Greinar fimmtudaginn 3. júní 1999

Forsíða

3. júní 1999 | Forsíða | 402 orð

Friður í Kosovo sagður aðeins velta á Milosevic

"Það er nauðsynlegt að júgóslavnesk yfirvöld samþykki þessar friðartillögur," sagði talsmaður Viktors Tsjernomyrdíns, sendimanns rússnesku stjórnarinnar í Kosovo-málinu, eftir að Tsjernomyrdín og Martti Ahtisaari, Finnlandsforseti og milligöngumaður Evrópusambandsins, lögðu af stað til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, til að leggja tillögurnar fyrir Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. Meira
3. júní 1999 | Forsíða | 90 orð

Ku Klux Klan hyggst gera víðreist

Ku Klux Klan hyggst gera víðreist ÆÐSTI klerkur bandarískra kynþáttahatara, samtakanna Ku Klux Klan, lýsti því yfir í gær að hann mundi sækja skoðanabræður sína í Ástralíu heim. Meira
3. júní 1999 | Forsíða | 124 orð

Launahækkun ráðherra hafnað

RÍKISSTJÓRN Gerhard Schröders, kanslara Þýskalands, hafnaði í gær 2,9 prósenta hækkun ráðherralauna, til að sýna fram á vilja stjórnarinnar í verki til að lækka fjárlagahallann. "Ákvörðun stjórnarinnar var táknrænt framtak hennar til að takast á við fjárlagahallann," sagði Uwe-Karsten Heye, talsmaður ríkisstjórnarinnar. Meira

Fréttir

3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 299 orð

156 kappsiglingamönnum bjargað

156 siglingamenn köstuðust í sjóinn þegar 78 seglbátar lögðust á hliðina í snarpri vindhviðu í miðri kappsiglingu undan suðurströnd Englands í gær. Miklar björgunaraðgerðir hófust strax nálægt strandbænum Weymouth og lögreglan sagði í gærkvöld að öllum keppendunum hefði verið bjargað. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 333 orð

15 mánaða fangelsi fyrir spark í liggjandi mann

TVÍTUGUR piltur var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í gær, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa veist að hálfþrítugum manni ásamt félaga sínum og sparkað í liggjandi manninn við Veltusund hinn 25. september í fyrra. Félagi árásarmannsins hlaut 60 þúsund króna sekt og hvor um sig var dæmdur til að greiða 110 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Báðir sátu piltarnir í gæsluvarðhaldi frá 25. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

32 til 36% hækkun vegna algengustu einkabíla

IÐGJÖLD ökutækjatrygginga hjá Tryggingamiðstöðinni hækka nú í vikunni um 32 til 36% af algengustu tegundum einkabifreiða. Að meðaltali er um allt að 35% hækkun að ræða, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Gunnari Felixsyni, forstjóra TM. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

60 nemendur brautskráðir

Tækniskóli Íslands 60 nemendur brautskráðir TÆKNISKÓLI Íslands brautskráði nemendur laugardaginn 29. maí. Athöfnin fór fram í Breiðholtskirkju. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 364 orð

Að minnsta kosti tveir fórust í brotlendingu

AÐ MINNSTA kosti tveir fórust og um 80 slösuðust þegar MD-80 þota bandaríska flugfélagsins American Airlines brotlenti á flugvellinum í Little Rock í Arkansas í gærmorgun. Farþegar undruðust að ekki skyldu fleiri hafa látið lífið í því sem þeir lýstu sem "brennandi víti" á flugbrautinni. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Afmælisfagnaður og kosningahátíð

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garðabæjar er fjörutíu ára í dag, 3. júní, og mun af því tilefni efna til afmælisfagnaðar í Stjörnuheimilinu milli kl. 18 og 20. Heiðursgestur verður Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Allir af suð vesturhorni landsins

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er mótmælt að allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu af Suðvesturlandi. "Nú þegar landsbyggðin stendur frammi fyrir meiri vanda en nokkru sinni fyrr er gríðarlega mikilvægt að sjónarmið hennar heyrist skýrt í ríkisstjórn sem og annars staðar, Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Alls staðar líflegt

Stjórn SVFR var komin með 38 laxa veidda á hádegi í gær. Fyrsta daginn veiddust 27 laxar og í gærmorgun bættust 11 við. Allt eru þetta stórlaxar, 9 til 16 punda. Auk þessa veiddust tveir laxar í Stekknum á þriðjudaginn. Þá fór veiði vel af stað í Laxá á Ásum. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 369 orð

Alvarlegt vandamál

SÁ MIKLI launamunur sem er á milli fólks eftir kynferði og búsetu og fram kemur í nýrri launakönnun Kjararannsóknanefndar og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, er mjög alvarlegt vandamál að mati forystumanna þriggja stærstu verkalýðssamtakanna, ASÍ, VR og Verkamannasambandsins. Magnús L. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Andrés Þór í 3. og 6. sæti í Manila

HERRA Ísland, Andrés Þór Björnsson, sem tók fyrir Íslands hönd þátt í keppninni "Male of the Year" í Manila á Filippseyjum, hafnaði í 3. sæti í kosningu á Netinu, segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig: "Í keppninni sjálfri var Andrés valinn í 10 manna úrslit og hafnaði síðan í 6. sæti, en keppendur voru 48 frá jafnmörgum þjóðlöndum. Andrés kemur til Íslands 8. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 144 orð

Aurskriða féll úr Grundarfjalli

ALLMIKIL aurskriða féll úr suðurhlíð Grundarfjalls í Reykhólasveit um klukkan 14 í gær. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, sem býr á bænum Grund í Reykhólasveit, var um tveggja klukkustunda langur aðdragandi að skriðunni, sem hófst með því að sprungur mynduðust í skál uppi í fjallinu uns hún brotnaði frá fjallinu og rann niður á fáeinum mínútum. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 377 orð

Áhugavert segja talsmenn lífeyrissjóða

FORSVARSMENN lífeyrissjóða sem Morgunblaðið hafði samband við voru á einu máli um að hugsanleg fjárfesting í nýju álveri í Reyðarfirði gæti verið mjög áhugaverð. Þeir tóku þó fram að enn væri margt óljóst varðandi þetta verkefni. Fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær að stofnkostnaður 120 þúsunda tonna álvers er talinn nema 30 milljörðum kr. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Átta karlakórar syngja

HEKLUMÓT 1999, söngmót átta karlakóra á Norðurlandi, verður haldið að Laugabakka í Miðfirði laugardaginn 5. júní kl. 15 og sama dag í Miðgarði, Skagafirði, kl. 21. Mótið er kennt við Heklu, samband norðlenskra karlakóra, en síðasta mót var haldið að Laugum í Reykjadal og á Akureyri árið 1985. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 508 orð

Banna sölu á belgískum eggjum og kjúklingum

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) fyrirskipaði í gær heildsölum og verslunum að hætta sölu á kjúklingum, eggjum og matvælum sem innihalda hráefni frá belgískum hænsnabúum eftir að í ljós kom að hluti dýrafóðurs þeirra innihélt hættulegt eiturefni. Framkvæmdastjórn ESB fyrirskipaði að matvælin yrðu tekin úr sölu og eyðilögð. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

"Blotnuðum aðeins í skálmarnar"

"BENSI fór á hliðina á örfáum sekúndum. Við klifruðum upp eftir bátnum um leið og hann snerist en sluppum við að fara fyrir borð, blotnuðum aðeins í skálmarnar," segir Óskar Jónsson, skipstjóri á trillunni Bensa frá Patreksfirði sem lagðist á hliðina og fylltist af sjó um klukkan 18 á gærkvöld. Þetta gerðist um 22 mílur frá Patreksfirði. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 90 orð

Breytt veðurþjónusta í Textavarpi

FRÁ 1. júní birtir Textavarpið veðurspá fyrir hvert og eitt spásvæði á sérstakri síðu. Til þessa hefur landshlutaspáin verið birt í heild á einni flettandi síðu og aðeins uppfærð tvisvar sinnum á dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Textavarpinu. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Bræðurnir Ormsson kaupa Hljómver

BRÆÐURNIR Ormsson ehf. hafa keypt öll hlutabréf í Hljómveri hf. á Akureyri. Hljómver hefur rekið verslun með hljómtæki og viðgerðarverkstæði í áratugi. Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bræðurnir Ormsson, sagði að miklar breytingar hefðu átt sér stað á markaðnum á Akureyri, m.a. eftir að Húsasmiðjan tók yfir rekstur Byggingavörudeildar KEA. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Dansarinn Ben Luis til Íslands

DANSARINN Ben Luis kemur til mánaðardvalar á Íslandi þann 4. júní á vegum Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. "Ben Luis heldur námskeið í "break" ásamt Natasha Royal sem kennt hefur "break" við Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og þjálfað Íslandsmeistarana í "break" og marga aðra. Ben Luis heldur einnig námskeið í "house", "popping" og salsa. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Dauður köttur fannst í þurrkara

Í FYRRINÓTT var lögreglan í Reykjavík kölluð að fjölbýlishúsi í Hraunbæ, þar sem íbúi í húsinu hafði komið að heimilisketti sínum dauðum í þurrkara í sameiginlegu þvottahúsi hússins. Málið er í rannsókn lögreglunnar en ekki hefur verið staðfest hvort dýrið hafi verið drepið með því að stinga því lifandi inn í þurrkarann og hann settur af stað, Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 276 orð

Ekki óraunhæft að afla þriðjungs fjármagns hér

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, telur að ekki sé óraunhæft að ætla að afla megi um þriðjung þess fjármagns sem þarf til þess að fjármagna nýtt álver á Reyðarfirði, eða um tíu milljarða, á meðal íslenskra fjárfesta. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 309 orð

Ekki Reykvíkinga að kosta viðbúnaðinn

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist líta á Hvalfjarðargöngin sem hverja aðra stofnbraut. Slökkvilið Reykjavíkur hefur ekki komið sér upp sérstökum tækjakosti vegna stofnbrauta eða vega en deilt er um hver eigi að bera kostnað af þeim tækjabúnaði sem þarf til að tryggja fyllsta öryggi í Hvalfjarðargöngunum. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 95 orð

Enn finnast rollukarlar á Hellissandi

Hellissandi-Þótt rollum hafi fækkað stórlega á Hellissandi síðustu árin má enn finna nokkra rollukarla sem þrjóskast við að gefast upp, þrátt fyrir að búið sé að banna búfjárhald innan þorpsins. Nokkrir karlar hafa enn undanþágu til að stunda lítilsháttar sauðfjárrækt inni í þorpinu og er það engum til ama úr því að þær leita ekki inn í húsagarða. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 403 orð

"Erum á áætlun"

NÚ eru rétt fjórir mánuðir í að hin nýja 10.500 fermetra bygging við Kringluna verði opnuð, en framkvæmdir við grunninn hafa gengið mjög vel, að sögn Gísla Kristóferssonar, verkstjóra hjá Ístaki, en um 75 manns vinna nú hörðum höndum við að ljúka verkinu á tilsettum tíma. "Fram að þessu hefur allt gengið mjög vel. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 850 orð

Evran enn í öldudal

LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) hafa ákveðið að koma fram með formlega "traustsyfirlýsingu" um evruna, hinn sameiginlega gjaldmiðil ellefu ESB-ríkja, á fundi sínum í Þýskalandi í dag og á morgun. Á þriðjudag hélt evran áfram að falla gagnvart bandaríkjadal og bresku pundi og hefur gengi gjaldmiðilsins aldrei verið jafn lágt frá því að honum var ýtt úr vör í janúar sl. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 1667 orð

Evrópumálin þvælast fyrir í Evrópuþingkosningunum

VERKAMANNAFLOKKURINN er vís með að tapa einhverjum af þingsætunum 62 frá síðustu Evrópuþingkosningum út á það eitt, að nú er kosið hlutfallskosningu. Haldi flokkurinn sama atkvæðahlut og fyrir mánuði mun hann fá um 34 af þeim 87 þingsætum, sem kosið er um. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fannst látinn á Kjalarnesi

MAÐURINN sem fannst látinn aðfaranótt miðvikudags skammt frá reiðhjóli sínu rétt sunnan við Esjugrund á Kjalarnesi hét Karl Skafti Thorlacius, til heimilis að Langholtsvegi 65 í Reykjavík. Hann var fæddur 26. apríl árið 1950 og lætur eftir sig fimm börn. Tildrög dauðsfallsins voru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík og er rannsókninni lokið. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Fernur á grænni grein

VERÐLAUN fyrir bestan árangur í verkefninu Fernur á grænni grein voru afhent í Suðurhlíðaskóla sl. mánudag. Það var Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sem afhenti verðlaunin. Auk afhendingarinnar var haldin sýning á munum unnum úr fernumassa. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Fjórir sækja um stöðu forstöðumanns

