Greinar fimmtudaginn 4. mars 1999

Forsíða

4. mars 1999 | Forsíða | 208 orð

Arftaki Öcalans valinn

SKÆRULIÐAR Kúrda hafa valið arftaka Abdullahs Öcalans, sem nú situr í varðhaldi í fangelsi í Tyrklandi, að sögn tyrkneska dagblaðsins Milliyet í gær. Greindi Milliyetfrá því að á fundi Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK) hefði háttsettur foringi, Cemil Bayik, verið útnefndur "æðsti yfirmaður" skæruliðanna. Meira
4. mars 1999 | Forsíða | 183 orð

Morðingjunum verði náð "lífs eða liðnum"

Morðingjunum verði náð "lífs eða liðnum" Kampala. Reuters. YOWERI Museveni, forseti Úganda, hét því í gær að ná rúandísku skæruliðunum, sem stóðu að hrottalegu morði á átta erlendum ferðamönnum í Bwindi-þjóðgarðinum, "lífs eða liðnum". Meira
4. mars 1999 | Forsíða | 124 orð

Nýstárlegt fiskveiðieftirlit

NORSK stjórnvöld munu á næsta ári hefja gervihnattaeftirlit með fiskveiðiflota Norðmanna, að sögn Peter Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Gervihnattaeftirlitið verður notað sem stjórntæki, samhliða afladagbókum og skrám sem fiskveiðiflotanum er skylt að halda, segir Angelsen í viðtali við norska dagblaðið NRK Dagsnytt. Meira
4. mars 1999 | Forsíða | 280 orð

Tyrkir gagnrýna loftárásir

SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, sagði í gær að árásir Bandaríkjamanna fyrr í vikunni á olíuleiðslu milli Íraks og Tyrklands hefðu verið ótækar. Tyrkland, eitt aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur leyft bandarískum og breskum flugsveitum afnot af Incirlik-herflugvellinum í suðurhluta Tyrklands í tengslum við eftirlit bandamanna á flugbannssvæðinu yfir Norður-Írak. Meira
4. mars 1999 | Forsíða | 308 orð

Vonir glæðast um undirritun friðarsamninga

TALSMENN Bandaríkjastjórnar sögðu í gær að góður árangur hefði náðst í að telja leiðtoga albanska meirihlutans í Kosovo á að undirrita friðarsamninga. Benti því allt til þess að Kosovo-Albanar myndu samþykkja friðartillögur Tengslahópsins. Meira

Fréttir

4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 320 orð

3000 hermenn sendir til Ambon

ÞRJÚ þúsund hermenn hafa verið sendir til eyjunnar Ambon í Indónesíu til að stilla til friðar á milli hópa múslima og kristinna manna er borist hafa á banaspjót frá því í ársbyrjun. Hermönnunum hefur verið skipað að skjóta á og særa óeirðaseggi. Lögreglustjóranum í Ambon var vikið frá störfum í gær en honum hefur ekki tekist að lægja ófriðaröldur á eyjunni. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 273 orð

Aðgerðaleysið hefur valdið dauða þúsunda

Tóbaksiðnaðurinn getur framleitt hættuminni vindlinga Aðgerðaleysið hefur valdið dauða þúsunda London. Reuters. TÓBAKSFYRIRTÆKIN hefðu getað framleitt vindlinga, sem hefðu ekki verið jafn óhollir heilsu mann og þeir, sem nú eru á boðstólunum, og komið með því í veg fyrir dauða þúsunda manna. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 320 orð

AFS býður unglingum dvöl í öðrum löndum

AFS á Íslandi hélt nýlega aðalfund sinn og urðu þá formannsskipti. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður tók við formennsku af Kristni Guðjónssyni. AFS eru alþjóðleg samtök sem bjóða ungu fólki alþjóðlega menntun í gegnum dvöl erlendis í lengri eða skemmri tíma. Á vegum AFS á Íslandi fara árlega um 100 íslensk ungmenni til ársdvalar í öðrum löndum. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna er á föstudag, 5. mars, en þann dag hittast konur hvarvetna og biðja fyrir sameiginlegu málefni og njóta samfélags hver við aðra. Í ár verður sérstaklega beðið fyrir kristnum konum í Venezúela. Af því tilefni verður bænasamkoma í Akureyrarkirkju kl. 20.30 á föstudagskvöld og eru allar konur velkomnar. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

UM allan heim koma kristnar konur saman til bæna fyrsta föstudag í mars ár hvert. Frá sólarupprás til sólarlags þennan dag hljóma bænir og söngvar, vitnisburður og lestrar úr helgri bók af munni kvenna margra kynþátta, stétta og aldursflokka. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Annar Nígeríumaður í gæsluvarðhald

HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði Nígeríumann, sem ríkislögreglustjóri krafðist gæsluvarðhalds yfir í kjölfar handtöku Nígerímannsins, sem innleysti falsaðar ávísanir í Íslandsbanka í síðustu viku, í gæsluvarðhald til 10. mars í gær. Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfu ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldið og var synjunin því kærð til Hæstaréttar. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 384 orð

Ariel Sharon vill þjóðstjórn og einhliða brottflutning

ARIEL Sharon, utanríkisráðherra Ísraels, hreyfði þeirri hugmynd í gær, að þingkosningunum í maí yrði frestað og neyðarstjórn skipuð til að annast einhliða brottflutning ísraelska hersins frá Líbanon. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Moshe Arens varnarmálaráðherra hafa vísað þessu á bug og einnig Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðunnar. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð

Auknu fé varið í lífræna ræktun og umhverfisvernd

NÝR búnaðarlagasamningur við ríkið er til umræðu á Búnaðarþingi, sem stendur nú yfir. Með honum er í fyrsta sinn samið um fyrirkomulag og framlög til þjónustu sem hefur verið starfrækt, svo sem leiðbeiningarþjónustu, búfjárræktarstarfsemi og jarðabótaframlög. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins felur samningurinn í sér grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi þessara þátta. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ásdís Rafnar framkvæmdastjóri LÍ

ÁSDÍS Rafnar héraðsdómslögmaður hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands. Tók hún við af Páli Þórðarsyni lögfræðingi sem verið hefur framkvæmdastjóri læknafélaganna síðustu 27 árin. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Beiðni um opinbera rannsókn

NÍU íbúar V-Landeyjahrepps hafa sameiginlega sent ríkislögreglustjóra beiðni um að fram fari opinber rannsókn á því hvort meint brot, sem varða almenn hegningarlög, bókhaldslög, sveitarstjórnarlög, stjórnsýslulög og skattalög hafi átt sér stað hjá fyrrverandi oddvita hreppsins, Eggerti Haukdal, og löggiltum endurskoðanda hreppsins. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Brotist inn vegna spilakassa

ÞRISVAR hefur verið brotist inn í söluturna í Reykjavík undanfarnar nætur en í öllum tilvikum gripu þjófar í tómt. Þeir brutu upp spilakassa en höfðu ekkert uppúr krafsinu. Innbrotsmálin eru í rannsókn hjá lögreglunni. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var enga fjármuni að hafa í spilakössunum þar sem þeir eru í flestum tilvikum tæmdir á hverju kvöldi. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Byggðamál afgreidd frá Alþingi

ALLS átta þingmál voru afgreidd ýmist sem lög eða ályktanir frá Alþingi í gær. Meðal þeirra eru lög um lífeyrissjóð bænda, lög um starfsemi kauphalla og ályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999 til 2001. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 56 orð

Bætur greiddar 31. mars

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að greiða út allar bætur til elli- og örorkulífeyrisþega 31. mars nk. þar sem 1. apríl ber upp á skírdag í ár. Venju samkvæmt eru bætur greiddar út á fyrsta virka degi í mánuði en vegna páskahelgarinnar verða þær greiddar út síðasta virka daginn í mars, að sögn fjármálaráðherra. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 244 orð

Deildarkeppni og Íslandsmót í hraðskák

SKÁKÞINGI Akureyrar í yngri flokkum lauk um síðustu helgi. Keppni var að venju jöfn og spennandi og réðust úrslit oftast nær í síðustu skákunum. Í unglingaflokki, 13 til 15 ára vann Stefán Bergsson með 12 vinninga af 12 mögulegum, Halldór Brynjar Halldórsson varð annar með 8 vinninga og Gunnar Ingi Valdimarsson varð þriðji með 3 vinninga. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Dorgveiði í Vatnshlíðarvatni

FERÐAMÁLABRAUT Hólaskóla stendur fyrir dorgveiðikeppni á Vatnshlíðarvatni í Vatnsskarði laugardaginn 6. mars. Skráning á staðnum frá kl. 13, keppnin hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 17. Keppnin er ætluð allri fjölskyldunni og verða holur boraðar í ísinn fyrir þátttakendur. Verðlaun eru veitt fyrir stærstu fiska, þyngstan afla, flesta fiska og minnsta fiski. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Eftirlitsgjöld nema 198 milljónum króna á árinu

VÁTRYGGINGAFÉLÖG, innlánsstofnanir, lífeyrissjóðir, verðbréfafyrirtæki, verðbréfasjóðir og fleiri aðilar sem eru undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins þurfa að greiða alls um 198 milljónir króna í eftirlitsgjöld á árinu. Fjármálaeftirlitið tók til starfa í ársbyrjun og tók við hlutverki Bankaeftirlits Seðlabankans og Vátryggingaeftirlitsins. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 282 orð

Ekki verjandi að yfirfylla bíla af fólki

SIGURÐUR Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs, segir það ekki verjandi að rútustjórar yfirfylli bíla sína af farþegum, í ljósi fréttar af því þegar rúta var yfirfyllt af skíðafólki á leið heim úr Skálafelli á sunnudag. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 63 orð

Endurnýjun þinghússins í Berlín að ljúka

Endurnýjun þinghússins í Berlín að ljúka HIÐ endurnýjaða ríkisþinghús Þýskalands, Reichstag, í Berlín verður brátt tekið í notkun. Fyrsti fundur Sambandsþingsins eftir miklar breytingar á húsinu verður haldinn þar í næsta mánuði, nánar tiltekið 19. apríl. Þingið flytur aðsetur sitt alfarið frá Bonn til Berlínar í sumar. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Fimur með flugdrekann

Fimur með flugdrekann GOTT færi var til flugdrekaflugs í höfuðborginni í gær í strekkingsvindi. Það kunni Elías vel að meta og mátti sjá hann æfa tökin á dreka sínum á Suðurgötunni. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Forvarnir gegn beinþynningu

MÁLÞING um forvarnir gegn beinþynningu kvenna eftir tíðahvörf voru haldin í Reykjavík og á Akureyri nýlega, en æ meiri athygli hefur beinst að þessu heilbrigðisvandamáli sem sérstaklega bitnar á konum. Auk þess sem helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði héldu erindi fjallaði danski yfirlæknirinn Lars Hyldstrup um það hverjir ættu að fá meðferð vegna beinþynningar og hvernig henni væri best Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 451 orð

Framkvæmdastjóri Ferðafélagsins vill aukna löggæslu

SLÆMUR umgangur, drykkjuskapur og háreysti röskuðu ró þorra ferðamanna í Landmannalaugum um seinustu helgi, að sögn Ingu Rósu Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands. Kvörtun barst frá íslenskum ferðalangi sem náttaði í skála félagsins ásamt spænskum gestum sínum, en þar að auki var fjöldi manns í skálanum. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 259 orð

Framleiðsluráð lagt niður um næstu áramót

SAMKOMULAG hefur tekist innan framleiðsluráðs landbúnaðarins og Bændasamtakanna um að leggja niður framleiðsluráðið um næstu áramót og starfsemi ráðsins flytjist til Bændasamtakanna. Rekstrarkostnaður ráðsins hefur verið um 80 milljónir króna á ári og segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, að stefnt sé að því að lækka þann kostnað um 30 milljónir króna á ári. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 240 orð

Fundi WTO um refsitollahótanir Bandaríkjamanna aflýst

BANDARÍSK stjórnvöld aflýstu í gær fundi hjá Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) í Genf, þar sem ætlunin hafði verið að fjalla um réttmæti hótana Bandaríkjamanna um að setja á 100% refsitolla á nokkrar vörur frá Evrópusambandinu (ESB) vegna meintrar mismununar sem bandarísk bananasölufyrirtæki telja sig verða fyrir með þeim reglum sem gilda hjá Evrópusambandinu um innflutning á banönum. Meira
4. mars 1999 | Landsbyggðin | 234 orð

Fundur um "Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri"

Húsavík- Framkvæmdastjórn "Árs aldraðra" og félag eldri borgara á Húsavík boðuðu Þingeyinga nýlega til fundar á Hótel Húsavík og mættu þar eldri borgarar bæði úr Suður- og Norður-Þingeyjarsýslum. Formaður eldri borgara á Húsavík, Ásmundur Bjarnason, setti fundinn með ávarpi og stjórnaði honum. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fyrirlestur um börn og sorg

FIMMTUDAGINN 4. mars kl. 20 flytur sr. Sigurður Pálsson fyrirlestur um börn og sorg í safnaðarheimili Háteigskirkju. Ný dögun ­ samtök um sorg og sorgarviðbrögð standa að fyrirlestrinum. Hann er öllum opinn. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Fyrirlestur um rannsóknir á tréætum í A-Afríku

FÖSTUDAGSFYRIRLESTUR Líffræðistofnunar Háskóla Íslands heldur að þessu sinni Jörundur Svavarsson prófessor og greinir hann frá rannsóknum sem hann vann að í Austur-Afríku. Fyrirlesturinn verður haldinn á Grensásvegi 12, stofu G-6 á morgun, föstudag kl. 12.20. Rannsóknirnar voru styrktar af UNESCO og eru á tréætum sem lifa í rótum leiruviðartrjáa. Erindið nefnir Jörundur Úr myrkviðum Afríku. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Fyrirlestur um siðferðilega ábyrgð fyrirtækja

KETILL Berg Magnússon heimspekingur heldur fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í stofu 101 í Lögbergi í dag, fimmtudag kl. 20. Fjallar fyrirlestur Ketils um forsendur þess að fyrirtæki geti borið ábyrgð á athöfnum sínum. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 189 orð

Gerðir verði þjónustusamningar við grunnskóla

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að hefja hið fyrsta undirbúning að rekstrar- og þjónustusamningum við grunnskóla borgarinnar. Jafnframt að borgarráði verði falið að setja á laggirnar starfshóp til að vinna að undirbúningi samninga við a.m.k. fjóra grunnskóla borgarinnar með það í huga að þeir geti tekið gildi frá og með næsta skólaári. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 406 orð

GKS hf. bauð betur en Penninn í útboði

SKÓLAVÖRUBÚÐIN hefur verið seld til GKS hf. fyrir um 37 milljónir króna og undirritaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra kaupsamninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í gær. Þar með lýkur 42 ára ríkisrekstri á Skólavörubúðinni, en hún hefur séð skólum landsins fyrir sérhæfðri þjónustu á sviði kennslutækja og annars skólabúnaðar. Búðin var áður rekin af Námsgagnastofnun. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 707 orð

Góður árangur í Finnlandi

MG-félag Íslands, Myasthenia Gravis, heldur ráðstefnu um endurhæfingu MG-sjúkra á morgun klukkan 13.30 á Hótel Sögu A- sal. Félag þetta var stofnað 29. maí 1993 og er formaður þess Ólöf S. Eysteinsdóttir. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 123 orð

