Greinar laugardaginn 25. ágúst 2001

Forsíða

25. ágúst 2001 | Forsíða | 97 orð | 1 mynd

Hersýning á sjálfstæðisafmæli

TUGÞÚSUNDIR manna fylgdust í gær með stærstu hersýningunni í sögu Úkraínu, sem haldin var í tilefni þjóðhátíðardags landsins. Meira
25. ágúst 2001 | Forsíða | 274 orð

Kosningaráðgjafi rekinn

IAIN Duncan Smith, sem keppir um það við Kenneth Clarke að verða næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins, átti heldur í vök að verjast í gær er upplýst hafði verið, að einn ráðgjafa hans tengdist þjóðernissinnuðum öfgaflokki. Meira
25. ágúst 2001 | Forsíða | 99 orð | 1 mynd

Ók ofan í skurð

BOEING 747-400-þotu frá Saudi Arabian-flugfélaginu var ekið ofan í frárennslisskurð fyrir monsúnregnvatn á flugvellinum í Kúala Lúmpúr í Malasíu og sat hún þar föst í gær. Engan sakaði. Meira
25. ágúst 2001 | Forsíða | 93 orð

"Síestan" eykur framleiðni

SÍESTAN, eftirmiðdagshvíldin sem tíðkast í hinum spænska menningarheimi, hefur á norðlægari slóðum oft verið talin til marks um leti og litla vinnusemi. Ný rannsókn leiðir þvert á móti í ljós að síestan er afkastahvetjandi og eykur framleiðni. Meira
25. ágúst 2001 | Forsíða | 114 orð | 1 mynd

Reyndi það sama og Hákon

HARALDUR Noregskonungur sagði í gær í viðtali við norskt dagblað að hann gerði sér grein fyrir því að sumir landa hans hefðu efasemdir um brúðkaup Hákonar krónprins og Mette-Marit Tjessem Høiby, en þau verða gefin saman í dómkirkjunni í Ósló í dag. Meira
25. ágúst 2001 | Forsíða | 285 orð

Samið um fjölda afhentra vopna

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) og albanskir skæruliðar í Makedóníu komust í gær að samkomulagi um fjölda þeirra vopna sem skæruliðar hyggjast láta af hendi í tengslum við friðarsamninga. Meira

Fréttir

25. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 244 orð | 1 mynd

30 manna hópur í skoðunarferð í Héðinsfjörð

Um 30 manns fóru í átta tíma Héðinsfjarðarferð sl. miðvikudag. Það voru einstaklingar frá Ólafsfirði og Siglufirði, m.a. bæjarstjórar og bæjarfulltrúar, fulltrúar frá Vegagerðinni, Náttúruverndarsamtökum, Skipulagsstofnun og landeigendum í Héðinsfirði. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐIÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd: Samvinnuferðir/Landsýn vilja leiðrétta þann misskilning sem fram kemur í grein Jónasar Garðarssonar í Morgunblaðinu hinn 24. ágúst sl. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

Athyglinni beint að gerendum

ALÞJÓÐLEG ráðstefna sem ber heitið "Hinir óbifanlegu - ofbeldismenn" verður haldin dagana 25. til 27. ágúst á Hótel Loftleiðum. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 162 orð

Ályktað um fíkniefnavandann

STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir um land allt til að leggja sérstaka áherslu á umfjöllun og aðgerðir gegn sívaxandi fíkniefnanotkun unglinga og jafnframt vinna skipulega að fræðslu og forvörnum í samvinnu við... Meira
25. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Baldvin Valdemarsson framkvæmdastjóri

BALDVIN Valdemarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri og hefur hann þegar tekið til starfa. Meira
25. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 437 orð | 1 mynd

Bílastæðageymsla neðanjarðar gagnrýnd

Á FUNDI skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkurborgar sl. miðvikudag var deiliskipulag fyrir svokallaðan Barónsreit samþykkt og málinu vísað til borgarráðs. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

BJÖRN HÖGDAHL

BJÖRN Högdahl, fyrrverandi forstjóri Norðuráls á Grundartanga, lést á sjúkrahúsi í Ósló 19. ágúst síðastliðinn, 67 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Björn var fæddur 22. febrúar 1934 í Kristiansand í Noregi. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Byggt við dvalarheimilið í Stykkishólmi

MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Nýr borðsalur var tekinn í notkun. Hann var stækkaður með viðbyggingu úr gleri. Þá var eldhúsið endurnýjað og öllum tækjum skipt út. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Börn kynnast grunnþáttum efnahagslífsins á leikni.is

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði í gær nýjan lífsleiknivef fyrir börn, leikni.is. Vefurinn er gagnvirkur og er ætlaður fyrir börn á aldrinum 8-12 ára til notkunar jafnt í skólastarfi sem leik. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

Eigið fé Aco-Tæknivals neikvætt um 66 millj.

ACO-Tæknival hf. birti fyrsta uppgjör sitt í gær í kjölfar sameiningar félaganna. Tap af rekstrinum fyrir skatta nam 917 milljónum en tap tímabilsins eftir skatta nam 664 milljónum. Lækkunin skýrist af 253 milljóna tekjufærslu reiknaðs tekjuskatts. Meira
25. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 497 orð

Ekki greitt með 5 ára börnum í einkaskólum

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi D-lista, segir óeðlilegt að borgaryfirvöld greiði ekki með fimm ára börnum í einkaskólum eins og greitt er með jafnöldrum þeirra í leikskólum. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Erfitt að fá óperur fluttar hér

ÍSLENSK tónskáld eiga erfitt með að fá óperur sínar settar upp í stóru leikhúsunum á Íslandi, Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni og Borgarleikhúsinu. Meira
25. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Ferjurekstur boðinn út

VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tilboðum í rekstur tveggja ferja á Eyjafirði. Annars vegar er um að ræða rekstur Grímseyjarferju en um er að ræða ferjuleiðina Dalvík-Grímsey-Hrísey með ferjunni Sæfara. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2002 til 2004. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fjallað um jákvæð og neikvæð áhrif framkvæmda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Skipulagsstofnun: "Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið um að í úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar sé fjallað um athugasemdir eða gagnrýni sem fram... Meira
25. ágúst 2001 | Suðurnes | 97 orð

Flugdrekahátíð fyrir sex ára börn

FORVARNARVERKEFNIÐ Reykjanesbær á réttu róli stendur fyrir flugdrekaskemmtun í dag, á túninu við Stapann í Njarðvík. Skemmtunin fer fram í samvinnu við Félag foreldra í grunnskólum í Reykjanesbæ og Tómstunda- og íþróttaráð. Skemmtunin er fyrir alla. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð

Flugi til Eyja verði haldið áfram

FERÐAMÁLASAMTÖK Vestmannaeyja harma ákvörðun Flugfélags Íslands að hætta flugi til Vestmannaeyja í haust. Var ályktun þessa efnis samþykkt á fundi samtakanna nýverið. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð

Frítekjumark hækkar um 6,6%

FRÍTEKJUMÖRK almannatrygginga hækka um 6,6% frá næstu mánaðamótum, samkvæmt ákvörðun Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, en launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 6,6% milli áranna 1999 og 2000. Meira
25. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Fyrrverandi byltingarsinni gerist friðflytjandi

JOSCHKA Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur að undanförnu gegnt stóru hlutverki í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum, en fyrir hans milligöngu hafa Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, meðal annars... Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

Gert við Mánatind á Ísafirði

VIÐGERÐIR á togskipinu Mánatindi SU 359 munu gerðar hjá Skipanausti ehf. á Ísafirði, að því er kemur fram á fréttavef Bæjarins besta í gær. Skipið kom til Ísafjarðar á fimmtudagskvöld. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 181 orð

Göngudagur SPRON og FÍ

SUNNUDAGINN 26. ágúst er komið að göngudegi SPRON og FÍ. Í þetta sinnið verða tveir valkostir í boði. Annars vegar verður gönguglöðum boðið í fjölbreytta gönguferð frá Hveragerði til Þingvalla. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð

Gönguferðir og barnagaman á Þingvöllum

UM HELGINA verður ýmislegt í boði fyrir gesti þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í dag, laugardag, verður barnastund í furulundinum þar sem náttúran verður skoðuð í gegnum leiki, liti og lúpur. Safnast verður saman við furulundinn klukkan 13. Meira
25. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Hebron í herkví

Ísraelskir skriðdrekar lögðu undir sig hluta Hebron-borgar á Vesturbakkanum í gær, eyðilögðu byggingar og upprættu akurlönd. Var það gert til að hefna þess að skotið var á ísraelskan dreng í einni af nýbyggðum gyðinga. Þessi börn eru meðal 30. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

