Greinar laugardaginn 13. nóvember 1999

Forsíða

13. nóvember 1999 | Forsíða | 50 orð | 1 mynd

Frelsinu feginn

SVISSNESKI drengurinn Raoul Wütrich (með bangsann) veifar ásamt fjölskyldu sinni til fólks sem fagnaði honum á flugvellinum í Zürich-Kloten í gær. Meira
13. nóvember 1999 | Forsíða | 230 orð

Hundruð farast í jarðskjálfta í Tyrklandi

JARÐSKJÁLFTI, er mældist allt að 7,2 stig á Richter-kvarða að sögn tyrkneskra jarðskjálftafræðinga, varð að minnsta kosti 120 manns að bana í Tyrklandi í gær og mikið tjón varð á eignum. Mörg hundruð manns slösuðust. Meira
13. nóvember 1999 | Forsíða | 105 orð

Leit haldið áfram við Nantucket

LEITIN að "svarta kassanum" með hljóðupptökum flugmanna í EgyptAir-þotunni hélt áfram í gær eftir nokkra töf sem varð vegna óveðurs og bilunar í vélmenni. Meira
13. nóvember 1999 | Forsíða | 396 orð

Rússar ná næststærstu borg Tsjetsjníu á sitt vald

RÚSSNESKAR hersveitir náðu í gær Gudermes, annarri stærstu borg Tsjetsjníu, á sitt vald. Meira
13. nóvember 1999 | Forsíða | 171 orð

Talið að 24 hafi farist

FLUGVÉL á vegum Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, WFP, hrapaði í gær skammt norðan við Pristínu, höfuðstað Kosovo, og var talið líklegt að allir um borð, 24 manns, hefðu farist. Meira
13. nóvember 1999 | Forsíða | 51 orð | 1 mynd

Æskan styður Kútsjma

ÚKRAÍNSKIR háskólanemar í Kíev halda á mynd af Leoníd Kútsjma forseta og er búið að skreyta hann með pönkarahárgreiðslu. Fyrir neðan myndina stendur: "Allt mun verða gott". Um 6. Meira

Fréttir

13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 390 orð

Aukin þjónusta við landsbyggðina

"ÞETTA er spennandi verkefni," sagði Katrín Júlíusdóttir, eigandi barnafataverslunarinnar Lipurtáar, sem opnað hefur nýja verslun á Netinu með barnaföt. Meira
13. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 142 orð

Áfengisverslun opnuð á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði- Áfengisverslun ríkisins hefur opnað vínbúð á Fáskrúðsfirði í samvinnu við Heildverslun Austurlands. Verslunin er til húsa í Þór en þar var áður rekin verslun í mörg ár. Í vínbúðinni verða 80 tegundir af víni og bjór. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Árleg jólavörusala að hefjast

ÁRLEG jólavörusala Skátafélagsins Klakks verður dagana 15., 16. og 17. nóvember nk. Að venju innihalda pakkarnir jólapappír, merkimiða, límband og gjafaborða. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Árlegur basar á Hrafnistu í Reykjavík

HEIMILISFÓLK á Hrafnistu í Reykjavík vinnur þessa dagana að undirbúningi á árlegum basar sem haldinn verður í dag, laugardaginn 13. nóvember nk. á 4. hæð. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Basar hjá heimilisfólki á Dvalarheimilinu Ási

Hveragerði- HINN árlegi basar heimilisfólksins á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður haldinn í föndurhúsinu, Frumskógum 6b, laugardaginn 13. nóvember frá klukkan 13 til 18. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 12 orð

Basar Kvenfélags Kristskirkju

KVENFÉLAG Kristskirkju, Landakoti, heldur hinn árlega basar sinn með kaffisölu og happdrætti í Safnaðarheimili kaþólskra, Hávallagötu 16, Reykjavík, á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, kl. 15. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 639 orð

Beðið um lögreglurannsókn í málum 89 barna á einu ári

Meginmarkmið Barnahúss er að veita börnum sem þolað hafa kynferðislegt ofbeldi alla þá aðstoð og þjónustu sem þau þurfa á einum stað. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Boð og bönn í umferðinni

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur tilkynnt um ný boð og bönn í umferðinni í Reykjavík. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 211 orð

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og alls 900 þúsund króna greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkubörnum í fyrra og á þessu ári. Dómurinn var kveðinn upp á mánudag af fjölskipuðum dómi héraðsdóms. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Dæmi um að leigjendur hafi ekki borgað í tíu ár

ÁSDÍS Leifsdóttir, fjármálastjóri hjá Félagsbústöðum, segir að það sé fjarri því að fyrirtækið ætli að senda bjargarlaust fólk út á leigumarkaðinn, eins og segir í ályktun stjórnar Leigjendasamtakanna, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Ásdís segir að dæmi séu um það að leigjendur hjá Félagsbústöðum hafi skuldað leigu til tíu ára. 50 manna hópur hefur ekki greitt leigu í 12 mánuði eða lengur og skuldar nú Félagsbústöðum yfir 27 milljónir kr. í húsaleigu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Einum manni sleppt

DÓMARI við Héraðsdóm Reykjavíkur varð ekki við kröfu lögreglunnar í Reykjavík í gær um að framlengja gæsluvarðhald yfir tvítugum manni, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði í tengslum við rannsókn á innflutnings- og dreifingarþætti stóra... Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 497 orð

Ekki reiðubúnir til lagabreytinga

UMRÆÐUR hefjast á Alþingi í næstu viku um þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

Eyfirðingar sagðir umhverfisvænir

Í KÖNNUN Ráðgarðs nýlega kom í ljós að 98% Eyfirðinga flokka plastflöskur með skilagjaldi frá öðrum úrgangi. Hlutfall á skilum annarra skilagjaldsskyldra umbúða var örlítið lægra. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 364 orð

Fastagjald síma hækkar en mínútugjald lækkar

MARKAÐSRÁÐANDI fyrirtæki á fjarskiptamarkaði verða skylduð til að leigja öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að fjarskiptaneti sínu, samkvæmt frumvarpi til laga um fjarskipti, sem verið hefur til fyrstu umræðu á Alþingi, og vísað var til samgöngunefndar í gær. Mun breytingin hafa það í för með sér að Landssíminn mun hækka verulega fastagjald af símum en lækka á móti mínútugjaldið. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fékk hönnunarverðlaun fyrir stólinn Jaka

DÓMNEFND Hönnunarverðlauna húsgagna og innréttinga hefur veitt Erlu Sólveigu Óskarsdóttur aðalverðlaun fyrir stólinn Jaka. Verðlaun sem taka mið af hönnun, formi og listrænni tjáningu voru veitt Sigurði Gústafssyni fyrir stólinn Tangó. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fiskaleikur í Dýraríkinu

LAUGARDAGINN 13. nóv. hefst Fiskaleikur verslunarinnar Dýraríkisins við Grensásveg. Leikurinn gengur út á það að giska á réttan fjölda gullfiska í tveggja m. hárri gúllfiskasúlu sem staðsett er í versluninni. Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Fjórir dæmdir í allt að 12 ára fangelsi

FJÓRIR atkvæðamiklir félagar í Falun Gong, andlegri hreyfingu sem hefur verið bönnuð í Kína, voru dæmdir í tveggja til tólf ára fangelsi í gær eftir að hafa verið fundnir sekir um að "nota ill trúarbrögð til að brjóta lög landsins". Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Fjölskyldudagur í Gullsmára

Annar fjölskyldudagurinn í félagsheimilinu Gullsmára, sem var opnað í des. 1997, verður nú laugardaginn 13. nóv. og helst með dagskrá kl. 14. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 347 orð

Foreldrastarf gert markvissara

SAMKÓP, Samtök foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Kópavogs, voru endurreist í síðasta mánuði, en þau voru lögð niður fyrir um sex árum. Rúnar Þórisson, formaður Samkóp, sagði að með því að endurreisa samtökin væri meiningin að gera allt foreldrastarf markvissara en áður og skapa formlega tengsl á milli þeirra sem starfa á þessum vettvangi í Kópavogi. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fullyrðingar Landsvirkjunar standast ekki

LANDSVIRKJUN og iðnaðarráðuneytið vilja forðast faglega og gagnsæja umfjöllun um Fljótsdalsvirkjun, líkt og lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um, að því er segir í frétt frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fundur um húsnæðismál

LAUGARDAGINN 13. nóvember verður fundur í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 13.30 um húsnæðismál með yfirskriftinni "Húsnæðismál eru kjaramál. Meira
13. nóvember 1999 | Miðopna | 1187 orð

Gagnaflutningsþjónusta skilgreind sem alþjónusta

BREYTINGAR á tækni, þjónustu og alþjóðlegu lagaumhverfi fjarskipta ásamt auknum umsvifum fjarskipta- og upplýsingatækni og nýjum skuldbindingum samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafa gert endurskoðun fjarskiptalaga nauðsynlega, þó ekki séu nema þrjú ár frá því gildandi fjarskiptalög nr. 143/1996 voru sett, að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpi til fjarskiptalaga, sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 218 orð

Gengið á Helgafell

FERÐAFÉLAG Íslands efnir á sunnudaginn 14. nóvember til göngu á Helgafell fyrir sunnan Hafnarfjarðar. Brottför er kl. 13 frá BSÍ, austan megin, og Mörkinni 6, en hægt er að koma í rútuna við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Gæðum grænmetis hrakar