Hagnaður af Føroya Banka

MIKILL hagnaður var af rekstri Føroya Banka, fjórða árið í röð, en í upphafi þessa áratugar var honum bjargað frá gjaldþroti með margra milljarða kr. framlagi frá hinu opinbera. Hagnaður bankans fyrir skatt á síðasta ári var rúmlega 3,8 milljarðar ísl. kr., sá næst mesti sl. fjögur ár. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 82 orð

Handverksdagur í Gjábakka

HANDVERKSMARKAÐUR verður í Gjábakka, félagsheimili eldra fólks í Kópavogi í Fannborg 8, í dag, fimmtudag, kl. 13­17. Á handverksdögum sem þessum er til sölu fjölbreytt úrval nytja- og skrautmuna unninna af eldra fólki. Handverksdagarnir hafa mælst mjög vel fyrir og hefur eldra fólk ánægju af að bjóða handverk sitt til sölu, segir í fréttatilkynningu. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 365 orð

Há ríkisútgjöld knýja hagvöxtinn áfram

Í KÍNA stefnir í að fjárlagahallinn slái öll met á þessu ári, ekki síst vegna mikilla ríkisútgjalda. Áætlaður hagvöxtur er 7% og þykir athyglisverður í ljósi hinnar miklu efnahagskreppu er gengið hefur yfir Asíu á liðnum misserum. Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, heldur ræðu um stöðu efnahagsmála í kínverska þinginu á morgun, föstudag. Meira
4. mars 1999 | Landsbyggðin | 230 orð

Héraðsskógar kynna verkefni á Norður-Héraði

Vaðbrekka, Jökuldal.- HÉRAÐSSKÓGAR boðuðu nýverið til fundar með íbúum Norður- Héraðs í Hótel Svartaskógi. Á fundinum var kynnt með hvaða hætti yrði staðið að skógræktarverkefni Héraðsskóga á Norður-Héraði. Meira
4. mars 1999 | Landsbyggðin | 132 orð

Hlynur íþróttamaður ársins í Eyjum

Hlynur íþróttamaður ársins í Eyjum Vestmannaeyjum­HLYNUR Stefánsson, knattspyrnumaður og fyrirliði Íslands- og bikarmeistara ÍBV, var um helgina útnefndur íþróttamaður Vestmannaeyja 1998. Sérstök valnefnd á vegum ÍBV sér um val íþróttamanns ársins en Hlynur var nú útnefndur annað árið í röð. Meira
4. mars 1999 | Miðopna | 1458 orð

Hringir Blair útfararbjöllum pundsins?

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf í liðinni viku að "hringja jarðarfararbjöllum sterlingspundsins", að minnsta kosti að sögn blaðanna Daily Telegraph og Sun, sem brugðust með þessum orðum við kynningu Blairs á víðtækri áætlun ríkisstjórnar Verkamannaflokksins sem miðar að Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Hægt að gera athugasemd til 7. apríl

ALMENNINGI gefst nú kostur á að kynna sér frummat á umhverfisáhrifum framkvæmda við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli. Skipulagsstofnun hefur hafið athugun á þessum umhverfisáhrifum en frummatsskýrslu unnu verkfræðistofurnar Hönnun og Almenna verkfræðistofan fyrir flugmálastjórn. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 222 orð

Kapphlaup umhverfis hnöttinn

Kapphlaup umhverfis hnöttinn ÞRUMUVEÐUR skók loftbelg Bretanna Andys Elsons og Colins Prescots yfir Taílandi á miðvikudag. Allt fór þó vel að lokum og þeim félögum tókst að halda belgnum fjarri kínverskri lofthelgi, sem þeim hefur verið bannað að fljúga inn í. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 666 orð

Kaupverðið greitt með tveimur ávísunum

ÁBURÐARVERKSMIÐJAN í Gufunesi skipti um eigendur þegar kaupendur hennar, með Harald Haraldsson í forsvari, reiddu fram kaupverðið, 1.257 milljónir króna, hjá ríkisféhirði kl. 13.55 í gær. Greiðslan var innt af hendi með tveimur ávísunum. Að sögn Sigurðar Þorkelssonar ríkisféhirðis ræður bankakerfið ekki við að innleysa hærri ávísanir en 990 milljónir króna í einu lagi. Meira
4. mars 1999 | Landsbyggðin | 95 orð

Kirkjukór í æfingabúðum

Ólafsvík-Kirkjukórinn í Ólafsvík brá undir sig betri fætinum og eyddi síðustu helgi í æfingabúðum á Hótel Örk í Hveragerði. Verið er að æfa undir tónleika sem haldnir verða í mars og kom Ingveldur Hjaltested söngkennari kirkjunnar til liðs við organistann Kjartan Eggertsson og kenndi kórfélögum raddbeitingu, öndun og fleiri tæknileg atriði. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Kostnaður liggur ekki fyrir

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ljóst hvaða möguleika ríkisstjórnin hefur til þess að mæta kröfum öryrkja um hærri örorkulífeyri. Á fundi Sjálfsbjargar um stöðu öryrkja um síðustu helgi var samþykkt ályktun þess efnis að krafa yrði gerð um aukið fjármagn ríkisins til Tryggingastofnunar. Hljóðaði krafan þannig að frá og með 1. apríl og 1. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 118 orð

Lausn á byggðavanda?

BÆJARSTJÓRINN í Kaafjord í Norður-Noregi hefur lagt til, að ríkið greiði niður ferðir piparsveina í bænum til framandi landa í von um, að þeir snúi aftur færandi hendi, þ.e.a.s. með konu sér við hlið. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 789 orð

Leið "eins og dræsu" þegar Clinton baðst afsökunar

MONICA Lewinsky sagðist í sjónvarpsviðtali sem sýnt var í Bandaríkjunum í nótt að íslenskum tíma hafa liðið "eins og dræsu" þegar hún horfði á Bill Clinton Bandaríkjaforseta viðurkenna í sjónvarpsávarpi 17. ágúst á síðasta ári að hann hefði átt í kynferðissambandi við Lewinsky. Clinton bað bandarísku þjóðina þar afsökunar á gerðum sínum en ekki Lewinsky. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 313 orð

Leiðir til breytinga vandfundnar

KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að sú staða sem er uppi í Tónlistarskólanum á Akureyri sé alls ekki góð en hins vegar séu leiðir til breytinga vandfundnar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er töluverð óánægja meðal kennara skólans með launakjör sín. Atli Guðlaugsson skólastjóri hefur sagt upp störfum og eru margir kennarar farnir að leita að öðrum störfum. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

LEIÐRÉTT Leiðrétting frá Hafrannsóknastofnuninni

Í FRÉTT í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, var í gær greint frá niðurstöðum vetrarleiðangurs Hafrannsóknastofnunnar. Í leiðréttri fréttatilkynningu frá stofnuninni er sagt frá áhrifum Austur-Íslandsstraums (köldu tungunnar) sem var í fyrri tilkynningu kallaður Austur-Irmingerstraumur. Leiðréttingunni er hér með komið á framfæri. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Lifandi stærðfræði í Setbergsskóla

Í SETBERGSSKÓLA í Hafnarfirði verða haldnir fræðslu- og kynningarfundir um stærðfræði fyrir kennara og almenning næstkomandi föstudag og laugardag. Dagskrá föstudagsins er eingöngu ætluð kennurum í Hafnarfirði en á laugardeginum er húsið opið öllu áhugafólki um stærðfræði, segir í fréttatilkynningu. Að morgni föstudagsins 5. mars, kl. 8. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 584 orð

Lægra meðalverð hefur sparað hundruð milljóna

FYRIRTÆKIÐ Læknisfræðileg myndgreining í Domus Medica í Reykjavík, sem fimm röntgenlæknar stofnuðu fyrir fimm árum til að sinna myndgreiningarrannsóknum, hefur gert yfir 150 þúsund rannsóknir á tæplega 106 þúsund sjúklingum á þessum tíma. Meira
4. mars 1999 | Landsbyggðin | 146 orð

Læknisleysi harðlega mótmælt

Ólafsvík­ Nú stendur yfir söfnun undirskrifta í Snæfellsbæ þar sem mótmælt er harðlega viðvarandi læknisleysi á Heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs, en þar eru tvö stöðugildi lækna, sem ekki hafa verið mönnuð í rúm tvö ár. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Mikill snjór í mars

Veðurklúbburinn á Dalbæ í Dalvíkurbyggð Mikill snjór í mars "ÞAÐ á eftir að snjóa meira og þó nokkuð meira," segir í spá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir marsmánuð og þykir mörgum þó nóg komið. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 904 orð

Minnihluti hyggst kæra málsmeðferð

MINNIHLUTI bæjarráðs í Reykjanesbæ hefur í hyggju að kæra málsmeðferð meirihlutans vegna fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ, en á fundi bæjarráðs á mánudag var samþykkt að taka tilboði frá fyrirtækinu Verkafli hf. um byggingu hússins og drög að leigusamningi vegna þess. Í samningsdrögunum er gert ráð fyrir að bærinn leigi húsið til 35 ára fyrir 2.250. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 247 orð

Mokstur þrefalt dýrari en í fyrra

SNJÓMOKSTUR hefur verið þungur baggi á bæjarsjóði Akureyrar, en fyrstu tvo mánuði ársins hefur hann kostað þrefalt meira en á síðustu tveimur árum á undan. Alls hefur 12,4 milljónum króna verið varið til að moka snjó af götum bæjarins en oftast er svo gripið til þess ráðs að sturta vörubílshlössunum út í sjó. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 1104 orð

Morðin sögð skilaboð til þjóða heims

SKÆRULIÐANNA sem urðu átta ferðamönnum að bana á hrottalegan hátt í Bwindi-þjóðgarðinum í Úganda á mánudag er enn leitað. Skæruliðarnir tóku fjórtán ferðamenn í gíslingu, en sex komust lífs af. Alls voru ferðamennirnir 31 sem gistu í þjóðgarðinum, þar sem finna má um helming allra górilla í heimi, en sautján voru ýmist látnir lausir eða tókst að flýja. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Námskeið gegn reykingum í Hveragerði

MEÐAL þess sem boðið er upp á í starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði eru námskeið gegn reykingum. Þessi námskeið standa í viku og eru haldin einu sinni í mánuði frá hausti til vors. Næsta námskeið hefst mánudaginn 8. mars. Meginmarkmiðið er að þátttakendum takist að hætta að reykja fyrir lífstíð. Í hverjum hópi eru 10­15 manns. Gjald fyrir námskeiðið er 17.500 kr. eða 22.400 kr. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 366 orð

Norrænir ráðherrar á fundi í Brussel

SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norðurlanda hittust á fundi í Brussel á þriðjudaginn og stýrði Halldór Ásgrímsson, utanríkis- og norrænn samstarfsráðherra, fundinum. Ráðherrarnir áttu jafnframt fund með sendiherrum norrænu ríkjanna í Brussel, þar sem til umræðu voru mikilvæg mál í Evrópusamstarfinu; Dagskrá 2000, fyrirhuguð stækkun Evrópusambandsins, Evrópska myntbandalagið, Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

"Opið hús" í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar verður með "Opið hús" í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi, á morgun, laugardag kl. 14­17. Gestum býðst að hlýða á tónlistarflutning nemenda og gefst um leið kostur á að kaupa sér kaffi eða ávaxtasafa og meðlæti um leið og þeir njóta tónlistarinnar. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

Óvíst að allur kvótinn veiðist

LOÐNUVEIÐI verður að vera góð næstu vikurnar til að náist að veiða upp í útgefinn loðnukvóta á yfirstandandi vertíð, að mati Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings. Tæplega 270.000 tonn eru óveidd af loðnukvótanum eftir að sjávarútvegsráðuneytið ákvað í samráði við stjórnvöld í Noregi og Grænlandi í gær að leyfilegt heildarmagn á yfirstandandi loðnuvertíð verði 1.200 lestir. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ráðstefna um forvarnir á Suðurlandi

RÁÐSTEFNA um forvarnir undir heitinu "Við getum betur" verður haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag, fimmtudag, kl. 14. Hún er haldin á vegum áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja og sveitarfélaga á Suðurlandi, í samstarfi við Landssamtökin Heimili og skóla og unglingablaðið Smell. Þetta er sjöunda ráðstefnan sem áætlunin Ísland án eiturlyfja skipuleggur um forvarnir. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Rændu konu eftir úttekt í banka

KONA á sjötugsaldri var rænd í austurhluta Reykjavíkur að morgni þriðjudags er hún var að koma úr banka. Hafði hún tekið út um 50 þúsund krónur og fylgdust tveir menn með ferðum hennar og réðust síðan að henni. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 155 orð

Safna fyrir byggingu kvennahúss í Bosníu

Safna fyrir byggingu kvennahúss í Bosníu FJÁRSÖFNUN íslenskra kvenfélaga til styrktar húsbyggingu bosníska kvenfélagsins BISER stendur yfir. Félagið hyggst reka þar kvennamiðstöð og námsflokka fyrir flóttakonur. Þar verður einnig veitt áfallahjálp. Meira
4. mars 1999 | Erlendar fréttir | 82 orð

Sakaður um stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöldinni

Sakaður um stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöldinni KRÓATINN Dinko Sakic, sem stýrði fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni, var lagður inn á sjúkrahús degi áður en hann átti að mæta fyrir rétti vegna ákæru um stríðsglæpi. Sakic, sem er 76 ára gamall, var lagður inn á sjúkrahús í Zagreb í Króatíu vegna skyndilegra veikinda. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 283 orð

Samið um fjögur þúsund tonna tollfrjálsan kvóta

ÍSLENSKIR síldarútflytjendur töpuðu mikilvægum tollfrjálsum mörkuðum fyrir ákveðnar tegundir síldarafurða þegar fyrrverandi EFTA- ríkin Svíþjóð, Finnland og Austurríki gengu inn í Evrópusambandið fyrir nokkrum árum. Meira
4. mars 1999 | Miðopna | 1538 orð

Samningatækni réð því að bókunin var ekki undirrituð

RÍKISSTJÓRNIN tók í síðustu viku ákvörðun um að undirrita ekki Kyoto-bókunina að sinni. Bæði utanríkisráðherra og umhverfisráðherra segja þó að það sé yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að Ísland gerist aðili að bókuninni. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Samtök verkafólks um ráðstefnu um skattamál

LANDSSAMBAND iðnverkafólks og Verkamannasamband Íslands efna til ráðstefnu um skattamál í bíósal Hótel Loftleiða á morgun, föstudag, frá kl. 10.15­17. Á ráðstefnunni fjallar Geir H. Haarde fjármálaráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum og efnt verður til pallborðsumræðna milli verkalýðsforingja og stjórnmálamanna. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 628 orð

Skiptar skoðanir meðal sérfræðinga

SÉRFRÆÐINGAR á vegum heilbrigðisráðuneytisins kynntu lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði á fundi með vinnuhópi sérfræðinga á sviði líflæknisfræðilegra rannsókna hjá Evrópuráðinu í Strassborg sl. mánudag. Í vinnuhópnum eiga sæti þekktir sérfræðingar á sviði læknavísinda og lögfræði frá fjölmörgum aðildarlöndum Evrópuráðsins. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 698 orð

Stefnt að undirritun samkomulags um "framhald málsins"

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að tímabundnir erfiðleikar norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro, vegna lækkunar á hrávöruverði á heimsmarkaði, hefðu ekki breytt áformum fyrirtækisins hér á landi. Stefnt væri að undirritun samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og Norsk Hydro um "framhald málsins" í júní eða júlí á þessu ári. Meira
4. mars 1999 | Landsbyggðin | 196 orð