HELGI SÍMONARSON

HELGI Símonarson frá Þverá í Svarfaðardal lést í gær, föstudaginn 24. ágúst. Helgi fæddist 13. september 1895 í Gröf í Svarfaðardal og vantaði því ekki nema tæpar þrjár vikur upp á að ná 106 ára aldri. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 236 orð

Hluta skulda verði breytt í lán með breytirétti í hlutafé

TILLÖGUR liggja fyrir um endurfjármögnun Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem meðal annars rekur SkjáEinn. Þær fela í sér að skuldum verði breytt í lán með breytirétti í hlutafé að upphæð 220 milljónir kr. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Hringvegurinn bættur verulega í Suðursveit

AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að langþráðum vegaframkvæmdum hér í Suðursveit, og hefur mörgum þótt tími til kominn. Um er að ræða vegalagningu frá Tröllaskörðum og austur fyrir bæinn Smyrlabjörg, eða um 4,5 km. Meira
25. ágúst 2001 | Suðurnes | 453 orð | 1 mynd

Höfum kynnst mörgu góðu fólki í starfinu

"OKKUR hefur liðið vel í Sandgerði og við höfum kynnst mörgu góðu fólki, ekki síst í gegnum starfið," segir Jóhanna Konráðsdóttir sem látið hefur af starfi umboðsmanns Morgunblaðsins í Sandgerði. Meira
25. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Hörð átök í Kólumbíu

SEXTÁN manns féllu og tugir særðust í þremur sprengingum í Kólumbíu í gær. Ein varð í Santander-héraði, en meðlimir Þjóðfrelsishersins (ELN) voru að flytja sprengiefni í vörubíl og létust 15 þeirra þegar sprengjan sprakk óvænt. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Íbúðalánasjóður styrkir nýjungar

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR veitti á fimmtudag styrki til 13 verkefna sem stuðla að tækninýjungum og umbótum í byggingariðnaði, en styrkirnir eru veittir árlega í samræmi við ákvæði laga um húsnæðismál. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Íbúðarhús skemmdist í eldsvoða

ÍBÚÐARHÚS á Þórshöfn skemmdist talsvert í eldsvoða seinnipart miðvikudags. Húsið var mannlaust þegar kviknaði í og urðu ekki slys á fólki, en fjögurra manna fjölskylda býr í húsinu. Meira
25. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 211 orð | 1 mynd

Íbúðarlóðir skipulagðar

VÍÐA í Eyjafjarðarsveit, bæði austan og vestan Eyjafjarðarár, hafa verið skipulagðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og þá aðallega einbýlishús en einnig fyrir sumar- og orlofshús. Meira
25. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Játar "náið" samband

BANDARÍSKI þingmaðurinn Gary Condit viðurkenndi í sjónvarpsviðtali á fimmtudagskvöld að hafa átt í "mjög nánu" sambandi við Chöndru Levy, fyrrverandi lærling í Washington, en neitaði að hafa átt nokkra aðild að hvarfi hennar fyrir nærri fjórum... Meira
25. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

Kjúklingar boðnir með afslætti

ÓÐINN Svan Geirsson, verslunarstjóri Bónuss á Akureyri, sagði að verslunin væri þessa dagana að selja heila ferska kjúklinga frá Holtakjúklingum á 389 kr. kílóið og það væri jafnframt besta verðið sem í boði væri. Meira
25. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 232 orð

Kosið á Fiji-eyjum

GEORGE Speight, leiðtogi uppreisnarmanna á Fiji-eyjum fer úr skónum áður en hann stígur um borð í bát sem flutti hann aftur í fangelsi á eynni Nukulau í gær, eftir að hann kom fyrir rétt í höfuðborginni Suva. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð

Landsmót URKÍ í Vestmannaeyjum

ANNAÐ hvert ár heldur Ungmennahreyfing Rauða krossins landsmót. Að þessu sinni verður það í Vestmannaeyjum helgina 14.-16. september. Fjölbreyttar uppákomur og fræðsla verður í boði fyrir ungt fólk. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 436 orð | 2 myndir

Laxveiðinni afar misskipt milli landshluta

LAXVEIÐINNI er afar misskipt á milli landshluta. Sums staðar er beinlínis léleg veiði, annars staðar mjög góð veiði en segja má þó að rigningin í vikunni hafi glætt gang mála á svæðum þar sem veiði hafði dalað verulega. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð

Leiðrétt

Rúm fyrir einn á röngum degi Í blaðinu sl. fimmtudag var rangt farið með sýningardag á leikritinu Rúm fyrir einn sem sýnt er í Hádegisleikhúsinu, Iðnó. Fyrsta sýning eftir sumarfrí er næstkomandi föstudag, 31. ágúst . Beðist er velvirðingar á... Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 786 orð | 1 mynd

Leið til ábyrgðar

Jeff Grumley fæddist í Eugene, Indíana í Bandaríkjunum. Hann stundaði sálfræðinám og lauk doktorsprófi í þeirri grein í Chicago. Hann hefur starfað við sína sérgrein um árabil á eigin stofu, hann hefur haft umsjón með meðferðarstofnun fyrir unglinga og sem ráðgefandi sérfræðingur í skólum og bæjarhverfum. Hann er kvæntur Therese Erickson Grumley, þau eiga fjögur börn. Meira
25. ágúst 2001 | Suðurnes | 225 orð

Leita eftir svörum ráðherrans

STJÓRN Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ákveðið að óska eftir fundi með iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna nýs byggðakorts. Mun stjórnin leita svara ráðuneytisins við ákveðnum atriðum. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lýsir yfir framboði

ÓLAFUR Örn Haraldsson alþingismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum 2003, en þá verður Reykjavík tvö kjördæmi Reykjavík norður og Reykjavík suður. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð

Námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja

MEÐAL þess sem boðið er upp á í fjölbreyttri starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði eru vikunámskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Nokkrir komast að á næsta námskeið sem hefst 23. september, en gert er ráð fyrir 10 manns í hverjum hópi . Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 98 orð

Námskeið um vesturfara

ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga stendur fyrir námskeiði um landnám Íslendinga í Vesturheimi á vesturfaratímabilinu. Fjallað verður um tilraunir Íslendinga til landnáms víðsvegar um Bandaríkin og Kanada, en einnig verða aðrir þættir þessa tímabils skoðaðir. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 166 orð

Náttúruvernd kærir ekki

NÁTTÚRUVERND ríkisins mun ekki leggja fram kæru vegna náttúruspjalla á viðkvæmum gróðri við Lakagíga af völdum umferðar hestamanna þar um slóðir um verslunarmannahelgina. Ástæðan er sú að málið er þegar í rannsókn sýslumannsins á Vík í Mýrdal. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 489 orð

Nefnd fjallar um framtíð grágæsastofnsins

SIV Friðleifsdóttir, samgönguráðherra, segir að búið sé að skipa nefnd sem muni skoða vandlega til hvaða aðgerða þurfi að grípa gegn hugsanlegri ofveiði á grágæs ef niðurstaðan verði á annað borð sú að grípa þurfi til einhverra aðgerða vegna veiðanna. Meira
25. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 270 orð

Nemendur við MA ekki verið fleiri í áratug

AÐSÓKN að Menntaskólanum á Akureyri er mjög mikil í vetur og hafa nemendur ekki verið fleiri í heilan áratug. Alls verða 630 nemendur í fullu námi við skólann og þar af 190 nýnemar á fyrsta ári. Meira
25. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 65 orð

Ný brú yfir Lækinn í burðarliðnum

FRAMKVÆMDUM við Lækinn í Hafnarfirði miðar vel áfram og voru þessir piltar önnum kafnir við vinnu sína í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Verið er að gera nýja brú yfir lækinn og er hún helmingi lengri en sú sem fyrir var. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Nýtt útivistarsvæði í Esjuhlíðum

GUÐNI Ágústsson, landbúnaðarráðherra, vígði í gær nýtt þúsund hektara útivistarsvæði í Esjuhlíðum, en hann gróðursetti tré á svæðinu af þessu tilefni. Búið er að skipuleggja útivistarsvæðið og mun Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa umsjón með því. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Oddi styrkir skógrækt skáta við Úlfljótsvatn

Í ÁGÚST ætlar Prentsmiðjan Oddi hf. að gefa 10 kr. af verði hverrar seldrar pakkningar af Odda-fjölnotapappír til skógræktar. Féð rennur til skáta sem reka sumarbúðir fyrir ungt fólk við Úlfljótsvatn og skal notað til skógræktar á staðnum. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 35 orð

