Greinar miðvikudaginn 3. júlí 2002

Forsíða

3. júlí 2002 | Forsíða | 194 orð | 1 mynd

Aðvörunin barst of seint

SVISSNESK flugumferðarstjórnaryfirvöld viðurkenndu í gær að svissneskur flugumferðarstjóri hefði gefið rússneskri farþegaþotu fyrirmæli um að lækka flugið innan við einni mínútu áður en vélin rakst á aðra þotu yfir Suður-Þýskalandi á mánudagskvöldið með... Meira
3. júlí 2002 | Forsíða | 302 orð

Afganar fordæma árás Bandaríkjamanna

ABDULLAH Abdullah, utanríkisráðherra Afganistans, fordæmdi í gær árás bandarískra herflugvéla á þorp í suðurhluta Afganistans á sunnudag og sagði hann enga leið að afsaka eða réttlæta þennan verknað. Meira
3. júlí 2002 | Forsíða | 199 orð

Foreldrar í skammarkrókinn

BRESKA stjórnin hefur lagt til atlögu gegn foreldrum sem beita kennara ofbeldi og verður engin miskunn sýnd í þeim efnum. Meira
3. júlí 2002 | Forsíða | 102 orð

Fossett náði settu marki

ÆVINTÝRAMAÐURINN Steve Fossett er kominn á spjöld sögunnar en honum tókst í gær að verða fyrsti maðurinn til að fljúga einn umhverfis jörðina á loftbelg. Fossett, sem er 58 ára milljónamæringur frá Chicago, lagði af stað í flugið þann 19. Meira
3. júlí 2002 | Forsíða | 216 orð

Útbreiðsla alnæmis enn á upphafsstigum

ÞVÍ fer fjarri að sigur sé að vinnast í baráttunni við alnæmi, en meira en tuttugu milljónir manns hafa látist af völdum sjúkdómsins á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan hann gerði fyrst vart við sig. Meira
3. júlí 2002 | Forsíða | 93 orð | 1 mynd

Þjóðhetjum fagnað

BRASILÍUMENN fögnuðu nýjum heimsmeisturum í knattspyrnu innilega í gær er þeir sneru heim úr frægðarför til Suður-Kóreu og Japans. Meira

Fréttir

3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 171 orð | 2 myndir

50 handteknir fyrir að dreifa barnaklámi

FIMMTÍU manns voru handteknir í sjö Evrópulöndum, þar af 31 í Þýskalandi, í samræmdum aðgerðum gegn barnaklámhring á Netinu í gær, að sögn Europol og bresku lögreglunnar. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Að leik í straumharðri Þjórsá

ÞESSI kajakræðari var í hópi nokkurra sem urðu á ferð ljósmyndara í hvítfyssandi öldum Þjórsár neðan við Þjórsárbrú. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Anna Bretaprinsessa til Íslands

"ANNA Bretaprinsessa kemur til Íslands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, fimmtudaginn 4. júlí næstkomandi og verða þau heiðursgestir á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum um helgina. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 209 orð

Ágæt hugmynd en óraunhæf

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að ekki sé tímabært að huga að frekari jarðgangagerð en nú sé á vegaáætlun. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að um helgina voru stofnuð samtök um jarðgangagerð á Mið-Austurlandi. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Ánægja með upphaf mótsins

LANDSMÓT hestamanna á Vindheimamelum fer sannarlega vel af stað í fögru veðri þar sem hitamælar náðu að teygja sig upp í fimmtán gráðurnar og "Melarnir" skarta sínu fegursta. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 234 orð

Árekstrar í lofti afar sjaldgæfir

ÞRÁTT fyrir sívaxandi umferð í háloftunum eru árekstrar stórra farþega- og/eða vöruflutningavéla mun sjaldgæfari en aðrar tegundir flugslysa. Kemur þetta fram í rannsókn sem bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing lét gera fyrr á þessu ári. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 629 orð | 3 myndir

Báðar voru að lækka flugið til að forðast árekstur

SJÖTÍU og einn fórst er tvær þotur rákust saman á flugi yfir Suður-Þýskalandi í fyrrakvöld. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 881 orð | 1 mynd

Bjarga má milljónum mannslífa með núverandi þekkingu

Í nýrri verkefnaáætlun setur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fram leiðbeiningar um hvernig einstök lönd geta styrkt krabbameinsforvarnir, greiningu og meðferð. Jóhannes Tómasson sat blaðamannafund í Osló þar sem yfirmaður stofnunarinnar kynnti áætlunina. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 104 orð

Björgun lokið

TVÆR suður-afrískar þyrlur luku í gær við að bjarga síðustu mönnunum úr hópi rússneskra vísindamanna sem voru um borð í þýsku skipi sem situr fast í ís við Suðurskautslandið. Voru mennirnir fluttir um borð í s-afrískt björgunarskip. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 123 orð

Boð um viðræður afþakkað

BANDARÍKJASTJÓRN hefur afþakkað boð um að senda háttsettan embættismann til Norður-Kóreu í næstu viku vegna spennunnar milli kóresku ríkjanna eftir mannskæð átök milli nokkurra herskipa þeirra á laugardag, að sögn embættismanna í Washington í gær. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 178 orð

Byggð fyrir söfnunarfé en lokað vegna niðurníðslu

INNISUNDLAUG við Vonarland á Egilsstöðum sem byggð var fyrir söfnunarfé og í sjálfboðavinnu og afhent ríkinu til rekstrar fyrir um áratug hefur staðið ónotuð í marga mánuði vegna skorts á umhirðu og viðhaldi. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 365 orð | 2 myndir

Byrjar rólega í Vopnafirði

HELSTU ár Vopnafjarðar, Selá og Hofsá, voru opnaðar um miðja síðustu viku, en rólega gengur fyrir sig á bökkum beggja og aðeins örfáir laxar komnir á land, 3 fiskar úr Hofsá og eitthvað fleiri í Selá, en þó innan við tíu stykki. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Dreifði um 400 tonnum af áburði í sumar

FLUGVÉL Landgræðslu ríkisins, sem ber heitið Páll Sveinsson, hefur lokið störfum í sumar. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra tókust verkefni sumarsins giftusamlega. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 278 orð

Ekki verður röskun á högum starfsfólks

BANKASTJÓRAR Búnaðarbanka Íslands (BÍ), Sólon R. Sigurðsson og Árni Tómasson, sendu í gær starfsmönnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) bréf þar sem þeir leiðrétta mögulegan misskilning um framtíð starfsmanna SPRON hjá sameinuðu fyrirtæki,... Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð

Engin slys á fólki í hörðum árekstri

TVEIR fólksbílar skemmdust mikið í hörðum árekstri á mótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegar um áttaleytið í gærkvöld. Fjórir, sem í bílunum voru, hlutu minniháttar meiðsl og voru allir í beltum. Meira
3. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Fagna ákvörðun Skipulagsstofnunar

SAMTÖK um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, fagna þeirri ákvörðun Skipulagsstofnunar að skilyrða mat á umhverfisáhrifum námuvinnslu úr Ytri-Flóa Mývatns því að áform um námuvinnslu úr Syðri-Flóa verði lögð til hliðar. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fimm á sjúkrahús

FIMM manns voru fluttir á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi með minniháttar meiðsl eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatnamótum Lækjargötu í Hafnarfirði og Reykjanesbrautar laust eftir klukkan sjö í gærkvöld. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Flugmíluklúbbur Olís fyrir atvinnubílstjóra

HLEYPT hefur verið af stokkunum nýju tryggðarkerfi hjá Olíuverzlun Íslands hf. "Tryggðarkerfið, sem einkum er hugsað fyrir þá viðskiptavini sem hafa akstur að atvinnu, nefnist Flugmíluklúbbur Olís og tengist hann Vildarklúbbi Flugleiða. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Forseti Lettlands í opinbera heimsókn

VON er á Vaira-Vike Freiberga, forseta Lettlands, í opinbera heimsókn til Íslands í fyrrihluta ágústmánaðar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Freiberga kemur hingað í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Meira
3. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 842 orð | 3 myndir

Framkvæmdir gætu hafist á haustmánuðum

ÍSTAK fékk hæstu einkunn í lokuðu alútboði á bílakjallara undir Tjörninni sem hugmyndir eru um að byggja. Tilboð Ístaks var jafnframt lægst og hljóðaði upp á 719 milljónir króna eða 3,1 milljón á hvert bílastæði. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 242 orð

Framleiðir orku til húshitunar í Eyjum

FULLTRÚAR Vinnslustöðvarinnar hf. og Hitaveitu Suðurnesja hf. hafa undirritað samninga um sölu ótryggðs rafmagns á nýjan rafskautaketil í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 733 orð | 1 mynd

Færeyskt fjör í Ólafsvík

Katrín Ríkharðsdóttir er fædd í Ólafsvík 17. janúar 1956. Hún lauk grunnskólaprófi frá Grunnskólanum í Ólafsvík og starfar sem matráðskona á leikskólanum í Ólafsvík. Hún hefur setið í menningarnefnd bæjarins og er í Lionsklúbbinum Rán á staðnum, að ógleymdu forystuhlutverki í færeysku dögunum. Eiginmaður Katrínar er Stefán Ragnar Egilsson, yfirvélstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH, og eiga þau eina dóttur, Hafdísi Björk. Meira
3. júlí 2002 | Suðurnes | 661 orð | 1 mynd

Get varla beðið eftir því að komast af stað

"ÉG er mikill ferðafíkill og finnst gaman að læra. Ég get sameinað þetta tvennt í þessum skóla," segir Sigríður Jónsdóttir, 18 ára Grindvíkingur. Hún hefur verið valin til að fara í haust í alþjóðlegt stúdentsnám við skóla í Hong Kong í Kína. Meira
3. júlí 2002 | Miðopna | 37 orð

Grafarholt

Um 1.800 íbúðir í 5.000 manna byggð. Hverfið er 100 hektarar. Byggðin er að mestu í 55-95 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti: Deiliskipulag: 900 íbúðir. Austurhluti: Deiliskipulag: Um 930 íbúðir. Þjónusta: Tveir grunnskólar. Þrír leikskólar. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Gusmao heimsækir Indónesíu

ZANANA Gusmao, forseti Austur-Tímors (t.h.), og Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, í forsetahöllinni í Jakarta í gær þegar Gusmao fór í fyrstu heimsókn sína til Indónesíu frá því að hann varð þjóðhöfðingi. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð

Gönguferð á Keili með Ferðafélagi Íslands

MIÐVIKUDAGINN 3. júlí gengst Ferðafélag Íslands fyrir gönguferð á Keili á Reykjanesskaga. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

Hafði hvorki vilja né möguleika til að framfylgja hótuninni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sakfellt rúmlega tvítugan mann sem játaði að hafa sent sprengjuhótun í bandaríska sendiráðið í upphafi ársins. Dómurinn frestaði að ákveða refsingu og haldi maðurinn skilorð í tvö ár fellur refsing niður. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 305 orð

Hóta að virða Bandaríkjamenn að vettugi

HEIMASTJÓRN Palestínumanna mun virða að vettugi allar áætlanir og viðræðunefndir Bandaríkjamanna ef Bandaríkjastjórn hvikar ekki frá þeirri fyrirætlan sinni að ræða ekki framar við Yasser Arafat, forseta heimastjórnarinnar, sagði Yasser Abed Rabbo,... Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 374 orð

Kennsla við MBA-nám ekki hluti af aðalstarfi

KENNSLA við MBA-nám hjá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands er ekki hluti af aðalstarfi háskólakennara og því á að greiða sérstaklega fyrir kennsluna, skv. dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
3. júlí 2002 | Miðopna | 329 orð

Kerfið tekið formlega í notkun um miðjan júlí

LÍNA.NET hf. sér um uppsetningu á nýju sameiginlegu símkerfi fyrir allar stofnanir Landspítala - háskólasjúkrahúss, en uppsetningin hefur tafist þar sem einn þáttur kerfisins virkaði ekki rétt við álagsprófanir á skiptiborði. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 336 orð

Leyft að birta og selja "flokkaðar auglýsingar"

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Útgáfufélagsins DV ehf. um að staðfest yrði með dómi lögbann sem fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík lagði við því, að Fréttablaðið ehf. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 238 orð

Logandi braki rigndi yfir bæinn

ÍBÚAR þýska bæjarins Überlingen vöknuðu upp við vondan draum aðfaranótt þriðjudags þegar flugvélarnar tvær rákust á yfir bænum. Meira
3. júlí 2002 | Suðurnes | 274 orð | 1 mynd