Stofnaður nýsköpunarsjóður

Ólafsvík-Hrundið hefur verið af stað sérstakri sóknaráætlun í Grunnskólanum í Ólafsvík. Felur hún meðal annars í sér markvissa þróunarvinnu og er gerð í þeim tilgangi að bæta og efla skólastarfið. Hluti af þessari vinnu er fólginn í sérstöku leiðbeinendanámskeiði fyrir alla skólana í Snæfellsbæ, en það er skipulagt af Skólaskrifstofu Vesturlands. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

"Stríð og friður" á sýningu allan daginn

RÚSSNESKA stórmyndin Stríð og friður verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 6. mars. Mynd þessi er frá sjöunda áratugnum og byggð á skáldsögu Lévs Tolstojs, sem komið hefur út á íslensku í styttri útgáfu. Kvikmdyndin er í fjórum hlutum og verða þeir allir sýndir á laugardaginn í bíósalnum og hefst sýning kl. 10 að morgni og lýkur um kl. hálfsjö að kveldi. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 180 orð

Tríó Ólafs Stephensen í Deiglunni

TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur á tónleikum á vegum Jazzklúbbs Akureyrar á heitum fimmtudegi í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. mars, en þeir hefjast kl. 21. Þeir félagar Tómas R. Einarsson, Guðmundur R. Einarsson og Ólafur Stephensen eru löngu landsþekktir fyrir skemmtilegar útfærslur á "alþýðulögum" sem þeir hafa fært í sveiflubúning. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 261 orð

Um 27 milljónir vantar til að ljúka verkinu

Lionsklúbbur Akureyrar gaf 500 þúsund í sundlaugarsjóð Um 27 milljónir vantar til að ljúka verkinu FULLTRÚAR Lionsklúbbs Akureyrar afhentu nýlega 500 þúsund krónur í sundlaugarsjóð sem verið er að safna í fyrir sundlaugargerð við Kristnesspítala. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 532 orð

Uppfyllir ekki kröfur um skaðabótarétt

FRUMVARP til breytinga á lögum um skaðabætur, sem nú liggur fyrir Alþingi, uppfyllir ekki þær kröfur sem gera þarf til laga um skaðabótarétt. Þetta kom m.a. fram í framsöguræðu Axels Gíslasonar, formanns Sambands íslenskra tryggingafélaga (S.Í.T.) á aðalfundi samtakanna í gær. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Úrskurður um akstur nemenda staðfestur

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest fyrri úrskurð samkeppnisráðs um að aðgerðir Austurleiða hf. vegna aksturs nemenda í Fjölbrautaskólanum á Selfossi hafi verið til þess fallnar að útiloka samkeppni á umræddum markaði. Þær feli í sér óeðlilega samkeppni og misnotkun á markaðsráðandi stöðu eftir að samið var við Berg Sveinbjörnsson um aksturinn. Meira
4. mars 1999 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Útivistardagur í Lundarskóla

Útivistardagur í Lundarskóla ÞEIR voru heppnir krakkarnir í Lundarskóla á Akureyri í gær en þá gafst þeim færi á að njóta veðurblíðunnar því efnt var til útivistardags. Um helmingur krakkanna í skólanum fór á skíði í Hlíðarfjall og þá fór dágóður hópur, eða um 150 börn, á skauta á skautasvellið. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 190 orð

Vilhjálmur gaf eftir 9. sætið

ÁSTA Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mun skipa 9. sæti Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar í vor. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi, sem valinn hafði verið í 9. sætið, tekur 10. sætið að eigin ósk. Þetta varð niðurstaða kjörnefndar flokksins í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Vitastígur verður einstefnugata

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur ákveðið að gera Vitastíg að einstefnugötu til suðurs á milli Bergþórugötu og Njálsgötu. Þá verður Freyjugata einstefnugata til vesturs á milli Njarðargötu og Óðinsgötu. Settar verða upp tvær 30 km/klst hraðahindranir á milli Vitastígs og tengigötu við Skúlagötu og hámarkshraði verður lækkaður í 30 km á klst. í botnlanga við Rafstöðvarveg 17­33. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Vænar eldisbleikjur

Vænar eldisbleikjur Tálknafirði. Morgunblaðið. ÞAU eru nokkur tonnin af eldisfiski sem hafa farið um hendur Árna O. Sigurðssonar, starfsmanns Eyraeldis ehf. á Tálknafirði. Hann er fyrsti íbúinn á staðnum sem gerir fiskeldisstörf að aðalatvinnu og hefur tæplega 15 ára starfsreynslu í greininni. Meira
4. mars 1999 | Landsbyggðin | 92 orð

Yfirmannaskipti hjá RÚV á Austurlandi

Egilsstöðum-Inga Rósa Þórðardóttir, forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, kvaddi Austfirðinga í beinni útsendingu síðasta föstudag. Hún hefur gegnt starfi forstöðumanns allt frá því Svæðisútvarp Austurlands var stofnað árið 1987 en Inga Rósa hóf störf hjá RÚV 1985. Inga Rósa tekur við starfi framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands nú um mánaðamótin. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ýsuflök hafa hækkað um 20% á einu ári

VERÐ á ýsuflökum hefur hækkað um 20% frá sama tíma í fyrra og verð á næstursöltuðum ýsuflökum um 19%. Þá er í sumum tilfellum mikill verðmunur milli verslana. Alls munaði 123% á hæsta og lægsta verði á hrognum og verðmunurinn nam 92% á hæsta og lægsta verði karfaflaka með roði. Þetta kemur fram í verðkönnun á fiski sem Samkeppnisstofnun lét gera fyrir skömmu. Meira
4. mars 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Ærslast í snjónum

BÖRNIN á Blönduósi skottuðust úti í brekku og ærsluðust í snjónum sem þar gaf og þurftu ekki að hafa áhyggjur af daglegu amstri hinna fullorðnu. Sjálfsagt var að prófa ýmsar aðferðir í brekkunni og gáfust þær allar vel. Meira

Ritstjórnargreinar

4. mars 1999 | Leiðarar | 653 orð

BRÝNT AÐ BÆTA KJÖR ÖRYRKJA

KJÖR flestra öryrkja eru mjög bágborin samkvæmt upplýsingum, sem komu fram á fundi Sjálfsbjargar sl. sunnudag. Fram kom í máli Hörpu Njáls, félagsfræðings hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, að 74% af nær 8.000 öryrkjum í landinu fengju 45 þúsund krónur á mánuði frá ríkinu, grunnlífeyri og tekjutryggingu. Hún kvað öryrkja fátækan þjóðfélagshóp, sem með engu móti gæti látið enda ná saman. Meira
4. mars 1999 | Staksteinar | 454 orð

Prósentur og meðaltöl

ÞEGAR fjallað er um áhrif efnahagslegra aðgerða á einstaklinga og fjölskyldur, er gjarnan stuðst við prósentur og meðaltöl. Hvort tveggja eru enda mjög gagnlegar viðmiðanir í mörgu tilliti. Það ber þó að hafa í huga að á bak við þau er oft mikil breidd, segir í upphafi leiðara Vinnunnar, málgagns ASÍ. Meira

Menning

4. mars 1999 | Menningarlíf | 1528 orð

Að víkka út vitundina Útisetur. Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar nefnist bók sem geymir ritdeilu frönsku

RITIÐ Sturlun og óskynsemi. Saga sturlunar á skynsemisöld, eftir franska heimspekinginn Michel Foucault, kom út árið 1961 en í því er rakin saga sturlunar á Vesturlöndum frá tímum síðmiðalda og endurreisnar til okkar daga. Bókin hefur vakið þversagnakennd viðbrögð allt frá upphafi. Í bókinni Útisetur. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 109 orð

Afrískir dansar og brauð

Þemadagur Æskulýðssambands kirkjunnar Afrískir dansar og brauð ÞEMADAGUR Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum var haldinn laugardaginn 20. febrúar. Að þessu sinni var fjallað um hjálparstarf og kristniboð á mjög fjölbreyttan hátt. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 333 orð

Bara fyrir stelpur!

R&B hljómsveitin Real Flavaz Bara fyrir stelpur! AÐSTANDENDUR Vínarborgarhátíðarinnar Stúlknamenning í Evrópu féllu fyrir Real Flavazþegar brot úr íslenskum sjónvarpsþætti var sýnt á erlendri sjónvarpsstöð. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 285 orð

Dusty Springfield látin

Dusty Springfield látin BRESKA söngkonan Dusty Springfield lést aðfaranótt miðvikudags, að því er greint var frá í gær, eftir áralanga baráttu við brjóstakrabbamein. Springfield öðlaðist fyrst vinsældir á sjöunda áratugnum og á sér enn í dag aðdáendur um allan heim. Springfield hét réttu nafni Mary O'Brien og fæddist í Lundúnum. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 125 orð

Englar alheimsins á spænsku

ENGLAR alheimsins, verðlaunaskáldsaga Einars Más Guðmundssonar, er komin út á spænsku í þýðingu José Antonio Fernández Romero. Bókin nefnist í þýðingunni Ángeles del universo. Útgefandi er Ediciones Siruela. Þýðandinn er kunnur á Spáni. Hann hlaut fyrir nokkru helstu þýðendaverðlaun Spánar fyrir þýðingar íslenskra ljóða sem komu í safnritinu Poetica Nordica. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 129 orð

Eyjólfur Einarsson sýnir á Mokka

EYJÓLFUR Einarsson opnar sýningu á Mokka 5. mars. Þar sýnir hann tíu nýleg steinþrykk. Rúm þrjátíu ár eru síðan Eyjólfur sýndi síðast á Mokka, en þar sýndi hann tvisvar í upphafi starfsferils síns sem spannar yfir 35 ár. "Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni steinþrykk, en það hefur lengi verið gamall draumur minn að kynnast þessari tækni. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 492 orð

Foreldrar eiga að sýna frumkvæði

MARÍA Jónsdóttir er móðir í Breiðholtinu sem á að baki tíu ára feril í sýningarstörfum. Nýverið stóð hún fyrir námskeiði í samstarfi við Breiðholtsskóla og félagsmiðstöðina í Fellahverfi um sýningarstörf. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 438 orð

Frekar flinkur að dansa ballett Úrval gamanleikara skemmtir um þessar mundir gestum Hótels Sögu. Sunna Ósk Logadóttir spjallaði

NÝLEGA var frumsýndur á Hótel Sögu gamanleikurinn Sjúkrasagameð Ladda, Helgu Brögu Jónsdóttur, Steini Ármanni Magnússyni og Haraldi Sigurðssyni í aðalhlutverkum. Í fyrravetur sýndi sami leikhópur Ferðasögu þar sem útgangspunkturinn var ferðaþjónusta og hótelrekstur en að þessu sinni er heilsa ­ eða heilsuleysi ­ landans tekið fyrir á gamansaman hátt. Leikstjóri er Björn G. Meira
4. mars 1999 | Tónlist | 559 orð

Glæsilegur píanóleikur

Þorsteinn Gauti Sigurðsson flutti verk eftir Gershwin, Satie, Beethoven, Chopin og Barber. Þriðjudaginn 2. mars. PÍANÓTÓNLEIKAR gerast nú sjaldgæfir en voru aðaluppistaðan í tónleikahaldi Tónlistarfélagsins fyrrum og þá oftast, að erlendir píanóleikarar í heimsklassa voru þar á ferð. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 464 orð

Götubardagar innfæddra hana

Götubardagar innfæddra hana TAÍLENSKU Dhanin Chearavanont kjúklingabúin slátra 25 milljónum kjúklinga í viku hverri. Fjaðrir af fuglunum eru notaðar í sængur og kodda, kjötið til matar og auk þess verpa hænsnin milljörðum eggja árlega fyrir asíska neytendur. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 53 orð

Heimsins stærsta typpi?

HEIMAMENN í sjávarþorpi nokkru í Suður-Kóreu horfa á tvo listamenn vinna að meistarastykki sínu sem verður framlag þeirra til listaverkakeppni um viðarlimi hinn 3. mars næstkomandi. Keppnin er byggð á 400 ára hefð þar sem þorpsbúar búa til risalimi og varpa þeim í sjóinn til að sefa anda drukknaðra kvenna. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 976 orð

Hljómsveit er úrelt fyrirbæri Saxófónleikari mun kljást við plötusnúða á Rex næstu þrjú fimmtudagskvöld. Hildur Loftsdóttir

PLÖTUSNÚÐARNIR Árni Einar, Margeir og Alfred More ætla að leika tónlist sína með og á móti Óskari Guðjónssyni næstu þrjú fimmtudagskvöld á veitingastaðnum Rex undir yfirskriftinni Improve Groove, og hefjast tónleikarnir alltaf kl. 22. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 773 orð

Hver nóta er eins og perla

"ÉG VILDI spila Mozart-konsert en var reyndar upphaflega með annan í huga. Núna er ég mjög þakklát þeim hjá Sinfóníunni, sem lögðu til að ég spilaði þennan," segir Edda þegar hún er spurð um verkefni kvöldsins, síðasta píanókonsert tónskáldsins, Meira
4. mars 1999 | Bókmenntir | 416 orð

Ísland­Orkneyjar, báðar leiðir

eftir Gregor Lamb, Birgisey, Orkneyjum, 1998, 326 bls. GREGOR Lamb er Skotum að góðu kunnur, ekki síst Orkneyingum, en hann hefur skrifað margt um þjóðleg og sagnfræðileg efni, ritað orðabók orkneyskrar mállýsku og lagt stund á rannsóknir á örnefnum Orkneyja og uppruna mannanafna, svo eitthvað sé nefnt. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 93 orð

Kvikmyndasýning í Goethe-Zentrum

ÞÝSKA kvikmyndin Rossini frá árinu 1997 verður sýnd í Goethe- Zentrum, Lindargötu 46, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Myndin hlaut Þýsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd en einnig fyrir bestu leikstjórn og bestu klippingu. Rossini er háðsádeila á líferni fræga fólksins í þýska kvikmyndageiranum þar sem allt snýst um kynlíf, peninga, framapot og misheppnuð ástarsambönd. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 1133 orð

Kvikmyndaævintýri í sænsku dreifbýli

KVIKMYNDAIÐNAÐUR hefur komið í stað bílaiðnaðar. Reyndar ekki á alþjóðavettvangi, en í Trollhättan hafa málin þróast í þessa átt. Í þessum forðum svo mikla iðnaðarbæ er þungaiðnaðurinn á undanhaldi, en í staðinn þokast þar áfram listrænn iðnaður. Meira
4. mars 1999 | Tónlist | 300 orð

LEIKHÚSTÓNLIST

Tónlist eftir Pétur Grétarsson. Söngtextar eftir Jón Hjartarson. Hljóðfæraleikur: Sigurður Flosason (bassaklarinett, klarinett, altó- sax og altó-flauta, flauta, pikkolóflauta). Annar hljóðfæraleikur, upptökur og frágangur: Pétur Grétarsson. Upptökur voru gerðar í janúar og febrúar 1999. Útgefandi: Pétur Grétarsson í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Tími alls: 41.54. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 212 orð

Maraþontónleikar í Langholtskirkju

GRADUALEKÓR Langholtskirkju heldur maraþontónleika í Langholtskirkju laugardaginn 6. mars frá kl. 10 til 20. Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun kórsins vegna tónleikaferðar til Kanada næsta sumar. Kórinn þáði boð um að syngja á alþjóðlegri tónlistarhátíð, Niagara Falls International Music Festival, í byrjun júlí. Meira
4. mars 1999 | Myndlist | 379 orð