Olís vinnur gegn tyggjóklessum

OLÍS hefur sagt tyggjóklessum stríð á hendur. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að teknar hafi verið í notkun sérstakar tyggjósköfur á öllum helstu þjónustustöðvum Olís. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ók á ofsahraða í þokunni

LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði 12 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Holtavörðuheiði í gær. Sá sem hraðast ók mældist á 128 km hraða og mun væntanlega sjá á eftir 20.000 krónum til ríkissjóðs. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 174 orð

Óskað verður eftir viðræðum við álitsbeiðendur

EKKI er útséð með hvernig brugðist verður við nýlegu áliti kærunefndar fjöleignarhúsamála sem taldi ólögmæta þá ákvörðun stjórnar Rekstrarfélags Kringlunnar að fjarlægja tvo rúllustiga í norðurhúsi Kringlunnar án þess að fyrir lægi afstaða félagsfundar. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 578 orð | 4 myndir

"Fríið hefði mátt vera lengra"

ÞAÐ var mikið um að vera í grunnskólum höfðuborgarinnar og sjálfsagt víðar í gær þegar skólar voru settir og börnin mættu í fyrsta sinn í haust. Meira
25. ágúst 2001 | Miðopna | 2861 orð | 2 myndir

"Snúum nú aftur inn í fjölskyldu Evrópuþjóða"

Tíu ár eru liðin frá því að Eistland, Lettland og Litháen losnuðu undan oki Sovétríkjanna og endurheimtu sjálfstæði sitt. Ísland varð fyrst ríkja til að endurnýja stjórnmálasamband við þessar þjóðir þegar utanríkisráðherrar landanna skrifuðu undir yfirlýsingar þar að lútandi í Reykjavík 26. ágúst 1991. Ómar Friðriksson rifjar upp þessa atburðarás og stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ráðstefna Samtaka um landbúnað á norðurslóðum

FJÓRÐA aðalráðstefna Samtaka um landbúnað á norðurslóðum, Circumpolar Agricultural Association (CAA), er á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og fleiri aðila innan nýstofnaðrar Íslandsdeildar CAA. Meira
25. ágúst 2001 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Ráðstefna um landbúnað

FJÓRÐA aðalráðstefna Samtaka um landbúnað á Norðurslóðum (Circumpolar Agricultural Association: CAA) verður haldin á Akureyri í næstu viku, en hún er á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og fleiri aðila innan... Meira
25. ágúst 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 321 orð

Reglur eru í endurskoðun

FORMAÐUR fræðsluráðs vísar á bug þeim ásökunum Kjartans Eggertssonar, skólastjóra Tónskóla Hörpunnar, að Reykjavíkurborg hyggist halda áfram að mismuna tónlistarskólum í borginni þrátt fyrir tilmæli samkeppnisráðs um breytingar þar á. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Reykjavegur með Útivist

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer á sunnudaginn 26. ágúst í 7. ferð af 10 um Reykjaveginn. Gengið frá Bláfjöllum og austur fyrir þau um Leiti að Lambafelli við Þrengslavegamót. Þetta er um 6 klst. ganga og er verð 1.500 kr. fyrir félaga og 1.700 kr. fyrir aðra. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð | 2 myndir

Risahákarl í netin

GRÍÐARSTÓR beinhákarl kom í netin hjá Hjördísi NS 92, nánast við bryggju á Bakkafirði á dögunum. Var hann á milli 8 og 10 metrar á lengd. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sendiráð Bandaríkjanna lokað

FÖSTUDAGINN 31. ágúst og mánudaginn 3. september verður sendiráð Bandaríkjanna lokað. Af því tilefni viljum við benda á að ekki verður tekið á móti umsóknum fyrir vegabréf eða vegabréfsáritanir þessa daga. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 65 orð

Símenntun á Netinu

SAMVIL ehf. býður upp á símenntunarnámskeið á Netinu. Eftirfarandi námskeið eru í boði á haustmisseri 2001: "Námskeið í vefsíðugerð (FrontPage/Netscape Composer). Námskeið í glærugerðarforritinu PowerPoint. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Skipað í tvö embætti

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað í embætti forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins og þjóðminjavarðar til fimm ára að telja frá 15. október næstkomandi. Dr. Meira
25. ágúst 2001 | Erlendar fréttir | 308 orð

Spá miklum jarðskjálfta í Himalajafjöllum

GÍFURLEGUR jarðskjálfti að styrkleika átta á Richter eða meira mun líklega verða meðfram jaðri Himalajafjallgarðsins í náinni framtíð og stafar rúmlega 50 milljónum manna hætta af þessum sökum. Stórborgir í Indlandi, Nepal, Pakistan, Bangladesh og Butan eru innan hættusvæðisins. Vísindamenn greindu frá þessu í tímaritinu Science í gær. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 242 orð

Spurt um viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalánasjóðs

STJÓRN Félags fasteignasala hefur beint fyrirspurn til félagsmálaráðherra varðandi nýjar reglur um viðmiðun lánsfjárhæða Íbúðalánasjóðs, en nýtt brunabótamat tekur gildi 15. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Stefnt er að stefnumóti þrista næsta ár

TVEIR norrænir "þristar", flugvélar af gerðinni DC-3, voru á flugsýningu í Roskilde í Danmörku um síðustu helgi. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 95 orð

Stjórn SSA heimilt að kæra úrskurðinn

SAMÞYKKT var á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í gær að veita stjórn SSA heimild til að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun. Mikill meirihluti fundarmanna var þessu samþykkur en þrír greiddu atkvæði á móti. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 738 orð

Stóraukið fjármagn til grunnskóla borgarinnar

TÖLUVERÐRA breytinga er að vænta á skólahaldi í Reykjavík í vetur að því er fram kom á blaðamannafundi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í gær. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

Sumarslátrun hefur farið vel af stað

SLÁTURFÉLAG Suðurlands á Selfossi er meðal þeirra fyrirtækja sem hafa hafið sumarslátrun sauðfjár en hún hófst í lok júlí. Að sögn Hermanns Árnasonar, stöðvarstjóra á Selfossi, gengur sláturvertíðin vel. Hermann telur að búið sé að slátra um 4. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 163 orð

Sveitarstjórnir hvattar til vímuvarna

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hinn 17. ágúst sl. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Sýningarpláss á Heimilið 2001 uppselt

ÖLL sýningarpláss á sýningunni Heimilið í Laugardalshöllinni eru nú uppseld og sýningaraðstaða á Islandica 2001 er einnig langt komin með að fyllast. Meira
25. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 125 orð | 1 mynd

Tíuþúsundasti gestur sumarsins kom í vikunni

Í VIKUNNI kom tíuþúsundasti gestur sumarsins í Hvalamiðstöðina á Húsavík. Það reyndist vera belgísk fjölskylda frá Antwerpen, Nauwelaers að nafni. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 199 orð

Tuttugu námskeið á vegum Greiningarstöðvar

KOMIN er út námskrá Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir haustmisseri 2001. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tækifæri skapast fyrir íslensk fyrirtæki með aðild Póllands að ESB

FUNDUR um nýja möguleika í viðskiptum Póllands og Íslands verður haldinn í húsakynnum Verslunarráðs Íslands mánudaginn 27. ágúst 2001 kl. 14.45. Meira
25. ágúst 2001 | Suðurnes | 81 orð

Undirbúa stækkun leikskóla

SKIPAÐUR hefur verið starfshópur á vegum Reykjanesbæjar vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Úrvalsvísitalan undir 1.000 stig

HLUTABRÉF lækkuðu verulega í verði á Verðbréfaþingi Íslands í gær og fór úrvalsvísitalan niður fyrir þúsund stig. Lækkaði vísitalan um 2,5% og er 988 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri frá áramótunum 1997-98 en þá var hún sett á þúsund stig. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 794 orð

Útskrift á samskiptum flugturns

FRIÐRIK Þór Guðmundsson, einn aðstandenda þeirra sem fórust í flugslysinu í Skerjafirði í ágúst 2000, hefur sent frá sér samantekt á samskiptum flugturnsins í Reykjavík (TWR) síðustu þrjár mínúturnar fyrir og næsta hálftímann eftir slysið. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Vandar sig við verkið

SELTA vinnur lítið á nýmáluðum stálskipum og því má telja víst að þetta fley verði ekki ryðinu að bráð á næstunni. Málarinn vandar sig við verkið og þótt lítillega slettist á togvírana má láta sér fátt um finnast, þær verða fljótar að... Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Vandræði að tengjast fréttavef