Lætur drauminn rætast

"ÞAÐ hefur lengi verið draumur minn að opna gallerí og ég ákvað að láta hann rætast, hætti í annarri vinnu og opnaði hér," segir Þorbjörg Óskarsdóttir myndlistarmaður sem nýlega opnaði Gallery Tobbu í Hafnargötu 35 í Keflavík. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Málmþreyta í skrúfublaði

RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur nú lokið frumrannsókn á flugatviki sem varð er loftskrúfa flugvélarinnar TF-ULF brotnaði á flugi yfir Breiðafirði 21. júní síðastliðinn. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð

Mikið framboð á óseldu húsnæði í Grafarholti

MIKIÐ framboð er á óseldu húsnæði í Grafarholti, sérstaklega á stórum eignum. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að markaðurinn taki ekki við svo stórum eignum, í hverfið vanti minni íbúðir. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 277 orð

Minnihlutinn vanvirtur

LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis, segir að með því að boða ekki fund í nefndinni fyrr en í ágúst sé verið að vanvirða minnihlutann og drepa umræðunni um heimsókn Kínaforseta á dreif. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 175 orð

Missti stjórn á skapi sínu

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt mann á fimmtugsaldri í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á annan mann og slá hann m.a. tvö högg í höfuðið með 80 cm löngu járnröri. Meira
3. júlí 2002 | Landsbyggðin | 406 orð | 1 mynd

Nýtt verslunarhús í Reykjahlíð

NÝ STRAX-verslun hefur verið opnuð í Reykjahlíð í Mývatnssveit og þar við er einnig eldsneytisafgreiðsla Essó. Eigendur þessa nýja húsnæðis eru Skútustaðahreppur, Olíufélagið hf. og Klettar (Kaldbakur) og eiga sinn þriðjunginn hver. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 494 orð

Óskað eftir viðræðum um kaup á hlut ríkisins

ÍSLENSKT eignarhaldsfélag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, stofnenda bjórframleiðandans Bravo International í Rússlandi, sem fyrr á þessu ári var seldur til Heineken, sendi í síðastliðinni viku... Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 510 orð

Óttast að kennslustundir séu orðnar of margar

SKÓLASTJÓRAR eru ekki á eitt sáttir um samþykkt Fræðsluráðs Reykjavíkur, sem kveður á um að einni kennslustund á dag skuli bætt við stundaskrá sjö til níu ára barna. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Óþörf áhætta tekin á Netinu

SAMKVÆMT könnun rannsókna- og hugbúnaðarfyrirtækisins Manna og músa ehf. tekur nær helmingur vinsælustu vefsvæða á Íslandi óþarfa áhættu í Internet-uppsetningum hjá sér með því að hafa uppsetningu nafnamiðlara (DNS) ranga, þ.e. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 144 orð

Pinochet úrskurðaður ósakhæfur

HÆSTIRÉTTUR Chile hefur úrskurðað að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, sé ósakhæfur vegna andlegrar hnignunar og því verði ekki hægt að lögsækja hann fyrir dráp morðsveita á tugum andstæðinga hans skömmu eftir valdarán hans árið 1973. Meira
3. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 197 orð

Prófsteinn á rússneskt réttarkerfi

DÓMARAR í máli rússnesks herforingja, sem ákærður er fyrir að hafa rænt og myrt unga tsjetsneska stúlku árið 1999, frestuðu því að fella dóm og sögðu hinn ákærða þurfa að gangast undir nýtt geðlæknismat. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 26 orð

Rabbfundur um krabbamein

STUÐNINGSHÓPUR um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. júlí, kl. 17. Kaffi verður á... Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Rafmagn fór af í Þingholtunum

RAFMAGN fór af í Þingholtunum í Reykjavík í gær um kl. 19.16 þegar grafa sleit háspennustreng á mótum Týsgötu og Skólavörðustígs. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Rangur orgelleikari "Í gagnrýni minni um...

Rangur orgelleikari "Í gagnrýni minni um tónleika Kórs Akureyrarkirkju 5. maí sl., sem birtist í Morgunblaðinu í júní með fyrirsögninni Kröftug miskunnarbæn, varð mér heldur betur á í messunni. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Rannsókn stendur enn yfir

SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi, Stefán Skarphéðinsson, segir að mál sem upp kom á bænum Höfða í Þverárhlíð í lok febrúar, og varðar meinta illa meðferð á búfé, sé enn í rannsókn. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 136 orð

Ráðuneytið vissi ekki af fyrirætlunum Búnaðarbankans

STJÓRNENDUR Búnaðarbankans leituðu ekki álits eða samþykkis viðskiptaráðuneytisins vegna yfirtökutilboðs bankans í SPRON enda ekki hlutverk ráðuneytisins að skipta sér af daglegum rekstri banka sem ríkið á hlut í. Meira
3. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 38 orð

Róluvellir voru kallaðir mæðragarðar

Á fundinum var innt eftir skýringu á nafni Mæðragarðsins. Kom fram að nafngiftin væri þannig til komin að róluvellir voru kallaðir mæðragarðar áður fyrr. Í umræddum garði voru einmitt rólur, sandkassi og fleiri leiktæki sem einhverjir muna kannski... Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Samningaviðræður Íshug og Símans standa enn

SAMNINGAVIÐRÆÐUR Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. og Landssíma Íslands hf. um kaup á eignasafni Landssímans í upplýsingatæknifyrirtækjum standa enn yfir. Viðræðurnar voru tilkynntar 30. maí sl. og fyrirhugað var að ljúka þeim í júní. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Samvörður 2002 heppnaðist vel

ÆFINGUNNI Samverði 2002 lauk á sunnudag, en hún hafði staðið frá 24. júní. Meira
3. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 165 orð | 1 mynd

Síðasta veiðiferðin á vegum ÚA

SLÉTTBAKUR EA 4, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kemur til heimahafnar í dag, miðvikudag, úr sinni síðustu veiðiferð á vegum félagsins. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Sjóðnum verði heimilt að ganga til nauðasamninga

SAMÞYKKT var á ríkisstjórnarfundi í gær að gera breytingar á Íbúðalánasjóði sem heimila sjóðnum að ganga til nauðasamninga. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Skip á himni

ÞAÐ mætti ætla að geimskip væri hér á ferð á austurhimni séð frá húsi við Grenilund í Garðabæ en svo var auðvitað ekki. Skýið hefur tekið á sig þessa skemmtilegu... Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 306 orð