Málverk í undar legu umhverfi

Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 6. mars. GALLERÍ Fold rekur auk aðalsýningarrýmisins við Rauðarárstíg sýningar og sölurými í Kringlunni og mun það vera liður í að koma listinni fyrir augu sem flestra landsmanna meðan þeir sinna innkaupunum í verslanamiðstöðinni. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð

Ríkur trymbill

Ríkur trymbill TROMMULEIKARINN Tony McCarroll, sem rekinn var úr bresku rokksveitinni Oasis árið 1995, náði sáttum við fyrrverandi félaga sína í sveitinni nokkrum mínútum áður en brottrekstrarmálið átti að fara fyrir dómstóla. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 469 orð

Sinfóníur kenndar við París og Skotland

Á EFNISSKRÁ tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld eru, auk píanókonsertsins, sinfónía nr. 31 K 297 eftir Mozart, sem einnig hefur verið nefnd Parísarsinfónían, og sinfónía nr. 3 í a-moll eftir Mendelssohn, einnig nefnd Skoska sinfónían. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 82 orð

Svartfugl á Jómfrúnni

Í TILEFNI af þriggja ára afmæli Jómfrúarinnar og tíu ára bjórsölu á Íslandi efnir Jómfrúin til djasstónleika dagana 4.­7. mars. Fram kemur djasstríóið Svartfugl en það skipa Sigurður Flosason, altsaxófónn, Björn Thoroddsen, gítar, og Gunnar Hrafnsson, kontrabassi. Jómfrúin hefur staðið fyrir tónlistaruppákomum allt frá upphafi starfsemi sinnar. Meira
4. mars 1999 | Tónlist | 554 orð

Systkini í listinni

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flutti verk eftir Mozart og Dvorák undir stjórn Ingvars Jónassonar. Einleikarar: Áshildur Haraldsdóttir og Elísabet Waage. Sunnudagurinn 28. febrúar, 1999. ÞAÐ ER í raun ekki langt síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands var í svipaðri stöðu og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, nema að fyrrum voru færri er kunnu nokkuð til verka, Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 42 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU á ljósmyndasamkeppninni Ljósbrot lýkur sunnudaginn 7. mars. Vinningshafar voru Vax, frá Menntaskólanum á Akureyri, fyrir besta heildarsvip þemans og Þorlákur Jónsson, Iðnskólanum í Reykjavík, fyrir bestu mynd keppninnar. Opið frá 12­18 föstudag, laugardag og sunnudag. Aðgangur ókeypis. Meira
4. mars 1999 | Kvikmyndir | 258 orð

Sænskur, kauðskur Schwarzenegger

Leikstjóri Harald Zwart. Handritshöfundur William Aldridge, e. sögu Jans Guillou. Kvikmyndatökustjóri Jerone Robert. Aðalleikendur Peter Stormare, Mark Hamill, Lena Olin, Mats L?ngbacka, Madeleine Elfstrand. Sænsk. Buena Vista 1998. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 50 orð

Tríó Suðurlands í Þorlákshöfn

TRÍÓ Suðurlands heldur tónleika í Þorlákshafnarkirkju sunnudaginn 7. mars og hefjast þeir kl. 16. Tríóið skipa Agnes Löve píanóleikari, Ásdís Stross fiðluleikari og Gunnar Björnsson sellóleikari en á efnisskrá eru Trio nr. 25 í G-dúr eftir Haydn og Trio op.1 nr. 3 í c-moll eftir Beethoven. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 39 orð

Upplestur í Gerðarsafni

UPPLESTUR verður haldinn í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, á vegum Ritlistarhóps Kópavogs, í dag kl. 17 til 18. Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur er gestur að þessu sinni og mun hann lesa úr eigin verkum. Aðgangur er ókeypis. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 1488 orð

Verð að finna mér nýjan draum

WEST End kalla Lundúnabúar leikhúsahverfið í miðbænum þar sem einkareknu atvinnuleikhúsin eru til staðar. Í Lundúnum skiptist leikhúslífið gróflega í þrennt. Fyrst má nefna sýningar Þjóðleikhússins, sem er með marga sali í nýtískulegu húsi á Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 39 orð

Whoopi verður kynnir

Whoopi verður kynnir LEIKKONAN Whoopi Goldberg verður kynnir á 71. Óskarsverðaunahátíðinni sem fram fer hinn 21. mars næstkomandi. Whoopi hefur áður verið kynnir á hátíðinni og einnig hefur hún sjálf unnið til verðlauna þar fyrir hlutverk sitt í Purpuralitnum. Meira
4. mars 1999 | Menningarlíf | 86 orð

Þóra B. Jónsdóttir sýnir í Fjarðarnesti

ÞÓRA B. Jónsdóttir opnar myndlistarsýningu í Fjarðarnesti, Hafnarfirði, á morgun, laugardag, kl. 15. Þóra er fædd og uppalin á Eyri í Skötufirði. Hún fluttist til Hafnarfjarðar 1966 og hefur búið þar síðan. Hún stundaði nám við Myndlistaskóla Hafnarfjarðar á árunum 1993­1994, hún hefur tekið þátt í samsýningum en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Myndefni hennar er m.a. Meira
4. mars 1999 | Fólk í fréttum | 761 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

4. mars 1999 | Aðsent efni | 601 orð

"Aðeins á sunnudögum"

ÞAÐ ER svo skrítið að ég þreytist aldrei á að standa sjálfan mig að því að vera hissa þegar sagt er við mig og spurt hvað kirkjan eða hvort kirkjan hafi eitthvað upp á að bjóða ungum, miðaldra og eða öldruðum og bætt síðan við: "Eru kirkjurnar ekki galtómar alla daga þannig að hljómur hennar er eins og rödd "hrópandans í tómri tunnu"! þannig að heyrist einungis endurkast þinna eigin orða?" Og ég Meira
4. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 518 orð

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá

ÁRIÐ 2000 heldur þorri Íslendinga uppá það að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á Íslandi. Á þessum tímamótum er athyglisvert að bera saman annarsvegar þær þjóðir sem teljast kristnar, og hins vegar þær þjóðir sem teljast heiðnar, (þ.e. lúta öðrum guðum en Guði Biblíunnar). Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 401 orð

Atvinnulífsdagar Háskóla Íslands

FRAMADAGAR Háskóla Íslands eru án efa orðnir fastir í sessi hjá íslenskum háskólanemum sem og fyrirtækjum. Dagarnir verða nú haldnir 3.­5. mars en þeir hafa verið árlegur viðburður frá árinu 1995. Framadagar eru haldnir að frumkvæði AIESEC sem er alþjóðlegt félag viðskipta- og hagfræðinema og er fyrirmynd þeirra sótt til Bandaríkjanna en þar nefnist viðburðurinn "Career days". Meira
4. mars 1999 | Kosningar | 126 orð

Auðvitað Jóhann

Auðvitað Jóhann Ingunn Anna Jónasdóttir, kennari, skrifar: Í mínum huga er engin spurning um að Jóhann Ársælsson er rétti maðurinn til að leiða lista Samfylkingarinnar á Vesturlandi.Vestlendingar þekkja mannkosti Jóhanns. Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 991 orð

Ein lítil hjónasaga úr samtímanum

ANNA og Jón koma inn á skrifstofuna og fá sér sæti. Þau eru glaðleg í fasi. "Við erum búin að ákveða að reyna aftur," segja þau. "Við erum búin að búa hvort í sínu lagi í hálft ár. En við viljum fá leiðsögn og ráð áður en við flytjum saman aftur, til að gera enga vitleysu í þetta sinn." "Af hverju fluttuð þið frá hvort öðru?" spyr ég. Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 845 orð

Félag íslenskra landsbyggðarlækna

HINN 2. október 1998 var Félag íslenskra landsbyggðarlækna (FÍLL) formlega stofnað. Fyrirmynd félagsins er sambærileg félög í Kanada og Ástralíu sem byggja á "rural-medicine" sem við höfum kosið að nefna landsbyggðarlækningar. Félagið er ætlað þeim læknum er deila með sér svipuðum kjörum og starfsaðstöðu á landsbyggðinni. Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 846 orð

Forsendur vantar til að hefja hvalveiðar

HVALVEIÐAR eru árvisst umræðuefni hérlendis. Þar er á ferðinni mikið alvörumál. Íslendingar mótmæltu ekki samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins 1982 um tímabundið bann við hvalveiðum frá 1986 að telja. Ísland tók þátt í viðamiklum rannsóknum á hvalastofnum 1986-89. Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 707 orð

Innflutningur norskra kúa

Í GREIN í Morgunblaðinu laugardaginn 27. feb. sl. fjalla Stefán Aðalsteinsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Sigurðarson um hugsanlegan innflutning fósturvísa úr NRF-kúm frá Noregi. Svo er að sjá að þeir félagar hafi misskilið hrapallega umfang og tilgang þessa innflutnings, þar sem þeir telja að hann muni skaða heilsufar þjóðarinnar og líklega leiða til útrýmingar íslenska kúastofnsins. Meira
4. mars 1999 | Kosningar | 154 orð

Jóhann er leiðtoginn

Jóhann er leiðtoginn Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar Akraness skrifar: Í prófkjöri Samfylkingarinnar á Vesturlandi er valið í þrjú efstu sætin. Þar gefur Jóhann Ársælsson kost á sér í fyrsta sætið. Ég hef unnið með Jóhanni Ársælssyni lengi á vettvangi Alþýðubandalagsins. Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 409 orð

Of lítið í launaumslagið

Skattar eru grundvöllur velferðarkerfisins og um það er ekki deilt að launafólk almennt vill gott og öflugt velferðarkerfi. Hinsvegar geta verið misjafnar áherslur á dreifingu skatta í samfélaginu. Í dag eru jaðarskattar almenns launafólks of háir og sérstaklega á það við um barnafólk. Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 745 orð

Opnu bréfi um dreifbýlisstyrki og endurinnritunargjald svarað

BIRKIR J. Jónsson, framhaldsskólanemi ritar mér opið bréf í Morgunblaðið hinn 26. febrúar síðastliðinn. Kvartar hann undan því að dreifbýlisstyrkir framhaldsskólanema hafi ekki hækkað nægilega mikið og einnig að endurinnritunargjald eða "fallskattur", eins og hann nefnir það ranglega, beri vott um mismunun nemenda. Meira
4. mars 1999 | Aðsent efni | 626 orð

Snjóflóðavarnir á Flateyri

SNJÓFLÓÐIÐ úr Skollahvilft austan Flateyrar 21. febrúar féll neðarlega á innri leiðigarðinn, sem stýrði því í átt til sjávar og áleiðis að bátahöfninni. Garðurinn "svínvirkaði" og skýra fjölmiðlar frá því að fögnuður ríki á Flateyri og þeir séu nú vissari um öryggi sitt en áður. Eg samgleðst þeim. Meira
4. mars 1999 | Kosningar | 148 orð

Styðjum Jóhann Ársælsson

Styðjum Jóhann Ársælsson Karl V. Matthíasson, Grundarfirði, skrifar: Jóhann Ársælsson hefur gefið kost á sér í 1. sæti Samfylkingarlistans á Vesturlandi. Ég fagna því að hann hefur tekið þessa ákvörðun og mun ég greiða honum atkvæði mitt á laugardaginn. Á síðasta kjörtímabili var Jóhann þingmaður Vesturlands. Meira
4. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Trúleysi er til

TILEFNI þessara skrifa er staðhæfing Konráðs Friðfinnssonar á þessum vettvangi að allir menn hljóti að trúa. Skilgreining hans á trú er að vísu afar víðfeðm og óljós. Þótt ég trúi því að ég geti staðið upp og teygt úr mér telst það varla nóg til að skilgreina mig sem trúaðan mann. Konráð talar mikið um "Guð vorn", Krist, "eilíft sæluríki" "á himinhæðum" og "sannleikann". Meira
4. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 40 orð

Það rofar til

Það er hríð á fjallvegum og fennir í byggð. Bílarnir brjótast um í sköflunum. Sumir eru utan vega. Lögreglan og björgunarsveitarmenn vinna af kappi. Ýtur ryðja vegina. Loks rofar til. EGGERT E. LAXDAL, Hveragerði. Meira
4. mars 1999 | Bréf til blaðsins | 718 orð

Þetta með agann

ÉG VAR að hlusta á morgunútvarpið einn morguninn og umræðuefnið var unga fólkið. Nýlegar upplýsingar greina frá því að um 20% ungmenna þurfa að leita sér aðstoðar vegna svonefndra geðrænna vandamála. Fjöldi þeirra ungmenna sem þurfa að leita sér slíkrar aðstoðar fer hratt vaxandi. Meira

Minningargreinar

4. mars 1999 | Minningargreinar | 32 orð

BERGSTEINN L. GUNNARSSON

BERGSTEINN L. GUNNARSSON Bergsteinn Loftur Gunnarsson var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal 28. desember 1918. Hann lést af slysförum hinn 21. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þverárkirkju 30. janúar. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 493 orð

Bergsteinn Loftur Gunnarsson

Þegar ég hugsa um Bessa afa eins og ég kallaði hann alltaf kemur fyrst upp í huga minn minning tengd síðustu jólum. Í september síðastliðnum, þegar Bessi og Bogga voru að koma úr sinni fyrstu og síðustu utanlandsferð, gistu þau hjá ömmu og afa í Ásgarði eins og vanalega. Kom ég þangað til að heilsa upp á þau og var ég í háum stígvélum sem nú eru mjög í tísku. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 218 orð

Erla Helgadóttir

Erla systir er látin. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 26. febrúar síðastliðinn. Erla er fædd og uppalin í Reykjavík, gekk í barnaskóla Austurbæjar og hóf svo nám í hattasaumi í Hattabúð Reykjavíkur hjá Filippíu Blöndal og Önnu Oddsdóttur. Hún lauk prófi í iðn sinni frá Iðnskólanum 1947 og lá þá leið hennar til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði iðn sína um nokkurt skeið. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 218 orð

Erla Vídalín Helgadóttir

Erla Vídalín Helgadóttir hattadama er látin. Erla var Reykvíkingur, fædd þar og uppalin. Fyrst þegar Tómas maðurinn minn man eftir sér átti fjölskyldan heima á Skúlagötunni, þar var líf og fjör og margir krakkar. Erla systir hans, sem þá var orðin fín dama, passaði hann og fór með hann á myndastofur og lét mynda þau saman, það má sjá í myndaalbúmi fjölskyldunnar. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 280 orð

Erla Vídalín Helgadóttir

Elsku Erla amma, nú ert þú farin. Og nú rifjast upp minningarnar og stundirnar sem við systkinin áttum með þér þegar við vorum lítil og þú varst við betri heilsu. Það var ekki leiðinlegt hjá Erlu ömmu. Okkur fannst þú skemmtileg amma. Við munum ferðirnar með þér og mömmu og frænkum okkar, sem við kölluðum sólbaðsferðirnar í Nauthólsvíkina á sumrin. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 53 orð

Erla Vídalín Helgadóttir

Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allt með þessu litla ljóði: Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú. Engu ég unna má öðru en þér. Erla Thelma. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 290 orð

ERLA VÍDALÍN HELGADÓTTIR

ERLA VÍDALÍN HELGADÓTTIR Erla Vídalín Ásdís Guðmunda Helgadóttir fæddist 11. september 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Erlu voru Helgi Jónsson, kaupmaður í Reykjavík og síðar vörumatsmaður, f. 11.4. 1893, d. 20.1. 1969, og eiginkona hans, Lára Valdadóttir, húsmóðir, f. 28.10. 1901, d. 19.11. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 201 orð