VEGNA uppsetningarbreytinga á vefþjónum mbl.is hafa einhverjir lent í vandræðum við að ná sambandi við vefinn. Vandamálið felst í því hvernig Internet Explorer vistar vefstillingar og því þurfa þeir sem ekki ná sambandi við mbl. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 296 orð

Var á gangi í bænum þegar hún fékk fréttina

DREGIÐ var í Happdrætti Háskólans í gær og hlaut 25 ára gömul kona hæsta vinninginn, en 5 milljónir og 110 þúsund krónur komu í hennar hlut. Í samtali við Morgunblaðið sagðist vinningshafinn vera alveg í skýjunum. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 746 orð

Varð ekki var við að taskan þyngdist um sex kíló

BRETINN, sem stöðvaður var með tæplega sex kíló af hassi í ferðatösku sinni í Leifsstöð 8. júlí sl., hélt fast við framburð sinn fyrir dómi í gær um að einhver eða einhverjir hefðu komið hassinu fyrir í ferðatöskunni án þess að hann yrði þess var. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 118 orð

Vegir að lagast eftir flóðin á Austfjörðum

VEGASAMBAND á Austfjörðum er óðum að komast á aftur eftir skemmdir af völdum flóða og skriðufalla á þriðjudag og miðvikudag. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Viðbragðsástand vegna bilunar í flugvél

SLÖKKVILIÐ, lögregla og sjúkralið voru í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli í gær vegna tilkynningar um leka í glussakerfi íhjólabúnaði Fokkervélar Flugfélags Íslands á leið frá Kulusuuk í Grænlandi. Í vélinni voru 33 manns að meðtaldri áhöfn. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vitni vantar að ákeyrslu

HINN 21. ágúst s.l. á milli kl. 14.55 til 15.20 var ekið á bifreiðina XM-455, sem er Nissan rauð fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaust í stæði við Hverfisgötu 29. Meira
25. ágúst 2001 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Yfirmannaskipti hjá Flotastöð varnarliðsins

NÝR yfirmaður, Dean Kiyohara kafteinn, tók við stjórn Flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í gær, 24. ágúst. Flotastöðin annast rekstur flugvallarmannvirkja og þjónustustofnana á Keflavíkurflugvelli. Meira
25. ágúst 2001 | Landsbyggðin | 328 orð | 1 mynd

Æ fleiri skoða Blönduvirkjun

RÁN Jónsdóttir heitir nýr stöðvarstjóri Blönduvirkjunar og tók hún við því starfi 1. júlí. Rán, sem starfað hefur hjá Landsvikjun í sjö ár, mest við áætlanir um uppbyggingu raforkukerfisins, er gift Skúla Pálssyni og eiga þau tvo syni. Meira

Ritstjórnargreinar

25. ágúst 2001 | Staksteinar | 414 orð | 2 myndir

Iðnaður og vextir

Taprekstur, minnkandi lánstraust og fáránlega háir vextir munu fyrirsjáanlega verða banabiti einhverra fyrirtækja. Þetta segir í Íslenzkum iðnaði. Meira
25. ágúst 2001 | Leiðarar | 881 orð

SJÁLFSTÆÐI EYSTRASALTSRÍKJANNA

Áratugur er á morgun liðinn frá því að Ísland stofnaði fyrst ríkja formlega til stjórnmálasambands við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Meira

Menning

25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Engin slæm tíðindi

ÞEIR einstaklingar sem hafa fengið nóg á stöðugu flæði slæmra frétta af heimsbyggðinni geta líklega andað léttar við þær fregnir að Dúndurfréttir láta ávallt annað slagið að sér kveða. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 594 orð

Fallegar jarðarfarir

JARÐARFARIR eru ekki lengur nauðsynlega leiðinlegar eða sorglegar. Hin barnunga sveit The Funerals hefur lagt sitt af mörkum, með nafngiftinni einni saman, til að ljá þessum dauðadæmdu athöfnum mannúðlegri blæ. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 188 orð | 1 mynd

Five verða Four?

SVO VIRÐIST sem lausung ríki í heimi strákahljómsveitanna þessa dagana. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Furðusterkur van Damme

**1/2 Leikstjóri: Ringo Lam. Aðalhlut-verk: Jean Claude van Damme, Michael Rooker. Bandaríkin, 2001. (90 mín.) Myndform. Bönnuð innan 16 ára. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Glettin og kankvís

*** Leikstjóri: Patricia Rozema. Aðalhlutverk: Frances O'Connor, Jonny Lee Miller. (107 mín.) Bandaríkin/Bretland, 1999. Skífan. Öllum leyfð. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Gorillaz með stjörnustæla

ÆRINGJARNIR í Gorillaz hafa nú sannað fyrir heiminum að teiknimyndapersónur hafa svo sannarlega hugmyndaflug. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Harrison Ford skilur við frúna

LEIKARINN Harrison Ford og eiginkona hans til 18 ára, Melissa Mathison, hafa nú ákveðið að skilja að skiptum. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 502 orð | 2 myndir

Hálfgerður útlendingur

Ívar Örn Kolbeinsson hefur verið búsettur í New York síðastliðin þrjú ár og hefur spilað á mörgum stærstu klúbbum borgarinnar. Ingvi Matthías Árnason ræddi við Ívar í stuttri heimsókn þess síðarnefnda hingað til lands fyrir stuttu. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 84 orð | 3 myndir

Ítölsk menning í Húsi málarans

FERÐAMÁLARÁÐ borgarinnar Asti á Ítalíu, Asti Turisimo, hélt á dögunum vín- og ferðakynningu í Húsi málarans. Asti er þekktust fyrir vínhéruð sín þaðan sem margar af helstu léttvínstegundunum eru runnar. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 390 orð | 1 mynd

Jarðarber, Frank Sinatra og ættjarðarást

ÞORVALDUR Davíð Kristjánsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann fór með hlutverk Bugsy Malone í samnefndum söngleik og lék í leikritinu Sölku Völku, þar sem hann fór með hlutverk Arnaldar, svo fátt eitt sé nefnt. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 222 orð | 1 mynd

Kallar fram íslenska menningu

KANADÍSKI listmálarinn Louise Jonasson opnar á mánudag kl. 17 sýningu sem ber yfirskriftina Minningar um ey eða Island Souvenir í miðrými Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 44 orð | 2 myndir

Kristinn og Jónas á Egilsstöðum

KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Egilsstaðakirkju á sunnudag kl. 17. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Lífið er saltfiskur

** Leikstjóri: Gina Prince-Bythewood. Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Sanaa Lathan. 116 mín., Bandaríkin, 2000. Skífan. Öllum leyfð. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Með vífið í lúkunum á svið að nýju

SÝNINGAR hefjast á ný í Borgarleikhúsinu í kvöld á gamanleiknum Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney sem frumsýnt var sl. vor. Efni verksins hefur verið snúið upp á íslenskar aðstæður og þýtt af Árna Ibsen. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Mennskir leigubílar

** Leikstjórn: Allan Moyle. Handrit: Christopher Pellham. Aðalhlutverk: Stephen Baldwin, Kyle McLachlan, Kim Coates. 110 mín., Bandaríkin, 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 80 orð

Njáluþing á Hvolsvelli

STOFNUN Sigurðar Nordals og Sögusetrið á Hvolsvelli gangast fyrir ráðstefnu um Njáls sögu í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, um helgina. Ráðstefnan hefst kl. 10 árdegis í dag og henni lýkur síðdegis á morgun. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 1138 orð | 2 myndir

Óplægður akur á vissum sviðum

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, hefur haft nóg að gera í nær fjögurra mánaða gömlu sendiráðinu í Ottawa. Steinþór Guðbjartsson settist niður með sendiherranum, sem var líka fyrsti sendiherra Íslands í Kína. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 688 orð | 1 mynd

"Þetta er bara eitt stórt partí"

"Sá dagur koma mun, þá er eldri verðum við. En hvað við viljum þá, er ei gott að sjá. Viltu mig og vil ég þig?" Birgir Örn Steinarsson náði í Rúnar Júlíusson, bassaleikara Hljóma, og athugaði málið. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 42 orð

Samsýning í Gula húsinu

LORTUR, myndlistardeild, opnar sína fyrstu samsýningu í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 í Gula húsinu á Frakkastíg. Meðlimir myndlistardeildarinnar eru Bjarni "massi", Davíð Örn og Kristján Leifur en þeir munu sýna ýmiss konar sjónverk. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 50 orð

Sjö myndlistarmenn í ASÍ

NÚ STENDUR yfir sýningin Fyrsta í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal. Um er að ræða sýningu sjö listamanna. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Starfsmenn Toyota taka lagið