GÆÐUM grænmetis hefur hrakað frá því gæðakönnun var síðast framkvæmd í október. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 111 orð

Göngubrú tilbúin næsta sumar

VERIÐ er að steypa undirstöður fyrir göngubrú yfir Miklubraut, en brúin kemur til með að liggja frá Grundargerði og yfir í Skeifu. Að sögn Haralds B. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 250 orð

Handtók þrjá "handrukkara"

LÖGREGLAN á Sauðárkróki kom í gær í veg fyrir að svokallaðir "handrukkarar" gengju í skrokk á ungum pilti þar í bæ. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Heiðraður á afmælinu

KNATTSPYRNUKAPPINN Ríkharður Jónsson á Akranesi varð sjötugur í gær. Á herrakvöldi Fram í gærkvöldi var hann sérstaklega heiðraður á þessum merku tímamótum. Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Herlið frá Vesturbakkanum

ÍSRAELSKIR embættismenn sögðu í gær að herlið yrði flutt frá Vesturbakkanum í samræmi við ákvæði friðarsamninganna þótt enn væri ágreiningur um skiptingu svæða milli Ísraela og Palestínumanna. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 301 orð

Hægt að taka þátt í síma og með tölvupósti

TVÆR nýjar leiðir við söfnun undirskrifta hafa verið teknar upp í undirskriftasöfnun Umhverfisvina, þar sem þess er krafist að stjórnvöld láti fara fram formlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 112 orð | 1 mynd

Höldur flytur hjólbarðaverkstæðið

HÖLDUR hefur flutt hjólbarðaverkstæði sitt á Dalsbraut 1, Gleráreyrum. Mikið var að gera fyrsta daginn á nýja staðnum, enda vöknuðu bæjarbúar við að nýfallinn snjór var yfir öllu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 342 orð

Iðnfyrirtæki almennt ekki hætt notkun raforku

Í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU á Alþingi á fimmtudag velti Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, upp þeirri spurningu hvort fyrirtæki í landinu keyptu nú í auknum mæli innflutta orkugjafa, t.d. svartolíu, í stað innlendrar raforku vegna hás orkuverðs. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði hins vegar að almennt hefðu iðnaðarfyrirtæki í landinu ekki hætt notkun raforku sem orkugjafa. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 1389 orð

Í ljósi nýrrar tækni

agur íslenskrar tungu verður nk. þriðjudag. Slíkur hátíðisdagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn þrisvar áður sem kunnugt er, en þá hafa verið dagskrár í tilefni dagsins víða um land. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 145 orð | 1 mynd

Ískraft opnar útibú

ÍSKRAFT í Kópavogi hefur opnað útibú á Hjalteyrargötu 4 á Akureyri og er um að ræða sölu- og þjónustumiðstöð fyrir Norðurland, þ.e. svæðið frá Blönduósi til Vopnafjarðar. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 92 orð

Í sólskinsskapi í múrverki

ÞEIR voru í sólskinsskapi við vinnu sína í blíðunni í gær, Tryggvi Gunnarsson múrarameistari og Hermann Árni Valdimarsson múraranemi, þar sem þeir voru að pússa plötu í fjölbýlishúsi við Eiðsvallagötu á Akureyri. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Jólakort Barnaheilla

EINS og undanfarin ár gefa Barnaheill út jólakort til styrktar starfi samtakanna. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Jólakort Félags heyrnarlausra

FÉLAG heyrnarlausra hefur hafið sölu á jólakortum til styrktar félaginu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 97 orð

Jólakort Hringsins komið út

JÓLAKORT Hringsins er komið út. Í ár prýðir jólakortið mynd eftir Brian Pilkington er nefnist Fyrstu jólin. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Jólakort Íþróttasambands fatlaðra

UM árabil hefur Íþróttasamband fatlaðra gefið út jólakort sem seld eru til styrktar íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 179 orð

Kanna undarlega hegðun flugliða

BANDARÍSKT dagblað skýrði frá því í gær, að verið væri að kanna undarlega hegðun nokkurra flugliða EgyptAir-þotunnar, sem fórst undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Þykir hún benda til, að ekki hafi verið um slys að ræða. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 487 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagur 14. nóvember, kristniboðsdagurinn. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14, Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predikar, altarisganga. Tekið við framlögum til kristniboðsins. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar

HINN árlegi kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, en kristniboðsins er jafnframt minnst sérstaklega annan sunnudag í nóvember. Er þá sérstaklega vakin athygli á kristniboði meðal heiðingja og í mörgum guðsþjónustum tekin samskot til styrktar starfinu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 178 orð

Kynnir uppbyggingu þjónustu við einhverfa í Svþíþjóð

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra heldur fræðslufund í menningarmiðstöðinni Gerðubergi mánudaginn 15. nóvember, klukkan 20. Fyrirlesari á fundinum verður John Dougherty, klínískur prófessor við TEACCH-deildina í Chapell Hill í Norður-Karólíonu í Bandaríkjunum. Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Lítil von til að finna fólk á lífi

Lítil von þykir nú til þess að fleiri finnist á lífi í rústum fjölbýlishússins sem hrundi til grunna í Foggia á Ítalíu snemma á fimmtudagsmorgun, eftir að eldur varð laus í steinbrakinu í gær. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lýst eftir vitnum

FÖSTUDAGINN 5. nóvember sl. um kl. 12.50 varð umferðaróhapp á gatnamótum Háaleitisbrautar og Brekkugerðis í Reykjavík. Þar lentu saman bifreiðir af Mercedes Bens gerð rauð/vínrauð að lit og Masda 323 ljósgræn að lit. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 502 orð

Lögmaður hyggst vísa málinu til ráðherra

RÍKISSAKSÓKNARI, Bogi Nilsson, hefur hafnað ítrekaðri beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Magnúsar Leópoldssonar, um opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Meira
13. nóvember 1999 | Miðopna | 41 orð

Markmiðið að færa grunnþjónustu samfélagsins nær íbúunum

Íbúar Grafarvogs í Reykjavík hafa í rúm tvö ár getað sótt alla sína félagslegu þjónustu og meira til í miðstöð eina í Langarima sem hlotið hefur nafnið Miðgarður. Arna Schram gerir hér grein fyrir starfseminni og ræðir við framkvæmdastjóra Miðgarðs, Regínu Ásvaldsdóttur. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 294 orð

Mikilvægt að viðhalda lágri verðbólgu

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna eru sammála um mikilvægi þess að viðhalda traustri stöðu ríkisfjármála og lágri verðbólgu. Með slíkri efnahagsstefnu telja þeir unnt að tryggja áframhaldandi stöðugleika og aukna atvinnusköpun. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 13 orð

Minningarathöfn í Fossvogskirkju

Í TILEFNI af minningu látinna hermanna, Volkstrauertag, sem er sunnudaginn 14. nóvember mun þýska sendiráðið minnast dagsins með breska sendiráðinu vegna "remembrance day". Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 77 orð

Móðir og barn á jólamerki Thorvaldsensfélagsins

EIN helsta fjáröflunarleið Thorvaldsensfélagsins hefur verið sala jólamerkja, en þau hafa komið út nær árlega síðan 1913. Við gerð jólamerkjanna hefur félagið notið aðstoðar margra af helstu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 694 orð

Mun alvarlegra mál en margir halda

REKSTRARAÐILAR í miðbænum á Akureyri hafa af því miklar áhyggjur að ný verslunarmiðstöð á Gleráreyrum, sem KEA og Rúmfatalagerinn hyggjast reisa þar, komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemina í miðbænum. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Muna- og kökubasar

KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur árlegan muna- og kökubasar í safnaðarsal Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, kl. 15.00. Á basarnum eru margir fallegir munir sem konurnar í Baldursbrá og styrktarfélagar hafa unnið undanfarnar vikur. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

Myndasýning af Dimmugljúfursförinni

ÞANN 19. júní í ár sigldi hópur frá Fjallavinafélaginu Kára fyrstir manna á gúmbátum gegnum Dimmugljúfur og var leiðangurinn og gljúfrin kvikmynduð í því skyni að skapa heimild um þessi stærstu og hrikalegustu gljúfur landsins. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Námskeið í vinnusálfræði

NÁMSKEIÐ í vinnusálfræði verður haldið á Hótel Loftleiðum dagana 16., 17., 23. og 25. nóvember kl. 16-19. Yfirskrift námskeiðsins er Að leysa samskiptavanda á vinnustað. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Námskeið um Jobsbók á vegum Skálholtsskóla

PRÓFESSOR Daníel Simundson frá Lutheran Seminary í St. Paul í Minnesota heldur námskeið dagana 17. og 18. nóvember nk. um Jobsbók og mannlega þjáningu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ný hljómtækjaverslun opnuð

NÝ hljómtækjaverslun var opnuð í Skipholti 25, sem ber nafnið Reynisson & Blöndal. Eigendur verslunarinnar eru Reynir Reynisson og Sig. Björn Blöndal, auk smærri hluthafa. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 550 orð

Ódýr og heilsusamlegur kostur

ÞRÍR starfsmanna Staðlaráðs Íslands í Holtagörðum mæta í vinnuna allt árið um kring hjólandi og telja reiðhjólið fyrirtaks samgöngutæki á höfuðborgarsvæðinu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Ók á sex bíla