Friðrik Garðar Jónsson

Sorg og gleði auður er öllum þeim sem vilja. Ég á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda) Elsku afi okkar. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur. Við vitum að þú fórst á góðan stað þar sem þú munt hitta aftur hana ömmu. Nú ert þú búinn að fá hvíldina og við vitum að þér líður vel. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 335 orð

Friðrik Garðar Jónsson

Elsku Friðrik afi er dáinn. Hann var góður afi og góður vinur, og það verður ekki fyllt í það skarð sem hann skilur eftir sig. Við systkinin söknum hans sárt, og það er af hreinni sjálfselsku sem maður vildi halda afa hérna lengur. Hann var orðinn aldraður og leið ekki vel, og hefur því sjálfsagt orðið hvíldinni feginn. Við trúum að afi sé farinn á betri stað, og að nú líði honum betur. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 316 orð

FRIÐRIK GARÐAR JÓNSSON

FRIÐRIK GARÐAR JÓNSSON Friðrik G. Jónsson var fæddur í Arney á Breiðafirði, Dalasýslu 3. ágúst 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni dags 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lofthildur Kristín Pálsdóttir, f. 21.7. 1878, d. 21.10. 1928, og Jón Kr. Lárusson, skipstjóri og bóndi, f. 6.11. 1878, d. 16.9. 1949. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 228 orð

Gísli Jónsson

Fallinn er fyrir aldur fram félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, Gísli Jónsson prófessor, eftir stutt en hörð veikindi. Gísli hafði verið rótarýfélagi í hartnær 37 ár og jafnan sýnt mikinn áhuga og alúð í störfum sínum fyrir félagsskapinn. Hann var forseti klúbbsins starfsárið 1975­1976 og útnefndur Paul Harris-félagi árið 1988. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 312 orð

Gísli Jónsson

Vinur okkar hjóna, Gísli Jónsson rafmagnsverkfræðingur og prófessor, verður jarðsettur í dag. Þegar horft er yfir langan veg er margs að minnast, t.d. þegar Gísli, nýkominn heim frá verkfræðinámi, byrjaði hjá raforkumálastjóra, en undirritaður hafði þá unnið þar um tíma. Þar hófust kynni okkar Gísla. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 320 orð

Gísli Jónsson

Í fáeinum orðum langar mig að minnast Gísla Jónssonar en Margrét, eftirlifandi kona hans, er systir móður minnar. Segja má að þó að ég hafi frá bernsku þekkt Gísla þá hófust mín persónuleg kynni af honum í raun ekki fyrr en ég hóf nám við verkfræðideild Háskóla Íslands en þá gafst mér dýrmætt tækifæri til að kynnast nánar hvaða mann hann hafði að geyma. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 698 orð

Gísli Jónsson

Örfá kveðju- og þakkarorð við fráfall góðkunningja og vinar Gísla Jónssonar. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir nokkrum áratugum. Þau samskipti leiddu til kunningsskapar og samstarfs á áhugasviðum beggja. Hann rafmagnsverkfræðingurinn hafði áhuga á nýtingu rafmagns til húsahitunar og ég hafði áhuga á að vita hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að húsgerðin henti fyrir rafmagnshitun. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 398 orð

Gísli Jónsson

Gísli Jónsson prófessor er látinn. Hann var einn af þeim samferðamönnum mínum á lífsleiðinni sem hafði afgerandi áhrif á feril minn. Mér er það því bæði ljúft og skylt að rita fáein þakklætis- og kveðjuorð við hið ótímabæra fráfall hans. Fundum okkar Gísla bar fyrst saman þegar ég hóf störf við Háskóla Íslands. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 417 orð

Gísli Jónsson

Kynni okkar Gísla hófust, þegar við komum í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1946. Síðar urðum við nágrannar á Laugavegi og Grettisgötu og samgangur og ýmiskonar samvinna í námi fór vaxandi, einkum í fyrri hluta námi í verkfræðideild Háskóla Íslands. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 449 orð

Gísli Jónsson

Nokkur kveðjuorð um mág minn. Þegar systir mín hringdi í mig á mánudagsmorguninn og sagði mér frá láti hans kom það mér ekki á óvart því hann var búinn að vera svo veikur, svo við bjuggumst alltaf við þessu hvern dag. Samt kemur þetta eins og köld gusa yfir mann. Það er margs að minnast og af mörgu að taka. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Gísli Jónsson

Þegar ég hóf afskipti af neytendamálum og tók sæti í stjórn Neytendasamtakanna á árinu 1978 tók þar jafnframt sæti Gísli Jónsson prófessor, sem við kveðjum nú í dag. Gísli sat í stjórn Neytendasamtakanna í fjögur ár. Hann vakti strax athygli mína og aðdáun. Gísli var í neytendamálunum af hugsjón og var óhræddur að taka á þeim meinum sem taka þurfti á. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 367 orð

Gísli Jónsson

Þegar ég frétti lát Gísla Jónssonar hrönnuðust minningar upp. Ég kynntist honum á fyrsta ársfundi Sambands ísl. rafveitna sem ég sat á Ísafirði 1966, en hann var þá rafveitustjóri í Hafnarfirði. Hann hafði forgöngu um að leigja litla rútu og fórum við nokkrir félagar ásamt mökum dagsstund í kynnisferð til Bolungarvíkur. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Gísli Jónsson

Að heilsast og kveðjast er gangur lífsins og nú þegar sól hækkar á lofti, daginn er farið að lengja, kveðjum við kæran vin sem með dugnaði og ótrúlegum hetjuskap varð að lokum að lúta fyrir honum sem síðasta orðið hefur. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 540 orð

Gísli Jónsson

Mig setti hljóðan þegar ég var látinn vita af láti Gísla Jónssonar. Það var eins og eitthvert tóm myndaðist innra með mér, tóm sem mér fannst að aldrei yrði fyllt. Ég fann fyrir sárum söknuði, aldrei framar myndi ég hitta Gísla, hitta hann eins og ég mun alltaf sjá hann fyrir mér: í góðu skapi með bros sem náði til augnanna og gamanyrði á vörum. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 27 orð

GÍSLI JÓNSSON

GÍSLI JÓNSSON Gísli Jónsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 2. mars. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 363 orð

Guðmundur Ólafsson

Vorið 1964 útskrifaðist stærsti stúdentahópurinn sem útskrifaður hafði verið frá Menntaskólanum í Reykjavík, alls 209 manns. Í þeim hópi var Guðmundur Ólafsson og reyndar í merkilegasta bekknum að áliti okkar bekkjarsystkinanna, nefnilega 6T, sem var eini blandaði bekkurinn þetta ár. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Guðmundur Ólafsson

Við minnumst Guðmundar Ólafssonar úr læknadeild Háskóla Íslands sem úrvals félaga í starfi og leik. Hann var ljúfur og hlýr í viðmóti, oftast glaðbeittur og leitaðist við að varpa kímni og birtu á augnablikin í dagsins önn. Strax á námsárunum átti Guðmundur eiginkonu og fjögur börn, en þrátt fyrir annríki urðu samverustundir okkar utan námsins þó nokkuð margar. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 79 orð

Guðmundur Ólafsson

Elsku bróðir, með þessum ljóðlínum kveð ég þig og þakka þér fyrir allar samverustundirnar. En þú hvarfst mér eins og draumur, eins og sól í djúpin blá, eins og blóm, sem bylgja og straumur bera nauðugt landi frá. Eins og svanur sólarfjalla, er særður inn á heiðar fer, með sumar mitt og sælu alla sveifst burt frá mér. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 233 orð

Guðmundur Ólafsson

Enn er höggvið skarð í hóp okkar sjálfstætt starfandi heimilislækna. Fyrir 15 mánuðum kvöddum við starfsbróður okkar, Ragnar Arinbjarnar, og nú er Guðmundur Ólafsson látinn, langt um aldur fram. Banamein þeirra beggja var lungnakrabbamein. Síðastliðið ár var Guðmundi einstaklega erfitt, því auk sjúkdómsstríðsins missti hann einn þriggja sona sinna. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 603 orð

Guðmundur Ólafsson

Nú þegar skammdegið hopar fyrir sólargeislunum ríkir sorg í hugum okkar eftir að okkur barst sú fregn að Guðmundur vinur okkar væri látinn. Við áttum því láni að fagna að kynnast Guðmundi eftir að Birna vinkona okkar hafði kynnt okkur fyrir sínum nýja lífsförunauti. Eftir því sem á samband þeirra leið nutu þau samveru hvort annars í hvívetna og ást þeirra blómstraði. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Guðmundur Ólafsson

Kæri vinur. Morguninn sem þú fórst frá okkur heyrðum við í útvarpinu flutt þessi orð: Á grænum grundum lætur þú mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta, þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þessi orð urðu okkur líka huggun þegar við fréttum andlát þitt og að þrautum þínum væri lokið. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 406 orð

Guðmundur Ólafsson

Kveðja frá samstarfsfólki á Læknamiðstöð Austurbæjar Fallinn er í valinn, langt um aldur fram, vinur okkar og samstarfsfélagi, Guðmundur Ólafsson heimilislæknir, aðeins 54 ára að aldri. Guðmundur starfaði víða á sjúkrahúsum við lækningar með námi í læknisfræði við Háskóla Íslands og eftir að námi lauk á sjúkrahúsum í Reykjavík og einnig í dreifbýlinu. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 404 orð

Guðmundur Ólafsson

Elsku Guðmundur minn. Þú varst svo góður og hlýr og einstakur maður að það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa því. Ég veit þú ert nú kominn á góðan stað og laus við allar kvalir. Þú varst búinn að standa í löngu stríði við erfið veikindi og allan tímann varstu jákvæður, sterkur og ákveðinn í að vinna þetta stríð. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 488 orð

Guðmundur Ólafsson

Mig langar til þess að kveðja kæran tengdason minn með nokkrum fátæklegum orðum. Um þessar mundir eru tæp tíu ár síðan ég fyrst kynntist Guðmundi Ólafssyni lækni, en dóttir mín Birna hafði kynnst honum á Spáni. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 104 orð

Guðmundur Ólafsson

Hugsun mín öll, sem andvari þýður, yfir þér vakir í nótt, ljóð mitt er lækurinn silfurtæri, og lindin sem gefur þér þrótt, þorsta þinn seður, á sorg þína breiðir, sefandi kyrrð sína rótt, og gefur þann unað sem ástin þér vefur, og ég hef í þögnina sótt. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 457 orð

Guðmundur Ólafsson

Það var sumarið 1989 að Birna systir mín fór í sólarlandaferð. Það leyndi sér ekki þegar hún kom heim að eitthvað hafði gerst í þessari ferð. Hún var ástfangin upp fyrir haus. Hver var hann þessi maður sem átti ást hennar alla, jú það var enginn annar en Guðmundur Ólafsson læknir, sá hinn sami og við kveðjum í dag. Mér verður hugsað til þeirrar stundar þegar ég hitti Guðmund fyrst. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Guðmundur Ólafsson

Nú er horfinn af sjónarsviðinu kær vinur og frændi Guðmundur Ólafsson læknir. Hann lést að morgni hins 24. febrúar sl. á Landspítalanum eftir langa og harða báráttu við þá veiki sem að lokum varð honum ofjarl. Guðmundur fæddist 21. nóvember 1944 að Bíldsfelli í Grímsnesi. Foreldrar hans eru Ólafur Tómasson, sem nú er látinn og Þóra Guðmundsdóttir eftirlifandi kona hans. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 229 orð

Guðmundur Ólafsson

Ég vil í byrjun þessarrar minningargreinar votta mína dýpstu samúð ástvinum Guðmundar Ólafssonar, sérstaklega eftirlifandi eiginkonu hans, móður, sonum, fósturdóttur og barnabörnum. Guðmundur Ólafsson frændi og besti vinur mannsins míns er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hann reyndist mér alla tíð sem besti bróðir eða mágur. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 340 orð

Guðmundur Ólafsson

Átakanlegt er að Guðmundur, læknir, góðvinur minn og systursonur eiginkonu minnar, Þórdísar Toddu Guðmundsdóttur, skyldi veikjast af illvígum sjúkdómi og deyja svo ungur. Hann syrgir svo mikill fjöldi fólks að það liggur við að segja megi að þjóðarsorg ríki. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 279 orð

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON

GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson læknir fæddist að Bíldsfelli, Grafningi, 21. nóvember 1944. Hann lést á Landspítalanum 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Tómasson viðskiptafræðingur, f. 25.9. 1921, d. 11.10. 1996 og kona hans Þóra Guðmundsdóttir húsmóðir. Bróðir Guðmundar er Ottó Tómas Ólafsson, f. 4.9. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 602 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Elsku amma. Ég veit að ég ætti ekki að vera sorgmædd núna þegar þú hefur kvatt lífið, sátt við þitt og tilbúin að fara, en það vantar svo mikið þegar þú ert farin. Þú varst aðalmanneskjan í fjölskyldunni og eldhúsið þitt var samkomustaðurinn, því fleiri sem voru í kaffi, því ánægðari varst þú. Þú varst alltaf svo hraust og dugleg að kannski fannst mér að þú yrðir bara alltaf hérna hjá okkur. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 116 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Elsku langamma. Við söknum þín öll og óskum að þú værir hér. Við lærðum margt af þér meðan þú varst hér. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú varst alltaf góð við allt og alla, bæði menn og dýr. Á veturna gafstu fuglunum mat og brauð. Á sumrin fórum við með þér út í móa að tína ber. Minningarnar um þig eru allar góðar og skemmtilegar. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 279 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Elsku amma okkar. Nú stendur þú ekki lengur við eldhúsgluggann og veifar okkur brosandi er við rennum í hlaðið. Margs er að minnast en það fyrsta sem okkur öllum dettur í hug ert þú við eldavélina að baka stóran stafla af pönnukökum og alltaf voru brúsarnir á sínum stað í neðstu skúffunni í eldhúsinu og í þá fengum við djús eða kók. Skemmunni gleymum við aldrei en þá verslun rakst þú í 23 ár. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 808 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Á fyrstu áratugum aldarinnar kúrði lítið fiskimannaþorp í hæðum og holtum við Hafnarfjörðinn. Þar þekktust allir, flestir höfðu lítið handa á milli af veraldlegum gæðum, en fólk kom hvert öðru við og tók þátt í gleði og sorgum hvers annars. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 443 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Mér finnst svo stutt síðan ég sat í eldhúsinu hennar ömmu "lang" og úðaði í mig pönnsunum hennar sem voru þær bestu í heimi. Hún töfraði þær fram á mettíma en hafði varla undan því við krakkarnir vorum jafnfljótir að renna þeim niður. Að maður tali nú ekki um rabarbaragrautinn hennar og hunangs-cheeriosið sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur krökkunum. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 441 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Mig setur hljóðan og fyrir hugskotssjónum renna liðnir tímar og minningar um ömmu, litlu konuna með stóra hjartað, hjarta af Guði gjört svo að ekki var um að villast. Vissulega var það fyrirsjáanlegt að þessi stund myndi koma, ekki síst eftir að amma hafði verið lögð inn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem heilsu hennar hrakaði hratt. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 718 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Yndisleg mágkona mín, Gunnþórunn, lést sl. fimmtudag aðeins rúmum þrem mánuðum eftir lát Svanhvítar systur sinnar. Þau voru níu systkinin, en nú er aðeins Einar, maðurinn minn, eftir af þessum glaðværa og söngelska systkinahópi. Systurnar voru fimm og höfðu þær allar fallega söngrödd. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 586 orð