EIN umsókn barst til viðbótar þeim þremur sem áður voru komnar um stöðu forstöðumanns Listasafnsins á Akureyri. Hún er frá Halldóru Arnardóttur, sem búsett er í útlöndum en á lögheimili á Akureyri. Aðrir sem sóttu um stöðuna eru Gerður Róbertsdóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir og Hannes Sigurðsson, öll í Reykjavík. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 868 orð

Fljótandi gengi eða tenging við evruna

"REYNSLA allra annarra landa upp á síðkastið segir, að það sé að verða æ erfiðara fyrir lítil opin hagkerfi að vera með sjálfstæða fastgengisstefnu, þar sem genginu er haldið föstu með eigin afli, og halda jafnframt í eigin mynt," segir Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands í samtali við Morgunblaðið, en hann hélt erindi um framtíðarvalkosti Íslendinga í gengismálum, Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Fuglaskoðunarferð

SKRIFSTOFA Ferðafélags Akureyrar verður opin í dag, fimmtudaginn 3. júní, frá kl. 16 til 19 og gefst þá tækifæri til að kynna sér þær ferðir sem í boði verða í sumar. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Skrifstofan verður opin í sumar á þessum tíma, frá kl. 16 til 19, en hún er við Strandgötu 23. Næsta ferð á vegum félagsins verður fuglaskoðunarferð næstkomandi laugardag, 5. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 69 orð

Fyrirlestur um kynbótahryssur á Vesturlandi

Eyja-og Miklaholtshreppi-Um þrjátíu hestamenn víðsvegar af Vesturlandi sóttu fyrirlestur sem haldinn var í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi mánudagskvöldið 12. apríl. Þorkell Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, flutti fyrirlestur um kynbótahryssur á Vesturlandi fyrr og nú. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 317 orð

Gengið út frá meðalálverði til lengri tíma

Í FORSENDUM fyrir arðsemisútreikningum vegna reksturs álvers á Reyðarfirði er m.a. gengið út frá spám sérfræðinga á sviði álmarkaðar um meðalverð á áli til lengri tíma. Þórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, segir miklar verðsveiflur algengar á áli en í forsendunum sé stuðst við meðaltalsverð en ekki verðtoppa sem hugsanlega kunna að verða. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 324 orð

Harður slagur um hráefnið

STARFSMENN harðfiskvinnslunnar Darra á Grenivík hafa vart undan við framleiðsluna, en þeir eru fjórir talsins og tveimur er bætt við þegar unnið er að hreinsun fisksins. Starfsemi fyrirtækisins hófst í nóvember árið 1996 og hefur hún eflst til muna frá því, m.a. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 441 orð

Hátíð hafsins haldin í Reykjavík í fyrsta sinn um næstu helgi

Í ÁR verða hafnardagurinn og sjómannadagurinn sameinaðir í fyrsta sinn í Hátíð hafsins sem fram fer dagana 4.­6. júní nk. Á föstudeginum 4. júní verður hátíðin formlega hringd inn á Ingólfstorgi með skipsklukkunni úr síðutogaranum Ingólfi Arnarsyni. Laugardagurinn er tileinkaður hafnardeginum en sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudeginum. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 307 orð

Heilbrigðisráðherra ræsir hlauparana í Reykjavík

KRABBAMEINSFÉLAGIÐ efnir nú í tólfta sinn til Heilsuhlaups. Hlaupið verður á þrettán stöðum á landinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Undanfarin ár hafa þátttakendur yfirleitt verið á annað þúsund. Fimmtudaginn 3. júní verður hlaupið í Hrísey kl. 16 frá Sundlauginni, á Akureyri kl. 18 í Kjarnaskógi, í Reykjavík kl. 19 frá húsi Krabbameinsfélagsins, í Borgarnesi kl. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Hreiður í hesthúsi

SKÓGARÞRÖSTUR hefur gert sig heimakominn í glugga hesthúss Hjálmars B. Júlíussonar og Jódísar Jósefsdóttur í hesthúsahverfinu í Breiðholti ofan Akureyrar. Þar gerði hann sér hreiður og eru nú komnir í það fjórir ungar, sá fyrsti leit dagsins ljós á hvítasunnudag og hinir þrír daginn eftir. Þau Hjálmar og Jódís fylgjast grannt með búskapnum um leið og þau sinna hrossum sínum. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Hundruð bílamynda í Laugardalshöllinni

Á STÓRSÝNINGU Fornbílaklúbbs Íslands í Laugardalshöllinni 4. til 6. júní verða auk 70 fornbíla sýnd hundruð ljósmynda úr safni klúbbsins. "Myndirnar spanna mestalla bílasöguna, teknar á tímabilinu frá 1904 til 1980. Þar er að finna aragrúa bíla af öllum stærðum og gerðum víða um landið. Á þessum myndum eru fjölmargir einstaklingar og hefur gengið fremur erfiðlega að bera kennsl á þá. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 143 orð

Hundsa tilmæli gatnamálastjóra

GUÐNI Hannesson, verkstjóri hjá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar, var heldur óhress með íbúana við Óðinsgötu í gærmorgun þegar til stóð að hreinsa götuna eftir veturinn. "Nánast enginn bíleigandi sem þarna býr varð við þeim tilmælum að leggja bílnum hinum megin við götuna svo að hægt væri að komast að með götusópinn og þvottabílinn," sagði hann. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 108 orð

Höfði nýttur í þágu ferðaþjónustunnar

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í kvöld um að samþykkt verði að nýta Höfða betur í þágu ferðaþjónustunnar í borginni og tengja húsið þeim viðburðum sem þar hafa átt sér stað með sérstakri áherslu á leiðtogafundinn árið 1986. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 316 orð

Indverjar neita fréttum um árásir á skóla

ÞRJÚ börn biðu bana í gær þegar sprengikúlur indverska hersins lentu á barnaskóla Pakistanmegin við markalínuna umdeildu er skiptir Kasmírhéraði á milli Indverja og Pakistana. Þetta er í annað sinn á tveim dögum sem börn bíða bana er Indverjar skjóta á skóla, að því er pakistönsk yfirvöld greindu frá í gær. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 595 orð

Íslenskir fjárfestar leggi fram þriðjung

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, telur að ekki sé óraunhæft að ætla að afla megi um þriðjungs þess fjármagns sem þarf til þess að fjármagna nýtt álver á Reyðarfirði, eða um tíu milljarða, á meðal íslenskra fjárfesta. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 231 orð

Landssíminn fær land úr þjóðskóginum

SKÓGRÆKT ríkisins hefur kært til landbúnaðarráðherra samning sem gerður var á milli Landssímans og Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, 10. maí síðastliðinn. Samkvæmt samningnum fær Landssíminn 60 hektara lands úr þjóðskóginum svokallaða úr landi Skriðufells í Þjórsárdal en afhendir ríkinu í staðinn Gufuskála sem tilheyrðu Pósti og síma. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

LEIÐRÉTT

Í frétt um útskrift Verzlunarskóla Íslands í gær láðist að telja upp nöfn þeirra sem hlutu bókaverðlaun fyrir hæstu aðaleinkunnir á stúdentsprófi. Þau eru: Karen Áslaug Vignisdóttir, Rúnar Örn Hafsteinsson, Helga Harðardóttir, Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Eva Halldórsdóttir, Úlf Viðar Níelsson, Björg Fenger, Sigurhanna Kristinsdóttir og Bjarni Eyvinds Þrastarson. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Lokaáfangi Póstgöngunnar

FIMMTI og síðasti áfangi Póstgöngunnar 1999, raðgöngu Íslandspósts hf. á milli pósthúsa verður genginn í kvöld, fimmtudaginn 3. júní, frá pósthúsinu í Keflavík kl. 20. Gengið verður frá pósthúsinu í Keflavík að gömlu Duushúsunum í Grófinni, farin fornleið yfir Miðnesheiði í Hvalsneshverfi og að rústum gamla kaupstaðarins í Básendum. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 194 orð

Margt þykir benda til íkveikju

SÆNSKA lögreglan sagði í gær að margt benti til þess að brennuvargar hefðu valdið brunanum í samkomuhúsi í Gautaborg í október sem varð 63 ungmennum að bana. Lögreglan í Gautaborg hefur yfirheyrt rúmlega þúsund manns vegna rannsóknarinnar, að sögn talsmanns hennar, Bengt Staaf. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 219 orð

Meistaraprófsfyrirlestrar í lífefnafræði

KOLBRÚN S. Kristjánsdóttir, lífefnafræðingur, meistaranemi í efnafræðiskor, flytur fimmtudaginn 3. júní fyrirlestur um verkefni sitt: "Einangrun, hreinsun og eiginleikar euphauserase, breiðvirks serín kollagenasa úr suðurskautsátu (Euphausia superba)." Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga og hefst kl. 13.15. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 687 orð

Mesta lögregluleit í Svíþjóð frá Palmemorðinu

SVÍAR fylgjast ákaft með leit lögreglunnar að hinum 26 ára Tony Olsson, sem er grunaður um þátttöku í vopnuðu ráni um helgina, þegar tveir lögreglumenn voru skotnir til bana. Tony Olsson er ekki óþekktur glæpamaður, heldur hefur hann í allan vetur leikið í leikriti, Sjö þrettán, eftir Lars Norén, þekktasta leikritaskáld Svía, leikriti, sem meðal annars fjallar um Olsson. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Morgunblaðið/Kristinn

Morgunblaðið/KristinnGrafið í skólagarði ÓFÁAR kynslóðir barna hafa gróðursett í skólagörðum borgarinnar og uppskorið grænmeti og annað góðmeti. Þau öðlast viss tengsl við landið með þessari iðju, fá holla útiveru og sjá einnig afrakstur erfiðis síns. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Morgunblaðið/Þorkell

Morgunblaðið/ÞorkellBörnin hrifin af Selmu SELMA Björnsdóttir, fulltrúi Íslands í nýafstaðinni Eurovision- keppni í Ísrael, nýtur greinilega vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar, ef marka má viðtökurnar sem hún fékk í Kringlunni í gær. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 91 orð

Mýrdælingar mótmæla breyttum fréttatíma

Fagradal-Helmingur íbúa Mýrdalshrepps mótmælti með undirskrift sinni tilfærslu á fréttatíma ríkisútvarps og sjónvarps. Að sögn Sæunnar Sigurlaugsdóttur, bónda á Skeiðflöt í Mýrdal, sem stóð fyrir undirskriftunum voru 170 manns eða u.þ.b. helmingur íbúa á kjörskrá 18 ára og eldri sem skrifaði nöfn sín á listann. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

Námskeið um landgræðslu

LANDGRÆÐSLA ríkisins í samvinnu við Garðyrkjuskóla ríkisins stendur fyrir námskeiði mánudaginn 7. júní, sem kallast: "Hvert er ástand grænu auðlindarinnar í þínu sveitarfélagi, kannt þú að lesa landið?". Námskeiðið verður haldið að Borgartúni 6, Reykjavík, frá kl. 13.00 til 17.30. Dr. Ása L. Aradóttir mun fjalla um ástand og uppbyggingu vistkerfa, dr. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 322 orð

Níu fórust í Tauern- göngunum

TALA látinna í eldsvoðanum í Tauern-jarðgöngunum í Austurríki sl. laugardag hefur hækkað dag frá degi og í gær fundust fjögur lík til viðbótar. Alls hafa lík níu fórnarlamba fundist og telja hjálparstarfsmenn ekki ólíklegt að tala látinna hækki í allt að tólf. Eftir nánari athugun á göngunum er einnig talið að áreksturinn sem olli eldinum hafi verið mun alvarlegri en í upphafi var talið. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Númerin klippt af

LÖGREGLUMENN á Akureyri hafa verið með klippurnar á lofti síðustu daga og hafa númer fokið af fjölda bifreiða. Ástæðan er vitanlega sú að eigendur þeirra hafa ekki greitt lögboðin gjöld af bílum sínum eða ekki fært þá til skoðunar á tilsettum tíma. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 311 orð

Ný kynslóð leiðtoga ryður sér til rúms

ENDALOK stjórnartíðar Nelsons Mandela, fráfarandi forseta Suður- Afríku og frelsishetju svartra í landinu, voru mörkuð í gær er um átján milljónir manna gengu að kjörborði til að kjósa nýtt þing. Þetta er í annað sinn sem lýðræðislegar kosningar eru haldnar í landinu frá því að kynþáttaaðskilnaðurinn var afnuminn. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 101 orð

Nýr golfskáli formlega tekinn í notkun

Neskaupstað-Félagar í Golfklúbbi Norðfjarðar tóku nú á dögunum formlega í notkun nýjan golfskála við golfvöll sinn á Grænanesbökkum. Hafist var handa við byggingu skálans sem er 110 fm að stærð fyrir um það bil ári og hafa klúbbfélagar unnið hörðum höndum við bygginguna og er vinnan við hana að miklu leyti sjálfboðavinna. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 289 orð