ÞAÐ óhapp varð á Laugavegi, rétt ofan við Hlemm, um níuleytið í gærkvöldi, að bifreið ók á sex bíla og skemmdi þá alla. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í þrengingu sem er á götunni. Skipti engum togum að bíllinn skall á sex bifreiðum. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 306 orð

"Gerir samninga um nýtingu tilgangslausa"

NORÐMENN veiða um 25% meira úr norsk-íslenska síldarstofninum en aflatölur þeirra gefa til kynna. Það gera þeir með því að landa meiri afla en þeir fá í raun borgað fyrir. Þetta kemur fram í norska blaðinu Fiskaren í gær. Formaður LÍÚ segir þessa framkomu Norðmanna óviðunandi og gera samninga um nýtingu stofnsins ómerka. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 484 orð

"Þörf á upplýstri umræðu um aðild að ESB"

LANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins stendur yfir á Hótel Loftleiðum um helgina. Á setningarfundi í gærkvöldi var lýst kjöri Margrétar Frímannsdóttur sem formanns Alþýðubandalagsins til næstu tveggja ára. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 493 orð

Ráðherrum veitt skýr heimild til að flytja ríkisstofnanir

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórnarráð Íslands en breytingin felur í sér heimild til handa ráðherrum til að flytja ríkisstofnanir sé ekki sérstaklega tekið fram í stjórnarskrá hvar stofnunin skuli staðsett. Frumvarpið var áður lagt fram á síðasta þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Réttlætiskennd fólks er misboðið

SAMTÖK um kvennaathvarf hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Kynferðisbrot gegn börnum er einn alvarlegasti glæpur sem framinn er. Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 295 orð

Samkynhneigðu pari falin umsjá fósturbarns

MÁL tveggja ára drengs, sem var fluttur frá fósturforeldrum sínum og færður í umsjá samkynhneigðs pars, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

Samþykktar kröfur námu 227 millj.

SKIPTUM í búi steypustöðvarinnar Óss hf. í Garðabæ er lokið en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta 7. mars 1991. Lýstar og samþykktar kröfur í búið námu 227 milljónum króna. Samkvæmt úthlutunargerð greiddust að fullu forgangskröfur að fjárhæð... Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 389 orð

Segir hugsanlegt að hann hafi myrt Olof Palme

CHRISTER Pettersson, sem á sínum tíma var dæmdur fyrir að myrða Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, en síðan sýknaður, sagði í fyrradag, að það væri hugsanlegt, að hann væri þrátt fyrir allt morðinginn. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 247 orð

Sérstaða öryrkja verði viðurkennd

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn laugardaginn 6. nóvember síðastliðinn en áður hafði Öryrkjabandalagið staðið fyrir ráðstefnu um atvinnumál sem nokkuð á annað hundrað manns sóttu. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Shakespeare-kvikmyndir í bíósal MÍR

TVO næstu sunnudaga verða víðfrægar sovéskar kvikmyndir, byggðar á harmleikjum Williams Shakespeares, Hamlet og Lér konungur, sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Skortur á íbúðarhúsnæði í eyjunni

NÝTT íbúðarhús hefur verið reist í Grímsey en þau hjónin Magnús Bjarnason og Anna María Sigvaldadóttir bráðvantaði húsnæði í haust. Sökum skorts á húsnæði hér í eyjunni var eina ráðið fyrir þau að byggja og fluttu þau inn norskt timburhús. Meira
13. nóvember 1999 | Landsbyggðin | 69 orð | 1 mynd

Slagsíða á Berki NK

Neskaupstað-Sumum Norðfirðingum brá í brún nú á dögunum er þeir sáu Börk NK þar sem hann lá við bryggju og hallaði mikið. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 101 orð

Spástefna um atvinnu og búsetu í dreifbýli A-Skaftfellssýslu

SPÁSTEFNA um atvinnu og búsetu í dreifbýli Austur-Skaftfellssýslu verður haldin á vegum atvinnu- og ferðamálanefndar Hornafjarðar að Hrollaugsstöðum í Suðursveit á morgun, laugardaginn 13. nóvember 1999. Spástefnan hefst klukkan 13. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 39 orð

Stofnun foreldrasamtaka barna með klumpufót

SUNNUDAGINN 14. nóvember nk. klukkan 17.00 verður haldinn stofnfundur samtaka foreldra barna með klumpufót í sal Umhyggju á Laugavegi 7. Þeir sem tengjast þessu málefni á einhvern hátt eru velkomnir á fundinn og til að taka þátt í stofnun... Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 385 orð

Straw seinkar veiðibanni með rannsókn

BRESKA stjórnin lofaði í gær að greiða fyrir afgreiðslu frumvarps til laga um bann við refaveiðum með hundum en sagði að frumvarpið yrði ekki tekið fyrir í þinginu fyrr en að aflokinni rannsókn á afleiðingum bannsins. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sykursjúkra leitað í Kringlunni

ALÞJÓÐADAGUR sykursjúkra er á morgun og að því tilefni standa Samtök sykursjúkra fyrir sykursýkisleit í Kringlunni í dag. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 626 orð

Sýkna óhjákvæmileg í hinum vestræna heimi

JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi karlmanns, sem sýknaður var í Hæstarétti hinn 28. október sl. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 152 orð

Söguleg Kirkjuganga

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Kristnitökuhátíð Reykjavíkurprófastdæma stendur fyrir sögulegri kirkjugöngu á laugardaginn 13. nóvember. Brottför verður frá BSÍ kl. 10. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Tríó spilar í búðarglugga

Í BÚÐARGLUGGA í verslun Sævars Karls í Bankastræti verða útgáfutónleikar Tríós Ólafs Stephensen, í dag, laugardag kl. 14. Tónleikarnir eru í tilefni útgáfu plötunnar Betr' en annað, en platan var tekin upp á Kjarvalsstöðum. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 409 orð

Upplýsingar um öll símanúmer í einu númeri

NÝR upplýsingasími um símanúmer, 1818, var tekinn í notkun á fimmtudaginn. Það voru eineggja tvíburarnir Rakel og Hrefna Sigurðardætur sem hringdu fyrsta símtalið, en þær eru einmitt 18 ára, fæddar 18. október '81. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 158 orð

Útgáfutónleikar í búðarglugga

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem fólki er boðið til tónleika, sem fara fram í búðarglugga við Bankastræti, en tríó Ólafs Stephensen hefur ákveðið að efna til útgáfutónleika í verslun Sævars Karls við Bankastræti, laugardaginn 13. nóvember nk. kl. 14. Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 239 orð

Varað við upplausn Indónesíu

TALSMAÐUR stjórnarhersins í Indónesíu tilkynnti í gær, að 600 hermenn yrðu fluttir frá héraðinu Aceh en íbúar þess hafa að undanförnu krafist aðskilnaðar frá Indónesíu og sjálfstæðis. Meira
13. nóvember 1999 | Erlendar fréttir | 183 orð

Viðræðum frestað fram yfir helgi

BANDARÍKJAMAÐURINN George Mitchell, sem gegnt hefur starfi sáttasemjara í deilum kaþólskra og sambandssinna á Norður-Írlandi, ákvað í gær að fresta frekari viðræðum fram yfir helgi. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Vinna tékkneskra starfsmanna stöðvuð

FÉLAG járniðnaðarmanna segir að starfsmenn tékkneska fyrirtækisins Skoda, sem unnið hafi málmiðnaðarstörf í tengslum við uppsetningu rafala í Sultartangavirkjun án atvinnuleyfis, hafi lagt niður vinnu í gær eftir að rætt var við þá. Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Yfirlýsing nemenda við Hestaskólann á Ingólfshvoli

FURÐULEG skrif í DV, segja 10 nemendur Hestaskólans, og eru rasandi hissa af fréttaflutningi af málinu. Meira
13. nóvember 1999 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Þensla rædd á hádegisfundi

VERSLUNARRÁÐ Íslands efnir til hádegisverðarfundar á Fosshóteli KEA næstkomandi mánudag, 15. nóvember, frá kl. 12 til 13.30. Yfirskrift fundarins er "Þenslan - hættumerki í efnahagsmálum". Meira
13. nóvember 1999 | Innlendar fréttir | 462 orð

Þingmenn úr öllum flokkum vilja banna spilakassa

ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mælti á fimmtudag fyrir tveimur lagafrumvörpum sem, að sögn þingmannsins, miðast að því að banna spilavíti á Íslandi. Fimm þingmenn standa að frumvörpunum, sem rædd voru samhliða, og koma þeir úr öllum flokkum sem fulltrúa eiga á Alþingi. Meira

Ritstjórnargreinar

13. nóvember 1999 | Staksteinar | 306 orð

Sekt verður að sanna

UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um sýknudóm Hæstaréttar í máli manns, sem sakaður var um að hafa haft í frammi kynferðisafbrot gegn dóttur sinni. Frelsi.is fjallar um þennan dóm. Meira

Menning

13. nóvember 1999 | Kvikmyndir | 525 orð

Andlegt stríð

Leikstjórn: David Fincher. Handrit: Jim Uhls eftir samnefndri skáldsögu Chucks Palahniuk. Aðalhlutverk: Edward Norton, Brad Pitt, Helena Bonham Carter, Jared Leto og Meat Loaf. 20th Century Fox 1999. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarlíf | 104 orð