Gunnþórunn Egilsdóttir

Það fyrsta sem ég man eftir ömmu var það þegar hún og afi komu að sækja mig og bróður minn, en við áttum að fá að fara í kirkju með þeim. Það var Fríkirkjan í Hafnarfirði, en þar söng amma og hafði gert síðan hún var ung stúlka. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 516 orð

GUNNÞÓRUNN EGILSDÓTTIR

GUNNÞÓRUNN EGILSDÓTTIR Gunnþórunn Egilsdóttir fæddist í Hafnarfirði 10. júní 1911. Hún lést á St. Jósefsspítala 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Einarsdóttir, húsmóðir, f. 16.12. 1883, d. 28.5. 1947, og Egill Guðmundsson, sjómaður, f. 2.11. 1881, d. 29.9. 1962, frá Hellu í Hafnarfirði. Systkini Gunnþórunnar voru átta. 1) Jensína, f. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 144 orð

Jón Þ. Haraldsson

Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það verður skrýtið að koma til Reykjavíkur og þú stendur ekki við hliðina á ömmu til þess að taka á móti okkur með opinn faðminn. Allir bílarnir okkar sem þú lagaðir aftur og aftur af endalausri þolinmæði fá ekki viðgerð lengur. Þú varst okkur góður vinur afi minn og alltaf til taks þegar við þurftum á þér að halda. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 197 orð

Jón Þ. Haraldsson

Já, hann Nonni frændi er ekki lengur á meðal okkar. Þegar hann fór í rannsókn í haust og fékk niðurstöðu um veikindi sín sagði hann við mig: "Er þetta ekki allt í lagi þótt ég fái að deyja, ég er þó orðinn 81 árs og kominn tími til að ég kveðji." Jón var vel gefinn til alls sem hann tók sér fyrir hendur. Hagyrðingur, listmálari, náttúrufræðingur og góður frændi. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Jón Þ. Haraldsson

Vináttan er skrítin skepna, það er stofnað til hennar einhvern tímann í árdaga, raunveruleg samskipti eiga sér stað í fáein ár og síðan getur liðið heil ævi ­ og samt varir vináttan. Eiginlega kynntist ég málverkum Jóns Haraldssonar á undan manninum. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 345 orð

Jón Þ. Haraldsson

Genginn er heiðursmaðurinn Jón Þorbergur Haraldsson. Jón var á margan hátt sérstakur maður. Viðvarandi heilsuleysi náði ekki að brjóta hann eins og oft vill verða með fólk sem þjakað er af vanlíðan langtímum saman. Þessi duli og hæggerði alþýðulistamaður kvartaði aldrei og hældi sér ekki af þeirri list sem hann skóp. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 197 orð

Jón Þ. Haraldsson

Ég vil með örfáum orðum minnast frænda míns Jóns Þorbergs Haraldssonar. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans 24. febrúar sl. Fyrstu árin átti hann heima í Langholti í Laugardal, en flutti síðan að Laugavegi 155, þá var hann 12 ára. Fyrstu minningar mína af Jóni eru að ég átti heima í sama húsi á holtinu, þar sem nú er DAS, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 96 orð

JÓN Þ. HARALDSSON

JÓN Þ. HARALDSSON Jón Þ. Haraldsson fæddist á Lindargötu í Reykjavík 6. ágúst 1917. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson og Halldóra Sveinbjörnsdóttir og var hann einn af tíu systkinum. Þrjú þeirra eru eftirlifandi, Hörður, Halldóra og Karitas. Jón kvæntist hinn 25.7. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Kristján Jóhannsson

Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Nokkrar kveðjur og þakkarorð frá fjölskyldunni Lyngbrekku 6, sem var þar á árunum 1963­1993. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 31 orð

KRISTJÁN JÓHANNSSON

KRISTJÁN JÓHANNSSON Kristján Jóhannsson fæddist á Ytra-Lágafelli í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 28. september 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 26. febrúar. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 193 orð

Margeir Sigurðsson

Margeir frændi minn og vinur er nú fallinn frá. Ekki renndi mig í grun, þegar við föðmuðumst við jarðarförina hennar Stellu, að svo skammt yrði í það að hann kveddi þennan heim. En nú er hann kominn til hennar Stellu sinnar enda voru þau hjón ákaflega samrýnd og höfðingjar heim að sækja. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 468 orð

Margeir Sigurðsson

Nú er elsku afi Margeir dáinn. Hann bara dó og sem betur fer þurfti hann ekki að kveljast eins og amma Stella. Nema kannski bara í hjartanu eftir að amma dó, en hún dó rétt fyrir jól. Það er svo skrýtið að það líða bara tveir mánuðir á milli þeirra. Afi hefur bara viljað fara til ömmu. Hann var svo sorgmæddur og guð hefur tekið hann til sín. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 329 orð

Margeir Sigurðsson

Elsku frændi! Ekki datt mér í hug þegar ég skrifaði henni Stellu okkar fyrsta og síðasta bréfið, enda þurftum við ekki að skrifast á endranær, að þú yrðir næstur til að kveðja okkur. Ég hélt að það yrði annar mér líka svo kær sem næstur færi. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þú varst Magginn hennar mömmu og þú varst henni svo kær, eins og okkur öllum. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Margeir Sigurðsson

Elsku besti Margeir minn. Mig langar til að minnast þín í fáeinum orðum. Þú hefur þekkt mig frá þriggja ára aldri og fylgst með mér með ást og umhyggju fram á þennan dag. Mér er efst í huga þegar ég var átján ára yngismær og fékk að búa hjá ykkur Stellu í mánuð. Við Ása vorum í jólaprófum. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 417 orð

Margeir Sigurðsson

"Svo örstutt er bil milli blíðu og éls að brugðist getur lánið frá morgni til kvelds." (M. Joch.) Mér kom þetta vers í hug, þegar hringt var í mig og mér tjáð að frændi minn og vinur, Margeir, væri látinn. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 292 orð

MARGEIR SIGURÐSSON

MARGEIR SIGURÐSSON Margeir Sigurðsson fæddist 7. júní 1922 í Hnífsdal. Hann lést 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Margeirs voru Sigurður Kristóbert Sigurðsson, f. 5.4. 1888, d. 18.4. 1970 og Friðgerður Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 29.4. 1891, d. 16.11. 1966. Foreldrar Margeirs tóku í fóstur Daníelu Jónu Jóhannesdóttur, f. 14.2. 1914, d. 8.3. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 413 orð

Margrét Kjartansdóttir

Látin er ein af perlum landsins, hún Margrét vinkona mín. Perla í þeirri merkingu að látleysi og innri fegurð var það sem einkenndi hana alla tíð. Margrét var móðir tengdaföður míns, langamma barna okkar Magnúsar, langa-langamma barnabarna okkar. Kona sem við öll bárum mikla virðingu fyrir um leið og við sóttum í félagsskap hennar. Margrét var einstaklega greind kona með mikla kímnigáfu. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 139 orð

MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR

MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR Margrét fæddist í Þverárhlíð, Borgarfirði, 18. september 1899. Foreldrar hennar voru Kjartan Bjarnason og Kristín Árnadóttir. Margrét giftist Magnúsi Þorkelssyni bakarameistara en hann lést 1958. Þau eignuðust tvo syni: 1) Ingi Guðmundur Magnússon, f. 20.7. 1930, maki Þórunn Eiríksdóttir. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 217 orð

Sigurrós Sigmundsdóttir

Elsku amma. Það er svo skrýtið að þú skulir vera farin frá okkur. Þú sem hefur alltaf verið til staðar með opinn faðminn. Við Sunna vorum alltaf svo velkomnar til ykkar afa og ófáar nætur höfum við gist í Skúlaskeiðinu og á Hjallabrautinni. Þú varst alltaf svo góð og blíð og létt í lund. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Sigurrós Sigmundsdóttir

Elsku amma Rósa. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég sakna þín sárt og vildi óska að þú værir meðal okkar enn þá, en þá hugsa ég til síðustu vikna og hve mikið þú þjáðist og gleðst yfir því að loksins fékkstu friðinn sem þú þráðir. Undanfarið hef ég hugsað um allt það sem ég dáði í fari þínu, t.d. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 409 orð

Sigurrós Sigmundsdóttir

Elsku amma Rósa. Með þessum orðum langar mig að kveðja þig amma mín og rifja upp hjartfólgnar minningar með þökk fyrir samfylgdina. Sérstaklega man ég eftir að þegar einhver kom í heimsókn þá fór um þig sæluhrollur við hlýtt faðmlag og kom þá kímnislegt bros frá vörum. Þá vissum við að í hjarta þínu varstu hamingjusöm. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 388 orð

Sigurrós Sigmundsdóttir

Ég sit hér á hótelherbergi í Rika, langt frá fjölskyldu minni og ætla að skrifa nokkur orð um ömmu mína sem lést í dag. Amma mín var mér sem besta móðir, amma og langamma barnanna minna og eins konar tengdamóðir konunnar minnar. Ég fæddist hjá henni og var hjá henni fyrstu æviárin mín. Ég naut þess örugglega að vera fyrsta barnabarn hennar. Amma var glaðleg kona og myndarleg. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 290 orð

Sigurrós Sigmundsdóttir

Elsku amma, mig langar að minnast þín í fáeinum orðum. Til þín gat ég alltaf leitað þegar ég var með Þröst lítinn og vantaði pössun hvernig sem stóð á hjá þér. Svo þegar hann stækkaði og ég gat farið að launa þér greiðviknina gerðum við ýmislegt saman. Við sátum oft í eldhúsinu og ræddum hlutina, það var svo gott að tala við þig. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 321 orð

Sigurrós Sigmundsdóttir

Elsku amma mín, erfitt er að átta sig á því að nú sért þú farin frá stóra hópnum þínum sem þú áttir því láni að fagna að geta haldið utan um í orðsins fyllstu merkingu alveg til síðustu stundar. Þín fyrsta og síðasta hugsun var að fylgjast með öllum þínum, fá fréttir af okkur fyrir norðan og segja af þínu fólki fyrir sunnan. Meira
4. mars 1999 | Minningargreinar | 485 orð

SIGURRÓS SIGMUNDSDÓTTIR

SIGURRÓS SIGMUNDSDÓTTIR Sigurrós Sigmundsdóttir var fædd á Hofsósi 22. ágúst 1915. Hún lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 23. febrúar síðast liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurrós Guðmundsdóttir, húsfreyja á Hofsósi, f. 8. júní 1885 í Garðshorni, Hofshreppi, d. 10. maí 1977 og Sigmundur Sigmundsson, verkamaður á Hofsósi, f. 3. Meira

Viðskipti

4. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Býður AOL í eBay?

AMERICA Online netþjónustan og eBay uppboðsfyrirtækið íhuga nánara samstarf, sem kann að leiða til þess að AOL kaupi minnihluta í eBay. Málið er enn á umræðustigi og ákvörðun um beina fjárfestingu hefur ekki verið tekin að sögn Wall Street Journal. Hins vegar hafi AOL áhuga á nánari tengslum og hugleiði ýmsar hugmyndir. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Hagnaður Elextrolux eykst um 375%

HAGNAÐUR sænska heimilistækjaframleiðandans Electrolux jókst um 375% í fyrra þrátt fyrir niðursveiflu í Rómönsku Ameríku og Asíu og spáð er áframhaldandi velgengni í ár vegna lítilla breytinga á eftirspurn í Evrópu og Bandaríkjunum. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Kværner rekið með tapi í fyrra

MIKIÐ tap varð á rekstri ensk- norska verkfræði- og skipasmíðafyrirtækisins Kværner ASA í fyrra, en fyrirtækið segir að áætlun um að draga úr umsvifum þess muni leiða til uppsveiflu á þessu ári. Fyrirtækið skýrði frá tapi upp á 1, Meira
4. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Lækkun vegna óvissu um vexti vestra

LOKAVERÐ evrópskra hlutabréfa lækkaði í gær vegna óvissu í bandarískum vaxtamálum. Dollar seldist á yfir 121 jen og evran lækkaði í tæpa 1,09 dollara, en er þó tæpu senti hærri en þegar hún var í mestri lægð til þessa fyrr í vikunni. "Það er rík ástæða til að kaupa dollara og engin ástæða til að kaupa jen," sagði fulltrúi Bank Julius Baer & Co. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Þrír jeppar velta í árekstraprófi

ÞRÍR SUV fjölnota sportjeppar fóru á hliðina þegar hindrun á mikilli hreyfingu rakst í hliðina á þeim í árekstraprófi að sögn umferðaryfirvalda. Jepparnir eru af gerðunum Honda CR-V, Isuzu Rodeo og Kiu Sportage. Meira

Daglegt líf

4. mars 1999 | Neytendur | 58 orð

Vor- og sumarlisti

KOMINN er til landsins vor­ og sumarlisti H&M Rowells. Í honum er að finna fatnað á bæði börn og fullorðna. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu H&M Rowells kemur fram að í póstlistanum sé að þessu sinni mikið úrval af drögtum sem kosta allt frá 4.400 krónum. Vinsælir litir eru t.d. ljósgrátt, hvítt, ljósblátt, beinhvítt og ljósbrúnt. Meira
4. mars 1999 | Neytendur | 520 orð

Ýsuflök hafa hækkað um 20% á einu ári

VERÐ á ýsuflökum hefur hækkað um 20% frá því á sama tíma í fyrra og verð á nætursöltuðum ýsuflökum um 19%. Meðalverð á ýsuflökum með roði er 671 króna kílóið. Þetta kemur fram í verðkönnun á fiski sem Samkeppnisstofnun gerði fyrir skömmu. Þá hefur verð á steinbítsflökum með roði hækkað um 17% og verð á smálúðu um 13­15%. 123% verðmunur á hæsta og lægsta verði Meira

Fastir þættir

4. mars 1999 | Í dag | 36 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 4. mars, verður sjötíu og fimm ára Jónsteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri, Sæviðarsundi 28, Reykjavík. Eiginkona hans er Halldóra H. Kristjánsdóttir, sjúkraliði. Þau hjón hafa heitt á könnunni á heimili sínu í dag. Meira
4. mars 1999 | Í dag | 889 orð

Alþjóðlegur bænadagur kvenna

UM allan heim koma kristnar konur saman til bæna fyrsta föstudag í mars ár hvert. Hér á Íslandi hafa konur komið saman þennan dag áratugum saman til að biðja fyrir fólki í fjarlægum löndum, konur úr mörgum kirkjudeildum og á öllum aldri. Sem fyrr verða bænastundir víða um land í tilefni bænadagsins. Í Reykjavík verður haldin samkoma í Háteigskirkju að kvöldi föstudagsins 5. mars kl. 20. Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 729 orð

Anna Lilja fyrsti kvennameistari Hellis

28. feb. 1999 ÁSLAUG Kristinsdóttir sigraði á fyrsta Kvennameistaramóti Hellis sem haldið var um síðustu helgi. Áslaug hlaut 6 vinning af 7 mögulegum. Hún gerði jafntefli við Þorbjörgu Lilju Þórsdóttir sem hafnaði í 2. sæti með 6 vinninga. Í þriðja sæti varð Aldís Rún Lárusdóttir með 5 vinning. Í 4.­6. Meira
4. mars 1999 | Í dag | 286 orð

Á AÐ setja þrýsting á vörnina strax eða fara rólega í sp

Á AÐ setja þrýsting á vörnina strax eða fara rólega í spilið og leita eftir tæknilega betri úrræðum? Þetta er sú spurning sem suður þarf fyrst að svara, en hann heldur um stjórntaumana í sex spöðum: Norður gefur; allir á hættu. Meira
4. mars 1999 | Í dag | 830 orð

Borgarstolt?

