerðar og fiskvinnsluhúss. "Það hefur verið mjög gefandi og ánægjulegt að starfa með ykkur Íslendingum og ég legg sérstaka áherslu á þau persónulegu tengsl sem hafa myndast," sagði Ernesto Zaragoza, Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 345 orð

Áhugi á tvíhliða samstarfi í sjávarútvegi Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn í Taílandi. Kjartan

SAMSTARF Íslendinga og Taílendinga í sjávarútvegi og samvinna á sviði alþjóðamála var meðal þeirra mála sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræddi við varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Taílands í gær en hann er nú staddur þar í opinberri heimsókn ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd. Góð þátttaka var á fundi sem sendinefndin átti með aðilum í taílenska verslunarráðinu í gær. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 503 orð

Árásin í Racak var ákveðin í reiðikasti

SKIPUNIN um fjöldamorðin í bænum Racak í Kosovo var gefin á æðstu stöðum í Belgrad í Serbíu, að því er fullyrt er í Washington Post í gær. Segir blaðið að hleranir ónefndra vestrænna stofnana og ríkja hafi leitt í ljóst að háttsettir serbneskir embættismenn hafi fyrirskipað fjöldamorðin. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Árleg Edinborgarsamkoma

Í MEIRA en tvo áratugi hefur um þetta leyti árs verið haldin skemmtisamkoma á vegum Edinborgarfélagsins á Íslandi til þess að minnast fæðingardags Roberts Burns, þess ástsæla skoska skálds Skota. Samkoman er nefnd Burns Supper, þ. e. Kvöldverður Burns, sem hefð er fyrir í Skotlandi, þar sem fólk kemur saman til þess að snæða haggis, sem er einn helsti þjóðarréttur Skota. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 152 orð

Bastesen safnar undirskriftum

STEINAR Bastesen, hvalveiðimaður og þingmaður á norska Stórþinginu, safnar nú stuðningsyfirlýsingum í því skyni að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Mikil átök manna í millum hafa sett svip sinn á starf flokksins Þverpólitísk þjóðarsamtök, sem Bastesen er þingmaður fyrir. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Básafell greiði Barða skaðabætur

BÁSAFELL hf. var í gær í Hæstarétti dæmt til að greiða Barða ehf. tæpar fimm milljónir króna í skaðabætur vegna þess að síðarnefnda félagið fékk ekki notið viðbótaraflahlutdeildar á grundvelli laga nr. 105/1996 um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Dagskrá um Brecht

DAGSKRÁ verður í Deiglunni á Akureyri föstudagskvöldið 29. janúar í tilefni af opnun farandsýningar á ljósmyndum af þýska rithöfundinum og leikhúsmanninum Berthold Brecht, en hann var áhrifamikill í leikhús- og ljóðabókmenntum Evrópu frá þriðja áratugnum og allt þar til hann lést árið 1956. Þýski sendiherrann, Dr. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Dansskemmtun á Eiðistorgi

DANSVEISLA verður á Eiðistorgi laugardaginn 30. janúar á vegum Danssmiðjunnar frá kl. 20­22. Þar koma fram dansarar með dansatriði m.a. úr Grease, söngflokkurinn Brooklyn Five syngur, atriði úr Dirty Dancing í uppfærslu Verzlunarskólans, leikararnir Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson koma fram og almennur dans verður undir stjórn Jóhanns Arnar danskennara. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 950 orð

Deilt um dollaradrauma Argentínu

HAGFRÆÐINGAR hafa undanfarna daga óspart skipst á skoðunum um hugmyndir Argentínumanna um að taka gjaldmiðil sinn, pesóinn, úr umferð og notast í staðinn alfarið við Bandaríkjadollara. Eru menn alls ekki á eitt sáttir í þessum efnum og er því jafnvel haldið fram að Argentínumenn hafi ekki raunverulega í hyggju að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

DNA-rannsókn þótti sanna sök

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi rúmlega þrítugs manns fyrir brot á 194. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa nauðgað stúlku á salerni í veitingahúsi í Keflavík. Ákærði, Haukur Ingimarsson, neitaði alla tíð sakargiftum. Hafði hann verið á veitingastaðnum í fylgd með eiginkonu sinni og vinafólki. Meira
29. janúar 1999 | Landsbyggðin | 110 orð

Egilsstaðir fá umhverfisverðlaun

Egilsstöðum-Umhverfisverðlaun UMFÍ og Umhverfissjóðs verslunarinnar voru afhent í þriðja sinn nú í byrjun þorra. Verðlaunin voru veitt fyrir umhverfisverkefnið á Egilsstöðum og frumkvæði í umhverfismálum. Verðlaunin eru minnisvarði sem staðsettur er í Lómatjarnargarði neðan við Safnahúsið á Egilsstöðum. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð

Eins árs fangelsi fyrir nauðgun

ÞRÍTUGUR Reykvíkingur, Árni Gunnarsson, var í gær dæmdur í eins árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot á 196. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa notfært sér ölvunarástand stúlku til að hafa við hana samræði gegn vilja hennar. Stúlkan, sextán ára gömul, var á heimleið fótgangandi af skóladansleik þegar hún þáði far með ákærða, sem hún þekkti ekki. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 873 orð

Engir fjármunir hafðir af Flateyringum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Vegna rangra fullyrðinga, sem komið hafa fram opinberlega síðustu daga um ráðstöfun söfnunarfjár af hálfu fyrrverandi sjóðsstjórnar Samhugar í verki eftir snjóflóðið á Flateyri hinn 26. október 1995, þykir þeim aðilum, sem sæti áttu í þeirri stjórn, óhjákvæmilegt, að eftirgreind atriði komið fram: 1. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 240 orð

Eru til athugunar í ríkisstjórn

RÍKISSTJÓRNIN hefur til skoðunar um þessar mundir frumvarp um endurskoðuð lög um mat á umhverfisáhrifum. Ein helsta breyting frá gildandi lögum felst í bráðabirgðaákvæði um framkvæmdir sem þegar hafa fengið leyfi, og hefur þar einna helst verið rætt um leyfi Fljótsdalsvirkjunar. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 342 orð

Flugskeytum skotið á Írak

BANDARÍSKAR herþotur skutu í gær þremur flugskeytum að flugskeyta- og loftvarnarbyssuhreiðri á flugbannssvæðinu yfir Norður-Írak, að sögn talsmanna bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Héldu þeir því fram að skotið hefði verið í sjálfsvörn en Írakar munu hafa fest herþoturnar í skotmiði sínu. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 1224 orð

"Forsetinn verður ekki sviptur embættinu"

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings hafnaði í fyrradag tillögu um að ákærunum á hendur Bill Clinton forseta yrði vísað frá og samþykkti síðan að stefna þremur vitnum, m.a. Monicu Lewinsky, til að bera vitni fyrir luktum dyrum. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Fyrirlestur um Njálu

DOKTOR Hermann Pálsson heldur fyrirlestur sem hann nefnir "Fögur er hlíðin ­ tilbrigði við stef í Njálu" í Deiglunni, Grófargili, á laugardag, 30. janúar kl. 14. Fyrirlesturinn er á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri og Gilfélagsins. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fyrirlestur um Samaland, ríki í ríkinu

SÍÐASTI fyrirlesturinn sem haldinn er í fyrirlestraröð um Sama, menningu þeirra og samfélag á Samaviku, sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu, verður í dag, föstudag, kl. 20. Odd Mathis Hætta, dósent við háskólann í Finnmörku, heldur fyrirlestur og nefnir hann Samaland, ríki í ríkinu? Eftir fyrirlesturinn verða pallborðsumræður um réttinn til hálendisins. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Færeysk list í Listasafni Akureyrar

LEIVUR Hansen, bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, opnaði sýningu 13 færeyskra listamanna í Listasafninu á Akureyri sl. laugardag. Sýningin ber nafnið "Framsýning: Føroysk nútíðarlist." Mikill fjöldi gesta var við opnun sýningarinnar, sem stendur til 28. febrúar nk. Meira
29. janúar 1999 | Landsbyggðin | 94 orð

Gjafir til baráttu gegn fíkniefnum

Vestmannaeyjum-Svavar Sigurðsson, áhugamaður um baráttu gegn fíkniefnum, kom færandi hendi til Eyja fyrir skömmu. Svavar færði lögreglunni að gjöf stafræna myndavél og litaprentara og er verðmæti gjafanna um 160 þúsund. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON

GUÐBJÖRN Guðmundsson húsasmíðameistari lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudags, 78 ára að aldri. Guðbjörn fæddist 16. júní 1920 á Ketilvöllum í Árnessýslu og ólst upp á Böðmóðsstöðum í sömu sveit frá fjögurra ára aldri. Foreldrar hans voru Guðmundur Ingimar Njálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum, og Karólína Árnadóttir húsfreyja. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 279 orð

Hefur skaðað samstarf stjórnarflokkanna

RÍKISSTJÓRN Berties Aherns, leiðtoga Fianna Fáil og forsætisráðherra Írlands, hélt velli á líflegum þingfundi í fyrradag þegar írska þingið kom saman að nýju eftir jólafrí. Hafði fyrirfram jafnvel verið búist við því að stjórnarandstaðan bæri fram vantrauststillögu á stjórnina vegna ásakana Toms Gilmartins, umsvifamikils byggingaverktaka, Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 463 orð

Heildaryfirlit um skuldir í stað ábyrgðarmanna

TEKIÐ verður í notkun nýtt upplýsingakerfi um næstu mánaðamót þar sem unnt verður að fá heildstætt yfirlit um skuldir, vanskil og sjálfskuldarábyrgðir einstaklinga í bankakerfinu, við greiðslukortafyrirtæki og í opinbera húsnæðislánakerfinu. Skilyrði er að skriflegt samþykki viðkomandi einstaklings liggi fyrir. Tölvunefnd hefur þegar samþykkt þetta nýja kerfi. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 259 orð

Heimamenn sýna einnig áhuga

"LANDSVIRKJUN hefur lýst áhuga sínum á að aflað verði virkjunarheimildar í Bjarnarflagi og eiga um það góða samvinnu við heimamenn en ennþá hefur engin niðurstaða fengist í málinu," sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, er hann var spurður hvernig mál stæðu varðandi undirbúning hugsanlegrar gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Heimasíða og skrifstofa

MAGNÚS Jón Árnason, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi, hefur opnað heimasíðu. Slóðin er: http://www.islandia.is/Ìmja Netfang Magnúsar Jóns er: mjaÊislandia.is. Kosningaskrifstofa Magnúsar Jóns er á heimili hans, að Hraunbrún 8, Hafnarfirði. Magnús Jón keppir að einu af efstu sætunum og þar með að skipa forystusveit Samfylkingarinnar á Reykjanesi. Meira
29. janúar 1999 | Miðopna | 3221 orð

Helsta markmiðið að styrkja ímynd Íslands

Landafundanefnd hefur unnið ötullega að verkefnum til að minnast þúsund ára afmælis landafunda Leifs Eiríkssonar Helsta markmiðið að styrkja ímynd Íslands Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Herdís Sigurbergsdóttir íþróttamaður Garðabæjar 1998

KJÖR íþróttamanns Garðabæjar fór fram í safnaðarheimili Kirkjuhvoli sunnudaginn 24. janúar sl. Herdís Sigurbergsdóttir handknattleikskona var kjörin íþróttamaður Garðabæjar 1998. Herdís var einnig kjörin íþróttamaður Garðabæjar 1997. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, lýsti kjöri íþróttamanns Garðabæjar og afhenti Herdísi bikar til staðfestingar kjörinu. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 496 orð

Hógvær en hermaður í húð og hár

ABDULLAH Jórdaníuprins steig sín fyrstu skref í fyrradag sem væntanlegur þjóðhöfðingi, aðeins nokkrum klukkustundum áður en skýrt var frá því, að faðir hans, Hussein Jórdaníukonungur, væri aftur kominn í krabbameinsmeðferð í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu, Mayo Clinic í Minnesota, sagði, að líðan hans væri "stöðug". Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 293 orð

Hungraðir hjálpa sér sjálfir

HUNGRAÐIR borgarar Armeníu, hinnar 280 þúsund manna borgar í Kólumbíu sem misstu allt sitt í jarðskjálftanum á mánudag, hafa undanfarna daga látið greipar sópa um matarbúðir í borginni. Dreifing hjálpargagna mun vera í molum og því hafa sumir hinna eignar- og húsnæðislausu hvorki fengið vott né þurrt jafnvel sólarhringum saman. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

Hvalaskoðun og veiðar fara ekki saman

63,6% ferðamanna í könnun undir yfirskriftinni Hvalveiðar og ímynd Íslands, könnun á viðhorfum erlendra ferðamanna til hvalveiða, telja hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki geta farið saman. 44,3% sögðust líklega myndu styðja harkalegar aðgerðir gagnvart Íslendingum ef hvalveiðar yrðu hafnar á ný. Afgerandi hærra hlutfall ferðamannanna er andvígt en hlynnt hvalveiðum. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 762 orð

Hyggjast fullnægja helmingi orkuþarfar með vindafli

DANIR hafa verið ötulir við að setja upp vindaflsstöðvar undanfarin ár, en nú er komið bakslag og andstöðu farið að gæta við þessi fyrirbæri, sem óneitanlega setja svip á landslag í Danmörku. Í júní á liðnu ári höfðu 5.002 vindmyllur verið reistar í Danmörku og hafði þá fjölgað um 40% á fimm árum. Meira
29. janúar 1999 | Landsbyggðin | 135 orð

Höfðingleg gjöf til Hveragerðis

Hveragerði-Grunnskólanum í Hveragerði barst á dögunum höfðingleg gjöf þegar frú Sonja W.De Zorilla, Núpum, Ölfusi, færði skólanum ávísun að upphæð 10.000 dollarar eða sem samsvarar um 700.000 krónum. Gjöfinni er ætlað að bæta úr brýnni þörf á betri tölvubúnaði fyrir grunnskólann. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Hönnunarsýning göngustafa í Skotinu

Í SKOTINU, sýningaraðstöðu aldraðra í Hæðargarði 31, verður opnuð sýning á göngustöfum, í dag, föstudag. Síðastliðið haust var opin samkeppni í hönnun göngustafa innan félagsstöðva aldraðra í Reykjavík og er þessi sýning afrakstur hennar. Ekki var nauðsynlegt að stafirnir hefðu notagildi, en þeim mun meira lagt upp úr frumleika og skapandi hugsun, segir í fréttatilkynningu. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 652 orð

Indónesíuher segist styðja sjálfstæðishugmyndir

HERINN í Indónesíu, sem hefur mikil ítök í landinu, sagðist í gær styðja hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að til greina komi að veita Austur-Tímor sjálfstæði. "Ef aðstæður þróast með þeim hætti að það bjóði upp á að Austur- Tímor skiljist með reisn frá Lýðveldinu Indónesíu, mun ABRI [herinn] virða þá ákvörðun," sagði yfirmaður hersins, Wiranto hershöfðingi, á blaðamannafundi. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Íslendingur í fimmta sæti