Athygli vakin á helstu nýjungum í hönnun

SAMTÖK iðnaðarins efndu í gær til Hönnunardags húsgagna og innréttinga. Meira
13. nóvember 1999 | Margmiðlun | 272 orð

Aukinn hraði örgjörva

SAMKEPPNIN harðnar sífellt á milli Intel og AMD, ekki síst eftir að AMD náði frumkvæði á örgjörvamarkaðnum með því að setja á markað hraðvirkasta örgjörvann. Í kjölfarið hefur Intel keppst við að auka hraðann á Pentium III örgjörvum sínum, en AMD svarað um hæl. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 353 orð

Britney Spears hlutskörpust

SÖNGKONAN Britney Spears uppskar ríkulega þegar MTV-verðlaunin voru afhent á Írlandi í fyrrakvöld. Hún var valin besta söngkona, besti frumherji, með besta poppatriðið og bestu smáskífuna "Hit Me Baby One More Time". Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 64 orð

Bubbi keppir við Íra

ÍRSKIR söngvar í flutningi Evergreens eru í efsta sæti listans yfir gamalt og gott efni. Í öðru sæti er ný safnskífa með lögum Bubba Morthens frá árunum 1980 til 1990. Þessar tvær plötur tróna langhæst á listanum að þessu sinni. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Cleese í félagsskap 007

FRAMLEIÐENDUR myndanna um James Bond virðast hrifnir af breska gamanleikaranum John Cleese. Meira
13. nóvember 1999 | Tónlist | 136 orð

Einleiks-tónleikar Guðna Franzsonar

GUÐNI Franzson klarinettuleikari heldur einleikstónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á morgun, sunnudag, kl. 20:30. Guðni leikur nokkur af helstu einleiksverkum líðandi aldar fyrir klarínettu. Meira
13. nóvember 1999 | Margmiðlun | 187 orð

Fjórði hluti Tomb Raider

FJÓRÐI hluti Tomb Raider kemur út á næstunni víða um heim og hefur verið vel tekið af þeim gagnrýnendum sem komist hafa yfir eintök af frumgerð hans. Leikurinn er að sögn nokkuð breyttur frá fyrri gerð, meðal annars til að svara gagnrýni vegna annars og þriðja kafla, auk þess sem hann hefur verið þyngdur nokkuð og finnst sumum nóg um. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 400 orð | 1 mynd

Gleðisveit að austan

HLJÓMSVEITIN Á móti sól er mikil gleðisveit og minnir um margt á bresku sveitina Madness, þvílíkt fjör er í hávegum haft. Meira
13. nóvember 1999 | Skólar/Menntun | 1018 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR VIGFÚSSON

Guðmundur Vigfússon var fæddur á Kvoslæk í Fljótshlíð 6. apríl 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. október sl. Foreldrar hans voru hjónin Ástríður Andrésdóttir og Vigfús Guðmundsson. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarlíf | 558 orð | 3 myndir

Hefðbundin myndlist hæst skrifuð af öllum listformum í Kína

Á stórri alþjóðlegri listsýningu sem haldin var í borginni Qingdao í Kína í lok ágúst sl. voru verk eftir þrjá íslenska listamenn. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti tvo þeirra á dögunum og fékk að heyra undan og ofan af ferð þeirra í austurveg. Meira
13. nóvember 1999 | Tónlist | 384 orð

Kammersveitin Aldubáran

KAMMERSVEITIN Aldubáran frá Færeyjum heldur tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópvogs, á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni er eingöngu tónlist eftir færeyska tónskáldið Sunleif Rasmussen og verður hann viðstaddur tónleikana. Meira
13. nóvember 1999 | Margmiðlun | 467 orð

Leikur fyrir pönkara

Activision gaf nýlega út úr smiðju Neversoft Entertainment. Leikurinn nefnist Tony Hawk Pro Skater og er þemað að þessu sinni hjólabretti. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 801 orð | 1 mynd

Líkamarnir leika í höndum þeirra

HighNorth, geisladiskur HumanBodyOrchestra. Líkamssveitin er að mestu hugarfóstur þeirra Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Magnússonar. Fleiri sem berja "húðir" eru t.d. Meira
13. nóvember 1999 | Margmiðlun | 606 orð

Matrix á DVD

KVIKMYNDIN the Matrix sló óforvarandis í gegn á árinu og þótti venju fremur glæsileg mynd, upp full með mögnuðum tæknibrellum og hugmyndafimleikum. Kemur varla á óvart að hún sé með vinsælustu myndum á DVD og tók reyndar Titanic í nefið við útgáfuna fyrir skemmstu vestan hafs. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarlíf | 244 orð

Menning sem atvinnugrein

NÁMSKEIÐIÐ "Menning sem atvinnugrein", í samvinnu Byggðastofnunar og Listaháskóla Íslands, hefst þriðjudaginn 16. nóvember . Námskeiðið er fyrsta verkefnið sem þær stofnanir standa sameiginlega að en þær undirrituðu nýlega samstarfssamning. Meira
13. nóvember 1999 | Skólar/Menntun | 1453 orð | 1 mynd

ÓLAFUR HELGI GÍSLASON

Ólafur Helgi Gíslason fæddist á Húsavík 17. október 1957. Hann lést á Landspítalanum 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jóhanna Halldórsdóttir frá Öngulsstöðum í Eyjafirði og Gísli Ólafsson frá Kraunastöðum í Aðaldal. Meira
13. nóvember 1999 | Margmiðlun | 582 orð

Persónuleg samskiptamiðstöð

OZ HF. KYNNTI á dögunum nýjan hugbúnað sem hefur verið í þróun hjá fyrirtækinu undanfarin ár, svonefndan iPulse, sem fyrirtækið kallar persónulega samskiptamiðstöð. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarlíf | 89 orð

Sigrún Eldjárn myndlistarmaður mánaðarins

MYNDLISTARMAÐUR nóvembermánaðar í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16, er Sigrún Eldjárn. Sigrún útskrifaðist úr grafíkdeild myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1977. Hún hefur haldið 14 einkasýningingar auk fjölda samsýninga bæði innanlands og... Meira
13. nóvember 1999 | Myndlist | 323 orð | 1 mynd

Skvap skaparans

Til 19. nóvember. Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 419 orð | 2 myndir

Spenna og grín í Maine

KELLY Scott (Bridget Fonda) er steingervingafræðingur sem hefur lítinn sem engan áhuga á náttúrunni. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 671 orð

Sungið á Hólmavík

SVOKÖLLUÐ menningardagskrá sjónvarpsstöðva er nær eingöngu flutt í þágu Reykjavíkur og nágrannabyggða hennar. Alltaf þegar vetur gengur í garð hefst flutningur á menningarþáttum eða spjallþáttum. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 110 orð

Svona var Unglist 1999

UNGLIST, listahátíð unga fólksins lauk um síðustu helgi. Hátíðin stóð yfir í tíu daga, var sett í Sundhöll Reykjavíkur og lauk með síðdegistónleikum á Geysi Kakóbar í Hinu húsinu en fjöldi viðburða fóru fram um alla borg á meðan á hátíðinni stóð. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Sýning á ljóðum Þorgeirs Kjartanssonar

Í ANDDYRI Bókasafnsins í Kópavogi stendur yfir sýning á ljóðum Þorgeirs Kjartanssonar (1955-1998) sem Rúna K. Tetzschner hefur skrautskrifað og skreytt. Í dag, laugardag, kl. 15, mun Rúna, í tilefni sýningarinnar og Norrænnar bókasafnsviku, m.a. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarlíf | 231 orð

Sýnir leikrit um íslenska innflytjendur

KANADÍSKUR leikhópur er á leið til landsins í boði forseta Íslands til að sýna leikrit um íslenska innflytjendur í Vesturheimi. Verður verkið, "In the Wake of the Storm", sýnt á þremur stöðum, í Reykjavík, á Akureyri og á Sauðárkróki dagana 20.-29. Meira
13. nóvember 1999 | Tónlist | 105 orð

Sönghópurinn Gríma á síðustu tónleikum Norðurljósa

SÍÐUSTU tónleikar Norðurljósa, tónlistarhátíðar Musica Antiqua í Listasafni Íslands, verða á morgun, sunnudag kl. 20. Á tónleikunum syngur sönghópurinn Gríma enska, franska og ítalska dansa og söngva frá endurreisnartímanum, m.a. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 203 orð

Veruleiki sýndarinnar

Framleiðandi: David Cronenberg, Andras Hamori, Robert Lantos. Leikstjóri: David Cronenberg. Handritshöfundur: David Cronenberg. Kvikmyndataka: Peter Suschitzky. Tónlist: Howard Shore. Aðalhlutverk: Jennifer Jason Leigh, Jude Law, Ian Holm, Don McKellar, Sarah Polley, Callum Keith Rennie, Willem Dafoe. (97 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 207 orð | 1 mynd

Það er eitthvað við Christine

BEN Stiller er búinn að trúlofast leikkonunni Christine Taylor, að því er greint er frá í New York Daily News . Meira
13. nóvember 1999 | Fólk í fréttum | 241 orð

Þreföld Janis Joplin

SVO virðist sem aðdáendur Janis Joplin muni hafa úr nógu að velja í kvikmyndahúsum á næstunni því í það minnsta þrjár myndir eru í bígerð sem byggðar eru á ævi söngkonunnar. Meira

Umræðan

13. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Aldamótin 2000-2001

Í JANÚAR árið 1901 var mikið um dýrðir í Reykjavík. Það var verið að fagna nýrri öld. Meira
13. nóvember 1999 | Bréf til blaðsins | 433 orð

Flugvallarmál

ÞAÐ er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa um Reykjavíkurflugvöll. Það eru allar líkur á því að milljörðum verði eytt í hann og það til nokkurra ára eins og leyfið hljóðar uppá. Meira
13. nóvember 1999 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Hljóðkerfisvitund er undanfari lestrarnáms

Hljóðkerfisvitund, segir, Ásthildur Bj. Snorradóttir, er tengd úrvinnslu á ritmáli. Meira
13. nóvember 1999 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Hvað eigum við nú að gera, Búkolla mín?