Á FLESTUM póstkortum af Reykjavík má sjá Tjörnina með fjölbreyttu fuglalífi og ferðamenn sífellt að mynda við Tjörnina. Nú finnst mér lítill sómi að sjá gæsir og endur sársvangar og illa haldnar, margir fuglar bæklaðir og jafnvel brotnir. Þarna standa tveir bæjarstarfsmenn í 10 daga og vigta brauð frá velviljuðum borgurum. Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 73 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Fyrri umferð af tveimur í einmenningi félagsins var spiluð mánudaginn 1. mars. Spilað var í tveimur riðlum. Þessir einstaklingar urðu efstir: A-riðill: Þórarinn Sófusson80 Erla Sigurjónsdóttir77 Edda Jónasdóttir72 Leifur Aðalsteinsson69 B-riðill: Sigurjón Harðarson76 Guðmundur Magnússon74 Páll Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 186 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíku

Staða fimm efstu sveita fyrir síðustu umferð í aðalsveitakeppni Brdsfélags Húsavíkur er eftirfarandi: Sveinn Aðalgeirsson176 Gunnlaugur Stefánsson164 Björgvin R. Leifsson162 Frissi kemur147 Heimir wBessason119 da Í lokaumferðinni eigast við sveitirnar í 2. og 2. sæti en Frissi á leik við Heimi, þannig að baráttan um 2. ­ 3. sætið gæti orðið hörð. Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 73 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnes

Feðgarnir Kjartan Ólason og óli Þór Kjartansson sigruðu í minningarmótinu um Guðmund Ingólfsson, sem lauk sl. mánudagskvöld. Með þeim í pari spilaði Jón Steinar Ingólfsson. Staða efstu para varð annars þessi: Kjartan ­ Óli Þór ­ Jón Steinar168Gunnar Guðbjörnsson ­ Garðar Garðarsson159Karl G. Karlsson ­ Gunnlaugur Sævarss.153Heiðar Sigurjónss. Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 1073 orð

"Handyrðatími húsmóðurinnar"

SÉRA Björn Halldórsson í Sauðlauksdal skrifaði bók um hússtjórn árið 1782. Bókina nefndi hann Arnbjörg. Þar fjallar hann um hannyrðir og hannyrðanám. Hann segir meðal annars að útmánuðir "frá miðjum vetri, sem er frá þorra komu og allt fram til hvítasunnu, eru handyrðatími húsmóðurinnar, þá er sólfar meir en fyrr og bjartara loft til vandaverka, Meira
4. mars 1999 | Dagbók | 930 orð

Í dag er mánudagur 4. mars, 63. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Biðjið

Í dag er mánudagur 4. mars, 63. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Biðjið Drottin um regn. Hann veitir vorregn og haustregn á réttum tíma. Helliskúrir og steypiregn gefur hann þeim, hverri jurt vallarins. (Sakaría 10, 1. Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 263 orð

"Í sverðinum glitrar grasið"

Í mannlegum samskiptum er dýrmætt að sýna ástúð og umhyggju. Það hefur sannað sig að aldraðir sem lifa við slíka ræktarsemi eiga mun betra með að taka mótlæti og þeim erfiðleikum sem óumflýjanlega fylgja háum aldri. Rósemi og gleði taka sér oft bólfestu í andliti ef aldraður getur eytt elliárum og háð sitt síðasta stríð í faðmi ástríkrar fjölskyldu. Það er staðreynd. Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 856 orð

Sérfræðingarnir og efnahagslífið

Sérfræðingarnir og efnahagslífið Um ranga spádóma hagfræðinga (sérstaklega eins þeirra), fjölmiðla og eðlisbreytingar í hagkerfinu. Maðurinn sem skrifaði bókina er kominn á stjá á ný. Morgunblaðið kallaði hann til að segja álit sitt á þjóðarbúskapnum. Meira
4. mars 1999 | Í dag | 152 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Íslandsmeistaramótinu í atskák um síðustu helgi. Bragi Halldórsson (2.250) hafði hvítt og átti leik gegn Jóni Viktori Gunnarssyni(2.445). 23. Hxg6+!! ­ fxg6 24. Dxg6+ ­ Kf8 25. f5! ­ Dxd4 26. Bh6+ ­ Ke7 27. Dg7+ ­ Ke8 28. fxe6 ­ De4+ 29. Meira
4. mars 1999 | Í dag | 423 orð

TÓNLISTARUNNENDUR fögnuðu mjög þegar Klassík FM hóf útsending

TÓNLISTARUNNENDUR fögnuðu mjög þegar Klassík FM hóf útsendingar sínar og ekki minnkaði ánægjan þegar skipt var yfir á bylgjulengdina 100.7, því svo mjög batnaði útsendingin. Enda er það orðið svo, að fjölmargir tónlistarunnendur hafa opið fyrir stöðina meira og minna frá morgni til kvölds og helzt ekki skipt yfir á aðrar útvarpsstöðvar nema á fréttatímum. Meira
4. mars 1999 | Fastir þættir | 111 orð

(fyrirsögn vantar)

40 sveitir spila í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni um helgina. Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri MasterCard á Íslandi, setur mótið kl. 15. Dagskrá: Föstudagur 5. mars: Fyrirliðafundur kl. 14.00 1.umf. kl. 15.00­16.30 kl. 16.50­18.20 2.umf. kl. 19.30­21.00 kl. 21.20­22.50 Laugardagur 6. mars: 3.umf. kl. 11.00­12.30 kl. 12. Meira
4. mars 1999 | Dagbók | 3624 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira
4. mars 1999 | Dagbók | 3624 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

4. mars 1999 | Íþróttir | 1038 orð

Beckham og Simeone skildu sáttir

LIÐ Dynamo frá Kænugarði hefur vænlega stöðu eftir að hafa gert 1:1 jafntefli við Evrópumeistara Real Madrid á Spáni í fyrri leik liðanna í 8-liða úrlsitum Meistaradeildar Evrópu. Eins standa Manchester United og Bayern M¨unchen vel eftir 2:0 sigur á Internazionale og Kaiserslautern á heimavelli en víst er að það er engin ástæða hjá liðunum að fagna strax. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 205 orð

Bikarmeistararnir lágu í Eyjum Lið ÍB

Lið ÍBV tók á móti nýkrýndum bikarmeisturum Fram í Eyjum í gærkvöldi og gerði sér lítið fyrir og sigraði 26:21 í örugglega besta leik Eyjastúlkna í vetur. Þær hófu leikinn af krafti, spiluðu mjög góða vörn og prýðilega sókn, forskotið jókst smátt og smátt og þrátt fyrir að Eyjaliðið færi illa með nokkur upplögð færi úr hraðaupphlaupum kom það lítið að sök. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 363 orð

"Finn ekki ennþá fyrir sigurtilfinningu"

"ÞÓ að titillinn sé í höfn finn ég ekki ennþá fyrir sigurtilfinningu ­ ég var jafnvel að vona að við fengjum úrslitaleik á laugardaginn, en eftir á er ágætt að fá þetta svona auðveldlega," sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörnustúlkna, sem hrósuðu sigri í deildarkeppninni þrátt fyrir 23:22-tap fyrir Víkingum í afar slökum leik í Garðabænum í gærkvöldi, því Fram, Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 188 orð

Fjaðrafok í Stuttgart

MIKIÐ fjaðrafok varð hjá Stuttgart í gær þegar fréttist að þýski landsliðsmaðurinn Fredi Bobic væri búinn að skrifa undir samning við Dortmund. Svo virðist sem það hafi komið öllum hjá Stuttgart í opna skjöldu. Meyer-Vorfelder, forseti Stuttgart, er sakaður um að fylgjast ekki með hvað er að gerast hjá leikmönnum sínum. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 102 orð

Guðjón velur Lúxemborgarfara

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur valið leikmannahópinn sem mætir Lúxemborg í vináttulandsleik á J. Barthel-leikvellinum í Lúxemborg á miðvikudaginn kemur. Landsliðshópurinn, sem kemur saman í Lúxemborg á mánudaginn, er eingöngu skipaður leikmönnum, sem leika með erlendum liðum. Markverðir eru Birkir Kristinsson, Bolton, og Árni Gautur Arason, Rosenborg. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 70 orð

Heiðraðar fyrir samtals 800 leiki

FYRIR leik Stjörnustúlkna og Víkinga í gærkvöldi heiðraði handknattleiksdeild Stjörnunnar nokkra leikmenn fyrir að hafa náð merkum áfanga. Þeir voru Herdís Sigurbergsdóttir fyrir þrjú hundruð leiki fyrir Garðabæjarliðið, Margrét Vilhjálmsdóttir og Margrét Theódórsdóttir fyrir sína tvö hundruð leikina hvor og Nína K. Björnsdóttir fyrir hundrað leiki. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 151 orð

Hundurinn réð ferð

EGIL "Drillo" Olsen neitaði tilboði um að þjálfa skoska liðið Celtic skömmu eftir úrslitakeppni HM í Frakklandi í fyrra. Ástæðuna segir hann vera, að hann mátti ekki taka hundinn sinn, Copie, til Skotlands. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 93 orð

Hætta hungurverkfalli í Albaníu

LEIKMENN og þjálfarar í albanska knattspyrnuliðinu Burreli hafa hætt 10 daga hungurverkfalli, sem haldið var til að mótmæla heimaleikjabanni liðsins. Alls 17 leikmenn og tveir þjálfarar hættu í hunguverkfallinu er knattspyrnusamband landsins hótaði að fella liðið um deild ef það spilaði ekki næsta leik. Þrír leikmenn Burreli voru aðframkomnir og voru fluttir á spítala. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla:kl. 20 Njarðvík:Njarðvík - ÍA Sauðárkrókur:Tindastóll - Keflavík Hagaskóli:KR - Skallagrímur Stykkishólmur:Snæfell - Grindavík 1. deild karla: Kennarah.:ÍS - ÍR20. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 111 orð

Íslendingar ekki með í meistaradeild Norðurlanda

NORÐMENN og Danir eru að vinna að hugmyndum í sambandi við "Meistaradeild" Norðurlanda í knattspyrnu, þar sem þrjú til fjögur bestu lið frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og jafnvel Finnlandi taka þátt. Lið frá Íslandi eru ekki inni í þeim hugmyndum. Fyrirhugað er að mótið fari fram á La Manga á Spáni á tveimur tímabilum ­ í nóvember og desember, síðan í febrúar og mars. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 327 orð

KNATTSPYRNAJOE K

JOE Kinnear knattspyrnustjóri Wimbledon var fluttur á sjúkrahús í gærkvöldi sökum hjartverks rétt áður en leikur Sheffield Wednesday og Wimbledon hófst í úrvalsdeildinni. Eftir fréttum frá sjúkrahúsinu í gærkvöldi þá var ekki talið að Kinnear væri alvarlega sjúkur. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 92 orð

Landsleikur í Riga

FYRIRSJÁANLEGT er að íslenska landsliðið í knattspyrnu leiki tíu landsleiki á árinu. Fyrir utan vináttuleikinn í Lúxemborg á miðvikudaginn, leikur liðið tvo aðra vináttuleiki, auk sjö leiki í Evrópukeppni landsliða. Búið er að ákveða vináttuleik gegn Lettlandi í Riga 31. apríl og þá kemur landslið Slóvakíu til Íslands 19. ágúst. Leikirnir sjö í Evrópukeppninni eru í Andorra 27. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 452 orð

Möguleikar hjá Völu og Þóreyju í Japan

VALA Flosadóttir, ÍR, og Þórey Edda Elísdóttir, FH, hefja keppni í stangarstökki kvenna á heimsmeistaramótinu innanhúss í Maebashi í Japan klukkan eitt eftir miðnætti. Ekki verður undankeppni í stangarstökkinu eins og oft er á stórmótum heldur verða bein úrslit. Það þýðir að keppnin getur tekið nokkra klukkutíma og verulega mun reyna á þrek og einbeitingu keppenda. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 157 orð

Signori hampað

GIUSEPPE Signori var hampað mjög í ítölskum fjölmiðlum eftir að Bologna hafði unnið Olympique Lyon 3:0 í fyrri leik liðanna í UEFA-keppninni í fyrrakvöld. Hann átti frábæran leik, skoraði tvö marka liðsins og lagði upp það þriðja. "Signori er óstöðvandi" var fyrirsögn ítalska blaðsins Gazzetta dello Sport í gær. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 449 orð

Stjarnan - Víkingur22:23

Íþróttahúsið Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, 17. umferð, miðvikudaginn 3. mars 1999. Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 4:4, 5:5, 5:8, 7:9, 7:14, 7:15, 8:17, 10:17, 13:19, 14:21, 16:21, 17:23, 22:23. Mörk Stjarnan: Ragnheiður Stephensen 10/3, Hrund Grétarsdóttir 5, Inga Fríða Tryggvadóttir 3, Anna Blöndal 3, Nína K. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 449 orð

Stjarnan - Víkingur22:23

Íþróttahúsið Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, 17. umferð, miðvikudaginn 3. mars 1999. Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 4:4, 5:5, 5:8, 7:9, 7:14, 7:15, 8:17, 10:17, 13:19, 14:21, 16:21, 17:23, 22:23. Mörk Stjarnan: Ragnheiður Stephensen 10/3, Hrund Grétarsdóttir 5, Inga Fríða Tryggvadóttir 3, Anna Blöndal 3, Nína K. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 141 orð

Úrvalsdeild: Sheff. Wed. - Wimbledon1:2

Meistaradeild Evrópu Fyrri leikir, 8-liða úrslit: Madrid, Spáni: Real Madrid - Dynamo Kiev1:1 Predrag Mijatovic (66.) ­ Andriy Shevchenko (54.). 40.000. Manchester, Englandi: Manchester United - Inter Milan2:0 Dwight Yorke 2 (6., 45.). 54.430. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 210 orð

Vialli bendir "Drillo" á að ræða við Bates

Egil "Drillo" Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs og þjálfari norska liðsins Vålerenga, hefur verið í sviðsljósinu í London þessa dagana. Lið hans mætir Chelsea í Evrópukeppni bikarhafa á Stamford Bridge í kvöld. "Drillo" hefur látið hafa eftir sér að hann gæti gert lið Chelsea að Englandsmeistara ­ hann sé með ráð til þess. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 97 orð

Viggó til FH

VIGGÓ Sigurðsson handknattleiksþjálfari gerði í gær heiðursmannasamkomulag við FH-inga, að hann taki við FH-liðinu af Kristjáni Arasyni ef hann kemur heim frá Þýskalandi í sumar. "Það kemur í ljós á næstu vikum hvað ég geri. Ef ég kem heim mun ég taka við FH-liðinu. Ég á góðar minningar frá Hafnarfirði síðan ég þjálfaði FH-liðið í þrjú ár. Meira
4. mars 1999 | Íþróttir | 75 orð

Æft í Barcelona

LANDSLIÐIÐ í knattspyrnu leikur tvo landsleiki í sömu ferð síðar í þessum mánuði ­ í Andorra laugardaginn 27. mars og í Úkraínu miðvikudaginn 31. mars. Haldið verður í einni lotu til Andorra 24. mars, með viðkomu í Amsterdam og Barcelona. Haldið verður frá Andorra sunnudaginn 28. mars ­ til Barcelona, þar sem landsliðið mun æfa tvisvar mánudaginn 29. mars. Meira