STURLA Birgisson, yfirkokkur í Perlunni, lenti í fimmta sæti í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or í Lyon í Frakklandi á miðvikudag, en hún er virtasta matreiðslukeppni sem haldin er. Norski kokkurinn Terje Neff sigraði í keppninni og næst komu matreiðslumenn frá Frakklandi, Belgíu og Kanada. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Jarðskjálfti við Kópasker

JARÐSKJÁLFTI mældist um 1­2 km suðaustur af Kópaskeri kl 10.40 í gær. Stærð skjálftans var 2 á Richterskvarða. Hér er um litla hreyfingu að ræða og fólk sennilega lítið orðið vart við hana. Sl. laugardag og sunnudag mældust nokkrir enn smærri jarðskjálftar á þessum slóðum. Sjaldgæft er að jarðskjálftar mælist á þessum stað. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Jojok-tónleikar á Samaviku

FINNSKI tónlistarmaðurinn Wimme Saari heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 20.30. Hann kemur hingað til landsins ásamt hljómsveit sinni, Wimme. Í hljómsveitinni eru Matti Wallenius, Tapani Rinne og Jari Kokkonen. Þeir hafa áður leikið saman, m.a. í hljómsveitinni Rinne Radio. Tónlist Wimme hefur verið skilgreind á marga vegu, m.a. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Kirkjustarf

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskóli Möðruvallaprestakalls hefst að nýju eftir áramót næstkomandi sunnudag, 31. janúar kl. 11 í Möðruvallakirkju og verður framvegis hálfsmánaðarlega ef mæting leyfir. Nú fá þátttakendur afhent til eignar seinna eintakið af bókinni Kirkjubókin mín, og eins og verið hefur munu þau fá mætingarlímmiða í hvert skipti sem þau mæta. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Kosningamiðstöð Vinstrihreyfingarinnar

VINSTRIHREYFINGIN­grænt framboð á Norðurlandi eystra opnar skrifstofu og kosningamiðstöð að Hafnarstræti 82, 2. hæð, á Akureyri á laugardag, 30. janúar, kl. 16. Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 16 til 18. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Kvenframbjóðendur á fundi

VEGNA prófkjörs Samfylkingarinnar í Reyjanesi ætlar Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði að vera með opinn fund í veitingahúsinu Gafl-inn laugardaginn 30. janúar kl. 12. Kvenframbjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesi flytja stutt ávörp og svara síðan fyrirspurnum. Boðið verður upp á súpu og brauð, síðan kaffi og konfekt. Verð aðgöngumiða er 800 kr. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Kærður fyrir nauðgun á blaðburðarbarni

EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur nú til meðferðar mál karlmanns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað unglingsstúlku, sem var að bera út blöð, snemma morguns, í stigagangi fjölbýlishúss á Suðurnesjum. Atburðurinn er sagður hafa átt sér stað í október sl. og vann rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík að rannsókn málsins fram til áramóta. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð

Lára Margrét kjörin einn varaforseta

KJÖRINN hefur verið nýr forseti Evrópuráðsþingsins, Russel- Johnston lávarður, og Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður var kjörin í embætti varaforseta. Fyrsti hluti fundar Evrópuráðsþingsins hefur staðið þessa viku í Strassborg og lýkur honum í dag. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

LEIÐRÉTT Formaður Sjálfsbjargar MISHERMT v

MISHERMT var í miðoppnugrein í blaðinu í gær að Arnór Pétursson væri fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar. Hið rétta er að hann er núverandi formaður Sjálfsbjargar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Almennilegur kvennaskóli Í minningargrein Huldu Runólfsdóttur um Ágústu Björnsdóttur á blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu föstudaginn 22. janúar er villa. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 41 orð

Lést í bílslysi í Skagafirði

MAÐURINN sem beið bana í umferðarslysi í Skagafirði í fyrrakvöld hét Hjörvar Jóhannsson og var bóndi á Hofi í Vesturdal í Skagafirði. Hann var 54 ára að aldri. Hjörvar var ókvæntur en lætur eftir sig uppkominn son. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 333 orð

Lækkun frá 1995 tveir milljarðar

ÞVÍ er haldið fram í forsíðugrein í nýjasta tölublaði Vinnunnar, blaðs Alþýðusambands Íslands, að kaupmáttur barnabóta sé 23% lægri í ár en hann var árið 1995. Í greininni segir að á þessu kjörtímabili hafi ríkið sparað 2,2 milljarða kr. með því að skerða barnabætur. Þessi upphæð samsvari ríflega helmingi þeirrar upphæðar sem fer í greiðslu barnabóta á árinu 1999. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 632 orð

Lögfræðingar deila um hver eigi sökina

"ÉG ER ekki viss um að öll kurl séu komin til grafar," sagði Svend Asger, nýr stjórnarformaður í PFA lífeyrissjóðnum, en sjóðurinn var notaður í fjársvikamáli er snýst um að minnsta kosti 200 milljarða íslenskra króna. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Maraþonfjöltefli á Grandrokki

SKÁKMEISTARARNIR Dan Hansson og Róbert Harðarson tefla fjöltefli á Grandrokki, Klapparstíg 30, laugardaginn 30. janúar og er öllum heimil þátttaka. Dan og Róbert munu skiptast á um að tefla á sex til sjö borðum í senn. Jafnskjótt og einni skák lýkur tekur ný við og þannig gefst öllum, sem vilja, tækifæri til að spreyta sig gegn meisturunum. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 799 orð

Margir sagðir hafa viljað hann feigan

TALIÐ var líklegt í gær að lýðveldissinnar hefðu staðið á bak við morðið á Eamon Collins, þekktum IRA-uppljóstrara og höfundi bókar um starfsemi IRA, en lík hans fannst illa útleikið á fáförnum vegi í bænum Newry á Norður-Írlandi snemma í fyrradag. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Málþing um söfn og sýningar á nýrri öld

FÉLAG íslenskra safnmanna stendur fyrir málþingi laugardaginn 30. janúar í Kornhúsinu í Árbæjarsafni milli klukkan 13.30 og 16.30. Á þinginu verður velt upp spurningum er varða söfn við upphaf nýrrar aldar. Málþingið hefst á því að formaður Félags íslenskra safnmanna setur fundinn og formaður Þjóðminjaráðs flytur ávarp. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Málþing um tilgátuhús og endurgerð fornra mannvirkja

MÁLÞING verður haldið í Odda, stofu 101, föstudaginn 29. janúar á vegum útiminjasviðs Þjóðminjasafns Íslands frá kl. 13.30­17.30 Dagskráin er eftirfarandi: Hörður Ágústsson setur þingið, Hjörleifur Stefánsson, minjastjóri: Um stefnu safnsins, Guðmundur Ólafsson, deildarstjóri: Eiríksstaðir, Jóhanna Bergmann, Minjasafni Austurlands: Geirsstaðir, Stefán Örn Stefánsson, Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Með fullfermi í Krossanes

Með fullfermi í Krossanes Morgunblaðið/Kristján NÓTASKIPIÐ Sigurður VE kom með fullfermi af loðnu í Krossanes í gærmorgun, eða um 1.540 tonn og er þetta jafnframt fyrsti loðnufarmurinn sem berst til verksmiðjunnar á nýbyrjuðu ári. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 369 orð

Minna skorið upp vegna slitinna liðbanda

MINNA er um að fólk sé skorið upp við slitnum liðböndum en var fyrir 10­15 árum, að sögn Jóns Baldurssonar, yfirlæknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Að sögn Jóns var áður algengt að fólk væri skorið upp við slíkum áverkum, til dæmis slitnum liðböndum í ökkla. Núna sé fyrst reynt að laga vandamálið án uppskurðar. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Nálægð við stóru sjúkrahúsin réð staðarvali

RÉTTARGEÐDEILD fyrir sakhæfa fanga, sem þriggja manna nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins leggur til að verði komið á fót, yrði staðsett í Reykjavík þar sem æskilegt væri að hún nyti nálægðar geðlækna, sálfræðinga, hjúkrunarliðs og annars starfsfólks, sem ynni við stóru sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Námskeið um hryggikt og bakvernd

NÁMSKEIÐ verða haldin á Gigtarmiðstöðinni 3. 10. og 17. febrúar og fræðslufundur 4. febrúar um hryggikt og bakvernd. Gigtarfélag Íslands er að fara af stað með slökunarnámskeið sem verður þrjá miðvikudaga, 3. 10. og 17. febrúar, frá kl. 20­22. Áhersla verður lögð á að finna muninn á spennu og slökun og farið verður í gegnum mismunandi slökunaraðferðir. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Negrasálmar

KÓR Dalvíkurkirkju ásamt Hauki Ágústssyni, Örnu G. Valsdóttur og Daníel Þorsteinssyni píanóleikara flytja negrasálma á tónleikum sem haldnir verða í Glerárkirkju á laugardag, 30. janúar, kl. 17. Stjórnandi er Hlín Torfadóttir. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Opnar kosningaskrifstofur

ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, sem býður sig fram í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra, hefur opnað kosningaskrifstofu í Snælandi á Húsavík. Er hún opin frá kl. 20:00 virka daga og frá kl. 13:00 um helgar. Kosningaskrifstofa verður opnuð í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 á Akureyri laugardaginn 30. janúar nk. og verður hún opin laugardaginn frá kl. 15 og sunnudaginn frá kl. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð

Ógnaði og sló 15 ára afgreiðslustúlku

RÁN var framið í lítilli matvöruverslun við Stórholt í Reykjavík um klukkan hálfátta í gærkvöldi. Ræninginn, sem huldi andlit sitt með hettu, ógnaði fimmtán ára gamalli afgreiðslustúlku og sló hana og hafði á brott með sér 7­8 þúsund krónur úr peningakassa verslunarinnar. Stúlkunni varð ekki meint af. Lögregla leitaði ræningjans í nágrenni verslunarinnar í gærkvöldi. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ráðstefna um félagsstarf

FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur fyrir ráðstefnu um félagsstarf, tómstundir og félagslega liðveislu fatlaðra ungmenna. Ráðstefnan verður haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, laugardaginn 30. janúar og stendur frá kl. 9­15. FFA eiga Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Refsað fyrir að taka á sig sök

HÆSTIRÉTTUR dæmdi mann í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í gær fyrir brot á 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga, sem leggur refsingu við því að bera rangt fyrir dómi. Maðurinn bar vitni í opinberu máli á hendur Franklín K. Steiner sem dæmt var í í Hæstarétti í desember 1997. Þar kvaðst hann eiga fíkniefni sem fundist höfðu á heimili Franklíns. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Samakynning

LAILA Spiik frá Norður-Svíþjóð verður ásamt Sofiu, 12 ára gamalli dóttur sinni í Kompaníinu við Hafnarstræti 73 á Akureyri í dag, föstudaginn 29. janúar kl. 17. Samavika stendur nú yfir í Norræna húsinu og komu þær mæðgur til landsins af því tilefni. Laila mun m.a. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 331 orð

Samskipti við eitt og eitt rússneskt skip síðustu ár

Mors-sendingar heyra senn sögunni til Samskipti við eitt og eitt rússneskt skip síðustu ár TÍMAMÓT verða í loftskeytasögunni á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 1. febrúar þegar loftskeytastöðvar víða um heim munu hætta hlustvörslu á morsi á senditíðninni 500 kHz í skipaþjónustu. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 132 orð

Samtök lungnasjúklinga

FYRSTI félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga á þessu ári verður haldinn í kvöld, föstudagskvöld, í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík kl. 20. Á fundinn kemur Kristján Sveinsson, framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome ehf. á Íslandi. Kristján hefur unnið með astmalyf í fjölmörg ár og mun fjalla um ýmis atriði varðandi lyfjagjöf lungnasjúklinga. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 105 orð

Selurinn duglegur að éta

HRINGANÓRINN, sem dvelur í góðu yfirlæti í Húsdýragarðinum, er við góða heilsu eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í síðustu viku og er duglegur að éta, að sögn Margrétar Daggar Halldórsdóttur rekstrarstjóra Húsdýragarðsins. Sárið baki hans er enn opið og vilsar lítillega úr því, en ígerðin er horfin. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 168 orð

Sjóvarnargarður reistur við Suðurnes

FRAMKVÆMDIR við sjóvarnargarð standa nú yfir við golfvöll Seltirninga á Suðurnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem tekist er á við landbrot vegna sjávargangs með skipulegum hætti á þessum stað, en fyrir nokkrum árum var grjóti ekið utan í ströndina til bráðabirgða. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Skautadagur

SKAUTA- og fjölskyldudagur verður á skautasvellinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 30. janúar. Leikið verður íshokkí, listhlaup sýnt og farið í leiki. Yngstu skautamennirnir, 9 ára og yngri, hefja leikinn kl. 12, þá taka 10 til 12 ára krakkar við kl. 13.15 og kl. 14.45 þeir sem eru 13 til 15 ára. Listhlaup og leikir verða kl. 13.50. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 209 orð

Skipulögð leigubílarán í Ósló?

LÍKUR benda nú til að í tveimur tilvikum vopnaðra rána á leigubílstjórum í Ósló síðastliðnar þrjár vikur hafi sami maður (eða menn) verið að verki. Aðfaranótt þriðjudags var 24 ára gamall leigubílstjóri myrtur undir stýri á bíl sínum, eftir að hafa ekið farþega frá Solli-torgi í Ósló út í Nittedal. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Skrifstofa Kvennalista

SAMEIGINLEG kosningaskrifstofa frambjóðenda Kvennalistans að Hamraborg 20a í Kópoavogi verður opnuð í dag, föstudag, með dagskrá sem stendur frá kl. 17-19. Þar verða skemmtiatriði og frambjóðendur kynna sig með stuttum erindum. Frambjóðendur Kvennalistans í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesi, þann 5. og 6. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Sluppu ómeiddar en bíllinn er ónýtur

TVÆR ungar stúlkur sluppu ómeiddar úr bílveltu í Kaupvangsstræti á Akureyri í gærdag, en jeppi sem önnur þeirra ók skemmdist mikið og er jafnvel ónýtur. Jeppanum var ekið niður Kaupvangsstræti, Gilið sem svo er nefnt, en í beygju sem þar er ofarlega missti ökumaður stjórn á bílnum. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 413 orð

Störfin kynnt hérlendis og erlendis

LANDSPÍTALINN hélt í gær sérstakan kynningarfund fyrir nema í hjúkrunarfræði á fjórða ári, en þeir útskrifast í vor, með það fyrir augum að fá þá til starfa á einhverri þeirra 80 deilda sem spítalinn rekur. Í dag verður hliðstæð kynning fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa verið heimavinnandi eða í öðrum störfum. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 56 orð

Tekist á í Alsír

SAMTÖK ættingja fórnarlamba vargaldarinnar í Alsír efndu í gær til fjöldagöngu í Algeirsborg til minningar um látna ástvini. Kom til nokkurra átaka fyrir framan þjóðþing landsins þegar göngumenn reyndu að brjóta sér leið í gegnum varnarmúra lögreglunnar í því skyni að krefja þingmenn um aðgerðir til að binda enda á ódæðisverk í landinu. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

Telur fundarstjórn borgarstjóra undantekningu

INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segist líta á fundarstjórn borgarstjóra á fundi borgarráðs á þriðjudag sem undantekningu, en meirihluti Reykjavíkurlista samþykkti á fundinum að fela borgarstjóra fundarstjórnina. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 225 orð

Tillaga um Margréti í efsta sæti

SVOKÖLLUÐ níu manna nefnd, A-flokkanna og Kvennalistans, á Suðurlandi er að leggja lokahönd á framboðslista Samfylkingarinnar í kjördæminu. Samkvæmt tillögum nefndarinnar skipar Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og formaður Alþýðubandalagsins, efsta sæti listans og Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og fulltrúi Alþýðuflokksins annað sætið. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 243 orð

Varað við borgarastyrjöld

BORGARASTYRJÖLD í líkingu við þá, sem geisað hefur í Júgóslavíu, getur brotist út í Hvíta Rússlandi fái Alexander Lúkasjenko, einræðisherra í landinu, því framgengt, að ekkert verði gert til að efla hvítrússneska þjóðernisvitund en landið sameinað Rússlandi þess í stað. Er þetta haft eftir fulltrúum stjórnarandstöðunnar í landinu. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Vefsíða opnuð

STUÐNINGSMENN Ólafs Björnssonar hrl. hafa opnað vefsíðu. Ólafur er þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi og stefnir á 1. til 3. sæti. Á heimasíðunni má meðal annars finna áherslur Ólafs í öllum helstu málaflokkum, greinaskrif hans og annarra, lífshlaup og stuðningsmannalista sem hægt er að skrá sig á með aðstoð vefjarins. Slóðin er: http://www.olafur. Meira
29. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 160 orð

Viagra hættulegt frjósömum körlum?