Stjórn Lánasjóðsins meti beiðni að nýju

MÁLSKOTSNEFND Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur úrskurðað að fella beri úrskurð í máli Jóhannesar Davíðssonar úr gildi en stjórn Lánasjóðsins hafði synjað honum um undanþágu á árlegri endurgreiðslu námslána vegna veikinda hans og örorku. Meira
3. júlí 2002 | Landsbyggðin | 66 orð | 1 mynd

Sumartónleikar í Árneskirkju

KVENNAKÓRINN Norðurljós frá Hólmavík hélt nýlega sumartónleika í Árneskirkju. Fjölbreytt dagskrá var; sungin voru lög úr söngleikjum, dægurlög, syrpa eftir Gunnar Þórðarson og fleira. Meira
3. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Söguganga á Nonnaslóð

SÖGUGANGA á Nonnaslóð verður annað kvöld, fimmtudagskvöldið 4. júlí, og hefst hún kl. 20. Gangan er á vegum Minjasafnsins á Akureyri og Nonnahúss. Lagt verður af stað frá Minjasafnskirkjunni, gengið upp stíginn sem liggur upp á Naustahöfðann og m.a. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 239 orð

Tilgreindi ekki flugvallaskatta í verði

SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að ferðaskrifstofan Heimsklúbbur Ingólfs - Ferðaskrifstofan Príma skuli greiða 400 þúsund króna stjórnvaldssekt en ferðaskrifstofan var talin hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að láta ítrekað hjá líða að tilgreina... Meira
3. júlí 2002 | Miðopna | 371 orð | 1 mynd

Tíðari ungbarnadauði þar sem einkarekstur er mestur

SKRÁÐUR ungbarnadauði er meiri og ævilíkur styttri þar sem einkarekstur er mestur í heilbrigðisþjónustu, að því er fram kemur í grein sem Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, ritar í grein í júníhefti Læknablaðsins. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 590 orð | 1 mynd

Tveir nemendur í eðlisfræði hlutu styrk

VERKEFNASTYRKIR Félagsstofnunar stúdenta voru afhentir í Stúdentaheimilinu við Hringbraut í gær, en að þessu sinni hlutu styrkina þeir Jens Hjörleifur Bárðarson og Kristján Rúnar Kristjánsson. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 151 orð

Tveir óska viðurkenningar sem allsherjargoðar

TVEIR hafa sóst eftir því hjá dómsmálaráðuneytinu að verða viðurkenndir sem allsherjargoðar, þau Jónína Berg Vesturlandsgoði og Jörmundur Ingi, sem fer fram á að verða áfram viðurkenndur sem allsherjargoði. Meira
3. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 229 orð | 1 mynd

Um 1.200 knattspyrnukappar á Esso-móti KA

EITT af stærstu knattspyrnumótum landsins, Esso-mót KA í 5. flokki drengja, hefst í dag, miðvikudag, á félagssvæði KA en mótið verður sett formlega á fimmtudagskvöld. Alls munu um 1. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð | 2 myndir

Umferðin truflaði heimilisfriðinn

HEIÐAGÆSAPAR hefur á undanförnum árum verpt við veginn upp í Kerlingarfjöll og í fyrra bjuggu þær sér hreiður tvo metra frá vegarbrúninni. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð

Undirbúningsfélag að lagningu sæstrengs

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, heimild til að undirbúa þátttöku ríkisins í undirbúningsfélagi að lagningu sæstrengs milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 231 orð

Unnt að forðast um þriðjung krabbameinstilfella á ári

GRO Harlem Brundtland, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, kynnti í gær á alþjóðlegri krabbameinsráðstefnu í Osló áætlun og leiðbeiningar um krabbameinsvarnir sem ætlað er að draga úr nýgengi og dauðsföllum af völdum krabbameins. Meira
3. júlí 2002 | Landsbyggðin | 976 orð | 1 mynd

Úrelt og ónýt á tíu árum

Á EGILSSTÖÐUM var til skamms tíma rekin lítil innisundlaug sem einkum nýttist fyrir fatlaða, aldraða, sjúklinga og ungbörn. Laugin hefur nú staðið ónotuð í marga mánuði vegna umhirðu- og viðhaldsskorts, en enginn vill greiða viðgerðar- og... Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 592 orð | 1 mynd

Útskriftarnemendur frá Kennaraháskóla Íslands

KENNARAHÁSKÓLI Íslands brautskráði fyrir nokkru 307 kandídata, annars vegar úr grunndeild skólans og hins vegar úr framhaldsdeild. Aldrei hafa fleiri kandídatar verið brautskráðir í einu frá skólanum. Kandídatar úr grunndeild B.Ed. Meira
3. júlí 2002 | Miðopna | 1448 orð | 2 myndir

Vantar minni íbúðir í hverfið

Í Grafarholti er mikið af óseldu húsnæði. Ástæðan er sögð að markaðurinn taki ekki við svo stóru húsnæði. Nína Björk Jónsdóttir komst að því að nokkur dæmi eru um að byggingaverktakar hafi orðið gjaldþrota þar sem dýrt er að liggja með óselt húsnæði sem safnar vöxtum. Fasteignasalar sögðu að áhugi kaupenda væri þó að aukast. Meira
3. júlí 2002 | Miðopna | 362 orð

Verktakar vildu byggja stórt

HELGA Bragadóttir, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, segir að gefin hafi verið upp hámarksstærð húseigna í vesturhluta Grafarholtsins, sem fyrst var byggður upp, en verktakar hafi sótt um að byggja enn stærri fasteignir. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Víkingar í Hafnarstræti

ÞÓTT tæp þúsund ár séu síðan víkingaferðir voru aflagðar á Norðurlöndunum hafa sögur af ferðum víkinga til fjarlægra landa birst okkur ljóslifandi í sögubókum fram á þennan dag. Meira
3. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 235 orð | 1 mynd

Þvottahús og fatahreinsun í Sjafnarhúsið

MJÖLL hf. á Akureyri hefur keypt rekstur þvottahúss FSA og Fatahreinsunarinnar ehf. á Akureyri og flutt starfsemina í Sjafnarhúsið við Austursíðu. Meira
3. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ætlaði fram úr en ók á bílinn

TVÆR bifreiðar skullu saman við Auðólfsstaði í Langadal í gærkvöld. Fjórir voru í bílunum sem að öllum líkindum eru ónýtir, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Engin slys urðu á fólki, en allir voru í bílbeltum. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júlí 2002 | Leiðarar | 800 orð

Leikið íslenskt sjónvarpsefni

Í síðustu viku var skýrslan "Leikið íslenskt sjónvarpsefni: - Staða, horfur og möguleikar" formlega kynnt. Meira
3. júlí 2002 | Staksteinar | 280 orð | 2 myndir

Orka sem aukageta

Auðveldlega má sjá fyrir sér framtíð, þar sem bændur og jarðeigendur fá talsverðar aukatekjur af orkuframleiðslu. Þetta segir Austurglugginn. Meira

Menning

3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Brandy í beinni

SÖNG- OG leikkonan Brandy eignaðist á dögunum stúlku sem þegar hefur hlotið nafnið Sy'rai. Þetta er fyrsta barn Brandy, sem er 23 ára, en hún er gift framleiðandanum Robert Smith. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 15 orð

CAFÉ 22 Open Mic miðvikudagskvöld.