Ef leyfið fæst, er þá ekki næst að breyta íslenska hestinum? spyr Hreggviður Jónsson. Hann er svo smávaxinn. Meira
13. nóvember 1999 | Aðsent efni | 1200 orð | 1 mynd

Sykursýki - ímynd við aldamót

Sykursýki er langvinnur (krónískur) sjúkdómur sem enn er ekki hægt að lækna, segir Rafn Benediktsson, en hægt er að halda fólki einkennalitlu með ýmsum ráðum. Meira

Minningargreinar

13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 886 orð

EDITH MARIA MEADOWS

Edith Maria Meadows var fædd í Keflavík 13.6. 1944, hún lést í Jacksonville, Flórída 18. október síðastliðinn. Móðir hennar er Dóróthea Friðriksdóttir, f. 15.12. 1921, fósturfaðir var Páll Árnason, f. 31.5. 1924, d. 4.5. 1999. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 7157 orð

EYÞÓR STEFÁNSSON

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður á Sauðárkróki, f. 27. maí 1856, d. 14. des. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 681 orð

Guðmundur Vigfússon

Einn af öðrum ganga þeir nú til feðra sinna bændurnir sem fyrr á þessari öld lögðu gjörva hönd að ræktun lands og lýðs og létu rætast djarfar vonir um blómlega byggð og betra mannlíf í sveitum landsins. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 294 orð

GUÐMUNDUR VIGFÚSSON

Guðmundur Vigfússon var fæddur á Kvoslæk í Fljótshlíð 6. apríl 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. október sl. Foreldrar hans voru hjónin Ástríður Andrésdóttir og Vigfús Guðmundsson. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 312 orð | 1 mynd

JÓN KJARTANSSON

Jón Kjartansson fæddist 24. apríl 1945. Hann lést af slysförum 26. október síðastliðinn. Útför Jóns fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. nóvember sl. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 771 orð

Ólafur Helgi Gíslason

"Í rósemi og trausti skal styrkur þinn vera." Þessi orð spámannsins komu mér í hug er ég heyrði lát Ólafs á Brúum. Enda höfðu þau oft komið í hugann er ég hugleiddi veikindastríð hans á liðnum árum. Alltaf rólegur og tók öllu með jafnaðargeði. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 362 orð

Ólafur Helgi Gíslason

Ólafur frændi minn er dáinn. Það kom snöggt, hjartað brast. Og þótt við ættum von á þessari fregn í langan tíma hrekkur maður alltaf við er þetta skeður. En þetta var líkn því hann var búinn að kveljast í mánuði og ár. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 312 orð

ÓLAFUR HELGI GÍSLASON

Ólafur Helgi Gíslason fæddist á Húsavík 17. október 1957. Hann lést á Landspítalanum 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jóhanna Halldórsdóttir frá Öngulsstöðum í Eyjafirði og Gísli Ólafsson frá Kraunastöðum í Aðaldal. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 2091 orð | 1 mynd

ÓLÖF EGGERTSDÓTTIR

Ólöf Eggertsdóttir frá Hávarðsstöðum í Leirársveit fæddist 28. mars 1910. Foreldrar hennar voru Halldóra Jónsdóttir, f. 8. júní 1870, d. 1948, og Eggert Ólafsson, f. 15. mars 1868, d. 1932. Þau eignuðust ellefu börn sem öll eru látin. Hinn 23. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1306 orð | 1 mynd

PÁLL ÁRNASON

Páll Árnason fæddist að Setbergi í Nesjum 6. september 1921. Hann lést á hjúkrunardeild Skjólgarðs aðfaranótt laugardagsins 6. nóvember sl. Foreldrar Páls voru þau Guðrún Helga Pálsdóttir og Árni Pálsson, bóndi að Setbergi. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 1541 orð | 1 mynd

SIGRÚN SIGMUNDSDÓTTIR

Sigrún Sigmundsdóttir fæddist á Hjarðarhóli í Norðfirði, sem nú heitir Miðstræti 1, 3. júní 1915. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 5. nóvember 1999. Foreldrar hennar voru Sigmundur Stefánsson, skósmiður í Neskaupstað, fæddur 5. Meira
13. nóvember 1999 | Minningargreinar | 5392 orð

TRYGGVI TÓMASSON

Tryggvi Tómasson fæddist 14. apríl 1928 að Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. Hann lést að Ljósheimum, Selfossi, 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigtryggsdóttir húsfreyja, f. 30.12. 1896, d. 9.9. Meira

Viðskipti

13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Ekki um mismunun að ræða

SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til afskipta ráðsins vegna erindis Samtaka iðnaðarins sem varðar samkeppnistöðu hugbúnaðarfyrirtækja gagnvart Reiknistofu bankanna. Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Hlutabréf netferðaskrifstofu hækka um 50%

HLUTABRÉF í bresku netferðaskrifstofunni ebookers hækkuðu um tæp 50% fyrsta daginn eftir skráningu á hlutabréfamarkaðinn í New York, að því er fram kemur á fréttavef BBC . Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Hugsanlegur samruni sænska og danska póstsins

FORSVARSMENN sænsku póstþjónustunnar, Posten, og þeirrar dönsku, Post Danmark, eiga nú í viðræðum um sameiningu fyrirtækjanna og skráningu nýs fyrirtækis á markað, að því er frá var greint í Dagens Industri í gær. Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Hugsanleg yfirtaka Vodafone á Mannesmann

FORSVARSMENN breska farsímafyrirtækisins Vodafone AirTouch hafa tilkynnt opinberlega að þeir hugleiði að gera tilboð í þýska fjarskiptafélagið Mannesmann. Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Lítil viðskipti á Verðbréfaþingi

LÍTIL viðskipti voru á Verðbréfaþingi í gær og námu þau í heild 283 milljónum króna. Viðskipti með hlutabréf námu 102 milljónum og stóð úrvalsvísitalan nánast í stað, hækkaði um 0,09% og er 1.426,9 stig. Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Ósamstaða um eftirlit með samruna fyrirtækja

NEFND, sem viðskiptaráðherra skipaði til að meta þörf á endurskoðun á samkeppnisákvæðum samkeppnislaga, hefur skilað skýrslu þar sem fram koma mjög mismunandi hugmyndir nefndarmanna um hvaða aðgerða sé þörf. Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Skjálfti á bandarískum hlutabréfamarkaði

VONIR manna um að breska FTSE 100 vísitalan mundi eiga enn einn metdaginn í gær, urðu að engu vegna áhrifa stórfyrirtækisins Vodafone AirTouch til lækkunar á vísitölunni. Við lok dags nam lækkun hennar 39,8 stigum eða 0,6% og endaði hún því í 6. Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 413 orð | 1 mynd

Skuldir ívið hærri en forði

ERLENDAR skammtímaskuldir íslenskra innlánsstofnana hafa dregist saman frá hámarki sem þær náðu í mars sl. Í lok september voru skuldirnar þó ívið hærri en gjaldeyrisforði Seðlabankans. Meira
13. nóvember 1999 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Yahoo! fyrir rétt

NÝSJÁLENSK kona, Juliette Harrington, hefur stefnt netfyrirtækinu Yahoo! fyrir að nota hugbúnað sem hún hafði hlotið einkaleyfi á í Bandaríkjunum. Meira

Daglegt líf

13. nóvember 1999 | Neytendur | 446 orð

Eldhús sannleikans

Í þættinum Eldhús sannleikans sem sýndur var í ríkissjónvarpinu í gær, föstudag, var elduð lambalifur og búið til rauðlauksmarmelaði. Gestir þáttarins voru Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona og Gunnar Dal rithöfundur. Meira
13. nóvember 1999 | Neytendur | 84 orð | 1 mynd

Nýkaup opnað eftir breytingar

NÝKAUP var í gær opnað eftir miklar breytingar. Meira
13. nóvember 1999 | Neytendur | 513 orð | 1 mynd

Tilviljun virðist ráða gæðum grænmetis

Gæðum á grænmeti hefur hrakað á síðustu vikum samkvæmt nýrri gæðakönnun . Hagkaup er nú í neðsta sæti ásamt Nettó en í síðustu könnun var grænmetið best í Hagkaupi og Fjarðarkaupum. Að þessu sinni er besta grænmetið í Sam- kaupum. Meira

Fastir þættir

13. nóvember 1999 | Í dag | 22 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag, 15. nóvember, verður fimmtug Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags Íslands, Kambsvegi 3, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Friðrik Alexandersson,... Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 37 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Næstkomandi þriðjudag 16. nóvember verður sjötíu og fimm ára Friðrik Stefánsson, Engihjalla 19, Kópavogi. Eiginkona hans er Elín Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu í dag frá kl.... Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 30 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 13. nóvember, verður áttræð Ingibjörg Kristjánsdóttir, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. Ingibjörg tekur á móti ættingjum og vinum á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, í dag frá kl.... Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 215 orð

Alkóhólið varði hjartavöðvann

RANNSÓKN vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum bendir til þess að alkóhól sé gott fyrir hjartað, en í þetta sinn var því sprautað beint í hjartavöðva á tilraunarottum. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 188 orð

Allt ónæmiskerfið virkjað

VÍSINDAMENN við Æxlafræðimiðstöð Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum hafa þróað bóluefni sem hjálpar ónæmiskerfi líkamans að verjast krabbameini í blöðruhálskirtli, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Cancer Research. Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að bóluefnið getur fengið ónæmiskerfið til að verjast krabbameininu með sama hætti og það verst sýkingum af völdum örvera, að sögn Jonathans Simons, sem stjórnaði rannsókninni. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 857 orð

BALDUR Jónsson prófessor skrifar gott bréf...