MISNOTKUN getuleysislyfsins Viagra í því skyni að auka kynorku karlmanna, sem ekki þjást af getuleysi fyrir, getur orsakað varanlegt getuleysi. Þetta fullyrðir brezkur læknir í grein sem birtist í gær. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 460 orð

Viðamesta útgáfa Íslendingasagna á ensku

BRESK-bandaríski útgáfurisinn Penguin Press undirritar næstkomandi þriðjudag samning við Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar um útgáfu á tíu bókum með Íslendingasögum. Um er að ræða stærsta samning um útgáfu á Íslendingasögunum sem íslenskir aðilar hafa gert og mun hann tryggja Íslendingasögunum meiri útbreiðslu í enskumælandi löndum en áður þekkist. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 1258 orð

Viðmiðun um "viðunandi" lyktarmengun ekki til

MÁLEFNI fiskimjölsverksverksmiðjunnar í Krossanesi voru til umræðu í bæjarráði Akureyrar í gær. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa kært úrskurð Hollustuverndar ríkisins að takmarka starfsleyfi hennar við eitt ár og að vinnslugetan sé takmörkuð við 550 tonn á sólarhring. Sótt var um starfsleyfi til fjögurra ára og 800 tonna vinnslugetu á sólarhring. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 732 orð

Vilja flugvöllinn burt

Samtök um betri byggð á höfuðborgarsvæðinu verða stofnuð í byrjun febrúar. Tilgangur samtakanna er að móta nýjar hugmyndir um umhverfis- og byggðamál með sérstakri áherslu á þéttingu og endurnýjun byggðar. Fjöldi fólks stendur að þessum fyrirhuguðu samtökum. Talsmaður þeirra er Örn Sigurðsson arkitekt. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Vindmyllur hagkvæmar á Selfossi og í Eyjum

FYRSTU niðurstöður rannsóknarverkefnis danska ráðgjafarfyrirtækisins Knudsen og Sørensen benda til þess að hagkvæmt geti orðið að setja upp vindaflsstöðvar í Vestmannaeyjum og á veitusvæði Selfossveitna. Á þessum stöðum höfðu áður farið fram vindmælingar sem stuðst var við í rannsókninni. Einkum beinast sjónir manna að 600 kW- vindaflsstöðvum sem framleiddar eru af danska fyrirtækinu Vestarås. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Vinnuslys í Kópavogi

KARLMAÐUR var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur um sexleytið í gær eftir að hafa fallið á milli hæða í nýbyggingu við Lækjarsmára í Kópavogi. Að sögn læknis á vakt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur virðist maðurinn hafa sloppið við alvarleg meiðsl. Meira
29. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Þorragolf í Eyjum

ÞRÁTT fyrir kafaldsbyl og snjókomu víðsvegar um suðvestanvert landið sl. miðvikudag lét snjórinn Eyjamenn alveg í friði. Austanrok og slydda var í morgunsárið en fljótlega lægði og stytti upp og um hádegi var komið ágætisveður. Meira
29. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á morgun, laugardaginn 30. janúar, kl. 11. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju kl. 21 sunnudagskvöldið 31. janúar. Meira

Ritstjórnargreinar

29. janúar 1999 | Leiðarar | 548 orð

FJÁRFEST Í ÍSLENZKRI HÁTÆKNI

HÁTÆKNIIÐNAÐUR vex hröðum skrefum hér á landi og er enginn vafi á því, að þær miklu væntingar, sem til hans voru gerðar fyrir fáum árum, eru að byrja að rætast. Verðmætasköpun hátæknifyrirtækja fyrir íslenzkt þjóðarbú eykst ár frá ári. Meira
29. janúar 1999 | Staksteinar | 292 orð

Fjármál sveitarfélaga Breytist fjármál sveitarfélaga til batnaðar kann að reynast nauðsynlegt, að löggjafinn takmarki heimildir

Breytist fjármál sveitarfélaga til batnaðar kann að reynast nauðsynlegt, að löggjafinn takmarki heimildir þeirra til lántöku. Þetta segir í fréttabréfi VSÍ. Skuldasöfnun Meira

Menning

29. janúar 1999 | Bókmenntir | 506 orð

Af ríku og lánlitlu fólki

eftir F. Scott Fitzgerald. Íslensk þýðing: Atli Magnússon. Skjaldborg, 1998, 400 bls. MARGAR merkilegar þýðingar komu út fyrir nýliðin jól og bar ekki mikið á þeim í bókaflóðinu mikla, eins og svo oft gerist með þýðingar. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 269 orð

Allir ástfangnir af Shakespeare

SHAKESPEARE ástfanginn fékk fimm tilnefningar til verðlauna frá Samtökum leikara í Bandaríkjunum sem tilkynntar voru á fimmtudag. Myndin hefði ekki getað fengið fleiri tilnefningar. Hún var tilnefnd í öllum fjórum flokkum og einnig fyrir leikhópinn í heild sinni. Kvikmyndin "Little Voice" sem byggð er á leikriti Jim Cartwright, Taktu lagið, Lóa, fékk þrjár tilnefningar. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 501 orð

Ástarmisskilningur við Tjörnina Í kvöld frumsýna nemendur enskudeildar Háskóla Íslands leikritið Draumur á Jónsmessunótt í

"PASSIÐ ykkur á að stinga ekki hvor annan í augun," heyrist kallað í salnum þegar tveir vörpulegir drengir stíga fram á svið með brugðin sverð. Leiksviðið er í Tjarnarbíói en þar eru nemendur í enskudeild Háskóla Íslands að setja upp verkið Draumur á Jónsmessunótt, einn vinsælasta gamanleik Shakespeare. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 80 orð

Bókakvöld Sagnfræðingafélagsins

ÁRLEGUR bókafundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn í húsi Sögufélags í Fischersundi á morgun, laugardag kl. 13.30. Á fundinum verður rætt um fjórar bækur sem komu út fyrir jólin. Sigríður Matthíasdóttir ræðir um Mannkynbætur eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 213 orð

Einsöngvarapróf Þóru Björnsdóttur

ÞÓRA Björnsdóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari halda einsöngstónleika í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, á morgun, laugardag kl. 14.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Þóru frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni eru m.a. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 358 orð

Fjórar samískar listakonur í Norræna húsinu

NÝ STENDUR yfir sýning á verkum eftir fjórar listakonur frá Samalandi í sýningarsölum Norræna hússins. Sýningin heitir á samísku "Geaidit" sem mætti þýða sem sjónhverfingar. Verkin hafa vísan til uppruna þeirra sem Sama, en listakonurnar eru allar þekktar í heimalandinu og utan þess og hafa kynnt samíska menningu og listir á Norðurlöndum og víðar, segir í fréttatilkynningu. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 68 orð

Gabríela með innsetningu í Galleríi Sævars Karls

GABRÍELA Friðriksdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls á morgun, laugardag, kl. 14. Gabríela er stúdent frá MR 1992, var í myndlistaskólanum RÝMI '92­'93, fór í fornámsdeild Myndlista- og handíðaskólans '93­'94, sumarið '94 í tréiðnaðardeild Iðnskólans, þá í Myndlista- og handíðaskólann 1994­'97 og að lokum í sjálfstætt nám við Academie Výtvarnich Umeníe Myndlistaakademíuna í Prag 1998. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 375 orð

Gera þriggja ára samning

Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Valgeir Valdimarsson, framkvæmdastóri Íslenska dansflokksins, undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára í Borgarleikhúsinu í gær. Samningurinn felur í sér að Landsbankinn verður aðalsamstarfsaðili Íslenska dansflokksins til loka ársins 2001. Að sögn Valgeirs er samningurinn viðamikill og nær til fjölmargra þátta. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 418 orð

Hjónin þekkjast varla

NÝGIFT hjón sem höfðu gift sig eftir blint stefnumót báðu um frið fyrir fjölmiðlum þegar þau lögðu af stað í brúðkaupsferðina til Karíbahafsins, en hjónin höfðu verið hundelt af fjölmiðlum frá því vígslan fór fram. Parið var valið úr 200 þátttakendum sem tóku þátt í keppni á vegum útvarpsstöðvar í Birmingham. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 101 orð

Í faðmi Ísfirðinga

Í faðmi Ísfirðinga ÞJÓÐSÖNGUR Ísfirðinga hljómaði svo undir tók í Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á Broadway síðastliðið föstudagskvöld og ekki síður lagið Í faðmi blárra fjalla. Magnús Jóhannesson sló á létta strengi í hátíðarræðu og ekki síður söngelski þingmaðurinn Árni Johnsen. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 102 orð

"Kona" í Bílar & list

LISTAMAÐURINN Gunnar Þjóðbjörn Jónsson opnar sýningu á verkum sínum í bílar & list að Vegamótastíg 4 á morgun, laugardag, kl. 16. Sýningin er í samstarfi við galleríið Smíðar og skart. Öll verkin eru unnin með olíu á striga og er þema sýningarinnar "Kona". Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 615 orð

Lirfa lærir á lífið

SKRÍPÓ heitir fyrirtækið hans Gunnars, og nýlega fékk það vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á 4,5 milljónir króna til framleiðslu 30 mínútna langrar íslenskrar teiknimyndar sem mun heita Litla lirfan ljóta. Sagan er eftir Friðrik Erlingsson, og í fyrra fengu þeir félagar styrk úr Menningarsjóði útvarpsstöðva til sama verkefnis. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 651 orð

Meydrottningin ósigrandi

ELÍSABET Tudor var dóttir Hinriks VIII og Önnu Boylen og bjó hún yfir miklu sjálfstæði og viljastyrk. Hún varð Englandsdrottning árið 1558 og dó úr elli, en margir af samferðamönnum hennar létu lífið fyrir aldur fram af ýmsum ástæðum. Meira
29. janúar 1999 | Tónlist | 532 orð

Mozart haldið indælt boð

Laufey Sigurðardóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Richard Talkowsky, Krystyna Cortes, Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson og Brjánn Ingason léku tónlist eftir Mozart. Miðvikudagskvöld kl. 20.30. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 101 orð

Námskeið og fyrirlestrar hjá MHÍ

LEIFUR Þorsteinsson ljósmyndari heldur námskeið í myndbreytingu í tölvu-"photoshop" í tölvuveri MHÍ í Skipholti vikuna 8.­12. febráur. Unnið er með breytingar og lagfæringar á tónum og litum. Íslensk myndlist í eina öld er yfirskrift námskeiðs sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sér um og hefst 8. febrúar. Kennt verður í Skipholti 1. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 563 orð

New York hernumin

ALRÍKISLÖGREGLUMAÐUR, njósnari fyrir CIA og hershöfðingi í Bandaríkjaher vinna öll sama embættiseiðinn, þann að styðja og verja stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þegar strætisvagn er sprengdur í loft upp í Brooklyn ríður hryðjuverkaalda yfir stórborgina og þá fær þessi eiður nýja merkingu í augum löggæslufólksins. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 172 orð

Nýjar bækur VERALDARVISKA, I Ching

VERALDARVISKA, I Ching, List friðarins og Leið pílagrímsins eru viskubækur í þýðingu Ísaks Harðarsonar rithöfundur. Í kynningu segir: Veraldarviskaer tekin saman á 17. öld og er handbók um hvernig ná eigi árangri í lífi og starfi. Bókin er 201 bls. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 542 orð

Sá vondi lætur óskirnar rætast

DRUKKINN kranastjóri veldur því að kassi með ómetanlegum persneskum dýrgrip frá 12. öld fellur til jarðar í stórborg og drepur gangandi vegfaranda. Í brakinu finnst rauður ópalsteinn, sem hefur verið hulinn mönnum í 800 ár. Alexandra Amberson (Tammy Lauren) fer að virða fyrir sér steininn og tekur eftir grundsamlegum galla í innsta kjarna hans. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 131 orð

Schiffer vinnur skaðabætur

FRANSKA blaðið Paris Matchhefur haldið því fram að samband fyrirsætunnar Claudiu Schiffer og töframannsins David Copperfield væri byggt á viðskiptasamningi sem þau hefðu gert til þess að komast í kastljós fjölmiðla. En samningurinn var úrskurðaður falsaður af dómstólum og blaðinu gert að birta leiðréttingu og greiða Schiffer ótilgreinda upphæð í skaðabætur. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 49 orð

Stefán Sigvaldi sýnir í Gallerí Geysi

STEFÁN Sigvaldi Kristinsson opnar sína fyrstu einkasýningu á morgun, laugardag, kl. 16. Stefán Sigvaldi er fjölfatlaður og sýnir bæði teikningar og olíumálverk. Sýningin stendur til 14. febrúar og er opin virka daga kl. 8­22, föstudag til kl. 19 og um helgar frá kl. 12­18. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 77 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGIN Norðurleið - Suðurleið lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru verk eftir Ulrich Dürrenfeld, Ulrike Geitel og Ralf Werner frá Köln, Erwin Herbst og Joachim Fleischer frá Stuttgart og Dominique Evrard frá Frakklandi. Sýningin er m.a. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 45 orð

Tónlistar- og menningarkvöld í Þorlákskirkju

TÓNLISTAR- og menningarkvöld verður í Þorlákskirkju á sunnudag kl. 20.30. Skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Marteinn Hunger Friðriksson dómorganisti leikur orgelverk. Þá mun Söngfélag Þorlákshafnar syngja undir stjórn Róberts Darlings. Ræðumaður kvöldsins verður biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 204 orð