CAFÉ 22 Open Mic miðvikudagskvöld. VÍDALÍN Hljómsveitirnar Coral og Mute með tónleika kl. 21. Aðgangur... Meira
3. júlí 2002 | Menningarlíf | 55 orð

Diddi fiðla í Bláu kirkjunni

SIGURÐUR Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, verður gestur Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Honum til fulltingis verða söngkonurnar Aðalheiður Borgþórsdóttir og Ingveldur Ólafsdóttir. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Dýrið gengur laust

Bandaríkin, 1999. Góðar stundir. VHS. (97 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Sean McNamara. Aðalhlutverk: Daniel Baldwin, Michelle Green og Fred Dryer. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Ekki móðgandi við Ítali

SAMTÖK Bandaríkjamanna af ítölskum uppruna hafa látið ákæru vegna sjónvarpsþáttanna Sópranó-fjölskyldan niður falla en í ákærunni voru þættirnir sagðir móðgandi við fólk af ítölskum uppruna, þar sem þeir sýndu það sem glæpamenn. Meira
3. júlí 2002 | Menningarlíf | 216 orð | 1 mynd

Flytja lög Nietzsches í Þýskalandi

SIGURÐI Bragasyni barítonsöngvara og Hjálmi Sighvatssyni píanóleikara hefur verið boðið að halda tvenna tónleika á listahátíðinni Rheinreise 2002 í Þýskalandi. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 839 orð | 2 myndir

Hann stækkar og stækkar

Fransk/spænski listamaðurinn Manu Chao sló óforvarandis í gegn á Hróarskelduhátíðinni í fyrra og var því hækkaður í tign í ár, lék á stærsta sviðinu við glymjandi lófatak, fótastapp og söng. Arnar Eggert Thoroddsen sótti blaðamannafund sem haldinn var fyrir tónleikana og hlýddi á lífsspeki kappans. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Heiðursdoktor í poppfræðum

SÆNSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Benny Andersson, helsta lagasmiði sænsku hljómsveitarinnar ABBA, heiðursdoktorsnafnbót fyrir að hafa skapað tónlist í háum gæðaflokki sem náði til fólks um allan heim. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 138 orð | 2 myndir

Heimsmeisturum fagnað í Vetrargarðinum

UM HELGINA var efnt til knattspyrnuhátíðar í Vetrargarði Smáralindarinnar en þar hefur verið haldið úti skipulagðri dagskrá undir nafninu HM-heimurinn á meðan HM í knattspyrnu hefur staðið yfir. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 41 orð | 2 myndir

Hljómleikar í Svartaskógi

SKÓLAHLJÓMSVEIT Brúarásskóla og hljómsveit Tónlistarskólans í Brúarási héldu hljómleika í Hótel Svartaskógi nýlega. Skólahljómsveitin er skipuð nemendum Brúarásskóla. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 515 orð | 2 myndir

Hver á að gæta bróður míns?

Eftir tvær góðar og tvær vondar þá er stóra spurningin í hvorn flokkinn fimmta platan fellur. Já og Liam er næstum farinn að semja jafnmikið og stóri bróðir! Meira
3. júlí 2002 | Menningarlíf | 210 orð | 1 mynd

Kolrassa fer norður

ÞURSAR, skessur og álfar auk mennskra manna, góðra og illra, bregða á leik í söngleiknum Kolrössu sem leikfélagið Hugleikur sýnir í Samkomuhúsinu á Akureyri á laugardagskvöld kl. 20. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Lesið milli línanna

Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (111 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Tom McLoughlin. Aðalhlutverk Andy Garcia, Trevor Blumas, Teri Polo. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Lífsreyndir unglingar

Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit: Christina Wayne. Aðalhlutverk: Dominique Swain, Brad Renfro og Bijou Philips. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 199 orð

Löng er sú bið

Peter Gabriel samdi tónlist við kvikmynd Alans Parkers, Birdy, árið 1985 og umdeilda mynd Martins Scorsese, The Last Temptation of Christ árið 1989. Hér er kominn diskur, sem geymir tónlist hans við nýja mynd Philips Noyce (Dead Calm, Patriot Games, Sliver, Clear and Present Danger, The Saint, The Bone Collector). Meira
3. júlí 2002 | Menningarlíf | 380 orð | 1 mynd

Schola cantorum keppir á Ítalíu

KAMMERKÓRINN Schola cantorum undirbýr nú þátttöku í alþjóðlegri kórakeppni sem kennd er við Seghizzi í Gorizia á Norður-Ítalíu og efnir af tilefninu til styrktartónleika í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 21. Meira
3. júlí 2002 | Menningarlíf | 344 orð | 1 mynd

Skreyta höfuðstöðvar Orkuveitunnar með list

ORKUVEITA Reykjavíkur ákvað á síðastliðnu ári að efna til samkeppni um gerð listskreytingar í nýjum höfuðstöðvum Orkuveitunnar á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 450 orð | 2 myndir

Sóst í slæman félagsskap

ÍSLENSKIR bíógestir sóttust eftir slæmum félagsskap um helgina því Bad Company, nýja kassastykkið úr smiðju Jerry Bruckheimers, var vinsælust allra mynda sem sýndar voru í kvikmyndahúsum. Meira
3. júlí 2002 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Stuttsýning á vatnslitaverkum

KATRÍN H. Ágústsdóttir opnar stuttsýningu í Galleríi Reykjavík, Skólavörðsutíg 16, á morgun, fimmtudag, kl. 15 og nefnist hún "Borgin Reykjavík". Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 199 orð | 1 mynd