Óhefðbundið skólastarf í Grunnskóla Ólafsvíkur

Ólafsvík-Síðustu kennsludagarnir í Grunnskóla Ólafsvíkur voru að sögn Sveins Elínbergssonar, sem í vetur hefur gegnt starfi skólastjóra í forföllum Gunnars Hjartarsonar, notaðir á óhefðbundinn hátt til að víkka sjóndeildarhring nemendanna og gefa þeim gleggri sýn á umhverfi sitt í náttúrunni til lands og sjávar og til að efla með þeim vísindalega hugsun. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Pensillinn mundaður af fimi

ÞEGAR sólin skín, kætast margir og ekki síst málarar því þeir, líkt og bændur, eiga mikið undir því að ekki rigni. Þessi ungi málari mundar pensilinn af nokkurri fimi og einbeitingin skín úr andlitinu, enda eins gott að gera þetta vel, þar sem honum hefur verið treyst fyrir því að mála eitt af mest áberandi húsum borgarinnar og eina af perlum hennar, Iðnó. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 259 orð

PKK styður tilboð Öcalans

Í OPINBERRI yfirlýsingu skæruliðahreyfingar kúrdíska verkamannaflokksins (PKK) sem birt var í gær kom fram að liðsmenn hennar styðja yfirlýsingar skæruliðaforingjans Abdullah Öcalans um vilja til að binda enda á blóðuga aðskilnaðarbaráttu hennar við tyrknesk stjórnvöld. Í yfirlýsingunni sagði að það væri von PKK að fundin yrði leið til að stöðva vopnuð átök sem ekki þjónuðu neinum tilgangi. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Rafmagn og hiti hækka

STJÓRN Veitustofnana Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að hækka frá og með 1. júlí gjaldskrá rafmagns um 3% og gjaldskrá hita um 4,6%. Í frétt frá Orkuveitunni segir að hækkun gjaldskrár rafmagns skýrist af nýlegri hækkun Landsvirkjunar og almennum kostnaðarhækkunum. "Verð á heitu vatni hefur verið óbreytt síðastliðin 3 ár. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 233 orð

Ráðgert að það standi yfir í níu daga

STEFNT er að því að nýtt þing, 124. löggjafarþing, komi saman í Alþingishúsinu hinn 8. júní nk. kl. 13.30. Reiknað er með því að Davíð Oddsson forsætisráðherra flytji stefnuræðu sína sama dag og að umræður um hana fari fram um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er miðað við að 124. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 50 orð

Reuters Tröllablóm í blóma GARÐYRKJUFRÆÐIN

Reuters Tröllablóm í blóma GARÐYRKJUFRÆÐINGUR í grasagarði í Frankfurt snertir tröllablóm í fullum blóma. Tröllablóm, "amorphophallus titanum" á latínu, er upprunnið á Súmatra og kólfur þess getur orðið allt að 2,5 m hár. Plantan blómstrar aðeins í þrjá daga og gefur þá frá sér ramma lykt eins og af úldnu kjöti. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

REYÐARFJÖRÐUR

Á ÞESSU svæði við Reyðarfjörð mun hið 120 þúsund tonna álver rísa, á árunum 2001 til 2003, verði niðurstaða allra athugana sem nú eru hafnar, jákvæð, náist samningar um fjármögnun og takist samningar á milli fjárfesta, innlendra sem erlendra við stjórnvöld og Landsvirkjun. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 322 orð

Röng notkun öryggisbúnaður enn of algeng

SAMKVÆMT nýrri könnun, sem leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands og félagar í slysavarnadeildum Slysavarnafélags Íslands gerðu fyrir Slysavarnafélag Íslands, Umferðarráð og verkefnastjórn um slysavarnir barna og unglinga, hefur notkun öryggisbúnaðar fyrir börn aukist um 5% á milli ára. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Samtök verslunar fagna rannsókn

SAMKEPPNISSTOFNUN tilkynnti í gær að hún hygðist taka til rannsóknar kaup Baugs hf. á verslanakeðjunni 10-11. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, kveðst fagna því að Samkeppnisstofnun skuli rannsaka kaupin og uppfylla þannig hlutverk sitt, þ.e. að tryggja samkeppni og sanngjarna viðskiptahætti. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 80 orð

Sex ára börnum gefnir reiðhjólahjálmar

Hvammstanga-Það má kalla árlegt vorverk hjá kvenfélaginu Björk á Hvammstanga að gefa sex ára börnum reiðhjólahjálma. Í vor kom hópur eftirvæntingarfullra barna á heimili formannsins, Árdísar Jónsdóttur, og tók við gjöfinni. Viðstaddur afhendinguna var lögreglumaðurinn Hermann Ívarsson. Hann sýndi börnunum hvernig hjálmarnir skyldu festir og stillti hökuböndin fyrir þau. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 115 orð

Símaskrá verður mold

LANDSSÍMINN hefur mælst til þess að viðskiptavinir skili gömlu símaskránni inn um leið og þeir ná í nýja. Er það vegna þess að fyrirtækið er aðili að verkefninu Skil 21, sem hefur það að markmiði að endurvinna úrgang af lífrænum uppruna og skila honum í hringrás náttúrunnar. Landssíminn áætlar að a.m.k. þriðjungur viðskiptavina, sem koma til að sækja nýja símaskrá, hafi skilað þeirri gömlu. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 279 orð

Skaðabótamál undirbúið vegna ólögmætra aðgerða í verkfalli

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands hefur hafið undirbúning að rekstri skaðabótamáls á hendur verkalýðsfélaginu Baldri og Verkalýðsfélagi Álftfirðinga svo og 7 félagsmönnum þessara félaga sem hindruðu afgreiðslu þriggja vestfirskra fiskiskipa í höfnum utan Vestfjarða í verkfalli félaganna í maí 1997. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Skákþing Hafnarfjarðar

SKÁKÞING Hafnarfjarðar 1999 fer fram dagana 4.­6. júní 1999. Mótið er öllum opið og er mótið liður í Bikarkeppninni í skák. Mótið er jafnframt minningarmót um Freystein Þorbergsson. Umferðartaflan er sem hér segir: Föstudaginn 4. júní kl. 20­23 verða tefldar þrjár atskákir (25 mín.), laugardaginn 5. júní kl. 11­15 fjórða umferð, laugardaginn 5. júní kl. 16­20 fimmta umferð, sunnudaginn 6. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Skógræktarferð K.S.K að Fossá

Skógræktarferð Kvenfélagasambands Kópavogs að Fossá verður farin laugardaginn 5.júní. Lagt verður af stað frá Félagsheimili Kópavogs kl. 9 um morguninn. Farið verður á einkabílum og er þeim, sem áhuga hafa á ferðinni en ekki hafa bíl til umráða, bent á að hafa samband við Ragnheiði. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 197 orð

Skólahald aflagt á Skjöldólfsstöðum

Vaðbrekka, Jökuldal-Reglulegt skólahald hefur verið lagt af í Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal eftir 52 ára samfellt skólahald. Elsti hluti skólahússins á Skjöldólfsstöðum var byggður á árunum 1945-47 og skólahald hófst þar árið 1947. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 193 orð

Skólaslit í Lýsuhólsskóla

Skólaslit í Lýsuhólsskóla Hellissandi-Hinn 28. maí sl. kl. 14 fóru fram skólaslit á Lýsuhóli. Þess var nýlega minnst að 30 ár eru liðin frá því að Lýsuhólsskóli tók til starfa. Í skólaslitaræðu Guðmundar Sigurmonssonar skólastjóra kom fram að 42 börn hefðu stundað nám við skólann í vetur. Þar af luku nú 5 námi úr 10. bekk. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 229 orð

"Skóli í sókn"

Iðnskólanum í Reykjavík slitið "Skóli í sókn" IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju föstudaginn 21. maí. Í ár brautskráði skólinn 307 nemendur; 200 á vorönn og 107 á haustönn. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 265 orð

"Spennufall í hópnum"

Jeppamennirnir sem óku yfir Grænlandsjökul eru komnir heim "Spennufall í hópnum" LEIÐANGURSMENNIRNIR, sem óku fyrst austur yfir og síðan vestur yfir Grænlandsjökul eða alls um 2.000 km, lentu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 21.30 í gærkvöld. Um 30 manns tóku þar á móti þeim. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Starfsaðstaða verði bætt

BÆJARSTJÓRN Akureyrar staðfesti á fundi í vikunni tillögu bæjarráðs frá fyrri viku um að nýgenginn kjaradómur hafi ekki áhrif á launagreiðslur Akureyrarbæjar, en greiðslur bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ eru tengdar þingfararkaupi. Þá var samþykkt að reglur um kaup og kjör bæjarfulltrúa og nefndarmanna á vegum bæjarins verði endurskoðaðar. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 41 orð

Starfsári lauk með söng og hljóðfæraslætti

Egilsstaðir-Tónlistarskólinn á Austur-Héraði hélt lokatónleika í Egilsstaðakirkju. Þeir voru elleftu tónleikar vetrarins. Á tónleikunum komu fram kennarar og nemendur á efri stigum, bæði söngnemendur og svo nemendur í hljóðfæraleik. Morgunblaðið/Anna IngólfsdóttirKENNARAR og nemendur tóku lagið saman. Meira
3. júní 1999 | Erlendar fréttir | 187 orð

Sun biðst afsökunar aftur

SIÐANEFND brezku blaðanna hefur skikkað The Suntil þess að biðjast afsökunar á því að birta á dögunum gamla ljósmynd af Sophie Rhys- Jones, unnustu Játvarðs prins, berbrjósta. Sun baðst reyndar afsökunar á myndbirtingunni strax, en gerði það aftur í gær í samræmi við úrskurð siðanefndarinnar og mun birta hann og afsökunarbeiðni í dag. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 64 orð

Svartir kollar á litlum höfðum

Hellissandi-Sá skemmtilegi siður hefur skapast á Leikskólanum á Hellissandi, að á hverju vori þegar elstu börnin yfirgefa Leikskólann og hefja síðan grunnskólanám að hausti, fer fram virðuleg útskriftarathöfn. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGUNNI "Jesús Kristur ­ eftirlýstur", sem Listasafnið á Akureyri sýnir nú um þessar mundir í sölum sínum, lýkur helgina 5.­6. júní. Sýningin hefur vakið mikla athygli og verið afbragðsvel sótt. Listasafnið er opið frá kl. 14 til 18, en lokað á mánudögum. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Söfnunarfé renni óskert til líknarmála

FÉLAG íslenskra tónlistarmanna, hefur kynnt nýjar starfsreglur hljómlistarmanna vegna þátttöku þeirra í góðgerðarsamkomum, og sagði Egill Ólafsson að með þessu væru tónlistarmenn að leggja sitt á vogarskálarnar með það að markmiði að fjármunir, sem almenningur gæfi til góðra málefna, skilaði sér til viðkomandi góðgerðarstarfs, Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 163 orð

Tilboðið ótrúverðugt

JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga, sagði að tilboð Kaupþings hf., fyrir hönd ónafngreinds viðskiptavinar, í Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga fyrir 350 milljónir króna, væri afar ótrúverðugt. Hann sagði að menn veltu því jafnframt fyrir sér hvers vegna tilboðið var ekki sent til KEA sem orðið er eigandi Mjólkursamlagsins. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Tveggja mánaða fangelsi fyrir lyfjastuld

ÞRÍTUGUR maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tveggja mánaða fangelsi og til greiðslu skaðabóta að upphæð um 63 þúsund krónur. Maðurinn gerðist sekur um þjófnaði og þjófnaðartilraunir á lyfjum úr sjúkrakistum fimm báta í Dalvíkurhöfn í desembermánuði síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 11. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Tveir drengir brenndust

TVEIR drengir, 10 og 11 ára, brenndust talsvert þegar þeir voru að leik á Eyrarbakka um klukkan 18 í gær. Líklegt er talið að þeir hafi sjálfir kveikt eldinn. Drengirnir eru ekki taldir í lífshættu. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 131 orð

Tveir prestar sækja um Seyðisfjörð og Norðfjörð

UMSÓKNARFRESTUR um tvö sóknarprestsembætti rann út 28. maí sl., embætti sóknarprests í Seyðisfjarðarprestakalli, Múlaprófastsdæmi, og sóknarprests í Norðfjarðarprestakalli, Austfjarðaprófastsdæmi. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 705 orð

Tækni í þágu fatlaðra

Árlegt vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldið í Háskólabíói 3. og 4. júní nk. og efnið núna er: Tækni í þágu fatlaðra. Margir fyrirlesarar eru á námskeiðinu og koma þeir víðs vegar að. Einn þeirra er Snæfríður Þóra Egilson lektor. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 747 orð