Tvö tríó klassíska tímabilsins í Hásölum

TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hásölum á morgun, laugardag kl. 16. Þar koma fram þrír kennarar skólans, þau Petrea Óskarsdóttir, flautuleikari, Martin E. Frewer fiðluleikari og Þórhildur Jónsdóttir sellóleikari. Á tónleikunum leika þau tvö tríó klassíska tímabilsins: Lundúnatríóið eftir J. Haydn og Tríó op. 87 eftir L. van Beethoven. Martin E. Meira
29. janúar 1999 | Menningarlíf | 150 orð

Valin til þátttöku í alþjóðlegri málverkasamkeppni

VERK eftir Ernu G. Sigurðardóttur, Guðrúnu E. Ólafsdóttur, Sigrúnu Eldjárn, Soffíu Sæmundsdóttur og Þorstein Helgason voru valin til að keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri málverkasamkeppni sem myndlistarvörufyrirtækið Winsor & Newton stendur fyrir í tilefni aldamótanna. Meira
29. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 121 orð

Þorrablót Egilsstaða

ÞAÐ var fjölmennt í Valaskjálf á Egilsstöðum þegar Héraðsbúar blótuðu þorra á bóndadag. Gestir skörtuðu sínu besta, enda eina bæjarhátíð sinnar tegundar á staðnum. Þrjátíu manna þorrablótsnefnd hafði lagt sig alla fram við að gera blótið sem best úr garði. Nefndin sá um skemmtiatriði, skreytingar og bar fram matinn. Meira

Umræðan

29. janúar 1999 | Kosningar | 604 orð

Aðför að fjölskyldufólki

EINN er sá hópur landsmanna til viðbótar við ellilífeyrisþega og öryrkja sem sérstaklega hefur fengið að finna fyrir skerðingu á kjörum sínum og lögbundnum rétti í góðæri ríkisstjórnarinnar. Það er fólk sem er með börn á framfæri og fólk sem er að koma sér upp húsnæði. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 522 orð

Af sauðkindum og sykurmolum

ÞÓ AÐ Íslendingar byggi lítið land, eru hugmyndir þeirra oft jafnstórar hugmyndum annarra. Það sem okkur skortir stundum er peningaaflið til að veita þeim brautargengi. Aðgangur að fjármagni til rannsókna, þróunar og markaðssetningar er takmarkaðri hér en víða annars staðar sökum smæðar og eðlis heimamarkaðarins. Meira
29. janúar 1999 | Aðsent efni | 731 orð

Ár aldraðra

JÆJA gott fólk, þá er runnið upp "ár aldraðra" enn á ný, en mér finnst ekki langt síðan ég var að flytja þætti í útvarp, þrjá minnir mig, á ári sem bar sama heiti, en þá var ég hinum megin við girðinguna og talaði til þeirra sem komnir voru á efri ár, sagði sögur af yndislegu fólki öldruðu, sem varð mér minisstætt og hafði meiri áhrif á mig á sinni tíð en flestir yngri. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 344 orð

Ásta Ragnheiður tryggir réttindi barna

Ásta Ragnheiður tryggir réttindi barna Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, bókmenntafræðingur, skrifar: ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir er fyrsti flutningsmaður þingmáls sem miðar að því að tryggja börnum rétt til umgengni við báða foreldra. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 135 orð

Ásta Ragnheiður vinnur með hjartanu

Ásta Ragnheiður vinnur með hjartanu Ragnheiður Davíðsdóttir, Urðarstíg 15, Reykjavík, skrifar: ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur þann fágæta eiginleika að vinna með hjartanu, þ.e. hún lætur sér annt um þá sem minna mega sín. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 137 orð

Ástu Ragnheiði áfram á þingi

Ástu Ragnheiði áfram á þingi Katrín Magnúsdóttir og Gunnar Helgason, Heimsreisufarar, Nökkvavogi 38, skrifa: VIÐ hjónin höfum notið leiðsagnar og fararstjórnar Ástu Ragnheiðar bæði í Heimsreisum og í sólarlöndum. Hún er frábær foringi, góður stjórnandi og skemmtilegur félagi. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 168 orð

Ástu Ragnheiði í 2. sæti

Ástu Ragnheiði í 2. sæti Ingibjörg Pétursdóttir, Lindarbraut 6, Seltjarnarnesi, skrifar: ÉG HVET alla Reykvíkinga sem láta sig velferðarmál varða til að stuðla að áframhaldandi þingsetu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur með því að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og kjósa hana í annað sæti á lista Alþýðuflokksins. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 125 orð

Bryndísi fremst í Samfylkingu

Bryndísi fremst í Samfylkingu Gestur Guðmundsson, Skólavörðustíg 21, skrifar: BRYNDÍS Hlöðversdóttir er í senn ung og reynd í stjórnmálum, og hún hefur allan sinn stjórnmálaferil barist ötullega fyrir Samfylkingunni. Á þingi hefur hún unnið markvisst að þeim málum sem nú sameina jafnaðarmenn. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 124 orð

Bryndísi Hlöðversdóttur í 1. sæti

Bryndísi Hlöðversdóttur í 1. sæti Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgarfulltrúi, skrifar: NÆSTKOMANDI laugardag velja kjósendur í Reykjavík forystusveit samfylkingarinnar fyrir komandi Alþingiskosningar í prófkjöri. Sú aðferð að fá almenna kjósendur til að raða frambjóðendum á lista er samfylkingunni til sóma.. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 142 orð

Eining um trausta forystu

Eining um trausta forystu Lovísa Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, Garðabæ, skrifar: Óbilandi kjarkur og bjartsýni var það í fari Rannveigar Guðmundsdóttur sem vakti athygli mína á henni. Þessir eiginleikar ásamt hæfileikum til að sameina öfl og sýna lagni í málamiðlun eru hennar aðalsmerki. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 390 orð

Ekki verði sótt um aðild að Evrópusambandinu

Í MÁLEFNASKRÁ Samfylkingarinnar er tekið fram að ekki sé fyrirhugað að sækja um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga nú þegar gengið er til prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það hafa ekki verið mjög skiptar skoðanir um það innan Alþýðubandalagsins að Ísland hefur ekkert að gera í Evrópusambandið. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 120 orð

Ég styð Valþór

Ég styð Valþór Ýr Gunnlaugsdóttir, verslunarmaður, skrifar: VALÞÓR Hlöðversson, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi dagana 5.-6. febrúar nk. hefur sett baráttu fyrir náttúruvernd og virðingu fyrir landinu okkar í forgrunn sinnar kynningar undir kjörorðunum "Við eigum bara eitt land". Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 283 orð

Fleiri konur á Alþingi

Fleiri konur á Alþingi Bryndís Kristjánsdóttir, formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna, skrifar: EITT AF þeim markmiðum Samfylkingarinnar sem hafa verið skýr og óbreytt frá upphafi er að stuðlað skuli að auknu jafnrétti á öllum sviðum. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 202 orð

Guðmund Árna í forystu

Guðmund Árna í forystu Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi og fyrrum bæjarstjóri, Hafnarfirði, skrifar: ÞAÐ ER gott að vinna með mönnum sem eru röskir til starfa og ákvarðana, en gefa sér jafnframt ráðrúm til að hlusta og íhuga lífsins gang ­ og þá ekki síst ábendingar og skoðanir annarra. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 170 orð

Guðmundur Árni - góður leiðtogi

Guðmundur Árni - góður leiðtogi Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, skrifar: VIÐ SEM höfum verið þeirra ánægju aðnjótandi að starfa með Guðmundi Árna vitum að hann er góður leiðtogi, djarfur til verka, sanngjarn en um fram allt hreinn og beinn. Meira
29. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 284 orð

Hvers vegna ekki hreppur?

MIG langar til að blanda mér ögn í umræðu um nöfn sameinaðra sveitarfélaga. Gamlir sveitungar mínir vestur í fjörðum segja mér að þeim hafi verið bannað að láta nýtt sveitarfélag enda nafn sitt á hreppur. Mér er forvitni á að vita hver er ábyrgur fyrir því banni. Ég hefði viljað láta nýja sveitarfélagið heita Ísafjarðarhreppur. Hreppur er gamalt nafn og gott. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 492 orð

Jafnaðarmenn inn í nýja öld

TIL ÞESS að Samfylking jafnaðarmanna og félagshyggjufólks fái umboð til að leiða þjóðina inn í nýja öld þarf hún að uppfylla fáein skilyrði. Í skoðanakönnunum birtist sú staðreynd að helmingur þjóðarinnar myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef þingkosningar væru í dag. Þýðir það að helmingur þjóðarinnar telji sig til hægri í stjórnmálum? Ekki endilega. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 461 orð

Jafnrétti og stjórnarskrá

SJÁLFSTÆÐISYFIRLÝSING Bandaríkjanna hefst á orðunum: "Við teljum það sannleika, yfir allan vafa hafinn, að allir menn eru fæddir jafnir." Yfirlýsingin skýrir síðan jafnan rétt allra til lífs, frelsis og hamingjuleitar og að menn kjósi sér stjórnvöld til að framfylgja þessum sjálfsögðu réttindum til velferðar. Ef stjórnvöld þjóni ekki þessu markmiði þá eigi fólkið rétt á að skipta um stjórn. Meira
29. janúar 1999 | Aðsent efni | 702 orð

Jólagrautur Alþingis

Í kjölfar dóms Hæstaréttar um veiðileyfi hefur Alþingi samþykkt ný lög um stjórn fiskveiða. Það var sérkennilegt að horfa á vinnubrögð þingmanna við setningu þessara laga. Útkoman er þvílíkur grautur að sjálfur lagatextinn er ekki skiljanlegur venjulegu fólki. Útgerðir landsins, stórar og smáar, héldu að með dómnum væru þær allar settar við sama borð. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 163 orð

Jón Gunnarsson í 2. sæti

Jón Gunnarsson í 2. sæti Sigurður Kristinsson, Hreppsnefndarmaður í Vatnsleysustrandarhreppi skrifar: Í PRÓFKJÖRI samfylkingar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista sem fram fer 5. og 6. febrúar n.k. hefur Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri í Vogum gefið kost á sér í 2. sæti listans. Meira
29. janúar 1999 | Aðsent efni | 826 orð

Kjaftasögur?

NAFN höfundar þessarar greinar var nefnt í ofangreindum skrifum og honum borið á brýn að sverta æru íslenskra sjómanna með áburði um stórfellt brottkast fisks í hafi og allt á grundvelli kjaftasagna. Þeim, sem lesið hafa skrif mín um þessi efni og kært sig um að skilja þau, er öldungis ljóst, að þau eru endilöng sífelld viðleitni til málefnalegrar umræðu um efnið. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 127 orð

Kjarkaða konu á þing

Kjarkaða konu á þing Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Fjólugötu 25, 101 Reykjavík, skrifar: ÞAÐ ER fátítt að alþingismenn leggi fram frumvarp um efni sem lítið hefur verið rætt í þjóðfélaginu og taki þar með forystu í umræðu um brýn samfélagsmál. Þó eru til undantekningar. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 137 orð

Kjósum Rannveigu í 1. sæti

Kjósum Rannveigu í 1. sæti Guðmundur Oddsson, skólastjóri í Kópavogi, skrifar: NÚ LÍÐUR að prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi, en það verður haldið dagana 5. og 6. febrúar. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður hefur verið forystumaður Alþýðuflokksins í kjördæminu á því kjörtímabili sem senn er liðið. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 379 orð

Loksins, loksins!

UM NÆSTU helgi fer fram prófkjör Samfylkingarinnar sem er samstarfsvettvangur félagshyggjufólks. Mikið hefur verið gert úr erfiðum fæðingarhríðum og ekki allir sáttir við niðurstöðuna. Ekkert er fullkomið og þetta er aðeins skref á leið sem vonandi verður löng. Það sem mest er um vert er að nú gefst tækifæri til að reyna hvort um virkilega félagshyggjubreiðfylkingu er að ræða. Meira
29. janúar 1999 | Aðsent efni | 478 orð

Lokuð rúm

STÖÐ 2 greindi nýlega frá því að á Landspítala væru nú slíkir erfiðleikar að vista yrði sjúklinga á göngum. Þessu til sönnunar birtust átakanlegar myndir af sjúku fólki í sjúkrarúmum á spítalagöngum. Hvað veldur slíkum hörmungum? Náttúruhamfarir, stríðsátök og farsóttir eru yfirleitt skýringin þegar sjónvarpið sýnir svipaðar myndir frá öðrum heimshlutum. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 475 orð

Lykillinn að framtíðinni

LYKILLINN að möguleikum Íslendinga í framtíðinni er að rækta mannauðinn, að kalla alla til leiks óháð kyni, aldri, efnahag, kynhneigð eða annarri félagslegri stöðu. Núverandi ríkisstjórn rekur hins vegar þá stefnu á öllum sviðum þjóðlífsins að dæma fólk úr leik. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 620 orð

Magnús í 3. sæti

Magnús í 3. sæti Jón Þór Sturluson hagfræðingur skrifar: PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar snúast ekki einungis um uppröðun á lista. Ekki bara um vel bólstruð sæti við Austurvöll. Þau snúast fyrst og fremst um val á forystu nýrrar fjöldahreyfingar. Meira
29. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 360 orð

Opnunartími skemmtistaða

BARIR, skemmtistaðir; af hverju eru þeir bara með leyfi til að hafa opið til kl. 1 á virkum dögum og 3 um helgar? Ég held að það sé ekki til nein skýring á þessu nema það að Skemmtinefnd Íslands er bara ekkert að spá í þetta lengur. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 155 orð

Róttækan mann til forystu ­ Árna Þór í fyrsta sæti

Róttækan mann til forystu ­ Árna Þór í fyrsta sæti Haukur Már Haraldsson, framhaldsskólakennari, Reykjavík, skrifar: Í kosningum í vor býður Samfylking félagshyggju, jöfnuðar og kvenfrelsis fram í fyrsta skipti. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 293 orð

Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn

Á ÞEIM þrem vikum sem liðnar eru síðan kynning hófst fyrir prófkjör jafnaðarmanna í Reykjavík hef ég lagt áherslu á að verkefni Samfylkingarinnar í vor sé að koma Sjálfstæðisflokki Davíðs Oddssonar frá völdum og mynda nýja jafnaðarstjórn. Ég hef bent á nokkur af meginverkefnum slíkrar stjórnar. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 479 orð

Samfylkingin svarar kalli tímans

NÚ STYTTIST í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík laugardaginn 30. janúar. Þetta hefur verið stutt og snörp barátta sem hefur verið lærdómsrík fyrir mig sem aðra þátttakendur. Vinnubrögð okkar Kvennalistakvenna hafa verið frábrugðin annarra að því leyti að við erum með sameiginlega kosningaskrifstofu á vegum Kvennalistans og samtökin hafa staðið að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 456 orð