BALDUR Jónsson prófessor skrifar gott bréf og elskulegt, sem honum er títt, og hefur hann leyft mér að birta það, þó að félagi minn, Guðni Kolbeinsson, eigi af því jafnríkan hlut: Gísli Jónsson og Guðni Kolbeinsson. "Sælir heiðursmenn. Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 38 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí sl. í Gaulverjabæjarkirkju af sr. Úlfari Guðmundssyni Guðrún Elísa Gunnarsdóttir og Bárður V. Magnússon. Með þeim á myndinni eru börn þeirra, Ellý Hrund, Margrét Ýr og Magnús Freyr. Heimili þeirra er á... Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 35 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. júlí sl. í Illugastaðakirkju af sr. Arnaldi Bárðarsyni Elín María Ingólfsdóttir og Guðmundur Breiðdal. Með þeim á myndinni eru dætur þeirra María Lovísa og Ragnhildur Rún. Heimili þeirra er í... Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 1135 orð

Draumlausar nætur

ÞAÐ brennur við að karlmenn sem ég hitti kvarti yfir draumum sínum eða réttara sagt skorti á draumum. Þeir segja að þá dreymi aldrei og ef það komi fyrir séu draumarnir annað hvort tómt rugl eða þeir séu að eltast við konur til að sofa hjá þeim. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 1729 orð

Eldborg í Hnappadalssýslu

Hin eina sanna eldborg, sem allar aðrar eldborgir draga nafn af, er austast á Snæfellsnesi í Hnappadalssýslu hinni fornu. Gígur hennar er fullkomin skál með heilum börmum allt um kring og vaxinn birkiskógi að nokkru, sem ekki þekkist í öðrum eldborgum svo vitað sé. Borgin er slík gersemi frá náttúrunnar hendi hvar sem á hana er litið, skrifar Einar Haukur Kristjánsson, að allir ættu að umgangast hana sem helgan dóm og gæta þess að skemma útlit hennar ekki hið minnsta. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 522 orð

Hvað er skammdegisþunglyndi?

Spurning: Nú þegar svartasta skammdegið er að koma yfir okkur, langar mig til að vita hvort þunglyndi er algengara hjá okkur á þessum tíma. Er skammdegisþunglyndi öðru vísi en annað þunglyndi sem leggst á fólk? Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 813 orð

Í barnaskóla með bleyju? "Málum er sem sé svo háttað að sá barnalæknir sem einna ötullegast hefur barist fyrir því að forel

FORELDRAR og aðrir þeir sem koma nærri barnauppeldi þekkja það væntanlega vel að vera upplýstir um hver ný sannindi á fætur öðrum varðandi barnauppeldið. Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 87 orð

Kristniboðsdagurinn í Dómkirkjunni

Á SUNNUDAGINN kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni í tilefni kristniboðsdagsins. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 214 orð

Líkamsrækt dregur úr hættu á brjóstakrabba

KONUR sem stunda líkamsrækt í að minnsta kosti eina klukkustund á dag kunna að draga með því úr hættunni á að fá brjóstakrabba um 20 prósent, samkvæmt niðurstöðum einhverrar umfangsmestu rannsóknar sem gerð hefur verið í þessum efnum. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 358 orð

NÝTT HÁR ÁN LYFJA

VÍSINDAMENN hafa grætt frumur úr hársverði manns í hársvörð annars og þannig tekist í fyrsta skipti að fá nýtt hár til að vaxa á manni án þess að gefa honum lyf. Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 84 orð

ÓLAFUR DAVÍÐSSON

Seint mér vilja um sefa garð sjatna hin fornu kynni. Það liðna, sem fyrir löngu varð, líður sízt úr minni. Ólafur var einn af þeim sem enginn frá mér hrekur, þangað til að held ég heim, hvað sem þá við tekur. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 22 orð

Ótti við genamisrétti virðist almennur Krabbamein...

Ótti við genamisrétti virðist almennur Krabbamein Bóluefni þróað til að styrkja ónæmiskerfið Veikindi Hreyfing kann að reynast betur en rúmlega Skalli Vísindamenn rækta hár án... Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 380 orð

Ótti við mismunun vegna arfbera

MARGT fólk óttast að tryggingafélög kunni að mismuna því vegna þess hvað leynist í arfberum þess, og í fjölda tilvika kemur þetta í veg fyrir að fólk fari í arfberarannsókn sem getur sagt fyrir um hvort það eigi á hættu að fá arfgengt krabbamein. Meira
13. nóvember 1999 | Dagbók | 495 orð

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Torben kom og fór í gær. Bitfjord kom í gær. Örn KE, Arnarnúpur ÞH, og Húnaröst SF fór í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Bitfjord fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli við Reykjavíkurveg 50. Ganga frá Hraunseli kl. 10. Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 547 orð

SPAKUR maður sagði eitt sinn að...

SPAKUR maður sagði eitt sinn að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 138 orð

Strætisvagnastöð við Hvamm

MIG langar að spyrja forsvarsmenn Almenningsvagna hvenær við eigum von á stærtisvagnastöð við Hvamm, við heilsugæslustöðina í Smáranum? Á sama svæði eru bæði Sparisjóðurinn, sem er nýfluttur þangað, og sjúkraþjálfunin Táp. Meira
13. nóvember 1999 | Fastir þættir | 1820 orð

Trú þín hefur gjört þig heila.

Trú þín hefur gjört þig heila. (Matt. 9.) Kristniboðsdagurinn. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Guðríður Þóra Gísladóttir syngur einsöng. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Meira
13. nóvember 1999 | Í dag | 39 orð

Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr.

Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 11.000 til styrktar Rauða krossi Íslands. Krakkarnir söfnuðu með sölu á gömlum munum. Meira

Íþróttir

13. nóvember 1999 | Íþróttir | 125 orð

Brasilíumenn til Keflavíkur

KEFLVÍKINGAR hafa ákveðið að fá til sín nokkra brasilíska leikmenn fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu á næsta ári. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 70 orð

Brynjar Björn besti varnarmaðurinn

SÆNSKA blaðið Göteborgs-Posten valdi Brynjar Björn Gunnarsson besta varnarmann sænsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Brynjar Björn sem kom til Örgryte frá norska liðinu Vålerenge í febrúar hefur staðið sig mjög vel hjá félaginu á tímabilinu og var m.a. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 297 orð

Brynja, Sveinn og Tómas í baráttu

BRYNJA Pétursdóttir, Elsa Nielsen, Ragna Ingólfsdóttir, Sara Jónsdóttir, Sveinn Sölvason og Tómas Viborg hafa öll tryggt sér sæti í 8-manna úrslitum í einliðaleik kvenna og karla og alþjóðlega badmintonmótinu í TBR-húsinu. Keppni hófst í gær og heldur áfram kl. 11 í dag, en úrslitaleikirnir verða á morgun. Mótið er einkar mikilvægt fyrir Brynju, Svein og Tómas því þau berjast um að vinna sér inn stig á heimlistann sem gefur sæti á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 78 orð

Dómarinn kemur frá Spáni

DÓMARI í fyrri leik Skota og Englendinga á Hampden Park í dag verður hinn kunni Manuel Diaz Vega frá Spáni. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 79 orð

Evrópska mótaröðin í Brasilíu

KYLFINGAR á evrópsku PGA-mótaröðinni munu etja kappi á móti í Sao Paolo í Brasilíu á næsta ári. Mótið verður kennt við "fimm hundruð ára afmæli Brasilíu", en um aldamótin eru fimm hundruð ár síðan Portúgalinn Cabral fann landið. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 76 orð

Fimmti í röð hjá Brynjari

BRYNJAR Valdimarsson lagði Felix Pleshek frá Austurríki, 4:1, á heimsmeistaramótinu áhugamanna í snóker í Nýju-Gíneu í gær. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 117 orð

Fjalar samdi við Fram

FJALAR Þorgeirsson, markvörður Þróttar í Reykjavík og 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur gert þriggja ára samning við Fram. "Mér lýst vel á leika í efstu deild á ný. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 149 orð

Heimir ræðir við FH-inga

HEIMIR Guðjónsson hefur átt í viðræðum við FH um að gerast leikmaður liðins. Samningur Heimis við ÍA rann út á dögunum og í Morgunblaðinu á þriðjudag tilkynnti leikmaðurinn að hann væri hættur að leika með Skagamönnum. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 709 orð

Hólmganga á Hampden Park

SKOTAR og Englendingar mætast öðru sinni á tíu árum eftir að árlegar viðureignir þeirra voru blásnar af vegna hatursfullrar framkomu stuðningsmanna. Tilefnið er tveir aukaleikir liðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 147 orð

Kveðjuleikur Megsons?