SÍÐASTLIÐINN föstudag opnaði Toyota-umboðið nýuppgerðan sýningarsal í verslun sinni á Nýbýlaveginum. Af því tilefni söng kór starfsmanna Toyota-umboðsins nokkur lög, en kórinn nefnist einfaldlega Toyota-kórinn. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 43 orð | 1 mynd

Sticks'n' Sushi opnað í Kringlunni

SÍÐASTLIÐINN fimmtudag opnaði veitingastaðurinn Sticks'n'Sushi útibú í Nýkaupi í Kringlunni. Á hinum nýopnaða veitingastað verður viðskiptavinum boðið upp á fjölbreytt úrval sushi-rétta til að taka með sér. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Sýnir akrýlmyndir á striga í Fold

GUÐNI Harðarson opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16 í dag, laugardag, kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn Íhugun en þar eru um tuttugu verk unnin með akrýllitum á striga. Guðni er sjálfmenntaður í myndlist. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Tveggja tíma blanda

ÞAÐ ERU hinar einu sönnu Borgardætur sem ætla að skemmta gestum Jómfrúarinnar í dag eins og þeim einum er lagið. Eins og flestir vita eru það söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir sem mynda tríóið umrædda. Meira
25. ágúst 2001 | Fólk í fréttum | 266 orð | 1 mynd

Það sem okkur finnst gaman að spila

Annað kvöld ætla þeir Árni Heiðar Karlsson og Andrés Þór Gunnlaugsson að halda kveðjutónleika í Húsi málarans. Birta Björnsdóttir náði tali af þeim á æfingu. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarlíf | 174 orð | 1 mynd

Æfingar hafnar á Töfraflautunni

ÆFINGAR á Töfraflautunni eftir Mozart eru hafnar í Íslensku óperunni en frumsýning verður 22. september nk. Meira

Umræðan

25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 25. ágúst, er sjötug Bára Jónsdóttir, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Sigurður Hjartarson, á móti ættingjum og vinum í dag kl. Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 26. ágúst, verður áttræður Friðgeir Eiríksson, Mávahlíð 28, Reykjavík. Af því tilefni tekur hann á móti vinum og ættingjum í Víkingasal Hótels Loftleiða á afmælisdaginn milli kl.... Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. ágúst, verður 85 ára Vigdís S. Ólafsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. Vigdís er að heiman í... Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 135 orð

Danskir dagar

DÖNSKU dagarnir í Stykkishólmi eru liðnir í ár. Þeir voru bænum og þeim sem að þeim stóðu til mikils sóma og heyrði ég ekki annað en ánægju frá þeim sem ég talaði við. Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 486 orð

Gítarleikur í kartöflugarði

UNDIRRITAÐUR var staddur ásamt fleirum í brekkunni í Herjólfsdal 5. ágúst sl. þegar Árni Johnsem upphóf sinn árlega brekkusöng. Ekki ætla ég að ræða hér siðferðislegan rétt hans til starfans eftir persónulegt hret nú á sumarmánuðum. Meira
25. ágúst 2001 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Hjúkrunarheimili eða safn

Læknasamtökin og þjóðminjavörður, segir Magnús Erlendsson, þurfa greinilega að lagfæra sín samskipti. Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 800 orð

(II Sam. 4, 1.-2.)

Í dag er laugardagur 25. ágúst, 237. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner væri dauður í Hebron, féllust honum hendur, og allur Ísrael varð óttasleginn. Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 466 orð

MEÐAL áhugamanna um knattspyrnu hefur lánleysi...

MEÐAL áhugamanna um knattspyrnu hefur lánleysi Íslandsmeistara KR á þessu keppnistímabili verið eitt helsta umræðuefnið, sem von er. Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 570 orð

Menningarnótt 2001

MIKIÐ var um dýrðir á menningarnótt Reykjavíkurborgar sl. helgi. Meira
25. ágúst 2001 | Aðsent efni | 1211 orð | 1 mynd

Óháð, upplýst, gagnrýnin og sanngjörn umræða

Þrátt fyrir ósannindi Magnúsar í þessu efni hefur framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Kristján Ragnarsson, ekki neitað að ræða við hann, þannig að ljóst er að ekki hafa samtökin hafnað því að ræða við þennan mann. Meira
25. ágúst 2001 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

SKB 10 ára

Það hlýtur að koma að því, segir Benedikt Axelsson, að réttindi langveikra barna verði mannsæmandi. Meira
25. ágúst 2001 | Aðsent efni | 1205 orð | 1 mynd

Umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar

Samþykki Alþingi virkjunarlögin, segir Jónas Elíasson, taka þau gildi þrátt fyrir ákvæði laga um umhverfismat og úrskurð skipulagsstjóra. Meira
25. ágúst 2001 | Aðsent efni | 1077 orð | 1 mynd

Úrskurður Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun er ekki heimilt, segir Hreinn Loftsson, að leggjast gegn framkvæmd á þeirri forsendu að upplýsingar eða gögn skorti. Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir héldu nýlega hlutaveltu...

Þessir duglegu drengir héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar krabbameinssjúkum börnum og söfnuðust 5.015 krónur. Þeir heita Stefán Bragi Þorgeirsson og Stefán Ernir... Meira
25. ágúst 2001 | Bréf til blaðsins | 73 orð

ÞJÓÐVÍSA

Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans. Meira

Minningargreinar

25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1475 orð | 1 mynd

BALDUR SIGURJÓNSSON

Baldur Bernharð Sigurjónsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 5. mars 1910. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Pétursson smiður, f. 29.7. 1872, d. 12.2. 1960, og Sigríður Jónsdóttir húsmóðir,... Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1263 orð | 1 mynd

BALDVIN JÓNSSON

Baldvin Jónsson skipamiðlari fæddist í Reykjavík 22. janúar 1951. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Límassol á Kýpur hinn 16. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 24. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 2031 orð | 1 mynd

BERGÞÓR BERGÞÓRSSON

Bergþór Bergþórsson fæddist í Reykjavík 23. júlí 1940. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 463 orð | 1 mynd

ELÍN PÉTURSDÓTTIR

Elín Pétursdóttir fæddist á Akureyri 9. júní 1944. Hún lést í Landspítala - háskólasjúkrahúsi mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 23. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 2711 orð | 1 mynd

FINNBOGI G. LÁRUSSON

Finnbogi Guðmundur Lárusson fæddist í Vörum í Garði á Suðurnesjum 8. október árið 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Lárusson, f. í Mörk í Laxárdal, 30. okt. 1868, og Stefanía Ólafsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1753 orð | 1 mynd

GUÐJÓN SIGURJÓNSSON

Guðjón Sigurjónsson fæddist á Grímsstöðum í Vestur-Landeyjum hinn 14. nóvember 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Guðmundsson frá Hemlu, f. 21.3. 1898, d. 15.2. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 450 orð | 1 mynd

HRAFNKELL GUNNARSSON

Hrafnkell Gunnarsson fæddist í Kópavogi 22. september 1977. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 21. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 28. júní. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1831 orð | 1 mynd

JÓHANNA RAGNA EGGERTSDÓTTIR

Jóhanna Ragna Eggertsdóttir fæddist á Þorkelshóli, Víðidal í V-Húnavatnssýslu, 7. janúar 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eggert Þórarinn Teitsson, f. 10. maí 1899 í Haga í Þingi, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1284 orð | 1 mynd

KJARTAN JÓNSSON

Kjartan Jónsson fæddist á Brekku í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu 6. september 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ingimundarson, bóndi á Brekku, f. 22. mars 1863, d. 4. nóv. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 364 orð | 1 mynd

ÓLAFUR JAKOB FRIÐRIK ÓLAFSSON

Ólafur Jakob Friðrik Ólafsson fæddist á Ingjaldshóli á Hellissandi 29. september 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson frá Einarslóni undir Jökli, f. 16. janúar 1893, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 2036 orð | 1 mynd

ÓLI ÁGÚST ÞORSTEINSSON

Óli Ágúst Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 23. september 1963. Hann lést af slysförum 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 24. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 513 orð | 1 mynd

RÚTUR SNORRASON

Aðalsteinn Rútur Snorrason fæddist í Vestmannaeyjum 26. apríl 1918. Hann lést í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Holtsbúð 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 24. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1459 orð | 1 mynd

SAMÚEL ÓSVALD STEINBJÖRNSSON

Samúel Ósvald Steinbjörnsson byggingatæknifræðingur fæddist á Syðri-Völlum í Vestur-Húnavatnssýslu 17. nóvember 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 24. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
25. ágúst 2001 | Minningargreinar | 1690 orð | 1 mynd

STEFANÍA FINNBOGADÓTTIR

Stefanía Jósefína Guðfinna Finnbogadóttir fæddist 9. desember 1919 á Minni-Bakka í Skálavík í Hólshreppi. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 14. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 782 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390 55 21,528 Blálanga 130 73 111 1,032 114,904 Gellur 500 500 500 8 4,000 Gullkarfi 92 30 80 12,377 987,249 Hlýri 180 148 162 11,277 1,826,005 Keila 85 20 57 1,666 94,766 Langa 156 85 144 3,421 493,039 Langlúra 100 100... Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 180 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar ÁGÚST 2001 Mán.