Skekkjur í uppgjöri menntamála

ÞAÐ FER að verða tímabært að gera upp átta ára valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í menntamálum. Eflaust dettur flestum í hug athafnasemi núverandi ráðherra á sviði tölvumála og vissulega á hann heiður skilinn að því leyti. Hitt er þó mikilvægara að fram fari mat á stöðu og þróun skóla og skólastiga og hvernig staða menntamála er að því leyti þegar ný öld er í sjónmáli. Meira
29. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Tannlæknisfræði

KÆRA Ingibjörg. Mér er sérstaklega eftirminnilegt þegar þú tókst við starfi heilbrigðisráðherra. Þá komst þú fram í fjölmiðlum og taldir að eitt af því mikilvægasta sem þú myndir beita þér fyrir yrðu forvarnir í heilbrigðiskerfinu. Mig rak því í rogastans þegar ég varð vitni að reglugerð sem þú settir núna um áramótin sem dregur úr aðstoð hins opinbera við forvarnir gegn tannskemmdum. Meira
29. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 384 orð

Tónlistarhús í Reykjavík

TÍMI bollalegginga er liðinn, ákveðið hefur verið að reisa tónlistarhús í miðbæ Reykjavíkur. Þar verður stór tónleikasalur, allstór ráðstefnusalur og önnur aðstaða fyrir tónlistarfólk og ráðstefnuhald. Auk þess er hugmyndin að byggingin tengist hágæðahóteli sem komi hinu tvískipta hlutverki til góða. Fyrir nokkru voru kynntar þrjár tillögur um staðsetningu bygginganna og 14. jan. sl. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 322 orð

Tryggjum Sigríði Jóhannesdóttur áfram þingsæti

Tryggjum Sigríði Jóhannesdóttur áfram þingsæti Ólafur Jónsson fyrrv. form. Landssambands eldri borgara skrifar: Sigríður Jóhannesdóttir kennari hefur verið varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi í tvö kjörtímabil og tók sæti Ólafs Ragnars Grímssonar á Alþingi þegar hann var kosinn forseti lýðveldisins árið 1996. Meira
29. janúar 1999 | Aðsent efni | 909 orð

Tvískinnungur um viðskiptabönn

STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður svaraði grein minni til varnar viðskiptabönnum hér í blaðinu þann 20. þ.m. Í greininni staðfestir hann tvennt: Hann er ekki siðferðilega andvígur viðskiptabönnum sem slíkum og hann viðurkennir skyldu Íslands sem aðildarríkis Sameinuðu þjóðanna til að framfylgja ákvörðunum öryggisráðs SÞ. Fyrst um skyldur okkar gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 115 orð

Ungan mann í efsta sætið

Ungan mann í efsta sætið Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, skrifar: ÞEGAR kostur gefst á að grípa hann. Árni Þór Sigurðsson gefur kost á sér í efsta sæti samfylkingarinnar og í efsta sæti okkar. Hann hefur sýnt að hann kemur hlutunum í verk. Það sést best á leikskólabyltingunni í Reykjavík. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 510 orð

Ungt fólk getur haft áhrif í stjórnmálum!

MÖGULEIKAR ungs fólks til að hafa áhrif innan hefðbundinna stjórnmálaflokka eru takmarkaðir. Gleggstu dæmin um þetta eru nýlegar uppstillingar og prófkjör Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Einkum er sláandi að verða vitni að því hve ungar konur eiga víða erfitt uppdráttar í stjórnmálum, líkt og sannast með rýrum hlut þeirra á framboðslistum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Meira
29. janúar 1999 | Aðsent efni | 347 orð

Vafasamir veituskattar

Á SÍÐASTA kjörtímabili lagði R-listinn auknar álögur á Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur um fjóra milljarða króna til að standa straum af hallarekstri borgarsjóðs. R-listinn hækkaði greiðslur frá Hitaveitunni um hundruð milljóna á ári á síðasta kjörtímabili og nam hún á árinu 1995 802 millj. kr. eða 27,8% af rekstrartekjum. 1996 var gjaldtakan komin í um 30% af tekjum veitunnar. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 123 orð

Valþór á þing!

Valþór á þing! Guðmundur Oddsson, skólastjóri í Kópavogi, skrifar: Í prófkjöri samfylkingarsinna í Reykjaneskjördæmi mega menn kjósa þvert á öll flokksbönd og eiga fyrst og fremst að hugsa um að stilla upp sterkum og góðum lista. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 131 orð

Valþór er traustsins verður

Valþór er traustsins verður Björn Kristjánsson, múrarameistari, skrifar: ÉG VIL skora á sem flesta að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi sem fram fer 5.-6. febrúar nk. Þar biður Valþór Hlöðversson um stuðning í 2. sæti listans. Ég hef ákveðið að verða við þeirri ósk. Meira
29. janúar 1999 | Kosningar | 144 orð

Valþór þriðji

Valþór þriðji Helgi J. Hauksson, stjórnmálafræðingur, framhaldsskólakennari og hönnuður, skrifar: Kjósum Valþór, næst á eftir Rannveigu og Guðmundi Árna. Nú á að innsigla sögulega breytingu á íslensku stjórnmálakerfi. Bæði eru Guðmundur Árni og Rannveig gull af manni. Hvorugt megum við missa. Meira

Minningargreinar

29. janúar 1999 | Minningargreinar | 903 orð

Ármann Jakobsson

Það voru blendnar tilfinningar sem fimm ára drengur hafði þegar hann fluttist með foreldrum sínum frá Reykjavík til Siglufjarðar. Hann átti ekki vini, enga leikfélaga né frændur. Sárast var þó að skilja við afa og ömmur í höfuðborginni sem alltaf var hægt að leita til þegar eitthvað bjátaði á. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 744 orð

Ármann Jakobsson

Afi var ánægður með að vera fæddur daginn sem heimsstyrjöldin fyrri hófst. Hann var í eðli sínu baráttumaður. Skarphéðinn var eftirlætispersóna hans í Njálssögu. Hann var Reykvíkingur, alinn upp á Skólavörðustíg 33b (nú Bjarnarstígur 11) en ættaður af Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Árið 1930 flutti fjölskyldan á Skólavörðustíg 23. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 853 orð

Ármann Jakobsson

Þríhyrningslagað svæði, sem kallaðist Lóðin, myndaðist hér í Reykjavík austanverðri milli Njálsgötu, Skólavörðustígs og Kárastígs. Ræktað tún og kartöflugarðar voru norðvestur hluti þess, en til suðvesturs staksteinótt vilpa, sem skólpi var veitt í. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 890 orð

Ármann Jakobsson

Samræmdu prófin nálguðust og danskan var ekki nógu góð. Afi var nýlega kominn á eftirlaun og pabba fannst það alveg gráupplagt að hann hjálpaði mér með dönskuna. Þá hafði afi verið bankastjóri eins lengi og ég mundi og ekki maður sem ég þekkti að ráði. Aldrei kynntist ég þessum bankastjóra neitt en afa mínum kynntist ég mun betur því ég hef verið heimagangur á Skólavörðustígnum síðan. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 48 orð

Ármann Jakobsson

Okkur langar að kveðja kæran langafa okkar sem verður jarðsunginn í dag. Við erum honum þakklátar fyrir að koma alltaf í afmælin okkar og fyrir gjafirnar. Að spila og tefla við okkur. Við erum líka þakklátar fyrir góðu döðlurnar sem við fengum hjá honum. Brynja og Ingibjörg. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 348 orð

ÁRMANN JAKOBSSON

ÁRMANN JAKOBSSON Ármann Jakobsson fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Guðjón Bjarnason, vélstjóri, f. 24. febrúar 1888, d. 10. apríl 1933, og Guðrún Sesselja Ármannsdóttir, f. 20. september 1884, d. 13. september 1959. Systkini hans voru Hulda, bæjarstjóri í Kópavogi f. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 680 orð

Björn G. Björnsson

Hann afi minn er látinn, 93 ára að aldri. Minningarnar streyma eins og foss um hugann, ryðjast fram og vilja allar komast að. Þær eru líka margar minningarnar um þennan blíða og hægláta mann, besta afa sem nokkurt barn getur átt. Afi var búinn að vera veikur í nokkur ár, en aldrei heyrðist hann kvarta. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 544 orð

Björn G. Björnsson

Nú þegar þú minn ástkæri tengdafaðir Björn ert allur og farinn til þinnar ástkæru eiginkonu hrannast minningarnar upp í huga mér. Er ég kom ung stúlka inn á heimili þitt og þinnar kæru eiginkonu er mér minnisstæður hlýhugur þinn og ástúð í minn garð. Ég minnist þess þegar ég fékk að fara með ykkur Rögnu í veiðitúra í Víðidalsá og síðar í sumarbústað ykkar við Vesturhópsvatn. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Björn G. Björnsson

Elsku afi. Það er alltaf erfitt að segja bless við yndislega manneskju eins og þú varst, en okkur er þó huggun í því að nú ertu hjá ömmu og þér líður vel. Síðan amma dó hefur þú alltaf talað um að amma biði þín hinum megin og einhvern daginn munduð þið sameinast aftur. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Björn G. Björnsson

Við andlát Björns G. Björnssonar vil ég fyrir hönd reglubræðra kveðja hann með nokkrum orðum. Það sem fyrst kemur upp í hugann er minning um ljúfan, prúðan og jákvæðan mann. Björn var mikill félagsmálamaður og þegar hann lagði fram sínar skoðanir á málum með sinni hógværð og hæversku lögðu menn við hlustir. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 214 orð

Björn G. Björnsson

Elsku afi og langafi okkar, Björn G. Björnsson, er látinn 93 ára að aldri. Nú er hann afi farinn í annan heim til sinnar heittelskuðu eiginkonu og ömmu okkar, Ragnhildar, sem lést árið 1983. Allan þann tíma sem liðinn er síðan hún dó hafði hann beðið í mikilli eftirvæntingu eftir að ná endurfundum hennar og var hann sannfærður um að hún biði hans þegar hans tími kæmi. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 481 orð

Björn G. Björnsson

Ástkæri stjúpfaðir minn Björn. Nú þegar þú ert lagður af stað til fyrirheitna landsins til að hitta ástvini þína, sem þú hefur þráð um nokkurt skeið, koma margar góðar minningar upp í huga minn og langar mig til að kveðja þig með aðeins litlu broti af þeim góðu minningum. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 96 orð

Björn G. Björnsson

Elsku afi og langafi, Björn G. Björnsson. Nú þegar þú hefur kvatt okkur eigum við aðeins eftir margar og góðar minningar um þig. Þú hefur alla tíð verið okkur mjög hjartfólginn, enda er leitun að manni eins og þér, sem alltaf varst svo góður og til staðar ef við þurftum á einhverju að halda. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 94 orð

Björn G. Björnsson

Elsku afi minn, mig langar til þess að kveðja þig með örfáum orðum og þakka fyrir allar góðu stundirnar með þér. Ég veit að hvíldin var þér kærkomin og að núna ertu hjá henni ömmu Rögnu og þér líður vel. Minning um þig er geymd í hjarta mínu. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 384 orð

BJÖRN G. BJÖRNSSON

BJÖRN G. BJÖRNSSON Björn G. Björnsson fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð en flutti tólf ára með foreldrum sínum í Borgarnes. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson, f. 5.12. 1873, d. 4.6. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 708 orð

Björn Magnús Arnórsson

Þegar mamma hringdi og sagði mér að Bjössi bróðir minn væri alvarlega veikur og ekki hugað líf var mín fyrsta hugsun að fara til Íslands hið bráðasta. Læknunum tókst betur en á horfðist að ná versta æxlinu og þegar ég hringdi í Bjössa eftir aðgerðina lét hann vel af sér og var farinn að þjálfa sig. Hann sagði mér að vera ekkert að þjóta heim og honum liði ágætlega. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

BJÖRN MAGNÚS ARNÓRSSON

BJÖRN MAGNÚS ARNÓRSSON Björn Magnús Arnórsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1945. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 5. janúar. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 781 orð

Halldór Ágúst Þorláksson

Hinn 10. janúar sl., aðeins nokkrum dögum fyrir snöggt andlát sitt, kom Dalli bróðir minn til mín færandi mér rósablómvönd í tilefni 79 ára afmælis míns. Með blómunum var smekklega valið afmæliskort með skrautrituðum texta á forhlið, "Besti bróðir í heimi". Inni í kortinu voru heillaóskir skrifaðar með óvenju fallegri rithönd. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 242 orð

Halldór Ágúst Þorláksson

Ég minnist vinar míns, sérstaks öldungs og heiðursmanns, Halldórs Þorlákssonar. Kynni okkar bar fyrst að í togaranum Viðey RE árið 1991, þar sem hann var vaktmaður. Halldór var sjómaður nær allan sinn starfsferil, síðast vélstjóri á Víkingi AK. Hann var í siglingum öll stríðsárin ýmist á farskipum eða fiskiskipum. Vinnusemi og skyldurækni einkenndu öll hans störf. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 695 orð

Halldór Ágúst Þorláksson

Látinn er föðurbróðir minn Halldór Ágúst Þorláksson. Dalli, eins og hann var ætíð kallaður, lærði ungur til vélstjóra og var starfsvettvangur hans alla tíð tengdur sjónum. Liðlega tvítugur að aldri, líkast til á árunum kringum 1937, sigldi Dalli út í heim og var um árabil í förum á skipum fjarlægra heimsálfa. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 162 orð

Halldór Ágúst Þorláksson

Nú þegar hann elsku afi okkar er farinn á vit himneskra ævintýra fyllast hugir okkar, elstu barnabarnanna, af hlýjum og fallegum minningum. Hann afi átti efalaust fáa sína líka. Hann var eins skapmikill og hann var blíður, eins sparsamur og hann var gjafmildur og eins þrjóskur og hann var eftirlátsamur. Hann var sannkallaður maður andstæðna og við söknum hans sárt. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 53 orð

Halldór Ágúst Þorláksson

Nú er kallið komið, elsku pabbi minn sem áttir hug minn allan. Kveð ég þig í hinsta sinn. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Þær eru geymdar vel í mínu hjarta. Elsku Þorlákur, bróðir minn, komdu og sæktu pabba. Taktu hann með þér í faðminn þinn, elsku besti bróðir minn. Eva. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 309 orð

Halldór Ágúst Þorláksson

Halldór Ágúst Þorláksson föðurbróðir minn er fallinn frá á 82. aldursári. Ég man fyrst eftir Dalla, eins og hann var kallaður, á Kvisthaganum þegar ég var fjögurra til fimm ára gamall er hann var að koma úr einni af sínum ófáu siglingum um heimsins höf. Heimkomunum fylgdi ávallt mikil spenna því hann kom ætíð hlaðinn varningi sem á þeim tíma var sjaldséður hér á landi. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 191 orð

HALLDÓR ÁGÚST ÞORLÁKSSON

HALLDÓR ÁGÚST ÞORLÁKSSON Halldór Ágúst Þorláksson fæddist á Ísafirði 20. desember 1917. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorlákur Bjarni Einarsson frá Kroppsstöðum í Skálavík, f. 1878, d. 1968, og Þórunn Fransdóttir frá Æðey í Ögurhreppi, f. 1884, d. 1970. Þorlákur og Þórunn eignuðust fjóra syni. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Högni Björn Halldórsson