Úr verinu

4. mars 1999 | Úr verinu | 365 orð

Heildarloðnukvóti okkar verður tæp milljón tonna

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur í samráði við stjórnvöld í Noregi og Grænlandi ákveðið að leyfilegt heildarmagn á yfirstandandi loðnuvertíð verði 1.200 þús. lestir, en bráðabirgðakvótinn hafði verið ákveðinn 950 þús. lestir. Þetta er um það bil 220 þús. Meira
4. mars 1999 | Úr verinu | 364 orð

Umsóknum svarað innan fárra daga

FISKISTOFA hefur ekki sent út svör vegna umsókna um leyfi til fiskveiða og aflaheimildir í fiskveiðilandhelgi Íslands, sem borist hafa í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. Í fyrradag höfðu Fiskistofu borist alls um 2.719 umsóknir en umsóknir hafa verið að berast allt fram á daginn í dag. Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri, segir öllum umsóknum verða svarað innan fárra daga. Meira
4. mars 1999 | Úr verinu | 489 orð

Verð á leigukvóta farið hæst upp í 70 krónur

VERÐ á þorskaflahámarki, bæði til leigu og varanlegrar eignar, hefur hækkað mikið síðustu vikur vegna mikillar eftirspurnar. Eggert Sk. Jóhannesson, hjá Skipamiðluninni Bátar & kvóti, segir spurn eftir krókabátum með þorskaflahámark einnig mjög mikla en hinsvegar hafi lítil hreyfing verið með sóknardagabáta vegna þeirrar óvissu sem ríkir með veiðistjórnun þeirra í framtíðinni. Meira

Viðskiptablað

4. mars 1999 | Viðskiptablað | 801 orð

Að slá í gegn

ATHYGLI vakti nú á dögunum þegar vefþjónustufyrirtækið Gæðamiðlun var tilnefnt til þriggja verðlauna ÍMARKS af fimm mögulegum og hafði sigur í flokknum vefur fyrirtækja fyrir vef Morgunblaðsins á Netinu; /mbl.is. Þann vef framleiddu Gæðamiðlun, Morgunblaðið og auglýsingastofan Gott fólk í samstarfi. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 123 orð

Aegon kaupir Transamerica

HOLLENZKI líftryggingarisinn Aegon hefur boðið 10,8 milljarða dollara í Transamerica Corporation í Bandaríkjunum og samþjöppun í greininni eykst hröðum skrefum. Aegon greiðir 9,7 milljarða dollara í reiðufé og hlutabréfum og tekur við 1,1 milljarðs dollara skuld Transamerica samkvæmt samningi, sem leiðir til stofnunar þriðja stærsta tryggingafélags Bandaríkjanna og heimsins. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 872 orð

ARÐSEMIN SKIPTIR MESTU MÁLI

HAGNAÐUR fyrirtækja er án efa sá þáttur sem mest áhrif hefur á breytingar á verði hlutabréfa á markaði. Síhækkandi verð á hlutabréfum er ekki mögulegt nema með aukningu á hagnaði frá einu ári til annars. Hlutabréf í fyrirtæki sem sýnir jafna og stöðuga 20% arðsemi eigin fjár árlega geta hækkað í verði um 20% á ári án þess að hlutfallsleg verð (t.d. VH hlutfall) raskist, þ.e. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 1155 orð

ÁHYGGJUR Í ÞÝSKALANDI

UM MIÐJA síðustu viku kom framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Michel Camdessus, heimsbyggðinni í opna skjöldu þegar hann kynnti endurskoðaða spá um hagvöxt í Suður-Kóreu. Núna er búist við 2% aukningu í framleiðslu í stað 1% samdráttar í síðustu spá sem aðeins er rúmlega tveggja mánaða gömul. Þessi umskipti komu fram í ræðu sem Camdessus hélt hjá "Foreign Policy Association". Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 516 orð

Ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA felld úr gildi

EFTA-dómstóllinn hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA frá 9. júlí 1997 um að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar samtaka norskra banka þess efnis að reglur um Husbanken, ríkisstofnun sem sér um lán til húsbygginga í Noregi, brytu gegn ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki og samkeppni. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 139 orð

BSkyB í samrunaviðræðum

FRANSKI fjölmiðlarisinn Canal Plus hefur staðfest að hann eigi í samrunaviðræðum við brezka gervihnattasjónvarpið BSkyB. Ef slíkur samruni yrði að veruleika kæmi nýr fjölmiðlarisi til skjalanna í Evrópu. Canal Plus er stærsta áskriftarsjónvarp Evrópu með 11 milljónir áskrifenda í 10 löndum. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 1253 orð

Byggðir tengdar saman

Í OPNUNARRÆÐU ráðstefnunnar sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra, sem birtist ráðstefnugestum á sýningartjaldi með hjálp útsendingar um ATM rannsóknarnet Landssímans frá Háskólanum á Akureyri, að þessi nýja tækni færði byggðir landsins þéttar saman þar sem hún gerði fyrirtækjum auðveldar fyrir að reka útibú á mörgum stöðum á landinu. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 73 orð

ÐJóhann Áki til Pigmalion

JÓHANN Áki Björnsson hefur verið ráðinn til Pigmalion-Group, dótturfélags Microsoft. Jóhann Áki mun hafa aðsetur í London en hann hefur undanfarin ár starfað hjá Einari J. Skúlasyni. Hlutverk hans hjá Pigmalion verður m.a. að sjá um ráðgjöf, viðskiptaumsjón og samskipti við móðurfélagið Microsoft. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 58 orð

ÐÓreglulegir liðir SH

MARGIR sérfræðingar á hlutabréfamarkaði fjölluðu í gær um afkomutölur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Þar var m.a. vakin athygli á óútskýrðum óreglulegum tekjufærslum félagsins upp á 101 milljón króna. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 174 orð

Fjárfestingafélag Austurlands hf. stofnað

Egilsstaðir-Nýverið var stofnað Fjárfestingafélag Austurlands hf. Hlutverk þess er að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Austurlandi með því að fjárfesta í viðskiptahugmyndum og sérþekkingu fólks. Stofnun félagsins er nýjung á sviði áhættufjármögnunar á svæðinu og verður starfsemin rekin á grundvelli arðsemisjónarmiða. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 421 orð

"Fjölhæfir frumkvöðlar"

FLAGA hf. hlaut nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs fyrir glæsilegt framlag til nýsköpunar á sviði hátækniiðnaðar og heilbrigðismála. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á morgunverðarfundi í gær að viðstöddum Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 696 orð

Getur orðið mikilvæg atvinnugrein

ÍSLENSK stjórnsýsla er til fyrirmyndar að mörgu leyti og hentar vel til útflutnings. Hún getur orðið mikilvægur þáttur í uppbyggingu margra þróunarlanda og í löndum Austur-Evrópu en nauðsynlegt er að gera ýmsar ráðstafanir til að liðka til fyrir slíkum útflutningi. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 13 orð

GÆÐAMIÐLUNAð slá í gegn /4FJÁR

GÆÐAMIÐLUNAð slá í gegn /4FJÁRMÁLÁhyggjur í Þýskalandi /6TORGIÐVilja bita af kökunni mörkuðum / Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 179 orð

Hewlett- Packard skipt í tvennt

HEWLETT-Packard, brautryðjandinn frægi í Silicon Valley, ætlar að skipta fyrirtækinu í tvö sjálfstæð fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni risans. Annað fyrirtækið verður tölvufyrirtæki og munu meðal annars hinir frægu tölvuprentarar heyra undir það. Hitt fyrirtækið mun hafa prófanir, mælingar og lækningatæki á sinni könnu og meðal annars framleiða hálfleiðara. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 186 orð

Íslensk lögmannsstofa opnar útibú í Brussel

LÖGFRÆÐISTOFA Reykjavíkur hefur opnað útibú í Brussel, fyrst íslenskra lögfræðifyrirtækja. Í fréttatilkynningu frá lögfræðistofunni segir að markmiðið með opnun skrifstofunnar sé að geta veitt viðskiptavinum Lögfræðistofu Reykjavíkur, og öðrum sem til hennar leita, faglega ráðgjöf í þeim málaflokkum þar sem reynir á reglur Evrópska efnahagssvæðisins, EES og Evrópusambandsins, ES. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 1345 orð

Leiðir í umhverfisvernd

HÉR er ætlunin að stikla á stóru í mati á því hvaða leiðir eru fyrir hendi í stefnumótun í umhverfisvernd og á hvaða forsendum beri að byggja í ákvörðunartöku með tilliti til markmiðasetningu í umhverfisvernd. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 153 orð

Leifur Eiríksson skiptir um eigendur

NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri hótels Leifs Eiríkssonar, Skólavörðustíg 45 í Reykjavík. Að sögn fyrrverandi eiganda, Tryggva Guðmundssonar, sem rekið hefur hótelið sl. 7 ár, var kominn tími til að selja og aðspurður sagði hann að fengist hafi viðunandi verð fyrir hótelið. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 774 orð

Mannauðurinn mikilvægastur

Virkjun og stýring mannauðs er af flestum talin ein meginforsenda í rekstri hugbúnaðarfyrirtækja. Hjá Netverki hafa verið ráðnir tveir nýir starfsmenn í stjórnunarstöður sem báðir leggja mikla áherslu á að beisla þekkingu starfsmanna. Elmar Gíslason ræddi við þau Halldóru Hreggviðsdóttur, rekstrarstjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, og Hrafnkel V. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 675 orð

Margþættur ávinningur af meistaranámi

Fyrsti nemandinn útskrifaðist með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands í síðasta mánuði. Sverrir Sveinn Sigurðarsonræddi við þá dr. Runólf Smára Steinþórsson dósent og Magnús Ívar Guðfinnsson MS um rannsóknatengt meistaranám í viðskiptafræði á Íslandi. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 172 orð

"Mikilvægt að skapist rannsóknarhefð"

MAGNÚS Ívar Guðfinnsson útskrifaðist af stjórnunar- og stefnumótunarsviði meistaranámsins 4. febrúar síðastliðinn, og er hann fyrsti nemandinn til að útskrifast með MS-gráðu í viðskiptafræði frá skólanum. Síðari önnina í meistaranáminu tók hann við Viðskiptaháskólann í Ósló. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 154 orð

Navís

EFTA-dómstóllinn hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA frá 9. júlí 1997 um að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar samtaka norskra banka þess efnis að reglur um Husbanken, ríkisstofnun sem sér um lán til húsbygginga í Noregi, brytu gegn ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki og samkeppni. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 353 orð

Nýir starfsmenn hjá Íslandspósti

MIKAEL Tal Grétarsson hefur verið ráðinn þjónustustjóri böggla og fjölpósts hjá Íslandspósti hf. Mikael er fæddur árið 1973. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla Íslands um síðustu áramót. Mikael starfaði við ýmis markaðs- og sölustörf hjá Pósti og síma hf. og Íslandspósti hf. með námi. ÓLAFUR Tr. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 354 orð

Nýjung í leit að starfsfólki

TÖLVUFYRIRTÆKIÐ Navís Landsteinar hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að fá nýtt sérhæft starfsfólk til starfa hjá fyrirtækinu, en eins og kunnugt er er mikil eftirspurn eftir tölvumenntuðu fólki á markaðnum í dag og slegist um hvern þann er útskrifast úr faginu. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 53 orð

Nýr framkvæmdastjóri Mímisbrunns

LEIFUR Grímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mímisbrunns. Leifur lauk verslunarprófi frá VÍ 1981 og stúdentsprófi frá öldungadeild VÍ 1992. Hann lauk prófi í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endurmenntun HÍ 1998. Hann starfaði sem sjálfstæður sölumaður í Reykjavík 1986-1992, dreifingarstjóri Sólar hf. 1992-1996 og sölustjóri hjá Sól hf. 1996-1998. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 156 orð

Peugeot skilar aftur hagnaði

PSA PEUGEOT, mesti bílaframleiðandi Frakklands, skilaði aftur hagnaði í fyrra, en uppfyllti ekki vonir sérfræðinga þrátt fyrir aukna sölu og niðurskurð. Fyrirtækið tók fram að það mundi íhuga tengsl við annan bílaframleiðanda til að auka samkeppnishæfni. Nettóhagnaður Peugeot nam 3,18 milljörðum franka, en 2,77 milljarða franka tap varð á rekstrium 1997. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 244 orð

Reksturinn fluttur norður

FYRIRTÆKI og einstaklingar í Þingeyjarsýslu hafa keypt timburiðnaðarfyrirtækið Sögina ehf. í Reykjavík og hyggjast flytja starfsemina norður á næstunni. Með fyrirhuguðum flutningi munu tvö fyrirtæki í Þingeyjarsýslu sinna fullvinnslu harðviðar, Sögin og Björk ehf. sem hefur að undanförnu framleitt gegnheilt parket úr timbri frá Aldin hf. á Húsavík. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 319 orð

Samdráttur í mótteknu hráefni

REKSTUR fiskvinnslufyrirtækisins Krossaness hf. skilaði 36,7 milljónum króna á síðasta ári. Er það talsvert minna en árið þar á undan þegar fyrirtækið skilaði 109,5 milljóna króna hagnaði. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri félagsins, segir að ástæða minni hagnaðar sé að móttekið hráefni hjá fyrirtækinu hafi minnkað úr 84.900 tonnum 1997 í um 49.000 tonn í fyrra. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 174 orð

Valin verslun ársins

VERSLUNARKEÐJAN Debenhams, sem rekur svokallaðar "department" stórverslanir í Bretlandi og víðar, hefur verið kjörin Verslun ársins í Bretlandi af tímaritinu Retail Week. Að auki hlaut Debenhams tilnefndingu til þrennra annarra verðlauna; fyrir jákvætt viðhorf viðskiptavina, útlitshönnun verslana og fyrir besta markaðs- og kynningarátak ársins. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 234 orð

Vátryggingasamningur númer 1 enn í gildi

NÝLEGA voru liðin 80 ár frá því að Sjóvátryggingarfélag Íslands hf. (nú Sjóvá-Almennar tryggingar hf.) og Jóhann Ólafsson & Co. hf. undirrituðu vátryggingarsamning um vöruflutninga til landsins. Var þessara tímamóta minnst, en samningurinn var hinn fyrsti sinnar tegundar hér á landi milli íslenskra aðila en áður höfðu umboðsmenn erlendra vátryggingafélaga verið einráðir á þessum markaði, Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 395 orð

Velta nálægt heildarveltu íslenska lyfjamarkaðarins

KRISTJÁN Sverrisson, framkvæmdastjóri lyfjainnflutningsfyrirtækisins Glaxo Wellcome ehf., er á förum til Finnlands ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann mun taka við starfi sölu- og markaðsstjóra GW í Helsinki. Velta finnska fyrirtækisins slagar hátt í heildarveltu íslenska lyfjamarkaðarins. Meira
4. mars 1999 | Viðskiptablað | 662 orð

Vilja bita af kökunni

MARGIR lífeyrissjóðir hafa upp á síðkastið lækkað vexti á lánum til sjóðfélaga og hækkað lánsupphæðir verulega. Þannig er nú orðið algengt að hámarkslán sjóðanna séu fjórar milljónir króna og vextirnir á bilinu 5,5-6,5%. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.