Verða birtar í næstu könnun

HALLDÓR Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir að SÍA, og þeir fjölmiðlar sem standa að fjölmiðlakönnuninni sem birt var í fyrradag, hafi fullan hug á að samsvarandi upplýsingar og teknar voru úr henni að ósk Frjálsrar fjölmiðlunar verði birtar þegar ný könnun verður gerð í haust. Meira
3. júní 1999 | Landsbyggðin | 50 orð

Verkmenntaskólinn fær gjöf

Verkmenntaskólinn fær gjöf Eskifirði­Í tilefni af afmæli Verkstjórafélags Austurlands, sem er fjörutíu ára á þessu ári, ákvað stjórn félagsins að veita Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað peningagjöf til tækjakaupa fyrir verknámsgreinar, að fjárhæð 500 þúsund krónur. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 326 orð

Vorið vantar en bjartsýni til staðar hjá bændum

VORIÐ á Norðurlandi hefur verið einkar hart að þessu sinni og komið illa niður á sauðfjárbændum. Enn er fé víða á gjöf í nyrstu byggðum þó komið sé fram í júníbyrjun. Íris Jónsdóttir á Þrasastöðum í Fljótum segir að veturinn og vorið í ár sé með versta móti. Meira
3. júní 1999 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

TUTTUGU og sex ára maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim sem hann réðst á rúmlega 87 þúsund krónur í skaðabætur sem og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Þrír fluttir á slysadeild

ÞRÍR voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Grafarvogi rétt fyrir klukkan 13 í gær. Ökumenn beggja bifreiðanna og einn farþegi sem fluttir voru á slysaseild voru allir í bílbeltum. Tildrög slyssins eru ekki ljós, en bifreiðarnar voru óökufærar á eftir svo að draga varð þær á brott með kranabifreiðum. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Ögmundur formaður þingflokksins

Á ÞINGFLOKKSFUNDI Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 14. maí sl. kaus þingflokkurinn sér stjórn sem þannig er skipuð: Ögmundur Jónasson, formaður, Þuríður Backman, varaformaður og Kolbrún Halldórsdóttir, ritari. Meira
3. júní 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Önnur skógarganga sumarsins

ÖNNUR skógarganga sumarsins í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna í fræðlusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands verður fimmtudaginn 3. júní kl. 20.30. Göngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Öllum er heimil þátttaka. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júní 1999 | Leiðarar | 810 orð

ÁLVER Í ÍSLENZKRI EIGU?

Íumræðum um byggingu hugsanlegs álvers á Reyðarfirði á undanförnum mánuðum og misserum hefur það verkefni jafnan verið kynnt á þann hátt, að um væri að ræða álver, sem norska stórfyrirtækið Norsk Hydro kynni að hafa áhuga á að byggja hér. Nú er komið í ljós, að svo er ekki. Meira
3. júní 1999 | Staksteinar | 470 orð

Giddens og Ísland

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra ræðir heimsókn Anthonys Giddens, rektors London School of Economics, hingað til lands fyrir skömmu á vefsíðu sinni. BJÖRN segir: "Anthony Giddens, félagsfræðingur og rektor London School of Economics (LSE), var hér í vikunni í boði þeirra, sem stundað hafa nám í LSE. Meira

Menning

3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 927 orð

Bjargvætturinn Willem Dafoe hefur leikið í mörgum helstu myndum Hollywood og verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir

Willem Dafoe hefur leikið í mörgum helstu myndum Hollywood og verið tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir Herdeildina. Pétur Blöndal talaði við hann um Lúlú á brúnni og uppáhaldsmyndir sonarins. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 272 orð

Bókasafnssjóður höfunda 7,5 milljónum úthlutað til 400 höfunda

ÚTHLUTAÐ hefur verið í annað skipti úr Bókasafnssjóði höfunda, sem tók til starfa 1. janúar 1998. Úr sjóðnum er úthlutað til höfunda, þýðenda og myndhöfunda vegna afnota bóka í almenningsbókasöfnum, Landsbókasafni-Háskólabókasafni, skólasöfnum og bókasöfnum í stofnunum. Úthlutunarfé Bókasafnssjóðs höfunda er skipt í tvo jafna hluta. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 59 orð

Bústinn sandkarl

EKKI er talið gott að byggja á sandi en það er samt ágætis byggingarefni og hér sést írski listamaðurinn Fergus Mulvany leggja lokahönd á verk sitt á eyjunni Sentosa rétt fyrir utan Singapúr. Tíu hæfileikaríkir sandlistamenn hvaðanæva úr heiminum keppa í fyrstu alþjóðlegu sandlistaverkakeppninni, sem haldin er í Singapúr. Í verðlaun er tæp ein milljón íslenskra króna. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 198 orð

BÖRN og menning er ko

BÖRN og menning er komið út. Að þessu sinni er tímaritið helgað leiklist með börnum og fyrir þau. Ýmsir þættir leiklistarlífsins eru reifaðir og í ljós kemur að ýmislegt spennandi er að gerast í leiklistarlífi fyrir börn og að þeir sem nú eru að alast upp hafa meira val en fyrri kynslóðir. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 84 orð

Dillar stálsleginni rófu

STÁLHUNDURINN frá Sony seldist upp á 20 mínútum á Netinu á þriðjudaginn, fyrsta daginn í sölu sem eingöngu fór fram á Netinu. Þrjú þúsund eintök af róbótahundinum Aibo seldust fyrir rúmlega 140 þúsund íslenskra króna hver og áætlað er að selja 2000 viðbótareintök af leikfanginu næsta þriðjudag. Aibo er margt til lista lagt. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 169 orð

Fernir tónleikar á Höfn og á Suðurlandi

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands leggur upp í tónleikaferð í dag, fimmtudag, og er ferðinni heitið um Suðurland með viðkomu á Höfn í Hornafirði. Flogið er til Hafnar þar sem fyrstu tónleikarnir eru í Mánagarði í kvöld kl. 20.30. Síðan verður ekið sem leið liggur aftur til Reykjavíkur með viðkomu á Kirkjubæjarklaustri og leikur hljómsveitin á Kirkjuhvoli á morgun, föstudag, kl. 20.30. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 566 orð

Færeyingar flykkjast á Leðurblökuna

NORRÆNA húsið í Þórshöfn í Færeyjum var þéttsetið í rúma þrjá klukkutíma þegar Íslenska óperan flutti óperettuna Leðurblökuna eftir Jóhann Strauss á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Færeyingum gefst kostur á að sjá óperettu í fullri lengd heima fyrir, og voru rúmlega 500 miðar seldir daginn eftir að það var gjört kunnugt, að Íslenska óperan kæmi til Færeyja. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 162 orð

Hættuleg menntastefna Framafeigð (Dead Man's Curve)

Framleiðsla: Michael Amato. Leikstjórn: Dan Rosen. Handrit: Dan Rosen. Kvikmyndataka: Joey Forsyte. Tónlist: "Shark". Aðalhlutverk: Matthew Lillard, Michael Vartan og Randall Batinkoff. 85 mín. Bandarísk. Háskólabíó, maí 1999. Aldurstakmark: 16 ár. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 212 orð

Höfundar og sögur pöruð saman

FJÖLMARGAR lausnir bárust í getraun sem fólst í að para saman höfunda og sögur í bókinni Þrisvar þrjár sögur, sem bóksalar gáfu viðskiptavinum í Viku bókarinnar og gefin var út af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Gert var ráð fyrir að lesendur greindu höfundareinkennin út frá stíl og yfirbragði sagnanna níu. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 128 orð

Íslenskir listamenn sýna í Versölum

VALGERÐUR Hauksdóttir og Hafdís Ólafsdóttir taka þátt í sýninguni "Deuzi`eme Bienalle de la Gravure d'^ile de France"; sýning á verkum evrópskra grafíklistamanna, sem opnuð verður í Versölum í dag, fimmtudag. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 257 orð

Jackson forfallast vegna veikinda sonar síns

DRAMATÍKIN var mikil á leikvangi í Modena þegar óperusöngvarinn Luciano Pavarotti tilkynnti fjarveru Michaels Jacksons frá árlegum góðgerðartónleikum sínum. Sagði hann að sonur Jacksons væri ef til vill dauðvona og bað áhorfendur, brostinni röddu, að hugsa til hans og biðja fyrir honum. Eiginkona Jacksons, Debbie Rowe, neitaði fréttunum síðar um daginn. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 216 orð

Karlremba? Í karlaveldi (In the Company of Men)

Framleiðsla: Mark Archer og Stephen Pevner. Handrit og leikstjórn: Neil Labute. Kvikmyndataka: Tony Hettinger. Tónlist: Ken Williams og Karel Roessing. Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Matt Maloy og Stacy Edwards. 97 mín. Bandarísk. Háskólabíó, maí 1999. Aldurstakmark: 12 ár. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 227 orð

Kvikmyndahátíð

HÁSKÓLABÍÓ Metroland (Metroland) eftir Philip Saville Chris Bale er ráðsettur auglýsingamaður sem býr í úthverfi London sem heitir Metroland. Dag einn birtist gamall vinur hans eftir áralanga fjarveru. Meira
3. júní 1999 | Myndlist | 740 orð

Leitað að Kristi

Til 6. júní. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. ÞEGAR eru landsmenn farnir að finna fyrir aldamótunum og þúsund ára ríki kristinnar kirkju á Íslandi. Enn er mönnum í fersku minni sýning Lárusar H. List í Þjóðarbókhlöðunni þar sem hann minntist getnaðarins flekklausa. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 118 orð

Listasmiðja barna

SUMARNÁMSKEIÐ Listasmiðju barna, í samstarfi við Íslensku óperuna, hefjast mánudaginn 7. júní og fara fram í æfingasal Íslensku óperunnar, Hverfisgötu 10. Á námskeiðinu, sem ætluð eru börnum á aldrinum 9­12 ára, verður kennsla í leiklist, myndlist, dansi og hreyfingu. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 27 orð

Ljóðalestur á Næstabar

Ljóðalestur á Næstabar HJALTI Rögnvaldsson leikari les úr ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Sæfarinn sofandi, á Næstabar, Ingólfsstræti 1A, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21.30. Bókin kom út árið 1992. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 50 orð

Lucy á frímerki

NÝTT frímerki hefur verið gefið út í Bandaríkjunum með leikkonunni Lucy Ball sem vann hug og hjörtu Bandaríkjamanna á sjötta áratugnum. Þátturinn Ég dái Lucy var einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn um miðja öldina en í honum lék Lucille Ball húsmóður í önnum á móti raunverulegum eiginmanni sínum, Desi Arnaz. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 348 orð

Markmiðið að gleðja, skemmta og fræða börnin

LEIKÁR Brúðubílsins hefst í dag kl. 14 við Reykjavíkurtjörn. Frumsýnd verður sýningin Beðið eftir mömmu sem samanstendur af tveimur ævintýrum, Unga litla og Úlfinum og kiðlingunum sjö. Sýnt verður á 29 gæsluvöllum og útivistarsvæðum í sumar. Þetta er nítjánda sumarið sem leikhúsið starfar undir stjórn Helgu Steffensen sem semur handrit og býr til brúðurnar. Meira
3. júní 1999 | Kvikmyndir | 355 orð

Marteinn frændi, þrjá- tíu árum síðar...