Elsku pabbi minn. Ég vona að nú líði þér betur. Þú barðist eins og hetja, þó svo að á endanum hafir þú þurft að láta í minni pokann. Núna er líf mitt rétt að byrja og þú áttir alltaf að verða stór partur af því. Manstu þegar við töluðum um fyrstu íbúðina mína? Fyrsta símtalið úr henni átti að vera til að bjóða þér að setjast í "sófann" minn (þinn). Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 118 orð

Högni Björn Halldórsson

Elsku Bjössi. Ef það er eitthvað hinum megin finnst mér gott að eiga þig að þar. Ég veit að þaðan gætir þú mín og minna. Þú barst mikla umhyggju fyrir öllum í fjölskyldunni og á ég ekki von á að það breytist. Þér fannst til að mynda ófært að dóttir mín eyddi jólunum í Ölpunum og vildir endilega skjóta saman í fargjald til að fá hana heim. Henni fannst mjög vænt um þá hugulsemi. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 151 orð

Högni Björn Halldórsson

Á stundu sem þessari er erfitt að vera fjarri ástvinum sínum. Mig langar því til að skrifa nokkur kveðjuorð til Bjössa frænda. Alla mína barnæsku var ég með annan fótinn hjá Steinu og Bjössa. Ein af mínum fyrstu æskuminningum er þegar Bjössi kom heim af sjónum og gaf okkur Unni báðum sippubönd. Ég hef ekki verið nema fjögurra ára en ég man ennþá hvað mér fannst mikið til þess koma. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 624 orð

Högni Björn Halldórsson

Í dag fer fram útför bróður okkar Högna Björns Halldórssonar, sem látinn er eftir erfiða sjúkdómslegu, rúmu ári eftir að hann greindist með illvígan sjúkdóm. Högni eða Bjössi eins og hann var jafnan kallaður innan fjölskyldunnar og gamalla félaga var meðal elstu innfæddra Kópavogsbúa en þangað fluttu foreldrar okkar árið 1942, árið áður en hann fæddist. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 63 orð

Högni Björn Halldórsson

Högni Björn Halldórsson Kveðja frá eiginkonu Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 161 orð

HÖGNI BJÖRN HALLDÓRSSON

HÖGNI BJÖRN HALLDÓRSSON Högni Björn Halldórsson fæddist í Reykjavík 11. maí 1943. Hann lést á Landspítalanum 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Halldór Kristmundsson f. 24.2. 1907, d. 9.3. 1972, og Hrefna Björnsdóttir, f. 8.8. 1911. Systkini hans eru Haraldur, f. 15.3. 1933, Kristmundur, f. 12.11. 1939, Baldur, f. 2.10. 1946, og Edda, f. 5.7. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Kári Tryggvason

Látinn er í hárri elli ljúfmennið Kári Tryggvason, kennari og rithöfundur frá Víðikeri í Bárðardal. Að leiðarlokum koma upp í hugann nokkur minningabrot. Þegar ég kynntist Kára og hans konu Margréti, voru þau búin að búa í litlu íbúðinni sinni í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, í nokkur ár. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 28 orð

KÁRI TRYGGVASON

KÁRI TRYGGVASON Kári Tryggvason fæddist í Víðikeri í Bárðardal 23. júlí 1905. Hann lést á Landspítalanum 16. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. janúar. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 143 orð

Marta Sveinbjörnsdóttir

Marta Sveinbjörnsdóttir Blása blíðir vindar en tíminn stendur kyrr, þín vagga tendruð ljóma, björt sem áður fyrr. Bljúgt mitt hjarta grætur í Drottins helgidóm, þar sem klukkur kveðja þig með hlýjum óm. Vaka grónir tímar okkar stundum á, vermast orð með alúð mér ætíð verða hjá. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 496 orð

Marta Sveinbjörnsdóttir

Einu sinni var amma lítil stúlka í Gautavík með ljóst silkimjúkt hár. Uppáhaldsfjallið hennar Búlandstindur stóð henni fyrir sjónum alla daga. Pabbi hennar hét Sveinbjörn og mamma hennar Ingibjörg. Ingibjörg var litla amman mín. Amma var hin unga brúður hans Ágústs afa á Fáskrúðsfirði, þau festu kaup á Bræðraborg, litlu húsi við læk. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 403 orð

Marta Sveinbjörnsdóttir

Það var einn dag í sumar. Hann var sólskinsríkur og hlýr. Náttúran skartaði sínum fegursta skrúða og smáfuglarnir sungu við raust. Á þessum degi varð elskuleg amma mín níræð. Áfanga er náð og allir samgleðjast. Það eru einmitt svona dagar sem búa svo vel um sig í minningunni. En nú hefur blóm ömmu fölnað. Í dag ræður veturinn ríkjum og fuglarnir hafa hljótt um sig. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 119 orð

Marta Sveinbjörnsdóttir

Ef sérðu gamla konu ­ þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar, fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Mundu að gömul kona var ung og fögur forðum og fátækasta ekkjan, gaf Drottni sínum mest. Og sýndu henni vinsemd í verki og í orðum, sú virðing hæfir henni og móður þinni best. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 542 orð

Marta Sveinbjörnsdóttir

Mér finnst svo ótrúlegt að þú, elsku amma, sért dáin. Þú sem hefur verið fastur liður í tilveru minni frá því ég man eftir mér. Ég held ég hafi ekki áttað mig á því hvað þú varst orðin gömul. Þú minntir mig á það í desember er þú veiktist. Þá opnuðust augu mín fyrir því að enginn er ódauðlegur, sama hversu mikið maður óskar þess. Ég hafði alltaf ímyndað mér að þú myndir lifa aldamótin. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 322 orð

MARTA SVEINBJÖRNSDÓTTIR

MARTA SVEINBJÖRNSDÓTTIR Marta Sveinbjörnsdóttir fæddist á Eyjólfsstöðum í Fossárdal 11. júlí 1908. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. janúar síðastliðinn. Marta ólst upp í Gautavík í Berufirði, en var lengst af húsfreyja á Bræðraborg í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Erlendsson, f. 16.8. 1877, d. 5.8. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Marta Sveinsdóttir

Með söknuð og þökk í huga langar mig til að minnast móður minnar, Mörtu Sveinbjörnsdóttur, og umhyggju hennar. Hún átti ung um sárt að binda, þegar eiginmaður hennar og faðir minn, Ágúst Lúðvíksson, fórst ásamt þremur félögum sínum og lét eftir sig fimm börn, þar sem ég var yngstur, eins og hálfs árs gamall. Hann var á mb. Kára, sem fórst með allri áhöfn í slæmu veðri í róðri vorið 1936. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 721 orð

Sigtryggur Sveinbjörnsson

Þegar gamall vinur kveður þennan heim, þreyttur og farinn að kröftum, syrgir maður ekki, bara saknar og svo sannarlega sakna ég þín, frændi. Það er svo skrítið að koma í Einilundinn og enginn Tryggvi sitjandi í stólnum sínum með fæturna uppi á skammeli og bækur og blöð í seilingarfjarlægð, bjóðandi manni brosandi í bæinn. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 216 orð

SIGTRYGGUR SVEINBJÖRNSSON

SIGTRYGGUR SVEINBJÖRNSSON Sigtryggur Sveinbjörnsson fæddist á Kolgrímastöðum í Saurbæjarhreppi 12. febrúar 1916. Hann lést á Kristneshæli 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörn Sigtryggsson sem bjuggu lengst í Saurbæ. Systkini Sigtryggs eru: Herbert, Daníel, Guðrún og Hrafn. Sigtryggur var fjórði í röðinni. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 314 orð

Stefán Björnsson

Nú er hann Stefán föðurbróðir minn allur, 96 ára að aldri. Ýmsir kunna að halda að ekki sé eftirsjá í svo gömlum manni. En það er öðru nær. Eftirsjá eftir liðnum tíma, fróðleik um liðna tíð og fólk, um rætur okkar. Einnig eftirsjá eftir einstaklega góðum og vel gerðum manni. Af föðurfólki mínu þekkti ég Stefán best. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 911 orð

Stefán Björnsson

Stefán var fæddur á Varmá í Mosfellssveit þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann var yngstur þriggja bræðra, en systir þeirra hafði dáið í bernsku. Faðir hans var sonur séra Þorláks Stefánssonar á Undirfelli í Vatnsdal og konu hans, Sigurbjargar, dóttur Jóns Péturssonar, prests á Höskuldsstöðum og konu hans, Elísabetar, en hún var dóttir séra Björns Jónsonar ættföður Bólstaðarhlíðarættarinnar. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 160 orð

STEFÁN BJÖRNSSON

STEFÁN BJÖRNSSON Stefán Björnsson, skipstjóri, var fæddur að Varmá í Mosfellssveit 3. desember 1902. Hann lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík, 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Einar Þorláksson, hreppstjóri á Varmá í Mosfellssveit, f. 23. 11. 1854, d. 27. 2. 1904, og Anna Jónsdóttir, f. 10. 9. 1872, d. 5. 5. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 308 orð

Steinunn Karlsdóttir

Með fregnum um andlát Steinunnar Karlsdóttur lýkur langri baráttu hennar eftir margra ára veikindi. Þegar Steinunn innritaðist í tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík haustið 1995 átti hún þegar talsverðan tónlistarferil að baki. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 661 orð

Steinunn Karlsdóttir

Þegar hátíð ljóss og friðar var rétt nýafstaðin, flugeldasýningum áramótanna lokið og daglegt líf að færast í fastar skorður hjá flestum barst okkur, fyrrverandi og núverandi starfsfólki Tónlistarskólans í Keflavík, sú sorgarfrétt að samkennari okkar, Steinunn Karlsdóttir, væri látin. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 276 orð

Steinunn Karlsdóttir

"Hvernig eigum við að byrja, það er hægara sagt en gert að minnast góðs vinar með fáeinum orðum." Þetta eru hugsanir okkar unga fólksins sem höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ekki haft tilefni til þess áður að skrifa minningargrein um fráfallinn vin. Einu okkar rataðist svo rétt á munn: "Það er ekki til nein uppskrift að minningargreinum, maður skrifar bara það sem hjartanu er næst. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Steinunn Karlsdóttir

Elsku vinkona. Hetja er í mínum huga sá sem mætir örlögum sínum af æðruleysi. Leysir þau mál sem hægt er að leysa en lætur annað hafa sinn gang. Þú ert mesta hetja sem ég hef kynnst. Ég þakka þér fyrir að fá að deila með þér lífinu frá því við vorum litlar. Séð með mínum augum ert þú sú sem aldrei hættir að stækka. Þú komst sífellt á óvart, bjóst yfir einhverjum krafti sem virtist óþrjótandi. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 491 orð

Steinunn Karlsdóttir

Ég er ekki enn farin að átta mig á því að þú sért farin. Þó að við vissum innst inni að hverju stefndi þá héldum við alltaf í vonina, enda varst þú búin að vera svo ótrúleg í þinni baráttu, sífellt að koma á óvart og staðráðin í því að láta þetta ekki buga þig. Þar sem okkar vinskapur byrjaði strax í barnaskóla eru minningarnar margar. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 392 orð

Steinunn Karlsdóttir

Elsku Steina, það eru erfið skref að fylgja þér til grafar svo langt um aldur fram. Þú sýndir mikinn dugnað og þrautseigju er þú barðist hetjulega við erfiðan andstæðing þar sem veikindin voru annars vegar, og um tíma höfðum við von um árangur, sem síðan brást. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Steinunn Karlsdóttir

Ástkæra systir. Þú ert horfin frá okkur alltof fljótt. En minningin um yndislega móður, dóttur og systur lifir með okkur um ókomin ár og yljar á erfiðum tímum. Elsku Steina, við munum sakna þín sárt en trúum því að eftir þín erfiðu veikindi þá líði þér vel núna í faðmi guðs. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 351 orð

Steinunn Karlsdóttir

Elsku mamma mín. Nú er þrautargangan þín búin, þetta hefur verið löng og ströng leið. Á meðan ég sit hér og skrifa þessar línur kemur yfir mig einkennileg ró, ró yfir því að nú ert þú á stað þar sem enginn sársauki eða veikindi eru, heldur friður og falleg tónlist og ég veit að Steinunn amma hugsar vel um þig. Tónlistin var þitt líf og yndi og þá ert þú nú í essinu þínu. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Steinunn Karlsdóttir

Eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm horfum við nú langt fyrir aldur fram á eftir Steinunni Karlsdóttur yfir móðuna miklu. Steinunn var Keflvíkingur í húð og hár og í Keflavík skilur hún eftir sig stórt skarð. Ég kynntist Steinunni fyrst fyrir 27 árum þegar við vorum saman í London að styðja fótboltaliðið úr Keflavík gegn Tottenham. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 425 orð

Steinunn Karlsdóttir

Elsku Steinunn. Nú er hetjulegri baráttu þinni við þennan erfiða sjúkdóm lokið. Þegar ég hugsa til baka kynntumst við fyrst sem góðar samstarfskonur. Þú varst alltaf vön að heilsa mér hátíðlega: "Komdu nú sæl, Sigríður," og svo kom þessi innilegi hlátur á eftir. Þannig man ég alltaf eftir þér, hvað sem gekk á í lífi þínu, þá var alltaf stutt í kímnina. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 121 orð

STEINUNN KARLSDÓTTIR

STEINUNN KARLSDÓTTIR Steinunn Karlsdóttir var fædd þann 28 janúar 1955 í Keflavík. Hún lést hinn 19. janúar síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Foreldrar hennar eru Karl Þ. Þorsteinsson, sjómaður, f. 24. október 1931, og Þorbjörg Þorgrímsdóttir, húsmóðir, f. 3. september 1929. Systkini hennar eru Þorgrímur Karlsson, f. 25. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Mig langar í nokkrum orðum að minnast systur minnar, Þórunnar Björgólfsdóttur. Við vorum samfeðra en ólumst ekki upp á sama heimili. Enda þótt nokkur aldursmunur væri á okkur man ég hana allt frá því ég var lítill drengur og hún kom í heimsókn. Það var aldrei lognmolla þar sem hún var, hún hálfsystir mín, nokkuð sem hún tók sér ekki í munn sjálf. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 55 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Kveðja frá eiginmanni, með kærri þökk fyrir bestu árin í lífi mínu. Að kveldi sólin hnígur, og upp svo aftur rís, í árdags ljóma skærum ég kveð þig, fagra dís. Í sálu minni mynd þín er, ég man þig hvert sem líf mig ber, ég kveð í kærri þökk. (Þýð. Reynir Guðst.) Ragnar Halldórsson. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 282 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Þórunn Björgólfsdóttir er látin aðeins 60 ára að aldri. Minningarnar hrannast upp, einkum frá bernskuárum okkar á Hvallátrum í Rauðasandshreppi. Tóta frænka okkar var elst af stórum systkinahópi. Hún var augasteinn afa síns og ömmu, þeirra Ingimundar Halldórssonar og Ólafar H. Eggertsdóttur sem gengu henni í foreldrastað fyrstu ár ævi hennar. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Hún Tóta okkar er dáin. Þetta voru orð sem Þura flokkstjóri flutti okkur að morgni 20. janúar síðastliðinn. Hún Tóta okkar, það gat ekki verið, hún sem var bjartsýn á að allt myndi ganga vel og að hún myndi sigrast á meininu. En það reyndist því miður ekki raunin, maðurinn með ljáinn tók yfir. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 403 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Mikil sorg ríkir nú í hjörtum okkar systkinanna þegar við kveðjum Tótu systur okkar í hinsta sinn. Stórt skarð hefur nú myndast í hópinn sem ekki verður fyllt. Við munum sérstaklega minnast hennar þegar við förum á æskustöðvarnar vestur að Hvallátrum þar sem við erum að koma okkur upp sumarhúsi. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Tóta vinkona mín er sofnuð svefninum langa. Langa? Það er ekki víst að hann verði svo langur þessi svefn, (NT bls. 247. 1. Þes. 4. 15 og 16 og NT bls. 117. Jóh. 5,28) því við lifum víst á, hinum síðustu dögum (NT bls. 317. Op 22,10). Eftir erfið veikindi er dauðinn lausn, þó aðstandendum sé hann alltaf jafn sár. Ég kynntist Tótu og fjölskyldu hennar fyrir 27 árum. Þá bjuggu þau á Selvogsgötunni. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 389 orð