LEIKUR Stoke á morgun gegn Bristol City gæti orðið kveðjuleikur Gary Megsons knattspyrnustjóra. Tony Pulis, knattspyrnustjóri Bristol City, sagðist í gær vorkenna Megson, því staða hans væri erfið um þessar mundir. Sl. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 99 orð

Landsleikir gegn Túnis líklegir

TÚNISMENN hafa gefið jákvætt svar um að koma hingað til lands og leika við íslenska karlalandsliðið í handknattleik í janúar á næsta ári. Leikirnir, sem eru til undirbúnings fyrir Evrópukeppnina í Króatíu, eru fyrirhugaðir 14.-16. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 239 orð

Léttur sigur KA á Fylki

EFTIR tvo tapleiki í röð hjá KA var kærkomið fyrir liðið að fá léttan heimaleik til að ná áttum. Fylkismenn komu í heimsókn til Akureyrar í gærkvöld og þurftu að hverfa þaðan með tap á bakinu og sitja því sem fastast á botni deildarinnar án stiga. KA-menn áttu ekki í erfiðleikum með að sigra slaka Fylkismenn með 10 marka mun, 31:21. Þar með halda norðanpiltar áfram að láta til sín taka í toppbaráttunni. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 239 orð

Léttur sigur KA á Fylki

EFTIR tvo tapleiki í röð hjá KA var kærkomið fyrir liðið að fá léttan heimaleik til að ná áttum. Fylkismenn komu í heimsókn til Akureyrar í gærkvöld og þurftu að hverfa þaðan með tap á bakinu og sitja því sem fastast á botni deildarinnar án stiga. KA-menn áttu ekki í erfiðleikum með að sigra slaka Fylkismenn með 10 marka mun, 31:21. Þar með halda norðanpiltar áfram að láta til sín taka í toppbaráttunni. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 417 orð

PAVLE Pavlovic júgóslavneskur markvörður, sem lék...

PAVLE Pavlovic júgóslavneskur markvörður, sem lék með KÍB , sameinuðu liði Ísafjarðar og Bolungarvíkur, á síðustu leiktíð, er til reynslu hjá Keflvíkingum. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 282 orð

Páll fylgdist með Parreira að störfum

Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, var boðið að fylgjast með æfingum og leikjum brasilíska liðsins Fluminese en þjálfari þess er Carlos Alberto Parreira, sem gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum í Bandaríkjunum 1994. Þá var Páli boðið í spjallþátt á brasilískri sjónvarpsstöð ásamt Mario Zagalo, fjórföldum heimsmeistara í knattspyrnu. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 269 orð

RAY Wilkins, þjálfari hjá Chelsea, ætlar...

RAY Wilkins, þjálfari hjá Chelsea, ætlar að yfirgefa félagið, forráðamönnum þess til mikillar undrunar. Wilkins kom til félagsins til þess að leysa Graham Rix af hólmi, sem þurfti að afplána fangelsisvist, en vill ekki halda áfram. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 87 orð

Spánverji dæmir í Skotlandi

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu (UEFA) kynnti á fimmtudag hvaða dómarar muni dæma fyrri viðureignirnar í umleikjum um laus sæti á EM í knattspyrnu á næsta ári. Fyrri viðureignirnar fara fram á laugardag, en þær síðari á miðvikudag. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 67 orð

Taplið fær uppreisn

Í fyrsta sinn í sögu ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á taplið úr 2. umferð möguleika á að komast í 3. umferð, en þá bætast liðin úr úrvals- og 1. deild í hópinn. Þau 20 félög sem falla úr keppni í 2. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 225 orð

Tryggvi hafnaði Norwich

TRYGGVI Guðmundsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Tromsø, hafnaði boði enska 1. deildarliðsins Norwich City um að fara til þess til reynslu. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 46 orð

Watford fær liðsstyrk

FYRRVERANDI landsliðsmaður Frakka, Xavier Gravelaine, hefur verið leystur undan samningi hjá Paris St. Germain og gengið til liðs við enska liðið Watford. Hann er 31 árs miðvallarleikmaður og mun leika með enska liðinu út tímabilið. Meira
13. nóvember 1999 | Íþróttir | 473 orð

Yfirtöku Íslendinga beðið með óþreyju

TILKYNNT verður formlega um yfirtöku íslenskra fjárfesta á eignarhaldi í enska knattspyrnufélaginu Stoke City á blaðamannafundi á mánudag. Í gær var endanlega gengið frá kaupum fjárfestanna á ráðandi hlut í félaginu, en á mánudag er búist við að tilkynnt verði ráðning Guðjóns Þórðarsonar sem yfirmanns knattspyrnumála og stefnumótun nýrra eigenda til framtíðar. Meira

Úr verinu

13. nóvember 1999 | Úr verinu | 83 orð

Andrawes leyst úr haldi

PALESTÍNUKONAN Souhaila Andrawes, sem tók þátt í ráni á Lufthansa-þotu 1977 og var fangelsuð 1994 í Noregi, verður frjáls ferða sinna 30. nóvember. Hefur hún þá afplánað um helming dómsins sem hún fékk á sínum tíma í Þýskalandi fyrir hryðjuverk. Meira
13. nóvember 1999 | Úr verinu | 372 orð | 1 mynd

Kennikerið frá Borgarplasti byrjað að seljast

Á ÍSLENSKU sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi sem haldin var í september s.l. sýndi Borgarplast hf., ásamt Astra ehf., ker með inngreyptri rafflögu. Meira
13. nóvember 1999 | Úr verinu | 457 orð

Lofa varanlegum aðgangi að fiskistofnum

MIKIL andstaða er meðal starfsmanna kanadíska sjávarútvegsrisans Fishery Products International (FPI) gegn fyrirhugaðri yfirtöku NEOS Seafood á félaginu. Meira
13. nóvember 1999 | Úr verinu | 367 orð | 1 mynd

Sjö flugskeyti springa í Íslamabad

SJÖ flugskeyti sprungu nálægt sendiráði Bandaríkjanna, byggingu Sameinuðu þjóðanna, bandarískri menningarmiðstöð og opinberum byggingum í miðborg Íslamabad í gær. Meira

Lesbók

13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 381 orð | 1 mynd

BÚINN AÐ SYNGJA ÖLL BASSAHLUTVERKIN

GUÐJÓN Óskarsson bassasöngvari er nýkominn heim frá Bilbao á Spáni, þar sem hann söng hlutverk Fasolts í uppfærslu á Rínargulli Richards Wagners. Hann hefur þar með náð þeim áfanga að syngja öll bassahlutverkin fimm í Niflungahring tónskáldsins á sviði. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 956 orð

Daðrað við Ægi

Steinunn Þórarinsdóttir tók á dögunum þátt í stórri alþjóðlegri samsýningu myndhöggvara í Sydney í Ástralíu, Höggmyndir við hafið. ORRI PÁLL ORMARSSON hlýddi á ferðasögu listakonunnar. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 594 orð | 1 mynd

EFRA-SANDGERÐI

Þegar komið er til Sandgerðis eftir veginum norðan frá Garðskaga vekur einstakt hús athygli á útmörkum bæjarins. Sandgerðingar búa í einbýlishúsum og þau eru yfirleitt steinsteypt og bera öll merki þessarar aldar og nútímans. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 67 orð

Einsöngs- og sembaltónlist í Dómkirkjunni

TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkjunnar lýkur með tónleikum í Dómkirkjunni sunnudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Sesselja Kristjánsdóttir syngur lög eftir Petr Eben og H. Purcell og Marteinn H. Friðriksson leikur á sembal kirkjunnar. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 34 orð | 1 mynd

Ensor

var bitur og reiður listamaður og lifði umbrotatíma þriggja stórstyrjalda og var að jöfnu 19. og 20. aldar maður. Sköpunargleði hans reis þó hæst á síðustu áratugunum, segir Bragi Ásgeirsson í grein um... Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð | 1 mynd

ER MAÐURINN OFMETINN?

"Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin." EKKI er furða þótt mannfólkið verði ráðvillt fari það að hugleiða hinstu rök tilverunnar. Hvert förum við eða hvaðan komum við í árdaga sem einstaklingar og heild. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð | 1 mynd

Forvitnileg hús

Sum eru gömul en önnur þeirra ný. Sum eiga sér sögu en önnur eru óþekkt. Gísli Sigurðsson hefur litið á nokkur hús vítt og breitt um... Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð

Forvitnileg hús Á FÖRNUM VEGI

Sum hús eiga sér merka sögu, önnur eru bara skrýtin og skemmtileg. Á ferðum sínum um landið hefur blaðamaður Lesbókar átt stefnumót við dálítið öðruvísi hús en þau sem kynnt hafa verið í Lesbók annað veifið. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1845 orð | 2 myndir

FURÐUR OG HUGSÆI

Málarinn James Ensor var reiður og bitur listamaður, lifði mikla umbrotatíma á tveim aldarhelmingum og þrjár stórstyrjaldir í Evrópu, þar af tvær heimsstyrjaldir. Æviferill hans skiptist næstum jafnt milli aldanna, en sköpunargleðin reis hins vegar hæst á tveim síðustu áratugum hinnar fyrri. Hér segir frá lífi hans og list. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 981 orð | 4 myndir

Hafnar TurnerINN í bólinu hjá Tracey ?