Leikstjóri Daniel Petrie. Handritshöfundar Sheri Stone og Deanna Oliver. Kvikmyndatökustjóri Thomas Ackerman. Tónskáld Jim Debuey. Aðalleikendur Jeff Daniels, Christopher Lloyd, Elizabeth Hurley, Daryl Hannah. Michael Lerner, William Shawn, Ray Walston. 90 mín. Bandarísk. Walt Disney, 1999. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 190 orð

Maurar með húmor Maurar (Antz)

Framleiðendur: A. Warner og P. Wooton. Leikstjórar: Eric Darnell og Tim Johnson. Handrit: Todd Alcott, Chris og Paul Weitz. Tónlist: John Powell og Harry Gregson- Williams. Aðalleikraddir: Woody Allen, Sharon Stone, Gene Hackman, Sylvester Stallone og Jennifer Lopez. (80 mín.) Bandaríkin. CIC- myndbönd, maí 1999. Öllum leyfð. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 452 orð

Meistaraþjófur í kröppum dansi

ÞAÐ orðspor fer af Robert "Mac" MacDougal (Sean Connery) að hann sé mesti listaverkaþjófur í heimi. Þess vegna berast böndin að honum þegar verki eftir Rembrandt er stolið í New York. Tryggingarannsóknamaðurinn Virginia Baker (Catherine Zeta-Jones) telur yfirmann sinn á að leyfa sér að eltast við meistaraglæpamanninn og leggja snörur fyrir hann. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 81 orð

Naomi í Líbanon

OFURFYRIRSÆTAN Naomi Campbell er þessa dagana stödd í Líbanon í viðskiptaerindum. Hún kom fram á blaðamannafundi í fjallaþorpi rétt utan við Beirút og brosti sínu blíðasta og veifaði Versace skartgripum sínum framan í ljósmyndara. Á næstunni mun hún taka þátt í hátískusýningu þar sem líbanskir hönnuðir sýna skartgripi sína. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 242 orð

Nóttin hefur 1000 augu á dönsku

DANSKA forlagið Modtryk hyggst gefa út skáldsögu Árna Þórarinssonar, Nóttin hefur 1000 augu, sem kom út fyrir síðustu jól. En danska forlagið sem gefur út bækur af ýmsu tagi, hefur að sögn Halldórs Guðmundssonar hjá Máli og Menningu, ekki hvað síst vakið athygli fyrir að útgáfu vandaðra spennusagna víðs vegar úr heiminum. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 104 orð

Nýjar bækur SVARTAR fjaðrir

SVARTAR fjaðrir ljóðabók Davíðs Stefánssonar er endurútgefin í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá frumútgáfu hennar 1919. Bókin kemur út í riðröðinni Ljóðasafn Helgafells. Svartar fjaðrir var boðberi nýrra tíma í íslenskri ljóðagerð. Í ljóðum hins unga skálds kvað við nýjan tón, ­ tón heitra og frjálsra tilfinninga. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 1203 orð

Óperuleikur á sviði Borgarleikhússins

STRENGJALEIKHÚSIÐ frumsýnir verkið í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins, en verkið er óperuleikur þar sem fram koma leikarar, söngvarar, leikbrúður og hljóðfæraleikarar. Í verkinu er blandað saman margvíslegum aðferðum og stíl og ólíkum þáttum fléttað saman þannig að úr verður óvenjuleg tegund af drama. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 83 orð

Óskar á uppboði

ÓSKARSVERÐLAUN framleiðandans Davids O. Selznicks fyrir myndina "Gone With the Wind" eða Á hverfanda hveli, verða boðin upp í New York þann 12. júní. Myndin var valin besta kvikmyndin árið 1939 og er þess vænst að um 14 milljónir króna fáist fyrir gripinn. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 411 orð

Pillan til sölu í Japan

NÚ LÍTUR út fyrir að Japanir ætli loksins að gefa sölu getnaðarvarnarpillunnar frjálsa, 35 árum eftir að hún hefur fengist alls staðar á Vesturlöndum. Stjórnarnefnd átti að koma saman í gær og búist var við að hún myndi leggja til frjálsa sölu pillunnar. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 39 orð

Rólað í vetrarsól

ÞEGAR sól hækkar á lofti hér á landi þá gengur vetur í garð í Ástralíu. Drengurinn á myndinni rólar sér hátt í vetrarsólinni um leið og íbúar Sydney búa sig undir svala mánuði sem eru framundan. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 568 orð

Skassið tamið í framhaldsskóla

STRATFORD-systurnar eru Bianca (Larisa Oleynik), falleg og vinsæl stelpa sem hefur aldrei farið út með strák, og eldri systir hennar, Kat (Julia Stiles), skapstygg frekja sem með eitruðum húmor er ákveðin í að reka frá sér alla stráka sem hafa nokkurn áhuga á henni. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 56 orð

Sprotakál á höfði

NÝLEGA var opnuð stærsta árlega sýning Ástrala á fersku grænmeti og við opnuna var hin græna Gina Broccolini á staðnum og bauð gesti velkomna. Nafnið dregur hún af hattinum sem er gerður í líkingu sérræktaðs sprotakáls sem Japanir hafa ræktað undir nafninu broccolini sem er sambland af sprotakáli og japanska grænmetinu gai lan. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 35 orð

Stórmeistari

MUSASHIMARU er fæddur á Hawai en þaðan koma margir af fremstu súmóglímuköppum heims. Musa var á miðvikudaginn gerður að stórmeistara eða Yokozuna í Japan, en hann er annar erlendi glímukappinn sem hlotnast þessi heiður. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 20 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Hafnarborg MÁLVERKASÝNINGU Margrétar Jónsdóttur í aðalsal lýkur mánudaginn 7. júní. Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12­18. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 1165 orð

SÞarna urðum við eitt Frábærar móttökur, virðing og velvilji mættu

Frábærar móttökur, virðing og velvilji mættu hvarvetna hópi Íslensku óperunnar í Færeyjum sem lagði leið sína þangað með Leðurblökuna í byrjun vikunnar. Anna María Bogadóttir, kynningarfulltrúi Íslensku óperunnar, var í hópi 84 utanfara sem komið höfðu að uppsetningu á Leðurblöku Jóhanns Strauss í Íslensku óperunni. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 44 orð

Tiplað á vatninu

UMHVERFISLISTAVERK verða sífellt vinsælli um allan heim og skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum. "Sameindamaðurinn" eftir bandaríska listamanninn Jonathan Borofsky gengur á vatni Spree árinnar í Berlín. Hann er þrjátíu metra hár og segir listamaðurinn að hann tákni sambönd milli mannfólksins. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 234 orð

Tímarit TÍMARIT Máls og menningar

TÍMARIT Máls og menningar, 2. hefti 1999 (60. árgangur) er komið út. Þar er þess m.a. minnst að hundrað ár eru liðin frá því bandaríski höfundurinn Ernest Hemingway fæddist og að tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu rússneska skáldjöfursins Púshkíns. Skáldskapur og umfjöllun um bókmenntir eru annars hryggjarstykkið í tímaritinu nú sem endranær. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 222 orð

Tímarit VORHEFTI Skí

VORHEFTI Skírnis er komið út. Í heftinu er fjölbreytt efni sem tengist m.a. kvótakerfinu, þýðingum íslenskra fornbókmennta og þjóðernisvitund Íslendinga fyrr á öldinni. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 77 orð

Tískan í Kasakstan

RÚSSAR eru af mörgum taldir nægjusöm þjóð komin af kommúnistum er vilja deila öllu hver með öðrum. Hönnuðurinn Igor Chapurin vill deila hönnun sinni með umheiminum og setti því upp tískusýningu á tískuviku í Kasakstan nýverið. Auk hans sýndu bæði innfæddir og erlendir hönnuðir fatnað, en þetta er fyrsta tískuvika sem haldin er í Kasakstan frá upphafi. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 59 orð

Tóm í höfðinu

NEI, þetta er ekki Baktus með smiðsbeltið um sig miðjan og hamarinn á lofti heldur verkamaður að leggja lokahönd á gerð risavöxnu dúkkunnar Camilu í Perú á dögunum. Dúkkan er risastór auglýsing og er hol að innan, þannig að hægt er að ganga um hana alla og skoða í krók og kring eða maga og milta. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju

KIRKJUKÓR Njarðvíkur heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Á efnisskránni er íslensk kirkjutónlist, lög eftir íslensk tónskáld, þjóðlög og ættjarðarlög. Einsöngvarar með kórnum eru kórfélagarnir Birna Rúnarsdóttir, sópran, og Haukur Þórðarson, tenór. Einnig kemur fram karlakvartett skipaður kórfélögum. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Tónleikar Kórs Kópavogskirkju

KÓR Kópavogskirkju, ásamt einsöngvurum og strengjasveit, heldur tónleika í Kópavogskirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Á efnisskránni eru kantata eftir J.S. Bach og messa í B-dúr fyrir kór og fjóra einsöngvara, en þeir eru Þórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jónas Guðmundsson og Halldór Björnsson. Stjórnandi kórsins er Kári Þormar. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 270 orð

Uppboð á gíturum

ROKKARINN Eric Clapton ætlar að setja 100 gítara úr safni sínu á uppboð á næstunni en viðurkennir að einn þeirra sé honum svo kær að hann ætli sjálfur að bjóða í hann. Nýlega gaf Eric út þá yfirlýsingu að hann ætlaði að eyða minni tíma í tónlistina en meiri tíma í vinnu fyrir meðferðarheimilið "Crossroads" eða Krossgötur sem hann stofnaði á Antigua í Karíbahafinu. Meira
3. júní 1999 | Menningarlíf | 177 orð

Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

"Þó þú langförull legðir" er yfirskrift vortónleika Kvennakórs Reykjavíkur í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í Digraneskirkju í Kópavogi og sunnudaginn 6. júní kl. 20.30 í Grafarvogskirkju. Einsöngvari með kórnum er Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) óperusöngkona og píanóleikari er Þórhildur Björnsdóttir. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 119 orð

Æskutímar endurvaktir

Það voru brosmildir skólafélagar sem hittust nýverið á Sportbarnum í Glæsibæ og rifjuðu upp æskutíma úr Garðaskóla. Þetta var fólk af árgerðinni 1961 og flestir stunduðu allt grunnskólanám sitt í Garðabænum. Meira
3. júní 1999 | Fólk í fréttum | 881 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁLAFOSS FÖT BEZT Hljómsveitin Gildrumezz lýkur hringferð sinni með Creedence Clearwater Revival dagskrá í heimabænum. Sérstakir heiðursgestir verða tónlistarmennirnir Pétur W. Kristjánsson og Birgir Hrafnsson. Meira

Umræðan

3. júní 1999 | Aðsent efni | 606 orð

Að loknum kosningum

Stjórnmálaflokkur á ekki að blekkja, segir Albert Jensen, heldur á hann að vinna traust með sanngirni og heiðarleik. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 951 orð

Að svipta fólk framtíðinni

Í dag blasir við, segir Eggert Haukdal, að röng fiskveiðistjórnun hefur svipt fólk framtíðinni á Stokkseyri og Eyrarbakka og virðist vera að gera það í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 616 orð

Alið á tortryggni og misskilningi

Ég hef enga sérhagsmuni í þessu máli, segir Gísli Ragnarsson, en mér blöskrar sú umræða sem farið hefur fram að undanförnu. Meira
3. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 279 orð

Eurovision= Menningarmælikvarði??

HEILSÍÐUAUGLÝSING í Dagblaðinu, mánudaginn 31. maí 1999 olli mér miklu hugarangri. Þar mátti sjá stóra mynd af Selmu Björnsdóttur ásamt orðunum "Við vitum það öll... Selma er langbest". Það er satt að íslensku fulltrúarnir stóðu sig mjög vel í Eurovisionkeppninni og geta Íslendingar verið stoltir af framlagi sínu. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 576 orð

Frjálst og óháð dagblað?

Öllum ætti að vera ljóst, segir Kristján Pétursson, af hverju íhaldið leggur svo mikið kapp á að reyna að eyðileggja pólitískan orðstír Ingibjargar Sólrúnar. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 621 orð

Hefur NATO breyst í árásarbandalag?

Hvar eru fulltrúar mannréttindasamtaka Evrópu? spyr Ásdís Erlingsdóttir, og telur þá nú þegja þunnu hljóði vegna árása NATO. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 847 orð

Hvað er hættulegt í barnsfæðingum?

Órökstuddur hræðsluáróður þröngsýnna heilbrigðisstarfsmanna er að mati Margrétar Jónsdóttur og Eyrúnar Ingadóttur það hættulegasta sem barnshafandi konur geta lent í. Meira
3. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 241 orð

Hvað er misheppnað?

Í Morgunblaðinu 18. maí 1999 í dálknum "Bréf til blaðsins", var lítil klausa sem bar nafnið "Misheppnað dulargervi íslenskrar öfundar" sem Leó M. Jónsson, Nesvegi 13, Reykjanesbæ, skrifar. Lengi vel var ég efins um hvort ég ætti að blanda mér í þá umræðu sem Leó M. Jónsson skrifar um. Afleiðingin af þeim vangaveltum er þessi. Meira
3. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 550 orð

Kærleikurinn er kosta bestur

UM ástina hefur margt verið sagt, skrifað og kvikmyndað og margur harmleikurinn sem hrjáð hafa mannlífið í gegnum aldirnar, hefur hlotist af ástarbrölti manna, eins og ættflokkadeilur, mannvíg, styrjaldir, misþyrmingar á börnum og konum, auk samfarasjúkdóma. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 509 orð

Margt smátt gerir eitt stórt ÍþróttirSmáþjóðaleikarnir eru menningarlegt, samfélagslegt framlag, segir Ellert B. Schram, þar sem

Smáþjóðaleikarnir eru menningarlegt, samfélagslegt framlag, segir Ellert B. Schram, þar sem ungt, heilbrigt og jákvætt fólk kynnir sjálft sig og þjóð sína svo aðdáun vekur. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 422 orð

Orðsending til nýskipaðs dómsmálaráðherra

Það er bagalegt til þess að hugsa, segir Þorgeir Þorgeirson, að á seinasta ári 20. aldar skuli þurfa að viðhafa stjórnunarstíl Loðvíks XVI til að færa einstaklingi lögbundin réttindi sín. Meira
3. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Ósigrandi

TVENNT hið merkilegasta sem ég er að lesa núna: Rússnesk skýrsla sem kemur okkur Íslendingum mikið við. Mig langar til að biðja landa mína um að lesa skýrslu samda af Alexey Dmitriev. Hún er á: www.millenngroup.com/repository/global/planetophysical. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 525 orð

Rannsóknarskip til Akureyrar

Akureyri hefur upp á að bjóða alla þjónustu, segir Víðir Benediktsson, sem slíkt skip kemur til með að þurfa á að halda. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 816 orð

Réttindalaus börn í gagnagrunni og þögult samþykki foreldra

Það tekur drjúgan tíma að skilja hvernig miðlægir gagnagrunnar virka, segir Sigríður Þorgeirsdóttir, og hvaða afleiðingar notkun erfðaupplýsinga getur haft í för með sér. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 393 orð

R-listinn eykur skattaáþján Reykvíkinga

SKATTADAGURINN færist fram eða aftur eftir því hvort opinber umsvif aukast eða minnka. Hann minnir Íslendinga á þá staðreynd að þrátt fyrir að skattbyrðin sé þung, þá er hún ekki óumbreytanleg. Sumir stjórnmálamenn eru nefnilega duglegri við að hækka skatta þrátt fyrir háleit loforð um annað. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 1009 orð

Salt í grautinn?