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar ÁGÚST 2001 Mán.gr. Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Elli-/örorkulífeyrir hjóna 16.582 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32.566 Heimilisuppbót, óskert 15. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Greiðslustöðvun Kjötumboðsins framlengd

GREIÐSLUSTÖÐVUN Kjötumboðsins hefur verið framlengd til 20. nóvember. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 580 orð | 1 mynd

Hagnaður 57 milljónir króna

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. skilaði 57 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 339 milljónir króna. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra þrefaldast

HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins nam 120 milljónum króna fyrir skatta en var 41 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt árshlutauppgjöri voru vaxtatekjur alls 1. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 364 orð

Hagnaður Sæplasts dróst saman um meira en fimmtung

SÆPLAST hf. skilaði liðlega 5 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar nam hagnaður á fyrri hluta síðasta árs ríflega 23 milljónum króna. Hagnaður hefur því dregist saman um rúm 22% miðað við fyrra ár. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 388 orð | 1 mynd

Háess opnar Mango-verslun í Smáralind

SPÆNSKA fataverslanakeðjan Mango opnar 530 fermetra verslun í Smáralind 10. október. Mango er önnur stærsta verslanakeðja Spánar en rekstraraðili hennar hér á landi er Háess ehf. Mango selur fatnað, skó og fylgihluti fyrir konur á aldrinum 18 til 40 ára. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 91 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 988,60 -2,50 FTSE 100 5.471,90 1,40 DAX í Frankfurt 5.387,50 2,54 CAC 40 í París 4. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Markaðsvirði Íslandssíma hefur lækkað um 3,3 milljarða

EFTIR birtingu milliuppgjörs Íslandssíma lækkaði gengi bréfa félagsins úr 3,70 í 3,20 eða um 13,5%. Gengi bréfanna hélt áfram að lækka í gær eða um 7,8% og fór þá í 2,95 og hefur gengið ekki áður verið skráð lægra. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 357 orð

Opin kerfi með 203 milljónir í tap

TAP samstæðu Opinna kerfa nam rúmum 203 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, sem er 340 milljón króna viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra er hagnaður samstæðunnar nam tæplega 137 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 2. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. ágúst síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 719 orð

Tap Aco-Tæknivals nam 664 milljónum á tímabilinu

ACO hf. og Tæknival hf. voru sameinuð á árinu og því er hér um fyrsta sameiginlega uppgjör félaganna að ræða og samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og sjóðstreymi eru samanlagðar fjárhæðir úr ársreikningum félaganna. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Tap Hraðfrystistöðvarinnar þrefaldast

HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar var rekin með 104,9 milljón króna tapi á fyrri helmingi ársins samanborið við 32,2 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Meira
25. ágúst 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. Meira

Daglegt líf

25. ágúst 2001 | Neytendur | 73 orð | 1 mynd

Hvíld að byrja í skólanum

"NEI, bókakostnaður er ekki mikill hjá mér," sagði Elvar Már Ragnarsson, nemi í Iðnskólanum í Reykjavík, sem beið ásamt Ástu Særós Haraldsdóttir, nema í MH, í röðinni við skiptibókamarkað Eymundssonar í Kringlunni. Ásta sagðist eyða um 30. Meira
25. ágúst 2001 | Neytendur | 553 orð | 1 mynd

Kostnaður nýnema um 50-60 þúsund krónur

NÁMSBÓKAKOSTNAÐUR fyrir nemanda á fyrsta ári í framhaldsskóla er um 50-60.000 krónur ef keyptar eru nýjar bækur. Meira
25. ágúst 2001 | Neytendur | 85 orð | 1 mynd

Skiptir engu hvernig bækurnar líta út

"Já, þetta er dýrt," segja þeir Viðar Guðjónssen, nemi á öðru ári í MS, Ólafur Jens Ólafsson og Guðmundur Arnar Kristínarson í 5. bekk í Versló. Þeir segjast eyða 20-25.000 krónum í bækur með því að versla á skiptibókamarkaði. Meira
25. ágúst 2001 | Neytendur | 134 orð

Stuðlar ekki að jafnrétti til náms

"Ég tel engan vafa leika á að námsbókakaup eru verulegur fjárhagslegur baggi á mörgum framhaldsskólanemum og í sumum tilfellum foreldrum ef sumarhýra nemenda dugar ekki til," segir Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Meira
25. ágúst 2001 | Neytendur | 598 orð

Svali kemur ekki í stað ávaxta og grænmetis

FORELDRAR skólabarna á aldrinum 6-9 ára hafa undanfarna daga fengið í hendur bréf frá fyrirtækinu Vífilfelli þar sem mælt er með að börnin drekki Svala í skólanum. Þar segir meðal annars: "... Meira
25. ágúst 2001 | Neytendur | 100 orð | 1 mynd

Tímafrekt að kaupa bækurnar

"AUÐVITAÐ hlakka ég til að byrja í skólanum," segir Rósey Reynisdóttir sem er að byrja þriðja árið í MH. Henni finnst tímafrekt að kaupa bækurnar. Meira

Fastir þættir

25. ágúst 2001 | Fastir þættir | 851 orð | 1 mynd

Alþjóðlegi skákstigalistinn gefinn út niður í 1.000 stig

4.-10. sept. 2001 Meira
25. ágúst 2001 | Fastir þættir | 248 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÖRLÖGIN ætla NS að spila fjóra spaða, en það veltur síðan á kjarki mótherjanna hvort sá samningur spilast doblaður eða ódoblaður. Norður gefur; AV á hættu. Meira
25. ágúst 2001 | Fastir þættir | 911 orð

Honum Brynjólfi heitnum á Bóli var...

PRÓF. Jón G. Friðjónsson sendi mér bréf sem mér þótti betur fengið en ófengið. Ég leyfi mér að birta hér með þökkum meiri hluta þess og vek sérstaklega athygli á nýyrðunum sem koma í stað e. handout . Meira
25. ágúst 2001 | Fastir þættir | 506 orð | 1 mynd

Hversu hættuleg eru lyf fyrir fóstur?

Spurning: Mig langar að vita af hverju ekki er hægt að gefa konum lyf við ógleði og uppköstum á fyrstu mánuðum meðgöngu. Með fyrirfram þakklæti; ein ófrísk. Meira
25. ágúst 2001 | Í dag | 1280 orð | 1 mynd

(Lúk. 18).

Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. Meira
25. ágúst 2001 | Fastir þættir | 862 orð | 2 myndir

Sérstaða Íslands veitir einstök tækifæri

FYRIR RÉTTUM fimm árum fór fram hér á landi yfirgripsmikil augnrannsókn. Meira
25. ágúst 2001 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á Inline Czechia Cup mótinu í skákhátíðinni í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Páll Agnar Þórarinsson (2149) hafði svart gegn tékknesku skákkonunn Veru Medunovu (2225). 27... Rxc3! 28. Dc4 Rxe2 29. Dxe2 Hfe8 30. Df2 Hd3 31. h4 Bxg3+ 32. Meira
25. ágúst 2001 | Í dag | 984 orð | 1 mynd

Upphaf fermingarstarfs

ÞAU börn sem ætla að fermast vorið 2002 í Háteigskirkju eru boðuð til messu og skráningar kl. 11 á sunnudag. Fyrsta fræðslusamvera verður miðvikudaginn 29. ágúst. Meira
25. ágúst 2001 | Viðhorf | 792 orð

Ævintýrið

Sú dæmalausa dýrkun og aðdáun á kóngum, drottningum, prinsum og prinsessum sem Íslendingar geta orðið vitni að hjá nágrannaþjóðum sínum og fyrrverandi drottnurum er óskiljanleg. Meira

Íþróttir

25. ágúst 2001 | Íþróttir | 108 orð

Collina bað um treyju leikmanns

PIERLUIGI Collina, sem er líklega þekktastur fyrir hárleysi og litríkan stjórnunarstíl sem knattpyrnudómari, gæti verið í vandræðum vegna atviks sem átti sér stað að loknum leik tyrkneska liðsins Fenerbache og Glasgow Rangers frá Skotlandi. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 219 orð

Eyjamenn í Svíþjóð

KARLALIÐ ÍBV í handknattleik hélt í gær út til Svíþjóðar í æfingaferð fyrir komandi keppnistímabil. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 470 orð | 1 mynd

* FANNAR Ólafsson mun ekki leika...