Turner-verðlaunin brezku þykja jafnan tíðindum sæta. Freysteinn Jóhannsson lagði leið sína í Tate safnið í London og skoðaði þau verk, sem nú keppa um verðlaunin. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

HEIMILDIR UM KALEVALA

HEIMILDASÝNINGIN "Kalevala - söguljóð Finna" verður opnuð í anddyri Norræna hússins laugardaginn 20. nóvember nk. Að henni standa Kalevalafélagið og Þjóðkvæðadeild Finnska bókmenntafélagsins í samvinnu við Akseli Gallen Kallevala safnið. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 746 orð | 3 myndir

HIÐ GAMLA OG NÝJA MÆTIST

Finnar halda upp á það á þessu ári að 150 ár eru liðin frá útgáfu söguljóðsins Kalevala 1849. Í Norræna húsinu í Reykjavík er þessara tímamóta einnig minnst á veglegan hátt undir yfirskriftinni "Kalevala um veröld víða". MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR ræddi við Riittu Heinämaa, forstjóra Norræna hússins, sem hefur yfirumsjón með dagskránni, en í dag verður opnuð í sýningarsölum hússins sýningin "Lifi Kalevala". Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1693 orð

HJÁLPAR GUÐ ÞEIM SEM HJÁLPA SÉR SJÁLFIR?

Viðfangsefni existensíalismans eða tilvistarheimspekinnar má rekja allt aftur til aldingarðsins Eden þar em Adam og Eva, Guð og höggormurinn áttu all athyglisverð og á köflum óborganleg samskipti. Vandamálið sem blasir við í sögunni um Adam og Evu og snýst um frelsi, ábyrgð og óheilindi gengur sem rauður þráður í heimspeki Jeang-Paul Sartre. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1816 orð | 3 myndir

ÍSLENDINGURINN SEM FANN UPP DÝPTARMÆLI

Jón Pétur Sigurðsson fæddist 1868 norður í Langadal en ungur að árum hélt hann út í heim og lauk stýrimanna- og farmannaprófi í Danmörku 1891. Hann sigldi víða um heimshöfin en hans er nú minnst sérstaklega vegna þess að hann fann upp dýptarmæli sem við hann var kenndur og notaður víða um lönd. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 942 orð

Í TJÖLDUM Í ELLIÐAÁRDAL

Stundum getur ein ljósmynd sagt mikla sögu. Hér er sögð sagan á bak við ljósmynd frá liðnum tíma. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 328 orð | 1 mynd

JÓLAGARÐURINN VIÐ HRAFNAGIL

Ekki er það ný bóla að reynt sé að gera út á jólin og þess er nú ekki langt að bíða að jólakauptíðin hellist yfir landsmenn. Hitt er líklega einsdæmi að gert sé út á jólin allan ársins hring og þá ekki sízt yfir hásumarið. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 209 orð

KRÓNÍKA

Ég fæddist á ári himbrimans við mikið uppistand. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2886 orð | 3 myndir

LOUISA

Út er komin bók um Louisu Matthíasdóttur þar sem sagt er frá ævi hennar og listferli í máli og myndum. Íslenskir og erlendir listfræðingar rita um verk Louisu og Sigurður A. Magnússon ritar æviágrip. Hér er gripið niður í kafla þar sem sagt er frá ætt listakonunnar, uppvaxtar- og námsárum hennar og birt brot úr umfjöllun Jeds Perls um verk hennar. Nesútgáfan gefur bókina út. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2733 orð

MAÐURINN ER ALLTAF AÐ SKAPA SJÁLFAN SIG

Það er rétt hjá Sartre og verður ekki um deilt að frelsið er ávallt aðstæðubundið. Staðvera mín er ávallt háð þáttum eins og líkama mínum, menningu, umhverfi, fortíð og öðru fólki svo eitthvað sé nefnt. En því verður ekki neitað að þessar byrðar leggjast mismunandi þungt á menn. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1154 orð | 1 mynd

MEÐ KVEÐJU FRÁ GEIRHILDI

Eyðibýli í Öxnadal eru merkt á við fullgilda bæi út að Engimýri sem var í eyði sumarið 1943, eða byggðist það sumar, og er nú gistiheimili. Fer vel á því að sveitarfélög sem einhvers mega sín og er sárt um virðingu sína minnist einyrkjanna á þessum stöðum með svo sem einni stöng og skilti með nafni bæjarins. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 388 orð

Nútímakona

Málverk Louisu Matthíasdóttur eru svo ósegjanlega og himinhrópandi tær að furðu sætir. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð | 1 mynd

Ný listaverkabók

er komin út um Louisu Matthíasdóttur listmálara. Þetta er stór bók með fjölda mynda af verkum listakonunnar og úr ævi hennar. Ritstjóri bókarinnar er Jed Perl og skrifar hann um myndlist Louisu, en Sigurður A. Magnússon skrifar um ævi listakonunnar. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 597 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Soffía Sæmundsdóttir. Til 28. nóv. Gallerí Fold, Kringlunni Brian Pilkington og Gunnar Karlsson. GalleriÊhlemmur.is. Þverholti 5 Baldur J. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð

Pop-Kalevala í Norræna húsinu

HLJÓMSVEITIN Lyyran tähtikuvio (Stjörnumerki Hörpunnar) frá Finnlandi heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20:30, pop-KalevalaLyyran tähtikuvio er hljómsveit sem hefur einbeitt sér í tíu ár að því að syngja finnsk kvæði og... Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 538 orð

René Flemming á plötu ársins og söngplötu

MEÐ helstu viðburðum ársins í tónlistarheiminum er hin svonefndu Gramophone verðlaun sem kynnt eru í sérútgáfu blaðsins og síðan afhent við hátíðlega athöfn síðla árs. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 220 orð

SAMRÆMT GÖNGULAG FORNT

Í því margskonar harki og umróti, er yfir stendur, varð uppvíst því miður ei fátt um vorn þjóðræknisskort. Sá menningararfur, sem oss var til varðveizlu sendur, er ekki hvað sízt hið þjóðlega göngulag vort. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

Shakespeare

Villta vestrið og íslenskir sveitamenn, er heiti á grein eftir Ásgeir Jónsson. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3292 orð | 2 myndir

SHAKESPEARE, VILLTA VESTRIÐ OG ÍSLENSKIR SVEITAMENN

Leikni Shakespeares í því að segja sögur um ástir og orrustur samtvinnað með kímni og kerskni gerði hann að aufúsugesti í villta vestrinu sem og meðal Lundúnabúa nærri þremur öldum áður. Aðdáun Íslendinga á fornbókmenntum sínum var hafin yfir vafa, en nú er margt sem bendir til þess að búið sé að lyfta þeim upp á stall eins og Shakespeare. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 419 orð | 2 myndir

STEKKJARKOT

Skömmu áður en komið er til Njarðvíkur og Keflavíkur liggur Keflavíkurvegurinn yfir fornar leiðir sem lágu suður með sjó. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 39 orð

SVIPA ÁSTARINNAR

Hvernig veit ég hvort ástin er komin? Slær hún mig utan undir - eða - læðist hún kannski að mér eins og kötturinn læðist að fuglunum sem hann er í þann mund að... Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 974 orð

TVÖ ANDLIT EVRÓPU

Sigmund Freud taldi að til þess að hægt væri að mynda samtök ánægðra einstaklinga yrði að skilja einhverja útundan til þess að vera fórnarlömb hins hamingjusama hóps. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 456 orð

TÖFRAFJALLIÐ

A Companion to Thomas Mann's The Magic Mountain. Edited by Stephen D. Dowden. Camden House 1999. "Der Zauberberg" kom út 1924. Hugmyndin að verkinu mótaðist með honum um 1912 og hann tók að sökkva sér í ritun þess 1915. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

UMHVERFISMAT

Þeim hefur fækkað farfuglunum í takt við fjölgun laufblaða undir fótum ferðalangs Hann lítur sér nær hálendisperlu í stríði við umhverfismat virkjunar Annað óhuggandi: Hjarðir hreindýra í sigtinu flýja hvellinn frá byssukúlum Fuglar finna veg allrar... Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 521 orð | 3 myndir

VESTUR-ÍSLENZKT DAGATAL

Í VERZLUNINNI Hjá Magna á Laugavegi 15 kennir margra grasa sem safnarar og grúskarar hafa unun af að gaumgæfa. Magni R. Meira
13. nóvember 1999 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð | 1 mynd

Ævintýratónleikar fyrir börn á KalEvala

Í NORRÆNA húsinu á morgun, sunnudag kl. 13, verða ævintýratónleikar, Lyyran tähtikuvio og Vega, í tengslum við Kalevaladagskrá sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Í fréttatilkynningu segir að tónleikarnir séu jafnt fyrir börn og fullorðna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.