Saltneysla Íslendinga er ekki undir 10 grömmum á dag, segja Bryndís Eva Birgisdóttir og Björn Sigurður Gunnarsson, eða um fimmfalt nægilegt magn. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 944 orð

Sprengjurnar falla

Það er auðvelt að byrja stríð en erfiðara að ljúka því, segir Árni Hjartarson. Þetta eru gömul sannindi og ný sem forráðamenn NATO standa nú frammi fyrir. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 699 orð

Undirskriftir gegn loftárásunum á Júgóslavíu

Í gangi er söfnun undirskrifta þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því, segir Einar Ólafsson, að loftárásum NATO á Serbíu verði tafarlaust hætt. Meira
3. júní 1999 | Bréf til blaðsins | 679 orð

Unga fólk, mér sárnar fyrir ykkar hönd

BARNALEGUR væri sá talinn sem legði án tryggingar, stóra fjárhæð í hendur ókunnugs manns til ávöxtunar. Því er það að ung manneskja sem er að taka sín fyrstu skref út í samfélag fullorðna fólksins hefur sjaldan meiri þörf fyrir einbeitingu og skýra hugsun en á því tímabili ævinnar. Allt sem á eftir kemur getur ráðist þar af. Meira
3. júní 1999 | Aðsent efni | 748 orð

Vandi umhverfisráðherra

Hinn nýskipaði umhverfisráðherra verður að sýna dug, þor og metnað, segir Árni Finnsson, til að marka nýja stefnu og halda sínu gagnvart öðrum ráðherrum í ríkisstjórn Íslands. Meira

Minningargreinar

3. júní 1999 | Minningargreinar | 226 orð

Guðbjörg Svava Sigurgeirsdóttir

Mér bárust þau tíðindi að sú merka kona, Bagga frá Varmadal, væri látin. Við þau tíðindi rifjast margt upp frá bernskuárum mínum. Svo er Guði fyrir að þakka að ég fékk að kynnast þeim mætu hjónum, Óskari og Böggu. Þau voru mér eins og foreldrar og ég bar mikla virðingu fyrir þeim. Ég hef þekkt hana alla mína ævi og Bagga og mamma mín voru miklar vinkonur. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Guðbjörg Svava Sigurgeirsdóttir

Elsku amma okkar. Í fáeinum orðum langar okkur að minnast þín og þeirra yndislegu og dýrmætu stunda sem við áttum saman. Nú er við hugsum til baka koma fyrst upp í huga okkar allar heimsóknirnar til þín í Varmadal. Öll sú hlýja og væntumþykja sem streymdi frá þér þegar þú tókst á móti okkur. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐBJÖRG SVAVA SIGURGEIRSDÓTTIR

GUÐBJÖRG SVAVA SIGURGEIRSDÓTTIR Guðbjörg Svava Sigurgeirsdóttir fæddist í Húnakoti í Þykkvabæ 28. febrúar 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Oddakirkju 29. maí. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 545 orð

Guðrún Hjálmtýsdóttir

Elsku hjartans amma mín. Hve sárt ég sakna þín. Þú varst mér og mínum svo dýrmæt. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að alast upp á heimili þínu frá fæðingu. Þú varst mér alla tíð sem móðir. Aldrei gat ég þakkað þér nóg allt sem þú gerðir og fyrir alla þína ást og umhyggju. Þú varst orðin mjög fullorðin þegar þú eignaðist og ólst upp mömmu og Valda frænda. Ennþá eldri þegar ég bættist við. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 181 orð

GUÐRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR

GUÐRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR Guðrún Hjálmtýsdóttir fæddist á Saurstöðum í Haukadal 1. september 1915. Hún andaðist á Landspítalanum 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjálmtýr Jóhannsson, bóndi á Saurstöðum, f. 28. mars 1885, d. 28. júní 1961, og Sigurfljóð Jónsdóttir, f. 8. október 1887, d. 23. febrúar 1935. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 389 orð

Ingvar Jón Guðbjartsson

Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Minningarnar streyma fram um allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, öll ferðalögin sem við fórum í saman bæði um Ísland og til útlanda því þú naust þess að ferðast og enga betri ferðafélaga var hægt að hugsa sér en ykkur mömmu. Þessar minningar mun ég alltaf geyma vel í hjartanu mínu. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 33 orð

INGVAR JÓN GUÐBJARTSSON

INGVAR JÓN GUÐBJARTSSON Ingvar Jón Guðbjartsson fæddist á Grund í Kollsvík í Rauðasandshreppi 31. maí 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 26. maí. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 377 orð

Jón Valdimar Valdimarsson

Vinur minn, Jón Valdimarsson húsasmíðameistari frá Akranesi, er látinn langt um aldur fram. Ekki veit ég mikið um ættir Jóns né uppruna. Jón talaði ekki mikið um sjálfan sig né ættingja sína. Hitt veit ég að að Jóni stóðu sterkir stofnar sem oft á tíðum voru boðberar réttlætis og jafnaðar. Sjálfur var Jón maður hugsjóna og framkvæmda, var ekki talsmaður orðaflaums og skrums. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 30 orð

JÓN VALDIMAR VALDIMARSSON

JÓN VALDIMAR VALDIMARSSON Jón Valdimar Valdimarsson húsasmíðameistari fæddist á Akranesi 10. apríl 1935. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 14. maí. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 465 orð

Sesselja Sveinsdóttir

Ég man vel eftir því þegar ég hitti tengdamóður mína fyrst. Það var ekki langt samtal þá, en það sem mér fannst merkilegt var þegar hún sagði að það væri gott að vita til þess, að það væri margt sameiginlegt með fjölskyldum okkar. Löngu seinna gerði ég mér grein fyrir hversu fljót hún var að sjá allar aðstæður og setja þær í samhengi. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 24 orð

SESSELJA SVEINSDÓTTIR

SESSELJA SVEINSDÓTTIR Sesselja Sveinsdóttir fæddist 9. maí 1911. Hún lést á Hrafnistu 17. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 25. maí. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 146 orð

Sigurður Árnason

Lækkar lífdagasól, löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Þessi fallegi sálmur kemur mér í hug er ég minnist Sigurðar bróður míns. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 408 orð

Sigurður Árnason

Í minningu elsku hjartans pabba míns. Það kemur yfir mig heilagleiki og hamingja við að hugsa um þig núna. Hvað ég er heppin að hafa átt þig að föður. Í minningu um þig er það mikill heiður fyrir mig að vera dóttir þín. Frá þriggja ára aldri man ég eftir þér. Þú varst fallegasti og besti maður/pabbi í öllum heiminum. Algjör hetja ­ vissir allt og gast allt. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 190 orð

Sigurður Árnason

Elsku afi okkar, þegar við sitjum hér og hugsum aftur í tímann kemur upp fullt af frábærum minningum. Þær minningar sem standa upp úr eru frá öllum sumrunum úti í Mexíkó hjá þér og ömmu. Við munum báðar eftir því þegar við fórum með þér út á bátnum (sem þú elskaðir) og hann bilaði úti á sjó og við urðum báðar skelfingu lostnar. Þá komst þú og lagaðir allt eins og þú varst vanur að gera. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Sigurður Árnason

Nú ertu farinn, elsku afi minn, og við sitjum hér saman öll systkinin og pabbi og minnumst allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman með þér. Við ákváðum að ég, alnafni þinn, skrifaði fáeinar línur um nokkur þau atvik sem við höfum verið að ræða saman um minningu þína. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 234 orð

Sigurður Árnason

Elsku afi, nú ert þú horfinn frá okkur. Það var erfitt að átta sig á því í fyrstu. Ég þurfti smá tíma til að setjast niður og rifja upp. Margar góðar minningar áttum við saman frá þeim skiptum er ég kom og heimsótti ykkur í landi sólarinnar. Nú er ég staddur í öðru landi sólarinnar, á Spáni, og skrifa þessar línur þaðan. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Sigurður Árnason

Elsku afi, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur, þú fórst svo skyndilega og við gátum ekki einu sinni fengið að kveðja þig. Svo varst þú svo langt í burtu frá okkur. Ég man vel eftir því, þegar þú varst hér síðast, það er nú ekki svo langt síðan. Þú og Kolla amma komuð til okkar, mér fannst alltaf svo gott þegar þið komuð í heimsókn, það var alltaf frá svo mörgu að segja. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 196 orð

SIGURÐUR ÁRNASON

SIGURÐUR ÁRNASON Sigurður Árnason fæddist á Akranesi 24. júlí 1924. Hann lést 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni B. Sigurðsson rakarameistari og Þóra Einarsdóttir Möller. Sigurður var næstelstur ellefu systkina: Einar f. 1921; Þuríður f. 1925, d. 1989; Geirlaugur Kristján f.1926, d. 1981; Árni Þór f. 1930; Hreinn f. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 489 orð

Sigurður Þorsteinn Guðmundsson

Sól rís, sól sest; ár eftir ár og árin eru eins og lítið hjól í aldarvagni. Þetta er gangur lífsins. Maðurinn fæðist og deyr, það er ljóst með upphaf og endi, en það er síðan á valdi hvers og eins hvernig hann prjónar þar á milli. Okkur gengur það misvel. Það fellur niður lykkja og lykkja, stundum þarf jafnvel að rekja upp og byrja upp á nýtt reynslunni ríkari. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 516 orð

Sigurður Þorsteinn Guðmundsson

Elsku pabbi minn, hvernig get ég kvatt þig? Þegar ég fékk fréttir um að þú væri kominn á gjörgæslu hvarflaði það ekki að mér að þú ættir einungis rúma tvo sólarhringa ólifaða. Það var svo margt sem við áttum ógert saman og svo margt sem ég hefði viljað deila með þér. Nákvæmni, samviskusemi, stundvísi, heiðarleiki og mannleg samskipti eru allt orð sem lýsa pabba best. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 284 orð

SIGURÐUR ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

SIGURÐUR ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Sigurður Þorsteinn Guðmundsson fæddist í Hrísey 13. desember 1940. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, f. 3.11. 1912, d. 14.5. 1990, og Marta Sveinsdóttir, f. 11.11. 1915. Systkini Sigurðar eru: Ævar, f. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 292 orð

Viggó Jónsson

Það er komið vor og gróðurinn að taka við sér, þetta er með betri tímum ársins þegar maður sér líf kvikna eftir veturinn, en skyndilega kom haust aftur þegar ég frétti að afi væri dáinn. Afi er dáinn... Þessi orð hljómuðu í höfðinu á mér næstu daga, minningar skjóta upp kollinum, um allan þann tíma sem ég átti með þér afi minn. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 386 orð

Viggó Jónsson

Hann elsku afi minn, Viggó Jónsson, er dáinn. Hann hafði þráð hvíldina síðan amma lést árið 1993. Þau voru alltaf svo samrýnd og ástfangin. Núna eru þau saman á ný. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í nálægð þeirra. Það var alltaf gaman að geta hjálpað afa og ömmu. Þau gáfu svo mikið af sér og kenndu okkur svo margt. Meira
3. júní 1999 | Minningargreinar | 28 orð

VIGGÓ JÓNSSON

VIGGÓ JÓNSSON Viggó Jónsson, Rauðanesi, fæddist í Reykjavík 27. desember 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 29. maí. Meira

Viðskipti

3. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Lægsta gengi evrunnar frá upphafi

GENGI evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar var í gær það lægsta sem það hefur nokkru sinni verið frá upphafi, eða aðeins 1,0330 dollarar á móti einni evru. Virtur þýskur hagfræðingur, Ulrich Hombrecher, lét svo ummælt að gengi evrunnar myndi á næstu dögum fara niður í 1 á móti dollar en sagðist á sama tíma vænta þess að gengið styrktist verulega á komandi mánuðum. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptafréttir | 678 orð