Sumartónleikaröð Hins hússins á Austurvelli

UNDANFARIN sumur hefur Hitt húsið staðið fyrir röð sumartónleika í miðborg Reykjavíkur í samstarfi við Tal, Rás 2 og Félag íslenskra tónlistarmanna og í sumar verður engin undantekning þar á. Fyrstu tónleikarnir fara nefnilega fram í dag og hefjast kl. Meira
3. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 194 orð | 6 myndir

Sýning Dior slær í gegn í París

SÝNING tískuhönnuðarins Hedi Slimane fyrir Christian Dior sló í gegn í París í fyrrakvöld en þar var herratískan fyrir vorið og sumarið 2003 sýnd. Slimane hefur vakið athygli að undanförnu og olli sýningin ekki vonbrigðum. Viðstaddir voru m.a. Meira
3. júlí 2002 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Sögur í nýju gluggagalleríi

NÝTT gluggagallerí hefur verið opnað á Vatnsstíg 9 og nefnist það Heima er best. Galleríið er í glugga heimilis Margrétar Leopoldsdóttur sem áður hýsti Götugalleríið Grjóthús. Meira
3. júlí 2002 | Tónlist | 429 orð

Yfirvegaður og vandaður flutningur

Björn Steinar Sólbergsson flutti fjögur orgelverk eftir Maurice Duruflé. Sunnudagurinn 30. júní, 2002. Meira

Umræðan

3. júlí 2002 | Aðsent efni | 185 orð | 1 mynd

Af pólitík persónunjósnanna!

Það væri réttara að framkvæmdastjórinn, segir Aldís Hafsteinsdóttir, kannaði framkvæmd kosningabaráttu í sínum eigin ranni. Meira
3. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 260 orð | 2 myndir

Armband týndist BREITT, gulllitað armband týndist...

Armband týndist BREITT, gulllitað armband týndist í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 2. júní sl. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 8471451 eða 5675624. Sólgleraugu í Esjuhlíðum Laugardaginn 29. Meira
3. júlí 2002 | Aðsent efni | 666 orð | 1 mynd

Athugasemdir við grein um Falun Gong

Eðlilegast er, segir Þórdís B. Sigurþórsdóttir, að Falun Gong-iðkendur skilgreini sín fræði sjálfir. Meira
3. júlí 2002 | Aðsent efni | 784 orð | 2 myndir

Fossaganga Ferðafélags Íslands með Þjórsá

Sárafáir hafa enn séð, segja Björg Eva Erlendsdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir, þau náttúruundur sem raða sér uppeftir allri Þjórsá. Meira
3. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 171 orð

Frábær mánuður að baki

ÞAÐ verða fráhvarfseinkenni sem hrjá munu marga á næstu vikum, en til bjargar verður íslenski boltinn og sá enski um miðjan ágúst. Meira
3. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 398 orð

Geðveiki leyfð milli 13-21 um helgar

NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu fréttatilkynning frá Geðlæknafélagi Íslands þar sem kvartað var yfir niðurskurði á fjárveitingum til geðheilbrigðismála. Þar segir m.a. að staðreyndin sé "sú að á sl. Meira
3. júlí 2002 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Gengisfall tilfinninganna

Er hægt að halda við þessum hástemmda hugaræsingi ótakmarkað? spyr Ragnhildur Kolka. Er spenna orðin að neysluvöru? Meira
3. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 409 orð

Hirðmenn Evrópusambandsins

ÞEIR Íslendingar eru til sem skrifa talsvert í blöð um kosti þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Umræðan á að sjálfsögðu að vera frjáls í þessum efnum, en eitt er það þó sem mér þykir sérstaklega ógeðfellt við skrif sumra þessara manna. Meira
3. júlí 2002 | Aðsent efni | 849 orð

Þekkingarstjórnun og baráttan við hryðjuverk

Þrátt fyrir ungan aldur, segir Sigmar Þormar, kemur þekkingarstjórnun nú víða við. Meira
3. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 6.370 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Nadia Ýr Emilsdóttir, Birna Kristín Sigurjónsdóttir og Katrín... Meira

Minningargreinar

3. júlí 2002 | Minningargreinar | 355 orð | 1 mynd

HELGA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

Helga Kristín Kristjánsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 4. janúar 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reyðarfjarðarkirkju 12. júní. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2002 | Minningargreinar | 1149 orð | 1 mynd

STEINÞÓR MAGNÚSSON

Steinþór Magnússon fæddist á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá 5. september 1924. Hann andaðist á heimili sínu á Egilsstöðum 24. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Egilsstaðakirkju 2. júlí. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2002 | Minningargreinar | 2361 orð | 1 mynd

SVEINBJÖRN JÓHANNSSON

Sveinbjörn Jóhannsson fæddist á Hillum í Árskógshreppi 12. apríl 1914. Hann lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgerður Sveinbjörnsdóttir og Jóhann Kristjánsson. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2002 | Minningargreinar | 889 orð | 1 mynd

VALDÍS HALLDÓRSDÓTTIR

Valdís Halldórsdóttir fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu 27. maí 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 17. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 2. júlí. Meira  Kaupa minningabók
3. júlí 2002 | Minningargreinar | 1329 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR ÓLAFSSON

Þórður Ólafsson fæddist á Strandseljum 5. október 1902. Hann lést á Hrafnistu, DAS í Hafnarfirði, 20. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 2. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 105 orð

8,5 ma.kr. til skírteinishafa

Í FRÉTT sem birt var í gær um arðsemi eigin fjár lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu árið 2001 var ranglega farið með afkomu verðbréfasjóða og rekstrarfélaga þeirra. Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 699 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 79 79 79...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 79 79 79 40 3,160 Gellur 540 510 516 47 24,240 Grálúða 100 100 100 9 900 Gullkarfi 83 10 63 10,859 685,908 Hlýri 130 97 104 808 84,175 Keila 80 57 68 1,825 124,969 Kinnfiskur 550 150 315 34 10,700 Langa 126 45 112 1,044... Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 164 orð | 1 mynd

Delta opnar skrifstofu á Indlandi

INNKAUPASKRIFSTOFA Delta á Indlandi tók formlega til starfa hinn 1. júlí sl. Meginástæða fyrir stofnun hennar er að afla hráefna til þróunar og framleiðslu lyfja. Markmiðið með stofnun innkaupaskrifstofunnar er m.a. Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Forstjóri Vivendi Universal segir af sér