* FANNAR Ólafsson mun ekki leika með íslenska körfuknattleikslandsliðinu gegn Finnum á laugardag en Fannar hélt utan til Bandaríkjanna á fimmtudag þar sem hann stundar nám. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

FH-ingar í forystu

BIKARMEISTARAR FH eru á góðri leið með að vinna bikarmeistaratitilinn áttunda árið í röð, en fyrri keppnisdagur 1. deildar bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins fór fram síðdegis í gær á Kópavogsvelli. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 454 orð | 1 mynd

* FRANSKA knattspyrnustjarnan og varaforseti franska...

* FRANSKA knattspyrnustjarnan og varaforseti franska knattspyrnusambandsins, Michel Platini , lýsti því yfir á dögunum í News of the World að hann vildi sjá Ar sene Wenger , knattspyrnustjóra Arsenal , sem þjálfara franska landsliðsins eftir næstu... Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 487 orð

Fylkismenn fara til Hollands

FYLKISMENN drógust á móti hollenska liðinu Roda JC í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða, en dregið var í gærmorgun. Leikið verður heima og heiman og fara leikirnir fram 13. og 27. september. Fylkir vann sem kunnugt er Pogon frá Póllandi í forkeppninni, samanlagt 3:2, og komst þar með í sjálfa aðalkeppnina. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 173 orð

Halldór fjórði í Akita

HALLDÓR B. Jóhannsson, þolfimikappi, varð í fjórða sæti á heimsleikunum sem fram fóru í Akita í Japan um síðustu helgi. Halldór fékk 16,780 stig og var ekki alls kostar sáttur við það enda ætlaði hann sér að ná lengra í mótinu. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 834 orð | 1 mynd

Harðasti leikurinn í Vesturbænum?

LOKASPRETTURINN í úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst af fullum krafti á sunnudaginn en þá og á mánudagskvöldið er 15. umferðin leikin. Nú hafa loksins öll liðin spilað jafnmarga leiki og betur hægt en áður að átta sig á stöðunni í deildinni. Hún skiptist í tvo hluta; ÍA, ÍBV, Fylkir og FH eru í baráttunni um meistaratitilinn en hin sex liðin eru öll í fallhættu og hvert stig héðan í frá getur skipt sköpum í þeim slag. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 341 orð

Haukur svar Íslands við Overmars

"HRAÐLESTIN Haukur Ingi Guðnason er svar Íslands við Marc Overmars," segir í inngangi fréttar norska blaðsins Romsdals Budstikke þar sem fjallað er um komu Keflvíkingsins til úrvalsdeildarfélagsins Molde nú í vikunni. Haukur Ingi hefur dvalið hjá félaginu við æfingar síðan á mánudag en kom aftur til Íslands seint í fyrrakvöld og gæti svo farið að Haukur verði lánaður til Molde frá Keflavík. Ekkert hefur þó verið ákveðið enn. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 77 orð

Heimsmet hjá Boulami

BRAHIM Boulami frá Marokkó setti í gærkvöldi heimsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi á gullmóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins sem fram fór í Brussel. Met Boulamis var 7:57,29 mínútur og bætti hann met Bernards Barmasais um 1,5 sekúndur. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 173 orð

KNATTSPYRNA Coca-Cola-bikar kvenna Bikarkeppni KSÍ, undanúrslit:...

KNATTSPYRNA Coca-Cola-bikar kvenna Bikarkeppni KSÍ, undanúrslit: FH - Valur 1:4 Guðrún Sveinsdóttir 90. - Soffía Ámundadóttir 67., Kristín Ýr Bjarnadóttir 69., Vilborg Guðlaugsdóttir 72., Dóra Stefánsdóttir 86. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 125 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: Coca Cola-bikar kvenna, undanúrslit:...

KNATTSPYRNA Laugardagur: Coca Cola-bikar kvenna, undanúrslit: Kópavogsvöllur: Breiðablik - KR 12 1. deild karla: Víkingsvöllur: Víkingur - KS 14 Dalvíkurvöllur: Dalvík - Þróttur R 16 2. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 164 orð

Risarnir ferðast austur

Dregið var í gær í 1. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Stórliðin AC Mílan, Inter, París Saint Germain og Valencia drógust öll gegn liðum frá austurhluta Evrópu. AC Mílan mætir BATE Borisov frá Hvíta Rússlandi og Inter mætir FC Brasov frá Rúmeníu. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 464 orð

Stórsigur Stjörnunnar

Stjarnan vann stórsigur á ÍR á heimavelli í gærkvöldi, 7:2, og eru Garðbæingar áfram í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir í 1. deild karla í knattspyrnu en ÍR-ingar áfram í fallsætinu. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 94 orð

Stúlknalandsliðið valið

ÓLAFUR Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari valdi í gær íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað stúlkum yngri en 19 ára sem tekur þátt í forkeppni Evrópumótsins í Búlgaríu 4.-11. semptember. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 398 orð

Stöðvar Liverpool sigurgöngu Bolton?

ENSKA úrvalsdeildin hefur farið vel af stað og óhætt er að segja að nýliðar deildarinnar hafi komið á óvart í upphafi leiktíðar. Guðni Bergsson og félagar í Bolton tróna á toppi deildarinnar en liðið kom sem kunnugt er upp í úrvalsdeildina á nýjan leik eftir nokkra veru í 1. deild. Tíu leikir fara fram um helgina og á mánudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Bolton nái í stig í viðureign sinni gegn Liverpool, en liðin mætast á mánudaginn heimavelli Bolton. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 416 orð | 1 mynd

Valskonur í bikarúrslit

VALUR er kominn í úrslit í bikarkeppni kvenna eftir 4:1 sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Er þetta í 12. sinn í sögu félagsins sem stúlkurnar leika til úrslita en Valur hefur sjö sinnum fagnað sigri í bikarkeppni KSÍ. Það ræðst ekki fyrr en í dag hvort Valskonur mæta Breiðabliki eða KR en liðin mætast á Kópavogsvelli í dag kl. 12. Meira
25. ágúst 2001 | Íþróttir | 146 orð

Þurfa að endurtaka leikinn

STJÓRN Knattspyrnusambands Evrópu hefur ákveðið að síðari leikur Lokomotiv Moskvu og Tirol Innsbruck skuli fara fram að nýju en viðureignin var hluti af forkeppni meistaradeildar Evrópu. Ástæða þess að liðin leika að nýju eru mistök dómara. Meira

Úr verinu

25. ágúst 2001 | Úr verinu | 436 orð

Einar Oddur fer með rangt mál

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður fari með rangt mál í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Meira
25. ágúst 2001 | Úr verinu | 163 orð | 1 mynd

Nýr bátur Ársæll SH 88

NÝR bátur kom til heimahafnar í Stykkishólmi um helgina. Hann hefur fengið nafnið Ársæll SH 88 og er í eigu Sólborgar ehf. í Stykkishólmi. Skipið er keypt frá Hornafirði og var í eigu Skinneyjar-Þinganess og hét þá Steinunn SF 10. Meira
25. ágúst 2001 | Úr verinu | 204 orð

Verðmæti kolmunna nærri 3 milljarðar

ÆTLA má að útflutningsverðmæti kolmunnaafla íslenskra skipa á þessu ári sé orðið hátt í 3 milljarðar króna. Kolmunnaafli ársins er nú orðinn um 210 þúsund tonn. Meira

Lesbók

25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 478 orð

AÐ REKJA ÞRÆÐI

Til þess að sameina" er frasi sem hefur velkst án samhengis í höfði mínu undanfarið eins og visið dægurlag. Þó er þarna samhengi, þykist ég vita, eitthvað hefur gripið mig og skilið frasann eftir í kollinum. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 870 orð | 5 myndir

ARKITEKT SEM ÞEKKIR ENGIN BÖNN

Byggingarlist er ríkjandi í sýningarhaldi safna New York-borgar í sumar. Til viðbótar við sýningar MoMA og Whitney-safnsins á verkum Mies van der Rohe gengst Guggenheim-safnið fyrir yfirlitssýningu á hönnun arkitektsins Franks O. Gehrys. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir að það dyljist engum sem hana skoðar hvers vegna arkitektinn hefur fengið á sig orð ólátabelgs. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1236 orð | 1 mynd

Á jeppa um öræfi

eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson. 256 bls. Útgefandi er Skerpla ehf. Reykjavík 2001. Verð kr. 3990. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 505 orð | 1 mynd

Á LISTANUM er þrjátíu og ein...