Þórunn Björgólfsdóttir

Elsku besta amma Tóta. Núna ertu orðin engill með vængi og ert ekki lengur lasin, kannski ertu að spila við hina englana og þeir eru glaðir af því að þú ert hjá þeim. En við erum leiðar og grátum þegar við hugsum um að þú ert farin frá okkur. Við héldum alltaf að þú yrðir amma okkar lengi, líka þegar við værum orðnar mömmur, en við reynum að hugga okkur með því að nú líður þér vel. Meira
29. janúar 1999 | Minningargreinar | 258 orð

ÞÓRUNN BJÖRGÓLFSDÓTTIR

ÞÓRUNN BJÖRGÓLFSDÓTTIR Þórunn Björgólfsdóttir, Stekkjarhvammi 66, Hafnarfirði, fæddist á Melanesi á Rauðasandi V- Barð. 10. júlí 1938. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 20. janúar síðastliðinn. Hún ólst upp á Hvallátrum í Rauðasandshreppi í V-Barð., en fluttist ung til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar. Meira

Viðskipti

29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 342 orð

49 m.kr í boði í hlutafjárútboði Stofnfisks hf.

ALLS verða boðnar út 49 milljónir króna að nafnverði í hlutafjárútboði Stofnfisks hf. sem hófst í gær. Um er að ræða níu milljóna króna nafnverðshlut í eigu ríkisins sem boðnar verða út á genginu 1,40, auk sölu á nýju hlutafé fyrir allt að 40 milljónir að nafnverði sem selt verður með tilboðsfyrirkomulagi. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 95 orð

754 m.kr viðskipti á VÞÍ

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands námu 754 milljónum króna í gær. Mest voru viðskipti með hlutabréf, fyrir 259 milljónir króna, mest með bréf Fjárfestingarbanka atvinnulífsins fyrir tæplega 80 milljónir króna. Gengi bréfa í FBA var í lok dags 2,17, sem er 1,9% hækkun frá lokagengi dagsins á undan og 55% hærra en útboðsgengi. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Air France einkavætt að hluta

FRANSKA ríkisstjórnin hefur sett um 16,4% hlutabréfa í hinu ríkisrekna flugfélagi Air France í umferð. Ráðuneyti fjármála og samgangna sögðu í sameiginlegri tilkynningu að um 32 milljónum hlutabréfa í félaginu yrði komið í sölu á hlutabréfamarkaði. Ráðunautar frönsku stjórnarinnar leggja til að stofnanafjárfestum verði boðið hvert bréf á 12­14,2 evrur, eða 79­93 franka. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Annar Disney-garður við París?

EURO DISNEY gerir sér vonir um að opna annan skemmtigarð í Frakklandi árið 2002 til að minnast 10 ára afmælis Disneylands í París að sögn Gilles Pelisson forstjóra. Pelisson sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde að nýi garðurinn yrði tileinkaður heimi kvikmynda og sjónvarps og mundi laða til sín 4,5 milljónir gesta fyrsta starfsár sitt og veita 4.500 manns atvinnu. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 851 orð

Áhyggjur innnan sænsku ríkisstjórnarinnar

"ÞETTA er áfall fyrir sjálfstraustið," sagði í fréttaskýringu Dagens Nyheter af kaupum bandarísku Ford-bílaverksmiðjunnar á fólksbílaframleiðslu Volvo fyrir fimmtíu milljarða sænskra króna, um 500 milljarða íslenskra króna. Fréttin um söluna er sú síðasta af mörgum fyrirtækjasölum eða flutningum, sem veldur sænsku stjórninni áhyggjum. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 446 orð

Ávöxtunarkrafan 3,50% í lægsta tilboði

EFTIR að uppkaupum Lánasýslu ríkisins á spariskírteinum í flokki RS05-0410/K til 6,2 ára lauk sl. miðvikudag með því að engu tilboði í bréfin var tekið, sakaði viðskiptastofa Landsbanka Íslands Lánasýsluna um að gefa rangar eða villandi upplýsingar um ástæður þess að tilboðum var ekki tekið og sagði að mikilvægt væri að markaðsaðilar geti treyst upplýsingum sem berast frá aðilum eins og Lánasýslu Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 441 orð

Bjartar efnahagshorfur í Kína

KÍNVERJAR telja efnahagskreppuna sem nú ríkir í Asíu aðallega eiga rætur sínar í óskynsamlegri efnahagsuppbyggingu innan ASEAN-landanna, sem hefur skilað offramleiðslu innan ákveðinna greina sökum of mikillar áherslu á útflutning. Þá benda þeir á ófullkomnar fjármálastofnanir á svæðinu og segja opnun fjármagnsmarkaða í ýmsum Asíuríkjum hafa gerst of snemma og á of skömmum tíma. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Dalurinn sterkari, hlutabréf hækka

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær vegna jákvæðra hagtalna í Bandaríkjunum, góðrar byrjunar í Wall Street og styrkleika dollars. Dalurinn hafði ekki verið hærri í mánuð gegn evru og jeni og virðast jákvæðar hugmyndir um bandarísk efnahagsmál hafa valdið umskiptum á stöðu hans. Í Svíþjóð hækkuðu hlutabréf um 2,5% vegna samnings Ford-Volvo og bréf í Volvo hækkuðu um 0,24%. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Ford dregur saman seglin í Bretlandi

BREZKT dótturfyrirtæki Ford Motor Co. hyggst draga meir úr framleiðslu í Dagenham, stærstu verksmiðju sinni í Bretlandi, vegna minni eftirspurnar á veikum mörkuðum í Evrópu og Rómönsku Ameríku. Þar sem dregið hefur úr eftirspurn í Evrópu og á öðrum útflutningsmörkuðum eftir Fiesta, stolti Dagenham-verksmiðjunnar, kveðst Ford hafa ákveðið að stöðva bifreiðaframleiðslu í 25 daga frá 1. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Gengið frá hlutabréfaskiptum

GENGIÐ hefur verið frá skiptum á hlutabréfum Pharmaco hf. í Lyfjaverslun Íslands hf. að nafnvirði 25.111.222 kr. gegn hluta hlutabréfa Lyfjaverslunar Íslands hf. í Delta hf. að nafnvirði 5.546.861 kr. sem er 2,8% heildarhlutafjár Delta hf., samkvæmt samkomulagi við Pharmaco hf. dags. 14. nóvember 1998. Pharmaco hf. hverfur nú úr hluthafahópi Lyfjaverslunar Íslands hf. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Lego segir upp 1.000 manns

LEGO, hinn víðkunni danski leikfangaframleiðandi, ætlar að segja upp 1.000 starfsmönnum á næsta ári til þess að fyrirtækið geti aftur skilað hagnaði. Eftirspurn eftir hinum heimsfrægu leikkubbum og öðrum leikföngum Lego hefur minnkað á síðari árum á sama tíma og áhugi á tölvuleikjum hefur aukizt. Meira
29. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Stjórnendur Landssímans á skólabekk

LANDSSÍMINN hefur hleypt af stokkunum stjórnunarnámskeiði fyrir stjórnendur hjá fyrirtækinu, sem eru 140 að tölu. Námskeiðið hefur hlotið nafnið "Sterkt samband" og er þriggja missera nám og er metið til eininga á háskólastigi. Meira

Fastir þættir

29. janúar 1999 | Í dag | 33 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 30. janúar, verður fimmtug Elsabet Daníelsdótir, foringi í Hjálpræðishernum, Suðurgötu 15, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Breiðholtskirkju á milli kl. 15-18 á afmælisdaginn. Meira
29. janúar 1999 | Í dag | 41 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 30. janúar, verður fimmtugur Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Hlíðartúni 8, Mosfellsbæ. Af því tilefni taka Jónas og eiginkona hans, Guðrún Skúladóttir, á móti gestum í Hlégarði, Mosfellsbæ, á morgun laugardag milli kl. 17 og 19. Meira
29. janúar 1999 | Fastir þættir | 74 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Magnúsar Aspe

BOARD a match-keppninni lauk fimmtudaginn 21. janúar. Lokastaða efstu sveita: Magnús Aspelund71 Ragnar Jónsson69 ekki Ragnar58 Í sveit Magnúsar spiluðu auk hans: Steingrímur Jónasson, Jón St. Ingólfsson og Sigurður Ívarsson. Meira
29. janúar 1999 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. júlí sl. í Garðakirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Telma Sigtryggsdóttir og Kjartan Örn Sigurðsson. Heimili þeirra er að Lokastíg 25, Reykjavík. Meira
29. janúar 1999 | Fastir þættir | 1703 orð

Fóðurþarfir íslenskra hrossa öðruvísi en annarra hrossakynja Mun færri tilraunir hafa verið gerðar í hrossarækt í heiminum en í

Ingimar Sveinsson hefur ákveðnar skoðanir á fóðrun hrossa Fóðurþarfir íslenskra hrossa öðruvísi en annarra hrossakynja Mun færri tilraunir hafa verið gerðar í hrossarækt í heiminum en í öðrum búfjárgreinum. Fóðurleiðbeiningar hafa því jafnvel verið byggðar á þörfum annarra búfjártegunda. Meira
29. janúar 1999 | Dagbók | 734 orð

Í dag er föstudagur 29. janúar, 29. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Ótt

Í dag er föstudagur 29. janúar, 29. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Óttast eigi land! Fagna og gleðst, því að Drottinn hefir unnið stórvirki. (Jóel 2, 22.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Tjaldur, Sava Lake og Skapti komu í gær. Kyndill kom og fór í gær. Meira
29. janúar 1999 | Í dag | 468 orð

Látum í okkur heyra!

ÉG LAS pistil í Velvakanda í dag, þriðjudaginn 26. janúar, þar sem öryrki er að skrifa um kjör öryrkja. Er ég honum sammála og finnst mér ekki heyrast nógu mikið frá okkar hópi. Ég er með örorkubætur og þær duga mér alls ekki til framfærslu. Meira
29. janúar 1999 | Fastir þættir | 761 orð

Prófkjör og lýðræði

ANNAÐHVORT er almenningur í þessu landi hættur að kippa sér upp við ósamkvæmni margra íslenskra stjórnmálamanna eða málflutningur þeirra rennur einfaldlega saman við annað áreiti og hverfur út í eterinn eins og annar hávaði í nútímanum. Sá skarpi greinarmunur sem gera ber á orðum og framgöngu í íslenskum stjórnmálum er til marks um að aðhald skortir. Meira
29. janúar 1999 | Í dag | 314 orð

Safnaðarstarf

Á laugardagsmorgnum fram á vor verður opið hús í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju frá kl. 11-12.30. Sr. Gunnþór Ingason mun þar kynna guðspjallið og ritningartextana, sem mið er tekið af í guðsþjónustum þjóðkirkjunnar og leiða samræður um trú og mannlíf ásamt Ragnhild Hansen, sem er handgengin biblíulestri og hefur árum saman leitt bænahópa. Meira
29. janúar 1999 | Fastir þættir | 592 orð

Saltkjöt

YFIRLEITT er saltkjöt rautt og er það saltpéturinn eða nítrítið sem gefur hinn rauða lit og hið sérkennilega bragð saltkjöts auk þess sem það dregur úr gerlavexti. Reykt kjöt er líka saltað fyrir reykingu í sama tilgangi. Við erum vanaföst og rautt skal það vera. Við lítum yfir áleggsrekka verslana, þar er nær allt álegg rautt. Meira
29. janúar 1999 | Í dag | 65 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á Hoogovens-stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem nú stendur yfir. Peter Svidler(2.709), Rússlandi, hafði hvítt og átti leik gegn Rustam Kasimjdsjanov (2.595), Úsbekistan. 27. Hxg5!! - fxg5 28. Hf1+ - Ke8 29. Dg7! - Kd8 30. Hf8+ - Re8 31. Meira
29. janúar 1999 | Í dag | 242 orð

SUÐUR spilar sex spaða og horfir á tapslag í trompinu

Trompslagur varnarinnar getur aldrei horfið, en laufslagurinn gæti gufað upp ef sagnhafi spilar vel. Útspilið er hjartatvistur. Hvernig á að spila? Sagnhafi sér ekki allar hendur eins og lesandinn, en hann verður að gefa sér að austur eigi þrílit í trompi og ekki fleiri en tvö lauf. Meira
29. janúar 1999 | Í dag | 490 orð

UMFJÖLLUN í bandaríska fréttaþættinum 60 minutes á Stöð 2 um píanól

UMFJÖLLUN í bandaríska fréttaþættinum 60 minutes á Stöð 2 um píanóleikarann og hljómsveitarstjórann Daniel Barenboim vakti athygli Víkverja á dögunum ­ og margra annarra raunar sem rætt hefur verið við. Barenboim er frábær tónlistarmaður og greinilega athyglisverð persóna. Meira
29. janúar 1999 | Fastir þættir | 165 orð

(fyrirsögn vantar)

Mánudaginn 25. janúar sl. var spilaður 1 kvölds tvímenningur. Meðalskor 364 stig. Besta skor í N/S: Páll Ágúst Jónsson ­ Ari Már Arason467 Guðm. Baldursson ­ Egill Darri Brynjólfsson439 Björn Árnason ­ Leifur Jóhannesson395 Besta skor í A/V: Vilhjálmur Sigurðsson Jr. Meira

Íþróttir

29. janúar 1999 | Íþróttir | 133 orð

Byrjað á leik gegn Svíum í Gautaborg

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik mætir Svíum í fyrsta leik sínum í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð og Noregi 15. til 20. mars. Frakkar og Ungverjar leika í A-riðli, en leikið verður í Gautaborg og nágrenni. B-riðillinn fer fram í Noregi, þar sem Norðmenn, Þjóðverjar, Egyptar og heimsmeistarar Rússar leika í Drammen, Gjögvik og Skedsmo. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 190 orð