FORSTJÓRI franska fjölmiðlarisans Vivendi Universal, Jean-Marie Messier, hefur ákveðið að segja af sér að ósk stjórnar fyrirtækisins, að því er fram kemur í frétt á fréttavef BBC . Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eining sameinast

Á aukaaðalfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins sl. föstudag samþykktu 85% fundarmanna breytingar á samþykktum sjóðsins en slík atkvæðagreiðsla var forsenda fyrir sameiningu hans og Lífeyrissjóðsins Einingar undir nafni Frjálsa lífeyrissjóðsins. Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 496 orð | 1 mynd

Fækkun fiskimjölsverksmiðja hefði mismikil áhrif

AÐ MATI Þorsteins Más Baldvinsonar, forstjóra Samherja, eru fiskimjölsverksmiðjur of margar í landinu og telur hann að þeim muni fækka allnokkuð á komandi árum. Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Hætt við sameiningu DnB og Storebrand

HÆTT hefur verið við samruna Den norske Bank og tryggingafélagsins Storebrand sem ákveðinn var í síðasta mánuði. Samkomulag náðist ekki um skiptihlutfall en DnB vildi lækka það úr hámarkinu 1,33 bréf í DnB fyrir hvert bréf í Storebrand í 1,2. Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Ríkisábyrgð Flugleiða til ágústloka

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur heimilað ríkjum í sambandinu að ábyrgjast tryggingar flugfélaga í löndunum til næstu fjögurra mánaða en tryggingarnar eru vegna stríðs og hryðjuverka. Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Vaki-DNG, Landmat og IMG stofna nýtt félag

VAKI-DNG, Landmat International og IMG þekkingarsköpun hafa stofnað einkahlutafélagið Peocon ehf. Tilgangur félagsins er þróun og sala á tækni- og hugbúnaði, tölvu- og upplýsingakerfum ásamt skyldum atvinnurekstri. Meira
3. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 336 orð | 1 mynd

Þormóður rammi og Skeljungur stærstir í Þorbirni Fiskanesi

ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg og Skeljungur eru stærstu hluthafar í Þorbirni Fiskanesi hf. samkvæmt nýjum hluthafalista félagsins, en talsverð viðskipti voru með hlutabréf í félaginu í júní. Meira

Fastir þættir

3. júlí 2002 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 3. júlí, er fimmtug Helga Alexandersdóttir leikskólastjóri, Laugalæk 11, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Friðrik Guðmundsson . Þau taka á móti ættingjum og vinum laugardaginn 6. júlí kl. 17-20 í Borgartúni... Meira
3. júlí 2002 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 3. júlí, er sjötugur Sigvaldi Jóhannsson, verkstjóri og verktaki. Afmælisbarnið er að heiman í... Meira
3. júlí 2002 | Viðhorf | 865 orð

Blær nafna

"Mér fannst alveg sanngjarnt að leyfa ekki að lítil stúlka fengi að heita Satanía, en finnst alveg ómögulegt að önnur skuli ekki fá að heita Blær. Hvað gæti nú verið svo slæmt við það?" Meira
3. júlí 2002 | Fastir þættir | 307 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

HIMINN og haf skilur að fimmta og sjötta sætið á Evrópumótum, því fimm efstu sætin veita rétt til þátttöku á HM en uppskeran fyrir sjötta sætið er aðeins vonbrigði. Mikil spenna var í HM-baráttunni í Salsomaggiore í báðum flokkum. Meira
3. júlí 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júlí 2001 í Kópavogskirkju af sr. Jóni Bjarmann þau Sjöfn Sigvaldadóttir og Guðmundur Jón Ludvigsson. Heimili þeirra er í Lundabrekku 4,... Meira
3. júlí 2002 | Í dag | 144 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja . Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Meira
3. júlí 2002 | Fastir þættir | 87 orð | 1 mynd

Hekla frá Heiði með eina tíu og efsta sætið

HEKLA frá Heiði hlaut eina tíu fyrir vilja og geðslag og tryggði sér efsta sætið í sex vetra flokki í dómum í gær. Meira
3. júlí 2002 | Fastir þættir | 524 orð | 1 mynd

Lið sem á eftir að láta að sér kveða

FRAMMISTAÐA íslenska landsliðsins í opnum flokki á nýafstöðnu Evrópumóti í brids vakti nokkra athygli enda betri en almennt var búist við fyrirfram. Meira
3. júlí 2002 | Dagbók | 834 orð

(Lúk. 6,43.)

Í dag er miðvikudagur 3. júlí 184. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Því að ekki er til gott tré, er beri slæman ávöxt, né heldur slæmt tré, er beri góðan ávöxt. Meira
3. júlí 2002 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d3 Rf6 6. d4 d5 7. Bd3 Bg4 8. O-O Be7 9. He1 Rc6 10. c3 O-O 11. Bg5 h6 12. Bh4 g5 13. Bg3 Re4 14. h3 Bxf3 15. gxf3 Rxg3 16. fxg3 Bd6 17. Kg2 Re7 18. Dc2 c6 19. Rd2 Dc7 20. Rf1 Kg7 21. He2 h5 22. Dd2 f6 23. Meira
3. júlí 2002 | Dagbók | 22 orð

SMALADRENGURINN

Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn... Meira
3. júlí 2002 | Fastir þættir | 276 orð | 2 myndir

Stúlkurnar leiða í æsispennandi keppni

GÆÐINGAKEPPNI landsmótsins hófst í gær með keppni ungmenna og er ljóst að ekki verður síður barist þar en í eldri flokkunum. Meira
3. júlí 2002 | Fastir þættir | 509 orð

Víkverji skrifar...

Þeir sem flogið hafa innan Bandaríkjanna eftir 11. september hafa orðið rækilega varir við að öryggisgæsla hefur verið hert til muna á bandarískum flugvöllum. Meira
3. júlí 2002 | Fastir þættir | 212 orð | 1 mynd

Þoka og Gígja berjast um efsta sætið

ÞOKA frá Hólum er í efsta sæti hryssna sjö vetra og eldri eftir dóma í dag og hefur nú skotist yfir Gígju frá Auðsholtshjáleigu sem var efst eftir forskoðun fyrir landsmótið. Þoka hækkaði úr 8,5 fyrir skeið í 9,0 en Gígja lækkaði úr 9,5 fyrir skeið í... Meira

Íþróttir

3. júlí 2002 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

*ARNAR Þór Viðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu,...