Á LISTANUM er þrjátíu og ein ópera. Af þeim hafa átján verið sýndar á Íslandi í fullri endanlegri gerð á sviði eða sínum miðli. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1170 orð | 1 mynd

ÁSTARTURN Í MENGUÐU MANNHAFI

Ný skáldsaga eftir franska rithöfundinn Michel Houellebecq kom út í París í gær, föstudag, og nefnist Plateforme. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 385 orð

Bannað að grilla í óperunni

SUMARÓPERUR við Glyndbourne hafa jafnan verið vinsæll menningarviðburður meðal efnameiri Breta sem eru reiðubúnir að greiða allt að 18.000 krónur fyrir miðann. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1051 orð

FRAMLENGING EYRANS OG MUNNSINS

MIG minnir að Guðmundur Finnbogason landsbókavörður segði einhvern tíma frá því að hann léti helst ekki líða neinn dag án þess að leita að heppilegu orði sem hann taldi að vantaði í íslenskuna um hugtök, atburði eða hluti. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 41 orð | 1 mynd

Frank O. Gehry

er ólátabelgurinn í heimi arkitektúrsins. Guggenheim-safnið í Bilbao, skrifstofubygging DG-bankans í Berlín, fiskurinn í ólympíuþorpinu í Barselónu og heimili hans sjálfs í Kaliforníu eru óræk vitni þess. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 385 orð | 2 myndir

Friðþæging McEwans

HINN ágæti breski rithöfundur Ian McEwan sendir frá sér nýja skáldsögu 21. september næstkomandi. Bókin heitir Atonement (Friðþæging) og hefst einn heitan sumardag árið 1935 þar sem þrjú ungmenni njóta sumarblíðunnar í garði sveitaseturs. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 428 orð | 7 myndir

GAGARALJÓÐ, LANGHENT OG NÝHENT

GAGARALJÓÐ hefur fjórar kveður í hverri línu og eru allar línur stýfðar. Endarímið er víxlrím eins og í ferskeytlu. Hátturinn virðist koma fyrst fyrir í Pontusrímum Magnúsar Jónssonar prúða (um 1525-1591) og verður síðan nokkuð vinsæll rímnaháttur. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 53 orð

HEIMA

Syngur í hjarta sumarsins dýrð sólvermd er jörðin öll. Náttúran öll er skarti skírð skínandi er klettahöll. Heillandi eru töfratjöld sem tendra í sálu eld. Heiðríkjan fær í huga völd um himneskt sumarkveld. Angan úr jörðu, andar þýtt ylvermdur... Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð | 1 mynd

Henning Carlsen

er einn athyglisverðasti kvikmyndagerðarmaður Dana. Kunnastur er hann fyrir heimildarmyndina "Dilemma" sem fjallar um aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku og myndgerð eftir Sulti Hamsuns. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 455 orð

HORFIÐ AUGNARÁÐ

MANNESKJAN talar; stundum talar hún ekki. Þegar henni er ógnað hniprar hún sig saman, blimskakkar augunum umhverfis sig; örvæntingarfull fer hún í keng, hringar sig utan um miðju örvæntingar. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 606 orð | 2 myndir

HVER ERU FÉLAGSLEG ÁHRIF HVÍTFLIBBAGLÆPA?

Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um hvað orðasambandið sjálfbær þróun merkir, af hverju asískt fólk er með skásett augu, hvaða reglur gilda um þéringar og uppruna orðatiltækisins lengi býr að fyrstu gerð. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð | 1 mynd

Íslensk ópera

Er hún til? Spyr Bergþóra Jónsdóttir og svarar játandi, rúmlega þrjátíu óperur hafa verið samdar á Íslandi. Íslensk tónskáld eiga hins vegar erfitt með að fá óperur sínar settar upp við stóru leikhúsin í landinu. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2429 orð | 3 myndir

ÍSLENSK ÓPERA?

Er íslensk ópera til? Jú, rúmlega þrjátíu óperur hafa verið samdar á Íslandi. En hvar eru þessi verk og hvers vegna sjáum við þau ekki? BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR leitaði til nokkurra tónskálda og spurði hvernig þeim gengi að koma óperum sínum á framfæri við leikhúsin á Íslandi. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð

Leiðinlegt

John Cage: Seventy-Four for Orchestra, Version I (1992), Seventy-Four for Orchestra, Version II. The Seasons- Ballet in One Act. Concerto for Prepared Piano and Chamber Orchestra (1950/51). Suite for Toy Piano (1948). Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 293 orð | 1 mynd

LIST OG RÍKI

Í nýjasta hefti The Economist er sérstök úttekt þar sem fjallað er um fjárstuðning við listir. Þar kemur fram að víða í Evrópu fer stuðningur ríkisins við listir minnkandi. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 580 orð | 2 myndir

LITIÐ YFIR LISTÞRÓUN Á ÖLDINNI

Það er ekki á hverjum degi að Íslendingum gefst færi á að kynna sér myndlist Eystrasaltslandanna í nútíð og fortíð einu og sömu helgina. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR kynnti sér tvær ólíkar sýningar á myndlist Eistlands, Lettlands og Litháen sem verða opnaðar í Listasafni Kópavogs og Norræna húsinu í dag. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð | 1 mynd

Michel Houellebecq

hefur skrifað nýja skáldsögu sem kom út í París í gær, föstudaginn 24. ágúst, og nefnist Plateforme . Houellebecq vakti gríðarlega athygli með skáldsögu sinni Öreindirnar sem kom út árið 1998. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 450 orð

NEÐANMÁLS -

I Það er orðið ákaflega sjaldgæft að útkoma nýrrar skáldsögu sé viðburður. Samt er skáldsagan háværasta bókmenntaformið. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 389 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun: Handritasýning opin 11-16 mánud.-laugard. Til 25.8. Borgarskjalasafn Rvíkur, Grófarhúsinu: Verk Svavars Guðnasonar. Til 9.9. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 4160 orð | 2 myndir

... OG LJÚFIR TÓNAR LIFNA Í HJÖRTUM

Henning Carlsen er eitt stærsta nafnið í danskri kvikmyndagerð. Hann hóf feril sinn á fimmta áratugnum með gerð heimildarmynda og "Dilemma", leikin heimildarmynd sem hann gerði á laun í Suður-Afríku í kringum 1960, vakti alþjóðlega athygli. 1966 sló hann rækilega í gegn með myndgerð sinni eftir skáldsögu Knut Hamsun, Sulti. Nýjasta leikna mynd hans, "Hver ætli sé að kyssa hana núna?", var gerð 1998. Hún verður sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld, laugardaginn 25. ágúst. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð | 1 mynd

Rímur kveðnar, tíðir sungnar og vikivaki stiginn í laumi

SVERRIR Guðjónsson kontratenorsöngvari og sönghópurinn Voces Thules verða gestir Alþjóðlegu tónlistarhátíðarinnar í Utrecht í Hollandi um helgina. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 631 orð | 2 myndir

Samspil hefðar og samtíma

NÆRVERA listar er yfirskrift samsýningar sem opnar í Norræna húsinu í dag, á vegum Menningarhátíðar Eystrasaltsríkjanna á Norðurlöndum. Þar sýna listamenn frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen verk byggð á gömlu handverki. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1224 orð | 1 mynd

SPARKAÐ Í SIÐFERÐI

Sýning Teatr Provisorum Lublin frá Póllandi á Ferdydurke eftir Witold Gombrowicz verður HAFLIÐA HALLGRÍMSSYNI að umfjöllunarefni í annarri grein hans um Edinborgarhátíðina. Gombrowicz er enn þann dag í dag talinn skelfir í pólsku menningarlífi, bæði sem rithöfundur og hugsuður. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

ÚR DJÚPINU

Á arnarvængjum ber þú mig, guð, upp yfir fjöllin. Sæll og óttalaus vaggast ég á öldum hins sólheiða bláma. Dalir og hnjúkar dyljast í móðu, grásvört hraun og gulbrúnir sandar - ljósgræn engi, glituð silfurvír glóblárra strauma. Meira
25. ágúst 2001 | Menningarblað/Lesbók | 536 orð | 1 mynd

Þráin eftir dýptinni

GUÐRÚN Vera Hjartardóttir sýnir um þessar mundir skúlptúra í gallerí@hlemmur.is. Yfirskrift sýningarinnar er "Rætur" og vísar titillinn til tengsla manneskju og náttúru. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.