"Eins og að leika á móti karlmanni"

FRANSKI táningurinn Amelie Mauresmo, sem er aðeins nítján ára, kom, sá og sigraði á opna ástralska meistaramótinu í gær er hún lagði Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum að velli í undanúrslitum og vann sér rétt til að leika við hina átján ára svissnesku stúlku Martina Hingis í úrslitum. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 255 orð

Ekkert spurt um Arnar

Enska 1. deildarliðið Bolton Wanderers hefur enn ekki fengið neinar formlegar fyrirspurnir í íslenska framherjann og landsliðsmanninn Arnar Gunnlaugsson, sem settur var á sölulista að eigin ósk í síðustu viku. Fjallað er um málið á opinberri heimasíðu liðsins á Netinu. Þar segir m.a. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 255 orð

Ganga hyggst berjast fyrir sæti sínu

Jean Claude Ganga, forseti samtaka afrískra ólympíunefnda og einn sexmenninganna sem reknir voru úr alþjóðaólympíunefndinni á sunnudag, hyggst ekki taka brottrekstrinum þegjandi. Hann kveðst alls ekki hafa í hyggju að segja af sér sjálfur og kveðst munu berjast fram að fulltrúaþingi ólympíunefndarinnar í mars nk. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 467 orð

Hingis stöðvaði Seles

ÞAÐ verða Martina Hingis frá Sviss og Amelie Mauresmo frá Frakklandi sem leika að þessu sinni til úrslita í einliðaleik kvenna á Opna ástralska mótinu í tennis. Hingis lagði Monicu Seles 2-0 í undanúrslitum og batt þar með endi á óslitna sigurgöngu bandarísku stúlkunnar á mótinu en Seles hafði sigrað í 34 leikjum í röð í þau níu ár sem hún hefur keppt í mótinu. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 57 orð

JASON McAteer, sem gekk til liðs við Bla

JASON McAteer, sem gekk til liðs við Blackburn Rovers frá Liverpool, segir það erfiðustu ákvörðun sem hann hefur þurft að taka í lífinu að yfirgefa Liverpool. Hann gerði fjögurra ára samning við Rovers sem greiddi fjórar milljónir punda fyrir hann. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 34 orð

Knattspyrna Ítalía

Ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Fiorentina - Atalanta Bergamo1:0 Anselmo Robbiati (10.). Staðan 3:3 samanlagt úr báðum leikjum, en Fiorentina fer áfram á marki á útivelli. Hin liðin í undanúrslitum verða: Inter, Parma og Bologna. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 225 orð

Komu KR-ingar með vonda veðrið?

VONT veður hefur sett strik í reikninginn hjá KR-ingunum Sigurði Erni Jónssyni og Bjarna Þorsteinssyni sem dvalið hafa undanfarnar vikur til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Watford. Þeir Sigurður Örn og Bjarni hafa æft með aðalliði Watford í þrjár vikur undir stjórn Grahams Taylors knattspyrnustjóra og Kenny Jacketts þjálfara. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 425 orð

KR-ingar kjöldregnir í Grindavík

HERBERT Arnarsson var maður leiks Grindvíkinga og KR í gærkveldi sem Grindavík vann með 23ja stig mun, 102:79. "Við komum grimmir til leiks, áttum harma að hefna, þeir fóru illa með okkur í fyrri leiknum. Það kom því ekkert annað en sigur til greina, en þetta er ekki munurinn á þessum liðum. Þetta var skemmtilegur leikur, sérstaklega fyrir áhorfendur, hraður, barátta og góð hittni hjá okkur. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 113 orð

NM í Randers flautað af

EKKERT verður úr Norðurlandamóti félagsliða í handknattleik, sem átti að fara fram í Randers í Danmörku 17. til 21. febrúar. Afturelding hafði tryggt sér rétt til að leika í mótinu, þar sem liðið var efst að 1. deildarkeppninni hálfnaðri. Tvö lið frá Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð áttu að taka þátt í mótinu, sem var háð í fyrsta skipti í fyrra í Svíþjóð. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 119 orð

Nýr Bandaríkjamaður til Þórs

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Þórs frá Akureyri fær í dag til sín nýjan erlendan leikmann í stað Maurice Spiller, sem meiddist í fyrsta leik sínum með Þór í síðustu viku. Leikmaðurinn heitir Bryan Reece, er 26 ára gamall og hóf feril sinn í háskólaliði í Norður-Karólínu. Hann mun væntanlega leika með Þór gegn KFÍ á Ísafirði í úrvalsdeildinni í kvöld. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 198 orð

Slær Lára Hrund tvö Íslandsmet

"ÉG hef fulla trú á því að Lára Hrund geti bætt Íslandsmetin í 400 metra fjórsundi og 200 metra skriðsundi á mótinu í Lúxemborg," segir Brian Marshall, þjálfari SH, um einn lærisveina sinna, Láru Hrund Bjargardóttur. "Þessa ályktun byggi ég á þeim framförum sem Lára hefur verið að taka og metum sem hún hefur sett upp á síðkastið," segir Brian ennfremur. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 259 orð

SMÁRI Guðjónsson var kosinn formaður

SMÁRI Guðjónsson var kosinn formaður Knattspyrnufélags Íþróttabandalags Akraness á aðalfundi á miðvikudagskvöld í stað Gylfa Þórðarsonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Bróðir Smára, Ólafur Guðjónsson, var kosinn varaformaður og Benjamín Jósefsson gjaldkeri. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 91 orð

Tennis Opna ástralska meistaramótið

Opna ástralska meistaramótið Einliðaleikur karla, undanúrslit: Thomas Enqvist (Svíþjóð) vann Nicolas Lapentti (Ekvador) 6-3 7-5 6-1 Einliðaleikur kvenna, undanúrslit: 2-Martina Hingis (Sviss) vann 6-Monica Seles (Bandar.) 6-2 6-4 Amelie Mauresmo (Frakklandi) vann 1- Lindsay Davenport (Bandar. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 534 orð

Valur - Keflavík63:111

Valsheimilið að Hlíðarenda, 15. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, DHL- deildarinnar, fimmtudaginn 28. janúar 1999. Gangur leiksins: 0:3, 6:11, 7:16, 16:21, 25:25, 27:43, 29:54, 32:54, 35:61, 39:73, 43:84, 50:90, 55:93, 55:101, 61:108, 61:111. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 1020 orð

Það er allt hægt ef hugurinn er í lagi

ÖRN Arnarson, íþróttamaður ársins 1998, hefur keppni síðdegis í dag á sínu fyrsta alþjóðlega sundmóti frá því hann var kjörinn, er hann stingur sér til sunds í 200 metra flugsundi, en alls er Örn skráður til leiks í fimm keppnisgreinum á alþjóðlegu sundmóti í Lúxemborg, sem nú er haldið í fyrsta sinn. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 4 orð

(fyrirsögn vantar)

29. janúar 1999 | Íþróttir | 261 orð

(fyrirsögn vantar)

Valsmenn yfirspilaðir Valur, neðsta liðið í úrvalsdeildinni, hafði lítið að gera í hendurnar á Keflvíkingum, sem eru eftir í deildinni, í gærkvöldu og tapaði, 63:11, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 32:54. Þetta var 24. sigurleikur Keflvíkinga í röð. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 523 orð

(fyrirsögn vantar)

Sigmar Páll í sóknarham Leikur Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi í gærkveldi var mikill baráttuleikur. Gestirnir höfðu betri stöðu í hálfleik, 35:46, en heimamenn sýndu mikinn baráttuanda og hlutu sigur að lokum, 85:83. Sigmar Páll Egilsson kom heimamönnum á blað með þriggja stiga körfu en drengurinn sá átti sannarlega stórleik. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 150 orð

(fyrirsögn vantar)

Slakt í Ljónagryfjunni Njarðvíkingum varð ekki skotaskuld úr að leggja lið Snæfells að velli í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Leikurinn var ákaflega slakur svo vægt sé til orða tekið og einn af þessum leikjum þar sem bæði áhorfendur og leikmenn eru þeirri stundu fegnastir þegar flautað er til leiksloka. Meira
29. janúar 1999 | Íþróttir | 143 orð

(fyrirsögn vantar)

Hrikaleg skotnýting! Skagamenn og Haukar áttust við í DHL-deildinni á Akranesi í gær og fóru gestirnir heim með bæði stigin og unnu, 64:67. Það verður að segjast eins og er að mikið var um mistök hjá báðum liðum og bar mest á afar slakri skotnýtingu beggja liða. Meira

Úr verinu

29. janúar 1999 | Úr verinu | 105 orð

Makríllinn til umræðu

AUKAAÐALFUNDUR Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) verður haldin í Brussel dagana 8.-9. febrúar nk. Meginefni fundarins verður veiðistjórnun á makríl á umráðasvæði nefndarinnar. Á ársfundi NEAFC í nóvember sl. stóð til að tekin yrði ákvörðun um kvótasetningu á makríl en um það náðist ekki samkomulag og aukafundur því boðaður í febrúar. Meira
29. janúar 1999 | Úr verinu | 409 orð

Sala sjófrystra afurða tæplega 11 milljarðar

SALA og framleiðsla sjófrystra afurða hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna gekk nokkuð vel á árinu 1998. Heildarframleiðsla nam 52.000 tonnum, að verðmæti 10,6 milljörðum króna (cif), sem er samsvarandi og fyrir árið 1997. Þessar upplýsingar komu fram á fundi SH með fulltrúum þeirra fyrirtækja er framleiða sjófrystar afurðir. Meira
29. janúar 1999 | Úr verinu | 108 orð

Undanþága til að landa

NORSK stjórnvöld neituðu tveimur rússneskum togurum að koma til hafnar í bænum Bergsfirði í Finnmörku nú síðustu dagana. Ástæðan er sú að togararnir Mir og Belomorsk voru áður í eigu Íslendinga og var haldið til veiða í Smugunni. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 643 orð

Erfiljóð skipi verðugan sess

ÞÓRUNN Sigurðardóttir, íslenskufræðingur, skoðaði húsnæði Reykjavíkurakademíunnar af einskærriforvitni eftir afhendinguna í nóvember. Eftirað inn var komið varð ekki aftur snúið. "Andinní hópnum var frábær og auðvelt að hrífastmeð. Allir voru uppnumdir yfir húsnæðinu ogeinhuga um að láta hugmyndina ganga upp. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 563 orð

Gjöfult daglegt samneyti

SUMARLIÐI Ragnar Ísleifsson, sagnfræðingur, bjó yfir áralangri reynslu af því að vinna sjálfstætt, að mestu heima hjá sér, áður en til Reykjavíkurakademíunnar var stofnað í nóvember. Með tilliti til kostanna við fast aðsetur utan heimilis var aldrei efi í hans huga um að rétt væri að söðla um og flytja vinnuaðstöðuna að heiman. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 194 orð

Gucci og hipparnir

LÍTIÐ lát virðist vera á vinsældum gallabuxnanna. Undanfarin ár hafa fremstu tískuhönnuðir heims jafnan kynnt ýmsar útfærslur þeirra á tískusýningum. Á einni slíkri fyrir vorið og sumarið 1999, sem haldin var í New York á dögunum, vöktu nýstárlegar gallabuxur frá Gucci mikla athygli. Engu var líkara en hönnuðurinn, Tom Ford, hefði sótt innblástur sinn í blómaskeið hippanna. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1425 orð

Gullastokkur gleður enn í dag Setja lömbin tennurnar sínar undir koddana og er eitthvað líkt með grýlutönn og kindarlegg? Ásdís

Á LEIKFANGASÝNINGU í Kornhúsinu á Árbæjarsafni fá börnin fræðslu um leikföng og leiki frá því í gamla daga. Þau fræðast um gullastokk, handfjatla leggi og skeljar og læra að spá með völu. "Jæja krakkar mínir, nú vil ég að þið myndið stóran hring á gólfinu. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 729 orð

Hámenning í fóstri íslenskra sveita

VIÐAR Hreinsson bókmenntafræðingur glottir og flýtir sér að leiðrétta blaðamanninn. Hann tilheyri ekki sveitahópnum eins og heyrst hafði fleygt frammi á göngunum því að þótt sveitirnar séu vissulega viðfangsefnið hafi orðið ofan á að kenna fyrirhugaða rannsóknastofnun sjö fræðimanna úr þremur fræðigreinum við byggðamenningu. Eftir nokkurt hik er lýst eftir stofnunarbragnum. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1378 orð

Kaffi og te á persónulegum nótum Hjónin Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guðbrandsdóttir hafa nú í nærfellt fimmtán ár verslað með

KAFFIMENNING á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Kaffihús sem áður mátti telja á fingrum annarrar handar er nú nánast að finna á hverju götuhorni í höfuðborginni. Og á flestum stöðum landsbyggðarinnar er að finna eitt kaffihús eða fleiri. Mest er þó um vert, og kannski er það forsenda fyrir fjölgun kaffihúsa, hversu gæði kaffisins hafa aukist. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 307 orð

Reykjavíkurakademía í JL-húsinu

REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNI, samfélagi sjálfstætt starfandi fræðimann í hug- og félagsvísindum, hefur verið komið á fót á 4. hæð JL-hússins við Hringbraut í Reykjavík. Markmiðið með stofnun samfélagsins er að virkja fræðimennina til samstarfs, skapa þeim starfsaðstöðu og ný tækifæri til rannsókna - og efla tengsl þeirra við erlenda fræðimenn og stofnanir. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1004 orð

Skýjaborgir skjóta rótum

GANGURINN er skuggalegur og lyftan upp á fjórðu hæð varla meira en fermetri. Á stigapallinum vísar ílangt blað með áletruninni "Reykjvíkurakademían" veginn. Dyrnar ganga greiðlega upp og tómlegur geimur með útsýni yfir úfinn flóann tekur við. Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 1675 orð

Stöðnuner andstæða tískunnarHjá Gunnari Hilmarssyni og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur í GK hefur tískan víðtæka merkingu. Þau

Á HAUSTDÖGUM komust vegfarendur í miðborginni vart hjá því að berja augum risastóra auglýsingu á framhlið Nýja bíó-hússins, sem þá var og hét: "GK ...seinni hluti 4. september." Rétt fyrir jólin birtist opnuauglýsing í Morgunblaðinu með mynd af brotnum kaffibolla, Meira
29. janúar 1999 | Daglegt líf (blaðauki) | 566 orð

Útsýni til allra átta

ANNADÍS Greta Rúdólfsdóttir, félagssálfræðingur, kvartar ekki yfir útsýninu yfir iðnaðar- og verslunarhúsnæðið að sunnanverðu. Eigi að síður hefur hún skrifstofuhurðina gjarnan opna til að geta notið síbreytileika hafsins að norðanverðu. Skrifstofan virðist fyrir vikið rýmri, bjartari og opnari fyrir ferskum hugmyndum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.