Viðskiptahugtök á 15 tungumálum

Í HAUST kemur út bæklingur með um 70 viðskiptahugtökum á 15 tungumálum, þ.ám. íslensku og frönsku. Þetta kom fram í máli Gerard Lemarquis, stundakennara við Háskóla Íslands, í móttöku sem haldin var nýlega á vegum franska sendiráðsins í Lækjarbrekku. Tilefni móttökunnar var verðlaunaafhending í samkeppni um bestu viðskiptafrönskuna sem fram fór 18. mars sl. Meira

Daglegt líf

3. júní 1999 | Neytendur | 599 orð

Brot af matseðli Argentínu í Nóatúnsbúðirnar

Argentína steikhús er um þessar mundir að verða fyrsta veitingahúsið á Íslandi til að "framlengja sig í verslanir," eins og Óskar Finsson, einn eigenda Argentínu orðar það, en hér eftir verður hægt að finna eitt og annað af matseðli Argentínu í verslunum Nóatúns ef þannig mætti að orði komast. Meira
3. júní 1999 | Neytendur | 61 orð

Emmessís

KOMINN er á markað nýr íspinni, Príspinni, frá Emmessís. Um er að ræða vanilluíspinna með mjólkursúkkulaðikjarna, hjúpaðan þykku lagi af mjólkursúkkulaði með hrísmulningi. Príspinni er fáanlegur í flestum söluturnum og matvöruverslunum um allt land. Nýlega setti Emmessís á markaðinn nýjan skafís sem hlotið hefur nafnið Hversdags-París. Meira
3. júní 1999 | Neytendur | 430 orð

Verðlaunatjaldvagn betrumbættur

Víkurvagnar bjóða nú nýja útfærslu á tjaldvögnum sem þeir hafa áður verið með. Þeir eru smíðaðir hjá fyrirtækinu Anesca sem hefur aðsetur á Spáni, en alfarið eftir teikningum og hugmyndum þeirra hjá Víkurvögnum. Meira

Fastir þættir

3. júní 1999 | Í dag | 32 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 3. júní, verður sextug Helga Hafberg, Mávahlíð 24. Hún og eiginmaður hennar, Friðfinnur Ágústsson, taka á móti gestum laugardaginn 5. júní í safnaðarheimili Langholtskirkju milli kl. 16­18. Meira
3. júní 1999 | Í dag | 137 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altarisganga. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Meira
3. júní 1999 | Fastir þættir | 457 orð

Borðið kartöflusalat með grillmatnum

Kristínu Gestsdóttur finnst að landsmenn ættu að breyta til og borða oftar kartöflusalat með grillmatnum í stað þess að hafa bakaðar kartöflur. Meira
3. júní 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst '98 í Dómkirkjunni af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Ingibjörg Jónsdóttir og Trausti Sigurðsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
3. júní 1999 | Fastir þættir | 619 orð

GAUKALILJA 408. þáttur

ÆTTKVÍSLIN Fritillaria hefur aldeilis ekkert slornafn á íslensku, hún kallast hvorki meira né minna en keisaralilja. Nú er oft reynt að draga íslenska heitið af latneska nafninu en svo er ekki í þetta sinn. Latneska orðið fritillus táknar teningabikar. Meira
3. júní 1999 | Dagbók | 882 orð

Í dag er fimmtudagur 3. júní, 154. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þér

Í dag er fimmtudagur 3. júní, 154. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Þér lýðir, lofið Guð vorn og látið hljóma lofsöng um hann. (Sálmarnir 66, 9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Prima Aguer og Mælifell fóru í gær. Lagarfoss kom og fór í gær. Meira
3. júní 1999 | Fastir þættir | 802 orð

Í viðjum hugmyndar "Í lífinu hafði hann sigrast á því sem heftir frama og sjálfstraust, og þess vegna átti hann ekki lengur

Hvað felst í þeirri hugmynd, að snúa baki við hefðbundinni skiptingu stjórnmálasviðsins í hægri og vinstri og leita í staðinn nýs hugsunarháttar? Undanfarið hefur hér á landi orðið dálítil umræða um tilraunahugmynd sem er kölluð "þriðja leiðin", í kjölfar heimsóknar Anthonys Giddens, rektors The London School of Economics. Meira
3. júní 1999 | Dagbók | 125 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 skoðunarmun, 8 stúl

Kross 2LÁRÉTT: 1 skoðunarmun, 8 stúlka, 9 blámaður, 10 niðja, 11 var á floti, 13 aulann, 15 lafa, 18 hey af óræktuðu landi, 21 dans, 22 doki við 23 látnu, 24 mannkostir. Meira
3. júní 1999 | Í dag | 670 orð

Nú verða sagðar fréttir

ÞAÐ er búið að breyta fréttatímanum. "Kannanir sýna" að fólk fer fyrr á fætur og kemur fyrr heim. Sumir halda að ástæðan sé ekki þessi heldur "samkeppni" á ljósvakanum. Engum virðist detta í hug að fréttirnar sjálfar hafi líka með þetta að gera! Kannski er það samt lóðið. Fréttauppsprettan eru margir milljarðar jarðarbúa. Þessi hópur fólks er að stússa í mörgu (fréttnæmu). Meira
3. júní 1999 | Í dag | 482 orð

RÍKISSTJÓRNIN, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra myndaði á d

RÍKISSTJÓRNIN, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra myndaði á dögunum, er 38. ríkisstjórn Íslands, ef með eru taldir þeir 6 forsætisráðherrar, sem sátu við stjórnvölinn í upphafi aldarinnar. Fyrsti ráðherrann var Hannes Hafstein, sem tók við völdum hinn 1. febrúar 1904, og nú 95 árum síðar setjast 12 ráðherrar við stjórnvölinn. Meira
3. júní 1999 | Í dag | 68 orð

VÖGGUKVÆÐI

Ljóshærð og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. Vizka með vexti æ vaxi þér hjá! Veraldar vélráð ei vinni þig á! Svíkur hún seggi og svæfir við glaum, óvörum ýtir í örlagastraum. Veikur er viljinn, og veik eru börn. Alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn! Sofðu, mín Sigrún og sofðu nú rótt. Meira
3. júní 1999 | Í dag | 31 orð

ÞESSAR duglegu ungu stúlkur úr Hafnarfirði héldu nýlega hlutaveltu til

ÞESSAR duglegu ungu stúlkur úr Hafnarfirði héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Styrktarsjóði Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Þær heita: Dýrleif, Helga og Linda. Stjórn Umhyggju færir þeim hjartans þakkir fyrir stuðninginn. Meira
3. júní 1999 | Fastir þættir | 1195 orð

(fyrirsögn vantar)

ELSTA heimild um hekl á Íslandi virðist tengjast kvennaskóla sem var stofnaður árið 1851 í Reykjavík af Ágústu Grímsdóttur, dóttur Gríms Jónssonar amtmanns, sem rak hann ásamt yngri systur sinni Þóru. Þær höfðu alist upp að verulegu leyti í Danmörku og hlotið menntun þar, skv. grein Elsu E. Guðjónsson í Árbók Fornleifafélags Íslands 1995. Meira

Íþróttir

3. júní 1999 | Íþróttir | 181 orð

Bjarni aftur í landsliðið

BJARNI Guðjónsson, leikmaður Genk í Belgíu, var valinn í A-landsliðið í gær eftir að Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Bolton, tilkynnti forföll á miðvikudag. Bjarni sem er sonur Guðjóns landsliðsþjálfara og bróðir Þórðar og lék síðast með íslenska liðinu á Kýpurmótinu fyrir tveimur árum ­ þá í tapleik ­ segist ánægður með að vera kominn aftur í liðið. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 296 orð

Dregið verður í undankeppni EM í Kaíró

Dregið verður til undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Kaíró 14. þessa mánaðar, við lok heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Egyptalandi. Alls verða 20 lið dregin saman, en 11 lið komust áfram úr forkeppninni sem lauk um helgina ­ sigurvegarar riðlanna sjö og fjögur lið með besta árangur í þeim fimm riðlum sem voru skipuð fjórum liðum. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 118 orð

Eiður Smári bar við meiðslum

ATHYGLI hefur vakið að Eiður Smári Guðjohnsen, framherji enska 1. deildarliðsins Bolton Wanderers, dró sig út úr landsliðshópnum á þriðjudag, daginn eftir tap liðsins gegn Watford í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. "Eiður Smári hafði samband á þriðjudag og sagðist vera meiddur. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 389 orð

Einstefna í Árbænum

FYLKISMENN tóku á móti ÍR- ingum í gærkvöldi og unnu öruggan sigur. Skoruðu fjögur mörk á móti aðeins einu frá gestunum. Heimamenn sýndu ágæta takta strax í upphafi en ÍR-ingarnir virtust vera frekar þungir á sér. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 107 orð

Falur á leið til Finnlands?

FALUR Harðarson, leikstjórnandi Keflvíkinga og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, hefur fengið samningstilboð frá finnska félaginu Topu, sem er staðsett í Helsinki. Finnar eru ein fremsta körfuknattleiksþjóð Evrópu og Topu er sterkasta félagslið þeirra. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 386 orð

Guðrún með til Króatíu

Guðrún Arnardóttir, Íslandsmethafi í sprett- og grindahlaupum, keppir með íslenska landsliðinu í Evrópubikarkeppni landsliða í Pula í Króatíu um næstu helgi. Verður þetta í fyrsta skipti sem Guðrún keppir í Evrópu á þessu keppnistímabili en hún hefur byrjað keppnistímabilið vel í hlaupum í Bandaríkjunum og í Asíu. Guðrún keppir í 200 metra hlaupi, 100 og 400 m grindahlaupi og boðhlaupum. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 177 orð

Heppnin með Stjörnunni

Við höfum byrjað mótið erfiðlega, sýndum baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en vorum ekki í neinum sóknartilburðum. Þess vegna vorum við ákveðnir í að leggja meiri áherslu á sóknina núna. Lukkan gekk í lið með okkur á lokamínútunni," sagði Valdimar Kristófersson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 0:1 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 92 orð

Írar neita Júgóslövum um vegabréfsáritun

ÍRSKA ríkisstjórnin tilkynnti í gær að júgóslavneska landsliðinu í knattspyrnu yrði ekki veitt vegabréfsáritun inn í landið vegna landsleiks þjóðanna í undankeppni EM á laugardaginn. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir ekki koma til greina að hleypa Júgóslövum inn í landið á meðan þeir séu að myrða saklaust fólk og hrekja burt frá Kosovo. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 114 orð

Jóhannes B. og Brynjar Evrópumeistarar

JÓHANNES B. Jóhannesson og Brynjar Valdimarsson urðu í gær Evrópumeistarar áhuga- og atvinnumanna í tvíliðaleik í snóker. Þeir léku til úrslita við par frá Finnlandi í mótinu sem fram fer í Enschede í Hollandi í gærkvöldi og unnu sannfærandi 3:0. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 440 orð

Miller hetja Indiana

Indiana Pacers jöfnuðu viðureign sína við New York Knicks á heimavelli sínum í fyrrinótt með sigri í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildar. Það var Reggie Miller sem tryggði liðinu sigurinn með vítaskotum þegar tvær sekúndur voru eftir. Hann hefur oft leikið New York grátt í úrslitakeppninni og mistókst ekki í þetta skiptið. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 327 orð

Rússar skelltu Norðmönnum

HEIMSMEISTARAR Rússa í handknattleik hófu titilvörn sína með stórsigri á Norðmönnum, 35:27, í fyrstu umferð á HM í Egyptalandi í gær. Svíar voru í miklu basli með Suður-Kóreu en unnu 25:20 og Júgóslavar rótburstuðu Kína, 43:25. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 193 orð

Sigurður áfram hjá Dundee

SIGURÐUR Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram í herbúðum skoska úrvalsdeildarliðsins Dundee Utd. Fjölmörg lið hér á landi hafa átt í viðræðum við Sigurð, en hann staðfesti við Morgunblaðið í gær að hann yrði um kyrrt í Skotlandi. "Ég ræddi við knattspyrnustjórann og hann vill hafa mig áfram. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 196 orð

Skagamenn til Albaníu

"ÉG sé ekki annað en þetta sé enn eitt ævintýrið fyrir okkur. Við vitum ekkert um mótherjana," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, sem mætir Teuta Durres frá Albaníu í fyrstu umferð Getraunakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Akranesi 19. eða 20. júní, seinni leikurinn í Albaníu 16. eða 27. júní. Teuta er frá hafnarbænum Durres, sem er vestan við Tírana. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 459 orð