*ARNAR Þór Viðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék allan leikinn með Lokeren gegn Georgia Tbilisi, 2:3. Sat því ekki á varamannabekknum, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 107 orð

Birkir Ívar til liðs við Hauka

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins hefur Birkir Ívar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, komist að munnlegu samkomulagi við forsvarsmenn Hauka um að leika með Hafnarfjarðarliðinu næstu þrjú árin. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Blikar áfram í bikarnum

FYRSTU deildar lið Breiðabliks kom liða mest á óvart í þeim fjórum leikjum sem fram fóru í 16 liða úrslitum Coca-Cola-bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 219 orð

Cantu á Ítalíu sýnir Loga áhuga

LOGI Gunnarsson, körfuknattleiksmaður með Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur sl. tveggja ára, er kominn til Íslands í ný eftir að hafa dvalið á Ítalíu um sl. helgi í æfingabúðum hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Treviso. Logi sagði að hann hefði aldrei leikið gegn og með jafn sterkum leikmönnum áður en bætti því við að vel hefði gengið hjá honum fyrir framan fjölmarga útsendara frá liðum víðsvegar frá Evrópu. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 645 orð

Ellert Jón afgreiddi Grindvíkinga

GRINDVÍKINGAR sóttu ekki gull í greipar Skagamanna er liðin áttust við í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í gær á Akranesi þar sem heimamenn unnu með minnsta mun, 1:0, og bundu þar með enda á þátttöku Suðurnesjaliðsins í keppninni á þessu ári. Ellert Jón Björnsson skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu eftir undirbúning Bjarka Gunnlaugssonar en bæði lið fengu nokkur tækifæri til þess að setja knöttinn í netið í ágætum leik sem fram fór í þéttingsgolu á þurrum en góðum Akranesvelli. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 400 orð

Fyrsta tap Valsmanna

VALSMENN töpuðu sínum fyrsta leik í sumar þegar sameiginlegt lið Ólafsfirðinga og Dalvíkinga tók á móti þeim í Ólafsfirði í gærkvöld í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Heimamenn sýndu enga gestrisni og 2:1 sigur þeirra var fyllilega sanngjarn. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 137 orð

Góður sigur á Finnum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, skipað stúlkum 17 ára og yngri, lagði Finna 3:0 í fyrsta leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem haldið er hér á landi en leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 133 orð

Heimir Örn á leið til Haslum

HEIMIR Örn Árnason, handknattleiksmaður úr KA, mun að öllum líkindum ganga frá samningi við norska liðið Haslum á næstu dögum, en samningaviðræður milli Heimis og félagsins hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 71 orð

Keane segist hvergi fara

ÍRSKI landsliðsmaðurinn Robbie Keane, sem leikur með enska liðinu Leeds, neitar að ganga til liðs við keppinautana Sunderland, en félögin komust að samkomulagi um kaupin í gær. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 215 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni karla Coca-Cola-bikarinn, 16 liða...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni karla Coca-Cola-bikarinn, 16 liða úrslit: Leiftur/Dalvík - Valur 2:1 Jón Örvar Eiríksson 16., Árni Thor Guðmundsson 57. (víti) - Sigurður Sæberg Þorsteinsson 46. KR - Fram 0:1 Ágúst Gylfason 81. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 31 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca-Cola bikar karla,...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca-Cola bikar karla, 16-liða úrslit: Vestmannaey.:ÍBV - Þróttur R. 19.15 Fylkisvöllur:Fylkir - FH 19.15 Keflavík:Keflavík - ÍA 23 19.15 Garðabær:Stjarnan - KA 19.15 3. deild karla D: Eskifj.:Fjarðabyggð - Leiknir F. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 349 orð

Markvörður Blika gerði sigurmarkið

FYRSTUDEILDARLIÐ Breiðabliks tryggði sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum Coca Cola bikarkeppninnar í knattspyrnu, er liðið lagði Þór að velli 9:8 í Kópavoginum. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 2:2 og átta umferðir þurfti í vítaspyrnukeppninni til þess að fá fram úrslit. Gísli Einarsson markvörður Blika tryggði þeim sigurinn, en hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði sigurmarkið úr þeirri síðustu, tæpum þremur klukkutímum eftir að Gylfi Orrason flautaði til leiks. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 501 orð | 2 myndir

Oliver Kahn fékk uppreisn æru

ÞÝSKI markvörðurinn Oliver Kahn var í gær útnefndur besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem lauk í Japan á sunnudag. Hann hlýtur að launum gullknöttinn sem Adidas hefur gefið síðan 1982. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 507 orð | 1 mynd

* ROBBIE Winters, 27 ára sóknarleikmaður...

* ROBBIE Winters, 27 ára sóknarleikmaður hjá Aberdeen í Skotlandi, er kominn til reynslu hjá Stoke. Hann mun æfa með liðinu í þrjár vikur og þá kemur í ljós hvort hann verður keyptur og fenginn í staðinn fyrir Ríkharð Daðason. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 97 orð

Tap á Selfossi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, náði ekki að leika sama leik og 17 ára landsliðið því liðið tapaði 1:0 fyrir stöllum sínum frá Finnlandi í vináttuleik á Selfossi í gækvöld. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

* VIÐAR Guðjónsson, miðjumaður hjá Fram...

* VIÐAR Guðjónsson, miðjumaður hjá Fram , meiddist seint í síðari hálfleik leiksins við KR í gærkvöldi. Viðar virtist misstíga sig illilega og var hann fluttur með sjúkrabíl á slysavarðstofuna. Framarar töldu hann ekki brotinn. Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 46 orð

Þeir fengu atkvæði

Þeir sem fengu atkvæði, eru: Oliver Kahn, Þýskalandi 147 Ronaldo, Brasilíu 126 Hong Myung Bo, Suður-Kóreu 108 Rivaldo, Brasilíu 93 Ronaldinho, Brasilíu 54 Hasas Sas, Tyrklandi 26 El Hadji Diouf, Senegal 15 Roberto Carlos, Brasilíu 12 Michael Ballack,... Meira
3. júlí 2002 | Íþróttir | 496 orð | 1 mynd

Ætlaði alltaf að skora

"ÉG ætlaði alltaf að skora," sagði Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, sem gerði eina mark leiksins við KR í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Framarar náðu þar með að hefna 1:0 tapsins gegn KR í deildinni á dögunum og fögnuðu vel í leikslok enda liðið komið áfram í bikarnum en KR-ingar eru úr leik. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.