Tveir tæpir ­ einn veikur

Þrír leikmenn íslenska liðsins ganga ekki heilir til skógar og óvíst er hvort þeir geta leikið gegn Armenum. Þetta eru þeir Ríkharður Daðason sóknarmaður, Birkir Kristinsson markvörður og Auðun Helgason varnarmaður. Auðun lá veikur á hóteli í gær og gat ekki tekið þátt í æfingum landsliðsins, en þeir Birkir fengu sjúkrameðferð. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 367 orð

Víðismenn á skotskónum Leikmenn Víði

Víðismenn á skotskónum Leikmenn Víðis voru á skotskónum þegar þeir mættu sameiginlegu liði Austfirðinga KVA í Garðinum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 5:3 og setti Kári Jónsson þrjú af mörkum Víðis. Hlé varð að gera á leiknum í um 20 mínútur þegar tveir leikmenn úr andstæðum liðum skullu saman. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 216 orð

ZOLTAN Belanyi hefur endanlega gengið frá

ZOLTAN Belanyi hefur endanlega gengið frá samningi við Gróttu/KR. Samningur Belanyi er til tveggja ára. Forráðamenn félagsins eru nú að leita rétthentri skyttu fyrir næsta tímabil, sem er ætlað að koma í stað Armandas Melderis frá Litháen, er lék með liðinu síðasta vetur. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 361 orð

"Ætlum að láta sverfa til stáls"

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, kveðst hlakka til landsleiksins gegn Armenum á Laugardalsvelli á laugardag. Þetta er fyrri leikur Íslendinga í tveggja leikja törn, því á miðvikudag leikur liðið gegn Rússum í Moskvu. Meira
3. júní 1999 | Íþróttir | 316 orð

(fyrirsögn vantar)

MARK Bosnich hefur endanlega gengið frá samningi um að hann leiki með Manchester United næsta vetur, að því er talsmaður félagsins hefur greint frá. Bosnich vildi ekki leika lengur hjá Aston Villa og fékk frjálsa sölu frá félaginu. Meira

Úr verinu

3. júní 1999 | Úr verinu | 228 orð

Ástand sjávar við landið almennt gott

ÁRLEGUM vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar lýkur í dag en í honum eru gerðar ýmsar mælingar á ástandi sjávar við Ísland. Mælingarnar nú gefa vísbendingar um góð skilyrði fyrir vöxt nytjastofna í vor og sumar að sögn Ólafs Ástþórssonar, leiðangursstjóra um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Meira
3. júní 1999 | Úr verinu | 443 orð

Starfsfólk hefur ekki fengið greidd launin

HÁTT Í 300 starfsmenn þriggja fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörðum, sem rekin eru af sömu aðilum, hafa ekki fengið greidd laun fyrir síðustu viku. Framkvæmdastjóri fyrirtækjanna segir að vonandi verði hægt að borga út launin í dag. Meira

Viðskiptablað

3. júní 1999 | Viðskiptablað | 235 orð

Breytinga að væntaá ÚrvalsvísitöluVerðbréfaþings

TÖLUVERÐRA breytinga er að vænta á Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings Íslands í kjölfar endurskilgreiningar á henni 1. júlí næstkomandi, en síðastliðinn mánudag var síðasti dagur þess tímabils sem notaður verður til viðmiðunar varðandi val fyrirtækja inn í vísitöluna. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 122 orð

Cadburyog Cokedraga í land

CADBURY Schweppes ætlar að halda yfirráðum yfir gosdrykkjamerkjum sínum í mestallri Evrópu í stað þess að selja þau Coca-Cola vegna þess að leyfi evrópskra eftirlitsyfirvalda hefur látið á sér standa. Samkvæmt upphaflegum 1,14 milljarða punda samningi í desember í fyrra átti Coca-Cola að kaupa öll drykkjarvörumerki Cadburys nema í Bandaríkjunum, Frakklandi og Suður-Afríku. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 145 orð

ÐEinn þekktasti hagfræðingur samtímans

EDMUND S. Phelps er meðal merkustu hagfræðinga samtímans vegna framlags síns á sviði rannsókna á eðli, orsökum og ráðum gegn atvinnuleysi. Hann nýtur einnig viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar í vinnumarkaðsfræðum og hagvaxtarfræðum. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 288 orð

ÐLiðsauki hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur

GUÐRÚN Helga Brynleifsdóttir fyrrum vararíkisskattstjóri hefur hafið störf sem meðeigandi hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur hf. Guðrún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1981 og phil. cand. prófi í rekstrarhagfræði frá Lundarháskóla 1987. Á árinu 1987 starfaði Guðrún sem fulltrúi á Skattstofunni í Lundi og árið eftir á skattrannsóknardeild þess embættis. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 105 orð

ÐNotkun Excel í markaðsmálum og fjármálum

AÐFERÐARANNSÓKNAFÉLAG Íslands stendur fyrir tveimur námskeiðum í sérhæfðri notkun Excel töflureiknisins, með einum fremsta kennara í aðgerðarannsóknum í heiminum, Wayne L. Winston. Fyrra námskeiðið verður föstudaginn 11. júní nk. kl. 9-12 í Odda og fjallar um háþróaða notkun Excel líkana í markaðsmálum. Síðara námskeiðið verður kl. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 112 orð

ÐTryggingamiðlun Íslands í nýju húsnæði

TRYGGINGAMIÐLUN Íslands hefur flutt starfsemi sína í eigið húsnæði í Síðumúla 21. Um þessar mundir er fyrirtækið tveggja ára og Karl Jónsson framkvæmdastjóri segir ýmislegt hafa breyst á þessum tveimur árum. Vátryggingamiðlun hérlendis er ný af nálinni, en hún varð til með aðild Íslands að EES árið 1994. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 95 orð

EuroBusiness á Íslandi

SALA á EuroBusiness, fagtímariti um viðskiptalíf, sem sérstaklega er skrifað fyrir Evrópumarkað, er nú hafin á öllum helstu blaðsölustöðum á Íslandi. EuroBusiness er gefið út í Bretlandi og er aðalritstjórn þess í London, en tímaritið er einnig með ritstjórnarskrifstofur í Brussel, Frankfurt, París og Mílanó. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 296 orð

Fyrirtækjakort með tryggingarvernd

FLUGLEIÐIR hf. og Europay á Íslandi hafa gefið út fyrsta fyrirtækjakreditkortið hér á landi sem ætlað er að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að stýra kostnaði við ferðalög á vegum þeirra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 190 orð

Íslenskt skipulagsforrit innanlands og utan

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Hugþór ehf. hefur fengið Prentsmiðjuna Odda og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins í lið með sér og stofnað fyrirtækið Planodin ehf. sem stendur að sölu og markaðssetningu á íslenska skipulagskerfinu Planodin. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum og sækir nú á Þýskalandsmarkað. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 180 orð

ÍS selur tvær fasteignir

ÍSLENZKAR sjávarafurðir hafa nú gengið frá sölu á tveimur húseignum sínum, þróunarsetur sitt við Kirkjusand og vöruhús við Holtabakka. Samtals nemur söluandvirði þessara eigna um 305 milljónum króna. Íslandsbanki kaupir Þróunarsetrið, en Landsafl vöruhúsið. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 185 orð

Karl K. Karlsson ehf. kaupir Axapta

KARL K. Karlsson ehf. heildverslun hefur undirritað samning við Hug-forritaþróun um kaup á nýju upplýsingakerfi. Nýja upplýsingakerfið, Concorde Axapta, tengist öllum helstu rekstrarþáttum heildverslunarinnar og tengist auk þess Lotus Notes kerfi fyrirtækisins. Innan upplýsingakerfisins eru m.a. fjárhags- og viðskiptakerfi, tollkerfi og vöruhúsakerfi með þráðlausum handtölvum. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 456 orð

Keppt um mjólkursamlag

Kauptilboð Kaupþings fyrir hönd viðskiptavinar í Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga, MSKÞ, upp á 350 milljónir króna vekur óneitanlega spurningar um hvort Kaupfélag Eyfirðinga eigi að fá Mjólkursamlagið á silfurfati. Á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga þann 18. maí síðastliðinn var samþykkt að selja KEA hlutafélagið MSKÞ fyrir 237 milljónir króna. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 1224 orð

Leikreglur mótaðar af karlmönnum

Námstefna um velgengni og áhrif kvenna í atvinnulífinu þar sem þeim eru gefin ráð í samskiptum sínum við karlmenn. Leikreglur mótaðar af karlmönnum Á morgun, föstudag, verður haldin námstefna fyrir konur eingöngu. Fyrirlesari er dr. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 354 orð

"Mikill heiður fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess"

BANDARÍSKA viðskiptatímaritið Red Herring veitti í gær íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Netverki sérstaka viðurkenningu fyrir kaup Netverks á RedBox Technologies Ltd. Red Herring er virt bandarískt viðskiptatímarit sem sérhæfir sig í fréttum af fyrirtækjum í hátækniiðnaði út frá sjónarhóli áhættufjárfesta. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 126 orð

Nýr körfubíll fyrir slökkviliðið

Borgarráð hefur samþykkt að kaupa körfubifreið fyrir Slökkvilið Reykjavíkur af Bronto á rúmar 35 milljónir króna. Bronto átti næstlægsta boð en það var einungis 0,08% hærra en lægsta boð. Borgarráð samþykkti eftir tillögu Orkuveitu Reykjavíkur að taka tilboði Steypustáls ehf. upp á 55.101.500 kr. í endurnýjun Túnanna í Garðabæ. Alls buðu þrír í verkið og átti Steypustál ehf. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 105 orð

Rúmlega 12þúsundveltukredit-kort SPRON

RÚMLEGA 12 þúsund aðilar hafa fengið sér Veltukreditkort sem SPRON kynnti í lok mars síðastliðins, en kortin eru frábrugðin öðrum kreditkortum að því leyti að korthafinn ræður hve mikið hann borgar af kortareikningnum um hver mánaðamót, þó að lágmarki 5.000 kr. eða 5% af úttekt mánaðarins. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 59 orð

Samkeppni og einkavæðing á fjarskiptamarkaði

Verslunarráð Íslands efnir til morgunverðarfundar um samkeppni og einkavæðingu á fjarskiptamarkaði í Sunnusal Hótels Sögu í fyrramálið, föstudag, kl. 8. Framsögumenn á fundinum verða Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, og Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. Þátttakendur verða, auk framsögumanna, Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma, Ólafur Þ. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 197 orð

Samningaviðræður við erlenda aðila

MAGNÚS G. Friðgeirsson, stjórnarformaður Iðntæknistofnunar og fyrrverandi forstjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, hefur tekið við rekstrarstjórn Hugbúnaðar hf. í Kópavogi. Hugbúnaður hf. hannar og selur hugbúnað fyrir verslunarkerfi, bæði hérlendis og erlendis. Magnús verður einn af sex aðaleigendum fyrirtækisins. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 1281 orð

Spáð að áhrifin verði hnattræn Fjarskiptamarkaðurinn er í örri þróun og undanfarið hafa orðið miklar sviptingar á ítalska

ÍTALSKA fjarskiptafyrirtækið Olivetti hefur eignast meirihluta í ítalska símafélaginu Telecom Italia. Fáir bjuggust í raun við að yfirtakan yrði að veruleika því Telecom Italia var fimm sinnum stærra en Olivetti. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 1198 orð

UPPLÝSINGATÆKNINOLLI EFNAHAGSLEGUKRAFTAVERKI

ÞAÐ ER Edmund S. Phelps m.a. að þakka að stjórnmálamenn og efnahagsspekingar hættu almennt að líta svo á í lok sjöunda áratugarins, að hægt væri til langs tíma að halda niðri atvinnuleysi með því að sleppa verðbólgudraugnum lausum. Upp úr hugleiðingum Edmunds Phelps og Miltons Friedmans, sem fjallaði um þessi mál á sama tíma, spratt einnig hugtakið "náttúrulegt atvinnuleysi". Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 568 orð

Vil koma beint að málunum

ÚLFAR Steindórsson lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1976 og MBA-prófi frá Virginia Commonwealth University í Bandaríkjunum árið 1988. Hann var fjármálastjóri hjá P. Samúelsyni frá 1989 og hjá Vinnslustöðinni hf. frá 1992, var framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsins hf. 1995 og framkvæmdastjóri Union Islandia í Barcelona frá 1996. Meira
3. júní 1999 | Viðskiptablað | 1389 orð

Öflug vakt í Vogunum

REKJA má stofnun Iðnvoga til ársins 1974 þegar eigendur nokkurra fyrirtækja komu saman til að ræða sameiginleg hagsmunamál. Í framhaldi af því var stofnað hagsmunafélag fyrirtækja á svæði sem afmarkast af Elliðaárvogi, Sæbraut og Holtavegi. Formannsskipti urðu í félaginu nýlega þegar Haraldur Haraldsson lét af störfum að eigin ósk eftir 18 ára starf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.